Greinar laugardaginn 20. janúar 2001

Forsíða

20. janúar 2001 | Forsíða | 91 orð | 1 mynd

Eldur í járnbrautarstöð

UMFERÐARÖNGÞVEITI skapaðist og allar lestarferðir á Sjálandi fóru úr skorðum í gær er eldur kom upp í geymsluskýli á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Meira
20. janúar 2001 | Forsíða | 449 orð | 1 mynd

Estrada forseta settir úrslitakostir

UM hálf milljón manna hafði í gærkvöldi safnast saman í miðborg Manila, höfuðstað Filippseyja, og bjó sig undir að halda að forsetahöllinni til að krefjast tafarlausrar afsagnar Josephs Estrada forseta. Meira
20. janúar 2001 | Forsíða | 127 orð

Ljósgeisli stöðvaður

VÍSINDAMÖNNUM við Rowland-vísindastofnunina og Harvard-Smithsonian-rannsóknastöðina í Massachusetts hefur tekist að stöðva ljósið í leysigeisla, safna því saman í kældu gasi og láta ljósið síðan halda áfram ferð sinni í sömu átt. Meira
20. janúar 2001 | Forsíða | 148 orð

Segja hvalkjöt fullt af eiturefnum

NORSKA stjórnin vísar á bug fullyrðingum japanskra neytendasamtaka sem segja hvalkjöt og -spik fullt af eiturefnum og hvetja Norðmenn til þess að hefja ekki útflutning á því. Meira
20. janúar 2001 | Forsíða | 243 orð

Viðurkennir ósannindi fyrir rétti

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur samið við sérskipaðan saksóknara í málum forsetans, Robert Ray, um að fallið verði frá ákæru um meinsæri í tengslum við vitnisburð hans í svonefndu Paula Jones-máli árið 1998 og vegna Whitewater-málsins. Meira

Fréttir

20. janúar 2001 | Landsbyggðin | 227 orð

Afsláttur hugsanlegur hjá fleirum

Í NOKKRUM sveitarfélögum er til umræðu að veita afslátt af sorphirðugjöldum vegna flokkunar úrgangs og er þá við það miðað að lífrænn úrgangur sé flokkaður frá öðru heimilissorpi. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Aldarafmæli Eiríks Stefánssonar fagnað

EIRÍKUR Stefánsson fyrrverandi kennari varð hundrað ára í gær og var afmælisveisla haldin honum til heiðurs á hjúkrunarheimilinu Eiri, þar sem hann hefur dvalist undanfarin ár. Eiríkur missti sjónina árið 1981, en segir heilsuna vera góða. Meira
20. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 564 orð

Allar líkur á að liðið leiki áfram meðal þeirra bestu

KNATTSPYRNUDEILD Þórs boðaði til fundar í vikunni þar sem fjallað var um framtíð kvennaliðs Þórs/KA. Rekstur kvennaliðs félagsins hefur gengið erfiðlega og á síðasta ári varð tap á rekstrinum upp á um 2,6 milljónir króna. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 326 orð

Allir valkostir hagstæðari en Vatnsmýrin

SAMTÖK um betri byggð telja að borgarverkfræðingur hafi lagt fram rangar tölur varðandi færslu Reykjavíkurflugvallar og framkvæmdir við flugvöll á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð

Atvinnuleysi 1,3% í desember

AÐ meðaltali voru 1.852 skráðir á atvinnuleysisskrá í desember, sem jafngildir því að atvinnuleysi í mánuðinum hafi verið 1,3% miðað við áætlaðan mannafla á vinnumarkaði. 794 karlar voru á atvinnuleysisskrá og 1.058 konur. Meira
20. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 249 orð | 1 mynd

Aukin aðsókn í sundlaugarnar

AÐSÓKN í sundlaugarnar á Akureyri, Sundlaug Akureyrar og Sundlaug Glerárskóla var góð á síðasta ári og mun betri en árið 1999. Töluverður stærðarmunur er á þessum sundlaugum tveimur og því einnig mikill munur á fjölda gesta. Í Sundlaug Akureyrar eru m.a. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð

Átak Stúdentaráðs skilar árangri

FJÓRAR vikur voru liðnar 18. janúar frá síðasta prófdegi haustannar í Háskóla Íslands og því ljóst í hversu mörgum námskeiðum einkunnaskil fóru yfir þann skilafrest sem reglugerð fyrir HÍ mælir fyrir um. Í 21% tilfella var einkunnum skilað of seint. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 661 orð | 1 mynd

Bjallan klingir sem aldrei fyrr

ÞEIR sem gerst þekkja segja að langt sé síðan jafnharkalega hafi verið tekist á um frumvarp ríkisstjórnar eins og frumvarp það sem hæst hefur borið í umræðum á Alþingi þessa vikuna. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Borodín boðið "fyrir slysni"

NÁNUM vini Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, Pavel Borodín, sem var handtekinn í New York á miðvikudag, var "af slysni" boðið að vera viðstaddur embættistöku George W. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Byggingarsvæði í Vatnsmýri

HUGMYND sem nýlega hefur verið útfærð á vegum borgarverkfræðings um að gerð verði ný austur-vestur-flugbraut á uppfyllingu í Skerjafirði er meðal þeirra fimm tillagna sem fram hafa komið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Meira
20. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Davíðshús opið á morgun

DAVÍÐSHÚS á Akureyri verður opið á 106. afmælisdegi skáldsins, sunnudaginn 21. janúar kl. 13.30-16.30. Meira
20. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 905 orð

Deilt um hvort árnar séu í umsjá Orkuveitu

TILLAGA borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sérstaka stjórn um rekstur Elliðaánna var lögð fyrir borgarstjórn í fyrrakvöld, þar sem henni var vísað frá með þeirri röksemd að það hefði verið búið að ganga frá því fyrr á fundinum, að árnar skyldu settar... Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 539 orð

Deilunni líklega vísað til sáttasemjara

VEL á þriðja hundrað starfsmanna Íslenska álfélagsins, ISAL, í Straumsvík, eða 255, felldi nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins en niðurstaða atkvæðagreiðslu varð kunn í gær. Meira
20. janúar 2001 | Miðopna | 1471 orð | 1 mynd

Dómar ESB í íslensku samhengi

Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum, hefur gefið út viðamikla bók um áhrif Evrópuréttarins á Ísland og reifar nokkur atriði hennar í samtali við Hildi Friðriksdóttur. Meðal annars telur hann að á sama hátt og Íslendingar eru aukaaðilar að Schengen-samkomulaginu ættu þeir að geta orðið aukaaðilar að Efnahags- og myntbandalaginu og fleiri samþykktum án inngöngu í Evrópusambandið. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Einbreiðum brúm fækkar

VEL gengur að fækka einbreiðum brúm á hringveginum. Kristján Baldursson, í brúardeild Vegagerðarinnar, segir að almenningur á Suðurlandi hafi sérstaklega lýst yfir ánægju með framvindu mála. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 507 orð

Einkafyrirtæki vill reka hraðamyndavélar

VARAN ehf. öryggisgæslufyrirtæki hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að lögreglumenntaðir starfsmenn fyrirtækisins taki að sér umsjón með myndavélum sem embætti Ríkislögreglustjóra notar til að mæla hraða ökutækja. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 267 orð

Einn deyr úr reykingum á dag

UM 370 Íslendingar deyja af völdum reykinga á ári eða að meðaltali fleiri en einn Íslendingur á dag. Meira
20. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 303 orð | 1 mynd

Endurmenntun mikilvæg í greininni

FÉLAG málmiðnaðarmanna hefur keypt húsnæði við Draupnisgötu 4 á Akureyri en þar hefur verið komið upp aðstöðu með tækjum sem nýta á til endurmenntunar fyrir félagsmenn. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 480 orð

Enginn ávinningur af útboði á heimilishjálp

REYNSLA nokkurra sænskra sveitarfélaga af því að bjóða umönnun aldraðra út er svo slæm að til stendur að færa þjónustuna aftur til ríkisins. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fara líklega á markað í Evrópu

NÓATÚN hefur samið við seljanda írsku nautalundanna, dreifingarfyrirtækið NAF International í Danmörku, um að taka við þeim fjórum tonnum sem ekki seldust um áramótin. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 28 orð

Félag vinstrigrænna stofnað í Kópavogi

NÝLEGA var stofnað flokksfélag Vinstrihreyfingairnnar - græns framboðs í Kópavogi. Þriggja manna stjórn var kosin á stofnfundinum og sitja í henni Einar Ólafsson, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir og Hafsteinn... Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Fimm bíla árekstur á Hringbraut

