NETFYRIRTÆKIÐ Amazon.com tilkynnti í gær að það myndi segja 1.300 manns upp eða 15% af starfsfólki fyrirtækisins. Tilkynningin kom í kjölfar fréttar um að gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefði lækkað um 25 sent á hlut á síðasta ársfjórðungi ársins 2000.
Meira
FJÖLDI ferðamanna hefur aldrei verið meiri en í fyrra þegar 689 milljónir manna brugðu sér út fyrir landsteina heimalandsins. Það eru 50 milljónum fleiri en árið 1999 sem er 7,4% aukning. Þetta kom fram á blaðamannafundi Alþjóðaferðamálaráðsins (OMT).
Meira
EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, munu hugsanlega hittast á fundi síðar í vikunni. Sá fundur yrði síðasta tilraun til að ná árangri í friðarumleitunum fyrir kosningarnar í Ísrael sem fram fara 6. febrúar.
Meira
FRAKKAR létu gagnrýni Tyrkja sem vind um eyru þjóta og birtu í lögbirtingablaði sínu í gærdag lög sem segja að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum 1915.
Meira
ÞRÁTT fyrir að nokkur fórnarlömb jarðskjálftans á Indlandi hafi fundist á lífi í gær, um 100 klukkustundum eftir að skjálftinn reið yfir, eru björgunarmenn nú nær úrkula vonar um að finna fólk á lífi í rústunum.
Meira
AFNOTAGJÖLD af boðkerfi Símans verða felld niður frá og með 1. febrúar nk. en notendur greiða áfram fyrir notkun, þ.e. fyrir hvert uppkall, á sama hátt og verið hefur.
Meira
AFURÐIR á hverja árskú á nýliðnu ári voru að meðaltali 4.657 kg og hafa aldrei áður verið meiri. Eins og í fyrra skiluðu kýrnar á Baldursheimi í Mývatnssveit mestum afurðum eða 7.116 kg að meðaltali.
Meira
AKUREYRARBÆR var í Héraðsdómi Norðurlands eystra sýknaður af kröfum Ragnhildar Vigfúsdóttur, fyrrverandi jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar, en dómur féll í málinu í gær.
Meira
ÞINGFLOKKUR vinstri grænna hefur ákveðið að leggja fram þingsályktunartillögu um athugun á því að stofna sérstakan stjórnlagadómstól eða stjórnlagaráð.
Meira
ANDRÉSBRUNNUR verður nafn á nýrri götu í Grafarholti en í gær samþykkti borgarráð tillögu Þórhalls Vilmundarsonar prófessors um nafngiftir á nokkrum götum í austurhluta hverfisins.
Meira
HINN 18. janúar sl. undirrituðu í Washington fulltrúar ríkisstjórna Austurríkis, Bandaríkjanna og umboðsmenn gyðinga sem á sínum tíma urðu fyrir ofsóknum nazista í Austurríki samkomulag um skaðabótasjóð.
Meira
ÞAÐ getur oft tekið nokkuð langan tíma að koma sér heim eftir skóla enda margt að skoða á leiðinni. Þessar ungu dömur, sem voru á leið heim úr Glerárskóla á Akureyri í gær, eru þar engin undantekning.
Meira
ÓTTINN við kúariðu breiðist hratt út í Evrópu og nú hafa heilbrigðisyfirvöld í Póllandi ákveðið að banna sölu á yfir 2 þúsund vörutegundum, innfluttum frá tólf löndum Evrópusambandsins þar sem kúariða hefur greinst og vörurnar innihalda einhvers konar...
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi dóm í síðustu viku þar sem ríkinu var gert að greiða konu um 4½ milljón í skaðabætur vegna slyss sem hún hlaut í íþróttatíma í lok apríl árið 1990. Hún var þá 14 ára nemandi í grunnskóla í Reykjavík.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt dyravörð við veitingastað í miðborg Reykjavíkur í 18 mánaða fangelsi fyrir hrottafengna líkamsárás gegn stúlku sem þá var tæplega tvítug.
Meira
EIN athugasemd hafði borist umhverfisdeild Akureyrar vegna deiliskipulags svifbrautar sem fyrirhugað er að reisa í Hlíðarfjalli þegar frestur rann út í vikunni.
Meira
Í UMRÆÐU um einkavæðingu Landssímans hefur komið upp sú hugmynd að aðskilja grunnetið frá annarri starfsemi fyrirtækisins. Hugmyndin er sú að ríkið eigi áfram grunnnetið og fjarskiptafyrirtækin á markaðnum kaupi aðgang að því.
Meira
SIGURBJÖRN Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segist ekki átta sig á þeim ummælum eins forsvarsmanna Íslenskrar erfðagreiningar, Einars Stefánssonar, í Morgunblaðinu í gær um að félagið og Íslensk erfðagreining séu í erfiðari stöðu með því að reyna...
Meira
SÝSLUMAÐURINN í Höfn í Hornafirði hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem hefur játað á sig mikil skemmdarverk við bæinn Hvalnes í Lónssveit. Maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir íkveikjur.
Meira
LÍFFRÆÐIFÉLAG Íslands stendur fyrir myndakvöldi miðvikudaginn 31. janúar í Lögbergi, stofu 101, kl. 20. Þar munu Gunnar Þór Hallgrímsson og Yann Kolbeinsson fjalla um fugla og fuglaskoðun á Suðvesturlandi.
Meira
SÉRA Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir heldur fyrirlestur fimmtudaginn 1. febrúar í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands, sem nefnist: Hafdjúpin eru í hendi þinni. Um trúarhætti íslenskra sjómanna.
Meira
NEMENDUR í Hvammshúsi, sem er svonefndur "valkostskóli" í Kópavogi, gáfu í fyrradag Rauða krossi Íslands 35 reiðhjól sem þeir hafa gert upp. Reiðhjólin verða send til munaðarlausra barna í Malawi.
Meira
RAGNAR Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins, skrifaði Tryggingastofnun ríkisins bréf í gær þar sem ítrekað er að fyrirvari sé gerður við móttöku greiðslna eldri bóta í samræmi við lög sem Alþingi setti í kjölfar öryrkjadómsins svonefnda, en...
Meira
HAGNAÐUR af starfsemi Íslandsbanka-FBA í fyrra var 662 milljónir. Árið 1999 var 2.959 milljóna króna hagnaður af rekstri bankans. Samdrátturinn milli ára er því 77%. Hreinar vaxtatekjur bankans jukust um 24,5% milli ára.
