Greinar föstudaginn 17. nóvember 2000

Forsíða

17. nóvember 2000 | Forsíða | 133 orð

Gróðurhúsaáhrif auka ölduhæð

NÝ skýrsla haffræðinga og jarðfræðinga við háskólann í Bremen sýnir, að öldugangur og ölduhæð hafa aukist undanfarin ár. Niðurstöðurnar birta þeir í tímaritinu Nature . Ógnar þetta siglingum og byggð við sjávarsíðuna. Meira
17. nóvember 2000 | Forsíða | 238 orð | 1 mynd

Palestínumenn ítreka kröfu um gæslulið

PALESTÍNUMENN kröfðust þess í gær, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvæði fyrir lok næstu hvort orðið yrði við kröfu þeirra um alþjóðlegt gæslulið á Vesturbakkanum og Gaza. Tveir Palestínumenn féllu og tugir annarra særðust í átökum í gær. Meira
17. nóvember 2000 | Forsíða | 459 orð

Tekist á um flest ágreiningsefni fyrir dómstólum

HÆSTIRÉTTUR í Flórída úrskurðaði í gær, að halda mætti áfram með handtalningu atkvæða í Palm Beach en hún hafði verið stöðvuð. Er úrskurðurinn sigur fyrir Al Gore, forsetaefni demókrata, og að sama skapi ósigur fyrir George W. Meira
17. nóvember 2000 | Forsíða | 250 orð | 1 mynd

Þúsundir fagna Clinton

ÞRIGGJA daga heimsókn Bills Clinton Bandríkjaforseta hófst í Víetnam í gærkvöldi. Tugþúsundir höfðu safnast saman til að fagna komu hans þótt fjölmiðlar stjórnvalda í Víetnam hefðu ekki sagt frá henni. Meira

Fréttir

17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 360 orð

126 fangar eru á reynslulausn og 426 á skilorði

ALLS eru 126 afbrotamenn á reynslulausn úr fangelsi í dag en þeir hafa aðallega verið látnir lausir á þessu ári og því síðasta en einnig 1998. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 367 orð | 2 myndir

156. líkið fundið?

LEITARMENN í toglestargöngunum í austurrísku Ölpunum, þar sem að minnsta kosti 155 manns fórust í lestarbruna sl. laugardag, hafa fundið fleiri líkhluta í brunarústunum. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 120 orð

50 ára afmælishátíð Jöklarannsóknafélags Íslands

JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG Íslands var stofnað 22. nóvember 1950 og á félagið því 50 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni afmælisins stendur félagið fyrir afmælishátíð í Norræna húsinu laugardaginn 18. nóvember næstkomandi. Hátíðin hefst kl. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 265 orð

57% fylgjandi sölu á léttvíni í matvörubúðum

TÆP 57% landsmanna telja að leyfa eigi sölu á léttvíni í matvöruverslunum ef marka má könnun PricewaterhouseCoopers um þetta efni sem framkvæmd var í október sl. Rúm 37% eru því hins vegar andvíg að leyfð verði sala á léttvíni í matvöruverslunum. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 185 orð

Afmælisár Skagfirsku söngsveitarinnar

SKAGFIRSKA söngsveitin er nú að hefja sitt 30. starfsár og af því tilefni mun kórinn halda tónleika í Skagafirði og Reykjavík þar sem á efnisskránni verða skagfirsk ljóð og sönglög. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 123 orð

Allt að 40 fórust

FLUGVÉL af gerðinni Antonov 24 fórst skömmu eftir flugtak frá Luanda-flugvelli í Angóla í fyrradag og fórust allir um borð, 30-40 manns. Vélin skall til jarðar skammt frá vellinum og varð alelda. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 4022 orð | 5 myndir

ALLT LAGT UNDIR?

H IÐ heimsþekkta verktaka- og ráðgjafarfyrirtæki Kaiser Engineers hefur annast eftirlit með starfsemi og framkvæmdum Norðuráls hf. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Angistin snýst í hamslausan fögnuð

TUGÞÚSUNDIR gleðidrukkinna aðdáenda indverska kvikmyndaleikarans Rajkumars tóku á móti honum í gær þegar hann kom til heimaborgar sinnar, Bangalore, eftir að hafa verið í haldi illræmdasta stigamanns Indlands í 108 daga. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 517 orð

Auglýsingar veki fólk til umhugsunar

VEITA á viðurkenningu um næstu jól fyrir þá útstillingu, það kynningarefnið og þá auglýsingu sem verður í bestum samhljómi við boðskap jólanna. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 259 orð

Ábyrgðartrygging bætir tjón vegna háfermis

ÁBYRGÐARTRYGGING ökutækja bætir tjón sem verða á umferðarmannvirkjum vegna háfermis vöruflutningabifreiða nema um stórfellt gáleysi sé að ræða, samkvæmt upplýsingum tjónadeilda tryggingafélaga. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Banamein talið vera þungt höfuðhögg

LÍK Einars Arnar Birgissonar, sem leitað hefur verið í rúma viku, fannst í hraunsprungu vestan Grindavíkurvegar í fyrrinótt. Atli Helgason, 33 ára gamall viðskiptafélagi Einars, hefur játað að hafa orðið honum að bana að morgni miðvikudagsins 8. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 32 orð

Basar á Dvalarheimilinu Ási

HEIMILISMENN á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði halda haustbasar sinn laugardaginn 18. nóvember. Basarinn stendur frá kl. 13-18 í Föndurhúsinu, Frumskógum 6b, Hveragerði. Rjúkandi heitt kaffi og heitar vöfflur verða seldar á... Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Basar félagsstarfs aldraðra í Mosfellsbæ

FÉLAGSSTARF aldraðra í Mosfellsbæ verður með basar og kaffisölu laugardaginn 18. nóvember kl. 13.30-16.30 í Dvalarheimili aldraðra, Hlaðhömrum. Ýmiss konar prjóna- og jólavörur o.fl. verða á boðstólum. Þá verður einnig kynning á félagsstarfinu, m.a. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 100 orð

Blóðfitu- og blóðþrýstingsmæling

FÉLAG hjartasjúklinga á Vesturlandi mun gangast fyrir ókeypis blóðfitu- og blóðþrýstingsmælingu á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi á morgun, laugardaginn 18. nóvember, kl. 10-14 og eru sem flestir hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð | 2 myndir

Boeing 757 lenti í Reykjavík

BOEING 757-þota Flugleiða þurfti að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær vegna þess að ekki var hægt að lenda í Keflavík vegna ófærðar. Flugvélin var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi með rúmlega 100 farþega. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð

Brekkubæjarskóli 50 ára

FYRIR 52 árum hófst bygging nýs skólahúss á Akranesi, Brekkubæjarskóla. Þessi bygging var formlega opnuð hinn 19. nóvember 1950. Haldið verður upp á 50 ára afmælið laugardaginn 18. nóvember nk. Undirbúningur afmælishátíðarinnar hófst mánudaginn 13. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 291 orð

Bæjarráð leitar álits félagsmálaráðuneytis

Á FUNDI bæjarráðs Austur-Héraðs á Egilsstöðum í fyrradag tilkynntu bæjarstjórinn, Björn Hafþór Guðmundsson, og forseti bæjarstjórnar, Katrín Ásgrímsdóttir, að þau hefðu óskað eftir lögfræðilegu áliti félagsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun meirihluta... Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 211 orð

Clinton varar Japani við hvalveiðum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti minnti Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, á að Bandaríkjamenn eru andvígir hvalveiðum, þegar þeir ræddust við í Brúnei í gær. Meira
17. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 431 orð

Ekki áformað að breyta ákvörðun um flutning

EKKI eru áform uppi um að breyta þeirri ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur að flytja nemendur 7. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Flóðbylgja skall á Papúa-Nýju-Gíneu

ÖFLUGUR jarðskjálfti varð í hafinu skammt undan ströndum Papúa-Nýju-Gíneu í fyrrinótt. Skjálftinn olli flóðbylgju sem skall yfir norðausturenda eyjarinnar Nýja-Bretlands og olli þar nokkrum skemmdum. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 168 orð

Framlög aukin og refsingar þyngdar

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt til við fjármálaráðherra að lögreglumönnum og fíkniefnaleitarhundum verði fjölgað og settur verði á fót sjóður til að kosta sérstakar rannsóknir sem ekki rúmast innan venjulegrar starfsemi lögreglunnar. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 404 orð

Frestun á skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa afnumin

HEIMILD til frestunar á skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa verður afnumin skv. frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Meira
17. nóvember 2000 | Miðopna | 144 orð | 2 myndir

Friðarboðskapur í fyrirrúmi

NEMENDUR í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit héldu Dag íslenskrar tungu hátíðlegan í gær, en þá var efnt til veglegrar dagskrár í íþróttahúsinu og foreldrum boðið að fylgjast með. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Fundur um kennaradeiluna

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík stendur fyrir umræðufundi um kjaradeilu framhaldsskólakennara og stöðu samningaviðræðna nk. laugardag, 18. nóvember, kl. 11. Meira
17. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 90 orð | 1 mynd

Gengið í norðankalda

Vestmannaeyjum -Menningarmálanefnd í Vestmannaeyjum stendur reglulega fyrir göngudegi fjölskyldunnar og var einn slíkur í boði laugardaginn 11. nóvember sl. Þrátt fyrir norðankalda mætti töluverður hópur við Stafkirkjuna á Skansinum í Vestmannaeyjum kl. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Glóbrystingur í fæði og húsnæði

GLÓBRYSTINGUR nokkur hefur gert sig heimakominn í bílskúr á Grundartanga í Mosfellsbæ. Þetta er smáfugl af þrastaætt sem er fremur óalgengur hér við land og verpir í Evrópu, Asíu og N-Afríku. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð

Gönguferð Gigtarfélagsins

GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 18. nóvember kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægilegri klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 219 orð

Heilsa og hamingja á efri árum

FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni heldur áfram fyrirlestraröð sinni um "heilsu og hamingju á efri árum" næstkomandi laugardag, 18. nóvember. Meira
17. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 277 orð | 1 mynd

Hugmyndir um nýstárlegt hótel á Seyðisfirði

Seyðisfirði -Hugmyndir um hótelbyggingu á Seyðisfirði hafa nú fengið byr undir báða vængi að nýju. Undirbúningsnefnd hefur unnið að málinu í tæpt ár og skoðað ýmsa kosti, meðal annars nýbyggingar af ýmsum stærðum og mismunandi staðsettar. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Hvatt til viðræðna um heimsviðskipti á næsta ári

TVEGGJA daga fundi leiðtoga 21 aðildarríkis Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) lauk í Brúnei í gær með málamiðlunarsamkomulagi um að hvetja til þess að Heimsviðskiptastofnunin (WTO) hæfi nýja lotu samningaviðræðna um aukið frelsi í... Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 94 orð

Hægt miðar í kennaradeilunni

HÆGT hefur miðað í samningaviðræðum Félags framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins. Deiluaðilar áttu fund hjá ríkissáttasemjara í gær og er annar fundur boðaður í dag. Meira
17. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 329 orð

Höfuðborgarsvæðið ljósleiðaravæðist óðum

UM ÞESSAR mundir er verið að ljúka við lagningu ljósleiðara á vegum Línu.Nets í vesturhluta Kópavogs. Innan tíðar mun fyrirtækjum og heimilum þar gefast kostur á að færa sér þjónustu fyrirtækisins í nyt og höfuðborgarsvæðinu öllu í lok ársins. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Jólabasar MS-félagsins

BASAR verður hjá dagvist og endurhæfingastöð MS-félagsins laugardaginn 18. nóvember kl. 13 til 16. Mikið er um fallega og eigulega muni, segir í tilkynningu. Boðið verður upp á heitt kakó, kaffi og vöfflur með rjóma gegn vægu... Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Jólakortin frá SOS-barnaþorpum komin

JÓLAKORTIN frá SOS-barnaþorpum eru komin. Aðalfjáröflun SOS-barnaþorpa eru styrkir þeir sem tekið er á móti í staðinn fyrir jólakort á ári hverju. Öll framlög til stuðnings ákveðinna barna fara óskert út til hvers barnaþorps fyrir sig. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 132 orð | 1 mynd

Jólatrén höggvin

STARFSMENN Skógræktarfélags Eyfirðinga eru nú í óða önn að höggva jólatré í reitum félagsins á Laugalandi og Þelamörk, en að sögn Valgerðar Jónsdóttur framkvæmdastjóra verða á bilinu 3-400 tré höggvin í reitum félagsins fyrir þessi jól. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Kirkjustarf

HRÍSEYJARKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkjunni á morgun, laugardaginn 18. nóvember, kl. 14. Kirkjukór Sauðárkróks kemur í heimsókn ásamt organista og sóknarpresti. Sr. Meira
17. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 433 orð | 2 myndir

Kostnaður um milljarður króna

STEFNT er að því að auka upphitað flatarmál gatna og göngustíga í Reykjavík um 340% á næstu tíu árum eða úr 70 þúsund fermetrum í 240 þúsund fermetra. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 221 orð

Kröfu um frávísun hafnað

FÉLAGSDÓMUR hefur hafnað kröfu Reykjavíkurborgar um að máli bifreiðastjórafélagsins Sleipnis gegn borginni verði vísað frá dómi. Málið varðar 27 bifreiðastjóra í SVR sem sagt hafa sig úr Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og óskað eftir aðild að... Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Kynningarfundur á HS-jöfnun

FÉLAG höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara stendur fyrir kynningu á HS-jöfnun, félagi HS-jafnara og fyrirhuguðu námi á Akureyri á morgun, laugardaginn 18. nóvember, kl. 14. Kynningin fer fram í húsi Rauða krossins í Viðjulundi 2 á Akureyri. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 948 orð | 2 myndir

Leggur til fjölgun lögreglumanna og sjóð til stórverkefna

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að hún hefði lagt fram tillögu til fjármálaráðherra um fjölgun lögreglumanna, fjölgun fíkniefnaleitarhunda og sérstakan sjóð til að kosta sérstakar rannsóknir sem ekki... Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

LEIÐRÉTT

Villur í formála minningargreina Í æviágripi minningargreina um Björgu Sæmundsdóttur sem birtist í blaðinu 8. nóvember var rangt farið með nokkur atriði. Föðurnafn eiginmanns Bjargar vantaði en hann hét Guðmundur Jóhann Jónsson frá Ytri-Múla. Meira
17. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 75 orð | 1 mynd

Ljós í myrkrinu

ÞAÐ er bjart um að litast í skammdeginu í miðborginni. Vegna ljósahátíðarinnar í síðustu viku var hresst upp á útilýsingar í borginni og m. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 1293 orð | 1 mynd

Losunarkvótar í brennidepli á loftslagsráðstefnu

Kvótar á losun gróðurhúsalofttegunda eru aðalumræðuefnið á loftslagsráðstefnunni í Haag. Deilt er um útfærslu kvótanna en hugsunarhátturinn, segir Sigrún Davíðsdóttir, er hliðstæður því sem Íslendingar þekkja frá veiðikvótunum. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina BN-520 15. nóvember sl. á tímabilinu 8.45 til 16.50 þar sem henni var lagt við eystri kant Bjarkargötu við Hringbraut. Tjónvaldur fór af staðnum án þess að tilkynna tjónið. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 912 orð | 1 mynd

Markmiðið er að auka framboð atvinnu

ATVINNUMÁLANEFND Akureyrarbæjar hefur lokið vinnu við starfsáætlun næsta árs og skilað af sér til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 243 orð

Matthíasarkvöld, hátíðar- og djassmessur

AKUREYRARKIRKJA á 60 ára vígsluafmæli í dag, 17. nóvember, og á morgun, 18. nóvember, eru 80 ár liðin frá andláti sr. Matthíasar Jochumssonar og verður þessa minnst með margvíslegum hætti í kirkjunni um helgina. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1758 orð | 1 mynd

Málamiðlun um forystusveitina til næsta vors

Málamiðlun náðist á þingi ASÍ eftir mikil átök um varaforseta og fulltrúa í miðstjórn á seinasta degi ASÍ-þingsins í gær. Flestir þingfulltrúar sem rætt var við líta svo á að um sé að ræða skammtímalausn fram að ársfundi ASÍ næsta vor en forystumenn sam- bandsins leggja áherslu á að sættir hafi náðst. Ómar Friðriksson fylgdist með atburðarásinni. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Málþing um sjúkraþjálfun á 21. öld

FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara var stofnað 26. apríl 1940. Í tilefni 60 ára afmælisins hefur félagið efnt til ýmissa atburða allt árið, bæði meðal almennings og sjúkraþjálfara. Málþingið er síðasti viðburður afmælisársins. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Mír verður látin falla til jarðar

RÚSSNESK stjórnvöld hafa ákveðið að geimstöðin Mír verði tekin úr notkun í lok febrúar á næsta ári. Verður hún látin falla í Kyrrahafið á fáförnu svæði um 2.000 km austur af Ástralíu. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Mótmæla gjaldtöku

FÉLAG hjartasjúkinga á Eyjafjarðarsvæðinu og Félag eldri borgara á Akureyri hafa sent bæjaryfirvöldum á Akureyri erindi þar sem harðlega er mótmælt framkomnum hugmyndum íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar um að taka upp gjaldtöku fyrir eldri borgara í... Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ný hitaveita tekin í notkun

Á DÖGUNUM var tekin í notkun ný hitaveita í fiskhausaþurrkun félagsbúsins á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Meira
17. nóvember 2000 | Miðopna | 1055 orð | 5 myndir

Ný sýn á viðteknar hugmyndir

Skáldinu og söngvaranum Megasi voru í gær veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á Degi íslenskrar tungu. Meira
17. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 89 orð | 1 mynd

Nýtt íbúðarhverfi að rísa

Gaulverjabæ- Skipulagt hefur verið svæði með sjö íbúðarhúsum í nágrenni við Gaulverjaskóla, félagsheimilið Félagslund og Gaulverjabæjarkirkju. Fyrir nokkru var byggt íbúðarhús á vegum sveitarfélagsins en þar býr nú skólastjóri Gaulverjaskóla. Meira
17. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 72 orð | 1 mynd

Ný vínbúð á Hvolsvelli

Hvolsvelli -Ný verslun ÁTVR hefur verið opnuð á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Það var Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sem afhenti Ástu Höllu Ólafsdóttur lyklavöldin að hinni nýju áfengisútsölu í hófi sem haldið var í tilefni opnunarinnar. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Opið hús

MÍGRENSAMTÖKIN verða með opið hús á morgun, laugardaginn 18. nóvember, kl. 14 í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Glerárgötu 24 á Akureyri. Anna Sjöfn Sigurðardóttir formaður kynnir samtökin og stýrir umræðum ásamt Þorbjörgu Ingvadóttur. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 195 orð

Opið hús í tilefni af 90 ára afmæli Vífilsstaða

OPIÐ hús verður á Vífilsstöðum föstudaginn 17. nóvember frá kl. 14 til 18 í tilefni af 90 ára afmæli staðarins. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Ráðstefna um Ísland og ESB

"ÍSLAND og ESB - eigum við samleið?" er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á vegum Sambands ungra framsóknarmanna laugardaginn 18. nóvember nk. í húsakynnum Framsóknarflokksins á Hverfisgötu 33. Ráðstefnan hefst kl. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sagnfræðinemar segja frá Rússlandsferð

