Greinar föstudaginn 22. desember 2000

Forsíða

22. desember 2000 | Forsíða | 104 orð | 1 mynd

Bush segir af sér sem ríkisstjóri

GEORGE W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði af sér sem ríkisstjóri Texas í gær og eftirmaður hans, repúblikaninn Rick Perry, tók formlega við embættinu. Meira
22. desember 2000 | Forsíða | 227 orð

Efasemdir um að stjórnin styrkist

DANSKA stjórnin tók miklum breytingum í gær eftir að Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra ákvað að flýta uppstokkun sem hann hafði boðað á nýju ári. Meira
22. desember 2000 | Forsíða | 81 orð | 1 mynd

Haldið upp á fæðingarafmæli Stalíns

UM 500 Georgíumenn komu saman í gær til að halda upp á 121 árs fæðingarafmæli Jósefs Stalíns í heimabæ hans, Gorí, einum af fáum stöðum í heiminum þar sem sovéski einræðisherrann er enn dýrkaður. Meira
22. desember 2000 | Forsíða | 353 orð

Peres verður ekki í framboði

SHIMON Peres, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður ekki í kjöri í forsætisráðherrakosningunum í Ísrael 6. febrúar þar sem Meretz-flokkurinn ákvað í gærkvöld að styðja ekki framboð hans. Meira

Fréttir

22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 207 orð

28 milljarðar í LSR á þremur árum

RÍKISSJÓÐUR hefur á síðustu tveimur árum greitt 13 milljarða inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og áformað er að greiða allt að 15 milljarða inn í sjóðinn á næsta ári. Geir H. Meira
22. desember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 430 orð

2% bæjarbúa Íslandsmeistarar

417 Hafnfirðingar, eða rúmlega 2% íbúa bæjarins, hafa orðið Íslandsmeistarar í íþróttum á árinu, sem er að líða, að sögn Ingvars Jónssonar, íþróttafulltrúa bæjarins. Hafnarfjarðarbær heldur hóf til að heiðra afreksmenn sína milli jóla og nýárs. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 386 orð | 3 myndir

3 milljónir jólakorta á sex dögum

JÓLAKORTIN sem landsmenn senda hver öðrum fara öll um póstmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða þar sem þau eru flokkuð og síðan ekið á pósthús út um allt land. Allur póstur og sendingar Íslandspósts frá útlöndum fara auk þess um miðstöðina. Meira
22. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

89 Akureyringar unnu til Íslandsmeistaratitils

ÁRANGUR akureyrskra íþróttamanna var nokkuð góður á árinu sem nú er að líða. Meira
22. desember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 173 orð | 1 mynd

Aldrei selst meira af skötu en núna

SKATA er aldrei vinsælli matur en einmitt nokkrum dögum fyrir jól og hámarki ná þessar vinsældir hennar á morgun, Þorláksmessu. Morgunblaðið rak nefið inn í Fiskbúðina Hafrúnu að Skipholti 70 í gær, til að forvitnast um gang mála. Meira
22. desember 2000 | Landsbyggðin | 63 orð | 1 mynd

Athyglisverð sýning nemenda

Hrunamannahreppi- Valhópur nemenda í myndlist og heimilisfræðum í 8.-10. bekk Flúðaskóla hélt sýningu í skólanum fyrir skemmstu. Nemendur í myndlist héldu sýningu á verkum sínum sem voru trúarlegar myndir af íkonum. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 217 orð

Álverð rúmir 1.600 dalir tonnið

ÁLVERÐ hefur verið rúmir 1.600 Bandaríkjadalir tonnið á málmmarkaðnum í Lundunum síðustu daga og er það ívið hærra verð en að meðaltali á árinu, samkvæmt upplýsingum Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Íslenska álfélagsins. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 55 orð

Árekstur við Hellu

ALLHARÐUR árekstur varð á miðvikudag á Suðurlandsvegi við Lyngás, skammt vestan Hellu. Fólksbifreið skall aftan á jeppabifreið sem var að beygja út af veginum. Alls voru fjórir í bílunum en enginn þeirra kenndi sér meins. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 305 orð

Á sjötta hundrað umsókna um félagslegar leiguíbúðir bíður afgreiðslu

STARFSFÓLK Félagsþjónustunnar í Reykjavík segir húsnæðiseklu og háa húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu vera eina aðalástæðu þess að fólk sækir um fjárhagsaðstoð hjá stofnuninni. "Húsnæðismálin eru það sem helst brennur á mönnum. Meira
22. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 303 orð

Ástæða til bjartsýni þrátt fyrir tímabundna erfiðleika

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að veita Skinnaiðnaði hf. lán að upphæð 25 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði gegn tryggu veði í fasteignum félagsins. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Átti ekki von á þessu

LJÓST er að meðalafurðir eftir hverja á voru nærri því tveimur kílóum meiri í haust en í fyrra. Þá hefur sauðfjárbúið á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp slegið eigið Íslandsmet í afurðum, það skilaði í haust 39,5 kg kjöts eftir hverja vetrarfóðraða á. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð

Banaslys á Fljótsheiði

BANASLYS varð síðdegis í gær er tveir bílar, jeppi og fólksbíll, lentu í hörðum árekstri á vestanverðri Fljótsheiði í Reykjadalshreppi. Kona á fimmtugsaldri lét lífið í árekstrinum, en hún var ein í fólksbílnum. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Barist gegn áfengisneyslu

UNGLINGALANDSLIÐIÐ í handbolta og fleira ungt fólk dreifði í gær og dreifir næstu daga póstkortum með ábendingum ætluðum foreldrum og öðrum fullorðnum. Eru þeir hvattir til að berjast gegn áfengisneyslu unglinga á framhaldsskólaaldri. Meira
22. desember 2000 | Miðopna | 250 orð

Betri kjör utan spítala

ÁHUGI lækna á að starfa ekki eingöngu á sjúkrahúsum heldur og á eigin stofum stafar meðal annars af því að þar eiga þeir möguleika á mun betri launakjörum en í föstu starfi. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Bifreið afhent í jólatombólu Skógarsjóðsins

SKÓGARSJÓÐURINN afhenti á dögunum einn af aðalvinningum í jólatombólu sinni, glæsilega bifreið frá Bílheimum, Opel Vectra að verðmæti um 1.660.000 kr. Vinningshafinn heitir Hólmfríður Gísladóttir, segir í fréttatilkynningu. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 41 orð

Bifreið Byrgisins á ferð um jólin

LÍF - BIFREIÐ Byrgisins verður á götum höfuðborgarsvæðisins um jólahátíðina, þ.e. á Þorláksmessu, aðfangadag og annan í jólum. Um borð í bifreiðinni verður kaffi, kakó, súpur og smurt brauð. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð

Bílvelta á Húsavík

ÞRJÁR ungar konur sluppu betur en á horfðist þegar bifreið þeirra valt nokkrar veltur fram af háum kanti við Héðinsbraut á Húsavík í fyrrinótt. Óhappið er rakið til hraðaksturs en hálka er einnig talin hafa stuðlað að því hvernig fór. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð

Björk í góðum félagsskap

BJÖRK Guðmundsdóttir hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, sem besta aðalleikkonan í flokki drama-kvikmynda fyrir leik sinn í Myrkradansaranum og fyrir besta frumsamda lag úr kvikmynd, "I've Seen It All", úr sömu mynd, lag... Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

BJÖRN FR. BJÖRNSSON

BJÖRN Fr. Björnsson, fv. sýslumaður og alþingismaður, lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Fossvogi, miðvikudaginn 21. desember, 91 árs að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 18. Meira
22. desember 2000 | Landsbyggðin | 112 orð | 1 mynd

Brunaæfing í Flúðaskóla

Hrunamannahreppi- Nú á dögunum fór fram brunaæfing í Flúðaskóla í tengslum við eldvarnarviku, sem var fyrr í mánuðinum. Æfð var rýming á skólanum og tekinn var í notkun nýr brunastigi, einnig æfð notkun hans ef til bruna kæmi. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 702 orð

Dómurinn ekki sérstakt áfall fyrir Alþingi

SIGURÐUR Líndal lagaprófessor segist ekki telja að líta eigi á dóm Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins sem sérstakt áfall fyrir Alþingi. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð

Drætti frestað í happdrætti

VEGNA seinkunar í undirbúningi happdrættis Styrktarfélags vangefinna hefur verið ákveðið að fresta drætti til 15 janúar nk., en hann átti venju samkvæmt að fara fram 24. desember. Meira
22. desember 2000 | Miðopna | 807 orð | 1 mynd

Einkasjúkrahús rísi á lóð Landspítala

Með því að reisa einkasjúkrahús á lóð Landspítala - háskólasjúkrahúss gæti hann haft betri aðgang að læknum og hjúkrunarfræðingum þar og sinnt betur rannsóknar- og kennsluhlutverki sínu. Jóhannes Tómasson hleraði hugmyndir um málið. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 347 orð

Ekki greitt fyrr en ný lög hafa verið sett

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði hægt að greiða öryrkjum tryggingabætur í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins fyrr en lögum hafi verið breytt á Alþingi. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 334 orð