Meira
REGLUBUNDIÐ fragtflug á milli Íslands og Evrópu mun hefjast hjá flugfélaginu Bláfugli hf. um miðjan mars. Um er að ræða bæði áætlunar- og leiguflug og mun starfsemin byggjast á einni fragtflugvél félagsins af gerðinni Boeing 737-300F.
Meira
Indverjar snúa nú bökum saman til að bjarga því sem bjargað verður í Gujarat eftir jarðskjálftann á föstudaginn. Ragna Sara Jónsdóttir er í Mumbai og segir að þar leggi jafnt stórir sem smáir hönd á plóginn til þess að aðstoða nágranna sína í Gujarat.
Meira
ÞINGMENN Íhaldsflokksins í Bretlandi kröfðust þess í gær að opinber nefnd, sem skipuð var til að rannsaka Hinduja-málið svonefnda, kanni hvort embættismenn hafi hunsað álit bresku leyniþjónustunnar, MI6, varðandi umsókn indverska auðkýfingsins Srichands...
Meira
JUNIOR Chamber Reykjavík heldur kynningarfund á starfsemi félagsins fimmtudaginn 1. febrúar í JC-húsinu í Hellusundi 3, kl. 20. Hreyfingin er ætluð fólki á aldrinum 18-40 ára sem hefur metnað og vilja til að láta til sín taka, segir í...
Meira
Fagradal- Þegar fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal fékk sér göngutúr ásamt nokkrum öðrum í veðurblíðunni um síðustu helgi rákust þau á einmana lambhrút inni í Hafursárgili en þar hefur hann líklega orðið eftir þegar farið var í hefðbundnar...
Meira
KALDBAKUR EA, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kom til heimahafnar á Akureyri í gærmorgun með um 150-160 tonn, þar af rúmlega 100 tonn af þorski, eftir níu daga veiðiferð.
Meira
AÐ ÁLITI Umboðsmanns Alþingis hefði úrskurðarnefnd um upplýsingamál átt að taka fyrir kæru bónda í Suður-Þingeyjarsýslu sem fékk ekki umbeðin gögn frá Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytinu um virkjun, stíflugerð og uppgræðslu á vatnasvæði Laxár í Aðaldal.
Meira
Nafn prestsins misritaðist Rangt var farið með nafn prests með brúðarmynd af Ásu Ólafsdóttur og Þóri Sigurðssyni sem birtist í blaðinu í gær, presturinn heitir Sigurður Arnarson. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum.
Meira
Ísafirði- Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ehf. á Ísafirði eiga von á nýjum Blika á vordögum. Þau eru búin að semja við Trefjar í Hafnarfirði um smíði á nýjum báti til fólks- og vöruflutninga, sem leysir gamla Blika ÍS af hólmi eftir tíu ára þjónustu.
Meira
Flateyri- Húsin í skugganum eru elstu íbúðarhús Flateyrar reist upp úr 1880. Til hægri við rætur Eyrarfjalls er uppljómað bæjarstæði Sólbakka með núverandi íbúðarhúsi sem stendur á grunni þess...
Meira
MÁLSTOFA verður haldin í Miðstöð nýbúa v/Skeljanes fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20. Að þessu sinni verður fjallað um fordóma á Íslandi, sérstaklega gagnvart fólki af erlendum uppruna, og hvernig þeir birtast okkur í íslensku samfélagi í dag.
Meira
CHRISTINE Deviers-Joncour, eitt aðalvitnið í miklu spillingarmáli, sem nú er fyrir rétti í Frakklandi, sagði í gær, að hún hefði "misst alla tilfinningu fyrir verðgildi peninga" er henni voru greidd hundruð milljóna íslenskra króna fyrir að...
Meira
MIKILL ótti ríkir meðal valdastéttarinnar í Perú við myndböndin, sem Vladimiro Montesinos, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, lét taka á laun en þau þykja sýna vel spillinguna í stjórnkerfinu og öllum helstu stofnunum samfélagsins.
Meira
OPNAÐUR hefur verið veitingastaður í Rafha-húsinu, Lækjargötu 30 í Hafnarfirði sem ber heitið Kaffi Lækur. Nafn sitt dregur staðurinn af Læknum, sem hann stendur við. Eigandi staðarins er Njáll Sigurjónsson.
Meira
"ÞEIR sem hafa gert rangt verða látnir sæta ábyrgð," sagði Alan Milburn, heilbrigðisráðherra Breta, í gær eftir að gerð var opinber skýrsla þar sem rakið er hvernig líffæri voru numin úr látnum börnum á Alder Hey barnaspítalanum í Liverpool,...
Meira
FRJÁLSLYNDI flokkurinn heldur opinn fund í Akoges-húsinu í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20:30. Stuttar framsögur flytja Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður og Grétar Mar Jónsson. Að því loknu verða umræður. Allir...
Meira
ALLS fluttu 5.203 menn til Íslands á síðasta ári en brottfluttir voru 3.489. Pólverjar voru langstærsti hópur aðfluttra útlendinga, eða 276 talsins og þá fluttu hingað 153 frá Filippseyjum.
Meira
UM 50 hafnfirskir listamenn mættu til fundar í Hafnarborg í fyrrakvöld til þess að hlýða á Magnús Gunnarsson bæjarstjóra kynna hugmyndir um staðarval fyrir Listaháskóla Íslands í Hafnarfirði.
Meira
SIGURBJÖRN Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, kveðst ekki geta rætt innihald bréfs Læknafélagsins til félagsmanna sinna, þar sem fram kom að viðræðum við Íslenska erfðagreiningu um meðferð upplýsinga úr sjúkraskrám fyrir miðlægan gagnagrunn á...
Meira
"ÉG ER sáttur við þessa niðurstöðu," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, um dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli fyrrverandi jafnréttis- og fræðslufulltrúa gegn Akureyrarbæ.
Meira
EKKI er gert ráð fyrir að formlegur samningafundur Launanefndar sveitarfélaga og Félags tónlistarkennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna verði haldinn fyrr en fulltrúar beggja aðila hafa fundað um framhald viðræðnanna.
Meira
ÞRÍBURASÝNING frímerkja var haldin helgina 17.-21. janúar í Tucson, Arizona. Voru það sýningarnar "NORDIA 2001", "ARIPEX 2001" og "AMERISTAMP EXPO 2001". Á tveim þeim fyrstnefndu voru söfn íslenskra frímerkja í efstu sætum.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra opnaði með formlegum hætti skrifstofu Persónuverndar sl. föstudag. Skrifstofan er til húsa að Rauðarárstíg 10.
