Greinar föstudaginn 12. janúar 2001

Forsíða

12. janúar 2001 | Forsíða | 98 orð

Bouchard segir af sér

LUCIEN Bouchard sagði af sér embætti forsætisráðherra Quebec-ríkis í Kanada í gær. Sagði hann að sér hefði mistekist að leiða Quebec til sjálfstæðis og tæki nú afleiðingunum en ákafir sjálfstæðissinnar hafa gagnrýnt Bouchard fyrir linku. Meira
12. janúar 2001 | Forsíða | 204 orð | 1 mynd

Chao tekur við atvinnumálum í stjórn Bush

GEORGE W. Bush tilnefndi í gær Elaine Chao í stað Lindu Chavez í embætti ráðherra atvinnumála í væntanlegri ríkisstjórn sem tekur við 20. janúar. Meira
12. janúar 2001 | Forsíða | 113 orð

Plavsic segist vera saklaus

BILJANA Plavsic, fyrrverandi forseti lýðveldis Bosníu-Serba, lýsti sig í gær saklausa af ákærum stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Meira
12. janúar 2001 | Forsíða | 176 orð

Sjónvarpsstjóri gefst upp

JIRI Hodac, umdeildur yfirmaður tékkneska ríkissjónvarpsins, sagði af sér í gær af heilsufarsástæðum, að því er ríkisútvarp landsins greindi frá. Útnefning Hodacs í embætti sjónvarpsstjóra 20. desember sl. Meira
12. janúar 2001 | Forsíða | 404 orð | 1 mynd

Viðræður hafnar á ný

EFTIR tíðindaleysi síðustu daga jukust líkur á samkomulagi í Mið-Austurlöndum í gær. Ísraelskir og palestínskir embættismenn greindu frá því síðdegis í gær að fundur háttsettra samningamanna stæði til í gærkvöldi. Meira

Fréttir

12. janúar 2001 | Landsbyggðin | 239 orð | 1 mynd

224 fuglar skráðir á Kálfastrandarvogum

Mývatnssveit -Fuglatalning áhugamanna fór fram víða um land á sunnudag svo sem venja er til um hver áramót. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð

30 milljónir vegna breytinga á inngangi

BORGARRÁÐ hefur samþykkt þá tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar að ráðast í breytingar á inngangi fyrir skrifstofur Reykjavíkurhafnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Samningur hefur verið gerður við Ístak hf. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Alvarleg bilun í Múlastöð

ALVARLEG bilun varð í Múlastöð Landssímans í Reykjavík um kl. 15:30 í gær og varð stór hluti austurborgarinnar símasambandslaus í um hálfa aðra klukkustund. Ekki er ljóst af hverju bilunin stafaði. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Arfleiddi SKB að íbúð

HULDA Dagmar Gunnarsdóttir verslunarmaður sem lést 30. september síðastliðinn arfleiddi Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, að íbúð sinni í Gautlandi 11 í Reykjavík. Hulda fæddist í Reykjavík 8. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð

Árangur af hertum reglum

UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur telur að fækkun campylobacter-sýkinga í mönnum sýni með skýrum hætti að hertar kröfur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um sýnatökur og frystingu hafi verið réttmætar og raunhæfar. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 167 orð

Áverkinn nærri mikilvægum líffærum

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest eins mánaðar gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann tvívegis með hnífi við veitingastaðinn Hróa hött við Faxafen í Reykjavík sl. föstudag. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 272 orð

Beðið eftir umræðum á Alþingi

FRAMKVÆMDASTJÓRN Öryrkjabandalags Íslands fundaði í gær með talsmönnum aldraðra og fulltrúum nokkurra af helstu launþegasamtökum í landinu um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar og boðað frumvarp hennar í málefnum öryrkja. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Boða til launamálaráðstefnu

SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að boða til launamálaráðstefnu til að kynna fyrir sveitarfélögunum nýjan kjarasamning við grunnskólakennara. Vilhjálmur Þ. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Borgarráð samþykkir verktilboð

BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að taka tilboði Bergbrots hf. í annan áfanga Leirdalsræsis í Grafarholti. Bergbrot sem var lægstbjóðandi bauð tæpar 46 milljónir króna. Samþykkt var tilboð Héðins hf. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

deCODE hækkaði um 16,9%

GENGI hlutabréfa í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 1,3125 dollara á hlut, eða 16,9%, á Nasdaq-markaðinum í New York í gær. Gengi bréfanna er nú 9,0625 dollarar á hlut en í gær var lokagengi bréfanna 7,75... Meira
12. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 692 orð

Ekki utan ramma laga um áfengisauglýsingar

ALLIR íbúar Mosfellsbæjar, tvítugir og eldri, hafa undanfarna daga fengið bréf frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins þar sem staðsetning og breyttur afgreiðslutími áfengisútsölu bæjarins eru kynnt sérstaklega og bæjarbúar minntir á að vínbúðin hafi... Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 964 orð

Eldisfiskur útrýmir villta fiskinum og er mengaðri en hann

Þáttur í breska sjónvarpinu um laxeldi er sagður dæmi um að í Bretlandi er í vaxandi mæli litið á eldisfisk sem húsdýr og að um hann eigi að gilda sömu ákvæði og um dýravernd almennt. Sigrún Davíðsdóttir kannaði ýmsar hliðar málsins. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 361 orð

Endurskoða þarf einangrunarvist

GUÐGEIR Eyjólfsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, segir fíkniefnaneyslu í fangelsum viðvarandi vandamál, einkum í fangelsinu Litla-Hrauni. Þetta eigi bæði við um ólögleg fíkniefni og misnotkun lyfja sem ávísuð eru af læknum. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 159 orð

Engin lyfjaverslun opin allan sólarhringinn

SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA er ekki lengur til staðar hjá lyfjabúðum á höfuðborgarsvæðinu. Lyf og heilsa hefur ein lyfjaverslana haft sólarhringsþjónustu í lyfjabúð sinni í Austurveri en frá og með áramótum hefur opnunartímanum verið breytt. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 265 orð

Fagna niðurstöðum Skipulagsstofnunar

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands fagna því að með ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun fyrir stækkun Norðuráls á Grundartanga, dagsett 9. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 291 orð

Fimm milljóna sekt fyrir vanskil á virðisaukaskatti

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu fimm milljóna króna sektar fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, lögum um tekjuskatt og eignaskatt og á bókhaldslögum. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fjallað um sýningu myndlistarkvenna 1975

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna halda almennan félagsfundur laugardaginn 13. janúar í MÍR-salnum á Vatnsstíg 10 (bakhús) kl. 14. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fjöldafundur vill flýta tvöföldun Reykjanesbrautar

HVERT sæti var skipað og margir stóðu meðfram veggjum á borgarafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Stapa í gærkvöldi. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að taka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir við endurskoðun vegaáætlunar. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

Fjölmörg mikilvæg verkefni framundan

JAFNRÉTTISSTOFA, sem opnuð var á Akureyri í september í fyrra, hefur lagt fram verkefnaáætlun fyrir þetta ár auk þess sem gengið hefur verið frá hugmyndum að verkefnum til næstu fimm ára. Meira
12. janúar 2001 | Landsbyggðin | 153 orð

Formaður svæðisráðs verði skipaður

STJÓRN Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á fundi 10. janúar sl.: "Fundur haldinn í stjórn Öldunnar, stéttarfélags, 10. Meira
12. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 564 orð | 1 mynd

Friður meginstefið í kosningabaráttu Sharons

MEÐ bros á vör hélt frambjóðandinn Ariel Sharon á litlu barni og leit helst út fyrir að vera blíður afi. Svona kom hann ísraelskum sjónvarpsáhorfendum fyrir sjónir í auglýsingu er sýnd var á miðvikudagskvöldið. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fundur Vg um borgarmál

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð í Reykjavík boðar áhugafólk um borgarmál til fundar í Hafnarstræti 20 laugardaginn 13. janúar klukkan 11. Þar verður rætt um helstu áherslur í borgarmálum, ráðstefnu í febrúar og hópastarf. Nýir félagar eru... Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fyllstu varkárni verði gætt við innflutning á kjötafurðum

Á STJÓRNARFUNDI Landssambands kúabænda 11. janúar var eftirfarandi ályktun samþykkt. Ályktunin verður send landbúnaðarráðherra, umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Gert við GSM-kerfið á Austfjörðum

TRUFLANIR voru á GSM-kerfi Símans á Austfjörðum aðfaranótt fimmtudags og fram eftir morgni. Orsökin var bilun í fjölsímabúnaði á Kirkjubæjarklaustri. Viðgerð lauk um klukkan hálfellefu um morguninn. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð

Góð ýsuveiði

GÓÐ ýsuveiði hefur verið undanfarið hjá smábátunum sem gera út á línu frá Vestmannaeyjum. Algengt hefur verið að trillusjómenn fái um 100 kílógrömm á hvert bjóð (bala) á dag, en yfirleitt er hver bátur með um 20 bala. Meira
12. janúar 2001 | Miðopna | 1592 orð | 5 myndir

Greiðslur iðgjalda lækka um 411 milljónir króna

Hagræðing vegna nýrrar stefnu í tryggingamálum hefur leitt til þess að gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg greiði mun minna í iðgjöld vegna trygginga á árunum 1999-2003 en næstu fimm ár þar á undan. Í grein Björns Inga Hrafnssonar er varpað ljósi á ástæður þessa og því velt upp hvort önnur sveitarfélög eða opinberar stofnanir geti einnig skorið niður í þessum útgjaldalið. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 467 orð | 2 myndir

