BANDARÍSKAR og breskar herflugvélar gerðu í gær árásir á ratsjár og annan loftvarnabúnað við Bagdad, höfuðborg Íraks, í fyrsta sinn í tvö ár. Voru þær gerðar með sérstakri heimild frá George W.
Meira
Írakar sögðu í gær, að einn maður hefði látist og 11 slasast í árásum Breta og Bandaríkjamanna, þar á meðal þessi 13 ára drengur, sem er á sjúkrahúsi í Bagdad.
Meira
LÍBANSKIR skæruliðar felldu í gær ísraelskan hermann og tveir Palestínumenn féllu og 26 slösuðust í miklum átökum við ísraelska hermenn á Vesturbakkanum og á Gaza.
Meira
SAKSÓKNARAR í Þýskalandi hafa ákveðið að hefja opinbera rannsókn á því hvort Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, hafi svarið rangan eið er hann skýrði frá því fyrir rétti hvaða tengsl hann hefði haft við hryðjuverkamenn Rauðu herdeildarinnar...
Meira
SÍMINN annast framkvæmd símakosningarinnar vegna Söngvakeppni Sjónvarpsins, næstkomandi laugardagskvöld. Fyrirtækið hefur gert verulegar aukaráðstafanir í símkerfinu til þess að tryggja að kosningin geti gengið sem best fyrir sig.
Meira
ÞAÐ fór eins og spáð var í síðasta bréfi að fjörugra er um að litast á Alþingi Íslendinga en oft áður og svo virðist sem þráðurinn í mörgum þingmönnum hafi styst talsvert í pólitísku óveðri öryrkjamála í fyrra mánuði.
Meira
AGLOW, kristileg samtök kvenna heldur fund í Félagsmiðstöðinni í Víðilundi næstkomandi mánudagskvöld, 19. febrúar og hefst hann kl. 20. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir flytur ræðu kvöldsins. Þá verður á dagskrá söngur, lofgjörð og fyrirbænaþjónusta.
Meira
Þ ÉTT borgarbyggð, sem gæti orðið sambland af íbúðarbyggð og atvinnutækifærum, til dæmis tengdum þekkingariðnaði og líftæknifyrirtækjum, er sú sýn sem flestir sjá fyrir sér í Vatnsmýrinni fari svo að innanlandsflugvöllur hverfi þaðan að hluta til eða...
Meira
RÁÐGJAFARNEFND um opinberar eftirlitsreglur hefur lagt til við ríkisstjórnina að allt matvælaeftirlit verði sett undir eina stofnun og eitt ráðuneyti. Í dag heyrir matvælaeftirlit undir þrjú ráðuneyti.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda og formanni Markaðsráðs kindakjöts: "Nokkur skrif hafa verið í blöðum og myndir í sjónvarpi vegna ummæla Fjólu Runólfsdóttur, bónda í Skarði, þar sem...
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gerði biðlista á leikskólum að umtalsefni á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld og sagði hún nú 2.076 börn á aldrinum eins til fimm ára á biðlista. Um 1.250 þeirra sagði hún í niðurgreiddri dagvistun hjá dagmæðrum.
Meira
REYKJAVÍKURBORG efnir til opins kynningarfundar í Tjarnarsal Ráðhúss, næstkomandi sunnudag, 18. febrúar, kl. 14. Tilefni fundarins er atkvæðagreiðsla 17. mars nk. um flugvöllinn og framtíðarskipulag Vatnsmýrar.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Félags íslenskra leikskólakennara: "Stjórn Félags íslenskra leikskólakennara lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri þróun sem hefur átt sér stað að undanförnu varðandi útboð á leikskólastarfi...
Meira
JAPANIR gagnrýndu í gær bandaríska sjóherinn harðlega fyrir að hafa leyft óbreyttum borgurum að stýra kafbátnum sem sökkti japönsku skólaskipi undan strönd Hawaii í vikunni sem leið.
Meira
Grímsey - Betur fór en á horfðist í gærmorgun þegar báturinn Kósý EA 27 slitnaði frá bryggju og rak upp í fjörugrjót. Báturinn sem er Sómi 860, í eigu Hannesar Sveinbergssonar frá Dalvík, var kominn upp í grjótgarð í innri höfninni laust fyrir kl.
Meira
Herdís Sveinsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1975 og hjúkrunarprófi frá Háskóla Íslands 1980. Hún lauk meistaraprófi frá háskólanum í Michigan Ann Arbor og doktorsprófi frá Umeå í Svíþjóð. Hún hefur starfað við hjúkrun og er dósent við HÍ og einnig formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Herdís er gift Rolf Hanssyni tannlækni og eiga þau fjögur börn.
Meira
BRIMBORG mun kynna nýjan og glæsilegan Ford Mondeo í næstu viku í húsakynnum sínum við Bíldshöfða 6. Kynningin mun standa alla vikuna frá 19.-24. febrúar.
Meira
TURNINN á Ytri-Njarðvíkurkirkju skemmdist í óveðrinu, sem gekk yfir landið í fyrrinótt, þegar eldingu laust niður í hann. Svo virðist sem eldingin hafi farið gegnum turninn og brotið af honum toppinn.
Meira
FJÓRIR þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stofnun embættis umboðsmanns neytenda. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Drífa J. Sigfúsdóttir.
Meira
FISKELDI Eyjafjarðar var kjörið fyrirtæki ársins 2000 á Akureyri en það er atvinnumálanefnd Akureyrar sem stendur fyrir kjörinu. Fiskeldi Eyjafjarðar var stofnað árið 1987, en hefur vaxið og dafnað á liðnum árum.
Meira
MÁLEFNI Reykjavíkurflugvallar komu til umræðu á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að atkvæðagreiðsla um framtíð vallarins yrði bindandi væri ákveðnum skilyrðum fullnægt og þá færi í gang ákveðið ferli sem...
Meira
FRAMTÍÐ FLUGVALLAR Koma má ábendingum vegna greinaflokksins til annars höfundarins, Jóhönnu Ingvarsdóttur: join@mbl.is og Skapta Hallgrímssonar: skapti@mbl.is, vegna fjarveru hins höfundarins, Helga...
