HEIMSMEISTARINN Garrí Kasparov tapaði í gær tíundu skákinni í einvíginu við Vladimír Kramnik, sem fram fer í Lundúnum, en þar með hefur sá síðarnefndi náð tveggja vinninga forskoti. Að sögn Friðriks Ólafssonar stórmeistara leiddi 23.
Meira
TVEIR Palestínumenn létu lífið fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna í óeirðum á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna í gær, er Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, reyndi áfram að fá hægrimenn til að mynda með sér þjóðstjórn, þrátt fyrir að sumir telji að...
Meira
KIM Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, gaf í gær Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, persónulegt heit um að Norður-Kóreumenn myndu ekki senda á loft aðra langdræga eldflaug, að því er bandarískir embættismenn greindu frá.
Meira
TIL götumótmæla kom í borgum Fílabeinsstrandarinnar í gær, eftir að herforingjastjórn landsins lýsti leiðtoga hennar, Robert Guei hershöfðingja, sigurvegara forsetakosninga sem fram fóru á sunnudag.
Meira
ALLS eru 1.753 börn á aldrinum eins til fimm ára skráð á biðlista eftir leikskólavist hjá Reykjavíkurborg. Þá eru vannýtt 108 pláss á leikskólum borgarinnar fyrir hádegi og 330 eftir hádegi vegna skorts á starfsfólki.
Meira
Öryrkjar fengu á síðasta ári samtals 5,8 milljarða í tryggingabætur frá Tryggingastofnun. Lífeyrissjóðirnir greiddu hins vegar samtals tæplega 2,7 milljarða í örorkulífeyri. Um 43% allra öryrkja fá engar greiðslur úr lífeyrissjóðum og byggja því afkomu sína fyrst og fremst á bótum almannatrygginga, sem hafa ekki haldið í við almenna launaþróun á síðustu árum. Egill Ólafsson skoðaði kjör öryrkja á Íslandi.
Meira
Guðlaug Richter fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973 og stundaði nám eftir það við Kennaraháskóla Íslands. Hún tók B.A.-próf í íslensku 1986 frá H.Í.
Meira
AÐ MATI Hlyns Halldórssonar lögfræðings munu ný lög um persónuvernd hafa mikla þýðingu, ekki aðeins fyrir einstaklinga, heldur ekki síður fyrir fyrirtæki og stofnanir. Réttaröryggi beggja muni aukast verulega.
Meira
RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákærur á hendur Rúnari Bjarka Ríkharðssyni fyrir manndráp, nauðgun og líkamsárás. Auk refsingar fyrir þessi brot er krafist um 15 milljón króna bóta. Ákærurnar voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Meira
STJÓRN Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi sf., sem ber ábyrgð á tjónum sem óvátryggð ökutæki hér á landi valda, hélt fund í kjölfar þess að FÍB-trygging hætti að selja og endurnýja tryggingar frá tryggingafélaginu Lloyd's í London.
Meira
VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir milli Landsbanka Íslands og Akureyrarbæjar um að bærinn kaupi hluta af lóðinni austan við útibú bankans í miðbænum og sjái jafnframt um frágang og skipulag svæðisins, að sögn Sigurðar Sigurgeirssonar útibússtjóra Landsbankans á...
Meira
FRÖNSK stjórnvöld greindu frá því í gær, að Jacques Chirac Frakklandsforseti myndi sem forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins (ESB) halda í heimsókn til Vínarborgar, í fyrsta sinn eftir að einangrunaraðgerðum ESB-ríkjanna fjórtán gegn Austurríki var...
Meira
Borgarnesi- Haldinn var nýverið í Borgarnesi sameiginlegur fundur oddvita í Borgarfirði, fulltrúa Vegagerðarinnar, lögreglunnar í Borgarnesi og Umferðarráðs um umferðarslys vegna lausagöngu búfjár á vegsvæðum í héraðinu og skort á girðingum og viðhaldi...
Meira
ÞORSTEINN Ingólfsson sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði áherslu á að menn einblíndu ekki á það sem miður hefði farið við framkvæmd Ríó-samþykktanna heldur fyndu leiðir til lausna á umhverfisvandanum í ræðu á allsherjarþingi...
Meira
ANNAR félagsfundur Ættfræðifélagsins í vetur verður haldinn fimmtudaginn 26. október. Fundarstaður er salurinn á 3. hæð í gömlu Mjólkurstöðinni við Laugaveg, húsi Þjóðskjalasafnsins. Fundurinn hefst klukkan 20.30, en húsið verður opnað klukkan 19.30.
Meira
FJÖGUR tilboð bárust eftir forval í svonefndan kerfiráð fyrir stjórnstöð Landsvirkjunar, en hann tekur á móti upplýsingum um ástand raforkukerfisins um land allt og fjarstýrir raforkukerfinu.
Meira
FLEIRI ungir vímuefnanotendur leituðu til Sjúkrahússins á Vogi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. 76 einstaklingar 18 ára og yngri leituðu sér hjálpar vegna vímuefnaneyslu á fyrri hluta ársins, en 57 í fyrra.
Meira
GEYSIR hefur verið mjög líflegur í haust eða allt frá því að stóru jarðskjálftarnir riðu yfir í júní. Þórir Sigurðsson í Haukadal segir að ekki sé um stórgos að ræða heldur skvettur. Hann segir að Geysir skvetti úr sér daglega.
Meira
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði hefur kallað séra Sigríði Kristínu Helgadóttur til að gegna hlutastarfi með séra Einari Eyjólfssyni fríkirkjupresti og var hún sett formlega inn í embættið síðastliðinn sunnudag. Sr.
Meira
Vestmannaeyjar -Hafist var handa við að reisa skemmti- og ráðstefnuhús á vatnstankinum við Löngulá í Vestmannaeyjum nýlega. Vel gekk að reisa húsið og rauk það upp með ógnarhraða.
Meira
ALBERTO Fujimori, forseti Perú, hafnaði í gær kröfu andstæðinga sinna um að hann segði tafarlaust af sér vegna tillögu stjórnarinnar um að yfirmönnum hersins yrði veitt sakaruppgjöf vegna mannréttindabrota sem framin voru í baráttunni gegn...
Meira
DAGANA 25.-27. október nk. verða Sune Lundin og Anders Nordstrand, báðir frá Mälardalens högskola í Svíþjóð, með röð fyrirlestra í Tækniskóla Íslands á vegum véladeildar skólans. Fyrirlestrarnir, sem fluttir verða á ensku, eru öllum...
Meira
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla Íslands, heldur á fimmtudag fyrirlestur á vegum Vísindafélags Íslendinga um tungutækni og gerir grein fyrir niðurstöðum vinnuhóps sem starfaði á vegum menntamálaráðherra.