Meira
Eyja- og Miklaholtshreppi- Bændur á Snæfellsnesi hittust sunnudaginn 28. janúar í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi með smalahunda sína til að þjálfa þá.
Meira
ÓLAFUR I. Wernersson, framkvæmdastjóri Íslandslax, sem mun sækja um starfsleyfi fyrir laxeldi í Klettsvík í Vestmannaeyjum, segir aðstæður fyrir laxeldi þar þær bestu á landinu.
Meira
Ragnhildur Hjaltadóttir fæddist 28. ágúst 1953 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1979 og framhaldsnámi í þjóðarétti í Genf í Sviss 1981 frá Institut Universitaire de Hautes Études. Hún hefur starfað í dómsmálaráðuneytinu og í samgönguráðuneytinu þar sem hún er skrifstofustjóri nú. Hún er formaður Hollvinasamtaka Háskóla Íslands. Ragnhildur á tvær dætur.
Meira
Tálknafirði- Fyrir skömmu hélt UMFT árlega uppskeruhátíð sína þar sem starf liðins árs er rifjað upp og afreksmönnum félagsins veittar viðurkenningar. Að þessu sinni var samkoman haldin á veitingastaðnum Hópinu og var þetta eins konar...
Meira
Mývatnssveit -Veitingahúsið Hverinn í Reykjahlíð hefur verið auglýst til sölu. Rekstur hófst á Hvernum 1992 og hefur verið þar rekstur sumarlangt síðan. Þar eru sæti fyrir 50-60 gesti.
Meira
STÁLTAK hefur skrifað undir samning við norska fyrirtækið Troms fiskebatrederi um umfangsmiklar breytingar á rækjutogaranum Longyear, sem liggur við slippkantinn á Akureyri.
Meira
DREGIÐ hefur verið úr lukkupotti B&L og Kringlunnar sem komið var fyrir í Kringlunni í desember sl. og hlaut Þóra Pétursdóttir vinninginn sem felst í fríum afnotum af nýjum Renault Scenic-bíl í eitt ár.
Meira
BLÁA lónið hf., Rúnar Júlíusson og Íþróttafélagið NES fengu Víkurfréttaverðlaunin 2000 en þau voru afhent á veitingahúsinu Ránni sl. þriðjudagskvöld að viðstöddum fjölda gesta. Verðlaunahafarnir fengu lágmyndir eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.
Meira
ÁRBÆJARSAFN og Fornleifastofnun Íslands undirrituðu í gær nærri 50 milljóna króna samning um fornleifarannsóknir á horni Túngötu og Aðalstrætis í Reykjavík, en þar er fyrirhugað að reisa hótel árið 2003.
Meira
ÞINGNEFND í Indónesíu, sem rannsakar tvö spillingarmál, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Abdurrahman Wahid forseti sé líklega viðriðinn annað þeirra og hafi gerst sekur um lögbrot í hinu málinu.
Meira
ÁRLEG þorrablótsferð Útivistar er að þessu sinni á söguslóðir í Húnaþingi vestra um næstu helgi, 2.-4. febrúar. Gist er á farfuglaheimilinu Sæbergi í Hrútafirði. Farin verður öku- og skoðunarferð um Vatnsnesið með léttum gönguferðum m.a.
Meira
Nú stendur yfir samstarfsverkefni vísindamanna hjá Urði, Verðandi, Skuld, Landspítalanum og Krabbameinsfélaginu. Kalla þeir inn sex þúsund manna hóp til rannsókna á brjóstakrabbameini.
Meira
LÖGREGLAN á Ísafirði stöðvaði í fyrrakvöld þrjá menn á bifreið í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp. Mennirnir höfðu stolið bifreiðinni aðfaranótt sunnudags í Ísafjarðarbæ og óku víða áður en lögreglan handtók þá.
Meira
BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um Reykjavíkurflugvöll og þá ákvörðun borgaryfirvalda að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu í höfuðborginni um staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug.
Meira
Áform meirihluta bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði, um að bjóða út kennslu í nýjum grunnskóla í Áslandi í svokallaðri einkaframkvæmd, eru umdeild.
Meira
Margrét Bóasdóttir og Miklós Dalmay fluttu barnasöngva eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Bernstein, Reger, Schumann og Mússorgskí. Mánudaginn 29. janúar.
Meira
Fjórir ungir einleikaranemar leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á morgun kl. 19.30. Þar með ljúka þeir fyrri hluta einleikaraprófs síns frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við tónlistarmennina eftir fyrstu æfingu þeirra með hljómsveitinni.
Meira
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hófst um síðustu helgi en þar eru m.a. sýndar íslensku myndirnar Íslenski draumurinn og 101 Reykjavík. Kristín Bjarnadóttir er okkar maður á staðnum.
Meira
ÍSLENSKUM kórsöngvurum á aldrinum 17 til 26 ára gefst kostur á að þreyta inntökupróf í Heimskór æskunnar laugardaginn 24. febrúar. Kórinn mun hittast í Venesúela 19. júlí og æfa í Merida í tvær vikur.
Meira
ÉG gæti sagt ykkur frá öllum þeim verðlaunum sem þessi plata hefur verið tilnefnd til, sem eru þónokkur, eða á hversu mörgum listum hún var yfir bestu plötur síðasta árs, því hún var á þeim flestum, eða hvaða stórkostlegu söngkonum er búið að líkja henni...
Meira
Rithöfundurinn Stella Blómkvist er að leggja heimsbyggðina undir sig eftir að þýski útgáfurisinn Bertelsmann keypti útgáfurétt að báðum bóka hennar; Morðinu í Stjórnarráðinu og Morðinu í Sjónvarpinu. Hávar Sigurjónsson fékk einkaviðtal eftir ýmsum krókaleiðum við þennan dularfulla höfund.
Meira
Í KVÖLD kl. 21 hefjast tónleikar með hljómsveitinni Zefclop. Hún hefur verið starfrækt í þessari mynd í rúmt ár, og flytur frumsamin lög Ragnars Emilssonar gítarleikara.
Meira
Við bakka Signu í París er rekinn athyglisverður klúbbur í gömlu björgunarskipi. Batofar heitir hann. Fyrr í vetur sóttu nokkrir ungir íslenskir listamenn klúbbinn heim og brugðu þar á leik. Sigrún Inga Hrólfsdóttir segir frá því sem fyrir augu bar.
