Greinar miðvikudaginn 3. janúar 2001

Forsíða

3. janúar 2001 | Forsíða | 235 orð | 3 myndir

Fyrsti demókratinn tilnefndur

GEORGE W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, reyndi í gær að efna fyrirheit sitt um að skipa í ríkisstjórn sína fulltrúa sem flestra þjóðfélagshópa þegar hann tilkynnti þrjú síðustu ráðherraefni sín. Meira
3. janúar 2001 | Forsíða | 411 orð | 1 mynd

Hverfandi von sögð um samkomulag í bráð

BILL Clinton Bandaríkjaforseti átti í gær fund í Hvíta húsinu með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til að ræða málamiðlunartillögur Clintons að friðarsamkomulagi milli Palestínumanna og Ísraela. Meira
3. janúar 2001 | Forsíða | 175 orð | 1 mynd

Konur í herinn

KATHRIN Meth, átján ára sjálfboðaliði í þýzka hernum, fær hér leiðbeiningar hjá höfuðsmanninum Sören Haack er hún mætti til herbúða stórskotaliðssveitar í Dülmen skammt frá Münster í Vestur-Þýzkalandi í gærmorgun. Meira
3. janúar 2001 | Forsíða | 54 orð | 1 mynd

Taívanar afnema siglingabann

TAÍVÖNSK skólabörn fagna því að siglingar hafa verið heimilaðar milli tveggja eyja á Taívan og meginlands Kína í fyrsta sinn í rúma hálfa öld. Meira

Fréttir

3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 284 orð

Aðsúgur gerður að lögreglunni

LÖGREGLAN í Hafnarfirði þurfti að beita maze-varnarúða til að verjast hópi ungmenna sem gerði aðsúg að lögreglumönnum í miðbæ Hafnarfjarðar á nýársnótt. Tíu ungmenni voru færð á lögreglustöð og þrjú gistu fangageymslur lögreglunnar. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 262 orð

Algengustu atvikin í skyndisókn og skallaeinvígi

GREINING á knattspyrnuleik getur verið mikilvæg aðferð til að finna og skilgreina áhættuatvik í knattspyrnu, segir m.a. í niðurstöðu rannsóknar á meiðslum og áhættuatvikum í knattspyrnu á Íslandi. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Annar piltanna látinn

ANNAR piltanna, sem komust lífs af úr flugslysi í Skerjafirði mánudagskvöldið 7. ágúst sl., er látinn. Hann hét Sturla Þór Friðriksson, 17 ára, búsettur í foreldrahúsum í Miðstræti 8a í Reykjavík. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 118 orð

Arpége helgaður grænmetinu

EINN af þriggja stjörnu kokkunum í Frakklandi, Alain Passard, tilkynnti sl. föstudag, að hann ætlaði að hætta að bjóða upp á kjöt á hinum fína Arpége-veitingastað í París. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Á vindsleða á Rauðavatni

Það gefst færi til að reyna sig á skautum og sleðum af öllum gerðum í froststillunum á suðvesturlandinu. Þessir félagar voru með nýstárlegan sleða á Rauðavatni sem knúinn er... Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 290 orð

Áætlun um innrás í N-Írland

ÍRSKA stjórnin lagði á ráðin um það 1970 að ráðast inn í Norður-Írland í því skyni að vernda kaþólskt fólk þar og búa það vopnum til að það gæti varist sjálft. Kemur þetta fram í stjórnarskjölum, sem nú hafa verið gerð opinber. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 133 orð

Betur fór en á horfðist

ÁTTA ára gamall drengur slasaðist þegar skoteldur sprakk í andlit hans á nýársnótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti drenginn á Landspítalann við Hringbraut. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 223 orð

Bjóða einungis samninga án launahækkunar

HELGI Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, segir LÍÚ eingöngu hafa boðið kjarasamninga sem ekki hafa í för með sér neina launahækkun fyrir sjómenn og því sé ekki hægt að ná samkomulagi um nýja kjarasamninga. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 847 orð | 3 myndir

Björt framtíð í söng og leik

FRIÐRIK S. Kristinsson hefur verið söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur í rúmlega tíu ár en segist hafa lent í því starfi fyrir tilviljun. "Ég ætlaði ekkert að stjórna kórnum upphaflega. Ég ætlaði bara að raddþjálfa hann í tvo mánuði. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 282 orð

Blair sleppur með skrekkinn

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, losnaði úr heldur óþægilegri stöðu í gær þegar breski útgefandinn Paul Hamlyn, lávarður og stuðningsmaður Verkamannaflokksins til margra ára, tilkynnti að hann væri hinn nafnlausi styrktaraðili Verkamannaflokksins... Meira
3. janúar 2001 | Landsbyggðin | 229 orð | 1 mynd

Boðið til skötuveislu

Bolungarvík -Bæjarstjórn Bolungarvíkur bauð öllum íbúum Bolungarvíkur sem eru á atvinnuleysisskrá til skötuveislu í samkomuhúsinu Víkurbæ á Þorláksmessu. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 293 orð | 3 myndir

Breytingar á ritstjórn Morgunblaðsins

Stjórn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur ráðið Björn Vigni Sigurpálsson, sem verið hefur ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins, fréttaritstjóra blaðsins og þá Karl Blöndal blaðamann og Ólaf Þ. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Doktor í sérkennslufræðum

HAFDÍS Guðjónsdóttir varði þann 28. júlí síðastliðinn doktorsritgerð í sérkennslufræðum við University of Oregon, í Eugene, Oregon, Bandaríkjunum. Meira
3. janúar 2001 | Landsbyggðin | 116 orð

Ekkert óviðkomandi

Grindavík- Kvenfélag Grindavíkur kom færandi hendi í Grunnskóla Grindavíkur nú á dögunum. Þær gáfu sjónvarp og myndbandstæki en þetta er ekki það eina því á dögunum gáfu þær þvottaspjöld og þvottaleiðbeiningar í heimilisfræðina. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð

Ekki verði gripið inn í kjaradeilu sjómanna

EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á aðalfundi Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur fimmtudaginn 28. desember sl. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð

Eltu uppi tólf hross

ALLT tiltækt lið lögreglunnar á Akureyri var kallað út í gærkvöld til þess að smala saman tólf hrossum sem sluppu úr hólfi skammt norðan við bæinn. Hrossin sluppu út á Hörgárbrautina og fóru eftir henni áleiðis til Akureyrar. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 661 orð

Enginn jólasnjór í Tanzaníu og Erítreu

MEÐAL þeirra sem starfa fjarri heimahögum eru sendifulltrúar Rauða krossins og þeir fá ekki alltaf að vera heima um jól eða áramót. Morgunblaðið ræddi við tvo fulltrúa Rauða krossins sem starfa í Afríku. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Fálki í nýársveislu

Þessi fálki var í sannkallaðri nýársveislu um hádegi á nýársdag en á nýársdagsmorgun hafði hann veitt gulönd sem var svo veislumatur fálkans á fyrsta degi ársins. Máltíðin átti sér stað úti í vegkanti á þjóðvegi eitt austan við Vík í Mýrdal. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Ferjuslys í Bangladesh

TALA látinna í einu mesta ferjuslysi í Bangladesh var komin í 176 í gær og var þá meira en 70 manns saknað. Varð slysið síðastliðinn föstudag þegar tvær ferjur rákust á í dimmri þoku á Meghna-fljóti. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Fjórtán Íslendingar sæmdir fálkaorðunni

VIÐ athöfn á Bessastöðum á nýársdag sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu, sex konur og átta karlmenn. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Fjölmargar íkveikjur og skemmdarverk á nýársnótt

SLYS af völdum skotelda voru með minnsta móti um áramótin en þeim mun meira um hvers kyns eignarspjöll og íkveikjur. Algengt var að skoteldar væru notaðir til skemmdarverka. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Flugeldar ofar Digraneskirkju

Landsmenn kvöddu gamla árið og fögnuðu nýju með hefðbundnum hætti. Ekki skal fullyrt hve margir fögnuðu um leið nýrri öld en ef tekið er mið af magni þeirra flugelda sem upp var skotið voru þeir þó ófáir. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Flutningaskip brotnaði á skeri við Tyrkland

KAFARAR og björgunarflokkar tyrknesku strandgæslunnar leituðu í gær að 40 til 50 manns, sem saknað er eftir að flutningaskip skráð í Georgíu sökk skammt frá hafnarbænum Antalya á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands sl. mánudag. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 427 orð

Forsetinn beiti sér í málum er varða undirstöðuréttindi

RAGNAR Aðalsteinsson, lögfræðingur Öryrkjabandalagsins, segir að forseti Íslands eigi að beita sér í mikilvægum málum sem varða undirstöðuhagsmuni almennings og fordæmi séu fyrir slíku í tíð fyrri forseta. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 299 orð

Frelsi til hugsunar og tjáningar ríki á spítulum

STJÓRN Læknafélags Íslands gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 29. desember sl.: "Hinn 8. febrúar sl. sendu stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur frá sér yfirlýsingu um málefni Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Fæðingin tók aðeins sjö mínútur

ALDAMÓTABARN fæddist klukkan tvær mínútur yfir sex á nýársnótt á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Þetta fyrsta barn ársins er hraustur 14 marka og 52 sentimetra langur drengur. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 1487 orð | 4 myndir

Gas af ruslahaugunum gert vistvænt

Hauggas og metan eru vel þekktir orkugjafar víða erlendis en gasið verður til úr lífrænu sorpi á urðunarstöðum og veldur talsverðum gróðurhúsaáhrifum í andrúmsloftinu. Síðustu árin hefur hins vegar verið unnið að því hér á landi að breyta skaðlegu gasinu í vistvænt eldsneyti. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér málið og ræddi við stjórnarformann Metans hf. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð

Gengið með ströndinni

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöldið 3. janúar, með strönd Suðurness og Seltjarnar í Seltjarnarnesbæ. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin kl. 20 og með SVR, leið 3 út að Bakkavör. Meira
3. janúar 2001 | Landsbyggðin | 142 orð | 1 mynd

Gleðilegt ár á Flateyri

Flateyri -Bjartsýni ríkti á eyrinni þegar Flateyringar brenndu bálköst og púður í blíðskaparveðri um áramótin. Liðið ár var að mörgu leyti mjög gott og margt unnið til að lífga upp á byggðina sem um þessar mundir telur á þriðja hundrað íbúa. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Göngutúr á stilltum degi

FÁIR ERU á ferli á lóð Háskóla Íslands þessa dagana, enda stúdentar í langþráðu jólafríi. Þeir allra samviskusömustu grúska í námsbókunum og velta fyrir sér kenningum lærimeistaranna en láta fagurlega innpakkaðar jólabækurnar bíða betri tíma. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Hannes Hlífar sigraði á nýársmóti Skeljungs

HANNES Hlífar Stefánsson sigraði á nýársmóti Skeljungs með 16 og hálfan vinning af 19 mögulegum, en teflt var laugardaginn 30. desember. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Herjólfur siglir undir merkjum Samskipa

VESTMANNAEYJAFERJAN Herjólfur sigldi fyrsta sinni milli Eyja og lands í gærmorgun undir merkjum Samskipa, sem tóku við rekstri ferjunnar um áramótin. Meira
3. janúar 2001 | Landsbyggðin | 160 orð

Hvít jól undir Jökli

Hellnum- Jólin voru hvít í hluta af sunnanverðum Snæfellsbæ þetta árið. Aðfaranótt aðfangadags snjóaði á litlu svæði frá Hamraendum í Breiðuvík og vestur að Malarrifi og nutu því byggðakjarnarnir á Hellnum og Arnarstapa þess að hafa hvít jól. Meira
3. janúar 2001 | Landsbyggðin | 348 orð | 2 myndir

Ilmur af brauðbakstri væntanlegur í Reykholtsdal

Reykholtsdal- Verslunarhúsnæði Hraðbúðar Esso í Reykholtsdal í Borgarfirði lætur ekki mikið yfir sér þegar komið er að því, en ferðamenn rekur oft í rogastans yfir vöruúrvalinu þegar inn er komið. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Í minni ætt hefur verið sungið stanslaust