Meira
UMHVERFISRÁÐ Akureyrarbæjar veitti eigendum íbúðarhússins Helgamagrastræti 10 á Akureyri frest til 17. apríl næstkomandi til að skila inn fullkomnum aðalteikningum að húsinu sem standast þær kröfur sem gerðar eru í byggingareglugerð.
Meira
ÓPERAN La Bohème eftir Giacomo Puccini var frumsýnd í Íslensku óperunni í gær. Hljómsveitarstjóri er Tugan Sokhiev, en leikstjórn er í höndum Jamie Hayes.
Meira
NÝ skoðanakönnun sýnir, að norski Framfaraflokkurinn er búinn að missa meira en helming þess fylgis er hann hafði í Ósló í september sl. Er það ekki síst rakið til þess, að frammámenn í flokknum eru sakaðir um að hafa beitt stúlkur kynferðislegu ofbeldi.
Meira
KRISTÍN Ragna Pálsdóttir, íþróttafræðingur í Baðhúsinu, heldur fyrirlestur sunnudaginn 18. febrúar kl. 14 þar sem hún ræðir almennt um líkamsrækt.
Meira
VINKONURNAR Rebekka Rún Sævarsdóttir og Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir létu það ekki á sig fá þó nokkur kalsi hafi verið í veðri nú í vikunni þegar þær brugðu sér í sundlaugina á Dalvík. Stúlkurnar eru báðar 7 ára gamlar og eru í öðrum bekk í Dalvíkurskóla.
Meira
ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., segir að komi til þess að hin svokallaða Japansloðna gefi sig að einhverju marki verði eitt og jafnvel tvö af frystiskipum félagsins tekin í loðnufrystingu.
Meira
GÖMUL ljósmynd sem birtist í þýska tímaritinu Stern í janúar hefur valdið umróti í þýsku stjórnmálalífi og sér ekki fyrir endann á því. Hún var tekin 1973 af Joschka Fischer, sem nú er utanríkisráðherra Þýskalands en var þá róttækur vinstrimaður.
Meira
BRESKUR dómstóll hafnaði í gær þeirri beiðni föður James Bulgers að komið yrði í veg fyrir lausn morðingja hans. James Bulger var einungis tveggja ára þegar tveir tíu ára drengir myrtu hann.
Meira
RÍKISKAUP segir að öll vinna við samanburð tilboða í viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý hafi verið unnin samkvæmt hefðbundnum vinnubrögðum sem byggjast á lögum og reglugerðum svo og tilskipunum frá EES.
Meira
DÚETTINN Hot'n Sweet sem skipaður er þeim Birgi Jóhanni Birgissyni og Sigurði Dagbjartssyni leikur á skemmtistaðnum Players í Kópavogi laugardagskvöld. Gestasöngvari með þeim er söngkonan Helga...
Meira
TÆKNIMENN Símans hafa lokið rannsókn sinni á tölvupóstsendingum um happavinninga frá Friði 2000 sem voru sendir á Valentínusardaginn 14. febrúar sl. Í ljós hefur komið að Friður 2000 notaði efnislínuna fyrir SMS-skilaboðin en ekki textasvæðið.
Meira
INNRA eftirlit er ekki í lagi í um 70% matvælafyrirtækja. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstöðumaður matvælaeftirlits Hollustuverndar ríkisins, segir að innra eftirlit hjá matvælafyrirtækjum sé greinilega óviðunandi og þörf á stórátaki.
Meira
Í sögulegu yfirliti um flugvallarmálið sem birtist sl. þriðjudag kom fram að Vatnsmýrin hf., sem bauð í byggingu flugvallar á Lönguskerjum, hafi verið í eigu Friðriks Hansen og Almennu verkfræðistofunnar. Hið rétta er að eigendur voru FHG ehf.
Meira
Í ÞRIGGJA dálka forsíðufrétt franska dagblaðsins Le Monde í gær er fjallað um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og andstöðu gegn honum hérlendis.
Meira
KAKA ársins 2001 verður kynnt á konudaginn í bakaríum innan Landssambands bakarameistara en sambandið efni nýlega til samkeppni meðal félagsmanna sinna og starfsmanna. Um fimmtán keppendur skiluðu inn kökum í keppnina undir dulnefni.
Meira
Hellu -Rangæingar ganga til kosninga í lok mars um sameiningu allra sveitarfélaga í sýslunni, en þau eru alls tíu og ná frá Þjórsá í vestri að Sólheimasandi í austri og eru íbúar þeirra samtals rúmlega 3.200 manns.
Meira
Bandaríska fyrirtækið Oncosis hefur þróað hugmynd Bernhards Pálssonar prófessors til að eyða óæskilegum frumum úr beinmerg og til genarannsókna. Íslenskir og bandarískir fjárfestar hafa lagt fé í fyrirtækið. Jóhannes Tómasson heyrði meira um þessa tækni hjá hugmyndasmiðnum.
Meira
VONSKUVEÐUR var á landinu í fyrrinótt og fram eftir degi í gær vegna krapprar lægðar, sem gekk yfir landið. Óveðrið hafði áhrif á samgöngur og skemmdir hlutust af völdum fjúkandi lausamuna.
Meira
Filma en ekki Markús Í myndatexta með greininni Þjálfun hefur áhrif á frjósemi stóðhesta í Hestaþætti í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag var sagt að Markús frá Langholtsparti hefði sigrað í Ístöltinu í Skautahöllinni í fyrra.
Meira
SJÖ hundruð mílur úti fyrir strönd Flórída er einn fátækasti staður á jarðríki. Hispaniola var fyrsti viðkomustaður Kristófers Kólumbusar í nýja heiminum.
Meira
Stykkishólmi- Fyrir nokkru voru auglýst til sölu gamla sýsluskrifstofan í Stykkishólmi og gamla tukthúsið. Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum á fimmtudag. Að sögn Guðmundar I. Guðmundssonar hjá Ríkiskaupum bárust átta tilboð í Sýslumannshúsið.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Biblíudagur á morgun, sunnudag, messa kl. 11, séra Guðmundur Guðmundsson. Tekið við framlögum til Biblíufélagsins. Sunnudagaskólinn verður einnig kl. 11, fyrst í kirkju en síðan í Safnaðarheimili. Fundur Æskulýðsfélags verður kl.
