BJÖRGUNARFÓLK leitaði í gærkvöld að lífsmarki í rústum húsa sem hrundu til grunna í gríðarlega öflugum jarðskjálfta á Indlandi í gærmorgun. Í gærkvöld höfðu um 2.000 manns fundist látnir, en talið var að um 4.000 manns væri saknað og að yfir 3.
Meira
AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var í gær fluttur á hersjúkrahús í höfuðborginni Santiago en grunur lék á að hann hefði fengið vægt heilablóðfall.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, þurfti í gær að koma öðrum ráðherra í ríkisstjórn sinni til varnar vegna Hinduja-málsins. Spjótin beinast nú að Keith Vaz, aðstoðarutanríkisráðherra, sem fer með Evrópumál í stjórninni.
Meira
Selfossi -Á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Árborgar er gert ráð fyrir 30 milljóna fjárveitingu til hönnunar og framkvæmda við nýjan leikskóla á Selfossi. Áætlanir gera ráð fyrir að taka hann í notkun á næsta ári.
Meira
FASTEIGNAVERÐ er nú í sögulegu hámarki og var verðið í desember síðastliðnum 9% hærra en verðið varð hæst áður í ársbyrjun ársins 1988, að því er fram kemur í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofnunar.
Meira
EKKI leikur nokkur vafi á því, að nauðsynlegt er að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa í andrúmslofti jarðar, og "við verðum að ráðast í beinar aðgerðir til þess að forðast víðtækar afleiðingar sem kannski ekki við, heldur börn okkar og...
Meira
TVEIR unglingar voru staðnir að verki við að kveikja í vinnuskúr á athafnasvæði Vita- og hafnarmálastofnunnar við Vesturvör í Kópavogi í fyrrakvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn en skúrinn hafði þá orðið eldinum að bráð.
Meira
BILL Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir sumar þeirra sakaruppgjafa sem hann ákvað daginn áður en hann lét af embætti.
Meira
FYRIRTÆKI sem taka upp umhverfisstjórnun geta dregið úr kostnaði við ýmsa rekstrarþætti, svo sem vegna orkunotkunar og kaupa á hráefnum, sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra meðal annars er hún setti umhverfisþingið í gær.
Meira
Hólmfríður Sveinsdóttir fæddist á Akranesi 18. júní 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands og lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Hún starfaði á Vinnumálastofnun frá útskrift þar til í maí sl. en starfar nú á Iðntæknistofnun sem verkefnisstjóri á fræðslu- og ráðgjafardeild. Hún er um þessar mundir starfandi formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN mælir ekki með því að umhverfisráðherra staðfesti tillögu bæjarstjórnar Kópavogs að breyttu aðalskipulagi á svæðinu milli vatns og vegar við Elliðavatn eins og hún liggur fyrir og vill t.
Meira
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Noregi hafa staðið í veginum fyrir því að Íslendingafélög í Noregi, sem hyggjast halda þorrablót á næstunni, afli sér matfanga frá Íslandi, vegna EES-reglna um bann við innflutningi á íslenskum unnum kjötvörum.
Meira
VIRKJUN við Kárahnjúka leiðir til þess að styrkur svifaurs í Lagarfljóti fjór- til fimmfaldast og kemur það til með að hafa áhrif á lit vatnsins. Viðstöðutími vatns í Lagarfljóti styttist um helming og verður um hálft ár í stað eins árs.
Meira
ÁTTA ára drengur féll af hestbaki skammt frá Laugardalshólum, skammt frá Laugarvatni í Árnessýslu, laust fyrir kl. 15 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi sat drengurinn hestinn á túni þegar hann datt af baki.
Meira
MEÐAL þeirra sem fluttu ávarp í upphafi umhverfisþings var Linda Björk Jóhannsdóttir, nemandi í 6. bekk Varmárskóla í Mosfellsbæ. Hún kvaðst hafa verið beðin að segja hvernig umhverfi hún vildi búa í og hvernig Ísland hún vildi sjá í framtíðinni.
Meira
FLUGVÉL með 24 innanborðs, þar af 20 evrópska og bandaríska ferðamenn, fórst á fimmtudagskvöld í fátækrahverfi nærri borginni Ciudad Bolivar í Suður-Venesúela. Allir fórust sem í vélinni voru, en hún var gömul, af gerðinni McDonnell-Douglas DC-3.
Meira
FORMENN Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, VG, lýsa mikilli óánægju með skýrslu einkavæðingarnefndar um sölu Landssímans og hvernig salan á að fara fram.
Meira
GIGTARFÉLAG Íslands heldur fræðslufund um lúpus mánudaginn 29. janúar kl. 20 í húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Svala Björgvinsdóttir og Jónína B.
Meira
MIKLAR vonir eru bundnar við að Íslandslax fái leyfi til að stunda laxeldi í Klettsvík í Vestmannaeyjum en starfsemin gæti skapað tugi starfa í bænum.
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar sunnudaginn 28. janúar nk. Að þessu sinni hefst ganga við Bláfjallaveg. Gengið verður um Rjúpnadali og meðfram Sandfelli niður í Læjarbotna. Þetta eru 10-12 km og áætlaður göngutími er um 4 klst.
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðvaði bifreið tveggja þekktra afbrotamanna aðfaranótt sl. miðvikudags. Í bílnum fannst talsvert magn tölvubúnaðar sem lögreglumönnum þótti líklegt að hefði verið aflað með ólöglegum hætti.
Meira
RÆTT var um spurninguna "hvað hefur áunnist?" í öðrum hluta umhverfisþings í gær og voru þar gefin yfirlit yfir þróun á nokkrum sviðum umhverfismála.