EINN af yngstu meðlimum kórsins er Ólafur Halldórsson. Hann gekk í Karlakór Reykjavíkur árið 1997 og segist búinn að vera þar sleitulaust síðan. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 54 orð

Íslendingur alvarlega slasaður

ÍSLENDINGUR liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild háskólasjúkrahússins í Erlangen í Þýskalandi. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, hlaut alvarlega höfuðáverka í bílslysi 5. desember sl. Slysið varð á A9-hraðbrautinni skammt frá Nürnberg. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kannar undanskot á 100 til 200 milljónum

SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI hefur nú til rannsóknar fjölda mála þar sem grunur leikur á skattsvikum í tengslum við innflutning á notuðum bifreiðum. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 173 orð

Karlmaður beið bana í árekstri á Reykjanesbraut

TVEIR harðir árekstrar urðu á Reykjanesbraut í gær. Skömmu eftir hádegi lést eldri karlmaður þegar fólksbifreið hans skall framan á vöruflutningabíl. Slysið varð á Reykjanesbraut til móts við Molduhraun í Garðabæ. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kennsla hefst á morgun

ATKVÆÐI verða greidd í dag um nýjan kjarasamning kennara við Verslunarskóla Íslands, sem var undirritaður með fyrirvara 22. desember síðastliðinn. Samningurinn verður formlega kynntur fyrir kennurum skólann á fundi í dag og greidd atkvæði að honum... Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 364 orð

Kynningarstarfið hefur skilað árangri

ÍBÚUM fjölgaði hlutfallslega mest í Biskupstungnahreppi á Suðurlandi í fyrra, eða um 8,06% samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um mannfjöldaþróun einstakra sveitarfélaga. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 136 orð

Kynning á starfsemi í Gullsmára og Gjábakka

EINS og venja er verður fyrirhuguð starfsemi í félagsheimilunum Gullsmára og Gjábakka fyrir tímabilið janúar til maí kynnt í upphafi nýs árs. Kynning á fyrirhugaðri starfsemi í Gullsmára verður í félagsheimilinu Gullsmára 13, miðvikudaginn 3. janúar. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Listráð og þriggja kvenna faghópur

FORMAÐUR hins nýskipaða listráðs Karlakórs Reykjavíkur er Þórunn Sigurðardóttir og segir hún það hlutverk listráðsins að velja ungt afburðafólk í tónlist, hvort heldur er söngvara eða hljóðfæraleikara, sem hljóta eigi styrk til tónleikahalds í Ými. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 273 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina R-7746, sem er Mazda 323, fólksbifreið græn að lit þar sem hún stóð á móts við Grundargerði 10, Reykjavík. Atvikið átti sér stað á tímabilinu frá kl.19.00 hinn 29. desember til kl.12.50 þann 31. desember. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð

Menningarkynning um Víetnam

HALDIN verður málstofa í Miðstöð nýbúa fimmtudaginn 4. janúar kl. 20 og er umfjöllunarefnið að þessu sinni víetnömsk menning í víðum skilningi. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 195 orð

Mikið álag í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar

FJÖLMARGIR öryrkjar komu í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins í gær eða höfðu samband símleiðis til að leita eftir leiðréttingu á bótum í samræmi við dóm Hæstaréttar. Meira
3. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 360 orð

Mikið verslað fyrir hátíðarnar

MATVÖRUKAUPMENN á Akureyri eru sammála um að verslun hafi verið mikil og góð fyrir hátíðirnar. Tvær nýjar matvöruverslanir voru opnaðar fyrir jólin á Akureyri, Nettó opnaði nýja verslun og sömuleiðis Bónus. Meira
3. janúar 2001 | Landsbyggðin | 420 orð

Mikil uppbygging þrýstir á um framkvæmdir og lántökur

Selfossi- Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum, 28. desember 2000, fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2001 með sex atkvæðum meirihlutans. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 168 orð

Mörg tilboð í undirbúningsframkvæmdir

FJÖLDI tilboða barst Vegagerðinni í undirbúningsframkvæmdir fyrir vega- og brúargerð í Fljótsdal að stöðvarhúsi fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Annars vegar bárust fimm tilboð í vinnuplan við Jökulsá í Fljótsdal, öll undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, og hins vegar átta tilboð í framleiðslu niðurreksstaura undir nýja brú yfir Jökulsá. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 136 orð

Námskeið í skjalastjórnun

NÁMSKEIÐIÐ Inngangur að skjalastjórnun verður haldið mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. febrúar frá kl. 9 til 12 báða dagana. Námskeiðið er á vegum Skipulags og skjalastjórnunar ehf. og er öllum opið. Meira
3. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 73 orð

Ný aðstaða fyrir eldri Hafnfirðinga

ELDRI borgarar í Hafnarfirði munu fá nýja aðstöðu fyrir félagsstarf sitt í nýbyggingu verkalýðsfélagsins Hlífar við Flatahraun 3. Meira
3. janúar 2001 | Miðopna | 555 orð | 1 mynd

Nýtt skipulag ritstjórnar Morgunblaðsins

Um áramót tóku gildi viðamiklar skipulagsbreytingar á ritstjórn Morgunblaðsins í kjölfar þess að Matthías Johannessen lét af starfi ritstjóra á gamlársdag eftir rúmlega 41 árs starf sem ritstjóri. Meira
3. janúar 2001 | Landsbyggðin | 74 orð | 1 mynd

Póstafgreiðslan í sparisjóðinn

Reyðarfirði -Sparisjóður Norðfjarðar keypti sl. sumar húseign Pósts og síma á Reyðarfirði Á neðri hæð hússins hafa verið gerðar miklar endurbætur og flutti sparisjóðurinn starfsemi sína þangað 1. desember sl. Meira
3. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 309 orð | 1 mynd

"Umhverfislistaverk" á þaki BSÍ

ÞAÐ er ekki á hverjum degi að rúllubaggar eru settir upp á húsþök, hvað þá í miðri höfuðborg Ísland, og eflaust eru þeir margir borgararnir sem rekið hafa augun í þá baggafjöld sem blasir við uppi á þaki húss BSÍ, og velt fyrir sér hvað þar væri... Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 373 orð

Réttarhöld yfir Rauðum khmerum samþykkt

NEÐRI deild kambódíska þingsins samþykkti í gær lagafrumvarp sem kveður á um að stofnaður verði sérstakur dómstóll til að sækja helstu leiðtoga Rauðu khmeranna til saka fyrir þjóðarmorð á árunum 1975-79. Meira
3. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 119 orð | 1 mynd

Rólegt um áramót á Akureyri

AKUREYRINGAR kvöddu gamla árið og fögnuðu því nýja með nokkuð hefðbundnum hætti. Aðeins var ein áramótabrenna í bænum að þessu sinni, við Réttarhvamm, og þangað kom fjöldi fólks í þó frekar leiðinlegu veðri, norðanátt og snjókomu. Meira
3. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 417 orð | 1 mynd

Sameiginlegt deiliskipulag Fossvogsmýrar

SKIPULAGSSTJÓRAR Reykjavíkur og Kópavogs hafa nýverið auglýst í sameiningu tillögu að deiliskipulagi vesturhluta Fossvogsdals, sem Yngvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt hjá Landmótun í Kópavogi, hefur gert. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 176 orð

Samgönguráðherra lætur rannsaka Íslandspóst

ÍSLANDSPÓSTUR hefur frest fram á föstudag til að greina frá því hvað fór úrskeiðis við dreifingu böggla hjá fyrirtækinu fyrir jólin. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Samtaka eins og einn maður

JÓN G. Bergmann gekk í Karlakór Reykjavíkur starfsárið 1957-58 og starfaði af fullm krafti til 1970 þegar hann færði sig yfir í hóp eldri félaga. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Sjónvarpsmennirnir lýsa yfir verkfalli

STARFSMENN ríkissjónvarpsins í Tékklandi lýstu yfir verkfalli í fyrradag til að leggja áherslu á kröfu sína um að Jiri Hodac, nýráðinn sjónvarpsstjóri, léti af störfum. Starfsmennirnir sögðust þó ætla að halda áfram að senda út fréttir. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 605 orð | 2 myndir

Skelfing greip um sig á dansstaðnum

SORG ríkti í Hollandi í gær vegna eldsvoðans sem varð að minnsta kosti níu ungmennum að bana á dansstað í borginni Volendam, skammt norðan við Amsterdam, á gamlárskvöld. 60 að auki slösuðust og voru um 30 þeirra með mikil brunasár og sum í lífshættu. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 40 orð

Skipstjórar hjá Gæslunni til sáttasemjara

SKIPSTJÓRAR hjá Landhelgisgæslunni hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Flugumferðarstjórar vísuðu sinni kjaradeilu við ríkið einnig til sáttasemjara fyrir nokkrum vikum. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Skokkað á nýársdegi

VÍST er fólk misjafnlega upplagt til íþróttaiðkana á nýársdag, þar sem kvöldið áður er jafnan kvöld skemmtana þegar gamla árið er kvatt. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Snjóflóð í Reyðarfirði og samgöngutruflanir eystra

AUSTFIRÐINGAR og íbúar á suðausturlandi hafa fengið að finna fyrir vetrinum nú í árs- og aldarbyrjun. Snjó hefur kyngt niður og valdið samgöngutruflunum á þjóðvegum og innan þéttbýlis. Meira
3. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 69 orð | 1 mynd

Snjómokstur með vélum og höndum

TÖLUVERÐUM snjó hefur kyngt niður á Akureyri síðustu daga og því hófu margir bæjarstarfsmenn vinnu sína á nýju ári í gærmorgun á snjómokstri. Meira
3. janúar 2001 | Landsbyggðin | 343 orð | 1 mynd

Sparisjóður Vestmannaeyja styrkir menninguna

Vestmannaeyjum -Árleg úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var fyrir 13 árum til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fór fram á Þorláksmessu. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð

Spennandi verkefni framundan hjá þróunarsviði

KRISTÍN A. Árnadóttir, aðstoðarkona borgarstjóra, tekur við stöðu framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar 1. febrúar næstkomandi. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

Stóraukin kortanotkun fyrir jólin

VELTAN hjá VISA Íslandi jókst um 16% á tímabilinu frá 1. desember til hádegis 24. desember fyrir þessi jól, miðað við veltuna á sama tíma árið 1999. Þessi aukning er sú sama og mældist í fyrra, miðað við árið þar á undan. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 296 orð

Stríðsglæpadómstóll samþykktur

BILL Clinton Bandaríkjaforseti veitti á sunnudag heimild til að fulltrúi Bandaríkjanna undirritaði samning sem kveður á um að stofnaður verði alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira
3. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 111 orð | 1 mynd

Stúlka fyrsta barn ársins

FYRSTA barn ársins á Akureyri, myndarstúlka, kom í heiminn á fæðingardeild FSA skömmu eftir kl. 19 á nýársdag. Stúlkan var 16,5 merkur og 52 cm við fæðingu en foreldrar hennar eru Erla Elísabet Sigurðardóttir og Steingrímur Hannesson. Meira
3. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 183 orð | 1 mynd

Styrkir líkamann og hressir andann

NÝÁRSSUND Sjósundfélags lögreglunnar var þreytt á nýársdag í ísköldum sjónum og í allhvössum vindi við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt hitamæli lögreglunnar var sjávarhiti -1°C og lofthiti -3°C. Meira
3. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 194 orð | 1 mynd

Sæplast tekur nýtt upplýsingakerfi í notkun

NÝVERIÐ var undirritaður samningur um verklok á innleiðingu Navision Financials upplýsingakerfisins hjá Sæplasti á Dalvík. Verkið var unnið af starfsmönnum Tölvumynda á Akureyri og var kerfið sett upp hjá móðurfélaginu Sæplasti hf. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð

Sölu spariskírteina í áskrift hætt

ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa sölu spariskírteina í áskrift til verðbréfafyrirtækja frá og með 5. febrúar nk. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Taívanar heimila siglingar til Kína

TVÖ taívönsk farþegaskip lögðust að bryggju í Fujian-héraði í Kína í gær eftir sögulega siglingu frá tveimur eyjum á Taívan, Quemoy og Matsu. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Talsverðar skemmdir af völdum flugelda

