Greinar þriðjudaginn 24. október 2000

Forsíða

24. október 2000 | Forsíða | 112 orð | 1 mynd

Albright fagnað í Norður-Kóreu

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, á sögulegum fundi í Pyongyang í gær. Meira
24. október 2000 | Forsíða | 339 orð | 1 mynd

Gæti hugsanlega þýtt endalok friðarferlisins

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, átti í gær viðræður við harðlínumanninn Ariel Sharon, leiðtoga Likud-flokksins, um myndun "neyðarstjórnar" í landinu og halda þeir viðræðunum áfram í dag. Meira
24. október 2000 | Forsíða | 282 orð | 1 mynd

Merkel skiptir um framkvæmdastjóra

ANGELA Merkel, formaður Kristilegra demókrata í Þýzkalandi (CDU), rak í gær framkvæmdastjóra flokksins, þingmanninn Ruprecht Polenz, aðeins hálfu ári eftir að hún sjálf fékk hann til að gegna embættinu. Meira
24. október 2000 | Forsíða | 142 orð | 2 myndir

Spennandi lokasprettur

LITLU munar á fylgi við þá Al Gore, frambjóðanda demókrata, og George Bush, frambjóðanda repúblikana, en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verða eftir hálfan mánuð. Í tveimur könnunum, sem birtar voru í gær, hafði Bush tvö prósentustig umfram Gore. Meira

Fréttir

24. október 2000 | Innlendar fréttir | 26 orð

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjavík

AÐALFUNDUR Kjördæmisfélags Samfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. október kl. 20 í Norræna húsinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, þ.m.t. lagabreytingar. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður flytur... Meira
24. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 392 orð

Allt að 100 ný störf að skapast á næstunni

STÖRFUM í verslun á Akureyri mun fjölga umtalsvert á næstu vikum, í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi og nýrri verslun Bónuss við Langholt. Meira
24. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 97 orð | 1 mynd

Asparrót í holræsalögninni

STARFSMENN Akureyrarbæjar sem voru að skoða holræsalögn í Spítalavegi fyrir helgina urðu nokkuð undrandi þegar í ljós kom að rót úr nærliggjandi ösp hafði komist inn í lögnina og hálfvegis stíflað hana. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 1553 orð | 1 mynd

Aukin sykurneysla vaxandi heilsufarsvandamál

Sykur, hættulaus orkugjafi eða skaðvaldur? var yfirskrift málþings sem Náttúrulækningafélag Íslands efndi til í síðustu viku. Kristín Heiða Kristinsdóttir sótti þingið og hlýddi á erindi og pallborðsumræður, þar sem sitt sýndist hverjum um dísætt umræðuefnið. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 378 orð

Ágreiningur um hlutverk nefndarinnar

SAMÞYKKT fyrir samgöngunefnd Reykjavíkur hlaut samþykki á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Ásakanir um linkind gagnvart Ísrael

ARABAR lýstu víða í gær yfir óánægju með niðurstöðu leiðtogafundar arabaríkja, sem lauk í Kaíró í Egyptalandi á sunnudag, og sökuðu leiðtogana um linkind gagnvart Ísrael. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Banaslys á Snæfellsnesi

NÍTJÁN ára stúlka lést þegar bíll hennar valt skömmu fyrir hádegi á sunnudag. Hún hét Elín Þóra Helgadóttir, til heimilis á Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi. Slysið varð á Hraunsmúlavegi, sem er afleggjari út frá Ólafsvíkurvegi skammt frá Kaldármelum. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 199 orð

Báðir málsaðilar þurfa að leggja meira á sig

GUNNAR Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir verkfallsboðun framhaldsskólakennara, sem samþykkt var með 82% greiddra atkvæða um helgina, ekki hafa komið sér á óvart. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð

Bíl stolið í Kópavogi

FÓLKSBIFREIÐ var stolið frá Huldubraut í vesturbæ Kópavogs í fyrrinótt. Bíllinn er af gerðinni Nissan Almera með númerið NX 070 og er hvítur að lit. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð

Brottfall eykst eftir verkföll

JÓNÍNA Bjartmarz, alþingismaður og formaður Heimilis og skóla, kveðst hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í kjaradeilu kennara og ríkisins. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 240 orð

Bæjarstjórnin hefur áhyggjur af sameiningu

INGILEIF Ástvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Dalvíkurbæjar, segir að bæjarstjórnarmenn í Dalvík hafi áhyggjur af því ef forsjá 10. Meira
24. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 29 orð | 1 mynd

Ekkert kynslóðabil

LAUGARDALURINN er vinsæll hjá fjölskyldufólki í borginni og börn og fullorðnir kunna að meta að koma þangað til þess að skoða dýrin í Húsdýragarðinum og leika sér saman í... Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 237 orð

Ekki til álita að miða bætur við launavísitölu

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir aðspurður ekki ástæðu til að hækka bætur almannatrygginga í samræmi við launavísitölu. Bendir hann á að í launavísitölu kunni að koma fram það sem greitt sé umfram samningsbundnar kauphækkanir, þ.e. launaskrið. Meira
24. október 2000 | Landsbyggðin | 253 orð | 1 mynd

Ferðamálafulltrúar á Íslandi stofna félag

Vestmannaeyjum -Ferðamálafulltrúar á Íslandi og forstöðumenn upplýsingastöðva hafa stofnað með sér félag sem vettvang fyrir samstarf, faglega umræðu og fræðslu. Meira
24. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 346 orð

Fjármagn frá fyrirtækjum?

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir koma til greina að leita til fyrirtækja í borginni um að hlaupa undir bagga með ríkinu við fjármögnun göngubrúa og undirganga í Reykjavík. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fjórum Litháum vísað úr landi

FJÓRUM karlmönnum frá Litháen, sem komu til landsins síðla sunnudagskvölds með áætlunarflugi frá Kaupmannahöfn, var í gær vísað úr landi þar sem þeir höfðu ekki lögmæta vegabréfsáritun og atvinnuleyfi hér á landi. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Flugvél flutt með varðskipi til Ísafjarðar

FLUGVÉLIN, sem hlekktist á við lendingu í fjörunni í Fljótavík á Hornströndum fyrir tveimur vikum, kom til Ísafjarðar á laugardagskvöld með varðskipinu Óðni. Meira
24. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Forstjóri Íslandssíma gestur á hádegisfundi

EYÞÓR Arnalds, forstjóri Íslandssíma, verður gestur á hádegisfundi sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Háskólinn á Akureyri og sjónvarpsstöðin Aksjón efna til í dag, þriðjudaginn 24. október, frá kl. 12 til 13. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 165 orð

Framhaldsskólanemar styðja kennara

FRAMHALDSSKÓLANEMAR hafa stofnað verkfallsnefnd til stuðnings kjarabaráttu kennara og reyna að koma í veg fyrir verkfall, að sögn Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, nemanda við Menntaskólann við Hamrahlíð. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Frekar um aldir að ræða en ár

ODDUR Sigurðsson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Orkustofnunar, sem til fjölda ára hefur unnið að jöklarannsóknum fyrir Jöklavatnafélagið, telur það ýkjur að vegna hlýnunar muni Breiðamerkurjökull í A-Skaftafellssýslu brotna í sundur og renna út í... Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 131 orð

Frumskýrsla tilbúin í næsta mánuði

ENN er nokkuð í að Rannsóknanefnd flugslysa ljúki rannsókn á flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst síðastliðinn. Fórst þá vél af gerðinni Cessna 210 Centaurion og með henni fjórir af sex sem í henni voru. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fyrirlestur um börn í Úganda

ERLA Halldórsdóttir mannfræðingur heldur fyrirlestur um börn í Úganda sem hafa misst foreldra sína vegna alnæmis. Fyrirlesturinn er kl. 12 á hádegi á þriðjudag í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9 í Reykjavík. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 633 orð | 1 mynd

Fær hlýlegar móttökur í Pyongyang

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fékk hlýlegar móttökur þegar hún hóf sögulegar viðræður við Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, í Pyongyang í gær. Bandarískir embættismenn sögðu að viðræðurnar hefðu verið mjög ítarlegar og gagnlegar. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 865 orð | 1 mynd

Gegn örbirgð og ofbeldi

María S. Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976, stundaði nám University of Sussex í Brighton í Englandi og lauk síðan námi í bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands 1983. Meira
24. október 2000 | Landsbyggðin | 309 orð | 1 mynd

Góður árangur af byggrækt í Snæfellsbæ

Hellnum- Þriðja árið í röð hafa nokkrir bændur í sunnanverðum Snæfellsbæ stundað byggrækt. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 468 orð

Góss úr innbrotum á Íslandi sótt til Rúmeníu

Rannsóknarlögreglumenn frá lögreglunni í Reykjavík komu til landsins um helgina með hluta þýfis sem sent hafði verið til Rúmeníu. Þýfið er úr ýmsum innbrotum sem rúmenskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Grallarar í Húsdýragarðinum

VINSÆLDIR Húsdýragarðsins hjá yngstu kynslóðinni eru miklar enda finnst börnum fátt meira gaman en að skoða dýrin og þá ekki síst þau dýr sem sjaldan sjást nærri byggð eins og hreindýrin. Meira
24. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 372 orð

Greiðslubyrði lækkuð með endurfjármögnun

MEÐ endurfjármögnun erlendra lána lækkaði Hafnarfjarðarbær nettógreiðslubyrði lána sinna um 187 milljónir króna á árinu 1999. Þriðjngi minni hluti skatttekna rann í að borga af lánum 1999 en 1998. Skatttekjur bæjarins jukust um 3 þúsund kr. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Grikkir draga sig út úr heræfingum NATO

GRIKKIR hættu á sunnudag þátttöku í heræfingum Atlantshafsbandalagsins (NATO) úti fyrir ströndum Tyrklands, eftir að hafa lent í útistöðum við Tyrki. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 434 orð

Gögnum ekki skilað í tíma vegna anna

GERÐ er athugasemd í endurskoðun ríkisreiknings 1999 við að forsetaembættið skilaði ekki gögnum til greiðslu og bókunar innan eðlilegra tímamarka og einnig gerði Ríkisendurskoðun athugasemdir vegna uppgjörs og frágangs ferðareikninga. Meira
24. október 2000 | Miðopna | 2842 orð | 4 myndir

