Greinar föstudaginn 2. mars 2001

Forsíða

2. mars 2001 | Forsíða | 205 orð

Alltof mikið díoxín

DÍOXÍN-magnið í norsku rengi er svo mikið að það er tæpast hæft til neyslu. Meira
2. mars 2001 | Forsíða | 123 orð

Hækkun á Nasdaq

HLUTABRÉF hækkuðu um 1,47% á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í gær en bréf á Dow Jones lækkuðu lítillega. Jákvæðar fréttir af gengi tölvufyrirtækisins IBM urðu til að auka væntingar um gengi hátæknifyrirtækja. Meira
2. mars 2001 | Forsíða | 139 orð | 1 mynd

Lokuðu höfninni í Rotterdam

HOLLENSKIR sjómenn lokuðu höfninni í Rotterdam í átta klukkustundir í gær til að mótmæla tímabundnu banni sem Evrópusambandið hefur lagt við þorskveiðum í Norðursjó. Meira
2. mars 2001 | Forsíða | 359 orð | 1 mynd

"Allt lék á reiðiskjálfi"

TALIÐ er að eignatjón vegna jarðskjálftans í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á miðvikudag geti numið tveim milljörðum dollara, um 170 milljörðum króna, að sögn AP -fréttastofunnar. Meira
2. mars 2001 | Forsíða | 328 orð

Smituð dýr á skoskum býlum

GREINST hafði gin- og klaufaveiki á rúmlega þrjátíu svínabúum um allt Bretland í gær og óttast var að sjúkdómurinn hefði einnig náð að breiðast út til Írlands frá Norður-Írlandi með sauðfé. Meira

Fréttir

2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð

3.000 íbúðir byggðar í hlíðum Úlfarsfells

REYKJAVÍKURBORG og Mosfellsbær undirrituðu í gær samning um breytt staðarmörk milli sveitarfélaganna í suðurhlíðum Úlfarsfells. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 309 orð | 2 myndir

Aðalstræti 16 tekur ofan

ÞAÐ var söguleg stund í 237 ára gamalli sögu hússins við Aðalstræti 16 í gær. Efri hæðir hússins voru fluttar um set til að greiða fyrir fornleifarannsóknum. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 1174 orð | 7 myndir

Aðeins yfirborðið slétt og fellt

Það hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig á milli Búnaðarbankans og Valgerðar Sverrisdóttur, ráðherra bankamála, að ganga frá ráðningu nýs bankastjóra. Agnes Bragadóttir rekur hér aðdraganda þess að Árni Tómasson var ráðinn. Meira
2. mars 2001 | Landsbyggðin | 208 orð

Aðgengi ungmenna að tóbaki kannað

Húsavík- Starfshópur um vímuvarnir á Húsavík stóð eigi alls fyrir löngu fyrir könnun á aðgengi ungmenna að tóbaki í verslunum bæjarins. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð

Árgangur 1969 í Digranesskóla hittist

FYRRUM nemendur Digranesskóla í Kópavogi, árgangur 1969, ætla að hittast laugardaginn 3. mars nk. kl. 20 í aðalinngangi Digranesskóla. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð

Árni Tómasson ráðinn bankastjóri

BANKARÁÐ Búnaðarbanka Íslands hf. samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að ráða Árna Tómasson löggiltan endurskoðanda sem bankastjóra frá 10. mars næstkomandi. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 217 orð

Áttir suðlægar þegar líður á mars

FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík telja að snjókoma verði einhver næstu daga, áfram verði kalt og norðlægar áttir eða allt fram til 9. mars næstkomandi. Eftir það komi góður kafli, jafnvel að suðlægar áttir verði ríkjandi allt fram til 22. til 25. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 184 orð

Bann við bláum gallabuxum ólöglegt

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann yfirmanns flugumferðarþjónustu Flugmálastjórnar á að flugumferðarstjórar klæddust bláum gallabuxum hefði ekki verið sett fram með lögmætum hætti. Meira
2. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Bjargræðiskvartettinn norðan heiða

BJARGRÆÐISKVARTETTINN verður á ferðinni um Norðurland dagana 2. og 3. mars. Hann mun skemmta á á Sauðárkróki í kvöld kl. 21, á Dalvík laugardaginn 3. mars kl. 17 og um kvöldið kl. 21 verða þau í Deiglunni á Akureyri. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 272 orð

Björgunarsveitir komi að eftirliti á hafsvæðinu

RÁÐHERRUM dómsmála, sjávarútvegsmála og samgöngumála verður falið að kanna kosti þess að ríkisvaldið semji við björgunarsveitir landsins um að þær sinni tilteknum þáttum eftirlits á hafsvæðinu við Ísland undir stjórn Landhelgisgæslunnar, Fiskistofu og... Meira
2. mars 2001 | Landsbyggðin | 109 orð | 1 mynd

Bollubakstur í Aðaldal

Laxamýri- Að gera sér dagamun er orðið hefð í leikskólanum Barnaborg í Aðaldal og kunna börnin vel að meta að gera eitthvað öðruvísi en aðra daga. Að venju var bolludagurinn haldinn hátíðlegur og fengu allir að taka þátt í að gera daginn eftirminnilegan. Meira
2. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 708 orð | 1 mynd

Byggð 3.000 íbúða ráðgerð í hlíðum Úlfarsfells

GERT er ráð fyrir að Reykjavíkurborg hefji fljótlega skipulag íbúðabyggðar í suðurhlíðum Úlfarsfells og þar rísi á komandi árum um það bil 3000 íbúðir, í kjölfar samnings sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Reykjavík og Jóhann Sigurjónsson... Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð

Bætur vegna meiðsla við löggæslustörf

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmt íslenska ríkið til að greiða lögreglumanni bætur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í starfi. Lögreglumaðurinn sleit sin í öxl er honum skrikaði fótur við að lyfta líki. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 127 orð

Eigandinn grunaður um íkveikju

MAÐUR á sextugsaldri var í haldi lögreglunnar á Sauðárkróki í gær vegna gruns um að hafa kveikt í íbúðarhúsi sínu í fyrrinótt. Í gærkvöldi var búist við því að lögreglan legði fram beiðni um gæsluvarðhald yfir manninum hjá Héraðsdómi Norðurlands vestra. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 826 orð | 4 myndir

Eignatjónið talið nema milljörðum dala

Talið er að eignatjónið af völdum jarðskjálftans í Washington-ríki nemi nokkrum milljörðum dala, en eyðileggingin þykir ekki mikil miðað við styrk skjálftans, 6,8 stig á Richter. Aðeins eitt dauðsfall er rakið til skjálftans, en um 250 slösuðust. Meira
2. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 160 orð

Engar ákvarðanir teknar um Grafarholtsskólann

MISSAGT var í fyrirsögn og inngangi fréttar um hönnun nýrrar skólabyggingar í Grafarholti í blaðinu í gær að ákvörðun hefði verið tekin um að engar hefðbundnar skólastofur yrðu í nýja skólanum og þar yrðu ekki bekkir heldur hundrað nemenda fjölskyldur. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Erfiðlega gekk að fá fólk til að yfirgefa bygginguna

ELDUR kom upp í verslunarmiðstöðinni Kringlunni laust fyrir klukkan 17 í gær og hleypur tjónið á tugum milljóna. Skemmdirnar urðu einkum vegna vatns og reyks í veitingastaðnum Hard Rock Café, þar sem eldurinn kom upp, og nálægum tískuvöruverslunum. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 315 orð

Félagsmenn spurðir um fyrirkomulag framboðs

STJÓRN Framsóknarfélags Reykjavíkur ákvað á fundi sínum 15. febrúar síðastliðinn að kanna viðhorf um 1. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 581 orð | 1 mynd

Fjögurra ára framkvæmdaáætlun upp á 4-6 milljarða

ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar telur að neyðarástand ríki á leigumarkaðnum og vill að sett verði í forgang á Alþingi að grípa til aðgerða sem leysa þann brýna vanda sem skapast hefur á leigumarkaðnum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð

Fleiri sjálfboðaliða vantar á morgun

GERT er ráð fyrir að á annað þúsund sjálfboðaliðar leggi Krabbameinsfélaginu lið í landssöfnuninni á morgun, laugardag. Gengið verður í hús um nær allt land, í samvinnu við Kiwanis- og Lionshreyfingarnar, sem veita liðsinni sitt. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 104 orð

Flugvöllur eða íbúabyggð í Vatnsmýrinni?

