Greinar fimmtudaginn 11. janúar 2001

Forsíða

11. janúar 2001 | Forsíða | 221 orð | 1 mynd

NATO lætur undan þrýstingi

FORYSTUMENN Atlantshafsbandalagsins (NATO) létu í gær undan þrýstingi og boðuðu aðgerðir vegna ásakana um að mengun vegna úranhúðaðra sprengikúlna, sem hersveitir bandalagsins notuðu í Bosníustríðinu og Kosovo-deilunni, hafi valdið heilsutjóni og jafnvel... Meira
11. janúar 2001 | Forsíða | 155 orð | 2 myndir

Nýir ráðherrar skipaðir

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, skipaði í gær nýja ráðherra í stað þeirra sem sögðu af sér í fyrradag. Meira
11. janúar 2001 | Forsíða | 124 orð

Ólympíufarar snúi heim

ÁSTRALSKA útlendingaeftirlitið hvetur nú þá 108 erlendu Ólympíufara, sem enn eru í landinu og ekki er vitað hvar halda sig, til að snúa til síns heima ella eigi þeir á hættu að vera vísað úr landi. Meira
11. janúar 2001 | Forsíða | 94 orð

Pinochet í læknisskoðun

BÆÐI stuðningsmenn og andstæðingar Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, komu saman við hersjúkrahúsið í höfuðborginni Santíagó í gær, þegar Pinochet mætti þangað til læknisskoðunar. Meira
11. janúar 2001 | Forsíða | 248 orð

Sharon segir Óslóarsamkomulagið dautt

MARGT benti til þess í gær, að friðarferlið í Miðausturlöndum væri að fara út um þúfur og horfur voru á, að ekkert yrði af fyrirhugaðri komu Dennis Ross, sendimanns Bandaríkjastjórnar, til Ísraels og Palestínu. Meira
11. janúar 2001 | Forsíða | 88 orð

Vísindaveiðar í hættu?

BANDARÍKJAMENN og Japanir hyggjast fara fram á það við Alþjóðahvalveiðiráðið að farið verði nánar ofan í saumana á aðferðum við hvalarannsóknir. Vilja þeir að kannað verði hvort rannsóknir á lifandi hvölum séu jafn árangursríkar og vísindaveiðar. Meira

Fréttir

11. janúar 2001 | Miðopna | 1846 orð | 1 mynd

1.200-1.400 öryrkjar fá leiðréttingu á bótum

Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær ákvarðanir sem teknar hafa verið og greinargerð starfshóps vegna dóms Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði dóminn eingöngu varða þá öryrkja sem byggju við hæstar heimilistekjur. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 803 orð | 1 mynd

300 milljónir til krabbameinsrannsókna á næstu 8 árum

Landspítali - háskólasjúkrahús og líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld hafa undirritað samstarfssamning um krabbameinsrannsóknir. Verkefninu er ætlað að opna nýjar leiðir til forvarna, greiningar og meðferðar á krabbameini. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

36 ára skúmur bætir aldursmet

ELSTI skúmur sem vitað er um fannst í janúar í fyrra í SV-Frakklandi. Skúmurinn, sem var merktur á Íslandi hinn 7. ágúst 1963, hafði þá verið dauður í um mánuð. Þetta þýðir að skúmurinn var 36 ára og fimm mánaða þegar hann fannst. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Afhentu SKB milljón

VÍSIR.is, Háskólabíó, Skjár 1, Rás 2, Hljóðkerfaleiga EB og Hljómsýn stóðu að tónleikum í Háskólabíói 29. desember sl. Tónleikarnir voru haldnir til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 1063 orð | 1 mynd

Almennar launabreytingar kosta 600 milljónir

Nýtt launakerfi framhaldsskólakennara leiðir til 9,8% launahækkunar um áramót. Aðilar hafa orðið sammála um það sem kennarar gefa eftir jafngildi 20,5% hækkun á grunnlaunum. Egill Ólafsson skoðaði samninginn. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 610 orð | 2 myndir

Áhersla lögð á farartæki með aldrifi

FARARTÆKI með aldrif sækja enn í sig veðrið á alþjóðlegum bílamörkuðum, ef marka má gripina sem kynntir eru á bílasýningunni í Detroit er hófst í vikunni. Er þá átt við fólksbíla sem hafa drif á öllum hjólum en eru ekki endilega með aðra jeppaeiginleika. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 338 orð

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar vekur furðu og reiði

ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar veki bæði furðu og reiði. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

ÁTVR seldi áfengi og tóbak fyrir 15,3 milljarða króna

HEILDARSALA áfengis jókst um tæp 7% í lítrum talið og tæp 5% í hreinum vínanda árið 2000 miðað við árið á undan, að því er fram kemur í söluskýrslu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð

Bíræfnir bílþjófar

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær þrjá menn grunaða um þjófnað á bíl og innbrot. Mennirnir voru stöðvaðir laust eftir klukkan fjögur á Skothúsvegi á bíl sem hafði verið stolið á mánudaginn úr bílskúr. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 479 orð

Bótagreiðslur leiðréttar fjögur ár aftur í tímann

1.200 til 1.400 öryrkjar fá auknar greiðslur Alls munu 1.200 til 1.400 öryrkjar, sem fengið hafa skerta tekjutryggingu örorkubóta vegna tekna maka, fá greiddar fjárhæðir vegna leiðréttingar á bótum fjögur ár aftur í tímann, með 5,5% vöxtum, skv. Meira
11. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 120 orð

Byggja nýtt háskólahús

ÞÓTT vetur sé genginn í garð er unnið af krafti við 4000 fermetra, fimm hæða nýbyggingu Háskólans í Reykjavík við Listabraut. Ráðgert er að taka bygginguna í notkun 1. september nk. og tvöfaldast þá kennslurými skólans. Meira
11. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 659 orð

Bæjarráð fjallar um málið í dag

JÓHANN Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að bæjarráð muni í dag, á 500. fundi ráðsins, fjalla um bréf Jóns S. Ólasonar, sem hyggst leggja fram stjórnsýslukæru vegna lóðaúthlutana í bænum. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Börn í bæjarferð

ÞAÐ er eins gott að passa sig vel þegar maður umgengst stóra bíla eins og strætisvagna þar sem dekkin eru meira að segja stærri en maður sjálfur. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Chris Patten segir Norðmenn betur komna í ESB

CHRIS Patten, talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sviði varnar- og öryggismála, sagði á fundi norska Vinnuveitendasambandsins að hann væri mjög hlynntur aðild Noregs að Evrópusambandinu, ESB. Meira
11. janúar 2001 | Landsbyggðin | 177 orð

Dama í hvítum pelsi

Ólafsvík -Karlinn í tunglinu glotti glaðhlakkalega í nótt, búinn að takast á við almyrkva og hafa betur. Fréttaritari var á ferð um svokallaða Breið. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Farandsýning um ofsóknir nasista á hendur votta Jehóva

SÝNING í Ráðhúsi Reykjavíkur sem nefnist: Milli andspyrnu og píslavættis - vottar Jehóva í ofsóknum nasista, verður opnuð föstudaginn 12. janúar kl. 16. Þetta er farandsýning sem farið hefur víða um Evrópu undanfarin ár. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Félag aldraðra á Höfn fær snókerborð að gjöf

Útgerðarfélagið Faxeyri ehf. færði Félagi aldraðra á Hornafirði snókerborð að gjöf nú í upphafi nýrrar aldar. Félagsstarfsemi eldri borgara á Hornafirði er mjög öflug og fjölbreytt. Meira
11. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 562 orð

Fíkniefnabrotum fækkaði um rúmlega 40 á milli ára

FÍKNIEFNABROTUM á Akureyri fækkaði mikið á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt málaskrá lögreglunnar fyrir árið 2000. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 236 orð

Fjögur útivistarfyrirtæki sameinast

FJÖGUR fyrirtæki sem starfað hafa á sviði afþreyingar og útivistar hafa sameinast í einu fyrirtæki sem hlotið hefur nafnið Íslenskar ævintýraferðir. Fastir starfsmenn eru um 30 talsins en mun fleiri starfa hjá fyrirtækinu á sumrin. Meira
11. janúar 2001 | Miðopna | 1165 orð | 2 myndir