Erfiðlega gengur að fjármagna verkefnið

ALLS óvíst er að keilu- og spilasalur verði opnaður á Akureyri næsta sumar eins og til stóð, þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn til verkefnisins. Einkahlutafélagið Keilusalurinn ehf. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Fagna niðurstöðu Hæstaréttar

GEÐHJÁLP hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: "Félagið Geðhjálp fagnar niðurstöðu Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalags Íslands gegn Tryggingastofnun ríkisins. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 141 orð

Fengu þríbura í jólagjöf

FJÖLSKYLDAN á Langholtsvegi 169a stækkaði um helming 4. desember síðastliðinn þegar hjónin Benedikt Þórisson sjóntækjafræðingur og Guðrún Guðjónsdóttir gleraugnasmiður eignuðust þríbura. Börnunum heilsast öllum vel. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Ferðin tæki um tíu ár

BANDARÍSKA geimvísindastofnunin, NASA, hefur tilkynnt að verið sé að kanna möguleikana á að senda geimfar til fjarlægustu plánetu sólkerfisins, Plútós. Skammt er síðan stofnunin aflýsti öllum athugunum á slíkum leiðangri. Meira
22. desember 2000 | Landsbyggðin | 246 orð | 2 myndir

Félagsheimilið vakið til lífsins

Flateyri -Síðastliðin fimm ár hafa ekki verið sérlega blómleg í sögu félagsheimilisins á Flateyri. Húsið hefur á þessum tíma að mestu leyti staðið autt og ónotað var það farið að bera þess merki. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fiskur og kartöflur til spillis

FLUTNINGAKASSI eyðilagðist og nokkuð fór til spillis af fiski og kartöflum þegar tengivagn valt út af hringveginum við Þveiti um 10 km vestan við Höfn í Hornafirði í fyrrakvöld. Engin slys urðu á fólki. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 350 orð

Fjallar um möguleika Alþingis til að jafna kjörin

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að dómur Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins varði mjög vald löggjafans og möguleika löggjafarvaldsins til að jafna kjör borgaranna. Meira
22. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 414 orð | 1 mynd

Foreldrar ánægðir en ekki aðrir tannlæknar

EGILL Jónsson tannlæknir á Akureyri kynnti í gær tannlæknastofu sína á hjólum en hann hefur látið innrétta 20 ára gamlan rútubíl sem keyptur var frá Þýskalandi. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Forstjóri Hollustuverndar ríkisins

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur ákveðið að skipa Davíð Egilsson forstjóra Hollustuverndar ríkisins frá 1. janúar 2001 til 5 ára. Davíð hefur B.Sc.-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Friðarjól á AusturTímor

ÍBÚI í Dili á Austur-Tímor setur upp helgimynd af Jesúbarninu með Maríu mey og Jósef. Austur-Tímorar undirbúa nú önnur jólin frá blóðsúthellingunum í landinu eftir að þeir samþykktu sjálfstæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira
22. desember 2000 | Landsbyggðin | 206 orð | 1 mynd

Fullkomin svæfingarvél afhent

Selfossi- Samband sunnlenskra kvenna afhenti nýlega Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi mjög fullkomna svæfingavél að gjöf. Vélin, sem hefur verið í notkun um skeið, hefur gefið mjög góða raun. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Gaf lögreglunni í Reykjavík handfrjálsan búnað í jólagjöf

SÍMINN afhenti lögreglunni í Reykjavík handfrjálsan búnað fyrir 100 lögreglumenn í jólagjöf á fimmtudag. Með gjöfinni vill Síminn leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að umferðaröryggi í framtíðinni. Meira
22. desember 2000 | Landsbyggðin | 310 orð | 2 myndir

Gjöf til minningar um Jón Kjartansson

Húsavík- Um nýliðna helgi afhenti Kiwanisklúbburinn Skjálfandi Björgunarsveitinni Garðari nýjan björgunarbát, gefinn til minningar um Jón Kjartansson. Sr. Meira
22. desember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 181 orð | 2 myndir

Góð stemmning á Laugavegi

ÞAÐ myndaðist óvenju góð stemmning á Laugaveginum sl. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 569 orð | 2 myndir

Gróðinn hátt í fjórir milljarðar króna

ALBERTO Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, og Vladimiro Montesinos, félagi hans og fyrrverandi yfirmaður perúsku leyniþjónustunnar, fengu hátt í fjóra milljarða íslenskra króna fyrir samninga við kólombíska eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar. Meira
22. desember 2000 | Landsbyggðin | 378 orð | 1 mynd

Hannar tæki til að merkja rúllubagga

Stykkishólmi- Áhugasamur bóndi í Hraunhálsi, Jóhannes Eyberg Ragnarsson, hefur tvö undanfarin ár þróað hugmynd sína um að merkja rúllubagga. Heyskapur hjá bændum hefur breyst mikið síðustu ár. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 69 orð

Harður árekstur við Þjórsá

MJÖG harður árekstur varð á þjóðveginum rétt austan Þjórsár um kl. 22 í gærkvöld. Bíll hafði bilað í vegkantinum og stórum jeppa verið lagt fyrir framan hann til að lýsa upp svæðið. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 577 orð | 1 mynd

Herinn nær smám saman stjórn á fangelsum

HERMENN náðu í gær stjórninni í fangelsinu Canakkale í vesturhluta Tyrklands eftir að 158 fangar gáfust upp. Þar með hafði hernum tekist að ná yfirráðum í öllum fangelsum Tyrklands nema einu í Istanbul. Þar veittu um 400 fangar enn mótspyrnu. Meira
22. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 49 orð | 1 mynd

Hurðaskellir kominn í bæinn

JÓLASVEINARNIR eru nú að koma til bæjar einn af öðrum og í gær var það hann Hurðaskellir sem kom til Akureyrar með flugi að vestan. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 604 orð | 1 mynd

Hæfileikaríkur dugnaðarforkur

MEÐ því að velja Paul O'Neill í embætti fjármálaráðherra tók George W. Meira
22. desember 2000 | Landsbyggðin | 142 orð

Íbúar Snæfellsbæjar sungu sig inn í aðventuna

Ólafsvík -Sannkölluð aðventustemning ríkti í Ólafsvíkurkirkju þegar Samkór Snæfellsbæjar hélt þar tónleika. Þetta voru fyrstu tónleikar Samkórsins en hann var stofnaður sl. haust og samanstendur af söngfólki vítt og breitt úr Snæfellsbæ. Meira
22. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 417 orð | 1 mynd

Jólainnkaupin í auknum mæli gerð á Akureyri

JÓLAVERSLUN hefur farið vel af stað á Akureyri og eru kaupmenn sammála um að meira sé um utanbæjarfólk en áður. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Jólaskrautið í gluggann

HANN var ábúðarfullur á svip þessi ungi piltur í Búðardal þar sem hann dundaði sér við það á dögunum að koma jólaskrautinu heim og saman í glugganum hjá sér. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Jólastemmning á Akranesi

ÍÞRÓTTABÆRINN Akranes hefur verið með fjölbreytta jóladagskrá nú í desember. Jólabingó og jólaland er á staðnum og 2. desember var jólatrésskemmtun í tengslum við að ljósin voru tendruð. Sl. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Jólasýning Fimleikaráðs

ÞAÐ ríkti sannkölluð hátíðarstemmning á jólasýningu Fimleikaráðs Akureyrar í Glerárskóla nýlega. Þar sýndu yngstu iðkendurnir foreldrum sínum og systkinum listir sínar við mikinn fögnuð viðstaddra. Meira
22. desember 2000 | Landsbyggðin | 119 orð | 2 myndir

Jólatónfundur tónlistarnema

Grindavík- Það er alltaf tilhlökkunarefni að hlýða á nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur. Nú á dögunum var haldinn svo kallaður jólatónfundur en alls eru haldnir 10 tónfundir yfir skólaárið. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 314 orð

Kaupir hlutafé fyrir 50 milljónir

STJÓRN Byggðastofnunar hefur ákveðið að taka þátt í hlutafjáraukningu færeyska félagsins Smyril Line sem á og rekur ferjuna Norrænu. Leggur stofnunin fram um 50 milljóna kr. hlutafé og lánar Austfari ehf. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð

Leiðir til að draga úr loftmengun kannaðar

UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að fela gatnamálastjóra og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að vinna að úttekt á úrræðum sem tiltæk eru borgaryfirvöldum til að draga úr loftmengun. Hrannar B. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 69 orð

Leiðrétt

45 milljónir Í grein Sveins Indriðasonar, sem birtist í Bréfi til blaðsins í gær, kom fram sú villa, að í söfnuninni 1998 til byggingarframkvæmda á Reykjalundi hefðu safnast 5 milljónir króna. Það er rangt, því alls söfnuðust 45 milljónir. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Leitað til Viðlagatryggingar?