Meira
STARFSMANNAFÉLAG Landssímans hf. fagnar einkavæðingu Landssímans og Davíð Scheving, formaður Starfsmannafélagsins, segir að hún sé holl og nauðsynleg fyrir fyrirtækið. "Við fyrstu sýn líst mér mjög vel á þessar hugmyndir.
Meira
GAGNGERAR endurbætur standa nú yfir á fyrstu hæð Radisson SAS Hótel Sögu. Verið er að endurnýja gestamóttöku hótelsins, veitingasalurinn Skrúður stækkaður og Mímisbar breytt úr dansstað í píanóbar og koníaksstofu.
Meira
KYLFINGAR víða um land hafa nýtt sér veðurblíðuna á þorranum og tekið léttar sveiflur sem alla jafna hefur aðeins mátt taka innanhúss á þessum árstíma. Á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði voru fjölmargir kylfingar að leik.
Meira
RÚSSNESK kvikmynd frá árinu 1993 verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 28. janúar kl. 15. Mynd þessi hefur hlotið nafnið Í skjóli valds og vegtyllu á íslensku en rússneska heiti hennar er "Kodéks béz tsestíja".
Meira
HELDUR vetrarlegra var um að litast á Akureyri í gær enda jörð orðin hvít á ný eftir einmuna veðurblíðu undanfarna daga. Ekki er þó hægt að kvarta yfir veðrinu þrátt fyrir einhverja ofankomu og um helgina verða áfram norðlægar áttir og éljagangur.
Meira
ATVINNUMANNADANSPARIÐ Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, sem keppa fyrir Íslands hönd, tóku þátt í tveimur danskeppnum í Bournmouth í Bretlandi í vikunni.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, sr. Guðmundur Guðmundsson. Sunnudagaskóli einnig kl. 11, fyrst í kirkju og síðan í safnaðarheimili. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17 sama dag. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld.
Meira
BROTIST var inn í tölvuverslun við Skipholt í Reykjavík um miðnætti aðfaranótt föstudags. Þaðan var stolið fartölvu og netþjóni að verðmæti um 300-400 þúsund krónur. Þjófarnir spenntu upp hurðir til að komast inn í verslunina.
Meira
Kraftlyftingasamband Íslands heldur hið árlega Íslandsmeistaramót í bekkpressu laugardaginn 27. janúar í sýningarsal B&L á Grjóthálsi 1. Mótið fer fram milli kl. 14 og 16 en vigtun og skoðun á búnaði þátttakenda hefst kl. 12.
Meira
NÚ eru að hefjast að nýju kvikmyndasýningar fyrir börn í Norræna húsinu. Sýningarnar verða einu sinni í mánuði, á sunnudögum kl. 14. Fyrsta myndin kemur frá Finnlandi en þar segir frá Múmínálfunum sem Tove Janson hefur skrifað svo skemmtilega um.
Meira
KYNNING verður mánudaginn 29. janúar kl. 20 í sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, á verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða krossins inna af hendi.
Meira
FÓLKSBÍLL valt út af Norðfjarðarvegi um klukkan 7 í gærmorgun. Ung stúlka sem var ein í bílnum missti stjórn á honum í mikilli hálku með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn valt tvær veltur.
Meira
ÞAÐ er bráðnauðsynlegt að Listaháskóli Íslands komist sem fyrst undir eitt þak en kennsla fer núna fram á þremur mismunandi stöðum og að öllum líkindum fjórum með haustinu og jafnvel fleirum, að sögn Hjálmars H. Ragnarssonar, rektors skólans.
Meira
EKIÐ var á bifreiðina OF-665, sem er Ford Escort-fólksbifreið, græn að lit, fimmtudaginn 25. janúar þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Grófina/Tryggvagötu. Tjónvaldur fór af vettvangi. Atvikið gerðist á milli kl. 13 og 17.30.
Meira
SAMBANDSSTJÓRN Matvæla- og veitingasambands Íslands átelur í ályktun harðlega vinnbrögð landbúnaðarráðuneytis og embættis yfirdýralæknis vegna innflutnings á nautakjöti frá kúariðusýktum svæðum í Evrópu.
Meira
HÁKON Már Örvarsson, sem á miðvikudag hreppti bronsverðlaun í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or í Lyon í Frakklandi, fékk höfðinglegar móttökur frá félögum sínum í Klúbbi matreiðslumeistara og Kokkafélaginu Freistingu við komuna í Leifsstöð í gær.
Meira
LÍTILL jeppi valt út af Reykjanesbraut í gærmorgun, endastakkst og er talinn hafa farið tvær veltur. Ökumaður jeppans, karlmaður á sextugsaldri, var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hann reyndist rifbrotinn og með skrámur.
Meira
NÁNAST ekkert hefur þurft að sinna snjómokstri á Akureyri það sem af er þessu ári og segir Guðmundur Guðlaugsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, þennan janúarmánuð hafa verið einstaklega þægilegan.
Meira
NÝHERJI og Íslandsnet efna til opins morgunfundar um netverslun í nútíð og framtíð en hann verður á Hótel KEA næstkomandi þriðjudag, 30. janúar 8.30.
Meira
Hellu- Um þessar mundir er unnið að byggingu nýs íþróttahúss í Þykkvabæ, en starfsmenn J.Á. Verktaka á Selfossi luku nýlega við að steypa sökkul hússins. Húsið á að vera fokhelt og fullfrágengið að utan 1. júní í sumar.
