Greinar laugardaginn 25. nóvember 2000

Forsíða

25. nóvember 2000 | Forsíða | 346 orð

Áfangasigur fyrir Bush

HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna ákvað í gærkvöld að taka fyrir áfrýjun Georges W. Bush, forsetaefnis repúblikana, á dómi hæstaréttar í Flórída, en repúblikanar krefjast þess að niðurstaða handtalningar atkvæða í ríkinu verði ekki tekin gild. Meira
25. nóvember 2000 | Forsíða | 90 orð | 1 mynd

Óvíst um niðurstöður í Haag

RÁÐHERRAR þeirra 180 landa, sem taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag, áttu að funda í nótt til að freista þess að komast að samkomulagi um útfærslu Kyoto-bókunarinnar. Meira
25. nóvember 2000 | Forsíða | 189 orð

Riðuveiki greind í þýskum kúm

ÓTTI manna um að riðuveiki væri útbreiddari en áður var talið var staðfestur í gær, þegar fregnir bárust af því að veikinnar hefði orðið vart í nautgripum í Þýskalandi og á Azor-eyjum. Meira
25. nóvember 2000 | Forsíða | 285 orð | 1 mynd

Samstarf öryggissveita þjóðanna tekið upp á ný

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, samþykktu í gær að taka á ný upp samstarf milli öryggissveita þjóðanna og að samstarfsskrifstofur þeirra yrðu opnaðar aftur. Meira

Fréttir

25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 51 orð

Aðalfundur Hollvinafélags guðfræðideildar

AÐALFUNDUR Hollvinafélags guðfræðideildar Háskóla Íslands verður haldinn mánudaginn 27. nóvember nk. í stofu V í Aðalbyggingu HÍ og hefst kl. 17. Á dagskrá fundarins verða venjubundin aðalfundarstörf auk umræðna. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 195 orð

Afar og ömmur í fæðingarorlof

EINN stærsti vinnuveitandi Bretlands, stórmarkaðakeðjan Asda, hyggst bjóða öfum og ömmum að sækja um allt að einnar viku fæðingarorlof vegna fæðingar barnabarns síns. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 189 orð | 1 mynd

Afgreiðslan á Húsavík í nýtt húsnæði

Húsavík -Afgreiðsla Sparisjóðs Suður-Þingeyinga á Húsavík flutti í nýtt húsnæði á dögunum, starfsemin hefur verið til húsa í Söludeildinni sem er eitt af gömlu kaupfélagshúsunum. Meira
25. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 28 orð

Aglow-fundur

AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í Félagsmiðstöðinni í Víðilundi 22 á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 27. nóvember, kl. 20. Ingibjörg Baldursdóttir flytur ræðu kvöldsins. Söngur, lofgjörð, fyrirbænaþjónusta og... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur. Sunnudagaskóli einnig kl. 11, fyrst í kirkjunni en síðan í safnaðarheimili. Guðsþjónusta kl. 14.30 á Seli, sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Æðruleysismessa... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 500 orð | 1 mynd

Algengast að leita hjálækna vegna bakverks

EMBÆTTI landlæknis hefur gefið út rit um hjálækningar og hefðbundnar lækningar á Íslandi eftir Robert Anderson, lækni og mannfræðing, en hann er prófessor í deild félagsvísinda og mannfræði við Mills College í Oakland í Kaliforníu. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 532 orð | 1 mynd

Andstæðingar "Evrópuhers" gagnrýndir

DEILURNAR í Bretlandi um fyrirhugaða þátttöku í sameiginlegum hersveitum Evrópusambandsins mögnuðust enn í gær, þegar Chris Patten, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, réðst harkalega á Íhaldsflokkinn fyrir andstöðu hans við... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð

Aukanámskeið í jólaskreytingum

VEGNA mikillar aðsóknar á jólaskreytingarnámskeið Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi hefur verið ákveðið að bjóða upp á eitt námskeið í viðbót. Það verður haldið sunnudaginn 3. desember í húsakynnum skólans frá kl. 10 til 16. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Auknar líkur taldar á þingkosningum í maí

VERKAMANNAFLOKKURINN í Bretlandi fór með sigur af hólmi í þrennum mikilvægum aukakosningum til breska þingsins í fyrradag. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Álitamálin eru svo mörg

STUNDUM liggur mönnum mikið á hjarta á Alþingi. Hér er Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í hrókasamræðum við sessunaut sinn vegna einhvers álitaefnisins. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Átta falla í uppreisn í Phnom Penh

KAMBÓDÍSKIR lögreglumenn skutu átta menn til bana í gær þegar tveir hópar uppreisnarmanna réðust inn í opinberar byggingar og börðust við öryggissveitir í Phnom Penh. Fimmtíu uppreisnarmenn voru handteknir og jafn margra var enn leitað í gær. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 149 orð | 1 mynd

Barnaskóli Vestmannaeyja 120 ára

Vestmannaeyjum -Á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. var þess minnst í Vestmannaeyjum að 120 ár voru liðin síðan Barnaskólinn í Vestmannaeyjum hóf starfsemi og hefur hann starfað sleitulaust síðan. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

Björgunarsveitum verði léttur róðurinn

SAMGÖNGURÁÐHERRA verður falið að setja á fót nefnd með það að markmiði að létta rekstur björgunarsveita í landinu og bæta starfsaðstöðu þeirra ef Alþingi samþykkir þingsályktunartillögu sem Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki, hefur lagt fram. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð

Bókakynning í Mosfellsbæ

BÓKAKYNNING verður á veitingahúsinu Álafossföt bezt í Mosfellsbæ í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Í órólegum takti, skáldsaga eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur, blaðamann. Höfundur les. Nærmynd af Nóbelsskáldi - Halldór Kiljan Laxness í augum samtímamanna. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 569 orð | 2 myndir

Bretland mikilvægasta viðskiptalandið

Örn Valdimarsson er viðskiptafulltrúi í breska sendiráðinu. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum 1981 og nam síðan markaðs- og útflutningsfræði hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Hann er núna í fjarnámi við háskólann í Nottingham í markaðs- og útflutningsmálum. Örn starfaði áður sem sölumaður og síðar sölustjóri hjá heildversluninni Sund, áður en hann stofnaði eigið fyrirtæki, Rekord, sem hann rak í tvö ár. Eiginkona hans er Guðbjörg María Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Byggingarbasar og múrsteinakaffi

ÁRLEGUR jólabasar og kaffisala ABC-hjálparstarfs verður á morgun, sunnudaginn 26. nóvember, kl. 11-17 í Veislusalnum í Sóltúni 3. Að þessu sinni verður safnað fyrir múrsteinum í byggingu El Shaddai-barnaheimilisins við Chennai (Madras) á Indlandi. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 72 orð | 2 myndir

Dramb er falli næst

Ólafsvík- Þessi myndarlega snjókerling varð á vegi fréttaritara þar sem hann ók um götur Hellissands fyrir skömmu. Snaraðist hann út úr bíl sínum og tók mynd af kerlingunni sem var hnakkakert og mikilúðleg og skein drambsemin úr svip hennar. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 256 orð

Eitur í Stasi-skjölum

UM tuttugu manns sem vinna við að flokka skjöl úr safni gömlu austur-þýsku öryggislögreglunnar í Berlín, Stasi, hafa að sögn norska blaðsins Aftenposten veikst og eru sjúkdómseinkenni hin sömu hjá öllum: Mikill höfuðverkur, blóðnasir, niðurgangur og... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Eldvarnavika hefst á mánudag

LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efnir til eldvarnaviku við upphaf jólamánaðarins sem að þessu sinn er vikan 27. nóvember-3. desember. Meira
25. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Eyfirsk lög og ljóð

BJÖRG Þórhallsdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari koma fram á þrennum útgáfutónleikum í Eyjafirði um helgina, en í dag, laugardaginn 25. nóvember, kemur út hljómdiskur þeirra; Það ert þú! Eyjafjörður - ljóð og lag. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 54 orð

Félagsfundur hjá MS-félaginu

MS-FÉLAG Íslands heldur félagsfund á morgun, sunnudaginn 26. nóvember, í MS-heimilinu, Sléttuvegi 5 kl. 14. Ólöf Bjarnadóttir endurhæfingarlæknir segir frá athyglisverðri rannsókn varðandi endurhæfingu sem stendur fyrir dyrum ef næg þátttaka fæst. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 641 orð | 1 mynd

Forsmekkurinn að því sem koma skal

NÚ ER farið að styttast til jóla sem þýðir að annir aukast mjög á Alþingi enda bíða mörg mál afgreiðslu. Á þriðjudag fengu þingmenn, starfsmenn Alþingis og aðrir sem fylgjast með þingstörfum forsmekkinn að því sem koma skal en þá stóð þingfundur frá kl. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Framkvæmdir í fullum gangi

ÞAÐ hefur viðrað sérlega vel til útivinnu í allt haust, sem hefur ekki síst komið sér vel fyrir byggingariðnaðinn. Þar hefur mikil þensla verið og margvíslegar framkvæmdir í gangi. Meira
25. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 434 orð

Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í Staðardagskrá 21

Eftirfarandi markmið um framtíðarsýn Reykjavíkur hvað varðar ellefu málaflokka er að finna í drögum að Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík: Fráveita Strendur borgarinnar verði aftur hreinar og ómengaðar. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fræðslufundur um Götusmiðjuna

FRÆÐSLUFUNDUR verður haldin mánudaginn 27. nóvember á vegum Foreldrafélags Götusmiðjunnar og IOGT í Stangarhyl 4, 2. hæð. Á fundinum flytur Hugo Þórisson sálfræðingur erindi um samskipti foreldra og barna. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 315 orð | 2 myndir

Fujimori má setjast að í Japan

ALBERTO Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, fær að setjast að í Japan, í landi forfeðra sinna. Skýrðu talsmenn japanska utanríkisráðuneytisins frá því í gær en samkvæmt japönskum lögum hefur sá, sem á japanska foreldra, ríkisborgararétt í Japan. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fyrirlestur um áhrif foreldra í uppeldinu

FYRIRLESTUR verður í Foreldrahúsinu, Vonarstræti 4b mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Fjallað verður um mikilvægi þess að foreldrar líti á sig sem fyrirmyndir. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð

Gengi deCODE hækkaði um 25,8%

GENGI bréfa í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 25,8% í gær á bandaríska Nasdaq-verðbréfamarkaðinum, en lokagengi var 17,06 Bandaríkjadollarar á miðvikudag og hækkaði gengið um 3,5 dollara. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 226 orð

Gengi krónunnar styrktist í miklum viðskiptum í gær

Gengi krónunnar styrktist mikið í miklum viðskiptum í gær og hækkaði gengið um tæplega 2% eftir stöðugt sig undanfarna daga. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Giskað á fjölda kókflaskna