Meira
Í KVÖLD, miðvikudagskvöld, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð og sjóferð á milli gömlu hafnarinnar og Sundahafnar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin kl. 20 og gengið með höfninni og Sæbrautinni inn í Laugarnes og Sundahöfn.
Meira
GUÐMUNDUR Hauksson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, er þeirrar skoðunar að tillögur sem fram koma í frumvarpsdrögum um að heimilt verði að breyta rekstrarformi sparisjóða í hlutafélög geti orðið sparisjóðunum mikil lyftistöng.
Meira
HUGMYNDIR eru uppi um að byggja á höfuðborgarsvæðinu sérstakt samfélag fyrirtækja er tengjast hátækniiðnaðinum, eða eins konar Sílíkon-dal svo vísað sé til miðstöðvar hátækniiðnaðarins í Bandaríkjunum.
Meira
HANS Petersen hf. hefur um nokkurt skeið rekið bæði almenna verslun og þjónustu við atvinnuljósmyndara á sama stað, á Laugavegi 178. Fyrirtækið hefur nú stækkað vinnslu- og verslunarrýmið í 500 fermetra stórverslun.
Meira
SVEFNTRUFLANIR eru marktækt algengari meðal kvenna sem fengið hafa hálshnykk samkvæmt könnun sem gerð var meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu sem fæddar eru árið 1947.
Meira
EDWARD Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, tilkynnti í gær að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum eftir næstu kosningar.
Meira
HEIMSGANGA kvenna gegn örbirgð og ofbeldi var farin í Reykjavík í gær. Konur og einnig karlar söfnuðust saman við Hlemm þar sem Gospelsystur Reykjavíkur og Vox Feminae sungu undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Meira
Davíð Oddsson forsætisráðherra og föruneyti hans kynntust vel íslenskri menningu í Manitoba-fylki í Kanada í heimsókn sem lauk um helgina. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari voru með í för.
Meira
ÞAÐ vakti athygli fréttaritara að búið var að setja upp móttökudisk við litla húsið að Jaðri. Húsið á myndinni heitir Jaðar og er við Aðalgötu í Stykkishólmi. Þetta hús var byggt á síðustu öld og er því orðið meira en 100 ára gamalt.
Meira
RÍKIÐ hefur ákveðið að greiða framhaldsskólakennurunum sem eru á fyrirframgreiddu kaupi laun um næstu mánaðamót sem svara til sjö daga vinnu en kennarar hafa boðað verkfall 7. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Meira
Adnan Sahiti barðist með KLA í stríðinu en styður þó ekki leiðtoga frelsishersins. Urður Gunnarsdóttir hitti hann þar sem hann var að endurbyggja hús fjölskyldunnar skammt frá Mitrovica.
Meira
Í gær voru 25 ár liðin frá því tugþúsundir íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að minna á hve mikilvægt vinnuframlag kvenna er í þjóð- félaginu. Arna Schram rifjar upp kvennafrídaginn og ræðir við konur sem lögðu leið sína á baráttufundinn á Lækjartorgi.
Meira
Sýkingar sem berast með matvælum eru vaxandi vandamál í heiminum og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því. Þessi mál voru rædd frá ýmsum hliðum á ráðstefnu Matvæla- og næringafræðafélags Íslands.
Meira
KRISTÍN Rós Hákonardóttir, sundkona úr Reykjavík, fagnaði sigri í 100 m bringusundi á Ólympíumóti fatlaðra í Sidney í gær. Hún gerði sér lítið fyrir og bætti eigið heimsmet um tæpar tvær sekúndur þegar hún synti á tímanum 1.35,64 mín.
Meira
Í leikdómi um Bangsimon í blaðinu í gær var rangt farið með nafn ljósahönnuðar sýningarinnar, en hann heitir Sverrir Kristjánsson. Beðist er velvirðingar á...
Meira
LÚS hefur stungið sér niður í grunnskólunum í Reykjavík. Guðrún A. Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Austurbæjarskóla, segir að lúsar hafi orðið vart í skólanum og komi hún í raun frekar seint upp miðað við marga aðra skóla.
Meira
REYKVÍKINGUR á fertugsaldri var í gær dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í 30 daga fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt. Maðurinn hefur ítrekað brotið gegn umferðarlögum.
Meira
JENS Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hafði snemma á síðasta áratug samband við foringja í rússnesku leyniþjónustunni, KGB. Þar var honum gefið dulnefni og þar átti hann sína möppu með upplýsingum um einkahagi hans og stjórnmálaafskipti.
Meira
ÁSLAUG Thorlacius myndlistarkona var tólf ára þegar hún fór á baráttufund kvenna á Lækjartorgi hinn 24. október árið 1975. Áslaug segist muna eftir því að torgið hafi verið fullt af konum og að hún hafi staðið skammt frá klukkunni í mannþrönginni.
Meira
KHINTHITSA kennari í tai chi heldur námskeið fyrir byrjendur og lengra komna dagana 25.-30. október í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13.
Meira
HEILBRIGÐISRÁÐ Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands heldur námskeið um íþróttalæknisfræði dagana 26. til 28. okótber nk. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfurum og íþróttaþjálfurum og er haldið með styrk frá Ólympíusamhjálpinni.
Meira
NEMENDUR Álftamýrarskóla munu alla þessa viku fá fræðslu um hvernig koma megi í veg fyrir bakverki og bakveiki með góðum venjum og réttri líkamsbeitingu.
Meira
FYRIR stuttu var umferð hleypt á nýja tvíbreiða brú yfir Grímsá hjá Fossatúni í Borgarfirði. Leysir þessi nýja brú af gamla sem var einbreið og gat verið viðsjárverð íhálku, þegar komið var að henni norðan megin.
Meira
OPIÐ hús verður fyrir eldri borgara síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur verður í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þessar samverustundir hafa verið vel sóttar undanfarin ár. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá og veitingar.
Meira
ARAD, heimabyggð mín, er afskekktur bær í Negev-eyðimörkinni í suðurhluta Ísraels. Þar búa gyðingar og arabar en hingað til hefur verið ótrúlega friðsælt í bænum.
Meira
"ÞAÐ var mjög skrítið að vera niðri í bæ á þessum tíma. Þetta var eins og á 17. júní nema hvað þarna voru helmingi fleiri og nær engir karlmenn. Þetta var eins og að vera í einhverju furðulandi," segir Anna E.
Meira
ÖKUMAÐUR, sem hefur af einhverjum orsökum misst ökuleyfið og lendir í bílslysi, þarf ekki að sæta því að réttindi hans til bóta frá tryggingafélögum falli niður.
