Greinar fimmtudaginn 19. október 2000

Forsíða

19. október 2000 | Forsíða | 347 orð

Brotinn brautarteinn sagður líkleg orsök

FORSTJÓRI Railtrack, hins einkarekna fyrirtækis sem sér um rekstur járnbrautarteinakerfis Bretlands, bauðst í gær til að segja af sér vegna lestarslyssins sem varð norður af Lundúnum í fyrradag, en brotinn járnbrautarteinn er meðal þess sem rannsakendur... Meira
19. október 2000 | Forsíða | 355 orð | 1 mynd

Dregur úr spennu á sjálfstjórnarsvæðunum

PALESTÍNUMENN efndu til óeirða á nokkrum stöðum á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær, en þó var ljóst að dregið hefði úr spennu á sjálfstjórnarsvæðunum í kjölfar vopnahlésins, sem leiðtogar Ísraela og Palestínumanna sömdu um á fundi sínum í Egyptalandi... Meira
19. október 2000 | Forsíða | 217 orð | 1 mynd

Miklar sveiflur á mörkuðum

MIKLAR sveiflur urðu á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Dow Jones-vísitalan í New York fór niður fyrir 10.000 punkta markið í fyrsta sinn síðan í mars sl. Meira

Fréttir

19. október 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Greiningarstöðvarinnar

AÐALFUNDUR Foreldra- og styrktarfélags Greiningarstöðvarinnar verður haldinn fimmtudaginn 19. október kl. 20.30 í húsnæði Greiningarstöðvarinnar, Digranesvegi 5, 4. hæð, Kópavogi. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 166 orð

Aðföng kærð vegna brots á sölubanni

UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að kæra Aðföng hf., innflutningsfyrirtæki Baugs, fyrir ítrekuð brot gegn sölubanni Heilbrigðiseftirlitsins á vanmerktum úðabrúsum. 3. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 387 orð

Afleiðingar vinnuslyss taldar til málsbóta

RÚMLEGA þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í 15 mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína. Maðurinn þarf þó ekki að sitja af sér nema þrjá mánuði haldi hann almennt skilorð. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 282 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hákoni Sigurgrímssyni og Halldóri Runólfssyni fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins og embættis yfirdýralæknis: "Í viðtali Brynju Tomer í Morgunblaðinu hinn 10. október sl. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 245 orð

Beinverndarátak í skólum um allt land

Í TILEFNI alþjóðlega beinverndardagsins föstudaginn 20. október nk. ætla skólar hvarvetna um landið að efna til sérstaks beinverndarátaks. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

B&L kynna fjórhjóladrifinn fjölnotabíl

B&L hafa nýlega hafið sölu á Renault Scénic RX4-fjölnotabílnum hér á landi og verður þessi fjórhjóladrifni bíll kynntur sérstaklega föstudaginn 21. október og laugardaginn 22. október. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 818 orð | 1 mynd

Dauðsföll vegna pyntinga í yfir 80 löndum

ALÞJÓÐLEGRI herferð mannréttindasamtakanna Amnesty International gegn pyntingum var hrundið af stað í gær og einnig er komin út ítarleg skýrsla samtakanna um stöðu pyntinga í heiminum. Meira
19. október 2000 | Erlendar fréttir | 203 orð

Deilt um þátttöku í friðargæslu

DEILT er nú um þátttöku Dana í væntanlegri friðargæslu evrópska varnarsamstarfsins þrátt fyrir að allir stjórnmálaflokkarnir séu sammála um ágæti þess að senda danska hermenn til slíkra starfa. Ágreiningurinn stendur um hvort það sé hægt. Meira
19. október 2000 | Landsbyggðin | 102 orð | 1 mynd

Dekurkrókurinn í nýtt húsnæði

Bakkafirði -Nudd- og snyrtistofan Dekurkrókurinn hefur verið starfræktur á Bakkafirði síðan í júní 1998, hann hefur verið með þjónustu á Vopnafirði og Þórshöfn. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Dræmar undirtektir við hugsanlegum hvalveiðum

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki hefði enn verið ákveðið hvenær eigi að byrja hvalveiðar á Íslandi að nýju. Hins vegar væri verið að vinna eftir ályktun Alþingis um að kynna afstöðu Íslendinga til málsins. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 296 orð

Dæmdur í árs skilorðsbundið fangelsi

RÚMLEGA tvítugur Reykvíkingur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir peningafals. Ef maðurinn heldur skilorð í þrjú ár fellur refsing niður. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð

Félag um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum

NÝTT félag áhugafólks um menningarfjölbreytni verður stofnað á Vestfjörðum á sunnudaginn kemur, hinn 22. október. Stofnfundurinn verður samtímis á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði og verður hann tengdur með fjarfundabúnaði. Meira
19. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Fjórtán mjólkurfræðingar endurráðnir

FJÓRTÁN mjólkurfræðingar hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri, sem sögðu upp störfum seinni partinn í sumar, hafa verið endurráðnir, að sögn Ágústs Þorbjörnssonar framkvæmdastjóra MSKEA og MSKÞ. Meira
19. október 2000 | Landsbyggðin | 152 orð | 1 mynd

Fjölmennt á rjúpnaslóðum

Þórshöfn- Heiðalöndin í nágrenni Þórshafnar eru jafnan fjölsótt af rjúpnaskyttum og svo var einnig nú í upphafi rjúpnavertíðar á sunnudaginn var. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 143 orð

Fornar lýsingar á einkennum vélindabakflæðis

BAKFLÆÐI í vélinda virðist ekki alveg nýtt af nálinni, en í fornbókmenntum má sjá lýsingar sem minna á einkenni vélindabakflæðis. Dæmi um slíka lýsingu er að finna í Þorgils sögu og Hafliða þar sem segir frá veislunni á Reykhólum. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 29 orð

Frímínútur

Frímínútur eru ekki þýðingarminnsti tíminn í skólanum. Þá er hægt að setjast niður og ræða málin, líklega aðallega um næstu skref í lærdóminum en kannski líka um kennarann eða... Meira
19. október 2000 | Landsbyggðin | 60 orð | 1 mynd

Frjósemi á Flúðum

Hrunamannahreppi- Flúðir í Hrunamannahreppi eru eitt af fáum kauptúnum á landinu þar sem fólki hefur fjölgað verulega á síðari árum. Þessar ungu mæður, sem eiga heima á Flúðum og í nágrenni, láta sitt ekki eftir liggja til að íbúatalan aukist. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

FUNDUR hefst í Alþingi í dag...

FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 10.30. Um kl. 13.30 fer fram utandagskrárumræða um umferðarframkvæmdir í Reykjavík og er málshefjandi Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingu, en Sturla Böðvarsson samgönguráðherra verður til andsvara. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fundur Kvenréttindafélags Íslands og Vestnorræna ráðsins

VESTNORRÆNA ráðið sem er samstarfsvettvangur þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Íslandsráðið stóð í júní 1999 fyrir kvennaráðstefnu í Færeyjum. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 305 orð

Fundur menningarmálaráðherra Evrópuráðsins í Frankfurt

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra er nú staddur á fundi menningarmálaráðherra Evrópuráðsins í Frankfurt og er yfirskrift fundarins Rafræn bókaútgáfa í þágu lýðræðisþróunar í Evrópu. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fyrirlestur um hafrétt

GUÐMUNDUR Eiríksson, dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg, heldur fyrirlestur fimmtudaginn 19. október á vegum Hafréttarstofnunar Íslands og Orators, félags laganema. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 122 orð

Galdrakvöldvaka á Ströndum

FYRSTA vetrardag, laugardaginn 21. október, kl. 20.30 stendur Strandagaldur fyrir Galdrakvöldvöku á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Ennfremur verður Galdrasýningin opin frá kl. 18 fyrir gesti kvöldvökunnar og fer forsala miða fram þar. Meira
19. október 2000 | Erlendar fréttir | 475 orð | 1 mynd

Gífurlega mikið starf fram undan

ÍBÚAR NV-Ítalíu tóku að tínast til heimila sinna í gær. Vatnsyfirborð í ánum í Alpadölunum var komið í eðlilegt horf eftir að stytt hafði upp. Íbúar austurhluta Pó-hásléttunnar bættust hins vegar í hóp þeirra ríflega 40. Meira
19. október 2000 | Erlendar fréttir | 1652 orð | 1 mynd

Gore blæs til sóknar en óvíst um árangurinn

Al Gore gerði harða hríð að George W. Bush í fjörlegum kappræðum í fyrrinótt sem gætu ráðið miklu um hvor þeirra fer með sigur af hólmi í forsetakosningunum eftir þrjár vikur. Fram kom mjög djúpstæður ágreiningur í mörgum málum og skýr munur á framtíðarsýn forsetaefnanna. Þrátt fyrir snarpa sókn varaforsetans virðist honum ekki hafa tekist að vinna marga óháða kjósendur á sitt band ef marka má fyrstu kannanir. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Gönguferð um Kópavogsland