LÖGREGLAN í Reykjavík hafði umtalsverðan mannafla við störf um áramótin enda oft mörg verkefni sem lögreglumenn sinna á þessum tímamótum. Samtals færðu lögreglumenn 670 verkefni til bókunar þessa helgi. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 433 orð

Tekist á um grunnlaunabreytingar við upphaf samnings

ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að framhaldsskólakennarar hafi kynnt samninganefnd ríkisins hugmyndir um stórtækar tilfærslur á vinnuþáttum framhaldsskólakennara í þeim tilgangi að hækka verulega grunnlaun þeirra. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 438 orð

Telur borgina mismuna tónlistarskólum í styrkjum

TÓNSKÓLI Hörpunnar, sem starfað hefur í Grafarvogi í Reykjavík undanfarið eitt og hálft ár, hefur sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar og umboðsmanns Alþingis vegna þess sem skólastjóri skólans nefnir "háttalag Reykjavíkurborgar að mismuna tónlistarskólum í fjárhagsáætlun borgarinnar". Tónskóli Hörpunnar er ekki meðal þeirra 15 tónlistarskóla í Reykjavík sem verið hafa á föstum fjárlögum undanfarin ár, sem fyrir árið 2001 nema alls 420 milljónum króna. Meira
3. janúar 2001 | Miðopna | 529 orð | 8 myndir

Til nýrra ábyrgðarstarfa á ritstjórn

Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, sem tekur nú jafnframt við stöðu aðstoðarfréttaritstjóra, er fimmtugur að aldri. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1974. Hann var ráðinn fréttastjóri á innlendri fréttadeild 1. febrúar 1981. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 168 orð

Um 50% aukin rækjusala hjá SH

SALA sjófrystra afurða Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. gekk vel á síðasta ári, að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra SH-þjónustu. Meira
3. janúar 2001 | Miðopna | 477 orð | 3 myndir

Umferðaröryggið er minnst á Vesturlandsvegi

Samanburðarkönnun sem Vegagerðin hefur gert á umferðaröryggi á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut á tímabilinu 1992-98 leiðir í ljós að Vesturlandsvegur kemur verst út hvað umferðaröryggi varðar en Reykjanesbraut best. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð

Umsóknartímabil NORDJOBB hafið

NORDJOBB er samnorrænt verkefni ætlað 18-26 ára ungmennum. Það miðlar sumarvinnu og húsnæði á Norðurlöndum og býður auk þess upp á fjölbreytta menningar- og tómstundadagskrá. Ár hvert fer hátt á annað hundrað íslenskra ungmenna utan á vegum NORDJOBB. Meira
3. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 112 orð | 1 mynd

Unnið á umdeildri lóð

Framkvæmdir eru nokkuð á veg komnar við húsið Skógarhlíð 12 en nýlega felldi úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála úr gildi deiliskipulag sem borgin hafði samþykkt vegna lóðarinnar. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál skipuð

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur á ný skipað úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára frá 1. janúar 2001. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 850 orð | 1 mynd

Úttekt á stefnu Hollendinga

Björn Hjálmarsson fæddist 16. febrúar 1963 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1983 og prófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1990. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð

Vegfarandi varð fyrir lögreglubíl

SKÖMMU fyrir miðnætti á gamlárskvöld varð rúmlega tvítugur karlmaður fyrir lögreglubíl á Miklubraut. Var hann fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítala í Fossvogi en hann hlaut beinbrot og áverka á höfði. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 184 orð

Verkfall kennara það lengsta frá upphafi

VERKFALL framhaldsskólakennara er orðið það lengsta sem skráð er frá stofnun embættis ríkissáttasemjara, eða 57 dagar. Fundur deiluaðila í gær var sá 55. frá því kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara. Á síðasta ári voru haldnir tæplega 1. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Verslun með handverk frá Indlandi

FYRIR skemmstu opnaði verslunin Kashmír í miðbænum nánar tiltekið á Hverfisgötu 35 þar sem Hattabúð Höddu var til margra ára. Eigandi verslunarinnar er Geir Harðarson. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 484 orð

Verulegar breytingar verða á grunnkaupi

GRUNNSKÓLAKENNARAR og launanefnd sveitarfélaganna náðu á gamlársdag samkomulagi um alla meginþætti nýs kjarasamnings. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Victoria Antik opnuð á ný

ANTIKVERSLUNIN Victoria Antik hefur flutt sig um set og opnað á ný í húsnæði í Síðumúla 34 í Reykjavík. Borghildur Maack er eigandi verslunarinnar og leggur hún áherslu á fjölbreytt vöruúrval eins og verið... Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 1298 orð | 3 myndir

Þar sem sálin kemst í jafnvægi

Karlakór Reykjavíkur á 75 ára starfsafmæli í dag. Súsanna Svavarsdóttir fór í heimsókn til kórsins í tónlistarhúsið Ými, ræddi við formann kórsins, Guðmund Sigþórsson, og aðra félaga um starfsemi hans í gegnum farsæla áratugi. Meira
3. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 403 orð

Þúsaldarhvelfingunni lokað

DYRUM hinnar umdeildu Þúsaldarhvelfingar í London var lokað í síðasta sinn á gamlársdag. 27.000 gestir sóttu hana heim á þessum síðasta degi, þar á meðal Tony Blair forsætisráðherra og Cherie eiginkona hans ásamt þremur af fjórum börnum sínum. Meira
3. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ölvaður ökumaður á stolnum bíl

LÖGREGLAN í Reykjavík elti ölvaðan ökumann á stolnum bíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar snemma að morgni nýársdags. Ökumaðurinn hafði snúið við til Reykjavíkur þegar lögreglunni tókst að stöðva för hans á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg. Meira

Ritstjórnargreinar

3. janúar 2001 | Leiðarar | 849 orð

MATTHÍAS OG MORGUNBLAÐIÐ

Mikil þáttaskil urðu í sögu Morgunblaðsins um áramótin, þegar Matthías Johannessen lét af starfi ritstjóra Morgunblaðsins eftir að hafa gegnt því í rúmlega 41 ár en hann kom fyrst til starfa á blaðinu árið 1951. Meira
3. janúar 2001 | Staksteinar | 453 orð | 2 myndir

Við aldamót

VIÐ ALDAMÓT nefnist leiðari Bæjarins besta á Ísafirði og þar veltir höfundur leiðarans fyrir sér þeim miklu breytingum, sem orðið hafa hér á landi á öldinni, sem var að líða. Meira

Menning

3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 436 orð | 1 mynd

Af nógu að taka í Reykjavík

"REYKJAVÍK hefur verið tískuborg úti í heimi undanfarin ár, og fólk er farið að koma til Íslands, ekki bara til að skoða Gullfoss og Geysi, heldur líka þessa skrýtnu borg, þetta sambland af þorpi og heimsborg sem Reykjavík er," segir Jón Kaldal... Meira
3. janúar 2001 | Leiklist | 675 orð | 1 mynd

Draumur og veruleiki

Höfundur: Marie Jones. Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. Leikstjóri: Ian McElhinney. Aðstoðarleikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson. Útfærsla leikmyndar og búninga: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Smíðaverkstæðið 30. desember Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 894 orð | 3 myndir

Elvis lifir - hinum megin

Hver vill ekki verða trúnaðarvinur frægrar manneskju? Og hvaða máli skiptir hvort hún er lífs eða liðin þegar kynni hefjast? Sunna Ósk Logadóttir las viðtal við Elvis Presley sem tekið var rúmu ári eftir að hann lést. Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 676 orð | 4 myndir

Er Kelly kelling?

ROBERT Kelly er rosalegur, þið munið kannski eftir honum syngjandi lög eins og "I believe I can fly" og nú síðast "I wish". Hann samdi þau bæði sem og fleiri smelli og hefur fengið nokkur Grammy-verðlaun fyrir vikið. R. Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 302 orð | 5 myndir

Fékk sér lambakrullur

STEFÁN Vignir Skarphéðinsson, nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Borganess, fékk þá hugmynd að breyta útliti sínu á fáránlegan hátt. Meira
3. janúar 2001 | Menningarlíf | 97 orð

Fyrirlestur um antik-bútasaum

MARTI Michell heldur fyrirlestur um antikbútasaum í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Fyrirlesturinn er í tengslum við sýningu á antikbútasaumsteppum sem nú stendur yfir í safninu. Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 55 orð | 8 myndir

Hátíð í bæ

ÞEGAR jörfagleðin, sem einatt fylgir síðasta kvöldi ársins, er að baki er venja að prúðbúa sig næsta kvöld á eftir og fagna nýju ári með glæsileik og gleði í hjarta. Meira
3. janúar 2001 | Menningarlíf | 42 orð

Minningarsýning í Jónshúsi

Í MINNINGU Björns Steingrímssonar verður haldin sýning á málverkum hans í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 9. janúar kl. 16-19. Björn Steingrímsson, f. 1953, var fulltrúi ákveðinnar kynslóðar Íslendinga í Kaupmannahöfn síðastliðna þrjá áratugi. Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 338 orð | 1 mynd

M - maður - morðingi - meistari

M eftir Peter Robb. Gefin út af Bloomsbury publishings árið 2000. 567 síðna kilja. Keypt í bókabúð MM og kostar 1.975 krónur. Meira
3. janúar 2001 | Menningarlíf | 39 orð | 1 mynd

Neðanjarðarlist

LISTAVERK eru oft notuð til að skreyta opinberar byggingar og hafa neðanjarðarlestarstöðvar í Tókýó í Japan m.a. hlotið slíka upplyftingu. Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 193 orð | 1 mynd

Ók drukkin

SHANNEN Doherty, sú sama og lék Brendu Walch í Beverly Hills þáttunum ástsælu komst á dögunum í kast við lögin og var handtekin, grunuð um ölvunarakstur. Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 497 orð | 3 myndir

Rokk í Aasiaat

Síðla síðasta ár var tveimur íslenskum rokksveitum, Gyllinæð og Alsælu, boðið að leika á rokkhátíðinni Nipiaa Rock Festival sem haldin var í Aasiaat í Grænlandi. Jens Guð var með í för og ritaði stutta ferðasögu. Meira
3. janúar 2001 | Menningarlíf | 27 orð | 2 myndir

Stjörnukór við áramót

STJÖRNUKÓRSTÓNLEIKAR voru haldnir á Ingólfstorgi á laugardag og mörkuðu tónleikarnir lok menningarborgarársins í Reykjavík. Þar sameinuðust í söng rúmlega 600 raddir úr 17 kórum frá Reykjavík og... Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 282 orð | 2 myndir

Strandaglópur á nýrri öld

TOM HANKS er heitasti Hollywood-leikarinn á nýrri öld. Meira
3. janúar 2001 | Menningarlíf | 285 orð

Tímarit

JÓN á Bægisá - tímarit þýðenda 5. hefti er komið út. Þar er farið um víðan völl, svipað og gert var í fyrsta heftinu sem kom út 1994, en venjulega er hvert hefti helgað einu meginþema, segir í fréttatilkynningu. Meira
3. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 50 orð | 6 myndir

Tjúttað og teygað

GAMLÁRSKVÖLD klikkaði ekki í Reykjavíkurborg þar sem allir voru til í að kveðja árið 2000 með stæl. Eftir að steikum og flugeldum höfðu verið gerð góð skil í heimahúsum fylltist bærinn af hressu liði að vanda. Meira
3. janúar 2001 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Tveir hlutu viðurkenningu Rithöfundasjóðs RÚV

INGIBJÖRG Haraldsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson hlutu á gamlársdag viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og var heildarfjárhæðin ein milljón króna, sem skiptist til helminga milli höfundanna. Sjóðinn mynda m.a. Meira
3. janúar 2001 | Bókmenntir | 370 orð

Úlfurinn í okkur

eftir Karin Fossum, þýðandi: Erna Árnadóttir. Útgefandi Mál og menning 2000. 259 bls. Prentað í Danmörku. Meira
3. janúar 2001 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Vélknúnir englar í Kína

SÝNINGARGESTIR á Shangaí tvíæringnum virða hér fyrir sér vélknúna engla sem hengdir hafa verið upp í loft Shanghaí listasafnsins í Kína. Meira
3. janúar 2001 | Menningarlíf | 132 orð

Æfingar á C-moll messu Mozarts hafnar

ÆFINGAR eru hafnar hjá Söngsveitinni Fílharmóníu á C-moll messu Mozarts og verður hún flutt í Langholtskirkju í Langholtskirkju 17. og 18. mars nk. Meira

Umræðan

3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í gær, 2. janúar, varð áttræð Guðrún Þorvalsdóttir, Grandavegi 4, Reykjavík . Í tilefni þess tekur hún á móti vinum og vandamönnum nk. laugardag 6. janúar í Víkingasal Hótels Loftleiða kl.... Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 568 orð

BÓKIN Hálendið í náttúru Íslands eftir...