FIMM bíla árekstur varð á Hringbraut við Njarðargötu í Reykjavík um klukkan 19 í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón. Nokkrar tafir urðu á umferð um hríð á Hringbraut og Miklubraut vegna... Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 409 orð

Fjölskyldutekjur öryrkja voru 220 þúsund

Í UMRÆÐUM á Alþingi sl. miðvikudag lét Ögmundur Jónasson alþingismaður þau orð falla að hann efaðist um að upplýsingar sem fram komu í frétt Morgunblaðsins 13. janúar sl. um fjölskyldutekjur öryrkja væru réttar. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Fleiri flytja til Íslands en frá

ÁRIÐ 2000 fluttust 1.714 fleiri einstaklingar til landsins en frá því, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Aðfluttir íslenskir ríkisborgarar voru 62 fleiri en brottfluttir og 1. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fundur um efnahagsmál

Í TENGSLUM við kjördæmisþing sjálfstæðismanna í Reykjavík um helgina efnir Vörður - Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til opins fundar um efnahagsmál á Hótel Sögu, Sunnusal, laugardaginn 20. janúar kl. 14.30. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Gaf Vífilsstaðaspítala neyðarvagn

NÝLEGA afhenti Efling-stéttarfélag Vífilsstaðaspítala að gjöf neyðarvagn til nota fyrir spítalann. Á liðnu ári fagnaði Vífilsstaðaspítali 90 ára afmæli og hefur þess verið minnst með ýmsum hætti m.a. með þessari gjöf. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 132 orð

Gagna leitað í ráðuneytum

FRANSKA lögreglan hefur gert leit að gögnum um kúariðu á skrifstofum landbúnaðar-, heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis Frakklands, að því er AP -fréttastofan hafði eftir heimildamönnum innan dómskerfisins í fyrradag. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Gönguferð með FÍ

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar sunnudaginn 21. janúar. Að þessu sinni verður gengið af Hellisheiði með Tröllahlíð og niður að Votabergi við Þrengslaveg. Þetta eru um 10 km og lækkun í landslagi um 200 metrar. Áætlaður göngutími er um 4 klst. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hafís í meðallagi

Í ÍSKÖNNUNARFLUGI Landhelgisgæslunnar á fimmtudag sást hafísbreiða norðvestur af landinu, en hafísinn er þó fjarri siglingaleiðum umhverfis landið. Hafísinn hefur nálgast landið nokkuð að undanförnu en stöðvast vegna suðaustanátta. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Halaleikhópurinn sýnir verk eftir Dario Fo

HALALEIKHÓPURINN, Hátúni 12, frumsýnir í dag, laugardag, kl. 17 leikritið Nakinn maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo. Leikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Meira
20. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 131 orð | 1 mynd

Handverk fyrir þá sem vilja stunda listsköpun

JÓHANNA Friðfinnsdóttir hefur sett á stofn handverksstofu í Borgarhlíð 7, kjallara, sem hún nefnir Handverk Jóhönnu. Jóhanna hefur fengist við myndlist, glerlist og leirlist síðastliðin 10 ár. Hún lauk námi frá Myndlistarskóla Arnar Inga á síðsta ári. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Hátíðahöldin hafin

MIKIÐ er um dýrðir í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, vegna embættistöku George W. Bush sem í dag sver embættiseið sem 43. forseti Bandaríkjanna. Hátíðahöldin hófust á fimmtudagskvöld og munu standa yfir fram á sunnudag. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 857 orð | 1 mynd

Hefðir og saga

Guðrún Hannele Henttinen fæddist 23. október 1956 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976 og prófi frá textíldeild Kennaraháskóla Íslands 1985. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 678 orð | 1 mynd

Heildarlaun kennara hækka um 26-34%

FRAM kom á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær að heildarlaunasumma grunnskólakennara mun hækka með nýjum kjarasamningi um 26-34%. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 201 orð

Heimasíðukeppni grunnskólabarna

VERÐLAUNASAMKEPPNI í heimasíðugerð í grunnskólum Reykjavíkur er hafin. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 299 orð

Himmler bauð frið í ágúst 1944

HEINRICH Himmler, leynilögregluforingi Þýzkalands nazismans, gerði án vitundar Adolfs Hitlers tilraun til að fá Breta til að semja um frið tæpu ári áður en síðari heimsstyrjöldinni lauk. Er þetta fullyrt í nýrri heimildamynd brezka sjónvarpsins, BBC . Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Iðntæknistofnun útskrifar rannsóknamenn

IÐNTÆKNISTOFNUN útskrifaði í desember sl. 17 nýja rannsóknamenn. Var þetta fimmti útskriftahópurinn og sá stærsti frá upphafi. Aðdragandi að námskeiðinu var sá að fyrir nokkrum árum benti dr. Meira
20. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 269 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Séra Svavar A. Jónsson. Upphaf sunnudagaskólans á nýju ári. Léttar veitingar í Safnaðarheimili eftir messu. Fundur í Æskulýðsfélaginu sama dag kl. 17. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. Meira
20. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 165 orð | 1 mynd

Kylfingur valinn íþróttamaður ársins í Garðabæ

KYLFINGURINN Ottó Sigurðsson var fyrir skemmstu valinn íþróttamaður ársins 2000 í Garðabæ. Í fréttatilkynningu um atburðinn segir, að Ottó hafi æft hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar síðastliðin 7 ár og náð glæsilegum árangri. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Leiðir til meiri hættu á meðgöngueitrun

NORSKAR rannsóknir hafa sýnt að hækkað hlutfall offitu meðal kvenna á barneignaraldri leiðir til aukinnar hættu á að þungaðar konur verði fyrir meðgöngueitrun sem haft getur neikvæð áhrif á heilsufar móður og barns. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

LEIÐRÉTT

Heilbrigðisvottorð fylgdi Vegna fréttar í blaðinu í gær um að tollstjórinn í Reykjavík hefði ekki gert athugasemd við innflutning Nóatúns á írsku nautalundunum skal það áréttað að opinbert heilbrigðisvottorð fylgdi innflutningnum. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 242 orð

Lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun Goða hf.

Á FUNDI bæjarstjórnar Borgarbyggðar sem haldinn var fimmtudaginn 18. janúar 2001 var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt: "Bæjarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnar Goða hf. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Lýsir eftir vitnum vegna bruna

LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum sem kunna að hafa orðið vör við mannaferðir við Hraunbæ 42 á tímabilinu frá kl. 4 til 5.20 aðfaranótt miðvikudags 17. janúar s.l. Lögreglan vinnur nú að rannsókn bruna, sem varð í sorpgeymslu fjölbýlishússins. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Lýst eftir bifreið

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni PU-876 sem er Mitsubishi L-200 pallbifreið, rauð að lit, árgerð 1991. Bifreiðin er með grjótgrind að framan. Bifreiðin hvarf frá Skipasundi 7 aðfaranótt fimmtudags, 18. janúar. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 192 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að nokkrum umferðaróhöppum sem orðið hafa undanfarna daga. Ekið var á gráa Nissan Primera bifreið við Skipholt 14 miðvikudaginn 17. janúar á tímabilinu frá kl. 11.30-15.10. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Lögmenn í vanda vegna tölvuorms

TÖLVUORMURINN I-Worm.Navidad gerði í vikunni usla í tölvukerfum fjölmargra lögmanna hér á landi en hann barst í tölvur þeirra með pósti frá Lögmannafélagi Íslands. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 197 orð | 2 myndir

Menningarsjóður í tengslum við bókasafn Halldórs Laxness

VÍGSLA bókasafns Norræna hússins í New York, sem kennt er við Halldór Laxness, fór fram sl. fimmtudagskvöld. Af því tilefni var sagt frá stofnun menningarsjóðs sem veita mun styrki til íslenskra menningarviðburða í borginni. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Mikil fjölgun einkamála síðustu tvö ár

ALMENNUM einkamálum sem þingfest eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur fjölgað um 55% frá 1998. Í fréttatilkynningu frá dómnum segir að ekki verði með góðu móti séð hver sé ástæða þessarar miklu fjölgunar. Um það séu skiptar skoðanir. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Minni geislanotkun með nýju rannsóknatæki

GE Innova 2000 heitir nýtt tölvusneiðmyndatæki frá bandaríska tæknifyrirtækinu General Electric, þeirri deild sem sér um þróun og framleiðslu lækningatækja. Hekla hf. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 196 orð