FÉLAG eldri borgara í Kópavogi stendur fyrir söguferð um Kópavogsland í dag, fimmtudag, í fylgd með Birni Þorsteinssyni sagnfræðingi. Farið verður í rútu frá félagsmiðstöð aldraðra, Gullsmára, kl. 13.30, frá Sunnuhlíð kl. 13.45 og Gjábakka kl. 14. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Göngum yfir brúna

GÖNGUBRÝR eru víða komnar yfir stærstu götur borgarinnar og hafa stóraukið öryggi gangandi vegfarenda. Fæstar brýrnar eru þó yfirbyggðar eins og þessi sem auk þess að vera örugg höfn í umferðarþunganum veitir skjól gegn veðri og... Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hávaði frá flugeldasýningu

FLUGELDASÝNING við upphaf alþjóðlegrar raf- og tölvutónlistarhátíðar í gærkvöld raskaði ró Kópavogsbúa að sögn lögreglunnar þar. Eitt tónverkið á hátíðinni eftir sænska tónskáldið Aake Parmerud var fyrir tónband og flugelda og flutt utan dyra. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

HELGI ÞORLÁKSSON

HELGI Þorláksson, fyrrverandi skólastjóri Vogaskóla, lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík í gær. Hann var á 85. aldursári. Helgi var fæddur 31. október 1915 og lauk kennara- og söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1938. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 157 orð

Hlaut sex mánaða fangelsi á skilorði

TVÍTUGUR maður var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudag fyrir að hafa undir höndum hass og maríjúana, bílstuld og eignaspjöll en hann skemmdi þrjár óskráðar bifreiðar á Dalvík með því að hoppa uppi á... Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Hlekktist á í Fljótavík

EINS hreyfils flugvél hlekktist á við lendingu í sandfjöru í Fljótavík í friðlandi Hornstranda hinn 8. október sl. Nokkru áður en vélin nam staðar sökk nefhjól hennar nokkuð í gljúpan sand með þeim afleiðingum að skrúfa hennar rakst til jarðar. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð

Hnífur dreginn upp eftir stimpingar

HNÍFUR var dreginn upp eftir að komið hafði til átaka og orðaskaks fyrir utan skemmtistaðinn Selið á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Hvatt til ávaxtaneyslu

NÝLOKIÐ er átaksvikunni Evrópa gegn krabbameini, sem haldin var í 16 Evrópulöndum samtímis. Markmið hennar var að hvetja til aukinnar neyslu ávaxta og grænmetis. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ísland með í kosningaeftirliti í Kosovo

Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Kosovo-héraði laugardaginn 28. október næstkomandi. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur yfirumsjón með kosningunum. Kosið verður í 30 héraðsstjórnir en rúmlega 900 þúsund manns eru á kjörskrá. Meira
19. október 2000 | Erlendar fréttir | 181 orð

Kapphlaup um grænlenska vatnið

KAPPHLAUP er nú hafið á Grænlandi um réttinn til að tappa vatni á flöskur og selja úr landi en grænlenska stjórnin hyggst bjóða 30 ára leyfi til fyrirtækja sem hyggja á vatnsútflutning. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 497 orð | 3 myndir

Keppt við KRON í Vesturgötu

MATVÖRUVERSLANIR undir nafninu Krónan hafa áður verið starfræktar á höfuðborgarsvæðinu, en eins og kom fram í Morgunblaðinu um síðustu helgi hyggst Kaupás hf. opna lágvöruverðsverslanir undir því heiti á næstunni. Meira
19. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 266 orð | 1 mynd

Kostnaður um 600 til 700 milljónir

VIÐRÆÐUR standa yfir á milli Þyrpingar og Minjaverndar um byggingu 73 herbergja, fjögurra stjörnu hótels á horni Túngötu og Suðurgötu. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð

Leiðrétt

Rangt farið með nafn Í grein um Vitundarvakningu vegna sjúkdóma í meltingarfærum sem birtist í gær, var farið rangt með nafn Ásgeirs Theodórs, sérfræðings í meltingarsjúkdómum. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
19. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 504 orð | 1 mynd

Löggæslan efld og lögreglumenn sýnilegir

UMFERÐARDAGUR verður á morgun, föstudaginn 20. október, um nánast allt land og er stefnt að slysalausri umferð þennan dag. Lögreglumenn á Norðurlandi verða snemma á ferðinni. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Lögleiðing hnefaleika spurning um frelsi og mannréttindi

ÞRÁTT FYRIR að öll sýning, kennsla og keppni í hnefaleikum sé bönnuð á Íslandi eru þeir fjölmargir sem hafa brennandi áhuga á íþróttinni. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 216 orð

Meta umhverfisáhrif lagningar Norðausturvegar

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athuganir á umhverfisáhrifum lagningar Norðausturvegar í Norður-Þingeyjasýslu, á leiðinni milli Húsavíkur og Kelduhverfis. Vegurinn verður samtals 10 km að lengd, að stærstum hluta nýlagning. Meira
19. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 1499 orð | 1 mynd

Miðborgin verður að nýta sérstöðu sína

Miðborg Reykjavíkur hefur í rúman áratug verið í samkeppni við Kringluna um verslun og þjónustu og á næsta ári mun samkeppnin enn harðna þegar Smáralind tekur til starfa. Á fundi í fyrrakvöld var m.a. rætt um hvernig miðborgin ætti að bregðast við aukinni samkeppni. Trausti Hafliðason sat fundinn. Meira
19. október 2000 | Miðopna | 1075 orð | 1 mynd

Mikils árangurs að vænta af samruna

Búnaðarbankinn og Landsbankinn hafa staðið fyrir mikilli breytingu í bankastarfsemi að undanförnu. Hafa þeir aukið umsvif sín, bætt tekjumyndun og hagrætt í rekstri. Þetta kemur fram í samtali Grétars J. Guðmundssonar við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 688 orð

Of margir íbúar á hvern heimilislækni

MEÐ auknum fólksflutningum til höfuðborgarsvæðisins hefur álag á heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ aukist en þar eru nú mun fleiri íbúar á hvern heimilislækni en æskilegt þykir. "Á þessu svæði búa um 145. Meira
19. október 2000 | Erlendar fréttir | 215 orð

Óheilbrigt líferni orsök Flóaveiki

ÓHEILBRIGT líferni og vandamál sem fylgja því að hefja borgaralegt líf að lokinni herþjónustu eru orsök sjúkdóma sem hrjáð hafa fyrrum hermenn í Persaflóastríðinu. Meira
19. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 120 orð | 1 mynd

Óli G. sýnir í Óðinsvéum

ÓLI G. Jóhannsson myndlistarmaður á Akureyri undirbýr þessa dagana þátttöku í sýningu hjá Galleri Thorso í Óðinsvéum í Danmörku. Á sýningunni verða sjö stór málverk sem öll bera nafnið Formæltu ekki steinvölunni. Meira
19. október 2000 | Landsbyggðin | 158 orð | 1 mynd

Pakkhúsið, nýr veitingastaður á Selfossi

Selfossi- Nýr veitingastaður, Pakkhúsið, var opnaður á Selfossi laugardaginn 14. október. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

"Umhverfismálin áhyggjuefni"

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir starfsemi norðurskautsráðsins afar mikilvæga og telur samstöðu vera um það innan ráðsins að hún verði stórefld á næstu árum. Meira
19. október 2000 | Miðopna | 2019 orð | 1 mynd

Rannsakar hvundagshetjur fyrri alda

Sølvi Sogner er norsk kona, prófessor í sagnfræði við Óslóarháskóla og einn þekktasti sagnfræðingur á Norðurlöndum. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Rjúpur leita verndar varnarliðs

ÞESSI rjúpnahópur spókaði sig um í friði og ró við skrifstofubyggingu Íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli í gær eins og þær væru vissar um öryggi sitt fyrir veiðimönnum á varnarsvæði bandaríska hersins á... Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 506 orð | 1 mynd

Samvinna sérfræðinga mikilvæg í forvörnum

SAMVINNA lækna innan ólíkra sérgreina er mikilvægur liður í átaki Vitundarvakningar 2000 á vegum Félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum (FSM), til að auka almenna vitneskju um vélindabakflæði og telur Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum... Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 429 orð

Schengen-upplýsingakerfið ein skýring aukinna umsvifa

GAGNRÝNT var á Alþingi í gær hversu mjög embætti ríkislögreglustjóra hefði þanist út miðað við þau markmið sem sett hefðu verið þegar embættinu var komið á fót árið 1996. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Sektaður fyrir vörslu fíkniefna