Meira
GRÍÐARLEGA öflugur jarðskjálfti reið yfir Indland laust fyrir níu í gærmorgun að staðartíma, um óttubil að íslenskum tíma. Skjálftans varð vart um allt Indland, í Pakistan og í Nepal.
Meira
ÁÆTLAÐ umfang framkvæmda hins opinbera á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins á þessu ári verður 1,2 milljörðum lægra en á síðasta ári að því er Jóhanna Hansen, staðgengill forstjóra Framkvæmdasýslunnar, sagði á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins og Félags...
Meira
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í gær að næsti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn 11.-14. október 2001. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er að jafnaði haldinn annað hvert ár en síðast var Landsfundur haldinn 11.-14.
Meira
FÉLAG sérleyfishafa hefur komið að þeirri endurskipulagningu á fyrirkomulagi sérleyfa til fólksflutninga sem samgönguráðuneytið hefur verið að vinna að og greint var frá í Morgunblaðinu í vikunni.
Meira
RÚSSNESKI fjölmiðlakóngurinn Vladimír Gúsinskí ítrekar í einu af fyrstu viðtölum sem hann veitir eftir handtöku sína í sl. desember að ásakanir á hendur sér séu ekki á rökum reistar heldur standi Vladimír Pútín Rússlandsforseti á bak við þær.
Meira
TINNA Marín Jónsdóttir, 15 ára, bar í gærkvöldi sigur úr býtum í söngkeppni Samfés, Sambands félagsmiðstöðva, með lagi Celine Dion, All Coming Back To Me.
Meira
SIGURÐUR B. Valdimarsson, forstöðumaður víxla- og verðbréfasviðs Íslandsbanka, lést 26. janúar sl. á Landspítalanum 63 ára að aldri. Sigurður var fæddur 17.
Meira
Stjórnmálaflokkar, jafnt sem aðrar stofnanir, félög eða fyrirtæki, væru lítið ef ekki kæmi til trygglynt og drífandi starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn er þar engin undantekning. Um áramótin hættu þar þrír af elstu og tryggustu starfsmönnum flokksins, þau Már Jóhannsson, Hilmar Guðlaugsson og Kristín Guðjónsdóttir sem unnu samtals yfir 100 ár hjá flokknum.
Meira
SJÖ umsækjendur, þrír héraðsdómarar og fjórir hæstaréttarlögmenn, eru um starf dómara við Hæstarétt Íslands í stað Hjartar Torfasonar sem lætur af embætti 1. mars næstkomandi. Umsóknarfrestur rann út á fimmtudag.
Meira
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur framleiðslu íslensks lambakjöts í neytendapakkningum í nýrri kjötvinnslu í Videbæk á Jótlandi í apríl næstkomandi. Fest hafa verið kaup á 530 fermetra húsi, 8 ára gömlu, sem byggt var fyrir matvælavinnslu.
Meira
Á FUNDI stjórnar Kjötmjöls ehf. sem haldinn var á þriðjudag var eftirfarandi samþykkt samhljóða vegna nýlegrar fréttatilkynningar Neytendasamtakanna um málefni fyrirtækisins: "Stjórn Kjötmjöls ehf.
Meira
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á sunnudaginn 28. janúar kl. 11 til strandgöngu sunnan Hafnarfjarðar Þetta er um 3 klst. ganga frá Hvassahrauni um Lónakot og Hraun að Straumsvík.
Meira
TEKJUAFGANGUR ríkissjóðs á síðasta ári samkvæmt greiðsluuppgjöri nam 12,2 milljörðum króna, samanborið við 17 milljarða króna árið 1999. Minni afgangur nú en á árinu 1999 skýrist fyrst og fremst af fimm milljarða kr.
Meira
FLUGRÁÐ, sem er samgönguráðherra og flugmálastjóra til ráðuneytis um flugmál, hefur lýst sig mótfallið þeim tillögum um staðsetningu flugvallar fyrir innanflugsflug sem koma fram í nýlegri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors.
Meira
HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd, sagðist líta svo á að með tillögum einkavæðingarnefndar væri tryggð samkeppni á fjarskiptamarkaði. Það sé einnig mikilvægt að ríkið verði áfram gildandi eigandi að dreifikerfinu.
Meira
MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að kennsla við nýjan grunnskóla í Áslandi, sem bjóða eigi út til einkaaðila, verði í fyrstu rekin sem tilraunaverkefni og að á þeim forsendum verði óskað eftir því við menntamálaráðherra að hann veiti...
Meira
MIKLAR vonir eru bundnar við að Íslandslax fái leyfi til að stunda laxeldi í Klettsvík í Vestmannaeyjum en starfsemin gæti skapað tugi starfa í bænum, sem orðið hefur fyrir miklum áföllum undanfarið í kjölfar bruna Ísfélagsins og ákvörðunar fyrirtæksins...
Meira
HÆGAGANGUR í bandarísku efnahagslífi og áhrif hans á allt frá vöxtum í Evrópu til fjármögnunar nýrra netfyrirtækja gnæfði yfir önnur umræðuefni á fyrsta degi árlegu Alþjóðaefnahagsráðstefnunnar (WEF) í Davos í Sviss í gær, þar sem saman eru komnir...
Meira
TVEIR menn, annar vopnaður stórum hníf, rændu söluturn í Smáranum í Kópavogi í fyrrakvöld. Mennirnir voru báðir með lambhúshettur á höfði þegar þeir ruddust inn í söluturninn Smárann um kl. 22.30.