Nautgripaafurðir í lyfja-hylkjum

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hf. notar við lyfjaframleiðslu sína gelatín eða hlaupefni úr evrópskum og bandarískum nautgripaafurðum, sem hafa fengið tilskilin vottorð stofnana lyfjamála í Evrópu. Meira
20. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 90 orð | 1 mynd

Ný gólfefnaverslun á Akureyri

NÝ gólfefnaverslun, Úti og inni, hefur verið opnuð á Njarðarnesi 1 á Akureyri, norðan við nýja Toyota-húsið. Eigendur verslunarinnar eru Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 85 orð

Nýjum leiðtoga í Kinshasa hafnað

UPPREISNARMENN í Lýðveldinu Kongó höfnuðu í gær Joseph Kabila sem bráðabirgðaleiðtoga landsins eftir dauða föður hans, Laurents Kabila forseta, og sögðu að hann hefði hafið hernaðaraðgerðir að nýju. Meira
20. janúar 2001 | Miðopna | 701 orð | 4 myndir

Nýtt byggingarsvæði innan vallargirðingar

VERULEGT byggingarsvæði myndast á háskóla- og Skerjafjarðarsvæðinu samkvæmt tillögum um nýtt skipulag Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd sem unnar hafa verið fyrir Flugmálastjórn og mikil uppbygging viðskipta- og þjónustuhúsnæðis er möguleg í... Meira
20. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 116 orð

Nýtt hringtorg á Strandgötu

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar mælir með því við bæjarstjórn að gert verði nýtt hringtorg á gatnamótum Strandgötu og Fornubúða en að sögn Kristins Ó. Magnússonar bæjarverkfræðings anna gatnamótin ekki umferðinni um þau og myndast oft langar biðraðir. Meira
20. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 452 orð | 1 mynd

Ný vegtenging bæjarins við Vesturlandsveg

BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ hafa gert samning við Íslenska aðalverktaka hf. um að hefja á þessu ári framkvæmdir við nýja vegtengingu bæjarins við Vesturlandsveg. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

Nærri 34 tonn flutt inn frá júlí 1999

SAMKVÆMT upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur innflutningur á nautakjöti til landsins frá því í júlí 1999 numið tæpum 34 tonnum. Þar af hefur langmest komið frá Danmörku, eða 19,5 tonn. Um 6 tonn hafa komið frá Hollandi og 6,4 tonn frá Írlandi. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 594 orð | 1 mynd

Nörruðu vankunnandi Íslendinga til að kaupa hluti í deCODE

SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins sem hófst í gær að fjármálafyrirtæki eins og Landsbankinn hefðu tekið deCODE genetics, móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, upp á arma sína, og síðan... Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 351 orð

Óháðir aðilar geri úttekt á eftirliti og reglum

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögur Matvælaráðs og stjórnskipaðrar sóttvarnanefndar um aðgerðir gegn hugsanlegri hættu á kúariðusmiti með innfluttum matvælum og efnum til matvælavinnslu. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 247 orð

Peningaskuld sögð ástæða morðsins

TVEIR piltar, 17 og 19 ára, eru í haldi sænsku lögreglunnar vegna morðsins á 16 ára menntaskólanema í Stokkhólmi í fyrradag. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

"Bandaríkjunum hefur vegnað vel"

BILL Clinton, fráfarandi Bandaríkjaforseti, flutti kveðjuávarp á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í fyrrakvöld og sagði að Bandaríkjunum hefði vegnað vel á átta ára valdatíma hans. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ráðherra á batavegi

UGGI Agnarsson hjartalæknir hefur annast Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í veikindum hennar og segir hann ráðherra vera á batavegi. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Rússnesk messa

RÚSSNESK messa verður haldin í Friðrikskapellu sunnudaginn 21. janúar og hefst kl. 10. Longin erkibiskup, annar tveggja biskupa rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Þýskalandi, þjónar fyrir altari. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Samfylkingin í SAMAK

SAMFYLKINGIN gerðist formlega aðili að SAMAK, samstarfsvettvangi norrænna jafnaðarmannaflokka og Alþýðusambanda Norðurlandanna, á ársfundi samtakanna í Ósló 11.-12. janúar síðastliðinn. Meira
20. janúar 2001 | Landsbyggðin | 185 orð | 2 myndir

Silkitoppur í heimsókn

TVÆR SILKITOPPUR hafa gert sig heimkomnar í húsagörðum íbúa við Sólhlíð og Fífilsgötu í Vestmannaeyjum. Heimilisfólkið þar hefur gefið þeim að borða, m.a. epli sem fuglarnir hafa borðað með bestu lyst. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 282 orð

Sjómenn bjóða samning til eins árs frá áramótum

SJÓMANNASAMTÖKIN gerðu útvegsmönnum tilboð á fundi viðsemjenda hjá ríkissáttasemjara í gær og hafa útvegsmenn frest til þriðjudags til að svara en næsti fundur verður líklega haldinn um miðja næstu viku. Lög um kjarasamningana runnu út 15. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð

Skemmdir í stórviðri

VEÐUR var afspyrnuvont í Súðavík í stórviðrinu á Vestfjörðum um miðja vikuna og gekk á með miklu hvassviðri með úrkomu. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Skírnar frelsarans minnst

RÚSSAR aðstoða nunnu, sem stakk sér ofan í ísholu við trúarlega athöfn á ísi lagðri tjörn nálægt Pavlodar í gær þegar rússneska rétttrúnaðarkirkjan minntist skírnar Krists. Skírnardagur Krists er einn af tólf hátíðisdögum... Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 450 orð

Skoða þarf saltnotkun og steyptar götur

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, segir að sér þyki um of einblínt á nagladekk í umræðum um rykmengun í borginni og slit á malbiki. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 260 orð

Skólavarðan - nýtt tímarit kennarasambandsins

SKÓLAVARÐAN, nýtt blað Kennarasambands Íslands, hefur göngu sína í dag. Blaðið er 24 blaðsíður að stærð í A4 broti og kemur út tíu sinnum á ári, janúar til maí og ágúst til desember. Skólavarðan er málgagn Kennarasambands Íslands. Meira
20. janúar 2001 | Landsbyggðin | 232 orð | 1 mynd

Skref til skuldalækkunar eftir uppbyggingu

Stykkishólmi- Bæjarstjórn Stykkishólms hélt sinn 150. fund þann 15. janúar, þar sem fjárhagsáætlun bæjarins og undirfyrirtækja var afgreidd með 7 samhljóða atkvæðum. Skatttekjur bæjarsjóðs eru 270 milljónir kr. Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir 46 m.kr. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 448 orð

Slæmt fyrirkomulag að mati Öryrkjabandalagsins

ÖRORKULÍFEYRIR sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir öryrkjum fellur niður ef lífeyrisþegi þarf að dveljast lengur en fjóra mánuði á sjúkrastofnun eða vistheimili samanlagt á tuttugu og fjögurra mánaða tímabili og ef samfelld vist hans hefur staðið í... Meira
20. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 54 orð | 2 myndir

Slökkviliðið með jólaskreytingu ársins 2000

JÓLASKREYTING Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. varð fyrir valinu er Orkuveita Reykjavíkur valdi jólaskreytingu ársins 2000. Hún þótti bæði frumleg og skemmtileg. Meira
20. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Spurningakeppni Baldursbrár

ÁTTA liða úrslit í spurningakeppni Baldursbrár verða sunnudaginn 21. janúar kl 20.30 í safnaðarsal Glerárkirkju. Aðgangseyrir er 600 kr. og gildir sem happdrættismiði. Ágóði af keppninni í vetur rennur í söfnun fyrir steindum glugga í Glerárkirkju. Ath. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 393 orð | 2 myndir

Stífir fundir í trygginganefnd Alþingis

HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis fundaði í allan gærdag um öryrkjafrumvarpið svokallaða en því var vísað til nefndarinnar og annarrar umræðu í atkvæðagreiðslu á Alþingi á níunda tímanum á fimmtudagskvöld með 31 samhljóða atkvæði. Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 231 orð

Umdeildir tvíburar í umsjá yfirvalda

TVÍBURASYSTURNAR, sem tvenn hjón telja sig hafa ættleitt í gegnum Netið, voru í gær færðar í umsjá barnaverndaryfirvalda í Flintshire-sýslu í Bretlandi, þar til niðurstaða hefur fengist í máli þeirra. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð

Vatnsmýrin hagkvæmasta svæðið

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagði á fréttamannafundi í gær, að aðrir kostir en endurbyggður Reykjavíkurflugvöllur á núverandi stað eða flutningur miðstöðvar innanlandsflugs til Keflavíkur væru ekki raunhæfir. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Vetrarganga Útivistar í Heiðmörk