Heyrði snarkið í eldinum í talstöðinni

"ÉG heyrði neyðarkall frá bátnum. Þetta var dálítið óhuggulegt því að ég heyrði snarkið í eldinum á bak við þann sem talaði. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 333 orð

Hraðamörk hækkuð á Miklubraut og Gullinbrú

SAMGÖNGUNEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á mánudag að hækka leyfilegan hámarkshraða á Miklubraut, frá Grensásvegi að brúnni yfir Elliðaár, úr 60 km/klst. í 70 og hámarkshraða á Gullinbrú frá Höfðabakkavegi að Hallsvegi úr 50 km/klst. í 60. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Iðgjöld stórlækka

HAGRÆÐING vegna nýrrar stefnu í tryggingamálum Reykjavíkurborgar og útboð á vátryggingum borgarinnar í kjölfarið hefur leitt til þess að gert er ráð fyrir að 411 milljónum kr. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð

IP Studium kaupir Alþýðuhúsið

IP STUDIUM ehf., eignarhaldsfélag Ingibjargar Pálmadóttur, dóttur Pálma Jónssonar, hefur fest kaup á Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8-10. Meira
12. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 303 orð | 1 mynd

Íbúum fjölgaði um 3.485 í fyrra

ÍBÚAR sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru samtals 175.004 hinn 1. desember sl. og hafði fjölgað um 3.485 frá sama tíma árið 1999. Íbúar Reykjavíkur voru 1. desember 111.342 og hafði fjölgað um 1.547 frá árinu 1999. 54. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 568 orð

ÍE leggur fram fé til jafns við UVS

SAMNINGUR Landspítala-háskólasjúkrahúss og Urðar, Verðandi, Skuldar (UVS) um samstarf á sviði krabbameinsrannsókna felur ekki í sér einkarétt af neinu tagi á þeim upplýsingum sem þar verða til ráðstöfunar, heldur geta önnur erfðarannsóknafyrirtæki gert... Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Ísinn á undanhaldi

ÍS myndaðist í kuldakastinu síðustu vikur sums staðar við strendur Reykjavíkur. Ísinn er nú nánast horfinn eftir að hlýnaði um miðja vikuna. Hætt er víð að ísinn hverfi hratt ef spá Veðurstofunnar gengur eftir en spáð er hlýindum fram yfir næstu helgi. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð

Íslenskar myndir á Sundance

TVÆR íslenskar bíómyndir, 101 Reykjavík og Englar alheimsins , verða sýndar á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum, en á hátíðinni verða aðeins sýndar þrjár norrænar myndir. Meira
12. janúar 2001 | Landsbyggðin | 144 orð | 1 mynd

Íþróttamaður ársins á Norður-Héraði

Norður-Héraði- Uppskeruhátíð Ungmennafélagsins Ássins á Norður-Héraði var haldin þrettánda dag jóla í Brúarási. Hátíðin byrjaði með að um 90 manns spiluðu félagsvist. Meira
12. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 81 orð | 1 mynd

Jólaljósin tekin niður

ÞAÐ hefur víst ekki farið framhjá neinum að jólin eru að baki og eru flestir landsmenn væntanlega búnir að pakka sínu jólaskrauti og jólaseríum niður í kassa og koma í geymslu. Meira
12. janúar 2001 | Landsbyggðin | 329 orð | 1 mynd

Jón Arnar íþróttamaður Skagafjarðar

Sauðárkróki -Sveitarstjórn Skagafjarðar og Ungmennasamband Skagafjarðar buðu til samsætis í félagsheimilinu Ljósheimum nú rétt fyrir áramót þar sem lýst var kjöri íþróttamanns Skagafjarðar fyrir árið 2000. Meira
12. janúar 2001 | Landsbyggðin | 106 orð

Leikskóli vígður í Grindavík

VÍGSLA nýs leikskóla á Króki 1, Grindavík, fer fram sunnudaginn 14. janúar kl. 13. Þetta er 650 fm húsnæði með vandaðri lóð. Á leikskólanum verða fjórar deildir og rúmar hann um 80 börn í einu. Meira
12. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Ljóð Tómasar í öndvegi

VETRARDAGSKRÁ Húss skáldsins hefst með ljóðakvöldi í Sigurhæðum í kvöld, föstudag, 12. janúar, kl. 20.30. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 819 orð | 1 mynd

Milli andspyrnu og píslarvættis

Erik Jörgensen fæddist 1948 í Árósum í Danmörku. Hann lauk almennu skólanámi og stundaði verslunarnám. Hann hefur verið trúboði votta Jehóva frá 1961. Hann hefur undirbúið sýningu í Danmörku þar sem fjallað er um efnið: Ofsóknir nasista gegn vottum Jehóva í Þýskalandi. Nú er hann fyrirlesari á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur um sama efni. Kona Eriks Jörgensens er Gretha, hún starfar sem prófarkalesari. Meira
12. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 288 orð | 2 myndir

Mitterrand leystur úr haldi

JEAN-Christophe Mitterrand, syni Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta, var sleppt úr fangelsi í París í gær eftir að fjölskylda hans og vinir greiddu fimm milljónir franka, andvirði 60 milljóna króna, í tryggingu. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 128 orð

Mótmælir nautakjöti frá Írlandi

UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mótmælir því harðlega að leyft hafi verið að flytja inn nautakjöt frá Írlandi, þar sem greinst hefur kúariða en slíkt kjöt var flutt inn fyrir síðustu áramót. Meira
12. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 798 orð | 1 mynd

Ný flauelsbylting (hafin yfir Havel)

MEÐ uppreisn fréttamanna tékkneska ríkissjónvarpsins gegn nýjum yfirmanni þess hefur tíu ára barátta tveggja ólíkra lýðræðishugmynda náð hámarki. Vaclav Klaus, fyrrverandi forsætisráðherra, stendur fyrir aðra þeirra en Vaclav Havel forseti hina. Meira
12. janúar 2001 | Landsbyggðin | 315 orð

Nýtt verkalýðsfélag stofnað á Austurlandi

SEX verkalýðsfélög frá Fáskrúðsfirði að Bakkafirði hafa gert með sér samstarfssamning um að stofna nýtt verkalýðsfélag. Stofnfundur nýja félagsins, sem kemur til með að heita AFL - starfsgreinafélag Austurlands, verður haldinn á Eskifirði á sunnudaginn. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 270 orð

Olíugeymarnir í Helguvík lítið notaðir

TÆPUM 10 árum eftir að byggingu mannvirkjanna í Helguvík lauk stendur um 17 milljarða fjárfesting og 115 milljón lítra olíugeymarými lítið notað. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 308 orð

Óska eftir úttekt ráðuneytis á skólastarfi

BÆJARSTJÓRN Sandgerðis samþykkti í fyrrakvöld að fela bæjarstjóra og skólastjóra að leggja tillögu fyrir næsta fund bæjarráðs. þar sem óskað verði eftir að menntamálaráðuneytið geri úttekt á öllu innra starfi skólans. Meira
12. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd

"Járnfrúin á Balkanskaga" fyrir rétt

BILJANA Plavsic, fyrrverandi forseti lýðveldis Bosníu-Serba, kom í gær í fyrsta sinn fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, þar sem henni var birt ákæra í níu liðum fyrir alla þá glæpi sem eru á valdsviði dómstólsins, meðal annars... Meira
12. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 141 orð | 2 myndir

Rauðrófur lituðu freðinn Fossvog

Í FROSTHÖRKUNUM undanfarna daga tók Fossvogurinn undan Vesturvör í Kópavogi á sig rauðan lit. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð

Reyndi að smygla hassi til Íslands

DÓMSTÓLL í Edinborg í Skotlandi dæmdi í fyrradag 63 ára skoskan karlmann í átta ára fangelsi fyrir að reyna að smygla 4,5 kílóum af hassi til Íslands. Meira
12. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 27 orð | 1 mynd

Roðagyllt ský

DAGARNIR lengjast nú óðum. Sólin er örlítið farin að skína og síðdegis á miðvikudag var fagurt yfir Akureyri að líta þegar sólin roðagyllti skýin á himninum yfir... Meira
12. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 172 orð

Samið um sölu á hvalafurðum

FJÓRIR norskir útflytjendur hafa samið um sölu á hvalafurðum til Japans fyrir tæplega 80 milljónir íslenskra króna. Vandinn er hins vegar sá, að útflutningurinn er bannaður. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð

Sendiráð Japans á Hótel Sögu

STEFNT er að því að sendiráð Japans á Íslandi verði opnað á Hótel Sögu 5. febrúar nk. Sú staðsetning er þó hugsuð til bráðabirgða eða þar til fest verða kaup á framtíðarhúsnæði fyrir sendiráðið. Ólafur B. Meira
12. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 647 orð | 1 mynd

Sigur og ósigur sem upprisa og krossfesting

VÆNTANLEGUR dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, John Ashcroft, segist í bók er hann ritaði reyna að "bjóða Guð velkominn" þegar hann taki mikilvægar ákvarðanir og líkir sigrum sínum og ósigrum í stjórnmálum við upprisur og krossfestingar. George W. Meira
12. janúar 2001 | Miðopna | 1114 orð | 1 mynd

Sjá um flugöryggisstaðla og flugumferðarþjónustu

Gunnar Finnsson hefur starfað hjá ICAO í þrjá áratugi. Grétar H. Óskarsson gegnir þriggja ára stöðu þar. Í viðtali við Jóhannes Tómasson segja þeir Íslendinga geta sinnt áfram flugumferðarstjórn yfir Norður-Atlantshafi ef vel verður haldið á spöðunum. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 1053 orð | 3 myndir

