MEÐ sanni má segja að Indland sé ákveðinn ævintýraheimur, framandi land. Borgin Cochin í Keralafylki, sem er sunnarlega í Indlandi, við Malabarströnd, hefur verið kölluð Drottning Arabíuhafsins - gamalkunn borg, sem er byggð á eyjum við ströndina. Hér hafa margir kunnir sægarpar komið við á ferðum um heimsins höf á skonnertum sínum. Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu búa í heimi pálmatrjáa og öldugangs, á strönd sem er með glæsilegar baðstrandir, mörg falleg vötn, eyjar og skóga.
Meira