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á sunnudaginn 21. janúar kl.10.30 í gönguferð um friðlandið á Heiðmörk. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 365 orð

Vill fornminjar heim til Íslands

ÞORGERÐUR K. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 244 orð

Vinnutímaákvæði færð til

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur gefið út tvær endurskoðaðar reglugerðir um starfsemi framhaldsskóla. Annars vegar er um að ræða reglugerð um starfslið og skipulag framhaldsskóla og hins vegar reglugerð um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga. Meira
20. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Vitni vantar að sprengingu á Broadway

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík vinnur að rannsókn máls þar sem tveir ungir menn urðu fyrir heyrnarskaða á Broadway, Hótel Íslandi, sl. nýársnótt. Málsatvik eru þau að mennirnir voru staddir á einu af salernum Broadway er þangað inn var hent... Meira
20. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Ætlar að taka sér hlé frá störfum

YFIRLÝSING blökkumannaleiðtogans og baptistaprestsins Jesses Jacksons um að hann hafi átt barn utan hjónabands hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Meira

Ritstjórnargreinar

20. janúar 2001 | Staksteinar | 420 orð | 2 myndir

Á því ber að vekja athygli

BÆJARINS besta á Ísafirði fjallar um vanda atvinnulífsins fyrir vestan og bendir á að m.a. geti fyrirtæki annars staðar á landinu flutzt til Ísafjarðar, vilji þau eiga kost á ódýru húsnæði. Meira
20. janúar 2001 | Leiðarar | 927 orð

BUSH TEKUR VIÐ

George W. Bush, sem í dag tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna, er að mörgu leyti óskrifað blað. Meira

Menning

20. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Árshátíð Partyzone

ÁN ÚTVARPSÞÁTTARINS Partyzone hefðu tónlistaráhugamenn líklegast algjörlega verið úr sambandi við plötusnúðamenningu heimsins síðustu tíu árin eða svo. Meira
20. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 1086 orð | 5 myndir

Brúðkaup og barneignir

Fræga fólkið fékk ekki að hafa einkalíf sitt í friði árið 2000 frekar en fyrri daginn. Má segja að árið hafi verið sannkallað slúðurár og úr nógu að moða fyrir slúðurdálka blaða og tímarita. Sunna Ósk Logadóttir leit um öxl og komst að því að brúðkaup og barneignir stjarnanna voru það helsta sem var í fréttum. Meira
20. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 782 orð | 4 myndir

Dúfnaveislan

EINN meginmunurinn á því að hlýða í fyrsta skiptið á plötu nýgræðinga og listamanna sem lengra eru komnir er sá að maður fer ósjálfrátt að líta á bakgrunn hinna fyrrnefndu og reyna að negla niður áhrifavalda eða einhverja sem hægt er að bera þá saman... Meira
20. janúar 2001 | Menningarlíf | 755 orð | 1 mynd

Fiðlan sprettur úr alþýðumenningu

Fiðlan er heiti heimildarmyndar um fiðlusmíði sem frumsýnd verður í Sjónvarpinu annað kvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir heimsótti Hans Jóhannsson fiðlusmið á verkstæði hans í miðbæ Reykjavíkur og spurði hann út í tilurð myndarinnar og djöfullega náttúru fiðlunnar. Meira
20. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 35 orð | 1 mynd

Hártískan í Hamborg

ÞESSAR föngulegu sýningarstúlkur skarta nýjustu vor- og sumarhárgreiðslunni sem kynnt var í Hamborg á dögunum. Meira
20. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 246 orð | 1 mynd

Hélt uppi merki mannréttinda

TÓNLISTARMANNINUM Sting var á mánudag veittur einn mesti heiður sem ríkisstjórn Chile veitir einstaklingum fyrir framlag sitt til verndar mannréttindum á tímum einræðisherrans Augusto Pinochet. Meira
20. janúar 2001 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Notuðu hiklaust forgengileg efni

Í NÝLISTASAFNINU verður sýningin "Nýja málverkið, andar það enn" opnuð í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin er í árvissri röð sýninga Nýlistasafnsins sem hafa yfirskriftina "Samræður við safneign". Meira
20. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 369 orð | 2 myndir

Sigurvegarinn er frá félagsmiðstöðinni Afreki í Fellabæ

SÖNGKEPPNI SAMAUST, samtaka félagsmiðstöðva á Austurlandi, var haldin í fyrri viku í Valaskjálf á Egilsstöðum. Samtökin voru stofnuð í fyrravetur, en þau eru undirsamtök SAMFÉS, landssamtaka félagsmiðstöðva. Meira
20. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Tíðindaleysi á úlfaldamarkaðinum

Cochin, Kerala, Indlandi, 19. júní. Þeir sátu á dívani undir segldúk við hlið úlfaldanna sem þeir voru að reyna að selja. Það vantaði bara kaupendur. "Það fer eftir hvað er boðið," var svarið þegar spurt var um verð á fullorðnum úlfalda. Meira
20. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 67 orð | 6 myndir

Yfir 800 hönnuðir á fjórum dögum

TÍSKUVIKUNNI í Hong Kong er nú lokið. Þar sýndu hönnuðir, aðallega frá Asíu og Ástralíu, fatnað þann sem hannaður var með næsta haust og vetur í huga. Meira
20. janúar 2001 | Skólar/Menntun | 1131 orð | 4 myndir

Þróun stærðfræðikennslu

Líf í tölum III/ Stærðfræðikennarar kynntu sér nýjar aðferðir og tæki í kennslu á stærðfræðiárinu. Einnig miðluðu þeir eigin verkum. Anna Kristjánsdóttir prófessor segir hér frá dæmum um nýjungar í stærðfræðikennslu í tilefni af þáttaröðinni Líf í tölum í Sjónvarpinu. Meira

Umræðan

20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 36 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sextug verður þriðjudaginn 23. janúar, Hulda Róselía Jóhannsdóttir skrifstofumaður, Klapparási 5, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar Jóhannes Óli Garðarsson taka á móti gestum í dag laugardaginn 20. janúar kl. Meira
20. janúar 2001 | Aðsent efni | 938 orð | 1 mynd

Ábyrgðin gerir yður frjálsa

Hið þjála opna og löglega fjármálakerfi Vesturlanda, segir Jóhann J. Ólafsson, gerir það að verkum að hægt er að nýta fjármagnið í margföldum tilgangi af mörgum aðilum, samtímis. Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 549 orð

Áttu draum?

NÚ er stærsta hátíð kristinna manna yfirstaðin og lífið að komast í fastar skorður aftur. Verst hvað hátíðin sjálf er stutt. Hver gæti ekki þegið lengra frí, og geta þá dreift t.d. þessum matarboðum yfir fleiri daga. Meira
20. janúar 2001 | Aðsent efni | 1059 orð | 1 mynd

Ávinningur af Lönguskerjum var skoðaður of þröngt

Þegar allir efnahagsþættir eru komnir inn í dæmið, segir Trausti Valsson, verður ávinningur Reykjavíkur af flutningi flugvallarins út á Löngusker miklu meiri en tilkostnaðurinn við gerð flugvallar þar. Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Hafnarkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Eydís Dóra Einarsdóttir og Halldór Bragi Gíslason. Heimili þeirra er á Sunnubraut... Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. í Stykkishólmskirkju af sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni Elínborg Sturludóttir og Jón Ásgeir... Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. október sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Magnea Viggósdóttir Morgan og Kenneth Morgan . Heimili þeirra er í... Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 491 orð | 1 mynd

Enn strandar Kasparov á Berlínarmúr Kramniks

13.-28.1 2001 Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 766 orð

(Esk. 34, 16.)

Í dag er laugardagur 20. janúar, 20. dagur ársins 2001. Bræðramessa. Orð dagsins: Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka. Ég mun halda þeim til haga, eins og vera ber. Meira
20. janúar 2001 | Aðsent efni | 879 orð | 3 myndir

Faraldsfræðilegar rannsóknir hjá Krabbameinsfélaginu

Íslenskir vísindamenn, segir Laufey Tryggvadóttir, hafa lagt mikilvægt lóð á vogarskálarnar í vinnu sem leiddi til þess að á síðasta áratug tókst að finna tvö gen sem auka mjög hættu á brjóstakrabbameini. Meira
20. janúar 2001 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Fyrir hvern er Schengen?