Meira
BAKARÍIÐ, sem lengi var rekið á skiptistöð strætisvagna á Hlemmtorgi, er hætt starfsemi og um þessar mundir er verið að fjarlægja þá umgjörð sem starfsemi þess hafði verið búin.
Meira
KIRKJUÞING hafnar því að sameinuð verði prófastsdæmin tvö á Vestfjörðum, Ísafjarðarprófastsdæmi og Barðastrandarprófastsdæmi. Tillaga hafði komið frá biskupafundi um að prófastsdæmin yrðu sameinuð undir nafninu Vestfjarðaprófastsdæmi en því var hafnað m.
Meira
ALMENN ánægja er ríkjandi með samkomulag um ýmis réttindi opinberra starfsmanna sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands gerðu í gær við ríkissjóð, launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.
Meira
Samkomulag opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög um réttindamál nær til um þriðjungs launþega í landinu og er af sumum talið liðka fyrir komandi kjaraviðræðum. Þannig telur fjármálaráðherra að samkomulagið slái "ágætan tón" fyrir þær viðræður.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan pilt í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Pilturinn var handtekinn í Breiðholti í apríl í fyrra með rúmlega 40 g af hassi og 4,46 g af amfetamíni. Með broti sínu rauf pilturinn skilorðsbundna fangelsisdóma.
Meira
VALUR Knútsson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar, sagði að hlutfall þjónustustarfa á Akureyri hefði verið lágt miðað við Reykjavík og því alls ekki fráleitt að ætla að það væru sóknarfæri í þjónustugeiranum á Akureyri og þá í verslun eins og...
Meira
Skagaströnd -Séra Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur á Skagaströnd kvaddi söfnuði sína í messu á sunnudag í Hólaneskirkju. Að messu lokinni var haldið kveðjuhóf í Fellsborg þar sem boðið var upp á veislukaffi.
Meira
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur borist erindi frá Fornleifafræðistofunni þar sem úthlutun verkefna á vegum Þjóðminjasafns Íslands til einkaaðila er gerð að umtalsefni.
Meira
Samkvæmt tillögum, sem eru til umræðu um breytingu sparisjóða í hlutafélög, fá stofnfjáreigendur sjóðanna hlutafé sem gagngjald fyrir stofnfjárhluti sína. Í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að alls eru 25 sparisjóðir á Íslandi í dag og eru stofnfjáreigendurnir á fimmta þúsund talsins. Nemur stofnfé þeirra 15% af eigin fé sparisjóðanna.
Meira
SUMARHÚS sem Hagur ehf. á Kirkjubæjarklaustri smíðaði var á ferð í gegnum Vík í Mýrdal þegar fréttaritari Morgunblaðsins var staddur þar. Húsið á að fara alla leið upp í uppsveitir Árnessýslu en var smíðað á Kirkjubæjarklaustri.
Meira
BÆJARYFIRVÖLDUM í Hafnarfirði hafa borist undirskriftalistar með nöfnum um 60 íbúa bæjarins, þar sem fyrirhugaðri lokun gæsluvallarins við Arnarhraun er mótmælt.
Meira
VOJISLAV Kostunica, forseti Júgóslavíu, viðurkenndi í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali sem sýnt var í gær að her- og lögreglusveitir sambandsríkisins hefðu framið fjöldamorð í Kosovo á síðasta ári.
Meira
TÆPLEGA 78% landsmanna á aldrinum 16 til 75 ára hafa aðgang að tölvu með nettengingu og hafa 64,7% þeirra aðgang að Netinu á heimili sínu. Auk þess hefur aðgangur að Netinu aukist um tæplega 10% á undanförnum 12 mánuðum.
Meira
UPPBOÐSLEIÐIN á að vera meginreglan við úthlutun takmarkaðra auðlinda í eigu þjóðarinnar, s.s. virkjanaleyfa og aflaheimilda. Þetta er skoðun Ungra jafnaðarmanna, sem héldu landsþing sitt um sl. helgi í Reykjavík.
Meira
SEX konur hlutu viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2000, en þær voru veittar við athöfn á Fiðlaranum á Akureyri síðdegis í gær, þegar 25 ár voru liðin frá kvennafrídeginum. Þær sem hlutu viðurkenninguna eru sr.
Meira
ÖRYRKJUM hefur fjölgað mikið á síðustu árum samkvæmt tölum Tryggingastofnunar ríkisins. Árið 1985 voru 3.456 öryrkjar hér á landi, en 10 árum síðar voru þeir orðnir tvöfalt fleiri eða 7.175. Í lok síðasta árs voru öryrkjar orðnir 8.673.
Meira
Sl. fimmtudag skrifaði Rannveig Jónsdóttir framhaldsskólakennari grein hér í Morgunblaðið þar sem hún rifjaði upp umræður sem urðu á ráðstefnunni Konur og lýðræði fyrir u.þ.b.
Meira
ALÞJÓÐLEGU bókakaupstefnunni í Frankfurt lauk formlega á mánudag, en hún stóð í sex daga. Edda - miðlun og útgáfa var þar með stóran sýningarbás og kynnti bækur höfunda Vöku-Helgafells, Máls og menningar, Iceland Review og Forlagsins.
Meira
GAMANMYNDINNI Meet the Parents tókst það sem einungis tveimur öðrum myndum hefur tekist það sem af er árinu, Erin Brockovich og The Whole Nine Yards , að tóra á toppi bandaríska kvikmyndalistans í þrjár vikur í röð.
Meira
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin var skipuð 40 hljóðfæraleikurum þar af voru 24 á strokhljóðfæri, 12 á blásturshljóðfæri og fjórir léku á pákur og slagverk. Einleikari á selló var Pawel Panasiuk og konsertmeistari Jaan Alavere. Kór Dalvíkurkirkju flutti með hljómsveitinni tvo þætti úr sálumessum eftir Fauré og Mozart, en Hlín Torfadóttir er stjórnandi kórsins. Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Glerárkirkju laugardaginn 21. október.
Meira
Salon-vefsetrið er vettvangur líflegrar umfjöllunar, þar á meðal um bókmenntir. Árni Matthíasson fletti handbók um nútímabókmenntir frá Salon.com.
Meira
SÁLFRÆÐIHRELLIRINN What Lies Beneath heldur hetjulega velli á íslenska bíólistanum þessa vikuna og stendur af sér harða samkeppni frá fjórum nýjum myndum sem frumsýndar voru um síðustu helgi. Að sögn Guðmundar Breiðfjörð hjá Skífunni sáu rúmlega 5.
Meira
ATVIKSBÆKUR heitir nýleg ritröð á vegum útgáfufélagsins Bjartur -ReykjavíkurAkademían og er nú að líta dagsins ljós dálítið greinasafn frá þeim, sem ber heitið Molar og mygla: Um einsögu og glataðan tíma. Greinarnar eru þrjár.