Meira
Afsögn Mandelsons Írlandsráðherra hefur dregið athyglina að sambandi stjórnmála og auðs eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur, en náið samband hans við Blair er óþægilegt nú þegar dregur að kosningum.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Bandalags sjálfstæðra leikhúsa: "Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist að undanförnu að Reykjavíkurborg ætli að bregðast við auknu mikilvægi sjálfstæðra leikhúsa og sviðslistahópa í...
Meira
FRUMBURÐUR söngkonunnar Celine Dion kom í heiminn á sjötta tímanum á fimmtudaginn, þremur vikum fyrir tímann. Sonurinn heitir Rene Charles og vó um þrjú kílógrömm. Samkvæmt fréttatilkynningunni heilsast móður og barni "undursamlega vel".
Meira
Í Gautaborg í Svíþjóð er haldin ár hvert einhver nafntogaðasta kvikmyndahátíð á Norðurlöndum og fylgjast kvikmyndaáhugamenn um heim allan grannt með því hvað þar fer fram. Kristín Bjarnadóttir er stödd á hátíðinni og kynnir hér hvað þar verður í boði.
Meira
Í JANÚAR fá fatahönnuðir að tappa af sköpunargleðinni eins og sést hefur á síðum Morgunblaðsins undanfarnar vikur. Samkvæmt dagatalinu tekur ein vika við af annarri en það virðist ekki vera eðli svokallaðra "tískuvikna".
Meira
Anna Kristjánsdóttir prófessor við Kennaraháskóla Íslands heldur hér áfram greinarflokk sínum Líf í tölum um stærðfræðikennslu sem birtist á laugardögum á menntasíðum Morgunblaðsins.
Meira
½ Leikstjórn og handrit: Steven Brill. Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Steven Weber, Kelly Rowan. (94 mín.) Bandaríkin, 1999. Myndform. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
Líf í tölum IV / Ímynd stærðfræðinnar hefur breyst mikið undanfarin ár, enda hefur verið sköpuð meiri stærðfræði á síðustu áratugum en í allri sögu mannkynsins fram að þeim tíma. Anna Kristjánsdóttir heldur hér áfram að veita innsýn í heim stærðfræðinnar í tilefni af þættinum Líf í tölum sem er sýndur á mánudögum í Sjónvarpinu.
Meira
SÁ SIÐUR tíðkast bæði hér á landi og erlendis að afhenda tónlistarmönnum svokallaðar "gullplötur" fyrir framúrskarandi sölu. Hér á landi fá listamenn slíkar plötur ef þeir ná að selja meira en fimm þúsund eintök af sömu plötunni.
Meira
Á MIÐVIKUDAGINN var frumsýndi Stjörnubíó myndina Vertical Limit, æsispennandi mynd um ofurhuga sem hætta lífi sínu á fjallinu K2, sem er viðurkennt sem annar hæsti tindur veraldar.
Meira
Baltasar Kormáki leikstjóra var í gær afhent viðurkenning tímaritsins Variety , en tímaritið valdi hann í hóp tíu nýrra leikstjóra sem vert væri að fylgjast með í framtíðinni.
Meira
Montpellier, Frakkland, 26. janúar 2001. Heimsókn í dýragarð ætti í flestum tilvikum að vera lífleg skemmtun. Þegar ég gekk inn í litla dýragarðinn í Montpellier tók á móti mér einmana lamadýr sem starði á mig hvert sem ég færði mig.
Meira
EITT af þeim sjálfstæðu leikhúsum sem starfrækt eru í borginni er Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum. Framkvæmdastjóri þess og listrænn stjórnandi er Jórunn Sigurðardóttir en forverar hennar hafa verið tveir, Ása Richardsdóttir og María Reyndal.
Meira
Rokksveitin AC/DC er búin að vera sleitulaust að í 27 ár og rokka og róla sem aldrei fyrr um þessar mundir. Smári Jósepsson er mikill aðdáandi en hann fór á dögunum á tónleika með sveitinni sem haldnir voru í Sheffield á Bretlandi.
Meira
ÓKEI, ég fíla Jennifer Lopez. Hún er alvöru senjoríta, fædd og uppalin í spænskumælandi Bronx-hverfi New York-borgar. Hún er nánast jafnvíg á leik, söng og dans - og tekur æ virkari þátt í gerð platna sinna hvað varðar laga og textasmíðar.
Meira
Forlagið Atlanta. Erik Frey, Hjørring. Forlagið Sprotinn 2000. Gefin út með stuðningi dansk-færeyska menningarsjóðsins, Margritun, Mentunargrunni landsins og Listasafni Færeyja. Prentun: Jelling Bogtrykkeri A.S. 164. bls.
Meira
60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 29. janúar verður sextug Una Stefanía Sigurðardóttir, forstöðukona saumastofu Ríkisútvarps-Sjónvarps, Fellasmára 9, Kópavogi.
Meira
STARFSGREINAMESSA verður í Landakirkju nk. sunnudag þar sem starfsfólki Íslandsbanka-FBA og Sparisjóðs Vestmannaeyja er boðið sérstaklega til messu með fjölskyldum sínum auk annarra sem kirkjuna sækja.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 24. júní sl. í Háteigskirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni, presti á Hvammstanga, Rúnar Þ. Guðmundsson og Kristín Ágústa Nathanaelsdóttir .
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Laugarneskirkju af sr. Bjarna Karlssyni Sigríður Ása Sigurðardóttir og Gautur Garðar Gunnlaugsson. Heimili þeirra er í Eskihlíð 22,...
Meira
Kröfur þeirra um tugmilljóna styrki af almannafé bera vott um slíka frekju, segir Jón Viðar Jónsson, að annað eins hefur sjaldan sést í íslensku leikhúsi.