ELECTRIC - Raftækjaverslun HEKLU, Vífilfell og Nýkaup í Kringlunni bregða á léttan getraunaleik fyrir jólin. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1412 orð | 2 myndir

Glæpur sem þrífst í skjóli þagnarinnar

Í dag, laugardag, er alþjóðadagur gegn kynferðisofbeldi. Af því tilefni hafa fulltrúar Stígamóta, Kvennaathvarfs og Kvennaráðgjafar hafið kynningu á starfsemi sinni. Arna Schram fylgdist með fundi samtakanna um kynferðisofbeldi á fimmtudagskvöld. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð

Gripnir við sölu á ránsfeng

AÐFARANÓTT þriðjudags var brotist inn í verslun við Laugaveg og þaðan stolið verðmætum stafrænum myndavélum og fleiru fyrir u.þ.b. eina milljón króna. Lögreglan í Reykjavík handtók nokkru síðar tvo menn þegar þeir reyndu að koma hluta myndavélanna í... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 54 orð

Handverksmarkaður á Garðatorgi

HALDINN verður handverksmarkaður á Garðatorgi í Garðabæ hvern laugardag fram að jólum og er markaðurinn opinn frá 10-18. Þar er handverksfólk með sína muni til sýnis og sölu. Þar ber að líta góðar og ódýrar jólaagjafir, t.d. Meira
25. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Harður árekstur á hringtorgi

MJÖG harður árekstur varð á hringtorginu á gatnamótum Hlíðarbrautar og Borgarbrautar í hádeginu í gær. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð

Harmonikutónlist í Ráðhúsinu

HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur heldur létta tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 26. nóvember kl. 15 undir heitinu Dagur harmonikunnar. Flytjendur eru á öllum aldri. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Fram koma m.a. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 248 orð

Hámarksrefsing fíkniefnabrota hækkuð í 12 ár

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á almennum hegningarlögum. Með frumvarpinu er lagt til að hámarksrefsing vegna meiriháttar fíkniefnabrota verði hækkuð úr allt að 10 ára í 12 ára fangelsi. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Hársnyrti- og snyrtistofa opnuð í Arnarbakka

HÁRSNYRTISTFOFAN Arnarbakka og Snyrtistofan Kristín voru opnaðar í Arnarbakka 2 fyrsta nóvember. Hársnyrtistofan hafði verið starfrækt í húsinu, en var flutt um set og sú breyting varð á að Snyrtistofan Kristín bættist við. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 165 orð

Hlutverk samtakanna þriggja

MARKMIÐ samtaka um kvennaathvarf er m.a. að reka athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsi er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Hollráð bjóða upp á aðventuvöku

HOLLRÁÐ freista þess nú að bjóða fyrirtækjum upp á aðventuvöku þar sem blandað er saman fræðslu og umræðum og endað á léttum nótum með söng og spili. Meira
25. nóvember 2000 | Miðopna | 1729 orð | 4 myndir

Hundrað börn undir berum himni

Þegar þetta nýja hús verður komið undir þak verður bylting í lífi 350 lítilla barna á Indlandi, skrifar Þórhildur Elín Einarsdóttir, og þá mun aldrei framar rigna á þau meðan þau sofa. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hvítur hrafn í bíósal MÍR

RÚSSNESKA kvikmyndin Hvítur hrafn verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 26. nóvember kl. 15. Mynd þessi var gerð um 1980, leikstjóri Valerí Lonskoi og aðalleikendur Vladimír Gostjúkhin, Írina Dymtsenko, Írina Akulova og Alexander Mikhailov. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð

Innbrot í Háskóla Íslands upplýst

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst innbrot í húsnæði Háskóla Íslands við Dunhaga aðfaranótt fimmtudags. Þar var stolið ýmsum tölvubúnaði fyrir u.þ.b. hálfa milljón króna. Fjórir menn á aldrinum 14-22 ára voru handteknir vegna málsins. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 246 orð

Kallaði Kallsberg "skósvein Dana"

TÓRBJØRN Jacobsen, nýskipaður menntamálaráðherra í færeysku landstjórninni, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir eða eftir að hann kallaði samráðherra sinn, Anfinn Kallsberg lögmann, "skósvein Dana". Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Kohl kynnir dagbók sína

HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, kynnti í gær fyrsta bindi endurminninga sinna, sem ber titilinn "Dagbókin mín 1998-2000". Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Landsbjörg vill fækka stjórnstöðvum í landinu úr sjö í eina

RÁÐSTEFNAN Björgun 2000 var sett á Grand Hótel Reykjavík í gær af Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Launin hækka um 11,4 %

UNDIRRITAÐUR var kjarasamningur hjá Ríkissáttasemjara í fyrrinótt milli Samtaka atvinnulífsins og MATVÍS vegna Bakarasveinafélags Íslands, Félags framreiðslumanna, Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna og Félags matreiðslumanna. Boðuðu verkfalli um 1. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 483 orð

Lánsumsóknum hefur fjölgað

STARFSMENN Íbúðalánasjóðs hafa ekki orðið þess varir að samdráttur hafi orðið að neinu marki í fasteignaviðskiptum að undanförnu skv. upplýsingum Gunnhildar Gunnarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð

Leiðrétt

Tilurð meistaraverks Á miðvikudaginn var birtist grein í "Fólk í fréttum" undir heitinu "Tilurð meistaraverks" en hún fjallar um nýútkomna bók um plötu Miles Davis, Kind of Blue . Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Leitarhundur fann pilta

LÖGREGLUMENN í Hafnarfirði nutu aðstoðar sérþjálfaðs fíkniefnaleitarhunds við leit að ungmennum sem hlupu undan lögreglumönnum í fyrrakvöld. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 1089 orð | 1 mynd

Loftslagsráðstefna á lokaspretti

Óljóst var í gærkvöldi hvort einhver niðurstaða næðist á loftslagsráðstefnunni í Haag. Án Bandaríkjamanna verður engin niðurstaða og hvort Íslendingar koma sínum málum að ræðst af öðru en frammistöðu íslensku sendinefndarinnar, segir Sigrún Davíðsdóttir. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 102 orð

Lögreglan lýsir eftir manni

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir manni sem þvingaði afgreiðslumann í söluturninum Hallanum við Bókhlöðustíg að afhenda sér peninga. Atvikið varð skömmu fyrir kl. 17 sl. þriðjudag. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 11 orð

Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað...

Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna,... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Milljarður hefur tapast vegna gengisþróunar

EIMSKIP birti í gær afkomuviðvörun, en lakari afkoma er fyrst og fremst rakin til umtalsverðs gengistaps sem fyrirtækið mun að óbreyttu verða fyrir á síðari hluta ársins vegna veikingar íslensku krónunnar. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Námskeið um einkenni streitu og álags

ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða upp á sérstök vikunámskeið fyrir þá, sem vilja takast á við einkenni streitu og álags í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Fyrstu námskeiðin verða haldin 7. og 21. janúar nk. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Nemendur vopn kennara

FÉLAG framhaldsskólanema (FF) stóð fyrir málþingi í vikunni þar sem umfjöllunarefni voru þau hagsmunamál sem eru efst á baugi hjá nemendum þessar vikurnar þ.e. yfirstandandi verkfall framhaldsskólakennara og fyrirhugaðar breytingar á skólaballahaldi. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Norrænar barnakvikmyndir í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNING fyrir börn verður í fundarsal Norræna hússins á morgun, sunnudag, kl. 14. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Nýir eigendur að Laura Ashley-verslun

BREYTINGAR urðu á rekstri Kistunnar ehf. 1. júní sl. Eigendur hennar til margra ára, systurnar Rannveig og Inga Jóna Halldórsdætur, seldu verslunina. Núverandi eigendur eru hjónin Inga Einarsdóttir og Þórarinn Egill Sveinsson. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Nýr fréttavefur á Suðurlandi

FRÉTTAVEFUR Suðurlands, Sudurland.net, var opnaður 22. nóvember sl. Vefurinn er samstarfsverkefni fyrirtækjanna Prentsmiðju Suðurlands, sem gefur út vikuritið Dagskrána, Útvarps Suðurlands og Vefur. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Nýr prófastur útnefndur

BISKUP Íslands hefur útnefnt séra Gísla Jónasson, sóknarprest í Breiðholtsprestakalli, til að vera prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra frá 1. janúar 2001. Sr. Gísli er fæddur 26. mars 1952 í Reykjavík. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 114 orð | 2 myndir

Nýuppgert fjós á Búvöllum í Aðaldal

Laxamýri -Gagngerar endurbætur hafa farið fram á fjósinu á Búvöllum í Aðaldal og var það nýlega tekið í notkun eftir endurbyggingu sem staðið hefur síðan í sumar. Meira
25. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 149 orð | 1 mynd

Opið hús hjá Leðursmiðju Lóu

OPIÐ hús verður hjá Leðursmiðju Lóu, Álfabyggð 2 á Akureyri nú um helgina og býður Ólöf Matthíasdóttir, sem hana rekur, gestum og gangandi að líta inn og skoða úrvalið frá kl. 10 til 17, bæði laugardag og sunnudag. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ókeypis námskeið í hugleiðslu

BOÐIÐ verður um helgina upp á námskeið í hugleiðslu á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar. Á þessum sjálfstæðu kynningum verður kynnt hvernig við getum notað hugleiðsluna í okkar daglega lífi. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 564 orð

Presturinn segist hafa haft samráð við ráðuneytið

HAFT var samráð við dómsmálaráðuneytið áður en Aslan Gilaev, sem segist vera tsjetsjneskur flóttamaður, var gefinn íslenskri konu 2. september. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ráðhildur fjallar um verk sín

FYRIRLESTUR Ráðhildar Ingadóttur verður í Listaháskóla Íslands á Laugarnesvegi 91 mánudaginn 27. nóvember kl. 15 í stofu 021. Ráðhildur Ingadóttir fjallar um eigin verk. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 439 orð

Ráðuneyti dómsmála og landbúnaðar standa verst að vígi

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og landbúnaðarráðuneytið standa verst að vígi allra ráðuneyta hvað varðar innleiðingu gerða Evrópusambandsins í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, en sem kunnugt er situr Ísland nú í 17. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 331 orð

Reiknað með mikilli stækkun mjólkurbúa

Gaulverjabæ -Deilt er um "beitarhæfni" lands í gæðastýringarmati sem fylgir hinum nýja búvörusamningi í sauðfé. Gunnar Sæmundsson, stjórnarmaður í Bændasamtökunum, segir að líklega verði erfitt að útkljá þau mál. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð

Rætt um einhverfa og lyf

FÉLAGSFUNDUR Umsjónarfélags einhverfra verður haldinn þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20 að Suðurlandsbraut 22 . Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 590 orð