Framganga Schröders gagnrýnd í fjölmiðlunum

Þýsk stjórnvöld héldu því lengi fram að engin hætta væri á kúariðu í Þýskalandi en það reyndist rangt og tveir ráðherrar hafa nú sagt af sér vegna málsins. Bogi Þór Arason segir að jafnvel flokksbræður Gerhards Schröders kanslara hafi viðurkennt að framganga stjórnarinnar í kúariðumálinu hafi einkennst af "algjöru stjórnleysi". Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 908 orð | 1 mynd

Frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna öryrkjamálsins

1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna: a.Við 5. mgr. 17. gr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Ef 2/3 tekna þess hjóna, sem örorkulífeyris nýtur, nema lægri fjárhæð en 300.000 kr. á ári skal, þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fundur um félagsleg kjör vinnandi stétta

AÐSTANDENDUR vikublaðsins Militant og Ungir sósíalistar standa fyrir málfundi föstudaginn 12. janúar klukkan 17.30 á Klapparstíg 26, 2. hæð (Pathfinder-bóksalan) með yfirskriftinni: Atlögur að félagslegum kjörum vinnandi stétta. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fyrirlestur um erfðabreytileika vatnaflóar

DR. SNÆBJÖRN Pálsson flytur fyrirlestur föstudaginn 12. janúar kl. 12.20 á vegum Líffræðistofnunar Háskólans í stofu G6 á Grensásvegi 12. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 420 orð

Fyrsta áfallið fyrir Bush

EFTIR fyrsta áfall sitt í undirbúningi forsetaskiptanna leitaðist George W. Bush, væntanlegur Bandaríkjaforseti, við að snúa vörn í sókn í gær. Meira
11. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 68 orð

Gatnagerð um hávetur

FRAMKVÆMDIR í tengslum við væntanleg mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar, Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar setja nú mikinn svip á umhverfið þar. Meira
11. janúar 2001 | Landsbyggðin | 99 orð | 1 mynd

Gáfu Höfða eina milljón króna

LIONSKLÚBBUR Akraness og Lionsklúbburinn Eðna á Akranesi afhentu nú í byrjun desember gjöf að upphæð rúmlega ein milljón króna til Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Fjárhæðinni verður varið til uppbyggingar á fullkominni baðaðstöðu við dvalarheimilið. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 605 orð

Gera þarf grein fyrir framtíðarþörfum á hafnarsvæði

SKIPULAGSSTOFNUN hefur samþykkt matsáætlun Norðuráls vegna stækkunar álversins á Grundartanga í 300 þúsund tonn. Um leið gerir stofnunin nokkrar athugasemdir við tillögur Norðuráls eftir að hafa farið yfir umsagnir og athugasemdir nokkurra aðila. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Handtekinn vegna gruns um fíkniefnasmygl

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í upphafi vikunnar karlmann sem grunaður er um aðild að ýmsum málum sem eru til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann í fyrradag í tveggja vikna gæsluvarðhald. Meira
11. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 225 orð | 1 mynd

Hátt í 700 myndir bárust

VIÐURKENNINGAR hafa verið veittar í ljósmyndasamkeppni innan Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en hún fjallaði um vinnuumhverfi starfsfólks. Keppnin var liður í störfum nefndar um endurskoðun húsnæðis sjúkrahússins og bárust hátt í 700 myndir. Meira
11. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 432 orð | 1 mynd

Heildarframlag ársins um 340 milljónir

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa undirritað samning um kennslu til fyrsta háskólaprófs og meistaraprófs en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er undirritaður. Geir H. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð | 2 myndir

Helgafell skyggir á Heimaklett

Nú þegar rúmar tvær vikur eru liðnar frá því að daginn tók aftur að lengja mun skuggi ljósmyndarans styttast og Helgafell mun ekki skyggja á Heimaklett, helsta stolt Vestmannaaeyinga, þar sem hann stendur norðan við bæinn, 283 metrar á hæð og skýlir... Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hlupu uppi bifhjól

LÖGREGLUMENN í Reykjavík urðu varir við ökumann sem ók númerslausu bifhjóli um malargryfjur í Elliðaárdal síðdegis á þriðjudag. Þegar lögreglumennirnir hugðust ná tali af manninum reyndi hann að komast undan á hjólinu. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Hlökkum til að reka Herjólf

Samskip tóku við rekstri Herjólfs um áramótin. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í rekstur skipsins þegar Vegagerðin bauð út reksturinn til þriggja ára um mitt síðasta ár. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 304 orð

Hollustuvernd ríkisins gefur út starfsleyfi

HOLLUSTUVERND ríkisins hefur gefið út starfsleyfi til handa Salar Islandica ehf. sem áformar sjókvíaeldi á laxi í Berufirði á Austurlandi. Sambærilegt leyfi var gefið út á dögunum vegna eldis í Mjóafirði. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Hreinsa snjó af mastrinu

FÉLAGAR í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, þeir Sigurður Hólm Sæmundsson, Vagn Kristjánsson og Gunnlaugur Búi Ólafsson, fóru upp á Öxnadalsheiði í vikunni til þess að hreinsa snjó og ís af endurvarpsmastri Landssímans í NMT-kerfinu. Meira
11. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 313 orð

Hreinsun Elliðaánna mun hefjast innan skamms

EKKERT á að vera því til fyrirstöðu að unnt sé að hefja framkvæmdir innan skamms við að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi mengun Elliðaánna, og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2001 er beinlínis gert ráð fyrir því, að sögn Hrannars B. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Hvíld í vetrarblíðunni

Þegar fréttaritari Morgunblaðsins var á ferðinni í blíðunni á dögunum hitti hann þessa hressu krakka. Þau heita Natan, Salka og Arnfinnur Kolbeinsbörn. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 255 orð

Kallar á hörð viðbrögð stjórnarandstöðunnar

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist vera ákaflega ósáttur við þessa niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og að þetta kalli á mjög hörð viðbrögð stjórnarandstöðunnar. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Kosningar endurteknar í Serbíu

KOSNINGAR voru endurteknar á nítján kjörstöðum í Serbíu í gær. Þátttaka var dræm, enda munu úrslitin engin áhrif hafa á endanleg úrslit kosninganna sem fóru fram 23. desember. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 221 orð

Langflug kostar árlega 2.000 mannslíf

AÐ minnsta kosti einn langflugsfarþegi deyr í mánuði hverjum í Bretlandi af völdum blóðtappa, nokkrum mínútum eftir lendingu á Heathrow-flugvelli við London. Kom þetta í ljós í rannsókn á svonefndri "farþega-segamyndun". Meira
11. janúar 2001 | Landsbyggðin | 105 orð | 1 mynd

Logandi dekk undir tengivagni

Húsavík - Skömmu fyrir kvöldmat í fyrrakvöld kviknaði í dekki á tengivagni á vöruflutningabíl sem var ekið um Norðausturveg, rétt norðan við Laxamýri á leið til Húsavíkur. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð

Lýst eftir vitnum

VW GOLF-bifreið, grárri að lit, var ekið, þriðjudaginn 9. janúar um kl. 18:41, norður Grensásveg og beygt til hægri í aðrein að Suðurlandsbraut til austurs. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Metnaður fremur en vísindalegur tilgangur

KÍNVERJAR skutu í gær á loft ómönnuðu geimfari en þeir stefna að því að verða þriðja ríkið til að senda mann út í geiminn. Á Vesturlöndum segja sérfræðingar, að geimskotið þjóni engum vísindalegum tilgangi, aðeins pólitískum metnaði. Meira
11. janúar 2001 | Landsbyggðin | 340 orð | 1 mynd

Miklar framkvæmdir á vegum félagsins

Sauðárkróki -Í fallegri brekku milli lóðar sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar á Sauðárkróki annars vegar og Hlíðarhverfis hins vegar var í haust lögð önnur gatan af tveimur þar sem áætlað er að rísi íbúðir fyrir eldri borgara. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 170 orð