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Hafnfirðing á fertugsaldri til að borga 80.000 króna sekt í ríkissjóð ellegar sæta fangelsi í 18 daga fyrir fíkniefnabrot. Í apríl í fyrra hafði lögreglan afskipti af manninum og gerði í framhaldi af því húsleit. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 161 orð

Sektir vegna umferðarmyndavéla 11-13 milljónir

UMFERÐARMYNDAVÉLAR í Reykjavík sem taka myndir af ökutækjum sem ekið er gegn rauðu ljósi hafa á þessu ári myndað um 1.500 ökumenn við að keyra yfir á rauðu ljósi. Sekt við því að aka yfir á rauðu ljósi er 10.000 kr. en gefnar eru 2.500 kr. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 280 orð

Símstöðvar Símans búnar undir númeraflutning

NÆSTU kvöld geta orðið smávægilegar truflanir á símasambandi í einstökum landshlutum í stutta stund í einu vegna uppfærslu á hugbúnaði í sjálfvirkum símstöðvum Símans. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Skólahjúkrunarfræðingar á skólabekk

FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gefið út stefnu og hlutverk skólahjúkrunarfræðinga. Á undanförnum árum hafa orðið miklar áheyrslubreytingar á störfum skólahjúkrunarfræðinga sem er eðlileg afleiðing af breytingum í þjóðfélaginu. Meira
19. október 2000 | Erlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Skólum lokað og útfarir bannaðar

YFIRVÖLD í Úganda hafa lokað skólum og bannað útfarir á þeim svæðum þar sem ebóla-veikin geisar. Hafa um 10 ný sjúkdómstilfelli bæst við á sólarhring síðustu daga en tala látinna er nokkuð á reiki. Virðist hún vera um eða innan við 40. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Slitgigt í mjöðm fimm sinnum algengari hér en í Danmörku

SLITGIGT í mjöðmum er allt að fimm sinnum algengari hér á landi en í Danmörku og Suður-Svíþjóð þar sem sambærilegar rannsóknir hafa farið fram. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Slysalaus dagur í umferðinni

ÁTAKSDAGUR í umferðinni verður föstudaginn 20. október á Vestfjörðum. Allir lögreglumenn verði sýnilegir þennan dag. Meira
19. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Sr. Solveig Lára ræðir um sorg

SAMHYGÐ, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með fyrsta fyrirlestur vetrarins í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þar mun sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir fjalla um sorg og sorgarviðbrögð. Sr. Meira
19. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 219 orð | 1 mynd

Starfsemin flutt á næsta ári

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ Íslensk verðbréf hf. hefur fest kaup á stórum hluta húseignarinnar á Strandgötu 3 á Akureyri undir starfsemi sína. Um er að ræða alls um 750 fermetra, rúmlega 110 fermetra rými á jarðhæð og alla 2. og 3. Meira
19. október 2000 | Landsbyggðin | 363 orð | 1 mynd

Starfsemi nýrra félaga á Vesturlandi kynnt

Stykkishólmi- Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur starfað í nokkur ár. Það eru sveitarfélög á Vesturlandi og Byggðastofnun sem standa að henni. Markmið ráðgjafarinnar er að efla atvinnulífið í kjördæminu með beinum eða óbeinum hætti. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 303 orð

Stefán í 17. sæti á HM vínþjóna

STEFÁN Guðjónsson vínþjónn varð í 17. sæti á HM vínþjóna sem haldið var í Kanada í síðustu viku. Haraldur Halldórsson, forseti Samtaka íslenskra vínþjóna, var einn af dómurum á mótinu og segir hann þetta mjög góðan árangur hjá Stefáni. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 305 orð

Stefnt að stofnfundi nýs kjördæmasambands innan árs

FRAMSÓKNARMENN leggja enn sem fyrr áherslu á að hamla gegn þeirri þróun að höfuðborgarsvæðið styrkist stöðugt á kostnað landsbyggðarinnar. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Sýning á antikmunum í Perlunni

NOKKUR fyrirtæki standa fyrir sýningu á antikmunum í Perlunni helgina 20.-22. október. Til sýnis verða alls kyns munir, allt frá tveggja alda gömlum klukkum upp í heilu borðstofurnar frá fyrri hluta 20. aldar. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 476 orð | 1 mynd

Sökuð um að hafa brotið ákvæði jafnréttislaga

HART var veist að Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær en hún var m.a. gagnrýnd harðlega fyrir að hafa gengið framhjá þremur konum er hún skipaði í embætti hæstaréttardómara nú síðsumars. Meira
19. október 2000 | Erlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Tillaga um embættissviptingu lögð fram

ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar á filippíska þinginu lögðu í gær fram tillögu um, að Joseph Estrada, forseti Filippseyja, yrði sviptur embætti. Voru þar bornar á hann ýmsar sakir, meðal annars að hafa þegið hundruð milljóna kr. í mútur. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð

Tímabundin stöðvun tryggingasölu FÍB

SALA bifreiðatrygginga hjá FÍB tryggingu er orðin mun meiri í ár en áætlanir gerðu ráð fyrir og er fjöldi tryggingataka kominn í það hámark sem samið var um við Lloyd's í London fyrir árið 2000. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð | 2 myndir

Tröllbirtingur úr Tungufljóti

Annar tveggja stærstu sjóbirtinga sem frést hefur af á þessari vertíð veiddist fyrir fáum dögum í Tungufljóti. Var það 16 punda hængur sem Kristófer Dignus veiddi á maðk í Breiðufor. Áður hafði jafnstór fiskur veiðst í Brúará í Fljótshverfi. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 245 orð

Undrast fréttir um stækkun álvers á Grundartanga

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Samtökum um óspillt land í Hvalfirði: "Samtökin um óspillt land í Hvalfirði (SÓL í Hvalfirði) lýsa yfir undrun sinni og áhyggjum af fréttum um mikla stækkun álversins á Grundartanga í Hvalfirði. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 191 orð

Unnið að endurskoðun byggingarstaðla

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að verið sé að vinna að því í ráðuneytinu með hvaða hætti eigi að endurskoða núverandi þolhönnunarstaðla í byggingarreglugerð. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 196 orð

Útibúum fækkað um tíu á tveimur árum

ÚTIBÚUM Landsbanka Íslands hefur fækkað úr 65 í 55, eða um 10, á síðustu tveimur árum, meðal annars með sölu útibúa og sameiningu stærri útibúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur starfsfólki í almennum bankastörfum fækkað um 100 á sama tíma. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 390 orð

Útvegsmenn vona að afurðaverð hækki

SAMKOMULAG milli Íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2001 var undirritað í Skagen í Danmörku í gær. Samkvæmt samkomulaginu verður heildarafli viðkomandi aðila á næsta ári 850. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í dag

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, kom ásamt fylgdarliði í opinbera heimsókn til Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada í gær. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 164 orð

Verkfræðikennsla í 60 ár

KENNSLA í verkfræði til lokaprófs hófst á Íslandi hinn 19. október 1940. Heimsstyrjöldin síðari olli því að nemendur gátu ekki farið til náms erlendis og því var tveim árgöngum kennt til lokaprófs. Alls luku sjö verkfræðingar prófi á þennan hátt. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Verslun á hjólum á leið um Austurland

FOSSBERG-Íselco hefur leigt sérhannaðan og innréttaðan bíl sem í senn er sýningar- og sölubíll, og verslun á hjólum. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 566 orð

Viðbótarsparnaður hefur aukist jafnt og þétt

SÍFELLT fleiri launamenn nýta sér þann möguleika að leggja 4% af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað að því er fram kom í samtölum Morgunblaðsins við forsvarsmenn fjármálastofnana og lífeyrissjóða í gær. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 865 orð | 1 mynd

Virkjum kraft kvenna

Guðrún Pétursdóttir fæddist í París 1950. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Vínkynning á Sommelier

GALLO-vínkynning verður á veitingastaðnum Sommelier brasserie við Hverfisgötu dagana 19.-21. október. Meira
19. október 2000 | Erlendar fréttir | 266 orð

Yfir hundrað manns hafa fallið

TALIÐ er að yfir hundrað manns hafi fallið í þjóðflokkaerjum í Nígeríu undanfarna fjóra daga. Átökin eru á milli Jórúba og Hausa sem eru tveir af þremur stærstu þjóðflokkunum í Nígeríu. Meira
19. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 177 orð

Þorskastríð og kalt stríð

ÞORSKASTRÍÐ og kalt stríð er heiti fyrirlesturs sem Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur heldur á vegum Háskólans á Akureyri 21. október kl. 13:15 í stofu 16 í Þingvallastræti 23 og er hann opinn öllum. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Þriðja tófan í rjúpnaferðum haustsins