Á NÆSTA laugardagskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík verða skipulags- og umhverfismál í Vatnsmýrinni tekin til umræðu. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 210 orð

Forstjóri Spalar stóð bílstjórann að verki

SPÖLUR hyggst setja upp bita við munna Hvalfjarðarganganna til að koma í veg fyrir að of háar bifreiðar aki í gegnum göngin. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 281 orð

Fuglar geta borið með sér gin- og klaufaveiki

FYRSTU farfuglarnir á þessu ári sáust í gær á Hornafirði þegar nokkrar álftir komu fljúgandi inn yfir landið. Álftin kemur fyrst farfugla og koma fyrstu fuglarnir yfirleitt um mánaðamótin febrúar/mars. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Fundurinn vekur vonir

FULLTRÚAR Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni áttu í gær fund með nokkrum ráðherrum í ríkisstjórninni. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð

Föður tryggð forsjá

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms og dæmt að drengur skuli vera í forsjá föður síns, en móðurforeldrar drengsins höfðu farið fram á forsjá hans eftir að móðir hans lést. Meira
2. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 423 orð | 3 myndir

Góð aðsókn í dagþjónustuna í Víðilundi

DAGÞJÓNUSTA í þjónustumiðstöð aldraðra í Víðilundi hefur verið aukin til muna en nýrri og breyttri þjónustu við þennan hóp var formlega komið á laggirnar nú í vikunni. Meira
2. mars 2001 | Landsbyggðin | 59 orð | 1 mynd

Grímuball á Bíldudal

Bíldudal- Hið árlega grímuball var haldið í samkomuhúsinu. Var margt um manninn og mikið af skemmtilegum búningum. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá bestu búningana og eru það þeir gestir sem ekki mæta í búningum sem velja. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð | 2 myndir

Grýlukertin hleypa inn birtunni

FRAMKVÆMDIR við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ganga vel og er stefnt að bráðabirgðaopnun 25. mars nk. Í lofti nýs vegabréfaskoðunarsals flugstöðvarinnar hanga átta grýlukerti, tveggja mannhæða há, sem gerð eru úr stáli og gleri. Meira
2. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Hádegistónleikar

BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Bach og Vierne. Lesari á tónleikunum er sr. Birgir Snæbjörnsson. Meira
2. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 432 orð

Hluti þess sem gerir Reykjavík að því sem hún er

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að meðferð umsóknar eigenda Vaktarahússins við Garðastræti um niðurrif þess bíði þess að vinnu við deiliskipulag Grjótaþorpsins ljúki, en hún er langt komin. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hugsanlegt að grípa verði til verkfallsvopnsins

FUNDUR í Félagi háskólakennara samþykkti í gær ályktun þar sem lýst er furðu á launatölum í tilboði samninganefndar ríkisins (SNR) til Félags háskólakennara sem lagt var fram á fundi samninganefndar félagsins og SNR sl. þriðjudag. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Íslamskir pílagrímar flykkjast til Mekka

ALLT að tvær milljónir íslamskra pílagríma streyma nú til borgarinnar Mekka í Sádí-Arabíu, helgasta stað Íslamstrúar, til að sækja hina svokölluðu hajj-trúarhátíð. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 360 orð

Kaupmáttur eykst um þriðjung frá árinu 1990

KAUPMÁTTUR launa hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og er meðalkaupmáttur ráðstöfunartekna nú um fimmtungi hærri en í upphafi síðasta áratugar. Kaupmáttur umsaminna launataxta hefur einnig hækkað mikið og í raun mun meira en greiddra launa í heild. Meira
2. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á laugardag, 3. mars kl. 11. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14 á sunnudag, börn aðstoða með söng og brúðuleikrit. Kirkjuskóli verður í Grenivíkurkirkju á laugardag kl. 13. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 118 orð

Kínverska þingið samþykkir sáttmála SÞ

KÍNVERSKA þingið samþykkti sáttmála Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í fyrradag en setti fyrirvara við réttinn til að stofna frjáls verkalýðssamtök. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Konum í hæstarétti fjölgar um helming

INGIBJÖRG Benediktsdóttir varð í gær önnur konan í sögu landsins til að taka sæti sem dómari í Hæstarétti. Af því tilefni fóru konur í Kvenréttindafélagi Íslands til fundar við hana og færðu henni blómvönd og árnaðaróskir. Meira
2. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 84 orð

Kópar fá 28 m. kr. til byggingar

BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að verja 28 m.kr. á næstu fimm árum til að styðja Skátafélagið Kópa við uppbyggingu nýs skátaheimilis á lóð við Digranesveg 79, skammt frá Smáratorgi. Á heimasíðu Sigurðar Geirdal bæjarstjóra, geirdal.kopavogur. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Kynningarnámskeið um störf Amnesty International

KYNNINGARNÁMSKEIÐ um starfsemi Amnesty International verður haldið laugardaginn 3. mars nk. Námskeiðið hefst kl.14 í Hinu Húsinu við Aðalstræti (Gamla Geysishúsið). Meira
2. mars 2001 | Landsbyggðin | 333 orð | 1 mynd

Köttinn úr tunnunni

Mývatnssveit- Æska Mývatnssveitar hélt þeim skemmtilega sið á öskudaginn að þiggja boð Kísiliðjunnar og koma í verksmiðjuna til þess að slá þar köttinn úr tunnunni. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 21 orð

Land og synir í Breiðinni

HLJÓMSVEITIN Land og synir leika í Breiðinni, Akranesi, í kvöld, föstudagskvöld, en ekki laugardagskvöld eins og ranghermt var í blaðinu í... Meira
2. mars 2001 | Landsbyggðin | 52 orð | 1 mynd

Líf og fjör á öskudaginn

Hrunamannahreppi- Það var líf og fjör á Flúðum svo sem víða annars staðar á öskudaginn. Í verslunina Grund komu þrjár yngismeyjar, þær eru frá vinstri: Hugrún Jóna Hilmarsdóttir, Ingibjörg Skúladóttir og Arna Þöll Sigmundsdóttir. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 313 orð

Líkamsleifarnar fundnar

BRESKU lögreglunni tókst í gær að ná líkamsleifum allra sem vitað er að létust í lestarslysinu í fyrradag. Að sögn lögreglunnar gæti þó tekið nokkra daga að staðfesta endanlega tölu látinna vegna þess hve illa lestarflakið er farið. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 212 orð

Lítill munur á fylkingum

AÐEINS 57 atkvæði skildu Röskvu og Vöku að í kosningunum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fram fóru í gær og fyrradag þegar Röskva tryggði sér meirihluta fulltrúa ellefta árið í röð. Meira
2. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Ljóðakvöld

LJÓÐAKVÖLD verður í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6, í kvöld, föstudagskvöldið 2. mars, og hefst það kl. 20.30. Þar fer Erlingur Sigurðarson forstöðumaður með ýmis ljóð eftir Davíð Stefánsson, skáld frá... Meira
2. mars 2001 | Landsbyggðin | 277 orð | 1 mynd

Lokið verður þeirri uppbyggingu sem hafin var

Flateyri- Hátíðarsamkoma var haldin í íþróttahúsinu á Flateyri á mánudag þegar samningur ofanflóðasjóðs, ríkisstjórnar Íslands og Ísafjarðarbæjar um fjárveitingu til uppbyggingar á Flateyri var undirritaður. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Lýst eftir vitnum

ÞRIGGJA bíla árekstur varð um kl. 16.35 föstudaginn 23. febrúar á Bústaðavegi. Meira
2. mars 2001 | Miðopna | 879 orð | 4 myndir

Menn að fá heiftarköst vestur af Garðskaga

Loðnubátar keppast nú við að landa sem mestum afla í þeirri mokveiði sem nú er, í kapphlaupi við boðað sjómannaverkfall 15. mars. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Ragnar Axelsson sigldu vestur fyrir Garðskaga í gær og könnuðu aflabrögð hjá bátunum. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 862 orð | 1 mynd

Menningarsetur í sókn

Sabine Barth er fædd árið 1956 í Trostdorf við Köln í Þýzkalandi. Hún nam leiklistarfræði, þýzku og félagssálfræði í Köln og lauk magistersgráðu í þessum fögum. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Menn og mávar í mokveiði

MOKVEIÐI var á loðnumiðunum vestur af Garðskaga í gær í ágætisveðri. Margir loðnubátar voru þar á nótaveiðum og fljótir að fá fullfermi. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Milljónatuga króna tjón í bruna í Kringlunni

TUGA MILLJÓNA króna tjón varð af völdum elds, reyks og vatns í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík seinnipartinn í gær. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 51 orð

Mótmæla lokunum pósthúsa

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfngarinnar - græns framboðs mótmælir harðlega handahófskenndum lokunum pósthúsa og þverrandi þjónustu á landsbyggðinni. Þetta kemur til viðbótar því að almannaþjónusta hefur dregist mjög mikið saman á öðrum sviðum, s.s. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 394 orð

