TÖLVUPÓSTNOTENDUR í heiminum greiða alls um 10 milljarða dollara, um 870 milljarða króna, í tengikostnað fyrir að taka óumbeðið við svonefndum ruslpósti, að því er segir á vefsíðu Evrópusambandsins (ESB) í Brussel.
Meira
HLUTFALL atvinnulausra jókst í 4,2% í Bandaríkjunum í janúar og er það nú meira en verið hefur í sextán mánuði. Að undanförnu hafa bílaverksmiðjur og fleiri stórfyrirtæki sagt upp þúsundum manna.
Meira
ELLEFU mánaða stanslausri leit leyniþjónustumanna að hinum 74 ára gamla Alfred Sirven, fyrrverandi aðstoðarforstjóra franska olíufélagsins Elf, lauk í gær í Tagaytay á Filippseyjum. Höfðu þeir rekið flóttann fram og aftur um eyríkið.
Meira
SAMBÚÐ Indverja og Pakistana hefur batnað í kjölfar jarðskjálftanna í síðustu viku og ræddust þeir Atal Bihari Vayjpayee, forsætisráðherra Indlands, og Pervez Musharraf, sem fer fyrir herforingjastjórninni í Pakistan, við í síma í gær.
Meira
LÍKLEGT er, að sjávarborð eigi eftir að hækka allmikið vegna þess, að stór jökull á vestanverðu Suðurskautslandinu þynnist hratt. Er ekki vitað hvers vegna en hugsanlega er um að kenna gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu.
Meira
FORSÆTISRÁÐHERRA Dana, Poul Nyrup Rasmussen, segir þá ákvörðun Færeyinga að ganga til þjóðaratkvæðis um fullt sjálfstæði eigi síðar en árið 2012 setja samskipti þjóðanna í alvarlega stöðu.
Meira
UMFANGSMIKIL rannsókn á sýkingum og sýklalyfjaónæmi hjá íslenskum börnum er nú nýhafin og stendur næstu þrjú árin. Rannsóknin er hluti af evrópskri fjölstöðva rannsókn sem auk Íslands fer fram í Svíþjóð, Frakklandi, Portúgal og Ísrael.
Meira
Sölufélag garðyrkjumanna hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: "Í tilefni af ákvörðun samkeppnisráðs á fundi sínum í dag varðandi málefni Sölufélags garðyrkjumanna skal eftirfarandi tekið fram: Samkeppnisstofnun hefur allt frá því á...
Meira
LÖGREGLUEMBÆTTIÐ í Reykjavík hefur hafið athugun á því hvort lögreglan hafi gefið Íslandspósti upplýsingar um tiltekna einstaklinga sem sóttu um störf hjá fyrirtækinu.
Meira
MAÐURINN sem myrti þrjá í Gautaborg fyrr í vikunni, þar af einn með öxi, á fjölfarinni götu, var undir áhrifum amfetamíns þegar hann var handtekinn.
Meira
FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dalbæ í Dalvíkurbyggð telja að ekki sé mikilla breytinga að vænta í veðri nú í febrúar. Þeir álíta að ekki muni snjóa mikið, en gera hins vegar ráð fyrir að kaldara verði en verið hefur.
Meira
GUÐMUNDUR Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir að samkeppnisyfirvöld líti það býsna alvarlegum augum ef aðilar halda frá þeim upplýsingum og samkeppnisráð taki ákvarðanir sem grundvallist á ónógum eða villandi upplýsingum.
Meira
LÖGREGLAN hefur fundið bifreið sem stolið var aðfaranótt sl. laugardag frá Smiðjuvegi 2 í Kópavogi. Bifreiðin er rækilega merkt veitingastaðnum Hróa Hetti en pítsusendlar fyrirtækisins nota hana til útkeyrslu.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur veitt Ako-Plastosi á Akureyri heimild til að leita nauðasamninga. Býðst fyrirtækið til að greiða 25% af kröfum, en samningsbundnar kröfur sem heimildin nær til nema 166 milljónum króna.
Meira
FÓLKSBIFREIÐ var ekið á konu á miðjum aldri á Víkurbraut við Hafnarvog á Höfn í Hornafirði snemma í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn fótbrotnaði konan á báðum fótum. Ákveðið var að flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík.
Meira
MOSFELLSBÆR varð í gær annað í röð íslenskra sveitarfélaga til að setja sér markmið um sjálfbæra þróun. Í því felst að sjálfbær þróun og hugmyndafræði Staðardagskrár 21 verða höfð að leiðarljósi í rekstri, þróun og uppbyggingu bæjarfélagsins.
Meira
DÓMSTÓLL í Berlín úrskurðaði á miðvikudag, að hin 41 milljóna marka sekt, sem forseti þýzka þingsins gerði í febrúar í fyrra Kristilegum demókrötum (CDU), flokki Helmuts Kohls fv.
Meira
SIGURGEIR Kristjánsson varði 8. desember slíðastliðinn doktorsritgerð í eðlisfræði hálfleiðaraleysa við Chalmers-tækniháskólann í Gautaborg í Svíþjóð.
Meira
ÞORRAGOLF fer fram á Svarfhólsvelli, heimavelli Golfklúbbs Selfoss í dag, laugardag. Það er einsdæmi að haldið sé golfmót á Þorra en Svarfhólsvöllur er vel fær fyrir golfmenn og hafa þeir gripið í kylfurnar undanfarna daga.
Meira
EKIÐ var á gangandi vegfaranda á Fífuhvammsvegi í Kópavogi um klukkan hálftíu í gærkvöld. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem er um tvítugt, að ganga yfir götuna þegar ekið var á hann.
Meira
Það að fela almennum dómstólum að dæma um stjórnskipulegt gildi laga, að fela það sérstökum stjórnlagadómstólum eða hafa stjórnlagaráð eru þrjár mismunandi leiðir til að tryggja að ekki sé gengið á stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna.
Meira
ÞRIGGJA ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2002-2004 var afgreidd á löngum fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld sem stóð fram á nótt.
Meira
EIGANDI Veitingahússins Jennýjar við Bláa lónið má ekki nota orðin "Bláa lónið" við kynningu á starfsemi sinni samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Bláa lóninu hf. 350.
Meira
Selfossi- Bændur úr Árnes- og Rangárvallasýslu fjölmenntu til fundar Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, sem hann boðaði til í Þingborg í Hraungerðishreppi undir heitinu "Árdegið kallar áfram liggja sporin".
