ARIEL Sharon, sigurvegara í ísraelsku forsætisráðherrakosningunum í fyrradag, bárust heillaóskir leiðtoga vestrænna ríkja í gær. Leiðtogarnir voru varfærnir í yfirlýsingum sínum en hvöttu Sharon til að halda friðarumleitunum áfram. Viðbrögð leiðtoga arabaríkja voru öllu neikvæðari.
Meira
EINNOTA farsími er væntanlegur á markað innan skamms. Er hann gerður úr pappír, unnt er að nota hann hvar sem er og þegar símatíminn, sem honum fylgir, er búinn er honum bara kastað í næstu ruslatunnu.
Meira
LÖGREGLUÞJÓNAR og leyniþjónustumenn sjást hér fyrir utan Hvíta húsið í gær eftir að maður, sem mundaði byssu, var skotinn í fótinn af liðsmanni bandarísku leyniþjónustunnar. George W.
Meira
ALFRED Sirven, lykilmaður í stærsta spillingarréttarhaldi í Frakklandi á síðari tímum, kom fyrir réttinn í París í gær, þar sem hann svaraði fáeinum spurningum áður en réttarhaldinu var frestað til 12. marz næstkomandi.
Meira
EFTIRTALDIR 150 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands laugardaginn 3. febrúar. Auk þess luku tveir nemendur námi til starfsréttinda í guðfræðideild og félagsvísindadeild og 23 nemendur luku diplómanámi. Guðfræðideild (6) Cand. theol.
Meira
AÐSÓKN í Sundlaug Kópavogs hefur rúmlega tvöfaldast frá því hún var opnuð árið 1991. Alls sóttu um 430 þúsund gestir laugina á síðasta ári miðað við 214 þúsund fyrir 10 árum. Aðsókn almennra sundgesta jókst um 9,5% á síðasta ári miðað við árið 1999.
Meira
HJÁLPARSTARF kirkjunnar hvetur landsmenn til að hjálpa fórnarlömbum jarðskjálftans á Indlandi með því að gefa fjölskyludpakka á heimasíðu Hjálparstarfsins á help.is, segir í fréttatilkynningu.
Meira
ALÞINGI kemur saman eftir hlé í dag kl. 10:30. Ýmis mál eru á dagskrá 67. fundar 126. löggjafarþings Íslendinga, en þingfundur hefst með umræðu utan dagskrár að beiðni Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Meira
Fjallað var um ný viðhorf og breyttar áherslur í samgöngumálum á málþingi um framtíðarsýn þeirra til ársins 2014. Jóhannes Tómasson hlýddi á framsögur en þar kom m.a. fram að um 90% farþegaflutninga um landið fara fram með bílum.
Meira
HELGI Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri, sagði að ákvörðun bæjarráðs þess efnis að skipa nefnd til að fara yfir aðkomu bæjarins að myndlistarmenntun í bæjarfélaginu og aðkomu að Myndlistarskólanum, væri hið besta mál.
Meira
TEKIST var á um bréfaskipti forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar á fundi forsætisnefndar Alþingis í gær. Tveir fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni, þeir Guðmundur Árni Stefánsson, sem var fjarstaddur fund nefndarinnar 23. janúar sl.
Meira
EFTIRGRENNSLAN sendiráðs Íslands í London hefur leitt í ljós að breska fyrirtækið Prosper de Mulder hefur ekki flutt út kjöt- og beinamjöl til Íslands.
Meira
Jórunn Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 1954 en ólst upp í Keflavík. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973 og BA-próf í frönsku og ensku frá Háskóla Íslands og einnig uppeldis- og kennslufræði.
Meira
SKIP Hrafns Margeirs Heimissonar, íslensks sjómanns sem lenti í ógöngum í Rússlandi í síðustu viku, er enn kyrrsett í höfn í bænum Nevlisk á Sakhalín-eyju og sagðist Hrafn í samtali við Morgunblaðið í gær ekkert vita hvenær yfirvöld myndu veita...
Meira
RANNSÓKNARMENN á vegum alríkisstjórnarinnar bandarísku eru nú að kanna hvort öldungadeildarþingmaðurinn Robert G. Torricelli og fyrrverandi aðstoðarmenn hans hafi brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu árið 1996, að sögn The New York Times.
Meira
ÖKUMAÐUR sem olli árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut til móts við Staldrið í gærkvöldi ók af vettvangi og fann lögreglan bifreið hans síðar um kvöldið.
Meira
Væntingar og trú á að álver rísi einkenndu málþing sem efnt var til á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær um áhrif og þátttöku austfirskra fyrirtækja í starfsemi tengdri virkjunum og stóriðju á Austurlandi. Björn Jóhann Björnsson fylgdist með málþinginu sem var fjölsótt.
Meira
NOKKRIR áhugasamir frístundamálarar hafa undanfarna vetur notað þá aðstöðu sem býðst eldra fólki í félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi og hist þar reglulega.
Meira
TALSVERT var um að ýmiss konar smádýr vöknuðu af værum vetrarblundi í hlýindakaflanum í síðustu viku. Á höfuðborgarsvæðinu urðu menn m.a. varir við geitungadrottningar og staraflær.
Meira
VARNARLEYSI starfsfólks söluturna gagnvart ræningjum er líklega helsta orsök þess að söluturnar verða helst fyrir barðinu á vopnuðum ræningjum sem ógna starfsfólki og heimta peninga.
Meira
GRÓÐURHÚSUM úr plasti hefur fjölgað á undanförnum árum og nú eru sveitarfélög farin að velta því fyrir sér hvort og hvers konar gatnagerðargjöld beri að greiða af þeim, að því er greint er frá á Sunnlenska fréttavefnum.
Meira
Í HVERAGERÐI er mikil blóma- og grænmetisrækt enda er mikinn jarðhita að finna á svæðinu og þar eru kjöraðstæður til ræktunar. Fá ef þá nokkur hús hafa fleiri glugga en gróðurhús og því ljóst að gluggaþvottur í slíkum húsum er mikið...