Meira
Tilkynnt verður hver hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á föstudag. Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur kynnir hér í fyrri grein sinni sex af þeim höfundum sem tilnefndir eru.
Meira
Þessa dagana stendur yfir einkasýning Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara á Ítalíu. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti Steinunni og komst að því að hinn kunni ítalski myndlistarmaður Claudio Parmiggiani, sem sýndi í Listasafni Íslands á liðnu vori, átti milligöngu um að koma verkum hennar á framfæri á Ítalíu.
Meira
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa hefur reiknað út þörfina fyrir fjármagn í geiranum. Í samtali við Hávar Sigurjónsson gerir Þórarinn Eyfjörð grein fyrir stöðunni.
Meira
ÁRSHÁTÍÐ Menntaskólans við Sund fór fram á sunnudaginn. Nemendurnir héldu hvíldardaginn hátíðlegan í þetta skipti en líklegast hafði verkfall kennara einhver áhrif á dagavalið.
Meira
Á GRAND ROKK tefla menn ekki við páfann. Þó er deginum ljósara að ef hann léti sjá sig yrði skorað á hann af áhugasömum skákáhugamanni, því eins og flestir vita er barinn helstu húsakynni þeirra.
Meira
Menn byggja sífellt stærra og stærra, hvort sem um er að ræða hús, stíflur, brýr eða göng. Í forvitnilegri bók Davids Macaulays veltir hann fyrir sér tækninni á bak við stórvirkin.
Meira
TÍU STYRKIR voru veittir til handritsgerðar fyrir árið 2001 við úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands hinn 27. janúar síðastliðinn og nemur hver styrkur 300.000 krónum.
Meira
SPENNA, útilistaverk Hafsteins Austmanns, við stjórnstöð Landsvirkjunar á Bústaðavegi, fékk á dögunum nýja lýsingu. Verkið bar sigur úr býtum í samkeppni sem Landsvirkjun efndi til árið 1989 og var sett upp árið eftir.
Meira
Toulouse, Frakklandi, 31. janúar 2001. "ALLEZ!" Byltingarþjóðin finnur sig vel í kröfugöngu á köldum janúardegi. Hér berjast menn fyrir flestu. Verkföll, mótmæli og kröfugöngur eru algeng. Og umferðin um miðborgina lamast á...
Meira
JÁ, það er sannarlega einmanalegt á toppi íslenska kvikmyndalistans þessa vikuna því þar er strandaglópurinn Tom Hanks búinn að koma sér kirfilega fyrir með nýjustu mynd sína, Cast Away , en hún fjallar einmitt um mann sem strandar, einn og yfirgefin, á...
Meira
70 ÁRA afmæli. Sjötugur er í dag, miðvikudaginn 31. janúar, Gunnar Yngvason, Breiðholti, Garðabæ. Hann tekur á móti gestum í samkomuhúsinu á Garðaholti föstudaginn 2. febrúar eftir kl....
Meira
AUSTURSTRÆTI heitir gata ein í Reykjavík sem byrjar og endar á tveim afspyrnuljótum torgum, Ingólfstorgi og Lækjartorgi. Mér þykir alveg óskaplega vænt um þessa götu þótt ekki geti ég hampað henni fyrir fegurð og þokka.
Meira
Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni á Borg á Mýrum Halla Eygló Sveinsdóttir og Guðmundur Jóhannsson. Heimili þeirra er að Lágengi 31,...
Meira
NÝTT frumvarp til laga um tekjutengingu lífeyris er orðið að lögum. Með kúnstum segja sumir. Ekkert bendir þó til þess að deilum um tekjutenginguna sé lokið.
Meira
Mér þykir leitt að hafa ruglast þarna á merkingarfræðinni, segir Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, en því miður held ég að það hafi komið fyrir fleiri en mig.
Meira
HEITIÐ Staðardagskrá 21, sem snýst um margs konar verkefni á sviði sjálfbærrar þróunar, hefur alltaf vafist nokkuð fyrir Víkverja. Er það notað almennt um aðgerðir sem sveitarfélög og önnur yfirvöld hyggjast ráðast í á þessu sviði.
Meira
LANDSSÍMINN blekkir viðskiptamenn sína með villandi "upplýsingum" á þjónusturás farsíma. Í símaskrá sem send er notendum er skráð farsímanúmer séra Geirs Waage í Reykholti.
Meira
Af hverju í ósköpunum eru menn ekki sendir út í heim til að afla viðhaldsverkefna? spyr Þórður Jónsson. Það fer gott orð af viðhaldsdeild Flugleiða á Keflavíkurflugvelli.
Meira
Rekstur slíks skóla er þáttur í því stóra verkefni, segir Björgvin G. Sigurðsson, sem bíður stjórnmálanna við að efla lýðræðið og virkja sem flesta til þátttöku.
Meira
Vaka vinnur að því að byggingar Háskóla Íslands verði opnar fyrir stúdenta allan sólarhringinn, segja Baldvin Þór Bergsson og Tómas Vignir Guðlaugsson.
Meira
SIGURÐUR var orðinn aldraður maður - kominn hátt á níræðisaldur. Hann hafði verið hraustur alla ævi. Eftir að hann settist í helgan stein naut hann þess að fara í góða gönguferð á hverjum degi.
Meira
Með sérstökum lögum um sjúklingatryggingu hafa Íslendingar nú skipað sér við hlið hinna Norðurlandanna, segir Sæmundur Stefánsson, í þeirri viðleitni að tryggja rétt sjúklinga sem best.
Meira
Bergljót Stefánsdóttir fæddist í Ási, Ásahreppi, Rangárvallasýslu 14. maí 1938. Hún lést 12. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 18. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Páll Sigurjón Helgason fæddist á Patreksfirði 26. maí 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi sunnudagsins 21. janúar síðastliðins. Foreldrar Páls voru Helgi Arent Árnason, rafvirki og vélsmíðameistari, f. 17.11.
MeiraKaupa minningabók
Þröstur Bjarnason fæddist á Blönduósi 23. ágúst 1945. Hann lést 15. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 24. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
AFKOMA Íslandsbanka-FBA hf. var töluvert undir spám fjármálafyrirtækja, sem birtar voru fyrr í þessum mánuði. Bankanum hafði verið spáð hagnaði á bilinu 900 til 1.050 milljónir króna, að meðaltali 993 milljónir króna.
Meira
EKKERT lát virðist á efnahagsuppgangi Norðmanna ef marka má tölur um viðskiptahagnað við útlönd. Í nóvember sl. nam hann 22,5 milljörðum nkr, um 185 milljörðum íkr. Sem er rúmlega 100% hækkun frá árinu áður er hann var 10,2 milljarðar nkr.