Meira
Verkfall flugumferðarstjóra mun raska verulega öllu flugi umhverfis Ísland. Flugmálayfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum af framtíð alþjóðlegrar flugumferðarþjónustu hér á landi og telja samninginn við Alþjóðaflugmálastofnunina í uppnámi komi til verkfalls. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér þýðingu samningsins fyrir íslenskt samfélag.
Meira
Háskóli Íslands og Jafnréttisstofa standa nú fyrir víðtæku jafnréttisátaki. Einn liða þess miðar að því að hvetja fleiri konur til náms í verk-, tækni- og tölvunarfræði. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við fjórar konur sem hlut eiga að máli á einn eða annan hátt.
Meira
NÁMSKEIÐ í vetraríþróttum fatlaðra verður haldið í mars á Akureyri. Námskeiðið verður í umsjón vetraríþróttanefndar ÍF í samvinnu við Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri. Dagana 2.-4. mars verður hreyfihömluðum og þroskaheftum kennt og dagana 9.-11.
Meira
Egilsstöðum -Þremur rúmmetrum af úrgangsolíu, blandaðri sandi og úrgangi, hefur verið dælt upp úr holræsakerfi Egilsstaða og er hreinsunarstarfinu lokið. Líklegt er að olían hafi runnið í holræsin í nokkurn tíma frá fyrirtæki í iðnaðarhverfi bæjarins.
Meira
ÁRVEKNI afgreiðslustúlku í verslun á höfuðborgarsvæðinu leiddi í gær til handtöku tveggja manna, sem grunaðir eru um að hafa farið á milli verslana undanfarna daga og svikið út vörur fyrir u.þ.b. eina milljón króna með stolnu greiðslukorti.
Meira
SAMSTARFSNEFND um málefni nýbúa hefur nýverið mótað stefnu um fjölmenningarlegt samfélag fyrir Reykjavíkurborg og á hún að gilda frá 2001 til 2004.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra setti í gærkvöldi Bridshátíð Flugleiða og Bridssambands Íslands sem haldin er í 20. sinn á Hótel Loftleiðum um helgina.
Meira
LÖGREGLAN í Kópavogi handtók mann snemma í gærmorgun þar sem hann reyndi að nota debetkort annars manns á skemmtistað. Maðurinn var nokkuð ölvaður og við leit fundust á honum fíkniefni.
Meira
HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnaði tveggja ára afmæli vefseturs síns, frelsi.is, og 74 ára afmæli félagsins á fimmtudag og opnaði af því tilefni formlega Söguvef Heimdallar.
Meira
FÁI Samfylkingin í Hafnarfirði umboð bæjarbúa í komandi bæjarstjórnarkosningum til að taka yfir stjórn bæjarmála verður það fyrsta verk hennar að segja upp boðuðum samningum um einkavæðingu kennslu í grunnskólum bæjarins.
Meira
SAMTÖK íslenskra vínþjóna standa fyrir sínum fyrsta fundi og blindsmökkun á árinu þriðjudaginn 20. febrúar á Veitingastaðnum Sommelier. Samtökin hafa nýverið gengið í gegnum gagngera endurskipulagningu og ný stjórn verið kosin.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist leggja áherslu á að sátt náist í sjávarútvegsmálum á grundvelli álits auðlindanefndarinnar.
Meira
EKKERT á lengur að vera því til fyrirstöðu að Schengen-samningnum verði hrint í framkvæmd á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 25. mars næstkomandi. Sendiherrar aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt sendiherrum Íslands og Noregs staðfestu á fundi sínum sl.
Meira
MIKLAR lakkskemmdir urðu á níu bílum sem lagt var á bílastæði við Síldarvinnsluna í Neskaupstað í gærmorgun þegar fárviðri gekk þar yfir. Bílastæðið er nýtt en ekki hefur verið lögð klæðning á það.
Meira
Þ AÐ má líta á það sem mikið fagnaðarefni að almenningur í borginni fái að segja álit sitt á einhverju öðru en því hvort leyfa eigi hundahald í borginni.
Meira
DANIR eru ekki nægilega viljugir til að veita leyfi til þess að líffæri úr látnum ættingjum þeirra séu gefin til ígræðslu, að sögn danskra fjölmiðla.
Meira
ELSTA starfandi glerverksmiðja landsins, Samverk á Hellu, var stofnuð árið 1969 af heimamönnum á Hellu. Þar fer fram fjölbreytt framleiðsla á gleri auk hins hefðbundna tvöfalda rúðuglers.
Meira
V erði niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á þann veg að bersýnt yrði að Reykvíkingar vilji völlinn burt úr Vatnsmýrinni yrði auðvitað, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, farið að vinna út frá þeim vilja borgarbúa, bæði í svæðisskipulagi...
Meira
RÍKISSTJÓRNINNI verður falið að skipa þriggja manna nefnd sem fær það verkefni að semja frumvarp til laga um fjárhagslegan aðskilnað milli reksturs útgerðar annars vegar og fiskvinnslu í landi hins vegar, samþykki Alþingi þingsályktunartillögu fjögurra...
Meira
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á sunnudaginn 18. febrúar kl. 10.30 til nýrrar 3 klst. göngu um Hjalla og Vífilsstaðahlíð. Á leiðinni verður skoðuð gömul fjárborg, Vatnsendaborg. Verð. 900 kr fyrir félaga og 1.100 kr fyrir aðra.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá menntamálaráðuneytinu: "Menntamálaráðuneytið vill koma eftirfarandi á framfæri í framhaldi af frétt Morgunblaðsins 14.
Meira
VESTFIRÐINGAR eignuðust nýjan þingmann í vikunni, er sr. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur á Grundarfirði, tók við sem 2. þingmaður kjördæmisins af Sighvati Björgvinssyni, sem tekið hefur við stöðu framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og starfandi heilbrigðisráðherra segir að vilji stjórnvalda í gagnagrunnsmálinu liggi fyrir og hann telji að Íslensk erfðagreining og Læknafélag Íslands eigi að vinna að úrlausn sinna mála á grundvelli...