Happdrættispeningar duga ekki lengur

Náttúrufræðahús Háskóla Íslands er síðasta byggingin í 20 ára áætlun skólans sem miðuð er við skilgreindar þarfir. Páll Skúlason rektor vill að í framtíðinni verði reist fjölnota hús og hefur þar m.a. í huga Háskólatorg. Björn Jóhann Björnsson ræddi við forráðamenn skólans um húsnæðismálin, m.a. Náttúrufræðahúsið og fjármögnun bygginga og kynnti sér hvernig framkvæmdafé skólans hefur verið varið síðastliðna tvo áratugi. Þar kennir ýmissa grasa. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Háskóli Íslands fær 62 milljóna króna fjárframlag

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti í gær Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, rúmlega 62 milljóna króna fjárframlag, en féð er helmingur þeirrar greiðslu sem Reykjavíkurborg fékk frá Íslenskri erfðagreiningu fyrir byggingrrétt á lóð á... Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 354 orð

Heilbrigðisyfirvöld ættu að líta til Hollands eftir fyrirmynd

UMRÆÐAN um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er komin miklu skemmra á veg en á hinum Norðurlöndunum, en íslensk heilbrigðisyfirvöld ættu samt fyrst og fremst að líta til Hollands ef þau ætla að svipast um eftir heilbrigðiskerfi þar sem... Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 744 orð | 1 mynd

Heilsa einstaklingsins ómetanleg

Í VINNUVERNDARVIKUNNI í ár er lögð áhersla á að auka vitund fólks um gildi þess að gera vinnustaðinn heilsusamlegri og öruggari og er átakinu beint gegn atvinnutengdum álagseinkennum í stoðkerfinu, vöðvum og liðum. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 163 orð

Heimsganga kvenna gegn örbirgð og ofbeldi

HEIMSGANGA kvenna gegn örbirgð og ofbeldi verður þriðjudaginn 24. október. Safnast verður saman á Hlemmi kl.17:30. Gospelsystur Reykjavíkur og Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur munu syngja á meðan deilt er út spjöldum og borðum. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 668 orð

Helgin reyndist erilsöm

FÁTT var um alvarlega atburði um helgina en verulegur erill hjá lögreglu og að venju mest í sambandi við ölvað fólk. Hljómleikar í Laugardalshöll fóru vel fram og þurfti nær engin afskipti lögreglu á vakt en talsverð gæsla var á staðnum. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Hjálmur sigmannsins fannst eftir 100 mílna rek

HJÁLMUR, sem Friðrik Höskuldsson, sigmaður í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, tapaði við björgunarstörf á Breiðafirði sl. sumar, fannst í Barðsvík nyrst á Hornströndum mánuði síðar. Hafði hann þá rekið kringum 100 sjómílna leið. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 156 orð

Hugmynd um að skipta þinginu í lotur

STEFNT er að því að ljúka störfum kirkjuþings á morgun. Jón Helgason, forseti þingsins, tjáði Morgunblaðinu í gær að margar nefndir hefðu lokið störfum við umsagnir um mál en aðrar ættu lengra í land. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 251 orð

Hvatt til hækkunar bóta og minni tekjutengingar

AÐALFUNDUR Öryrkjabandalagsins hefur samþykkt ályktun þar sem segir að brýnt sé að hækka verulega tryggingabætur til samræmis við bætur þjóða sem hafa sambærilegar þjóðartekjur og Íslendingar. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 1122 orð | 1 mynd

Íslandsflug gerði tilboð í allt flugið

SEX flugfélög lögðu inn tilboð í útboði Ríkiskaupa á rekstri sjúkra- og áætlunarflugs á Íslandi en tilboð voru opnuð í gær. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Konum á kirkjuþingi fjölgar

KONUM fjölgaði um 100% á kirkjuþingi í gær þegar Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í Reykjavík, varamaður Þórarins Sveinssonar læknis, tók þar sæti í fjarveru hans. Þau eru fulltrúar Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 1004 orð | 1 mynd

Kosið um persónur

Kosovo-búar ganga til sveitarstjórnakosninga á laugardag. Þau málefni sem eru efst í huga fólks varða þó fremur stöðu héraðsins og persónuleika frambjóðenda, skrifar Urður Gunnarsdóttir frá Pristina. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 273 orð

Kostar ríkissjóð 3 milljarða á næsta ári

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að tillögur nefndar um tekjustofna sveitarfélaga kosti ríkissjóð um þrjá milljarða á næsta ári og um 2,4 milljarða króna á ári þar á eftir. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 362 orð

Kólesteról lækkaði um 13,4% á tíu árum

VERULEG breyting til hins betra hefur orðið á kólesterólgildum starfsmanna Járnblendiverksmiðjunnar í Grundartanga síðustu tíu árin. Kemur þetta fram í rannsókn Reynis Þorsteinssonar, læknis á heilsugæslustöðinni á Akranesi, og samstarfsmanna hans. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 333 orð

Köfun við Kúrsk hætt vegna veðurs

HÆTTA varð tímabundið við björgunaraðgerðir við rússneska kjarnorkukafbátinn Kúrsk síðdegis í gær vegna veðurs. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð

LEIÐRÉTT

35% á fjórum fjárlagaárum Í frásögn af aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gætti ónákvæmni í tölum sem hafðar voru eftir Ingva Hrafni Óskarssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina PU 707 á bifreiðastæðinu norðan við Hagkaup í Skeifunni laugardaginn 21. október. Atvikið átti sér stað milli kl.14.30 og 15.00. PU 707 er BMW 735 fólksbifreið grá að lit. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina TK 332 sem er Nizzan Primera fólksbifreið, grá að lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Engjaskóla, mánudaginn 16. október sl. milli kl. 8 og 14.30. Bifreiðin skemmdist á vinstra afturbretti. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 256 orð

Markmiðið að efla varnir og viðbúnað

Í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU sem lögð hefur verið fram á Alþingi er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta fara fram rannsókn og úttekt á ástandi eigna á öllum helstu jarðskjálftasvæðum á Íslandi. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Málfundur í miðborginni

AUSTURVÖLLUR er fallegur á sumrin en á haustin er hann jafnvel enn fallegri. Á haustin breytir náttúran um svip og það gerir fólkið líka. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 284 orð

Metsumar á Akureyri

HEILDARFRJÓMAGN sumarsins í Reykjavík varð rúmlega 2.600 frjókorn/m³ sem er undir meðaltali áranna 1989-2000. Gras-, birki- og súrufrjó voru undir meðaltali á meðan frjókorn annarra tegunda voru nokkuð yfir meðaltalinu. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 484 orð | 2 myndir

Mikil ólga í Perú vegna heimkomu Montesinos

VLADIMIRO Montesinos, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Perú, sneri aftur til heimalandsins í gær eftir að stjórnvöld í Panama höfðu neitað að veita honum hæli. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 1531 orð | 4 myndir

Mikilvægt að rækta tengslin

Um helgina voru liðin 125 ár síðan Íslendingar settust að við Winnipegvatn í Manitoba-fylki í Kanada og í ár eru 1000 ár frá því Íslendingar komu fyrst til Kanada. Þessa hefur verið minnst á margvíslegan hátt á árinu en hátíðarhöldunum í Kanada lauk á formlegan hátt í Árborg í Manitoba í fyrrakvöld. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, tók þátt í viðburðunum á Nýja Íslandi um helgina en Steinþór Guðbjartsson fylgdist með og ræddi við hann að þeim loknum. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Mír hent í sjóinn

ILJA Klabanov, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, hefur í samtali við Interfax og ITAR-Tass fréttastofurnar sagt að geimstöðinni Mír verði hent í sjóinn í febrúar á næsta ári. Ef af verður þýðir það að síðasta merki um sovésk afrek í geimnum hverfur. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Neitar njósnaákæru

NORSKUR blaðamaður, Stein Viksveen, hefur neitað ásökunum norskra yfirvalda um að hann hafi stundað njósnir fyrir austurþýsku leynilögregluna, Stasi. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ný jarðstöð Íslandssíma

NÝ jarðstöð Íslandssíma var vígð fyrir helgina. Er hún við Bústaðaveg í Reykjavík, í nágrenni við Veðurstofu Íslands. Ár er nú liðið frá því fyrsta símtalið fór um fjarskiptakerfi Íslandssíma. Meira
24. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 293 orð | 1 mynd

Nýtt kjördæmisráð Samfylkingarinnar stofnað

AÐALFUNDUR Samfylkingarfélagsins á Norðurlandi eystra var haldinn á veitingahúsinu Við Pollinn á Akureyri á laugardag. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð

Nýtt útboð fari fram

BREIÐAFJARÐARFERJAN Baldur hf. hefur lagt fram kvörtun til Samkeppnisráðs vegna framkvæmdar útboðs Vegagerðarinnar vegna Breiðafjarðarferju. Farið er þess á leit að Samkeppnisráð leggi bann við samningsgerð Vegagerðarinnar við Sæferðir ehf. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 121 orð

Nærri 1,8 milljarðar hafa farið í Læknagarð

ÞEGAR tölur um framkvæmdafé Háskóla Íslands aftur til ársins 1978 eru skoðaðar kemur í ljós að 8,4 milljarðar króna hafa verið til ráðstöfunar í framkvæmdir. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 943 orð | 1 mynd

"Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar geta haft áhrif um allan heim"

Sjö manna hópur frá fréttaþættinum 60 mínútur á CBS sjónvarpsstöðinni hefur verið hér á landi undanfarna viku og unnið að fréttaskýringarþætti um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þeirra á meðal er fréttahaukurinn Ed Bradley. Arna Schram átti við hann stutt spjall á Hótel Borg um helgina og spurði hann m.a. álits á kvikmyndinni The Insider. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Ríkið niðurgreiði lyf gegn reykingum

SAMTÖK hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki halda í dag háegisverðarfund þar sem velt verður upp þeirri spurningu hvers vegna lyf gegn reykingum séu ekki niðurgreidd af ríkinu. Meira
24. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 412 orð

Ríkið og sveitarfélög vinni að farsælli lausn

MIKIL verkefni liggja fyrir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum í kjölfar mikillar fólksfjölgunar og lýsti Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, yfir áhyggjum vegna þessa á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í... Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Rjúpnaskyttur sóttar í Hlöðufell