SKOTVEIÐIMAÐURINN Guðni Þór Bjarnason fór líkt og svo margir aðrir í fyrstu rjúpnaferð ársins í vikunni, nokkuð sem væri ekki í frásögur færandi nema hvað fengurinn var harla óvenjulegur fyrir slíka ferð - tvær tófur og ein rjúpa. Meira
19. október 2000 | Innlendar fréttir | 133 orð

Þýsk kvikmynd í Goethe-Zentrum

GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46 sýnir fimmtudaginn 19. október kl. 20.30 þýsku kvikmyndina "Für immer und immer" frá árinu 1996. Hér segir af ungri konu sem giftist auðugum kaupsýslumanni. Meira

Ritstjórnargreinar

19. október 2000 | Leiðarar | 751 orð

MIKILVÆG TENGSL VIÐ VINAÞJÓÐ Í VESTRI

KANADA er eitt af næstu nágrannaríkjum Íslands þótt fæstir hafi líklega áttað sig á hve nálægðin væri mikil fyrr en Flugleiðir tóku upp beint áætlunarflug til Halifax á Nova Scotia. Meira
19. október 2000 | Staksteinar | 421 orð | 2 myndir

OLÍA OG BÆNDUR

VÆRI ekki bezt, að íslenzkir bændur færu í sambærilegar mótmælaaðgerðir og starfsbræður þeirra í ýmsum löndum á meginlandi Evrópu? spyr Bændablaðið. Meira

Menning

19. október 2000 | Fólk í fréttum | 829 orð | 2 myndir

ÁLFOSS FÖT BEZT: Tónleikar með hljómsveitinni...

ÁLFOSS FÖT BEZT: Tónleikar með hljómsveitinni Rússíbanar fimmtudagskvöld kl. 21. ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur með Caprí-tríó sunnudagskvöld kl. 20 til 23:30. BREIÐIN, Akranesi: Tónleikar með söngvaskáldinu Herði Torfa fimmtudagskvöld kl. 21. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 37 orð | 1 mynd

Berlínarbjarnarins minnst

AÐSTOÐARMAÐUR listamannsins Ottmar Hörl vinnur hér að því að koma tíu þúsund rauðum og hvítum björnum fyrir við Brandenborgarhliðið í Berlín. Með verkinu vill Hörl kalla fram minningar um Berlínarbjörnin, en dýrið er að finna á skjaldarmerki... Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Blóðugt leiðarljós

Leikstjóri: Wes Craven. Handrit: Ehren Kruger. Aðalhlutverk: Courtney Cox, David Arquette, Parker Posey, Neve Campell, Scott Foley. (97 mín.) Bandaríkin. Skífan, 1999. Myndin er öllum leyfð. Meira
19. október 2000 | Myndlist | 1110 orð | 2 myndir

Borgin með augum málaranna

Útlit, umbrot og kápa: Mál og menning /Margrét E. Laxness. Ljósmyndir; Guðmundur Ingólfsson og að auk; Anna Fjóla Gísladóttir, Kristján Pétur Guðnason, Pétur Sörensson og Ívar Brynjólfson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Verð 4.500 krónur. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 835 orð | 4 myndir

Bænabók karla, sögur af englum og kristin íhugun

Í ÁR gefur Skálholtsútgáfan út eftirtaldar bækur. Barna- og unglingabókina Einn dagur þúsund á r eftir Elínu Jóhannsdóttur og Brian Pilkington. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 964 orð

Efling þróttar og sjálfstrausts

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ferðast um Bandaríkin í tvær vikur og á enn eftir að halda ferna tónleika á einni viku áður en hún snýr aftur heim. Ragnhildur Sverrisdóttir hitti Þröst Ólafsson, framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, að máli í Sacramento, höfuðborg Kaliforníuríkis, og fór á tónleika sveitarinnar þar í borg um kvöldið. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 546 orð | 1 mynd

Fullorðinsgælur

Baby, geisladiskur Röggu. Flutningur var í höndum Ragnhildar Gísladóttur en Matthildur aðstoðar í laginu "Matthildur". Öll lög eru eftir Ragnhildi Gísladóttur fyrir utan "Þei, þei, ró, ró" sem er þjóðlag. Addi 800 tók upp og sá einnig um forritun. Vitund og Skífan gefa út. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 129 orð

Fyrirlestur um grafíska hönnun

STEFAN Sagmeister, grafískur hönnuður frá New York, heldur fyrirlestur um verk sín og viðhorf til grafískrar hönnunar á Kjarvalsstöðum föstudaginn 20. október kl. 13.30. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

George Michael kaupir píanó Lennons

PÍANÓIÐ, sem John Lennon samdi perlur á borð við Imagine og Jealous Guy á, var boðið upp í gær og kaupandinn var enginn annar en George Michael. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 777 orð | 2 myndir

Gnægtaborð íslenskrar tónlistar

Dagana 18.-22. október fer fram viðamikil tónlistarhátíð í Reykjavík, Icelandic Airwaves, þar sem m.a. koma fram erlendu stórsveitirnar Flaming lips og Suede. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna á hátíðinni verður gríðarlegur og snert á vel flestum stílum og stefnum. Arnar Eggert Thoroddsen kynnti sér málið. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 88 orð

Hrönn Eggertsdóttir í Kirkjuhvoli

HRÖNN Eggertsdóttir opnar laugardaginn 21. október sýningu á verkum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, undir yfirskriftinni: "Eins og ég sé það". Þar sýnir hún olíumálverk, akrýl- og vatnslitamyndir. Hrönn er fædd árið 1951. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 889 orð | 1 mynd

Hægfara draumkennd danstónlist

Fjöldi hljómsveita, innlendra sem erlendra, tekur þátt í Airwaves-tónlistarhátíðinni sem hefst í dag. Árni Matthíasson hitti að máli félagana í Thievery Corporation, en þeir troða upp tvívegis. Meira
19. október 2000 | Tónlist | 749 orð

Innsær þroski, einlæg túlkun

J. S. Bach: Fantasía í c BWV 906, Partíta VI í e BWV 830, Ítalski konsertinn í F BWV 971. Debussy: Sarabande. Skrjabin: Prelúdíur í C, cís & es Op. 11,1-3; Etýður í b & cís Op. 8,11 & 42,5. Chopin: Mazúrkur í b, e, f & cís Op. 24,4, 41,2, 63,2 & 63,3; Berceuse í Des Op. 57; Barcarole í Fís Op. 60. Christopher Czaja Sager, píanó. Mánudaginn 16. október kl. 20. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 116 orð | 2 myndir

Kirsuberjagarðurinn opnaður

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur hafið sýningar á Kirsuberjagarðinum eftir tékkneska leikskáldið Anton Tsjekhov í leikstjórn Rimas Tuminas. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 249 orð | 1 mynd

M-2000

ICELAND AIRWAVES Alþjóðlega tónlistarhátíðin Iceland Airwaves, verður haldin í Reykjavík í annað sinn, nú í samvinnu Flugleiða og Menningarborgar. Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn auk nokkurra þekktra erlendra hljómsveita, þ.á m. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 126 orð

Maruja Torres hlýtur Plánetuna

MARUJA Torres, rithöfundur og blaðamaður, hlaut Plánetuna (Planeta), ein virtustu bókmenntaverðlaun Spánar, á sunnudaginn. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 76 orð | 2 myndir

Mánaspil á Gauknum

NÝ og langþráð plata með Sálinni hans Jóns míns, sem ber heitið Annar máni , leit dagsins ljós undir lok síðustu viku og af því tilefni var haldið formlegt útgáfuteiti á Gauki á Stöng á föstudagskvöldið. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Mel B í forræðisdeilu

KRYDDSTELPAN Mel B á þessa dagana í deilum við Jimmy Gulzar um forræðið yfir dóttur þeirra hjóna. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 143 orð

Missa brevis flutt í Hveragerðiskirkju

KIRKJUTÓNLEIKAR verða í Hveragerðiskirkju nk. sunnudag kl. 20. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna stendur fyrir tónleikunum. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Myndlist í Slunkaríki og Edinborg

Í SLUNKARÍKI og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði hefjast laugardaginn 21. október kl. 16 sýningar á verkum Högna Sigurþórssonar og Svisslendingsins Stefans Rohners. Stefan mun sýna verk sín í Slunkaríki en Högni setur upp í Edinborgarhúsinu. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Úr sumarsænum - Vestmannaeyjabók - er ljósmyndabók eftir Ólafíu Ásmundsdóttur þar sem höfundur lét draum sinn rætast um að búa til ljósmyndabók um æskustöðvar sínar. Bókin er safn nýrra ljósmynda sem allar eru teknar á Heimaey að sumarlagi. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 123 orð