Skorað á stjórnvöld að ljúka framkvæmdum árið 2004

FJÖLMENNUR borgarafundur var haldinn í gærkvöldi í Stapanum í Reykjanesbæ til að knýja á um að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar verði flýtt og verkinu lokið árið 2004. Meira
12. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 317 orð

Stjórnin sökuð um tilræði við tjáningarfrelsið

RITHÖFUNDAR og ritstjórar í Egyptalandi hafa skorað á rithöfunda að sniðganga alþjóðlegu bókamessuna í Kaíró, stærstu og ef til vill virtustu bókamessu í Miðausturlöndum. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 303 orð

Stjórnvöld komi í veg fyrir hrun íslenska skipaiðnaðarins

SAMIÐN, samband iðnfélaga, hefur sent frá sér ályktun þar sem hún hvetur stjórnvöld til að leita allra leiða að viðgerðir og nýsmíði á íslenskum varðskipum fari fram hér heima: "Íslenskur skipasmíðaiðnaður stendur frammi fyrir verulegum samdrætti... Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 236 orð

Stjórnvöld sýna málum barna sinnuleysi

ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, gagnrýnir hið opinbera fyrir sinnuleysi gagnvart málefnum barna og unglinga, en hún segir að svör við erindum varðandi málefni þessa hóps berist oft seint og illa á skrifstofu sína. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Stofnun samtaka foreldra framhaldsskólanema

FORELDRAR framhaldsskólanema standa fyrir stofnfundi um hagsmunasamtök foreldra framhaldsskólanema mánudaginn 15. janúar kl. 20 að Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík. Á fimmtudagi í síðustu viku fundaði hópur foreldra framhaldsskólanema. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 1366 orð | 2 myndir

Stuðningi lýst við öryrkja en beðið með aðgerðir

Talsmenn eldri borgara og helstu launþegasamtaka í landinu ætla að koma saman á ný til fundar með Öryrkjabandalaginu eftir að frumvarp um greiðslu örorkubóta hefur verið kynnt á Alþingi. Einhugur var í hópnum um að ríkisstjórnin hefði brugðist rangt við dómi Hæstaréttar. Björn Jóhann Björnsson ræddi við talsmenn hópsins að fundi loknum. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð

Tekinn á 165 km hraða

UNGUR ökumaður var tekinn á ofsaakstri um Reykjanesbraut um klukkan átta í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var ökumaðurinn, sem er 18 ára gamall, tekinn á 165 kílómetra hraða í myrkri og rigningu. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Tunglmyrkvar sjást frá hálfri jörðinni

ALMYRKVI á tungli sást frá Íslandi á þriðjudagskvöld, en tunglmyrkvar sjást aðeins frá hálfri jörðinni í senn, þ.e. þeim helmingi jarðar sem snýr að tunglinu þegar myrkvinn verður. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

Tæplega tvær milljónir farþega síðasta ár

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. flaug með rúmlega 46 þúsund farþega til og frá Íslandi á 21 áfangastað á árinu 2000. Stundvísin var 82% og sætanýting 76%. Meira
12. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 403 orð

Ungur karlmaður fær 3,5 milljónir í bætur vegna slyss

BGB-Snæfell hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt til að greiða rúmlega tvítugum karlmanni bætur að upphæð um 3,5 milljónir króna auk vaxta vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann vann hjá fyrirtækinu árið 1996. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 390 orð

Upphæðin ekki byggð á útreikningum heldur mati

LÁGMARKSFJÁRHÆÐ sú, alls 43.424 kr., sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að lögfesta vegna dóms Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins, og ætlað er að tryggja að öryrki hafi a.m.k. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Viðbúnaður vegna veðurspár og háflóðs

STÓRSTREYMT verður við strendur landsin sárdegis í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir stormi, meira en 20 metrum á sekúndu á öllum miðum. Spáð er miklum öldugangi við suðvestur- og vesturströndina í morgunsárið. Meira
12. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 286 orð

Viðræðum um sameiningu meistaraflokka haldið áfram

AÐALSTJÓRNIR Knattspyrnufélags Akureyrar, KA og Íþróttafélagsins Þórs samþykktu í lok síðasta mánaðar að hefja að nýju viðræður um sameiningu meistaraflokka félaganna í karlaflokki í handknattleik og knattspyrnu. Meira
12. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 215 orð

Viðræður um sameiningu SVR og Almenningsvagna

VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir að undanförnu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hugsanlegt samstarf eða jafnvel sameiningu almenningssamgangna. Það myndi m.a. felast í sameiningu Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) og Almenningsvagna BS (AV). Meira

Ritstjórnargreinar

12. janúar 2001 | Leiðarar | 811 orð

ÁHRIF DÓMSINS

Morgunblaðið hefur hvatt til tekjutengingar í almannatryggingakerfinu með þeim rökum, að ástæðulaust sé að greiða fé úr almannasjóðum til þeirra, sem ekki þurfi á því að halda. Meira
12. janúar 2001 | Staksteinar | 370 orð | 2 myndir

Börn of barnaleg til að skilja auglýsingar

VEF-ÞJÓÐVILJINN fjallar um Svía og stefnu þeirra í forræðishyggju. Þeir hafa nú nýlega tekið við formennsku í Evrópusambandinu. Um þetta var fjallað á vefsíðu blaðsins nú fyrir skömmu. Meira

Menning

12. janúar 2001 | Tónlist | 503 orð | 1 mynd

Allt vitlaust á Sinfóníutónleikum

Flutt var fyrsta sinfónían eftir Tsjaíkovskíj og þriðji píanókonsertinn eftir Rakhmaninov. Stjórnandi: Rico Saccani. Einleikari: Denis Matsoujev. Fimmtudagurinn 11. janúar 2000. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Alvöru Disney!

Með útgáfu Íslensku Disney laganna er í fyrsta sinn komin út hér á landi plata sem inniheldur upprunalegar upptökur úr hinum einu sönnu Disney-barna- og fjölskyldumyndum en þær eru eins og flestir vita uppfullar af söngvum og dönsum. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 175 orð | 1 mynd

Bach í Breiðholtskirkju

TÍUNDU tónleikar í tónleikaröðinni Bach í Breiðholtskirkju verða í kirkjunni á morgun, laugardag, kl. 17. Eftirleiðis verða tónleikar í röðinni annan laugardag í mánuði. Eins og áður er það þýski organistinn Jörg E. Sondermann sem leikur á orgelið. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Bókin á bögglaberanum

Cochin, Indlandi, 11. janúar. Það er ekki víst að öllum þyki merkilegt að sjá velkta og lesna bók á bögglabera á reiðhjóli pilts sem leikur sér í krikket með félögum sínum. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Goðsögn!

JOHNNY Cash er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 1038 orð | 1 mynd

Gondólagæjar og gjafvaxta Feneyjameyjar

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík að þessu sinni er unnin upp úr verkum Gilberts og Sullivans. Súsanna Svavarsdóttir leit inn á æfingu og spjallaði við leikstjórann, Ólaf Guðmundsson. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 37 orð | 1 mynd

Guimet-safnið í nýjum búningi

TVÖ af þremur höfðum kambódísks Brahma-steinskúlptúrs sjást hér í forgrunni myndarinnar. Skúlptúrinn er meðal fjölda annarra muna sem finna má í Guimetsafninu í París en miklum umbótum á safninu, sem sérhæfir sig í asískri list, er nú... Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Heilagt timbur!

OFSTÆKISMENN vestra hafa kallað hann Andkrist á meðan fylgjendur hans hampa honum sem sjálfur Kristur væri. Lykilorðið þegar þetta "fyrirbæri", Marilyn Manson, er annars vegar er öfgar. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 191 orð | 1 mynd

Iðandi ást

Leikstjóri Jean-Marc Barr. Handrit Pascal Arnold, Jean-Marc Barr. Aðalhlutverk Élodie Bouchez, Sergej Trifunovic. (100 mín.) Frakkland 1999. Góðar stundir. Öllum leyfð. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 150 orð | 1 mynd

Í fenjum Flórída

Leikstjóri: Lee Stanley. Handrit: Lee Stanley, Lois Duncan. Aðalhlutverk: Dennis Hopper, Zachery Ty Bryan, Kam Heskin. (88 mín.) Bandaríkin, 2000. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 309 orð | 1 mynd

Klipp og textíl

Opið á tíma verslunarinnar. Til 16. janúar. Aðgangur ókeypis. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 44 orð

Litabækur í Galleríi Nema hvað

ELÍN Hansdóttir og Sara Riel opna sýningu í Galleríi Nema hvað á Skólavörðustíg 22c í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Á sýningunni eru tvær litabækur sem gestum gefst kostur á að lita í. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og stendur til 18.... Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Loksins, loksins!