FRÁSÖGN í tali og myndum af ferð íslenskra sagnfræðinema til Rússlands í haust verður flutt laugardaginn 18. nóvember kl. 15 í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Sala jólakorta Íslandsdeildar Amnesty hafin

ÍSLANDSDEILD Amnesty International er nú að hefja sölu á jólakortum ársins 2000 og vonast samtökin til að sem flestir sameini stuðning við brýnt málefni fallegri jólakveðju með kaupum á kortum frá Amnesty International. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 328 orð

Samkomulag um kosningar eftir mikil átök

SAMKOMULAG náðist eftir mikil átök um kjör varaforseta og miðstjórnar á lokadegi þings Alþýðusambandsins í gær. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Samlagið stækkar

SAMLAGINU hefur bæst liðsauki en nú hafa 4 myndlistarkonur bæst í hópinn en þær eru Hrefna Harðardóttir, Jónborg Sigurðardóttir (Jonna), Sigríður Ágústsdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, sem vinna í grafík, leirlist, mósaík og textíl. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sekt margfaldaðist í dómskerfinu

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær mann á Austurlandi til að greiða 4.000 kr. sekt fyrir að hafa ekið á 109 km hraða þar sem hámarkshraði var 90 km á klst. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð

Setja út á notkun orðsins "superjeep" hérlendis

FYRIRTÆKJUNUM Jöklaferðum og Allrahanda, ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, hefur borist bréf frá DaimlerChrysler, framleiðanda Chrysler- og Jeep-bifreiða, þess efnis að notkun þeirra á orðinu "superjeeps" í auglýsingum sé gert í óleyfi eiganda... Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 814 orð | 1 mynd

Síðasti dagskrárliðurinn

Jón Dalbú Hróbjartsson fæddist 13. janúar 1947 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands 1969 og embættispróf í guðfræði haustið 1973. Hann vígðist hinn 15. september 1974 eftir að hafa verið eitt ár í námi í Noregi. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 216 orð

Skipstjórnarmenn boða verkfall 23. nóv.

SKIPSTJÓRAR og stýrimenn á kaupskipum samþykktu á félagsfundi í gær að boða verkfall á kaupskipum frá og með fimmtudeginum 23. nóvember. Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða með 36 atkvæðum. Kokkar og brytar, sem boðað höfðu verkfall nk. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 345 orð

Slæm fjárhagsstaða er heimatilbúinn vandi

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, gagnrýndi fjárhagsáætlun Reykjavíkurlistans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi og sagði hana bera með sér að fjármál borgarinnar væru komin í óefni. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Spurningakeppni Baldursbrár

SEINNI hluti fyrstu umferðar í spurningakeppni Baldursbrár verður í safnaðarsal Glerárkirkju í kvöld, föstudagskvöldið 17. nóvember, og hefst kl. 20.30. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð

Stofnfundur ungliðasamtaka VG

STOFNFUNDUR samtaka ungs fólks í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði verður haldinn laugardaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, og hefst klukkan 14. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 343 orð

Svifaur í Lagarfljóti myndi fimmfaldast

GRUGGIÐ í Lagarfljóti yrði fjórum til fimm sinnum meira eftir Kárahnjúkavirkjun en það mælist nú, litur fljótsins gæti breyst og gegnsæi vatnsins verður helmingi minna en nú. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 627 orð

Sýnt að ökumaður sofnaði undir stýri

RANNSÓKNARNEFND umferðarslysa telur sýnt að meginorsök þess að jeppabifreið og langferðabifreið skullu saman á Vesturlandsvegi við Grundarhverfi á Kjalarnesi 25. febrúar sl. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 513 orð

Umdeild nefnd velur rótarlén til úthlutunar

ÁKVÖRÐUN hinnar bandarísku netnefndar um úthlutun nafna og númera, Icann (Internet Corporation for Assigned Names and Numbers) um hvaða nýju rótarlénum verður úthlutað og til hvaða fyrirtækja átti að liggja fyrir í gærkvöldi að íslenskum tíma. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 236 orð

Uppsögn vagnstjóra var dæmd ólögmæt

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Reykjavíkurborg og Strætisvagna Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi vagnstjóra hjá SVR 900 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1416 orð | 2 myndir

Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember

EINAR Örn Birgisson, sem leitað hefur verið að í rúma viku, fannst látinn í hraunsprungu vestan við Grindavíkurveg í fyrrinótt. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins var banamein Einars þungt höfuðhögg. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 365 orð

Verkfallsverðir í fullum rétti

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði og einn félagsmann þess af kröfum Samtaka atvinnulífsins. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 149 orð

Vilja stemma stigu við útbreiðslu spilafíknar

RÍKISSTJÓRNINNI verður falið að skipa nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að leita leiða til að stemma stigu við útbreiðslu spilafíknar ef samþykkt verður þingsályktunartillaga sem fimm þingmenn úr jafnmörgum flokkum hafa lagt fram á Alþingi. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1853 orð | 2 myndir

Vinnum saman sem jafningjar

Nýlega var haldin ráðstefna á Grand Hóteli í Reykjavík sem bar heitið Vinnum saman sem jafningjar. Þar var gerð grein fyrir evrópsku samstarfsverkefni, sem staðið hefur í þrjú ár. Verkefnið hlaut styrk úr sjóði Evrópusambandsins sem kenndur er við Leonardo da Vinci. Gerður Steinþórsdóttir sat ráðstefnuna. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Vistvænar úrgangshreinsunarstöðvar kynntar

AUKIN umhverfisvitund almennings og strangara aðhald yfirvalda hefur hvatt forsprakka atvinnugreina til að leita nýrra og umhverfisvænni leiða við losun úrgangs, m.a. í landbúnaði, iðnaði og matvælaframleiðslugreinum. Jason P. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 196 orð

Vísnabókarráðstefna á Hólum

DAGSKRÁ verður um helgina, 18.-19. nóvember, á Hólum í Hjaltadal, í tilefni af útkomu Vísnabókar Guðbrands Þorlákssonar og fyrsta bindis Ljóðmæla Hallgríms Péturssonar. Á laugardagskvöldið kl. 20.30 verður kvöldvaka í Hólaskóla. Meira
17. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 164 orð | 1 mynd

Þáttur um netnotkun í afskekktum byggðum

HÓPUR sjónvarpsfréttamanna var á ferð í Ólafsfirði á mánudag. Þeir voru þar til að taka viðtal við Þóri Jónsson, kennara við Gagnfræðaskólann, en hann var einn af frumkvöðlum Netsins á Íslandi. Meira
17. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 139 orð | 1 mynd

Þrír nýir bílar í reksturinn

Húsavík -Fyrir skömmu fékk flutningafyrirtækið Alli Geira hf. afhenta tvo nýja flutningabíla. Þeir eru af gerðinni Scania P 164 og eru tveggja drifa bílar með 480 hestafla vélum. Meira
17. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Þrjár umsóknir um Dómkirkjuna

ÞRJÁR umsóknir bárust um embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu en umsóknarfrestur rann út að kveldi 15. nóvember sl. Meira
17. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Þýzkur ráðherra segir af sér

REINHARD Klimmt, samgönguráðherra Þýzkalands, sagði af sér embætti í gær, í kjölfar þess að hann var sakfelldur fyrir aðild að fjársvikamáli fyrr í vikunni. Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 2000 | Leiðarar | 806 orð

HÁTÍÐISDAGUR ÍSLENZKRAR TUNGU

Íslenzk tunga er grunnur íslenzkrar menningar og þjóðernis. Án varðveizlu móðurmálsins og þróunar þess mun íslenzka þjóðin hverfa í þjóðahafið. Meira
17. nóvember 2000 | Staksteinar | 337 orð | 2 myndir

Kennaraverkfall

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra fjallar um kennaraverkfallið á vefsíðu sinni. Meira

Menning

17. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 172 orð

Álit foreldra

"Þetta er mjög sniðugt og þarft verkefni. Það er tilvalið eða jafnvel nauðsynlegt að fá krakka á þessum aldri til að hugsa um skaðsemi reykinga. Að virkja hópinn sem heild gerir boðskapinn sterkari. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 201 orð | 2 myndir

Barnakórar í Langholtskirkju

GRADUALEKÓR Langholtskirkju, Graduale Nobili og Skólakór Kársness syngja á tónleikum í Langholtskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Á þessum tónleikum mun hljóma barnakóratónlist frá lokum síðustu aldar. Meira
17. nóvember 2000 | Bókmenntir | 592 orð

Draugar í glaðasólskini

eftir R.L. Stine.Salka. 2000. 108 bls. Karl Emil Gunnarsson þýddi. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Gamlir refir!

ÞAÐ er nú óhætt að fara að kalla rokkara sem búnir eru að vera ein tuttugu ár í bransanum gamla refi. Og seigari refi er harla erfitt að finna um þessar myndir en U2. Meira
17. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 704 orð | 2 myndir

Gildi þess að reykja ekki

Reyklaus bekkur/Árgangurinn í 9. bekk í Álftamýrarskóla hefur grætt á því að vera reyklaus. Anna Ingólfsdóttir segir frá reyklausum einstaklingum og óvæntu tækifæri þeirra; ferðalagi... Meira
17. nóvember 2000 | Bókmenntir | 886 orð

Glæsileg menningarsaga

Bjarki Bjarnason: Sögusteinn, Reykjavík 2000. 395 bls. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Gullsmíðasýning

GULLSMÍÐASÝNING Ragnhildar Sifjar Reynisdóttur gullsmiðs í Gullsmiðju Hansínu Jens, Laugavegi 20B, hefst á morgun, laugardag. Á sýningunni verða aðallega hálsmen og armbönd. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 564 orð | 7 myndir

Harðasta baráttan milli kvikmynda

Ýmsum brögðum er beitt til að vekja á sér athygli í samkeppninni um Edduna. Hildur Loftsdóttir tók púlsinn. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Heimsvaldastefna!