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ ráðleggur Ísafjarðarbæ að leita stuðnings hjá Viðlagatryggingu Íslands vegna endurgerðar kirkjugarðsins á Flateyri eftir snjóflóðið haustið 1995. Þetta kom fram í blaðinu Bæjarins besta á Ísafirði í vikunni. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Lokadagur klinksöfnunar

LOKADAGUR Kærleiksklinksöfnunar Landsbankans er í dag, föstudaginn 22. desember. Þetta er í annað sinn sem Landsbankinn hefur staðið fyrir þessari söfnun til styrktar Umhyggju, félagi sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 132 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina SE-026, sem er VW Golf blá að lit, 20. desember sl. um kl. 15 þar sem hún stóð mannlaus á efsta bílastæði Kringlunnar. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 180 orð

Lögreglan leitar brennuvargs

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar nú brennuvargs en allt bendir til þess að kveikt hafi verið í ruslageymslum tveggja fjölbýlishúsa í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Lögregluhundur í miðborgina

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur í hyggju að nota lögregluhund við löggæslu í Reykjavík. Hugmyndin er að nota lögregluhund um kvöld og helgar gegn hópamyndun sem ógni öryggi borgaranna þá. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 419 orð

Mannvernd andvíg samningum sjúkrahúsa við ÍE

MANNVERND hefur sent frá sér eftirfarandi vegna samninga framkvæmdastjórna nokkurra sjúkrahúsa við dótturfyrirtæki deCODE Genetics Inc.: "Samningar þessir hafa verið gerðir í andstöðu við marga starfsmenn sjúkrahúsanna. Meira
22. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 22 orð

Móttaka söfnunarkassa

HJÁLPARSTARF kirkjunnar mun taka á móti söfnunarkössum og selja friðarljós í göngugötunni á Akureyri á Þorláksmessu og við kirkjugarðinn á Akureyri á... Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Myndskreyttur flutningabíll

FYRIRTÆKIÐ Sandblástur og málmhúðun hf. á Akureyri hefur fengið afhentan nýjan og öflugan flutningabíl af gerðinni MAN. Bíllinn er af nýrri kynslóð MAN vörubifreiða og er þetta fyrsti bíllinn sem afhentur er Akureyringum. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 275 orð

Nýja Bíó í Keflavík opnar nýjan sal

NÝR sýningarsalur verður opnaður í Nýja Bíói í Keflavík um jólin, og verða þá komnir tveir sýningarsalir í húsið. Salurinn tekur 100 manns í sæti, en fyrir er 300 manna salur. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Ný rými fyrir 34 einstaklinga á næsta ári

NÝ úrræði varðandi húsnæðismál fatlaðra voru kynnt á fundi félagsmálaráðherra í gær, þar sem m.a. kom fram að tekið verður í notkun nýtt húsnæði með rýmum fyrir 34 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á næsta ári, og að þeim verði fjölgað a.m. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Nýtt Kjarvalskort

LITBRÁ hefur gefið út nýtt kort af málverki eftir Jóhannes Kjarval. Málverkið er 102 x 152 sm að stærð og heitir Skjaldmey. Það er málað 1961 og er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Þetta er 18. kortið sem Litbrá gefur út eftir Kjarval. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

Næringarstöð fyrir aðframkomin ungbörn styrkt

HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur sent eina milljón króna til áframhaldandi neyðaraðstoðar vegna þurrka og hungursneyðar í Eþíópíu. Peningunum verður varið til að halda áfram rekstri neyðarmóttöku fyrir ungbörn í Konsó. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð

"Þakka forsjóninni giftusamlega björgun"

FÖÐUR tókst að blása lífi í ársgamlan son sinn eftir bílveltu við Geitaskarð í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu skömmu eftir hádegi í gær. Fimm voru í bílnum, þar af hjón með tvö börn. Var hópurinn fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 509 orð | 1 mynd

Radikale missir valdamesta embættið

"BREYTINGARNAR eru í þágu heildarinnar, ekki vantraust á einstaka aðila, sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, þegar hann kynnti nýja ríkisstjórn í gær, þá fjórðu sem hann fer fyrir. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð

Rafmagn sló út í fjölbýlishúsi

JARÐSTRENGUR bilaði við Blöndubakka í Breiðholti í Reykjavík með þeim afleiðingum að allt rafmagn fór af stórri íbúðablokk, frá númer 1 til 15, klukkan 20:30 í gærkvöld. Viðgerð stóð yfir frameftir kvöldi, en búist var við að rafmagn kæmist á um... Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Rannsóknarráð umferðaröryggismála stofnað

SEXTÁN aðilar stofnuðu á miðvikudag Rannsóknarráð umferðaröryggismála, sem ætlað er að standa fyrir "hvers konar rannsóknum sem nýta má til að koma í veg fyrir umferðarslys og draga úr afleiðingum slysa," eins og segir í stofnsamningi. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ráðist á lögreglumann

GESTUR í unglingasamkvæmi réðst að lögreglumanni í fyrrinótt og sló hann í andlitið svo áverkar hlutust af. Lögreglunni í Reykjavík barst kvörtun vegna hávaða í heimahúsi í austurbænum klukkan rúmlega eitt í fyrrinótt. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Rúmfatalagerinn gefur jólagjöf

RÚMFATALAGERINN hefur ákveðið að gefa meðferðarheimili Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti í Mosfellsbæ veglega jólagjöf. Jólagjöfin mun innihalda rúm, dýnur, náttborð, skápa og parket, alls að verðmæti 1,5 milljónir kr. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 110 orð

Samið við tannsmiði

SAMTÖK atvinnulífsins og Tannsmiðafélag Íslands hafa skrifað undir nýjan kjarasamning sem gildir til loka árs 2004. Helstu atriði samningsins eru þau að byrjunarlaun sveina voru ákveðin 90.000 frá 1. desember 2000. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 132 orð

Samið við VÍ í dag?

FUNDUR samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara stóð fram yfir miðnætti í gærkvöldi og hefur annar verið boðaður fyrir hádegi í dag. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 380 orð

Sjúklingar samþykki aðgang að gögnum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti gaf í gær út umfangsmiklar nýjar reglur um leynd persónuupplýsinga í sjúkraskýrslum, að því er The New York Times greinir frá. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 58 orð

Skipaður í orðunefnd

FORSETI Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra skipað Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra og alþingismann í orðunefnd Hinnar íslensku fálkaorðu í stað Indriða G. Þorsteinssonar, rithöfundar, sem lést fyrr á þessu ári. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Skipaður í stöðu forstjóra Byggðastofnunar

Iðnaðarráðherra hefur skipað Theodór Agnar Bjarnason í stöðu forstjóra Byggðastofnunar frá 1. janúar nk. Stjórn Byggðastofnunar mælti með ráðningu Theodórs í starfið. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Skötuveisla í Blátindi

DAVÍÐ Oddssyni forsætisráðherra var boðið í skötuveislu um borð í Blátindi í Vestmannaeyjum í hádeginu í gær, áður en hann fór og skoðaði ummerki brunans sem varð í Ísfélaginu laugardaginn 9. desember. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Sonur Mitterrands bendlaður við spillingarmál

JEAN-Christophe Mitterrand, sonur Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta, var í gær hnepptur í gæzluvarðhald vegna rannsóknar á ólöglegri vopnasölu til Angóla. Meira
22. desember 2000 | Erlendar fréttir | 368 orð

Spænskt "hör-hneyksli" blossar upp á ný

HNEYKSLI sem spænska ríkisstjórnin reyndi í fyrra að kveða niður hefur nú blossað upp á ný, eftir að spænskur saksóknari sem sérhæfir sig í spillingarmálum lýsti því yfir á þriðjudag að hann myndi leggja fram ákærur í málinu, sem snýst um að fé var... Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Steypubíll valt ofan á fólksbíl

STEYPUBÍLL ók á fólksbifreið í Engidal í Hafnarfirði í gærmorgun. Við það snerist fólksbíllinn í hálfhring en steypubíllinn hafnaði á umferðareyju og valt því næst ofan á afturhluta bílsins. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 351 orð

Stjörnugrís stefnir ráðherra öðru sinni

STJÖRNUGRÍS á Kjalarnesi hefur höfðað mál á hendur Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra f.h. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 672 orð | 1 mynd

Stjörnumessa í Bílastjörnunni

Kristmundur Árnason fæddist í Kópavogi 30. september 1960. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Þinghólsskóla 1977 og er með bílamálunarmenntun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem sölumaður en að mestu leyti þó við bílamálun og bílaréttingar. Kona Kristmundar er Karlotta Pálmadóttir húsmóðir og eiga þau þrjú börn. Meira
22. desember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 260 orð

Stúdentspróf í íþróttum?