LOKSINS, segja þeir örugglega, strákarnir í Coldplay, þegar þeir sjá Tónlistann yfir plötusölu fyrstu viku nýrrar aldar. "Loksins komumst við á toppinn. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 300 orð | 1 mynd

Meg vill 1.265 milljónir

ÞAÐ Á ekki af þeim Gallagher-bræðrum að ganga og nú er það eldri bróðirinn Noel úr Oasis sem er í vandræðum. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 206 orð

Ókeypis síðdegisútgáfa

SAMKEPPNI í blaðaútgáfu verður sífellt harðari í Bandaríkjunum og grípa menn til ýmissa ráða. Nýjasta dæmið er sennilega Express, niðursoðin útgáfa dagblaðsins Daily News í New York, sem dreift er í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 238 orð | 1 mynd

"Orðið erfiðara fyrir tónlist okkar að fá að hljóma"

MÖRGUM til mikillar undrunar hafa meðlimir Radiohead sakað BBC útvarpsstöðina Radio 1 um að neita leika tónlist sína. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 563 orð

Rankin, Rebus og reyfari góður

Eftir Ian Rankin. Orion 2000. 466 síður. Meira
12. janúar 2001 | Myndlist | 1376 orð | 2 myndir

Samfélagið með augum listamanna

Birgir Snæbjörn Birgisson, Ed Hodginson, Jóhann Ludwig Torfason, Peter Lamb, Sigríður Ólafsdóttir, Þorri Hringsson. Sýningunni lýkur 21. janúar. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 274 orð | 1 mynd

Sannur fjöllistamaður

SÖGUSAGNIR um yfirvofandi bíóferil táningastjörnunnar Britney Spears virðast hafa verið nær endalausar undanfarið og hefur hún verið orðuð við hinar og þessar myndir eins og endurútgáfur á Grease, með kærastanum Justin Timberlake úr 'N Sync, og... Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 127 orð

Skál úr byggingatimbri í Hinu húsinu

KÁRI Gunnarsson opnar sýningu í Galleríi Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfstorg á morgun, laugardag, kl. 16. Kári sýnir skál sem hann vann í hönnunarnámi við iðnskólann í Hafnarfirði og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir við útskrift vorið 2000. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 838 orð | 4 myndir

Svartir leiðtogar

GODSPEED You Black Emperor! er hiklaust umtalaðasta neðanjarðarsveit síðustu ára. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 39 orð

Sýning framlengd

Gallerí Reykjavík Sýning Sigurðar Atla í Galleríi Reykjavík er framlengd til 18. janúar. Aðalþema myndanna er íslenskt landslag í abstrakt formi, ásamt fígúratífum túlkunum óháðum tíma og rúmi. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18, laugardaga til kl.... Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 170 orð

Sýningum lýkur

Listasafn Íslands Sýningunni á úrvali verka í eigu safnsins lýkur nú á sunnudag kl. 17. Á sýningunni er lögð áhersla á málverk frá fyrri helmingi 20. aldar. Þar gefur að líta verk eftir frumherjana Þórarin B. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 66 orð

Söngtónleikar í Hveragerðiskirkju

SÖNGSVEIT Hveragerðis og Karlakór Rangæinga efna til tónleika í Hveragerðiskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Í báðum kórunum eru tæplega 100 söngmenn og er efnisskrá fjölbreytt; innlend og erlend þjóðlög, lög úr óperettum. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 264 orð | 1 mynd

Teiknilistamaður í Norræna húsinu

SÝNING á teikningum af færeyskum kirkjum og kirkjumunum J.P. Gregoriussen, arkitekts frá Færeyjum, verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, mánudag, kl. 17. J.P. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 208 orð | 1 mynd

Tvær sýningar í gallerí@hlemmur

TVÆR sýningar verða opnaðar í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5, á morgun, laugardag, kl. 17. Þar opnar Valgerður Guðlaugsdóttir einkasýningu sína, Stafnmynd, í sal gallerísins og Marta Valgeirsdóttir sýnir á vegg í skrifstofurými gallerísins. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 214 orð | 1 mynd

Tvöfaldur í roðinu

½ Leikstjórn og handrit Peter og Bobby Farelly. Aðalhlutverk Jim Carrey, Renée Zellweger. (116 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Ekki við hæfi ungra barna. Meira
12. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 483 orð | 1 mynd

Útlitið er bjart

ÞÆR SÖGUSAGNIR að rokkið sé að syngja sitt síðasta eru stórlega ýktar. Eins og alltaf eru það yngri kynslóðir tónlistarmanna sem halda rokkfánanum á lofti. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Vatnslitamyndir í Stöðlakoti

HÖRÐUR Jörundsson frá Akureyri opnar sýningu í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg á morgun, laugardag. Á sýningunni er á þriðja tug vatnslitamynda sem flestar eru unnar á árinu 2000. Meira
12. janúar 2001 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Þjóðlegir dansar á Norðurlöndunum

NORRÆNA húsið og Íslenska dansfræðafélagið kynna þjóðlega dansa á Norðurlöndum og fara kynningarnar fram í Norræna húsinu 16., 23. og 30. janúar kl. 20. Meira

Umræðan

12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag 14. janúar verður fimmtug Aðalbjörg Sigurjónsdóttir frá Vopnafirði, til heimilis í Suðurhólum 14, Reykjavík . Hún heldur upp á daginn í Gistiheimilinu Geysi í Haukadal á morgun 13. jan. frá kl.... Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli .

75 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 12. janúar, verður sjötíu og fimm ára Ívar L. Hjartarson, fyrrverandi birgðavörður hjá Pósti og síma, Búðagerði 3, Reykjavík . Hann er staddur... Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 800 orð | 1 mynd

Að éta meira og meira, meira í dag en í gær

ÞAÐ er á leiðinni og það fer heitur straumur um þjóðfélagið. En þetta er ekki vorið. Meira
12. janúar 2001 | Aðsent efni | 129 orð

Bridsfélag Hreyfils Hér kemur staðan í...

Bridsfélag Hreyfils Hér kemur staðan í aðaltvímenningi félagsins þegar aðeins eitt kvöld er eftir. Sveinn R. Þorvaldss. - Gísli Steingr. 119 Árni M. Björnss. - Heimir M. Tryggvas. 114 Daníel Halldórsson - Ragnar Björnsson 111 Erlendur Björgvinss. Meira
12. janúar 2001 | Aðsent efni | 862 orð | 2 myndir

Bættur réttur barna á nýrri öld

Við finnum sterkan meðbyr almennings, segja Guðmundur St. Ragnarsson og Bjarki Már Magnússon, við kröfunni um rétt barna til samvista við feður sína. Meira
12. janúar 2001 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Dómurinn í málefnum öryrkja

Hæstiréttur telur það vera lágmarks mannréttindi, segir Jón Sigurgeirsson, að geta lifað eðlilegu fjölskyldulífi. Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 200 orð

Enn um aldamótin

SEGJA MÁ að það sé að bera í bakkafullan lækinn að útskýra oftar fyrir lesendum Morgunblaðsins hvers vegna aldamót voru í lok ársins 2000 en ekki við upphaf þess. Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 419 orð

Fæðing frelsarans og Ríkissjónvarpið

ÉG VARÐ undrandi og kannski nokkru meira þegar ég sá háð um fæðingu frelsarans í Ríkissjónvarpinu. Hvað er á seyði? Er allt boðlegt undir því yfirskini að öll tjáning sé frjáls og ekkert sé unnt að segja við því? Hverfum tvö þúsund ár aftur í tímann. Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 12. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Andrea Tryggvadóttir og Sigurður Þórðarson, Vallholti 21,... Meira
12. janúar 2001 | Aðsent efni | 1425 orð | 1 mynd

Hvað er að gerast í Háskóla Íslands?

Viljirðu rita bækur, þá gefstu upp á því! Þór Whitehead segir, að í Háskóla Íslands hafi lögmáli háskólaheimsins um mikilvægi bókaritunar einfaldlega verið snúið við. Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 422 orð

Hvað er þjóðernishyggja?

HVAÐ ER eiginlega þjóðernishyggja? Margur sjálfskipaður spekingurinn telur sig sjálfsagt vera með það á hreinu og ekki þurfa neinnar fræðslu við í þeim málum. Þjóðernishyggja er engu að síður sennilega einhver misskildasta hugmyndafræði okkar tíma.... Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 821 orð

(Jóh. 17, 5.)

Í dag er föstudagur 12. janúar, 12. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 148 orð | 1 mynd

Laugarneskirkja.

Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur... Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 429 orð

Líf eða dauði?

ÞAÐ ER þriðjudagur og klukkan rétt að verða tvö. Ég er á leið heim úr vinnunni á hvítu Toyotunni minni og ætla að hlusta á Einar Má lesa úr Eftirmálum regndropanna á Rás 1 eftir fréttir. Vinnudagurinn var ánægjulegur og veðrið er fallegt. Meira
12. janúar 2001 | Aðsent efni | 546 orð | 2 myndir

Orkuveitan veitir þjónustu í Grímsnesi og Grafningi

Ætla má að á þessu svæði, segir Ásgeir Margeirsson, dveljist á milli 4.000 og 5.000 manns að meira eða minna leyti yfir sumartímann. Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Skoðanakúgun á RÚV

UNDIRRITAÐUR ætlaði ekki að blanda sér í þessa svokölluðu aldamótaumræðu, en miðað við þá umræðu sem hefur verið undanfarið um þessi mál, þar sem menn hafa skipað sér í fylkingar eins og kaþólikkar og mótmælendur á N-Írlandi, sé ég mig tilneyddan að tjá... Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 74 orð

ÚR KVÆÐI UM JÓN BYSKUP ARASON

... Þá var sóttr inn þriðji, þó þess enginn biðji; skatnar gjörðu að skunda skjótt til byskups funda; lýðr ei laganna gætir, þeir leiddu hann út um stræti, kvaddi hann fólk með kæti. Meira
12. janúar 2001 | Aðsent efni | 898 orð | 1 mynd

Við aldamót í Skálholtsskóla

Fyrirlestrar verða í Skálholti að sögn Péturs Péturssonar, annar um Valdimar og kveðskap hans og hinn um samskipti sr. Valdimars og þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 612 orð

ÞINGVALLAVATN er í óvenjulegum hátíðarbúningi eins...