BÓKIN Hálendið í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson er stórmerkileg og hreint þrekvirki. Hún er allt í senn: myndabók, ferðabók og fræðirit um náttúru fyrir unga sem aldna. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 953 orð | 1 mynd

Fram og aftur blindgötuna

Framhaldsskólum er haldið í slíku fjársvelti, segir Guðrún Ægisdóttir, að þangað fást tæpast menn til starfa. Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 17 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Hinn 26. desember sl. áttu 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Brynjólfsdóttir og Valtýr Sæmundsson, Mávabraut 16,... Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 82 orð

Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera...

Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 471 orð

Hugleiðing um bindindismál

ÉG LAS á dögunum sögu ungrar stúlku sem vér skulum nefna Siggu. Sigga var lítil góð telpa sem gekk vel í skóla, var með hæstu einkunnir í öllum greinum. Kennarar hennar sendu hana á ýmis námskeið, s.s. í eðlisfræði, list og ljósmyndun. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 877 orð | 2 myndir

Hvers virði er menntun, þekking og reynsla?

Við verðum að taka afstöðu til þess, segja Árni Halldórsson og Þorsteinn Tryggvi Másson, hvort framhaldsskólarnir séu letigarðar, félagslegar betrunarstofnanir eða vettvangur fyrir vitsmunalegan og félagslegan þroska einstaklinga. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 1768 orð | 1 mynd

Höfum við misst sjónar á þeirri ábyrgð sem við berum hvert á öðru?

GÓÐIR Íslendingar. Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og vona að gæfa og farsæld fylgi þjóð okkar í framtíðinni. Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 888 orð

(Jóh. 12, 44.)

Í dag er miðvikudagur 3. janúar, 3. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En Jesús hrópaði: "Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig." Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 690 orð | 1 mynd

Ný forgangsröð

Launin sýna manni þá virðingu, segir Marta Eiríksdóttir, sem vinnuveitandinn ber fyrir manni. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 734 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin heldur áfram að hækka skatta á landsbyggðarfólk

Strætisvagnaakstur er í Reykjavík, segir Kristján L. Möller, niðurgreiddur þar sem veittur er 70% afsláttur á þungaskatti. Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Ruglið með aldamótin

Fyrir ári var mikið rætt um aldamót og var talsverður skoðanamunur á þeim tímamörkum. Í fyrra heilsuðu margir nýrri öld en núna eru enn aðrir að heilsa nýrri öld! Um allt er hægt að deila og verður það svo meðan mannkynið dvelur hér á jörð. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 57 orð

Staður Fasteignaskattur einstakl.

Staður Fasteignaskattur einstakl. lækkar um: Skattahækkun einstakl. hækkar um: Mismunur skattahækkun Skagafjörður 24,0 millj. kr. 34,0 millj. kr. 10,0 millj. kr. Húsavík 10,0 millj. kr. 20,0 millj. kr. 10,0 millj. kr. Dalvíkurbyggð 9,1 millj. Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 308 orð | 1 mynd

Umönnunarstörf, verðmæti og umbun

HINN 23. desember birtist í Morgunblaðinu grein sem bar yfirskriftina umönnunarstörf, verðmæti og umbun og er frá starfsmönnum í heimaþjónustu í Bólstaðarhlíð. Fram kemur í greininni misskilningur sem ekki verður hjá komist að leiðrétta. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 1874 orð | 1 mynd

Vaxandi bilið milli auðs og örbirgðar er alvarlegasta ógnunin við frið og stöðugleika á okkar tímum

Náð sé með yður og friður frá honum sem er og var og kemur, hinum alvalda. Amen. Guð gefi gleðilegt nýtt ár í Jesú nafni. "Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." (Hebr.13. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 1399 orð | 1 mynd

Við göngum vel nestuð á vit nýrrar aldar

GÓÐIR Íslendingar. Sjálfsagt hefur hvert ykkar haft sína visku ellegar sérvisku um það, hvenær 20. og 21. öldin mættust. Ég geri þá játningu að vera einn þeirra sem verið hefur á seinni skipunum til þessara miklu tímamóta. Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 33 orð

VÍSUR

...Eik veit eg standa í bláfjalli regindigra og ríka að kvistum, hver af vovindum vatzt og knúðist, barðist baðmur, en blöð losnuðu. Meira
3. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 465 orð

Þetta má aldrei gerast aftur

NÚ GETUR hver maður séð að þessi leið til að ákveða laun kennara er alröng, þar sem hún bitnar á saklausum aðila, sem er æskulýðurinn í landinu, og það er engu líkara en blessuðum börnunum sé haldið í gíslingu. Meira
3. janúar 2001 | Aðsent efni | 338 orð | 1 mynd

Öryrkjar

Ég krefst þess, segir Björn Tryggvason, að Tryggingastofnun ríkisins fari að lögum eins og aðrir. Meira

Minningargreinar

3. janúar 2001 | Minningargreinar | 6393 orð | 1 mynd

BJÖRN FR. BJÖRNSSON

Björn Fr. Björnsson fæddist í Reykjavík 18. september 1909. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Helgu Guðmundsdóttur, húsfreyju, f. 15. maí 1864, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 804 orð | 1 mynd

CLARA JENNÝ SIGURÐARDÓTTIR

Clara Jenný Sigurðardóttir fæddist á Melum í Árneshreppi á Ströndum 21. ágúst 1920. Hún lést á Elliheimilinu Grund 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinsína Guðrún Steindórsdóttir, f. 13.5. 1898, d. 13.12. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 2031 orð | 1 mynd

DAGNÝ HELGADÓTTIR

Dagný Helgadóttir fæddist í Kaldárholti í Holtum hinn 30. ágúst 1944. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Jónsson, bóndi í Kaldárholti, f. 6. júlí 1897, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 2243 orð | 1 mynd

EINAR ÁGÚST FLYGENRING

Einar Ágúst Flygenring fæddist í Reykjavík 1. september 1929. Hann lést 23. desember síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru Sigurður Flygenring byggingartæknifræðingur, f. 28. júlí 1898, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 1022 orð | 1 mynd

JÓSÍANA SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR

Jósíana Sigríður Magnúsdóttir (Jana) fæddist í Bolungarvík 26. nóvember 1919. Hún lést á Landakotsspítala að morgni jóladags. Foreldrar hennar voru Magnús Kristjánsson, formaður, Bolungarvík, f. 12. júlí 1893, d. 11. júní 1970 og Hansína G.S.K. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 635 orð | 1 mynd

MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR

Margrét Kjartansdóttir var fædd á Bægisstöðum í Þistilfirði 13. mars 1920. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Soffía Jónsdóttir og Kjartan Jónsson. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 1229 orð | 1 mynd

Ragnar Karlsson

Ragnar Karlsson, Smárahlíð 2d, Akureyri, fæddist á Hálsi í Kjós 24. maí 1953. Hann lést af slysförum 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Karl Andrésson, f. 19.6. 1914, d.17.9. 1991, og Hulda Sigurjónsdóttir, f. 1.11. 1927. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 1879 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttir

Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Grýtubakka 10, Reykjavík, fæddist á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, 28. maí 1930. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Ólafsson, bóndi Stóra-Hofi, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 4252 orð | 1 mynd

SIGURÐUR FINNSSON

Sigurður Finnsson fæddist 24. júlí 1927. Hann lést 16. desember. Foreldrar hans voru Finnur Níelsson, f. 24. febrúar 1899 á Hallandi í Svalbarðsstrandarhr., d. 28. mars 1966 og Sigurey Sigurðardóttir, f. 11. nóvember 1899 á Akureyri, d. 3. janúar 1959. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 1853 orð | 1 mynd

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

Sigurður Guðmundsson var fæddur að Langstöðum í Hraungerðishreppi hinn 24. júní 1950. Hann lést á heimili sínu hinn 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðmundur Guðleifsson, lengst af bóndi á Langstöðum, f. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 2593 orð | 1 mynd

SIGURSÆLL BENJAMÍN MAGNÚSSON

Sigursæll Benjamín Magnússon, fyrrverandi veitingamaður, fæddist í Þorvaldarbúð á Hellissandi 25. desember 1910. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 19. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2001 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

VALGEIR MAGNÚS GUNNARSSON

Valgeir Magnús Gunnarsson fæddist í Neskaupstað á Norðfirði 18. febrúar 1965. Hann lést 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ása Gunnarsdóttir, f. 13. 7. 1946, og Gunnar Bjartmarsson, f. 22.2. 1940. Ársgamall fluttist hann með fjölskyldu sinni til Kópavogs. Þar og í Reykjavík bjó hann til dauðadags. Útför Valgeirs fer fram frá Digraneskirkju ídag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 560 orð

EFA fjárfestir í fasteignafélaginu Landsafli

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn, EFA, keypti á gamlársdag fjórðungshlut í fasteignafélaginu Landsafli hf., dótturfélagi Íslenskra aðalverktaka hf., ÍAV, en sama dag var gengið frá kaupum ÍAV á rúmlega 5% hlut í EFA. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 1184 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 02.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 02.01.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 1.830 1.830 1.830 10 18.300 Blálanga 10 10 10 6 60 Gellur 470 380 404 118 47.660 Hlýri 179 176 178 347 61. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Gilding eykur hlut sinn í Kaupþingi hf.

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Gilding ehf. eignaðist þann 29. desember 5% í Kaupþingi hf. og er þar með orðið fjórði stærsti eigandi í félaginu með 5,02% hlut. Nafnvirði hlutarins er 48,63 milljónir króna. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Hægir á í Bandaríkjunum

VÍSITALA iðnaðarframleiðslu í Bandaríkjunum hefur ekki mælst lægri en í desember sl. frá árinu 1991 og er enn ein staðfesting á að farið sé að draga verulega úr hagvextinum. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Idar Kreutzer nýr forstjóri Storebrand

STJÓRN norska tryggingafélagsins Storebrand hefur útnefnt Idar Kreutzer næsta aðalforstjóra fyrirtækisins. Kreutzer tók við tímabundinni stöðu í október þegar Åge Korsvold var sagt upp störfum vegna ólöglegra viðskipta með hlutabréf í Storebrand. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 419 orð | 2 myndir

Kaupir Frjálsa fjárfestingarbankann

UNDIRRITUÐ hefur verið viljayfirlýsing milli Kaupþings og eigenda yfir 70% hlutafjár í Frjálsa fjárfestingarbankanum um að þeir selji Kaupþingi hluti sína. Seljendurnir eru Vátryggingafélag Íslands hf., Traustfang ehf., Olíufélagið hf. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Krónan veiktist um 10,4% á árinu

LOKAGILDI gengisvísitölunnar í lok ársins 2000 var 121,49, sem er hæsta lokagildi hennar til þessa. Krónan veiktist því um 10,40% á árinu, en upphafsgildi vísitölunnar var 110,05, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka-FBA. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Landsbankinn spáir 5,5% verðbólgu

Landsbankinn spáir 0,45% hækkun á vísitölu neysluverðs milli desember og janúar. Gangi spáin eftir hefur vísitala neysluverðs þá hækkað um 3,84% á síðustu 12 mánuðum. Ennfremur verður verðbólga milli áranna 1999 og 2000 um 5,05%. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 87 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista Lokað Lokað FTSE 100 6.174,70 -0,77 DAX í Frankfurt 6.289,82 -2,23 CAC 40 í París 5.798,90 -2,15 KFX Kaupmannahöfn 315,46 0,50 OMX í Stokkhólmi 1. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Niðurskurður hjá Ford

FORD, annar stærsti bílaframleiðandi heims, sendi nýlega frá sér aðra afkomuviðvörun fyrir síðasta fjórðung ársins, þar sem segir að hagnaður tímabilsins verði líklega 10 sentum lægri á hlut en fjármálasérfræðingar á Wall Street gera ráð fyrir, eða um 64... Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Rekstur Búnaðarbankans undir áætlunum

BÚNAÐARBANKI Íslands sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun Verðbréfaþings Íslands 29. desember sl., síðasta viðskiptadag ársins. Þar kom fram að afkoma bankans verði talsvert undir áætlunum. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 327 orð

Starfseminni verði haldið áfram

NETSÖLUFYRIRTÆKIÐ Letsbuyit.com hefur sótt um greiðslustöðvun og hefur hætt að taka við pöntunum frá viðskiptavinum. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 305 orð | 1 mynd

Sætanýting jókst um 2% árið 2000

SALA Flugleiða mæld í seldum sætiskílómetrum jókst um 14,6% í nóvember í ár frá sama mánuði í fyrra en framboðið mælt á sama mælikvarða var 4,7% minna. Sætanýting var því 71,6%, eða rúmlega 20% betri en í sama mánuði 1999. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Telenor fjárþurfi þrátt fyrir aukið hlutafé

HJÁ British Telecom er hafinn undirbúningur að því að kaupa hlutabréf Telenor í Viag Interkom á næsta ári. Meira
3. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Velgengni iðnfyrirtækja í Noregi

FYRIRTÆKJUM í hefðbundnum iðnaði í Noregi gengur nú mun betur en fyrirtækjum nýja hagkerfisins að því er fram kemur í nýrri umfjöllun Aftenposten . Meira

Fastir þættir

3. janúar 2001 | Fastir þættir | 103 orð

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Starfsárið byrjaði...