Meira
Búnaðarbankinn sendi frá sér fréttatilkynningu í gær varðandi ákvörðun samkeppnisráðs. Þar segir: "Búnaðarbanki Íslands hf. telur sig hafa gefið fullnægjandi upplýsingar um málið.
Meira
FRAMADÖGUM nemenda við Háskóla Íslands lauk í gær. Þá kynntu 39 fyrirtæki starfsemi sína háskólanemum. Háskólanemarnir nýttu einnig tækifærið og komu sjálfum sér á framfæri við fyrirtækin.
Meira
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Landssambands kúabænda verður haldinn í Reykjavík á þriðjudag og meðal umfjöllunarefna verður hvort fresta eigi fyrirhuguðum innflutningi á fósturvísum úr norskum kúm.
Meira
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, og Áform boða til opins fræðslufundar um lífræna garðyrkju í húsakynnum skólans mánudaginn 5. febrúar nk. frá kl. 14 til 17.
Meira
SUNNUDAGSGANGA Útivistar þann 4. febrúar kl. 11 er um Álfsnes við Kollafjörð. Gengið er með firðinum og Þerneyjarsundi. Þetta er þægileg um 3 klst. ganga um skemmtilega strandlengju.
Meira
TANNVERNDARDAGURINN var haldinn í gær og var þema dagsins: "Glerungseyðing á yfirborði tanna." Samkvæmt tannverndarráði, sem stendur fyrir deginum, er talið að fimmti hver unglingur á Íslandi sé með glerungseyðingu á byrjunarstigi.
Meira
HREPPSNEFND Bessastaðahrepps hefur samþykkt að fara þess á leit við samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu að nefndin láti taka saman í greinargerð hugmyndir og skipulagstengdar upplýsingar sem fram hafa verið settar um flugvöll á...
Meira
FRÆÐSLUERINDI á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík eru senn að hefjast. Síðustu tvo vetur hafa verið flutt fjölmörg erindi um ýmsa sjúkdóma, sem frekar herja á aldraða en aðra, og bent á hvernig draga megi úr þeim.
Meira
ÁRLEGT þorrablót Úrvals-Útsýnar á Kanaríeyjum var haldið sl. föstudag 26. janúar. Húsfyllir var, um 400 manns. Blótið fór fram undir stjórn Kjartans Trausta Sigurðssonar yfirfararstjóra og Örvars Kristjánssonar harmonikkuleikara.
Meira
HREPPSNEFND Vatnsleysustrandarhrepps samþykkti einróma á fundi sínum í vikunni þá beiðni borgarstjórans í Reykjavík, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, að flugvöllur í Hvassahrauni verði einn valkosta í atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa sem fyrirhuguð er í...
Meira
STJÓRN Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. (HÞ) ákvað á fundi sl. miðvikudag að kanna möguleika á því að stofna, ásamt öðrum, rekstrarfélag um útgerð frystitogara.
Meira
Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar hugmyndir um að taka lýsingarmál í miðborginni til endurskoðunar, m.a. á þann hátt að í stað ljósastaura verði notast við kastara sem festir eru á gafla húsa.
Meira
AKUREYRARKIRKJA : Hádegistónleikar í dag, laugardag, kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar. Messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur. Fræðsla eftir messu, sr.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur hafnað kröfu Fimleikafélags Hafnarfjarðar (FH) um að fjárnám að upphæð tæplega 3,5 milljónum króna með dráttarvöxtum frá 17.
Meira
Blönduósi- Austurhúnvetnskir kúabændur fjölmenntu á fund á Blönduósi sl. fimmtudag og lýstu þar yfir einróma stuðningi við að Landsamband kúabænda ( LK ) frestaði innflutningi á fósturvísum úr NRF kúakyninu norska.
Meira
EFTIR átök undanfarna daga í bænum Kososvska Mitrovica í Kosovo-héraði í Serbíu var rólegra þar um að litast í gær. Nokkrir tugir friðargæsluliða, flestir franskir, hafa særst í átökum við Albani sem hófust sl. mánudag.
Meira
ENDALOK Sanktri Pétursborgar, hin fræga kvikmynd Púdovkíns frá árinu 1927, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 4. febrúar kl. 15. Myndin var gerð í tilefni 10 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi 1917.
Meira
HÓPUR lögfræðinga, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, eru þeirrar skoðunar að atburðir að undanförnu gefi tilefni til að kannaðar verði leiðir til að auka stjórnarskráreftirlit og ganga úr skugga um að löggjöf Alþingis samrýmist stjórnarskrá.
Meira
"Mér finnst íslenska lambakjötið ekki vel kynnt í verslunum, ekki með það fyrir augum að selja það," sagði Fjóla Runólfsdóttir, bóndi að Skarði í Landsveit, á fundi landbúnaðarráðherra að Þingborg í Hraungerðishreppi á fimmtudagskvöld.
Meira
LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar/Suðurlandsbrautar miðvikudaginn 31. janúar kl. 17.05. Þarna varð árekstur með grárri Nissan Pathfinder-bifreið og blárri Daiwoo Lanos-bifreið.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir eftirfarandi ökutækjum: HS-098 sem er hvít Mazda 323 árg. 1986, stolið frá Túngötu 16, 29. október 2000, ZY-806 dökkgræn Hyundai Accent 1997, stolið frá Skólavörðustíg 3. desesember 2000, PN-692 grár Galant GSi árg.
Meira
Marja Þau leiðu mistök urðu í grein um tökur kvikmyndarinnar Mávahláturs í blaðinu í gær að nafn Kristínar Marju Baldursdóttur rithöfundar var ranglega beygt. Hið rétta er að nafn hennar, Marja, beygist í nf. Marja, þf. Marju, þgf. Marju og ef. Marju.
Meira
ALRÍKISDÓMARI í Baltimore í Bandaríkjunum vísaði í gær frá máli sem höfðað hafði verið gegn G. Gordon Liddy, einum af sakborningunum í Watergate-málinu, fyrir ærumeiðingar.
Meira
TALSMENN olíufélaganna mótmæla því að síðasta bensínverðhækkun sé umfram það sem teljist eðlilegt miðað við þróun verðs á heimsmarkaði, eins og Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur. Bensín hækkaði um 2,50 kr.
Meira
ALLIR bílar í eigu hópferðafyrirtækisins Hópbíla hf. í Hafnarfirði eru búnir bílbeltum í öllum sætum og er sérstaklega brýnt fyrir farþegum að þeir noti beltin í öllum ferðum.