Nýjar bækur

ÚT ER komin bókin Kjallarar Vatíkansins eftir franska rithöfundinn André Gide (1869-1951). Hér er á ferðinni saga um kaþólskt íhald og frumstæða skynsemisstefnu undir lok 19. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 153 orð

Nýr hljómdiskur

ÚT er kominn á vegum Rotaryhreyfingarinnar hljómdiskur með efni frá Stórtónleikum Rotary í Salnum í janúar 1999. Flytjendur eru Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau og Carl Davis. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 257 orð | 4 myndir

Nærmynd af Nóbelskáldi og fleiri bækur

BÓKAÚTGÁFAN Hólar sendir frá sér tíu bækur á þessu hausti. Nærmynd af Nóbelskáldi nefnist bók um Halldór Kiljan Laxness í augum samtímamanna. Fjölmargir einstaklingar rifja þar upp kynni sín af Halldóri, þeirra á meðal börn hans María, Einar og Sigríður. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 64 orð | 1 mynd

Sigurrós Stefánsdóttir sýnir í Smíðar og skart

MYNDLISTARSÝNING Sigurrósar Stefánsdóttur verður opnuð í Galleríi Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A, á morgun, föstudag, kl. 17. Sigurrós er fædd og uppalin á Ólafsfirði. Hún nam við Myndlistarskóla Akureyrar 1993-1997 og hefur unnið að myndlist síðan. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 40 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGU danska listamannsins Jörgen Nash í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi lýkur sunnudaginn 22. október. Auk verka eftir Jörgen Nash, eiginkonu hans Lis Zwick og börn hans eiga ýmsir listamenn verk á sýningunni. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 481 orð

Sólstafur vorsins

Höfundur: Sigurður Thorlacius. Myndskreyting: Erla Sigurðardóttir. Hönnun: Árni Pétursson, Odda hf. Prentvinnsla: Oddi hf. Útgefandi: Íslendingasagnaútgáfan / Muninn bókaútgáfa 2000. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 310 orð | 2 myndir

Suðrænn og seiðandi spennutryllir

NÚ ÞEGAR kólna fer í lofti þykir Filmundi fátt sjálfsagðra en að ylja fylgjendum sínum um hjartaræturnar með því að bjóða upp á suðrænan og seiðandi spennutrylli frá Spáni. Meira
19. október 2000 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Sýning á Manet í Orsay

SÝNINGARGESTUR í Orsay-safninu í París virðir hér fyrir sér "Portrett af Evu Gonzalez" eftir 19. aldar listamanninn Edouard Manet. Meira
19. október 2000 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Tónlist á tölvuöld

Í GÆR hófst fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutónlistarhátíðin sem haldin hefur verið hér á landi. Hún mun fara fram að mestu í tónlistarhúsi Kópavogs, Salnum, og ber hún heitið ART 2000. Meira
19. október 2000 | Tónlist | 547 orð

Vandvirknisleg túlkun

Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzósópransöngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari fluttu ljóðasöngva og sönglög eftir Gustav Holst, Richard Wagner, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Árna Björnsson, Sigurð Þórðarson og Richard Strauss. Þriðjudag kl. 20. Meira

Umræðan

19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 36 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 19. október, verður fimmtugur Valdimar Ingibergur Þórarinsson, Gnoðarvogi 28. Hann tekur á móti gestum á morgun, föstudaginn 20. október, í sal Húnvetningafélagsins, Skeifunni 11 (fyrir ofan þvottahúsið Fönn) milli kl. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 382 orð

ASÍ og nektin

ÞANN 8. júní sl. hófst verkfall hjá Bifreiðastjórafélaginu Sleipni eins og alkunna er. Tveimur dögum síðar samþykkti sýslumaðurinn í Reykjavík lögbannsbeiðni Samtaka atvinnulífsins á verkfallsvörsluaðgerðir Sleipnis gegn ákveðnum fyrirtækjum. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 17 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 24. júní sl. í Garðakirkju af sr. Sigurði Arnarssyni Dóróthea Gunnarsdóttir og Georg... Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Þórhalli Heimissyni Sigurbjörg Hlín Bergþórsdóttir og Karl... Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Ragna Halldórsdóttir og Óskar Þór... Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 1192 orð | 1 mynd

Dagur í lífi kennarans

Hvar stöndum við, spyr Rúna Gísladóttir, þegar álag á kennarann verður of mikið? Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 893 orð | 1 mynd

Endurítrekuð fyrirspurn til dómsmálaráðherra

Ég leyfi mér að skora á hæstvirtan dómsmálaráðherra, segir Rannveig Jónsdóttir, að svara margítrekuðum fyrirspurnum varðandi rannsókn á starfsemi nektardansstaðanna. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 340 orð | 1 mynd

Fjárfestu í beinunum

Bein eru lifandi vefur, segir Anna Björg Aradóttir, þar sem fram fer stöðug hringrás uppbyggingar og niðurrifs. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd

Fjöregg til sölu

Íslenzkir kjósendur hafa horft á það aðgerðarlitlir, segir Sverrir Hermannsson, að fjöregg þjóðarinnar, sjávarauðlindin, hefir verið gefið örfáum útvöldum, en byggðarlög landsins skilin bjargþrota eftir. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 461 orð | 1 mynd

Hjónanám-skeið í Akraneskirkju

Nk. laugardag, 21. október, verður haldið hjónanámskeið í safnaðarheimilinu Vinaminni. Fjallað verður um samskipti kynjanna, tjáskipti og tilfinningar - og ýmsa þá grundvallarþætti sem ástarsamband hvílir á. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 579 orð

Hvað er að gerast?

ÞAÐ sem mig langar að vita er, hvað er að gerast í málum framhaldsskólakennara, hvort ríkið sé búið að gera eitthvað svo það verði ekki verkfall. Ég er í skóla og er tvítug. Ég er búin að vera að hugsa mikið um það hvort það verði verkfall. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 452 orð

Í VIKUNNI var 24 ára íþróttakennari...

Í VIKUNNI var 24 ára íþróttakennari frá Hawaii, Angela Perez Baraquio, krýnd ungfrú Bandaríkin. Það vakti athygli Víkverja að þessi bráðfallega stúlka er orðin 24 ára gömul, en hér á landi þekkist varla að svo gamlar stúlkur taki þátt í... Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 969 orð | 1 mynd

Leikritið um "sátt við þjóðina"

Það er rík ástæða, segir Jón Sigurðsson, til að vera vansæll yfir veigamiklum þáttum í greiningum auðlindanefndarinnar. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 898 orð | 1 mynd

Lýst eftir fjölmiðlavarðhundi

Athyglivert er, segir Jakob Frímann Magnússon, að hugmyndin um íslenskan fjölmiðlavarðhund skuli komin frá starfandi blaðamanni á DV. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 859 orð

(Matteus 7, 13.)

Í dag er fimmtudagur 19. október, 293. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 370 orð

Mál er að vakna, ráðamenn

MIG langar til að þakka Þórarni Tyrfingssyni fyrir greinar hans í Morgunblaðinu síðast í september. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Meiri mannúð og mildi

Í hverju þjóðfélagi, segir Hjálmar Jónsson, eru alltaf einhverjir sem ekkert kerfi getur hjálpað. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 538 orð | 2 myndir

Menntun námsráðgjafa í tíu ár

Ljóst er, segja þær Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Arnfríður Ólafsdóttir, að nám sem þetta er sá grunnur sem fagstéttin hvílir á og tilurð þess var nauðsynleg forsenda þess að uppbygging í námsráðgjöf gæti átt sér stað. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 537 orð | 1 mynd

Nýjungar og rannsóknir í verkfræði

Í daglegri umfjöllun, segir Hákon Ólafsson, er verkfræðin ekki ýkja sýnileg. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 407 orð | 3 myndir

"Laun heimsins eru vanþakklæti"

Stofnun Akranesveitu, segja Gunnar Sigurðsson, Pétur Ottesen og Elínbjörg Magnúsdóttir, var gæfuspor fyrir neytendur. Meira
19. október 2000 | Bréf til blaðsins | 60 orð

SÆLUDALUR

Þögul nóttin þreytir aldrei þá, sem unnast, pþá er á svo margt að minnast, mest er sælan þó að finnast. Eilíf sæla er mér hver þinn andardráttur og ýmist þungur, ýmist léttur ástarkoss á varir réttur. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 367 orð | 1 mynd

Tölvustærðfræði

Sterkari hluti stærðfræðinema í framhaldsskólunum, segir Jón Hafsteinn Jónsson, verður ofjarl þeirra kennara sem ekki þekkja sinn vitjunartíma. Meira
19. október 2000 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Umferðarátak og gervilögreglumenn

Það er trú okkar, segir Guðmundur Sophusson, að gervilögreglurnar hafi átt drjúgan þátt í vel heppnuðu umferðarátaki. Meira