Sáttasemjari áformar fundahöld eftir helgi

STUTTUR og árangurslaus fundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag í kjaradeilu framhaldsskólakennara við ríkið. Meira
25. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 577 orð

Segja skuldir aukast um milljarð á þremur árum

JAKOB Björnsson, oddviti Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar, segir skuldir bæjarsjóðs munu aukast um ríflega einn milljarð króna á þremur árum og þykir honum boginn spenntur til hins ýtrasta. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Skipaður brunamálastjóri

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa dr. Björn Karlsson verkfræðing, Lundi, Svíþjóð í stöðu brunamálastjóra frá og með 1. janúar nk. til næstu fimm ára. Dr. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð

Strikið á Laugaveginum

STRIK.IS, Íslandssími og Íslandssími GSM hafa opnað verslun, netkaffihús og listagallerí við Laugaveg 37. Í versluninni er að finna mikið úrval en 48 verslanir hafa þar aðsetur. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 161 orð | 2 myndir

Sundhöll og sunddeild 40 ára

Selfossi- Sundhöll Selfoss var opnuð fyrir 40 árum, í nóvember 1960. Strax í kjölfarið stofnuðu nokkrir frumkvöðlar sundíþróttarinnar á Selfossi sunddeild Ungmennafélags Selfoss. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð

Sviptur ökurétti í eitt ár frá 2003

RÚMLEGA tvítugur maður hefur verið sviptur ökuréttindum í eitt ár frá 2. nóvember árið 2003 fyrir ölvunarakstur á bifreið sem hann tók ófrjálsri hendi. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 350 orð

Telja ráðherra ekki hafa virt varúðarreglu

GÍSLI Már Gíslason, stjórnarformaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, og Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, taka báðir undir þá gagnrýni Aðalheiðar Jóhannsdóttur lögfræðings, að í nýlegum úrskurði umhverfisráðherra um... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Tímabundnum atvinnuleyfum útlendinga fjölgar

TÍMABUNDNUM atvinnuleyfum sem veitt eru útlendingum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Í fyrra voru þau 1.732 og 933 eldri leyfi voru framlengd en árið áður höfðu ný leyfi verið 1.307 og 662 voru framlengd. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 357 orð

Tímamót sem hafa ófyrirséð áhrif

NIÐURSTAÐA Hæstaréttar um að hafna kröfu manns, sem krafðist riftunar og skaðabóta vegna hlutafjárkaupa í Handsali þar sem hann hafi fengið rangar upplýsingar um raunvirði félagsins og útboðslýsing hafi ekki legið fyrir, sem skylt var, virðist marka ein... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Topshop fær verðlaun Þróunarfélagsins

BAUGUR hf. hlaut verðlaun Þróunarfélags miðborgarinnar fyrir þróun og uppbyggingu í miðborginni árið 2000. Verðlaunin hlaut Baugur fyrir að stofna verslunina Topshop í Lækjargötu. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Trúðslæti í ljósadýrðinni

JÓLIN ERU af mörgum talin hátíð barnanna. Þessi hátíð ljóss og friðar hefur haldið innreið sína í verslanir þar sem glaðbeittur trúður gladdi hjörtu barna á öllum aldri með heilum dýragarði undravera sem hann galdraði fram úr skræpóttri... Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 729 orð | 1 mynd

Töluverð flóðahætta í Meðallandi

TÖLUVERÐ flóðahætta er í Meðallandi, ef jökulhlaup frá Kötlu berst þangað. Hús standa yfirleitt lágt sem og nokkur býli í Skaftártungu. Kemur þetta fram í skýrslu um áhættugreiningu vegna hugsanlegs goss í Kötlu og hlaups í kjölfarið. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 96 orð | 1 mynd

Ullarmat í fjárhúsi

Fagradal -Um þessar mundir eru bændur víða um land að taka sauðfé á hús og klippa af því ullina. Á haustin fæst besta ullin af kindunum og þegar því er lokið er hún metin af ullarmatsmanni frá Ístex. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 219 orð

Undrast mismunandi mat á iðn- og verknámi

IÐNNEMASAMBAND Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um vinnu nema í iðn- og verknámi á meðan verkfall framhaldsskólakennara stendur: "Um þá nema, sem heyra undir Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og fræðsluráð hótel- og matvælagreina,... Meira
25. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 458 orð | 2 myndir

Uppbygging komin í fullan gang

UPPBYGGING á bænum Fremstafelli í Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu er komin í fullan gang. Þar varð tugmilljóna króna tjón í síðasta mánuði er eldur kom upp í fjósi á bænum og brann það nánast til kaldra kola. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 523 orð | 2 myndir

Vegagerð unnin í samvinnu einkaaðila og hins opinbera

VERKLOKUM Kiðjabergsvegar, sem er um 8,5 km langur vegur í Grímsnesi á Suðurlandi, var fagnað með sérstakri athöfn í golfskálanum í Kiðjabergi í gær. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 120 orð

Vetraríþróttasafn á Akureyri?

ÓLAFUR Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokks, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um vetraríþróttasafn. Felur tillagan í sér að Alþingi álykti að skipuð verði nefnd sem undirbúi stofnun og rekstur safns vetraríþrótta. Meira
25. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 570 orð | 1 mynd

Viðskiptalífið bíður einnig eftir niðurstöðum í Haag

Það eru ekki aðeins stjórnmálamenn, embættismenn og umhverfisverndarsinnar í Haag þessa dagana, heldur einnig fulltrúar viðskiptalífsins. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 431 orð

Vilja endurreisa Miðbæjarskólann

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn ætla að leggja til í borgarráði að grunnskóli verði rekinn að nýju í húsi Miðbæjarskólans. Meira
25. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 1071 orð | 1 mynd

Vistvænsta höfuðborg norðursins á nýrri öld

Almenningi er ætlaður mikill þáttur í metnaðarfullri stefnumótun höfuðborgarinnar í umhverfismálum á 21. öldinni undir merkjum Staðardagskrár 21. Sigurður Ægisson sat opinn fund um málið í Ráðhúsinu. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 290 orð | 2 myndir

Víðidalur í eyði

Mývatnssveit -Á liðnu hausti fór jörðin Víðidalur í eyði, en þar bjuggu systkinin, Guðmundur, f. 1922, og Aðalbjörg Ester, f. 1937, Þorsteinsbörn. Þau brugðu búi og fluttust í Vopnafjarðarkaupstað, en þar hefur verið þeirra verslunarstaður. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Víkurprjón hlýtur Njarðarskjöldinn

VERSLUNIN Víkurprjón í Hafnarstræti hlaut Njarðarskjöldinn í ár, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar. Njarðarskjöldurinn var afhentur í fimmta sinn sl. Meira
25. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 458 orð

Þaulskipulögð innbrot glæpaflokka í fyrirtæki

ÞJÓFNAÐUR á skjávörpum og öðrum tölvubúnaði hefur aukist mjög mikið undanfarið. Auk skjávarpa er algengt að fartölvum og svokölluðum DVD-spilurum sé stolið. Meira
25. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 126 orð

Þrír oddvitar á framboðslistanum

ÞRÍR sitjandi oddvitar eru á framboðslista til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps og eru þeir jafnframt allir bændur. Meira
25. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Æft af krafti frá morgni til kvölds

UNGLINGALANDSLIÐ Íslands í alpagreinum á skíðum er í æfingabúðum á Dalvík þessa dagana og er æft af miklum krafti frá morgni til kvölds, að sögn Gunnlaugs Magnússonar, eins af þjálfurum liðsins. Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 2000 | Staksteinar | 345 orð | 2 myndir

Ríki og sveitarfélög

SAMSKIPTI ríkis og sveitarfélaga hafa verið stirð upp á síðkastið. Þetta segir í Viðskiptablaðinu. Meira
25. nóvember 2000 | Leiðarar | 777 orð

SPOR Í RÉTTA ÁTT

Það er mikið hagsmunamál íbúa höfuðborgarsvæðisins, að sveitarfélögin á þessu svæði sameinist í tvö stór sveitarfélög. Meira

Menning

25. nóvember 2000 | Bókmenntir | 590 orð

Að rótfesta nýjan sið

Jón Torfason og Kristján Eiríksson sáu um útgáfuna. Bókmenntafræðistofnun HÍ 2000 - 491 bls. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 1093 orð | 1 mynd

Allir eiga sinn kirsuberjagarð

"Allir eiga sinn kirsuberjagarð, ég reyni að gera mér sem besta mynd af mínum garði og í hann sæki ég náttúru þeirra tilfinninga sem ég kem með inn á sviðið," segir Edda Heiðrún Backman um þátttöku sína í Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov. Heiða Jóhannsdóttir spjallaði við hana um samstarfið við leikstjórann Tuminas og áhrifamikla túlkun hennar á óðalsfrú Ranevskaju. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Apar á mannaveiðum

Leikstjóri: Nelson McCormick. Handrit: Micheael Thoma. Aðalhlutverk: Ron Pearlmal, Mark Kiely. (90 mín.) Bandaríkin 1999. Sammyndbönd. Bönnuð innan 16 ára. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 484 orð | 1 mynd

Á slóð kúrekans

Vestrinn er sígild grein kvikmyndanna sem þó hefur lítið borið á undanfarin ár og áratugi jafnvel. Myndbandaleiga ein í höfuðborginni hefur því tekið kúrekann og óvin hans indíánann upp á sína arma og hyggst hampa þeim í hvívetna á næstu dögum. Heiða Jóhannsdóttir brá sér á kúrekaleiguna og leit á úrvalið. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 85 orð | 4 myndir

Bara í þetta eina skipti

HLJÓMSVEITIN sáluga Baraflokkurinn gaf nýlega út samansafn sinna bestu laga. Platan ber nafnið "Zahír" og eru þeir eflaust ófáir sem hafa beðið eftir gripnum. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 81 orð

Bókmenntir með tónlistarívafi

BÓKAFORLAGIÐ Salka og Kaffileikhúsið standa fyrir bókmenntakvöldi þar sem útgáfubækur Sölku verða kynntar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Lesið verður úr nýjum bókum forlagsins t.d. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 748 orð | 1 mynd

Brjálaður jólaálfur

Hera Björk fylgdi fyrsta hugboðinu og gerði jólaplötu, sem er bæði fjölbreytt og fín. Enda sagði söngkonan Hildi Loftsdóttur að hún væri tónlistarlega ástfangin. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 53 orð

Djassað í Gerðarsafni

YFIRLITSSÝNINGU Búnaðarbankans á verkum Tryggva Ólafssonar lýkur á morgun, sunnudag. Af því tilefni hafa vinir hans sett saman djassstjörnusveit sem mun halda tónleika í Gerðarsafni á morgun, sunnudag, kl. 15. Meira
25. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 1065 orð | 2 myndir

Heimurinn í ljósi barna og vísinda

Náttúrufræði/ Vísindin efla alla dáð í aðalnámskránni. Kennarar fara því á námskeið og nemendur leggja stund á fræðin. Anna Ingólfsdóttir spurði kennsluráðgjafa í Reykjavík um væntanlega vísindabylgju í skólum, sem orkuna styrkir og viljann hvessir. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 624 orð | 1 mynd

Hressandi tilbreyting frá Heiðu og félögum

Svarið, sólóplata Heiðu Eiríks. Lög og textar Heiða Eiríks Upptaka og upptökustjórn Birgir Örn Thoroddsen. Hljóðfæraleikur: Birgir Örn Thorodddsen gítar og ýmis fríkhljóð, Þorvaldur H. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 778 orð | 1 mynd

Hægi fótboltamaðurinn

Já, fólk er skrýtið. Birgir Örn Steinarsson kynntist því þegar honum var boðið í partí hjá Abigail í Borgarleikhúsinu og rakst þar á fyrrverandi fótboltakappann Tony, sem Ólafur Darri Ólafsson gæðir lífi. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Jarðneskar leifar Giottos?