Meira
GENGIÐ hefur verið frá lánsfjármögnun upp á tæplega sex milljarða króna vegna framkvæmda Smáralindar ehf., sem reisir stærstu verslunarmiðstöð landsins í Smárahvammslandi í Kópavogi.
Meira
SALA Nýherja hf. á 41% eignarhlut í Fjarskiptafélaginu Títan hf., sem Nýherji stofnaði í apríl á síðasta ári, skilaði félaginu 275,6 milljóna króna hagnaði í fyrra.
Meira
Fyrir Evrópubúa - svo ekki sé talað um Íslending - eru vegalengdirnar í Los Angeles að sumu leyti alveg út úr kortinu. Eða kannast einhver við að skjótast með börnin til Stykkishólms í karate, já, eða Víkur í Mýrdal í skólann?
Meira
ÞÆTTINUM hefur borist skemmtilegt bréf frá Sigurbergi M. Sigurðssyni í Kópavogi, þar sem hann veltir fyrir sér hvort keppnisformið tvímenningur stuðli að "slæmri spilamennsku". Hann nefnir til þetta dæmi: Vestur gefur; AV á hættu.
Meira
Bústaðakirkja: Starf aldraðra í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 13.30. Þar verður spilað, föndrað, sungið, spjallað og boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja: Foreldramorgunn kl.
Meira
SÍÐASTA umferð Skákþings Reykjavíkur fer fram í kvöld, 31. janúar, kl. 19.30 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Mikil spenna hefur verið í mótinu og margar áhugaverðar hildir háðar. Staðan kom upp í mótinu á milli Arnars E.
Meira
ALEXANDER Högnason, sem hefur leikið knattspyrnu með ÍA allan sinn feril, hefur ekkert æft með liðinu eftir áramót. Ekkert varð úr að Alexander færi til þýska 3. deildarliðsins Uerdingen en Skagamaðurinn Gunnlaugur Jónsson hefur leikið með liðinu í...
Meira
PATREKUR Jóhannesson segist muna vel eftir leiknum við Júgóslava á HM í Kumamoto í Japan, en þá mættust liðin í þriðja leik riðlakeppninnar og Íslendingar sigruðu 27:18. Eftir þann leik heyrðust þær raddir að Patrekur hafi átt stóran þátt í sigrinum með því að æsa einn Júgóslavann dálítið upp.
Meira
GYLFI EINARSSON tryggði Lilleström jafntefli við Dinamo Moskvu í æfingaleik í Portúgal í gær, 2:2. Leikmenn rússnska liðsins skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og síðan sjálfsmark. Gylfi skoraði jöfnunarmarkið með langskoti á 62. mín.
Meira
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum á dögunum að verðna við beiðni handknattleiksdeildar Hauka um að veita félaginu einnar milljón króna styrk vegna áframhaldandi þátttöku Íslandsmeistara Hauka í Evrópukeppninni í handknattleik.
Meira
ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik mætir Finnum, Írum og Svisslendingum í næstu undankeppni Evrópumóts landsliða. Sviss og Finnland tóku þátt í undanúrslitariðli Evrópukeppninar líkt og íslenska liðið en Írar ekki.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik var í síðustu viku sektað fyrir að vera í ólöglegum keppnisbúningi í þremur fyrstu leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í Frakklandi.
Meira
KEPPNISTÍMABILIÐ í NBA-deildinni er nú hálfnað og rétt að líta á gengi liðanna það sem af er og spá í framhaldið. Fyrir keppnistímabilið héldu flestir að meistarar Los Angeles Lakers myndu vera í toppsætinu í deildarkeppninni, en annað hefur komið í...
Meira
SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins eru yfirgnæfandi líkur á að Jón Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut, sé á leið til Breiðabliks eftir að hafa verið um átta ára skeið í röðum Tindastóls á Sauðárkróki.
Meira
KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Arsenal - Bradford 2:0 Parlour 17., Lauren 26. - 37.318. Charlton - Derby 2:1 Svensson 8., Parker 60. - Burley 35., en hann misnotaði einnig vítaspyrnu í leiknum. - 20.043.
Meira
ÓÞEKKTUR bandarískur skíðamaður, Daron Rahlves, kom austurrísku æfingafélögum sínum í opna skjöldu þegar hann varð fyrstur Bandaríkjamanna til að hampa heimsmeistaratitli í risasvigi í St. Anton í Austurríki í gær.
Meira
Seint í fyrrakvöld varð Kjartan Steinbach, formaður dómaranefndar alþjóða handknattleikssambandsins, að kalla í fimmta varadómaraparið til leiks á heimsmeistarakeppninni í handknattleik.
Meira
ÞRÍR sterkir leikmenn gengu til liðs við knattspyrnulið FH í gær. Sigurður Jónsson skrifaði undir eins árs samning við Hafnarfjarðarliðið og þeir Hilmar Björnsson og Jóhann Möller gerðu tveggja ára samning við liðið. Fyrir skömmu gekk Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson í raðir FH-inga svo nýliðarnir eru til alls líklegir á komandi sumri.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir Júgóslövum í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik í Toulouse í Frakklandi í dag og hefst leikurinn klukkan 17 að íslenskum tíma. Það lið sem sigrar mætir sigurvegurunum úr leik Spánverja og Norðmanna á morgun en það lið sem tapar er úr leik í keppninni. Þorbjörn Jensson segist nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn í dag þó hann viti að hann verði erfiður, enda varla við öðru að búast þegar svona langt er komið í keppninni.
Meira
BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi skömmu fyrir jól fyrstu tvo Cleopatra 28 bátana af árgerð 2001. Cleopatra 28 kom fyrst á markað árið 1998 og hefur verið mest seldi báturinn í smábátakerfinu á Íslandi.Fyrri báturinn, Sæli BA, var afgreiddur í lok nóvember til Tryggva Ársælssonar sjómanns á Tálknafirði. Aðalvélin er af gerðinni Volvo Penta 74C og er 450 hestöfl. Siglingatæki eru af gerðinni Furuno frá Brimrúnu. Spilbúnaður er frá Vaka-DNG.
Meira
TOGARAFLOTINN er dreifður um allan sjó og aflabrögð upp og ofan, eins og gengur. Togaraskipstjórar segjast miða sóknina við að af verkfalli sjómanna verði hinn 15. mars nk.
