BILL Clinton Bandaríkjaforseti heimsótti í gær vettvang þar sem verið er að grafa eftir bandarískum herflugmanni, sem skotinn var niður yfir Víetnam árið 1967.
Meira
PALESTÍNSKUR byssumaður réðst með skothríð inn í bækistöðvar lítillar ísraelskrar herstöðvar á Gaza-svæðinu í gær og drap einn hermann og særði tvo aðra áður en hann lét lífið sjálfur í gagnskothríð hermannanna.
Meira
GEORGE W. Bush, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, var kominn með 927 atkvæða forskot á keppinaut sinn, demókratann Al Gore, þegar utankjörfundaratkvæði höfðu verið talin í 66 af 67 sýslum Flórídaríkis í gær.
Meira
INNHEIMTAR tekjur ríkissjóðs á fyrstu tíu mánuðum ársins voru 10,4 milljörðum króna umfram greidd gjöld, samanborið við 11,3 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 1,4 milljarða afgang árið 1998.
Meira
RÍFLEGA 28 þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir í októbermánuði síðastliðnum á landinu öllu, ríflega 10 þúsund dagar hjá körlum og tæplega 18 þúsund dagar hjá konum.
Meira
SKIPTA virkjanir máli fyrir þjóðarbúið? Hver eru staðbundin áhrif þeirra? Munu virkjanir gegna lykilhlutverki í byggðaþróun framtíðarinnar? Landvernd og verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma standa fyrir málstofu þriðjudaginn...
Meira
Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa batnað mikið undanfarinn áratug en samt er augljóst, að þau hafa versnað nokkuð síðustu tvö árin. Kemur ýmislegt til, ekki síst deilan um Taívan og einnig innanlandsþróunin í Kína. Þar er verið að kasta út kommúnisma fyrir þjóðernishyggju og slík hugmyndafræði þrífst ekki nema eiga sér ákveðinn óvin. Í Kína er jafnvel rætt um styrjöld milli ríkjanna á næstu tíu árum.
Meira
Barizt um Hvíta húsið fyrir dómstólum ÞÓTT forsetakosningar hafi farið fram í Bandaríkjunum á þriðjudegi í liðinni viku var í þessari engin niðurstaða komin um hver yrði næsti húsbóndi í Hvíta húsinu í Washington, demókratinn Al Gore eða repúblikaninn...
Meira
MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá lögreglunni í Kópavogi vegna rannsóknar hennar á hvarfi og morði Einars Arnar Birgissonar. Hún birtist hér í heild með millifyrirsögnum Morgunblaðsins: "Allt frá því á aðfaranótt fimmtudagsins 9.
Meira
FJÓRAR fjölskyldur sem yfirgefa þurftu íbúðarhús sín eftir jarðskjálftana á Suðurlandi í sumar fengu afhent bráðabirgðahús síðastliðinn föstudag og fjórar til viðbótar fengu hús nú um helgina.
Meira
Rannsóknir danskra blaðamanna og sagnfræðinga sýna að vopnaverksmiðjur danska ríkisins framleiddu hergögn handa Þjóðverjum á styrjaldarárunum með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar. Upplýsingarnar hafa hleypt af stað að nýju umræðu um sekt eða sakleysi forráðamanna danskra fyrirtækja sem unnu fyrir hernámsliðið, segir Helgi Þorsteinsson í Kaupmannahöfn. Meira
Aðgerðarrannsóknafélag Íslands heldur fund um rekstur þjónustuvera miðvikudaginn 22. nóvember kl. 16.15-18 í Tæknigarði við Dunhaga, innra herbergi kaffistofu.
Meira
NÝ FYRIRLESTRARÖÐ hefst þriðjudaginn 21. nóvember hjá Karuna, samfélagi Mahayana-búddista á Íslandi. Yfirskrift þeirra er "Öðruvísi aðferð við að lifa", hver fyrirlestur er þó sjálfstæð eining. Kennari er enski búddamúnkurinn Ven.
Meira
DR. R. JOHN Hansman, Jr. heldur fyrirlestur þriðjudaginn 21. nóvember á vegum Flugmálastjórnar, kerfisverkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands, IEEE á Íslandi og stúdentafélags IEEE.
Meira
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra mun næstkomandi þriðjudag, 21. nóvember, afhenda aðalframkvæmdastjóra Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (International Maritime Organization - IMO), William A. O'Neil, líkan af víkingaskipi að gjöf.
Meira
FÉLAG grunnskólakennara hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingar um samningamál kennara. Sú fyrri er til stuðnings framhaldsskólakennurum: "Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur framhaldsskólakennara.