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók karlmann í fyrradag fyrir innbrot í íbúð í vesturbænum á sunnudag. Þaðan var stolið haglabyssu, geislaspilara, símum og öðrum munum. Gluggi í eldhúsi hafði verið spenntur upp og farið inn í íbúðina.
Meira
SIGRÚN Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að eðlilegt hefði verið að Íslandspóstur hf. bæði um skriflegt leyfi frá umsækjendum að störfum fyrirtækisins til að biðja um upplýsingar um þá úr skrám Tollstjórans í Reykjavík.
Meira
Selfossi -Framkvæmdir við endurnýjun á rishæð Ráðhúss Árborgar á Selfossi eru langt komnar. Á síðastliðnu ári var unnið við endurbyggingu hússins, lagfæringar á þaki og þakkanti ásamt endurnýjun rishæðarinnar.
Meira
RAGNAR bóndi Guðmundsson á Nýhóli verður senn 78 ára og heldur þó lífsmynstri sínu og búskaparháttum. Hann kom í Nýhól fjögurra ára gamall sunnan frá Holti í Garði í Gullbringusýslu og hefur orkt í þessa jörð síðan.
Meira
Hellu -Undirritaður hefur verið stofnsamningur nýs einkahlutafélags Golfklúbbsins Hellu Rangárvöllum (GHR) og átta sveitarfélaga í Rangárvallasýslu um rekstur golfvallarins á Strönd.
Meira
Heimurinn heillar jafnan ungu kynslóðina, enda bæði stór og dularfullur. Kannski hefur þetta barn við Fjölnisveginn verið að íhuga hvar allur snjórinn væri sem tilheyra á vetrinum.
Meira
ALFRED Sirven, lykilmaðurinn í spillingarmáli því sem kennt er við franska olíufyrirtækið Elf, hyggst kæra þjófnað á persónulegum munum - persónulegri símaskrá sinni þar á meðal - úr bústað sínum á Filippseyjum þar sem hann hafði dulizt síðustu misserin.
Meira
FJÖLDI manns fagnaði komu nóta- og togveiðiskipsins Ingunnar AK til Akraness í gær og eftir að séra Eðvarð Ingólfsson hafði blessað skipið og áhöfn þess var almenningi boðið að skoða það. Ingunn AK hélt frá Talcahuano í Chile 14. janúar sl.
Meira
HÆTT var við ræðukeppni á milli Hagaskóla og Tjarnarskóla í fyrrakvöld þar sem umræðuefnið þótti ekki við hæfi, en ákveðið hafði verið að ræða um nýbúa á Íslandi og átti Tjarnarskóli að mæla með og Hagaskóli á móti nýbúum.
Meira
BILL Clinton og Al Gore höfðu varla talast við í heilt ár þegar þeir komu loks saman í Hvíta húsinu nokkrum dögum eftir að varaforsetinn fyrrverandi beið ósigur í forsetakosningunum í nóvember.
Meira
HUNDRUÐ palestínskra flóttamanna komu saman í flóttamannabúðunum Ain el-Helweb í Líbanon í gær til að mótmæla kjöri Ariels Sharons í forsætisráðherrakosningunum í Ísrael.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ leitaði viðbragða hjá Endurskoðun KPMG vegna ummæla Eggerts Haukdals í blaðinu í gær. Þar sagði Eggert m.a. að sér virtist öll vinna KPMG fólgin í því að leita að sakarefnum á sig.
Meira
Reykholt -Við messu á sunnudag var tendrað á tveimur ljósakrónum sem hengdar hafa verið upp í Reykholtskirkju. Krónurnar eru teiknaðar af arkitekti hússins, Garðari Halldórssyni.
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til stuttrar kvöldgöngu í kvöld, fimmtudaginn 8. febrúar, á fullu tungli og standa vonir til að hægt verði að virða fyrir sér stjörnuhimininn og fræðast um það helsta sem fyrir augu ber.
Meira
Texta vantaði við mynd Sigmunds ÞAU leiðu mistök urðu að texta vantaði við mynd Sigmunds í gær á bls. 8. Myndin er því birt hér á ný með textanum um leið og beðist er velvirðingar á...
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands: "Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins lýsir eftir stefnu stjórnvalda og atvinnurekenda í atvinnu- og byggðamálum.
Meira
LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er átti sér stað á Höfðabakka við Bíldshöfða þriðjudaginn 6. febrúar. kl. 13.31. Þarna varð árekstur með rauðri fólksbifreið af gerðinni Subaru Impreza og blárri fólksbifreið af gerðinni Toyota Land Cruiser.
Meira
BORGARSTJÓRN Okinawa-borgar í Japan krafðist þess í gær að yfirmanni bandarísku hersveitanna á Okinawa yrði vikið frá fyrir að lýsa embættismönnum eyjunnar sem "brjálæðingum" og "púkum" í tölvupósti.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra opnaði í gær Íslenska lögfræðivefinn, islog.is, en vefnum er ætlað að brúa bilið á milli hins almenna borgara og réttarkerfisins, vera n.k. fyrsti viðkomustaður manna á leið þeirra inn í réttarkerfið.
Meira
NEMENDUM á háskólastigi fjölgaði um tæp 6% á milli áranna 1999 og 2000 en fjöldi nemenda á framhaldsskólastigi hélst svipaður á milli ára og fjölgaði aðeins um 0,2%, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Fjöldi nemenda á háskólastigi var 10.
Meira
"RÖKIN fyrir flutningi flugvallarins eru mörg, bæði stafar af honum mengun og hætta og hann tekur svæði sem nemur 250 fótboltavöllum í fullri stærð sem borgin gæti nýtt á annan hátt," segir Bryndís Loftsdóttir, formaður nýrra samtaka, 102...
Meira
KENNARAR við Iðnskólann í Reykjavík hafa fengið leiðréttar greiðslur vegna vangoldinna launa á tímabilinu frá og með haustönn 1997 til áramóta 1999/2000.