Meira
STJÓRN SFÁÚ ítrekar í nýrri samþykkt sinni þá kröfu að allur óunninn fiskur af Íslandsmiðum verði seldur á Íslandi. Með því móti telja samtökin bæði hag fiskvinnslunnar og útgerða betur borgið. Ályktun samtakanna fer hér á eftir.
Meira
ELDI skelfisks í heiminum hefur vaxið ört. Árið 1988 skilaði það ríflega þremur milljónum tonna, en 12 milljónum tonna tíu árum síðar. Mest hefur aukningin orðið í eldi á ostrum, hörpuskel og öðrum tegundum, en eldi á kræklingi hefur verið nokkuð...
Meira
BAKVERK ehf. er þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveg sem stofnað var í ársbyrjun 1999. Meginviðfangsefni fyrirtækisins eru uppbyggingar á fiskvinnsluvélum, bæði um borð í skipu og á landi og nýsmíðar úr rústfríu stáli.
Meira
MAREL UK Ltd., dótturfélag Marels hf. í Bretlandi, og fiskmarkaðurinn Fishgate Ltd. í Hull hafa undirritað samning um uppsetningu á fullkomnum flokkunar- og vigtunarbúnaði í markaðinn sem reistur verður á þessu ári. Íslenska fisksölufyrirtækið Ísberg...
Meira
STJÓRN Byggðastofnunar hefur hafnað tilboði hæstbjóðanda í rækjuverksmiðju Nasco í Bolungarvík. Hann segir þar með engar forsendur til að reyna frekar en stjórnarformaður Byggðastofnunar segir koma til greina að stofnunin leysi verksmiðjuna til sín. Egill Guðni Jónsson, stofnandi Nasco og stjórnarformaður fyrirtækisins, bauð samtals 245 milljónir í rækjuverksmiðjuna fyrir hönd óstofnaðs félags en tilboð frá AG-fjárfestingu fyrir hönd óstofnaðs félags var upp á 145 milljónir.
Meira
SEA Fish, stofnun, sem vinnur að hagsmunamálum sjávarútvegsins í Bretlandi, gekkst fyrir viðamikilli könnun á fiskvinnslunni þar í landi í maí og fram í september á síðasta ári.
Meira
HEILDARFRAMBOÐ úr fiskveiðum og fiskeldi í heiminum hefur aukizt og er það nú nálægt 120 milljónum tonna. Það er fyrst og fremst vegna eldisins, sem framboðið eykst, en það hefur vaxið ár frá ári.
Meira
NÝTT fyrirtæki, Ískerfi hf., hefur verið stofnað í kjölfar gjaldþrots Brunna hf. Það var gert hinn 17. október á síðasta ári, þegar eignarhaldsfélag Landsbankans, Hömlur hf.
Meira
NÝTT fyrirtæki, Ískerfi hf., hefur verið stofnað í kjölfar gjaldþrots Brunna hf. Það var gert hinn 17. október á síðasta ári, þegar eignarhaldsfélag Landsbankans, Hömlur hf., yfirtók reksturinn, framleiðsluréttinn og einkaleyfi á búnaði til að framleiða fljótandi ísþykkni.
Meira
Það gefur oftar en ekki vel á bátinn við Ísland. Að minnsta kosti brældi vel á frystitogarann Víði EA á Vestfjarðamiðum á dögunum en skipið fer vel í sjó og stakk sér fimlega í stærstu...
Meira
INNFLUTNINGUR á ferskum og frystum fiski til Bretlands hefur aukizt um 15% frá árinu 1994 til 1999 og má reikna með að hann aukist enn. Fyrir vikið hefur heildarframboð á fiski í Bretlandi miðað við fisk upp úr sjó dregizt saman um 11% á umræddu...
Meira
VÉLAVERKSTÆÐI Sigurðar í Garðabæ hefur lokið smíði á stærstu togvindu sem fyrirtækið hefur smíðað til þessa. Um er að ræða netavindu með 50 tonna togkrafti, gírdrifi og þremur mótorum.
Meira
UM helgina kom út bókin Mannslíf í húfi, saga Slysavarnafélags Íslands eftir Einar S. Arnalds. Þetta er mikið rit, tæplega 500 myndskreyttar blaðsíður, enda af nægu að taka í liðlega 70 ára merkri sögu félagsins. "Fyrir nokkrum árum fannst mönnum tímabært að fara að huga að ritun sögunnar og þetta er afraksturinn," segir Einar.
Meira
Um þúsund tonn af skreið frá síðasta ári eru enn í birgðum í Noregi, en þorskvertíðin í Lófóten fer senn að hefjast. Að auki hafa Ítalir dregið úr skreiðarkaupum og því er útlitið alls ekki gott.
Meira
LANDANIR brezkra fiskiskipa hafa dregizt verulega saman undanfarin ár eða um 31% frá árinu 1994. Aflinn jókst reyndar frá árinu 1994 til 1995 og náði þá ríflega 700.000 tonnum en árið 1999 var aflinn kominn niður í 499.000 tonn.
Meira
RÖÐ mistaka olli því að kílóið af þorskkvóta á Kvótaþingi Íslands var á mánudag selt á ríflega 30 krónum lægra verði en venjulega. Mistökin hafa þegar verið leiðrétt.
Meira
RÖÐ mistaka olli því að kílóið af þorskkvóta á Kvótaþingi Íslands var á mánudag selt á ríflega 30 krónum lægra verði en venjulega. Mistökin hafa þegar verið leiðrétt. Kvótaþingi barst sölutilboð á þorski á mánudag en vegna misritunar var tilboðið á 70 krónum lægra verði en ætlað var, á 28,50 krónur kílóið í stað 98,50 króna.
Meira
RAUÐSPRETTAN er herramannsmatur og þykir hún mikið lostæti víða um heim. Hún hefur lengi átt upp á pallborð hjá okkur Íslendingum, en bragðið af henni er mjög sérstakt. Rauðsprettuna má elda á ótal vegu, en þessi uppskrift er fengin frá Óskari H.
Meira
ÞORBJÖRN Fiskanes hf. í Grindavík hefur selt Fuglasteini ehf., sem er nýtt fyrirtæki í Grindavík, línu- og netabátinn Reyni GK og geymsluhúsnæði og verður báturinn afhentur 1. febrúar. Reynir GK er 70 brl.