Þátttökugjaldið, segir Ómar Kristjánsson, er margir milljarðar króna. Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 592 orð

Hvernig FBA-samtökin hjálpa mér

TÓLF spora samtökin FBA (fullorðin börn alkóhólista, ekki Fjárfestingabanki atvinnulífsins!!) voru stofnuð hér 1987 og hafa hjálpað mörgum, þ.á m. mér. Að alast upp við alkóhólisma eða sambærilegar aðstæður, t.d. Meira
20. janúar 2001 | Aðsent efni | 766 orð | 1 mynd

Í þessu felast útúrsnúningarnir

Skerðing tekjutengingar vegna tekna maka er óheimil, segir Arnþór Helgason, samkvæmt áður nefndum lögum og reglugerðum. Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 467 orð

KUNNINGI Víkverja er snyrtilegur og vill...

KUNNINGI Víkverja er snyrtilegur og vill ganga þokkalega um umhverfi sitt. Umhirða og rekstur heimilisbílsins er í hans umsjá. Hann ekur á ónegldum vetrardekkjum enda spæna þau ekki upp malbikið. Meira
20. janúar 2001 | Aðsent efni | 950 orð | 1 mynd

Reykjavík fær falleinkunn

Það er gömul saga og ný í íslenskum stjórnmálum, segir Júlíus Hafstein, að þegar flokkarnir eru margir sem koma að stjórnun opinberra fjármála þá reynist aðhaldið minna og miklu erfiðara. Meira
20. janúar 2001 | Aðsent efni | 910 orð | 1 mynd

Samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök

Í Svíþjóð og Danmörku hefur umhverfisverndarsamtökum verið tryggður lagalegur réttur, segir Katrín Fjeldsted, til aðildar að náttúruverndar- og umhverfismálum. Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 85 orð

Vökunætur

Þér ég helga þessar nætur, þessar dimmu vökunætur, þessar björtu Braganætur, bezta, eina vina mín, því ég vaki vegna þín. Ég er þinn um þessar nætur, þessa daga og nætur, ár og daga, alla daga og nætur. Niðurstaða Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu. Meira
20. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 276 orð

Örlítið meira um Bröttubrekku

ÉG las smápistil í Morgunblaðinu hinn 29. des. 2000 eftir Ómar Arason, Stuðlaseli 36, Reykjavík, sem bar heitið "Brattabrekka". Meira

Minningargreinar

20. janúar 2001 | Minningargreinar | 2158 orð | 2 myndir

DÍDÍ AVTK. ANANDA SUKRTI

Dídí Avtk. Ananda Sukrti, öðru nafni Sunneva Engle, fæddist í bænum Iloilo á Filippseyjum 12. janúar 1955. Hún lést á Indlandi 27. desember síðastliðinn. Hún ólst upp í stórum systkinahópi og lærði búnaðarfræði við háskóla á Filippseyjum. Meira  Kaupa minningabók
20. janúar 2001 | Minningargreinar | 356 orð | 1 mynd

GARÐAR ÁGÚST GUÐMUNDSSON

Garðar Ágúst Guðmundsson fæddist 15. mars 1933. Hann lést í Lindsay Ont, Kanada, 20. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Kristjánsdóttur og Guðmundar Helga Bjarnasonar sem bæði eru látin. Garðar var kvæntur Ásdísi Guðbjartsdóttir og áttu þau fjögur börn. Útför Garðars fór fram í Lindsay Ont í Kanada 22. október. Meira  Kaupa minningabók
20. janúar 2001 | Minningargreinar | 1437 orð | 1 mynd

GUÐRÚN INGJALDSDÓTTIR

Guðrún Kristjana Ingjaldsdóttir (Lillý) fæddist í Reykjavík 29. júlí 1924. Hún lést á dvalarheimilinu Helgafelli á Djúpavogi 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, f. 2.12.1898 í Rvík, d. 19.6. Meira  Kaupa minningabók
20. janúar 2001 | Minningargreinar | 809 orð | 1 mynd

JÓN ELÍS GUÐMUNDSSON

Jón Elís Guðmundsson fæddist í Reykjavík 20. janúar 1973. Hann varð bráðkvaddur í Mexíkó 9. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. desember. Meira  Kaupa minningabók
20. janúar 2001 | Minningargreinar | 1295 orð | 1 mynd

PÉTUR STEFÁNSSON

Þau eru misjöfn áhrifin sem mennirnir hafa hver á annan; Pétur á Reykjum var gimsteinn á vegferð okkar og það glóir á hann enn. Meira  Kaupa minningabók
20. janúar 2001 | Minningargreinar | 2200 orð | 1 mynd

Sigríður Guðmundsdóttir

Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Fjalli á Skeiðum 1. apríl 1911. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, bóndi í Fjalli frá 1902, f. 17. apríl 1867, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
20. janúar 2001 | Minningargreinar | 928 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR

Sigurbjörg Jónsdóttir fæddist á Siglufirði hinn 16. september 1928 og ól allan sinn aldur þar. Hún lést á heimili sínu 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigrún Ólafía Markúsdóttir og Jón Friðrik Marinó Þórarinsson. Meira  Kaupa minningabók
20. janúar 2001 | Minningargreinar | 1521 orð | 1 mynd

ÞORVALDUR FRIÐRIKSSON

Þorvaldur Friðriksson fæddist í Borgarnesi 4. desember 1921. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Houston í Texas 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga G. Ólafsdóttir, f. 3.5. 1890, d. 19.10. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 156 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar JANÚAR 2001 Mánaðargreiðslur...

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar JANÚAR 2001 Mánaðargreiðslur Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 16.582 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 31.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 32. Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 335 orð | 1 mynd

Chiquita í greiðsluerfiðleikum

CHIQUITA Brands International Inc. hefur tilkynnt að fyrirtækið muni ekki geta staðið í skilum með afborganir af öllum lánum sínum, samkvæmt frétt í Evrópuútgáfu Wall Street Journal . Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 1696 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 19.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 19.1.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Ýsa 138 138 138 153 21.114 Samtals 138 153 21.114 FMS Á ÍSAFIRÐI Hrogn 260 260 260 83 21.580 Karfi 85 66 67 1.635... Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 450 orð

Fyrirtæki keppast við að leysa móttökuvandann

ÞAÐ er einfalt að panta vörur yfir Netið - en hver á að taka á móti vörunum? Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Hagnaður Microsoft í takt við spár

HAGNAÐUR Microsoft á síðasta fjórðungi ársins nam 2,624 milljörðum dala eða liðlega 223 milljörðum íslenskra króna og jókst hann um 7,7% miðað við sama tímabil árið 1999. Hagnaðurinn er mjög í takt við það sem flestir markaðssérfræðingar höfðu spáð. Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Illum við Strikið lokað

ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka Illum stórversluninni í Kaupmannahöfn og lýkur þar með 110 ára sögu verslunarinnar í borginni. Byggingunni, sem stendur við Strikið, verður breytt í svokallaða lífsstílsmiðstöð þar sem verður fjöldi sérverslana. Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 129 orð

LetsBuyIt fær frest

DÓMSTÓLLINN í Amsterdam, sem hefur með mál LetsBuyIt að gera, hefur veitt fyrirtækinu frest fram á næsta fimmtudag til þess að leggja fram 320 milljónir í tryggingarfé. Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 92 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.235,11 -0,17 FTSE 100 6.240,80 0,50 DAX í Frankfurt 6.734,10 1,48 CAC 40 í París 5.945,88 1,46 KFX Kaupmannahöfn 336,19 -0,02 OMX í Stokkhólmi 1. Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 357 orð | 1 mynd

Mikil aukning í hlutabréfaeign

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn var rekinn með 21 milljónar króna tapi eftir skatta á síðasta ári en árið 1999 nam hagnaður sjóðsins 41,5 milljónum króna. Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 617 orð

Stundum á mörkum þess að vera villandi

STARFSMENN Verðbréfaþings Íslands hafa þurft að gera athugasemdir við fréttatilkynningar og upplýsingar sem félög á þinginu hafa sent frá sér, að sögn Finns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VÞÍ. Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 71 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 19.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 19.1. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
20. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 261 orð | 1 mynd

Yfirvöld í Þýskalandi rannsaka peningaþvætti

RÍKISSAKSÓKNARAR í Þýskalandi hafa staðfest að Trans-World samsteypan sé þungamiðjan í rannsókn á peningaþvætti, sem kunni að snúast um milljarða Bandaríkjadala og ná aftur til ársins 1997, að því er fram kemur í frétt í The Wall Street Journal . Meira

Daglegt líf

20. janúar 2001 | Neytendur | 170 orð

Hvað er í efninu modal?