Meira
SNJÓMOKSTUR kostaði Vegagerðina mun minna í janúar í ár en í sama mánuði í fyrra eða 51,9 milljónir á móti 69,5 milljónum. Er það 17,6 milljónum lægri upphæð.
Meira
BÆJARSTJÓRINN í Bolungarvík, Ólafur Kristjánsson, segir það verulegt áhyggjuefni að aðeins þriðjungur þess bolfisksafla sem berst að landi sé unninn á staðnum.
Meira
FALCONER lávarður, forstöðumaður Þúsaldarhvelfingarinnar í London, viðurkenndi í fyrrakvöld að hann kynni að þurfa að segja af sér vegna misheppnaðra tilrauna til að selja bygginguna.
Meira
MYNDBAND, sem Ríkisútvarpið lét gera fyrir um 20 árum um Ragnar H. Ragnar og Sigríði konu hans og brautryðjendastarf þeirra hjóna, fékkst ekki sýnt á Ísafirði á tónlistarhátíð í Tónlistarskóla Ísafjarðar, nema greiðsla kæmi fyrir að upphæð um ein milljón króna. Vegna þess, hve hás sýningargjalds var krafist, var hætt við sýninguna.
Meira
Fari flugumferðarstjórar í verkfall í næstu viku, eins og þeir hafa boðað hafi ekki samizt áður í kjaradeilu þeirra við ríkið, virðist einsýnt að afleiðingarnar verði mjög alvarlegar.
Meira
Líf í tölum VII/ Tæknin og þjónustan er þægileg en ef fólk hættir að reikna sjálft afsalar það sér ef til vill sjálfsögðum rétti einstaklings í lýðræðisþjóðfélagi. Anna Kristjánsdóttir spyr: Hvað skiptir þá máli í kennslunni?
Meira
Hinn 25 ára gamli leikstjóri Hjálmar Einarsson frumsýnir stuttmynd sína Gildruna í Háskólabíói í dag. Ottó Geir Borg hitti Hjálmar að máli og ræddi við hann um fyrri störf, framtíðina og Gildruna.
Meira
Í kvöld mun Pálmi Gunnarsson stíga á svið ásamt hljómsveit í sals Hótel KEA á Akureyri og rifja upp brot af því besta á löngum ferli. Hann sagði Orra Harðarsyni að ferillinn sá væri þó rétt að byrja.
Meira
MYND-MÁL myndlistarskóli Rúnu Gísladóttur hefur verið starfræktur í ein 16 ár við góðar undirtektir. Um helgina var opnuð fyrsta sýningin frá upphafi á verkum nemenda skólans. Sýningin er til húsa í sýningarsal Man á Skólavörðustíg 14.
Meira
Í tímaritinu Ný leikhúsmál sem nokkrir hugsjónamenn gáfu út um skeið árin 1963-64 var tekið til umfjöllunar hvernig leiklistargagnrýni ætti að vera.
Meira
DUDINKA, Síberíu. 16. febrúar 2001. Túlkurinn minn Mitin Galina er einnig mín helsta hjálparhella. Hún er af þýskum ættum en foreldrar hennar voru fluttir nauðungarflutningum eftir seinna stríð til Síberíu þar sem faðir hennar vann í kolanámu.
Meira
Litla hryllingsbúðin var frumsýnd í Ósló á fimmtudaginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að leikstjórinn er Ari Matthíasson og auk hans koma fleiri Íslendingar að sýningunni. Sunna Ósk Logadóttir var á frumsýningunni og sá norskar stjörnur berjast við blóðþyrsta plöntu.
Meira
LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýnir leikritið Koss Kóngulóarkonunnar á sunnudag kl. 20. Leikritið er eftir Manuel Puig og verður sýnt í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins á Vesturgötu 11 í Hafnarfirði (inngangur er við höfnina).
Meira
Um síðustu helgi opnaði Magnús Sigurðarson myndlistarsýninguna "Stormur" í Gallerí@hlemmur.is Þverholti 5. Þar birtist áhorfendum gallerí fullt af stórhríð.
Meira
Fulltrúaþing SAMKÓPS heldur þing um sýn foreldra á skólastarfið næstkomandi þriðjudag (20/2) í Hjallaskóla kl. 20. Þinginu er m.a. ætlað að hafa áhrif á stefnumótun og starf SAMKÓPS, samtaka foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Kópavogs.
Meira
AUMINGJA Robert Downey yngri á yfir höfði sér enn ein réttarhöldin og jafnvel fangelsisvist verði hann fundinn sekur um að hafa haft ólögleg vímuefni undir höndum.
Meira
Árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldin í Súlnasal Hótel Sögu fyrir skemmstu og skemmtu sér þar hátt í 300 manns framundir morgun að vanda.
Meira
VIKULEG djasskvöld á neðri hæð veitinga- og skemmtistaðarins Ozio við Lækjargötu hefjast annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30, með tónleikum kvintettsins Penta.
Meira
½ Leikstjóri: Jane Campion. Handrit: Anna og Jane Campion. Aðalhlutverk: Kate Winslet og Harvey Keitel. (113 mín.) Bandaríkin/Ástralía, 1999. Skífan. Bönnuð innan 12 ára.
Meira
Það er enginn Salómonsdómur að kveða upp úr um að leikhúsfólk og gagn- rýnendur geti ekki talast við, segir Sveinn Einarsson, eða slá því fram í hálfkæringi, að best sé að leggja niður gagnrýni.
Meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir stefnu um fjárfestingu í menntun og starfsþjálfun. Meginatriði hennar er fjárfesting í mannauðnum en miklu fé verður veitt til atvinnu- og félagsmála gegnum the European Social Fund (ESF).
Meira
ÚTVARPSSTÖÐIN FM 957 hélt sín árlegu hlustendaverðlaun á fimmtudaginn var í Borgarleikhúsinu. Að sögn aðstandenda tókst hátíðin vonum framar og var "töffaraskapurinn tvöfaldaður" eins og það var orðað.
Meira
Í ANDDYRI Norræna hússins hefur verið sett upp sýning á vatnslitamyndum eftir Kjell Ekström frá Álandseyjum. Listamaðurinn dvaldist í Færeyjum í september á liðnu ári og varð fyrir miklum áhrifum af landslagi Færeyja og litaspili.