ÞINGVALLAVATN er í óvenjulegum hátíðarbúningi eins og Víkverji sá í blaðinu í vikunni en umskipti gætu orðið fljótt ef slagviðrið tekur völdin. Meira
12. janúar 2001 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Þjóðvinafélagsalmanakið 2001

Almanak Þjóðvinafélagsins er að mati Auðuns Braga Sveinssonar fræðandi og merkilegt rit. Meira
12. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 437 orð

Þvermóðska ríkisstjórnarinnar

ÉG held það væri ekki vanþörf á því að allir kirkjunnar þjónar og allt gott fólk bæði fyrir ríkisstjórninni, að hún hlíti undangengnum dómi í máli öryrkja, hlíti dómi Hæstaréttar og greiði öryrkjum þær bætur sem þeir réttilega eiga inni. Meira

Minningargreinar

12. janúar 2001 | Minningargreinar | 2860 orð | 1 mynd

EINAR MÁR JÓNSSON

Einar Már Jónsson fæddist í Reykjavík 29. apríl 1974. Hann lést 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jón Bergmann Skúlason, f. 24.1. 1947, og Þórdís Heiða Einarsdóttir, f. 24.8. 1955. Foreldrar hennar eru Einar Bjarni Sturluson, f. 22.1. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 712 orð | 1 mynd

GESTUR ÁRNASON

Gestur Kristinn Árnason fæddist í Ólafsvík 21. september 1918. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 3. janúar síðastliðinn, en þar var hann vistmaður síðustu æviárin. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 4608 orð | 1 mynd

GUÐJÓN MAGNÚSSON

Guðjón Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Guðjónsdóttir, f. að Steinum undir Eyjafjöllum 13. maí 1898, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 2662 orð | 1 mynd

GYLFI ÁSMUNDSSON

Gylfi Ásmundsson fæddist í Reykjavík13. september 1936. Hann lést úr krabbameini á Landspítala hinn 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gróa Ásta Jafetsdóttir, f. 10. nóvember 1902, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 2942 orð | 1 mynd

JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR

Jóna Þorsteinsdóttir fæddist 21. febrúar 1927 í Sauðlauksdal, Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hún lést að morgni dags 6. janúar 2001 á Landspítalanum í Kópavogi. Faðir hennar var Þorsteinn Kristjánsson, prestur í Sauðlauksdal, f. 31. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 1314 orð | 1 mynd

KOLBRÚN ERLA EINARSDÓTTIR

Kolbrún Erla Einarsdóttir, Háaleiti 7, Keflavík, fæddist á Akureyri 22. september 1944. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Einar Einarsson, prentari, f. 3.8. 1919, og Ragnheiður Jóhannesdóttir, húsmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 2123 orð | 1 mynd

KRISTBJÖRG SESSELJA GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR

Kristbjörg Sesselja Guðríður Vilhjálmsdóttir fæddist í Efstabæ á Akranesi 5. ágúst 1924. Hún lést 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Benediktsson, f. 22.10. 1894, d. 14.7. 1979, og kona hans, Salvör Guðmundsdóttir, f. 8.10. 1896, d. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 2721 orð | 1 mynd

LOGI RUNÓLFSSON

Logi Runólfsson fæddist í Reykjavík 31. janúar 1941. Hann lést af slysförum 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Nanna Halldórsdóttir, f. í Reykjavík 22. júlí 1918, d. 4. desember 1997, og Runólfur Sæmundsson, f. í Reykjavík 30. október 1916. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 2104 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRN G. ÞORKELSSON

Sigurbjörn Guðjón Þorkelsson frá Hrygg í Hraungerðishreppi fæddist 10. desember 1952. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi í Hollandi 28. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 2174 orð | 1 mynd

SVAVA JÓNSDÓTTIR

Svava Jónsdóttir fæddist í Geitavík á Borgarfirði eystra 24. apríl 1909. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 4. janúar sl. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson, bóndi og sjómaður í Geitavík, f. 2.1. 1885, d. 11.3. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 1461 orð | 1 mynd

Þorbjörn Kristinsson

Þorbjörn Kristinsson var fæddur á Miðsitju, Blönduhlíð, Akrahreppi í Skagafirði 17. desember 1921. Hann lést 7. janúar síðastliðnn. Foreldrar hans voru hjónin Aldís Sveinsdóttir frá Skatastöðum, Skagafirði, f. 13. október 1890, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2001 | Minningargreinar | 3082 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN EINARSSON

Þorsteinn Einarsson fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1911. Hann lést á heimili sínu Laugarásvegi 47 í Reykjavík 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Þórðarson, f 1880, d. 1966, og Guðríður Eiríksdóttir, f. 1883, d. 1966. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 2086 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 11.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 11.01.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Karfi 41 41 41 9 369 Keila 36 36 36 45 1.620 Steinbítur 100 100 100 51 5.100 Undirmáls ýsa 70 70 70 69 4. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 621 orð | 1 mynd

Húsasmiðjan markaðsfyrirtæki ársins

FORSETI Íslands afhenti markaðsverðlaun ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, á hádegisverðarsamkomu í gær. Húsasmiðjan var valið markaðsfyrirtæki ársins og tók Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, við verðlaununum. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 85 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.234,35 0,54 FTSE 100 6.114,90 0,91 DAX í Frankfurt 6.465,21 2,30 CAC 40 í París 5.702,78 0,87 KFX Kaupmannahöfn 319,55 -0,35 OMX í Stokkhólmi 1. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 388 orð | 1 mynd

Rafræn skilríki boðin hér á landi

SAMSTARFSSAMNINGUR milli Auðkennis hf. og GlobalSign vegna útgáfu rafrænna skilríkja fyrir einstaklinga og fyrirtæki hér á landi var undirritaður í gær. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Stjórnarmönnum fjölgar um tvo

SKIPUÐ hefur verið ný stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar hf. og var stjórnarmönnum fjölgað um tvo, úr þremur í fimm. Eftir sem áður sitja Sveinn R. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Styrkara bankakerfi

Í NÝLEGRI skýrslu alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody's kemur meðal annars fram að grunnviðir íslenska bankakerfisins hafi styrkst að undanförnu, að hluta til vegna aukins hagnaðar og að lánshæfni vegnalangtímaskuldbindinga hafi batnað. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 11.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 11.1. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 439 orð

Vonbrigði með þróun deCODE

UM helgina verður fjárfestingarfundur með stjórnendum deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðargreiningar, þar sem fara á yfir framtíðarverkefni fyrirtækisins, að sögn Braga Smith, sérfræðings í erlendum hlutabréfum hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Meira
12. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 94 orð | 1 mynd

Yfir 21% nafnávöxtun af gjaldeyrisreikningum

LAUSIR, innlendir gjaldeyrisreikningar banka og sparisjóða skiluðu allt að 21,87% nafnávöxtun á síðasta ári. Bestri nafnávöxtun skiluðu gjaldeyrisreikningar í Bandaríkjadölum, eða yfir 21%, og reikningar í Kanadadölum, yfir 16%. Meira

Fastir þættir

12. janúar 2001 | Fastir þættir | 327 orð

Afdrifaríkir upphafsstafir

TALSMAÐUR breska stórblaðsins The Times skýrði frá því fyrr í vikunni, að ekkert yrði af því, að dálkahöfundurinn Stephen Pollard, sem skrifað hefur fyrir Express -blöðin, kæmi til starfa hjá blaðinu. Meira
12. janúar 2001 | Fastir þættir | 82 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ fimmtud. 4. janúar 2001. 21 par. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 272 Magnús Sverriss. - Jón Stefánss. 243 Ólafur Ingvarss. Meira
12. janúar 2001 | Fastir þættir | 356 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

REYKJAVÍKURMÓTIÐ í sveitakeppni hófst á þriðjudaginn með þátttöku 22 sveita. Spilaðir eru 16 spila leikir, allir við alla. Í fyrstu umferð kom upp hættulegt slemmuspil, þar sem allt var þétt og kíttað fyrir utan trompið, en í þeim lit átti vörnin D10xx. Meira
12. janúar 2001 | Fastir þættir | 138 orð

Hrossaræktin I og II ekki prentuð

Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu ritanna Hrossaræktin I og II vegna þess hve áhugi á að kaupa ritið hefur minnkað mikið á undanförnum árum Að sögn Ágústs Sigurðssonar, hrossaræktarráðunautar BÍ, hefur sala á Hrossaræktinni í prentuðu formi stórminnkað... Meira
12. janúar 2001 | Fastir þættir | 261 orð | 2 myndir

Niðurskurður í netdeildunum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að skera allmikið niður í netdeild New York Times og verður 70 af 400 starfsmönnum hennar sagt upp. Áður hefur komið fram, að heimasíður Express -blaðanna fjögurra í Bretlandi verða lagðar niður en við það munu 50 manns missa vinnuna. Meira
12. janúar 2001 | Fastir þættir | 138 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Um hver áramót fer fram urmull alþjóðlegra skákmóta víðsvegar í Evrópu. Eitt þeirra er Rilton Cup sem haldið er í Stokkhólmi og kom staðan upp á síðasta móti. Meira
12. janúar 2001 | Fastir þættir | 315 orð

Stigunarkerfi í reiðmennsku tilbúið í fyrsta lagi næsta haust

Meðal þeirra verkefna sem átaksverkefni í hrossarækt var falið að vinna er mótun menntastefnu hestamanna og stigun reiðkennslu. Meira
12. janúar 2001 | Viðhorf | 827 orð

Umbi óskast

Víðast hvar erlendis eru réttindi, hagsmunir og peningar skattgreiðenda fyrirferðarmiklir í opinberum umræðum. Meira
12. janúar 2001 | Fastir þættir | 685 orð

Upplýsingar um hestamennsku flæða inn á Netið

Íslendingar eru óðum að tölvu- og netvæðast og stór hluti þjóðarinnar er fljótur að tileinka sér tækninýjungar. En eru hestamenn aftarlega á merinni hvað þetta varðar? Ef svo er er ekki seinna vænna að skella sér á nettengingu því eftir því sem Ásdís Haraldsdóttir getur best séð flæða upplýsingar og fróðleikur um hesta og hrossarækt nú inn á Netið sem aldrei fyrr. Meira

Íþróttir

12. janúar 2001 | Íþróttir | 186 orð

Alls eru þrettán lið eftir í...