Meira
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi vill að Hringbrautin verði sú meginsamgönguæð sem tengist miðborg Reykjavíkur og leggur til að gerð verði jarðgöng sem nái frá Sóleyjargötu, undir Þingholtin og að mótum Lækjargötu og Geirsgötu.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur brýnt að borgaryfirvöld stuðli með markvissum hætti að netvæðingu heimilanna og að tækifæri fólks til notkunar á Netinu og veraldarvefnum takmarkist eins lítið og unnt er af menntun og fjárhag.
Meira
EINARI Erni Birgissyni og Atla Helgasyni, sem játað hefur að hafa orðið honum að bana, varð sundurorða vegna fjármála þar sem þeir voru staddir í Öskjuhlíð miðvikudaginn 8. nóvember sl. skv.
Meira
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði hækkun gjalda vegna heilbrigðiseftirlits, sorphirðu og hundahalds að umræðuefni á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag. Sagði hann þessar hækkanir á bilinu 28-44% á síðustu árum.
Meira
Í grein Péturs Péturssonar í Morgunblaðinu í gær, laugardag, misritaðist nafn Benedikts Sveinssonar, og hann sagður Lárusson. Leiðréttist þetta hér...
Meira
Játar að hafa orðið Einari Erni að bana Atli Helgason, 33 ára gamall viðskiptafélagi Einars Arnar Birgissonar, hefur játað að hafa orðið honum að bana að morgni miðvikudagsins 8. nóvember sl.
Meira
UNNIÐ er að því að lagfæra skeringar meðfram Suðurlandsveginum neðan Litlu kaffistofunnar og minnka með því áhrif skafrennings á þessum kafla vegarins. Þarna safnast gjarnan mikill snjór sem skapar mikla erfiðleika og slysahættu.
Meira
NÁUM áttum - fræðsluhópur stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 29. nóvember kl. 8.30 - 10.30 í Sunnusal Hótel Sögu. Verð er 1.500 kr. með morgunverði, óskað er eftir að þátttakendur staðgreiði við innganginn.
Meira
GUÐMUNDUR G. Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Munaðarnesi í Árneshreppi, var á ferðinni í gærmorgun til að líta á hákarlalykkjurnar í hjalli sínum. Guðmundur og Gunnsteinn Gíslason veiddu sjö hákarla síðastliðið vor og hafa verkað þá.
Meira
FÁMENNT var í miðborginni í fyrrinótt en nokkuð erilsamt var þó hjá lögreglunni í Reykjavík þar sem talsvert var um líkamsárásir. Í öllum tilvikum var þó um að ræða minni háttar árásir. Þá var einnig nokkuð um útköll vegna hávaða í...
Meira
MEIRIHLUTI borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti á borgarstjórnarfundi á fimmtudag ályktun um fjármál sveitarfélaga þar sem gerðar eru athugasemdir við að "samfara auknum heimildum sveitarfélaga til að hækka útsvar um 0,99% á næstu tveimur árum skuli...
Meira
FJALLAÐ verður um táknmál, trú og auglýsingar á málþingi sem haldið verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þriðjudaginn 21. nóvember og hefst kl. 15.
Meira
MikliR erfiðleikar eru í rekstri hótela og gististaða á landsbyggðinni. Nýting á landsbyggðarhótelum í október var innan við 14%. Á sama tíma er mikil þörf á fleiri hótelum í Reykjavík þar sem hótelnýting er yfir 90% yfir sumarmánuðina.
Meira
ARCTIC TRUCKS, dótturfyrirtæki P. Samúelssonar ehf., hefur gert samstarfssamning við bandaríska fyrirtækið Alpha Tyre System um framleiðslu á jeppadekkjum undir merki Arctic Trucks.
Meira
BRÖGÐ eru að því að umráðamenn ökutækja telji að fastanúmer ökutækja segi til um hvenær færa eigi bifreiðar með einkanúmeri til skoðunar. Þetta er ekki rétt.
Meira
VETURINN gerði vart við sig víða á fjallvegum og þjóðvegum í fyrrinótt. Vegurinn um Tjörnes var ruddur í gærmorgun en snjóflóð féll á veginn skammt norðan Húsavíkur. Flóðið var um 250 metrar á breidd og 1 metri á þykkt og lokaði umferð um...
Meira
STEFNT er að því að fyrir áramót verði gengið frá samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, að því er fram kom í framsöguerindi Stefáns P.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Þyrpingar hf. og Minjaverndar hf. um stofnun nýs eignarhaldsfélags, sem standa mun að byggingu nýs 73 herbergja, fjögurra stjörnu hótels í miðborg Reykjavíkur á horni Túngötu og Aðalstrætis.