KALKSTYTTAN á myndinni er af mörgum talin gefa raunhæfa mynd af hinum þekkta ítalska endurreisnarlistamanni og arkitekt Giotto. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Jólaleikrit Möguleikhússins

MÖGULEIKHÚSIÐ býður upp á tvær leiksýningar fyrir yngstu áhorfendurna á aðventunni. Jónas týnir jólunum segir frá Jónasi sem situr við tölvuna sína. Hann er svo upptekinn að hann má ekki vera að því að halda jól. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 71 orð

Kórtónleikar í Fella- og Hólakirkju

SAMKÓR Vopnafjarðar heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju í dag, laugardag, kl. 16. Kórinn hefur haldið tónleika víðsvegar á Norður- og Austurlandi, en þetta er í fyrsta skipti sem hann syngur á höfuðborgarsvæðinu. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 129 orð

M-2000

FÉLAGS- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR Í REYKJAVÍK Kynslóðir mætast - uppskeruhátíð Hátíðin hefst með opnun kl. 13-14 í Miðbæjarbarnaskólanum. Kynslóðir mætast byggist á samvinnu 14 félags- og þjónustumiðstöðva í Reykjavík og 14 grunnskóla í Reykjavík. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 107 orð

Málað á Kvíabryggju

PÉTUR Þór Gunnarsson opnar í dag málverkasýningu í Hári og list, Hafnarfirði, kl. 15 og aðra klukkustund síðar í Listamiðstöðinni Straumi fyrir sunnan álverið. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 181 orð | 1 mynd

Með krafta í kögglum

½ Framleiðsla: AB Svensk Filmindustri o.fl. Leikraddir: Álfrún Örnólfsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Finnur Guðmundsson og Salka Guðmundsdóttir. (80 mín.) Myndform. Leyfð öllum aldurshópum. Meira
25. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 69 orð

Móðurskólar

Móðurskólar í náttúruvísindum eru Melaskóli, Hólabrekkuskóli, Selásskóli og Hagaskóli. Hlutverk móðurskóla er að; vera frumkvöðull á sínu sviði í uppbyggingu náms, að gegna ráðgjafarhlutverki gagnvart öðrum skólum með fræðslufundum og heimsóknum. Meira
25. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 95 orð | 1 mynd

Netd@ys standa yfir

Netd@ys í Evrópu 2000 eru 20-27 nóvember. Netd@ys eru átaksverkefni á vegum framkvæmdastjórnar ESB sem á að efla notkun nýrra miðla, einkum Netsins, til kennslu- og námsmöguleika á sviði menntunar og menningar. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 52 orð | 1 mynd

Nytjahlutir í glugga

GUÐNÝ Hafsteinsdóttir sýnir nú í glugga Meistara Jakobs. Verkin eru nytjahlutir úr postulíni, gúmmí og plexígleri. Guðný lauk kennaraprófi frá KHÍ 1981 og námi frá leirlistardeild MHÍ 1995. Hún var við nám í Danmörku einn vetur. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 392 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Heimur vínsins eftir Steingrím Sigurgeirsson, sem er fyrsta íslenska alfræðiritið um vín og vínmenningu. Steingrímur hefur skrifað greinar um vín í Morgunblaðið um árabil. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 168 orð

Nýjar bækur

ÚT ER komin bókin Frá Bjargtöngum að Djúpi , 3. bindi. Í bókaflokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju. Mörg hundruð ljósmyndir setja sterkan svip á verkið. Meðal efnis í 3. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Engin venjuleg kona - Litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu eftir Þórunni Valdimarsdóttur . Ævi Sigrúnar Jónsdóttur hefur verið einstaklega litrík. Hún er þrígift og hefur gengið gegnum skilnaði og missi. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 259 orð

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni

ORGELTÓNLEIKAR þar sem Jörg E. Sondermann flytur verkið Jobsbók fyrir lesara og orgel eftir Petr Eben verða í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 17. Lesari á tónleikunum verður séra Kristján Valur Ingólfsson. Meira
25. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 122 orð

"Fljótandi matur"

SHIPS-verkefni: heimatilraunir nemenda, gerðar með foreldrum. Hér er dæmi um tilraun, sem heitir "Fljótandi matur". Það sem til þarf er ein kartafla, eitt epli, þvottaskál eða vaskur með vatni í, hnífur og bretti. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 78 orð

"Hófadynur" í hestamiðstöð

BJARNI Þór opnar myndlistarsýningu sína "Hófadynur" í Hestamiðstöð Íslands, Sörlaskeiði 26 v/Kaldárselsveg í Hafnafirði, í dag laugardag, kl. 16. Á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitamyndir, sem eru málaðar á þessu ári. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 441 orð | 1 mynd

"Mesta rokkband Íslandssögunnar"

Í haust ákvað hljómsveitin Miðnes að gefa út breiðskífu fyrir jólin. Ber hún hið fróma nafn Reykjavík, helvíti og verður henni fylgt úr hlaði í kvöld með útgáfutónleikum á Grand Rokk. Arnar Eggert Thoroddsen fékk sér kaffi og kruðerí með strákunum. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 99 orð

"Naktar konur"

SÝNING á verkum Hreins Steingrímssonar "Naktar konur" verður opnuð á Tapas-barnum, Vesturgötu 3b, í dag, laugardag, kl. 16. Hreinn hefði orðið sjötugur, 27. nóvember nk., hefði honum enst aldur. Meira
25. nóvember 2000 | Bókmenntir | 748 orð

Sjónarhorn trúðsins

Eftir Heinrich Böll. Þýðandi Franz Gíslason. Reykjavík 2000. Nýja bókafélagið. 288 bls. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 38 orð

Sjónþing 2000

ELLEFTA sjónþing vísiakademíunnar verður opnað í Nýlistasafninu í dag, laugardag, kl. 16. Sjónþingið er stórt í sniðum að þessu sinni, haldið í öllum salarkynnum safnsins. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 259 orð | 1 mynd

Skötuhúsið kvatt

Í DAG er sorgardagur í hugum reykvískra hjólabrettakappa þegar þeir kveðja "Skötuhúsið" þar sem þeir hafa haft aðstöðu síðastliðna 10 mánuði. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 168 orð

Stuttsýning í Galleríi Reykjavík

STUTTSÝNING Kristínar Þorkelsdóttur verður opnuð í Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg 16, í dag kl. 15. Þetta er 11. einkasýning Kristínar, sem hún kallar Horfur, á þeim undanförnum sextán árum, sem Kristín hefur helgað sig myndlistinni. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 205 orð | 1 mynd

Tónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar

AFMÆLISTÓNLEIKAR Skagfirsku söngsveitarinnar verða haldnir í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Skagfirska söngsveitin heldur upp á 30 ára afmæli sitt um þessar mundir og er haldið upp á það með ýmsu móti. Meira
25. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 287 orð | 2 myndir

Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

Iðnaðaráætlun og Umhverfis- og orkuáætlun ESB auglýsa eftir umsóknum í eftirfarandi: 1. "Hreinni" samgöngur í þéttbýli. 2. Endurnýjanlega orkugjafa og orkuleiðir fyrir einangruð og afmörkuð svæði. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 102 orð

ÚT er komin barnabókin Sjónvarpssögur af...

ÚT er komin barnabókin Sjónvarpssögur af Frans eftir Christine Nöstlinger . Í fréttatilkynningu segir: "Frans er löngu orðinn besti vinur íslenskra lestrarhesta en þetta er níunda bókin um hann sem þýdd er á íslensku. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 59 orð

ÚT er komin bókin Austfirðingaþættir og...

ÚT er komin bókin Austfirðingaþættir og aðrar frásagnir. Gísli Helgason í Skógargerði eftir Indriða Gíslason . Í þessari bók hefur Indriði Gíslason tekið saman margvíslegt efni frá föður sínum, Gísla Helgasyni í Skógargerði. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

ÚT er komin bókin Gestir og...

ÚT er komin bókin Gestir og grónar götur eftir Þórð Tómasson , safnvörð og fræðimann í Skógum. Í bókinni er fjallað um gesti og gestakomur og þá margvíslegu menningu sem jafnan fylgdi gestum. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 86 orð

ÚT er komin bókin Hnoðri litli...

ÚT er komin bókin Hnoðri litli eftir Önnu Vilborgu Gunnarsdóttur . Í fréttatilkynningu segir: "Hnoðri er lítill andarungi sem skríður úr eggi við Tjörnina í Reykjavík. Þar er margt sem vekur forvitni hans en líka ýmsar hættur sem þarf að varast. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 94 orð

ÚT ER komin bókin Hundrað og...

ÚT ER komin bókin Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga , 3. hefti, í samantekt Gísla Hjartarsonar, ritstjóra á Ísafirði. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 184 orð

ÚT er komin bókin Láttu ekki...

ÚT er komin bókin Láttu ekki smámálin ergja þig ... því öll mál eru smámál eftir Richard Carlson . Í fréttatilkynningu segir: "Hér er á ferðinni ein vinsælasta bók síðari ára, metsölubók um víða veröld. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 131 orð

ÚT er komin bókin Strandamaður segir...

ÚT er komin bókin Strandamaður segir frá. Æviminningar Torfa Guðbrandssonar skólastjóra, frá Heydalsá í Strandasýslu, sem kominn er af hákarlaformönnum í báðar ættir. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 78 orð

ÚT ER komin hljóðbókin Vestfirskar þjóðsögur...

ÚT ER komin hljóðbókin Vestfirskar þjóðsögur í gömlum og nýjum stíl. Elfar Logi Hannesson, leikstjóri frá Bíldudal, er sögumaður. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 59 orð

ÚT er komin smábókin Litla matreiðslubókin...