Meira
Öryrkjadómurinn setur í fókus eitt mikilvægasta og langlífasta umræðuefnið í fræðaheimi lögfræðinnar, segir Davíð Þór Björgvinsson, þ.e. stöðu dómstóla í stjórnskipuninni og heimild þeirra til að víkja til hliðar lögum sem andstæðum stjórnarskrá.
Meira
Héðan í frá leyfist undirrituðum að hafa þær skoðanir á dómurum Hæstaréttar, segir Sverrir Hermannsson, að þeir eigi til með að gerast handbendi pólitíkusa ef svo ber undir.
Meira
Lengi hefur það verið eindreginn vilji þjóðarinnar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, að stjórnarskráin hafi að geyma heimild til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Meira
SÍÐAST liðinn fimmtudag birtist hér í blaðinu grein eftir Pál Sigurðsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann fjallar þar um bréf forseta Hæstaréttar til forsætisnefndar Alþingis, sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga.
Meira
RÍKISÚTVARPIÐ hefir komið sér upp harðsnúinni "gestasveit", sem kærir sig kollótta um sannleiksgildi fréttafrásagna, en lætur móðan mása með spakvitrum hefðarmáta og talar niður til hlustenda.
Meira
Einmitt með því að styðja við bakið á frjálsum félagasamtökum er viðurkennt, segir Árni Finnsson, að frumkvæði samtaka almennings er mikilvægur aflvaki lýðræðislegrar umræðu.
Meira
ÍSLENSKA þjóðin hefur í gegnum tíðina átt afreksmenn. Nú eigum við til viðbótar afbragðs afreksmenn, sem eru rískisstjórn Davíðs Oddssonar og hennar skósveinar. Þeir hafa afrekað það að fara í stríð við Öryrkjabandalag Íslands og stóran hluta af...
Meira
Nú, á lokastigi aðdraganda margnefndrar atkvæðagreiðslu, segir Leifur Magnússon, fellur prófessorinn hins vegar í þann pytt að ákveða að gefa flugvallarkostum opinberar lokaeinkunnir sínar.
Meira
VÍKVERJI átti ánægjulega kvöldstund í Kaffileikhúsinu ekki alls fyrir löngu, en það kvöld lék hljómsveitin Feliciade seiðandi brasilíska tónlist, samba og bossa-nova, í anda Antonio Carlos Jobim og fleiri snillinga latneskrar dægurtónlistar.
Meira
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.000 kr. til Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar barna í skuldaábyrgð. Þær heita Eva Hrund Hlynsdóttir, Hugrún Snorradóttir og Unnur...
Meira
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér.
Meira
Dagmar Andrea Hallgrímsdóttir fæddist í Hallgrímshúsi á Eskifirði 17. júlí 1905. Hún lést 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Jónsson, járnsmiður, f. 5. september 1851, d. 1934, og Þóra Óladóttir, f. 16. september 1880, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Valdimarsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 20. maí 1913. Hún lést á Landspítalanum 21. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Suðureyrarkirkju 27. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Sigríður Valdimarsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 20. maí 1913. Hún lést á Landspítalanum 21. janúar síðastliðinn. Guðrún var dóttir Valdimars Þorvaldssonar, f. 1878, d.
MeiraKaupa minningabók
Halla Eyjólfsdóttir fæddist á Fiskilæk í Melasveit 1. júlí 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur Sigurðsson, f. 3. apríl 1891, d. 31. júlí 1971, bóndi á Fiskilæk og Sigríður Böðvarsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Sigurjónsdóttir var fædd á Lambalæk í Fljótshlíð, hinn 5. mars 1916. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 16. janúar síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum þeim Guðbjörgu Gunnarsdóttur, f. 2.11. 1888, d. 15.1.
MeiraKaupa minningabók
Ingólfína Jónasdóttir var fædd á Ísafirði 2. mars 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Sveinbjörn Sveinsson og Þorkelsína Guðmundsdóttir. Jónas var skipstjóri á Ísafirði, f. 31.
MeiraKaupa minningabók
María Rósmundsdóttir fæddist að Langhúsum í Viðvíkursveit 9. október 1920. Hún lést 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Rósmundur Sveinsson og Elísabet Júlíusdóttir. Hún var næstyngst þriggja systkina.
MeiraKaupa minningabók
Rósa fæddist á Dalvík 1. nóvember 1912. Hún lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar aðfaranótt 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sægrundarhjónin Sigurveig Sigurðardóttir, f. 8.2. 1892, d. 15.2. 1975 og Jón Valdimarsson, f. 6.5. 1885, d. 3.11. 1933.
MeiraKaupa minningabók
Sigfús Þorsteinsson fæddist að Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd hinn 22. júlí 1921. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík hinn 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson, útvegsbóndi á Litlu- Hámundarstöðum, f. 12.11.
MeiraKaupa minningabók
Þorleifur Einarsson fæddist á Steinavöllum í Flókadal í Vestur-Fljótum 10. maí 1909. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 17. janúar síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar NÓVEMBER 2000 Mánaðargreiðslur Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 17.715 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 15.944 Full tekjutr. ellilífeyrisþega (einstaklingur) 30.461 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 31.
Meira
EIMSKIP hefur stofnað dótturfyrirtæki í Danmörku, Eimskip Denmark A/S, og mun fyrirtækið taka til starfa 1. mars næstkomandi og reka tvær skrifstofur í Danmörku. Starfsmenn verða í byrjun 15 talsins.