Meira
ANNA Kristjánsdóttir prófessor heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands næstkomandi þriðjudag, 21. nóvember kl. 16.15.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR KR í knattspyrnu hefja titilvörn sína næsta sumar í Árbænum, þar sem þeir mæta Fylki, sem varð í öðru sæti á liðnu sumri í efstu deild karla í knattspyrnu, sem heitir Símadeildin á komandi keppnistímabili.
Meira
UM 10.000 embættismenn, sérfræðingar og fulltrúar hagsmunahópa frá yfir 170 löndum hófu á mánudag í Haag í Hollandi tveggja vikna framhaldsráðstefnu aðildarríkja loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Meira
Allra augu beinast nú að Hæstarétti Flórída sem ætlar að láta deiluna um atkvæðatalningu í ríkinu til sín taka á mánudag. Ragnhildur Sverrisdóttir segir ekki ólíklegt að rétturinn túlki kosningalög rúmt og líti fremur til vilja kjósenda en lagabókstafsins eins. Al Gore getur þó ekki gengið að stuðningi dómstólsins vísum.
Meira
ALEKSANDAR Dimitrov, utanríkisráðherra Makedoníu, kom síðdegis á föstudag í vinnuheimsókn til Íslands og átti viðræður við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.
Meira
ÞEMAVIKA var nýlega haldin í Grunnskólanum í Bakkafirði þar sem leitast var við að kynna þau lönd og það fólk sem hér er að vinna og hefur í sumum tilfellum sest hér að, mest Taílendingar og Pólverjar.
Meira
Leo Ingason fæddist í Haag í Hollandi 1. júlí 1952 og ólst þar upp fyrstu æviárin. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina, B.A.-prófi í bókasafns- og upplýsingafræðum með sagnfræði sem aukagrein en lauk síðar cand.mag prófi í sagnfræði. Hann hefur starfað við kennslu og ráðgjöf á sínu sviði og verið bæjarskjalavörður lengst fyrir Kópavogsbæ og er það enn. Leo er kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur, forstöðumanni skáningardeildar Landsbókasafns - Háskólabókasafns. Þau eiga tvö börn.
Meira
Hvers vegna fara kennarar í verkfall spurði Íslendingur, sem lengi hefur búið erlendis, viðmælanda sinn. Og bætti við: hvers vegna fer fólk í verkfall þegar slíkt góðæri ríkir sem nú og lífskjör hafa batnað jafnt og þétt síðari hluta þessa áratugar.
Meira
18. nóvember 1990: "Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf til kynna í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í fyrradag, að hann teldi nauðsynlegt að hækka skatta til þess að hægt væri að halda uppi núverandi velferðarkerfi.
Meira
Efnalaugin / Nettoyage à sec ½ Bældar hvatir eru megininntak þessa áhugaverða franska drama um flókinn ástarþríhyrning. Herbergi handa Romeo Brass / A Room For Romeo Brass Aldeilis fersk og skemmtileg mynd frá hinum mjög svo athyglisverða Shane Meadows.
Meira
LEIKARINN mæti Michael Caine lét einhverju sinni þau þungu orð falla í garð ættjarðar sinnar Englands að sér hefði löngum fundist hann vera utangátta og ekki hlotið þá virðingu samlanda sinna sem hann taldi sig eiga skilda.
Meira
FYRIRLESTUR verður í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, mánudaginn 20. nóvember kl. 15 í stofu 021. Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður kynnir eigin verk.
Meira
FYRIRLESTUR verður í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, mánudaginn 20. nóvember kl. 15 í stofu 021. Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður kynnir eigin verk.
Meira
MEG Ryan verður 39 ára í dag og því full ástæða til að kíkja í stjörnurnar hennar og sjá hvaða konu þessi sæta og vinsæla Hollywood-stjarna hefur að geyma.
Meira
Fólkið í blokkinni, geisladiskur með lögum og textum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Lögin syngja Eggert Þorleifsson, KK, Katla Þorgeirsdóttir, Regína Óskarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Karl Stefánsson.
Meira
LJÓÐMYNDASÝNING Ólafs Oddssonar ljósmyndara og Sigmundar Ernis Rúnarssonar skálds verður opnuð í húsakynnum Ingvars Helgasonar hf. við Sævarhöfða nk. þriðjudag kl. 18.
Meira
LISTASAFN SIGURJÓNS KL. 20 Gítar- og flaututónleikar Tónleikarnir eru liður í þriðja og síðasta hluta hátíðar Tónskáldafélagsins, sem hófst 18. október og lýkur 21. nóvember. Hátíðin er tileinkuð tónsmíðum frá 1985 og til aldarloka.