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Starfsárið byrjaði með eins kvölds tvímenningi með átta pörum. Svo var spiluð þriggja kvölda hraðsveitakeppni með þremur sveitum. Meira
3. janúar 2001 | Fastir þættir | 122 orð

Bridshátíð Vesturlands Bridshátíð Vesturlands verður spiluð...

Bridshátíð Vesturlands Bridshátíð Vesturlands verður spiluð helgina 6. og 7. janúar nk. á Hótel Borgarnesi. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár þannig að sveitakeppnin verður spiluð á laugardeginum og tvímenningur á sunnudeginum. Meira
3. janúar 2001 | Fastir þættir | 59 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hafnarfjarðar Starfsemi Bridsfélags Hafnarfjarðar hefst aftur mánudaginn 8. janúar með eins kvölds tvímenningi. Viku seinna, mánudaginn 15. janúar, er svo áætlað að hefja aðalsveitakeppni félagsins. Meira
3. janúar 2001 | Fastir þættir | 356 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞEGAR vikið er út af viðtekinni venju í vörn er hugmyndin oft sú að vekja makker til umhugsunar. Meira
3. janúar 2001 | Í dag | 133 orð | 1 mynd

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12-12.30. Neskirkja. Kirkjustarf eldri borgara í Neskirkju. Áramótaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju í dag, 3. Meira
3. janúar 2001 | Viðhorf | 822 orð

Í stjórnarandstöðu

Eftir stendur stjórnarsamstarfið giska öruggt og í brúnni forsætisráðherrann Davíð Oddsson. Eftir níu, bráðum tíu ár á valdastóli enn rólegur og yfirvegaður. Algjörlega áhyggjulaus. Meira
3. janúar 2001 | Fastir þættir | 125 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Staðan kom upp í A-flokki York skákhátíðarinnar er lauk fyrir stuttu. Enski stórmeistarinn Peter Wells stýrði hvítu mönnunum gegn Alexei Barsov frá Úsbekistan . 25.Rg5! Rh6? 25...fxg5 hefði veitt mun meira viðnám þar sem eftir t.d. 26. Meira

Íþróttir

3. janúar 2001 | Íþróttir | 121 orð

Alexander Högnason til Uerdingen

SKAGAMAÐURINN Alexander Högnason fer í næstu viku til þýska 3. deildarliðsins Uerdingen og mun leika með liðinu þegar keppni hefst að nýju í byrjun febrúar. "Þetta leggst mjög vel í mig og væri góð tilbreyting frá undirbúningstímabilinu hér heima. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 204 orð

Bjarni á skotskónum

BJARNI Guðjónsson kom talsvert við sögu í leikjum Íslendingaliðsins Stoke City um helgina. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 249 orð

Einar Einarsson hefur verið ráðinn nýr...

Einar Einarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks Stjörnunnar í handknattleik karla í stað Eyjólfs Bragasonar sem ákvað að segja starfi sínu lausu. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 204 orð

Fyrst leikið gegn Úrugvæ í Indlandi

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu mætir liði Úrugvæ í fyrsta leik sínum í Árþúsundabikarnum, Super Soccer Millennium Cup, í knattspyrnu í Indlandi. Leikurinn fer fram í Cochin fimmtudaginn 11. janúar, síðan verður leikið gegn Indlandi 13. janúar og Indónesíu 15. janúar. Komist liðið áfram leikur það í átta liða úrslitum 18. eða 20. janúar. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 499 orð | 1 mynd

GUÐNI Bergsson lék allan tímann í...

GUÐNI Bergsson lék allan tímann í vörn Bolton sem sigraði Preston á útivelli í ensku 1. deildinni, 2:0. Bjarki Gunnlaugsson lék ekki með Preston vegna meiðsla. LÁRUS Orri Sigurðsson kom við sögu hjá WBA í fyrsta skipti á leiktíðinni. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 48 orð

HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Wallau Massenheim - Hildesheim...

HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Wallau Massenheim - Hildesheim 32:21 Wetzlar - Lemgo 21:27 Flensburg - Nettelstedt 32:26 Minden - Dormagen 27:22 Hameln - Grosswallstadt 26:30 Solingen - Gummersbach 26:29 Kiel - Wuppertal 26:20 Magdeburg - Essen 25:17 Næsta... Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 114 orð

ÍR-ingarnir Stefán Ágúst Hafsteinsson og Fríða...

ÍR-ingarnir Stefán Ágúst Hafsteinsson og Fríða Rún Þórðardóttir komu fyrst í mark í karla- og kvennaflokki í Gamlársdagshlaupi ÍR sem háð var í 25. sinn á síðasta degi nýliðins árs. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

Johansson fylgist með leikjum gegn Frökkum

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik æfir fullskipað í fyrsta sinn í hádeginu í dag, en Ólafur Stefánsson var síðastur landsliðsmannanna til að koma til landsins. Um helgina leikur liðið þrjá leiki við Frakka og marka þeir leikir upphaf undirbúnings liðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Frakklandi, sem hefst 23. janúar. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 97 orð

Jóhannes til MVV

JÓHANNES Harðarson, knattspyrnumaður frá Akranesi, fór í morgun til Hollands og æfir og leikur með 1. deildarliðinu MVV frá Maastricht næstu níu dagana. Jóhannes hefur sem kunnugt er samið við hollenska úrvalsdeildarliðið Groningen frá og með 1. júlí. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 869 orð

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Úrslit í gærkvöld:...

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Úrslit í gærkvöld: Tottenham - Newcastle 4:2 Gary Doherty 27., Darren Anderton 30. (víti), Serhiy Rebrov 35., Les Ferdinand 77. - Nolberto Solano 23., Kieron Dyer 49. (víti). Rauð spjöld : Solano (Newcastle) 32. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 148 orð

Kretzschmar þegir fram yfir HM

FRAKKAR sigruðu Egypta, 27:23, í úrslitaleik á alþjóðlegu handknattleiksmóti í París á laugardaginn. Frakkar mæta sem kunnugt er Íslendingum þrívegis í æfingaleikjum á næstunni, og Egyptar eru með Íslendingum í riðli á HM sem hefst í Frakklandi 23. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 277 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit á nýársdagskvöld: Minnesota...

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit á nýársdagskvöld: Minnesota - Houston 106:96 Portland - Charlotte 89:67 Úrslit á gamlársdag: Chicago - New Jersey 86:77 Washington - Detroit 110:96 Aðfaranótt gamlársdags: Boston - Orlando 90:95 Dallas - Houston 99:114... Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 318 orð

Magdeburg hefur aðeins fatast flugið upp...

ÓLAFUR Stefánsson átti stórleik og skoraði 10 mörk þegar Magdeburg lagði Essen á heimavelli, 25:17, á næst síðasta degi nýliðins árs, en þá var leikin heil umferð í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Patrekur Jóhannesson náði sér ekki á strik í liði Essen og skoraði aðeins eitt mark. Ekkert marka Ólafs var úr vítakasti. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 78 orð

Maurice Spillers til Þórs

Úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri í körfuknattleik hefur fengið Bandaríkjamanninn Daniel Maurice Spillers til liðsins en Spillers lék 16 leiki með Þór keppnistímabilið 1999-2000. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 965 orð | 2 myndir

Meistarar í öðrum gæðaflokki

FÁTT annað en kraftaverk getur komið í veg fyrir að enski meistaratitillinn í knattspyrnu falli í skaut Manchester United í sjöunda skiptið á síðustu níu árum í vor. Eftir törnina um jól og áramót er forysta "rauðu djöflanna" komin í 11 stig og sparkspekingar á Bretlandseyjum eru sammála um að lið United sé í allt öðrum klassa en önnur lið. United-menn nældu sér í fjögur stig um helgina á meðan aðalkeppinautarnir í Arsenal náðu aðeins einu stigi. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 134 orð

Vandræði hjá Norðmönnum

Þrír af þekktustu leikmönnum norska landsliðsins í knattpyrnu skrifuðu ekki undir nýjan samning við norska knattspyrnusambandið, NFF, áður en frestur sem þeim var gefinn rann út þann 1. janúar. Manchester Utd. Meira
3. janúar 2001 | Íþróttir | 90 orð

Wislander framlengir hjá Kiel

SÆNSKI handknattleiksmaðurinn Magnus Wislander hefur ákveðið að taka boði Kiel og framlengja samning sinn við félagið um eitt ár, eða til enda leiktíðarinnar vorið 2002. Wislander, sem verður 37 ára 22. febrúar nk. Meira

Fasteignablað

3. janúar 2001 | Fasteignablað | 320 orð | 1 mynd

Asparás 6-10

Hafnarfjörður - Fasteignastofan er með í einkasölu um þessar mundir 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Asparás 6-8 og Asparás 10-12. Þetta eru lítil tveggja hæða fjölbýli með átta íbúðum í tveimur stigagöngum. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 198 orð | 1 mynd

Brekkubyggð 77

Garðabæ - Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú í sölu 127 ferm. einbýli á einni hæð við Brekkubyggð 77 í Garðabæ. Húsið er svokallað keðjuhús og er steinsteypt, byggt 1983. Því fylgir bílskúr sem er 20 ferm. að stærð. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 78 orð | 1 mynd

Brúðuheimilið

Brúðurnar fimm sem sitja við borðið eru allar þýskar. Þær drekka súkkulaði úr fínum enskum bollum. Drengurinn í rauðu matrósafötunum er Kämmer & Reihardt brúða, Stelpurnar í ljósrauðu kjólunum með hrokkna hárið eru frá Simon & Halbig. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 234 orð | 1 mynd

Bæjartún 15

Kópavogi - HJÁ fasteignasölunni Bifröst er í sölu glæsilegt hús við Bæjartún 15 í Kópavogi. Þetta er steinsteypt hús á tveimur hæðum, byggt 1984 og er stærð íbúðar 218 ferm. en bílskúrinn er 34 ferm. Arkitekt hússins er Ingimar Haukur Ingimarsson. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 184 orð | 1 mynd

Dvergshöfði 27

Reykjavík - HJÁ Fasteignaþingi er nú í sölu verslunar-, iðnaðar- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum við Dvergshöfða 27. Þetta er steinhús, byggt 1977, sem er 1.490 ferm. "Þetta er gott atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum, 1.490 ferm. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 57 orð

Efnisyfirlit

Agnar Gústafsson bls.19 Ás 6 Ásbyrgi 1 9 Berg 20 Bifröst 5 Borgir 8 Eign.is 21 Eignamiðlun . 28 Fasteign.is . 22 Fasteignamarkaðurinn 3 Fasteignamiðstöðin 18 Fasteignasala Íslands 11 Fasteignastofan 26 Fold 10-11 Fjárfesting bls. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 726 orð | 2 myndir

Eldhúsið samverustaður fjölskyldunnar

Verulegar breytingar hafa orðið á íbúðarhúsnæði á undanförnum árum, ekki hvað sízt innanhúss. Magnús Sigurðsson ræddi við Hilmar Þór Björnsson arkitekt, sem segir eldhúsið það sem skiptir mestu máli nú. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 554 orð | 3 myndir

Fokhelt á Bárugötunni

ÁRIÐ 1982 keyptu borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og eiginmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, sitt fyrsta heimili. Það var á Bárugötu 30A og keyptu þau húsið ásamt vinafólki sínu, Gylfa Páli Hersi og Sigurlaugu Gunnlaugsdóttur. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 60 orð | 1 mynd

Hið besta úr öllum heimum

Svíinn Peter Johansson, 36 ára gamall, stendur hér inni í verki sem hann gerði 1994 ásamt Nike Karlsson. Á sýningunni "Hið besta úr öllum heimum" sem haldin var fyrir skömmu í Danmörku sýndi hann eitt og annað athyglisvert úr sænskri menningu. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 718 orð | 1 mynd

Horfur á áframhaldandi eftirspurn

FRAMAN af liðnu ári einkenndist fasteignamarkaðurinn af jafnri og mikilli eftirspurn eftir hvers konar fasteignum og er óhætt að segja að eftirspurn hafi verið töluvert umfram framboð eigna. Af þeim ástæðum hélt fasteignaverð áfram að hækka. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 490 orð | 5 myndir

Hvað segir saga húsanna?

