Greinar þriðjudaginn 23. janúar 2001

Forsíða

23. janúar 2001 | Forsíða | 306 orð

Alvarlegri en talið var

GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN í lofthjúp jarðar eru alvarlegri en talið hefur verið. Meira
23. janúar 2001 | Forsíða | 154 orð

Dregur úr kókaín- og heróínneyslu

NEYSLA á kókaíni og heróíni á heimsvísu hefur dregist saman að því er kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, sem birt var í gær. Minna er nú framleitt af þessum efnum, sem koma að miklu leyti frá Afganistan, Búrma og Kólumbíu. Meira
23. janúar 2001 | Forsíða | 55 orð | 1 mynd

Olíumengun við Galapagos-eyjar

LIÐSMENN bandarísku strandgæslunnar skoða olíuskipið Jessicu sem strandaði fyrir viku við San Cristobel, austustu eyjuna í Galapagos-eyjaklasanum. Meira
23. janúar 2001 | Forsíða | 360 orð

Samkomulag fyrir kosningar ólíklegt

SHLOMO Ben-Ami, utanríkisráðherra Ísraels, segir að ólíklegt verði að teljast að samkomulag náist meðal Palestínumanna og Ísraela fyrir kosningarnar 6. febrúar. Fari svo að það náist verði ekki skrifað undir það fyrr en að þeim loknum. Meira
23. janúar 2001 | Forsíða | 131 orð | 1 mynd

Styður ekki samtök hlynnt fóstureyðingum

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, bauð starfsfólk sitt velkomið til starfa í gær. Hann notaði tækifærið og bað það um að láta sér annt um velsæmið. Meira

Fréttir

23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

Atkvæði greidd um verkfall

ATKVÆÐAGREIÐSLA stendur yfir í Félagi flugumferðarstjóra um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslunni lýkur í kvöld og verða atkvæði talin á morgun, miðvikudag. Í Félagi flugumferðarstjóra eru tæplega 100 manns alls staðar á landinu. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Aukið rými kemur sér vel

IÐNAÐARMENN hafa síðustu daga slegið upp fyrir útveggjum á flugturninum við Reykjavíkurflugvöll þar sem áður voru svalir. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði aðspurður að verið væri að færa út sjöundu hæðina, sem áður var inndregin. Meira
23. janúar 2001 | Landsbyggðin | 167 orð

Árvirkinn byggir nýtt hús á Selfossi

Selfossi- Árvirkinn hf. á Selfossi er eitt þeirra fyrirtækja sem undirbúa byggingu nýs atvinnuhúsnæðis í Fossbyggðinni við Eyraveg á Selfossi. Húsið sem er að hluta til á tveimur hæðum er 970 fermetrar að grunnfleti og samtals ríflega 1400 fermetrar. Meira
23. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 278 orð

Bar að hafa byrjað drykkju í lögreglubifreiðinni

TÆPLEGA fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 60 þúsund króna sekt til ríkissjóðs auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í eitt ár vegna ölvunaraksturs og að hafa ekki meðferðis ökuskírteini við... Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 612 orð | 1 mynd

Dagbók Háskóla Íslands

Meistaraprófsfyrirlestur um þarfir foreldra fyrirbura á vökudeild. Fimmtudaginn 25. janúar kl. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Dekurhornið flytur í Faxafen

SNYRTISTOFAN Dekurhornið hefur flutt í nýtt húsnæði í Faxafeni 14, þar sem heilsuræktin Hreyfing er til húsa. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 691 orð | 1 mynd

Dregur úr aðsókn í íþróttakennaranám

DREGIÐ hefur úr aðsókn í íþróttaskólanum á Laugarvatni eftir að skólinn var sameinaður Kennaraháskólanum og námið var lengt úr tveimur árum í þrjú ár. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Erindi um garða í Evrópu

JÓHANN Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir frá borgargörðum í Evrópu í máli og myndum á fræðslufundi Garðyrkjufélags Íslands í Norræna húsinu, miðvikudaginn 24. janúar, kl. 20. Meira
23. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Estrada kann að reyna að endurheimta völdin

GLORIA Macapagal-Arroyo, nýr forseti Filippseyja, skipaði nýja ráðherra í gær og kvaðst hafa einsett sér að sameina þjóðina en ýmislegt benti til þess að Joseph Estrada, sem var steypt af stóli um helgina, myndi reyna að endurheimta forsetaembættið. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fannst í biðröð fyrir utan nektardansstað

KARLMAÐUR á sextugsaldri stal peningaskúffu úr veitingasal á Hótel Borg í fyrrinótt, sem í voru talsverðir fjármunir. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 184 orð

Fimm milljónir til El Salvador

LANDSMENN brugðust vel við neyðarkalli frá El Salvador í kjölfar jarðskjálftans þar fyrir viku og hægt verður að styðja hjálparstarfið með fimm milljóna króna framlagi frá Rauða krossi Íslands. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 364 orð

Forseti hefur aldrei neitað að undirrita lög

NEITI forseti Íslands að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt öðlast þau eigi að síður gildi en verða lögð í dóm þjóðarinnar í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 439 orð

Forseti hugsi sinn gang áður en hann undirritar lögin

"Það liggur í hlutarins eðli að forseti Íslands hugsi sig vel um og ígrundi af fullri ábyrgð ef og þá þegar honum verður sent þetta til undirskriftar," sagði Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, en horfur eru á að í dag samþykki... Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fræðslufundur um flogaveiki hjá börnum

LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki verður með fyrsta fræðslufund ársins þriðjudaginn 23. janúar kl. 20. Fundurinn verður í Hátúni 10b, kaffistofu á jarðhæð. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fundur um vímuefnaneyslu unglinga og meðferð

NÁUM ÁTTUM - fræðsluhópur stendur fyrir morgunverðarfundi mánudaginn 5. febrúar kl. 8.30-10.30 í Sunnusal Hótel Sögu. Á fundinum flytur Óttar Guðmundsson geðlæknir erindi sem nefnist "Blekking og þekking" og fjallar m.a. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fyrirlestur um boðskipti og skipulagða kennslu

SVANHILDUR Svavarsdóttir, boðskiptafræðingur og einhverfuráðgjafi, heldur fyrirlestur miðvikudaginn 24. janúar kl. 20 um boðskipti og skipulagða kennslu og vinnubrögð. Meira
23. janúar 2001 | Landsbyggðin | 262 orð | 1 mynd

Gaf út bók með texta afa síns frá 1944

Selfossi -Páll G. Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samverks á Hellu, gaf í desember út bókina Flateyjardalsheiði. Texti bókarinnar er frá árinu 1944, skrifaður af afa hans Páli G. Jónssyni í Garði í Fnjóskadal en hann lést 1948. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Hagsmunamál fyrir Íslendinga

HALLDÓR Ásgrímsson segir að Schengen sé fyrir Ísland og Íslendinga. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 280 orð

Heildarlaun kennara hækka um 20,3%

AÐ MATI fjármálaráðuneytisins er árlegur kostnaður ríkissjóðs við gerð nýs kjarasamnings við framhaldsskólakennara rúmlega 800 milljónir þegar samningurinn verður að fullu kominn til framkvæmda árið 2004. Meira
23. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 661 orð | 1 mynd

Hékk á höndunum á grindinni með fæturna dinglandi

SNÖRP vindhviða varð þess valdandi að vír í stólalyftunni í Hlíðarfjalli fauk út af hjólunum við næstefsta lyftustaurinn. Kári Sigurðsson var einn í lyftunni á nokkuð löngum kafla en hann var fyrir neðan staurinn þar sem vírinn fór út af. Meira
23. janúar 2001 | Landsbyggðin | 146 orð | 1 mynd

Hélt upp á fertugsafmælið með hópslysaæfingu

Grundarfirði- Eflaust hafa fáir haldið upp á fertugsafmælið sitt á jafn frumlegan hátt og Helga Fríða Tómasdóttir í Grundarfirði. Helga er mikill áhugamaður um björgunarstörf og á sjálf einn forláta björgunarhund. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Hraðakstur í góðri færð

ÓVENJU mikið var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Húsavík um helgina. Á einum sólarhring mældust 12 ökumenn aka bifreiðum sínum of hratt. Sá sem hraðast fór ók um Aðaldal á 135 km/klst. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 363 orð

Hreinsun El Grillo boðin út 10. febrúar

HAFIST verður handa við að stöðva olíuleka úr El Grillo í Seyðisfirði á þessu ári. Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri segir að útboðsgögn verði tilbúin í byrjun næsta mánaðar og verkið boðið út 10. febrúar. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Hugmyndir um færslu Reykjanesbrautar í vinnslu

HAFDÍS Hafliðadóttir, skipulagsstjóri í Hafnarfirði, segir að hugmyndir um færslu Reykjanesbrautarinnar um allt að einn kílómetra til austurs á um fimm kílómetra löngum kafla fram hjá álverinu í Straumsvík, séu í vinnslu. Meira
23. janúar 2001 | Landsbyggðin | 211 orð | 3 myndir

Hús undir mötuneytið

Hellu- Nú um miðjan janúar var tekið í notkun bráðabirgðahúsnæði sem hýsir mötuneyti og heimilisfræðikennslu grunnskólans og leikskólans í Þykkvabæ, en samkomuhús Þykkvabæjar, þar sem eldhúsið var áður, skemmdist mjög mikið í jarðskjálftunum í sumar. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 807 orð | 1 mynd

Hvað má og hvað ber að varast

Sölvi Sveinsson fæddist 10. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1970 og BA-prófi í íslensku og sögu frá Háskóla Íslands 1975. Cand. mag.-prófi í sögu 1980 frá HÍ og uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla. Hann starfaði hjá Alþingi og síðan við kennslu í Hagaskóla, Laugalækjarskóla og Fjölbrautaskólanum við Ármúla frá stofnun hans og er þar nú skólameistari. Sölvi er kvæntur Magneu Jóhannsdóttur sem vinnur hjá SP-fjármögnun og eiga þau tvo syni. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Lést af völdum höfuðáverka

DÁNARORSÖK mannsins sem fannst meðvitundarlaus í fangaklefa lögreglunnar í Reykjavík og lést hinn 17. desember á sjúkrahúsi í Reykjavík var höfuðáverki. Áverkarnir eru ekki taldir hafa verið af mannavöldum heldur hafi maðurinn slasast á höfði við fall. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina UU-297, sem er VW Golf, 21. janúar á tímabilinu frá kl. 15.30 til 21.10, þar sem hún stóð mannlaus á bifreiðastæði við veitingahúsið Áslák í Mosfellsbæ. Meira
23. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Löggjöf um ættleiðingar flýtt

BRESKA stjórnin lofaði á sunnudag að flýta löggjöf til að vernda börn, sem ættleidd eru erlendis, vegna máls hálfs árs gamalla tvíbura sem bresk hjón ættleiddu í gegnum Netið. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 1985 orð | 3 myndir

Minnihluti vill frávísun, meirihluti engar breytingar

TALSMENN meirihluta og minnihluta heilbigðis- og trygginganefndar Alþingis mæltu á Alþingi í gær fyrir nefndarálitum sínum við upphaf annarrar umræðu frumvarps stjórnarflokkanna um almannatryggingar, öryrkjafrumvarpið svokallaða. Meira
23. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Munu Þjóðverjar "endurheimta" A-Prússland?