Norrænum herjum helst illa á fólki

DANSKI og sænski herinn eiga í vaxandi erfiðleikum með að halda í hermenn, einkum yfirmenn, auk þess sem æ verr gengur að fá hermenn til þess að sinna friðargæslu. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 175 orð

Opið hús um helgina hjá Söluumboði Heklu

OPIÐ hús verður hjá Söluumboði Heklu í Borgarnesi, Sólbakka 2, dagana 3. og 4. mars nk. Er öllum íbúum Vesturlands boðið að líta inn og sjá nýja bíla frá Heklu ásamt úrvali af notuðum bílum frá Bílaþingi Heklu. Meira
2. mars 2001 | Landsbyggðin | 404 orð | 1 mynd

Ólympíufari íþróttamaður Keflavíkur

Reykjanesbæ-Sundkonan Íris Edda Heimisdóttir var kjörin Íþróttamaður Keflavíkur á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta og ungmennafélags, sem haldinn var í fjölbrautaskólanum sl. þriðjudagskvöld. Íris setti fjölda meta á sl. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Ómetanleg menningarverðmæti eyðilögð

HERSVEITIR Talibana í Afganistan hófu í gær að framfylgja úrskurði leiðtoga hreyfingarinnar um að eyðileggja allar fornar styttur í landinu, að sögn í samræmi við lög íslams, þrátt fyrir hávær mótmæli á alþjóðavettvangi. Flestar stytturnar eru um 2. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Ráðstefna um konur og íþróttir

KVENFÉLAG Garðabæjar boðar til ráðstefnu um konur og íþróttir sem haldin verður laugardaginn 10. mars nk. í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og hefst stundvíslega kl. 10. Flutt verða eftirfarandi erindi: Kona sem leiðtogi: Hansína B. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Rekstri RÚV verði breytt

RÍKISÚTVARPIÐ verður áfram í þjóðareigu, það hættir að keppa á auglýsingamarkaði, Rás 2 verður ekki seld og afnotagjöld felld niður en RÚV rekið af fjárlögum, samkvæmt tillögu Sverris Hermannssonar, Frjálslynda flokknum, til þingsályktunar sem lögð hefur... Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

Réttarstaða björgunarmanna verði tryggð

FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldinn 24. febrúar sl. en í fulltrúaráði sitja 254 einstaklingar úr öllum aðildareiningum félagsins. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 440 orð

Samkeppni í stað samhjálpar

STAÐA almenningsþjónustu á landsbyggðinni var rædd utan dagskrár á Alþingi í gær. Málshefjandi var Jón Bjarnason, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði, en til andsvara Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Séra Sigrún Óskarsdóttir prestur

SÉRA Sigrún Óskarsdóttir, prestur íslenska safnaðarins í Noregi, hefur verið ráðin prestur í Árbæjarsókn. Mun hún hefja störf þar 1. maí næstkomandi. Sóknarprestur þar er sr. Þór Hauksson. Meira
2. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Staða Gylfa vænleg fyrir síðustu skákina

GYLFI Þórhallsson er með vinnings forskot á Þór Valtýsson í einvígi þeirra um sigur á Akureyrarmótinu í skák. Þeir félagar urðu efstir og jafnir á mótinu sem lauk um miðjan febrúar og þurftu því að heyja fjögurra skáka einvígi um sigurinn. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Standa með Milosevic

SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, á sér ennþá stuðningsmenn, eins og í ljós kom í gær, þegar hópur fólks tók sér stöðu fyrir utan íbúðarhús hans í Belgrad eftir að talsmenn dómsmálayfirvalda boðuðu handtökuskipun á hendur honum. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Suðrænir saltfiskdagar á Hótel Loftleiðum

JT VEITINGAR á Hótel Loftleiðum munu í samstarfi við saltfiskframleiðandann Ektafisk ehf. á Hauganesi við Eyjafjörð, vera með þemadaga helgaða saltfiski 1.-4. mars frá kl. 12 til 14 og 19 til 22 . Meira
2. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 151 orð | 1 mynd

Sungu og söfnuðu fé fyrir mæðrastyrksnefnd

HÓPUR félaga í Lionsklúbbnum Hæng á Akureryi tók sig til og myndaði öskudagslið að hætti barnanna og gengur þeir félagar á milli nokkurra fyrirtækja og tóku lagið fyrir starfsfólk. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 276 orð

Sýkna tryggir ekki bætur

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað íslenska ríkið að mestu af kröfum manns sem fór fram á bætur vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar opinbert mál var höfðað gegn honum vegna gruns um að hann hefði dregið sér fé. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Tíðni húðkrabbameins hefur tvöfaldast á tíu árum

FJÖLDI þeirra sem greinast með húðkrabbamein hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum og er það einkum rakið til aukinna sólbaða og notkunar ljósabekkja. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð

Trjáklippingar á Hvolsvelli, Klaustri og í Vík

GARÐYRKJUSKÓLI ríksins og Garðyrkjufélag Íslands boða til þriggja fræðslufyrirlestra um trjá- og runnaklippingar á næstunni. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Hlíðarenda á Hvolsvelli fimmtudagskvöldið 8. mars frá kl. 19.30 til 22. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Tæknifræðingar semja við ríkið

KJARAFÉLAG Tæknifræðingafélags Íslands og samninganefnd ríkisins hafa gengið frá nýjum kjarasamningi sem gildir til 30. apríl 2004. Auk almennra launahækkana var í samningnum m.a. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tæmdi úr slökkvitækjum

LÖGREGLAN í Reykjavík var kölluð að fjölbýlishúsi við Dalbraut síðdegis í gær þar sem óprúttinn maður, sem átti leið þarna um skömmu áður, hafði komist inn í stigagang hússins og tæmt þar úr tveimur sex kílóa duftslökkvitækjum. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 504 orð

Undrast yfirlýsingu yfirstjórnar lögreglunnar

Á ANNAÐ hundrað lögreglumenn, sem sátu félagsfund Landssambands lögreglumanna í gær, samþykktu ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við þau orð sem Jónas Magnússon, formaður sambandsins, lét falla í Ríkissjónvarpinu í fyrradag, að yfirvinnubann hefði... Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 384 orð | 5 myndir

Vel heppnuð æfing við góðar aðstæður

ÍSLENSKI alpaklúbburinn stóð fyrir árlegu "Ísklifurfestivali" í Kinnarfjöllum í Út-Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu á dögunum þar sem voru samankomnir 25 félagar til ísklifurs. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 514 orð

Verksmiðjuaðferðum nútímans kennt um

VERKSMIÐJUAÐFERÐIR við búfjárhald og áhrif hnattvæðingarinnar á viðskipti með landbúnaðarvörur hafa að mati sérfræðinga ýtt undir hraða útbreiðslu gin- og klaufaveiki um allt Bretland. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

VERNHARÐUR BJARNASON

VERNHARÐUR Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, andaðist á heimili sínu á Seltjarnarnesi í gærmorgun, á 84. aldursári. Vernharður fæddist 16. Meira
2. mars 2001 | Erlendar fréttir | 345 orð

Vilja ekki slaka á reglum um loftmengun

UMHVERFISSTOFNUN Bandaríkjanna (EPA) þarf ekki að taka tillit til aukins kostnaðar fyrirtækjanna þegar settar eru reglugerðir vegna útfærslu mengunarvarnalaganna sem kennd eru við hreint loft. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu í fyrradag. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 88 orð

Vinir Hellisheiðar opna netskráningu

VINIR Hellisheiðar opnuðu formlega á þriðjudag heimasíðu þar sem fólk getur skráð stuðning sinn við vegabætur, lýsingu og breikkun, á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Þrengsli. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Þvagfæradeildir Landspítala sameinaðar

SAMEINAÐAR hafa verið þvagfæraskurðdeildir Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi og við Hringbraut og verður deildin framvegis deild 13D við Hringbraut. Meira
2. mars 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ökumenn grunaðir um neyslu lyfja

TVEIR ökumenn í Kópavogi voru í gær stöðvaðir af lögreglunni vegna gruns um óhóflega lyfjaneyslu. Litlu munaði að ökumennirnir, konur um fimmtugt í báðum tilvikum, yllu stórtjóni í umferðinni. Meira
2. mars 2001 | Landsbyggðin | 112 orð | 1 mynd

Öskudagur í Búðardal

Búðardalur- Öskudagur gekk vel fyrir sig hér í Dölum og veðrið eins og best var hægt að hugsa sér. Meira

Ritstjórnargreinar

2. mars 2001 | Leiðarar | 927 orð

ATVINNURÉTTUR ÚTLENDINGA

Fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, sem er í vinnu hjá íslenzkum fyrirtækjum, hefur farið mjög fjölgandi á undanförnum árum samfara aukinni eftirspurn á vinnumarkaðnum. Meira
2. mars 2001 | Staksteinar | 387 orð | 2 myndir