Meira
YFIRSTJÓRN Schiphol-flugvallarins í Amsterdam hefur tilkynnt að Flugleiðir séu stundvísasta flugfélagið sem notaði flugvöllinn á árinu 2000, að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugleiðum.
Meira
ÞJÓÐVERJINN Kim Schmitz, 27 ára fyrrverandi hakkari en nú áhættufjárfestir, sagði í viðtali við The Guardian í fyrradag að hann hygðist leggja fram megnið af þeim 2,5 milljónum punda, tæpar 300 milljónir íslenskra króna, sem þarf til að forða breska...
Meira
HLUTABRÉF í sænska Ericsson- símafyrirtækinu hröpuðu í verði í gær eftir að tilkynnt var að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu farsíma og áætlanir fyrirtækisins fyrir árið 2001 voru lækkaðar.
Meira
ÁÆTLAÐ umfang framkvæmda hins opinbera á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins verður um 3,5 milljarðar króna, samanborið við 4,7 milljarða á síðasta ári, að sögn Jóhönnu Hansen, staðgengils forstjóra Framkvæmdasýslunnar.
Meira
AUGLÝSINGAMIÐLUN ehf., sem nýlega var stofnað af auglýsingastofunum Fíton, Auk og Nonna & Manna, hefur ákveðið að kaupa auglýsingabirtingar af Ríkisútvarpinu fyrir 200 milljónir króna á árinu 2001.
Meira
SEÐLABANKINN keypti krónur á millibankamarkaði þrjá síðustu viðskiptadaga þessarar viku í því skyni að verja gengi krónunnar gegn frekari lækkunum og námu inngripin samanlagt 4,2 milljörðum króna.
Meira
SIGRÚN Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Vöxtu ehf., sem samkeppnisráð hefur úrskurðað að beri að greiða dagsektir þar til gögn hafa verið látin í té vegna kaupa Banana ehf.
Meira
Eðalvörur hafa hafið innflutning á Actigener-meðferðarsjampói og hármeðferðarvörum. Í fréttatilkynningu kemur fram að Actigener sé framleitt úr lífrænum efnum sem meðal annars sé ætlað að auka hárvöxt og koma í veg fyrir flösu- og húðflögumyndun.
Meira
MYNDMARK, sameiginleg markaðssamtök myndbandaleigna og útgefenda, hefur sent frá sér tilmæli til allra myndbandaleigna um að breyta innheimtuaðferðum sínum sem og að gefa kvittun við móttöku og við skil myndbandsspólna.
Meira
Stórmarkaðakeðjan Tesco í Bretlandi hefur leitað til Evrópudómstólsins til að berjast fyrir rétti til þess að selja Levi's gallabuxur á niðursettu verði gegn vilja framleiðanda. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að beðið sé eftir niðurstöðum.
Meira
ÞEGAR ég vaknaði fyrst til vitundar um listræn gildi á sjötta kvartili síðustu aldar, kviknaði jafnframt áhugi minn á draumum þegar stefna surrealista datt inn um dyrnar og Dali, Magritte, Ernst og aðrir hjárænumenn gerðu sig heimakomna í huga mér.
Meira
ÞÓTT mataræði og líkamsrækt séu í tilvikum flestra lykillinn að góðri heilsu hafa alltaf verið til þeir sem eru svo heppnir að geta gert hvað sem þeir vilja, og samt orðið hundrað ára gamlir. Nú hafa erfðafræðirannsóknir sýnt fram á hverju þetta sætir.
Meira
"Nú er það ekki svo að þessar stofnanir taki framlög Bandaríkjanna og noti beinlínis til að greiða fyrir fóstureyðingar, eins og halda mætti af aðgerðum Bush."
Meira
HIN staðlaða ímynd um drykkfellda íþróttamenn í háskólum kann að eiga við rök að styðjast. Samkvæmt nýrri rannsókn drekkur íþróttafólk í háskólum yfirleitt meira en þeir sem ekki stunda íþróttir.
Meira
Ungt fólk virðist ekki vera nógu vel á verði gagnvart kynsjúkdómum og kynsjúkdómar á borð við klamýdíu og HPV-sýkingar verða æ algengari hér sem annars staðar.
Meira
Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði hafa mörg námskeið verið haldin gegn reykingum. Næsta námskeið verður haldið í 4. febrúar nk. Námskeiðin taka eina viku og eru 10 manns í hóp.
Meira
VÍSINDAMENN telja að of margt fólk, sem þjáist af offitu - og of fáir sem eru undir kjörþyngd - séu greindir með astma. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC , nýverið.
Meira
Læknavísindin verða sífellt líkari framtíðarskáldsögum. Hér segir frá sérræktuðum geitum, sem framleiða efni til að koma í veg fyrir blóðtappamyndun.
Meira
VERULEGA dró úr vexti húðkrabbameinsæxlis þegar mýs voru sprautaðar með salmonellu, sem ekki var eitruð, og síðan geislaðar, að því er vísindamenn greina frá í nýlegu hefti European Journal of Cancer .
Meira
STAÐAN kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem stendur yfir þessa dagana. Svart hafði Stefán Kristjánsson (2.385) gegn Páli Agnari Þórarinssyni (2.225). 28. ...Hxa5! 29. bxa5? Hvítur hefði getað haldið taflinu gangandi með 29. Hxa5 Rxa5 30.
Meira
BALDUR Jónsson prófessor er einn staðfastasti uppihaldsmaður íslenskrar tungu á dögum okkar. Einn af þeim sem aldrei hvika, gæddur rannsóknargleði og sköpunargáfu.