Meira
Eftir Ólafíu Ásmundsdóttur. Hönnun: Ólafía Ásmundsdóttir og Arnar Guðmundsson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Ólafía Ásmundsdóttir, 2000. 80 bls. Verð kr. 3.900.
Meira
Á nýjum diski með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur er að finna perlur úr kvikmyndum og söngleikjum 20. aldarinnar. Sigrún ræddi við Súsönnu Svavarsdóttur um það aðdráttarafl sem þessi tegund tónlistar hefur haft fyrir hana í gegnum tíðina.
Meira
Tonk of the Lawn, geisladiskur Egill S vs. Muddy Fog sem er hliðarsjálf myndlistarmannsins, og nú tónlistarmannsins, Egils Sæbjörnssonar. Egill flytur en honum til aðstoðar er Valgeir Sigurðsson (forritun og ýmsar hljóðritanir). Lög og textar eru eftir Egil Sæbjörnsson. Upptökustjórn var í höndum Valgeirs Sigurðssonar fyrir utan lagið "If You've Got A Nobody's Notion" en þar stýrði Egill upptökum sjálfur. 42,49 mín. Smekkleysa sm/ehf gefur út.
Meira
ÍSLANDSDEILD EPTA (Evrópusamband píanókennara), mun dagana 22.-26. nóvember standa fyrir fyrstu íslensku píanókeppninni og er hún ætluð efnilegum píanónemendum 25 ára og yngri.
Meira
Ritstjóri Hjálmar Sveinsson/útgefendur Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000. Nýlistasafnið/ Mál og menning 2000. Hönnun og umbrot: Harri. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/ Harri/ Jóhanna Ólafsdóttir/ Fabrizio Ferri. Prentun Oddi. Tilboðsverð á Nýlistasafninu 3.400 krónur fram til 19. nóvember.
Meira
JÓN Axel Egilsson hefur opnað myndlistarsýningu í bókasafni Seltjarnarness. Sýningin ber yfirskriftina Fjöllin, haustið og peran á borðinu. Jón Axel fæddist í Reykjavík 1944.
Meira
JÓN Axel Egilsson hefur opnað myndlistarsýningu í bókasafni Seltjarnarness. Sýningin ber yfirskriftina Fjöllin, haustið og peran á borðinu. Jón Axel fæddist í Reykjavík 1944.
Meira
SÖLUSÝNING stendur nú yfir á verkum Ingibjargar Helgu Guðmundsdóttur í Galleríi Garði, Austurvegi 4, Selfossi. Flest verkanna eru ný, dúkristu- og grafíkverk með blandaðri tækni ásamt glerverkum. Sýningin stendur til 12....
Meira
SÖLUSÝNING stendur nú yfir á verkum Ingibjargar Helgu Guðmundsdóttur í Galleríi Garði, Austurvegi 4, Selfossi. Flest verkanna eru ný, dúkristu- og grafíkverk með blandaðri tækni ásamt glerverkum. Sýningin stendur til 12....
Meira
Sólrún Bragadóttir sópransöngkona er gestur Tríós Reykjavíkur á tónleikum í Hafnarborg í kvöld, sunnudag, kl. 20. Orri Páll Ormarsson fór að finna Sólrúnu sem stendur á tímamótum á sínum ferli.
Meira
Út er kominn geisladiskurinn Fugl eftir fugl, sumar eftir sumar með lögum við ljóð þjóðþekktra skálda í flutningi valinkunnra tónlistarmanna. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við ljóðaunnandann og tónlistarmanninn Þormar Ingimarsson vegna þessa, en sá er potturinn og pannan í þessu verkefni.
Meira
Í dag er sunnudagur 19. nóvember, 324. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.
Meira
70 ÁRA afmæli. Nk. laugardag, 25. nóvember, verður sjötugur Sigfús J. Johnsen, Sóltúni 28, Reykjavík. Sigfús verður að heiman á afmælisdaginn en tekur á móti ættingjum og vinum í dag, sunnudaginn 19.
Meira
80 ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 20. nóvember, verður áttræður Magnús Þ. Jónsson frá Höll í Haukadal, Laugarnesvegi 104, Reykjavík . Af því tilefni tekur hann og fjölskylda hans á móti ættingjum og vinum í dag, sunnudag, kl.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 19. nóvember, verður áttræður Guðmundur Sigurjónsson, bifreiðastjóri, Fagrabæ 1. Eiginkona hans er Inga Kristjánsdóttir. Þau verða að heiman á...