Meira
60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 17. febrúar, verður sextugur Jón Ragnar Stefánsson, dósent, Hrefnugötu 10, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í safnaðarheimili Háteigskirkju í dag, laugardag, kl....
Meira
Reykjavíkurborg hefur leitast við að kynna sem flestar hliðar málsins, segir Halldóra Gunnarsdóttir, og gefið hagsmunaaðilum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Meira
Það er einlæg ósk mín, segir Valgerður H. Bjarnadóttir, að Akureyrarbær sjái sóma sinn í að ljúka málunum sem fyrst, af heiðarleika og sanngirni.
Meira
Í SJÓNVARPI 14. janúar síðastliðinn var fluttur einn af þáttum Ómars Ragnarssonar um fréttir 20. aldar og fjallað um réttarbætur kvenna til og með 1915.
Meira
Þetta er mikið réttlætismál fyrir útlendinga í hjúskap með íslenskum ríkisborgurum, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, svo að þeir standi jafnfætis maka sínum og hafi jafnræði gagnvart honum.
Meira
ENN og aftur er það komið í umræðuna að selja Valhöll. Maðurinn er í þeirri óvanalegu stöðu að eiga að minnsta kosti að hluta hús en ekki lóðina sem það stendur á. Sá sem nú vill kaupa er sá sami og áður en er nú skráður í Englandi til að mega kaupa.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Landakirkju í Vestmannaeyjum af sr. Báru Friðriksdóttur Eydís Ósk Sigurðardóttir og Sigursveinn Þórðarson. Heimili þeirra er í Hamraborg 14,...
Meira
Hvat skal ek fyr mik, hyrjar hreggmildr jöfurr, leggja, (gram fregn ek at því gegnan) geirnets, sumar þetta? Byrjar hafs at herja hyrsveigir mér eigi (sárs viðr jarl) á órar ættleifðir (svan reifðan).
Meira
EIN fegursta náttúruperla Reykjavíkurborgar er við Leirvog í Grafarvogi. Ströndin liggur í norður af Geldinganesi að ósum Úlfarsár, "Korpu", en áin rennur á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.
Meira
Í dag er laugardagur 17. febrúar, 48. dagur ársins 2001. Þorraþræll. Orð dagsins: Því að speki þessa heims er heimska hjá Guði. Ritað er: Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra. Og aftur: Drottinn þekkir hugsanir vitringanna, að þær eru hégómlegar.
Meira
MÉR datt þetta svona í hug þegar ég sá umsögn Össurar Skarphéðinssonar á visir.is um merkilega og bjartsýna ræðu er forsætisráðherra Davíð Oddsson hélt á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands nýlega.
Meira
Dómstólaaðferðin er í rauninni stjórnmál eftir öðrum leiðum, segir Gunnar Helgi Kristinsson. Stjórnmál dómstólanna byggjast hins vegar ekki á lýðræðislegu umboði af neinu tagi.
Meira
HINN 8. febrúar sl. birtist í Bréfum til blaðsins "Opið bréf til HSÍ" frá Guðjóni Guðmundssyni, Tómasarhaga 43, Reykjavík, vegna móts, sem haldið var 3.-4. febr. sl. og bréfritari taldi vera í 5. fl. stúlkna í handbolta.
Meira
MIG langar til að svara Sölva Sveinssyni, vegna greinar eftir hann, sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar sl. Hvað er hann að fetta fingur út í minningargreinar? Hefur Sölvi ekkert annað að gera en lesa minningargreinar alla daga?
Meira
Í þessari kosningabaráttu leggur Vaka áherslu á að kynna fyrir stúdentum nákvæmlega hvað við ætlum að framkvæma, segir Guðfinnur Sigurvinsson, en ekki bara skoðanir okkar á málefnunum.
Meira
VÍKVERJI ákvað fyrir skömmu að kaupa tvo farseðla til Glasgow en í næstu viku átti að halda þaðan til Liverpool til að fylgjast með leik Liverpool og Roma á Anfield. Hann komst að því að verðið gat verið mismunandi.
Meira
Með vel útfærðu þjóðarátaki vill Röskva, segir Kolbrún Benediktsdóttir, virkja hina ólíku aðila þjóðfélagsins til að efla og styrkja háskólann á afmælisárinu.
Meira
Erlendur Jóhannsson fæddist á Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi 10. október 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Gyða Sigurðardóttir fæddist í Sandvík á Stokkseyri 16. júní 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Katrín Kristinsdóttir, f. á Hömrum í Grímsnesi 26. júní 1900, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Jón Bjarnason fæddist í Hrafntóttum í Djúpárhreppi 5.11. 1923. Hann lést á heimili sínu 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, f. 8.6. 1885, d. 23.12. 1928, og Pálína Þorsteinsdóttir, f. 7.5 1893, d. 23.5 1970.
MeiraKaupa minningabók
Karl Kristinn Kristjánsson fæddist á Akranesi 17. febrúar 1979. Hann lést af slysförum 10. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 19. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Lúðvík Kristjánsson var fæddur í Ásbúðum á Skaga 30. júní 1910. Hann andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi laugardaginn 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Sigurbjarnardóttir, f. á Akureyri 27. apríl 1872 , d. 31.
MeiraKaupa minningabók
Sveinn Birkir Sveinsson fæddist á Ytra-Kálfsskinni á Árskógsströnd 23. apríl 1980. Hann lést 26. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stærra-Árskógskirkju 10. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Þórdís Þorkelsdóttir fæddist á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði 26. október 1895. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Dagsson, f. 13.9. 1858, bóndi síðast á Róðhóli í Sléttuhlíð, d. 4.6.
MeiraKaupa minningabók
ÞORSTEINN M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, mun eiga 55% í Vífilfelli eftir að fyrirhugaður samruni fyrirtækisins við Sól-Víking er um garð genginn. Aðrir hluthafar verða Kaupþing hf. með 25% hlut og Sigfús R. Sigfússon með 20% hlut.
Meira
Verslunin Griffill opnar á morgun markað með skrifstofuvörur í Skeifunni 11d. Verslunin verður endurbætt og stækkuð vegna breytinganna. Lögð verður áhersla á lágt verð á öllum tegundum vara sem tengjast skrifstofurekstri.