ÞÝSKA stjórnin vinnur að því á laun að fá efnahagsleg yfirráð yfir Kalíníngrad, landskikanum, sem Rússar ráða og er á milli Litháens og Póllands, en hann var áður norðurhluti Austur-Prússlands með höfuðborgina Königsberg, eftir því sem breska blaðið... Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 235 orð

Námstefna um menningartengda ferðaþjónustu

FRÆÐSLUNET Suðurlands í samvinnu við Ferðamálasamtök Suðurlands efnir til eins dags námstefnu um menningartengda ferðaþjónustu. Meira
23. janúar 2001 | Miðopna | 945 orð | 2 myndir

Nýjar leiðir í samþættingu menntunar og nýsköpunar

Nýheimar á Höfn, sem byrjað verður að reisa á næstunni, eru ekki eingöngu hugsaðir fyrir Hornfirðinga eða Austfirðinga heldur fyrir alla landsmenn. Eiríkur Páll Jörundsson heimsótti Höfn á dögunum og fræddist hjá heimamönnum um verkefnið. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Nýr styrktaraðili persona.is

NÝLEGA undirrituðu forsvarsmenn Geðheilsu ehf. samstarfssamning við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf., sem gera mun GlaxoSmithKline að einum helsta styrktaraðila vefsíðunnar persona.is. Vefurinn, persona. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð

Opinn fundur um málefni öryrkja

ÖRYRKJABANDALAG Íslands heldur í dag opinn baráttufund í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 18. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 219 orð

Orkuþing undirbúið

ORKUÞING 2001 verður haldið 11. til 13. október nk. á Grand Hóteli í Reykjavík. Þar verður fjallað um flesta þætti orkumála, stöðu þeirra, rannsóknir og framtíðarsýn. Orkuþing voru haldin 1981 og 1991. Meira
23. janúar 2001 | Landsbyggðin | 821 orð

Óánægðir foreldrar ætla að fara með málið lengra

ÞEIR foreldrar barna á leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ sem í desember síðastliðnum kærðu til lögreglu að leikskólastjóri skyldi aka með hóp barna á pallbíl frá Reykjakoti að íþróttahúsi Mosfellsbæjar eru óánægðir með hvernig bæjaryfirvöld hafa tekið... Meira
23. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

Óskaði Bush velfarnaðar í starfi

AÐ lokinni embættistöku George W. Bush á laugardag héldu Bill Clinton og Hillary eiginkona hans til nýs heimilis síns í Chappaqua í New York-ríki. En forsetinn fyrrverandi yfirgaf ekki Washington þegjandi og hljóðalaust. Meira
23. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 282 orð

Óttast að stóráföll verði í sérstæðu lífríkinu

MEIRA en 600 tonn af olíu höfðu lekið í gær úr olíuskipi, sem strandaði fyrir viku við San Cristobal, austustu eyjuna í Galapagos-eyjaklasanum. Óttast er, að olían geti valdið miklum skaða á mjög sérstæðu lífríkinu. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Parkisonsamtökin flutt

PARKISONSAMTÖKIN á Íslandi eru flutt í Hátún 10b, 9. hæð, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla miðvikudaga kl. 17-18.30. Þess má geta að símanúmer er óbreytt. Meira
23. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 887 orð | 3 myndir

"Svaf afbragðsvel" fyrstu nóttina

"ÉG svaf afbragðsvel," sagði George W. Bush á sunnudag, eftir að hafa varið fyrstu nóttinni í Hvíta húsinu í Washington. Það er óhætt að segja að helgin hafi verið annasöm hjá hinum nýja forseta Bandaríkjanna. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 546 orð | 2 myndir

Ráðgert að ljúka framkvæmdum næsta haust

ÍSTAK hf. átti lægsta tilboðið í gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut og Breiðholtsbraut, þegar tilboð voru opnuð í gær hjá Vegagerðinni. Tilboðsupphæð Ístaks er 931 milljón króna, eða um 39 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira
23. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Réttað yfir Dumas

ROLAND Dumas, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakka, og fyrrverandi hjákona hans, Christine Devier-Joncour, komu fyrir rétt í gær. Þau eru sökuð um að hafa dregið sér fé frá franska olíufyrirtækinu Elf sem er í eigu ríkisins. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Rúmlega 9000 manns hafa skrifað undir

ÁHUGAHÓPUR um tvöföldun Reykjanesbrautar afhenti í gær Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra undirskriftalista með nöfnum um 9.200 manns sem lýst höfðu yfir stuðningi við að tvöföldun Reykjanesbrautar yrði flýtt þannig að framkvæmdum lyki árið 2004. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Samþykkt með miklum mun

KENNARAR í Félagi framhaldsskólakennara samþykktu nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara við ríkið með miklum mun. 969 sögðu já, 113 sögðu nei, 37 skiluðu auðu og tveir seðlar voru ógildir. 1.286 kennarar voru á kjörskrá og greiddi 1.121 atkvæði. Meira
23. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 398 orð

Segir borgarstjóra ekki una frumkvæði sjálfstæðismanna að málinu

BYGGINGU útibús frá Borgarbókasafni Reykjavíkur í Árbæjarhverfi er ekki að finna á 3ja ára fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en menningarmálanefnd borgarinnar samþykkti einróma sl. haust að slíkt útibú skyldi opnað á árinu 2002. Meira
23. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 243 orð | 1 mynd

Sigurrós Kristinsdóttir 100 ára

SIGURRÓS Kristinsdóttir, fyrrum húsfreyja á Hálsi í Öxnadal, varð 100 ára í gær, mánudag. Sigurrós fæddist að Gili í Öxnadal hinn 22. janúar 1901, dóttir hjónanna Guðrúnar Maríu Sigurðardóttur og Kristins Magnússonar. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 252 orð

Sjö tilkynningar á dag

ÁRIÐ 1999 bárust barnaverndarnefndum landsins tilkynningar vegna tæplega 2.700 barna eða að meðaltali 7 barna á hverjum einasta degi ársins. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 421 orð

Skuldir fyrirtækisins um 170 milljónir kr.

STJÓRN Íslensks harðviðar ehf. hefur óskað eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ákvörðun um þetta var tekin í kjölfar þess að Byggðastofnun synjaði fyrirtækinu um fjárhagsaðstoð. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Spennar fyrir Vatnsfellsvirkjun

DANSKA leiguskipið Barbara kom til Reykjavíkur um helgina með tvo spenna fyrir Vatnsfellsvirkjun. Alls vega þeir 242 tonn og voru þeir ásamt fylgihlutum og vegna þyngdar sinnar og ummáls eini farmur skipsins í þessari ferð. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Starf fræðslufulltrúa auglýst

ÞINGVALLANEFND hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu fræðslufulltrúa í fullt starf. Sigurður Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar, segir að hér sé um nýja stöðu að ræða og hlutverk fræðslufulltrúans verði móttaka skólahópa og annarra gesta. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 820 orð | 1 mynd

Stefnt að framboði í næstu sveitarstjórnarkosningum

SVERRIR Hermannsson var endurkjörinn formaður Frjálslynda flokksins á þriðja landsþingi flokksins sem lauk síðdegis á laugardag. Hann var sjálfkjörinn sem og Guðjón A. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð

Stefnt að samningafundi næsta fimmtudag

FORRÁÐAMENN Íslenska álfélagsins, ÍSAL, í Straumsvík vilja ekki tjá sig um atkvæðagreiðslu starfsmanna fyrirtækisins sem felldu nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku. Meira
23. janúar 2001 | Landsbyggðin | 434 orð | 4 myndir

Stigamenn og vindnaut á Egilsstöðum

Egilsstöðum- Fyrir skemmstu lauk smíði á gestamóttökuborði í Gistihúsinu Egilsstöðum og væri það líklega ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að það er unnið úr stiga sem í níutíu og sjö ár bar fólk milli fyrstu og annarrar hæðar hússins og hurð sem... Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Stofnun rússnesks safnaðar undirbúin

RÚSSNESKA rétttrúnaðarkirkjan hefur nú til athugunar að stofna söfnuð á Íslandi. Séra Longin, sem er erkibiskup kirkjunnar og starfar í Þýskalandi, er staddur hérlendis um þessar mundir til að undirbúa málið. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Tal gefur skóla heyrnarskertra tæki

HEYRNARSKERTIR nemendur og kennarar í Vesturhlíðarskóla eru nú komnir með nýjustu þráðlausu samskiptatæknina í sína þjónustu. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 419 orð

Telja ummælin vart svaraverð

FORSVARSMENN bankanna vísa á bug þeirri gagnrýni Sverris Hermannssonar, formanns Frjálslynda flokksins og fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, að þeir hafi "narrað vankunnandi Íslendinga" til að kaupa hlutabréf í deCODE, móðurfyrirtæki... Meira
23. janúar 2001 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Tvö innbrot um helgina

BROTIST var inn í Umferðarmiðstöðina á Akureyri aðfaranótt sunnudags og stolið þaðan 100 kílóapeningaskáp og vöruvagni sem trúlega hefur verið notaður við þjófnaðinn. Í peningaskápnum voru um 50.000 krónur í peningum og bókhaldsgögn. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Tvö íbúðahverfi í hraðri uppbyggingu á Selfossi

Selfossi-Tvö íbúðahverfi eru nú í hraðri uppbyggingu á Selfossi. Meira
23. janúar 2001 | Landsbyggðin | 111 orð | 1 mynd

Tvö íbúðarhús reist í Stykkishólmi

Stykkishólmi -Það telst til tíðinda að tvö íbúðarhús séu reist á sama tíma í Stykkishólmi. Á síðasta áratug hafa íbúðarbyggingar dregist mjög saman hér eins og svo víðar á landsbyggðinni. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð

Tvö kíló frá Bandaríkjunum

Í FRÉTT um innflutt nautakjöt í Morgunblaðinu sl. laugardag var Bandaríkjunum ofaukið í yfirfyrirsögn. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 730 orð | 1 mynd