Minningargreinar

19. október 2000 | Minningargreinar | 405 orð | 1 mynd

ALMA ELLERTSSON

Alma Ellertsson fædd Steinhaug, fæddist í Alvdal í Noregi 21. ágúst 1919. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti 6. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 13. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 403 orð | 1 mynd

ANNA BÁRA SIGURÐARDÓTTIR

Anna Bára Sigurðardóttir fæddist í Ólafsfirði 14. ágúst 1939. Hún lést í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 13. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 282 orð | 1 mynd

AUÐUR GUÐRÚN ARNFINNSDÓTTIR

Auður Guðrún Arnfinnsdóttir fæddist í Ytri-Lambadal í Dýrafirði 23. desember 1905. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 4. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 12. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 440 orð | 1 mynd

BRYNHILDUR SIGTRYGGSDÓTTIR

Brynhildur Sigtryggsdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1932. Hún lést í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi 30. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 10. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 790 orð | 1 mynd

DONALD AYN SCHWAB

Donald Ayn Schwab fæddist í Keflavík 1. júní 1969. Hann lést í Kaliforníu 7. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Ásthildur Hjálmarsdóttir Schwab og John M. Schwab sem búsett eru í Norfolk í Bandaríkjunum. Systkini Donalds eru Sigríður, Barbara og John. Útför Donalds fór fram 17. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 419 orð | 1 mynd

GÍSLI FRIÐRIK JOHNSEN

Gísli Friðrik Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 11. janúar 1906. Hann lést á sjúkrahúsinu Sólvangi 8. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 512 orð | 1 mynd

HELEN DRÖFN HJALTADÓTTIR

Helen Dröfn Hjaltadóttir frá Súðavík fæddist á Dvergasteini 18. júní 1950. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Súðavíkurkirkju 7. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 2007 orð | 1 mynd

INGÓLFUR BALDVINSSON

Ingólfur Baldvinsson var fæddur að Hálsi í Öxnadal 21. janúar 1913. Hann lést 12. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 531 orð | 1 mynd

JÓHANN HEIÐAR ÁRSÆLSSON

Jóhann Heiðar Ársælsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1961. Hann lést á heimili sínu 17. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju á Hornafirði 25. september. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 353 orð | 1 mynd

JÓN ÍVAR HALLDÓRSSON

Jón Ívar Halldórsson skipstjóri fæddist á Akureyri 13. maí 1951. Hann lést á hafi úti undan ströndum Chile 6. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 17. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

ODDNÝ BJARNADÓTTIR

Oddný Bjarnadóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 23. apríl 1914. Hún lést 29. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 5. október. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2000 | Minningargreinar | 1971 orð | 1 mynd

SIGURLAUG JÓNA HALLGRÍMSDÓTTIR

Sigurlaug Jóna Hallgrímsdóttir fæddist í Hafnarfirði 9. janúar 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Jónsdóttir, f. 28.11. 1890, d. 11.5. 1941, og Hallgrímur Jónsson, f. 25.9. 1886, d. 16.2. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. október 2000 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Alusuisse sameinast Alcan Aluminium í Kanada

SAMEINING Alusuisse Group, móðurfélags Íslenska álfélagsins, og Alcan Aluminium Ltd. Meira
19. október 2000 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Stjórn Navision opin fyrir samruna

Stjórn danska fyrirtækisins Navision Software er reiðubúin til að ganga til samrunaviðræðna við önnur fyrirtæki ef hluthafar telja hagsmunum sínum þannig betur borgið. Meira

Daglegt líf

19. október 2000 | Neytendur | 673 orð | 2 myndir

BÓNUS Gildir til 25.

BÓNUS Gildir til 25. október nú kr. áður kr. mælie. Bónus-vínarpylsur 399 539 399 kg Búkonu-lax reyktur/grafinn 899 1.115 899 kg Ariel-þvottaefni, 6,7 kg 1.199 1.299 178 kg Whiskas-kattamatur, 400 g 79 87 197 kg FJARÐARKAUP Gildir til 21. október nú kr. Meira
19. október 2000 | Neytendur | 430 orð | 2 myndir

Búið að setja upp fisk- og áleggsborð

NÝKAUP í Kringlunni hefur verið að taka breytingum undanfarna daga. Árni Ingvarsson, kaupmaður í Nýkaupi, segir að þegar sé búið að gera ýmsar áherslubreytingar en að á næstu vikum muni verslunin taka enn frekari breytingum. Meira
19. október 2000 | Neytendur | 98 orð | 1 mynd

Jólalisti

Jólalistinn frá Freemans er kominn út. Í fréttatilkynningu segir að um sé að ræða aukalista fyrir veturinn 2000 sem Freemans of London gefur út. Meira
19. október 2000 | Neytendur | 177 orð

Möguleikhúsið býður upp á vinakort

Í tilefni tíu ára afmælis Möguleikhússins mun leikhúsið bjóða gestum sínum að kaupa sérstök vinakort, sem gilda þá sem aðgangskort að sýningum leikhússins. Meira
19. október 2000 | Neytendur | 380 orð | 1 mynd

Vaxandi stuðningur við að banna eggin

Vaxandi stuðningur er við það innan Evrópusambandsins að banna svonefnd Kinder-súkkulaðiegg sem innihalda leikföng, en þau hafa valdið alvarlegum slysum. Meira

Fastir þættir

19. október 2000 | Fastir þættir | 300 orð

Brids - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

HANS Göthe er einn af reyndustu spilurum Svía og alls ekki af baki dottinn, því hann heldur áfram að berjast um landsliðssæti, þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiði. Meira
19. október 2000 | Viðhorf | 870 orð

Gjá milli manna

Takist hins vegar að lægja öldurnar eftir blóðbað undanfarinna vikna og koma friðarferlinu af stað á ný má fara að velta fyrir sér hvort þar sé komið að því verði ekki snúið við. Meira
19. október 2000 | Fastir þættir | 65 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Staðan kom upp á 3. alþjóðlega mótinu í Þórshöfn, Færeyjum, sem lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði núverandi Íslandsmeistari, Jón Viktor Gunnarsson (2.368), gegn heimamanninum Herluf Hansen (2.047). 32. Hxa6! Meira

Íþróttir

19. október 2000 | Íþróttir | 166 orð

Bjarki fékk gult fyrir óvenjulegan fögnuð

Bjarki Gunnlaugsson fékk gula spjaldið fyrir óvenjulegt athæfi eftir að hann skoraði sigurmark Preston gegn Norwich á síðustu mínútunni í leik liðanna í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 533 orð

Enn tapar KA að Hlíðarenda

VALSMENN unnu sannfærandi sigur á KA-mönnum í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöld en þetta var fyrsti leikurinn í fimmtu umferð deildarinnar. Lokatölur urðu 29:26, eftir heimamenn höfðu leitt með fimm mörkum í leikhléi. Valsmenn halda þar með traustataki sínu gegn KA á heimavelli sínum en KA hefur ekki tekist að leggja Val að Hlíðarenda í heil átta ár. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 329 orð | 1 mynd

FRAN , fyrirliði spænsku meistaranna í...

FRAN , fyrirliði spænsku meistaranna í knattspyrnu, Deportivo La Coruna, var skorinn upp á hné í vikunni. Hann meiddist í leik liðsins gegn Real Madrid um síðustu helgi og verður frá keppni í sex vikur. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 456 orð

HANDKNATTLEIKUR Valur - KA 29:26 Hlíðarendi,...

HANDKNATTLEIKUR Valur - KA 29:26 Hlíðarendi, Reykjavík, 5. umferð Nissandeildar, 1. deildar karla, miðvikudaginn 18. október 2000. Gangur leiksins : 0:2, 3:3, 4:6, 6:6, 8:7, 10:8, 12:9, 15:10 , 15:12, 17:13, 20:14, 22:17, 25:19, 27:24, 28:25, 29:26. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

HM unglinga í frjálsíþróttum, 18 og...

HM unglinga í frjálsíþróttum, 18 og 19 ára, stendur nú yfir í Santiago í Chile . Þar keppa 1.213 íþróttamenn frá 160 þjóðlöndum. TVEIR íslenskir keppendur eru í Chile, Silja Úlfarsdóttir og Ingi Sturla Þórisson, bæði úr FH. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 191 orð | 2 myndir

Ingi Sturla úr leik á HM í Chile

Ingi Sturla Þórisson frjálsíþróttamaður úr FH komst ekki í undanúrslit í 110 metra grindahlaupi á HM unglinga sem fram fer í Santiago í Chile. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 128 orð

Ingólfur og Edda kepptu í München

TVEIR íslenskir keppendur tóku þátt í heimsmeistaramótið í karate, sem fór fram í München í Þýskalandi um sl. helgi - Ingólfur Snorrason og Edda Blöndal. Ingólfur keppti í opnum flokki karla og +80 kg flokki, Edda í opnum flokki kvenna og +60 kg flokki. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 142 orð

ÍSLAND tapaði fyrir Litháen, 2:1, í...