BÆJARRÁÐ Hafnarjarðar hefur til umfjöllunar tillögu um að íþróttafólk geti fengið grein sína metna í einingum til lokaprófs í framhaldsskóla á svipaðan hátt og tónlistarnemar. Á þennan hátt verði komið til móts við afreksfólk í íþróttum. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 156 orð

Stöðumat um atvinnu á Vestfjörðum

STJÓRN Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum í fyrradag að láta gera stöðumat á atvinnuástandi á norðanverðum Vestfjörðum. Vonast er til að skýrslan verði til um miðjan janúar. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 170 orð

Sækir um aðstöðu fyrir ráðstefnuskip

HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hefur til athugunar umsókn Sigurjóns Einarssonar í Noregi um að skip fái að liggja í höfninni að vetrarlagi til notkunar sem ráðstefnusetur. Var hafnarstjóra falið að ræða við Sigurð um málið. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 423 orð

Sættir í deilumáli

SÆTTIR hafa náðst í ágreiningsmáli hjá Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, en það snerist um að forstjóri spítalans afturkallaði val Steins Jónssonar í stöðu sviðsstjóra kennslu og fræða vegna gagnrýni þess síðarnefnda á spítalann og hagsmunaárekstrar,... Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 239 orð

Um 67% gefa stefnuljós á hringtorgum

UM 67% ökumanna gefa stefnuljós í hringtorgum, að því er fram kemur í könnun á stefnuljósanotkun á höfuðborgarsvæðinu, sem ungmennadeild Bindindisfélags ökumanna stóð fyrir. Meira
22. desember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 68 orð | 1 mynd

Uppáhaldsmatur

"SKATA er minn uppáhaldsmatur, en ég borða hana samt eingöngu á Þorláksmessu. Saltaða og kæsta; það er best," sagði Katrín Sverrisdóttir Thoroddsen, sem var stödd í Fiskbúðinni Hafrúnu í þeim erindagjörðum að kaupa skötu. Ertu kannski að... Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 303 orð

Varað við hættulegu sælgæti

HOLLUSTUVERND ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Árvekni og Löggildingarstofan hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fólk er hvatt til að vera á varðbergi gagnvart hættulegu sælgæti um jólin. Meira
22. desember 2000 | Miðopna | 2035 orð | 1 mynd

Vilji okkar og markmið er að auka hlut kvenna

Hjá Landsvirkjun starfa um 300 manns, þar af 70 konur. Flestar starfa við ræstingar, sem matráðskonur eða ritarar - tíu eru háskólamenntaðar. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti að máli þær Rán Jónsdóttur, Ragnheiði Ólafsdóttur og Helgu Jóhannsdóttur verkfræðinga og Hugrúnu Gunnarsdóttur fiskifræðing. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 245 orð

Þensla í efnahagslífinu í rénun

Á FYRSTU ellefu mánuðum ársins nam rekstrarafgangur ríkissjóðs um 9 milljörðum króna. Þetta er rúmlega 5 milljörðum króna hagstæðari niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meira
22. desember 2000 | Innlendar fréttir | 745 orð | 1 mynd

Þýðingarmikið að efla atvinnulíf í Vestmannaeyjum

ÞRETTÁN dagar eru liðnir síðan bruninn varð í húsi Ísfélags Vestmannaeyja og í gær fór Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt Árna Johnsen, þingmanni Sjálfstæðisflokks, á staðinn til þess að skoða ummerki eldsvoðans, en búið er að rífa þakið af stórum... Meira

Ritstjórnargreinar

22. desember 2000 | Leiðarar | 826 orð

NEYÐ Í LANDI ALLSNÆGTA

TUTTUGASTA öldin líður senn í skaut aldanna, en þessi öld hefur fært íslenzku þjóðina úr örbirgð og umkomuleysi til sjálfstæðis og efnahagslegrar velmegunar sem bezt gerist í heiminum. Meira
22. desember 2000 | Staksteinar | 371 orð | 2 myndir

Vanhugsuð vinnubrögð verðfella bankana

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður fjallar um þau áform ríkisstjórnarinnar að sameina viðskiptabankana, Landsbanka og Búnðaðarbanka. Hún telur að áformin hafi verðfellt bankana, svo að skattborgararnir hafi tapað gífurlegum fjárhæðum. Meira

Menning

22. desember 2000 | Bókmenntir | 744 orð | 1 mynd

Ástríða áhugamanns

eftir Nick Hornby. Kristján Guy Burgess þýddi. Hemra ehf. 2000. 190 bls. Meira
22. desember 2000 | Menningarlíf | 508 orð | 1 mynd

Beethoven, Nordal og Dvorák í flutningi Tríós Reykjavíkur

VÍNARKLASSÍK, rómantík og íslensk nútímatónlist - allt er þetta að finna á geislaplötu sem Tríó Reykjavíkur sendi nýverið frá sér. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 433 orð | 1 mynd

Björk tilnefnd til tvennra verðlauna

BJÖRK Guðmundsdóttir hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki drama, fyrir hlutverk Selmu í Myrkradansaranum og fyrir besta frumsamda lag úr bíómynd, "I've Seen It All", sem hún samdi ásamt Sjón... Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 907 orð | 20 myndir

Blokkflautuhópurinn - Mixtúra "Þrátt fyrir að...

Blokkflautuhópurinn - Mixtúra "Þrátt fyrir að verkefnavalið sé allt að því sundurlaust gefur hinn sérstæði hljómur níu blokkflautna af ýmsum stærðum sterkan heildarsvip ... flutningur vandaður og vel samhæfður að ógleymdri áðurnefndri spilagleði. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 126 orð | 2 myndir

Djassað fyrir eldri borgara

ÞREMENNINGARNIR í Guitar Islancio, þeir Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson, eru iðnir við kolann þessa dagana enda vertíð tónlistarmanna í fullum gangi. Meira
22. desember 2000 | Bókmenntir | 634 orð

Engin venjuleg hetja

Eftir Mats Wahl Hilmar Hilmarsson þýddi Mál og menning, 2000. 170 bls. Meira
22. desember 2000 | Menningarlíf | 654 orð | 1 mynd

Fjalla-Eyvindur fyrr og nú

Jóhann Sigurjónsson, JPV forlag 2000, 216 bls. Meira
22. desember 2000 | Bókmenntir | 632 orð

Framandi trúarhefðir

Vésteinn Lúðvíksson tók saman. Útgefandi: Stilla. Stærð: 142 blaðsíður. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 588 orð | 1 mynd

Fyrirtaks bræðingur

So low, geisladiskur Jóhanns Ásmundssonar. Öll lög eru eftir Jóhann fyrir utan "To do or not to do" sem er eftir Þóri Úlfarsson. Meira
22. desember 2000 | Menningarlíf | 472 orð

Golfsveifla á jólum

með Arnari Má Ólafssyni PGA-golfkennara og Úlfari Jónssyni, margföldum Íslandsmeistara í golfi. 85 mínútur. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 529 orð | 1 mynd

Hári prýtt hetjurokk

Falk , geisladiskur Guðlaugs Falk. Meira
22. desember 2000 | Menningarlíf | 45 orð | 1 mynd

Höggmyndir Moore í Beihai-garðinum

Höggmyndir Henry Moore eru nú til sýnis í Beihaigarðinum í Beijing, þar sem kínversk kona gerir morgunæfingar sínar. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Kristján og Hamraborgin!

MAÐURINN sem ætlar að þenja raddböndin fyrir páfann og félaga hans og heilla þá upp úr sandölunum á aðfangadag mætti til landsins á dögunum með nýja plötu í farteskinu. Platan heitir Hamraborgin og þar syngur Kristján Jóhannsson þekkt íslensk... Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 227 orð | 1 mynd

Kviknakinn kokkur

NÝVERIÐ kom hér á landi út matreiðslubókin og myndbandið Kokkur án klæða. Kokkurinn heitir Jamie Oliver og er hann tjalli, ungur og óheflaður. Meira
22. desember 2000 | Leiklist | 561 orð | 1 mynd

Kærleikur og einlægni

Höfundar kvæða: James Thurber (í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar), Jóhannes úr Kötlum, Jónas Árnason, Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti auk þess sem jólaguðspjallið eftir Lúkas var flutt. Leikgerðir og leikstjórn: Sigríður Eyþórsdóttir. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 433 orð | 1 mynd

Lagið sem hvarf

Páll Torfi var tíu ára gutti þegar hann lærði fyrstu gítarhljómana og spænk-mexíkanskan ásláttarstíl og framtíðin var ráðin... að hálfu leyti. Meira
22. desember 2000 | Leiklist | 406 orð

Ljósaballett

Höfundur: Þorsteinn Grétar Sigurbergsson. Tónlist eftir Beethoven, Emerson, Lake & Palmer, Jóhann Morávek, Orff, Prokofiev og Tangerine Dream. 19. desember 2000. Meira
22. desember 2000 | Myndlist | 326 orð | 1 mynd

Maðurinn er alltaf einn

Til 15. janúar. Opið eftir samkomulagi. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 561 orð | 1 mynd

Mamma popp og sóleyjarstrákarnir

Miðað við allar þær skyldur sem meðlimir Buttercup þurfa að uppfylla er ekki nema von að sveitin syngi um endalausar nætur. Birgir Örn Steinarsson komst að því þegar hann spjallaði við þrjá meðlimi sveitarinnar. Meira
22. desember 2000 | Bókmenntir | 389 orð

Með hlýlegum blæ

Eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Myndskreytingar gerði Jean Antoine Posocco. Bókaforlagið Salka. Gutenberg annaðist filmuvinnu og prentverk. Meira
22. desember 2000 | Bókmenntir | 215 orð

Misgeðþekkar eðlur

Disney. Vaka-Helgafell, 2000. Í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Meira
22. desember 2000 | Myndlist | 252 orð | 1 mynd

Náttúran í náttúrunni

Til 31. desember. Opið virka daga frá kl. 13-18; laugardaga 13-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Nýtt æði!

JÓLAPRINSESSAN Jóhanna Guðrún er greinilega orðin að nýjasta æðinu í bænum. Það er ekki nóg með það að stúlkan ætlar sé að töfra landsmenn upp úr skónum með söng sínum því hún stefnir í það að eiga lang mest seldu íslensku plötuna fyrir þessi jól. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Skóli eða stelpur?