TVÆR rjúpnaskyttur voru sóttar á sunnudagskvöld af björgunarsveitarmönnum en þær höfðu leitað skjóls í skála við Hlöðufell. Sprungið hafði á bíl tvímenninganna við Hagafell síðdegis á sunnudaginn. Meira
24. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 148 orð | 1 mynd

Samgöngum milli hverfa ábótavant

SALAHVERFI í Kópavogi og Seljahverfi í Reykjavík eru nánast að renna saman í eitt hverfi þótt samgöngur á milli hverfanna séu fremur bágbornar. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Segir ESB tilbúið til stækkunar fyrir 2003

EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hyggst fyrir árslok 2002 vera tilbúið að taka inn ný aðildarríki, að því er Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, sagði í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, í gær þar sem hann var staddur í opinberri heimsókn. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 310 orð

Segjast hafa vakið 250 milljóna ára gamla örveru

VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum segjast hafa vakið af dvala 250 milljóna ára gamla bakteríu, sem talin er vera elsta lífvera sem nokkru sinni hefur uppgötvast. Blaðið The New York Times greindi frá þessu nýverið. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 197 orð

Sex rjúpnaskyttur sátu fastar

BJÖRGUNARSVEITIR frá Suðurog Vesturlandi leituðu sex rjúpnaskyttna á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Rjúpnaskytturnar höfðu fest jeppabifreiðir sínar utanvegar við Hagavatn. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sex tilboð í sjúkraflug

SEX flugfélög sendu inn tilboð í ríkisstyrkt áætlunar- og sjúkraflug á landsbyggðinni en tilboð voru opnuð í gær. Aðeins eitt þeirra, Íslandsflug, lagði fram tilboð í þann tilboðsmöguleika sem fól í sér öll fjögur svæðin sem um ræðir, þ.e. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 170 orð

Skattalegt hagræði vegna rannsókna

Í FRUMVARPI sem lagt hefur verið fram á Alþingi er lagt til að bætt verði við lög um tekjuskatt og eignarskatt ákvæði þess efnis að fyrirtækjum verði heimilaður sérstakur frádráttur sem numið geti allt að helmingi þess kostnaðar sem þau hafa haft af... Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð

Skrúfa flugvélar rakst í jörðina

KENNSLUFLUGVÉL af Cessna-gerð hlekktist lítillega á við lendingu á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn laugardag. Lenti hún út af brautinni og rakst skrúfa hennar í jörðina. Flugmanninn sakaði ekki. Rannsóknanefnd flugslysa hefur atburðinn til athugunar. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 418 orð

Stofnfjáreigendur fái hlutafé í samræmi við stofnfjárhluti

SAMKVÆMT drögum að lagafrumvarpi, sem samið hefur verið af nefnd á vegum viðskiptaráðherra og er nú til umræðu á vettvangi sparisjóðanna, er gert ráð fyrir að sparisjóðum verði gert kleift að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélög. Meira
24. október 2000 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Tugþúsundir mótmæla ETA

BORGARSTJÓRI Bilbao, Iñaki Azcuna, sameinaðist tugþúsundum Spánverja í nokkurra mínútna þögn í gær til að mótmæla morði ETA, hryðjuverkasamtaka aðskilnaðarsinna Baska, á fangaverðinum Maximo Casado. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 567 orð | 1 mynd

Tvö hundruð og tveir brautskráðir frá HÍ

202 eftirtaldir kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands laugardaginn 21. október. Auk þess luku 17 nemendur námi til starfsréttinda í félagsvísindadeild. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 214 orð

Ung stúlka varð fyrir slysaskoti

UNG stúlka varð fyrir slysaskoti úr haglabyssu á Fjarðarheiði þar sem hún var á rjúpnaveiðum ásamt þremur piltum um hádegið á sunnudag. Skotið hljóp í framanvert lærið á stúlkunni af stuttu færi og er hún talsvert slösuð. Meira
24. október 2000 | Landsbyggðin | 245 orð | 2 myndir

Vegagerð undir Jökli

Hellissandi -Umtalsverðar vegaframkvæmdir hafa verið í gangi undir Jökli í sumar. Vinnuvélafyrirtækið Stafnafell ehf. er nú þessa dagana að ljúka við og skila af sér verkinu. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 197 orð

Verður dömufrí í þjóðfélagi framtíðar?

VERÐUR dömufrí í þjóðfélagi framtíðar? Þessari spurningu og fleirum á að reyna að svara í hátíðarsal Háskóla Íslands á fimmtudaginn þegar verkefnið "Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna" verður kynnt. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 138 orð

Vilja endurskoða hlutverk Jöfnunarsjóðs

AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samþykkti á aðalfundi sínum sl. Meira
24. október 2000 | Landsbyggðin | 94 orð | 2 myndir

Þemadagar í Grunnskóla Önundarfjarðar

Flateyri- Nýlega stóð yfir þemavika í Grunnskóla Önundarfjarðar þar sem nokkur af elstu húsum Flateyrar voru gerð að sérstöku rannsóknarefni. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 102 orð

Þing BSRB hefst á miðvikudag

ÞING BSRB, hið 39. í röðinni, verður haldið dagana 25.-28. október nk. í Borgartúni 6, 4. hæð. Þingið verður sett við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 25. október kl. 13 í Bíóborginni, Snorrabraut 37, og er þingsetningin öllum opin. Meira
24. október 2000 | Innlendar fréttir | 218 orð

Öryggisbúnaði ábótavant í fjórðungi gaseldavéla

VINNUEFTIRLITIÐ gerði nýlega reglubundið markaðseftirlit á tækjum sem brenna gasi hjá söluaðilum þessara tækja á höfuðborgarsvæðinu. Meira

Ritstjórnargreinar

24. október 2000 | Staksteinar | 298 orð | 2 myndir

Bankasameiningin

Stjórnmálamenn verða að hafa hugfast, að tilgangur einkavæðingar er ekki að afla ríkissjóði tekna heldur fyrst og síðast að draga ríkisvaldið út úr atvinnustarfsemi, sem það á ekki að vasast í. Þetta segir í Viðskiptablaðinu. Meira
24. október 2000 | Leiðarar | 913 orð

JAFNVÆGI AÐ SKAPAST

Góðæri undanfarinna ára hefur verið meira en góðæri. Umsvifin í viðskipta- og atvinnulífi hafa verið í algjörum toppi. Hagur almennings hefur batnað í samræmi við það. Nú er ýmislegt, sem bendir til þess, að viðskiptalífið sé að hægja á sér. Meira

Menning

24. október 2000 | Skólar/Menntun | 511 orð

100 námsráðgjafar frá HÍ

Eitthundraðasti nemandinn í námsráðgjöf við Háskóla Íslands útskrifaðist núna á laugardaginn. Það var Kristín Sverrisdóttir. Degi áður fagnaði deildin 10 ára afmæli sínu og hafa því að meðaltali 10 nemendur útskrifast árlega. Meira
24. október 2000 | Leiklist | 618 orð | 1 mynd

Allir í skóginum eiga að vera vinir

Leikgerð unnin upp úr sögum A. A. Milne: Guðmundur Jónas Haraldsson. Leikstjóri: Guðmundur Jónas Haraldsson. Meira
24. október 2000 | Skólar/Menntun | 318 orð

Áhugasvið einstaklinga - manngerðir

Námsráðgjöf Háskóla Íslands býður nemendum skólans upp á áhugasviðskönnun Strong. Um er að ræða spurningalista sem lagður er fyrir af námsráðgjafa og tveimur vikum síðar fær nemandi ítarlega skýrslu með niðurstöðum. Kostnaður er kr. 3000. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 1128 orð

Brattar bárur

Stórtónleikar Iceland Airwaves í Laugardalshöll 21. október 2000. Fram komu Suede, The Flaming Lips, Thievery Corporation, Egill Sæbjörnsson, Mínus og Súrefni. Meira
24. október 2000 | Skólar/Menntun | 329 orð | 4 myndir

EVRÓPUSAMBANDIÐ stendur fyrir Evrópudegi æskunnar 8.

EVRÓPUSAMBANDIÐ stendur fyrir Evrópudegi æskunnar 8. nóvember nk. Í tilefni dagsins mun landsskrifstofa fyrir áætlunina Ungt fólk í Evrópu halda fund á Kakóbar Hins hússins klukkan 12-14. Á fundinum verður rætt um möguleika áætlunarinnar. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 753 orð | 4 myndir

FRITZ LANG

ÞRJÚ af merkustu verkum kvikmyndalistarinnar koma úr smiðju Austurríkismannsins Fritz Lang, og það hlýtur að teljast vel af sér vikið. Þær eru Dr. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 185 orð

Gleðimaðurinn Bigalow

ÞÆR myndir sem hafa verið hvað þekktastar fyrir að taka á lífi og störfum vændiskarla eru annars vegar hið harmræna meistaraverk John Schlesingers Midnight Cowboy þar sem Dustin Hoffman og Jon Voight fara á kostum og svo hins vegar myndin sem kom Richard... Meira
24. október 2000 | Menningarlíf | 204 orð

Háskólatónleikar í Norræna húsinu

FYRSTU háskólatónleikar vetrarins verða í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Þá leikur Örn Magnússon tvö verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, sónötu í f- dúr, K.332, og rondó í d-dúr, tyrkneska rondóið. Meira
24. október 2000 | Kvikmyndir | 298 orð

Hetjur hænsnakofans

Leikstjórar Peter Lord og Nick Park. Handritshöfundur Karey Kirkpatrick. Tónskáld. Leirbrúðumynd. Íslensk talsetning: Hilmir Snær Guðnason, Helga Jónsdóttir. Inga María Valdimarsdóttir, o.fl. Bandarísk talsetning: Mel Gibson, Miranda Richardson, Tony Haygarth, Julia Sawalha, Jane Horrocks, ofl. Sýningartími 85 mín. Bandarísk. DreamWorks. Árgerð 2000. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 180 orð | 2 myndir

Hundrað kvenna forsýning

Í KVÖLD verður frumsýndur nýr íslenskur heimildarþáttur á Stöð 2 sem ber það frumlega heiti Hafmeyjar á háum hælum. Það er Magus sem framleiðir þáttinn í samvinnu við Stöð 2 en höfundur er Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur. Meira
24. október 2000 | Menningarlíf | 857 orð | 1 mynd