Nauðvörn

BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði ræðir um vandræðin eftir að rækjuverksmiðja NASCO í Bolungarvík fór á hausinn. Meira

Menning

2. mars 2001 | Menningarlíf | 56 orð | 1 mynd

30 ára tíma-bil í list Sigurjóns

Í LISTASAFNI Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi hefur nú verið sett upp sýning sem fjallar um 30 ára tímabil í list Sigurjóns, árin 1930-1960. Á sýningunni eru bæði ljósmyndir og verk í eigu safnsins, raunsæisverk, andlitsmyndir og abstrakt verk. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 634 orð | 2 myndir

Baugagná sem bandið á

Spjaldvefnaður er ævafornt handverk sem lifir góðu lífi á Íslandi sem og í víðri veröld. Kristín Heiða Kristinsdóttir leit við í Þjóðarbókhlöðu þar sem í dag verður opnuð sýning á styttuböndum og öðrum íslenskum spjaldvefnaðargersemum. Sum hver eru ofin á 15. öld en önnur á þeirri tuttugustu og fyrstu. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Bond eignast barn

UNNUSTA Pierce Brosnan, umhverfisverndarsinninn og blaðamaðurinn Keely Shaye Smith, ól drenghnokka á þriðjudaginn sem þegar hefur verið nefndur Paris Beckett Brosnan. Meira
2. mars 2001 | Tónlist | 552 orð | 1 mynd

Eftirminnilegur píanóleikur

Flutt voru verk eftir Ravel og Elgar. Einleikari: Philippe Cassard. Stjórnandi: Rico Saccani. Fimmtudagurinn 1. mars, 2001. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 641 orð | 2 myndir

Ef við hjálpumst að getum við allt

LEIKFÉLÖG Fljótsdalshéraðs og Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýna annað kvöld leikritið Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson í Valaskjálf kl. 16. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Einn Missisippi ...!

ÞAÐ er mál manna að gamanmynd þeirra Coen-bræðra, Oh Brother Where Art Thou?, innihaldi einhverja athyglisverðustu tónlistarblöndu sem heyrst hefur í háa herrans tíð í kvikmynd. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 770 orð | 1 mynd

Eitt augnablik í nesti

Stefnumót Undirtóna á Gauki á Stöng 27. febrúar 2001. Fram komu Þórunn Antonía og hljómsveit, Slowblow og múm. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 152 orð

Frumsýnir söngleik í sumar

LEIKFÉLAG Íslands hefur ákveðið að fresta frumsýningu söngleiksins Hedwig eftir John Cameron Mitchell í Loftkastalanum en til stóð að frumsýna hann nú í lok febrúar. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Hlutverkaskipti í La Bohème

SÓLRÚN Bragadóttir syngur hlutverk Mímíar í La Bohème í Íslensku óperunni í kvöld og annað kvöld, laugardagskvöld. Sólrún tekur við hlutverkinu af Auði Gunnarsdóttur í þessum sýningum. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Knæputónlist!

ÞAÐ ER alltaf alveg rosalegt fjör á Coyote Ugly-knæpunni og platan með tónlistinni úr myndinni endurspeglar það svo um munar. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 203 orð | 1 mynd

Ljósmyndir af átaka- og hamfarasvæðum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra opnar ljósmyndasýninguna Andlit örbirgðar á morgun, laugardag, kl. 14 í Odda, húsi Háskóla Íslands. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 535 orð | 1 mynd

Meira en 20 tónleikar í fjórum flokkum

TUTTUGU og einir tónleikar eru á dagskrá Salarins, Tónlistarhúss Kópavogs, í marsmánuði. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 222 orð

Námskeið og fyrirlestrar í LHÍ

MARIAN Breedveld heldur fyrirlestur í LHÍ á mánudag, kl. 12.30 í stofu 24. Marian er hollenskur listmálari og prófessor við Rietveld Akademie í Amsterdam. Í verkum sínum hefur hún m.a. tekist á við spurningar er varða gjörðina að mála; efni málverksins... Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Út er komin bókin Leikni framar líkamsburðum - saga körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld , eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Óverðlaunað undrabarn!

ÞAÐ var mál tónlistaráhugamanna í Bretlandi að illa hefði verið farið með táningastjörnuna Craig David á Brit-verðlaunahátíðinni á mánudagskvöldið síðastliðið. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 342 orð | 2 myndir

"Erum háð þessu!"

Í KVÖLD mætast lið Menntaskólans á Akureyri og Verslunarskóla Íslands í 8-liða úrslitum Gettu betur . Keppnin fer fram á Akureyri og munu Verslingar að sögn fylkja liði til að styrkja sína menn. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 971 orð | 2 myndir

"Leikhúsið á sér stað í huga áhorfandans"

Nemendaleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Stræti eftir Jim Cartwright. Heiða Jóhannsdóttir spjallaði við leikstjórann Ingólf Níels Árnason og útskriftarhópinn um sýninguna. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 285 orð | 2 myndir

"Nú kem ég norður með fríðu föruneyti"

KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari kemur fram á tónleikum í Íþróttahöllinni á Akureyri á skírdag, 12. apríl, ásamt Höllu Margéti Árnadóttur sópransöngkonu, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara og Erni Árnasyni leikara. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 116 orð

Ráðstefna um íslenskar barnabækur

ÁRLEG ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir verður haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, laugardag, kl. 11. Ráðstefnur þessar eru orðnar fastur viðburður á vormánuðum í Gerðubergi. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 46 orð

Samsöngur fjögurra kóra

ÁRNESINGAKÓRINN, Borgarkórinn, Karlakór Keflavíkur og söngfélag Skaftfellinga halda sameiginlega tónleika í Fella- og Hólakirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 342 orð | 2 myndir

Samviskurokk

Í ÆFINGAHÚSNÆÐUM hljómsveita er samviska tónlistarmannana oft eini áhorfandinn. Svo virðist sem bílskúrshljómsveitir dagsins í dag hlusti vel á þennan meðfædda leiðarvísi. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 50 orð | 1 mynd

Síðasti pönnukökumorgunverðurinn

VERKIÐ á myndinni nefnist Síðasti pönnukökumorgunverðurinn og er eftir bandaríska listamanninn Dick Detzner. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 164 orð | 1 mynd

Skriðdrekastjórinn sem nú ekur snjóbíl

LEVINSKI PESKI, Síberíu. 1. mars 2001. Ivan Ladutko er fyrrum skriðdrekaökumaður og hefur af þeim sökum ferðast víða um þau ríki sem áður mynduðu ríkjasamband Sovétríkjanna. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

Snúið upp á Star Trek

Leikstjóri: Dean Parisot. Handrit: Robert Gordon, David Howard. Aðalhlutverk: Tim Allen, Sigourney Weaver, Alan Rickman. (98 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam-myndbönd. Öllum leyfð. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 54 orð | 1 mynd

Til heiðurs tónskáldi

Í TILEFNI af 120 ára afmæli tónskáldsins Sigvalda S. Kaldalóns verða karlakórstónleikar í Grindavíkurkirkju á sunnudag kl. 16. Meira
2. mars 2001 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Vanir menn!

ÞEIR ættu orðið að kunna þetta Dyflinidrengirnir í U2. Í rúma tvo áratugi hafa þeir bætt við perlum á festi sína sem er nú orðin æði löng og dýrmæt. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 407 orð | 1 mynd

Þar sem fólk er, þar vil ég sýna

TOLLI opnaði málverkasýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar sl. laugardag og sýnir þar ný olíumálverk, flest máluð í Berlín á síðasta og þessu ári þar sem Tolli er búsettur og vinnur. Meira
2. mars 2001 | Menningarlíf | 402 orð | 1 mynd

Öndvegisbækur í áskrift

EDDA - miðlun og útgáfa kynnti í gær nýjan bókaklúbb sem nefnist Íslands þúsund ár og hefur göngu sína á næstu vikum. Meira

Umræðan

2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 34 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur verður á morgun laugardaginn 3. mars Sigurður Björgvin Hansson, bóndi Lyngbrekku, Dalabyggð. Hann og eiginkona hans Bára H. Sigurðardóttir taka á móti gestum í félagsheimilinu Staðarfelli á afmælisdaginn 3. mars kl.... Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 3. mars, verður sjötugur Ævar Jóhannesson, Huldubraut 7, Kópavogi. Hann og fjölskylda hans taka á móti gestum í Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi, kl. 15 á... Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í dag föstustudaginn 2. mars Katrín S. Guðgeirsdóttir, frá Guðgeirshúsi á Hellissandi, nú til heimilis á Þinghólsbraut 19,... Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 42 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 3. mars, verður Helga Sigurðardóttir, Vallarbraut 6, Njarðvík, 75 ára. Helga verður með heitt á könnunni og tekur á móti ættingujum og vinum á afmælisdaginn 3. mars milli kl. Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 32 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Áttræð verður mánudaginn 5. mars nk. Jónína Eiríksdóttir,húsmóðir, Efstahjalla 25, Kópavogi. Fjölskyldan býður vinum og vandamönnum að samgleðjast með sér laugardaginn 3. mars nk. kl. 15-18 í safnaðarheimilinu Borgum v.... Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 2. mars, er níræð Jóhanna Kristjánsdóttir, Ólafsbraut 28, Ólafsvík, nú til heimilis á Dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík. Jóhanna verður með fjölskyldu sinni í Ólafsvík á... Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 936 orð | 1 mynd

Aldingarður fyrir útvalda: Suður-Afríka

Hvernig er yfirleitt hægt að skrifa svona langa grein, spyr Hjálmar Sveinsson, um Suður-Afríku án þess að minnast á alnæmi? Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 501 orð

DANSKT tryggingafyrirtæki hefur nú reynt að...