Meira
ÍSLENSKU landsliðsstrákarnir vöknuðu seint í gærmorgun, mættu í morgunverð klukkan tíu og síðan tók við klukkustundar langur fundur þar sem horft var á myndband af handknattleik.
Meira
EGYPTAR eru taldir með næstbesta liðið í A-riðlinum og því talið nokkuð víst að þeir komist áfram úr honum. Mohamed Alty, aðstoðarþjálfari liðsins, hefur verið í kringum liðið í mörg ár og var meðal annars með á HM á Íslandi 1995. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir keppnina að það ætti að vera auðvelt fyrir Egypta að komast upp úr riðlinum og eina þjóðin sem þeir óttuðust að einhverju ráði væru Svíar.
Meira
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson , markvörður og varafyrirliði liðsins, er sá eini í leikmannahópnum sem er einn í herbergi. Leikmenn eru fimmtán talsins og eru í fimm herbergjum á fyrstu hæð hótelsins og fékk Guðmundur að vera einn.
Meira
HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: ÍR - Haukar 8:19 Mörk ÍR : Írís D. Harðardóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Sigrún Sverrisdóttir 1. Utan vallar : 8 mínútur. Mörk Hauka : Heiða Erlingsdóttir 5, Hanna G.
Meira
EYJAPEYINN Guðfinnur Kristmannsson hefur komið talsvert á óvart í heimsmeistarakeppninni það sem af er. Hann fékk það erfiða hlutverk að leika á miðjunni í vörninni, stöðu sem erfitt er að fylla og þar hafa löngum leikið stórir og þungir leikmenn.
Meira
ÍSLANDS- og bikarmeistarar Keflvíkinga í kvennakörfuknattleik hafa fengið liðsstyrk. Til liðsins er komin Brooke Schwarts, bandarískur leikmaður sem leikur í stöðu bakvarðar.
Meira
Magnus Andersson, hinn reyndi leikstjórnandi sænska landsliðsins, telur að Ísland sigri Egyptaland í dag og hafni í öðru sæti A-riðilsins í Montpellier.
Meira
Mats Olsson, sem um árabil varði mark sænska landsliðsins í handknattleik, er í stórum hópi fréttamanna frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 og tekur þátt í lýsingum á leikjum sænska liðsins á HM.
Meira
ÍSLENDINGAR mæta Egyptum í dag í leik sem ræður miklu um hvaða lið verður í öðru sæti í A-riðli HM í handknattleik. Sigri Íslendingar verða þeir komnir með 6 stig í riðlinum, Egyptar stigi á eftir og eiga að mæta Svíum á morgun. Sigri Egyptar hins vegar þá verða þeir með 7 stig og Íslendingar 4 og eiga möguleika á að ná 6 stigum með sigri á Tékkum á morgun. Egyptar væru þá öruggir með annað sætið en baráttan stendur um þriðja og fjórða sætið á milli Íslendinga, Tékka og Portúgala.
Meira
Róbert Julian Duranona hefur vakið einna mesta athygli allra íslensku landsliðsmannanna á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Að sjálfsögðu sker hann sig úr hópnum þegar hann gengur til leiks með félögum sínum, 202 sentimetrar á hæð og svartur á hörund. Víðir Sigurðsson settist niður með honum og fékk þennan lífsglaða og litríka handknattleiksmann til að rifja hana upp í stórum dráttum.
Meira
ALÞJÓÐA handknattleikssambandið, IHF, ákvað í gær að sekta Ísland og Slóveníu, um 500 svissneska franska, rúmlega 25.000 krónur, hvora þjóð, fyrir brot á reglum um fjölda auglýsinga á keppnisbúningum þjóðanna á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Leyfilegt er, samkvæmt reglum IHF, að hafa að hámarki fimm auglýsingar á keppnisbúningi, en íslenska liðið er með átta og Slóvenar fjórtán.
Meira
SKAUTAFÉLAGI Akureyrar hefur nú borist mikill liðsstyrkur fyrir lokaátökin um Íslandsmeistaratitlinn. Landsliðsmaðurinn Ágúst Ásgrímsson hefur nú snúið aftur, eftir þriggja ára nám í Danmörku, en þar lék hann með Aarhus hockeyklub.
Meira
ÞAÐ er alveg ljóst að Svíar halda með Íslendingum þegar þeir mæta Egyptum í dag. Ástæðan er einföld: Það hentar þeim betur að Ísland vinni. Fari svo geta Svíar farið nokkuð afslappaðir í síðasta leik sinn á morgun, en hann er gegn Egyptum.
Meira
JAN Filip, hornamaðurinn snjalli hjá Tékkum, segir að leikurinn við Íslendinga á sunnudaginn verði erfiður en mikilvægur bæði Íslendingum og Tékkum. Filip leikur með Guðmundir Hrafnkelssyni í Nordhorn í Þýskalandi og segist þekkja vel til íslenska liðsins.
Meira
hefur staðið á leiksviðinu í ríflega 40 ár og ætíð lagt sjálfan sig að veði. Hann leikur nú hlutverk Kreons í Antigónu í Þjóðleikhúsinu. Arnar ræðir um lífið í leikhúsinu í samtali við Hávar...
Meira
Meðan hún mælti þau orð, að henni og hlustendum læddist svefninn; þau sofnuðu vært, en sváfu þó ekki lengi. Dögunin kuldaleg kom, þegar ræningjar ránsferðum ljúka.
Meira
I. Hér á eftir fara þankar, settir á blað í flýti um tíðarandann núna. Þó að almanakið sýni að ný þúsöld, öld, ár eða mánuður sé hafin, þá breytist líf mitt ekkert við það eitt.