Meira
½ Leikstjóri: Stephen M. Anderson. Handrit: Paul Sinor, Mark Sevi og Bill Kerby. Aðalhlutverk: Michael Biehn, Kathleen York, Adrian Paul. (97 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
ART2000 Fyrirlestur Hans Peter Stubbe Teglbjærg og Jöran Rudi í Salnum kl.17, en verk þeirra verða leikin á tónleikum kvöldsins kl. 20. www.musik.is/art2000 Café9 Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl.
Meira
Í ÁLYKTUN sem Bandalag íslenskra listamanna sendi frá sér á dögunum er skorað á íslensk stjórnvöld að standa vörð um þá grósku í menningarlífinu sem menningarborgarárið hefur skilað til samfélagsins með því að veita samsvarandi fjármunum til menningar-...
Meira
Á SÝNINGU í Galerie Anhava í Helsinki stendur nú yfir sýning á verkum Kristjáns Guðmundssonar, Rögnu Róbertsdóttur og Karin Sander. Kristján, sem sýnir í stærri sal gallerísins, á flest verk á sýningunni og spanna þau talsvert langt tímabil í ferli hans.
Meira
Kuran kompaní: Szymon Kuran á fiðlu og Hafdís Bjarnadóttir á gítar. Sunnudagskvöldið 8. október 2000. Adanak: Hrafn Ásgeirsson, tenórsaxófón, Davíð Þór Jónsson, píanó og hljóðgervla, Róbert Reynisson, gítar og Helgi Svavar Helgason, trommur og slagverk. Sunnudagskvöldið 22. október 2000.
Meira
SKEMMTISTAÐIR koma og fara, skipta um eigendur og útlit. Einn þeirra lífseigustu er Kjallarinn, sem áður var Leikhúshúskjallarinn og þar áður Þjóðleikhúskjallarinn.
Meira
Menn eru ekki bara að leika sér með hljómlist á alþjóðlegu raf- og tölvutónlistarhátíðinni ART 2000 heldur líka að ræða hana í þaula. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við prófessor Clarence Barlow, einn hinna erlendu gesta sem gagngert eru komnir hingað á hátíðina.
Meira
NÚ fer hver að verða síðastur að sjá sýningu EGG-leikhússins á Shopping & Fucking eftir Mark Ravenhill, því síðasta sýning verður nk. föstudag, 27. október, kl. 20.30 í Kvikmyndaverinu í Loftkastalanum.
Meira
NÚ FER hver að verða síðastur að skoða margmiðlunarsýninguna @ og myndbandsverkið "Hraun og mosi" eftir listakonuna Steinu Vasulka í Listasafninu á Akureyri. Tölvusýningin @ er unnin í samvinnu ART.IS, OZ.
Meira
SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari og Ólafur Elíasson píanóleikari verða með tónleika í einleikssal Carnegie Hall í New York annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er Frá rómantík til rósturs.
Meira
UPPLESTUR á vegum Ritlistarhóps Kópavogs verður í Gerðarsafni fimmtudag kl. 20. Skáldin í Grafarvogi lesa úr bók sinni Brúin út í Viðey - sögur og ljóð.
Meira
MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í samstarfi við Leikfélag Akureyrar um allt Norðurland dagana 25. október - 2. nóvember. Völuspá var frumsýnd í Möguleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík í vor.
Meira
NÝJA safnplatan með Bítlunum hefur loksins fengið útgáfudag, 13. nóvember. Um er að ræða fyrstu "alvöru" safnplötuna sem gefin er út með Liverpool-drengjunum síðan bláa og rauða platan kom út árið 1973.
Meira
FRÉTTAMIÐLAR á Íslandi hafa þann ljóta sið að skeyta stöðugt við fréttir af handtöku eiturlyfjasmyglara frásögn af áætluðu verðmæti eiturlyfjagóssins. Þarna er gjarnan um miklar fjárhæðir að ræða sem geta ýtt undir gróðavon t.d. óharðnaðra unglinga.
Meira
Barometer hjá Bridsfélagi Suðurnesja Hafinn er þriggja kvölda barometer hjá félaginu með þátttöku 14 para. Spiluð eru 6 spil milli para og eftir fyrsta kvöldið er staða efstu para þessi: Karl G. Karlsson - Arnór Ragnarss. 40 Jóhannes Sigurðss.
Meira
Sveitakeppni í Gullsmára Átta sveitir taka þátt í sveitakeppni FEBK í Gullsmára. Tvær fyrstu umferðir voru spilaðar 16. október. Þrjár efstu sveitir eftir tvær umferðir: 1) Sveit Þorgerðar Sigurgeirsdóttir.
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 5. ágúst sl. í Dalvíkurkirkju af sr. Magnúsi Gamalíel Gunnarssyni Þórgunnur Reykjalín og Arnar Guðmundsson . Heimili þeirra er að Brimnesbraut 29,...
Meira
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og...
Meira
Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnaskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið. Ríð ég háan Skjaldbreið skoða.
Meira
Í dag er miðvikudagur 25. október, 299. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun. Meira
MEÐ reglulegu millibili sprettur upp umræða um jeppaeign landsmanna, jafnt meðal almennings á götuhornum og kaffihúsum, sem og hjá dálkahöfundum blaða.
Meira
ÉG VAR gráti næst, komið var fram yfir miðnætti föstudagskvöldið 20. október. Ég hafði sett mig í stellingar til að horfa á útsendingu frá Ólympíuleikum fatlaðra þar sem félagar mínir og vinir úr sundinu eru nú að keppa.
Meira
Við verðum að fara varlega í yfirlýsingargleði um, segir Ólafur Gunnar Sæmundsson, að hin og þessi fæðan eða tiltekinn orkugjafi sé líkama okkar stórhættulegur.
Meira
Bára Sigfúsdóttir fæddist í Vogum við Mývatn 5. október 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reykjahlíðarkirkju 20. október.
MeiraKaupa minningabók
Björg Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 16. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Pétur Jónsson, verkstjóri á Sauðárkróki, f. 20. júní 1891, d. 19.
MeiraKaupa minningabók
Jóhannes Markússon flugstjóri fæddist í Reykjavík 9. september 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 11. október, í kyrrþey, að ósk hins látna.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Guðjón Ársælsson var fæddur á Höfn í Hornafirði 25. júlí 1948. Hann lést að heimili sínu, Brekkustíg 17, Reykjavík, 17. október síðastliðinn. Foreldrar eru Jónína Jónsdóttir Brunnan, f. 16. ágúst 1918 og Ársæll Guðjónsson, f. 15. janúar 1920, d.