DANSKT tryggingafyrirtæki hefur nú reynt að hrinda í framkvæmd þeirri prýðilegu hugmynd að þeir sem ekki reykja fái einum degi meira í sumarfrí en reykingafólk. Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 246 orð

Dónaskapur við borgarstjórann

NÝVERIÐ birtist teikning í Morgunblaðinu eftir "Sigmund" af Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra. Alla jafna er í lagi að skopteikningar af stjórnmálamönnum birtist í blöðum svo framarlega að skopið sé létt og heilbrigt. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 540 orð | 2 myndir

Fuglarnir á Tjörninni

Þrif tjarnarfuglanna sýna, segir Jóhann Pálsson, að vel er búið að þeim. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 542 orð | 1 mynd

Grunnbygging framtíðarsýnar

Grunnur að bæjarfélagi sem vill og getur borið merki menningarbæjar, segir Valbjörg B. Fjólmundsdóttir, er góðir og virtir skólar á öllum stigum og sviðum. Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 856 orð

(Hebr. 12, 13.)

Í dag er föstudagur 2. mars, 61. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Látið fætur yðar feta beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt. Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 506 orð | 1 mynd

Hnefaleikar afsprengi hólmgöngu

HVORT sem um er að ræða hnefaleika sem atvinnugrein eða áhugamennsku má rekja þá til hólmgöngu eða einvígis að fornum sið. Því að þeir eru ekki annað en að limlesta eða dauðrota andstæðinginn og samrýmast engan veginn íþróttum nútímans. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 887 orð | 1 mynd

Já, pólitíkin

Grundvöllur lýðræðis er pólitík, segir Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson. Að við tökum virkan þátt og störfum með þeim hópum sem falla best að lífsskoðun okkar og hugsjónum. Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 627 orð | 5 myndir

Kasparov efstur í Linares eftir fimm umferðir

23.2.-7.3. 2001 Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Kynþáttadýrkun - kynþáttafordómar

Allir kynþættir jarðarinnar hafa eitthvað að gefa sem kemur öðrum að gagni, segir Sigurður Herlufsen og geta um leið þegið frá öðrum að sama skapi. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 452 orð | 1 mynd

Landverndarhyggja

Ráðherra þessi hefur talað fjálglega um umhverfismál, segir Siglaugur Brynleifsson, en hefur jafnframt unnið gegn dýrmæt- ustu náttúrusvæðum landsins. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 397 orð | 1 mynd

Leifur heppni kom við á vesturströnd Norður-Ameríku

Alls sáu um hundrað og fimmtíu manns brúðuleikhússýningarnar í Nanaimo og telur Hallgrímur Indriðason að þær mættu verða fastur liður í landkynningarstefnu utanríkisráðuneytis. Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 44 orð

Lífs er orðinn lekur knör

Lífs er orðinn lekur knör, líka ræðin fúin, hásetanna farið fjör og formaðurinn lúinn. Því er bezt að vinda' upp voð, venda undan landi og láta byrinn bera gnoð beint að heljar sandi. Þar mun brim við bláan sand brjóta um háa stokka. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 879 orð | 2 myndir

Menntun leiðbeinenda og einkaþjálfara á líkamsræktarstöðvum

Mikilvægt er, segja Margrét Jóhannsdóttir og Jóhann Emil Elíasson, að einkaþjálfarar eða leiðbeinendur líkamsræktarstöðva séu vel menntaðir í faginu. Meira
2. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 402 orð

Nafnlausu bréfi svarað

FYRIR nokkru skrifaði ég greinarkorn í Velvakanda og rakti hremmingar mínar á veitingastaðnum Sjanghæ á Þorláksmessu. Í sjálfu sér taldi ég því máli lokið með yfirlýsingu minni um algjört áhugaleysi á því að sækja þann stað aftur heim. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 282 orð | 1 mynd

"Við leggjum lið"

Ekkert okkar veit hvort við verðum í hópi þeirra, segir Hrund Hjaltadóttir, sem eru svo heppin að sleppa. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 443 orð | 1 mynd

Sýnum samstöðu

Kiwanishreyfingin er stolt af því, segir Gísli H. Árnason, að mega vera þátttakandi í átaki sem stuðlar að bættri líðan þúsunda einstaklinga. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 404 orð | 1 mynd

Tökum höndum saman

Það að fá krabbamein og gangast undir meðferð, segir Halla Þorvaldsdóttir, er erfiðara en við getum gert okkur í hugarlund. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 1030 orð | 1 mynd

Um greiningu og ráðgjöf fatlaðra barna

Þarna var margt skrafað, segir Brjánn Franzson, en ég hef sjaldan farið á óskipulegri samkundu. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 300 orð | 1 mynd

Úlfur, lamb og heypoki

Þyki þessi óverulega breyting á ferðavenjum tilræði við landsbyggðina, segir Helgi Hjörvar, er hægt að setja innanlandsflugið á æfinga- og einkaflugvöllinn sem byggður verður. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Vaxtarmótun - fæðubótarlyfjaneysla

Til mín hafa leitað íþróttamenn sem hafa áhuga á að taka þátt í heiðarlegri keppni, segir Ólafur Gunnar Sæmundsson, og telja sig eiga rétt á að keppa á jafnræðisgrunni. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Vegið að framförum og einstaklingsfrelsi

Það er merkilegt að maður sem er í forystu þess stjórnmálaflokks sem boðar einstaklingsfrelsi og minni ríkisafskipti, segir Hrafnkell Eiríksson, skuli ganga fremst í flokki þeirra sem gera það þveröfuga. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 998 orð | 1 mynd

Verzlunarhúsin frá Vopnafirði

Þessi gömlu hús, segir Þór Magnússon, voru sögulega merk á gömlum verzlunarstað. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Við eigum við ykkur orð

Bindindishreyfingin, segir Helgi Seljan, er ein þessara mannræktarhreyfinga sem leggur alla sína krafta að þeirri mannrækt sem hafnar samfylgd hvers konar eiturefna. Meira
2. mars 2001 | Aðsent efni | 548 orð | 1 mynd

Þú átt stefnumót við...

Innan veggja kirkjunnar og utan, segir Þór Hauksson, eru starfandi öflugir hópar ungmenna, sem vilja gera sitt til að bæta mannlífið. Meira

Minningargreinar

2. mars 2001 | Minningargreinar | 3190 orð | 1 mynd

ÁGÚST JÓNSSON

Ágúst Jónsson byggingameistari fæddist að Hlíð í Skíðadal 22. desember 1902. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þórðarson smiður og bóndi, f. 4. 10. 1867, d. 2.10. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2001 | Minningargreinar | 4655 orð | 1 mynd

ÁSLAUG SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Áslaug Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist í Reykjavík 6. september 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans 23. febrúar. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Þorkelsson, kaupmaður í Vísi og síðar forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 25.8. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2001 | Minningargreinar | 7643 orð | 1 mynd

BJÖRGVIN VILMUNDARSON

Björgvin Vilmundarson fæddist í Reykjavík 28. júní 1934. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilmundur Vilhjálmsson bifreiðastjóri frá Knútsborg á Seltjarnarnesi, f. 29. sept. 1899, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2001 | Minningargreinar | 2748 orð | 1 mynd

JÓN GYLFI HINRIKSSON

Gylfi var fæddur á Akranesi hinn 14. júní 1925. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 23. febrúar. Foreldrar hans voru Hinrik Jónsson bakari, síðan trésmiður í Reykjavík, f. 11. nóv. 1886 á Granda í Dýrafirði, d. 6. des. 1971, og k.h. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2001 | Minningargreinar | 3567 orð | 1 mynd