½ Leikstjóri: David Raynir. Handrit: Gary Hardwick. Aðalhlutverk: Deon Richmond, Maia Campbell. (92 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. Meira
22. desember 2000 | Menningarlíf | 49 orð

Sólarmegin í Akraneskirkju

JÓLATÓNLEIKAR Sönghópsins Sólarmegin verða í Akraneskirkju í kvöld, föstudagskvöldið kl. 22.30. Að vanda syngur hópurinn að mestu án undirleiks. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 685 orð | 1 mynd

Stemmningin endurlifuð

Allur skalinn, tónlist úr söngleikjum Flugfélagsins Lofts og Leikfélags Íslands. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndir | 228 orð

Stærilæti ungkarla

Leikstjórn og handrit: Peter M. Cohen. Aðalhlutverk: Amanda Peet, Brian Van Holt, Judah Domke, Zorie Barber og Jonathan Abrahams. Destination Films 1900. Meira
22. desember 2000 | Tónlist | 627 orð

Syngjandi gítar

Isaac Albéniz: Sevilla, Granada og Asturias úr Suite Española op. 47. Cordoba úr Cantos de España op. 232. Zambra Granadina. Vicente Asencio: Suite Valenciana, La Joia og La Calma úr Collecicí íntim. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Sögumaður!

EF MENN uppskera eins og þeir sá þarf Bubbi Morthens ekki að óttast mikið. Hann hefur plantað plötu eftir plötu, ár eftir ár í tónlistarjarðveg landsins og upplifað margt á ferlinum. Meira
22. desember 2000 | Menningarlíf | 108 orð

Tímarit

Norræna leikritaforlagið Strakosch í Kaupmannahöfn hefur gefið út rit um leiklist á Norðurlöndunum í tilefni af 25 ára afmæli fyrirtækisins. Meira
22. desember 2000 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Totta ekki fisk!

JÁ, GRÍNKÓNGARNIR í Tvíhöfða totta sko ekki fisk. Þeir sleikja hamstur. Þó svo að piltarnir séu ekki mjög stæðilegir í sundbolum er þriðja plata þeirra rækileg sönnun um það. Meira
22. desember 2000 | Bókmenntir | 487 orð

Umhverfisvernd fyrir ungu kynslóðina

Eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson. Myndskreytingar gerði Erla Sigurðardóttir. Gjörningur ehf., prentverk Hjá GuðjónÓ hf., Reykjavík 2000, samtals 30 síður. Meira
22. desember 2000 | Bókmenntir | 258 orð

Vísnadýr gömul og ný

Eftir ýmsa höfunda. Teikningar eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Vaka-Helgafell, 2000. 28 blaðsíður. Meira

Umræðan

22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 23 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 22. desember, verður sjötug Ingibjörg Hermannsdóttir. Hún heldur upp á afmælið sitt í New York með fjölskyldu... Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 59 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 23. desember, verður níræð Geirlaug Guðmundsdóttir. Hún mun taka á móti gestum þann sama dag milli kl. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 1029 orð | 1 mynd

Að vera eða ekki vera fyrir Austfirðinga

Ég skora á landsmenn að byggja umræðuna á rökum, segir Björgólfur Hávarðsson, og líta fram hjá orðgjálfri manna sem vilja hafa landsbyggðina að leikvelli. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Auka þarf útflutning Íslands til Kína

Ekki líður á löngu uns Kínamarkaður verður mikilvægasti markaður í heimi, segir Sigtryggur R. Eyþórsson. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að efla og rækta viðskiptatengsl sín við Kínverja Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 329 orð

Barnanna vegna - engin drykkja á jólum

VERÐUR Bakkus í hásæti á þínum jólum? Þannig er yfirskriftin á grein Árna Helgasonar í Morgunblaðinu 15. desember síðastliðinn. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 201 orð

Birting afmælis- og minningargreina

Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Bessastaðakirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Dýrleif Ólafsdóttir og Gunnar Ingi Guðmundsson . Heimili þeirra er í... Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 979 orð | 1 mynd

Fiskeldi í sátt við náttúruna

Í Noregi hrundu laxastofnar í þeim ám þar sem sýrustig náði ákveðnu stigi, segir Skúli Guðbjarnarson. Fylgnin var svo sterk að enginn hefur efast um niðurstöður vísindamanna í þeim efnum. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 431 orð

Furðuleg verðlaunaveiting

ÉG UNDIRRITAÐUR kemst ekki hjá því að vera algjörlega sammála greinarhöfundinum Guðmundi Guðmundarsyni, fyrrv. frkvstj. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 553 orð

Fyrirspurn

ANNA hafði samband við Velvakanda vegna jólaljósa í Kirkjugarði Hafnarfjarðar. Sagðist hún hafa gengið frá að sett yrðu jólaljós á tvö leiði náinna ættingja í Kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 1692 orð | 1 mynd

Fyrirspurnir vegna ævisögu Steingríms Hermannssonar

Mig langar til að beina þeirri spurningu til Steingríms, segir Haukur Örn Birgisson, hvort hann hafi nokkurn tímann, nema í þetta eina sinn, verið látinn endurgreiða reikninga sem tilheyrðu honum sjálfum. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 497 orð | 1 mynd

Geysisstofa og Nýsköpunarverðlaunin 2000

Með opnun Geysisstofu, segir Ásborg Arnþórsdóttir, má segja að Haukadalur sé aftur orðið það fræðasetur sem var til forna. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd

Hindra laun kennara framþróun í starfsmenntun?

Eina samkeppnin um kennarana er við atvinnulífið skrifar Ingibergur Elíasson. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 447 orð | 3 myndir

Hvað þarf til?

Við biðjum um, segja Halldór Leví Björnsson, Jóhann Thoroddsen og Þorsteinn Úlfar Björnsson, að börnum okkar verði sýnd sú virðing að þessi deila leysist strax. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 873 orð | 1 mynd

Hvurs lax er þetta?

Ég skora á almenning að láta í sér heyra, segir Börkur Bragi Baldvinsson, og ég skora á Guðmund Val Stefánsson að skipta aftur um skoðun, hin var miklu betri. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 850 orð | 1 mynd

Kvótakerfið

Sannleikurinn virðist allur annar, segir Björn Loftsson. Það veldur svo hróplegu ranglæti að það eru víst fá dæmi um annað slíkt. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 780 orð

(Lúk. 11, 36.)

Í dag er föstudagur 22. desember, 357. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 946 orð | 1 mynd

Stéttaskipting framtíðarinnar

Forðum því að hér þróist stéttskipt þjóðfélag, sem markast af því, segir Hrafnhildur Tómasdóttir, hverjir hafa aðgang og raunveruleg tækifæri til menntunar. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd

Tónlistarhús í Reykjavík

Er það mál þeirra fagmanna, sem að upptökum í Ými hafa komið, segir Sólborg L. Steinþórsdóttir, að jafngóður upptökusalur sé vandfundinn á höfuðborgarsvæðinu. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 648 orð | 2 myndir

Vegabætur á utanverðum Tröllaskaga

Vegaframkvæmdir eru dýrar og getur þeim fjármunum verið illa varið, segir Hjalti Þórðarson, ef ekki er haldið rétt á spilunum. Meira
22. desember 2000 | Aðsent efni | 1001 orð | 1 mynd

Verslunin er í sókn

Áhrif íslensks atvinnulífs þurfa að vera meiri, segir Sigurður Jónsson, á vettvangi stofnana og ráða í Brussel. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 911 orð

Villandi sjónarhorn frétta

ÆSKILEGT er, að skýringar, sem fylgja fréttum, útbreiði ekki villandi hugmyndir. Svo þykir mér samt iðulega vera í slysafréttum. Þar er áberandi að kenna slysstaðinn við næsta þéttbýli, þó að slysið tengist þéttbýlinu ekki neitt. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 542 orð

VINKONA Víkverja, sem er viðskiptamaður hjá...