MeiraKaupa minningabók
Sigursteinn Jóhannsson fæddist í Kjólsvík við Borgarfjörð eystri 3. september 1924. Hann lést á heimili sínu 11. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 21. október. Jarðsett var í Bakkagerðiskirkju sama dag.
MeiraKaupa minningabók
Sveinbjörn Sigurbjörnsson fæddist að Tunguseli í Þistilfirði 9. apríl 1919. Hann lést 26. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hofi, Vopnafirði, 29. september.
MeiraKaupa minningabók
Úlfar Haraldsson fæddist á Óðinsgötunni í Reykjavík 2. mars 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni sunnudagsins 15. október síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Úlfarsdóttur, f. 31. janúar 1903, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
MeritaNordbanken hefur fengið tilboð sitt í norska Kreditkassen samþykkt af handhöfum 67% hlutafjár og ræður nú yfir 77% hlutafjár í bankanum þar sem MeritaNordbanken átti áður 10%. Tilboðið er bundið af því að samþykki fáist frá handhöfum a.m.k.
Meira
NETVERSLUNIN Boxman sem hefur aðsetur í Svíþjóð hefur nú endanlega hætt starfsemi og í vikunni var 120 starfsmönnum sagt upp. Þar með er enn eitt gjaldþrot netfyrirtækis orðið að veruleika, eins og segir í Dagens Næringsliv.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest að Brunnar hf. hafi verið úrskurðaðir gjaldþrota. Í Morgunpunktum Kaupþings í fyrradag kemur þó fram að þetta þurfi ekki endilega að þýða að reksturinn verði aflagður.
Meira
SAMTÖK atvinnulífsins hafa undanfarin misseri staðið fyrir viðamikilli úttekt og uppfærslu á upplýsingum um sóknarfæri á evrópska efnahagssvæðinu, sem felast í þátttöku í á fimmta tug samstarfsáætlana sem í gangi eru á vegum framkvæmdastjórnar...
Meira
SEX tilboð bárust í samtals fjögur ný leyfi til rekstrar á neti fyrir GSM-farsíma í Danmörku að því er kemur fram í Politiken . Tilboðin eru öll frá fyrirtækjum sem eru starfandi á farsímamarkaðinum í Danmörku.
Meira
FJÁRFESTINGARBANKINN Merrill Lynch mælir nú sérstaklega með kaupum á hlutabréfum í norska sparisjóðnum Sparebanken Nor og spáir því að sparisjóðnum verði breytt í hlutafélag á seinnihluta næsta árs, að því er fram kemur í Finansavisen .
Meira
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf sept.
Meira
VERÐBRÉFAÞING Íslands tekur í notkun nýtt viðskiptakerfi mánudaginn 30. október næstkomandi og í tengslum við það mun viðskiptayfirlitum þingsins verða breytt til samræmis við það sem margar erlendar kauphallir gera.
Meira
ÍSLENSK útgáfa af þjónustumiðstöð kvenna í atvinnurekstri á Netinu, www.onelinewbc.org, var opnuð í gær af Barböru J. Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Meira
Hv ítur á leik. Sókndjarfi og hugmyndaríki sænski stórmeistarinn Tiger Hillarp-Persson (2549) hefur æði oft þjálfað Færeyinga í skák. Enda er hann þar auðfúsgestur þegar alþjóðleg mót eru þar haldin. Staðan kom upp á 3.
Meira
STOKE City tapaði 3:0 fyrir toppliði Walsall í ensku 2. deildinni í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en hvorugt lið náði að skapa sér hættuleg marktækifæri. Í hálfleik dimmdi yfir vellinum þar sem flóðljósin biluðu. Nokkurn tíma tók að koma ljósunum aftur í lag og er það tókst loks eftir um 20 mínútna bið virtist Walsall halda einbeitingu betur.
Meira
FRIÐRIK Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er væntanlega á heimleið eftir skamma viðdvöl hjá finnska úrvalsdeildarliðinu Lappenenrannan.
Meira
GORAN Kristófer Micic var í gærkvöld ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs HK úr Kópavogi sem féll úr 2. deildinni í haust. Goran hefur þjálfað Stjörnuna þrjú undanfarin ár en þar á undan lék hann í fjögur ár með Garðabæjarliðinu.
Meira
GUNNAR Einarsson, leikmaður Keflvíkinga í körfuknattleik, hefur verið dæmdur í eins leiks bann, en hann fékk brottrekstrarvillu í leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Kjörísbikarnum um helgina fyrir að kasta bolta í mótherja.
Meira
Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik mæta norska liðinu Bodö í 3. umferð EHF-keppninnar í handknattleik eins og áður hefur komið fram. Haukar leika fyrri leikinn úti í Noregi helgina 11. eða 12.
Meira
HILMAR Björnsson knattspyrnumaður er hættur í Fram. Hann fór fram á það fyrir helgi að verða leystur undan samningi við Safamýrarliðið og féllust forráðamenn Fram á beiðni hans.
Meira
RÚSSNESKU handknattleikskonurnar Elena Shatolova og Tatiana Taroutina, sem gerðu samning við lið KA/Þórs fyrir helgina og léku sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Val á laugardaginn, leika væntanlega ekki fleiri leiki með Akureyrarliðinu.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR KR í körfuknattleik hafa gengið frá samningi við bandaríska miðherjann Jeremy Eaton og er hann væntanlegur til landsins á morgun og mun leika með liðinu gegn Skallagrím í Borgarnesi á fimmtudag.
Meira
KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Deportivo - Panathinaikos 1:0 Walter Pandiani 82. Juventus - Hamburger SV 1:3 Darko Kovacevic 56. - Roy Präger 24., Tony Yeboah 48., Andrej Panadic 62. Rautt spjald: Zinedine Zidane (29.) og Edgar Davids (33.
Meira
KRISTINN Tómasson, knattspyrnumaður úr Fylki, hélt í gær til Þýskalands - til þýska 3. deildarliðsins Carl Zeiss Jena, sem bauð Kristni að koma út til reynslu. Vilji félagið halda honum munu Fylkismenn vera tilbúnir að leigja Kristin fram til vors.
Meira
KRISTÍN Rós Hákonardóttir, 27 ára sundkona úr Reykjavík, tryggði sér gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í sínum flokki (SB7) í 100 m bringusundi í gær. Hún kom langfyrst í mark á nýju heimsmeti í flokknum - 1.35,64 mín., en gamla metið hennar var 1.
Meira
LÁRUS Ívarsson fór holu í höggi á Islantilla golfvellinum á Spáni um helgina. Hann er þar í golfferð með Úrvali-Útsýn og náði draumahögginu á 20. braut en völlurinn er 27 holur.