Meira
SJÓMENN í Verkalýðsfélagi Húsavíkur og Sjómannafélagi Eyjafjarðar hafa samþykkt verkfallsboðun vegna verkfalls er hefst 15. mars, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Meira
NEIKVÆÐ umræða breskra fjölmiðla um stöðu þorskstofnsins í Norðursjó hefur þegar haft áhrif á sölu þorsks á Bretlandsmarkaði, jafnvel þótt aðeins lítill hluti þess þorsks sem neytt er í Bretlandi komi úr Norðursjó.
Meira
TOGARAFLOTINN er dreifður um allan sjó og aflabrögð upp og ofan, eins og gengur. Togaraskipstjórar segjast miða sóknina við að af verkfalli sjómanna verði þann 15. mars nk.
Meira
FÆREYINGURINN Jens Christian Olsen hefur verið ráðinn forstjóri nýja fiskmarkaðarins í Hull í Bretlandi, Fishgate Ltd., en markaðurinn er í helmingseigu íslenska fisksölufyrirtækisins Ísbergs Ltd. Jens Christian, sem er 31 árs, tók við starfinu 1.
Meira
NEIKVÆÐ umræða breskra fjölmiðla um stöðu þorskstofnsins í Norðursjó hefur þegar haft áhrif á sölu þorsks á Bretlandsmarkaði, jafnvel þótt aðeins lítill hluti þess þorsks sem neytt er í Bretlandi komi úr Norðursjó. Sölustjóri Icelandic UK segir að kynna verði fyrir breskum almenningi góða stöðu þorskstofna við Ísland og Noreg.
Meira
Veiðimálastofnun hefur sent frá sér tvær skýrslur um kræklingaeldi hér á landi. Hjörtur Gíslason gluggaði í skýrsluna. Þar eru metnir kostir og gallar eldisins hér á landi og arðsemin er talin takmörkuð.
Meira
VERÐ á tveimur stærstu stærðarflokkum saltfisks hækkaði mikið síðasta ári og fór hæst í um 650 til 700 krónur fyrir kílóið af stærsta fiskinum. Ætla má að kílóverð í upphafi þessa árs sé hátt í 200 krónum hærra miðað við sama tíma síðasta árs. Hinsvegar hefur verð lækkað lítilsháttar síðustu vikurnar.
Meira
CONRAN-veitingahúsakeðjan í Englandi hefur ákveðið að taka þorsk af matseðlinum í kjölfar frétta þess efnis að framboð hafi minnkað og stofninn sé í útrýmingarhættu.
Meira
EINHVERN daginn þegar það eru þrumur og eldingar getið þið giskað á, með nokkurri nákvæmni, hversu langt í burtu eldingarnar eru. Um leið og þið sjáið blossann byrjið þið að telja: ein elding, tvær eldingar, þrjár eldingar o.s.frv.
Meira
Fyrirtækið Aukaraf hefur útbúið fjarstart sem tengt er við farsíma og hægt er að nota til þess að ræsa og drepa á bílum hvar sem er innan GSM-dreifikerfisins. Að sögn fyrirtækisins skiptir engu máli hvar bílnotandi er staddur þegar hann ræsir bílinn, hvort sem það er hér á landi eða erlendis.
Meira
Skotleikurinn Perfect Dark hefur notið hylli meðal Nintendo 64-leikjaunnenda. Nú hefur leikjafyrirtækið Rare gefið hann út fyrir Nintendo Color Gameboy.
Meira
Mikið er að gerast á lófatölvumarkaði og framleiðendur skiptast á um að hafa forystu í tækni og glæsileik. Árni Matthíasson tók til kostanna nýja lófatölvu frá Compaq.
Meira
Uppfinning sem hefur hlotið nafnið "Ginger" hefur valdið miklu írafári í tækniheimi Bandaríkjanna, en þrátt fyrir atgang fjölmiðla hefur tekist að halda tækinu að mestu leyti leyndu fyrir þeim.
Meira
Grafík: Leikurinn lítur mjög vel út en þó eru hér engar nýjungar á ferðinni, bílarnir halla mjög mikið í beygjum sem er svolítið skrýtið því hér eru á ferðinni fyrsta flokks sportbílar, skiptingin milli dags og nætur er mjög góð.
Meira
Grafík: Mario Tennis lítur virkilega skemmtilega út, ef spilendur ná að safna upp orku í sérstök skot líta boltarnir út eins og glitrandi halastjörnur í loftinu, hreyfingar Mario og félaga eru virkilega skemmtilegar og oft á tíðum fyndnar.
Meira
Grafík: Perfect Dark lítur virkilega vel út og er einn af flottari Color Gameboy- leikjum sem komið hafa út til þessa. Hljóð: Hljóð leiksins er frábært, tal Joönnu og Carrington yfirmanns hennar skilst jafnvel í byrjun leiksins.
Meira
Camelot Software House, hingað til einna best þekkt fyrir leikinn Mario Golf, gaf nýlega út nýjan íþróttaleik fyrir Nintendo 64. Íþróttin er tennis og heiti leiksins Mario Tennis.
Meira
Sega er iðið við útgáfu kappakstursleikja og hefur sett einn nýjan slíkan á markað. Um er að ræða bílaleik hannaðan af Bizarre Creations. Leikurinn heitir Metropolition Street Racer(MSR) og er bílaleikur fyrir Dreamcast-tölvurnar.
Meira
EUm árabil hafa Bandaríkjamenn borið höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað Veraldarvefinn varðar, hvort sem um er að ræða umferð, verslun og viðskipti á vefnum eða notkun á Netinu í heild sinni.
Meira
Margnota farsímum, sem veita aðgang að Neti með WAP-i, myndspilara, tölvupósti og skipuleggjara, eins og Nokia 9210 Communicator er spáð miklum vinsældum. Býr síminn yfir Symbian-stýrikerfi.
Meira
Gert er ráð fyrir að margnota símtæki eins og Communicator 9210 frá Nokia nái miklum vinsældum á komandi árum. Síminn, sem notast við Symbian-stýrikerfi, er væntanlegur á næstu mánuðum.
Meira
Raftækjaframleiðandinn Toshiba hefur greint frá því að það vinni að framleiðslu á tölvukubbi, sem er 11 millimetra ferhyrningur, sem gerir notanda farsíma kleift að horfa á hreyfimyndir í gegnum skjáinn.
Meira
Þýska fyrirtækið Bertelsmann, sem tryggt hefur sér ítök í netmiðlaranum Napster, ætlar að gera notendum miðlarans kleift að gerast áskrifendur að þjónustunni, sem hingað til hefur verið ókeypis.