Hús á hreyfingu

GUNNAR Harðarson skáld og heimspekingur sendi nýverið frá sér ljóðabók sem ber nafnið Húsgangar , undirtitill Götumyndir . Bókin geymir ljóðaflokk sem á ytra borði fjallar um götur og hús í Reykjavík. Meira
24. október 2000 | Kvikmyndir | 400 orð

Í sálarhrói fjöldamorðingja

Leikstjóri: Larsen Singh. Handritshöfundur: Mark Protosovich. Tónskáld: Howard Shore. Kvikmyndatökustjóri: Paul Laufe. Aðalleikendur: Jennifer Lopez, Vince Vaugh, Vincend D'Onofrio, Marianne Jean-Babtiste, Jake Weber, James Gammon. Sýningartími 105 mín. Bandaríkin. New Line Cinema. 2000. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 448 orð | 4 myndir

Kátir krullukarlar

ÞAÐ væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla að fara að kvarta undan endurvinnslunni sem tröllríður dægurtónlist nútímans - svo algeng er hún orðin og svo oft er búið að argaþrasast um gildi hennar og galla. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Kona í valþröng

Leikstjórn og handrit: Gregg Araki. Aðalhlutverk: Kathleen Robertson, Jonathon Schaech og Matt Keeslar. (93 mín) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Öllum leyfð. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Kynlegir kvistir

Leikstjórn og handrit: Michael DiJiacomo. Aðahlutverk: Tim Roth, Mili Avital. (102 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. Meira
24. október 2000 | Bókmenntir | 544 orð | 1 mynd

Ljósmynd á 20 km fresti

Hönnun: Páll Stefánsson og Erlingur Páll Ingvarsson. Litgreiningar: Prentmyndastofan hf. Prentað í Singapore. Iceland Review, 2000. 98 bls. Verð kr. 4.200 Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 185 orð | 5 myndir

Ljúflegheit í Bláa lóninu

ÞAÐ VAR mikið lagt upp úr því að hafa ofan af fyrir hinum fjölmörgu erlendu gestum sem boðið var til landsins í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina. Meira
24. október 2000 | Menningarlíf | 25 orð | 1 mynd

M-2000

ART2000 Fyrirlestur Don Buchla í Salnum kl. 17. Tónleikar kl. 20, m.a Helgi Pétursson og Orgelkvartettinn APPARAT. Á Kvöldbarnum á Gauknum verður m.a boðið upp á orgeldjammorgíu. www.musik. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 353 orð

METROPOLIS (1927) Ódauðleg.

METROPOLIS (1927) Ódauðleg. Myrk vísindaskáldsöguleg framtíðarsýn um borgarríki í náinni framtíð, þar sem yfirstéttin telur sig hafa stigið skrefið til fulls og aðskilið endanlega yfirstétt og verkamenn. Meira
24. október 2000 | Skólar/Menntun | 90 orð

Námsráðgjöf

Nám í námsráðgjöf við Háskóla Íslands er 34e. Sækja þarf sérstaklega um námið og er umsóknarfrestur til 1. apríl ár hvert. Fjöldi nemenda hefur verið takmarkaður undanfarin ár. Meira
24. október 2000 | Leiklist | 553 orð | 1 mynd

Niðjamót Egners

Höfundur: Þröstur Guðbjartsson. Leikstjóri: Herdís Þorgeirsdóttir. Búningar: Harpa Svavarsdóttir. Förðun: Hrefna Vestmann. Laugardagurinn 21. október 2000. Meira
24. október 2000 | Menningarlíf | 206 orð

Nýjar bækur

Þróun hjúkrunar á Barnaspítala Hringsins 1980-1998 er eftir Herthu W. Jónsdóttur . Bókin er fyrsta bók sinnar tegundar þar sem markvisst er skrifað um þróun hjúkrunar innan tiltekinnar sérgreinar yfir ákveðið árabil. Meira
24. október 2000 | Tónlist | 761 orð

"Endurvinnsla" á háu plani

Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti léku eigin útsetningar á íslenskum og erlendum sálmalögum. Laugardag kl. 17. Meira
24. október 2000 | Menningarlíf | 292 orð | 2 myndir

"Ósvikinn lýrískur tenór"

ÞARNA er ósvikinn lýrískur tenór á ferðinni - ein fallegasta tenórrödd sem fram hefur komið á Íslandi í ein tuttugu ár," segir Kristján Jóhannsson tenórsöngvari um rödd tenórsins Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar sem hann heyrði á tónleikum í Brescia... Meira
24. október 2000 | Myndlist | 437 orð | 1 mynd

"Púls"

Opið alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga. Til 29. október. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Meira
24. október 2000 | Skólar/Menntun | 848 orð | 2 myndir

Ráðgjöf um nám og störf á Netinu

Námsráðgjöf/Samtök iðnaðarins og félagsvísindadeild HÍ hafa gert með sér samning um vefinn idnadur.is sem fjallar um nám og störf. Gunnar Hersveinn segir hér frá hlutverki námsráðgjafa o.fl. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 1158 orð | 1 mynd

Rétti tíminn fyrir ástarsorg

Það eru popp- og rokklög í snilldarútsetningum sem prýða fyrstu sólóplötu Margrétar Eirar. Hildur Loftsdóttir hitti söngkonuna sem engin bönd halda. Meira
24. október 2000 | Bókmenntir | 890 orð

Skólar á lærdómsöld

Starf og siðir í latínuskólunum á Íslandi 1552-1846 eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson. 349 bls. Iðnú. Reykjavík, 2000. Meira
24. október 2000 | Skólar/Menntun | 387 orð

Spurningar og svör af idnadur.is (Samtök iðnaðarins)

Dagsetning : 13.04.2000. Kyn : Karl. Aldur : 20. Spurning : Hver er munurinn á upplýsingatæknifræði í Tækniskóla Íslands og tölvu- og upplýsingatæknibraut í Háskólanum á Akureyri? Meira
24. október 2000 | Skólar/Menntun | 119 orð

Starfsráðgjafar

"Við höfum einnig gert samkomulag við Vinnumálastofnun um að taka að okkur að mennta starfsráðgjafa Vinnumálastofnunar í fjarnámi," segir Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, lektor við HÍ. Meira
24. október 2000 | Tónlist | 313 orð

Stúlkan í vitanum

eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Böðvar Guðmundsson. 2. sýning með Dóru Steinunni Ármannsdóttur og Jökli Steinþórssyni í aðalhlutverkum, ásamt Bergþóri Pálssyni, kór og hljómsveit Tón- menntaskólans í Reykjavík, undir stjórn Þorkels Sigurbjörnssonar. Sunnudagurinn 22. október, 2000. Meira
24. október 2000 | Bókmenntir | 1257 orð

Sælir eru einfaldir

Höfundur: Erlend Loe. Þórarinn Eldjárn íslenskaði. Vaka-Helgafell, Reykjavík 2000. 237 bls. Meira
24. október 2000 | Menningarlíf | 278 orð

Tónlist fyrir alla í grunnskólum víðs vegar um land

TÓNLIST fyrir alla hefur staðið fyrir tónleikahaldi í grunnskólum víðs vegar um landið frá árinu 1992. Meira
24. október 2000 | Leiklist | 640 orð | 1 mynd

Trúður í tilvistarkreppu

Höfundur: Hallgrímur H. Helgason. Leikstjóri: María Reyndal. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Tæknistjórn og ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson. Gervi: Kristín Thors. Aðstoð við gervi: Stefán Jörgensen. Töfrabrögð: Pétur Pókus. Umsjón tónlistar og leikhljóða: Þorkell Heiðarsson. Frumsamin tónlist flutt af segulbandi: Geirfuglarnir. Leikarar: Friðrik Friðriksson og Halldór Gylfason. Sunnudagur 22. október. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 179 orð | 2 myndir

Tveir tárvotir trúðar

TRÚÐLEIKUR - nýr íslenskur gamanleikur með alvarlegu ívafi eftir Hallgrím Helgason var frumsýndur í Iðnó á sunnudaginn. Meira
24. október 2000 | Fólk í fréttum | 231 orð | 6 myndir

Vel heppnaðir tónleikar í Höllinni

ÞAÐ ER mál manna að stórtónleikar Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar hafi heppnast með miklum ágætum. Mæting var góð, ölvun lítt sýnileg á gestum þrátt fyrir að vínveitingar væru í húsinu og allt fór fram í hinum mesta friði og spekt. Meira
24. október 2000 | Tónlist | 834 orð

Væntingar og efndir

Magnús Blöndal Jóhannsson: Atmos; Samstirni. Hjálmar H. Ragnarsson: Noctúrna. Karólína Eiríksdóttir: Adagio. Snorri S. Birgisson: Ad arborem inversam. Ríkharður H. Friðriksson: Vowel Meditation. Sunnudaginn 22. október kl. 20. Meira

Umræðan

24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 44 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 24. október eru fimmtugir tvíburabræðurnir Yngvi og Árni Óðinssynir . Eiginkona Yngva er Rósa María Tómasdóttir og eru þau til heimilis að Grundargerði 7d, Akureyri. Meira
24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 24. október verður sjötug Ursula van Balsun, Nýbýlavegi 102, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Þorleifur Bragi... Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 393 orð | 1 mynd

Astmi hjá börnum

Alls staðar í heiminum, segir Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, virðist tíðni astma og ofnæmis fara vaxandi. Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 652 orð | 1 mynd

Áskrift að sálum

Brýnustu verkefnin eru, að mati Magnúsar Inga Magnússonar, að hætta sjálfvirkri skráningu í (trú)félög og hætta að dæla peningum í þau, ásamt því að taka trúboð út úr námskrá grunnskóla. Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 675 orð | 1 mynd

Átthagasamtök í álslaginn?

Mér finnst, segir Gunnar Guttormsson, að með þessari forystugrein sé brotið blað í sögu átthagasamtakanna. Meira
24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 729 orð

Heimsókn þingforseta Kína

Ég segi hér nokkur orð í tilefni heimsóknar þingforseta Kína til lands fyrir stuttu. Hann kom hingað í boði Alþingis en með því var hann að endurgjalda heimsókn þingmanna héðan til kínverska alþýðulýðveldisins skömmu fyrr. Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Kraftur á landsbyggðinni

Heimamenn eru best til þess fallnir, segir Skúli Helgason, að nýta þær auðlindir sem búa í sögu þeirra, menningu og umhverfi. Meira
24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 824 orð

(Mark. 14.62.)