Meira
LISTAMENNIRNIR sem eiga verk á sýningunni Frásagnarmálverkið sem opnuð verður í sölum E og F í Hafnarhúsinu í dag eru Valerio Adami, Peter Klasen, Jacques Monory, Hervé Télémaque, Bernard Rancillac og Erró.
Meira
Í sal, sem ýmist er nefndur stóri eða gyllti salurinn, eru Vínarnýárstónleikarnir heimskunnu haldnir, en þeim er sjónvarpað til tuga landa um hver áramót. Til þeirra er feikn mikið vandað og þeim alltaf stjórnað af heimsins fremstu hljómsveitar- stjórum. HARALDUR JÓHANNSSON skrifar um salinn sem er í húsi Tónlistarfélagsins í Vín, Musikverein.
Meira
"Foreldri, listamaður eða sá sem hefur helgað sig ákveðnu málefni lifir innihaldsríku lífi með tilgang, ef og aðeins ef viðkomandi leitast við að breyta skynsamlega."
Meira
Hvíl þú fold er frjósa mátt í fimbulvetri bláum með svöngum fugli smáum. Hann syngur lágum rómi fátt. Hvíl þú fold er fagnar brátt fögrum tindum háum. Þar söngfuglinn við sáum syngja um vor af gleði...
Meira
JÓNAS er þjóðskáldið okkar. Hann er kominn út í kassa með skýringum og meira að segja flaueli, ekkert mannsbarn á Íslandi kemst hjá því að lesa ljóðin hans og enn getur fjöldi manna sungið mörg þeirra blaðlaust.
Meira
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 16 í dag. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR fór á fund þeirra Önnu Jóa og Ólafar Oddgeirsdóttur, sem eru sýningarstjórar á sýningunni Sófamálverkið, og Eiríks Þorlákssonar safnstjóra, sem sagði henni frá frönsku sýningunni Frásagnarmálverkið. Báðar standa sýningarnar til 25. mars nk.
Meira
27. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 2800 orð
| 7 myndir
Einn af okkar þekktustu og virtustu leikurum er án efa Arnar Jónsson. Hann stendur nú á hátindi ferils síns, hefur leikið hvert stórhlutverkið af öðru og nú síðast Kreon í Antígónu sem frumsýnt var á jólum í Þjóðleikhúsinu. HÁVAR SIGURJÓNSSON átti samtal við Arnar um hinar ýmsu hliðar lífs leikhúslistamannsins.
Meira
ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Íslands opnar árlega samsýningu Ljósmyndarafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag, laugardag kl. 16.03.
Meira
á mörkum skáldskapar og veruleika er heiti greinar Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur um skáldsögu breska rithöfundarins Angelu Carter, "Nætur í fjölleikahúsi", en hin vængjaða aðalsöguhetja þeirrar bókar er boðberi breyttra...
Meira
27. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 3384 orð
| 2 myndir
Skáldverk breska rithöfundarins Angelu Carter hafa verið fræðimönnum mjög hugleikin vegna þess að í þeim má iðulega finna alla helstu þætti póstmódernismans.
Meira
"... ósýnileg að því leyti sem gegnsæi glerkljúfanna gerir þá óraunverulega, eins konar hillingar sem endurspeglast í endalausu speglagleri glugganna og skapa tilfinningu fyrir speglasal þar sem ekkert fyrirfinnst annað en spéspeglanir annarra spegla..."
Meira
Ó, Danni minn, nú herlúðrarnir hljóma um sérhvern dal og niður hverja hlíð. Það haustar að. Ég sakna sumarblóma. Nú ferð þú burt en ég verð hér og bíð.
Meira
27. janúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 4806 orð
| 4 myndir
Hér er fjallað um tvær bækur sem komu út síðastliðið vor um bréfasamskipti skáldanna Þorsteins Erlingssonar og Ólafar á Hlöðum. Er því haldið fram að ekki hafi verið um ástarsamband þeirra á milli að ræða eins og gengið er út frá í bókunum heldur vinasamband.
Meira
Allir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi telja sig fylgjandi því að ríkið stuðli að efnalegum jöfnuði. Þeir leggja að vísu mismikla áherslu á þetta hlutverk stjórnvalda.
Meira
slær í Hong Kong er undirfyrirsögn greinar Úlfhildar Dagsdóttur um borgina. "Hægt og hægt hef ég lyft af mér fargi rómantíkurinnar og barist við að upplifa borgir eins og mér er í raun eðlislægt (sbr.
Meira
PÉTUR Halldórsson opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag, laugardag. Ferill hans er orðinn alllangur, en hann tók þátt í sinni fyrstu samsýningu árið 1977 og fyrstu einkasýninguna hélt hann árið 1986.
Meira
Borgin er litlaus en býr yfir dulúð sem fáir skilja nema þeir sem búið hafa þar lengi, en þeir eru svo samgrónir henni að þeir veita dulúðinni enga athygli. "Hvað finnst þér um Reykjavík sem borg?
Meira
Reinhard Keiser: Croesus. Einsöngur: Dorothea Röschmann (Elmira), Werner Güra (Atis), Roman Trekel (Croesus), Klaus Häger (Orsanes), Kurt Azesberger (Elicius), Johannes Mannov (Cyrus) o. fl. Hljómsveit: Akademie für Alte Musik Berlin. Kórar: RIAS Kammerchor, Knabenchor Hannover. Stjórnandi: René Jacobs. Útgáfa: Harmonia Mundi HMC 901714.16. Heildarlengd: 3'08'02. Verð: 2.999 kr. (3 diskar). Dreifing: Japis.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.