Meira
Ekki alls fyrir löngu var ég spurður um það á förnum vegi, hvernig mér litist á orðin ásættanlegur og óásættanlegur. Sá, er spurði, er lögfræðingur og sagðist vera mjög óánægður með þá ofnotkun, sem virtist hér á ferðinni. Undir þetta tek ég heils hugar.
Meira
Átakaþingi Alþýðusambands Íslands er nýlokið. Eins og kunnugt er hafði Ari Skúlason ekki erindi sem erfiði í viðleitni sinni til að steypa Grétari Þorsteinssyni af forsetastóli.
Meira
ÉG varð fyrir því að óláni að detta um daginn á Listabrautinni. Framhjá mér keyrðu um það bil tuttugu bílar og hægðu á sér, en enginn stoppaði, þar til tvær konur á akreininni fjær mér sáu mig liggjandi, bjargarlausa.
Meira
Hið einstaka við íslenskar aðstæður er, segir Sigrún Davíðsdóttir, að stjórnmálamönnunum skuli hafa liðist að taka ekki ákvörðun um hvar Ísland eigi að vera.
Meira
Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Páll J. Árdal TÁRIN Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja...
Meira
Á VORI komanda verður Þingeyrarkirkja í Dýrafirði 90 ára. Hún var byggð á árunum 1909-1911 og vígð 9. apríl 1911. Áður stóð kirkja á Söndum utan og ofan við Þingeyri a.m.k. frá því á 13. öld.
Meira
Árni Guðmundsson var fæddur í Vestmannaeyjum 25. júní 1926. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi sunnudags 12. nóvember síðastliðins.
MeiraKaupa minningabók
Árný Ólína Ármannsdóttir fæddist á Akranesi 29. október 1963. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ingunn Ástvaldsdóttir frá Þrándarstöðum, f. 18. júní 1943, og Ármann Árni Stefánsson frá Skipanesi, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Kristjana Hákonía Sturludóttir (í daglegu tali innan fjölskyldunnar var hún kölluð Didda) var fædd á Hreggsstöðum í Barðastrandarhreppi, V-Barðastrandarsýslu 9. nóvember 1926. Hún lést á Elliheimilinu Grund 11. nóvember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Magna Sæmundsdóttir fæddist á Krakavöllum í Flókadal í Fljótum 19. september 1911. Hún lést 13. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sæmundar Dúasonar, bónda og síðar kennara í Fljótum, í Grímsey og á Siglufirði, og Guðrúnar Þorláksdóttur.
MeiraKaupa minningabók
Þorkell Jóhannsson fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1929. Hann lést á Universiti Hospital í Odense, Danmörku, 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Þorkelsson frá Siglufirði, f. 6.9. 1895, d. 5.5. 1933, og Þorbjörg Magnúsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
ALFA Romeo 147 var kjörinn bíll ársins í Evrópu. Alfa fékk þó aðeins þremur atkvæðum meira en nýr Ford Mondeo, 238 stig á móti 235 stigum Ford Mondeo.
Meira
ARCTIC Trucks, dótturfyrirtæki P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota, hefur gert samstarfssamning við bandaríska fyrirtækið Alpha Tyre System um framleiðslu á jeppadekkjum undir merki Arctic Trucks.
Meira
OPEL Astra Coupé er frumsýndur um helgina hjá Bílheimum. Astra Coupé fellur, eins og nafnið gefur til kynna, inn í Astra-fjölskylduna enda smíðaður á sömu botnplötu og Astra-stallbakurinn.
Meira
Ferðalög og fræðsla eru samtvinnuð í tilboði sem ferðaskrifstofan Landnáma og Mannheimar sameinast um að bjóða starfsfólki og stjórnendum fyrirtækja.
Meira
LAND Rover á sér marga aðdáendur hérlendis enda var bíllinn lengi helsta samgöngutæki landsmanna til sveita. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var og fyrir tæpum þrettán árum kom fyrst á markað ný gerð Land Rover sem kallaðist Discovery.
Meira
Haukur Þór Hauksson, framkvæmdastjóri Borgarljósa ehf. og formaður Samtaka verslunarinnar, var að koma frá eyjunni Balí í Indónesíu ásamt eiginkonu sinni Ástu Möller.
Meira
FÆRRI ferðamenn í skipulögðum pakkaferðum eru nú óánægðir með frí sitt en áður samkvæmt niðurstöðum úr nýrri, breskri könnun en 9% farþega halda því samt sem áður fram að lýsingar í ferðabæklingum séu rangar.
Meira
AT405 eru radíaldekk. Freyr Jónsson, tæknistjóri hjá Arctic Trucks, hannaði dekkið frá grunni. Dekkið verður smíðað í svokölluðu fjölpressumóti, sem er sama framleiðsluaðferð og höfð er við framleiðslu fólksbíladekkja.