Meira
Harrie van Duin, skattalögfræðingur hjá KPMG í Rotterdam, kynnti hollensk eignarhaldsfélög á skattaráðstefnu KPMG á Grand Hóteli síðastliðinn föstudag. Tómas Orri Ragnarsson sat ráðstefnuna og spjallaði við van Duin.
Meira
"ÞAÐ hefur mikið verið að gerast í rekstri Össurar á nýliðnu ári og þess vegna hefur verið vandað sérstaklega til ársreikningsins og skýringar hafðar mjög ítarlegar," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf.
Meira
Stjórn SÍF hf. hefur samþykkt að veita starfsmönnum sínum kauprétt á hlutabréfum í fyrirtækinu og hefur áætlun þess efnis nú verið samþykkt af ríkisskattstjóra.
Meira
HAGNAÐUR Vaxtarsjóðsins hf. á árinu 2000 nam 20,3 milljónum króna. Heildartap ársins, þegar tillit hefur verið tekið til lækkunar á óinnleystum geymsluhagnaði, nam hins vegar 33,9 milljónum.
Meira
3.000 króna lágmarkskostnaður við að selja hlutabréf Ekkert kostar að stofna vörslureikning en hver er kostnaðurinn ef fólk vill selja hlutabréf? Unnið er að því að skrá öll íslensk verðbréf rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf.
Meira
KOMIÐ er á markað suðrænt ávaxtate frá Pickwick. Í fréttatilkynningu frá innflytjandum Danól ehf. segir að í blöndunni séu m.a. plómur, ferskjur, epli og apríkósur. Pickwick-ávaxtateið fæst í flestum...
Meira
Skyndibiti er vinsæll meðal landsmanna hvort sem um er að ræða í hádeginu eða á kvöldin. Hrönn Indriðadóttir komst að því að skyndibiti þarf ekki að vera óhollur. Sífellt nýir skyndibitar eru að koma á markað, m.a. sushi þar sem meginuppistaðan er fiskur og grænmeti.
Meira
KOMINN er út nýr Argos-pöntunarlisti. Í listanum eru margskonar garðáhöld, verkfæri, skartgripi, búsáhöld, leikföng og ljós. Listinn er ókeypis fyrir viðskiptavini Argos en kostar annars 600 krónur. Listinn fæst hjá B. Magnússyni hf.
Meira
Fyrirtækið Ó. Johnson & Kaaber ehf. hækkaði nýverið verð á flestum búbótarvörum sínum um sem nemur 5%. "Verðhækkunin á búbótarvörum hefur þegar verið ákveðin og neytendur munu verða varir við hana innan mánaðar," segir Alfreð S.
Meira
Fjölmiðlar töluðu að sjálfsögðu við gesti og spurðu þá spjörunum úr, hvernig þeim líkaði við Heródes, hvort Jesús væri líkur sjálfum sér og hvernig pylsurnar brögðuðust.
Meira
MÉR hefur borist merkilegt bréf frá Stefáni Hallgrímssyni, Vatnsfellsvirkjun við Þórisvatn. Bætist nú enn við upplýsingarnar um snæljósið, og nú kemur meira um slagarann frá stríðsárunum sem á ensku var nefndur Billy Boy. Um hann var fjallað í þáttum 10.
Meira
NÚ þegar kortlagning á erfðamengi mannsins hefur verið birt geta vísindamenn sannarlega notað þá lykla til að opna dyrnar tólf í löngum og myrkum ganginum að sannleikanum um manninn, tilurð hans og tilgang.
Meira
ÞÓTT regluleg neysla ávaxta og grænmetis sé heilsusamleg virðist sem tæpast sé að finna í henni vörn gegn brjóstakrabba. Þessi er niðurstaða rannsóknar sem birtist 14.
Meira
ÁRLEGUR Biblíudagur verður haldinn næstkomandi sunnudag, 18. febrúar. Guðsþjónusta, sérstaklega helguð Biblíudeginum, verður í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 f.h. Opið hús í Strandbergi eftir guðsþjónustuna.
Meira
Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ. Fimmtud. 8. febrúar 2001. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Þorst. Laufdal - Magnús Halldórss. 266 Eysteinn Einarss. - Aðalbj. Benediktss.
Meira
Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 15. febrúar var spilað þriðja kvöldið af sex í aðalsveitakeppni félagsins og er staðan þessi. 1. sv. Þorsteins Bergs 128 2. sv. Þróunar 111 3. sv. Vina 106 Keppnin heldur áfram fimmtudaginn 22.
Meira
Lesandinn er staddur í fjórum hjörtum. Vestur kemur út með tígulkóng, sem austur yfirtekur með ás og sendir tromp til baka: Suður gefur; enginn á hættu.
Meira
BETRI áætlana, þar á meðal möguleika á söfnun birgða af inflúensulyfjum, er þörf til að gera ráðstafanir vegna þess möguleika að flensa breiðist út um allan heiminn líkt og spænska veikin gerði 1918 og varð allt að 40 milljónum manns að bana, að því er...
Meira
ANDOXUNAREFNIÐ E-vítamín virðist ekki slá á einkenni langt genginna hjartasjúkdóma, að því er vísindamenn greina frá. Niðurstöðurnar byggjast á rannsókn á 56 manns, en deilt er um það hvort E-vítamín hægi á framgangi hjartasjúkdóma.
Meira
FORELDRAR koma til dr. Gilberts Augusts furðu lostnir. Dætur þeirra, um átta ára gamlar, og stundum yngri, eru þegar farnar að sýna greinileg merki um kynþroska. "Þeir segja: Guð minn góður, hún er of ung, gerðu eitthvað," segir August.
Meira
Spurning: Hve mikið brenglast persónuleiki við töku á svokölluðum "gleðilyfjum", s.s. prosac og fontex? Margir hjartasjúklingar nota prosac og þurfa þess það sem eftir lifir.
Meira
Gullsmárabrids Fimmtudaginn 15. febr. var spilaður tvímenningur 7 umferðir og urðu úrslit sem hér segir. Hæstu pör í N/S : Guðmundur Pálss. - Kristinn Guðm. 160 Sigurður Björnss. - Valdimar Láruss. 145 Jóhanna Gunnlaugsd. - Árni Sigurbj.