Tæplega 60 árekstrar tilkynntir lögreglu

HELGIN var tiltölulega friðsöm, lítið um slagsmál og líkamsárásir. Lögreglan hafði hins vegar í nógu að snúast við að sinna ýmiskonar umferðarmálum. Um helgina voru 18 ökumenn stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur og 53 um of hraðan akstur. Meira
23. janúar 2001 | Miðopna | 1439 orð | 1 mynd

Umbætur eiga enn langt í land

Rússneski stjórnmálamaðurinn og hagfræðingurinn Grígorí Javlinskí hitti í gær íslenzka ráðamenn og flutti erindi á hádegisverðarfundi landsnefndar Alþjóðaverzlunarráðsins um efnahagsástandið í Rússlandi og framtíðarmöguleika á viðskiptum við Rússland. Auðunn Arnórsson talaði við hann. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 706 orð

Ungir Austfirðingar vilja vinna í álveri

KÖNNUN Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á "Framtíðarsýn ungs fólks á Austurlandi og afstöðu þeirra til álvers í Reyðarfirði" annars vegar og "Afstöðu brottfluttra Austfirðinga til álvers í Reyðarfirði" hins vegar var kynnt í... Meira
23. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 39 orð | 1 mynd

Ungur áhorfandi

ÞAÐ ber margt fyrir sjónir þeirra sem sitja við glugga og fylgjast með bæjarlífinu. Það á ekki ekki síst við um litlar manneskjur sem hafa litla reynslu af lífinu utan við gluggann og sjá heiminn nýjum augum á hverjum... Meira
23. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 44 orð | 1 mynd

Útivinna á mildum vetri

VEGNA tíðarfarsins er nú algengt að sjá menn vinna að ýmsum verkefnum, sem algengara er að sjá unnin á öðrum árstímum. Meira
23. janúar 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 353 orð

Vilja skátamiðstöð í miðbæinn

SKÁTAFÉLAGIÐ Vífill og Hjálparsveit skáta í Garðabæ hafa sent erindi til bæjaryfirvalda þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa skátamiðstöð við Bæjarbraut í miðbæ Garðabæjar, þar sem húsnæði hjálparsveitarinnar stendur, en ef fallist verður á óskina... Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Villiköttur réðst á mann

ÓSKAÐ var eftir aðstoð lögreglunnar í Hafnarfirði á laugardag en þar hafði villiköttur komist inn í íbúðarhús og ráðist á húsbóndann. Eftir talsvert umstang tókst lögreglumönnum að handsama köttinn. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 197 orð

Þriðja umræða í dag

ANNARRI umræðu um öryrkjafrumvarpið svokallaða lauk á Alþingi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í atkvæðagreiðslu var samþykkt með 33 atkvæðum gegn einu atkvæði Jóhanns Ársælssonar, Samfylkingu, að vísa frumvarpinu til þriðju og síðustu umræðu. Meira
23. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Ævintýranámskeið fyrir 8-10 ára gömul börn

SKÁTAFÉLAGIÐ Garðbúar í Reykjavík bauð nú í haust í fyrsta skipti upp á 13 vikna ævintýranámskeið fyrir krakka á aldrinum 8 til 10 ára. Undirtektir voru góðar, segir í fréttatilkynningu, og nú eru næstu námskeið að hefjast. Meira

Ritstjórnargreinar

23. janúar 2001 | Staksteinar | 355 orð | 2 myndir

Mannréttindi og kvennapólitík

KRISTÍN Halldórsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, heldur úti heimasíðu og skrifar þar annað slagið pistla, þar sem hún lætur í ljósi skoðanir sínar um það sem efst er á baugi. Meira
23. janúar 2001 | Leiðarar | 856 orð

SAMBORGARAR - EKKI VANDAMÁL

Þegar forseti Bandaríkjanna sver embættiseið á fjögurra ára fresti er rýnt í þau orð sem þá eru látin falla af meiri athygli en ef um hefðbundna ræðu forseta væri að ræða. Meira

Menning

23. janúar 2001 | Leiklist | 816 orð | 1 mynd

Að draga naglann úr sólinni

Höfundur: Andri Snær Magnason. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Tónlist: múm. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Útfærsla á búningum: Margrét Sigurðardóttir. Grímur: Stefán Jörgen Ágústsson. Meira
23. janúar 2001 | Myndlist | 383 orð | 1 mynd

Á ljóðrænum nótum

Til 28. janúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
23. janúar 2001 | Tónlist | 580 orð | 4 myndir

Frábær flutningur

flutti verk eftir Frank Martin, Lutoslawskí, Francaix og Boulez. Einleikarar: Áshildur Haraldsdóttir, Sif Tulinius, Arnaldur Arnarson og Einar Jóhannesson. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Sunnudagurinn 21. janúar 2001. Meira
23. janúar 2001 | Leiklist | 404 orð

Fötin skapa manninnn

eftir Dario Fo. Þýðandi: Sveinn Einarsson. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Laugardagur 20. janúar. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 400 orð | 2 myndir

Gaman að spila

Í KVÖLD verða haldnir tónleikar á Gauki á Stöng sem eru liður í reglulegu þriðjudagstónleikahaldi Undirtóna í nafni Vélvirkjans, og þar koma fram valdir tónlistarmenn. Skurken stígur fyrstur á svið kl. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 134 orð | 4 myndir

Gleði-Glaumur veldur usla

BARNALEIKRITIÐ Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Sæti leikhússins voru þétt setin börnum á öllum aldri sem fylgdust með ævintýrum Huldu, Brims og sölumannsins snjalla Gleði-Glaums. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 150 orð

Heimir með heimasíðu

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði hefur nú opnað heimasíðu á Netinu og er slóðin www.heimir.is. Í tilkynningu frá kórnum segir að á síðunni sé að finna margvíslegan fróðleik um Heimi, svo sem sögubrot, frásögn frá heimssýningunni í Hannover sl. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Hjarta á framrúðunni

MONTPELLIER, Frakklandi 22. janúar 2001. Þeir eru án efa ýtnustu sölumenn sem hægt er að komast í tæri við, bílrúðuhreinsararnir. Þeir ná að veita þér þjónustuna hvort sem þú vilt hana eða ekki og þeir gera ekki ráð fyrir að allir borgi fyrir sig. Meira
23. janúar 2001 | Tónlist | 470 orð | 1 mynd

Hljómfögur og há barítonrödd

Hrólfur Sæmundsson og Ólafur Vignir Albertsson fluttu söngverk eftir Duparc, Faure, Ravel, Auric og Poulenc. Laugardagurinn 20. janúar 2001. Meira
23. janúar 2001 | Skólar/Menntun | 315 orð

Hver er þín sterkasta/greindasta hlið?

Málgreind : Næmi fyrir hljóðum, gerð, merkingu og hlutverkum orða og tungumáls. Kemur glöggt í ljós hjá þeim sem tala á opinberum vettvangi, blaðamönnum, rithöfundum og ljóðskáldum. Er afar mikið notuð í námi og kennslu. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 848 orð | 3 myndir

JOHN DAHL

VIÐ OG við koma fram á sjónarsviðið kvikmyndagerðarmenn, svona rétt einsog þruma úr heiðskíru lofti. John Dahl er einn þeirra. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 223 orð | 2 myndir

Kafbátahasarinn sá ekki við Cruise

HANN er seigur sem ætíð fyrr, þegar vinsældirnar eru annars vegar, stórleikarinn smái Tom Cruise. Önnur myndin í Mission Impossible-röðinni hefur náð að afreka það sem flestir þorðu vart að spá - að slá út velgengni fyrstu myndarinnar. Meira
23. janúar 2001 | Kvikmyndir | 361 orð

Klónsaga með Schwarzenegger

Leikstjóri: Roger Spottiswoode. Handrit: Marianne og Cormac Wibberley. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Wendy Crewson, Michael Rapaport, Michael Rooker, Robert Duvall, Tony Goldwyn og Sarah Wynter. Columbia Pictures. 2000. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Leikaraskipti í Lómu

BREYTING hefur orðið í hlutverkaskipan í sýningu Möguleikhússins á leikritinu Lóma eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Ingibjörg Stefánsdóttir hefur tekið við hlutverkum Ínu Rósar og Gráluðu af Hrefnu Hallgrímsdóttur. Meira
23. janúar 2001 | Skólar/Menntun | 1295 orð | 2 myndir

Margþættar námsgáfur skólabarna

Fjölgreind/ Kennarar hafa hrifist af kenningu Howards Gardners um átta þætti mannlegrar greindar, enda fellur hún vel að starfinu í skólastofunni. Hún virðist duga til að gáfur allra nemenda fái að eflast. Kenningin er mannúðleg, börnum vinsamleg og virðist virka. Gunnar Hersveinn kynnti sér þessa snjöllu þverfaglegu kenningu og ræddi við Erlu Kristjánsdóttur sem hefur haldið henni á lofti og kynnt fyrir kennaraefnum í KHÍ. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 300 orð | 1 mynd

Málar minningar

Myndlistarsýning Eggerts Magnússonar stendur yfir í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi þessa dagana. Á sýningunni eru 29 olíumálverk sem flest eru unnin sl. ár, en einnig er þar að finna eldri verk. Sýningin stendur til 18. febrúar. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 205 orð

Námskeið á menningarsviði haldin hjá EHÍ

FJÖGUR námskeið á menningarsviði eru að hefjast hjá Endurmenntunarstofnun HÍ og hefst það fyrsta 5. febrúar. Þá mun Haraldur Ólafsson mannfræðingur kenna á námskeiði sem hefur yfirskriftina Trú og töfrar - guðir og goðsagnir. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 14 orð

Nemandaverk í bankaglugga

ÞURÍÐUR Sigurðardóttir sýnir verk í Búnaðarbankaglugganum, nemendaglugga Búnaðarbanka Íslands við Hlemm. Sýningunni lýkur 2.... Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Nýr Höfðingi tekinn í notkun

BORGARBÓKASAFN Reykjavíkur tekur nýjan bókabíl í notkun í dag kl. 15. Forráðamenn Heklu afhenda borgarstjóranum, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, bílinn við Borgarleikhúsið. Bíllinn verður til sýnis þar frá kl. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 376 orð | 2 myndir

Ofurhetjur í augum laganna

Powers: Who killed Retro Girl? eftir Brian Michael Bendis. Teiknuð af Bendis og Michael Avon Oeming en um litun og eftirvinnslu sá Pat Garrahy. Útgefin af Image Comics árið 2001. Fæst í myndasöguverslun Nexus VI. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 272 orð | 1 mynd

Olsen-gengið enn á ný

Olsen bandens sidste stik. Leikstjórn: Lasse Hesselholdt. Aðalhlutverk: Fanny Bernth og Stefan Jurgens. Danmörk 1999. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 727 orð | 2 myndir