Meira
Endurmenntunarstofnun HÍ efnir til fjölmiðlanámskeiðs fyrir konur í stjórnmálum 19. febrúar nk. undir heitinu "Valdið og valið er þitt" í samstarfi við ráðherraskipaða nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum.
Meira
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, stendur fyrir hagnýtu rekstrarnámskeiði á fimm föstudögum í mars fyrir bændur og búalið. Um er að ræða 2., 9., 16., 23., og 30. mars.
Meira
AL GORE, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir George W. Bush í forsetakosningunum, hefur snúið sér aftur að blaðamennskunni en hana lagði hann á hilluna þegar hann hóf afskipti af stjórnmálum.
Meira
ÁTTA nemendur við Listaháskóla Íslands urðu fyrir eitrunaráhrifum eftir að hafa unnið með svokallað polyurethan-plastefni á vinnustofu skólans í Laugarnesi í síðustu viku.
Meira
SAMÞYKKT var samhljóða á fjölmennum aðalsafnaðarfundi Reykholtssóknar á þriðjudag að heimila sóknarnefnd að ganga til samninga við Þjóðminjasafn Íslands um endurgerð og ráðstöfun gömlu kirkjunnar í Reykholti.
Meira
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti í fyrradag tillögu Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra um að bjóða út kennsluþátt væntanlegs grunnskóla í Áslandi með fyrirvara um að undanþága fáist frá menntamálaráðuneytinu.
Meira
ÍSLAND er eitt 45 þátttökulanda í Evrópsku tungumálaári 2001 og mun menntamálaráðuneytið standa fyrir setningarathöfn tungumálaársins í dag, fimmtudaginn 8. febrúar kl 16 í Þjóðmenningarhúsinu.
Meira
EHUD Barak tapaði í kosningunum veturinn 2001 af nákvæmlega sömu ástæðu og varð Yitzhak Rabin að bana haustið 1995 og felldi Shimon Peres vorið 1996; allir þrír voru á undan sínum tíma.
Meira
Ísraelskir kjósendur höfnuðu stefnu Ehuds Baraks í friðarmálum og tryggðu Ariel Sharon yfirburðasigur í forsætisráðherrakosningunum á þriðjudag. En því fer þó fjarri að Sharon eigi náðuga daga fyrir höndum, eins og fram kemur í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur. Ekki er hlaupið að stjórnarmyndun á hinu sundurleita þingi Ísraels, auk þess sem forsætisráðherrans bíður það erfiða verkefni að kveða niður átökin á sjálfstjórnar- svæðum Palestínumanna.
Meira
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, flutti slasaðan sjómann á Landspítala - háskólasjúkrahús við Hringbraut í gær eftir slys um borð í togara um 70 mílur suðvestur af Reykjavík.
Meira
HERMENN Talibanastjórnarinnar í Afganistan myrtu að minnsta kosti 300 manns er þeir náðu aftur á sitt vald afskekktum bæ í síðasta mánuði. Var um að ræða shíta-múslima en þeir eru andvígir Talibönum, sem aðhyllast sunni-grein trúarinnar.
Meira
HÆTTA er nú talin á að þjóðardrykkur Finna, Koskenkorva-vodka, komist í hendur útlendinga og hefur það orðið til þess að hópur málsmetandi manna hefur komið drykknum til varnar. Ástæðan er fyrirhuguð einkavæðing Altia, sem á Primalco er framleiðir...
Meira
ÚTIVIST efnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 8. febrúar kl. 20 til kvöldgöngu á fullu tungli eða tunglskinsgöngu um Viðey. Gengið verður um eyjuna í 1,5 - 2 klst.og er þetta kjörin fjölskylduferð.
Meira
RANNSÓKNARNEFND flugslysa mun ekki ljúka gerð skýrslu um flugslysið í Skerjafirði fyrr en í fyrsta lagi í lok mars og lögreglan mun ekki ljúka sinni rannsókn fyrr en skýrsla nefndarinnar liggur fyrir.
Meira
Grýtubakkahreppur -Fyrirhugað er að byggja að minnsta kosti tvö einbýlishús í Grýtubakkahreppi næsta sumar, annað á Grenivík en hitt verður byggt á Ártúni. Benedikt Sveinsson rekur smíðafyrirtækið Trégrip ehf.
Meira
ÞJÓÐVERJI, sem hafði fengið 15 ára bandaríska stúlku er hann komst í kynni við á Netinu til að hitta sig í Grikklandi, var hnepptur í gæsluvarðhald í grísku borginni Þessalóniku í vikunni.
Meira
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu sektar í ríkissjóð að upphæð 90 þúsund krónur. Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í þrjú ár auk þess sem hann var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.
Meira
KÆRUNEFND, samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, hefur fellt úrskurð í máli Búnaðarbankans gegn Fjármálaeftirlitinu á þann veg að vísa því frá án þess að taka efnislega á þeim rökum sem bankinn hafði uppi. Búnaðarbanki Íslands hf.
Meira
Talsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að sameiginlegur skilningur hafi náðst milli fyrirtækisins og Persónuverndar um öryggisstaðla vegna gagnagrunns á heilbrigðissviði. Talsmenn Persónuverndar segja að sú útgáfa sé ekki endanleg.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á málþingi á Egilsstöðum í gær um austfirskt atvinnulíf að allar áætlanir stæðust sem samið hefði verið um síðasta vor vegna álvers á Reyðarfirði og virkjanaframkvæmda á Austfjörðum.
Meira
LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til eldvarnaviku 27. nóvember til 3. desember sl. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins og lögðu fyrir nemendur sérstakt verkefni ásamt eldvarnagetraun og ræddu um eldvarnir.
Meira
KEPPNI á Akureyrarmótinu í skák er mjög jöfn og tvísýn en að loknum fjórum umferðum eru efstir og jafnir þeir Þór Valtýsson og Gylfi Þórhallsson með 3,5 vinninga.