Meira
Pétur Gunnarsson fæddist 15. júní 1947 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og stundaði nám í bókmenntum og heimspeki í Frakklandi á árunum 1968 til 1976. Síðan hefur hann unnið að ritstörfum og hafa komið út eftir hann átta skáldsögur og fjölmargt annað efni svo sem ljóð, greinar og þýðingar. Pétur er kvæntur Hrafnhildi Ragnarsdóttur, prófessor í uppeldissálarfræði við Kennaraháskóla Íslands, og eiga þau tvo syni.
Meira
NEMENDUR í Giljaskóla hafa síðustu daga unnið að sérstöku þemaverkefni um Afríku og mátti glöggt sjá þess stað í húsakynnum skólans í gærdag, á lokadegi þessarar verkefnavinnu.
Meira
Í VIÐAUKA með skýrslu um starfsemi Barnaverndarstofu fyrir árin 1995-1999 og barnaverndarnefnda á Íslandi frá 1996-1999 kemur fram að dregið hefur úr kærum vegna kynferðisafbrota um fjórðung frá því lögum um meðferð opinberra mála var breytt hinn 1.
Meira
VÍGSLA nýs leikskóla að Háholti 17 í Hafnarfirði fer fram sunnudaginn 4. febrúar kl. 13. Þetta er nýtt 700 m² húsnæði með vandaðri lóð. Á leikskólanum verða fjórar deildir og rúmar hann um 800 börn í einu.
Meira
Kaupfélagshúsið í Mosfellsbæ er að öðlast nýtt líf því þangað eru handverksmenn bæjarins að flytja og ætla þar að selja listmuni sína og koma upp vinnuaðstöðu.
Meira
Mjög mismunandi er eftir ríkjum hvernig úrskurðarvaldi um stjórnskipulegt gildi laga er háttað. Í töflunni er birt yfirlit yfir 36 lönd sem hafa búið við lýðræði í 25 ár eða lengur.
Meira
Þórhallur Bjarnason, framkvæmdastjóri Grænmetis efh., kveðst ekki sjá neina ástæðu til lögreglurannsóknar hvað varðar hans hlut við kaup Grænmetis á hlutafé í Ágæti. Hann kvaðst ekki kannast við að hafa gefið vísvitandi rangar upplýsingar um málið.
Meira
VARÐSTJÓRI umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík sagði reglugerð um bann við lausagangi bifreiða ekki hafa verið framfylgt af lögreglunni, hvorki nú né fyrr.
Meira
TVEIR menn voru staðnir að því að reykja hass í heitum potti í Sundlaug Akureyrar á fimmtudagskvöld. Arvökulir gestir sundlaugarinnar veittu athæfi mannanna athygli og létu verði vita.
Meira
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að skipa 5 manna nefnd bæjarfulltrúa, sem ætlað er að fjalla um og meta áhrif af þátttöku bæjarins í samstarfsverkefnum með öðrum sveitarfélögum.
Meira
ANDSTÆÐINGAR flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík standa í dag fyrir borgarafundi þar sem ætlunin er að stofna samtök gegn flugvellinum. Fundurinn hefst kl. 16 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Meira
SEÐLABANKINN sendi í gær frá sér nýja verðbólguspá þar sem fram kemur að hann gerir ráð fyrir að verðbólga frá upphafi til loka þessa árs verði 4,6%. Þetta er sama spá og í nóvember á síðasta ári. Spáð er minni verðbólgu á næsta ári eða 2,7%.
Meira
JOE Erling Jahr, maðurinn sem grunaður er um morðið á fimmtán ára þelþökkum pilti, Benjamin Hermansen, í Ósló fyrir viku, var handtekinn á járnbrautarstöð í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöld.
Meira
Tveir danskir frímerkjasérfræðingar, Carl Åge Møller og Preben Jensen, frá uppboðsfyrirtækinu Thomas Høiland Auktionar í Kaupmannahöfn eru staddir hér á landi til að skoða íslensk frímerki fyrir næsta uppboð fyrirtækisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hitti þá að máli.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða manni skaðabætur vegna dráttar sem varð á læknismeðferð hans á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði árið 1995.
Meira
JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks, eru báðir hlynntir ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að nota samanburðarútboð með umtalsverðu leyfisgjaldi auk árgjalds til...
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun og Tryggingastofnun ríkisins: "Af hálfu heilbrigðisráðuneytis, Lyfjastofnunar og Tryggingastofnunar ríkisins er eftirfarandi komið á framfæri vegna villandi...
Meira
ÍSLANDSFUGL ehf. hóf starfsemi sína í Dalvíkurbyggð formlega í gær þegar 3.000 hænur og 350 hanar voru tekin í varpstöð fyrirtækisins á Fossbrún 6 á Árskógsströnd, þar sem áður var starfrækt rækjuverksmiðja. Hænsnin voru flutt frá Hvanneyri í...
Meira
Borgarnesi- Þeir kveðja vikulegt nudd og gufubað karlarnir í ,,Svitaklúbbnum" í Borgarnesi, nú þegar aðstaðan sem Rakel Jóhannsdóttir nuddari hafði yfir að ráða hefur verið tekin undir sólbaðstofu í eigu Borgarbyggðar.
Meira
Samkeppnisráð hefur lagt fyrir Samkeppnisstofnun að hefja á ný rannsókn á sölunni á Ágæti hf. til Grænmetis ehf. árið 1999. Ráðið telur að Sölufélag garðyrkjumanna hafi lengi viljað eignast Ágæti en óttast að það stangaðist á við samkeppnislög. Því hafi Sölufélagið fjármagnað kaup Grænmetis á Ágæti og þannig náð yfirráðum yfir fyrirtækinu.
Meira
NAUTIÐ Guttormur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er enn að slá þyngdarmet. Talið er að hann sé þyngsta naut landsins af íslensku kyni og nú er búið vigta gripinn í fimmta sinn.
Meira
TVÆR Boeing 757 vélar Flugleiða sem voru að koma frá Boston og Baltimore lentu á flugvellinum á Egilstöðum um áttaleytið í gærmorgun vegna hvassra sviptivinda á Keflavíkurflugvelli.
Meira
TVÆR nýjar sýningar verða opnaðar í Minjasafninu á Akureyri á sunnudag, 4. febrúar, kl. 14. Snerting nefnist sýning á ljósmyndum Guðrúnar Funck-Rasmussen frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.
Meira
Í NÝÚTKOMINNI ársskýrslu Norrænu málflutningskeppninnar sem haldin var í fyrra og fjallaði um Mannréttindasáttmála Evrópu segir Niels Pontoppidan, fyrrverandi forseti hæstaréttar Danmerkur, að hann hafi áhyggjur af þeirri þróun sem leiðir til þess að...