"Bláminn er lífsstíll"

Fyrir hartnær tíu árum sótti blámamaðurinn Chicago Beau Ísland heim og lék hér með andans skyldum tónlistarmönnum. Beau sneri aftur á dögunum til hljómleikahalds en ákvað einnig að nota tækifærið og gifta sig heitmey sinni í leiðinni. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi blátt áfram við Beau. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 129 orð | 3 myndir

Rafmagnslaus frumsýning

VILLILJÓS heitir nýjasta íslenska kvikmyndin. Hún var frumsýnd sl. föstudagskvöld í Háskólabíói, og virtust áhorfendur kunna vel að meta þetta nýjasta afsprengi íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Myndin er um margt óvanaleg. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 136 orð

Rætt um lýðræði í Borgarleikhúsinu

"MEIRIHLUTINN hefur aldrei rétt fyrir sér fyrr en hann breytir rétt," segir dr. Stokkmann í leikritinu Fjandmanni fólksins eftir Ibsen sem frumsýnt verður 2. febrúar í Borgarleikhúsinu. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 185 orð

Saga af fálka

Falkehjerte. Leikstjórn: Morten Arnfred. Aðalhlutverk: Ove Sprogöe, Morten Grunvald og Poul Bundgaard. Ráðgjafi: Eric Balling. Danmörk 1998. Meira
23. janúar 2001 | Bókmenntir | 764 orð | 1 mynd

Síðbúin kveðja frá Tómasi

eftir Tómas Guðmundsson. Eiríkur Hreinn Finnbogason bjó til prentunar. Mál og menning. 2001 - 214 bls. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 178 orð

Slæðingur á hafsbotni

Leikstjóri Åke Sandgren. Handritshöfundur Bent E. Rasmussen, Anders Thomas Jensen. Tónskáld Randall Meyers. Kvikmyndatökustjóri Dan Laustsen. Aðalleikendur Robert Hansen, Ralf Hollander, Laura Aagaard, Otto Brandenburg, Jytte Abildström. Sýningartími 90 mín. Dönsk. Árgerð 2000. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 1573 orð | 5 myndir

Stjórnmál og skrautlegur klaufagangur

Engin ein kvikmynd stal senunni við afhendingu Golden Globe-verðlaunanna á sunnudagskvöld og kom ýmislegt á óvart í vali erlendra blaðamanna í draumaverksmiðjunni að þessu sinni. Björn Ingi Hrafnsson í Los Angeles skrifar að ekki hafi þurft að koma á óvart að Björk og Sjón hafi lotið í lægra haldi fyrir tveimur stórstjörnum sem hvort í sínu lagi áttu salinn. Meira
23. janúar 2001 | Tónlist | 629 orð

Söxum sveiflað

Rossé: Lombric. Gubaidulina: Duo-Sonata. Lauba: Adria. Peters: Three Quarks for Muster Mark! Vigdís Klara Aradóttir, Guido Bäumer, alt- & barýton-saxofónar; Unnur Fadila Vilhelmsdóttir, píanó. Sunnudaginn 21. janúar kl. 20. Meira
23. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 343 orð

THE LAST SEDUCTION (1994) Þau eru...

THE LAST SEDUCTION (1994) Þau eru öll í ótrúlega góðum gír, Linda Fiorentino, Peter Berg og J.T. Walsh, í snilldarverki Johns Dahl, sem heldur manna best film noir-forminu á lofti. Fiorentina leikur algjöran kvendjöful. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 254 orð | 1 mynd

Tvö yfirlitsrit um matarhætti fá viðurkenningu

HALLGERÐUR Gísladóttir og Nanna Rögnvaldardóttir hlutu viðurkenningu Hagþenkis 2000, "fyrir merk og vönduð grundvallarrit um matargerð og matargerðarlist, þjóðlega og alþjóðlega" eins og skráð er á viðurkenningarskjölin að þessu sinni. Meira
23. janúar 2001 | Skólar/Menntun | 249 orð | 3 myndir

Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

Sóknarfæri í Evrópusamvinnu Ekki er lengur deilt um að Íslendingar hafa haft margháttaðan ávinning af Evrópska efnahagssvæðinu. EES-samningurinn tók einnig til margra sviða og eiga Íslendingar t.a.m. Meira
23. janúar 2001 | Menningarlíf | 69 orð

Vinir Indlands í Kaffileikhúsinu

FÉLAGIÐ Vinir Indlands stendur fyrir dagskrá til styrktar menntunar barna á Indlandi á fimmtudag kl. 20 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Á dagskránni verða m.a. sögur frá Indlandi, tónlist, söngur og upplestur. Meira

Umræðan

23. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 23. janúar, verður sextugur Elvar Ingason, málarameistari. Hann er staddur erlendis ásamt fjölskyldu... Meira
23. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sextugur er í dag, þriðjudaginn 23. janúar, Garðar Rafn Sigurðsson, veitingamaður, Bakkavör 11, Seltjarnarnesi. Hann tekur á móti gestum í veitingahúsi sínu, Laugavegi 72, kl. 19-22 á... Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 1088 orð | 1 mynd

Framsóknarráðherra og hryðjuverk í íslenskri náttúru

Guðni, Halldór og Siv! segir Bubbi Morthens. Ég bið ykkur í nafni íslenskrar náttúru, í nafni íslenska laxins, gefið grið! Meira
23. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 712 orð | 1 mynd

Friður í Betlehem!

ÞAÐ voru ekki margir ferðamenn í þessum bæ sem hinn kristni heimur talaði um og minntist á þessum aðfangadegi jóla. Í tuttugu ár hefi ég farið til Landsins helga og verið þar hvert sumar. Á sl. Meira
23. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 29 orð

Fyrstu vordægur

Ljósið loftin fyllir, og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast, og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. Og lambagrasið ljósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við... Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 358 orð | 2 myndir

Heimildir skapaðar um líf háskólanemans

Mikilvægt er, segja Sif Sigmarsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, að nemendur HÍ taki þátt í verkefninu svo tilætlaður árangur náist. Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd

Hvað ætlar Tryggingastofnun ríkisins að spara?

Stefna TR að spara eyrinn og henda krónunni, segir Gauti Grétarsson, er alveg öfugt við það sem aðrar þjóðir eru að gera. Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 220 orð | 1 mynd

Hækkun sjávarborðs og skipulag

Skipuleggjendum hljóta að vera kunnar spár þeirra, segir Hjörleifur Guttormsson, sem um loftslagsmál og gróðurhúsaáhrif fjalla á vegum alþjóðasamfélagsins. Meira
23. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 806 orð

(Jesaja 10, 20.)

Í dag er þriðjudagur 23. janúar, 23. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Á þeim degi skulu leifarnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi, sem af komast, eigi framar reiða sig á þann sem sló þá, heldur munu þeir með trúfestu reiða sig á Drottin, Hinn heilaga í Ísrael. Meira
23. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 380 orð | 2 myndir

Kannast einhver við myndirnar?

Tvíheilagt hjá RÚV? Á gamlársdag 1999 sýndu sjónvarpsstöðvar um víða veröld hvernig kristnar þjóðir heims fögnuðu miklum tímamótum: nýju árþúsundi, nýrri öld og nýju ári. Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 644 orð | 1 mynd

Nýtum krafta íslenskra matreiðslumeistara í útflutningi matvöru

Er ekki kominn tími til, spyr Ísólfur Gylfi Pálmason, að íslenskir fiskframleiðendur nýti krafta íslenskra kokka á erlendri grund? Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 727 orð | 1 mynd

Sanngjörn skattheimta?

Þessi ósanngjarna skattpíning felst í ólögum um fjármagnstekjuskatt, segir Heiðar Ásberg Atlason, þar sem greidd er tíund af vaxtatekjum og arði án þess að tillit sé tekið til vaxtagreiðslna viðkomandi. Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 210 orð | 1 mynd

Skerjafjörðurinn er náttúruperla

Er ekki kominn tími til, spyr Bessí Jóhannsdóttir, að við látum sum svæði í friði? Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 1054 orð | 1 mynd

Skyndilokanir ómarkvissar og tilgangslausar

Það er meira hagsmunamál fyrir okkur sem stundum fiskveiðar, segir Kristinn Gestsson, að þessu rugli linni heldur en að ná eðlilegum kjarasamningum. Meira
23. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 566 orð

STUNDUM þegar umræða hefur komið upp...

STUNDUM þegar umræða hefur komið upp um fákeppni olíufélaganna í kjölfar þess að þau hafi ákveðið nákvæmlega sama verð á bensíni og á nákvæmlega sama tíma hafa forsvarsmenn félaganna bent á að fólk ætti kost á ódýrara bensíni á sjálfsafgreiðslustöðum. Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 679 orð | 1 mynd

Tvöföldun á dauðaslysum

Hraðann, segir Reynir Þorgrímsson, þarf að minnka niður við byggðavegi og inn- og útkeyrslur. Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 995 orð | 1 mynd

Um dramb Davíðs

Varnaðarorð Davíðs Oddssonar um þá stefnu sem Hæstiréttur sýnist vera að taka, segir Jakob F. Ásgeirsson, eiga fullan rétt á sér og ekkert skylt við dramb. Þau varða sjálfan grundvöll lýðræðis í landinu. Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Um vindaspár

Þessu þarf að sinna betur og það verður ekki gert með því einu, segir Páll Bergþórsson, að segja að ég sé að kasta grjóti úr glerhúsi. Meira
23. janúar 2001 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Undarlegar tölur

Ég skora á umferðaryfirvöld að setja raunhæfar reglur og ökumenn að fara eftir þeim, segir Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, því reglur sem fólk sættir sig ekki við geta ekki verið góðar reglur og eru afsiðandi í eðli sínu. Meira
23. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Varúð, öryrkjar á ferð

ENGINN velur það hlutskipti í lífinu að vera öryrki. Þegar ég sótti um vinnu hjá því fyrirtæki sem ég vinn hjá grunaði mig ekki að ég ætti eftir að lenda í kjarabaráttu sem að ýmsu leyti má líkja við baráttu öryrkja fyrir lífinu. Meira

Minningargreinar

23. janúar 2001 | Minningargreinar | 3823 orð | 1 mynd

ÁSGEIR INGÓLFSSON

Ásgeir Ingólfsson, þýðandi, blaðamaður og rithöfundur, fæddist í Reykjavík hinn 26. júlí 1934. Hann lést á heimili sínu hinn 15. janúar síðastliðinn, 66 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Ingólfs Árnasonar stórkaupmanns og Önnu Ásgeirsdóttur húsmóður. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2001 | Minningargreinar | 3622 orð | 1 mynd