WESTLIFE hefur riðið feitum hesti frá vinsældalistum síðustu vikurnar. Fyrst jöfnuðu liðsmenn sveitarinnar magnað met sem Bítlarnir höfðu sett fyrir hátt í fjörutíu árum þegar þeim tókst að koma sjöunda lagi sínu í röð á topp breska smáskífulistans. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 1062 orð | 2 myndir

Hvert fór draumurinn?

Annar máni, geisladiskur Sálarinnar hans Jóns míns. Meira
17. nóvember 2000 | Bókmenntir | 542 orð

Í hátíðarbúningi

Inngangur: Einar Sigurbjörnsson. Ritstjóri: Vilhjálmur Árnason. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Hið íslenzka bókmenntafélag. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 298 orð | 1 mynd

Íslensk tjáning

Það getur verið gaman að gera símaat. Birgir Örn Steinarsson gerði eitt slíkt þegar hann hringdi í félagsmiðstöðina Miðberg og skráði sig á Rímnaflæðimótið sem fer þar fram í kvöld. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndir | 471 orð

Kirkjan og kölski

Leikstjóri William Friedkin. Handritshöfundur William Peter Blatty. Tónskáld Jack Nitzsche. Kvikmyndatökustjóri Owen Roizman. Aðalleikendur Ellen Barkin, Max Von Sydow, Linda Blair, Jason Miller, Lee J. Cobb, Kitty Winn, Jack McGowran. Sýningartími 132 mín. Bandarísk. Warner Bros. Árgerð 1973/2000. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 60 orð

Kórtónleikar í Laugarneskirkju

SAMEIGINLEGIR tónleikar Árnesingakórsins í Reykjavík, Samkórs Selfoss og Vörðukórsins úr uppsveitum Árnessýslu verða haldnir í Laugarneskirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Kórarnir syngja hver í sínu lagi og síðan allir saman. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 51 orð | 1 mynd

Listmunauppboð á Hótel Sögu

GALLERÍ Fold heldur listmunauppboð í Súlnasal Hótels Sögu nk. sunnudagskvöld kl. 20. Boðin verða upp 99 verk og eru þau til sýnis í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14, föstudag kl. 10-18, laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 12-17. Meira
17. nóvember 2000 | Tónlist | 545 orð

Ljóðað á píanó

Hólmfríður Sigurðardóttir lék píanóverk eftir Jóhann Sebastian Bach í umritun Busonis, Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Liszt, Edvard Grieg, Sergeij Rakhmaninov og Dimitri Kabalevskíj. Miðvikudag kl. 20.00. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 86 orð

Lúðrasveit verkalýðsins í Langholtskirkju

ÁRLEGIR hausttónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir í Langholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 15. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

M-2000

IÐNÓ KL. 20 Medea Magnþrunginn fjölskylduharmleikur um blinda ást, botnlaust hatur, svik, afbrýði, hefnd og morð. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Myndlistarsýning í Galleríi Reykjavík

REYNIR Katrínarson opnar málverkasýningu í Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg 16, á morgun, laugardag, kl. 15. Á sýningunni sýnir Reynir olíumálverk sem hann hefur unnið á árunum 1999 og 2000. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 78 orð

Myndlistarsýning Nínu Ívanovu á Ísafirði

SÝNING á verkum myndlistarkonunnar Nínu Ívanova í Edinborgarhúsinu á Ísafirði verður opnuð nk. sunnudag kl. 16. Á sýningunni, sem heitir "Ég var að hugsa um... Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 31 orð | 1 mynd

Myndverk í Listhúsi Ófeigs

FJÖLLISTAMAÐURINN Friðríkur Róbertsson hefur opnað myndlistasýningu er ber heitið "Hljóðláta reisn ljósberans" í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Grunntónninn í þessum myndverkum Friðríks er hinn leik- og ljóðræni boðskapur lífsgleðinnar. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Nakinn!

ÞAÐ er mörgum mikið fagnaðarefni þegar Megas sendir frá sér nýja skífu - sem væntanlega að mati hinna sömu gerist allt of sjaldan nú orðið. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 307 orð | 1 mynd

Nasavængir Pfeiffer fá mig til að trompast

STEINUNN Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er einkar áberandi þessa dagana í fjölmiðlum landsins. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 362 orð

Norræn höfundaréttarlög verði fyrirmynd en ekki fórnarlamb

NORRÆNA rithöfunda- og þýðendaráðið hefur sent frá sér eftirfarandi menningarmálayfirlýsingu: "Tungumálið er sá grunnur sem byggja verður á í samskiptum manna, tækið sem er notað til að miðla þekkingu, söguvitund, framtíðarsýn og túlkun bókmennta á... Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT er komin ljóðabókin Hnattflug eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. JPV forlag hefur sent frá sér ljóðabókina Hnattflug eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Í fréttatilkynningu segir: "Sá sem opnar þessa bók þiggur boð um heimsreisu. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 104 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Saga stjörnumerkjanna eftir Illuga Jökulsson . Í fréttatilkynningu segir: "Flestir þekkja nöfn stjörnumerkjanna sem teljast til dýrahringsins en færri vita hvernig þau urðu til. Hver var Hrúturinn í raun og veru, eða Tvíburarnir? Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 152 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin ný útgáfa skáldsögunnar Gaga eftir Ólaf Gunnarsson, en hún kom fyrst út árið 1984 og í enskri þýðingu Davids McDuffs árið 1988. Í bókinni eru myndir kanadísku myndlistarkonunnar Judy Pennanen. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT er komin barnabókin Hundaeyjan - Lítið ævintýri um undrun, frelsi og fyrirgefningu eftir Sindra Freysson . Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti söguna. Í fréttatilkynningu segir: "Hundarnir á Krítey hafa stofnað leynifélag. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 200 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Blómið sem þú gafst mér eftir Nínu Björk Árnadóttur . Hún hefur að geyma úrval ljóða Nínu en umsjón með útgáfunni hafði Jón Proppé . Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Nær stjörnum!

NORMAN Cook - eða öllu heldur Fatboy Slim - lýsti því yfir að nafn nýju plötunnar hefði orðið til vegna þeirra tilfinninga sem hann ber í garð frægðarinnar og þeirrar athygli sem hún hefur í för með sér. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 31 orð

Ómar Smári sýnir á Ísafirði

SÝNING á verkum myndlistarmannsins Ómars Smára Kristinssonar á Bæjar-og héraðsbókasafninu á Ísafirði verður opnuð á laugardaginn. Þar verða sýnd um 30 bókverk Ómars Smára auk margra vinnubóka hans. Sýningin stendur til 2.... Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 130 orð | 3 myndir

Paradís og ný plata

SNYRTI- og nuddstofan Paradís hélt nýverið upp á 20 ára afmæli sitt. Af því tilefni var slegið upp heljarinnar afmælisveislu þar sem saman var safnað vinum, velunnurum og svo að sjálfsögðu tryggum viðskiptavinum stofunnar. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 298 orð | 1 mynd

"Reykjavík á þetta inni hjá okkur"

BJÖRN Thoroddsen hefur slitið marga gítarstrengi á sínum tónlistarferli, enda plokkað í þá ófáa. Í fyrra stofnaði hann ásamt plokkbræðrum sínum Gunnari Þórðarsyni og Jóni Rafnssyni þjóðlagadjasstríóið Guitar Islancio. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 1043 orð | 1 mynd

"Sú sorg er góð sem getur þaggað hlátur þinn"

Leikfélagið Fljúgandi fiskar frumsýnir í kvöld gríska harmleikinn Medeu í Iðnó. Hávar Sigurjónsson ræddi við Þóreyju Sigþórsdóttur leikkonu og Hilmar Oddsson leikstjóra. Meira
17. nóvember 2000 | Myndlist | 590 orð | 2 myndir

"Trú og saga"

Opið virka daga frá 16-18.30, um helgar 14-17. Til 22. nóvember. Aðgangur ókeypis. Meira
17. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 647 orð | 4 myndir

"Þetta er Sade og þú verður að kynnast henni"

ÉG VELTI því mikið fyrir mér hvernig ég ætti að skrifa um uppáhaldssöngkonu mína því í mínum augum er Sade engin venjuleg kona. Söngur hennar lætur mér líða vel og það finnst mér stærsti kosturinn við Sade. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

Sálumessa Faurés í Dómkirkjunni

DÓMKÓRINN flytur sálumessu Gabriels Faurés í Dómkirkjunni á morgun, laugardag, kl. 17. Tónleikarnir eru liður í Tónlistardögum Dómkirkjunnar sem staðið hafa undanfarnar þrjár vikur. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 300 orð | 1 mynd

Steinskúlptúrar í Ljósaklifi

SÖLUSÝNING verður opnuð á höggmyndum Susanne Christensen og Einars Más Guðvarðarsonar í sýningarrými Ljósaklifurs í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 14. Á sýningunni eru um fjörutíu verk í ýmsar steintegundir sem þau hafa gert á síðastliðnum sjö... Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 121 orð

Strandlengjusýningu lýkur

KOMIÐ er að sýningarlokum á sýningarþrennu Myndhöggvarafélagsins, sem hófst sumarið 1998, er Strandlengjusýningin, útisýning á því vinsæla útivistarsvæði meðfram strönd Skerjafjarðar og Fossvogs, var sett upp. Meira
17. nóvember 2000 | Myndlist | 432 orð | 1 mynd

Straumur verður draumur

Til 19. nóvember. Opið daglega frá kl. 14-19. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 176 orð | 1 mynd

Söngskemmtun í Hömrum

SÖNGKVARTETTINN Rúdolf heldur tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, á morgun, laugardag, kl. 17. Tónleikarnir, sem eru áskriftartónleikar á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar, verða með léttu sniði og verða flutt lög úr ýmsum áttum. Meira
17. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 55 orð | 1 mynd

Til hvers að reykja?