VINKONA Víkverja, sem er viðskiptamaður hjá Tali, sagði sínar farir ekki sléttar. Í tvígang að minnsta kosti hafði það hent hana að hún hafði keypt inneign á Frelsiskort og síðan þegar sízt skyldi hafði fyrirtækið gert upptæka inneign hennar, þ.e.a.s. Meira
22. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 38 orð

ÞULA

Kvölda tekur, setzt er sól, sveimar þoka um dalinn, komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn. Dagurinn líður, dimma fer, dregst að nóttin svala; myrkrið gerir mér og þér marga byltu fala. Meira

Minningargreinar

22. desember 2000 | Minningargreinar | 1229 orð | 1 mynd

Guðmundur Georg Albertsson

Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Guðmundar Georgs Albertssonar, fyrrverandi póstfulltrúa í Reykjavík. Guðmundur var fæddur að Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu hinn 22. desember 1900. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2000 | Minningargreinar | 788 orð | 1 mynd

GUÐRÚN BJARNADÓTTIR

Guðrún Bjarnadóttir fæddist í Hafnarfirði 16. apríl 1930. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 20. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2000 | Minningargreinar | 2519 orð | 1 mynd

JÓN KRISTINN BJÖRNSSON

Jón Kristinn Björnsson var fæddur að Bæ á Höfðaströnd 22. desember 1928. Hann lést á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut að morgni þriðjudagsins 12. desember síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur, f. 8.1. 1902, d. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2000 | Minningargreinar | 1999 orð | 1 mynd

KJARTAN GÍSLASON

Kjartan Gíslason fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1913. Hann lést á heimili sínu 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jóhannesson, múrari, f. 25. september 1873, d. 1958, og Stefanía Björnsdóttir, f. 2. apríl 1879, d. 1932. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2000 | Minningargreinar | 720 orð | 1 mynd

KNUD KRISTJÁN ANDERSEN

Knud Kristján Andersen fæddist í Landlyst í Vestmannaeyjum 23. mars 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 13. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 18. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2000 | Minningargreinar | 5893 orð | 1 mynd

ÆVAR GUÐMUNDSSON

Ævar Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði hinn 24. nóvember 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Í. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

6% verðbólga á Írlandi

SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 107,5 stig í nóvember sl. og hækkaði um 0,3% frá október. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,2%. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Athygli kaupir tímaritið Ægi

KYNNINGARFYRIRTÆKIÐ Athygli ehf. hefur keypt útgáfurétt á tímaritinu Ægi og Sjómannaalmanaki Fiskifélagsins af Fiskifélagsútgáfunni ehf. Athygli hefur annast útgáfu Ægis og Sjómannaalmanaksins fyrir Fiskifélag Íslands frá árinu 1996. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 1585 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 21.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 21.12.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) FMS Á ÍSAFIRÐI Blálanga 56 56 56 32 1.792 Hlýri 80 80 80 102 8.160 Keila 50 40 46 38 1.760 Langa 86 86 86 48 4.128 Lúða 740 260 576 42 24. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 329 orð

Fundarlaun fyrir réttan starfsmann

DÖNSK stórfyrirtæki eru farin að lýsa eftir nýjum starfskröftum í stað þess að auglýsa og bjóða há fundarlaun fyrir góðan starfsmann. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 301 orð

Handelsbanken kaupir tryggingafélag

HANDELSBANKEN í Svíþjóð hefur keypt sænska tryggingafélagið og lífeyrissjóðinn SPP fyrir um 60 milljarða íslenskra króna, að því er m.a. kemur fram í Dagens Industri . Með kaupunum eykst fjármagn í umsjón Handelsbanken úr um 700 milljörðum í yfir 2. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 192 orð

Hlutabréfakaup Samherja sögð umhugsunarverð

Í Morgunkorni FBA í gær segir að viðskipti Samherja með eigin bréf komi ekki á óvart í ljósi fyrri yfirlýsinga félagsins, en í fyrradag voru tilkynnt til Verðbréfaþings Íslands 103ja milljóna króna kaup Samherja í félaginu að nafnvirði á genginu 9,3. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Kaupþing gerir sparisjóðum tilboð

HREYFING er á hlutum sparisjóðanna í Kaupþingi hf., að sögn Guðmundar Haukssonar, stjórnarformanns félagsins. Hann segir að sumir sparisjóðir vilji minnka eignarhlutdeild sína í Kaupþingi, innleysa hagnað, en aðrir sparisjóðir vilji kaupa. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 91 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.286 -0,33 FTSE 100 6.115,5 -0,99 DAX í Frankfurt 6.200,71 -0,77 CAC 40 í París 5.758,92 -0,13 OMX í Stokkhólmi 1.050,07 0,22 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 177 orð

NRK finnur ekki yfirmann

SÉRFRÆÐINGAR undrast ekki að stjórn Norska ríkisútvarpsins, NRK, eigi í vandræðum með að finna hæfa manneskju til að gegna starfi forstjóra NRK. Fyrir mánuði var greint frá því að Íslendingurinn Kristenn Einarsson hefði afþakkað starfið. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Pernod kaupir drykkjaframleiðslu Seagram

SAMSTARFSFÉLAG breska fyrirtækisins Diageo og franska Pernod Ricard keypti drykkjaframleiðslu kanadíska félagsins Seagram fyrir tæpa 700 milljarða íslenskra króna, að því er tilkynnt var í vikunni. Sænska fyrirtækið Vin & Spirit, sem m.a. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 300 orð

Takmarkanir óheimilar

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hefur sent norskum stjórnvöldum formlega tilkynningu varðandi hömlur í norskum lögum um eignarhald í fjármálastofnunum, samkvæmt fréttatilkynningu frá ESA í fyrradag. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 307 orð | 1 mynd

Tilboðsverslun á Netinu

VILDARKLÚBBUR Flugleiða hefur sett á stofn tilboðsverslunina Val.is í samvinnu við Hagkaup.is. Fyrstu tilboðin voru send út í síðustu viku og fengu um sextíu þúsund félagar í Vildar- og Netklúbbi Flugleiða sendan tölvupóst með kynningu á þjónustu Val.is. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Útlit fyrir 560 milljóna gengistap

AFKOMA Útgerðarfélags Akureyringa er lakari á síðari hluta ársins en var gert ráð fyrir í áætlunum félagsins. Munar þar mest um gengistap vegna veikingar íslensku krónunnar. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 87 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 20.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 20.12. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
22. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Vodafone kaupir farsímahluta Eircom

TILKYNNT hefur verið um kaup Vodafone á Eircell, farsímahluta írska fjarskiptafyrirtækisins Eircom. Kaupverðið er tæpir 400 milljarðar íslenskra króna í hlutabréfum. Viðræður hafa átt sér stað á milli forsvarsmanna fyrirtækjanna undanfarna tvo mánuði. Meira

Fastir þættir

22. desember 2000 | Fastir þættir | 65 orð

Bridsfélag Fjarðabyggðar Hinn 12.

Bridsfélag Fjarðabyggðar Hinn 12. desember var spilaður tvímenningur með þátttöku 7 para og urðu úrslit þessi: Arnfríður Þorsteinsd. - Ólafur Sverriss. 93 Árni Guðmundss. - Kristján Kristjánss. 89 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánss. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 50 orð

Bridsfélag Hreyfils Mánudagskvöldið 18.

Bridsfélag Hreyfils Mánudagskvöldið 18. des. var spiluð jólarúberta. 32 pör mættu til leiks og lokastaðan varð þessi. Flosi Ólafss. - Sigurður Ólafss. 45 Karl Ómar Jónss. - Jens Jenss. 31 Þorsteinn Sigurðss. - Árni Halldórss. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 165 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Kristján og Alda sigruðu í opna Borgarfjarðarmótinu í tvímenningi Opna Borgarfjarðarmótinu í tvímenningi lauk miðvikudaginn 13. desember. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 304 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson.

Við grípum niður í bikarleik frá því í sumar, þar sem við áttust sveitir Flugleiða - frakt og Jóns Erlingssonar. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 466 orð | 1 mynd

Imbrudagar og Þorlákstíð í Dómkirkjunni

Á imbrudögum sem að fornu voru aukadagar í almanakinu fjórum sinnum á ári hefur hópur kvenna í kirkjunni notað sér til uppbyggingar í kyrrð og helgihaldi. Af því tilefni er efnt til stuttrar messu í Dómkirkjunni kl. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 720 orð | 1 mynd

Klámkóngur kaupir Express-blöðin

EXPRESS -blöðin bresku hafa verið seld og er kaupandinn klámkóngurinn Richard Desmond. Sagt er, að hann sjái sjálfan sig í anda sem nýjan Beaverbrook lávarð og vilji komast í hóp með stóru fjölmiðlajöfrunum. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 343 orð

Landsliðsnefnd LH leggur fram afreksmannastefnu

Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er nú að leggja lokahönd á afreksmannastefnu sína. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 674 orð | 1 mynd

Metro grípur blaðalesendur

AUK syfjulegs yfirbragðs að morgni til í neðanjarðarlestunum í London eiga flestir farþeganna það sameiginlegt að þeir eru að lesa Metro, ókeypis morgunblað, sem dreift er á lestarstöðvunum. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 266 orð

Nokkru færri hross flutt út en í fyrra

ÚTFLUTNINGUR hrossa dróst aðeins saman á milli áranna 1999 og 2000, þó ekki umtalsvert. Alls hafa verið flutt út 1.898 hross það sem af er þessu ári. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 179 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Viswanathan Anand (2.774) hefur staðið undir væntingum sem stigahæsti skákmaður heimsmeistaramóts FIDE. Hann hefur sýnt mikið öryggi og etur nú kappi við Alexei Shirov um heimsmeistaratitilinn. Meira
22. desember 2000 | Viðhorf | 850 orð

Skrásett vörumerki

"Vörumerkið" er til staðar, sérfræðiþekkingin fáanleg og 2000 ára sölustarfsemi á ólíkum mörkuðum prýðilega skjalfest. Meira
22. desember 2000 | Fastir þættir | 328 orð | 1 mynd

Þýskur hestahvíslari með námskeið

HESTAMENN eru nú óðum að taka hross sín á hús, þrátt fyrir góða tíð, til að geta farið að ríða út um jólin eins og hefðin býður upp á hjá mörgum. Meira

Íþróttir

22. desember 2000 | Íþróttir | 40 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Haukar 13 12 1 386:305 24 Fram 13 11 2 350:290 22 Grótta/KR 13 9 4 326:320 18 KA 13 8 5 337:324 16 FH 13 7 6 319:293 14 Afturelding 13 7 6 357:338 14 Valur 13 6 7 312:298 12 ÍBV 13 6 7 356:346 12 ÍR 13 6 7 295:301 12 Stjarnan... Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 181 orð

Fyrsta tap Helga Jónasar og félaga

HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar í belgíska liðinu Ieper töpuðu sínum fyrsta leik í H-riðli Evrópukeppninnar í körfuknattleik, Korac Cup, í fyrrakvöld. Það var spánska liðið Unicaja frá Malaga sem hafði betur á heimavelli 79:52. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur Gruber

AUSTURRÍSKI skíðamaðurinn Christoph Gruber vann sinn fyrsta sigur í heimsbikarnum á skíðum er hann sigraði í gær í stórsvigi í Bormio á Ítalíu. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke , hefur...