Meira
Mývatnssveit -Hinn fyrsta febrúar ár hvert hefst nýtt veiðitímabil við Mývatn með því að vatnsbændur höggva, bora eða saga vakir á ísinn, ýmist til að setjast þar á skrínu sína með dorg í hendi, eða koma neti undir ís.
Meira
JOSEPH Kabila, forseti Kongó, sem nú er í Bandaríkjunum, átti fund með Paul Kagame, forseta Rúanda, í fyrradag og í gær ætlaði hann að ræða við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og nokkra fulltrúa í öryggisráðinu.
Meira
FYRIR einni öld velti Anatole France því fyrir sér hvað framtíðin kynni að bera í skauti sínu og sagði: "Það er draumur minn að lesa bækur skóladrengja eins og þær munu verða árið 2000.
Meira
SAMKEPPNISRÁÐ ákvað í gær að afturkalla fyrri ákvörðun sína frá 17. desember 1999 um að hafast ekki að vegna yfirtöku Grænmetis ehf. á fyrirtækinu Ágæti hf.
Meira
ÞEIRRI tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að bílastæðasjóður borgarinnar ræði við hafnaryfirvöld um möguleika á 270 nýjum bílastæðum á þaki Faxaskála við Reykjavíkurhöfn var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar með öllum greiddum...
Meira
Í vikunni reyndu leiðtogar Frakklands og Þýzkalands að finna aftur sameiginlegan tón í Evrópumálunum og brezki forsætisráðherrann kom til að ræða sömu mál við þýzka kanzlarann í Berlín. Auðunn Arnórsson leit yfir umræðuefni leiðtoganna.
Meira
"VIÐ megum ekki láta stórvirkjanastefnuna eyðileggja þann fjársjóð sem felst í ósnortnum víðernum Íslands," segir Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, á vefsíðu sinni nýlega. "Við eigum að læra af mistökum Norðmanna og taka stefnubreytingu þeirra til fyrirmyndar."
Meira
Hafið er víðtækt samstarf um rannsóknir á brjóstakrabbameini hjá Íslenska brjóstakrabbameinshópnum, sem samanstendur af læknum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Urði, Verðandi, Skuld og Krabbameinsfélagi Íslands.
Meira
FIMMTÁN ára gömul stúlka, Jessica Michalik, andaðist á spítala á miðvikudag eftir að hafa verið í dái síðan hún tróðst undir á tónleikum með bandarísku rokkhljómsveitinni Limp Bizkit í Ástralíu.
Meira
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Höfundar leikgerðar: Ólafur Jóhann Ólafsson og Sigurður Hróarsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Aðstoðarmaður leikstjóra: Randver Þorláksson. Samkomuhúsið á Akureyri 2. febrúar.
Meira
MARSHALL nokkur Mathers, betur þekktur sem rapparinn Eminem hélt tónleika í Ósló á fimmtudagskvöldið. Tónleikarnir voru haldnir í Ósló Spektrum og voru tæplega 10 þúsund æstir aðdáendur goðsins þar saman komnir.
Meira
Norður-Héraði. - Fellamenn blótuðu þorra um síðustu helgi. Margt góðra skemmtiþátta var flutt og brennidepill á því helsta er gerðist á síðasta ári. Öllu var snúið upp á skoplegu hliðina og tókst með ágætum og skemmtu blótsgestir sér hið besta.
Meira
LEIKFÉLAG Félags eldri borgara í Reykjavík, Snúður og Snælda, frumsýnir á sunnudag kl. 17, leikritið Gamlar perlur. Sýningar fara fram í Ásgarði í Glæsibæ. Um er að ræða fimm þætti úr gömlum verkum. Þ.e.
Meira
TRÍÓ þeirra Björns Thoroddsen, Jóns Rafnssonar og Gunnars Þórðarssonar; Guitar Islancio, hefur haft í nógu að snúast síðan fyrsta geislaplatan, samnefnd sveitinni, kom út síðla árs 1999.
Meira
NORSKI rithöfundurinn Jan Kjærstad hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sína Oppdageren eða Landkönnuðurinn. Í umsögn dómnefndar segir: "Í skáldsögunni fylgjum við Jónasi Wergeland er hann uppgötvar Noreg.
Meira
KALDALÓNSTÓNLEIKAR verða haldnir í Safnaðarheimili Selfosskirkju á sunnudag, kl. 17. Árni Sighvatsson baríton og Jón Sigurðsson píanóleikari kynna og flytja lög af hinum nýútkomna geisladiski Úr söngvasafni Kaldalóns. Aðgangseyrir er 500...
Meira
Líf í tölum V/ Hvers er stærðfræðin megnug? Íslendingar sóttu ráðstefnu um stærðfræðimenntun sl. sumar í Japan þar sem m.a. var fjallað um rúmfræði. Anna Kristjánsdóttir prófessor var á ráðstefnunni og miðlar hér völdum þáttum af henni. Greinaflokkur hennar hér í Mbl. er í tilefni af þáttaröðinni í Sjónvarpinu á mánudagskvöldum. Efnið er um stærðfræðimenntun.
Meira
LISTASAFN Einars Jónssonar verður opnað aftur í dag eftir vetrarlokun. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17 til loka maímánaðar, en þá tekur sumartími við. Inngangur í safnið er frá Eiríksgötu og Freyjugötu.
Meira
Á SKRIÐUKLAUSTRI í Fljótsdal verður opnuð myndlistarsýning á morgun, sunnudag, með fjölbreyttum myndverkum. Sýningin er samvinnuverkefni Gunnarsstofnunar og Önnu Guðjónsdóttur, myndlistarkonu í Hamborg sem var í gestaíbúðinni að Skriðuklaustri í...
Meira
ÞAÐ ER sama í hvaða horn er litið vestan hafs þessa dagana, alls staðar er hún Jennifer Lopez blessunin. Og hún er sannarlega heitari en allt heitt.
Meira
Toulouse, Frakklandi, 1. febrúar 2001. Það er sama til hvaða vestrænu stórborgar maður kemur, ætíð eru dúfur út um allt. Ég gekk fram á þessa. Hún leit út fyrir að vera að hvíla sig fyrir baráttuna um brauðið á aðaltorgi borgarinnar.
Meira
ÆFINGAR hófust á fimmtudag í Þjóðleikhúsinum á söngleiknum Syngjandi í rigningunni eftir Betty Comden, Adolph Green, Nacio Herb Brown og Arthur Freed.