JÓNÍNA KATRÍN BJARNADÓTTIR

Jónína Katrín Bjarnadóttir fæddist í Mýrhúsum í Eyrarsveit 14. september 1914. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Tjörvason, f. 6.8.1873, d. 23.5. 1930, og Ingibjörg María Jónsdóttir, f. 5.5. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2001 | Minningargreinar | 1612 orð | 1 mynd

OLGA FANNEY KONRÁÐSDÓTTIR

Olga Fanney Konráðsdóttir fæddist á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit 20. nóvember 1913. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Konráð Jónsson, f. 18.2. 1881, d. 19.4. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2001 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

ÓSKAR EINARSSON

Óskar Einarsson fæddist að Húsum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 25. júní 1918. Hann lést á Landakotsspítala 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Gíslason, f. 14.2. 1886, d. 15.6. 1967, og Guðbjörg Snorradóttir, f. 14.2. 1890, d. 5.3. 1981. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 923 orð | 1 mynd

64% minni hagnaður

HAGNAÐUR Hf. Eimskipafélags Íslands nam 520 milljónum króna árið 2000 samanborið við 1.436 milljónir króna hagnað árið áður. Hagnaður fyrir skatta dróst saman um 90% frá árinu 1999 til ársins í fyrra, en í fyrra var hann 176 milljónir króna. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 806 orð | 1 mynd

Afkoma SH batnar um 339 milljónir

HAGNAÐUR af rekstri SH samstæðunnar varð 152 milljónir króna í fyrra á móti 187 milljóna tapi árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsliði var 952 milljónir króna og jókst um 43% frá því í fyrra. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 183 orð

E-toys gjaldþrota

E-toys, ein stærsta smásöluverslun með leikföng á Netinu, mun loka verslunum sínum í Bandaríkjunum 8. mars nk. Fyrirtækið hefur nú þegar hætt starfsemi í Evrópu og sagt upp öllum starfsmönnum sínum. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 2125 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 1.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 1.3.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Ýsa 166 159 163 288 46.927 Þorskur 145 145 145 183 26.535 Samtals 156 471 73.462 FMS Á ÍSAFIRÐI Annar afli 1.850 1. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 313 orð | 1 mynd

Framlegð Tæknivals úr 28% í 32%

"ÁFRAM var unnið að því á síðasta ári að gera gagngerar breytingar á rekstri Tæknivals til þess að auka framlegð og gæði þjónustu. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Kvöldopnun skilar litlu

TILRAUN með að hafa opið fram eftir kvöldi á sænska verðbréfaþinginu skilaði litlum viðskiptum fyrsta daginn en þykir engu að síður hafa gefist ágætlega. Opið var til kl. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 85 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.215,74 0,40 FTSE 100 5.908,60 -0,16 DAX í Frankfurt 6.150,08 -0,94 CAC 40 í París 5. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 610 orð | 1 mynd

Nær þreföldun hagnaðar

HAGNAÐUR Pharmaco-samstæðunnar nam rúmum 893 milljónum króna á síðasta ári samanborið við tæpar 332 milljónir króna árið 1999. Er þetta tæplega þreföldun hagnaðar á milli ára. Hagnaður fyrir skatta og minnihluta nam rúmum 1. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 478 orð | 1 mynd

Reksturinn áfram í járnum

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. var rekið með 484 milljón króna tapi á árinu 2000 samanborið við 102 milljón króna hagnað árið áður. Þetta mikla tap má einkum rekja til mikils gengistaps á seinni hluta ársins, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Samræmd vísitala neysluverðs 3,4%

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 107,3 stig í janúar sl. og lækkaði um 0,3% frá desember. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,3%. Meira
2. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 71 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 1.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 1.3. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Fastir þættir

2. mars 2001 | Fastir þættir | 788 orð

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Árlega koma saman konur í yfir 170 löndum um allan heim til bænastunda fyrsta föstudag í mars. Þetta er samkirkjulegt starf og undirbúið í sjálfboðavinnu af konum á öllum aldri. Meira
2. mars 2001 | Fastir þættir | 346 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞEGAR útspil er valið ber fyrst að hlusta á sagnir og síðan að líta á splin sín. Undir venjulegum kringumstæðum er ekki gáfulegt að spila út frá KGxx gegn trompsamningi, en þegar búið er að melda alla aðra liti horfir málið öðruvísi við. Meira
2. mars 2001 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

ÞEGAR umsátrið í Sarajevo stóð sem hæst í Bosníustríðinu tókst tveim af sterkustu stórmeisturum þjóðarinnar að flytja sig um set til Vesturlanda. Predrag Nikolic og Ivan Sokolov dvöldust þá um stundarsakir í Færeyjum við skákþjálfun. Meira
2. mars 2001 | Viðhorf | 804 orð

Útlæg útlenska

Þjóðernissinnaðir stjórnmálamenn hafa tekið sér vald til að banna fólki að nota annað tungumál en íslensku við ákveðnar aðstæður. Meira

Íþróttir

2. mars 2001 | Íþróttir | 130 orð

Athugasemd frá Þóri Jónssyni

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þóri Jónssyni, formanni Ungmennafélags Íslands: "Vegna viðtals við mig í Morgunblaðinu 1. mars sl. vil ég leiðrétta það sem eftir mér var haft. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 409 orð | 2 myndir

Bjartsýni eftir sigurinn á Spánverjum

ENGLENDINGAR eru að vonum ánægðir með frammistöðu knattspyrnulandsliðs síns sem vann sannfærandi sigur á Spánverjum, 3:0, í vináttulandsleik í Birmingham í fyrrakvöld. Fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Englands, hinn sænski Sven Göran Eriksson, gat ekki byrjað betur og í öllum skrifum enskra fjölmiðla um leikinn ríkir bjartsýni um að betri tímar séu framundan hjá landsliðinu. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 258 orð

Dýrlingur fallinn af stalli

SKÍÐAGÖNGUMAÐURINN Mika Myllylä hefur verið dáður um allt Finnland enda einn sigursælasti íþróttamaður þjóðarinnar undanfarin ár. En á einum stað í Finnlandi hefur hann verið í hópi dýrlinga, þ.e. í heimabænum Haapajärvi. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 239 orð

EINAR Karl Hjartarson, Íslandsmethafi í hástökki...

EINAR Karl Hjartarson, Íslandsmethafi í hástökki úr ÍR, hefur fengið boð um nám við háskólann í Austin í Texas næsta haust. Um leið myndi Einar æfa og keppa fyrir skólann í hástökki, en við skólann eru færir þjálfarar á því sviði. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 41 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Njarðvík 19 15 4 1749:1508 30 Tindastóll 20 15 5 1790:1698 30 Keflavík 20 15 5 1851:1671 30 KR 19 13 6 1690:1553 26 Haukar 20 11 9 1655:1585 22 Hamar 20 11 9 1672:1705 22 Grindavík 20 10 10 1756:1720 20 Skallagr. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 18 orð

HANDKNATTLEIKUR Nissan-deildin 1.

HANDKNATTLEIKUR Nissan-deildin 1. deild karla: Austurberg:ÍR - ÍBV 20 Kaplakriki:FH - Breiðablik 20 2. deild karla: Akureyri:Þór A. - Völsungur 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deildin Úrvalsdeild karla: Njarðvík:UMFN - KR 20 1. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

Harður skellur bikarmeistara

NÝBAKAÐIR bikarmeistarar ÍR fengu harðan og jafnvel afdrifaríkan í Seljaskóla þegar þrautseigir Skallagrímsmenn sóttu þá heim og unnu 84:86 með góðum endaspretti. Bæði lið voru með 16 stig fyrir leikinn en ÍR í 9. sæti og Borgnesingar því áttunda. Þar skilur á milli feigs og ófeigs því aðeins átta lið ná í úrslitakeppnina. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 277 orð

Hátt stigaskor hefur einkennt viðureignir Keflvíkinga...

Hátt stigaskor hefur einkennt viðureignir Keflvíkinga og Þórsara undanfarin ár og á því varð engin breyting í Keflavík í gærkvöldi þegar Keflavík vann 105:91. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

HJÖRTUR Harðarson lék ekki með Keflvíkingum...

HJÖRTUR Harðarson lék ekki með Keflvíkingum í gærkvöldi, hann er meiddur á il en verður klár í slaginn innan tíðar. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 410 orð | 2 myndir

Koss reiknar með að fleiri falli

JOHANN Olav Koss segist vonast til þess að hinn góði árangur, sem náðist við lyfjaeftirlit á HM í skíðum á dögunum, marki upphafið að öruggari og ítarlegri prófum þannig að þeir sem hafi rangt við í íþróttum eigi færri leiðir til þess komast upp með iðju sína. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 239 orð

KR og Fjölnir gera venslasamning

Knattspyrnudeildir KR og Fjölnis gerðu í gær með sér venslasamning sem er í samræmi samþykktar síðasta ársþings Knattspyrnusambandsins. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 35 orð

Kvennakvöld Breiðabliks Kvennakvöld Breiðabliks verður í...