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke , hefur skorað á stuðningsmenn félagsins að hegða sér vel þegar Stoke sækir Wigan heim í 2. deildinni á morgun. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 340 orð

HANDKNATTLEIKUR Valur - Haukar 19:20 Hlíðarendi,...

HANDKNATTLEIKUR Valur - Haukar 19:20 Hlíðarendi, 1. deildarkeppnin í handknattleik, Nissandeild, fimmtudagur 21. desember 2000. Gangur leiksins: 2:0, 3:1, 4:2, 4:4, 6:5, 6:7, 8:7, 9:8, 9:9, 9:14, 11:14, 12:15, 13:17, 15:17, 15:19, 18:19, 18:20, 19:20. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 598 orð | 1 mynd

Haukar sluppu fyrir horn á Hlíðarenda

HAUKAR fara í fríið langa með tveggja stiga forystu í 1. deildarkeppni karla. Þeir sáu til þess með naumum sigri, 20:19, á baráttuglöðum Valsmönnum á Hlíðarenda í gærkvöld, og þurftu að taka á öllu sínu á lokakaflanum þegar Valsmenn skoruðu fjögur mörk gegn einu á síðustu sex mínútunum og fengu tækifæri til að jafna metin. Þar vó markvarsla Bjarna Frostasonar þyngst fyrir Hafnarfjarðarliðið. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 359 orð | 11 myndir

Íþróttamaður ársins útnefndur í 45. sinn á Hótel Loftleiðum 28. desember

NÖFN þeirra ellefu íþróttamanna sem urðu efstir í kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2000 voru birt í gær. Yfirleitt hafa nöfn tíu efstu manna verið birt en þar sem tveir íþróttamenn hlutu jafnmörg atkvæði í tíunda sæti eru nöfnin ellefu að þessu sinni. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 1174 orð | 1 mynd

Liðin tíð að áhorfendabekkirnir séu þéttsetnir

ÁHORFENDUM á körfuknattleiksleikjum í efstu deild karla hefur að margra mati fækkað á undanförnum árum líkt og í handknattleik. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 297 orð

Minnkandi aðsókn í NBA

Það er ekki aðeins á Íslandi að áhorfendum fer fækkandi á leiki í vetraríþróttum. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 286 orð

Sterkir leikmenn gefa ekki kost á sér á HM

HEIMSMEISTARAKEPPNI karla í handknattleik hefst í Frakklandi eftir einn mánuð og verður þetta þriðja stórmót handknattleiksmanna á einu ári. Fyrst var það Evrópumótið, síðan Ólympíuleikarnir og nú er röðin komin að heimsmeistarakeppninni. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 198 orð

Thorsson hættur með Svíum

TVÖ stór skörð hafa verið höggvin í sænska landsliðið í handknattleik fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Frakklandi eftir rúman mánuð. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 115 orð

Tiger Woods og Jones þau bestu

GOLFARINN Tiger Woods og frjálsíþróttakonan Marion Jones voru kjörin íþróttamenn ársins 2000 af samtökum fulltrúa 53 dagblaða í heiminum, en upplýst var um niðurstöðu kjörsins í gær. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 89 orð

Vonbrigði hjá Stavanger

SIGURÐI Gunnarssyni og lærisveinum hans í norska handknattleiksliðinu Stavanger Handball tókst ekki að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum. Stavanger tapaði fyrir Drammen, 28:26, í undanúrslitum keppninnar. Meira
22. desember 2000 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

WEST HAM keypti í gær Ganamanninn...

WEST HAM keypti í gær Ganamanninn Titi Camara frá Liverpool . Camara var markahæsti leikmaður Liverpool í fyrra en hefur ekkert leikið með í vetur vegna meiðsla. West Ham gerði þriggja og hálfs árs samning við kappann. Meira

Úr verinu

22. desember 2000 | Úr verinu | 672 orð

"Ranglátur dómur"

GUÐRÚN Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa ehf., segist munu áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp á þriðjudag en þar var útgerðin dæmd til að greiða útgerðarfélaginu Otto Wathne ehf. Meira
22. desember 2000 | Úr verinu | 130 orð | 1 mynd

Selja síld til Egyptalands

SEXTÁN hundruð tonnum af heilfrystri smásíld var skipað um borð í flutningaskip í Vestmanneyjum í gær. Hélt skipið síðan með síldina áleiðis til Egyptalands, en þangað var hún seld fyrir milligöngu Fiskmiðlunar Norðurlands. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 35 orð

Atvinnuleysi

Um áttatíu manns misstu atvinnuna þegar rækju-verksmiðjan Nasco í Bolungarvík varð gjaldþrota. "Ástandið er afskaplega dapurlegt og áfallið kemur á versta tíma," sagði Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri. Verksmiðjan er til sölu. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 30 orð

Barnastjarna fædd

Fyrsta plata Jóhönnu Guðrúnar gerir mikla lukku. Hún situr í toppsæti tónlista Morgunblaðsins og hefur selst í yfir fimm þúsund eintökum. Á plötunni eru ellefu lög. Jóhanna Guðrún er níu... Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 44 orð

Brot á samkeppnislögum

Samkeppnisráð telur samruna Landsbanka og Búnaðarbanka brot á lögum. Samruni skaði samkeppni og verði til tjóns fyrir neytendur. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-ráðherra sagði að þar með væri málið úr sögunni. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1542 orð | 3 myndir

Ekki

Hrukkur og önnur aðsteðjandi vá hafa gert miðaldra konur að helsta markhópi fyrir meint yngingarmeðöl. Þrjár vinkonur sem fóru saman á einleikinn Evu í Kaffileikhúsinu sögðu Kristínu Elfu Guðnadóttur að þær tækju undir með aðalpersónunni þegar hún segir: Það er enginn sjúkdómur að vera kona. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1480 orð | 5 myndir

Er hún gamla

Hún hrellir börn með útlitinu einu saman og síst er atferlið elskulegra. Grýla heitir hún og gengur nú sem fyrr ljósum logum um landið, þótt eitthvað hafi börnunum í potti hennar fækkað. Sigurbjörg Þrastardóttir skoðaði forvitnilegt vefrit um Grýlu og tengdar heimildir. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 47 orð

Fréttabann

Þórir Einarsson ríkis-sáttasemjari segir að komin sé hreyfing á viðræður kennara við ríkið, sem vonandi leiði til niðurstöðu. Hann hefur sett fréttabann á viðræðu-aðila. Um sex hundruð nemendur áttu að útskrifast í desember úr framhalds-skólum. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 56 orð

Frægðarför

Örn Arnarson er kominn heim eftir mikla frægðarför. Hann varð Evrópu-meistari í tvö hundruð metra baksundi þriðja árið í röð. Einnig vann hann gull í hundrað metra baksundi og silfur í fimmtíu metra baksundi. Mótið var á Spáni. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1134 orð | 2 myndir

Gjafir

Spánverjar tengdu kerti bara við kirkjur og dauðsföll fyrir þrjátíu árum þegar Kristín Árnadóttir hélt sín fyrstu jól á Spáni. Hún sagði Margréti Hlöðversdóttur að senjóríturnar hefðu horft á sig í forundran baka smákökur og laufabrauð og jólin syðra einkenndust af meiri léttleika og gleði en hér á Fróni. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 57 orð | 1 mynd

Ilmur af jólum

Hera Björk hefur gefið út fyrstu sólóplötu sína, Ilmur af jólum. Á diskinum eru ellefu lög, íslensk og erlend, og yfirbragðið hátíðlegt, eins og Ó helga nótt. "Lögin eru mjög fjölbreytt, poppuð og klassísk og út í djass. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 42 orð

Í skýjunum

"Við erum ekki komin niður úr skýjunum. Þetta er það besta sem ég hef upplifað," sagði Karen Björk Björgvinsdóttir . Hún og Adam Reeve urðu Evrópumeistarar í tíu dönsum í Bonn í Þýskalandi. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 26 orð

Íþróttamenn ársins

Kristín Rós Hákonardóttir og Bjarki Birgisson eru íþróttamenn ársins að mati Íþrótta-sambands fatlaðra. Þau eru bæði afreksmenn í sundi og tóku þátt í Ólympíu-móti fatlaðra í... Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 279 orð | 4 myndir

JÓLAKÚLUR af öllum stærðum og gerðum...