Meira
SAMKVÆMT nýjustu tölum í Bandaríkjunum er Double Live með sveitasöngvaranum Garth Brooks orðin söluhæsta tónleikaplata allra tíma. Þessi tvöfalda tónleikaplata sem kom fyrst út í nóvember 1998 hefur selst í hvorki fleiri né færri en 14 milljónum eintaka.
Meira
Á FYRSTU háskólatónleikum ársins, sem verða í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 12.30, syngur Svana Berglind Karlsdóttir sópran við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur. Á efnisskránni verða sönglög eftir Edvard Grieg.
Meira
½ Leikstjóri: Roger Christian. Handrit: Corey Mandell og JR Shapiro. Aðalhlutverk: John Travolta, Barry Pepper, Forest Whitaker, Kim Coates. (117 mín.) Bandaríkin. Myndform, 2000. Myndin er bönnuð innan 16 ára.
Meira
MYNDBANDSUPPTAKA af sýningu Hollendingsins fljúgandi frá Bayreuth í Þýskalandi eftir Richard Wagner verður sýnd í Þingholti, Hótel Holti, á morgun, sunnudag, kl. 14.
Meira
SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld blótuðu Hrunamenn og gestir þorra en hótelstjórar á Hótel Flúðum, þau Svana Davíðsdóttir og Karl Björnsson, höfðu veg og vanda af samkomunni ásamt fleirum. Veislustjóri var Sigurður Ingi Jóhannsson.
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Bessastaðakirkju, af sr. Sigurði Arnarsyni, Ásta Leonhards og Kristinn G. Jónsson. Heimili þeirra er í...
Meira
Nýfrjálshyggjan, sem náð hefir öllum undirtökum í Sjálfstæðisflokknum, segir Sverrir Hermannsson, boðar að dregið skuli úr samfélagsþjónustunni sem kostur er.
Meira
Félagarnir Magnús Amadeus, Brynjar Darri Jónasson, Arnar Gauti Ingason og Ásgeir Vincent Ívarsson héldu flóamarkað á Akureyri og söfnuðu 3.423 krónum sem þeir afhentu Akureyrardeild Rauða kross...
Meira
Fyrir skömmu komu tvær bandarískar konur í heimsókn til Víkverja. Þetta voru konur á miðjum aldri sem voru á ferðalagi með íslenskri vinkonu sinni sem búsett er í Bandaríkjunum.
Meira
Í dag er laugardagur 3. febrúar, 34. dagur ársins 2001. Blasíumessa. Orð dagsins: Látið fætur yðar feta beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt.
Meira
Það er ljóst að erlent starfsfólk við umönnunarstörf, segir Birna Kr. Svavarsdóttir, er komið til að vera og vinnur ómetanleg störf við umönnun aldraðra.
Meira
MIKIL er undrun mín yfir málflutningi Jóns Steinars Gunnlaugssonar og annarra þeirra sem reyna að bera blak af þeim afglöpum forseta Hæstaréttar, að svara með þeim hætti, sem gert var, fyrirspurn forsætisnefndar Alþingis.
Meira
Vonandi fer ekki jafn illa í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum, segir Kristján Andri Guðjónsson. Svokallað ,,væl Vestfirðinga" um framtíð sína var aldrei að ástæðulausu.
Meira
Björt mey og hrein mér unni ein á Ísa-köldu-landi. Sárt ber ég mein fyrir silkirein sviptur því tryggðabandi. Það eðla fljóð gekk aðra slóð en ætlað hafði ég lengi, daprast því hljóð, en dvínar móð, dottið er fyrra...
Meira
ÞEGAR tregða mín við sögunám keyrði úr hófi á táningaaldrinum fyrir rúmlega hálfri öld, var sagt að þetta væri nauðsynleg námsgrein; af henni mætti læra svo margt því sagan endurtekur sig alltaf.
Meira
"Að lifa með krabbamein" er námskeið fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, segir Nanna Friðriksdóttir. Þetta er stuðnings- og fræðslunámskeið þar sem kostur gefst á að læra og dýpka skilning á því sem sjúkdómurinn og meðferðin geta haft í för með sér og hvaða leiðir er hægt að fara til að takast á við breyttar aðstæður.
Meira
Telja má mjög líklegt að svæðið milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar, segir Gestur Ólafsson, byggist að verulegu leyti upp á næstu hundrað árum.
Meira
FYRIR NOKKRU var sagt frá því í morgunfréttum ríkisútvarpsins að lögreglan hefði tekið 130 ökumenn fyrir of hraðan akstur deginum áður. Það er vissulega rétt að hraðaksturinn er hættulegur í myrkri skammdegisins.
Meira
Menntun er ekki eingöngu fyrir suma heldur fyrir alla, segir Ágúst Einarsson. Í hinu nýja hagkerfi ræður menntun mestu um hvernig lífskjör verða í framtíðinni um leið og hún veitir mörgum annað tækifæri.
Meira
Í mörg ár hefur það verið siður hjá mér og minni fjölskyldu að rölta Laugaveginn á Þorláksmessu og enda síðan inni á veitingastað og borða saman. Við héldum uppteknum hætti sl.
Meira
Brynja Gunnarsdóttir fæddist 8. júlí 1952. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Gunnar Grétar Jóhannsson, f. 1.6. 1927, d. 13.9. 1974, og Sólborg Júlíusdóttir, f. 28.3. 1932.
MeiraKaupa minningabók
Grímur Arnórsson fæddist á Tindum í Geiradal í A-Barðastrandarsýslu hinn 26. apríl 1919. Hann lést í Króksfjarðarnesi 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arnór Einarsson, bóndi á Tindum, f. 9. okt. 1880, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Sverrir Runólfsson fæddist í Reykjavík 8. mars 1931. Hann ólst upp í Reykjavík en eyddi miklum tíma hjá afa sínum og ömmu í Hagavík í Grafningi. Hann lést á heimili sínu á Klapparstíg 8 í Ytri-Njarðvík 17. janúar síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Haukur Hersir Magnússon fæddist í Keflavík 8. desember 1927 og ólst þar upp. Hann lést 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Magnús Pálsson, f. 16. nóvember 1891, fórst með mb. Huldu 21.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Torfastöðum í Fljótshlíð 17. mars 1909. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eiri 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðmundsson, f. 17. maí 1872, d. 15.