ÚT er komin smábókin Litla matreiðslubókin eftir Friðrik V. Karlsson . Í fréttatilkynningu segir: "Í bókinni eru yfir 50 uppskriftir sem skiptast í eftirfarandi flokka: brauð- og gerbakstur, matarmiklar súpur, bökur, grænmetisréttir. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarlíf | 477 orð | 1 mynd

Það eru allir í stuði!

"GÓÐA kvöldið. Fögur er hlíðin," segir Kristján Jóhannsson þegar hann stormar í salinn. Hátt og snjallt. Húsið er Ýmir og hlíðin Kvennakór Reykjavíkur sem stillt hefur sér upp til söngs. Í hönd fer æfing fyrir tónleika í Háskólabíói í dag kl. Meira
25. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Æskubærinn

Leikstjóri: David Jackson. Handrit: J.B. White. Aðalhlutverk: Kyle MacLachlan, Alison Eastwood, George Eeads, Joseph Cross. (90 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Meira

Umræðan

25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 42 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður fimmtug Ásta Angela Grímsdóttir, Skólatúni 4, Bessastaðahreppi. Eiginmaður hennar er Guðmundur Viggó Sverrisson. Í tilefni dagsins tekur Ásta á móti ættingjum og vinum í dag eftir kl. Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 32 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, 25. nóvember, verður sjötugur Jóhann Líndal Jóhannsson, fv. rekstrarstjóri háspennudeildar Hitaveitu Suðurnesja, Vallarbraut 6, Njarðvík. Kona hans er Elsa Dóra Gestsdóttir. Þau hjónin dveljast erlendis um þessar... Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 37 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag laugardaginn 25. nóvember, verður sjötug Sigrún Hulda Magnúsdóttir frá Hólmavík , nú til heimilis í Vesturbergi 78, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Þórshöll, Brautarholti 22, á afmælisdaginn frá kl. 16 til... Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Að brúa kynslóðabilið

Við skulum halda áfram, segir Pálína Jónsdóttir, að taka skref fyrir skref til að brúa kynslóðabilið. Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 276 orð

Allt er betra en Efnahagsbandalagið

Á UNDANFÖRNUM árum hefur mikið verið rætt um það hér á landi hvort Íslendingar ættu að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu eða ekki. Síðustu mánuðina hefur þessi umræða færst mjög í aukana. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 679 orð | 1 mynd

Álitsgerðin

Spurningin er ekki hvort íslenzka brottkastið nemur milljörðum að verðmæti árlega, segir Sverrir Hermannsson, heldur hversu mörgum tugum milljarða króna. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Bið eftir heyrnartækjum og tekjuafgangur ríkissjóðs

Nú þarf kné að fylgja kviði, segir Halldór Jakobsson, og sýna Sjálfstæðisflokknum í tvo heimana. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 830 orð | 1 mynd

Ekkert er þeim heilagt

Þar á að vera einhver sem vill og getur tekið á móti fólki, segir Eiríkur Brynjólfsson, sagt frá sögu staðarins og fengið fólk til að sýna honum tilhlýðilega virðingu. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 695 orð | 1 mynd

Er Davíð Oddsson enn á afneitunarstiginu?

Öllum má nú vera ljóst að aðgerða er þörf, segir Steingrímur J. Sigfússon, og að um viðkvæma og vandasama stöðu er að ræða. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 674 orð | 2 myndir

Fíkniefnaneysla eykst stórlega á árinu 2000

Forvarnir í vímuefnamálum, segir Þórarinn Tyrfingsson, hafa því ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Frjálsíþróttakynning fyrir börn og unglinga

Ég vil hvetja fjölskyldur til að leggja leið sína í Laugardalshöllina í dag, segir Stefán Halldórsson, og taka þátt í skemmtilegum viðburði. Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 403 orð | 2 myndir

Góðæriskakan

FIMMTUDAGINN 23. nóvember sl. skrifaði Sigurður Magnússon í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu, grein um konu, sem átti ekki fyrir lyfjunum sínum og gekk grátandi út úr apótekinu. Greinin hét Konan sem fór að gráta. Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Hann reis upp frá öldrun

KRAFA kennara um launaleiðréttingu og launahækkun hefur valdið töluverðum titringi meðal ráðamanna þjóðfélagsins og sumir stjórnarsinnar talið kröfur kennara óraunhæfar miðað við þá samninga sem verkalýðsfélögin á suðvesturhorni landsins gerðu í vor. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 772 orð | 3 myndir

Húsönd í hættu

Ljóst er orðið, segir Árni Einarsson, að í óefni stefnir með íslenska húsandarstofninn. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

Hvað hefði Jón Sigurðsson sagt?

Getur þetta veganesti Jóns Sigurðssonar, spyr Hallgrímur Sveinsson, ekki dugað okkur Íslendingum enn um sinn? Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 83 orð

Í DÍSARHÖLL

Bumba er knúð og bogi dreginn, blásinn er lúður og málmgjöll slegin. Svo glatt er leikið af gripfimum drengjum sem gneistar kveikist af fiðlunnar þvengjum. Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 810 orð

(Jóh. 15, 17.)

Í dag er laugardagur 25. nóvember, 330. dagur ársins 2000. Katrínarmessa. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 391 orð | 1 mynd

Launhelgi lyganna - einstæð bók

Þetta er í fyrsta skipti, segir Guðrún Jónsdóttir, sem íslensk kona skrifar bók um eigin reynslu af því að alast upp í fjölskyldu þar sem hún sætir kynferðisofbeldi. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 994 orð | 1 mynd

Makatenging eða einstaklingsréttur?

Færum umræðuna nær þeim grundvallarreglum um mannréttindi, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, sem við þykjumst byggja stjórnskipun okkar á. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1057 orð | 1 mynd

Máttur mötuneyta og matsölustaða

Mötuneyti og matsölustaðir geta í reynd, segir Bryndís Eva Birgisdóttir, stjórnað miklu um næringu og vellíðan fólks. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Merkar hraðamælingar

Dómur Hæstaréttar er ekki bara sigur fyrir löggæsluna, segir Hugi Hreiðarsson, heldur einnig fyrir landsmenn alla. Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 931 orð | 1 mynd

NATO að veikjast

Flutningur stofnanakerfis VES til ESB, segir Kristján Pálsson, mun draga verulega úr samvinnu við Evrópuríkin í varnar- og öryggismálum. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1105 orð | 1 mynd

Opið bréf til landlæknis

Langalvarlegasti þáttur þessa máls, segir Jóhann Tómasson, snýr að söfnun "alzheimersjúklinga" úti á landsbyggðinni. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 813 orð | 1 mynd

Ríkir lyfjaleynd í upplýsingaþjóðfélaginu?

Gera verður þá kröfu til þeirra sem um lyfjamál fjalla, segir Stefán S. Guðjónsson, að þeir sýni ábyrgð og skoði heildarmyndina áður en sleggjudómar eru felldir. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Skýjum ofar

Í rökstuðningi kjaradóms fyrir launahækkun, m.a. til ráðherra, segir Árni Heimir Jónsson, er víða að finna samhljóm við rök okkar kennara fyrir bættum launum. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 732 orð | 1 mynd

Til varnar kennurum

Akur kennaranna verður sífellt stærri til plægingar, segir Gróa Finnsdóttir, og er hlutverk þeirra gjörbreytt frá því sem áður var. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Umhverfismál í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar

Ingibjörg Sólrún og félagar, segir Júlíus Hafstein, lögðu sér- stakan holræsisskatt á borgarbúa til að halda verkinu áfram. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 638 orð | 1 mynd

Upplýsingar um byggingu Náttúrufræðahússins

Húsið á að hýsa kennslu og rannsóknir í líffræði og jarðfræði, segir Páll Skúlason, og er nærtækt að bera það saman við sjúkrahús. Kostnaður er áætlaður 200 þús. kr. á m², en við byggingu Barnaspítalans 220 þús. kr. á m². Meira
25. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 491 orð

Úr takt við tímann

REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR var, er og verður á röngum stað þar sem hann er núna. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Vandræði við Vatnsenda

Dagskrárliðurinn er að mestu leyti listi yfir 40 fasteignir, segir Halldór Halldórsson, sem bæjarráð samþykkir sem ársbústaði. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Vitundarvakning í sjónmáli

Í dag er full ástæða til þess að gleðjast, segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, yfir þeim árangri sem menn og konur um allan heim hafa náð í baráttunni gegn ofbeldi. Meira
25. nóvember 2000 | Aðsent efni | 991 orð | 1 mynd

Voru útboðsreglurnar aldrei í gildi?

Niðurstaðan, segir Helga Hlín Hákonardóttir, hefur vægast sagt ófyrirséð áhrif hér á landi. Meira

Minningargreinar

25. nóvember 2000 | Minningargreinar | 2082 orð | 1 mynd

Anna Lilja Guðmundsdóttir

Anna Lilja Guðmundsdóttir fæddist 18. nóvember 1942 á Siglufirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar: Ásgrímur Guðmundur Björnsson, f. 15.12. 1913, í Vík í Héðinsfirði, d. 3.2. 1950, og Brynhildur Einarsdóttir, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2000 | Minningargreinar | 2742 orð | 1 mynd

Kristín P. Sveinsdóttir

Kristín Petrea Sveinsdóttir, var fædd 24. ágúst 1894 í Skáleyjum á Breiðafirði. Hún andaðist þann 18. nóvember 2000 að Hrafnistu í Reykjavík, hundrað og sex ára. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1212 orð | 1 mynd

Njáll Benediktsson

Njáll Benediktsson var fæddur í Garði 16. júlí 1912 og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 19. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Sæmundsson sjómaður og Hansína M. Sentsius, húsmóðir í Garði. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2000 | Minningargreinar | 5129 orð | 1 mynd

Pétur Magnús Sigurðsson

Pétur Magnús Sigurðsson var fæddur á Siglufirði 15. júní 1907 og dáinn 14. nóvember 2000. Foreldrar Péturs voru hjónin Margrét Pétursdóttir frá Gunnsteinsstöðum í Langadal og Sigurður Helgi Sigurðsson. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2000 | Minningargreinar | 681 orð | 1 mynd

Ragnar Sigfinnsson

Ragnar Sigfinnsson var f. 25. nóv. 1912, yngstur fjögurra systkina. Foreldrar: Sigfinnur Jósafat Sigurjónsson bóndi og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir, Grímsstöðum við Mývatn. Systkini Ragnars voru: Jóhannes, bóndi og málari, Grímsstöðum, f. 1896. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1647 orð | 1 mynd

Sæmundur Magnús Kristinsson

Sæmundur Magnús Kristinsson fæddist á Blönduósi 22. maí 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 17. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin Ingileif Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 2. júní 1902, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1613 orð | 1 mynd

Valdimar Jónsson

Valdimar Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Engjaveg 10 í Mosfellsbæ, fæddist í Reykjavík 3. mars 1927. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 20. nóvember 2000. Foreldrar Valdimars voru Sigurður Jón Guðmundsson forstjóri, f. 28. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 169 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar NÓVEMBER 2000 Mánaðargreiðslur...