Meira
NÝTT fyrirtæki, MAX1 bílavaktin, hefur opnað að Bíldshöfða. Brimborg er eigandi verkstæðisins sem þjónustar allar bílategundir. MAX1 veitir hjólbarða- og smurþjónustu ásamt rafgeymaþjónustu. Auk þess er boðið upp á þurrkublöð, ísvara og peruskipti.
Meira
GÍFURLEGUR áhugi var á öllu varðandi Ísland á kynningarbás íslenskra ferðamálafyrirtækja á einni stærstu ferðamálaráðstefnu heims í London í síðustu viku.
Meira
BRIMBORG hefur hafið innflutning á Citroën-bifreiðum eftir nær áratugar fjarveru þessarar þekktu bílategundar á íslenskum markaði. Breið lína fólksbíla auk sendibíla verður frumsýnd helgina 25.-26.
Meira
BRIMBORG hefur hafið innflutning á Citroën-bifreiðum eftir nær áratugar fjarveru þessarar þekktu bílategundar á íslenskum markaði. Breið lína fólksbíla auk sendibíla verður frumsýnd helgina 25.-26.
Meira
Mikill áhugi er meðal landsmanna á aðventuferðum og dæmi um að færri komist að en vilja. Ferðafélag Íslands og Ferðafélagið Útivist bjóða meðal annars upp á árlegar aðventuferðir.
Meira
Vél: 2,5 lítra, fimm strokka dísilvél, með forþjöppu og millikæli. Bein innspýtingin. Afl: 138 hestöfl við 4.200 sn./mín. Tog: 300 Nm við 1.950 sn./mín. Hámarkshraði: 157 km/klst. Hröðun: 17,1 sekúnda úr kyrrstöðu í 100 km. Fjöðrun: Gormafjöðrun.
Meira
BANDARÍSKA flugfélagið, American Airlines, hefur skýrt frá því að það hyggst í auknum mæli nota lófatölvur við innritun farþega í flug, en með þeim getur innritun farþega átt sér stað hvar sem er við útgönguhliðið.
Meira
SKÍÐASVÆÐI í Noregi eru nú opnuð eitt af öðru, þau fyrstu nú um helgina. Í Aftenposten var nýlega athuguð staðan á 14 skíðasvæðum í Noregi, þar sem bæði eru aðstæður til skíðagöngu og til að fara á svigskíði.
Meira
Ferðaskrifstofan Terra Nova hefur gerst aðalumboðsmaður fyrir þýsku ferðaskrifstofuna TUI. Að sögn Guðbjörns Guðbjörnssonar, sölustjóra hjá Terra Nova, er TUI stærsta ferðaskrifstofa heims.
Meira
FYRIR skömmu var ný átján herbergja viðbygging tekin í notkun á Hótel Höfða á Ólafsvík. Nýju herbegin eru öll tveggja manna og með sturtu að sögn Eyglóar Egilsdóttur, framkvæmdastjóra og eiganda hótelsins.
Meira
Santóríní eða Þíra eins og eyjan heitir á grísku er syðst Hringeyja í gríska eyjahafinu. Af hafi líkist hún einna helst topplausri keilu, er enda ævagamalt eldfjall, og án efa sérkennilegasta eyja Grikklands.
Meira
EFTIRLÍKING af frægasta skipi heims, Titanic, mun að öllum líkindum líta dagsins ljós í San Francisco á næstunni og verða notað sem lúxushótel þar sem það mun liggja við landfestar í höfninni.
Meira
ÞRÍR söluhæstu bílarnir í Noregi fyrstu tíu mánuði ársins eru VW, Toyota og Opel. Hérlendis eru það Toyota, Nissan og VW. Í Noregi seldust á tímabilinu 83.633 bílar, sem er 13,8% samdráttur, en 12.284 á Íslandi, sem er 10,1% samdráttur.
Meira
FYRSTI tvinnbíllinn sem kom á markað utan Japans, þ.e. bíll með tvenns konar vélum, var tveggja dyra og tveggja sætaHonda Insight og markaðurinn var Bandaríkin. Áður hafði Toyota kynnt Prius á heimamarkaði, fernra dyra og fimm manna bíl.
Meira
Fyrir 3.500 árum varð gífurlegt sprengigos sem eyddi menningarþjóðum á Þíru og Krít. Eftir stóð einhver fegursta eyja í Evrópu og þó víðar væri leitað. Stefán Ólafsson fór til Santóríní í sumar en hann segir líklegt að eyjan sé uppspretta sagnanna um hina fornu Atlantis.