Meira
ÞÚSUNDIR lítra af svartolíu láku úr einum tanki Skeljungs við Hólmaslóð á Granda seinnipartinn í gær en ekki er talið að olían hafi náð að renna í holræsi eða í sjóinn.
Meira
ÁSTRÍÐUR Grímsdóttir hefur verið skipuð í embætti sýslumanns í Ólafsfirði og tekur hún við starfinu 1. júlí næstkomandi. Hún lauk lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. Skömmu síðar stofnaði hún lögfræðiþjónustu í Mosfellsbæ.
Meira
FORSETI Íslands skipaði í gær Ingibjörgu Benediktsdóttur, héraðsdómara í Reykjavík, til að verða dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 1. mars 2001. Ingibjörg tekur við af Hirti Torfasyni, sem lætur þá af störfum.
Meira
Sigur Ariels Sharons í ísraelsku forsætisráðherrakosningunum var afgerandi. Hann var hins vegar ekki óvæntur. Það hefur blasað við um nokkurra vikna skeið að Ehud Barak, fráfarandi forsætisráðherra, myndi bíða mikinn ósigur í kosningunum.
Meira
VARLA hefur farið framhjá nokkrum manni sú mikla umræða sem verið hefur um framtíð Reykjavíkurflugvallar, segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á vefsíðu sinni.
Meira
Það er erfitt að vera áhugamaður um hnefaleika á Íslandi. Birgir Örn Steinarsson hitti Guðjón Vilhelm og rakst á ranghugmyndir sínar varðandi þessa íþróttagrein.
Meira
FYRIR skömmu kom út greinasafnið Speglanir: Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu eftir Helgu Kress, prófessor í bókmenntafræði. Er þar um að ræða úrval greina sem Helga hefur ritað á um tuttugu ára tímabili og birst hafa í bókum og tímaritum.
Meira
Höfundur: Erik Thorstensson. Þýðandi: Sigmundur Örn Arngrímsson. Leikstjóri: Arnór Benónýsson. Sýnt á Breiðumýri í Reykjadal. Sunnudagurinn 4. febrúar 2001.
Meira
ÞRÍR ljósmyndarar fengu viðurkenningu fyrir athyglisverðar myndir á sýningu Ljósmyndarafélags Íslands sem stendur yfir í Gerðarsafni - Listasafni Kópavogs þessa dagana. Gréta S. Guðjónsdóttir hlaut fyrstu verðlaun, önnur verðlaun komu í hlut Ragnars Th.
Meira
ÁLAFOSS FÖT BEZT: Dj. Skugga-Baldur sér um tónlistina. Aðgangur ókeypis föstudags- og laugardagskvöld. Reykur, þoka, ljósadýrð og skemmtilegasta tónlist síðustu 50 ára. ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmonikuball föstudagskvöld.
Meira
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar stendur nú yfir, en hún hófst síðastliðinn mánudag með tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur helguðum Leifi Þórarinssyni tónskáldi. Hátíðin mun standa til 21.
Meira
SAMBA og bossa nova hljómsveitin Felicidade heldur aðra tónleika sína á nýju ári í Kaffileikhúsinu á föstudag. Áherslan verður sem fyrr lögð á eldri og nýrri tónlist frá Brazilíu sem á að ylja áheyrendum í skammdeginu.
Meira
KVIKMYNDAKLÚBBURINN Filmundur sýnir um þessar mundir Blood Simple eftir bræðurna Joel og Ethan Coen en vegna prentvillu í auglýsingum og mikillar aðsóknar hefur Filmundur ákveðið að bæta við nokkrum sýningum.
Meira
½ Leikstjórn og handrit Jonathan Mostow. Aðalhlutverk Matthew McConaughey, Harvey Keitel. (116 mín.) Bandaríkin 2000. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
GOSPELTÓNLISTINNI hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og hafa hljómleikar, lagðir undir þá stefnuna, verið haldnir reglulega undanfarin misseri. Í kvöld í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu verða haldnir slíkir tónleikar, og það í stærri kantinum.
Meira
Sá orðrómur er á kreiki að tíminn hafi hraðað á sér og það sé í rauninni ein helsta ástæða þess að fólki finnst árin líða hjá með mun meiri hraða en árið á undan.
Meira
EDDA Ýr Garðarsdóttir, útskriftarnemi í Listaháskólanum, opnar sýningu í Galleríi Nema Hvað við Skólavörðustíg á föstudag kl. 17. Verkið sem sýnt verður í Galleríi Nema Hvað ber nafnið Í sturtu og er innsetning með hljóði.
Meira
SÍÐASTUR á efnisskrá tónleikanna er Konsert fyrir selló og hljómsveit eftir James MacMillan sem er jafnframt hljómsveitarstjóri að þessu sinni. Einleikari á selló er Englendingurinn Raphael Wallfisch.
Meira
OPNUÐ verður sýning á ljósmyndum eftir sex norræna ljósmyndara í sýningarsölum Norræna hússins á laugardag kl. 16. Finn Thrane, forstöðumaður og sýningarstjóri Museet for Fotokunst í Óðinsvéum, hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar.
Meira
OPNUÐ verður málverkasýning Mynd-Máls, Myndlistaskóla Rúnu Gísladóttur, listmálara og kennara, á laugardag kl. 15. Sýnt verður í Listasal Kvenfataverslunarinnar Man, Skólavörðustíg 14, og stendur sýningin til 25. febrúar.
Meira
FINNUR Bjarnason tenórsöngvari hlaut í vikunni verðlaun úr Joaninha-sjóðnum, sem styrkir unga og efnilega söngvara sem eru að ljúka námi eða hafa nýlokið því. Átta söngvarar voru tilnefndir til að taka þátt í forkeppni, sem haldin var sl. sunnudag.
Meira
BRESKA rokkhetjan Rod Stewart hefur opinberað að hann hélt sig hafa misst sína sérstæðu hásu rödd að eilífu, eftir að skurðlæknar fjarlægðu krabbameinsæxli úr hálsi hans.