Nemendur í 9. bekk Álftamýrarskóla velja reyklausan lífsstíl, m.a. vegna þess að:Þeim finnst ógeðslegt að reykja.Þeir sem reykja fá gular tennur.Það deyja margir af völdum reykinga.Því hver sígaretta styttir líf manns um 6 mínútur. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 49 orð

Tónleikar í Seltjarnarneskirkju

HLJÓMSVEITIR Tónskóla Sigursveins koma fram á tónleikum í Seltjarnarneskirkju á morgun, laugardag, kl. 14. Gestir á tónleikunum eru Heimsljósin, kór nýbúa í Reykjavík, sem flytur þjóðlög frá ýmsum löndum í útsetningu John Speight. Meira
17. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 258 orð

Umræða í 8. bekk

Hvernig er hægt að afþakka sígarettur? Afþakka má á ýmsan hátt. Hér eru dæmi um svör við spurningunni: Viltu sígarettu? - Nei, takk, ég reyki ekki. - Sama og þegið. Viltu ekki frekar kyssa mig? - Geturðu ekki boðið mér eitthvað betra? Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

ÚT er komin bókin Allir með...

ÚT er komin bókin Allir með strætó eftir Guðberg Bergsson með myndskreytingum Halldórs Baldurssonar . Í fréttatilkynningu segir: "Bókin er tileinkuð Strætisvögnum Reykjavíkur. Áður fyrr ók strætó um borgina fullur af fólki. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

ÚT er komin ljóða- og vísnabókin...

ÚT er komin ljóða- og vísnabókin Út við ysta sæ eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Í fréttatilkynningu segir: "Þetta er fjórða bók höfundar og eru yrkisefni hans fjölbreytt að vanda. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

ÚT er komin skáldsagan Spegilsónata eftir...

ÚT er komin skáldsagan Spegilsónata eftir Þóreyju Friðbjörnsdóttur . Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

ÚT er komin unglingabókin Fingurkossar frá...

ÚT er komin unglingabókin Fingurkossar frá Iðunni eftir Hallfríði Ingimundardóttur . Í fréttatilkynningu segir: "Iðunn hefur nýlega misst mömmu sína og vinirnir virðast uppteknari en nokkru sinni fyrr. Meira
17. nóvember 2000 | Menningarlíf | 91 orð

Þorbjörg Höskuldsdóttir sýnir í Kirkjuhvoli

ÞORBJÖRG Höskuldsdóttir opnar sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag. Þar sýnir hún olíumálverk, akrýlmálverk og vatnslitamyndir. Þorbjörg er fædd árið 1939. Meira

Umræðan

17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 46 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag, 19. nóv., verður fimmtugur Theodór Guðbergsson, saltfiskverkandi í Garði, Skólabraut 11. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 34 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Nk. miðvikudag 22. nóvember verður fimmtugur Jóhannes Guðjónsson, Reynigrund 28, Akranesi. Hann og eiginkona hans, Guðrún J. Guðmundsdóttir, taka á móti gestum laugardaginn 18. nóvember í Oddfellowhúsinu, Kirkjubraut 54-56, Akranesi, kl. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 17. nóvember verður sextugur Jónas Gunnarsson, Brautarholt 18, Ólafsvík. Af því tilefni tekur hann á móti gestum laugardaginn 18. nóvember í félagsheimilinu á Klifi í Ólafsvík kl.... Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, 17. nóvember, er sjötug Guðmunda Loftsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar var Eyjólfur Kristjánsson, sem lést 1991. Guðmunda tekur á móti gestum í Turninum, Fjarðargötu 13, Hafnarfirði, í dag kl.... Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 945 orð | 1 mynd

Áhrif breyttra laga á vaxtabætur

Ég beini þeim tilmælum til Alþingis, segir Gerla, að endurskoða frumvarpið og bæta inn í það ákvæðum sem tryggja að vaxtabætur fylgi fasteignaverði. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Árangursrík meðferð við sogæðabjúg

Það er hlutverk sogæðakerfsins, segir Marjolein Roodbergen, að skila eggjahvítuefni inn í blóðrásina aftur. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 60 orð

Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudagskvöldið 14.

Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudagskvöldið 14.11. var spiluð fjórða umferðin í aðaltvímenningi Bridgefélags Fjarðabyggðar og urðu úrlsit á þessa leið: Ásgeir Metúsalemss. - Ragna Hreinsd. 33 Óttar Guðmundss. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 123 orð

Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 13.

Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 13. nóvember var spiluð síðasta umferð tvímennings, þar sem tvö bestu kvöld hvers pars gilda til heildarverðlauna. Úrslit þetta kvöld urðu þannig: N-S Halldór Einarss. - Trausti Harðars. 204 Erla Sigurjónsd. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 567 orð

EINN af vinnufélögum Víkverja velti nýlega...

EINN af vinnufélögum Víkverja velti nýlega fyrir sér undarlegum háttum íslenska skattakerfisins. Hann keypti sér bók hjá netbókasölunni Amazon í Bandaríkjunum, fékk hana senda hingað með pósti. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 56 orð

ERLA

Erla, góða Erla, ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 354 orð | 1 mynd

Er stétt framhaldsskólakennara að deyja út?

40 prósent framhaldsskólakennara eru fimmtugir og eldri, segir Helgi E. Helgason, og 77 prósent eru fertugir og eldri. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Evrópuvefur Samfylkingarinnar

Netumræða af þessu tagi er fyrirkomulag sem er upptaktur, segir Björgvin G. Sigurðsson, að allri málefnavinnu Samfylkingarinnar og verður fjöldi málefnahópa starf- ræktur á vefnum. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 523 orð

Frumskógarlögmál umferðarinnar

ÉG var að kaupa mér bíl og eftir dálítið hlé á akstri hélt ég út í umferðina. Tillitsleysið og frekjan sem lengi hefur þekkst hér hefur stóraukist. Ég er ein af þeim fáu sem keyra á löglegum hraða og ég er fyrir. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Förum varlega í laxeldi af norskum stofni

Náttúrulegi laxinn, segir Þorsteinn Ólafs, á undir högg að sækja. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Geðrækt í ung- og smábarnavernd heilsugæslunnar

Við fæðumst ekki með vitneskju um það, segir Stefanía Arnardóttir, hvað foreldrahlutverkið felur í sér né fæðast börnin með leiðarvísi. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 961 orð | 1 mynd

Kaupskylda og kaupréttur sveitarfélaga á félagslegu íbúðarhúsnæði

Sé fylgt sjónarmiði Hæstiréttar, þ.e. að túlka kvaðir þröngt og höfð hliðsjón af því allan vafa um gildi lagaheimilda stjórnvalda fyrir kvöðum sem lagðar eru á eignarréttindi skuli túlka borgurunum í hag, segir Magnús Ingi Erlingsson, þá er enginn innlausnarréttur/kaupréttur fyrir hendi skv. núgildandi lögum. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1083 orð | 1 mynd

Landfylling í Arnarnesvog

Landið er allt að síga, segir Jón Jónsson. Og svo hefur verið um aldir. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 644 orð

Ljós við Látraröst

ÉG ÓSKA birtingar í Morgunblaðinu á meðfylgjandi athugasemdum mínum vegna rangra heimilda sem skráðar eru í endurminningabók Ásgeirs Erlendssonar, sem út kom síðastliðið haust á vegum Vestfirska forlagsins. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Menntun, framleiðni og blómlegur efnahagur

Ástæða minni framleiðni í atvinnulífinu virðist vera sú, segir Svanfríður Jónasdóttir, að menntun á framhaldsskólastigi hafi hrakað á undan- förnum árum. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 690 orð

Nokkur orð til viðbótar um Tíbet

VEGNA GREINAR sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember 2000 teljum við nauðsynlegt að bæta við nokkrum orðum um sögulegar staðreyndir og núverandi stöðu Tíbets. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 796 orð

(Post. 10, 43.)

Í dag er föstudagur 17. nóvember, 322. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna. Meira
17. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 282 orð

Pólitísk hlutdrægni sjónvarpsins

ER SJÓNVARPIÐ í herkví Sjálfstæðisflokksins? Kannski ekki alveg en pólitísk hlutdrægni fréttastofu ríkissjónvarpsins skín nú greinilega í gegn. Dæmi: Umræða Einars Más þingmanns Samfylkingarinnar um kjaramál kennara á Alþingi. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 699 orð | 2 myndir

Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík - þitt mál!

Það er mjög mikilvægt að borgarbúar taki virkan þátt í mótun þessarar mikilvægu umhverfisáætlunar, segja Hrannar Björn Arnarsson og Hjalti J. Guðmundsson, og láti þannig rödd sína hljóma í framtíðarstefnumótun borgarinnar. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1038 orð | 1 mynd

Sumartími á Íslandi?

Óbreytt fyrirkomulag, fastur tími árið um kring (GMT), er að mati Erlendar S. Þorsteinssonar, besta málamiðlunin. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1045 orð | 1 mynd

Til hamingju, Stjörnustúlkur!

Það er hart að verða af Íslandsmeistaratitli vegna mistaka við útreikninga, segir Gyða Halldórsdóttir, og enginn er sæll með falskan titil. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 669 orð | 1 mynd

Tvöfaldur sumartími?