Meira
Þýskaland Menningar- tengt þýskunám í Freiburg Hraðnámskeið ætlað þeim sem vilja á stuttum tíma ná hámarksárangri í þýsku verður haldið í Freiburg dagana 21. janúar - 1 febrúar, 2001. Megináhersla verður lögð á þjálfun talmáls.
Meira
"SVÍARNIR" í íslenska landsliðinu, þeir Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson (sem báðir eru búsettir í Stokkhólmi), spila um þessar mundir í sænska meistaramótinu, meðal annars í sveit með fyrirliða sænska landsliðsins.
Meira
Rás 1 6.05 Árla dags, morgunþáttur Rásar 1, er á dagskrá alla virka daga frá kl. 6-9. Á heilu tímunum eru fluttar fréttir og fréttaskýringaþátturinn "Hér og nú" er á dagskrá eftir fréttir kl. 8. Umsjónarmaður morgunþáttarins, Vilhelm G.
Meira
Einn helsti gallinn við tvískipt heilbrigðiskerfi er að það býr til afgerandi skiptingu í samfélaginu og ljær þeirri skiptingu viðurkenningaryfirbragð, svo hún fær á sig blæ eðlilegs ástands.
Meira
Landnámsbær Ingólfs Arnarsonar stóð trúlega vestan Aðalstrætis, sunnanverðs. Stefán Friðbjarnarson telur að í túnfæti hans hafi fyrsta kirkjan í Reykjavík verið reist.
Meira
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er sitjandi formaður Jöklarannsóknafélags Íslands og er að ljúka þriðja ári sínu í þeim stóli. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Magnús um jöklamennsku fyrr og nú og hvernig hlutverk JÖRFÍ hefur breyst í áranna rás.
Meira
Bjarni Hákonarson er framkvæmdastjóri I7 Software Asia (P) Ltd. Hann er fæddur í Reykjavík 24. júní 1961. Að loknu námi í grunnskóla stundaði hann nám í Vélskóla Íslands. Hann vann hjá IMG við rekstrarráðgjöf á árunum 1985 til 1990. Síðast vann hann hjá Teymi hf. og stóð að uppbyggingu fjarvinnsluhóps fyrirtækisins. Hann hefur einnig um langt árabil unnið að félagsmálum víða um heim og hefur mikla reynslu af skipulagi á alþjóðasamstarfi. Bjarni er fráskilinn og á tvö börn.
Meira
Á daginn er áreitið mikið. Lykt af mat, kryddi og kúaskít; eilíf hróp prangara og rikksjóekla; kaupmenn vilja draga fólk út úr þvögunni og sýna silki, skó, töskur, skart. En í morgninum er viðkvæm kyrrð, sem bíður þess að vera...
Meira
Mál og menning gefur út bókina Einn á ísnum - Gangan á norðurpólinn eftir Harald Örn Ólafsson sem lýsir eins og titillinn gefur til kynna för hans á norðurpólinn. Bókina prýða um 200 ljósmyndir.
Meira
Auðvitað er hún fáheyrð þessa regla, að þeir sem flest atkvæði fá í kosningum eru taldir kjörnir. Ellert B. Schram segir að í Bandaríkjunum hafi aldrei verið tíðkuð svoleiðis vitleysa. Og alls ekki í forsetakosningum.
Meira
Anne McLaren er þekktur vísindamaður á sviði líffræði í Bretlandi og situr í ráðgjafarnefndum stjórnvalda sem fjalla um notkun á stofnfrumum úr fóstrum í vísindarannsóknum. Bretar hafa fyrstir vestrænna þjóða leyft slíkar rannsóknir en með skilyrðum.
Meira
DAGBÓK Háskóla Íslands 20.-26. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.
Meira
Það er grámi í lofti en fyrstu íbúarnir eru þegar komnir á kreik. Einn og einn hjólastiginn rikksjór fer hjá, fólk burstar tennur með mjúkum viðartágum; tesalinn gengur um með grind hlaðna glösum af sætu tei sem fólk svolgrar í sig.
Meira
JPV-forlag hefur gefið út bókina Engin venjuleg kona - litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu. Í bókinni segir Sigrún frá stormasömum æviferli - gleði og sorgum, bæði í einkalífi og starfi - á einlægan hátt.
Meira
DALAI Lama flýði frá Tíbet 31. mars 1959 og hefur síðan búið í útlegð á Indlandi. Hann flýði eftir að hafa reynt að sporna gegn því að her Kínverska alþýðulýðveldisins lagði land hans undir sig á árunum 1949-1950.
Meira
Fyrir stuttu sendi Johnny Cash frá sér breiðskífu sem tekið hefur verið fagnandi víða um heim. Árni Matthíasson rekur feril þessa merkilega tónlistarmanns sem sungið hefur inn á um 500 plötur á 45 ára tónlistarferli sínum.