BENEDIKT VALTÝSSON

Benedikt Valtýsson fæddist í Reykjavík 8. október 1957. Hann lést af slysförum 14. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 19. janúar. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2001 | Minningargreinar | 1535 orð | 1 mynd

BOGI EINARSSON

Bogi Gísli Ísleifur Einarsson fæddist í Hringsdal við Arnarfjörð 27. nóvember 1915. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Bogason, f. 11.1. 1881, d. 4.10. 1966, og Sigrún Anna Elín Bjarnadóttir, f. 21.11. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2001 | Minningargreinar | 558 orð | 1 mynd

Fanney Sigtryggsdóttir

Fanney Sigtryggsdóttir fæddist á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi 23. janúar 1911. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Hallgrímsson og Ásta Lovísa Jónasdóttir. Systkini Fanneyjar voru Laufey, f. 2. júní 1905, Garðar, f. 15. mars 1909, og Óskar, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2001 | Minningargreinar | 430 orð | 1 mynd

KRISTJANA STELLA STEINGRÍMSDÓTTIR

Kristjana Stella Steingrímsdóttir fæddist að Hólakoti í Grenivík, Grýtubakkahreppi, 29. júlí 1940. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 9. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 18. janúar. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2001 | Minningargreinar | 3571 orð | 1 mynd

LEIFUR INGI ÓSKARSSON

Leifur Ingi Óskarsson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1972. Hann lést í Reykjavík 12. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hallberu Stellu Leifsdóttur og Óskars Hrafns Ólafssonar. Systur Leifs eru Helena Guðrún, f. 10. apríl 1975, Írena Ásdís, f. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2001 | Minningargreinar | 1143 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR

Þórunn Jónsdóttir fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 28. september 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 13. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 19. janúar. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 312 orð

Á annað hundrað verslanir opnaðar

DANSKA verslunarkeðjan Bilka hafði betur í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta um stórmarkað í stærstu verslunarmiðstöð Norðurlanda skammt frá Eyrarsundsbrúnni. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 2332 orð | 1 mynd

Ekki tímabært að lækka vexti

Skiptar skoðanir voru um hvort nú væri færi til vaxtalækkana hjá Seðlabankanum á fundi um efnahagsmál sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, stóð fyrir á laugardag. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 2193 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 22.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 22.01.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Ýsa 170 170 170 455 77.350 Samtals 170 455 77.350 FMS Á ÍSAFIRÐI Gellur 355 355 355 60 21. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Kaupir fimmtung í Þekkingarhúsinu

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur keypt 800.000 krónur að nafnverði eða 20% hlut í Þekkingarhúsinu ehf. að því er kemur fram í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Þekkingarhúsið ehf. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 90 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.238,370 0,26 FTSE 100 6.232,00 0,37 DAX í Frankfurt 6.665,21 0,21 CAC 40 í París 5.884,22 0,66 KFX Kaupmannahöfn 339,84 1,09 OMX í Stokkhólmi 1. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 304 orð

Mikil áhrif á MP BIO hf.

FULLTRÚAR líftæknifyrirtækisins BioStratum Inc. og japanska lyfjafyrirtækisins KOWA Ltd. skrifuðu hinn 18. janúar síðastliðinn undir samning um þróun, markaðssetningu og sölu á lyfinu Pyridorin í Japan, Taívan, Kína og Kóreu. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 380 orð

Samanlögð velta 1,8 milljarðar

NÝTT eignarhaldsfélag, Eyki hf., hefur verið stofnað um fyrirtækin Radíomiðun, Hátækni og Ísmar. Eign Radiomiðunar í Íslenskum fjarskiptum ehf. (67%) og Teleserve í Færeyjum (50%) mun jafnframt flytjast til Eykis. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 68 orð | 1 mynd

Semja um dreifingu

LYFJAFYRIRTÆKIÐ GlaxoSmithKline og Lyfjaverslun Íslands hf. hafa gert samning um dreifingu á vörum þess fyrrnefnda. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 22.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 22.1. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
23. janúar 2001 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 1,6%

VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan janúar er nú 249,0 stig og hækkaði um 1,6% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir febrúar. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 5,8% hækkun á ári. Meira

Daglegt líf

23. janúar 2001 | Neytendur | 231 orð

Ekki ráðgert að heimila vítamínbætt sælgæti

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sent frá sér tillögur að reglugerð um íblöndun bætiefna í matvæli. Danska matvælastofnunin hefur mótmælt þessum drögum sem fela í sér að hægt verður að vítamínbæta sætindi. Meira
23. janúar 2001 | Neytendur | 832 orð | 1 mynd

Telja ekki eðlilegt að borga þurfi gjald ef tölvan er í ábyrgð

SUM tölvufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á svokallaða flýti- eða hraðþjónustu á viðgerðarverkstæðum sínum. Fyrir þjónustu þessa verða viðskiptavinir að greiða sérstakt gjald sem nemur frá 2.000 og upp í 7. Meira
23. janúar 2001 | Neytendur | 253 orð

Verðhækkun hjá Emmessís og Kjörís

EMMESSÍS hækkaði nýverið verð á framleiðsluvörum sínum sem nemur 7%. Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Emmessíss, segir að að baki hækkuninni séu nokkrar ástæður eins og hækkun á hráefni til ísgerðar þar á meðal á mjólkurafurðum. Meira

Fastir þættir

23. janúar 2001 | Viðhorf | 906 orð

Ásýnd hlutanna

Ætlarðu að velja þér tölvu sem passar við innanstokksmunina heima hjá þér, eða ætlarðu að innrétta heimilið þitt í stíl við tölvuna? Meira
23. janúar 2001 | Fastir þættir | 107 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Subaru-sveitin Reykjavíkurmeistari Þá er Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni 2001 lokið. Sigurvegari var SUBARU-sveitin, sem háði einvígi við Ferðaskrifstofu Vesturlands um Reykjavíkurhornið. Sveit Þriggja frakka varð í 3. Meira
23. janúar 2001 | Fastir þættir | 284 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SVEIT Subaru vann Reykjavíkurmótið, sem lauk á sunnudag eftir 21. umferð af 16 spila leikjum. Meira
23. janúar 2001 | Í dag | 649 orð

Eftirmiðdagar fjölskyldunnar

FIMMTUDAGINN 25. janúar næstkomandi kl. 14-16 hefjast eftirmiðdagar fjölskyldunnar í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a (gengið inn Vonarstrætismegin). Meira
23. janúar 2001 | Fastir þættir | 287 orð

Einkavæðing í mótahaldi

Einkavæðingin lætur ekki á sér standa í hestamennskunni frekar en víða annarsstaðar. Einkaaðilar byggja upp velli víða um land og svo virðist sem mótahald sé í auknum mæli að færast yfir á einkaaðila. Meira
23. janúar 2001 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á Skákþingi Reykjavíkur, sem stendur yfir nú um stundir. Hvítu mönnunum stýrði Arnar E. Gunnarsson (2.285) gegn Jónasi Jónassyni (1.855). 48. g7! Rf7 48. ... Hxg7 hefði litlu breytt þar sem hvítur mátar engu að síður með 49. Bh7# 49. Meira
23. janúar 2001 | Fastir þættir | 1374 orð | 8 myndir

Spánverjinn öflugi efstur í Wijk aan Zee

13.-28.1 2001 Meira
23. janúar 2001 | Fastir þættir | 209 orð

Sveit Drafnar Guðmundsdóttur Reykjanesmeistari Reykjanesmótið í...

Sveit Drafnar Guðmundsdóttur Reykjanesmeistari Reykjanesmótið í sveitakeppni fór fram um helgina og spiluðu 6 sveitir um titilinn. Sveit Drafnar Guðmundsdóttur sigraði örugglega, hlaut 93 stig af 125 mögulegum. Meira
23. janúar 2001 | Fastir þættir | 92 orð

Tryggingamiðstöðin vann Suðurlandsmótið í sveitakeppni Mótið...

Tryggingamiðstöðin vann Suðurlandsmótið í sveitakeppni Mótið var spilað í Þingborg 19.-20. jan. og tóku átta sveitir þátt í mótinu. Úrslit urðu þessi: Tryggingamiðstöðin 129 Kristján M. Gunnarsson, Helgi G. Meira
23. janúar 2001 | Fastir þættir | 1797 orð | 5 myndir

Uppskurðar þörf á mótakerfinu?

Nú þegar óðum styttist í að hestamenn fari að leiða saman hesta sína í orðsins fyllstu merkingu er ástæða til að leiða hugann að stöðu mótahaldsins og eins skiptingu keppenda í styrkleikaflokka. Valdimar Kristinsson dregur hér saman nokkrar staðreyndir málsins ásamt vangaveltum ýmissa aðila um stöðu mála. Meira

Íþróttir

23. janúar 2001 | Íþróttir | 334 orð

1.

1. deild: Burnley - Barnsley 2:1 Crewe - Nottingham F. Crystal Palace - Gillingham 2:2 Norwich - QPR 1:0 Portsmouth - Wimbledon 2:1 Preston - Wolves Frestað Sheffield Wed. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 709 orð | 1 mynd

Aðalatriðið er að við sýnum okkar besta

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson hefur staðið í marki íslenska landsliðsins í handknattleik svo lengi sem elstu menn muna, svo notuð sé gömul klisja. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 258 orð

Aðeins Svíar með frá upphafi

Heimsmeistarakeppnin í handknattleik sem hefst í Frakklandi í dag er sú 17. í röðinni. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 301 orð

Allt skipulag á dómgæslunni á HM...

Allt skipulag á dómgæslunni á HM í Frakklandi fór úr skorðum á sunnudagskvöldið þegar í ljós kom að þrír dómarar höfðu fallið á þrekprófi dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 116 orð

Á ferð og flugi

ÞAÐ má segja að landsliðshópurinn í knattspyrnu hafi verið á ferð og flugi frá því á föstudag, en hópurinn kom til Íslands seinni partinn í gær. Flogið var frá Cochin til Bombay á föstudag og tók ferðin ellefu klukkustundir. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 163 orð

Birkir áfram hjá Stoke

LÁNSSAMNINGUR Birkis Kristinssonar við Íslendingaliðið Stoke rennur út í lok þessa mánaðar en Guðjón Þórðarson, stjóri Stoke, segir í viðtali við The Sentinel í gær að lánssamningurinn við Birki verði framlengdur. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

BIRKIR Ívar Guðmundsson , annar markvarða...

BIRKIR Ívar Guðmundsson , annar markvarða íslenska liðsins, hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu. Birkir , sem starfar sem markaðsstjóri hjá Fróða , útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands um helgina. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 89 orð

Breivik áfram þjálfari Noregs

MARIT Breivik sem þjálfað hefur norska kvennalandsliðið í handknattleik síðustu sjö árin skrifaði í gær undir nýjan fjögurra ára samning við norska handknattleikssambandið. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

DMITRI Filippov , fyrrum leikmaður Stjörnunnar...