Meira
MIRKO Virijekvik, 19 ára körfuknattleiksmaður frá Júgóslavíu, fær ekki leikheimild frá Körfuknattleikssambandi Júgóslavíu en Virijekvik var fenginn til þess að leika með 1. deildarliði Snæfells frá Stykkishólmi.
Meira
KNATTSPYRNUMAÐURINN Ólafur H. Kristjánsson sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu AGF hefur ákveðið að hætta í knattspyrnunni og snúa sér í staðinn að þjálfun.
Meira
FJÖGUR lið tryggðu sér í gærkvöldi áframhaldandi keppni í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Í E-riðli er Deportivo Coruna komið áfram, í F-riðli Bayern München og Paris SG, G-riðill er galopinn en í H-riðli er AC Milan komið áfram. Rivaldo tryggði Barcelona 1:1 jafntefli gegn Leeds á síðustu mínútu leiksins og þar með halda Spánverjar í vonina um að komast áfram og takist það verður það á kostnað Leeds. Manchester United tapaði fyrir Anderlecht en á enn góða möguleika á að komast áfram.
Meira
TRYGGVI Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og markahæsti leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Tromsö, er kominn til enska 1. deildarliðsins Blackburn en þangað hélt hann í gærmorgun, sólarhring síðar en áætlað var.
Meira
AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslu án útgerðar verður haldinn í Reykjavík á morgun. Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli við Sigtún og hefst hann klukkan 17.00.
Meira
AF 67.788 tonna heildarafla landsmanna í síðasta mánuði var langstærstum hluta, tæpum 78%, landað óunnum, eða alls 52.803 tonnum. Þar af voru um 24.025 tonn af kolmunna. Vinnsluskipin lönduðu alls 13.
Meira
HEILDARAFLI togaraflotans í september sl. jókst um 4.787 tonn miðað við sama mánuð síðasta árs, eða úr 26.576 tonnum í 31.363 tonn, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Mestu munar um aukinn karfaafla togaranna, sem var 7.949 tonn eða 3.
Meira
COMTEC-brennsluhvati var settur um borð í frystitogarann Pétur Jónsson RE í júní sl. og segir Sigurður H. Magnússon yfirvélstjóri að markmiðið hafi verið að fá betri bruna á olíunni sem kæmi fram í auknu afli vélar og/eða olíusparnaði.
Meira
Meðalverð á leigukvóta í þorski á Kvótaþingi sl. fiskveiðiár losaði um 112 krónur og hækkaði um 13% frá árinu á undan. Leiguverð á ýsu hækkaði um rúmlega 59% og ufsa um tæp 15%.
Meira
VERÐ á fiski á fiskmörkuðum er nú með allra hæsta móti. Dæmi eru um að verð á stærsta þorskinum fari yfir 250 krónur á kílóið og er eftirspurn mikil, enda hefur framboð nær aldrei verið minna á þessum árstíma. Það eru einkum þeir, sem senda þorskinn ferskan út í flugi, sem kaupa fiskinn á hæsta verðinu, en söltunin ræður einnig við hátt hráefnisverð, enda er hún að fá allt að 600 krónum fyrir kíló af stærsta og bezta saltfiskinum
Meira
Silungur hf. á Vatnsleysuströnd hefur hafið slátrun á laxi úr sjókvíum sínum á Stakksfirði. Eldið hefur gengið mjög vel og margfaldar laxinn þyngd sína á nokkrum mánuðum.
Meira
NOKKUR kurr hefur verið meðal Færeyinga vegna fjárfestinga Norðmanna í færeyskum sjávarútvegi. Norðmenn hafa komið þar inn um bakdyrnar meðal annars með sölu fiskiskipa til Noregs.
Meira
Meðalverð á leigukvóta í þorski á Kvótaþingi sl. fiskveiðiár losaði um 112 krónur og hækkaði um 13% frá árinu á undan. Leiguverð á ýsu hækkaði um rúmlega 59% og ufsa um tæp 15%. Leiguverð á karfa lækkaði um tæp 3%, steinbítur hækkaði um 54%, grálúða um 13% og leiguverð á skarkola varð 138% hærra á öðru starfsári Kvótaþings en á sama tímabili árið á undan.
Meira
NOKKUR síldarskip eru nú komin á miðin vestur af Snæfellsnesi en lítið hafði orðið vart síldar þar í gær. Júpiter ÞH var kominn á miðin í fyrradag en Hákon ÞH, Antares VE, Grindvíkingur GK og Oddeyrin EA bættust í hópinn í gær.
Meira
"ÞAÐ virðist vera lítið af fiski á slóðinni og aflinn verið heldur tregur að undanförnu," sagði Jón Pétursson, skipstjóri á línuskipinu Þorláki ÍS frá Bolungarvík, þegar Verið forvitnaðist um aflabrögðin.
Meira
ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tvö frumvörp á ríkisstjórnarfundi í gær. Annarsvegar var um að ræða frumvarp til breytinga á lögum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Meira
NÆRRI helmingi fiskafla landsmanna var landað á Austurlandi í síðasta mánuði eða alls 32.820 tonnum, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þar munar mest um kolmunnaaflann en öllum kolmunnaafla septembermánaðar, 24.025 tonnum, var landað fyrir austan.
Meira
FRAMLEIÐENDUR á saltfiski í Lófóten í Noregi eru að missa frumkvæði sitt á mörkuðunum á Spáni. Íslendingar og Færeyingar auka þar hlut sinn á kostnað Norðmenna, sem Spánverjar treysta ekki lengur.
Meira
TUTTUGU og þriggja manna hópur frá Tromsö í Noregi, þar af 20 norskar konur, sem eru að koma sér af stað í sjávarútvegi, var á Íslandi á dögunum í þeim tilgangi að kynna sér stöðu sjávarútvegsmála hér á landi og afla sér upplýsinga um ýmislegt sem...
Meira
"ÞAÐ er alveg sama hvernig ég skoða þennan útflutning, heili karfinn á markaðnum hér gefur að jafnaði meira af sér en fersku flökin, sem hingað koma frá Íslandi. Þegar heill karfi selst á 3,30 þýzk mörk þarf kaupandinn að fá 14 mörk fyrir flökin, en nú seljast flök að heiman á 7 til 9 mörk," segir Samúel Hreinsson, sem rekur fiskmarkaðinn í Bremerhaven, í samtali við Morgunblaðið.
Meira
SILUNGUR hf. á Vatnsleysuströnd hefur nú slátrað og selt um 25 tonn af laxi úr sjókvíum sínum á Stakksfirði. Þar voru sett út 70 til 100 tonn af unglaxi í vor, sem þá var 700 grömm að stærð. Laxinn er nú um fjögur kíló og vex þrisvar sinnum hraðar í sjó en í kvíum á landi. Hann hefur því nær sexfaldað þyngd sína á sex mánuðum. Gert er ráð fyrir því að alls komi um 500 tonn af laxi upp úr kvíunum í allt og er útflutningsverðmæti þess um 170 milljónir króna.