ÍSLAND tapaði fyrir Litháen, 2:1, í lokaleik sínum í undanriðli Evrópukeppni unglingalandsliða í knattspyrnu í Póllandi í gær. Íslenska liðið endaði þó í öðru sæti í riðlinum, með 3 stig eins og Litháen og Armenía, en með betri markatölu. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 196 orð

JÓHANN G.

JÓHANN G. Möller, Siglfirðingurinn sem leikið hefur með ÍBV undanfarin tvö ár, hefur sagt upp samningi sínum við Eyjamenn. Jóhann átti eitt ár eftir af samningi sínum við ÍBV en hann ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði og er hann þar með laus allra mála. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 14 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Kjörísbikarinn, fyrri leikir í 2.

KÖRFUKNATTLEIKUR Kjörísbikarinn, fyrri leikir í 2. umferð: Hveragerði:Hamar - KR 20 Keflavík:Keflavík - Njarðvík 20 1. deild karla: Kennaraháskólinn: ÍS - Breiðablik 20. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 87 orð

Páll Guðmundsson fer í Leiftur

PÁLL Guðmundsson hefur ákveðið að ganga í raðir Leifturs á Ólafsfirði og verður skrifað undir samning þess efnis á næstu dögum. Jafnframt því að leika með liðinu mun Páll þjálfa Leiftursliðið ásamt nafna sínum Guðlaugssyni. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 760 orð | 1 mynd

Rivaldo með þrennu gegn Milan

Brasilíumaðurinn Rivaldo fór á kostum gegn AC Milan þegar hann skoraði öll mörk Barcelona á útivelli og tryggði liðinu 3:3-jafntefli í H-riðli og markalaust jafntefli varð niðurstaðan í spennuleiknum í Tyrklandi þar sem Besiktas og enska liðið Leeds... Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 155 orð

SJÖUNDA umferðin í þýsku úrvalsdeildinni í...

SJÖUNDA umferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik var leikin í gær. Stórleikurinn var viðureign Nordhorn og Magdeburg. Liðin skildu jöfn, 22:22, og þar með missti Magdeburg af því að komast eitt í toppsætið. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 104 orð

Sturm Graz vill fá Mileta

MOMIR Mileta, knattspyrnumaðurinn frá Júgóslavíu sem lék með ÍBV í sumar, er efstur á óskalista hjá austurríska félaginu Sturm Graz. Meira
19. október 2000 | Íþróttir | 225 orð

Þórður og Haraldur ætla að breyta til

Þórður Þórðarson, fyrrverandi markvörður ÍA, sem hefur verið á mála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping, er sem kunnugt er á förum frá félaginu og óvíst hvar Þórður mun leika á næstu leiktíð. Meira

Úr verinu

19. október 2000 | Úr verinu | 282 orð

Meiri von um sátt í sjávarútvegi

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir skýrslu auðlindanefndar gefa vonir um meiri sátt um sjávarútveginn en verið hefur. Þetta kom fram í ávarpi hans á 22. þingi Sjómannasambands Íslands í gær. Meira
19. október 2000 | Úr verinu | 576 orð | 1 mynd

Sjómenn eru tilbúnir í harðar aðgerðir

SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki sjá annað en sjómenn verði enn einn ganginn að fara í harðar aðgerðir til að þvinga útvegsmenn í viðræður um nýjan kjarasamning. Þetta kom fram í ávarpi hans við setningu 22. Meira
19. október 2000 | Úr verinu | 111 orð

Verður metið

ÁRNI M. Meira

Viðskiptablað

19. október 2000 | Viðskiptablað | 509 orð | 1 mynd

23,9% lækkun á 8 mánuðum

ÚRVALSVÍSITALA aðallista lækkaði um 1,07% í gær og er nú 1.438 stig. Hefur hún lækkað um 11,2% frá áramótum og um 23,9% frá því sem hún komst hæst í á árinu þann 17. febrúar er lokagildi hennar var 1.888,71 stig. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 399 orð

ABB og Siemens sökuð um ólöglegt samráð

ALLS 23 orkufyrirtæki í Noregi krefja nú stórfyrirtækin ABB og Siemens um 113 milljónir norskra króna, rúman milljarð íslenskra króna, vegna meints ólöglegs verðsamráðs fyrirtækjanna tveggja á árunum 1990-1997. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 332 orð

Atvinnulífið vill aukna vitneskju um þekkingarbókhald

ÍSLENSK fyrirtæki telja að þekkingarauður sé mikilvægur í stefnumótun, en þau skortir í verulegum mæli vitneskju um hvernig eigi að mæla slík verðmæti, stýra þeim og gera grein fyrir þeim. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 26 orð

Á fundi FVH um skattlagningu erlendra...

Á fundi FVH um skattlagningu erlendra eignarhaldsfélaga var töluverður skoðanamunur um skattamál, sérstaklega milli frummælenda og ríkisskattstjóra. Á fundinum voru m.a. reifaðar hugsanlegar breytingar á íslenskum skattalögum. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 166 orð

Átak í skjalastjórn

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Kugg ehf. um skjalastjórnunarkerfið Erindreka fyrir bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar. Kerfið hefur verið í notkun hjá byggingarfulltrúanum í Hafnarfirði og gefið góða raun. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 82 orð

Búnaðarbankinn með nýtt verðbréfaborð

STOFNAÐ hefur verið sérstakt Norrænt verðbréfaborð hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum vegna fyrirhugaðs Norex samstarfs Verðbréfaþings, en samstarfið hefst 23. október. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 525 orð | 1 mynd

Er 19. aldar maður í tónlistarsmekk

Birgir Ármannsson fæddist í Reykjavík árið 1968. Hann varð stúdent frá MR árið 1988 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1996. Hann hóf störf hjá Verslunarráði Íslands haustið 1995 og var þar til haustsins 1999. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 59 orð

Eyrasparisjóður kaupir útibú Landsbankans

NIÐURSTAÐA viðræðna Landsbanka Íslands hf. og Eyrasparisjóðs um hagræðingu í bankaþjónustu á Vestfjörðum hefur orðið sú að Eyrasparisjóður hefur keypt útibú Landsbankans í Vesturbyggð og Króksfjarðarnesi. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 1316 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 18.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 18.10.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) FMS Á ÍSAFIRÐI Annar afli 105 105 105 425 44.625 Karfi 65 65 65 258 16.770 Undirmálsfiskur 80 80 80 250 20.000 Ýsa 242 155 211 958 202. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 111 orð

Fjárvaki og Teymi í samstarf

Nýverið undirrituðu Fjárvaki ehf. og Teymi hf. samning sem kveður á um samstarf um sölu og þjónustu á Flexcube-fjármálahugbúnaði á Íslandi. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 765 orð | 2 myndir

Fyrsta námskeiðið af mörgum

Það þykir sæta tíðindum þegar íslenskur háskóli hefur samstarf við erlendan háskóla sem er talinn meðal þeirra fremstu í heiminum. Háskólinn í Reykjavík og IESE viðskiptaháskólinn í Barcelona hafa gert með sér samkomulag um samstarf skrifar Þóranna Jónsdóttir. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 306 orð | 1 mynd

Hefðbundið skipulag á vinnumarkaði á undanhaldi

Verkefnastjórnunarfélag Íslands hélt á þriðjudag námstefnu þar sem danski stjórnunarráðgjafinn Nils Bech fjallaði m.a. um hugmyndafræði í verkefnastjórnun sem hann hefur þróað á síðastliðnum aldarfjórðungi. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 130 orð | 4 myndir

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi Íslands...

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi Íslands í seinustu viku voru 1.132 milljónir króna í 541 viðskiptum. Gengi hlutabréfa í 9 félögum á aðallista VÞÍ hækkaði en lækkaði í 28 félögum. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 121 orð | 1 mynd

Hækkunin 0,6% milli mánaða

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 107,2 stig (1996= 100) í september síðastliðnum og hækkaði um 0,6% frá ágúst. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,2%. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 2545 orð | 2 myndir

Höfum nær ótakmarkaða þörf fyrir hæft fólk

Þegar Oz tók til starfa fyrir um áratug fór starfsemin fram í einu herbergi í Bolholti. Starfsmenn voru 80 í lok liðins árs en 150 manns gætu hafa bæst í hópinn áður en þetta ár er liðið, að því er fram kemur í viðtali Péturs Gunnarssonar við Bob Quinn, forstöðumann fjármálasviðs fyrirtækisins, og Magnus Rosenblad, nýráðinn forstöðumann útibús OZ.COM í Stokkhólmi. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 96 orð

Kr.

Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 85,15000 84,92000 85,38000 Sterlpund. 123,19000 122,86000 123,52000 Kan. dollari 56,06000 55,88000 56,24000 Dönsk kr. 9,76700 9,73900 9,79500 Norsk kr. 9,03800 9,01200 9,06400 Sænsk kr. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 41 orð

Kudos komið á markað

Kudos 5.0 hugbúnaðurinn frá hugbúnaðarfyrirtækinu Degasoft er kominn á markað. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 2719 orð | 5 myndir

Kynning á íslenskum verðbréfum eykst

Verðbréfaþing Íslands skrifaði hinn 15. júní sl. undir samning um aðild að NOREX-samstarfinu. Erlendir fjárfestar fá þá greiðari aðgang að íslenskum markaði og fjárfestar hér að erlendum mörkuðum þegar SAXESS-viðskiptakerfið, hið sameiginlega viðskiptakerfi NOREX, verður tekið í notkun hér hinn 23. október nk. Grétar Júníus Guðmundsson leitaði álits stjórnenda hjá fjármálafyrirtækjum og Verðbréfaþinginu á því hvaða áhrif aðild Íslands að NOREX hefur. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 86 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.437,61 -1,07 FTSE 100 6.148,20 -0,89 DAX í Frankfurt 6.483,00 -0,75 CAC 40 í París 5. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 506 orð

Lækkandi verð á hlutabréfamarkaðnum bæði hér...

Lækkandi verð á hlutabréfamarkaðnum bæði hér heima og erlendis vekur athygli og veldur umtali og áhyggjum. Lækkunin á verði hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands frá því sem hæst var fyrr á árinu er veruleg. Viðskipti með hlutabréf eru lítil. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 1005 orð

Netviðskiptaleg farmiðlun í boði

Agora-tölvusýningin var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku. Árni Matthíasson fylgdist með málþingi sem haldið var samhliða sýningunni. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 257 orð

Notkun íslenskra bókstafa í GSM-símum

EINS og fram hefur komið í umræðum að undanförnu hefur hingað til ekki verið hægt að nota séríslenska bókstafi í textaskilaboðum GSM-símkerfa. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 184 orð | 2 myndir

Nýir framkvæmdastjórar sölu- og markaðs- sviða hjá Samskipum

Kristján Már Atlason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs innlendrar starfsemi Samskipa frá og með 1. nóvember. Kristján tekur við starfinu af Guðmundi P. Davíðssyni sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri rekstrarsviðs SÍF-Ísland. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 501 orð | 9 myndir

Nýir starfsmenn CCP

CCP, sem er framleiðslufyrirtæki á leikjum fyrir netið, hefur bætt við eftirtöldum starfsmönnum: Sigurður Ólafsson hefur tekið við stöðu markaðsstjóra hjá CCP. Sigurður er grafískur hönnuður og starfaði hjá OZ.COM á árunum 1993 til 1999. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 165 orð

Nýir stjórnendur hjá UVS

Líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld hefur ráðið til sín tvo nýja stjórnendur, þá Nick Short og Steinþór Pálsson. Nick Short tekur við starfi framkvæmdastjóra vísindasviðs fyrirtækisins af Reyni Arngrímssyni sem sagt hefur stöðu sinni lausri. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri MP BIO hf.

Jón Ingi Benediktsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri MP BIO hf., fjárfestingarfélags sem sérhæfir sig í fjárfestingum í líftækni-, erfðatækni- og lyfjafyrirtækjum. Jón Ingi er fæddur árið 1959. Hann er með B.Sc í Líffræði frá Háskóla Íslands og... Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 287 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri og meðeigandi Sjafnar hf.

BALDUR Guðnason, framkvæmdastjóri hjá Samskipum í Þýskalandi, hefur keypt 60% hlut í Sjöfn hf. af Kaupfélagi Eyfirðinga og mun taka við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins um næstu áramót. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 66 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri SkjáVarps hf.

Daði Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SkjáVarps hf. Daði útskrifaðist frá Assumption College í Bandaríkjunum árið 1990 með B.A.-gráðu í alþjóðlegum viðskiptum. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 203 orð | 1 mynd

Nýtt skipurit Norðurljósa

Skipurit Norðurljósa tók gildi um síðustu mánaðamót. Fyrirtækið skiptist í tvö meginsvið og stýrir Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa, fjölmiðlasviði en Ragnar Birgisson, aðstoðarforstjóri, stýrir afþreyingarsviði, þ.e.a.s. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 426 orð | 7 myndir

Nýtt starfsfólk Yddu

Guðlaug Richter hefur tekið til starfa sem markaðs- og þjónustustjóri hjá Yddu. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina, stundaði nám í Kennaraháskóla Íslands, lauk B.A. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 1286 orð | 1 mynd

Samkeppni um aukna samkeppni

Umfang samkeppniseftirlits hefur aukist mjög undanfarið, sérstaklega með þeirri samrunabylgju sem gengur yfir alþjóðlegt viðskiptalíf. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér samkeppnismálin og umsagnir um Mario Monti, holdgerving samkeppnisyfirvalda í Evrópu. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 338 orð

Samningur um stjórnun björgunaraðgerða

Á Agora-ráðstefnunni í Laugardalshöll var skrifað undir samning er varðar stjórnun björgunaraðgerða. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 1302 orð | 1 mynd

Skattalög hvetja til stofnunar eignarhaldsfélaga erlendis

TÖLUVERÐUR skoðanamunur kom fram um skattamál almennt á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn var í gær. Yfirskrift fundarins var skattlagning erlendra eignarhaldsfélaga á Íslandi. Framsögumenn voru tveir. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 121 orð

Smartkortalausnir til leigu eða sölu

SMARTKORT ehf. hefur riðið á vaðið hérlendis með því að bjóða fyrirtækjum leiguaðgang að lausnum á ýmsum sviðum smarttækninnar og jafnframt geta fyrirtæki keypt lausnirnar. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 463 orð | 1 mynd

Starfsmenn ánægðari og hæfari í starfi

SÁLFRÆÐISTÖÐIN hefur undanfarin ár sérhæft sig í vinnusálfræði og aðstoðar fyrirtæki og starfsmenn í að bæta samskipti á vinnustað, með það að markmiði að bæta líðan fólks og gera einstaklinga að hæfari starfsmönnum. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 285 orð | 4 myndir

Stjórnendur hjá Destal Communications

Flugleiðir hafa stofnað fyrirtækið Destal Communications um þróun og markaðssetningu á nýrri veflausn fyrir ferðaþjónustu, Destal. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf sept. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 102 orð

Útlit fyrir kosningu til formanns

AÐALFUNDUR Sambands íslenskra sparisjóða verður haldinn á morgun og er útlit fyrir að á þessum fundi verði í fyrsta sinn í sögu sambandsins kosið til embættis formanns. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 161 orð | 1 mynd

Vefja ehf. vefvæðir viðskiptaumhverfi Rydens

VEFJA ehf., nýtt veflausnafyrirtæki í eigu Landsteina International, hefur gert samning við Rydens-kaffi um innleiðingu veflausnar hjá fyrirtækinu sem gerir því kleift að stunda rafræn viðskipti og auka þannig þjónustu við viðskiptavini sína. Vefja efh. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 68 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 18.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 18.10.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 224 orð

Visa sakað um samkeppnishömlur

EVRÓPUSAMBANDIÐ, ESB, hefur gert athugasemdir við gjald sem Visa International innheimtir fyrir notkun greiðslukorta fyrirtækisins og sakað það um viðskiptahætti sem séu andstæðir samkeppnissjónarmiðum. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 112 orð

Þekkingarverðlaun FVH

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga mun hinn 10. nóvember nk. standa fyrir Íslenska þekkingardeginum sem ætlað er að minna stjórnendur á mikilvægi fagþekkingar og stjórnunarþekkingar í rekstri fyrirtækja. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 149 orð | 1 mynd

Þrjú tilboð bárust í Ölgerðina

ÞRJÚ tilboð höfðu borist í Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. þegar útboðsfrestur rann út seinnipartinn í gær. Fyrirkomulag sölunnar á Ölgerðinni er með þeim hætti að einungis var leitað eftir tilboðum frá fjórum fjármálafyrirtækjum. Meira
19. október 2000 | Viðskiptablað | 44 orð

Þrjú tilboð bárust í Ölgerðina

Leitað hafði verið eftir tilboðum frá fjórum fjármálafyrirtækjum í lokuðu útboði til sölu Ölgerðarinnar. Þrjú fjármálafyrirtækjanna gerðu tilboð, en Kaupþing bauð ekki í fyrirtækið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.