Skólabörnin, sem eiga að mæta í skólann klukkan 8 að morgni, segir Skúli Skúlason, eru samkvæmt sólklukkunni að mæta klukkan 5.30. Meira
17. nóvember 2000 | Aðsent efni | 520 orð | 1 mynd

Vírus og uppgjöf

Evrópuumræðan er opin, segir Einar Skúlason, og hún er í fullum gangi. Meira

Minningargreinar

17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 589 orð | 1 mynd

BENEDIKT BJARNASON

Benedikt Bjarnason fæddist að Holtum á Mýrum 22. mars 1914. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 11. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 2041 orð | 1 mynd

EÐVALD VILBERG MARELSSON

Eðvald Vilberg Marelsson fæddist í Hafnarfirði hinn 18. nóvember 1953. Hann lést af slysförum hinn 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Marel Eðvaldsson, f. 11.11. 1931, og Sigrún Lilja Bergþórsdóttir, f. 10.7. 1933, búsett í Hafnarfirði. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 3733 orð | 1 mynd

EINAR ÁRNASON

Einar Árnason fæddist í Sjávarborg á Akranesi 23. desember 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur við Hringbraut 8. nóvember síðastliðinn. Einar ólst upp á Akranesi og voru foreldrar hans Árni B. Sigurðsson, rakarameistari, f. 23. júlí 1895, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1876 orð | 1 mynd

ELÍN RANNVEIG HALLDÓRSDÓTTIR

Elín Rannveig Halldórsdóttir var fædd á Ísafirði 4. apríl 1946. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. nóvember. Hún var dóttir hjónanna Kristjönu Halldórsdóttur, f. 17.9. 1927, og Halldórs Gestssonar f. 5.9. 1925, d. 30.3. 1976. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1633 orð | 1 mynd

ELSA DÓRÓTHEA HELGADÓTTIR

Elsa Dóróthea Helgadóttir fæddist í Ásgarði í Ólafsvík 25. júlí 1913. Hún lést á heimili sínu hinn 11. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sigurðardóttir, f. 27.10. 1877 í Ytri-Djúpavogsstekk, d. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 875 orð | 1 mynd

GUÐRÚN MARÍASDÓTTIR

Guðrún fæddist á Flateyri við Önundarfjörð hinn 3. febrúar 1918. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingigerður Mekkin Friðriksdóttir, f. 5. október 1896, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1057 orð | 1 mynd

GUNNAR SIGURÐSSON

Gunnar Sigurðsson, kennari, fæddist á Auðshaugi á Barðaströnd 1. júlí 1920. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Pálsson, cand. phil. og bóndi á Auðshaugi, f. 16.10. 1870, d. 19.10. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 524 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR

Hjördís Aðalsteinsdóttir fæddist á Siglufirði 20. nóvember 1943. Hún lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 31. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Siglufjarðarkirkju 11. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 795 orð | 1 mynd

HREFNA JÓNSDÓTTIR

Hrefna Jónsdóttir fæddist í Keflavík 24. ágúst 1938. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 11. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1579 orð | 1 mynd

JÓRUNN ÁRMANNSDÓTTIR

Jórunn Ármannsdóttir fæddist í Reykjavík 2. janúar 1917. Hún lést á Landakotsspítala 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ármann Ingimagn Halldórsson, skipstjóri, f. 31.12. 1892, d. 26.6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Afkomuviðvörun frá Vaka DNG

VAKI DNG gerir ráð fyrir að tap verði á reglulegri starfsemi félagsins en áætlanir ársins höfðu gert ráð fyrir hagnaði. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Basar á Hrafnistu í Hafnarfirði

ÁRLEGUR viðburður á Hrafnistu í Hafnarfirði er basar heimilisfólksins. Hann verður í ár laugardaginn 18. nóvember kl. 13-17 og mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16. Á basarnum verður á boðstólum fjölbreytt handavinna heimilisfólksins. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Eignarhlutur orðinn 20%

MIKIL viðskipti áttu sér stað í gær með hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni (TM). 364 milljónir króna skiptu um hendur í 35 viðskiptum og hækkaði gengi bréfanna um 7% og lokaði í 53,50. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 1538 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 16.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 16.11.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 400 30 77 132 10.220 Blálanga 90 90 90 85 7.650 Grálúða 200 170 200 455 90.880 Hlýri 145 70 131 6.256 817. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 294 orð

Hagnaður 66 milljónir

HAGNAÐUR Frjálsa fjárfestingarbankans hf. fyrstu níu mánuði ársins nam samkvæmt óendurskoðuðu árshlutauppgjöri 111 milljónum króna en að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam hagnaður bankans 66 milljónum króna. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 1091 orð | 4 myndir

Jöfn og stöðug aukning í framleiðni vinnuafls

FRAMLEIÐNI vinnuafls á Íslandi á árunum 1973 til 1997 jókst mikið eða um 54%. Sé litið nær í tíma má nefna að meðalvöxtur í framleiðni vinnuafls var 1,8% á tímabilinu 1993 til 1997. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Krónan aldrei veikari

GENGISVÍSITALA krónunnar náði í gær hæsta gildi sem hún hefur hingað til náð, eða 119,74 stigum innan dagsins. Lokagildi var 119,51 stig, sem jafnframt er hæsta lokagildi sem skráð hefur verið. Gengisvísitala er í raun verð erlendra gjaldmiðla. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Landsbankinn tjáir sig ekki um viðskiptavini

FYRIR viðskiptavini Landsbanka Íslands er mikilvægt að geta treyst því að bankinn tjái sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 92 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.381,25 0,88 FTSE 100 6.430,40 -0,03 DAX í Frankfurt 6.842,11 -1,71 CAC 40 í París 6.283,06 -0,30 OMX í Stokkhólmi 1.139,13 -1,17 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 385 orð | 1 mynd

Niðurstöður fyrir áramót

CARLSBERG-fyrirtækið í Danmörku og Coca-Cola Company gera ráð fyrir að ná samkomulagi um framleiðslu og dreifingu á Coca-Cola-gosdrykkjum á Norðurlöndum fyrir áramót. Fyrirtækin eiga saman Coca-Cola Nordic Beverages sem keypti Vífilfell á árinu 1998. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Nýr framkvæmdastjóri Járnblendifélagsins

NORÐMAÐURINN Frank Björklund hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins hf. Hann mun taka við starfinu um næstu áramót en fram til þess tíma mun núverandi framkvæmdastjóri, Bjarni Bjarnason, gegna starfinu. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 237 orð | 3 myndir

Skipulagsbreytingar hjá Baugi

NÝTT skipurit hefur tekið gildi hjá Baugi, sem miðar að því að styrkja innviði fyrirtækisins til framtíðar. Þá eru breytingar á yfirstjórn Hagkaups framundan með það leiðarljósi að styrkja sérvöruvæng. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Sænskur fjárfestir kaupir 3,5% í SH

FYRIRTÆKIÐ Hólshyrna ehf. gerði í fyrradag samning við Muirfield Invest AB í Svíþjóð, sem er í eigu sænska fjárfestisins Claes Kinell, um hlutabréfaskipti. Hólshyrna, sem átti um 7% hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. Meira
17. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 16.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 16.11. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Fastir þættir

17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 119 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 10. nóv. mættu 23 pör til spilamennsku og var að venju spilaður Mitchell-tvímenningur. Hæsta skor í N/S: Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 272 Ingibj. Kristjánsd. - Þorsteinn Erlingss. Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 351 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Guðmundur Sv. Hermannsson var hrifinn af spilamennsku Rúnars Einarssonar í þessu spili Íslandsmótsins í tvímenningi, en Guðmundur var sjálfur í hlutverki fórnarlambsins í vörninni. Austur gefur. Meira
17. nóvember 2000 | Viðhorf | 956 orð

Forsetaferðirnar

Íslensk þjóð fagnar því að geta ferðast með forseta sínum. Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 541 orð | 1 mynd

Góðar viðtökur gefa okkur byr

"VIÐTÖKURNAR hafa farið fram úr okkar björtustu vonum," sögðu þau Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson sem gefa út nýtt tímarit á Akureyri , Ak-tímarit , en tvö tölublöð eru þegar komin út og það þriðja á leiðinni, kemur út í byrjun... Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 1559 orð | 5 myndir

Íslenski hesturinn og John Lyons vinsæl atriði á Equine Affair

Það er ótrúlegt hve margt er að sjá á stórum hestasýningum í útlöndum. Það finnst okkur Íslendingum að minnsta kosti þar sem við höfum ekki haft tækifæri til að sjá slíkar sýningar hér heima, þó það standi til bóta. Ásdís Haraldsdóttir brá sér á eina slíka í Springfield í Bandaríkjunum og hitti meðal annars hinn fræga kappa John Lyons, sem þar reið íslenskum hesti í fyrsta sinn en vonandi ekki það síðasta. Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 501 orð | 1 mynd

Lífróður Svenska Dagbladet

SVENSKA Dagbladet kom út í smækkaðri mynd í gær í fyrsta sinn en það er tilraun - að sumra mati örvæntingarfull - til að koma blaðinu á réttan kjöl eftir milljarðatap á síðustu árum. Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 352 orð

Mál málanna í dag í blaðaheiminum

Þessa dagana er í tísku hjá flestum að stilla upp eins konar "topp tíu" lista yfir ögrandi viðfangsefni sem hinar ýmsu greinar þurfa að takast á við með tilliti til framgangs í hinni nýju fögru veröld. Meira
17. nóvember 2000 | Í dag | 444 orð | 1 mynd

Minning látinna í Laugarneskirkju

Fyrsta sunnudag í nóvember er haldin svonefnd allraheilagramessa þegar við minnumst þeirra sem látnir eru, og víða kemur fólk saman til minningarathafna. Haustið er tíminn þegar við hugleiðum hverfulleika lífsins og von eilífðar. Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

Shaw hættir hjá CNN

BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CNN hefur skýrt frá því að fréttaþulurinn Bernard Shaw, sem hefur starfað hjá stöðinni frá upphafi hennar fyrir um tveim áratugum, muni hætta á næsta ári. Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik. Gamla kempan Lajos Portisch (2.573) hefur marga hildina háð á skákborðinu. Þessi hálfsjötugi vinnuþjarkur er enn að og stóð sig með mikilli prýði á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir stuttu. Meira
17. nóvember 2000 | Dagbók | 978 orð

SKY Fréttir og fréttatengdir þættir.