Hvaða máli tala húsin um húsbyggjandann og arkitektinn? Taka þau mið af tískustraumum í þjóðfélaginu? Valda þau straumhvörfum í viðhorfinu til húsbygginga? Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 964 orð | 7 myndir

Hvað viljum við gera með litum?

Litir eiga frekar að vera verkfæri til að skapa ákveðna stemmningu en tilgangur í sjálfu sér. Magnús Sigurðsson ræddi við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt, sem segir að í góðum arkitektúr séu litir og bygging samtvinnuð. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 357 orð | 1 mynd

Langárfoss á Mýrum til sölu

JÖRÐIN Langárfoss í Borgarbyggð (áður Álftárneshrepppi í Mýrarsýslu) er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Um er að ræða landmikla jörð með ágætum byggingum, m. a. góðu íbúðarhúsi. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 99 orð | 1 mynd

Laugavegur 105

HJÁ fasteignasölunni Miðborg er í sölu atvinnuhúsnæði við Laugaveg 105. Þetta er steinhús, byggt 1939 og er stærð húsnæðisins sem er til sölu 640 ferm. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Leirker eru komin í tísku aftur

Þessi danski leirvasi var framleiddur í hinni konunglegu postulínsverksmiðju í Kaupmannahöfn um 1958. Nú eru leirker af þessu tagi mjög að komast í tísku aftur í Danmörku og... Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 550 orð | 2 myndir

Lyngháls 4

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er nú til sölu eða leigu nýbygging við Lyngháls 4 í Reykjavík. "Þetta verður mjög glæsileg bygging, sem ætluð er fyrir verzlun, skrifstofur og þjónustustarfsemi," sagði Dan Wiium, fasteignasali hjá Kjöreign. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 47 orð | 1 mynd

Munir Maríu Callas seldir

Í desember sl. voru seldir ýmsir munir sem verið höfðu í eign hinnar heimsfrægu söngkonu Maríu Callas - allt frá Biblíu söngkonunnar til skartgripa hennar og skrifstofuhúsgagna. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Rosenholmhöllin í Danmörku

Rosenholmhöllin var byggð 1559 til 1600 í Danmörku af ættinni Rosenkrantz og enn er hún í eigu sömu ættar. Nú geta fyrirtæki og einstaklingar fengið að nota þessa höll til að halda í samkvæmi og... Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 43 orð | 1 mynd

Rússneskur sleði úr tré

Þessi rússneski sleði, blámálaður, er útskorinn úr tré að mestum hluta. Hjólin eru aðeins til skrauts og skreytingin er lárviðarkransar, vængjaðar konur og sfinksar. Í svona sleðum ók hið 0rússneska fyrirfólk 19. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Skálar eftir Alev Siesbye

ÞESSAR skálar hannaði Alev Siesbye. Sá listamaður starfaði hjá Den kongelige Porcelænsfabrik í Kaupmannahöfn um 1960 og var í miklu afhaldi hjá Ingiríði heitinni Danadrottningu. Siesbye starfar nú í... Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 51 orð | 1 mynd

Sófi sem Finn Juhl teiknaði

FINN Juhl (1912-1989) var einn af þeim sem settu mestan svip á nútímahönnun húsgagna í Danmörku. Húsgögn hans eru nú meðal hinna sígildu verka á þessu sviði. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 841 orð

Tuttugasta öldin og húsnæðismálin

MEÐ árinu 2000 hvarf tuttugasta öldin og annað árþúsundið í aldanna skaut. Hafin er hin nýja og óþekkta þriðja þúsöld veraldarsögunnar. Meira
3. janúar 2001 | Fasteignablað | 660 orð | 1 mynd

Uppfylla gastæki öryggiskröfur?

EFLAUST finnst mörgum að borið sé í bakkafullan lækinn að birta þriðja pistilinn í röð um gas og gastæki. En þetta er ungur og óþroskaður markaður í örum vexti og gastæki eru dauðans alvara ef óvarlega er farið. Meira

Úr verinu

3. janúar 2001 | Úr verinu | 46 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 53 orð

Bátarnir fá mest

STJÓRNVÖLD í Noregi hafa nú ákveðið framkvæmd fiskveiða sinna á þessu ári. Bátaflotinn fær mun meiri veiðiheimildir í þorski og ýsu við veiðar norðan 62° en togararnir. Togarar og togbátar fá nú að veiða 57.878 tonn af þorski og 19.826 tonn af ýsu. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 393 orð

Bjartur með 50 tonn

Í GÆRMORGUN hófst löndun úr ístogaranum Bjarti NK í Neskaupstað en hann var úti milli jóla og nýárs og fékk um 50 tonn af blönduðum afla. Annars voru aflabrögð báta misjöfn síðustu daga fyrir áramót, en í gær voru menn að tínast á sjó eftir hátíðirnar. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 139 orð

Díoxín í villtum ál

VARAÐ hefur verið við neyzlu á villtum ál í Hollandi vegna hás díoxíninnihalds í honum. Almenningi er ráðlagt að borða ekki ál úr ám og borða álinn úr Ijsselmeer-vatni ekki oftar en einu sinni í viku. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 13 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 208 orð

Fiskmarkaðirnir á einu sölukerfi

UPPBOÐ allra fiskmarkaða landsins fór í gær fram á einu sölukerfi í fyrsta sinn eftir sameiningu Íslandsmarkaðar hf. og Reiknistofu fiskmarkaða hf, undir nafni Íslandsmarkaðar. Alls voru boðin upp 120 tonn af fiski á mörkuðum landsins í gær. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 92 orð | 1 mynd

FJÖLMENNT Á SJÓFRYSTIFUNDI

ÁRLEGUR sjófrystifundur SH var haldinn 28. desember á Grand Hótel, Reykjavík. Um 110 manns sátu fundinn og mættu fulltrúar allra frystiskipa. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 798 orð | 1 mynd

Flókin stjórnun með hámarkskvótum

STJÓRNVÖLD í Noregi hafa nú ákveðið framkvæmd fiskveiða sinna á þessu ári. Bátaflotinn fær mun meiri veiðiheimildir í þorski og ýsu við veiðar norðan 62° en togararnir. Togarar og togbátar fá nú að veiða 57.878 tonn af þorski og 19.826 tonn af ýsu. Bátaflotinn fær 137.457 tonn af þorski og 31.009 tonn af ýsu Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 30 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 304 orð

Hátt í helmings aukning í rækjusölu

HÁTT í 50% aukning varð í rækjusölu hjá Icelandic UK, söluskrifstofu SH á Bretlandseyjum, árið 2000 miðað við árið á undan, að sögn Magna Þórs Geirssonar, framkvæmdastjóra Icelandic UK. Hann segir að útlitið sé bjart og samkvæmt áætlun sé markmiðið að auka söluna um 20 til 25% á nýhöfnu ári. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 790 orð | 3 myndir

Hefur safnað þúsundum furðufiska í áratug

Magnús Þorsteinsson, baadermaður á Grandatogaranum Snorra Sturlusyni RE, segist vera öldungurinn um borð, 64 ára, og Steinþór Guðbjartsson fékk líka að heyra að hann er einn helsti safnari furðufiska hér við land, en Hafrannsóknastofnun hefur fengið fiska frá honum síðan hann byrjaði á söfnuninni 1990. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 142 orð

Ítalir borða meiri freðfisk

NEYZLA á frystum fiski á Ítalíu jókst um 4,7% á árinu 1999 og nam hún alls 61.000 tonni. Þar af voru flök og flakabitar um 31.900 tonn og jókst neyzla á þeim afurðum nokkuð. Fiskur tilbúinn til neyzlu nam 26.500 tonnum. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 264 orð

Jafnvel dúxinn stendur á gati

ÁKVÖRÐUN SÍF um að draga sig út úr starfsemi sinni í sjávarútvegi í Noregi hefur vakið töluverða athygli þar í landi. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 183 orð | 1 mynd

Katrín RE sjósett

KATRÍN RE var sjósett í Reykjavík fyrir helgi og fer til veiða á næstunni en Rafn Guðlaugsson er eigandi skipsins, sem Samtak ehf. í Hafnarfirði smíðaði. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 143 orð

Kennir Noregi og ESB um niðurskurð

BENT Rulle, formaður dönsku sjómannasamtakanna, kennir Norðmönnum og Evrópusambandinu um hinn mikla niðurskurð á þorskkvótanum í Norðursjó. Niðurskurðurinn þýðir 4 milljarða íslenzkra króna tekjutap fyrir norska fiskimenn. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 834 orð | 2 myndir

Með umhverfisvernd að leiðarljósi

Í HAUST sem leið var gerð sú breyting á fyrirtækinu ISS Ísland, sem sérhæfir sig í margs konar þrifum, að því var formlega skipt í tvö megin starfssvið, annars vegar daglegar ræstingar og hins vegar drif í matvælafyrirtækjum. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 82 orð

Meiri fiskur borðaður heima

FISKNEYZLA á brezkum heimilum náði yfir einn milljarð punda í verðmætum á 52 vikna tímabili, sem lauk 20. ágúst á þessu ári. Alls greiddu heimilin 125 milljarða króna fyrir fiskmetið, en það er 4% meira en á sama tímabili þar á undan. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 44 orð

Minni afli hjá ÚA

AFLI ísfiskskipa Útgerðarfélags Akureyringa hf. var á síðasta ári samtals um 12.490 tonn og nam verðmæti aflans alls um 924,5 milljónum króna. Er þetta töluvert minni afli en árið 1999, en þá var hann 13. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 208 orð

Minni afli ÚA skipa

AFLI ísfiskskipa Útgerðarfélags Akureyringa hf. var á síðasta ári samtals um 12.490 tonn og nam verðmæti aflans alls um 924,5 milljónum króna. Er þetta töluvert minni afli en árið 1999, sem þá var 13. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 1004 orð

Minni kostnaður og hærra vinnsluvirði afurðanna

MIKLAR breytingar hafa átt sér stað í veiðum og vinnslu á alaskaufsa á undanförnum árum. Fyrri veiðistjórn, sem byggðist á gengdarlausu kapphlaupi um fiskinn, hefur verið hætt og kvóti kominn á. Auk þess hefur samvinna fyrirtækja aukizt, en með hvoru tveggja hefur endanlegt verðmæti þess afla sem næst aukizt. Kostnaður við veiðarnar hefur minnkað og vinnsluvirði afurðanna hækkað. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 187 orð | 2 myndir

Minni túnfiskafli á síðasta ári

ALLS veiddist 671 túnfiskur innan íslenskrar lögsögu á síðasta ári. Það eru töluvert færri fiskar en árið 1999 þegar veiddust 740 túnfiskar. Heildarþyngd aflans, miðað við slægðan fisk, var í fyrra um 68,6 tonn, borið saman við tæp 77 tonn í fyrra. Meðalþyngd fiska á síðasta ári var 103 kíló og hefur ekki verið minni frá því að túnfiskveiðar hófust innan íslenskrar lögsögu árið 1996. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 420 orð