Í dag er þriðjudagur 24. október 298. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Jesús sagði: "Ég er sá, og þér munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins." Meira
24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 807 orð | 1 mynd

Nokkrar spurningar til embættismanna

Hvað er gert í Hrísey, spyr Brynja Tomer, til að hjálpa hundum að bæta á sig holdi og vinna á hræðslu? Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 923 orð | 1 mynd

Samsærissjónarmið

Hvar, spyr Þórarinn Einarsson, eru rannsóknarblaðamenn Íslands? Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 503 orð | 1 mynd

Sannleikurinn um fjárveitingar til ríkislögreglustjórans

Þegar framangreint hefur verið virt standa eftir 239 m.kr. sem eru til rekstrar embættis ríkislögreglustjórans sjálfs á árinu 2001, segir Haraldur Johannessen. Til samanburðar má geta þess að á fyrsta heila starfsári embættisins, árið 1998, nam heildarrekstrarkostnaður samkvæmt ríkisreikningi 216,3 m.kr. Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 379 orð | 2 myndir

Sjúklingar og kvartanir þeirra

Sjúklingatrygging, segja Guðrún María Óskarsdóttir og Jórunn Anna Sigurðardóttir, er nú loks til staðar. Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Stendur V fyrir vont og G fyrir gott?

Þetta er hin eina 300.000 króna historía, segir Lúðvík Emil Kaaber, sem mér er kunnugt um. Meira
24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 101 orð

TIMBURMENNIRNIR

Heim er ég kominn og halla' undir flatt, því hausinn er veikur og maginn. Ég drakk mig svo fullan, - ég segi það satt, - ég sá hvorki veginn né daginn. Meira
24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 622 orð | 1 mynd

Töfraefnið Lið-aktín

ÉG fann hjá mér þörf að koma á framfæri reynslu minni af notkun bætiefnisins Lið-aktín eftir að ég las frásögn konu í Velvakanda í Morgunblaðinu 14. október sl. Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 407 orð | 1 mynd

Vinnum gegn örbirgð og ofbeldi!

Í dag, segir Ásta Júlía Arnardóttir, verður gengið gegn ofbeldi. Meira
24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 397 orð

Þ EGAR Hvalfjarðargöngin voru opnuð hugsaði...

Þ EGAR Hvalfjarðargöngin voru opnuð hugsaði Víkverji dagsins með sér að fara annað slagið fyrir Hvalfjörðinn til þess að reyna að njóta leiðarinnar. Meira
24. október 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu til...

Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Húsavíkurdeild Rauða krossins. Þær heita Sylvia Víðisdóttir, Sunneva Birgisdóttir, Þórdís Erla Ólafsdóttir og Berglind... Meira
24. október 2000 | Aðsent efni | 958 orð | 1 mynd

Þöglu árin í ævi Jesú

Kirkjuyfirvöld virðast hafa í tímans rás leynt eða ljóst, segir Hartmann Bragason, hoggið á þessar fornu austurlensku rætur kristindómsins sem fagnaðarerindi Krists hóf upp í æðra veldi. Meira

Minningargreinar

24. október 2000 | Minningargreinar | 248 orð | 1 mynd

ARI JÓNSSON

Ari Jónsson fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfum 1. maí 1921. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 20. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 4335 orð | 1 mynd

Fjóla Ósk Bender

Fjóla Ósk Bender kennari fæddist í Reykjavík 29. október 1950. Hún lést á heimili sínu 13. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján S. Bender, fulltrúi og rithöfundur, f. 26.3. 1915, d. 15.10. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 536 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR FRIÐRIKKA ÞORLEIFSDÓTTIR

Guðríður Friðrikka Þorleifsdóttir, fyrrum húsfreyja í Viðfirði, fæddist að Hofi í Norðfirði 4. nóvember 1908. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað 14. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 21. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 1303 orð | 1 mynd

GUNNAR ÓSKARSSON

Gunnar Óskarsson fæddist í Búðardal í Laxárdal 15. júní 1933. Hann lést í Landsspítalanum við Hringbraut 6. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau hjónin Henríetta Björg Berndsen frá Skagaströnd, f. 7. nóvember 1913, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 423 orð | 1 mynd

HALLDÓR JÚLÍUS MAGNÚSSON

Halldór Júlíus Magnússon bifreiðastjóri fæddist í Reykjavík 4. júlí 1907. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 22. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 30. september. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 3875 orð | 1 mynd

JÓN HILMAR SIGÞÓRSSON

Jón Hilmar Sigþórsson var fæddur í Reykjavík 21. október 1955. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut, 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Oddný Jónsdóttir og Sigþór Hilmar Guðnason, d. 1962. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 133 orð | 1 mynd

LOVÍSA JÓNSDÓTTIR

Lovísa Jónsdóttir fæddist í Tungu í Tálknafirði 1. janúar 1918. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bíldudalskirkju 14. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 367 orð | 1 mynd

RAGNA KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR

Ragna Kristín Þórðardóttir fæddist í Bolungarvík 11. maí 1938. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 20. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 319 orð | 1 mynd

VILHELM RAGNAR GUÐMUNDSSON

Vilhelm Ragnar Guðmundsson, blikksmíðameistari og kennari, fæddist á Ísafirði 3. júní 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 9. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2000 | Minningargreinar | 126 orð | 1 mynd

VILHJÁLMUR BOGI HARÐARSON

Vilhjálmur Bogi Harðarson fæddist í Reykjavík 26. janúar 1970. Hann lést 25. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. október. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Farsímahluti af Ericsson hugsanlega til sölu

HUGSANLEGT er að reynt verði að selja hluta sænska fjarskiptafyrirtækisins Ericsson, sökum útlits fyrir lélega afkomu fyrir árið í heild, að því er fram kemur m.a. í Dagens Næringsliv . Um er að ræða farsímaframleiðslu fyrirtækisins. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 1949 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 23.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 23.10.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Blálanga 30 30 30 12 360 Grálúða 160 160 160 21 3.360 Keila 68 68 68 12 816 Langa 108 108 108 77 8. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 543 orð

Hagnaður 610 milljónir króna fyrir afskriftir

SAMKVÆMT óendurskoðuðu níu mánaða árshlutauppgjöri Össurar hf. er hagnaður fyrir afskriftir 610 milljónir króna og í endurskoðaðri áætlun er nú gert ráð fyrir 762 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir fyrir árið í heild. Í tilkynningu frá Össuri hf. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Í lagi að nota olíusjóðinn

ÝMSIR prófessorar við Óslóarháskóla og helstu viðskiptaháskóla Noregs hafa gagnrýnt norska fjármálaráðherrann fyrir að halda of fast í olíusjóð Norðmanna og segja að efnahagslífið þoli vel að hið opinbera noti aðeins meiri olíupeninga. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 92 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.422,37 -0,01 FTSE 100 6.315,9 0,63 DAX í Frankfurt 6.620,87 0,04 CAC 40 í París 6.182,34 0,54 OMX í Stokkhólmi 1.120,80 -1,30 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Ódýr farsímaleyfi á Ítalíu

FJARSKIPTASAMSTEYPAN Blu hefur dregið sig út úr útboðinu um farsímaleyfin á Ítalíu. Þar með er útboðinu í reynd lokið því aðeins eru eftir fimm umsækjendur um fimm leyfi, segir í Süddeutsche Zeitung . Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Prokaria semur um heildarlausn í upplýsingatækni

LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prokaria hefur gert saming við Nýherja um kaup á öllum samskipta- og tölvubúnaði og þjónustu varðandi búnaðinn, sem tekinn verður í notkun þegar fyrirtækið flytur í nýtt húsnæði á Gylfaflöt 5 á næstunni. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 436 orð | 1 mynd

Samningur Carlsberg og Orkla eina ástæðan

ENGIN ákvörðun hefur enn verið tekin varðandi hugsanlega sölu á Vífilfelli ehf., eftir því sem Margrethe Skov, forstöðumaður upplýsingamála hjá Carlsberg-fyrirtækinu í Danmörku, segir. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Tesco með eigin farsímaþjónustu

TALSMENN Tesco, stærstu stórmarkaðskeðjunnar á Bretlandseyjum, hafa tilkynnt að keðjan ætli að hefja eigin farsímaþjónustu strax á næsta ári og þarf einungis að greiða fyrir notkun en ekki fastagjald. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 271 orð

Tilboð OM í fullu gildi

TILBOÐ sænska fyrirtækisins OM Gruppen, sem rekur Kauphöllina í Stokkhólmi, í Kauphöllina í London (LSE) er enn í fullu gildi, þrátt fyrir niðurstöðu aukahluthafafundar LSE í síðustu viku. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf sept. Meira
24. október 2000 | Viðskiptafréttir | 71 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 23.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 23.10.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Daglegt líf

24. október 2000 | Neytendur | 46 orð | 1 mynd

Andlitsþjálfunartæki

Dermal Tone-andlitsþjálfunartækið er komið á markað. Tækið er sagt styrkja andlitsvöðva, slétta úr hrukkum og virka á erfið svæði eins og á poka undir augum og á undirhökur. Meira
24. október 2000 | Neytendur | 904 orð | 2 myndir

Meðalverð á útbúnaði um 100.000 krónur

Í kringum 5.200 manns eru með rjúpnaveiðileyfi hér á landi. Hrönn Indriðadóttir komst að raun um að jólarjúpan getur kostað sitt því hægt er að eyða hálfri milljón króna í útbúnað fyrir veiðiferðina. Meira
24. október 2000 | Neytendur | 98 orð

Veiðileyfi eftir tvö námskeið

Veiðimenn þurfa að taka tvö skyldunámskeið áður en veiðileyfi er náð. Annars vegar er það skotvopnanámskeið, þar er meðal annars veitt grunnfræðsla um byssuna og hættusvið skota en að námskeiði loknu er skotvopnaleyfi afhent. Meira

Fastir þættir

24. október 2000 | Fastir þættir | 396 orð | 1 mynd

Aðdáendaklúbbur stofnaður um Storm frá Stórhóli

STOFNAÐUR var á föstudag aðdáendaklúbbur um stóðhestinn Storm frá Stórhóli sem hefur það meðal annars að markmiði að gera veg stóðhestsins sem mestan en þó ekki meiri en erfðaeiginleikar hans gefa tilefni til eins og segir í lögum klúbbsins. Meira
24. október 2000 | Fastir þættir | 615 orð