Meira
VIRKNI orma, vírusa og trójuhesta er ólík. Hér er að finna stutta samantekt yfir mismunandi virkni þessara veira. Smitandi vírusar: Þeir smita skrár sem hafa oftast endingar eins og .com og .exe.
Meira
Vírusvarnarfyrirtækið Trend Micro, www.antivirus.com, hefur safnað saman lista yfir útbreiddustu vírusana sem eru í umferð á Netinu nú um stundir: Joke-Cursor.A Troj-Navidad.E PE-Funlove.4099 VBS-Loveletter.BE PE-MTX.A TROJ-MTX.A W97M-Marker VBS-Kakworm.
Meira
Svo gæti farið að Sega hætti framleiðslu á Dreamcast-leikjavélinni. Ástæðan er sú að fyrirtækið hefur tapað á framleiðslu vélarinnar, sem á í höggi við PlayStation-vélarnar frá Sony.
Meira
Japanski leikjaframleiðandinn Sega mun að öllum líkindum hætta framleiðslu á Dreamcast-leikjatölvunni sinni, en sala á vélinni hefur ekki gengið sem skyldi vegna vinsælda PlayStation 2-leikjatölvunnar frá Sony.
Meira
SMS-þjónusta farsímafyrirtækjanna hefur vaxið hröðum skrefum. Ungt fólk notar SMS í geysimiklum mæli en það getur fengið sendar myndir, texta, tákn og tóna í símann sinn með þessari tækni. Gísli Þorsteinsson og Hrönn Marinósdóttir kynntu sér SMS-tæknina frá ýmsum hliðum.
Meira
Nærri helmingur barna og unglinga í Bretlandi, sjö til 16 ára, eiga farsíma og komið hefur í ljós að SMS-sendingar eru vinsælli hjá þeim heldur en að tala í farsímana. Kom í ljós í könnun POL-fyrirtækisins að 52% stúlkna áttu farsíma en 44% drengja.
Meira
"Ætli ég sendi ekki svona milli 20-30 skeyti á dag, flest til vina og kærustunnar," segir Daníel Tryggvi Daníelsson, tvítugur Verslunarskólanemi. Hann segir helsta kostinn við SMS þann að hægt sé að koma skilaboðum áleiðis á einfaldan hátt.
Meira
Netormurinn Ramen herjar nú á notendur Linux-stýrikerfisins, en ormasendingar í Linux þykja afar sjaldgæfar. Ramen-ormurinn er settur saman úr 23 forritum og skriftu og er frekar stór og þungur. Ekki er enn vitað hver setti saman orminn en skaðsemi hans er lítil og veldur aðallega vandræðum hjá notendum Linux.
Meira
SMS-andlit er víða hægt að fá á Netinu, bæði hjá Símanum, www.simi.is, og Tali, www.tal.is. Þá má nefna vefsíðuna Internet Smileys sem býr yfir mörgum SMS-andlitum. Hér eru nokkur SMS-andlit sem er að finna á Internet Smileys.
Meira
SMS SMS-þjónusta hefur vaxið hröðum skrefum hjá fjarskiptafyrirtækjum hér á landi. Sífellt fleiri notfæra sér þessa þjónustu og dæmi eru um að notendur sendi tugi skilaboða á dag.
Meira
Sony segist ætla að tvöfalda framleiðslu sína á PlayStation 2- leikjatölvunni. Þá er fyrirtækið farið að vinna að nýrri gerð leikjatölvu: PSX3, sem er sögð þúsund sinnum hraðvirkari en PS2.
Meira
Intel, sem einkum er þekkt fyrir framleiðslu örgjörva, hefur sent frá sér stafrænan spilara, sem getur hlaðið meira en fjórum klukkustundum af tónlist (MP3- og Windows Media Audio-skrár) og meira en 20 klukkustundum af töluðu orði.
Meira
Síminn GSM reið á vaðið hér á landi með svokallað Vit árið 1999, sem er þjónusta sem veitir fréttir, tilboð, afþreyingu og þjónustu með SMS-tækni. Frekari viðbætur eru fyrirhugaðar á SMS-þjónustunni, eins og stefnumótaþjónusta, sem gefur notendum færi á að koma á óvæntum samskiptum.
Meira
Tónlistarfyrirtækið Bertelsmann hefur tekið ákvörðun um að láta notendur miðlarans Napsters greiða fyrir þjónustuna, en hingað til hafa þeir sótt sér hana ókeypis í gegnum Netið.
Meira
Fjölmörg afbrigði af vírusum, ormum og svokölluðum trójuhestum hafa valdið íslenskum tölvunotendum vandræðum á undanförnum dögum, hvort sem þeir nota stýrikerfi fyrir Macintosh eða Microsoft.
Meira
SMS-skeytasendingar [Short Message Service] er möguleiki í farsímum til þess að senda og taka við stuttum texta í farsímum. Hægt er að senda bæði tölur, texta eða staftöluorð sem er sambland af tölustöfum og bókstöfum.
Meira
Í sraelskt tæknifyrirtæki hefur greint frá því að það hafi búið til tölvumús og stýrikerfi sem geti aðstoðað blinda við að nema tölvugrafík og texta. Hið ísraelska VirTouch staðhæfir að þetta sé fyrsti búnaður sinnar tegundar.
Meira
Margar vefsíður Microsoft lágu niðri eða voru þungar og seinar hluta úr degi í síðustu viku. Talið er að vanda í vélbúnaði sé um að kenna, en ekki er loku fyrir það skotið að um árás tölvuþrjóta sé að ræða. Fyrirtækið er gagnrýnt fyrir uppbyggingu á netkerfi sínu og því haldið fram að það geti átt von á frekari truflunum í framtíðinni.
Meira
Sá trójuhestur sem hefur valdið mestum usla hér á landi undanfarið er kallaður PE-MTX.A, sem einnig gengur undir nafninu MTX.A, W32/MTX eða I-Worm.MTX, en upphaflega er um orm að ræða og er trójuhesturinn afbrigði.
Meira
Ný útgáfa af Waporizer, Waporizer 2.0, sem notaður er til þess að þýða á milli mismunandi upplýsingamála, er væntanleg. Hin nýja útgáfa getur þýtt úr mörgum upplýsingakerfum yfir á alla þráðlausa netstaðla.
Meira
Yahoo hefur mætt miklum mótbyr eftir að í ljós kom að á síðu þess voru seld minnismerki frá tímum nasista og merki og hlutir frá Ku Klux Klan. Nú hefur fulltrúi franskra fórnarlamba sem lifðu af helför gyðinga höfðað mál á hendur vefsetrinu.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.