Meira
RÆKJAN er eftirsóttur matur um nánast allan heim og er hún borðuð á óteljandi vegu. Til eru tveir meginstofnar af rækju, sem má gróflega skipta í kaldsjávar- og hlýsjávarrækju. Hlýsjávarrækjan er mun stærri og kemur mikið af henni úr eldi.
Meira
SÍF France, dótturfyrirtæki SÍF hf., voru í gær veitt verðlaunin "Saveur de l'année 2001" fyrir nokkrar af mikilvægustu framleiðsluvörum fyrirtækisins. Verðlaunin, sem veitt eru árlega, eru þau virtustu fyrir matvæli á frönskum markaði og eru mjög vel þekkt í Frakklandi.
Meira
NOKKUR síldarskip eru nú komin á miðin vestur af Snæfellsnesi en lítið hafði orðið vart síldar þar í gær. Júpiter ÞH var kominn á miðin í fyrradag en Hákon ÞH, Antares VE, Grindvíkingur GK og Oddeyrin EA bættust í hópinn í gær.
Meira
FYRSTA síldin á þessu hausti barst til Vestmannaeyja í síðustu viku. Það var nótaskipið Antares, sem þá kom að landi með um 350 tonn af þessu silfri hafsins.
Meira
SJÁVARFRÉTTIR koma nú út í níunda sinn í bókarformi. Þetta er handbók fyrir starfsmenn í sjávarútvegi til sjós og lands og aðra þá sem leita þurfa margvíslegra upplýsinga er varða skipaflotann og þjónustuaðila í landi.
Meira
BRENNSLUHVATAR skila auknu vélarafli og umtalsverðum eldsneytissparnaði um borð í skipum, bæði hér heima og erlendis. David Butt, sem hefur hannað og þróað brennsluhvatana, segir búnaðinn auk þess stuðla að minni útblástursmengun og minni viðhaldskostnaði.
Meira
SJÁVARAFURÐIR eru töluverður hluti af heimsviðskiptunum með matvæli og voru metnar á nærri 4.700 milljarða íslenskra króna 1998. Viðskipti með sjávarafurðir eru þó einhver þau erfiðustu, sem um getur, enda er fjölbreytnin líklega hvergi meiri en í þessari grein.
Meira
"En hafa verður í huga, að slíkt brottkast sem talað er um," skrifar Eðvald Eðvaldsson, "er aðeins ein aðferð af mýmörgum sem menn hafa komið sér upp til að komast fram hjá kerfinu og drýgja kvóta sinn og gera hann verðmeiri."
Meira
Það eru aðeins fjögur ár frá því að Icelandic Iberica, dótturfyrirtæki SH á Spáni, var stofnað. Umsvifin hafa aukizt verulega, aðallega með sölu nýrra afurða frá Íslandi og fiski frá öðrum heimshlutum eins og Chile. Hjörtur Gíslason ræddi við framkvæmdastjórann, Hjörleif Ásgeirsson, sem segir að innkaup frá Íslandi hafi aukizt um 7% á þessu ári.
Meira
DAGNÝ Hanna Hróbjartsdóttir, 8 ára, Sílatjörn 20, 800 Selfoss, er höfundur þessarar þrautar. Þið eigið að finna réttu leiðina, a, b, c, d eða e, fyrir blýantinn að strokleðrinu uppi til vinstri (frá ykkur séð). Lausn fylgdi ekki...
Meira
ÞESSA bráðskemmtilegu og vel gerðu mynd af flugum og froskum sendi Sandra Jónsdóttir, 11 ára, Brunnstíg 4, 220 Hafnarfjörður. Sandra spyr hvað froskurinn fengsæli á laufblaðinu heitir. Lausn fylgdi...
Meira
MIG langar að eignast pennavini á aldrinum 8-10, ég er 8 ára. Áhugamál mín eru: fimleikar, Pókémon, sund, íþróttir og Britney Spears. Tinna S. Traustadóttir Skógarási 5 110 Reykjavík Halló! Mig langar að eignast pennavin á aldrinum 8-10 ára.
Meira
LAUGARDAGINN 21. október síðastliðinn kvaddi sumarið 2000 og við tók veturinn. Enn sem komið er hefur vetrarkomunnar lítið orðið vart en ef að líkum lætur, eiga landsmenn eftir að verða áþreifanlega varir við veturinn.
Meira
Búið er að tilkynna hvaða vefsíður eru tilnefndar til Íslensku vefverðlaunanna. Veitt eru verðlaun í sjö flokkum en tilnefningar eru 35. Um þrjú þúsund tilnefningar bárust í gegnum Netið en sérstök dómnefnd valdi úr þá vefi sem hún taldi markverðasta.
Meira
Netmiðillinn Cnet.com, www.cnet.com , hefur verið valinn besti fréttavefurinn að mati lesenda tímaritsins Wired, www.wired.com . Var Cnet talinn búa yfir hágæðatæknifréttum og -skýringum.
Meira
DVD þýðir Digital Video Disc, en gengur einnig undir nafninu Digital Versatile Disc, og er arftaki CD-ROM-geisladiskanna. Hins vegar geymir DVD um 20 sinnum meiri upplýsingar af hljóði, myndum og tölvugögnum en forveri hans.
Meira
Munurinn á milli DVD-disks, sem tengdur er við sjónvarp, og DVD-ROM er sá að DVD-ROM inniheldur tölvuupplýsingar og er lesið á DVD-ROM-drifi sem er tengt við tölvu.
Meira
Elvar Árni Herjólfsson sagðist hrifnastur af bílaleikjum eins og Need for Speed og að hann veldi PC-tölvuna fram yfir leikjatölvur því honum fyndist grafíkin í þeim ekki nægilega góð.
Meira
Írisi Gunnarsdóttur og Soffíu Steingrímsdóttur fannst konum ekki gert hátt undir höfði á íslenkum vefjum og ákváðu því að opna kvennavef. Á honum geta konur sótt upplýsingar, fréttir og verslað.
Meira
Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar á formi myndbandstækja í náinni framtíð. DVD-geisladiskaformið og mynddiskatæki eru ný af nálinni en þeim hefur vaxið ásmegin á kostnað VHS-formsins. Er svo komið að VHS er talið munu renna sitt skeið á enda á næstu árum. Þá virðist framundan harðvítugt stríð milli DVD-framleiðenda um hvaða upptökustaðall verður ofan á. Gísli Þorsteinsson kynnti sér heim DVD-tækninnar.