Aganefnd LH ógildir úrskurð

AGANEFND Landssambands hestamannafélaga hefur ógilt úrskurð yfirdómnefndar Íslandsmótsins sem haldið var á Melgerðismelum í Eyjafirði í sumar þess efnis að Birgitta Dröfn Kristinsdóttir skyldi dæmd úr leik af þeim sökum að hestur hennar hefði í... Meira
24. október 2000 | Í dag | 540 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Meira
24. október 2000 | Fastir þættir | 193 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Guðjón Bragason og Vignir Hauksson Reykja- víkurmeistarar Guðjón Bragason og Vignir Hauksson sigruðu á Reykjavíkurmótinu í tvímenningi, sem fram fór í Bridshöllinni sl. laugardag. Meira
24. október 2000 | Fastir þættir | 326 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Þú ert í vestur og átt að spila út gegn sex tíglum suðurs. Norður er höfundur sagna og byrjar á spaða, en styður svo tígulsögn makkers og þá fer suður beint í ásaspurningu: Norður gefur; allir á hættu. Meira
24. október 2000 | Fastir þættir | 1365 orð | 3 myndir

Nýjung Kasparovs beit ekki á Kramnik

8.10-4.11. 2000 Meira
24. október 2000 | Fastir þættir | 866 orð | 2 myndir

Orri enn á uppleið á "verðbréfaþingi" stóðhestanna

EKKERT lát virðist á háu gengi Orra frá Þúfu ef marka má viðbrögð þegar einn hlutur í stóðhestinum var falboðinn nýlega. Fyrir um það bil ári síðan seldist fyrsti hluturinn á eina milljón króna og nokkrir fóru á sama verði í kjölfarið. Meira
24. október 2000 | Viðhorf | 820 orð

Röng spurning

Hvers vegna fengu foreldrar tvíburanna ekki að ráða örlögum barnanna sinna? Var um að ræða óhæfa foreldra? Reyndu foreldrarnir að koma sér hjá því að taka ákvörðun? Meira
24. október 2000 | Fastir þættir | 137 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Á þriðja alþjóðlega mótinu í Þórshöfn er lauk fyrir skömmu var teflt í hinum glæsilegu húsakynnum Norræna hússins. Meira
24. október 2000 | Fastir þættir | 313 orð

Veglegt þinghald í Mosfellsbæ

ÞAÐ hefur sjálfsagt ekki farið framhjá lesendum hestasíðunnar að ársþing er í vændum. Fjallað hefur verið um tillögur og stjórnarkjör og fleira í síðustu þáttum. Meira

Íþróttir

24. október 2000 | Íþróttir | 12 orð

1.

1. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 469 orð

1.

1. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 215 orð

2.

2. deild karla ÍR b - Selfoss 25:37 Bikardráttur Á laugardaginn var dregið í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik, SS-bikarnum. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 484 orð | 1 mynd

Allt að koma hjá FH

"ÞETTA er allt að koma hjá okkur, hægt og rólega, en það kemur," sagði brosmildur stuðningsmaður FH er hann yfirgaf íþróttahúsið í Kaplakrika í gærkvöldi. Þar sigraði FH lið Eyjamanna 27:19 og léku á köflum ágætan handknattleik þannig að trúlega er þetta allt að koma hjá Hafnarfjarðarliðinu. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 107 orð

Annar Kúbumaður til HK?

HK er á höttunum á eftir handknattleiksmanni frá Kúbu til að styrkja liðið í baráttunni í 1. deild en Kópavogsliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Árni Gautur stóð í marki Rosenborgar...

KEPPNI í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu lauk um helgina. Árni Gautur Arason og félagar hans í Rosenborg voru búnir að tryggja sér meistaratitilinn og þeir enduðu tímabilið með því að gera 1:1-jafntefli gegn Moss. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 1329 orð | 1 mynd

Barátta Man. Utd. og Arsenal

ARSENAL gefur Manchester United ekkert eftir í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Stigataflan lítur kunnuglega út í augum flestra þar sem United er komið í efsta sætið með 21 stig og Arsenal það næsta með jafnmörg stig en verra markahlutfall. United vann auðveldan sigur á Leeds á laugardag þar sem varamaðurinn David Beckham sneri leiknum heimamönnum í hag. Arsenal vann góðan útisigur á West Ham og Liverpool mikilvægan heimasigur á Leicester City. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 403 orð

Belgía Mechelen - Aalst 4:1 Club...

Belgía Mechelen - Aalst 4:1 Club Brugge - Truiden 5:0 La Louviere - Beveren 2:3 Germinal - Westerlo 3:1 Gent - Lierse 2:3 Lokeren - Antwerpen 0:1 Moeskroen - Anderlecht 1:2 Genk - Harelbeke 4:0 Standard Liege - Charleroi 4:0 Club Brugge 10 10 0 0 39 :8... Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 174 orð

Bjarni lagði upp tvö mörk

ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke vann afar mikilvægan sigur á Millwall, 3:2 í ensku 2. deildinni á laugardag. Varamaðurinn Chris Iwelumo skoraði úrslitamarkið á síðustu mínútunni fyrir heimamenn eftir fyrirgjöf frá Bjarna Guðjónssyni. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 28 orð

Blak 1.

Blak 1. deild karla: Þróttur R. - Stjarnan 3:1 (25:20, 27:25, 23:25, 25:22) ÍS 44012:112 Þróttur R. 53210:810 Stjarnan 3124:74 KA 2021:61 Þróttur N. 2021:61 1. deild kvenna: Þróttur R. - Víkingur frestað ÍS 44012:012 Þróttur N. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 123 orð

Dómara hótað með SMS-skilaboðum

Það er ekki tekið út með sældinni að vera dómari í 1. deild karla í handknattleik. Guðjón L. Sigurðsson milliríkjadómari fékk eftirfarandi SMS-skilaboð á GSM símann sinn í gær: "Farðu nú að leggja flautunni áður en þú hlítur skaða af. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 255 orð

Dönsku meistararnir hjá GOG tóku á...

Dönsku meistararnir hjá GOG tóku á móti bikarmeisturum Skjern í 6. umferð dönsku deildarkeppninnar um helgina. Leikurinn varð aldrei spennandi fyrir þá 1.500 áhorfendur sem voru á leiknum. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 111 orð

Einar fimmti í spjótkasti

EINAR Trausti Sveinsson hafnaði í fimmta sæti í spjótkasti í sínum flokki á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney. Einar Trausti kastaði 31,71 m, en Íslandsmet hans er 34,45 m. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 117 orð

Einn leikur var á dagskrá í...

Einn leikur var á dagskrá í 1. deild kvenna í körfuknattleik um helgina. Keflavík tók á móti ÍS og sigraði, 66:58, í leik þar sem Keflavíkurstúlkur höðu yfirhöndina allan leiktímann. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 679 orð | 2 myndir

Ekki dagur Haukanna

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka hittu á slæman dag þegar þeir mættu portúgalska liðinu ABC Braga í síðari viðureign liðanna í 2. umferð undankeppni meistaradeildarinnar í handknattleik. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 263 orð

Eldri manna bolti í sókninni

HALLDÓR Ingólfsson fyrirliði Hauka var frekar daufur í dálkinn þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir leikinn gegn Braga. Halldór, sem hefur leikið svo vel í upphafi leiktíðarinnar, náði sér ekki á strik og munaði um minna fyrir Íslandsmeistarana. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 233 orð

Eyjólfur innsiglaði sigur Herthu Berlín

ÞAÐ stefnir í harða baráttu um þýska meistaratitilinn í knattspyrnu á þessari leiktíð. Meistararnir í Bayern München og Hertha Berlin deila efsta sætinu eftir níu umferðir með 18 stig, Schalke er í þriðja sætinu með 17 stig og Dortmund kemur þar á eftir með 16 stig. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 223 orð

Ég veit ekki hvort við höfum...

Ég veit ekki hvort við höfum leikið betur nú eða í heimaleiknum en aðalmálið fyrir okkur var að tryggja okkur sæti í meistaradeildinni og það tókst," sagði Victor Tchikoulaev, leikstjórnandi Braga, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 335 orð | 1 mynd

Figo fékk að kenna á því

PORTÚGALINN Luis Figo fékk vægast sagt óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Barcelona þegar hann mætti á gamla heimavöll sinn, Camp Nou, í fyrsta skipti eftir að hann gekk í raðir erkifjendanna í Real Madrid. 98.000 áhorfendur sem troðfylltu leikvanginn í Katalóníu létu Figo fá það óþvegið enda reiðin og sárindin enn til staðar hjá blóðheitum stuðningsmönnum félagsins eftir að Figo ákvað að segja skilið við Barcelona og taka risatilboði frá Real Madrid. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 34 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Stjarnan 5 5 0 104:81 10 Haukar 5 5 0 137:95 10 Fram 5 3 2 112:107 6 ÍBV 5 3 2 101:102 6 Grótta/KR 5 2 3 119:98 4 FH 5 3 2 124:114 6 Víkingur 5 2 3 101:100 4 Valur 5 1 4 74:102 2 KA 5 1 4 92:121 2 ÍR 5 0 5 75:119... Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 40 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Fram 5 5 0 131:108 10 Haukar 4 4 0 132:95 8 Valur 5 4 1 143:121 8 ÍBV 5 3 2 146:122 6 Afturelding 5 3 2 144:129 6 Grótta/KR 5 3 2 117:123 6 KA 5 2 3 127:123 4 ÍR 5 3 2 114:122 6 FH 4 1 3 97:100 2 Stjarnan 5 1 4 132:142 2 HK 5... Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 487 orð

Fram slapp með skrekkinn

FRAMARAR tylltu sér í toppsætið í 1. deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu Aftureldingu, 25:24, í leik sem einkenndist af mikilli baráttu og pirringi leikmanna jafnt sem forráðamanna. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 391 orð

FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Meistaramót öldunga Mótið fór...

FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Meistaramót öldunga Mótið fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði í lok júlí. Fjögur Íslandsmet voru sett. Árný Heiðarsdóttir, Óðni, stökk 4,41 m í langstökki í 45 ára flokki, Karl Torfason, UMSB, hljóp 100 metra á 14,27 sek. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 270 orð

Grótta/KR - FH 22:23 1.