Hvað er í efninu modal? Í versluninni Oasis í Kringlunni er að finna fatnað sem inniheldur efnið modal. Hvað er í því efni? "Modal er náttúrulegt efni og ákveðin tegund af bómull," segir Lorna A. Cartwright, verslunarstjóri Oasis í Kringlunni. Meira
20. janúar 2001 | Neytendur | 397 orð | 1 mynd

Leiðir til næringarskorts og ýtir undir neyslu óhollrar fæðu

TILLAGA um að vítamínbæta sætindi hefur vakið takmarkaða hrifningu næringarfræðinga. Hjá Evrópusambandinu liggur nú fyrir tillaga um að bæta fjör- og steinefnum í sælgæti. Meira
20. janúar 2001 | Neytendur | 207 orð | 1 mynd

Spurt og svarað

Eru hrogn og lifur næringarrík fæða? Hvert er næringarinnihaldið í hrognum og lifur? Meira

Fastir þættir

20. janúar 2001 | Fastir þættir | 530 orð | 1 mynd

Af hverju stafar dofi?

Spurning: Ég hef í nokkra mánuði fundið fyrir doða eða dofa í iljunum. Hér er ekki um náladofa að ræða. Ég finn ekki fyrir þessu þegar ég geng en verð vör við þennan dofa í kyrrstöðu. Hvað getur þetta verið? Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 2124 orð | 7 myndir

Austast á Austurlandi

Lesandi góður, vertu velkominn að slást í för með mér um draumaland náttúruunnenda og þeirra sem hafa ánægju af því að leita fróðleiks og sagna um menningu og sögu þeirra sem byggðu strendur og nes austast á Austurlandi. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 272 orð

Bóluefni gegn briskirtilskrabba lofar góðu

BÓLUEFNI, sem verið er að gera tilraunir með, kann að reynast áreiðanleg og áhrifarík leið til að draga úr vexti krabbameins í brisi, sem er ein banvænasta gerð krabbameins og sú sem er hvað erfiðast að meðhöndla. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 79 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ. Fimmtud. 11. janúar 2001. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss.- Rafn Kristjánss. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 60 orð

Bridsfélag Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn...

Bridsfélag Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 15. jan. sl. var spilaður tvímenningur. 24 pör mættu, meðalskor 216 stig. Hæsta skor í N/S Birna Stefnisd. - Aðalsteinn Steinþórss. 262 Eyþór Haukss. - Helgi Samúelss. 239 Anna G. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 78 orð

Bridsfélag Hafnarfjarðar Fyrstu tvær umferðirnar í...

Bridsfélag Hafnarfjarðar Fyrstu tvær umferðirnar í aðalsveitakeppni félagsins voru spilaðar mánudaginn 15. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 161 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 18.janúar var spilað þriðja og síðasta kvöldið í tvímenning kebab-hússins. Besta skori kvöldsins náðu í n-s meðalskor 216 Ármann J. Láruss.-Gísli Þór Tryggvas. 257 Ragnar Björnss.-Sigurður Sigurjónss. 243 Árni M. Björnss. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 234 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson.

MARGT er skrítið í brids. Þegar fimm tromp eru úti og annar varnarspilarinn liggur með þau öll er venjulega betra að vera í gröndum. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 1232 orð | 1 mynd

Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kindakjöt verið könnuð?

Undanfarna viku hafa svör birst á Vísindavefnum um lystarstol, hvort lögreglumenn megi fela sig við radarmælingar, meðferð persónuupplýsinga um leikskólabörn, hvort löglegt sé að neyta áfengis við 18 ára aldur, reglu Bells, eggjasuðu í örbylgjuofni og nöfn reikistjarnanna. Aðsókn að Vísindavefnum hefur verið mjög mikil í vikunni og farið upp fyrir 800 gesti á dag. Nokkur pláss eru laus fyrir styrktaraðila. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 247 orð | 1 mynd

Hjartalyf kann að vinna gegn mígreni

NÝTT úrræði kann að vera innan seilingar fyrir þá sem þjást af mígrenihöfuðverkjum en hafa ekki hlotið bót fyrir tilstilli hefðbundinna lyfja. Meira
20. janúar 2001 | Í dag | 1086 orð | 1 mynd

Kvöldmessa í Grensáskirkju

ANNAÐ kvöld, sunnud. 21. janúar, verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Kvöldmessan ætti að höfða til þeirra sem vilja gjarnan sækja guðsþjónustur í kirkju en finnst hefðbundið form þunglamalegt og fráhrindandi. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 356 orð | 1 mynd

Langtíma megrunarlyf?

Megrunin rennur oftar en ekki út í sandinn. Nú kann hjálp að vera innan seilingar. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 1650 orð | 1 mynd

(Matt. 8.)

Jesús gekk ofan af fjallinu. Meira
20. janúar 2001 | Dagbók | 104 orð

"Stund í sól" í bíósal MÍR

STUND í sól (Time in the Sun) nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 21. janúar kl. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

ENSKI stórmeistarinn Jim Plaskett (2525) þykir litrík persóna og er skákstíllinn í réttu samhengi við það. Hann þykir sókndjarfur í meira lagi og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 408 orð | 1 mynd

Sólskin verndar gegn MS

Líkur á því að taka MS-sjúkdóminn minnka eftir því sem nær dregur miðbaug. Nærri pólunum er þessi sjúkdómur mun algengari þótt mikil fiskneysla kunni að hjálpa Íslendingum og Norðmönnum. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 612 orð | 1 mynd

Telur sýkla vera orsök flestra sjúkdóma

NIÐURGANGUR í rannsóknarferð til Kansas varð kveikjan að bestu hugmyndum Pauls W. Ewalds. Hann er dýrafræðingur og var að kanna félagslíf spörva. En á meðan ósköpin gengu yfir þarna fyrir 24 árum hafði hann tíma til að velta öðrum hlutum fyrir sér. Meira
20. janúar 2001 | Viðhorf | 759 orð

Vaðið í villum

"Fyrir utan allar villurnar væru bækurnar uppfullar af ljósmyndum sem kæmu efni þeirra ekkert við, skýringarmyndir væru margar hverjar of flóknar og í mörgum bókanna væri stungið upp á tilraunum sem vonlaust væri að gætu gengið upp." Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 204 orð | 1 mynd

Vonir bundnar við breytt prótín

GENETÍSKT þróað prótín hefur í tilraunum á rannsóknastofu getað komið í veg fyrir að alnæmisveiran sýki frumur. Segja vísindamenn þetta lofa góð um öfluga meðferð við sjúkdómnum. Dr. Meira
20. janúar 2001 | Fastir þættir | 679 orð

Þegar Jarpur dó úr skitu allir...

NÚ verður fram haldið, þar sem frá var horfið í síðasta þætti um Morgunblaðið : Gísli Sigurðsson hefur árum saman skrifað um sjónlistir, ekki síst byggingarlist, en það orð höfum við reynt að nota um það sem útlendingar kalla "arkítektúr". Meira

Íþróttir

20. janúar 2001 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Áttum þrjá góða leiki

Bandaríkjamenn voru jafn lélegir í þessum leik og þeim fyrri. Við áttum þrjá góða hálfleiki í þessum leikjum og mér finnst það lýsa sér nokkuð sjálft. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 473 orð

Einstakt áhugaleysi

EINS og kannski mátti búast við höfðu ÍR-stúlkur ekki mikið að gera í liðsmenn Gróttu/KR þegar liðin áttust við í íþróttahúsi Austurbergs í gærkvöldi. Grótta/KR hafði betur, en munurinn sem skildi liðin að í lokin var þó aðeins 7 mörk, þar sem ÍR skoraði 13 mörk en Grótta/KR 20. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 260 orð

Ég er ánægður með leikinn og...

Ég er ánægður með leikinn og mína frammistöðu í honum. Það var gott að byrja frumraunina á Selfossi sem létti heilmikið undir með mér. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 368 orð

Ferðin til Kalkútta breyttist í martröð

ÞAÐ voru ekki ánægðir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem komu inn á hótel í Bombay í gærkvöldi, eftir þreytandi ferð frá Cochin. Þeir náðu aldrei á áfangastað, áttu að koma á hótel í Kalkútta kl. 19.30, en það varð ekki - heldur varð liðið að gista í Bombay, þar sem ekki náðist í flug til Kalkútta vegna þriggja tíma tafa á flugi frá Kerale. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

Gústaf settur út í kuldann

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gærkvöldi hvaða leikmenn hann hefur valið til þess að leika fyrir hönd Íslands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, sem hefst í Frakklandi á þriðjudaginn. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 279 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Bandaríkin 34:10 Gangur...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Bandaríkin 34:10 Gangur leiksins :1:0, 5:1, 10:2, 11:3, 13:4, 14:5, 16:6, 18:6, 21:7, 22:9, 34:10 . Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 68 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Nissan-deild kvenna Ásvellir: Haukar...