Meira
LEIKRIT Elíasar Snæland Jónssonar Fjörbrot fuglanna hefur nú verið sýnt um nær tveggja ára skeið í Dresden í Þýskalandi. Leikritið var frumsýnt 17. apríl 1999 í þýskri þýðingu undir nafninu Vögel in Todeskampf í Theater Junges Generation.
Meira
ANNAÐ verkið á efnisskrá tónleikanna er Three places in New England eftir Bandaríkjamanninn Charles Ives, sem er talinn vera einn af kynlegustu kvistunum í tónlistarsögu síðustu aldar.
Meira
AF óviðráðanlegum orsökum er tónleikum Ellenar Lang sópransöngkonu og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara, sem vera áttu í Salnum sunnudaginn 18. febrúar næstkomandi, frestað fram til haustsins...
Meira
U2 voru mál málanna á verðlaunahátíð tónlistarblaðsinNME sem haldin var á þriðjudaginn. Dublinardrengirnir voru ærlega skjallaðir af tónlistarmiðlinum sem hefur nú hingað til ekkert verið að fara um þá neinum silkihönskum, fremur en aðra risarokkara.
Meira
Á efnisskrá tónleika Sinfóníunnar í kvöld kl. 19.30 eru verk eftir John Speight, Charles Ives og James MacMillan, sá síðastnefndi stjórnar hljómsveitinni. Margrét Sveinbjörnsdóttir náði tali af MacMillan og Speight.
Meira
Á Nemendamóti í ár flytja Verslingar söngleikinn Wake me up before you go go eftir Hallgrím Helgason. Ásgeir Ingvarsson leit inn á æfingu og ræddi við Gunnar Helgason leikstjóra um lakkrísbindi og bleik jakkaföt.
Meira
60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 8. febrúar, verður sextugur Þorsteinn Daníel Marelsson, áfengisráðgjafi hjá SÁÁ, Unufelli 27, Reykjavík. Eiginkona hans er Hólmfríður F. Geirdal . Þau verða með opið hús í Félagsheimili Vals milli kl.
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag, 8. febrúar, verður sjötugur Tómas Þórhallsson, Fellsmúla 10, Reykjavík, fyrrv. bifreiðastjóri hjá Olís, síðar Olíudreifingu . Eiginkona Tómasar er Sigrún Pálsdóttir . Þau verða að heiman í...
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 8. febrúar, verður sjötugur Pétur Pétursson hagfræðingur, Þrastanesi 4, Garðabæ. Hann og eiginkona hans, Björk E. Jónsdóttir , taka á móti ættingjum og vinum í Sunnudal, Hótel Sögu, kl. 17-19 í...
Meira
Unnt er að greina heilsuspillandi áhrif reykinga nokkrum vikum eftir að viðkomandi byrjar að reykja, segja þær Arndís Guðmundsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir. Hætta á heilsutjóni er meiri ef menn byrja ungir. Skjótur heilsufarslegur árangur fylgir þó því að hætta tóbaksneyslu.
Meira
Að mínu mati er tímabært, segir Árni Þór Sigurðsson, að fram fari heildstæð og umfangsmikil athugun á hagkvæmni þess að reka lestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Skoðanakönnun eins og nú virðist að stefnt, segir Hjörleifur Guttormsson, er ekki farsæl byrjun til að undirbúa ákvarðanir í vandasömu og flóknu máli sem þessu.
Meira
GEÐFÖTLUN, geðraskanir, ofvirkni og hegðunarraskanir. Þegar fólk heyrir þessi orð yfir veikindi og fatlanir barna og fullorðinna vilja flestir stinga hausnum í sandinn og láta sem ekkert sé! En svo auðvelt er málið ekki.
Meira
Hjartaaðgerðir hafa á þessum tíma valdið byltingu í meðferð kransæðasjúkdóma, segir Guðmundur Oddsson, og er um að ræða tvenns konar aðgerðir, skurðaðgerðir á kransæðum og kransæðavíkkanir.
Meira
Í dag er fimmtudagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur þykist vitur yðar á meðal í þessum heimi, verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur.
Meira
ALVEG er með ólíkindum kúariðufárið í fjölmiðlunum. Dag eftir dag er tuðað um þennan óskaplega faraldur í Evrópu. Jú, eitt hundrað tilfelli hafa greinst þar af þeim hundruðum milljóna íbúa sem þar búa. Tæplega telst þetta faraldur.
Meira
MIG langar einfaldlega að þakka þeim matvöruverslunum sem selja ekki klámblöð og um leið hvetja aðrar til að gera það sama eða í það minnsta hylja forsíður blaðanna.
Meira
HALDIÐ var Íslandsmeistaramót í handbolta 5. flokk stúlkna helgina 3.-4. febrúar sl. Mótið var leikið á tveimur dögum og C-lið Gróttu-KR og HK mættust í úrslitaleik sl. sunnudagskvöld.
Meira
MARGUR menningarvitinn fer um þessar mundir hamförum í kjölfar verðlauna sem mig minnir að séu afhent sem viðurkenning til ræktunar íslenskrar tungu. Við hverju eru menn að amast?
Meira
UM síðustu mánaðamót greiddi Tryggingastofnun ríkisins öryrkjum lífeyrisbætur í samræmi við ný lög um almannatryggingar en þau voru sett í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli sem Öryrkjabandalagið höfðaði gegn ríkinu.
Meira
Sá dagur var ei draumsjón köld og ber sem dyra knúði og spurði eftir mér, hann var mín gæfa, veröld fersk og ný sem vor í skafli, moldin dökk og hlý.
Meira
Alexander H. Jóhannsson fæddist í Reykjavík 26. júlí 1912. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Hafsteinn Jóhannsson, forstöðumaður manntalsins í Reykjavík, f. 12. september 1885, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
Ármann Gísli Jónsson var fæddur á Gróustöðum í Geiradalshreppi 31. desember 1904. Hann andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Torfi Magnússon, bóndi á Gróustöðum, f. 13.9. 1864, d. 28.5.