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar NÓVEMBER 2000 Mánaðargreiðslur Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 17.715 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 15.944 Full tekjutr. ellilífeyrisþega (einstaklingur) 30.461 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 31. Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 1760 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 23.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 23.11.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Keila 75 75 75 69 5.175 Skarkoli 190 190 190 46 8.740 Steinbítur 94 94 94 260 24.440 Undirmáls Þorskur 70 70 70 25... Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 415 orð

Fjárfestingarkostir leyn-ast á Norðurlöndunum

ÁHUGAVERÐIR fjárfestingarkostir leynast á Norðurlandamörkuðunum, að mati skýrsluhöfunda Landsbanka Íslands. Í nýlegri Mánaðarskýrslu bankans er greint frá því að FTSE Norex 30 hlutabréfavísitalan hafi skilað mun betri ársávöxtun að meðaltali síðustu fimm ár en bæði S&P 500 og FTSE 100 hlutabréfavísitölurnar í London. FTSE Norex 30 hefur að meðaltali skilað 34% ársávöxtun síðastliðin fimm ár. Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 455 orð | 1 mynd

Gengistapið milljarður

"AFKOMA Eimskips er lakari á síðari hluta ársins en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Konum eignuð fleiri stjórnarsæti

Á NÝJU ári verður lagt fram frumvarp á norska Stórþinginu, þess efnis að 40% stjórnarsæta í norskum fyrirtækjum skuli eignuð konum. Að því er fram kemur í Dagens Næringsliv eru konur nú 12% af stjórnarmönnum í 25 stærstu fyrirtækjum í Noregi. Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 102 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt. % Úrvalsvísitala aðallista 1.326,11 -1,11 FTSE 100 6.327,6 0,64 DAX í Frankfurt 6.664,18 0,96 CAC 40 í París 6.145,65 1,53 OMX í Stokkhólmi 1.112,64 2,39 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 1020 orð | 5 myndir

Mikið dregið úr eftirspurn eftir lánsfé

PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftitlitsins, gerði ýmsar athugasemdir á ársfundi stofnunarinnar við útlánaaukningu og versnandi eiginfjárhlutfall lánastofnana, og sagði hann að FME brýndi fyrir stjórnendum lánastofnana að taka alvarlega þau... Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Netverk og Tal gera þróunarsamning vegna GPRS

NETVERK og Tal hafa gert samning um þróunarsamstarf vegna GPRS-tæknibúnaðarins. Netverk tekur að sér prófanir á búnaðinum auk þess sem samstarfið felst í að auka áreiðanleika netþjónustu yfir GPRS, fullnýtingu á bandbreidd og að auka samskiptahraðann. Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Skuldabréfaútgáfa stækkuð um 105 milljónir evra

ÍSLANDSBANKI-FBA hefur stækkað útgáfu skuldabréfa á alþjóðlegum markaði um 105 milljónir evra, og er skuldabréfaútgáfa bankans þá orðin samtals 355 milljónir evra. Meira
25. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 71 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 24.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 24.11. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Daglegt líf

25. nóvember 2000 | Neytendur | 495 orð

Ástandið hefur batnað

MIKILL áhugi er á jólahlaðborðum meðal landsmanna, en jólahlaðborðatími veitingahúsa er að hefjast um þessar mundir. Þau veitingahús sem bjóða upp á hlaðborð eiga samkvæmt reglum að hafa svokallað Gámes-eftirlitskerfi sem tekur til hlaðborðsins. Meira
25. nóvember 2000 | Neytendur | 263 orð

Ekki gripið til aðgerða vegna Crayola-vaxlita

MIÐAÐ við fyrirliggjandi upplýsingar þykir Hollustuvernd ríkisins ekki ástæða til sérstakra aðgerða vegna frétta um að leifar af asbesti hafi fundist í Crayola-vaxlitum að því er fram kom í samtali við Sigurbjörgu Gísladóttur, forstöðumann... Meira
25. nóvember 2000 | Neytendur | 51 orð | 1 mynd

Jólalistar komnir

B. Magnússon hf. við Austurbrún 3 hefur sent frá sér Kays- og Argos-jólalista. Fram kemur í upplýsingum frá fyrirtækinu að með því að styðjast við listana megi auðveldlega gera jólainnkaupin heima í stofu. Meira
25. nóvember 2000 | Neytendur | 69 orð | 1 mynd

Ný antikverslun

NÝ verslun undir heitinu Antik og list var opnuð við Engjateig 17 (Listhúsinu í Laugardal) fyrir skömmu. Í fréttatilkynningu segir að áhersla sé lögð á vönduð frönsk borðstofuhúsgögn frá tímabilinu 1880-1920. Meira
25. nóvember 2000 | Neytendur | 235 orð | 1 mynd

Þjónusta vegna stafrænna myndavéla

Á HEIMASÍÐU Hans Petersen er hægt að fá ókeypis forrit, sem einkum er ætlað þeim sem eiga stafrænar myndavélar. Slóðin er www.hanspetersen.is. Meira
25. nóvember 2000 | Neytendur | 153 orð | 1 mynd

Önnur sólarhringsverslunin

VERSLUNARKEÐJAN 10-11 opnaði aðra sólarhringsverslun sína í gær. Verslunin er í Setbergi í Hafnarfirði og verður opin alla daga nema lögbundna frídaga. Meira

Fastir þættir

25. nóvember 2000 | Í dag | 55 orð

11 borð í Gullsmára Tuttugu og...

11 borð í Gullsmára Tuttugu og tvö pör tókust á í tvímenningi í Gullsmáranum fimmtudaginn 23. nóvember sl. Efst vóru: NS Kristján Guðm.s. - Sigurður Jóhannss. 208 Kristín Guðmundsd. - Karl Gunnarss. 191 Arndís Magnúsd. - Hólmfríður Guðm.d. Meira
25. nóvember 2000 | Viðhorf | 739 orð

Af ömmum og öfum

"Þetta væri auðvitað fyndið ef þetta væri ekki reglan alltaf þegar kemur að umfjöllun um konur, alveg sama hvað þær gera, hversu langt sem þær ná og hvernig sem þær standa sig." Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 385 orð | 1 mynd

Apar hreyfa vélknúinn arm með heilaboðum

VÍSINDAMENN segjast hafa fengið apa til að hreyfa arm á vélmenni með því að flytja heilaboð frá þeim til tölvu. Sýni þetta fram á, að nota megi hreyfihvöt til að stjórna vél með "hugsun" einni saman. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 251 orð | 1 mynd

Á batavegi

JOANNA Minnich, 57 ára gömul bandarísk kona, er á batavegi eftir að hafa gengist undir sögulega hjartaaðgerð í liðinni viku. Líkt og sagt var frá á þessum síðum sl. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 412 orð | 2 myndir

Bólgueyðandi lyf gegn Alzheimer?

ALGENG bólgueyðandi lyf kunna að vinna gegn því að eldra fólk taki Alzheimer-sjúkdóminn. Þessi er alltjent niðurstaða vísindamanna í Ástralíu. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 91 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ. Fimmtud. 16. nóvember 2000. 23 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Þorsteinn Erlingss. - Ingibj. Kristjánsd. 252 Kristján Ólafss. - Eysteinn Einarss. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 59 orð

Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudagskvöldið 21.

Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudagskvöldið 21. nóvember var spiluð fimmta umferðin í aðaltvímenningi Bridgefélags Fjarðabyggðar og urðu úrslit þessi: Einar Þorvarðars. - Óttar Guðmundss. 58 Ásgeir Metúsalemss. - Kristján Kristj.s. 55 Óli Geir Sverriss. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 51 orð

Bridsfélag SÁÁ Síðastliðið sunnudagskvöld var að...

Bridsfélag SÁÁ Síðastliðið sunnudagskvöld var að venju spilað hjá Bridsfélagi SÁÁ. Þessi pör urðu efst eftir snarpa keppni: Guðlaugur Sveinss. - Erlendur Jónss. 106 Jóhannes Guðmannss. - Aðalbj. Bened.s. 103 Jón Stefánss. - Magnús Sverriss. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 134 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Fjórða og síðasta kvöldið í barometer keppni félagsins var spilað fimmtudaginn 23. nóvember. Besta skori kvöldsins náðu: Guðrún Jóhannesd. - Sævin Bjarnas. 31 Þorsteinn Berg - Guðm. Grétarss. 28 Unnur Sveinsd. - Inga Lára Guðmundsd. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 293 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

NÁNAST hvert áhugavert spil sem Zia Mahmood spilar er skrásett, því alltaf situr einhver "ugla" á öxl hans og fylgist með vinnubrögðunum. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 4432 orð | 6 myndir

Bæjarfjallið Esja

Esjan er yndisfögur utan úr Reykjavík. Hún ljómar sem litfríð stúlka í ljósgrænni sumarflík. En komirðu, karl minn! nærri kynleg er menjagná. Hún lyktar af ljótum svita og lús skríður aftan á. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 581 orð | 2 myndir

Fáir öruggir dagar í hverjum tíðahring

HINGAÐ til hefur verið talið að allar konur hafi egglos nákvæmlega 14 dögum áður en þær hafa á klæðum og að þær, sem hafa reglulegan tíðahring, geti reiknað með að geta orðið þungaðar á tímabilinu þegar 10 til 17 dagar eru frá því blæðingarnar á undan... Meira
25. nóvember 2000 | Í dag | 545 orð

FRÆNDUR okkar Færeyingar minnast þess nú...

FRÆNDUR okkar Færeyingar minnast þess nú að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Williams Heinesen. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 340 orð

Hvað er Alzheimer?

Alzheimer-sjúkdómur leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa (dementia). Einkenni sjúkdómsins koma fyrst og fremst fram í lélegu minni og þverrandi hæfni til að takast á við lífið og tilveruna. Sjúklingurinn missir raunveruleikatengsl. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 641 orð | 1 mynd

Hvað er nauðgun mikið áfall?

Spurning: Hvað er vitað um langvarandi sálræn áhrif nauðgunar á fórnarlambið? Eru mörg dæmi þess að konur, sem er nauðgað, jafni sig aldrei eftir atburðinn? Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 1447 orð | 4 myndir

Hví finnst okkur sætindi góð?

Undanfarna viku hafa gestir Vísindavefjarins orðið vísari um hlutverk úfsins, stærstu risaeðluna og þá fyrstu og hvernig vísindamenn geta vitað það sem þeir vita um risaeðlur, virði fyrirtækja, kirkjuleg tákn og liti, kirkjuárið, altari, hvort mögulegt... Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 880 orð | 4 myndir

Kannski Shakespeare hafi verið sadisti í aðra röndina, hver veit?