Meira
Fyrirtækið Góðar lausnir hefur búið til greiðslukerfi sem gerir fólki kleift að greiða bílastæðagjöld, veita aðgang að bílastæðum eða leita að þeim með farsímanum.
Meira
HÁÐFUGLINN David Letterman er mættur aftur í stofu landsmanna, þökk sé sjónvarpsstöðinni Sýn. Þættir hans, Late Show with David Letterman , verða sýndir alla virka daga á stöðinni í allan vetur.
Meira
DVD-geisladiskur getur náð mun meiri myndgæðum heldur en hefðbundnir geisladiskar sem spila tónlist eða VHS-myndbönd. Jafnan er DVD umritað af upprunnalegri stafrænni upptöku á MPEG-2-form.
Meira
Fyrsta heimsmeistarakeppnin í tölvuleikjum fór fram í S-Kóreu. Voru leikarnir nefndir meðal þátttakenda ólympíuleikar, þrátt fyrir að forsvarsmenn þeirra hafi ekki fengið vilyrði fyrir því að tengja nafn þeirra leika við sína keppni.
Meira
Afþreyingarfyrirtækið InOrbit Entertainment, www.in-orbit.net,sem er í meirihluta í eigu Íslendinga, ætlar að gefa út leikinn Warp Storm, sem er spilaður yfir Netið með breiðbandstengingu og í nokkurs konar sýndarveruleika. Gert er ráð fyrir að leikurinn komi á markað 2002.
Meira
Leikurinn Team Buddies var nýlega gefinn út fyrir Playstation. Hönnuðir leiksins eru leikjarisinn Psygnosis og frekar óþekkt breskt leikjafyrirtæki að nafni Osiris. Leikurinn er hasarleikur fyrir einn eða fleiri spilendur.
Meira
Fyrirtækið Góðar lausnir hefur búið til greiðslukerfi sem gerir fólki kleift að greiða bílastæðagjöld, veita aðgang að bílastæðahúsum eða leita að þeim með GSM-síma. Gert er ráð fyrir að kerfið verði fyrst í stað reynt á öllum bílastæðum á Akureyri.
Meira
DVD-diskarnir eru kóðaðir og því ekki hægt að spila disk sem er keyptur frá annarri heimsálfu, nema spilarinn sé fjölkerfa. Framleiðendur hafa búið til átta svæði fyrir sölu á diskunum. Þau eru 1. Bandaríki Norður-Ameríku. 2.
Meira
Rás 1 16.08 Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson fjalla um ljóð og líf Stephans G. Stephanssonar í sex þátta röð á laugardögum. Upphaflegt nafn skáldsins var Stefán Guðmundsson.
Meira
Fyrirtækið Flaga hf., www.flaga.is, hefur hannað tæki, Emblettu, sem greinir kæfisvefn í fólki. Netið lék stórt hlutverk við gerð búnaðarins og er ekki ofsögum sagt að það sé ört vaxandi lífæð fyrirtækisins í allri þróun, sölu og markaðssetningu. Gísli Þorsteinsson kynnti sér nýjustu afurð Flögu og hlutverk Netsins innan veggja fyrirtækisins.
Meira
www.beinvernd.is Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Á vefnum er að finna upplýsingar um beinþynningu, greiningu, áhættu, forvarnir og meðferðir svo dæmi séu tekin.
Meira
"Ég er nú nokkuð spenntur fyrir bílaleikjum hvers konar sem og leikjum í anda Quake," sagði Ásgeir Sæmundsson. Aðspurður hvað það væri sem drægi hann að leikjum sem Quake sagði hann að það væri spennan.
Meira
Það þykir tímanna tákn þegar lokaritgerð við Háskóla Íslands er skilað á margmiðlunarformi - gefin út á vefsíðu, www.vefja.is/master, og margmiðlunargeisladiski.
Meira
Homeworld, sem gefinn var út á síðasta ári, var talinn af mörgum vera besti leikur ársins og jafnvel besti stjórnunarleikur sem gerðist úti í geimnum. Nú hefur Sierra gefið út framhald af Homeworld sem er hannaður af Barking Dog Studios sem keyptu höfundarréttinn af upprunalegu hönnuðunum, Relic. Leikurinn nefnist Homeworld Cataclysm og þarfnast minnst Pentium II og 266 Mhz.
Meira
NHL-leikirnir frá Sega hafa lengi verið einir vinsælustu íþróttaleikirnir fyrir leikjatölvur. Eins og flestir vita er NHL skammstöfun fyrir National Hockey League og þema leiksins er einmitt íshokkí. NHL2K er nýjasta viðbótin í NHL-seríuna, leikurinn er hannaður fyrir Dreamcast-leikjatölvurnar og styður spilun yfir Netið.
Meira
Möguleikinn til þess að taka upp á DVD-myndbandstæki er til staðar. Um 27 fyrirtæki á raftækjamarkaði styðja staðal sem Pioneer hefur búið til og kallast DVD-RW. Fjölmörg fyrirtæki tóku þátt í þróun þessa staðals, sem nú gengur undir nafninu DVD-Multi.
Meira
Tölvuleikir hafa verið falir almenningi í hálfan annan áratug, hundruð þúsunda þeirra hafa náð dreifingu um allan heim og margir þeirra náð frægð, oftast skammvinnri.
Meira
DVD-mynddiskatækninni hefur vaxið ásmegin og gert er ráð fyrir að hún taki við að VHS þegar fram líða stundir. Búið er að hanna tækni til þess að taka upp á DVD-diska en óljóst hvaða staðall verður ofan á.
Meira
Rás 1 14.00 Það er engin lognmolla í lífsstriti mæðgnanna Önnu og Silju í leikritinu Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur. Anna og Silja eru aðalpersónur þessa gráglettna leiks.
Meira
Síminn GSM hyggst hleypa af stokkunum nýrri þjónustu fyrir Vit og WAP. Um er að ræða staðbundna tilboðsþjónustu þar sem notendur geta fengið upplýsingar um tilboð frá verslunum og veitingastöðum.
Meira
Yfir 200 skólar í Evrópu hafa tilkynnt þátttöku í MyEurope-verkefninu, sem er hluti af evrópska skólanetinu. Tveir íslenskir skólar, Menntaskólinn í Kópavogi og Menntaskólinn á Akureyri, hyggjast taka þátt í því. MyEuropoe, www.eun.
Meira
Warp Storm Afþreyingarfyrirtækið InOrbit, sem er í meirihluta í eigu Íslendinga, ætlar að gefa út leikinn Warp Storm, sem er spilaður yfir Netið með breiðbandstengingu en persónur þess eru skapaðar í sýndarveruleika.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.