MeiraKaupa minningabók
Björn Stefánsson fæddist í Reykjavík, 21. febrúar 1934. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Jóhann Stefánsson, f. 20.7. 1894, d. 20.10.
MeiraKaupa minningabók
Gunnþór Guðjónsson fæddist á Gvendarnesi við Fáskrúðsfjörð 17. febrúar 1924. Hann lést á Landakotsspítala 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Ólafsson, útvegsbóndi á Gvendarnesi, og Arnleif Stefánsdóttir, Grund, Stöðvarfirði.
MeiraKaupa minningabók
Ísól Karlsdóttir fæddist í Garði í Ólafsfirði 17. ágúst 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sólveig Rögnvaldsdóttir, f. 11.2. 1889, d. 15.7. 1958 og Karl Guðvarðarson, f. 20.9.
MeiraKaupa minningabók
Ívar Török fæddist í Búdapest í Ungverjalandi 20. nóvember 1941. Hann lést á heimili sínu 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Szabó Iván og Gábor Ilona. Þau eru bæði látin. Hinn 18. apríl 1969 kvæntist Ívar Iðunni Angelu Andrésdóttur, f. 5.10.
MeiraKaupa minningabók
Júlíus Guðmundsson fæddist á Glæsistöðum í Vestur-Landeyjum 21. maí 1909. Hann lést á heimili sínu í Randers í Danmörku 11. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Aðventkirkjunni í Randers 16. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Ingimundarson fæddist á Grenivík 8. febrúar 1923. Hann lést 29. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey 6. desember.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Sigurðardóttir fæddist í Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi í Árnessýslu 1. október 1897. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 2. þessa mánaðar. Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon, bóndi og kirkjusmiður, f. 29. júní 1870, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
Snjólaug fæddist á Knappsstöðum í Stíflu 1. september 1911. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Hjörleifur Baldvin Jóhannsson, bóndi þar, síðast í Gullbringu í Svarfaðardal, f. 22.
MeiraKaupa minningabók
11-11-búðirnar Gildir til 21. febrúar nú kr. áður kr. mælie. SS pylsupartí 689 nýtt 689 kg Toro Risengröd, 148 g 99 129 669 kg Toro íslensk kjötsúpa, 58 g 99 129 1.707 kg Lion rúsínur, 250 g 59 74 236 kg FDB hafrakex, 400 g 89 119 223 kg LGG +, allar...
Meira
NEYTENDASAMTÖKIN á Akureyri hafa í samvinnu við nokkur stéttarfélög gert könnun á verðlagi hjá þvottahúsum og fatahreinsunum. Könnunin var gerð 31. janúar sl.
Meira
EYMUNDUR Magnússon, bóndi og eigandi fyrirtækisins Móðir Jörð í Vallanesi, stendur í vikunni fyrir kynningu á íslensku lífrænt ræktuðu byggi. Fyrirtækið er það eina hérlendis sem framleiðir íslenskt lífrænt ræktað bygg að sögn Eymundar.
Meira
Stendur raunveruleikasjónvarpið undir nafni eða eru þátttakendurnir einungis miðlungi góðir áhugaleikarar sem vilja verða frægir fyrir ekki neitt?
Meira
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 9. febrúar kl. 20. verður byltingarmessa ungs fólks í Dómkirkjunni. Nú vill kirkjan gefa ungu fólki tækifæri til að umbylta og flytja messu eftir sínum tónlistarsmekk og með sínu orðfæri.
Meira
Bridshátíð verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 16. til 19. febrúar. Keppt er í tvímenningi og sveitakeppni. Skráningarfrestur er til 8. febrúar og er hægt að skrá sig á skrifstofu Bridssambands Íslands eða á heimasíðu sambandsins, www.bridge.is
Meira
Staðan kom upp í sjöttu skák einvígis þeirra Viktors Kortsnojs (2639) og Ruslan Ponamariovs (2677) sem lauk fyrir skömmu. Báðir keppendur eru eitilharðir baráttujaxlar og virðist sem hinn ungi Ruslan sé enginn eftirbátur Viktors grimma í þeim efnum.
Meira
KJARTAN Steinback stóð í ströngu á meðan heimsmeistaramótið í handknattleik fór fram í Frakklandi. Kjartan er formaður dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) og sat auk þess í mótsstjórn og það mæddi mikið á honum. Hann segist á heildina litið nokkuð ánægður með hvernig til tókst í Frakklandi.
Meira
FRAMARAR eru á förum til Kýpur síðar í þessum mánuði þar sem þeir dvelja í æfingabúðum í eina viku og mæta þar knattspyrnuliðum frá þremur löndum í Austur-Evrópu.
Meira
KNATTSPYRNULIÐ Fylkis fer í níu daga æfingaferð til Spánar næsta laugardag og leikur þar þrjá leiki gegn sterkum liðum. Fylkismenn dveljast í Candela, skammt frá landamærum Spánar og Portúgals við suðurströndina, og væntanlega fara þeir aftur þangað áður en Íslandsmótið hefst í vor.
Meira
GUÐJÓN Ásmundsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Grindavíkur undanfarin ár, er hættur í knattspyrnunni en hann átti tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Meira
HANDKNATTLEIKUR Afturelding - HK 20:23 Íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ, SS-bikarinn, bikarkeppni karla, undanúrslit, miðvikudaginn 7. febrúar 2001.
Meira
Helgi Jónas Guðfinnsson og félagar hans í belgíska körfuknattleiksliðinu Ieper sigruðu spænska liðið Caceras í framlengdum seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Korac-keppninnar.
Meira
HÖRÐUR Helgason, fyrrverandi leikmaður og þjálfari knattspyrnuliðs ÍA, var í gærkvöldi kosinn formaður Knattspyrnufélags ÍA. Félagið hefur glímt við erfiða fjárhagsstöðu að undanförnu og eru menn á Akranesi staðráðnir að sigrast á þeim erfiðleikum.