DMITRI Filippov , fyrrum leikmaður Stjörnunnar , leikur ekki með Rússum á HM. Filippov , sem hefur spilað með Wuppertal undanfarin ár, er meiddur á öxl og dró sig því út úr rússneska hópnum. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 157 orð

EDUARDO Moskalenko , línumaður Stjörnunnar, sem...

EDUARDO Moskalenko , línumaður Stjörnunnar, sem lék mjög vel með Rússum á EM í Króatíu síðasta vetur, er ekki í rússneska hópnum. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 76 orð

Eiga von á Geir Sveinssyni til Montpellier

STÆRSTA dagblaðið í Montpellier og nágrenni, Midi Libre , sagði frá því í gær að fyrrverandi leikmaður liðsins, Geir Sveinsson, væri væntanlegur til borgarinnar til að fylgjast með sínum mönnum á HM. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 345 orð

ENGLAND Úrvalsdeild: Chelsea - Ipswich 4:1...

ENGLAND Úrvalsdeild: Chelsea - Ipswich 4:1 Gustavo Poyet 45., 65., Dennis Wise 58., Jimmy Floyd Hasselbaink 73. (víti) - Marcus Stewart 23. Rautt spjald : John McGreal (Ipswich) 72. - 34.948 Coventry - Everton 1:3 Lee Carsley 86. (víti) - Scott Gemmill... Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 157 orð

Ferdinand slasast við sjónvarpsgláp

Rio Ferdinand, sem er dýrasti varnarmaður heims, lék ekki með liði sínu, Leeds United, um helgina gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla í hné. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

FERÐALAG knattspyrnulandsliðsins frá Cochin til Kalkútta...

FERÐALAG knattspyrnulandsliðsins frá Cochin til Kalkútta var ótrúlegt. Eftir að landsliðshópurinn hafði verið á ferð allan föstudaginn, var komið inn á hótel í Bombay kl. 19.30 um kvöld eftir að hafa misst af flugvél til Kalkútta. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 79 orð

Fékk ekki að fara inná

BÖÐVAR Örn Sigurjónsson, læknir landsliðsins, fékk ekki að fara inná í þremur leikjum landsliðsins í Indlandi - í leikjum gegn Úrúgvæ, Indlandi og Chile. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 41 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig UMFN 14 11 3 1245:1114 22 Keflavík 14 10 4 1269:1154 20 Tindastóll 14 10 4 1221:1172 20 Haukar 14 8 6 1173:1105 16 KR 14 8 6 1221:1173 16 Grindavík 14 8 6 1218:1185 16 Hamar 14 8 6 1164:1180 16 Skallagr. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 34 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Haukar 12 11 1 307:224 22 Víkingur 12 8 4 264:214 16 Fram 12 8 4 306:260 16 Stjarnan 12 8 4 269:247 16 Grótta/KR 12 7 5 277:237 14 ÍBV 11 7 4 224:226 14 FH 11 5 6 264:248 10 Valur 12 3 9 202:256 6 KA 12 2 10 225:281 4 ÍR 12 0... Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 108 orð

Forkeppni að undankeppni EM 1.

Forkeppni að undankeppni EM 1. riðill: Ítalía - Eistland 26:18 Austurríki - Hvíta-Rússland 31:29 Hvíta-Rússland hlaut 8 stig, Ítalía 7, Austurríki 5, Eistland 4. H-Rússland og Ítalía komast áfram. 2. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 38 orð

Frestað í þriðja sinn Leik FH...

Frestað í þriðja sinn Leik FH og ÍBV í 1. deild kvenna var frestað í þriðja sinn í gær. Upphaflega stóð til að hann færi fram sl. föstudag. Hann hefur verið settur á dagskrá kl. 17.30 í dag í... Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 393 orð

Fyrsti leikurinn er alltaf mikilvægur

Svíar hafa náð einstökum árangri undanfarin áratug eða svo. Þar er Bengt Johansson við stjórnvölinn, maður sem hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Íslendingum, í vináttulandsleikjum árið 1988. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 108 orð

Fyrsti leikurinn gegn Svíum

SAUTJÁNDA heimsmeistaramótið í handknattleik hefst í Frakklandi í dag. Íslendingar eru meðal þeirra 24 þjóða sem keppa á mótinu. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Gaspar fór á kostum gegn KR

ÍSLANDSMEISTARAR KR og KFÍ háðu tvær hörkurimmur í 1. deild kvenna í körfuknattleik á Ísafirði um helgina. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 131 orð

Guðmundur aftur með gegn Chile

GUÐMUNDUR Benediktsson var eini leikmaðurinn í landsliðshóp Íslands, sem hafði leikið landsleik gegn Chile. Hann fór með landsliðinu til Chile fyrir sex árum, þar sem íslenska landsliðið náði jafntefli við Chile-menn. Guðmundur var þá leikmaður Þórs. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 541 orð | 1 mynd

GUÐNI Bergsson lék allan leikinn í...

GUÐNI Bergsson lék allan leikinn í vörn Bolton, sem vann góðan 3:0 útisigur á Sheffield Wednesday í 1. deildinni. Lengi vel var óvíst hvort Guðni gæti leikið vegna meiðsla en hann komst í gegnum læknisskoðun fyrir leikinn. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 77 orð

Gunnar Berg hafnaði tilboði Zaragoza

SPÆNSKA handknattleiksliðið Zaragoza setti sig í samband við forráðamenn Fram á dögunum en liðið var að falast eftir Gunnari Berg Viktorssyni samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Framara. Zaragoza er í neðsta sæti spænsku 1. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 346 orð

HANDKNATTLEIKUR Haukar-Fram 31:22 1.

HANDKNATTLEIKUR Haukar-Fram 31:22 1. deild kvenna í handknattleik, Íþróttahúsið við Ásvelli, laugardaginn 20. janúar. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 4:3, 5:5, J8:6, 10:9, 11:11, 13:13, 16:13 , 16:15, 19:15, 22:16, 24:17, 26:18, 29:19, 30:20, 31:22. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 4 orð

HANDKNATTLEIKUR Nissan-deild kvenna: Kaplakriki: FH -...

HANDKNATTLEIKUR Nissan-deild kvenna: Kaplakriki: FH - ÍBV 17. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 530 orð | 1 mynd

Haukar í sérflokki

HAUKAR hertu heldur betur takið á efsta sæti 1. deildar kvenna í handknattleik á laugardag þegar Fram, sem var í öðru sæti deildarinnar, kom í heimsókn á Ásvelli. Fyrirfram var búist við hörkuviðureign og sú varð líka raunin í fyrri hálfleik en í þeim síðari sáu Framarar aldrei til sólar og Haukar unnu með 9 marka mun, 31:22. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 296 orð

Heimsbikarkeppnin Risasvig karla : Kitzbühel, Austurríki,...

Heimsbikarkeppnin Risasvig karla : Kitzbühel, Austurríki, 19. janúar. Hermann Maier, Austurríki 1.21,72 Josef Strobl, Austurríki1 1.22,67 Werner Franz, Austurríki 1.22,89 Daron Rahlves, Bandaríkj. 1.23,10 Hannes Trinkl, Austurríki 1. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 597 orð

HUGARFARIÐ

ÞAÐ er komið að einu heimsmeistaramótinu enn. Því 17. í röðinni í sögu handknattleiksíþróttarinnar og enn á ný eru Íslendingar á meðal þátttakenda. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 637 orð

HUNDALÍF

Borgin Montpellier, þar sem íslenska liðið leikur í A-riðli heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, er í Suður-Frakklandi, alveg suður við Miðjarðarhaf, í héraði sem nefnist L'Hérault og er í Languedoc-Roussillon sýslu. Í Montpellier búa um 211. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 809 orð

Ísland er í "dauðariðlinum" í HM

ÞAÐ hefur tíðkast í stórmótum hin síðari ár, sérstaklega í knattspyrnunni, að nefna tvísýnasta riðilinn í keppninni "dauðariðilinn". Ef hægt er að tala um slíkan riðil á HM í Frakklandi er það án efa A-riðillinn þar sem Ísland leikur ásamt heimsmeisturum Svía, Egyptum, Portúgölum, Tékkum og Marokkómönnum. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 369 orð

Ísland tapaði baráttunni í Kalkútta

"ÞETTA er yfirstaðið, við urðum að játa okkur sigraða hér í baráttunni í Kalkútta," sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari eftir að íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Chilemönnum í 8 liða úrslitum á Indlandsmótinu og voru þar með úr leik. Þrátt fyrir ferðaþreytu náðu Íslendingar oft að leika vel, en tvenn varnarmistök kostaði tap, 2:0 Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 367 orð | 1 mynd

JACKSON Richardson , fyrirliði Frakka ,...

JACKSON Richardson , fyrirliði Frakka , virðist vera að draga í land með þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir HM . Hann hefur sagt við frönsk blöð síðustu daga að hann ætli að hugsa málið vel og ákveða sig að keppninni lokinni. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 113 orð

Jórdanir vilja mæta Íslandi

ÁÐUR en íslenska landsliðið í knattspyrnu hélt frá Indlandi komu forráðamenn knattspyrnusambands Jórdaníu að máli við Halldór B. Jónsson, varaformann KSÍ og aðalfararstjóra íslenska liðsins á Indlandsmótinu. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 295 orð

KFÍ - KR 64:62 Íþróttahúsið á...

KFÍ - KR 64:62 Íþróttahúsið á Ísafirði, 1. deild kvenna í körfuknattleik, laugardaginn 20. janúar, 2001. Gangur leiksins: 18:19, 29:31, 48:47, 64:62. Stig KFÍ: Jessica Casper 38, Anna S. Sigurlaugsdóttir 6, Sólveig H. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 97 orð

KFÍ - Skallagrímur 86:90 Íþróttahúsið á...

KFÍ - Skallagrímur 86:90 Íþróttahúsið á Ísafirði, Íslandsmótið í körfuknattleik, Epson-deildin, úrvalsdeild karla, 14. umferð sunnudaginn 21. janúar 2001. Gangur leiksins : 4:11, 10:18, 17:23. 17:32, 25:40, 37:53 , 48:60, 57:70, 64:75. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 180 orð

Klappað fyrir Íslendingum

SKÖMMU eftir að íslenski landsliðshópurinn kom til Kalkútta á laugardaginn, var fararstjórn íslenska liðsins kölluð á fund með framkvæmdaaðilum. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 733 orð | 1 mynd

Komust upp með að leggja hendur á okkur

"INDLANDSÆVINTÝRINU er lokið. Þessi leikur var sandkornið sem fyllti mælinn. Síðan við héldum frá Cochin hingað til Kalkútta hefur ekkert staðist. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 37 orð

Kynningarfundur hjá Haukum Kynningarfundur vegna hópferðar...