Alls eru þrettán lið eftir í keppninni í Cochin í Indlandi. Þrjú lið leika í þremur riðlum en fjögur lið eru í einum. Riðlaskiptingin er þannig: 1. RIÐILL:Júgóslavía, Bosnía og Banglades. 2. RIÐILL:Ísland, Úrúgvæ og Indland. 3. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 83 orð

Björgvin varð í 32. sæti

Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson hafnaði í 32. sæti á sterku svigmóti í Hochkar í Austurríki í fyrradag. Sigurvegari var slóvenski skíðakappinn Juri Kosir sem fékk tímann 1.39,40 mín., en tími Björgvins var 1.43,03 mín. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 151 orð

Costantini var í felum á Íslandi

DANIEL Costantini, landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik, segist hafa farið með lið sitt til þriggja leikja á Íslandi til að fela sig fyrir fjölmiðlum í heimalandi sínu. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 63 orð

Drukku 60 lítra af vatni

GUÐMUNDUR R. Jónsson, liðsstjóri landsliðsins, pantaði fimm kassa af vatni til að fara með í leikinn gegn Úrugvæ. Í hverjum kassa voru tólf eins lítra flöskur, þannig að farið var með 60 lítra af vatni í leikinn. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 945 orð | 1 mynd

Ef það var eitthvað sem vann...

HAMAR lagði Hauka, 87:86, í hreint út sagt ótrúlegum sveifluleik í Hveragerði í gærkvöldi. Haukar náðu mest þrjátíu stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta og virtust vera með sigurinn í höndunum. Ef eitthvað má segja um leik Hamars fyrstu 33 mínúturnar voru þeir með "buxurnar á hælunum." Dæmið snerist síðan skyndilega við síðustu 7 mínúturnar og á lokasekúndunum stal Hamar sigrinum af Haukum sem hafa sennilega ekki áttað sig á því enn þá. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 281 orð

Eins og hefur komið fram vildi...

ÞUNGU fargi var létt af Indriða Sigurðssyni og Gylfa Einarssyni þegar þegar komu á hótel landsliðsins í gærmorgun. Þeir voru búnir að vera á ferð og flugi síðan á sunnudaginn. Það var enginn til að taka á móti þeim á flugvellinum í Kerala í gærmorgun. "Indriði var svo heppinn að hann var með símbréf frá Halldóri B. Jónssyni, en á því var nafn á hótelinu. Við tókum því leigubifreið og báðum bílstjórann að koma okkur á hótelið," sagði Gylfi við komuna á Taj Residency hótelið í Cochin. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Ekki tilbúnir að fara heim strax

"OKKUR líður vel hér og erum ekki tilbúnir að fara heim strax, þó svo að heima sé best. Við ætlum okkur að leggja Indverja að velli hvað sem það kostar," sagði Atli, sem hefur fengið stuðning frá sínum mönnum. Þeir klöppuðu honum lof í lófa, þegar hann tjáði sína skoðun á málunum. Þetta sagði Atli eftir að íslenska landsliðið tapaði 2:1 fyrir Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á Indlandsmótinu í gær. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 474 orð

Ég hefði viljað ganga af leikvelli...

Ég hefði viljað ganga af leikvelli sem sigurvegari, en því miður tókst það ekki. Þetta var erfiður leikur. Hitinn var mikill og það vann með Úrúgvæmönnum, sem eru léttleikandi og snöggir. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 91 orð

FH vann Gróttumótið

FH-ingar sigruðu á hinu árlega Gróttumóti í innanhússknattspyrnu sem haldið var á Seltjarnarnesi um helgina. FH sigraði Stjörnuna í úrslitaleik, 4:3, og skoraði Hannes Þ. Sigurðsson sigurmark Hafnarfjarðarliðsins undir lok leiksins. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 41 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Njarðvík 13 10 3 1171:1051 20 Keflavík 12 10 2 1109:980 20 Tindastóll 12 9 3 1045:976 18 Haukar 13 7 6 1085:1027 14 Hamar 13 7 6 1077:1097 14 KR 12 7 5 1038:989 14 Grindavík 12 7 5 1024:1000 14 Skallagr. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 70 orð

Fylkir og KR hefja mótið

ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst á sannkölluðum stórleik í vor. Leikur Fylkis og KR hefur verið settur á sem opnunarleikur mótsins, þriðjudaginn 15. maí á Fylkisvelli, en þessi félög börðust sem kunnugt er um Íslandsmeistaratitilinn síðasta sumar. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 58 orð

GOLF Heimslisti atvinnukylfinga: 1.

GOLF Heimslisti atvinnukylfinga: 1. Tiger Woods (Bandar.) 28.80 stig 2. Ernie Els (S-Afr.) 11.45 3. Phil Mickelson (Bandar.) 11.07 4. David Duval (Bandar.) 10.67 5. Lee Westwood (Bretl.) 9.46 6. Colin Montgomerie (Britain) 8.34 7. Davis Love (Bandar. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 45 orð

HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM 1.

HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM 1.riðill: Eistland - Austurríki 38:25 2.riðill: Finnland - Slóvakía 27:27 Belgía - Búlgaría 18:23 Slóvakía 5 stig , Finnland 5, Búlgaría 2, Belgía 0. 3.riðill: Bosnía - Tyrkland 30:28 Georgía - Grikkland kvöld 4. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 220 orð

Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og...

Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með gríska 1. deildarliðinu Panathinaikos, verður áfram í herbúðum gríska liðsins a.m.k. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

Hræðslan við hitann lamaði okkur

"ÞAÐ var sárt að þurfa að játa sig sigraðan hér, því að það var svo mikill hugur í strákunum. Við byrjuðum mjög rólega og menn voru greinilega mjög hræddir við hinn mikla hita sem er hér. Strákarnir náðu ekki að gíra sig upp og svo er eitt sem má ekki gleyma - við gerðum gríðarlega mikil mistök í báðum mörkunum sem við fengum á okkur með stuttu millibili," sagði Atli Eðvaldsson eftir tapið fyrir Úrúgvæ á Indlandsmótinu. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 107 orð

Hugmyndir ÍSÍ lagðar fyrir UMFÍ

FYRSTI fundur Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um hugsanlega sameiningu var haldinn í fyrrakvöld í framhaldi af samþykkt stjórnar UMFÍ í byrjun desember þar sem fallist var á að hitta forsvarsmenn ÍSÍ. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 226 orð

Indriði var klár í slaginn

ÞAÐ vakti mikla athygli að Atli Eðvaldsson setti Indriða Sigurðsson inná sem varamann, en hann kom ásamt Gylfa Einarssyni til Cochin í gærdag eftir erfiða ferð frá Noregi. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Í UPPTALNINGU í gær á landsliðsmönnum...

Í UPPTALNINGU í gær á landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu og fræknum feðrum þeirra, sem gerðu garðinn frægan á árum áður láðist að nefna að Bjarni Þorsteinsson er sonur Þorsteins Kristjánssonar leikmanns KR á árum áður. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 326 orð | 1 mynd

JOAN Gaspart , forseti Barcelona ,...

JOAN Gaspart , forseti Barcelona , segir að félagið kaupi ekki fleiri leikmenn á þessari leiktíð. Fullt traust sé borið til þeirra sem skipa liðið um þessar mundir og þeim sé ætlað að ná árangri. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 15 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deild karla: Keflavík: Keflavík -...

KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deild karla: Keflavík: Keflavík - KR 20 Sauðárkrókur: Tindastóll - Grindavík 20 1.deild karla: Þorlákshöfn: Þór - Selfoss 20 HANDKNATTLEIKUR 2. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 402 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Íþróttamiðstöð Borgarness, Epsondeildin í körfuknattleik...

KÖRFUKNATTLEIKUR Íþróttamiðstöð Borgarness, Epsondeildin í körfuknattleik karla, fimmtudaginn 11.janúar, 2001. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 261 orð | 2 myndir

Methafinn Hassan á HM 2002

HOSSAM Hassan er nafn sem fáir knattspyrnuáhugamenn hafa til skamms tíma kannast við, að minnsta kosti í hinum svokallaða vestræna heimi. En nú hefur Egyptinn sem ber þetta nafn öðlast heimsfrægð. Hann setti í þriðjudagskvöld heimsmet í landsleikjafjölda þegar hann lék sinn 151. leik fyrir Egyptaland og útlit er fyrir að þessi 34 ára gamli sóknarmaður bæti metið talsvert áður en að því kemur að hann hættir að leika með landsliði Egypta. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

Njarðvíkingar á toppinn

NJARÐVÍKINGAR komust á topp úrvalsdeildarinnar á nýjan leik í gærkvöldi þegar þeir lögðu ÍR 78:65 í Seljaskóla. Þeir eru með 20 stig eins og Keflvíkingar en höfðu betur í nágrannaslag við þá fyrr í vetur og eru því ofar, en Keflvíkingar eiga leik til góða, taka á móti KR-ingum í kvöld. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 242 orð

Nýverið voru birtar nokkrar tölulegar staðreyndir...