Medea minnir dálítið á Títus Shakespeares. Harmleikurinn með þeim eindæmum að engum dettur í hug að þvílíkt og annað eins geti gerzt í lífi okkar; að kona drepi börn sín til að sanna ást sína á eiginmanni sem hún hatar. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 754 orð | 1 mynd

Kveðnir draumar

SKILNINGUR manna á draumum ræðst nokkuð af tíðaranda hvers tíma. Meira
25. nóvember 2000 | Í dag | 1608 orð | 1 mynd

(Matt 17.)

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 198 orð | 1 mynd

Reykingar kunna að valda kvíða

NIÐURSTÖÐUR rannsóknar benda til þess að unglingum sem reykja sé hætt við kvíða þegar þeir eldist og renna þessar niðurstöður frekari stoðum undir kenningar um að sígarettureykingar séu orsök fremur en afleiðing taugaóstyrks. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 703 orð | 2 myndir

Sjötta skákmót Guðmundar Arasonar hafið

24.-26. nóvember 2000 Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 184 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson

Heimsmeistari FIDE, Alexander Khalifman (2.667), leiddi sveit ólympíumeistara Rússa á Ólympíumótinu í Istanbúl, sem lauk fyrir skemmstu. Hann náði 50% vinningshlutfalli, sem þykir lítið fyrir heimsmeistara. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 293 orð | 1 mynd

Taugar úr móður græddar í átta mánaða dreng

ÁTTA mánaða gamall drengur frá Mexíkó var á batavegi á sjúkrahúsi í Houston í Bandaríkjunum í vikunni eftir að hópur lækna græddi taugar úr fótleggjum móður hans í máttlausan vinstri handlegg hans. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 214 orð

Tófú minnkar blýmagn

HAFI menn áhyggjur af því að þeir séu með of mikið blý í blóðinu ættu þeir að reyna tófú, hlaup sem er unnið úr sojabaunum. Rannsókn á 1.000 íbúum kínversku borgarinnar Shenyang leiddi í ljós að blýmagnið var 12% minna í blóði þeirra sem borðuðu a.m.k. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 694 orð

Út við grænan Austur völl sem...

Út við grænan Austur völl sem angar lengi á vorin, stendur væn og vegleg höll, vonin mænir þangað öll. (stikluvik, vikframsneidd; leturbr. hér). Þetta er úr Alþingisrímunum svokölluðu sem kveðnar voru snemma á 20. öld. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 337 orð | 1 mynd

Varað við Viagra og tilteknum hjartalyfjum

STAÐFEST hefur verið með tilraunum á dýrum að hættulegt getur verið að nota getuleysislyfið Viagra með tilteknum hjartalyfjum. Meira
25. nóvember 2000 | Fastir þættir | 167 orð

Verja Zyban

FYRIRTÆKIÐ Glaxo Wellcome Plc hefur lýst yfir því að engin sönnunargögn liggi fyrir í þá veru að reykingalyfið Zyban geti valdið heilablóðfalli. Lyfið Zyban er nýtt á markaði en það getur létt þeim lífið sem ákveðið hafa að hætta að reykja. Meira

Íþróttir

25. nóvember 2000 | Íþróttir | 954 orð | 1 mynd

Alltaf tilbúinn að koma til Íslands

ANDERS Dahl Nielsen hefur komið mikið við sögu í íslenskum handknattleik. Þessi fyrrverandi landsliðsmaður Dana, þjálfari danska landsliðsins og þýska liðsins Flensburg, var leikmaður og þjálfari með KR á árum áður. Anders Dahl þjálfaði íslenska handknattleiksmenn hjá Ribe og nú þjálfar hann tvo landsliðsmenn sem leika með Skjern - Aron Kristjánsson og Daða Hafþórsson. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 109 orð

Arizona efst á alþjóðlega íshokkímótinu

LIÐ Arizona-háskóla frá Bandaríkjunum er efst á alþjóðlegu íshokkímóti sem fram fer hér á landi þessa dagana en þriðja umferðin var leikin á Akureyri í gærkvöld. Arizona vann þá lið Ice Pirates frá New York, 5:1, og hefur unnið alla þrjá leiki sína. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 89 orð

Ebbe Sand skaut Schalke á toppinn

SCHALKE náði í gærkvöld forystunni í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Bochum, 2:1, á heimavelli. Danski sóknarmaðurinn Ebbe Sand er sjóðandi heitur þessa dagana en hann skoraði sigurmarkið, sitt 12. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 574 orð | 1 mynd

FH-ingar komnir á bragðið

VIÐ erum komnir á bragðið og það verður ekki aftur snúið," sagði Sverrir Örn Þórðarson, sem fór fyrir sínum mönnum í vörn FH á móti ÍR-ingum, sem brugðu sér til Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 66 orð

FIFA tilnefnir Figo, Rivaldo og Zidane

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, tilnefndi í gær þrjá leikmenn sem koma til greina í kjörinu um knattspyrnumann ársins í heiminum árið 2000. Landsliðsþjálfarar 130 þjóða greiða atkvæði í kjörinu, sem verður lýst á mikilli hátíð í Róm hinn 11.... Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 40 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Haukar 10 9 1 298:238 18 Fram 9 8 1 244:200 16 Grótta/KR 10 6 4 244:252 12 Afturelding 10 5 5 281:257 10 Valur 9 5 4 232:211 10 FH 10 5 5 246:230 10 ÍBV 10 5 5 270:263 10 KA 10 5 5 253:249 10 ÍR 10 5 5 228:227 10 Stjarnan 9 3... Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 421 orð

Grótta/KR í þriðja sæti

Eyjamenn tóku á móti Gróttu/KR í 10. umferð 1. deildar karla í gærkvöldi. Eyjamenn, sem byrjuðu betur í leiknum, urðu að bíta í það súra epli að tapa með átta mörkum, sem er ansi sjaldgæft í Eyjum. Aftur á móti léku leikmenn Gróttu/KR sinn besta leik í vetur og má segja að þeir hafi farið á kostum. Lokatölur í Eyjum 21:29. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 309 orð

HANDKNATTLEIKUR FH - ÍR 23:16 Kaplakriki,...

HANDKNATTLEIKUR FH - ÍR 23:16 Kaplakriki, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla - Nissan-deild, föstudagur 24. nóvember 2000. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:1, 8:2, 8:4, 10:4, 10:6, 11:7 , 13:7, 15:9, 15:11, 17:11, 18:13, 22:14, 22:16, 23:16 . Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 111 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Nissan-deildin 1.

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Nissan-deildin 1. deild karla: Hlíðarendi:Valur - Fram 16 2. deild karla: Grafarvogur:Fjölnir - Fylkir 14 Sunnudagur: Nissan-deildin 1. deild karla: Ásgarður:Stjarnan - HK 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 181 orð

JOE Royle, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur...

JOE Royle, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur augastað á Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, en ekki enn haft erindi sem erfiði í tilraunum sínum til að fá Eið til þess að auka bit sóknarleiks liðs síns. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 153 orð

KKÍ á von á sekt

EKKI er ólíklegt að KKÍ fái á næstu dögum sekt frá Alþjóða körfuknattleikssambandinu, FIBA. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

MICHAELA Dorfmeister frá Austurríki sigraði í...

MICHAELA Dorfmeister frá Austurríki sigraði í risasvigi kvenna í heimsbikarnum á skíðum í Aspen í Bandaríkjunum í gær. Regie Cavagnoud frá Frakklandi varð önnur og Corine Rey Bellet frá Sviss þriðja. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 86 orð

Mætast tvisvar á fimm tímum

STÚLKURNAR í körfuknattleiksliðum KFÍ og Grindavíkur verða heldur betur á ferðinni í dag á Ísafirði. Þær mætast kl. 10.30 í 1. deild kvenna og síðan taka þær stutt hlé til að jafna sig áður en liðin mætast í bikarleik kl. 14. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

NÚ er ljóst að Nigel Martyn...

NÚ er ljóst að Nigel Martyn , markvörður Leeds , leikur ekkert með félagi sínu fyrr en eftir áramót. Honum hefur ekki gengið sem best að jafna sig á meiðslum þeim sem haldið hafa honum frá keppni síðan í október. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 161 orð

Setur próf strik í reikning Árna Gauts?

ÓVÍST er hvort Árni Gautur Arason geti leikið síðari leikinn með Rosenborg gegn Alaves í Evrópukeppni félagsliða. Hann leggur stund á lögfræði við Háskóla Íslands og þarf að mæta í próf sama dag og leikurinn er, 7. desember. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 327 orð

Við þurfum að hafa meiri kjark

HELGI Jónas Guðfinnsson er atvinnumaður með belgíska liðinu Ieper. Hann þekkir því vel andstæðinga Íslands í dag, belgíska landsliðið. Helgi hefur leikið vel með Ieper í vetur og skorað um 10 stig að meðaltali og leikið í um 25 mínútur en að undanförnu hefur hann ekkert fengið að spreyta sig. Það má með sanni segja að Helgi Jónas sé á heimavelli, þar sem bækistöðvar Ieper eru ekki langt frá bænum sem leikið er í - Rumbeke í vesturhluta Belgíu, sem er í 18 km fjarlægð frá Ieper. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Þungur róður í Rumbeke

ÍSLENDINGAR mæta Belgum í Evrópukeppninni í körfuknattleik í dag í smábænum Rumbeke í vesturhluta Belgíu, en ekki í Brussel. Þar hafa Belgar leikið heimaleiki sína undanfarin ár - í nýrri og glæsilegri íþróttahöll, sem hönnuð er fyrir körfuknattleik og blak. Belgar búast við um 2.000 áhorfendum á leikinn. Meira
25. nóvember 2000 | Íþróttir | 154 orð

Örn á öll skriðsundsmetin

ÖRN Arnarson er handhafi Íslandsmetanna á öllum vegalengdum í skriðsundi í 25 metra laug eftir að hann náði tveimur þeim síðustu í einu og sama sundinu í gærkvöld. Hann keppti þá í 1. Meira

Úr verinu

25. nóvember 2000 | Úr verinu | 104 orð | 1 mynd

Dapurt á karfanum

"ÞAÐ hefur verið frekar dapurt á karfanum í haust," segir Sverrir Gunnlaugsson, skipstjóri á Jóni Vídalín ÁR, en hann kom með 140 kör, um 60 tonn, til Vinnslustöðvarinnar hf. Meira
25. nóvember 2000 | Úr verinu | 120 orð