Nýliðið ár hagstætt sjófrystingunni

SALA sjófrystra afurða Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. gekk vel á síðasta ári. Að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóri SH-Þjónustu, keypti SH tæp 33 þúsund tonn af innlendri sjófrystingu fram í miðjan desember fyrir tæpa 8 milljarða króna. Til viðbótar komu um 9 þúsund tonn af erlendum skipum. Hann segir þetta svipaðar tölur og árið 1999 en verðmætið hafi aukist nokkuð. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 219 orð | 1 mynd

"Nánast nýtt skip"

NÓTA- og togveiðiskipið Faxi RE kom nýverið til heimahafnar í Reykjavík eftir gagngerar breytingar. Faxi RE hét áður Kap VE og Hersir ÁR en kom nýtt hingað til lands árið 1988 og hét þá Jón Finnsson RE. Skipið fór í breytingar í Nauta skipasmíðastöðinni í Póllandi um miðjan júlí á síðasta ári. Segja má að skipinu hafi gersamlega verið umbylt. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 219 orð

Ráðstefna um aukaafurðir

RÁÐSTEFNA um nýtingu á aukaafurðum úr sjávarfangi verður haldiní Noregi dagana 24. og 25. janúar 2001. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum um stöðu og framtíðarmöguleika aukaafurða og leggja grunn að frekara samstarfi á þessu sviði. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 22 orð

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 59 orð | 1 mynd

SAFNAR FURÐUFISKUM

MAGNÚS Þorsteinsson, baadermaður á Snorra Sturlusyni RE, hefur safnað furðufiskum fyrir Hafrannsóknastofnun í áratug. Hann hefur komið með nokkur þúsund slíkra fiska á land og segir að svo virðist sem stöðugt megi finna nýjar tegundir. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 56 orð

Saltfiskur

Að loknu kjötátinu yfir jól og áramót fara væntanlega margir að huga að léttara fæði eins og fiskinum. Það er kannski heppilegt að trappa sig niður nú eftir áramótin og fá sér saltfisk. Þessi uppskrift er á suðurevrópska vísu og góð tilbreyting. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 226 orð | 1 mynd

Siglfirskur bátur afhentur

VÉLAVERKSTÆÐIÐ Hlíð og Rafbær á Siglufirði hafa afhent fyrsta bátinn sem smíðaður er hjá fyrirtækjunum. Skel bátsins var keypt fullsmíðuð, en lokið var við alla aðra vinnu á Siglufirði. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 57 orð

Sjófrysting gekk vel

SALA sjófrystra afurða Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. gekk vel á síðasta ári. Að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra SH-þjónustu, keypti SH tæp 33 þúsund tonn af innlendri sjófrystingu fram í miðjan desember fyrir tæpa 8 milljarða króna. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 17 orð

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 187 orð

Skuldir ofmetnar

FYRIR ári var greint frá því að heildarskuldir sjávarútvegsins væru um 162 milljarðar króna en um ofmat var að ræða hjá Þjóðhagsstofnun og voru skuldirnar um 22 milljörðum lægri eða tæplega 140 milljarðar. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 100 orð

Sýning í Færeyjum

SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN "North Atlantic Fish Fair 2001" verður haldin í Rúnavík í Færeyjum dagana 15.-17. maí á næsta ári. Sýningunni er ætlað að þjóna aðilum tengdum útgerð, fiskvinnslu og fiskeldi. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 106 orð | 2 myndir

Til starfa við siglingamálin

ÞÓRHILDUR Albertsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Siglingastofnunar Íslands , að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi stofnunarinnar, Til sjávar . Þórhildur er fædd á Fáskrúðsfirði 15. desember 1955. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 38 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 124 orð

Ufsinn braggast

STOFNSTÆRÐ alaskaufsans í Beringshafi hefur sveiflazt nokkuð á undanförum tuttugu árum. Mestur hefur stofninn orðið um 12 milljónir tonna, en minnstur fjórar milljónir tonna. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 146 orð

Ufsinn fer í surimi

UM þessar mundir er mest af alaskaufsanum, sem Bandaríkjamenn veiða, unnið í surimi. Surimi er massi, sem unninn er úr holdi fisksins með ákveðnum aðferðum og er hann algjörlega bragðlaus. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 321 orð | 1 mynd

Vaki-DNG og Stofnfiskur auka samvinnu

VAKI-DNG og Stofnfiskur gerðu nýverið með sér samstarfssamning um að ná fram öflugra markaðs- og kynningarstarfi, ásamt því að styrkja félögin faglega og deila kostnaði. Fyrirtækin starfa á sömu mörkuðum og eiga oft á tíðum viðskipti við sömu aðila. Því hafa þau ákveðið að vinna saman að kynningar- og markaðsmálum á helstu markaðssvæðum sínum. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 80 orð

VINNSLA á surimi í landi hefur...

VINNSLA á surimi í landi hefur aukizt undanfarin ár eftir því sem aukið hlutfall af ufsanum kemur til vinnslu í landi. Meira
3. janúar 2001 | Úr verinu | 127 orð

Vottar gæðin

SMÁR fiskverkandi á Hjaltlandi hefur um tíma haft þann hátt á að votta ferskleika framleiðslu sinnar, sem er reykt ýsa. Í vottuninni kemur fram hvar, hvenær og hvernig ýsan var veidd. Meira

Barnablað

3. janúar 2001 | Barnablað | 79 orð | 1 mynd

Ekki eru allir heilir um jólin

KÖTTURINN Brandur er með rauðu hundana og eigandinn hans, hún Anna, er með mislinga. Það er nú bara eins og það er, ekki eru allir svo lánsamir að vera heilir heilsu um jólin. Meira
3. janúar 2001 | Barnablað | 39 orð | 1 mynd

Hvað sagði mamma?

ÞETTA er hún Hrönn. Hún er á leiðinni á jólaball og mamma hennar sagði: ____________ Og gettu nú! Stafirnir í kringum Hrönn mynda orðið, sem mamma hennar sagði. Það var Laufey Haraldsdóttir, 8 ára, Melhaga 12, 107 Reykjavík, sem teiknaði þessa... Meira
3. janúar 2001 | Barnablað | 31 orð | 1 mynd

Jólagjöf í felum

EF ÞIÐ dragið strik frá punkti númer 1 að punkti nr. 2 og þannig koll af kolli og endið á númer 63, sést hvers jólaálfurinn óskar sér í jólagjöf. Góða ferð og... Meira
3. janúar 2001 | Barnablað | 58 orð | 1 mynd

Jólasveinninn guðar á glugga

KRISTÍN Gyða Guðmundsdóttir, 5 ára, Engjaseli 19, 109 Reykjavík, er dugleg að teikna, sem sjá má á myndinni hennar af stelpunni í fína jólakjólnum við jólatréð. Meira
3. janúar 2001 | Barnablað | 60 orð | 1 mynd

Móse í stjörnubjartri nóttinni

MÓSE, sem leiddi Ísraelsmenn frá Egyptalandi til Kanaanlands (Palestínu) um 1200 árum fyrir fæðingu Krists og tók við boðorðunum tíu af Drottni á Sínaífjalli, sést hér á gangi í fagurri nóttinni við skin stjarnanna. Meira
3. janúar 2001 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Rétta leiðin heim með jólatréð

HVER leiðanna fjögurra er rétta leiðin heim til fjölskyldunnar með... Meira
3. janúar 2001 | Barnablað | 9 orð | 1 mynd

Öðruvísi flugdreki

HVAÐ haldið þið að séu margir þríhyrningar í flugdreka... Meira

Viðskiptablað

3. janúar 2001 | Netblað | 113 orð

188 milljónir í Asíu

FJÖLDI netnotenda í Asíu verður kominn upp í 188 milljónir árið 2004. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 135 orð

2000-vandinn seinn á ferðinni

NORSKA ríkisjárnbrautarfélagið NSB er sagt hafa þurft að glíma við hálfgerðan 2000-vanda þegar 16 af nýjum hraðlestarvögnum og 13 af háhraða Signatur-járnbrautarvögnum fóru ekki í gang að morgni gamlársdags. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 31 orð

600 MHz leiktæki á markað

Indrema-leikjavélin er væntanleg á markað vestanhafs en henni er ætlað að etja kappi við framleiðsluvörur annarra leikjaframleiðanda. Vélin er 600 MHz og með 64 Mb minni. Þá er hún búin Linux-stýrikerfi. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 152 orð

60 þúsund notendur

Gert er ráð fyrir að Íslandssími hefji rekstur á farsímakerfi, með GPRS-viðbót, um mánaðamótin janúar/febrúar. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 374 orð | 1 mynd

Afþreyingarmiðstöð fyrir Linux

Lítið hefur farið fyrir 600 MHz Indrema-leikjavélinni, sem er væntanleg á markað vestanhafs á árinu. Vélin, sem verður nettengd og með sérútgáfu frá Linux, er allrar athygliverð að mati Gísla Árnasonar, sem kynnti sér möguleika Indrema. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 88 orð

Aibo til Íslands

Lítið hefur farið fyrir rafhundinum Aibo hér á landi en nú hefur orðið breyting á því. Verslunin Kalíber í Kringlunni hefur fengið eitt stykki af þessari tækninýjung frá Sony, framleiðanda hundsins. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 771 orð | 1 mynd

Áhrif tölvuleikja sögð enn meiri

Quake-tölvuleikirnir þykja, þrátt fyrir vinsældir sínar, umdeildir og ekki er laust við að leikurinn hafi fengið orð á sér fyrir að þykja ofbeldisfullur, þrátt fyrir að þeir sem spili hann telji ekki að leikurinn ýti undir ofbeldiskennd. Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands, sem kynnt hefur sér rannsóknir um áhrif tölvuleikja á spilendur, segir það afar líklegt að tölvuleikir hafi áhrif út frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum sjónvarps. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 456 orð | 1 mynd

Áhuginn vex á Skjálfta

Með tímanum hefur spilun á Quake færst meira á Netið en þar getur tylft spilenda keppt á einu borði. Einkum hefur áhuginn á spilamennsku á Netinu aukist með Quake III Arena, sem kom út á árinu 1999. Á Skjálfta er meðal annars keppt í netspilamennsku í Quake en þátttakendum fjölgar ár frá ári. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 184 orð | 1 mynd

Áratugur vélmenna

Það er skammt stórra högga á milli hjá Sony-samsteypunni. Það er ekki fyrr búið að framleiða vélhund en það kynnir til leiks SDR-3X [Sony Dream Robot 3], frumgerð af vélmenni. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 208 orð

Baldurs Gate 2 þarfnast 233MHz Pentium...