Mælagjald í þungaskatti lækkar um 10%

INNHEIMTUSEÐLAR vegna þungaskatts hafa verið sendir út en 10% lækkun verður á kílómetragjaldi frá og með næsta gjalddaga sem er 11. febrúar. Fastagjald verður óbreytt. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð

Námskeið í skyndihjálp

KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir tveimur námskeiðum í skyndihjálp fyrir almenning í janúar og febrúar. Hefst fyrra námskeiðið 22. janúar og hið síðara 19. febrúar. Hvort námskeið er 16 kennslustundir og er kennt á tveimur vikum. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 659 orð | 2 myndir

Ólíklegt að úranleifar hafi valdið heilsutjóni

NEFND vísindamanna á vegum umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur síðan í fyrra rannsakað staði í Kosovo sem talið var að hefðu mengast af úrani í árásum flugvéla Atlantshafsbandalagsins, NATO, á stöðvar Serba. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Pabbadrengur í vafasömum viðskiptum

EFTIR að Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, lést fyrir fimm árum virðist gæfan hafa snúið bakinu við syni hans, Jean-Christophe, sem hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ólöglegri vopnasölu til Angóla. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Plavsic vill fá sakleysi sitt sannað

BILJANA Plavsic, fyrrverandi forseti lýðveldis Bosníu-Serba, mun í dag verða kynnt ákæra stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

"Illyrmin sjö" leika enn lausum hala

KYNLÍF, peningar eða einfaldlega blóðþorsti kann á endanum að verða til þess að "illyrmin sjö" í Texas komist undir manna hendur. Meira
11. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

"Stærsta smíð" í alheimi

STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa uppgötvað það sem kann að vera stærsta smíð sem til er í sýnilegum alheimi. Samsafn kvasa, eða dulstirna, og vetrarbrauta er í þyrpingu á svæði sem er meira en 600 milljóna ljósára stórt. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

Samstarf um krabbameinsrannsóknir

LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Urður, Verðandi, Skuld og Landspítalinn - háskólasjúkrahús hafa undirritað samstarfssamning um krabbameinsrannsóknir. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Selur í slippnum

SELUR hefur gert sig heimakominn í Reykjavíkurhöfn síðustu daga. Við Daníelsslipp hefur sjóinn lagt og þar hefur selurinn flatmagað í miklum makindum í stillunum síðustu daga. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð

Skeljungur vill breyta eldsneytisverði daglega

ÞAÐ verklag sem olíufélögin hafa fylgt hér á landi að endurskoða eldsneytisverð einu sinni í mánuði er úrelt að sögn Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 600 orð | 1 mynd

Skólar á Suðurnesjum hafa setið eftir

GRUNNSKÓLAR á Suðurnesjum eru með slökustu meðaleinkunn á landinu. Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, segir þetta áhyggjuefni sem kalli á viðbrögð skólamanna. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 408 orð

Skylda stjórnvalda að koma til móts við sjónarmiðin

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist skilja áhyggjur járniðnaðarmanna og Samtaka iðnaðarins yfir því að tækniþekking og atvinnutækifæri glatist úr landi ef útboð verða til þess að öll viðgerðar- og nýsmíðaverkefni í skipaiðnaði... Meira
11. janúar 2001 | Miðopna | 56 orð

Skýrslan og frumvarpið á mbl.is

Á mbl.is á Netinu er einnig hægt að lesa skýrslu starfshópsins frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar, útreikninga Þjóðhagsstofnunar um áhrif breytinganna og fréttir um dóm Hæstaréttar auk hæstaréttardómsins sjálfs. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 4739 orð

Skýrsla starfshóps um hæstaréttardóm

Hinn 22. desember 2000 ákvað ríkisstjórnin að skipa sérstakan starfshóp til að greina með sem nákvæmustum hætti hvaða leiðir séu færar til að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 19. desember 2000 í málinu nr. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Sommelier veitingahús desembermánaðar

Í TILEFNI þess að Reykjavík var menningarborg Evrópu árið 2000 hefur Klúbbur matreiðslumanna í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 og Visa Ísland staðið fyrir vali á veitingahúsi hvers mánaðar út árið 2000. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 273 orð

Staðan ekki jöfn á Spáni og Íslandi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ingólfi Sverrissyni, deildarstjóra hjá Samtökum iðnaðarins: "Vegna fullyrðinga talsmanns Pasaia Shipyard á Spáni á opinberum vettvangi um að Samtök iðnaðarins séu ekki sjálfum sér samkvæm í afstöðu til... Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Starfsfólk skíðasvæða á þjónustu- og öryggisnámskeiði

STARFSMENN skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins hafa verið á námskeiði í Bláfjöllum og í Skálafelli. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð

Stormviðvörun í kvöld

VEÐURSTOFAN spáir hlýnandi veðri næstu daga og vaxandi vindi um allt land. Í gærkvöld gaf Veðurstofan út viðvörun um storm, þ.e. meira en 20 m/s, á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð

Tekin réttindalaus á stolnum bíl

RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri hefur upplýst bílstuld í Reykjavík sl. mánudagsmorgun. Þá tóku þrír piltar bíl ófrjálsri hendi í Grafarvogi og héldu norður til Akureyrar. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 787 orð | 1 mynd

Telja ríkisstjórnina ekki hlíta úrskurði Hæstaréttar

Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins sátu í gær fund með þingmönnum stjórnarandstöðunnar, þar sem farið var yfir dóm Hæstaréttar og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeim dómi. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við fundarmenn. Meira
11. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 462 orð | 3 myndir

Um 40 sveitarfélög með um 250 þúsund íbúa taka þátt

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan samning um verkefnið Staðardagskrá 21 í skíðaskálanum Strýtu í Hlíðarfjalli í gær. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 766 orð | 1 mynd

Úreltur boðskapur eða brýn samfélagsgagnrýni

Hugrún R. Hjaltadóttir fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1976. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1997 og stundar nú nám við Háskóla Íslands í mannfræði og kynjafræði. Hún hefur starfað sem þýðandi, m.a. þýddi hún sænsku bókina Píkutorfuna sem kom út nú fyrir jól. Einnig hefur Hugrún unnið á kaffihúsinu Mokka. Kærasti Hugrúnar er Guðjón Hauksson félagsfræðinemi. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Varði doktorsritgerð í geðlækningum

SIGURÐUR Páll Pálsson geðlæknir varði doktorsritgerð 1. nóvember 2000 við Háskólann í Gautaborg. Ritgerðin fjallar um þunglyndi hjá öldruðum. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 191 orð

Veðurklúbburinn bjartsýnn á vetrarveðrið

FÉLAGAR Veðurklúbbsins á Dalbæ Dalvík eru nokkuð bjartsýnir á vetrarveðrið. Í janúar spá þeir að veðrið verði svipað og verið hefur og verði umhleypingasamt, hvasst, með norðlægum áttum og svalt með hléum. Meira
11. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Vegaframkvæmdir í Biskupstungum

Síðan í haust hefur verið unnið að uppbyggingu vegar frá bænum Heiði að vegamótum Múla í Biskupstungum. Hluti af vegarstæðinu er nýtt, til að stytta vegalengdina, en annars staðar er gamli vegurinn byggður upp. Hér er um að ræða 7,2 km vegarkafla. Meira
11. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Þingmenn Samfylkingar í Eyjafirði

ÞINGMENNIRNIR Einar Már Sigurðsson, Kristján Möller og Svanfríður Jónasdóttir verða með fund í Lárusarhúsi á Akureyri kl. 20 fimmtudagskvöldið 11. janúar. Á föstudagsmorgun, hinn 12. Meira

Ritstjórnargreinar

11. janúar 2001 | Staksteinar | 327 orð | 2 myndir

Einkennileg framganga forsætisráðherra og forseta

DÓMUR Hæstaréttar í máli öryrkja gegn ríkisvaldinu hefur vakið mikla athygli. Ágúst Einarsson fyrrverandi alþingismaður er einn þeirra, sem lýst hefur skoðunum sínum á málinu í pistli á vefsíðu sinni. Meira
11. janúar 2001 | Leiðarar | 881 orð

TILLÖGUR STARFSHÓPSINS

STARFSHÓPUR, sem ríkisstjórnin skipaði til að fara yfir dóm Hæstaréttar um tengingu bóta öryrkja við tekjur maka, skilaði í gær af sér skýrslu, sem beðið hefur verið eftir. Þar er lagt til að sett verði ný lög og byrjað að greiða bætur samkvæmt þeim 1. Meira

Menning

11. janúar 2001 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Að flytja fjöll

TRÚIN flytur fjöll, segir máltækið, en það á líka við um listamanninn Pál Guðmundsson frá Húsafelli sem hefur flutt með sér hluta úr bæjargilinu við Húsafell vegna sýningar sem verið er að setja upp í Listasafni Reykjavíkur - Ásmundarsafni. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 571 orð | 1 mynd

ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Almennur dansleikur með Geirmundi...

ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Almennur dansleikur með Geirmundi Valtýssyni föstudagskvöld. Harmonikuball kl. 22 laugardagskvöld. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum frá Félagi harmonikuunnenda Suðurnesjum (FHUS). Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 423 orð | 1 mynd

Ber merki hinnar rómantísku rússnesku hefðar

RÚSSNESKI píanóleikarinn Denis Matsoujev kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 19:30. Þetta eru fyrstu áskriftartónleikar á nýju ári og í gulri röð. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 252 orð | 1 mynd

Boðið starf leikhússtjóra í Borås

KJARTANI Ragnarssyni leikstjóra og leikskáldi hefur verið boðin staða leikhússtjóra við borgarleikhúsið í Borås í Svíþjóð. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 223 orð | 2 myndir

Britney efst og Björk sú þriðja

ÁRLEGA gefur tískugúrúinn herra Blackwell út alræmdan lista yfir þær stjörnur sem ósmekklegastar eru í klæðaburði. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Dularfulla húsið

½ Leikstjóri Mathias Ledoux. Handrit Valerie Guignabodet. Aðalhlutverk Jean Hugues Anglade og Clotilde Courau. (90 mín.) Frakkland, 2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 16 ára. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Frami eða fjölskylda?

½ Leikstjóri Nancy Savoca. Handrit Nancy Savoca og Richard Guay. Aðalhlutverk Rosie Perez, Marianne Jean-Baptiste. (90 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. Meira
11. janúar 2001 | Bókmenntir | 867 orð

Goðasteinn hinn nýi

Héraðsrit Rangæinga, 2000 36. árgangur, 2000, 11. árg. nýs flokks. Ábyrgðarmaður og form. ritnefndar: Jón Þórðarson. Útg.: Héraðsnefnd Rangæinga, 2000, 370 bls. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 307 orð | 2 myndir

Hin franska filmulist

Kvikmyndaklúbburinn Filmundur stendur fyrir franskri kvikmyndahátíð, dagana 11. til 22. janúar, í samvinnu við Alliance Francaise. Hér er um að ræða nýlegar verðlaunamyndir sem eiga það sammerkt að hafa ekki verið sýndar hérlendis áður. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Ikingút til Berlínar

ÍSLENSKA kvikmyndin Ikingút eftir Gísla Snæ Erlingsson hefur verið valin til þátttöku á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín 7.-18. febrúar næstkomandi. Ikingút var valin úr hópi yfir 200 kvikmynda hvaðanæva úr heiminum. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Kór íslensku óperunnar æfir La Bohéme

HJÁ Kór Íslensku óperunnar standa nú yfir æfingar fyrir frumsýningu Íslensku óperunnar á La Bohéme 16. febrúar nk. Sviðskórinn er skipaður 24 söngvurum úr röðum kórsins. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Laufin í Toskana

Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU eru hafnar æfingar á leikritinu Laufin í Toskana eftir sænska leikskáldið Lars Norén í þýðingu Hlínar Agnarsdóttur. Í verkinu segir frá stórfjölskyldu sem kemur saman á hverju sumri til að treysta böndin, þótt það kosti átök og árekstra. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 30 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

ÖNDVEGISKONUR eftir Werner Schwab í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar. Leikarar : Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri : Viðar Eggertsson. Leikmynd/búningar : Snorri Freyr Hilmarsson. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 1079 orð | 2 myndir

Líf án takmarkana

Libia Pérez de Siles de Castro og Ólafur Árni Ólafsson eru myndlistarmenn sem hafa dvalið hér á landi síðustu fimm mánuði. Unnar Jónasson ræddi við þau um samstarf þeirra og sýningarhald hér á landi. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 243 orð | 1 mynd

Nýjar plötur

JOHN Speight: Þrjú hljómsveitarverk er í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Verkin eru Konsert fyrir klarínettu og hljómsveit, Sinfónía nr. 1 og Sinfónía nr. 2. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 1173 orð | 3 myndir

"Hér hvílir illmenni"

Á Litla sviði Borgarleikhússins verður hátíðarsýning í kvöld á leikritinu Öndvegiskonur eftir austurríska leikskáldið Werner Schwab. Hávar Sigurjónsson ræddi við öndvegisleikkonurnar Hönnu Maríu Karlsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 278 orð | 1 mynd

Roberts vinsælasta leikkonan

JULIA Roberts og Mel Gibson voru valdir leikarar ársins á Verðlaunahátíð fólksins sem haldin var á sunnudaginn. Meira
11. janúar 2001 | Tónlist | 486 orð | 1 mynd

Snoturt og yfirvegað

Prokofiev: Sónata í d Op. 94a. Bloch: Nigun. Tsjækovskíj: Sérénade mélancolique; Souvenir d'un lieu cher. Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fiðla; Svetlana Gorokhovich, píanó. Þriðjudaginn 9. janúar kl. 20. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 1092 orð | 2 myndir

Sungu "We are Family" fyrir Clinton í Hvíta húsinu

Destiny's Child og TLC ráða yfir poppinu núna, en fyrir 20 árum síðan voru það SISTER SLEDGE! Nú ætla systurnar að sækja Ísland heim og halda tvenna tónleika á Broadway, föstudags- og laugardagskvöld. Páll Óskar, diskóbolti með meiru, sló á þráðinn til Kathy, yngstu systurinnar sem syngur aðalrödd í flestum laganna. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 159 orð | 1 mynd

Svipulaus Indiana Jones

EF ÞAÐ kemur einhvern tímann að því að fornleifafræðingurinn Indiana Jones sveifli sér aftur upp á hvíta tjaldið mun hann að öllum líkindum ekki stóla á svipuna sína. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Verk næfista sýnd í Gerðubergi

Í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI Gerðubergi verður opnuð sýning á laugardag kl. 15 á verkum næfistans Eggerts Magnússonar. Eggert er fæddur 1915, sjálfmenntaður listamaður og telst til okkar þekktari næfista, segir í kynningu Gerðubergs. Meira
11. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Þéttsetnir strætisvagnar í Cochin

Cochin, Kerala, 10. janúar 2001. Í Cochin í Kerala, sem er eitt þéttbýlasta svæði jarðar, þekkist vart að sjá hálftóma strætisvagna. Hvert sæti er skipað í eldrauðum vögnunum, konur fremst, karlarnir aftar. Meira
11. janúar 2001 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Æfingar hafnar á Sniglaveislunni

HAFNAR eru æfingar á leikritinu Sniglaveislan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og verður leikritið frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri í febrúarmánuði. Í mars færist sýningin til Reykjavíkur og verður sýnd í Iðnó fram eftir vori. Meira

Umræðan

11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 42 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 11. janúar, verður fimmtugur Magnús I. Stefánsson húsasmíðameistari, Kríunesi 4, Garðabæ. Eiginkona hans, Elín Eyjólfsdóttir, verður fimmtug 12. mars nk. Af því tilefni taka þau á móti gestum föstudaginn 12. Meira
11. janúar 2001 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

700 milljónir milli vina

Í stað afsökunar ráðast menn á Hæstarétt, segir Jón Sigurgeirsson, fyrir það eitt að hann hefur sinnt skyldu sinni. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 53 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 11. janúar, er áttræður Ólafur Örn Árnason, fyrrverandi gjaldkeri Sláturfélags Suðurlands, til heimilis í Sólheimum 25. Ólafur og eiginkona hans, Guðrún Sigurmundsdóttir, taka á móti gestum nk. sunnudag, 14. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 608 orð