SKY Fréttir og fréttatengdir þættir. VH-1 6.00 Non Stop Video Hits 12.00 So 80s 13.00 Non Stop Video Hits 17.00 So 80s 18.00 It's the Weekend 19.00 Solid Gold Hits 20.00 The Millennium Classic Years: 1989 21.00 It's the Weekend 22. Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 99 orð

Stór dagur hjá hestamönnum

Mikið stendur til hjá hestamönnum á morgun, laugardaginn 18. nóvember. Samráðsfundur fagráðs verður haldinn í Búnaðarþingssal á Hótel Sögu og hefst kl. 13. Efni fundarins er markaðssetning íslenska hestsins í Bandaríkjunum. Frummælendur verða m.a. Meira
17. nóvember 2000 | Fastir þættir | 530 orð | 1 mynd

The Guardian valið bezt hannaða blaðið í ár

YFIR tvöhundruð dagblöð frá 21 landi tóku í ár þátt í samkeppninni um titilinn "bezt hannaða blað Evrópu" (European Newspaper Design Award). Meira

Íþróttir

17. nóvember 2000 | Íþróttir | 505 orð | 1 mynd

ATHLON Ieper , lið Helga Jónasar...

ATHLON Ieper , lið Helga Jónasar Guðfinnssonar , sigraði lið Malaga frá Spáni , 88:84, í riðlakeppni Korac -bikarkeppninnar í körfuknattleik í fyrrakvöld. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 300 orð

Átak gegn lyfjamisnotkun

ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, stendur fyrir átaki gegn misnotkun lyfja í íþróttum. Að sögn Péturs Magnússonar, lyfjafræðings og umsjónarmanns lyfjaeftirlitsmála ÍSÍ, er markmið átaksins að vekja upp umræðu um lyfjamisnotkun, sérstaklega á meðal íþrótta- og líkamsræktarfólks. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 199 orð | 1 mynd

Birgir Leifur á Costa del Sol

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi frá Akranesi, hefur leik á lokaúrtökumóti evrópsku mótaraðarinnar í dag. Leikið er á tveimur völlum á Costa del Sol á Spáni, San Roque og Sotogrande völlunum. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 41 orð

HANDKNATTLEIKUR NISSAN-deildin 1.

HANDKNATTLEIKUR NISSAN-deildin 1. deild karla: Austurberg:ÍR - Stjarnan 20 Digranes:HK - Valur 20 Framhús:Fram - Breiðablik 20 Kaplakriki:FH - KA 20 Varmá:UMFA - ÍBV 20 2. deild karla: Fylkishöll:Fylkir - Þór A. 20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 118 orð

Hermann "snarbrjálaður"

"HANN er brjálaður. Alveg snarbrjálaður. Ég botna ekkert í honum!" Þannig lýsir Matt Holland fyrirliði Ipswich Town félaga sínum Hermanni Hreiðarssyni í samtali við nýjasta hefti enska knattspyrnutímaritsins Match. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 140 orð

HVORKI Haukar né Bodö hafa tapað...

HVORKI Haukar né Bodö hafa tapað leik í deildarkeppnum heimalanda sinna. Haukar hafa unnið alla níu leiki sína á Íslandsmótinu og Bodö hefur unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 4. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 112 orð

JENS Martin Knudsen, landsliðsmarkvörður frá Færeyjum...

JENS Martin Knudsen, landsliðsmarkvörður frá Færeyjum sem hefur varið mark Leifturs á Ólafsfirði undanfarin þrjú ár og þjálfaði liðið jafnframt í sumar, hefur gengið frá samningi við færeyska félagið NSÍ frá Runavík. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 223 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Boston - Washington 116:109...

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Boston - Washington 116:109 B. Stith 29 stig - M.Ritchmond 28 stig. Philadelphia - Cleveland 107:98 Þetta var áttundi sigur Philadelphia og liðið er enn taplaust. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 1273 orð | 2 myndir

Oft er gott, það er gamlir kveða

Ekki var það Teddy Sheringham, miðherji Manchester United, sem orti þessa stöku heldur Eiríkur prestur Hallsson sem uppi var á sautjándu öld. Það hefði þó alveg eins getað verið Sheringham. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 135 orð

Sigurður ekki til Keflvíkinga

NÚ er orðið ljóst að Sigurður Jónsson verður ekki næsti þjálfari knattspyrnuliðs Keflvíkinga. Sigurður hefur undanfarna daga átt í viðræðum við forráðamenn suðurnesjaliðsins um að taka við þjálfun liðsins en þær viðræður sigldu í strand í vikunni. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 57 orð

Souness seinkaði komu Tryggva

TRYGGVI Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu fer ekki til enska 1. deildarliðsins Blackburn fyrr en á sunnudaginn en til stóð að hann færi beint til Englands eftir leik Íslendinga og Pólverja í fyrrakvöld. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Staffan velur landsliðshóp til æfinga

SVÍINN Staffan Johansson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, hefur valið í landsliðshópana fyrir æfingar komandi vetrar. Staffan er kominn til landsins og verður með æfingabúðir fyrir landsliðsfólkið um helgina. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 204 orð

Talar við Cole

SAGA þess efnis að helstu framherjar Manchester United á þessari leiktíð, Teddy Sheringham og Andrew Cole, ræðist ekki við hefur gengið fjöllunum hærra í langan tíma. Hafi raunar ímugust hvor á öðrum. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 32 orð

Teddy Sheringham

Fæddur: 2. apríl 1966 í Lundúnum. Ferill: Millwall: 220 leikir/ 93 mörk. Aldershot (lán): 5 leikir/ 0 mörk. Nottingham Forest: 42 leikir/14 mörk. Tottenham Hotspur: 166 leikir/75 mörk. Manchester United: 87 leikir/ 26 mörk. England: 40 leikir/ 9... Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 168 orð

TEDDY Sheringham er maður vinsæll í...

TEDDY Sheringham er maður vinsæll í Manchester. Á Highbury í Lundúnum, heimavelli Arsenal, er hann aftur á móti enginn aufúsugestur. Aðdáendur Arsenal hafa lagt fæð á hann allar götur frá því hann lék með höfuðóvininum, Tottenham. Meira
17. nóvember 2000 | Íþróttir | 482 orð | 1 mynd

Vill að heimavöllurinn geri útslagið

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik mæta norska liðinu Bodö í tveimur Evrópuleikjum um helgina. Leikirnir eru liður í 3. umferð EHF-keppninnar en Haukarnir fóru inn í þessa keppni eftir að hafa verið slegnir út af portúgalska liðinu Braga í 2. umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Bodö sló hins vegar út lið Red Boys frá Lúxemborg á afgerandi hátt í 2. umferð EHF-keppninnar. Meira

Úr verinu

17. nóvember 2000 | Úr verinu | 238 orð

Fleiri á loðnu

BRÆLA var á loðnumiðunum út af Halanum á þriðjudag og miðvikudag en í gær var komið gott veður og rúmlega 10 bátar komnir á miðin. Hins vegar var enga loðnu að sjá um miðjan dag. Meira
17. nóvember 2000 | Úr verinu | 147 orð

Krefst lögbanns á Kvótaþing

GUÐBJÖRN Jónsson, formaður Landssambands íslenskra fiskiskipaeigenda, hefur krafist lögbanns á Kvótaþing vegna þess að það hafi verið ófáanlegt til að láta af því að selja veiðiheimildir án þess að fyrir liggi lögmæt eignrréttindi söluaðilans. Meira
17. nóvember 2000 | Úr verinu | 170 orð | 1 mynd

Opnað í Neskaupstað 2002

ERFINGJAR Jósafats heitins Hinrikssonar hafa formlega afhent Fjarðabyggð Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar en samkvæmt gjafabréfinu mun það að stofni til varðveitast í Neskaupstað, þar sem það verður opnað árið 2002. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1071 orð | 5 myndir

Atlaga að spékoppum í spiki

Talið er að 85-95% kvenna hafi svokallaða appelsínuhúð. Margar hafa eytt offjár í meintar töfralausnir og eru orðnar harla vantrúaðar á að hægt sé að vinna bug á litlu spékoppunum sem einkum setjast á rass, læri og upphandleggi. Tvær systur töldu Hildi Loftsdóttur á að fara í meðferð sem þær fullyrtu að gæfi góða raun. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1872 orð | 8 myndir

Eigið H-vítamín búið til

Sálfræðingarnir Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson hafa að undanförnu kennt fólki persónulega hæfni á hinum ýmsu námskeiðum á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Sveinn Guðjónsson brá sér á námskeið til að efla sjálfstraustið. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 28 orð

Gull í þolfimi

Halldór Jóhannsson varð nýlega Norðurlanda-meistari karla í þolfimi. Mótið fór fram í Svíþjóð og hafði Halldór nokkra yfirburði. "Loksins vann ég á móti," sagði Halldór með sigurbros á... Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 956 orð | 1 mynd

Hlátur í fullri alvöru

ÁRIÐ 1962 braust út hláturfaraldur meðal tólf til átján ára skólastúlkna í Tanzaníu. Ein smitaði aðra og svo koll af kolli þar til fólk í nálægum byggðarlögum gat ekki varist hlátri. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 69 orð