Nýverið voru birtar nokkrar tölulegar staðreyndir um Ólympíuleikana í Sydney samanborið við síðustu fimm leika. Þar kemur meðal annars í ljós að konur hafa aldrei verið fleiri en á síðustu leikum. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 593 orð | 1 mynd

Ódýri markaðurinn opnaður í Cochin

ÞAÐ er hægt að prútta um ýmislega hluti hér í Cochin á Indlandi, allt frá títiprónum upp í hatta, en ég hef ekki kynnst því að það sé hægt að prútta um mörk. Íslensku landsliðsmennirnir settu upp "ódýra markaðinn" hér í gær, þegar þeir hreinlega gáfu leikmönnum Úrúgvæ tvö mörk á fimm mínútum. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 116 orð

"Þetta er ákveðinn léttir"

ÞEGAR ljóst var að Indónesía yrði ekki með í Indlandsmótinu var ákveðið að breyta leiktíma Íslands og Indlands á morgun, sem átti upphaflega að vera kl. 15. Leikurinn fer fram kl. 17 eða á sama tíma og leikur Indónesíu og Úrugvæ átti að fara fram. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 391 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR Stephensen og stöllur hennar í...

RAGNHEIÐUR Stephensen og stöllur hennar í Bryne unnu sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á þessu keppnistímabili. Bryne fékk Sola , lið Drífu Skúladóttur og Þórdísar Brynjólfsdóttur , í heimsókn og sigraði 22:15 . Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

Ræðismenn Íslands eru reiðubúnir

Böðvar Örn Sigurjónsson, læknir landsliðsins, er tilbúinn að glíma við ýmsa erfiðleika, ef þeir koma upp hér í Indlandi. Áður en haldið var til Indlands hafði hann samband við utanríkisráðuneytið til að kynna sér hvernig ræðismannakerfið væri hér í... Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 399 orð | 1 mynd

Stórkostlegt að fá þetta tækifæri

FIMM nýliðar eru í landsliðshópnum, sem er hér í Indlandi. Tveir af þeim er Kjartan Antonsson, ÍBV, sem leikur sinn fyrsta landsleik, og Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason, en þeir eru herbergisfélagar á Taj Residency-hótelinu. Báðir léku þeir sinn fyrsta landsleik í gær er Ísland mætti Úrúgvæ í fyrsta leik Indlandsmótsins. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 152 orð

Tillaga þýsku íþróttaforystunnar um að meina...

Tillaga þýsku íþróttaforystunnar um að meina útlendingum frá löndum utan Evrópubandalagsins að leika með liðum utan efstu deildar mætir mikilli andstöðu hjá forvígismönnum handknattleikshreyfingarinnar í landinu. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 470 orð

Ýtti aðeins við leikmanninum

"ÉG verð að viðurkenna það að ég ýtti aðeins við leikmanni Úrúgvæ þegar vítaspyrnan var dæmd. Það var klaufalega gert hjá mér. Ég vissi að það má ekki koma neitt við leikmenn frá Suður-Ameríku - ekki einu sinni blása á þá, þá eru þeir fallnir í valinn. Þetta voru mistök sem eiga ekki að gerast hjá reynslumiklum leikmanni eins og mér," sagði Gunnlaugur Jónsson, sem fékk á sig vítaspyrnuna sem Úrúgvæmenn opnuðu leikinn á. Meira
12. janúar 2001 | Íþróttir | 185 orð

Þjálfari Úrúgvæ ánægður

ANTONIO Alfamendi, þjálfari liðs Úrúgvæmanna sem leikur hér, sem er skipað ungum leikmönnum eins og lið Íslands, sagðist vera ánægður með sigurinn á Íslendingum. Meira

Úr verinu

12. janúar 2001 | Úr verinu | 1644 orð | 1 mynd

Sjómenn tilbúnir til að ræða breytingar

Útvegsmenn vilja gera gagngerar breytingar á hlutaskiptakerfinu eigi samningar að takast í kjaradeilu þeirra við sjómenn. Sjómenn segjast tilbúnir til að ræða breytingar. Helgi Mar Árnason ræddi við talsmenn sjómanna og útvegsmanna um helstu ágreiningsatriði. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 38 orð

Atkvæði lögð til hliðar

Eitt af hverjum sex atkvæðum í forseta-kosningunum í Bandaríkjunum var lagt til hliðar í hverfum blökkumanna í Chicago. Nánast hvert atkvæði var talið í hverfum þar sem þorri íbúa er hvítur. Þetta kom nýlega fram í stórblaðinu Washington... Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1384 orð | 2 myndir

Áherslan á þátt

FULLTRÚAR þriggja stofnana í Hafnarfirði, það er Skólaskrifstofu, Félagsþjónustu og Heilsugæslu, eru sem stendur að tileinka sér meðferðarrúrræði fyrir foreldra barna með hegðunartruflanir, sem nefnt hefur verið PMT. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1022 orð | 4 myndir

áramótaheit

Er það ekki orðið býsna þreytt, áramótaloforðið um að borða minna og hreyfa sig meira? Heldur það nokkur út, hvort sem er, nema í mesta lagi fram að páskum? Sigurbjörg Þrastardóttir hugar að öðruvísi áramótaheitum og reynir viljastyrkinn við árþúsundamót. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1100 orð | 3 myndir

Bréfberi

ÞAÐ færist líf í syfjulega Mýrargötuna þegar bréfberarnir í 101, 107 og 170 fara að tínast að upp úr sjö á morgnana. Fáir eru á ferli og skammdegismyrkrið er frostkalt og stillt. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 136 orð

Bræðralag

"Rótarý er hreyfing manna úr viðskiptalífi og atvinnulífi. Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur sem er starfandi í um 162 þjóðlöndum og í öllum heimsálfum. Félagar eru á aðra milljón. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 147 orð | 1 mynd

Byrjunarlaun hækka mest

Skrifað var undir samning milli framhaldsskóla-kennara og ríkisins á sunnudag. Kennsla hófst á mánudag. Áætlað er að haustönn ljúki 2. febrúar og vorönn 1. júní. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1233 orð | 1 mynd

Börnum í erfiðleikum verði sinnt sérstaklega

OFT heyrist talað um að vanti úrræði fyrir foreldra, börn eða aðra sem hlut eiga að máli þegar vandamál tengd ofnotkun vímuefna eru annars vegar. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 407 orð | 1 mynd

Drekaafbrigði af Sikileyjarvörn

Hvítt: Dagur Arngrímsson, 13 ára Svart: Guðmundur Kjartansson, 12 ára Sikileyjarvörn Samkvæmt tölfræðinni er kóngspeðsleikurinn 1. e2-e4 langvinsælasti upphafsleikur hvíts. Hann stefnir að hraðri liðsskipan og býður heim miklum sviptingum í upphafi... Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 160 orð

Dyggðir í fortíð

"Dyggðir eru bæði í heimspekilegum og trúarlegum skilningi eiginleikar sem menn hafa trúað að hægt væri að tileinka sér og jafnvel rækta, og efla þar með vellíðunarþátt lífsins á varanlegan hátt. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 477 orð | 2 myndir

FL OTT Í fjöllunum

SNJÓBRETTI njóta nú sívaxandi vinsælda meðal unga fólksins og væntanlega hefur þeim þá fækkað að sama skapi sem renna sér niður brekkurnar á skíðum. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 25 orð

Fræðsla um skattamál

Þriðjudaginn 16. janúar verður fræðsla um skattamál fyrir innflytjendur í Miðstöð nýbúa við Skeljanes klukkan átta til tíu um kvöldið. Þýtt verður á pólsku og... Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 59 orð

Héldu ró sinni

Lítil tveggja sæta flugvél flaug yfir Þingvelli þegar hreyfill vélarinnar missti afl. Í vélinni voru mæðgur og flaug dóttirin vélinni. Hún hafði samband við flugturninn og var sagt að fylgja veginum til Selfoss. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 165 orð | 1 mynd

Langar að verða stórmeistari

ÁSGEIR Mogensen er einn hinna ungu og efnilegu skákmanna, sem stunda skákíþróttina í Skákskóla Íslands. Hann verður 8 ára 15. janúar næstkomandi, en var á sjötta ári þegar hann gekk í Taflfélag Reykjavíkur. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 364 orð | 1 mynd

Leikfimi

Brids og skák eiga það sameiginlegt að þjálfa minnið og skerpa heilastarfsemina enda ber sérfræðingum saman um að hér sé um holla hugarleikfimi að ræða, ekki síst fyrir börn og unglinga. Sveinn Guðjónsson heimsótti fjölskyldu þar sem þrír ættliðir spila saman brids og ræddi við unga skáksnillinga. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 36 orð

Leikmaður mánaðarins

Eiður Smári Guðjohnsen vann afgerandi sigur í kjöri leikmanns desember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á vefsíðu ensku úrvals-deildarinnar. Hann hlaut 80% greiddra atkvæða. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð

Miskunnsami

[Jesús sagði:] ,,Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 54 orð | 1 mynd