Kynningarfundur hjá Haukum Kynningarfundur vegna hópferðar á leik Hauka og Sporting í 8 liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik verður miðvikudaginn 24. janúar kl. 18:00 í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 151 orð

Liðsheildin sterk

SVÍAR eru með mikið og gott lið. Bengt Johansson þjálfari leggur mikið upp úr góðum liðsanda og það sást vel þegar liðið kom á hótelið í Montpellier um klukkan 23 að kveldi sunnudagsins. Höfðu þeir lagt af stað um kl. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 200 orð

Makedónía hótar að mæta ekki

KARLALANDSLIÐ Makedóníu í körfuknattleik á að leika gegn því íslenska í undanúrslitum Evrópukeppninnar í Laugardalshöll á miðvikudag og er leikurinn jafnframt síðasti heimaleikur íslenska liðsins í keppninni. Í gær kom hins vegar babb í bátinn með vegabréfsáritun fyrir hluta hópsins sem fylgir landsliðinu hingað og getur jafnvel svo farið að Makedóníumenn mæti ekki til leiks. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 944 orð | 1 mynd

Menn eins og Ólafur vaxa ekki á trjánum

"ÞETTA verður erfitt, á því er ekki nokkur vafi. Við erum í erfiðum riðli og það getur því allt gerst," segir Dagur Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik en liðið mætir heimsmeisturum Svía í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Montpellier í Frakklandi í dag og hefst leikurinn klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 652 orð

Mig óraði ekki fyrir því hve...

MAGNUS Wislander hefur leikið með sænska landsliðinu í hálfan annan áratug og er að vissu leyti samnefnari fyrir þann árangur sem Svíar hafa náð í íþróttinni á þeim tíma. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 652 orð | 1 mynd

Mætum Svíum af fullum krafti

ÞÆR raddir hafa heyrst heima á Íslandi að það væri ef til vill sniðugast fyrir íslenska landsliðið að taka því rólega á móti Svíum í fyrsta leik og koma síðan á fullu á móti Portúgölum í leiknum á miðvikudaginn. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 230 orð

Olsson sagði við Aftonbladet að sér...

STAFFAN Olsson, örvhenta skyttan sem hefur verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Svía undanfarin 13 ár, er hættur með landsliðinu og leikur ekki með því á HM í Frakklandi, eins og fram hefur komið. Hann segir að Svíar hafi ekki leikið vel á alþjóðlega mótinu í Malmö um síðustu helgi en samt unnið alla sína leiki og það geti ekki annað en lofað góðu. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 67 orð

"Gullmark" í boði

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu lék í fyrsta skipti landsleik á Indlandi, þar sem keppt var með því fyrirkomulagi að ef jafntefli yrði, þá kæmi framlenging - það lið sem yrði þá fyrr til að skora svokallað "gullmark" færi með sigur af hólmi. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 551 orð | 2 myndir

"Mikil reynsla fyrir ungu strákana okkar"

"NÚ pökkum við saman og höldum heim á leið. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR Stephensen skoraði þrjú mörk fyrir...

RAGNHEIÐUR Stephensen skoraði þrjú mörk fyrir Bryne sem sigraði Stabæk , 25:24, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina. Bryne hefur verið að rétta úr kútnum að undanförnu. Liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 6 stig. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 219 orð

Sanngjarn sigur Skallagrímsmanna

ÍSFIRÐINGAR féllu á sínu eigin bragði þegar vinir þeirra úr körfuknattleiksdeild Skallagríms frá Borgarnesi komu í heimsókn í gær og mörðu sigur, 90:86, í leik sem virtist aldrei ætla að fara á neinn annan veg, fyrr en í síðasta leikhluta þegar vestfirsku lukkudísirnar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki. Lið KFÍ er komið á hálan ís á botni deildarinnar, ólíkt Borgnesingum sem sigla nú lygnan sjó í baráttu sinni um sæti í úrslitakeppninni. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 835 orð

Spánn Alaves - Numancia 0:2 Caco...

Spánn Alaves - Numancia 0:2 Caco Moran 28., Pacheta 85. - 14.000 Athletic Bilbao - Racing Santander 3:1 Julen Guerrero 45., Ismael Urzaiz 57., 77. - Jose Emilio Amavisca 80. Rautt spjald : Oscar Vales (Athletic Bilbao) 63. - 35. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 201 orð

Sundsamband Íslands, SSÍ, kynnti í gær...

Sundsamband Íslands, SSÍ, kynnti í gær drög að afreksstefnu sambandsins, sem unnið verður eftir næstu fjögur árin, fram yfir ólympíuleikana, sem fram fara í Aþenu árið 2004. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 116 orð

Svíar þreyttir

SVÍAR komu til Montpellir um klukkan ellefu á sunnudagskvöldið en þeir flugu frá Gautaborg til Parísar og þaðan til Montpellier. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

SÆVAR Þór Gíslason , leikmaður með...

SÆVAR Þór Gíslason , leikmaður með Fylki , er fyrsti Selfyssingurinn til að leika landsleik fyrir hönd Íslands. Hann kom inn á sem varamaður í leikjunum gegn Úrúgvæ og Chile . Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 116 orð

Tonar leikur með Tékkum

MICHAL Tonar, örvhenta skyttan sem lék með Kópavogsliðinu HK um skeið fyrir nokkrum árum, er í liði Tékka sem mætir Íslendingum í lokaumferð riðlakeppninnar í Montpellier. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 332 orð | 1 mynd

Tvö mörk frá Shevchenko lögðu Róma

Lið Róma hefur aðeins tapað tveimur leikjum af síðustu 15 viðureignum liðsins í ítölsku knattspyrnunni, en liðið tapaði 3:2 fyrir AC Milan á útivelli á sunnudag. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

Tölfræðin er ekki beint á bandi...

Tölfræðin er ekki beint á bandi íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir fyrsta leik þess á HM í Frakklandi í kvöld. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Um 60 frá þýskum liðum á HM

ÞÝSKA deildakeppnin í handknattleik er talin sú sterkasta í heimi og það endurspeglast í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi sem hefst í dag. Hingað eru mættir í kringum 60 leikmenn frá þýskum félagsliðum, og þar af eru aðeins 15 Þjóðverjar. Flestir koma þeir úr 1. deild en fáeinir úr liðum í 2. og 3. deild. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 191 orð

Valdís til halds og trausts

VALDÍS Jónsdóttir er íslenska liðinu til halds og trausts hér í Montpellier. Hún er við frönskunám og hefur verið öðru hverju síðustu fjögur árin. Hún sagðist ekki hafa mikið vit á handbolta, hefði verið meira í bandminton. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

Valsstúlkur voru staðráðnar í því að...

STJARNAN lenti í dálitlum vandræðum með fjörugt lið Valsstúlkna í Ásgarði á laugardag. Valsstúlkur komu til þessa leiks fullar af eldmóði æskunnar og vilja til góðra verka. En þegar líða tók á leikinn voru Valsstúlkur eins og unglingar í kennslustund hjá mótherjum sínum í Stjörnunni. Stjörnustúlkur sem eru fulltrúar hinna fullorðnu í deildinni með gríðarmikla reynslu og árafjölda í boltanum að baki, léku af skynsemi, þreyttu mótherja sína líkt og laxveiðimenn í góðri á og höfðu sigur 28:22. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 530 orð | 1 mynd

Vægt kjaftshögg

ÞAÐ sem vakti mesta athygli í vali Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara á leikmannahópi íslenska landsliðsins fyrir HM var sú ákvörðun hans að skilja Gústaf Bjarnason eftir heima. Gústaf hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið og hefur upp á síðkastið verið varafyrirliði. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 232 orð

Vængbrotið lið KA/Þórs réði ekki við Helgu

VÍKINGSSTÚLKUR sigruðu KA/Þór á Akureyri 17:14 á laugardaginn og leiða nú flokkinn sem er í 2.-4. sæti deildarinnar, 6 stigum á eftir Haukum. Stúlkurnar í KA/Þór sitja í næst neðsta sæti með 4 stig, tveimur stigum á eftir Val, liðinu sem þær mæta í byrjun febrúar. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

ÞÓRÐUR Guðjónsson var á varamannabekknum allan...

ÞÓRÐUR Guðjónsson var á varamannabekknum allan tímann þegar lið hans, Las Palmas , gerði 1:1 jafntefli gegn Rayo Vallacano í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Meira
23. janúar 2001 | Íþróttir | 1011 orð | 1 mynd

Þrettán stiga forskot meistaranna

EFTIR leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni spyrja menn sig ekki hvort Manchester United verði enskur meistari í vor heldur í hvaða umferð liðið innsigli meistaratitilinn. "Rauðu djöflarnir" náðu 13 stiga forskoti með því að vinna sigur á Aston Villa á meðan liðin í næstu sætum á eftir, Sunderland, Arsenal og Liverpool, urðu öll að sætta sig við markalaust jafntefli í leikjum sínum. Meira

Fasteignablað

23. janúar 2001 | Fasteignablað | 1058 orð

Af hverju standast áætlanir ekki?