Kvennakvöld Breiðabliks Kvennakvöld Breiðabliks verður í Smáranum í kvöld. Þar munu m.a. Borgardætur skemmta og meistaraflokkur kvenna heldur tískusýningu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður, er ræðumaður kvöldsins. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 63 orð

Ólafur hafnaði Skotlandsför

ÓLAFUR Páll Snorrason, íslenski unglingalandsliðsmaðurinn hjá enska knattspyrnufélaginu Bolton Wanderers, hefur hafnað því að fara til skoska 2. deildarfélagsins Clydebank sem lánsmaður. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Sporting mætt til leiks

LEIKMENN Sporting frá Lissabon komu til landsins í gærkvöldi en þeir mæta Haukum í síðari viðureign liðanna í 8 liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Leikurinn fer í fram í íþróttahúsi Hauka við Ásvelli kl. 16 á laugardaginn. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 838 orð

Valur/Fjölnir fallið

MIKIL spenna er hlaupin í úrvalsdeildina í körfuknattleik. Tvær umferðir eru eftir og einum leik betur en í gær varð ljóst að Valur/Fjölnir fellur ásamt KFÍ, sem þegar var fallið og á toppnum eru þrjú lið efst og jöfn með 30 stig þannig að baráttan er hörð um deildarmeistaratitilinn. Þá styrktu Skallagrímsmenn stöðu sína gagnvart ÍR-ingum hvað varðar áttunda sætið í úrslitakeppninni. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 604 orð

Valur/Fjölnir - Hamar 86:87 Íþróttamiðstöðin Grafarvogi,...

Valur/Fjölnir - Hamar 86:87 Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Epson-deild, fimmtudaginn 1. mars 2001. Meira
2. mars 2001 | Íþróttir | 116 orð

Þórður fer til Derby

ÞÓRÐUR Guðjónsson verður væntanlega í leikmannahópi Derby þegar liðið heimsækir Tottenham á morgun því búið er að ganga frá leigusamningi milli Derby og Las Palmas. Meira

Úr verinu

2. mars 2001 | Úr verinu | 497 orð

ESB gagnrýnir Íslendinga og Norðmenn

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur lýst yfir áhyggjum vegna þess sem það kallar stjórnlausar veiðar á kolmunna, eftir að samningaviðræður milli ESB, Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og fleiri strandveiðiþjóða við Norðaustur-Atlantshaf sigldu í strand fyrir skömmu. Meira
2. mars 2001 | Úr verinu | 190 orð | 1 mynd

Kolmunninn kynntur

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fleiri aðilar vinna nú að verkefni sem felst í því að vinna kolmunna til manneldis. Verkefnið er styrkt af RANNÍS. Á síðasta ári veiddu íslenzk skip um 260. Meira
2. mars 2001 | Úr verinu | 132 orð

Loðna fyrir austan

SKIPVERJAR á Sunnubergi NS urðu varir við loðnu 15 mílur austsuðaustan við Eystrahorn í gær. Um lítinn blett var að ræða og því þótti ekki taka því að bíða til kvölds heldur var haldið áfram á miðin á Faxaflóa. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 249 orð | 1 mynd

Afa og ömmu að þakka

ÉG HEITI nú bara í höfuðið á afa mínum og ömmu," segir Ágúst Mars Valgeirsson, málari, og þykir engin furðufregn að tvö mánaðanöfn tengist í nafni hans. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 343 orð

Byggingafélagið Desember ehf.

Í KÁRSNESI er hópur manna önnum kafinn við byggingavinnu en þar rísa nú iðnaðarhús að kanadískri fyrirmynd. Verkið er á vegum byggingafélagsins Desember ehf. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 251 orð

Byggingafélagið Maí ehf.

ÞAÐ er nú þannig að fjöldi fyrirtækja á Íslandi er slíkur að öll nöfn virðast bókstaflega vera upptekin," segir kankvís Þorvaldur Þorvaldsson húsasmíðameistari, þegar spurt er um ástæður þess að hann nefndi byggingafyrirtæki sitt Maí ehf. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 58 orð | 4 myndir

Framtíð flugvallar

Hvar er hægt að kjósa? KOSIÐ verður um framtíð flugvallar í Vatnsmýri 17. mars. Íbúar Reykjavíkur 18 ára og eldri geta kosið. Þeir sem vilja kjósa skriflega geta gert það í Ráðhúsinu dagana 10.-16. mars. Á sjálfan kjördaginn verður kosið á tölvu. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 30 orð

Fræðsla um húsnæði

FRÆÐSLA verður um húsnæðismál í Miðstöð nýbúa við Skeljanes þriðjudaginn 13. mars, klukkan átta til tíu um kvöldið. Fjallað verður um íbúðaleit, húsaleigu-samninga og fleira. Þýtt verður á ensku og... Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 779 orð | 5 myndir

HAUST- OG VETRARTÍSKAN 2001/2002

Engir víðir og síðir jakkar, ekkert mussuyfirbragð, heldur aðskornir jakkar og flögrandi pils í siðsamlegri sídd fyrir neðan hné. Sigrún Davíðsdóttir var á tískuvikunni í London, þar sem pent útlit sjöunda áratugarins gekk í endurnýjun lífdaga og svart sló, enn einu sinni, rækilega í gegn. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1497 orð | 2 myndir

hjóna

Helgardvöl í fallegu og friðsælu umhverfi er góð upplyfting fyrir hjón og fólk í sambúð. Sveinn Guðjónsson tók sér frí frá amstri Daglegs lífs og horfði ásamt eiginkonu sinni yfir farinn veg og spáði í framtíðina. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 380 orð

Hljóðverið September ehf.

ÞEGAR hringt er í hljóðverið September ehf. svarar Matthías Matthíasson í símann, enda eini fasti starfsmaður fyrirtækisins. Það segir þó alls ekki alla söguna því á staðnum starfar jafnframt fjöldi verktaka við ýmis verkefni. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 390 orð | 1 mynd

Hugdetta foreldranna

ÉG ÁTTI reyndar upphaflega að heita öðru nafni," segir Júlí Ósk Antonsdóttir, 17 ára Ólafsfirðingur. "Þegar mamma gekk með mig, var maður sem vann með henni sem sagði henni að hún myndi eignast stúlku þann 29. september. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 354 orð | 5 myndir

List

V EGGJAKROT er talið til alþýðulistar samkvæmt skilgreiningu alfræðirita enda á fyrirbærið sér langa hefð og hefur meðal annars fundist við fornleifauppgröft í Pompei og Róm. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 353 orð

Mánaðanöfn Íslendinga

Í bókinni Nöfn Íslendinga finnast eftirfarandi nöfn sem eiga sér samsvörun í mánaðaheitunum. Sum eru enn notuð, önnur hafa dáið út með nafnberunum. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 512 orð | 1 mynd

Mætti heita Aprílína

HÚN Apríl Sól er fædd í september og heitir enda ekki beint eftir mánuðinum apríl. "Ég held að mömmu mína hafi dreymt þetta nafn," segir stúlkan, sem er 12 ára, þegar spurt er um ástæður nafnsins. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 28 orð

Nýjar íbúðir

NÝLEGA var tekið í notkun nýtt hús á Sléttuvegi 9 í Reykjavík. Í húsinu eru 27 íbúðir hannaðar fyrir öryrkja. Húsið var reist samkvæmt samningi milli félagsmála-ráðuneytis og... Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 318 orð | 5 myndir

Skuggaskipti

MATTIR pastellitir, appelsínugult, hindberjarautt, fjólublátt og glýjugrænt eru fremstir í flokki lita sumarsins að mati tískufræðinga. Einnig ofurhvítt með svörtu, ljósbrúnt í ætt við sólstrandarsand og leir, rjómalitur, ljósgult og húðlitarbleikt. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 694 orð | 1 mynd

Sumarástin bar ávöxt

ÞAÐ var á Akureyri sumarið 1934 sem biluð vél og sumarást leiddu til þeirrar sérstöku nafngiftar sem hér er um rætt. Júlí Sæberg flugumsjónarmaður var í æsku að líkindum eini maðurinn á landinu sem bar nafnið Júlí, og er spurður um söguna að baki. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 244 orð | 1 mynd

Sveitirnar í sóttkví

"ÞETTA var það sem breskur landbúnaður mátti síst við," sagði Tony Blair forsætis-ráðherra þegar hann heyrði um gin- og klaufa-veikina. Veikin er mjög smitandi og leggst á húsdýr; kýr, kindur og svín. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 630 orð | 1 mynd