Grótta/KR - FH 22:23 1. deild kvenna, 5. umferð, íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, laugardaginn 21. október, 2000. Gangur leiksins: 1:0, 4:3, 6:8, 8:9, 11:11, 12:13, 15:14 , 16:16, 16:19, 18:22, 21:22, 21:23, 22:23 . Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

GUÐNI Bergsson lék allan leikinn með...

GUÐNI Bergsson lék allan leikinn með Bolton er liðið tapaði naumlega fyrir Stockport, 4:3, í ensku 1. deildinni á laugardag. Bolton lenti 3:0 undir en náði að jafna. Stockport skoraði síðan úrslitamarkið á lokamínútunni. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 82 orð

Gunnleifur og Valur til Crystal Palace

GUNNLEIFUR Gunnleifsson, markvörður Keflavíkur í knattspyrnu, verður á næstunni til reynslu hjá fjórum enskum félögum. Valur Fannar Gíslason, varnarmaður úr Fram, verður samhliða honum hjá einu þeirra, Crystal Palace. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 555 orð

HANDKNATTLEIKUR Meistaradeild Evrópu Haukar - Braga...

HANDKNATTLEIKUR Meistaradeild Evrópu Haukar - Braga 28:30 Forkeppni meistaradeildar Evrópu, 2. umferð, síðari leikur, Ásvellir í Hafnarfirði laugardaginn 21. október 2000. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 70 orð

Hjalti í Val

HJALTI Þór Vignisson, knattspyrnumaður úr Sindra, er genginn til liðs við Valsmenn, nýliðana í efstu deildinni. Hjalti, sem er 22 ára, er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður og hefur verið lykilmaður í liði Sindra síðustu árin. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 816 orð

Ítalía Bari - Atalanta 0:2 Fausto...

Ítalía Bari - Atalanta 0:2 Fausto Rossini (52.), Nicola Ventola (56.) Rautt spjald: Yskel Osmanovski , Bari (90.) - 11.154 Brescia - Fiorentina 1:1 Hubner (49.) - Leandro (67.) - 13.000 Napoli - Bologna 1:5 Francesco Moriero (61.) - Pierre Wome (4. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

JÖRUNDUR Áki Sveinsson var í gær...

JÖRUNDUR Áki Sveinsson var í gær ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu næstu tvö árin. Hann mun jafnframt stýra 21 árs landsliði kvenna. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 64 orð

Keflavík - ÍS 66:58 Íþróttahúsið í...

Keflavík - ÍS 66:58 Íþróttahúsið í Keflavík, 1. deild kvenna, laugardagur 21. október 2000. Stig Keflavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 16. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 517 orð

Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks var ágætlega...

"EINI ljósi punkturinn í þessum leik hjá okkur er að við unnum og fengum okkar fyrstu stig í vetur," sagði Magnús Sigurðsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 29:26-sigur á Breiðabliki í Ásgarði á sunnudag. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 227 orð

Liðið ekki rétt stemmt

Við vorum hreinlega að spila lélegan leik. Við gerðum mikið af mistökum og náðum ekki að nýta okkur að Braga var alls ekki að spila neitt sérstaklega vel. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Magdeburg í toppsætinu

LÆRISVEINAR Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg eru í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik ásamt Wallau Massenheim eftir leiki helgarinnar. Meistararnir í Kiel léku ekki en þeir hafa tapað jafnmögum stigum og Magdeburg og Massenheim. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Meistaraliðin þrjú áfram

DEILDARBIKARMEISTARAR Tindastóls, bikarmeistararnir frá Grindavík, Íslandsmeistar KR og Njarðvík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Kjörísbikarkeppni Körfu knattleikssambands Íslands, KKÍ. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

MIKILL hiti var í leikmönnum Aftureldingar...

MIKILL hiti var í leikmönnum Aftureldingar eftir leikinn gegn Fram og höguðu nokkrir þeirra sér mjög ósæmilega. Einn þeirra braut skynjara fyrir þjófavarnarkerfi hússins og þá flugu stólar og annað lauslegt upp í loft. VILHELM S. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 239 orð

Njarðvík - Keflavík 85:78 Íþróttahúsið í...

Njarðvík - Keflavík 85:78 Íþróttahúsið í Njarðvík, 8 liða úrslit Kjörísbikarkeppninnar, seinni leikir, sunnudagur 22. október 2000. Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 24, Jes V. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 91 orð

Ólafur Gottskálksson hefur verið útnefndur leikmaður...

Ólafur Gottskálksson hefur verið útnefndur leikmaður mánaðarins hjá enska knattspyrnufélaginu Brentford í annað skiptið í röð. Hann er þar með eini leikmaður liðsins á tímabilinu sem hefur hlotið þessa viðurkenningu. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 86 orð

Ragnar með 7 í tapleik

RAGNAR Óskarsson hélt uppteknum hætti og skoraði 7 mörk, 3 þeirra úr vítaköstum, fyrir lið sitt, Dunkerque, í franska handboltanum á sunnudaginn. Það dugði þó ekki því Dunkerque tapaði fyrir Angers/Noyant, 26:25, á útivelli. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 304 orð

Rómverjar með fullt hús

Lið Roma er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 136 orð

SA sterkara

Skautafélag Akureyrar lagði Skautafélag Reykjavíkur á Akureyri á Íslandsmótinu í íshokkí á sunnudagskvöld, 10:6. Leikurinn fór hart af stað þar sem Akureyringar réðu lögum og lofum framan af fyrstu lotu. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 195 orð

Sebastian var kviðslitinn

SEBASTIAN Alexandersson markvörður og fyrirliði Fram í handknattleik verður frá keppni næstu 3-5 vikurnar. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 120 orð

Sigurvin ræðir við Eyjamenn

SIGURVIN Ólafsson knattspyrnumaður, sem leikið hefur með liði Fram undanfarin tvö ár, er kominn í viðræður við sitt gamla félag, ÍBV. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Skíðasambandið hefur skipt landsliðsfólkinu í þrjá...

SKÍÐASAMBAND Íslands hefur að undanförnu verið að ganga frá samningum við erlend skíðasambönd þess efnis að landsliðsmenn Íslands geti æft við góðar aðstæður erlendis í vetur. Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson mun æfa með sænska landsliðinu, Akureyringurinn Dagný Linda Kristjánsdóttir verður við æfingar með landsliði Ástrala og Jóhann Friðrik Haraldsson úr KR æfir með landsliði Breta. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 91 orð

Stjarnan fékk góðan liðsstyrk um helgina...

Stjarnan fékk góðan liðsstyrk um helgina fyrir keppnina í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson úr Val og Sigurður Karlsson úr Fylki gengu til liðs við félagið. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 102 orð

Strömsgodset vill semja við Veigar

VEIGAR Páll Gunnarsson, knattspyrnumaður úr Stjörnunni, kom heim um helgina eftir dvöl hjá norska félaginu Strömsgodset. Hann stóð sig vel á reynslutíma hjá félaginu og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Norðmennirnir mikinn áhuga á að semja við... Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 145 orð

Taylor stjórnar enska landsliðinu

PETER Taylor var á sunnudag ráðinn sem tímabundinn landsliðsþjálfari Englands og aðstoðarmaður hans var ráðinn Steve McLaren, þjálfari Manchester United, og munu þeir stjórna liðinu í vináttuleik gegn Ítölum þann 15. nóvember á Ítalíu. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 155 orð

Tryggvi frestar för til Blackburn

TIL stóð að landsliðsmaðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Tromsö í Noregi, færi til reynslu hjá enska 1. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 191 orð

UEFA-bikarkeppnin: Iraklis - Kaiserslautern 1:3 Konstantinou...

UEFA-bikarkeppnin: Iraklis - Kaiserslautern 1:3 Konstantinou (47. vsp.) - Klose (5.), Hristov (35.),Tavlaridis (64. sjálfsmark.) Enska úrvalsdeildin : Bradford - Ipswich 0:2 Dan Petrescu (sjálfsmark 34.), Jamie Clapham (89.). - 17. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Við vorum að spila nokkuð góða...

Við vorum að spila nokkuð góða vörn en í síðari hálfleik misstum við mikið menn útaf og fyrir vikið kom los á vörnina. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 449 orð | 1 mynd

Víkingar voru auðveld bráð fyrir Hauka

HAUKAR og Stjarnan eru efst og jöfn á toppi 1. deildar kvenna í handknattleik. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og virðast í dag með bestu liðin en FH, Íslandsmeistarar ÍBV og Fram koma skammt á undan og virðast hafa burði til að blanda sér í toppbaráttuna. Þrír leikir voru í deildinni um helgina og unnust þeir allir á útivelli. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 132 orð

ÞAÐ gengur hvorki né rekur hjá...

ÞAÐ gengur hvorki né rekur hjá Sigurði Gunnarssyni og lærisveinum hans í norska handknattleiksliðinu Stavanger Handball. Um helgina steinlá Stavanger fyrir Kragerö, 35:21, og er Stavanger-liðið því enn án stiga eftir fjórar fyrstu umferðirnar í 1. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 240 orð

Þrátt fyrir að hafa verið mun...

Þrátt fyrir að hafa verið mun meira með boltann urðu leikmenn Lokeren að sætta sig við tap á móti Antwerpen, 0:1, í belgísku 1. Meira
24. október 2000 | Íþróttir | 37 orð

Örn bætti meti í safnið

ÖRN Arnarson, SH, setti Íslandsmet í 100 m flugsundi á sundmóti hjá Ægi á sunnudaginn. Örn synti vegalengdina á 54,74 sek., en gamla metið átti Friðfinnur Kristinsson frá Selfossi, 55,08 sek. Örn á þrettán Íslandsmet í 25 m... Meira

Fasteignablað

24. október 2000 | Fasteignablað | 651 orð

Allir þurfa þak yfir höfuðið

Fjárhæð húsbréfalánsins ræðst af greiðslugetu kaupanda eða húsbyggjanda samkvæmt greiðslumati, segir segir Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs, sem rifjar hér upp þær reglur er gilda um lán Íbúðalánasjóðs. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 129 orð | 1 mynd

Atvinnuhúsnæði við Auðbrekku

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er í sölu atvinnuhúsnæði að Auðbrekku 1 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1970 og er húsnæðið á einni hæð, alls 713 m² en lofthæð er 3,5 metrar. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 38 orð

Björn Ólafs arkitekt hefur komið fram...