Hníf-jafnar kosningar

Dómari hafnaði kröfu um að halda áfram að endurtelja atkvæði í Flórída. Bush hefur hlotið þrjú hundruð fleiri atkvæði en Gore. Einstakar sýslur í Flórída mega halda áfram að senda inn leiðréttingar þrátt fyrir bannið. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 93 orð | 1 mynd

Jarðarför Ingiríðar drottningar-móður

Útför Ingiríðar drottningar fór fram frá dómkirkjunni í Hróars-keldu á þriðjudag. Leiðin frá járnbrautarstöðinni í Hróarskeldu að kirkjunni var þakin greni-greinum og fólk kastaði rósum undir hjól líkvagnsins. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1534 orð | 4 myndir

Konan við hafið

"Tískuskvísur nútímans eiga heima í helgimynd rétt eins og María mey," sagði myndlistarkonan Alda Ármanna Sveinsdóttir meðal annars í spjalli við Kristínu Heiðu Kristinsdóttur um lífshlaupið og listina. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 107 orð | 1 mynd

Köttur og keldusvín

Sérfræðingur telur að keldu-svínið á Kópaskeri geti lifað veturinn af, en keldusvín er einn fágætasti fugl landsins. Þetta keldusvín lenti í vindstreng og barst af leið. Köttur sá fuglinn þar sem hann kúrði í snjónum og klófesti hann. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 141 orð | 1 mynd

Lestar-slys í Ölpunum

Um 160 skíðamenn fórust í Ölpunum um helgina þegar eldur braust út í toglest. Lestin var í bröttum jarðgöngum og var björgunarstarf erfitt vegna reyks sem fyllti göngin. Átján tókst að komast út úr lestinni. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 29 orð

Ljósmyndasýning

"Móðirin í íslenskum ljósmyndum" nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Sýningin verður opin frá klukkan tíu til fjögur alla virka daga og stendur til... Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 277 orð | 3 myndir

Net með nýju sniði

SIÐPRÝÐI er ekki endilega hið fyrsta sem kemur upp í hugann þegar netsokkabuxur eru annars vegar. Fáir ímyndarfræðingar myndu í það minnsta tengja netsokka við nunnulíf eða piparmeyjar af léttasta skeiði. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1151 orð | 5 myndir

Nærfötin sem breyttust í þjóðbúning

Áhugi eykst sífellt á þjóðbúningum, aðallega á nútímaupphlut og peysufötum sem eru búningar tuttugustu aldarinnar, en nú í seinni tíð einnig á faldbúningi og upphlut af eldri gerð. Kristín Elfa Guðnadóttir kniplaði frásögn um þátt Heimilisiðnaðarfélagsins í þessari vakningu. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 43 orð

Verkfall kennara

Um sextíu kennarar við Verslunar-skóla Íslands fóru í verkfall á mánudag. Þeir eiga að semja við skólanefnd sína en ekki við ríkið eins og aðrir framhalds-skólakennarar. Ekkert miðar í átt að samkomu-lagi hjá kennurum og ríkinu. Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 27 orð

Þing Alþýðusam-bandsins

Grétar Þorsteinsson var endurkjörinn forseti Alþýðu-sambands Íslands með miklum yfirburðum. Meirihluti kjör-nefndar hafði mælt með Ara Skúlasyni. Á þinginu var samþykkt að skoða kosti aðildar að... Meira
17. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 131 orð | 1 mynd

Þrítugur maður játar

Þrítugur maður hefur játað að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana. Lögreglan í Kópavogi handtók manninn á þriðjudag grunaðan um aðild að hvarfi Einars Arnar. Einar Örn hvarf fyrir rúmlega viku. Meira

Ýmis aukablöð

17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 392 orð | 1 mynd

Af dönskum ástarsamböndum

Háskólabíó frumsýnir dönsku gamanmyndina Den eneste ene eða Hinn eina rétta eftir Susanne Bier. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 581 orð

Burstyn aftur í bíómyndirnar

BANDARÍSKA leikkonan Ellen Burstyn fer með eitt aðalhlutverkið í bíómyndum kvikmyndahúsanna í Reykjavík eins og hún gerði fyrir heilum 27 árum; hún leikur móður Lindu Blair í Særingamanninum frá 1973 og gerir það firnavel. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 1422 orð | 7 myndir

E

Afhending Eddunnar, verðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, fer fram í annað skipti hinn 19. nóvember nk. Þessi viðburður á að vera árlegur hápunktur í okkar þrönga kvikmyndaheimi og ríður á að vel sé að öllu staðið. Sæbjörn Valdimarsson spáir í hvaða myndir og hverjir það verða sem augu þjóðarinnar beinast að á sunnudagskvöldið. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 114 orð | 1 mynd

Eddu- og Óskarsspennan í hámarki

Í DAG er síðasti kjördagur fyrir val Edduverðlaunahafa og jafnframt framlags Íslands til Óskarsverðlaunanna. Almenningur hefur kosið á mbl. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 3927 orð | 3 myndir

Eina ástríðan í lífinu

Sumir halda því fram að kaflaskil hafi orðið í norrænni kvikmyndagerð með fyrstu dönsku dogmamyndinni og tala um fyrir og eftir Festen. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 338 orð

Enn um Lars og dansarann

ÞAÐ þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að Lars von Trier skiptir áhorfendum í tvo hópa, þá sem elska hann og hina, sem geta ælt, þegar þeir heyra á hann minnst. Nú hefur sænska blaðið Expressen komist að því, að þetta er ekki bara andleg ákvörðun, heldur geta legið líkamlegar ástæður að baki. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 357 orð | 1 mynd

Franskar gyðjur

FRÖNSK kvikmyndagerð stendur í blóma eftir lægð níunda áratugarins og því hafa franskar leikkonur verið mjög áberandi, enda hafa þær úr miklu að moða um þessar mundir. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 415 orð | 2 myndir

Helgarfjör

/Bíóborgin frumsýnir bresku myndina Human Traffic eftir Justin Kerrigan með John Simm í aðalhlutverki. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 47 orð

Helgin er komin!

Breska gamanmyndin Human Traffic er frumsýnd í dag í Bíóborginni en hún er eftir Justin Kerrigan, sem bæði leikstýrir og skrifar handritið. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 47 orð

Hinn eini rétti

Háskólabíó frumsýnir í dag rómantísku gamanmyndina Den eneste ene eða Hinn eina rétta eftir danska leikstjórann Susanne Bier . Með aðalhlutverkin fara m.a. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 59 orð | 1 mynd

Hjúkkan Betty

Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó og Nýja bíó, Akureyri, frumsýna í dag bandarísku gamanmyndina Nurse Betty eða Bettý hjúkku með Renée Zellweger, Chris Rock og Morgan Freeman í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Neil LaBute. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 396 orð | 2 myndir

Juliu Roberts-mynd án Juliu Roberts Ekki...

Juliu Roberts-mynd án Juliu Roberts Ekki er öll vitleysan eins, sem betur fer. Nú stendur fyrir dyrum gerð myndar með Juliu Roberts án þess að Julia Roberts sé með í myndinni. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 476 orð | 1 mynd

Látum verkin tala

"FRÆGÐIN hefur þann kost helstan að finnist einhverjum frægur maður vera leiðinlegur heldur sá að það sé sér að kenna," sagði Henry Kissinger og gat trútt um talað. Er furða þótt frægðin þyki eftirsóknarverð? Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 406 orð | 2 myndir

Listin að heyja stríð

Laugarásbíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna spennutryllinn The Art of War með Wesley Snipes í aðalhlutverki. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 1220 orð

NÝJAR MYNDIR MANCHESTER UNITED Regnboginn: Föstudag...

NÝJAR MYNDIR MANCHESTER UNITED Regnboginn: Föstudag kl. 4 - 6. Laugardag/sunnudag kl. 2 - 4 - 6. Stjörnubíó: 8 - 10þ Aukasýning föstudag kl. 12. NURSE BETTY Bíóhöllin: Kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20. Aukasýning föstudag kl. 12:30 Kringlubíó: Kl. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 279 orð | 2 myndir

Rauðu djöflarnir

/Regnboginn frumsýnir nýja heimildamynd um fótboltafélagið Manchester United þar sem rætt er m.a. við Sir Alex Ferguson. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 30 orð

Rauðu djöflarnir

Regnboginn frumsýnir í dag heimildarmynd um breska knattspyrnufélagið Manchester United en Icon Entertainment, kvikmyndafyrirtæki Mel Gibsons, framleiðir. Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 591 orð | 1 mynd

Spennan mest kringum bíómyndirnar

Á sunnudagskvöldið verður Eddan, uppskeruhátíð kvikmynda- og sjónvarpsgeirans, haldin öðru sinni. Páll Kristinn Pálsson spjallaði við Björn Brynjúlf Björnsson, stjórnarformann Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍK SA). Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 44 orð

Spennutryllir með Snipes

Laugarábíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag spennutryllinn Art of War með Wesley Snipes í aðalhlutverki. Leikstjóri er Christian Duguay en með önnur hlutverk fara Ann Archer, Donald Sutherland og Michael Bean . Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 94 orð | 1 mynd

Valdís klippir Connery fyrir Van Sandt

VALDÍS Óskarsdóttir kvikmyndaklippari hefur lokið við að klippa nýjustu bíómynd hins kunna bandaríska leikstjóra Gus Van Sandt , Finding Forrester , sem leikstjórinn kallar "systurmynd" Good Will Hunting en fyrir hana var hann tilnefndur til... Meira
17. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 393 orð | 1 mynd

Þegar lífið er sápuópera

Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja bíó Keflavík frumsýnir bandarísku gamanmyndina Nurse Betty með Renée Zellweger og Morgan Freeman. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.