Meira
Svör sem birst hafa undanfarna viku á Vísindavefnum hafa verið um lögmæti þess að auglýsa áfengi og tóbak í blöðum sem útgefin eru erlendis, hvort Íslendingar geri tilkall til nýrra eyja á Atlantshafshryggnum, heimildir um kjarnorku og kjarnorkuvopn,...
Meira
MEÐ því að blanda frumum úr apa við dálítið af taugavaxtarþætti og sprauta aftur inn í heila aldraðs apa er hægt að endurvekja lífsnauðsynleg taugatengsl, samkvæmt nýrri rannsókn.
Meira
STAÐAN kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Það var ánægjulegt að margir skákmenn voru á meðal þátttakenda sem um langt skeið hafa ekki sinnt skákgyðjunni á opinberum vettvangi.
Meira
Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Bridsskólinn og Bridssamband Íslands bjóða nýliðum upp á létta spilamennsku öll mánudagskvöld fram að páskum í húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1, 3. hæð. Fyrsta spilakvöldið verður mánudaginn 26. febrúar og byrjar kl. 20.00.
Meira
Með því að sprauta frumum í lifur sjúklinga hefur tekist að koma insúlínframleiðslu sykursýkisjúklinga af stað. Meðferðin þykir byltingarkennd og lofa góðu.
Meira
EFTIR að rannsóknir hafa staðið í áratug og lyfjafyrirtæki hafa fjárfest sem nemur þrem milljörðum Bandaríkjadala eru enn mörg ár þangað til genameðferð verður útbreidd, að mati sérfræðinga sem mættu á Alþjóðahagfræðisamkomuna í Davos í Sviss.
Meira
AÐALSTEINN Hjartarson körfuknattleiksdómari, sem búsettur er í Sviss, hefur fengið næg verkefni á vegum FIBA í vetur. Aðalsteinn dæmdi hér á landi áður en hann flutti til Sviss fyrir nokkrum árum.
Meira
VERULEGAR blikur eru á lofti um hvort Stórmót ÍR í frjálsíþróttum fari fram í byrjun mars eins og til stendur. Að sögn Þráins Hafsteinssonar hefur ÍR gengið illa að fá styrktaraðila til þess að létta sér róðurinn.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen og samherjar í Chelsea sækja Arsenal heim á Highbury í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á morgun, en sex leikir umferðarinnar verða í dag - tveir á morgun. Þá mætir Liverpool liðsmönnum Manchester City á Maine Road í Manchester. Allnokkrar líkur eru taldar á því að Eiður verði jafnvel í byrjunarliði Chelsea á Highbury, altént verður hann í leikmannahópi liðsins í þessum Lundúnaslag.
Meira
HEIÐAR Gunnólfsson er genginn til liðs við knattspyrnulið Leifturs á nýjan leik eftir eins árs dvöl hjá Fjölni. Heiðar er Ólafsfirðingur og á 10 leiki að baki með Leiftri í efstu deild.
Meira
LEIKUR Hauka og ÍBV í kvennaflokki hefst klukkan 13.30. Dómarar leiksins verða Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson og eftirlitsmaður HSÍ er Gunnlaugur Hjálmarsson .
Meira
LÁRUS Orri Sigurðsson, sem leikur með WBA í ensku knattspyrnunni, hefur lítið fengið að reyna sig að undanförnu og á dögunum var frágengið að hann yrði lánaður til Luton í annarri deildinni ensku í þrjár vikur.
Meira
SUMIR hafa líkt viðureign Hauka og HK um bikarmeistaratitilinn í karlaflokki við einvígi Davíðs og Golíats en þegar horft er til stöðu liðanna á Íslandsmótinu munar hvorki meira né minna en 20 stigum á liðunum.
Meira
ROBERTO Mancini hefur tilkynnt forráðamönnum Leicester að hann ætli ekki að framlengja lánssamning þann sem hann hefur verið á hjá félaginu að undanförnu.
Meira
ÞAÐ ríkir spenna í lofti fyrir bikarúrslitaleik kvenna í handknattleik en Haukar og Íslandsmeistarar ÍBV leiða saman hesta sína í Laugardalshöll í dag og hefst leikurinn klukkan 13.30. Þarna eigast við tvö efstu liðin á Íslandsmótinu. Haukar tróna á toppi deildarinnar og eru að flestra mati með langbesta lið landsins en Íslandsmeistararnir úr Eyjum hafa verið á mikilli siglinu að undanförnu og hafa unnið sjö leiki í röð.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi í gærkvöld frá sér ályktun þar sem lýst var yfir vonbrigðum með þá ákvörðun Ungmennafélags Íslands að hafna viðræðum um sameiningu þessara tvennra stóru íþróttasamtaka í landinu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hyggst halda áfram að kynna málið eins og við verður komið og skorar á stjórn UMFÍ að endurskoða afstöðu sína til þess.
Meira
Þjóðverjar eru mjög háðir innflutningi á sjávarafurðum en innflutningur stendur undir um 80% fiskneyslunnar í landinu. Íslendingar leika þar stórt hlutverk og Steinþór Guðbjartsson ræddi við dr. Matthias Keller, framkvæmdastjóra Samtaka fiskvinnslu og fiskheildsala í Þýskalandi, um möguleikana.
Meira
ÍSLENSKUR sjávarútvegur stendur frammi fyrir ótal tækifærum á komandi árum. Greinin þarf engu að síður að vera á varðbergi fyrir þeim ógnunum sem að henni kunna að steðja á alþjóðavettvangi og síbreytilegu umhverfi.
Meira
Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari syngur um þessar mundir eitt af aðalhlutverkunum í óperunni Spiladósinni eftir Robert Hanell við óperuhúsið í Saarbrücken í Þýskalandi. Í samtali við ORRA PÁL ORMARSSON segir hann sýninguna ævintýri líkasta enda fær hann aldrei þessu vant að leika góða karlinn - og taka þátt í ástarsenum.
Meira
Særótið bergið brýtur og byltir því niður í haf; það sér aldrei framar þá sólu, er sveitamenn guma svo af. Mín fýsn er sem úthafsins alda, er ólmast við hrynjandi sker. Sætleiki kvenholdsins sverfur siðferðisbjargið í...