Baldurs Gate 2 þarfnast 233MHz Pentium II tölvu, 750Mb minni á hörðum disk, 32Mb vinsluminni og Windows 95 eða 98. Leikurinn styður netspilun fyrir sex spilendur eða minna í einu og þrívíddarkort. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 1161 orð | 1 mynd

Bilið brúað yfir til þriðju kynslóðarinnar

GPRS er ný tegund gagnaflutningsleiðar sem er viðbót við GSM-farsímakerfið og veitir notendum sítengingu við Netið og meiri gagnaflutningshraða en áður þekkist. Tal var fyrsta íslenska fjarskiptafyrirtækið sem lauk við uppsetningu á GPRS en Landssíminn og Íslandssími hyggjast feta í fótspor þess. Gísli Þorsteinsson kynnti sér stöðu mála hjá fyrirtækjunum og komst að því að skortur á símtækjum gæti sett strik í reikningum þegar opnað verður fyrir almenna GPRS-þjónustu á árinu. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 152 orð

Britney skákar Pokémon

Oftast var leitað að nafni ungstirnisins Britney Spears á leitarvélinni Lycos á árinu 2000. Tókst söngkonunni að ná efsta sætinu eftir að hún hafnaði í öðru sæti árið á undan. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 262 orð | 8 myndir

Búðaráp heima í stofu

Hætt er við því að búðaráp sé ekki efst í huga almennings fyrstu mánuði ársins. Í stað þess að harka af sér og leggja af stað út í myrkrið er óneitanlega þægilegt að geta sest niður með greiðslukortið í hönd og verslað eftir þörfum að heiman. Mikið hefur bæst við af innlendum netverslunum síðasta árið og nú er svo komið að varla þarf að fara úr húsi til þess að versla. Gísli Árnason velti fyrir sér úrvali netverslana á Íslandi. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 177 orð

Deilt um sölutölur

Sitt sýnist hverjum um hvort netsala yfir hátíðirnar hafi aukist að þessu sinni. Media Metrix segir að sala á Netinu hafi minnkað um 10,9% í Bandaríkjunum rétt fyrir jól. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 67 orð

EDGE

Þegar er hafin vinna við tækni er brúar bilið enn frekar að þriðju kynslóð UMTS. Ein sú tækni sem husanlega gæti tekið við af GPRS-viðbótinni er EDGE [Enhanced Data for GSM Evolution], sem er sögð færa farsímatæknina langleiðina að UMTS. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 500 orð

Eins og stafur á (raf)bók

sRafbækur hafa að nokkru leyti hlotið uppreisn æru á liðnu ári eftir þrautagöngu liðinna ára. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 782 orð | 3 myndir

Fréttir aldarinnar

Þ AÐ ER spurning hvort að á að kalla þetta þætti því að [hver hluti] er á bilinu þrjár til fimm mínútur," segir Ómar, hress að vanda, þegar blaðamaður hringdi í hann. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 80 orð

GPRS

GPRS [General Packet Radio Service] er tækni sem er sögð fyrsta skrefið í átt að þriðju kynslóð farsíma, UMTS [Universal Mobile Telecommunications System]. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 142 orð

GPRS GPRS er ný tegund gagnaflutningsleiðar...

GPRS GPRS er ný tegund gagnaflutningsleiðar sem er viðbót við GSM-farsímakerfið og er ætlað að brúa bilið að þriðju kynslóð farsíma er kallast UMTS. GPRS verður tekið í almenna notkun hjá fjarskiptafyrirtækjunum þremur í upphafi árs. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 29 orð

Heimili morgundagsins

Í verslun BT í Grafarvogi er hægt að skoða margar af þeim tækninýjungum sem eru handan hornsins. Má þar nefna nettengdan ísskáp, örþunnt sjónvarp, stafrænan myndaramma og þráðlaus lyklaborð. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 527 orð | 1 mynd

Heyrðu snöggvast, Snati minn...

19. aldar skáldinu Þorsteini Erlingssyni bauð eflaust ekki í grun er hann samdi kvæðið um Snata og Óla að undir lok 20. aldarinnar yrði hafin framleiðsla á vélhundum sem gætu numið, sýnt viðbrögð og tekið upp myndir og hljóð. Gísli Þorsteinsson kynnti sér fárið í kringum Aibo-vélhundinn frá Sony. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 284 orð

Hóparnir etja kappi

Eitt einkenni Quake-leikja eru svokölluð "klön" (dregið af enska orðinu "clan" sem merkir ættbállkur), sem er félagsskapur þar sem áhugamenn hittast spila og halda hópinn. Í klönum er spilað yfir Netið við önnur klön. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 208 orð

Madden NFL er fyrir PlayStation 2...

Madden NFL er fyrir PlayStation 2 og þarfnast minniskorts til þess að að allir möguleikar leiksins geti notið sín. hægt er að velja milli 50Hz og 60Hz sjónvarpsgæða. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 226 orð | 1 mynd

Milljónir af Game Boy Advance

Nintendo, framleiðandi Game Boy-leikjatölvunnar, hefur greint frá því að hann ætli að láta framleiða 24 milljónir eintaka af nýju 32 bita Advance-leikjavélinni á árinu, en hún kemur á markað í mars. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 151 orð | 1 mynd

Mistök ársins 2000

Netmiðilinn ZDNet, www.zdnet.com, tíndi til fjölmarga viðburði sem það taldi geta flokkast undir helstu mistök ársins í heimi tölva, nets og tækni. Pets. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 402 orð | 5 myndir

Nettengd og þráðlaus tæki inn á gafl

Í sjöundu verslun BT, sem opnuð var í Gylfaflöt 5 í Grafarvogi, er að finna svokallað framtíðarheimili, en markmið þess er að sýna gestum tækni framtíðarinnar, þá sem er handan hornsins eða er þegar komin fram á sjónarsviðið. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 289 orð | 1 mynd

Nettenging í flugi að veruleika

Flugfélagið Air Canada er sagt fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að gefa farþegum færi á að komast á Netið í flugi. Með tengingu sem samsvarar 56 Kb/s. geta farþegar sótt tölvupóst eða vafrað um Netið í flugi. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 440 orð

Ný kynslóð Palm OS

Lófatölvuframleiðandinn Palm segir að með stýrikerfinu 4.0 útgáfunni af Palm OS verði stigið skrefið frá einföldum skipuleggjara til margnota lófatölvu. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 127 orð

Nýnasistum úthýst frá Napster

Þýska fyrirtækið Bertelsmann, sem á ítök í netmiðlaranum Napster, ætlar að taka höndum saman við stjórnvöld þar í landi til þess að úthýsa lögum sem lofsyngja nýnasisma. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 145 orð

Ormaárið 2000

Meira bar á ormum og vírusum á síðasta ári heldur en oft áður, ef marka má niðurstöður vírusvarnarfyrirtækisins MessageLabs. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að fyrirtækið hafi uppgötvað og stöðvað 155. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 534 orð | 1 mynd

Óttinn við DDoS-árásir á nýju ári

Svokallaðar DDoS-árásir á vefsetur gerðu mikinn usla í tölvukerfum á liðnu ári, einkum undir lok þess. Svo virðist sem slíkum skipulögðum árásum séu langt í frá lokið heldur verði sem aldrei fyrr á nýju ári. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 39 orð

Quake-tenglar

Nokkur íslensk klön fyrir Action-Quake MBI - http://mbi.quake.is PhD - www.quake.is/phd/frettir.php3 QNI - www.quakenigguhz.com mAIm - www.simnet.is/phd ZooM - http://www.nervus.is/zoom Nokkur íslensk klön fyrir Quake III Arena hux - www.hux. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 113 orð

Reglur við netnotkun

Fjölmargir vinnuveitendur sjá því allt til foráttu að starfsmenn noti Netið í vinnutíma, ef marka má könnun Saratoga Institute í Bandaríkjunum og kom fram á www.nua.ie. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 269 orð | 1 mynd

Reynt á þolrifin

Bandarískur fótbolti, eða ruðningur eins og hann kallast víst hérlendis, nýtur nú vaxandi vinsælda í Evrópu. Madden NFL 2001 er hrein- ræktaður ruðningsleikur úr smiðju EA Sports þar sem spilendur taka flókna stjórn leiksins í eigin hendur. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 203 orð

Samba De Amigo er fyrir Dreamcast...

Samba De Amigo er fyrir Dreamcast frá Sega. Allt sem spilandi þarfnast fylgir með leiknum nema Dreamcast-minniskortið sem hann þarfnast ef hann ætlar að vista leikinn. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 267 orð | 1 mynd

Samba-skak á alla kanta

Samba De Amigo er einn af hundruðum óvenjulegra leikja sem gefnir eru út í Japan ár hvert. Í honum standa spilendur á mottu, sem er tengd við skynjara, og skaka sérstakan hristara í allar áttir í takt við apa á tölvuskjá. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 70 orð

Símar með GPRS

Ekki verður hægt að nota hvaða farsíma sem er til þess að hafa hag af GPRS-viðbótinni. GPRS-símar eru nýkomnir á markað en ekki eru allir farsímaframleiðendur búnir að ljúka við gerð þeirra, meðal þeirra er finnski farsímaframleiðandinn Nokia. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 554 orð

Skaðleg áhrif tölvuleikja

Nærri helmingur vinsælustu tölvuleikja á markaði í Bandaríkjunum gefur stúlkum og drengjum rangar hugmyndir um kvenímyndina og innihalda óæskileg skilaboð, eins og hugmyndir um óeðlilega líkamsímynd, ögrandi kynhneigð og ofbeldiskennda hegðun, að því er... Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 554 orð

Skaðleg áhrif tölvuleikja

Nærri helmingur vinsælustu tölvuleikja á markaði í Bandaríkjunum gefur stúlkum og drengjum rangar hugmyndir um kvenímyndina og innihalda óæskileg skilaboð, eins og hugmyndir um óeðlilega líkamsímynd, ögrandi kynhneigð og ofbeldiskennda hegðun, að því er... Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 271 orð

Skilur, nemur og tekur myndir

Aibo-hundurinn, þ.e. ERS-210, er sagður sýna sex mismunandi tilfinningar: kæti, depurð, reiði, undrun og ótta. Þá er hann sagður geta sýnt hvort honum mislíkar eitthvað. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 667 orð | 1 mynd

Skyldueign fyrir græjufíkla

Myndaupptökuvélar verða sífellt meðfærilegri og öflugri. Ingvi Matthías Árnason kynnti sér örsmáa hreyfimyndavél frá Sony. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 325 orð | 1 mynd

Spilað í lengstu lög

Hlutverkaleikir njóta mikilla vinsælda í leikjaheiminum því að þeir gefa spilendum tækifæri á að lifa lífi einhvers annars í stórum ævintýraheimi þar sem allt getur gerst. Interplay hefur sent frá sér Baldurs Gate 2: Shadows of Amn þar sem spilendur geta lent í ótrúlegum ævintýrum ef þeir hafa þolinmæði og þekkingu til því að framleiðandinn segir að leikurinn taki 200 tíma í spilun. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 30 orð | 1 mynd

Talsvert bar á tölvuormum og vírusum...

Talsvert bar á tölvuormum og vírusum um jól og áramót en þeir eru sagðir hafa valdið litlum skemmdum hjá tölvunotendum. Sá skæðasti var Kriz, en hann eyddi skrám í tölvum. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 88 orð

UMTS

UMTS [Universal Mobile Telecommunications System] er þriðja kynslóð farsíma sem leysir GSM- og NMT-farsímakerfin af hólmi. Það mun styðja mismunandi kerfi og geta skilað ólíkum gögnum úr mörgum áttum í viðkomandi síma samtímis. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 68 orð

Uppsetningu lokið

Fjölmörg fjarskiptafyrirtæki í Evrópu eru þegar búin að taka GPRS-tækina í sína þjónustu, ef marka má lista sem er að finna á www.gsmworld.com. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 185 orð

Verslað að heiman

Fleiri netverslanir eru auðvitað á Íslandi, misstórar og misnytsamlegar. Vert er að minnast á netverslun strik.is en henni er ætlað að vera nokkurs konar verslunarmiðstöð á Netinu. Þar er talsvert af verslunum, t.d. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 148 orð | 1 mynd

Vinsælir leikjaframleiðendur í lið með Xbox

Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts (EA) mun framleiða leiki fyrir óútkomna leikjavél Microsoft sem nefnist Xbox. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 87 orð

WAP

WAP [Wireless Application Protocol] er þráðlaus samskiptastaðall sem gerir notanda kleift að tengjast Netinu með sérstöku síðulýsingamáli, WML. Með WAP-símum er hægt að lesa tölvupóst, skoða dagbækur og sinna bankaviðskiptum. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 236 orð | 1 mynd

Þreytandi tölvuormar

Tölvuormar og -vírusar sem sendir voru af stað gagngert til þess að valda usla í tölvum yfir jólahátíðina og áramót ollu tölvunotendum fremur leiðindum en tjóni, að því er fram kemur í frétt Reuters. Meira
3. janúar 2001 | Netblað | 658 orð | 2 myndir

Ættbálkastyr á Netinu

Skotleikurinn Quake er með vinsælli tölvuleikjum sem litið hafa dagsins ljós. Id Software, framleiðandi leiksins, hefur gefið út þrjá opinbera leiki en hundruð breyttra netútgáfna eru í notkun. Svokölluð Quake-samfélög hafa vaxið í kringum leikinn þar sem spilendur skipta sér í ýmsar fylkingar. Gísli Þorsteinsson kynnti sér leikinn sem hundruðir spila hér á landi í viku hverri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.