Meira
KEFLVÍKINGAR unnu stórsigur á 1. deildarliði Dalvíkur , 7:0, í æfingaleik í Reykjaneshöll um síðustu helgi. Þórarinn Kristjánsson skoraði þrjú marka Keflavíkur og Jóhann B. Guðmundsson tvö.
Meira
PÁLL Ólafsson, þjálfari HK, reyndist sannspár en hann spáði því eftir dráttinn í undanúrslitum bikarkeppninnar að HK og Haukar kæmust í úrslit keppninnar.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka þurftu að hafa virkilega fyrir því að sigra 2. deildarlið Selfoss, 25:23, í undanúrslitum bikarkeppninnar fyrir troðfullu húsi áhorfenda á Selfossi í gærkvöld.
Meira
ÞETTA gat farið á hvorn veginn sem var en réðst á sviptingum í lokin," sagði Jóhann Ingi Guðmundsson, markvörður Selfoss, sem fór á kostum í gærkvöldi.
Meira
Stoke bar sigurorð af Walsall í undanúrslitum norðursvæðis í bikarkeppni neðrideildarliða með fjórum mörkum gegn engu. Guðjón Þórðarson gerði sjö breytingar á byrjunarliði frá því í deildarleik félagsins á laugardag.
Meira
STEINAR Guðgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fram undanfarin ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að stjórnarstörfum fyrir félagið.
Meira
MIKILL áhugi er hjá stuðningsmönnum Hauka fyrir Evrópuleik félagsins gegn hinu portúgalska Sporting Lissabon sem fram fer í Lissabon síðar í þessum mánuði.
Meira
VIÐ náðum aldrei að slíta þá frá okkur, náðum mest þriggja marka forystu en þeir komu alltaf strax í bakið á okkur því þeir vissu að annars detta þeir út úr bikarnum og lögðu sig því fram," sagði Rúnar Sigtryggsson, Haukamaður, eftir sigurinn á Selfyssingum.
Meira
EINAR Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. á Ísafirði, segir sýnt að sjómenn fái ekkert út úr því að fara í verkfall hinn 15 mars nk.
Meira
FRANSK-ÍSLENSKA verslunarráðið hélt nýlega kynningu á frönsku viðskiptalífi. Fjallað var um efnahags- og atvinnulíf í Frakklandi auk þess sem farið var yfir ýmis atriði sem skipta máli í viðskiptatengslum íslenskra og franskra fyrirtækja.
Meira
Boiler Room heitir kvikmynd sem sýnd var í kvikmyndahúsum á síðasta ári. Myndin sýndi hlutabréfaviðskipti eins og þau verða verst, því í henni var fjallað um verðbréfamiðlun sem hafði það að markmiði að féfletta viðskiptavini sína.
Meira
BÓKAKLÚBBUR atvinnulífsins hefur gefið út Bókina um Netið eftir Þórð Víking Friðgeirsson verkfræðing þar sem m.a. er fjallað um sögu og þróun Netsins auk þess sem sérstök áhersla er lögð á rafræn viðskipti.
Meira
RANNSÓKN sem PricewaterhouseCoopers (PWC) hefur gert á evrópska netmarkaðnum leiðir í ljós að á síðasta fjórðungi nýliðins árs féllu hlutabréf fyrirtækja sem selja til fyrirtækja (B2B) meira en hlutabréf fyrirtækja sem selja neytendum (B2C).
Meira
FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga í samstarfi við Félag löggiltra endurskoðenda og þriggja endurskoðunarfyrirtækja stóðu fyrir málþingi um eiginfjárreikninga nýverið.
Meira
Þórður Sverrisson hefur verið ráðinn forstjóri Nýherja og tekur hann við af Frosta Sigurjónssyni sem óskaði eftir því við stjórn Ný- herja fyrir nokkru að láta af störfum sem forstjóri félagsins.
Meira
ÞÓRÐUR Sverrisson hefur verið ráðinn forstjóri Nýherja og tekur hann við af Frosta Sigurjónssyni sem óskaði eftir því við stjórn Nýherja fyrir nokkru að láta af störfum sem forstjóri félagsins.
Meira
Globus hf. hefur tekið yfir allan rekstur, sölu og þjónustu sem Hrísnes ehf. hefur haft með höndum á liðnum árum. Þekktustu vörumerki Hrísnes eru Duracell og Hellesen rafhlöðurnar. En meðal vörumerkja sem Globus hefur umboð fyrir eru Johnson & Johnson.
Meira
Leigubílastöðin Hreyfill og fjarskiptafyrirtækið Stikla ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf sem felst í að Hreyfill muni vinna að því að færa fjarskiptahluta bókunarkerfis síns í Tetra-kerfi Stiklu.
Meira
Hugur hf. býður nú upp á íslensk námskeið á Netinu í notkun viðskiptahugbúnaðar sem fyrirtækið selur, þróar og þjónustar. Námskeiðin á vefnum eru ætluð notendum Damgaard Axapta-viðskiptahugbúnaðarins og tíma- og viðverukerfisins Bakvarðar.
Meira
Hugvit (meðlimur GoPro-samsteypunnar) hefur þróað hugbúnað fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem auðveldar samskipti við birgja og viðskiptavini. Fyrir þennan hugbúnað vann Hugvit Lotus Euro Beacon-verðlaunin í október sl.
Meira
Hið gullna jafnvægi er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Gallup um sveigjanleika í fyrirtækjum og samræmingu starfs og einkalífs. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, hefur fengið boð um að kynna verkefnið á ráðstefnu sem breska ríkisstjórnin gengst fyrir í vor. Hildur sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni frá verkefninu.
Meira
Hagnaður samstæðu Jarðborana árið 2000 var um 95,3 milljónir króna, en var 91,2 milljónir árið á undan. Nam hagnaðurinn um 10,7% af heildartekjum fyrirtækisins.
Meira
JGB rekstrarráðgjöf, sem rekin hefur verið af Jóni G. Borgþórssyni viðskiptafræðingi frá miðju ári 1995, hefur flutt sig um set. Starfsemin er nú í Síðumúla 13.