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Nissan-deild kvenna Ásvellir: Haukar - Fram 14.30 Kaplakriki: FH - ÍBV 14.30 Ásgarður: Stjarnan - Valur 16.30 KA-heimilið: KA/Þór - Víkingur 16.30 Pressuleikur Ásvellir: Pressuliðið - Bandaríkin 16. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 88 orð

Herrakvöld Hauka Herrakvöld Hauka verður haldið...

Herrakvöld Hauka Herrakvöld Hauka verður haldið í kvöld í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Húsið verður opnað kl. 19. Ræðumaður er Samúel Örn Erlingsson, veislustjóri Konráð Jónsson. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 235 orð

Íslenska liðið hélt út

"LEIKURINN hér á Selfossi spilaðist mun betur en sá fyrri. Við gerðum miklu betur og ég er nokkuð sáttur við frammistöðu liðsins. Það hélt út allan leikinn, frá upphafi til enda. Þetta var einnig síðasta tækifæri leikmanna til að sýna hvað í þeim býr áður en hópurinn var endanlega ákveðinn," sagði Þorbjörn Jensson eftir að hann hafði tilkynnt 15 manna hópinn sem hann hyggst halda með á HM. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 117 orð

Mikill léttir hjá Indverjum

UM tíma í gær var kominn mikill titringur hjá þeim sem sjá um Indlandsmótið eftir að það spurðist út að íslenska landsliðið myndi ekki mæta til leiks í Kalkútta. Das Munshi, forseti indverska knattspyrnusambandsins, AIFF, hafði samband við Halldór B. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 568 orð | 1 mynd

Miklir yfirburðir gegn Bandaríkjamönnum

SEINNI leikur íslenska karlalandsliðsins í handknattleik gegn því bandaríska bar þess merki að leikmenn íslenska liðsins voru mættir með allt öðru hugarfari en þeir sýndu á Seltjarnarnesinu á fimmtudagskvöldið. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 489 orð | 1 mynd

PÁLL Pálsson, 26 ára varnarmaður, hefur...

PÁLL Pálsson, 26 ára varnarmaður, hefur gengið til liðs við knattspyrnulið Dalvíkur . Hann var áður í röðum Þórs á Akureyri . Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 126 orð

Sátt í Noregi

Norska knattspyrnusambandið, NFF, og þeir leikmenn sem ekki höfðu skrifað undir nýjan samning við NFF vegna ágreinings um samningsstöðu gagnvart styrktaraðilum, hafa lagt deiluna til hliðar. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 324 orð | 1 mynd

VALA Flosadóttir og Einar Karl Hjartarson...

VALA Flosadóttir og Einar Karl Hjartarson voru á dögunum útnefnd íþróttamenn ársins hjá ÍR fyrir árið 2000. AUÐUNN Einarsson , kylfingur frá Ísafirði , hefur skilað inn áhugamannaskírteini sínu og gerst golfkennari í Taílandi . Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 121 orð

Þjálfari Úrúgvæ var undrandi

ANTONIO Alfamendi, þjálfari Úrúgvæmanna, var undrandi þegar hann sá íslenska landsliðshópinn á hóteli í Bombay í gærkvöldi - og Úrúgvæmenn spurðu hvort Ísland ætti ekki að leika gegn Chile í Kalkútta á morgun. Meira
20. janúar 2001 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

Ætlar að sjá hvaða áhrif óvissuferðin hefur haft

"ÞAÐ að við erum strandaglópar hér í Bombay breytir öllu í sambandi við undirbúning okkar fyrir leikinn gegn Chile. Það er skelfilegt að þetta hafi gerst og setur undirbúning okkar úr skorðum," sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari þegar ljóst var að knattspyrnulandsliðið myndi ekki komast til Kalkútta í gær, þar sem liðið mætir Chilemönnum í undanúrslitum á Indlandsmótinu í dag. Meira

Úr verinu

20. janúar 2001 | Úr verinu | 118 orð | 1 mynd

Loðna fryst á Eskifirði

LOÐNUFRYSTING er hafin hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, en loðnuskipið Jón Kjartansson SU kom til hafnar um miðja viku með fullfermi eða um 1.600 tonn. Meira
20. janúar 2001 | Úr verinu | 212 orð

Selur hlut sinn í Geflu

FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hefur undirritað samkomulag um sölu á eignarhlut sínum í rækjuverksmiðjunni Geflu á Kópaskeri. Kaupendur eru heimamenn á Kópaskeri. Fiskiðjusamlagið á 34,07% hlut í rækjuverksmiðjunni á Kópaskeri. Söluverð fékkst ekki gefið upp. Meira
20. janúar 2001 | Úr verinu | 455 orð

Togaraskipstjóri sýknaður af veiðibroti

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær skipstjóra á skuttogaranum Þuríði Halldórsdóttur GK úr Grindavík af ákæru um veiðar með ólöglegri möskvastærð í botnvörpupoka. Var ríkissjóður dæmdur til að borga allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. Meira

Lesbók

20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 21 orð

AÐ BAKI BLÁMANUM

Ertu þarna einhvers staðar í alheims geimi ofan við skýin hvít handan við ljósið langt að baki blámanum einhvers staðar í órafjarlægum launkofum döggvotum myrkviðum slungnum úrgum stjörnuþokum um kringum en ekki... Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1745 orð | 1 mynd

AFNÁM VISTARSKYLDUNNAR OG FRJÁLSLYNDISSTEFNAN

Talsmenn vistarbandsins héldu uppeldislegu gildi þess á lofti og vantreystu útveginum til að taka við öllum þeim mannafla sem leitaði í sjávarbyggðirnar í atvinnuleit. Þeir sem vildu losa um vistarbandið eða í besta falli afnema það með öllu ræddu mjög um þá hagræðingu sem það hefði í för með sér. Umræðan endurspeglaði hugmyndalegar hræringar erlendis. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 171 orð

ALDAMÓT

Við kjöftum um rafmagn og kjöftum um fossa og krónunum fleygjum í sjávarins hyl; þá er þó betra að kjafta um kossa og kyssa svo fast að við finnum þó til; því hitt gefur ekkert í höndina aðra þó hjálpi það fólkinu ögn til að þvaðra; en hitt gefur indæla... Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð | 1 mynd

Danskir læknar

sem störfuðu á Íslandi á nítjándu öld hafa margir hverjir fengið hin verstu eftirmæli. Jón Ólafur Ísberg segir slík viðhorf hafa verið skiljanleg á sínum tíma en þau lifi enn í bókum þótt ekkert bendi til þess að þau hafi átt við rök að... Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 509 orð

DANSKIR LÆKNAR Á ÍSLANDI Á 19. ÖLD

BELDRING, Hans Peter Johan (1800-1844). Ex. theol. 1823 og trúboði á Grænlandi 1823-1828. Ex. chir. frá Kírúrgíinu í Kaupmannahöfn 1832 og síðan héraðslæknir í Austuramti til æviloka. Bjó á Brekku Bolbroe, Carl HansUlrik (1804-1888). Ex. chir. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1239 orð | 1 mynd

DULÚÐLEG OG KRAUMANDI SÖNGLJÓÐ

Í dag verður dagskrá í Salnum í Kópavogi þar sem Hrólfur Sæmundsson baríton mun syngja frönsk söngljóð jafnframt því að spjalla um bakgrunn og inntak verkanna. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR heimsótti Hrólf á æfingu og fræddist um efnisskrána. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 30 orð | 1 mynd

El Dorado

Hvað var El Dorado? Evrópskir landvinningamenn sem eltust við goðsögnina vítt og breitt um Suður- og Mið-Ameríku voru sjaldan sammála um það. Stefán Á. Guðmundsson fjallar um söguna af gyllta... Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1988 orð | 3 myndir

EL DORADO

Evrópskir landvinningamenn sem flykktust til Ameríku í leit að El Dorado voru sjaldan sammála um hvað hún merkti og hvar hennar væri að leita. Allir voru þó sannfærðir um að hún mundi færa þeim auð og sæmd, en þær voru tvær af helstu dyggðum þessara tíma. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 530 orð | 1 mynd

FJÖLLIN SEM EFNIVIÐUR OG INNBLÁSTUR

Í berginu sem Páll Guðmundsson frá Húsafelli notar til listsköpunar býr ekki aðeins myndræn fegurð heldur einnig tónlist og leyndardómar. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR heimsótti Pál þar sem hann undirbjó sýningu sína í Ásmundarsafni sem opnuð verður í dag. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð | 1 mynd