Áramótaskaupið

MÉR fannst áramótaskaupið ömurlega lélegt. Einu sinni á ári gerum við kröfu til Ríkissjónvarpsins um góðan sjónvarpsþátt og þetta var útkoman. Ófyndin ádeila með gömlu efni í bland. Það er ekki á allra færi að semja áramótaskaup. Meira
11. janúar 2001 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Betri umferðarmannvirki og umferðarmenningu

Á tveimur síðustu árum, segir Árni Ragnar Árnason, hefur orðið óskapleg fjölgun dauðaslysa á Reykjanesbraut. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Vilborg Áslaug Sigurðardóttir og Ólfur Kristinn Hjörleifsson. Heimili þeirra er í... Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 659 orð | 1 mynd

Draumur Vestur-Íslendingsins rættist

FAÐIR minn, William Einarson, er Vestur-Íslendingur og það var lengi draumur hans að heimsækja land forfeðra sinna. Þessi draumur hefur nú ræst og Íslandsferðin var yndislegri en ég gat ímyndað mér. Meira
11. janúar 2001 | Aðsent efni | 887 orð | 1 mynd

Einangrun gæludýra

Ég skora á landbúnaðarráðherra, segir Sigríður Jóhannesdóttir, að veita leyfi fyrir einangrunarstöð í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 63 orð

GEIRLAUGARSÝNIR

Æpti hún Geirlaug, þá út í tún kom. Sýndist henni kýr sín gliðna á svelli. Þá var þetta físisveppur fastur í velli. Svo var hún heimsk sem heyra mátti. Æpti hún Geirlaug, þá út í tún kom. Sýndist henni Ólafur kongur að garði ríða. Meira
11. janúar 2001 | Aðsent efni | 673 orð | 3 myndir

Hafa foreldrar í Háskólanum gleymst?

Merkilegt er, segja Haraldur Daði Ragnarsson, Hulda Birna Baldursdóttir og Ingibjörg Lind Karlsdóttir, hversu margt í háskólasamfélaginu er óhagstætt þeim stúdentum sem eiga börn. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 658 orð

Hollusta mjólkur og norskar kýr

ÞAR SEM ég var í sveit voru íslenskar kýr aldar á grasi og heyi, þær fengu að auki sem fóðurbæti lýsi og fiskimjöl í það litlu magni að ég held það hafi ekki gert mjólkina bragðverri, en gaf kúnum vítamín og Omega-3 fitusýrur sem einnig hefur skilað sér... Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 647 orð | 1 mynd

Hreyfilhitarar

NÚ ÞEGAR svona kuldakast gengur yfir, eins og verið hefur síðustu daga, er ég viss um að þeir sem ekki eiga eða hafa aðgang að bílskúr hafa velt því fyrir sér hvað þeir geti gert til að þurfa ekki að koma út í kaldan bíl. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 403 orð | 1 mynd

Hvar er mikilvægasti fiskurinn?

ÉG vil byrja á því að þakka Páli Bergþórssyni fyrir grein sem birt var 19. des. sem hét Vanhirtur hrygningarstofn. Páll er einn virtasti vísindamaður okkar, virtur og heiðraður af vísindafélögum víða um heim. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 318 orð | 1 mynd

Hvers vegna ökum við þreytt?

VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn á Norðurlandi í október. Við veltum fyrir okkur mikilvægum þætti er snertir öryggi okkar í umferðinni; að aka þreytt. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 280 orð

Íslandspóstur, hvað er að?

KANNSKI finnst einhverjum að verið sé að bera í bakkafullan lækinn að fjalla frekar en orðið er um jólaklúður Íslandspósts. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 835 orð

(Mark. 11, 25.)

Í dag er fimmtudagur 11. janúar, 11. dagur ársins 2001. Brettívumessa. Orð dagsins: Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 571 orð | 1 mynd

Nokkur orð um hræsni

EITT AF því sem kemur mér jafnan úr jafnvægi er hræsni og svo sannarlega er nóg af henni. Gott dæmi um yfirgengilega hræsni er kristið fólk, eða flest þeirra a.m.k. Meira
11. janúar 2001 | Aðsent efni | 1010 orð | 1 mynd

Reykjanesbrautin - borgarafundur

Það er hreinlega skylda okkar sem styðja flýtingu á tvöföldun Reykjanesbrautar, segir Steinþór Jónsson, að sýna samstöðu. Meira
11. janúar 2001 | Aðsent efni | 1315 orð | 2 myndir

Staðreyndir um tvöföldun Reykjanesbrautar

Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé einn best búni vegur Íslands eru þar jafnmörg slys og raun ber vitni, segir Árni Johnsen. Það er ekki viðunandi og því brennur að sjálfsögðu á fólki að flýta sem kostur er framkvæmdum og fyrirkomulagi til bóta. Meira
11. janúar 2001 | Aðsent efni | 908 orð | 1 mynd

Tækni á leið til lækna!

Hugbúnaður eins og doc.is hefur hannað, segir Torfi Rafn Halldórsson, er tæki sem gefur læknum færi á að yfirfara meðferð út frá líkamsástandi, lyfja- og sjúkdómssögu sjúklings. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 376 orð

Um 30 km hámarkshraða í íbúðarhverfum

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur beint þeim tilmælum til umferðaryfirvalda að hámarkshraði í íbúðarhverfum verði hækkaður í 50 km þar sem hann er 30 km nú. Meira
11. janúar 2001 | Aðsent efni | 826 orð | 2 myndir

Um þverfaglega verkjameðferð á Reykjalundi

Rannsóknir hafa sannað gildi þverfaglegrar verkjameðferðar, segir Magnús Ólason, þar sem áhersla er lögð á að auka virkni fólks auk hugrænnar atferlismeðferðar. Meira
11. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 416 orð

VÍKVERJI sá nýverið bíómyndina "Ikíngut" ásamt...

VÍKVERJI sá nýverið bíómyndina "Ikíngut" ásamt tveimur börnum, sjö og átta ára, en myndin var frumsýnd um jólin. Þau voru sammála um að myndin væri afar spennandi og skemmtileg. Víkverji getur tekið undir þetta. Meira

Minningargreinar

11. janúar 2001 | Minningargreinar | 229 orð | 1 mynd

AÐALBJÖRN ÞORGEIR BJÖRNSSON

Aðalbjörn Þorgeir Björnsson fæddist í Hafnarfirði 6. nóvember 1931. Hann lést 22. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 2. janúar. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2001 | Minningargreinar | 2772 orð | 1 mynd

BJÖRK HÁKONARDÓTTIR

Björk Hákonardóttir fæddist á Arnhólsstöðum í Skriðdal 25. október 1916. Hún lést 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hákon Finnsson, bóndi á Borgum í Hornafirði, f. 11.7. 1874, d. 9.1. 1946, og kona hans Ingiríður Guðmundsdóttir, f. 28.10. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2001 | Minningargreinar | 233 orð | 1 mynd

BJÖRN FR. BJÖRNSSON

Björn Fr. Björnsson fæddist í Reykjavík 18. september 1909. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 3. janúar. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2001 | Minningargreinar | 1818 orð | 1 mynd

JÓN ÁRNI KRISTÓFERSSON

Jón Árni Kristófersson fæddist á Klúku í Fífustaðadal í Arnarfirði 7. janúar 1913. Hann lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristófer Árnason, f. 2. ágúst 1874, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2001 | Minningargreinar | 702 orð | 1 mynd

ÓLÖF KARLSDÓTTIR

Ólöf Karlsdóttir fæddist í Stykkishólmi 10. júlí 1935. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Finnur Karl Jónsson, f. 16.2. 1898, d. 29.1. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2001 | Minningargreinar | 278 orð | 1 mynd

REYNIR KRATSCH

Ólafur Walter Reynir Kratsch fæddist í Reykjavík 25. apríl 1922. Hann lést á heimili sínu 1. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 9. janúar. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2001 | Minningargreinar | 713 orð | 1 mynd

SIGURSTEINN KRISTJÁNSSON

Sigursteinn Kristjánsson fæddist á Framlandi í Hörgárdal 28. apríl 1917. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. janúar síðastliðinn. Maki Elín Friðriksdóttir, fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal 26.10. 1931. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2001 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

STEFÁN ERLENDSSON

Stefán Erlendsson fæddist í Vestmannaeyjum 5. september 1965. Hann varð bráðkvaddur 31. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 6. janúar. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2001 | Minningargreinar | 260 orð | 1 mynd

VALGEIR MAGNÚS GUNNARSSON

Valgeir Magnús Gunnarsson fæddist á Neskaupstað 18. febrúar 1965. Hann lést 22. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 3. janúar. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

11. janúar 2001 | Neytendur | 591 orð | 2 myndir

11-11-búðirnar Gildir til 24.