Meira
BRESKA verslunarkeðjan John Lewis hefur lýst yfir að fyrirtækið sé að kaupa breska hlutann af bandaríska netfyrirtækinu buy.com, sem að hluta er í eigu fjölmiðlakóngsins Rupert Murdoch. Með þessu hyggst keðjan styrkja netsölu sína.
Meira
Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 85,45000 85,22000 85,68000 Sterlpund. 124,59000 124,26000 124,92000 Kan. dollari 56,50000 56,32000 56,68000 Dönsk kr. 10,63900 10,60900 10,66900 Norsk kr. 9,71600 9,68800 9,74400 Sænsk kr.
Meira
Hjalti Nielsen er fæddur á Seyðisfirði árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1987, BS-prófi í verkfræði frá HÍ 1992 og MS-prófi í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet 1994.
Meira
FJÁRFESTAR hafa að undanförnu þurft að horfa til baka til gamalla gilda sem mörgum voru gleymd, þolinmæði, þrautseigja og langtímahugsun, að sögn Ragnars Þórissonar, eins af sjóðstjórum norræna framtakssjóðsins Arctic Ventures.
Meira
Forsvarsmenn fjárfestingarfélaga og -sjóða hér á landi segja Grétari J. Guðmundssyni að fjármagnsmarkaður hafi nánast lokast fyrir nýsköpunarfyrirtæki innan netgeirans. Samþjöppun muni eiga sér stað innan þessa geira og útkoman verði færri en jafnvel sterkari fyrirtæki en áður.
Meira
EIGNIR Lífeyrissjóðs verzlunarmanna námu 85,7 milljörðum króna í lok síðasta árs en sjóðurinn er stærsti lífeyrissjóður landsins. Eignir sjóðsins jukust um 10,1 milljarð á liðnu ári eða um rúm 13%. Alls greiddu liðlega 40.
Meira
Söluskóli Gunnars Andra - SGA mun halda námstefnu í Bláa sal Verslunarskólans laugardaginn 10. febrúar nk. kl. 14-16.30 þar sem hluti af námskeiðum SGA er fluttur endurgjaldslaust. Námstefnan samanstendur m.a.
Meira
Franska fyrirtækið Integra hefur tilkynnt að félagið hafi selt Streng hf. en kaupendur eru níu íslenskir lífeyrissjóðir og er kaupverðið 7,1 milljón evra eða um 564 milljónir íslenskra króna og greiða lífeyrissjóðirnir kaupverðið í reiðufé.
Meira
FRANSKA fyrirtækið Integra hefur tilkynnt að félagið hafi selt Streng hf. en kaupendur eru níu íslenskir lífeyrissjóðir og er kaupverðið 7,1 milljón evra eða um 564 milljónir íslenskra króna og greiða lífeyrissjóðirnir kaupverðið í reiðufé.
Meira
Lánasýsla ríkisins gaf út nýjan flokk ríkisbréfa með útboði hinn 7. febrúar. Flokkurinn er til 6 ára og er áætlað útgáfumagn ársins 6 milljarðar króna að markaðsvirði. Gjalddagi flokksins verður 9. febrúar 2007.
Meira
Aðalheiður Kristinsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri á þróunarsviði Baugs. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1996 og B.Sc.-prófi í rekstrarfræði af vörustjórnunarsviði frá Tækniskóla Íslands árið 2000.
Meira
ELDSPRENGJUR, sem beint er að bílum og naglasprengjur gegn fólki er ekkert, sem bresk fyrirtæki þurfa að hafa áhyggjur af - fyrir utan eitt fyrirtæki, sem þessa dagana berst fyrir lífi sínu eftir þriggja ára baráttu gegn dýraverndarsamtökum.
Meira
Hvernig verður umhorfs í efnahagsmálum á Íslandi árið 2015? Hvaða áhrif munu ákvarðanir í efnahagsmálum hafa á framvindu efnahagslífsins til lengri tíma litið? Í þessari grein, sem er síðari grein af tveimur, beitir Andri Ottesen þeirri aðferð að staðsetja sig árið 2015 og segja frá því sem gerst hefur miðað við ólíkar áherslur í stjórn efnahagsmála.
Meira
ÍSLENSKA hugbúnaðarhúsið SALT vann nýverið verkefni fyrir Walt Disney-fyrirtækið sem fólst í gerð vefsvæðis til kynningar á nýjustu kvikmynd Coen-bræðra, "Oh Brother, Where Art Thou?".
Meira
PricewaterhouseCoopers gaf nýverið út árlegan skattabækling sinn. Í bæklingnum er að finna upplýsingar sem einstaklingar og fyrirtæki þurfa á að halda við gerð skattframtals ársins og við staðgreiðslu ársins 2001.
Meira
SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Strá Mri ehf. hafa undirritað samkomulag um ráðningaþjónustu fyrir aðildarfyrirtæki SVÞ bæði innanlands og erlendis.
Meira
LÆKKUN á gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum hefur snert öll svið þess geira, að sögn Skúla Mogensen, forstjóra OZ hf. Hann segir að minni fyrirtækin hafi þó farið verr út úr þeirri lækkun en hin stærri.
Meira
BÚNAÐARBANKI Íslands hf. kærði þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að vísa máli vegna viðskipta bankans með hlutabréf í Pharmaco til ríkislögreglustjóra, án þess að gefa bankanum kost á að koma sjónarmiðum sínum að.
Meira
Eins og kunnugt er þá er veðrið Íslendingum afar hugleikið og margir hinna geðþekku veðurfræðinga sem birtast reglulega á skjánum með spár sínar orðnir heimilisvinir.
Meira
Kaupverð eignarhluta Skeljungs í Hans Petersen hf. á síðasta ári nam um 728 milljónum króna en bókfært eigið fé félagsins nam um 300 milljónum króna samkvæmt árshlutareikningi fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2000. Í árslok 2000 átti Skeljungur hf.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.