Norðmenn svindla

NOKKRIR útgerðarmenn og fiskverkendur í Norður-Noregi hafa verið kærðir fyrir að falsa löndunarskýrslur, landa afla framhjá vigt og fyrir brottkast á smáfiski, einkum ýsu og ufsa. Meira
25. nóvember 2000 | Úr verinu | 210 orð

Sjávarafurðir á heimsmarkaði

SJÁVARAFURÐIR á heimsmarkaði er yfirskrift námskeiðs á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands sem haldið verður þriðjudaginn 28. nóvember nk. Á námskeiðinu mun dr. Meira
25. nóvember 2000 | Úr verinu | 194 orð

Trúverðugleiki sölufyrirtækisins í húfi

AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir viðræður um að selja rækjuverksmiðju NASCO í Bolungarvík. Meira

Lesbók

25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1139 orð

AUÐUR OG ÁRANGUR

Það hefur verið mikil gæfa í mínu lífi að hafa fengið að vinna mikið með ungu fólki. Mestanpart að vísu í skólunum þar sem ég hef starfað en einnig í íþróttaheiminum. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð

ÁRDAGSBJARMI Í SÓKN

Hjala vindar bjartir þýtt við blómin,blíðir geislar líða í straumum hlýjum.Vaknar dagur hlýr og hækkar róminn,himinbirtan skín með svala nýjum. Glampa ljósin, liti spegla foldar, lyfta sér mót góðri heillavætti. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 138 orð

BYGGÐIN HENNAR

Þá var hún lítil og dalurinn full ur af fólki, frammi á bæjunum liðaðist reykur úr strompi og vetrarkvöld með kýr í fjósi, krakka og svell í mánaljósi; þá var hún lítil og dalurinn fullur af fólki. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 534 orð

ER OKKUR NÚ ORÐA VANT UM ILLVIÐRI OG ÓFÆRÐ?

Sagt er að fá tungumál búi yfir jafnauðugum blæbrigðum og íslenzkan þegar til þess kemur að lýsa vondu veðri og ýmsu sem af því leiðir. Meira að segja enskan er fátæk af orðum um veðurfar á móti íslenzkunni. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 496 orð | 2 myndir

FRUMFLUTTUR TROMPETKONSERT EFTIR JÓNAS TÓMASSON

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna fagnar tíu ára afmæli sínu með tónleikum í Háskólabíói á morgun, sunnudag, kl. 16. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 20 orð | 1 mynd

Gallerí i8

tók þátt í listakaupstefnunni í Köln og segir Einar Guðmundsson að þar með hafi einangrun Íslands á vissu sviði verið... Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 253 orð

Gallerí, leikhús og óperur

Í Berlín er meira að sjá og heyra á sviði lista en nokkur gæti komizt yfir. Nokkur söfn hef ég áður minnst á, en þar eru alltaf merkilegar farandsýningar og þeir sem verða á ferðinni fyrir 10. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

GRÆÐSLA

Taktu blóð úr ljóði mínu litaðu líkama þinn þyrstum rósum stingdu þeim í eigin táragarð gefðu blóð í ljóð mitt ég skal græða það í land og annað DJASS Mjúkur djassinn koddahjal en þú hvílir á svæfli þínum sunnan fjalla sem halda fyrir mér vöku mætumst í... Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð

HUGRENNING

ókomnum degi mun ég ekki gleyma en liðnum degi hef ég þegar gleymt þeim degi þegar himinninn var blárri en blár og fjöllin skáru skarpar línur í sjóndeildarhringinn ógreinileg skil jökuls og skýja ómæld fjarlægð, ósýnileg fortíð núna er augnablikið... Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 2250 orð | 5 myndir

HVERNIG BIRTIST AKUREYRI ERLENDUM FERÐAMÖNNUM?

Út er komið þriðja bindi sögu Akureyrar. Undirtitill bókarinnar er: Fæðing nútímamannsins, 1906-1918. Stiklað er á stóru í annál þessara ára, en í bókinni er víða komið við. Hér er birt úr kafla um Ásýnd Akureyrar, en auk hans er kafli um brunaöld á Akureyri, verzlun og iðnað, síld og þorsk og Akureyri stríðsáranna. Bókin er ríkulega myndskreytt. Útgefandi er Akureyrarbær. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1333 orð | 5 myndir

ÍSLAND MEÐ Á ART COLOGNE

34. alþjóðlega listakaupstefnan í Köln var haldin dagana 5. til 12. nóvember sl. með þátttöku 276 gallería frá 21 þjóðlandi, og var Ísland þar á meðal. EINAR GUÐMUNDSSON brá sér til Kölnar. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 2477 orð | 5 myndir

KLASSÍKIN MATREIDD EINS OG SKYNDIBITI

Árið 1977 tók Liberace saman við átján ára strák að nafni Scott Thorson. Sá sem skráir söguna eftir Scott Thorson heitir Alex Thorleifson og má mikið vera ef annarhvor eða báðir eru ekki af íslenskum innflytjendum komnir aftur í ættum. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1327 orð | 1 mynd

KONAN Í SÖGUM ANDREI MAKINE

"Hann er meistari fléttunnar og stígandin og spennan er oft svo mikil, að lesandinn bíður í óþreyju eftir framhaldinu," hefur stórblaðið Times sagt um rússneska rithöfundinn Andrei Makine. Tone Myklebost hitti manninn að máli í París. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

KVÖLDLOKKA - BROT -

flýt þér ljóð mitt á lynggötu hjarta míns ástvin eitthvað dvelur hingað hann seiði sunginn óður slóð kvöldálfa komi ljúflingur dansa skulum við skuggum léttar kransa og hringa honum ég flétta tjaldaða rökkri reiði sæng blóma leiðir kvöldbláar komi minn... Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

Leiðrétting

Í VIÐTALI Hólmfríðar Gunnarsdóttur við William Heinesen sem birtist í Lesbók 18. nóvember sl. féll niður neðanmálsgrein sem þó er vísað til í viðtalinu þegar rætt er um bókina Det gode haab. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 242 orð

LÍF MITT SEM RJÚKANDI HVER MEÐ SJÓÐHEITU VATNI (GEYSIR)

Mér hefur verið gefið nafn sem hefur enga þýðingu fyrir mig. Mikilvægast er að ég fæ aldrei ró. Dagur og nótt til skiptis hjá mér uppsöfnun með fimmtíu metra háum vatnshrópum. Að loknu hverju hrópi sekk ég örmagna til botns í sjálfum mér. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1298 orð | 1 mynd

LJÓÐAHÁTÍÐ Á SUÐURENGJUM

Sú margraddaða ljóðasinfónía sem ómaði frá Suðurengjum þessa hátíðardaga var fögur hljómlist í öllum sínum fjölbreytileik. Hátíðin einkenndist af alúð og ást á ljóðlistinni og var öllum aðstandendum til sóma. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 438 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Edinborgarhúsið, Ísafirði: Nína Ívanova. Til 3. des. Félagsheimilið Aratunga: Gunnar Ingibergur Guðjónsson (GIG). Til 24. des. Galleri@hlemmur.is: Samsýning 20 listamanna. Til 3. des. Gallerí Fold: Garðar Péturs. Til 10. des. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 29 orð

Rómantík

Í þriðju grein sinni um þróun rómantíkurinnar fjallar Siglaugur Brynleifsson um þátt madame de Stäel, sem var áhrifamikil við að kynna Frökkum rómantíkina eins og hún hafði mótast meðal... Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð | 1 mynd

Saga Akureyrar

Komið er út þriðja bindi af Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. Undirtitill er: Fæðing nútímamannsins og tekur bókin til áranna 1906-1918. Gripið er niður í kafla um ásýnd Akureyrar og þá m.a. hvernig Akureyri birtist erlendum... Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 697 orð | 4 myndir

Samvinna, samvera, samtal

Í dag verður uppskeruhátíð verkefnisins Kynslóðir mætast 2000 haldin í fjórtán félags- og þjónustumiðstöðvum eldra fólks í Reykjavík. GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR ræddi við Ásdísi Skúladóttur, sem stjórnað hefur verkefninu, og að hennar sögn mun allt iða af fjöri og fjölbreyttum menningarviðburðum sem hinir eldri og yngri hafa skapað í sameiningu. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð | 1 mynd

Sonnettusöngur á Skriðuklaustri

TÓNLEIKAR verða á Skriðuklaustri á morgun, sunnudag, kl. 15. Frumflutt verða lög við nokkrar af sonnettum Gunnars Gunnarssonar úr Sonnettu sveigi, sem hann orti til konu sinnar, Franziscu. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 38 orð

Stefnumót

við Nefertiti er heiti á þriðju grein Gísla Sigurðssonar um Berlín, sem blómstrar nú að nýju. Hér er litið inn á sýningar og söfn, meðal annars Egypzka safnið þar sem hin fræga höfuðmynd hinnar egypzku drottningar Nefertiti er... Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð

STEFNUMÓT

Horfst í augu og fjallalindir bugðast upp gilin langt inn í himinbláma andartaks og eilífðar lygnar og bláar sækja sér kraft í fjallið eru alltaf á heimleið. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1696 orð | 8 myndir

STEFNUMÓT VIÐ NEFERTITI

Í Berlín eru mörg merkileg söfn og þar að auki um 200 myndlistargallerí. Enginn kemst yfir að sjá nema brot af því sem sýnt er. Pergamonsafnið með heilu hofi frá Litlu-Asíu er mikilfenglegt, en eftirminnilegast er að standa andspænis drottningunni Nefertiti í Egypzka safninu. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 675 orð | 3 myndir

SVANAVATNIÐ MEÐ BRESKUM BLÆ

Konunglegi ballettinn í Covent Garden er samtvinnaður óperusögunni og heimsókn í þetta sögufræga hús getur vart verið annað en heillandi, segir SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR er sá Svanavatnið þar. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1278 orð | 3 myndir

Undir bárujárnsboga

Undir bárujárnsboga - Braggalíf í Reykjavík 1940-1970, er heiti ljósmyndasýningar sem hefst í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR ræddi við Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing um Reykjavík braggalífsins, fólkið sem bjó í herskálunum og viðhorf annarra til þeirra. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

VONBRIGÐI

Hvar varstu þessa nótt, þessa nótt þegar regnið lamdi rúðurnar og ég beið þín? Í allt kvöld hef ég horft til dyranna og hugsað: Hann hlýtur að koma, hann verður að koma - bara fyrir mig. Meira
25. nóvember 2000 | Menningarblað/Lesbók | 2441 orð | 3 myndir

ÞÁTTUR MADAME DE STÄEL

Madame de Staël kynnti Frökkum upphaf rómantíkurinnar eins og hún mótaðist meðal Þjóðverja. Með frægri bók hennar urðu andstæðurnar klassísismi og rómantík skarpari og draumórakennd heimsmynd þokaði fyrir ákveðnari áherzlum á þjóðernisleg menningarverðmæti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.