11-11-búðirnar Gildir til 24. janúar nú kr. áður kr. mælie. Freshetta pitsur, 380 g 295 424 1.024 kg Knorr burrito dinner/tacos dinner 199 239 199 pk Límónutoppur, 0,5 ltr 69 98 138 ltr Toppur, 0,5 ltr 69 98 138 ltr ABT mjólk, 170 g, allar teg. Meira
11. janúar 2001 | Neytendur | 492 orð

Algengt að verð hækki um 4-7%

Ýmis heildsölu- og framleiðslufyrirtæki eru um þessar mundir að hækka verð á vörum sínum. Mjólkurverð hækkar um 4-5% Mjólkursamsalan hækkaði verð á framleiðsluvörum sínum um áramót. Meira
11. janúar 2001 | Neytendur | 362 orð | 1 mynd

Hlaupkerti geta verið varasöm

HLAUPKERTI hafa náð nokkurri útbreiðslu og eru talsvert vinsæl á heimilum landsmanna en um er að ræða kerti sem búin eru til úr glæru eða lituðu hlaupi í stað vaxins. Meira
11. janúar 2001 | Neytendur | 86 orð | 1 mynd

Kaupmaðurinn í horninu

GUÐMUNDUR Lúðvíksson, matreiðslu- og myndlistarmaður, hefur tekið við Kjötlist sem er í húsnæði Jóa Fel við Holtaveg. Meira
11. janúar 2001 | Neytendur | 342 orð | 1 mynd

Þriðja verslunin væntanleg á árinu

SPARVERSLUN opnaði sína aðra matvöruverslun í síðasta mánuði í 900 fermetra húsnæði á Smiðjuveginum í Kópavoginum. Fyrir er Sparverslun í Bæjarlind í Kópavogi. Meira

Fastir þættir

11. janúar 2001 | Fastir þættir | 349 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

AUGUSTIN Madala heitir 13 ára piltur frá Argentínu. Hann hefur þrívegis unnið sveitakeppi yngri spilara í Suður-Ameríku og vakið athygli í heimalandi sínu fyrir góða tækni og mikið sjálfsöryggi. Meira
11. janúar 2001 | Viðhorf | 830 orð

Hvaða menningarár?

"Þegar rætt er um tengsl þjóða á milli,hvort heldur er í sögulegu eða viðskiptalegu samhengi, gegna menningartengslin orðið lykilhlutverki." Meira
11. janúar 2001 | Fastir þættir | 117 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Síðan frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa skákmenn frá fyrrverandi lýðveldum Sovetríkjanna borið höfuð og herðar yfir aðra skákmenn. Einungis Bobby Fischer og nú Vishy Anand hafa orðið heimsmeistarar og komið annars staðar frá en þaðan. Meira
11. janúar 2001 | Fastir þættir | 292 orð | 1 mynd

Svipmynd úr bridsheiminum

Reykjanesmótið í sveitakeppni Reykjanesmótið í sveitakeppni, sem jafnframt er svæðamót Reyknesinga fyrir Íslandsmótið, fer fram í Keflavík dagana 20.-21. janúar nk. og hefst spilamennskan kl. 10 á laugardag. Meira
11. janúar 2001 | Í dag | 364 orð | 1 mynd

Taizé-stund í Háteigskirkju

Hinar ljúfu Taizé-stundir eru kl. 21:00 á fimmtudögum í Háteigskirkju. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Meira

Íþróttir

11. janúar 2001 | Íþróttir | 196 orð

Fengu að æfa á keppnisvellinum

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu æfði á aðalleikvanginum í Cochin í gær klukkan fjögur - Jawaharlal Nehru Stadium, sem er sagður taka hundrað þúsund áhorfendur. Indverjar létu undan ósk fararstjórnar íslenska liðsins. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 123 orð

Fimm Íslendingar léku saman

FIMM Íslendingar léku síðari hálfleikinn með Stoke City gegn Halifax í bikarkeppni ensku neðrideildaliðanna í fyrrakvöld. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 133 orð

Framhald á löngu samstarfi LÍ og HSÍ

HALLDÓR Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, og Guðmundur Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, endurnýjuðu í gær samning milli LÍ og HSÍ, samning sem fyrst var undirritaður árið 1989. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 419 orð | 1 mynd

Fram vann fyrsta slaginn

JÓLIN virðast hafa farið betur í Framstúlkur en stöllur þeirra úr FH ef marka má leik liðanna, sem mættust í fyrsta leik eftir jólafrí í Kaplakrika í gærkvöld. Það var léttara yfir leik gestanna og einu sinni tókst heimasætunum að minnka muninn í eitt mark en þá hrundi leikur þeirra og Fram vann öruggan 26:30 sigur. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 215 orð

Fyrir leik liðanna í gærkvöld hafði...

Kvennalið Vals í handknattleik vann nokkuð óvæntan sigur á útivelli gegn Gróttu/KR í gærkvöld. Gestirnir höfðu yfir í hálfleik 8:11, en Grótta/KR jafnaði metin í fyrstu þremur sóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks en leikmenn Vals náðu yfirhöndinni á ný og sigruðu nokkuð örugglega, 19:24. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 122 orð

Gott útlit með Duranona

RÓBERT Julian Duranona getur að öllum líkindum leikið með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi þrátt fyrir nárameiðslin sem hann varð fyrir í öðrum leiknum gegn Frökkum á Akureyri. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR R.

GUÐMUNDUR R. Jónsson , liðsstjóri íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hélt upp á 61 árs afmælisdag sinn í Cochin í Indlandi í gær. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 187 orð

Gunnleifur síðastur inn í byrjunarliðið

GUNNLEIFUR Gunnleifsson, markvörður frá Keflavík, var síðasti maðurinn sem Atli Eðvaldsson valdi í byrjunarlið sitt, sem mætir Úrúgvæ í Cochin á Indlandsmótinu í dag kl. 12 að íslenskum tíma, 17.30 að staðartíma. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 517 orð

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan - Víkingur 18:20 Ásgarður,...

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan - Víkingur 18:20 Ásgarður, Garðabæ, 1. deild kvenna, Nissandeild, miðvikudaginn 10. janúar 2001. Gangur leiksins : 0:2, 1:4, 4:4, 5:5, 5:7, 7:7, 9:9, 9:11, 10:11 , 12:11, 13:13, 15:13, 16:14, 16:17, 17:19, 18:20. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 151 orð

Haukar halda sínu striki

Á Ásvöllum tóku Haukar á móti Þór/KA. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Haukastúlkna og sú varð raunin, lokatölur þeim í hag, 26:20. Haukar hófu leikinn af krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og fljótlega höfðu þær náð fimm marka forskoti 6:1. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 38 orð

Hópurinn á Spánarmótinu

Leikir - mörk Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson 3200 Birkir Ívar Guðmundsson 140 Aðrir leikmenn: Patrekur Jóhannesson 167397 Dagur Sigurðsson 125233 Ólafur Stefánsson 119439 Gústaf Bjarnason 104255 Róbert Sighvatsson 88146 Björgvin Björgvinsson 4773... Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 570 orð | 1 mynd

Hugsanlega bara tveir íslenskir markverðir á HM

"ÞAÐ er alltaf erfitt að velja þá sem eiga að leika hverju sinni því þá þarf að skilja einhverja eftir," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar hann tilkynnti hvaða sextán leikmenn fara á æfingamótið á Spáni um helgina. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Indónesíu var vísað úr keppni

Íslendingar fá ekki tækifæri til að leika landsleik við Indónesíu á Indlandi. Ástæðan fyrir því er að í gær var liði Indónesíu vísað úr keppni fyrir að koma hingað með ólöglegt landslið. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 145 orð

Indriði og Gylfi þurfa á stuðningi að halda

"ÞAÐ er ljóst að Indriði Sigurðsson og Gylfi Einarsson þurfa á góðum stuðningi að halda þegar þeir bætast í hópinn. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 523 orð

Indverjar ætla að láta sólina vinna með sér

"ÞAÐ er engin tilviljun að Indverjar hafi sett leikinn gegn okkur á klukkan þrjú, eða þegar sólin er hvað hæst á lofti. Þeir ætla að nýta sér það að við erum óvanir að leika í miklum hita og ætla að láta sólina vinna með sér gegn okkur. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 83 orð

KNATTSPYRNA England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur:...