Meira
Það var brotið blað í jöklarannsóknum á Íslandi um þetta leyti vetrar fyrir réttum fimmtíu árum en þá var Jöklarannsóknafélag Íslands stofnað. Allar götur síðan hefur vitneskja og skilningur á þessum einkennum lands vors, sem jöklarnir eru, hlaðist upp, mannskepnunni til mikilla hagsbóta, gagns og gamans.
Meira
NÚ brenna orkumálin á okkur meira en nokkru sinni. Olían hækkar. Straumhraðinn í lífæð okkar, olíuæðinni frá Austurlöndum, fer eftir pólitísku ástandi í Ísrael og Palestínu. Ballið er rétt að byrja.
Meira
Í hlutverki leiðtogans nefnist ný bók eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur sem út kemur hjá Vöku-Helgafelli í vikunni. Þar ræðir Ásdís Halla við fimm íslenska leiðtoga, þau Davíð Oddsson, Hörð Sigurgestsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Kára Stefánsson og Vigdísi Finnbogadóttur.
Meira
Í fréttatilkynningu frá NASF, Norður-Atlantshafslaxasjóðnum kemur fram að Atlantshafslaxinn sé svo nálægt gereyðingu í helstu laxahéruðum Bandaríkjanna, að tvær helstu veiðimálastofnanirnar vestanhafs hefðu sett hann á válista.
Meira
Það er ekki laust við að nokkrum "ljóma" stafi af nafni Davíðs Scheving Thorsteinsson - hann var lengst af forsvarsmaður Sólar, dótturfyrirtækis Smjörlíkis hf., en það fyrirtæki varð til úr Ljóma og tveimur öðrum smjörlíkisfyrirtækjum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Davíð. Hann lauk fyrir skömmu störfum sem formaður nefndar sem unnið hefur og kynnt ný lög um alþjóðlega viðskiptamiðstöð á Íslandi.
Meira
Margir Íslendingar eru þekktir af verkum sínum í Kanada. Einn þeirra er athafnamaðurinn Þráinn Kristjánsson, sem á og rekur fimm veitingahús í Winnipeg í Manitoba-fylki, en Steinþór Guðbjartsson forvitn-aðist um hagi hans vestra á dögunum.
Meira
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Tom Hanks fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd eftir Robert Zemeckis sem heitir Skipreka eða Cast Away en Hanks segir ekki orð í heilan klukkutíma í myndinni. Arnaldur Indriðason skoðaði hvers konar verk þetta er og lítur yfir feril Hanks í kvikmyndum.
Meira
HVERGI er meira að gerast í tónlist hér á landi í dag en í því sem hafa viljað kalla harðkjarnatónlist. Hver afbragðssveitin af annarri sprettur fram og harðkjarnaplötur eru teknar að koma út.
Meira
Nils Axelsen er læknir og deildarstjóri hjá Statens Serum Institut, einni öflugustu rannsóknamiðstöð Danmerkur í læknisfræði. Starfsmenn hennar eru um 1.200. Axelsen á sæti í Norrænu lífvísindasiðanefndinni.
Meira
ÞAÐ GETUR verið erfitt fyrir frostbitna Íslendinga að ímynda sér nútímastórborg þar sem suðrænir ávextir detta í höfuðið á manni úr trjám sem eru á hæð við tólf hæða hús og litlir apar sitja á grein og týna ávexti upp í sig.
Meira
Fá blindir sýn, munu lamaðir ganga á ný, verða þeir sem misst hafa útlim aftur heilir? Verður hægt að útrýma fæðingargöllum og ber okkur að reyna það? Nýr heimur er að opnast í læknisfræði með rannsóknum á stofnfrumum manna en ljóst er að um leið vakna erfiðar siðfræðispurningar um hugsanlega misnotkun á nýrri þekkingu. Kristján Jónsson var á norrænni ráðstefnu um þessi mál.
Meira
Samkvæmt skilgreiningu bandaríska geðlæknafélagsins er talið að einstaklingur sé haldinn sjúklegri spilafíkn hafi hann fimm eftirtalinna einkenna.1. Hugsar stöðugt um peningaleiki.2. Hefur þörf fyrir að leggja sífellt meiri peninga undir.3.
Meira
Eitt af mínum uppáhaldslögum er "Little Things Mean A Lot", sem Guðrún Á. Símonar söng svo eftirminnilega. Það er boðskapur texta lagsins sem heillar mig mest og ekki er verra hve hann er fallega tónmálaður. Fyrir mér felur titillinn einn og sér í sér mikla lífsspeki.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.