Meira
Ferðalög heitir tónleikaröð sem hleypt verður af stokkunum í Salnum í Kópavogi í dag kl. 16. Tónleikaröðinni er ætlað að kynna áhugaverða og framsækna tónlist frá nýliðinni öld. Í dag verður boðið uppá tónlist frá Frakklandi, sex ljóðasöngva eftir Henry Duparc, sónötur fyrir selló og píanó eftir Debussy og Poulenc, auk þáttar eftir Messiaen. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON hitti forgöngumenn Ferðalaga að máli.
Meira
HUGTAKIÐ "niðurrif" hefur skotið upp kollinum í sambandi við uppfærslu Borgarleikhússins á Öndvegiskonum eftir austurríska leikskáldið Werner Schwab. Niðurrifsbókmenntir.
Meira
fyrri alda nefnist grein eftir Hörpu Þórsdóttur sem fjallar um sýningu sem stendur yfir í Grand Palais í París og fjallar um framtíðarsýn ólíkra menningarheima frá fornu...
Meira
Í Grand Palais í París stendur yfir sýning sem fjallar um framtíðarsýn ólíkra menningarheima frá fornu fari og allt fram á 20. öld. Hér er stiklað á stóru um sýninguna og viðfangsefni hennar sem er mönnum sérlega hugleikið um þau tímamót sem nú eru nýliðin.
Meira
skáld er ráðgáta að mati Einars Más Guðmundssonar. Hvers vegna þagnaði hann svo snemma á ferlinum? Í grein sinni um skáldið veltir Einar Már þessu fyrir sér. Hann leiðir og að því getum að Günter Grass hafi verið undir áhrifum af verkum...
Meira
EYDÍS Franzdóttir óbóleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Unnur Fadila Vilhelmsdóttir píanóleikari halda tríótónleika í Hafnarborg annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.
Meira
Smásagan Djöfullinn eftir rússneska rithöfundinn Lév Tolstoj varpar óvæntu ljósi á "manninn" Tolstoj. Sá maður er í reynd nokkuð ólíkur rithöfundinum Tolstoj sem þreyttist seint á að beina mönnum á réttu brautina í átt að fullkomnara líferni. Djöfullinn kallast þannig á við líf Tolstojs eins og skáldsagan Anna Karenína sem samnefnd þáttaröð í Ríkissjónvarpinu byggist á.
Meira
MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin þri.-fös. kl. 14 og 16. Til 15. maí. Galleri@hlemmur.is: Magnús Sigurðarson. Til 4. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Magnús Þorgrímsson. Til 18. feb. Gallerí Sævars Karls: Gabríela Friðriksdóttir.
Meira
Í tungumálinu er ætíð fólgið vald, að tala afhjúpar löngun í vald; á sviði orðræðunnar er hvorki til sakleysi né öryggi," sagði einn helsti hugmyndafræðingur tuttugustu aldar, Roland Barthes, árið 1971.
Meira
eftir Hafliða Hallgrímsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju á morgun kl. 17. Rætt er við Hörð Áskelsson sem stjórna mun flutningnum og Mary Nessinger sem syngur...
Meira
BANDARÍSKA messósópransöngkonan Mary Nessinger syngur einsöng við frumflutning Passíu ópus 28 en Hafliði Hallgrímsson tónskáld samdi verkið sérstaklega með hana í huga.
Meira
Íslensk atvinnuleiklist hefur tekið gagngerum breytingum undanfarinn aldarfjórðung. Í þessari inngangsgrein skoðar HÁVAR SIGURJÓNSSON jarðveginn sem framhaldið spratt úr.
Meira
Leikritið Öndvegiskonur eftir þýska leikskáldið Werner Schwab sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu hefur vakið umræður um niðurrifsbókmenntir svokallaðar. Þar er um að ræða bókmenntir sem grafa undan viðteknum gildum og viðmiðum í samfélaginu. Hér eru birtar tvær greinar byggðar á fyrirlestrum sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu um sýninguna fyrir skömmu.
Meira
"Er saga Gunnars Gunnarssonar saga skáldsins sem skrifaði eina til tvær bækur á ári í næstum þrjátíu ár en þagnaði síðan á hátindi ferils síns? Er saga Gunnars Gunnarssonar saga skáldsins sem lagði skipi sínu að háskalegri strönd og gleymdi sér við veisluborð vondra manna? Er hún saga skáldsins sem eitt sinn var á allra vörum en nú reka menn upp stór augu þegar nafn hans er nefnt? Kannski er hún þetta allt, kannski ekki neitt."
Meira
ÍSLENSK gítartónlist er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Listasafni Íslands í dag kl. 17. Um er að ræða dagskrárlið í tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar en á efnisskrá eru eingöngu gítarverk eftir íslensk tónskáld.
Meira
SKOSKA listakonan Joanne Tatham kemur hér gaddavír fyrir í kringum neonljós er hún stillir upp verki sínu "The Glamour", sem útleggja má á íslensku sem Töfraljómi.
Meira
"Það er þjáningin sem verið er að fjalla um í þessu verki," segir Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, um Passíu ópus 28 eftir Hafliða Hallgrímsson sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju á morgun kl. 17. Hörður mun stjórna tónleikunum og var hann önnum kafinn við undirbúninginn þegar HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR hitti hann að máli.
Meira
Margir Bandaríkjamenn spyrja sig þessa dagana hvort þeir eigi samleið með nýjum forseta þar sem hugmyndir hans um mannréttindi, jafnrétti og jöfnuð stangast verulega á við viðhorf þeirra.
Meira
Síðla á miðöldum verða tröllauknar breytingar á hertækni og styrjaldir verða geigvænlegri en nokkru sinni fyrr. Þá komu til sögunnar tæki, sem kölluð hafa verið "verkfæri djöfulsins". Uppfinning púðursins og skotvopna breytti öllum styrjöldum og völdum.
Meira
nefnist leikrit þýska leikskáldsins Werners Schwab sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. Geir Svansson og Úlfhildur Dagsdóttir fjalla um verkið sem niðurrifsbókmenntir í tveimur...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.