MeiraKaupa minningabók
Ísleifur Ingvarsson fæddist í Klömbru í Austur-Eyjafjallahreppi 27. mars 1905. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristbjörg Jónsdóttir og Ingvar Pálsson, bóndi í Klömbru.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður B. Valdimarsson fæddist í Reykjavík 17. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum 26. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 2. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Snorri Sigurðsson fæddist á Syðra-Hóli í Kaupangssveit í Eyjafirði 21. febrúar 1913. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. janúar síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
DANSKI netbankinn Basisbank hefur gripið til þess ráðs að stórhækka allan kostnað við lán og færslur viðskiptavina sinna til að rétta fjárhaginn við.
Meira
Í TÍMARITSVIÐTALI sem birtist á fimmtudag er haft eftir Þorsteini Vilhelmssyni, fyrrum útgerðarstjóra og eins aðaleiganda Samherja hf., að fréttatilkynning sem gefin var út af félaginu 9.
Meira
KRÓNAN hefur styrkst um 0,7% síðustu tvo daga og hafa verið nokkur viðskipti á gjaldeyrismarkaði án þess að Seðlabanki Íslands hafi gripið inn í en nýverið var undirritaður samningur á milli Seðlabanka Íslands og þýska bankans DePfa Europe um lánsheimild...
Meira
Norðurljós hf. hafa keypt tæplega þriðjungshlut hlut í Veraldarvefnum hf. Veraldarvefurinn hf. var stofnaður 1. desember 1999 og rekur ásamt dótturfélögum sínum m.a. vefina reykjavik.com og einkamal.
Meira
SEÐLABANKINN kynnti í gær nýja verðbólguspá sína og viðhorf til vaxta- og gengismála í tengslum við væntanlega útgáfu 1. tölublaðs Peningamála , ársfjórðungsrits bankans, á þessu ári.
Meira
RAUNÁVÖXTUN safna Sameinaða lífeyrissjóðsins var neikvæð um 0,9% á síðasta ári en nafnávöxtun varð 3,3%. Á síðastliðnum 5 árum hefur heildarávöxtun sjóðsins að meðaltali verið 7,9% ef miðað er við raunávöxtun en 11,2% ef miðað er við nafnávöxtun.
Meira
Búnaðarbankinn hefur gert samning við Íslenska hugbúnaðarsjóðinn, Íshug, um sölu á öllum hlutabréfum bankans í fyrirtækjum sem tengjast upplýsingatækni. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki aðalfundar sjóðsins.
Meira
Áætlun frönsku ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir að veita fjögur leyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma sem byggir á svokallaðri UMTS-tækni. Einungis tvö fyrirtæki skiluðu inn umsóknum, France Telecom og Vivendi Universal SFR.
Meira
VIÐSKIPTI á norska hlutabréfamarkaðnum voru með minnsta móti í gær þar sem tölvukerfi hans hrundi. Tókst ekki að opna fyrr en eftir hádegi og þá var ljóst að margir höfðu ákveðið að hefja helgarfríið snemma.
Meira
Í gær lækkaði verð á eggjum um 30% í Bónusi og mun sú lækkun standa að minnsta kosti út árið. Venjulegt kílóverð á eggjum hefur fram til þessa verið 339 krónur í Bónusi en er nú selt á 237 krónur.
Meira
ALGENGUSTU slysin í Austurríki í tengslum við innkaupakerrur, eða 93% tilvika, verða þegar börn detta úr þeim. Alls urðu 137 slys á 9 árum í tengslum við innkaupakerrur og fórnarlömbin voru 138.
Meira
HALLDÓR Jónsson ehf. hefur hafið innflutning á Nature fljótandi handsápum. Fimm tegundir eru af Nature-sápunni; rose, abrikos, gardenia, syren og aloe vera. Hver handsápa er í 500 ml umbúðum með pumpu.
Meira
INNFLUTNINGUR & dreifing ehf. hefur hafið innflutning á varalitafesti frá Bretlandi. Lipcote-varalitafestirinn er borinn yfir varalit og á að gera það að verkum að varaliturinn helst lengur.
Meira
EFTIR 15-17 punkta opnun suðurs á einu grandi lyftir norður beint í þrjú grönd. Við fáum okkur sæti í vörninni í vestur og spilum út spaðagosa: Suður gefur; allir á hættu.
Meira
Það gekk reyndar ekki þrautalaust hjá Ashford að fá tilnefningu sína í sæti dómsmálaráðherra afgreidda hjá Bandaríkjaþingi. Þar mátti hann varla snúa sér við án þess að rekast á fólk sem hafði ýmislegt við feril hans að athuga.
Meira
Ytri aðstæður hafa áhrif á drauminn líkt og tunglið á sjávarföll. Áhrif af mataræði, drykkju, bíó eða gönguferðum ýta á myndgerð draumsins líkt og aðrar upplifanir eða reynsla.
Meira
SVO virðist sem erfðafræðilegir áhættuþættir og umhverfi eigi þátt í því að koma af stað breytingum í heila sem tengjast geðklofa. Þetta er niðurstaða rannsókna hollenskra vísindamanna sem gerðar voru á tvíburum þar í landi.
Meira
KONUR sem nota hárlit reglulega kunna að auka með því hættuna á að fá krabbamein í þvagblöðruna, að því er niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til.
Meira
Oft hefur reynst erfitt að meðhöndla álagseinkenni og afleiðingar lítilla áverka, ekki síst vegna þess að skaðinn sést ekki með hefðbundnum greiningaraðferðum. Nýverið hóf rekstur í Reykjavík fyrirtækið Hreyfi- greining ehf. þar sem stuðst er við nýjar aðferðir er þróaðar hafa verið í þessu skyni.
Meira
Spurning: Getur þú sagt mér hvað veldur því að sumir eru með líkamshita undir 37 gráðu hita (allt undir 36 gráður)? Er þetta algengt, líka hjá börnum? Hver er þá hiti hjá svona fólki og börnum ef það veikist? Er þá 37 gráðu hiti það sama og t.d.
Meira
Undanfarna viku hafa birst á Vísindavefnum svör um eftirfarandi efni: Hvort allt krabbamein sé lífshættulegt, hvernig mannslíkaminn vinnur úr sykri, fjölda sela við Ísland, hvort notkun táknmáls komi í veg fyrir gigt í höndum, jojoba-olíu, forsjá barns...
Meira
"Aukist hafa heldur vandræðin, kerling," segir Björn í Mörk drýgindalega í Njáls sögu. En nú eru það ekki vandræðin, heldur segi ég drýgindalega: Aukist hafa heldur upplýsingar um snæljósið.