UNDANFARNA mánuði hafa menn séð tekist á um hverjum sé um að kenna að annar og hærri kostnaður varð við allmargar byggingarframkvæmdir opinberra aðila en ákvarðanir um framkvæmdirnar byggðust á. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 341 orð | 1 mynd

Austurstræti 3

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Lyngvík er í einkasölu húseignin Austurstræti 3. Þetta er timburhús, járnklætt, byggt 1898. Húsið er þrjár hæðir auk kjallara og er alls 485,5 ferm. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Á veggi og gólf

Plaköt hafa lengi verið vinsæl, hér má sjá að það er ekki aðeins hægt að hengja þau á veggi heldur má líka láta þau standa á gólfi ef veggpláss er ekki fyrir... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Borðstofa í enskum stíl

Þetta er borðstofa í enskum sveitastíl með fremur grófgerðum stólum og köflóttum dúk - innblásturinn er sóttur til sagna Charles... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 1030 orð | 6 myndir

Byggt á kletti

Maður fær það fjótt á tilfinninguna, að engir skipulagsuppdrættir séu gerðir af borgum og bæjum á þessum einstæða kletti, Madeira, segir Einar Þorsteinn hönnuður. Og því fylgir viss sjarmi. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 646 orð | 2 myndir

Eldhús á Netinu

Færst hefur í vöxt á undanförnum árum að framleiðendur og verslanir kynni sig og vörur sínar á Netinu. Brynja Tomer ferðaðist á þessum slóðum og sá að nú hafa innanhússhönnuðir bæst í hópinn. Venjulegt fólk í leit að hugmyndum nýtur góðs af, því hönnuðir eru jafnan örlátir á ráðgjöf af ýmsu tagi. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 564 orð | 2 myndir

Endurbætur á fjöleignarhúsi

ÍSLENZK hús eru flest tiltölulega ný og stór hluti þeirra byggður eftir 1960. Af þeim sökum hefur tilfinning margra hús- og íbúðareigenda fyrir viðhaldi ekki verið rík og margir látið skeika að sköpuðu í þeim efnum. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 6 orð | 1 mynd

Flöskuhlífar

Flöskuhlífar í mörgum litum - með... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Fyrirferðarlitlir snagar

Þessir snagar eru sérlega fyrirferðarlitlir þar sem þeir eru felldir inn þegar þeir eru ekki í... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 207 orð | 4 myndir

Færri umsóknir um húsbréfalán

HELDUR dró úr fjölda umsókna um húsbréfalán hjá Íbúðalánasjóði á árinu 2000. Fjöldi umsókna var 4,6% færri á árinu 2000 en á árinu 1999. Alls bárust 9.347 umsóknir á árinu 2000 en þær voru 9.793 á árinu 1999. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Gott gólfpláss

Stundum vill fólk hafa gott gólfpláss í stofunni, þá má skoða t.d. svona... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Gylltir litir

Gylltir litir setja svip á mjög ljósar stofur og fá þær til að sýnast... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 115 orð | 1 mynd

Hillupappírinn aftur í skápana

SÚ VAR tíðin að allar almennilegar húsmæður lögðu hillupappír í allar skúffur og skápa. Hillupappír í alls kyns litum og mynstrum. Svo lagðist hillupappírinn af og hefur ekki sést árum saman. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Hillur milli gólfs og lofts

Þessar hillur eru spenntar fastar á milli gólfs og lofts. Þær ganga undir nafninu Domino og eru úr stáli og... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 207 orð | 1 mynd

Hrauntunga 4

Hafnarfjörður - HJÁ fasteignasölunni Hraunhamar er í sölu einbýlishús að Hrauntungu 4 í Hafnarfirði. Þetta er timburhús á tveimur hæðum, byggt 1982 og fylgir með bílskúr úr timbri, sem er 34 ferm. Stærð íbúðar er 169,4 ferm. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 93 orð

Húsakaup 5, 12 Húsið 5, 18-19...

Húsakaup 5, 12 Húsið 5, 18-19 Húsvangur 5, 42 Höfði 5, 23 Kjöreign 5, 21 Leigulistinn 5, 20 Lundur 5, 44 Lyngvík 5, 33 Miðborg 5, 22 Skeifan 5-9 Smárinn 5, 31 Valhús 5, 29 Valhöll 5, 24-25 Þingholt 5,... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 253 orð | 1 mynd

Hverfisgata 52

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Eignaval er nú í sölu efsta hæðin á Hverfisgötu 52. Húsið er steinsteypt, byggt 1930 og er flatarmál íbúðarinnar 165,7 fermetrar. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Hönnuðir fara "í hundana"

Nú er í tísku hjá hönnuðum nota hunda í ríkari mæli til að skreyta verk sín og má sjá dæmi um slíkt... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 832 orð | 3 myndir

Hönnun í samræmi við náttúruna

Íslensk náttúra getur verið bæði ógnvekjandi og falleg. Í samtali við Hildi Friðriksdóttur segir Elín Gunnlaugsdóttir arkitekt, að til að undirstrika fegurð náttúrunnar sé hægt að hanna hús og svæði í enn meiri tengslum við hana en gert er. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 131 orð | 1 mynd

Ilmandi lín

ÞÓTT straufrítt lín - sængurver, dúkar, náttföt hafi verið alls ráðandi seinustu áratugina, eru alltaf einhverjir sem halda áfram að strauja. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Í barnaherberginu

Það hlýtur að vera gaman að vera krakki í svona herbergi, þetta er rúm með leikturni og... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 5 orð | 1 mynd

Kaffisett

Arne Jacobsen hannaði þetta sett... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 911 orð | 1 mynd

Landsbyggðin - jaðarsvæði borgríkisins?

Mannfjöldatölur Hagstofunnar frá 1. desember sl. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 308 orð | 1 mynd

Laugavegur 53b

Reykjavík - Ný og glæsileg hús við Laugaveg vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar og Fasteignasölunni Valhöll er nú til sölu húseignin Laugavegur 53b. Húsið er til sölu í hlutum. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 451 orð | 6 myndir

Lemoine-einbýlishúsið í Bordeaux eftir Rem Koolhaas

Hjón með þrjú börn bjuggu í mjög gömlu og fallegu húsi í Bordeaux í Frakklandi. Í mörg ár hugsuðu þau um að byggja sér nýtt hús, e.t.v. mjög einfalt hús. Þau leituðu til ólíkra arkitekta. Skyndilega varð eiginmaðurinn fyrir bílslysi. Litlu munaði að hann dæi, en hann komst af. Hann er nú bundinn við hjólastól. Gamla húsið og miðaldaborgin Bordeaux breyttust í eins konar fangelsi fyrir eiginmanninn. Hjónin byrjuðu aftur að hugsa um húsið en í þetta skiptið með allt öðrum hætti. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 391 orð | 1 mynd

Næsta byggingarsvæði Kópavogs við Vatnsenda

HVERGI er meira byggt hlutfallslega á höfuðborgarsvæðinu en í Kópavogi og spurnin eftir nýjum lóðum er að sama skapi mikil. Meðfylgjandi teikning sýnir lóðaúthlutanir í Kópavogi frá árinu 1994 til 1999. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Sannkallað prinsessurúm

Þetta rúm virðist mjög stórfenglegt en er í raun mjög einfalt að gerð. Himinninn yfir er látlaus og tjöldin á hliðunum... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 1792 orð

Seljendur Sölusamningur - Áður en fasteignasala...

Seljendur Sölusamningur - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölusamningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 26 orð | 1 mynd

Sérkennilegur stóll

Hönnuðurinn Per Opsvik hefur teiknað þennan sérkennilega stól og nefnir hann Capisco. Hann á að koma vel til móts við þarfir líkamans fyrir fjölbreytta hreyfingu og... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Sítrónutangir

Sítrónutangir eru þarfaþing, t.d. þar sem tedrykkja er... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Skásettar bækur

Þetta er ítölsk hillueining og í henni eru bókahillurnar hafðar á... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Skemmtilegir snagar

Það er gaman að þessum fatasnögum sem eru hér settir fram í... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Sófaborð með leyndar hirslur

Þetta sófaborð leynir sannarlega á sér, bak við rennihurðirnar er sængurfatageymsla, þægilegt þar sem oft þarf að hýsa gesti en plássið er af skornum... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Sófi í metramáli

Þessi sófi, Model Longo, fæst í metramáli með tilheyrandi sófaborði. Hannað af Komplot... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 153 orð | 1 mynd

Stigahlíð 43

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Húsvangur er í sölu sérhæð að Stigahlíð 43 í Reykjavík. Þetta er sérhæð á fyrstu hæð með sérinngangi, en húsið var byggt 1965. Hæðin er 139,6 ferm. að stærð. Bílskúr fylgir með byggður sama ár og er hann 24 ferm. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 1603 orð | 5 myndir

Stóraukið lóðaframboð á Akranesi

Við síðustu lóðaúthlutun á Akranesi fengu færri en vildu enda eftirspurnin mikil. Nú er framundan úthlutun á fyrstu lóðunum á hinu nýja byggingarsvæði í Flatahverfi. Magnús Sigurðsson kynnti sér þetta framtíðar byggingarsvæði Akurnesinga. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Stórskemmtileg kommóða

Þessi kommóða er stórskemmtilega hönnuð, skúffurnar eru ekki aðeins dregnar út heldur má leggja þær að hlið... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Til varnar trégólfi

Þar sem arnar eru þarf að verja vel trégólf svo ekki komist neistar í þau. Hér er sett steinþrep fyrir framan arininn í þessu... Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 230 orð | 1 mynd

Tómir steinsteypukumbaldar í Austur-Þýskalandi

UM EIN milljón íbúða í fyrrverandi Alþýðulýðveldi Austur-Þýskalands stendur nú yfirgefin og auð, segir Børsen , líkt og minnismerki um grámyglulegan og miðstýrðan byggingarstíl kommúnistastjórnarinnnar. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 196 orð | 1 mynd

Val d'Europeverslunarkringlan risin

BYRJAÐ er að reisa fyrstu byggingarnar í nýjum bæ 32 kílómetra austur af París en bygging þeirra er hluti af sérstöku verkefni sem kallast Val d'Europe. Í áætluninni er gert ráð fyrir að íbúar bæjarins verði orðnir 40. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 538 orð | 1 mynd

Vandinn að búa í fjölbýlishúsi

AUÐVITAÐ er lang einfaldast fyrir hvern og einn að búa í sínum helli eða jarðholu eins og gert var í fyrndinni, en mikið lifandis ósköp hefur það oft verið leiðinlegt og eftir því óþægilegt. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 325 orð | 1 mynd

Vogagerði 8

Vogar- Hjá fasteignasölunni Ási er til sölu mjög vandað atvinnu- og íbúðarhúsnæði í Vogagerði 8 í Vogum á Vatnsleysuströnd. "Þetta er eign, sem býður upp á mikla möguleika," sagði Jónas Hólmgeirsson hjá Ási. Ásett verð er 30 millj. kr. Meira
23. janúar 2001 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Þar sem rómantíkin ríkir

Í þessari stofu er rómantíkin ríkjandi. Það mætti kannski halda að tilviljun ylli því, en svo er ekki, þarna er hver hlutur þrauthugsaður, sjáið hvað blómin koma vel út með hinu fornlega útliti húsgagna og... Meira

Úr verinu

23. janúar 2001 | Úr verinu | 186 orð | 2 myndir

Meiri afli innan lögsögu

Fiskaflinn í desembermánuði síðastliðnum var 52.522 tonn samanborið við 56.748 tonn í desembermánuði árið 1999, og dróst því saman um rúm 4 þúsund tonn á milli ára. Botnfiskaflinn dróst saman um rúm 7 þúsund tonn. Meira
23. janúar 2001 | Úr verinu | 208 orð | 1 mynd

"Ekkert fjör fyrr en í febrúar"

NÆR 20 bátar voru á loðnumiðunum fyrir austan land í gær en bræla gerði mönnum erfitt fyrir. "Hér er bræla eftir brælu og erfitt að eiga við loðnuna í nótina," segir Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Oddeyrinni EA. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.