KNATTSPYRNA England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur: Crystal Palace - Liverpool 2:1 Andrejs Rubin 56., Clinton Morrison 77. - Vladimir Smicer 78. 1. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 24 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deild karla: Borgarnes: Skallagrímur -...

KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - Valur/Fjölnir 20 Hveragerði: Hamar - Haukar 20 Seljaskóli: ÍR - Njarðvík 20 Akureyri: Þór - KFÍ 20.30 1.deild karla: Kennaraháskólinn: ÍS - ÍA 20. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 74 orð

Óðinn Björn í FH

ÓÐINN Björn Þorsteinsson, kringlukastari, er einn fimm ungra frjálsíþróttamanna sem gengu til liðs við frjálsíþróttadeild FH um síðustu áramót. Óðinn Björn er einn efnilegasti kringlukastari landsins og stundar nú æfingar og nám í Bandaríkjunum. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

ÓLAFUR Haraldsson og Guðjón L.

ÓLAFUR Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson dæma landsleiki Færeyja og Sviss sem fram fara í Þórshöfn og Skálum á morgun og laugardag. Leikirnir eru liður í forkeppni að undankeppni EM í handknattleik. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 1520 orð | 2 myndir

"Vona að það reyni ekki á apótekið mitt"

"Vökvi, matur, sólarvörn og mýfæla hefur verið helsta verkefni okkar síðustu daga hér í Indlandi," segir Böðvar Örn Sigurjónsson, læknir knattspyrnulandsliðsins, þegar Sigmundur Ó. Steinarsson bankaði upp á hjá honum, ræddi við hann um ýmsar varnir vegna veikinda og sá apótekið hans á herbergi 216 á Taj Residency hótelinu í Cochin. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

"Því fleiri áhorfendur, því betri verð ég"

MARKVERÐIR íslenska landsliðsins hafa ekki mikla reynslu að baki með landsliðinu. Þeir hafa samtals leikið í marki íslenska liðsins í tíu mínútur og var það Gunnleifur Gunnleifsson, Keflavík, sem lék þessar tíu mínútur, en Fjalar Þorgeirsson, Fram, er nýliði í landsliðinu. Gunnleifur lék síðustu tíu mínúturnar í vináttulandsleik gegn Möltu á Laugardalsvellinum í sumar, er hann kom inná sem varamaður fyrir Birki Kristinsson. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 78 orð

Steinn Viðar í KA

KARLALIÐ KA í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil eftir að Steinn Viðar Gunnarsson, sem leikið hefur með Leiftri, skrifaði undir eins ár samning við Akureyrarliðið. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 411 orð | 2 myndir

Við ætlum að loka á Úrúgvæmenn

"ÉG er þokkalega sáttur við allt og allt miðað við erfiða ferð og stuttan undirbúning fyrir átökin hér í Indlandi. Þreytan er að líða úr mönnum, en hitinn er og verður áfram hér til staðar. Það er erfitt að leika knattspyrnu í yfir þrjátíu stiga hita. Þannig er staðan og við vissum að hún yrði þannig. Við vitum ekkert um mótherja okkar og þeir ekkert um okkur þannig að við göngum jafnir að borði," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, í gærkvöldi. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 468 orð | 1 mynd

Víkingur betri í Ásgarðinum

Víkingar færðu sig upp í fjórða sætið í 1. deild kvenna í handknattleik eftir tveggja marka sigur 18:20 á Stjörnunni í 10. umferð deildarinnar sem fram fór í gærkvöld. Víkingar eru með 12 stig og eru aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni og Fram sem sitja í öðru til þriðja sæti með 14 stig. Haukar hafa enn góð tök á toppsætinu, hafa 20 stig eftir 10 leiki og eru enn ósigraðar. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 107 orð

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti...

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn færu á Spánarmótið sem hefst í Zaragoza á morgun. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 351 orð

Þó Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari ætli ekki...

Þó Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari ætli ekki að tilkynna endanlegan hóp sinn fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrr en eftir síðari leikinn við Bandaríkin, þann 19. Meira
11. janúar 2001 | Íþróttir | 183 orð

Þreyttir Úrúgvæmenn

ÞAÐ voru uppgefnir og þreyttir leikmenn Úrúgvæ sem komu á hótelið sem hýsir íslenska liðið um miðjan daginn í gær. Ferð íslenska landsliðsins er stutt gamansaga í samanburði við þá leið sem Úrúgvæmenn lögðu á sig. Meira

Úr verinu

11. janúar 2001 | Úr verinu | 191 orð

Fossá heim fljótlega

KÚFISKSKIPIÐ Fossá ÞH er væntanlegt til heimahafnar á Þórshöfn um mánaðamótin en það hélt frá Kína 15. desember sl. og tekur siglingin heim um sex vikur. Meira
11. janúar 2001 | Úr verinu | 186 orð

Netagerð FV kaupir allt hlutafé

NETAGERÐ Friðriks Vilhjálmssonar hf. í Neskaupstað fyrir skömmu öll hlutabréf í Gúmmíbátaþjónustu Austurlands ehf. Starfsemin verður áfram rekin undir nafni Gúmmíbátaþjónustunnar og Viggó Sigfinnsson mun áfram starfa hjá fyrirtækinu hjá nýjum eiganda. Meira
11. janúar 2001 | Úr verinu | 120 orð

Norðmenn semja við Grænlendinga

GRÆNLENDINGAR og Norðmenn hafa endurnýjað samning sinn um gagnkvæmar veiðiheimildir. Engar breytingar verða á veiðiheimildum Grænlendinga í Barentshafi, en þorskkvóti Norðmanna við Grænland minnkar en á móti kemur aukin veiði í öðrum tegundum. Meira
11. janúar 2001 | Úr verinu | 201 orð | 1 mynd

Tunglmyrkvinn nýttur

LOÐNUVEIÐIN gengur vel en bezt veiðist í trollið. Flottrollsskipin hafa verið að fylla sig á skömmum tíma en nótaskipin eru lengur að. Meira

Viðskiptablað

11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 140 orð

15% væntanlega seld í Orange

FRANCE Telecom SA mun væntanlega selja allt að 15% af hlut sínum í dótturfélaginu Orange SA í næsta mánuði. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 128 orð | 1 mynd

50 ára afmæli útibús Landsbankans

TVÖ útibúa Landsbanka Íslands héldu upp á afmæli sín á dögunum, Langholtsútibúið átti 50 ára afmæli þann 6. janúar sl. og Háaleitisútibú átti 30 ára afmæli tveimur dögum seinna. Langholtsútibú Landsbankans er það þriðja sem bankinn opnaði í Reykjavík. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 740 orð | 1 mynd

7 milljarða króna ímyndarherferð

Nýtt nafn fyrirtækisins finnst hvergi í orðabókum, skrifar Sigrún Davíðsdóttir, en mjög erfitt er að finna heppileg ensk orð sem ekki hafa verið keypt sem netföng. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 672 orð