Frjálslyndisstefnan

hafði áhrif á talsmenn þess að vistarskyldan yrði lögð niður hér á landi seint á 19. öld. Sigurgeir Guðjónsson rekur umræður um atvinnufrelsi á Íslandi 1888 til... Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1102 orð

GAMLI MATSVEINNINN

Vetrarkvöld árið 1786 lá gamall maður, sem hafði verið matsveinn greifynju, banaleguna í litlu timburhúsi í útjaðri Vínarborgar. Það var nú eiginlega ekki hægt að kalla það hús, heldur var það niðurníddur kofi í garðshorni. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 7601 orð

GREINAR

A Aðalgeir Kristjánson: "Hygg eg að fáir muni séð hafa röskligra mann." Um Sturlu Sighvatsson, 31. tbl. bls. 4. Heillum horfinn eftir Apavatnsför. Sturla Sighvatsson, síðari hluti. 32. tbl. bls. 4. Vatnsenda-Rósa, 44. tbl. bls. 14. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 199 orð

HIÐ ENDANLEGA MARKMIÐ

Fyrir skömmu birtust í ljósvakamiðlum og á Netinu tveir gamlir karlar og ræddu vandamál sín. Þetta voru eigandi Himnaríkis ehf. og eigandi Helvítis hf. Annar pikkaði með staf sínum í gólfið dálítið æstur, en hinn klóraði sér í höfðinu og tók í nefið. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 398 orð | 3 myndir

HIÐ SÍFELLDA STÍLBROT

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands í dag. Tvær sýninganna hafa að geyma verk í eigu safnsins, Glerregn eftir Rúrí og úrval af verkum Jóns Stefánssonar. Í sölunum á efri hæðinni verður síðan opnuð yfirlitssýning á verkum þýska myndlistarmannsins Gerhards Richter. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR kynnti sér sýningarnar og ræddi við forstöðumann safnsins, Ólaf Kvaran, um list Gerhards. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 476 orð | 1 mynd

HÖGGMYNDIR SEM HÆGT ER AÐ YLJA SÉR VIÐ

Í LISTASAFNI Reykjavíkur - Hafnarhúsi verður nú opnuð í fyrsta sinn sýning í útiportinu. Myndlistarmaðurinn Robert Dell sýnir útilistaverk sem m.a. eru unnin úr kopar, stáli og kristal. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 235 orð | 1 mynd

KVARTETTAR LEIKNIR Í KAMMERMÚSÍKKLÚBBNUM

GERRIT Schuil píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari koma fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Munu þau leika Kvartett K. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

LEIÐRÉTTING

Í grein Gerðar Steinþórsdóttur, "Þú getur komist það sem þú ætlar þjer", í Lesbók Mbl. 13. jan., bls. 12, misritaðist föðurnafn Hermanns bónda og alþingismanns á Þingeyrum, sem um er kveðið í Alþingisrímum. Hann var Jónasson, ekki... Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

BLÁI HNÖTTURINN eftir Andra Snæ Magnason. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1776 orð | 1 mynd

LEIT AÐ VERÐUGU HLUTVERKI

Einhver hafði orð á því við mig á dögunum að viðhorf mitt til leikhússins væri á þeim nótum að það væri á leiðinni til "andskotans fyrir fullu húsi". Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 344 orð

LISTAVERK GLATAST VEGNA SLÆLEGS EFTIRLITS Í SVÍÞJÓÐ

MEIRI breytingar verða á listaverkaeign sænska ríkisins en sem nemur kaupum á nýjum verkum. Ástæðan er slaklegt eftirlit með listaverkum í opinberri eigu sem hefur orðið til þess að mörg verkanna hafa horfið eða skemmst. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 192 orð | 1 mynd

LJÓSMYND AF SIGURÐI VIGFÚSSYNI ÞJMS. MMS. 31969

Á MYNDINNI situr Sigurður sem var forstöðumaður Forngripasafnsins 1874-1892 í öndvegi sem er myndað með útskornu stoðunum frá Laufási við Eyjafjörð. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 389 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin þri. - fös. kl. 14-16. Til 15. maí. Borgarbókasafnið, Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15.: Handrit og bækur Tómasar Guðmundss. Til 27. jan. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð | 1 mynd

PEGASUS BER VIÐ HIMIN

PEGASUS, vængjaða hestinn úr grísku goðafræðinni, ber hér við himin er nýlegur tunglmyrkvi átti sér stað. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2745 orð | 1 mynd

"DANSKUR AÐ ÆTT, SÆLLÍFUR OG VÆRUKÆR MJÖG"

"Eftir Jón Sveinsson kom landlæknir Tómas Klog, danskur maður að ætt og lítt fallinn til að vera læknir á Íslandi. Ekki veit ég til að hann hafi kennt neinum læknisfræði enda eru danskir menn ekki vel fallnir til slíkra hluta úti á Íslandi," sagði Jón Hjaltalín í Nýjum félagsritum og hefur sennilega haft talsverð áhrif á viðhorf Íslendinga til danskra lækna fyrr á tíð. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 725 orð | 1 mynd

"...MEÐ HÁLFUM HLEIF OG MEÐ HÖLLU KERI ..."

ÉG VAR að búa til rækjusalat handa okkur hjónum í allsæmilega stóra skál þótt við séum aðeins tvö í heimili. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2118 orð | 8 myndir

"SPÁI ÉG ÞVÍ, AÐ HILLEBRANDTSHÚS STANDI ..."

Blönduósingar hafa fært sitt elzta timburhús, Hillebrandtshús, til upphaflegrar gerðar. FREYSTEINN JÓHANNSSON fór á Blönduós. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1587 orð | 3 myndir

STAFRÆN STÖKKBREYTING

Margmiðlunarsýningin DETOX verður opnuð kl. 16. í dag í Listasafninu á Akureyri af Kjell Halvorsen sendiherra Noregs á Íslandi. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON kynnti sér þessa nýstárlegu sýningu og spjallaði við sýningarstjórann, Ståle Stenslie, af því tilefni Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 462 orð | 1 mynd

SVART, RAUTT, GYLLT

"HIÐ ó-hugmyndafræðilega rými listarinnar er ekki laust við skipulag og merkingu, né heldur er það fyrirfram gefið. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1313 orð | 3 myndir

TILVERA TIL SÖLU

Þjóðleikhúsið frumsýnir á morgun barnaleikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Eins og nafnið bendir til er um sömu sögu að ræða og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ári. HÁVAR SIGURJÓNSSON átti samtal við Andra Snæ. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

TUNGLMYRKVI

Máni! - minn, ég sá þig gegnum gluggann, gekkst þú inn í svarta jarðar skuggann. Smátt og smátt þú huldist dimm um dökkva, drifhvítar um fannir tók að rökkva. Ef þú værir alltaf svona dökkur yrði dapurt langra nótta rökkur. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 263 orð

TUTTUGASTA ÖLDIN KVÖDD

Á miðnætti nú kveðjum við maka lausa öld; svo margbrotna og eftirminnilega. En eftirvænting ríkir um alla jörð í kvöld þótt öldin verði víða kvödd með trega. Öll tuttugasta öldin var talsvert ólík því sem tíðkaðist um aðrar aldir forðum. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1130 orð

VANDI FYLGIR VEGSEMD HVERRI

Það er margt mannanna bölið hugsaði ég sumarið 1999 þegar ég las í dönskum og enskum dagblöðum að fólk ætti sífellt í meiri vanda með sumarfríin sín. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

VERÐLAUNAGÁTUR - LAUSNIR

Verðlaun hljóta: Kr. 25.000: Laufey Bjarkardóttir, Hafnafellstungu, 671 Kópaskeri. - Kr. 18.000: Helgi Pálsson, Njálsgötu 80, 101 Reykjavík. - Kr. 12.000: Cecil Haraldsson, Öldugötu 2, 710 Seyðisfirði. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 724 orð | 2 myndir

ÞAR RIGNIR GLERI

TVÆR af þeim sýningum sem opnaðar verða í Listasafni Íslands í dag, eru á verkum í eigu safnsins: Glerregn eftir Rúrí og úrval verka eftir Jón Stefánsson - en safnið á alls um hundrað verk eftir hann. Meira
20. janúar 2001 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð | 1 mynd

Þrjár sýningar

verða opnaðar í Listasafni Íslands í dag. Tvær sýninganna hafa að geyma verk í eigu safnsins, Glerregn eftir Rúrí og úrval af verkum Jóns Stefánssonar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.