Meira
NÝ rannsókn bendir til þess að óeðlileg úrvinnsla líkamans á járni geti leitt til heilasjúkdóma á borð við parkinsons. "Vísindamenn hafa löngum deilt um það hvort járnútfellingarnar, sem einkenna sjúkdóminn, séu orsök eða afleiðing hans.
Meira
SJÓN mannsins er tekin að daprast og því gerir hann sér ekki grein fyrir hvort þetta er maga- eða blóðþrýstingslyfið. Hann tekur því upp tæki á stærð við spilastokk og beinir því að lyfjaglasinu. Tölvurödd tekur að lesa það sem stendur á miðanum.
Meira
Evans-bragð er nefnt eftir samnefndum welskum skipstjóra sem uppi var á 19. öld. Írska bragðið var á svipuðum tíma leikið í fyrsta skipti en byrjunarleikir þess eru: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rxe5?? Rxe5 4. d4.
Meira
Allt þar til nýlega höfnuðu flestir læknar og vísindamenn því að streita gæti beinlínis stuðlað að líkamlegum veikindum. Nú er almennt viðurkennt að álag geti haft víðtæk neikvæð áhrif á heilsu viðkomandi og þau áhrif koma vísast mörgum á óvart.
Meira
MAÐUR getur gefið börnunum margar dósir af spínati og mjólk í lítratali í þeirri von að þau verði stór og sterk en samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar getur verið að örlög beinanna og vöðvanna í börnunum séu ráðin löngu áður en þau fá fyrsta...
Meira
EIGI maður náinn ættingja með hjartasjúkdóma er maður í meiri hættu á að fá slíka sjúkdóma sjálfur en hingað til hefur verið talið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Meira
Eftir að íslenska landsliðið féll úr keppni í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins hefur sú spurning víða verið borin fram hvort nú sé rétt að leiðir Þorbjörns Jensson landsliðsþjálfara og íslenska landsliðsins skilji.
Meira
UM 10 milljóna króna hagnaður varð af heildarrekstri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, á síðasta ári. Regluleg starfssemi KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 23 milljónir en með teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaðurinn 14,4 milljónir.
Meira
HELGI Sigurðsson, landsliðsmiðherji í knattspyrnu, er kominn til enska úrvalsdeildarliðsins Derby, sem vill fá hann lánaðan frá Panathinaikos út keppnistímabilið.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í snóker tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í gær, með yfirburðum. Jóhannes B. Jóhannesson, Brynjar Valdimarsson og Kristján Helgason skipa íslenska liðið, sem vann Svíþjóð 7:2, Danmörku 8:1 og Noreg...
Meira
GUÐMUNDUR Karlsson, þjálfari FH-inga, er eins og fleiri ekki alveg sáttur við spilamennsku íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Guðmundi finnst kominn tími til að stokka upp spilin og skipta um landsliðsþjálfara strax og til stuðnings því segir hann að íslenska landsliðið hafi verið á niðurleið eftir gott gengi á Heimsmeistaramótinu 1997.
Meira
PAPA Assane N'daw, markvörður í knattspyrnu frá Senegal, hefur gengið til liðs við ÍBV. Hann kemur í leikmannahóp Eyjamanna fyrir Kristinn Geir Guðmundsson sem var varamarkvörður Birkis Kristinssonar en hann er farinn til Dalvíkur. N'daw lék með 3.
Meira
UNDANÚRSLITALEIKIRNIR í bikarkeppni körfuknattleikssambands Íslands í kvennaflokki fara fram í dag og hefjast báðir leikirnir kl. 16.00. Í Vesturbænum mætir KR grönnum sínum úr Íþróttafélagi stúdenta og í Keflavík taka núverandi bikarmeistarar á móti liði Ísfirðinga.
Meira
SÆNSKA úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu GAIS hefur boðið Erlendi Þór Hilmarssyni samning. Erlendur Þór, sem er 20 árs, fæddist í Svíþjóð, en er íslenskur ríkisborgari.
Meira
"ÉG er alveg viss um það að leikmenn landsliðsins hafi ætlað sér að komast í 8 liða úrslitin og það hlýtur að verið keppikefli hjá liðinu. Auðvitað gerðu menn sér alveg grein fyrir því að þetta gat farið svona fyrir íslenska liðinu.
Meira
LANDSLIÐSKONAN Þóra Helgadóttir sem leikið hefur með bandaríska háskólaliði Duke-háskóla í vetur rakaði á dögunum inn sex viðurkenningum fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum á sínu fyrsta tímabili í Norður-Karólínufylki. Þóra lék 18 leiki með liðinu og var aðalmarkvörður þess en liðið endaði númer 17 á styrkleikalista yfir bestu háskólalið Bandaríkjanna eftir naumt tap gegn Clemson-háskóla í 16 liða úrslitum.
Meira
ÞÓRÐUR Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá Las Palmas á Kanaríeyjum, er sagður vera undir smásjánni hjá Gerard Houllier, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir því sem fram kom á vefsíðu Planet football í gær.
Meira
BÁTAR frá Ólafsvík hafa sótt sjóinn vel í blíðunni að undanförnu. Þegar fréttaritara bar að voru bátar að streyma inn í höfnina í Ólafsvík og biðu þar eftir löndun.
Meira
ÚTGERÐ rússnesk-íslenska togarans Bootes hefur neitað að greiða sekt vegna meintra brota á samningi Noregs og Rússlands um veiðar rússneskra skipa í norsku landhelginni og hyggst fara með málið fyrir norska dómstóla.
Meira
SJÓMANNASAMBAND Íslands hefur fengið niðurstöður frá 20 af 25 félögum varðandi atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun og samkvæmt þeim er ljóst að mikill meiri hluti sjómanna er tilbúinn að fara í verkfall 15. mars, verði ekki samið áður.
Meira
Á TÓNLEIKUM Tíbrár annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 leikur Camerarctica kammertónlist eftir Schubert, Weber og Pleyel. "Þetta eru verk frá fyrri hluta 19. aldar, þegar rómantíkin var að taka við af klassíkinni.
Meira
Á tónleikum þeirra Huldu Guðrúnar Geirsdóttur sópransöngkonu og Douglas A. Brotchie organista í Kristskirkju á sunnudag mun gestum og gangandi gefast kostur á að taka sér hvíld frá dagsins önn og hlusta á bæna- og hugleiðslutónlist. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR spjallaði við tónlistarmennina.