Auðfengið fé og nýir hlutir

ÞEIR sem hafa óvenjugott fjárfestingarminni vita að með misjafnlega reglulegu millibili koma tímabil sem e.t.v. má kenna við "auðfengið fé" á fjármálamarkaði. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 1076 orð | 1 mynd

Brjóstvörn í Brussel

Kristófer Már Kristinsson er forstöðumaður skrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Þorsteinn Brynjar Björnsson ræddi við hann um hlutverk og mikilvægi skrifstofunnar fyrir íslenskt atvinnulíf. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 136 orð | 1 mynd

CCP kaupir hugbúnað af Verði ljós

Netleikjafyrirtækið CCP, sem notað hefur þrívíddarhugbúnaðinn Maya við framleiðslu á netleiknum EVE, hefur keypt fjögur viðbótarleyfi á Maya til frekari þróunar á leiknum. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 146 orð | 1 mynd

Ekki ljóst hvort tilefni sé til opinberrar rannsóknar

EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóraembættisins hefur ekki hafið opinbera rannsókn í kjölfar tilkynningar Fjármálaeftirlitsins vegna viðskipta Búnaðarbanka Íslands og Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans með hlutabréf Pharmaco, að sögn Jóns H. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 595 orð | 1 mynd

Farið fram úr heimildum

SAMKVÆMT lögum um lífeyrissjóði er þeim óheimilt að hafa meira en 10% af hreinni eign sinni í óskráðum verðbréfum, þar með töldum óskráðum hlutabréfum. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 1907 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 10.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 10.01.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Karfi 41 41 41 9 369 Keila 36 36 36 45 1.620 Steinbítur 100 100 100 51 5.100 Undirmáls ýsa 70 70 70 69 4. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 350 orð | 1 mynd

Gengi gjaldmiðils mælir virði hans gagnvart...

Gengi krónunnar hefur gjarnan verið til umræðu í fjölmiðlum en ekki er öllum ljóst hvað átt er við þegar rætt er um kaup- og sölugengi, gengisvísitölur, veikingu og styrkingu krónunnar eða vikmörk gengisstefnunnar. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 482 orð | 1 mynd

Húsaskipti í sumarfríinu

Hafliði Skúlason fæddist í Reykjavík 1958. Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1979, lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1984 og námi í markaðs- og útflutningsfræðum 1996. Hann hefur kennt við FÁ og starfað hjá Samskiptum ehf. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 167 orð | 1 mynd

Hvílir þjóðarbú Finna um of á Nokia?

HÆTTA er talin á því að þjóðarbú Finna hvíli of mikið á einu fyrirtæki. Um fjórðung hagvaxtar í Finnlandi á árinu 2000 og um fimmtung alls útflutnings má rekja til farsímaframleiðandans Nokia. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 110 orð

Kr.

Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 84,60000 84,37000 84,83000 Sterlpund. 126,25000 125,91000 126,59000 Kan. dollari 56,54000 56,36000 56,72000 Dönsk kr. 10,65900 10,62900 10,68900 Norsk kr. 9,70900 9,68100 9,73700 Sænsk kr. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 261 orð | 1 mynd

Kæra Búnaðarbankans fyrsta málið

BÚNAÐARBANKI Íslands hyggst í dag kæra til sérstakrar kærunefndar ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) um að bankinn fái ekki að kynna sér gögn í máli sem tengist meintum innherjasvikum Búnaðarbankans vegna viðskipta með hlutabréf í fyrirtækinu Pharmaco. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 47 orð

Landsbankinn lækkar afkomuspár

Landsbanki Íslands hefur lækkað allar spár fyrir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja samgöngufyrirtækja og fjármálafyrirtækja fyrir nýliðið ár en spár fyrir lyfjafyrirtæki og flest upplýsingatæknifyrirtæki hafa verið hækkaðar frá spá á síðastliðnu sumri. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 79 orð

Landssíminn eykur flutningsgetu sína

Landssíminn hefur gert samning við Marconi Communications um kaup á búnaði sem margfaldar flutningsgetu um ljósleiðarastrengi fyrirtækisins. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 85 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.227,66 -0,55 FTSE 100 6.060,60 -0,45 DAX í Frankfurt 6.320,07 -1,32 CAC 40 í París 5.653,35 -0,17 KFX Kaupmannahöfn 320,68 -0,44 OMX í Stokkhólmi 1. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 41 orð

Lyfjasamruni tekur formlega gildi

Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline tekur formlega til starfa í dag eftir samruna fyrirtækjanna GlaxoWellcome og SmithKline Beecham. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 845 orð | 1 mynd

Mat samkeppnisyfirvalda

Það er í verkahring samkeppnisyfirvalda að tryggja heilbrigða samkeppni á grundvelli samkeppnislaga og sjá til þess að fyrirtækin virði settar leikreglur, skrifar Jón Steindór Valdimarsson. Það er hins vegar ekki þeirra hlutverk að stjórna því á hvern hátt atvinnulífið þróast. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 345 orð | 1 mynd

Meirihluti félaga með neikvæða ávöxtun á árinu

MEIRIHLUTI þeirra félaga á Verðbréfaþingi Íslands, sem sex verðbréfafyrirtæki töldu vænlegustu fjárfestingarkostina í júlí síðastliðnum, skiluðu neikvæðri ávöxtun á seinni helmingi ársins 2000. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 281 orð | 1 mynd

Mun lakari afkoma en áður var spáð

LANDSBANKI Íslands hefur gert spá um afkomu í ársuppgjörum fyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands árið 2000. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á þeim spádómum bankans frá síðastliðnu sumri. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 642 orð

NÚ FER að styttast í að...

NÚ FER að styttast í að ársuppgjör fyrirtækja fari að birtast og jafnframt fer að skýrast hvernig til tókst í þjóðarbúskapnum í heild. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 199 orð

Nýtt fyrirtæki hér á landi

LYFJAFYRIRTÆKIÐ GlaxoSmithKline tekur formlega til starfa í dag eftir samruna fyrirtækjanna GlaxoWellcome og SmithKline Beecham. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 305 orð

OPEC-ríkin dragi enn úr framleiðslu

VERÐ á hráolíu er enn frekar hátt, segir í The Wall Street Journal , en þrátt fyrir það virðist stefna í það að á fundi OPEC-ríkjanna í næstu viku verði ákveðið að minnka framleiðsluna um 1,5 milljónir tunna á dag. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 42 orð

Ráðstefna um árangurstengingu launa

Ráðstefna um árangurstengingu launa verður haldin miðvikudaginn 17. janúar á Hótel Loftleiðum á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru: Randver C. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 122 orð

Sala Amazon jókst um 40%

VÖRUSALA netverslunarinnar Amazon.com jókst verulega á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að veltan hafi farið í 960 milljónir dollara sem sé um 40% aukning frá því sem var. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 35 orð

Samið um hugbúnaðarþróun

Mens Mentis hefur gert samning við Verðbréfaþing Íslands um þróun hugbúnaðar vegna fréttaveituþjónustu þingsins. Hugbúnaðinum er ætlað að vinna með nýju viðskiptakerfi þingsins, Saxess, auk þess að veita víðtækari þjónustu. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 105 orð

Samráð fyrir uppboð UTMS-leyfa í Sviss

SVISSNESK yfirvöld hyggjast fara fram á rannsókn á því hvort danska fjarskiptafyrirtækið Tele Danmark og hið þýska Deutsche Telekom hafi haft samráð fyrir uppboð svissneska ríkisins á UMTS-leyfum, sem er fyrir nýja tegund farsímanets. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 103 orð

Skipulagsbreytingar í Seðlabanka

Um áramótin urðu skipulagsbreytingar í Seðlabanka Íslands. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 374 orð | 1 mynd

Stærri verkefni hjá sterkara fyrirtæki

GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi milli eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Forskots og VSÓ Deloitte & Touche-Ráðgjafar um að þau sameinist frá síðustu áramótum undir nafninu Deloitte & Touche-Ráðgjöf ehf. Að sögn Haraldar Á. Meira
11. janúar 2001 | Viðskiptablað | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 10.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 10.1. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.