Ný íslensk ævintýramynd

Um jólin var frumsýnd ný íslensk ævintýramynd, Ikingút (sem þýðir vinur á grænlensku). Myndin fjallar um grænlenskan dreng sem rekur á ísjaka til Íslands. Hann sest að í afskekktu þorpi þar sem íbúarnir eru mjög hjátrúarfullir. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 766 orð | 1 mynd

Snemma beygist krókurinn

EINBEITTIR á svip setjast þeir að taflborðinu, ungu skákmennirnir, Guðmundur Kjartansson 12 ára, og Dagur Arngrímsson, 13 ára. Þeir hafa marga hildi háð og teflt víða á mótum, bæði hér heima og erlendis. Þeir urðu til dæmis í 1. og 2. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 687 orð | 2 myndir

Spilað í marga ættliði

HJÓNIN Sigrún Steinsdóttir og Haukur Harðarson hafa spilað brids frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 189 orð | 1 mynd

Tjáningar-frelsi í hættu

Fréttamenn í Tékklandi lokuðu sig inni á fréttastofu ríkis-sjónvarpsins fyrir nokkrum vikum og senda út eigin fréttir. Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 278 orð

Um gildi menntunar

"Í hnotskurn er vandinn þessi: Við erum svo upptekin af því sem við höldum okkur þurfa til að lifa, að lífið sjálft sem lifað er verður innihaldslítið. Af þessu sprettur andleg örbirgð nútímans og rótleysið sem öllu ógnar. Hvernig á að bregðast við? Meira
12. janúar 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 76 orð

Öryrkjar og Alþingi

Þing kemur saman 15. janúar til að afgreiða ný lög í framhaldi af dómi Hæstaréttar um skerðingu bóta vegna tekna maka. Fundi í ríkisstjórn um málið var frestað um sólarhring vegna ágreinings milli stjórnar-flokkanna. Meira

Ýmis aukablöð

12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 77 orð | 1 mynd

Auðmýkt Angs Lee

MIKLUM tíðindum sætir að mynd á kínversku með kínverskum leikurum og aðeins sýnd í örfáum bíóum á bandarískan mælikvarða skuli nú vera á lista mestu aðsóknarmynda vestra. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 536 orð | 1 mynd

Árstíð verðlaunanna

LÍKT og allir kvikmyndaáhugamenn vita erum við á siglingu inní árstíð verðlaunanna, stórra sem smárra. Til eru þeir sem slá því föstu að hvergi takist Hollywood betur upp en við að klappa sjálfu sér á bakið. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 37 orð | 1 mynd

Barnsrán

Stjörnubíó frumsýnir spennutryllinn Bless the Child sem Chuck Russell ( Eraser ) leikstýrir. Með aðalhlutverkin fara Kim Basinger, Jimmy Smits og Christina Ricci. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 56 orð | 1 mynd

Billy Elliot

Háskólabíó frumsýnir 16. febrúar bresku myndina Billy Elliot eftir Stephen Daldry. Með titilhlutverkið fer ungur leikari að nafni Jamie Bell. M yndin segir frá strák í breskum kolanámubæ um miðbik níunda áratugarins þegar verkfall stendur sem hæst. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 515 orð | 2 myndir

Björk í baráttunni Það hefur örugglega...

Björk í baráttunni Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að miklar væntingar eru uppi um að Björk hljóti Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir minnisstæðan leik í Myrkradansaranum - Dancer in the Dark . Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 363 orð | 1 mynd

Boxað í Las Vegas

Bíóhöllin, Bíóborgin og Nýja bíó Akureyri frumsýna bandarísku myndina Play it to the Bone með Antonio Banderas og Woody Harrelson. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 47 orð

Boxað í Vegas

Bíóhöllin, Bíóborgin og Nýja bíó Akureyri frumsýna hnefaleikamyndina Play it to the Bone eftir Ron Shelton . Með aðalhlutverkin fara Woody Harrelson, Antonio Banderas, Lolita Davidovich og Lucy Liu. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 412 orð | 1 mynd

Dularfull barnshvörf

Stjörnubíó frumsýnir bandarísku spennumyndina Bless the Child með Kim Basinger og Christina Ricci, sem gerð er af sama manni og framleiddi Fyrirboðann. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 37 orð

Eldorado

Sambíóin, Háskólabíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna 19. janúar bandarísku teiknimyndina The Road to Eldorado eða Leiðina til Eldorado . Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 359 orð

Gleymið Ameríku

Félagarnir Benno og Davíð búa í dapurlegum smábæ í austurhluta Þýskalands. Dag einn kemur ljóshærð stúlka í bæinn sem býr yfir mikilli útgeislun og fangar hug þeirra beggja. Hinn myndarlegi Benno er þó ákveðnari og fær fyrsta kossinn. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 65 orð | 1 mynd

Hefnd Bítlanna

FÁIR hefðu trúað því um miðjan sjöunda áratuginn að ein metsöluplata heimsbyggðarinnar um aldamót yrði með The Beatles , Bítlunum einsog við köllum þá jafnan, skrifar Sæbjörn Valdimarsson og bætir við: Ekki nóg með það, heldur hefur endurunnin A Hard... Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 389 orð

Heiðurslaun og Lífsins vatn

Fyrir jólin varð Þráinn Bertelsson fyrstur íslenskra kvikmyndagerðarmanna til að komast í hóp þeirra listamanna sem njóta heiðurslauna Alþingis. Af því tilefni ræddi Páll Kristinn Pálsson við hann. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 436 orð | 2 myndir

Í heimsókn hjá tengdó

Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna gamanmyndina Meet the Parents með Robert De Niro og Ben Stiller. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 36 orð

Malena frá Ítalíu

Regnboginn frumsýnir um miðjan febrúar ítölsku myndina Malena eftir Giuseppe Tornatore ( Cinema Paradiso ). Með aðalhlutverkið fer Monica Bellucci ( Under Suspicion ). Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 312 orð | 1 mynd

Mesta aðsókn í 25 ár

Árið 2000 sóttu fleiri gestir kvikmyndahús í Bretlandi en gert hafa síðan 1974 og komu kvikmyndir um uppátækjasöm leikföng, leirkjúklinga, mýs og foreldralausa risaeðlu þar við sögu. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 639 orð

Óútreiknanlegur leikari

Það verður ekki annað sagt um bandaríska leikarann Nicolas Cage nú á tímum þegar menn festast í ákveðnum rullum sem aldrei fyrr, að hann sé skemmtilega óútreiknanlegur. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 1639 orð | 3 myndir

"Svo voru þínir dagar..."

Jean Vigo er nokkuð óvenjulegur kvikmyndamaður að því leyti að öll verk sem eftir hann liggja má skoða á einni kvöldstund. Hann skilur eftir sig örfáar myndir sem eru samtals ekki nema 200 mínútur að lengd, skrifar Jónas Knútsson. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 931 orð | 4 myndir

Rush

Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur á fáum árum fest sig í sessi sem einn fremsti leikari draumaverksmiðjunnar í Hollywood að sögn Arnaldar Indriðasonar. Rush hreppti Óskarinn fyrir leik sinn í Shine og þykir stórgóður sem markgreifinn de Sade í nýrri mynd eftir Philip Kaufman sem heitir Quills. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 1067 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

NÝJAR MYNDIR BLESS THE CHILD Stjörnubíó: Kl. 6 - 8 - 10. Aukasýning um helgina kl. 4. MEET THE PARENTS Háskólabíó: kl. 5:30 - 8 - 10:30. Aukasýning um helgina kl. 3. Laugarásbíó: Kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20. Aukasýning föstudag kl. 12:30. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 51 orð

Tilvonandi tengdapabbi

Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna bandarísku gamanmyndina Meet the Parents með Robert De Niro og Ben Stiller í aðalhlutverkum. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 1100 orð | 5 myndir

Tígur stekkur,

Miklum tíðindum sætir að mynd á kínversku með kínverskum leikurum og aðeins sýnd í örfáum bíóum á bandarískan mælikvarða skuli nú vera á lista mestu aðsóknarmynda vestra. Krjúpandi tígur, dreki í leynum heitir þessi mynd, opnaði Kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust og er nú sýnd á ný í Regnboganum. Með henni hefur Ang Lee staðfest að hann er í hópi fremstu leikstjóra samtímans, skrifar Árni Þórarinsson. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 272 orð

Tvær íslenskar myndir af þremur norrænum

TVÆR íslenskar bíómyndir, 101 Reykjavík og Englar alheimsins , taka þátt í Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum og er það einsdæmi. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 327 orð | 1 mynd

Töfrar og trú á eigin mátt

ÍSLENSKA barna- og fjölskyldumyndin Ikingut , sem Gísli Snær Erlingsson leikstýrir eftir handriti Jóns Steinars Ragnarssonar , hefur verið valin til þátttöku í barnamyndahluta kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, sem haldin er í næsta mánuði. Meira
12. janúar 2001 | Kvikmyndablað | 1358 orð | 3 myndir

Æðið

Aukakílóin byrgja útsýnið til tánna, hárum og tönnum fer fækkandi; við sem vorum táningar á sjöunda áratugnum eldumst einsog flest annað. Bítlaæðið, sem upphófst á þessum dýrðardögum, lætur þó engan bilbug á sér finna. Sæbjörn Valdimarsson komst að þessum staðreyndum lífsins þegar hann setti 1 á fóninn og var svo óheppinn að líta í spegilinn í leiðinni. Bítlamyndin A Hard Day's Night verður endursýnd hérlendis um næstu helgi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.