Meira
3. febrúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 1220 orð
| 3 myndir
Tímahugtakið og samband áhorfandans við núið er útgangspunktur á sýningu Ólafs Elíassonar í Nútímalistasafninu í Boston. HULDA STEFÁNSDÓTTIR hitti listamanninn að máli og skoðaði sýninguna, þá viðamestu á verkum Ólafs vestanhafs hingað til.
Meira
TÍÐARANDINN er draugur í tölvu. Og draugurinn er við. Mannkynið. Svona gæti dramatísk grein um tæknisamfélagið byrjað, í greinaflokknum Tíðarandi í aldarbyrjun. Og svona byrjar hún: Ég vil vera sæborg. Amma mín er 94 ára.
Meira
í sögn og sögu nefnist grein eftir Matthías Viðar Sæmundsson um íslenska "böðuls ætt" fyrr á tímum sem sáralítið er vitað um þótt hún hafi tekið á sig allmótaða mynd í munnmælum og skáldskap seinni...
Meira
3. febrúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 2524 orð
| 3 myndir
"Böðullinn var eftir lögum fulltrúi eða staðgengill sýslumanns, umboðsmanns konungs, en samt er sem svívirða hins dæmda hafi náð til hans. Því er líkast sem hann hafi flekkast af verki sínu. Vera má að böðulsembættið hafi verið hlaðið forneskju um bannhelgi og saurgun, að brotamenn, þjófar og morðingjar, hafi verið óhreinir á einhvern hátt að mati fólks."
Meira
Í New York kemur dögunin með fjórar forarsúlur og hvirfilvind af svörtum dúfum buslandi í fúlu vatni. Í New York stynur dögunin í gríðarstórum stigum og leitar milli brúnanna að liljum lýsandi angistar.
Meira
Ég finn kuldann dansa um líkama minn þar sem ég stend úti á götu og horfi á snjóinn falla til jarðar. Ég er með lokuð augun og ég ímynda mér öll þau fjölbreyttu mynstur sem hvert og eitt snjókorn kann að mynda.
Meira
Þessi öld er undarlig, allir góðir menn um sig ugga mega að mestu illir taka yfirráð, að því hef eg um stundir gáð að þeim er fylgt í flestu. Fer eg með efnið undarlegt.
Meira
BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og Philip Jenkins píanóleikari ríða á vaðið með fyrstu tónleikum á afmælisári í Garðabæ sem verða í Kirkjuhvoli í dag, laugardag, kl. 17. Flutt verða þrjú verk.
Meira
Í RABBI Atla Harðarsonar, Lýðræði og tekjujöfnun, sem birtist í Lesbók 27. janúar misrituðust tölur í fyrstu og annarri töflu. Í þeirri fyrstu átti að standa 0, 0, 0 í vinstri dálki og -4, +2, +2 í þeim hægri.
Meira
Í LESBÓK hefur undirritaður áður rabbað um móðurmálið og þá ekki síst ísmeygileg áhrif enskunnar á íslenska tungu nú um stundir. Þetta er óþrjótandi umræðuefni þeim sem láta sig viðgang tungunnar varða.
Meira
Um þessar mundir stendur yfir í Gerðarsafni - Listasafni Kópavogs sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á úrvali ljósmynda frá síðasta ári. Aldamótaárið er þar gert upp. Myndirnar sem hér birtast voru valdar þær bestu í sínum efnisflokki af þriggja manna dómnefnd. Alls er að finna 150 myndir á sýningunni en 35 ljósmyndarar sendu inn rúmlega sex hundruð myndir og var þátttakan með mesta móti hingað til.
Meira
Magnús Þorgrímsson leirlistamaður opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Fold í dag. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON skoðaði sýninguna og spurði listamanninn um vinnuna við leirinn og um listina.
Meira
REYNIR Jónasson, organisti Neskirkju, og fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson eru næstu tónlistarmenn á dagskrá tónleikaraðarinnar í Neskirkju. Á tónleikunum, sem verða á sunnudaginn kl.
Meira
sýnir nú verk sín í Nútímalistasafninu í Boston. Hulda Stefánsdóttir skoðaði sýninguna með listamanninum sem segir að án áhorfandans séu listaverk ekki...
Meira
Mannúðarkantata eftir Helmut Neumann var frumflutt í Vínarborg á dögunum í tilefni af 1000 ára kristni á Íslandi. HARPA HALLGRÍMSDÓTTIR var á tónleikunum.
Meira
JÓN Adólf Steinólfsson opnar tréskúlptúrsýninguna Rætur í Galleríi Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag kl. 14. Jón Adólf var í tréskurðarnámi í níu ár samfleytt í Skurðlistarskóla Hannesar Flosasonar.
Meira
er talinn vera eina miðaldabyggingin á Íslandi, langelsta hús landsins. Gísli Sigurðsson fjallar um skálann og jarðgöngin sem liggja frá honum en þau eru talin vera elsta mannvirki á...
Meira
3. febrúar 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 4076 orð
| 7 myndir
Skálinn á Keldum er með stafverki sem er forn grindargerð og af varðveittum húsum stendur hann næst víkingaaldarskálanum í þróun. Í aldanna rás hefur hann tekið ýmsum breytingum en alltaf verið á sama stað. Skálinn er talinn vera eina miðaldabyggingin á Íslandi, langelzta hús landsins, en elzta mannvirkið eru jarðgöngin frá skálanum, sem að líkindum eru ekki yngri en frá Sturlungaöld.
Meira
Í þessari seinni grein um bókina "Nætur í fjölleikahúsi" eftir Angelu Carter fjallar FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR um óvenjulega sögusýn höfundarins sem miðar að því að afhjúpa afstæði raunveruleikans eins og hann birtist í hefðbundinni vestrænni hugmyndafræði. Í þessu margþætta skáldverki heldur Carter því fram að ekki þýði að móta sál mannsins á steðja sögunnar, heldur verði hreinlega að breyta steðjanum sjálfum.
Meira
Á myndlistarsýningu sem opnuð verður í Listasafni ASÍ á Freyjugötu í dag kl. 14 fjallar Hlynur Helgason um listina og setur meðal annars safnið sjálft í langþráð samhengi við umhverfi sitt. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR kom við hjá listamanninum.
Meira
"Honum brá í fyrstu við þessa sýn og hann hugsaði um alla þá menn sem gengið höfðu um heiði þessa og aldrei komið til baka. Þegar hann ætlaði að skoða stafinn betur fannst honum sem hvíslað væri að þetta væri stafur Ólafs Þorleifssonar sem mikið var leitað en aldrei fannst og hér hlytu því leifar hans að liggja."
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.