Björn Ólafs arkitekt hefur komið fram með skipulagshugmynd að nýju íbúðahverfi við Arnarnesvog í Garðabæ, sem fengið hefur nafnið Steggjartangi til bráðabirgða. Að þessari hugmynd standa sanddælufyrirtækið Björgun og BYGG. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Borð úr plasti

Þetta borð er heimasmíðað úr plastferningum sem raðað er saman eins og sjá má á myndinni. Lampinn er andstæða við borðið hvað lit snertir og síminn er skemmtilega... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 1045 orð | 5 myndir

Bryggjuhverfi með rúmlega 900 íbúðum og byggt á landfyllingu að hluta

Björn Ólafs, arkitekt í París, hefur gert skipulagshugmynd að íbúðarhverfi og smábátahöfn í Arnarnesvogi. Magnús Sigurðsson ræddi við Björn sem telur slíkt hverfi auðvelt í byggingu. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Diska-rekkar setja svip á eldhúsið

Diskarekkar setja svip á borðstofur og eldhús. Sumir eiga líka gamla diska sem þeir vilja láta sjást, eða þá að skápapláss er af skornum... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 156 orð | 1 mynd

Einbýlishús með góðu útsýni

HJÁ fasteignasölunni Smárinn er í sölu einbýlishús að Bleiksárhlíð 47 á Eskifirði. Þetta er steinhús, byggt 1965 og er á tveimur hæðum. Það er 175,9 m² að stærð með innbyggðum bílskúr sem er 20 m². Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 149 orð | 1 mynd

Fallegt raðhús við Fannafold

HJÁ fasteignasölunni Eign.is er nú í sölu raðhús að Fannafold 128. Þetta er steinhús, byggt 1986, sem er á tveimur hæðum, 157 fermetrar alls, með innbyggðum bílskúr, sem er 25 fermetrar. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 64 orð | 1 mynd

Fasteignasala á hjólum

Fasteignasölur eiga ýmsa möguleika á því að vekja athygli á sér og þurfa ekki alltaf að grípa til dýrra auglýsinga. Þessi fasteignasala í London komst yfir auða lóð í hverfinu Camden. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 1170 orð | 3 myndir

Fjármálaþjónusta og ráðgjöf vegna íbúðarkaupa á einum stað

Þjónustumiðstöð fasteignaviðskipta er ætlað þýðingarmikið hlutverk hjá Íslandsbanka-FBA. Magnús Sigurðsson kynnti sér starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar og ræddi við Helgu B. Bragadóttur þjónustustjóra. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 54 orð | 1 mynd

Fjölskyldumyndaveggurinn

Í eina tíð þótti sjálfsagt að hafa uppi við myndir af öllum ættingjum, vinum og vandamönnum. Fólk skiptist á myndum af miklum ákafa og þótti þetta mikil hýbýlaprýði. Sumir halda enn þessum sið eða hafa tekið hann upp að gamni sínu. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Flísalagt hornbaðkar

Flísalagnir geta verið mikil kúnst, hér má sjá fallega flísalagt baðherbergi. Um er að ræða hornbaðkar, sérstaklega... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 154 orð | 1 mynd

FYRIR skömmu var opnuð sérstök Þjónustumiðstöð...

FYRIR skömmu var opnuð sérstök Þjónustumiðstöð fasteignaviðskipta hjá Íslandsbanka-FBA og hefur hún aðsetur í útibúi bankans á Suðurlandsbraut 30. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Gamla klukkan leynir á sér

Gamla stofuklukkan leynir hér á sér, inni í henni er skápur sem hægt er að geyma teppi og fleira sem gott er að grípa til á köldum... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 219 orð | 1 mynd

Glæsilegt verzlunarhúsnæði við Bæjarlind

LINDAHVERFI í Kópavogi hefur yfir sér nýlegt yfirbragð enda er það á meðal nýjustu og eftirsóttustu hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu nýbygging í smíðum við Bæjarlind 12. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 170 orð | 1 mynd

Gott einbýli með fallegum garði

HJÁ fasteignasölunni Höfði er í sölu einbýlishús á Vesturbergi 149. Þetta er steinhús, byggt 1973 og 187 fermetrar að stærð ásamt 29 fermetra bílskúr sem stendur sér og var byggður 1980. Húsið er á þremur pöllum. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Gróðursæl klukka

Klukkan á myndinni er þannig gerð að innan í henni er hægt að koma fyrir blómapotti. Grindin utan um klukkuna er úr... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Heklaðir púðar með slaufuloku

Púðar eru vinsælir. Þægilegt er að geta þvegið af þeim verið án mikillar fyrirhafnar. Hér má sjá nokkra heklaða púða með ísettum hringjum og böndum sem loka verinu með... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Hjartanlegir stólar

Þessir stólar eru sérhannaðir til þess að standa saman og eru sannarlega hjartanlegir að sjá. Þeir eru þýskir að... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 38 orð | 1 mynd

Hugmyndadýrið

Mælt er með því að hafa þetta upptrekkta málmdýr á borðinu hjá sér og þegar fólk er hugmyndafátækt er talið gott að trekkja það upp og láta það hoppa á borðinu, við það eiga að fæðast ýmsar sniðugar... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 41 orð

HÚSNÆÐISMÁL eru víðast hvar að verða...

HÚSNÆÐISMÁL eru víðast hvar að verða miklu minna póltísk en áður var, segir Jónar Rúnar Sveinsson í grein um húsnæðismál og stjórnmál. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 985 orð | 1 mynd

Húsnæðismál og stjórnmál

Gamla félagslega kerfið verður ekki endurreist hér á landi frekar en t.d. efri deild Alþingis eða gamla bílnúmerakerfið, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur, sem rekur hér söguleg tengsl húsnæðismála og stjórnmála. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 1175 orð | 1 mynd

Innihurðir og loftaklæðningar

Það er margs að gæta, þegar velja skal innihurðir, segir Bjarni Ólafsson. Sama máli gegnir um loftaklæðningar, þar sem loft eru ekki steinsteypt. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Í forstofuna

Í sumum forstofum er lítið pláss, hér er heimasmíðuð innrétting í litla forstofu, þar sem eru hillur, skúffur, pláss fyrir skó og hankar til að hengja á... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 324 orð

Mikið framboð á húsbréfum

ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur verið að hækka lítillega síðustu vikur og má rekja þá hækkun einkum til mikils framboðs á húsbréfum á markaðnum en takmörkuðum áhuga fjárfesta. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 448 orð | 1 mynd

"Græna húsið" til sölu eða leigu

HIÐ svokallaða Græna hús eða Tyneshús á Siglufirði hefur á ný verið hafið til fyrri virðingar. Húsið var byggt árið 1907 af Sigfúsi Guðlaugssyni, sem síðan seldi Sigurði Bjarnasyni kaupmanni húsið. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Röndóttur veggur

Það er ekki sérlega algengt að mála veggi röndótta, það getur þó komið vel út eins og hér má... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 1929 orð

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Sjónvarp á hjólum

Sjónvarp á hjólum er þægilegt. Hér er eitt slíkt sem kallast Scrolly og er þýskt að... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Skápar undir stiga

Hér má sjá stílhreina skápa undir stiga, einkar góð lausn þar sem lítið pláss er og þarf að nýta hverja... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 40 orð | 1 mynd

Skjár í eldhúsið

Þessi skjár er frá þýsku fyrirtæki og hægt er að fá hann með öllum eldhúsinnréttingum fyrirtækisins. Það sem eftir er af tölvubúnaðinum er geymt inni í skáp. Skjárinn heitir Henry og er flatur, ætlaður sérstaklega til að hengja upp í... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 38 orð | 1 mynd

Skrautlegt steingólf

Það má segja að þetta steingólf sé beinlínis skrautlegt - og veitir kannski ekki af því ekki er mikið borið í eldhúsið að öðru leyti, nema hvað gert er ráð fyrir nægu plássi fyrir borðvín, sömuleiðis er borðpláss... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Sniðugt felliborð

Þetta felliborð er heimagert úr plasti og mjög... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 174 orð | 1 mynd

Stórt atvinnuhúsnæði við Skútahraun

HJÁ fasteignasölunni Hraunhamar er í einkasölu atvinnuhúsnæði (skrifstofu- og verslunarhúsnæði) að Skútahrauni 2 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt 1982 til 1997, samtals um 4. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Vaskur fyrir þá vandlátu

IntraStudio frá Juvél er hannað fyrir dönsk eldhús. Hönnunin þykir hafa tekist mjög vel, vaskurinn skemmtilegur að gerð og... Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 422 orð

Vextir á lánum til leiguíbúða

Það hefur ekki verið í umræðunni, hvorki af hálfu félagsmálaráðherra né stjórnar Íbúðalánasjóðs, að hækka vexti af eldri lánum til leiguíbúða, segir Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 414 orð | 2 myndir

Vottun lagnaefna

Aðeins 33 vottanir hafa verið gefnar út af Rb, en fjöldi lagnaefna til nota í byggingum skiptir þúsundum, segir Kristján Ottósson, framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands. Á þessu sést, að vandinn er nokkuð stór. Meira
24. október 2000 | Fasteignablað | 632 orð | 3 myndir

Yfir Eyrarsundsbrúna til Ifö

Margir Íslendingar þekkja hreinlætistækin frá sænska fyrirtækinu Ifö. Sigurður Grétar Guðmundsson heimsótti fyrirtækið. Meira

Úr verinu

24. október 2000 | Úr verinu | 313 orð | 1 mynd

Mengunarvarnir í Sturlaug Haraldsson

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra var sl. föstudag viðstödd afhendingu íslensks mengunarvarnarbúnaðar fyrir dísilvélar um borð í ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK. Meira
24. október 2000 | Úr verinu | 287 orð

"Sjómennirnir eru bestu varðhundarnir"

STJÓRN Sjómannafélags Reykjavíkur beinir þeirri kröfu til allra félagsmanna sinna að standa ákveðið og einarðlega gegn innflutningi forboðinna fíkniefna til Íslands og vinna með þeim aðilum sem berjast gegn þessum innflutningi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.