JÓLAKÚLUR af öllum stærðum og gerðum streymdu inn í verslunina Völustein í nóvember en þá stóðu eigendur hennar í fyrsta sinn fyrir samkeppni um bestu heimagerðu jólakúluna. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 38 orð

Jólatónleikar

Jólatónleikar Tónstofu Valgerðar voru haldnir í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á sunnudag. Þar léku nemendur Tónstofunnar einleik á ýmis hljóðfæri. Bjöllukórinn lék og söng í lokin "Betlehem hjá blíðri móður/ hringi klukkurnar í... Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 370 orð | 2 myndir

kaffiunnendum

KAFFI, sá góði og gamalkunni drykkur, getur tekið á sig margvíslegar myndir. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 352 orð | 8 myndir

Krossar, kaleikar og kertastjakar

STEFÁN Bogi Stefánsson, gull- og silfursmiður, hefur smíðað svo marga kirkjugripi að hann hefur ekki lengur tölu á þeim. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 83 orð | 1 mynd

María með ljósa fléttu

" María er með ljósa fléttu af því að ég tengi hana við Ísland, við norrænar konur, eins og ég þekki þær," sagði Kristín Gunnlaugsdóttir . Hún hefur málað undurfagra Maríumynd, sem er á sýningu í anddyri Hallgrímskirkju. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 454 orð | 1 mynd

og

TIL ástvina minna - Ævi mín og óskir er heiti bókar sem lítið lætur yfir sér í jólabókaflóðinu. Hvorki ævisaga í hefðbundnum skilningi né skáldsaga. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 110 orð | 1 mynd

Sigur í réttindabaráttu öryrkja

Öryrkja-bandalag Íslands hefur unnið mál gegn Trygginga-stofnun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að óheimilt er að skerða tekjutryggingu öryrkja í hjónabandi vegna tekna maka. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 969 orð | 5 myndir

Steinarnir

Steinunn Bessason er íslensk listakona sem flutti kornung með foreldrum sínum til Winnipeg í Kanada á sjötta áratugnum og hefur búið þar nánast alla tíð síðan. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari heimsóttu Steinu og skoðuðu það sem hún er að búa til. Meira
22. desember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 51 orð

Stjórnarskipti

Bush , verðandi forseti Bandaríkjanna, undirbýr stjórnarskipti. Hann hefur skipað Colin Powell utanríkis-ráðherra. Powell var yfirmaður hersins í Persaflóa-stríðinu. Bush ræddi á þriðjudag við Gore . Meira

Ýmis aukablöð

22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 311 orð | 2 myndir

Ennfrekari ævintýri Ash

Á annan í jólum frumsýna Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó Akureyri, Nýja bíó Keflavík og Regnboginn teiknimyndina Pokémon 2. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 325 orð | 1 mynd

Fleiri myndir og öflugri framleiðsla

KRISTÍN Pálsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og varadagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu, hefur verið ráðin deildarstjóri nýrrar stuttmynda- og heimildamyndadeildar við Kvikmyndasjóð Íslands. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 445 orð | 2 myndir

Fólk

Scorsese og Gucci-veldið Martin Scorsese , sem af mörgum er talinn fremsti leikstjóri Bandaríkjanna, vinnur nú við nýja glæpamynd sem gerist í New York á nítjándu öldinni og segir af glæpagengjum. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 28 orð

Frumsýningu frestað

ÍSLENSKA kvikmyndin Villiljós verður ekki frumsýnd á nýársdag, eins og ráð var fyrir gert. Vegna seinkunar á tæknilegum lokafrágangi hefur verið ákveðið að myndin verði frumsýnd þann 19.... Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 407 orð | 2 myndir

Grace bjargar sér

Háskólabíó frumsýnir í dag bresku gamanmyndina Saving Grace með Brenda Blethyn. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 47 orð

Hagsýn húsmóðir

Háskólabíó frumsýnir í dag bresku myndina Saving Grace með Brenda Blethyn í aðalhlutverki. Hér er um gamanmynd að ræða þar sem Brenda leikur húsmóður er ræktar kannabis á heimili sínu eftir að hún missir eiginmann sinn og lendir í fjárkröggum. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 372 orð | 2 myndir

Ímyndun og veruleiki

Bíóborgin frumsýnir á annan í jólum spænsku spennumyndina Open Your Eyes með Chete Lera. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 1988 orð | 6 myndir

Jlamyndirnar vestanhafs

Að venju er mikið um að vera í kvikmyndaheiminum í Bandaríkjunum þegar líða tekur á nóvember og fram yfir hátíðarnar. Þær myndir einar teljast gjaldgengar í Óskarsverðlaunakapphlaupið sem frumsýndar eru fyrir áramótin. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 29 orð

Jólamyndirnar hér og þar

Bíóblaðið í dag er að mestu helgað því úrvali af bíómyndum sem kvikmyndahúsin bjóða upp á nú um jólin hérlendis. Einnig fjallar Sæbjörn Valdimarsson um jólamyndirnar í höfuðvígi kvikmyndaframleiðslunnar,... Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 563 orð

Kaufman og kvikmyndirnar

Bandaríski leikstjórinn Philip Kaufman hefur ekki gert bíómynd frá því hann sendi frá sér Rising Sun árið 1993, sem hann byggði á samnefndri metsölubók eftir Michael Crichton . Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 423 orð | 2 myndir

Maðurinn sem lifði af

Á annan í jólum frumsýna Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík Unbreakable með Bruce Willis og Samuel L. Jackson. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 47 orð | 1 mynd

Nikki litli

Laugarásbíó, Stjörnubíó, Regnboginn og Borgarbíó á Akureyri frumsýna á annan í jólum bandarísku gamanmyndina Little Nicky með Adam Sandler í aðalhlutverki. Myndin segir frá heldur lúðalegum syni Satans sem kemur á jörðina og veldur nokkrum usla. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 1163 orð

NÝJAR MYNDIR IKINGUT Háskólabíó: 26.

NÝJAR MYNDIR IKINGUT Háskólabíó: 26. des. Kl. 4 - 6 - 8 - 10. 27, - 28. des. Kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10. SAVING GRACE Háskólabíó: 22. des kl. 6 - 8 - 10. 26. - 28. des. Kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10. UNBREAKABLE Bíóhöllin: 26-29. : 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:15. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 39 orð | 1 mynd

Opna augu þín

Bíóborgin frumsýnir á annan í jólum spennumyndina Open Your Eyes eftir Alejandro Amanabar . Hún segir frá manni sem lifir af bílslys en gerir ekki lengur greinarmun á raunveruleika og ímyndunum. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 42 orð | 1 mynd

Óskaddaður

Á annan í jólum frumsýna Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin og Nýja bíó í Keflavík ásamt Nýja bíói á Akureyri nýjustu mynd M . Night Shyamalans , Unbreakable , með Bruce Willis í aðalhlutverki. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 343 orð

Óskar til Kína?

Um liðna helgi gerðist nokkuð sem hefur aldrei gerst áður. Samtök gagnrýnenda í Los Angeles völdu erlenda mynd sem bestu mynd ársins. Í 25 ára sögu samtakanna hefur þetta ekki einu sinni verið til umræðu áður. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 130 orð | 1 mynd

Óttinn við hið óþekkta

"Kannski má orða það svo að kjarni myndarinnar sé hvað óttinn við hið óþekkta getur leitt af sér," segir Gísli Snær Erlingsson , leikstjóri Ikinguts , íslenskrar ævintýramyndar fyrir alla aldurshópa, sem frumsýnd verður á annan í jólum. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 46 orð | 1 mynd

Pokémon 2

Framhaldsteiknimyndin Pokémon 2 verður frumsýnd á annan í jólum í Bíóhöllinni, Kringlubíói, Nýja bíói, Akureyri, Nýja bíói, Keflavík og í Regnboganum. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 398 orð | 1 mynd

Prinsinn í íslenskri kvikmyndagerð?

Þarsíðasta sunnudag sýndi Sjónvarpið stuttmyndina Engill No. 5503288 eftir Ólaf Jóhannesson og vakti hún athygli fyrir frumleg efnistök. Páll Kristinn Pálsson ræddi við hinn unga kvikmyndagerðarmann. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 323 orð | 2 myndir

Sandler er sonurdjöfulsins

Á annan í jólum frumsýna Laugarásbíó, Stjörnubíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri bandarísku gamanmyndina Little Nicky með Adam Sandler. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 920 orð

Satt eða logið?

Fjórar af þessum fimm myndlýsingum á bíómyndum sem byggðar eru á frægum bókmenntaverkum eru sannar en sú fimmta er haugalygi. Hver þeirra er það? Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 559 orð

Tímabært?

Kannski það sé tímabært að hætta að tala um jólamyndir. Þær tilheyra öðrum og ólíkari tíma í kvikmyndamenningu okkar þegar sérstakar stórmyndir voru settar upp í tilefni hátíðanna. Meira
22. desember 2000 | Kvikmyndablað | 2903 orð | 5 myndir

Ævintýramynd fyrir alla aldurshópa

Fyrir um það bil sex árum, þegar Gísli Snær Erlingsson kvikmyndaleikstjóri var að skjóta mynd sína Benjamín dúfu, sagði leikmyndasmiðurinn og vinurinn Jón Steinar Ragnarsson honum frá hugmynd sem hann hafði fengið að ævintýramynd í anda gömlu... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.