Upplyfting fyrir elskandi pör

"MARKMIÐIÐ með þessu námskeiði, "Að njóta, elska og hvílast", er að gera ástfangin pör ástfangnari," sagði Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi og leiðbeinandi á námskeiðinu á Skógum. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 145 orð

Útgerðarfélagið

VIÐ hjónin eigum bæði afmæli 1. nóvember," segir Kristín Helgadóttir þegar spurt er hvers vegna Nóvember ehf. hafi verið valið sem nafn á útgerð hennar og eiginmannsins, Brynjars Gunnarssonar. Meira
2. mars 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 88 orð

Vel launaður svefn

Í DANMÖRKU er sérstakt ráð sem ákveður hvaða flóttamenn fá hæli í landinu. Ráðið heldur þrjá fundi í mánuði. Fyrir þessa fundasetu fá nefndar-menn góð árslaun. Þeim gengur hins vegar illa að halda sér vakandi á fundum. Meira

Ýmis aukablöð

2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 343 orð | 2 myndir

Á hælinu með de Sade

Stjörnubíó frumsýnir nýjustu mynd Philips Kaufmans, Quills, í samvinnu við Bíóblaðið. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 46 orð

Denzel í Titans

Denzel Washington fer með aðalhlutverkið í ruðningsboltamyndinni Remember the Titans , sem frumsýnd verður í dag í Bíóhöllinni, Bíóborginni, Kringlubíói og Nýja bíó Akureyri . Denzel leikur þjálfara ruðningsboltaliðs sem hefur á brattann að sækja. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 42 orð

Depp í Blow

Háskólabíó og Laugarásbíó frumsýna 27. apríl nýjustu mynd Ted Demme sem heitir Blow . Hún er með Johnny Depp í aðalhlutverki en myndin gerist á áttunda áratugnum og fjallar um eiturlyfjasmygl frá Kólumbíu til Bandaríkjanna. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 46 orð | 1 mynd

Gere er dr. T

Háskólabíó frumsýnir í dag nýjustu mynd Robert Altmans sem heitir Dr. T og konurnar eða Dr. T and the Women . Með aðalhlutverkið fer Richard Gere en hann leikur lækni sem er umvafinn kvenfólki enda sérstaklega skilningsríkur. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 278 orð | 1 mynd

Gladiator sigursæll

Breska kvikmyndin Gladiator vann til fimm verðlauna á Bafta-verðlaunaafhendingunni í London sem fór fram síðastliðinn sunnudag en hún var m.a. valin besta kvikmyndin. Verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki komu í hlut hins fjórtán ára Jamie Bell fyrir frammistöðu hans í kvikmyndinni Billy Elliot. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 864 orð | 4 myndir

Hin dulúðuga

Charlotte Rampling þykir með sérstæðari leikkonum og hefur ávallt vakið mikla athygli, oft hneykslun, fyrir hlutverkaval og lífsstíl. Fyrir tólf árum varð hún að leggja kvikmyndaleikinn á hilluna þar sem hún var lögð inn á geðveikrahæli vegna alvarlegs þunglyndis í ein sjö ár. Hún er nú komin aftur fram á sjónarsviðið, hefur slegið rækilega í gegn og hlaut heiðurssesar um síðustu helgi, skrifar Oddný Sen. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 120 orð

Íslenskur tæknitryllir tekinn í Kanada í haust

SÁLFRÆÐILEGUR tæknitryllir, sem heitir 1.0 , var ein þeirra mynda sem hlutu framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði Íslands í janúar og verður myndin gerð á ensku vestur í Kanada í haust. Myndin mun kosta um 100 milljónir króna og stendur fjármögnun yfir. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 534 orð | 1 mynd

Konur vilja

KONUR geta gert allt það sem karlmenn geta gert og alið börn á meðan, segir máltækið. Má vera, má vel vera. Svo mikið er víst að konur eru um þessar mundir að sækja í sig veðrið á þeim sviðum kvikmynda, sem áður heyrðu að mestu undir karla, þ.e. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 1175 orð | 3 myndir

Kynlíf í kvikmyndum

Kynlífsatriði mega missa sín, segir Martin Scorsese. Aðrir eru á því að þau séu nauðsynleg í ákveðnu samhengi en alltaf vandmeðfarin. Arnaldur Indriðason skoðaði hvaða augum leikstjórar á borð við Sidney Pollack, Ang Lee, Anthony Minghella og fleiri líta kynlíf í kvikmyndum og hvernig þeir sjálfir nálgast kynlífsatriðin. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 435 orð

Litli bróðir sannar sig

TÆPUM átta árum eftir að stóri bróðir, River Phoenix, féll frá á besta aldri, er Joaquin , hinn 27 ára "litli bróðir" hans, tekinn við á leikarabrautinni. Hann virðist lítið síðri og hefur m.a. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 398 orð | 1 mynd

Lífið er ruðningur

Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna nýjustu mynd Denzels Washingtons, Remember the Titans. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 411 orð | 2 myndir

Læknirinn góði og konurnar hans

Háskólabíó frumsýnir nýja mynd eftir Robert Altman sem heitir Dr. T and the Women og er með Richard Gere í aðalhlutverki. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 470 orð | 1 mynd

Maður með

Ein þeirra mynda sem hlutu framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði á dögunum er sálfræðilegi tæknitryllirinn 1.0 og verður myndin gerð á ensku vestur í Kanada. Páll Kristinn Pálsson spjallaði við annan höfund hennar, Martein Þórsson. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 58 orð | 1 mynd

Nakið og ónýtt?

EINN fremsti leikstjóri samtímans, Martin Scorsese , heldur því fram að kynlífsatriði í kvikmyndum séu sem næst óæskileg; þau hægi um of á atburðarásinni. Svo mikið er víst að meðferð nektar- og kynlífsatriða eru með því vandmeðfarnasta í kvikmyndagerð. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 1583 orð | 6 myndir

Ósýndar í Óskar 2000

Nú er farið að styttast í Óskarsverðlaunaafhendingarhátíðina og enn eru ósýndar hérlendis fjölmargar myndir sem tilnefndar eru og þykja sigurstranglegar. Við komum þó til með að fá tækifæri til að sjá þær á næstu vikum og Sæbjörn Valdimarsson kynnir hér verkin sem enn eru lítt þekktar stærðir í íslenskum kvikmyndaheimi. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 62 orð | 1 mynd

Óþekktu stærðirnar

NÚ er farið að styttast í Óskarsverðlaunahátíðina og enn eru ósýndar hérlendis fjölmargar myndir sem tilnefndar eru og þykja sigurstranglegar. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 51 orð

Quills á Bíóblaðsdögum

Stjörnubíó frumsýnir í dag nýjustu mynd bandaríska leikstjórans Philip Kaufmans , Quills . Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 82 orð | 1 mynd

Sesar handa Charlotte

CHARLOTTE Rampling þykir með sérstæðari leikkonum og hefur ávallt vakið mikla athygli, oft hneykslun, fyrir hlutverkaval og lífsstíl. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 279 orð

Sesarinn 2001

Tuttugasta og sjötta Sesarsverðlaunaafhendingin fór fram í Champs-Elysées leikhúsinu 24. febrúar við hátíðlega athöfn en þessi árlegi viðburður er haldinn á vegum frönsku kvikmyndaakademíunnar og Canal +. Þetta eru sérfrönsk verðlaun sem þykja afar eftirsóknarverð og tryggja þeim myndum, sem hljóta sesarinn, brautargengi erlendis. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 56 orð | 1 mynd

Síðasti dansinn

Bíóhöllin og Nýja bíó Akureyri frumsýna innan skamms bandarísku myndina Save the Last Dance með Julia Styles . Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 54 orð

Spacey og Hunt

Kringlubíó, Sambíóin Álfabakka, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frumsýna myndina Pay it Forward 23. mars en hún er með Kevin Spacey, Helen Hunt og Haley Joel Osment í aðalhlutverkum. Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 433 orð | 1 mynd

Swank gegn Pacino Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank...

Swank gegn Pacino Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank ( Boys Don't Cry ) hefur tekið að sér að leika aðalkvenhlutverkið í sálfræðidramanu Insomnia eða Svefnleysi á móti Al Pacino . Meira
2. mars 2001 | Kvikmyndablað | 974 orð | 1 mynd

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

NÝJAR MYNDIR FJÖÐURSTAFIR - QUILLS Stjörnubíó: Kl. 5:45 - 8 - 10:15. Aukas. um h. kl. 3:30. REMEMBER THE TITANS Bíóhöllin: Kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15. Bíóborgin: Kl. 5:45 - 8 - 10:15. Aukas. u. h. kl. 3:30. Kringlubíó: Kl. 3:45 - 6 - 8 - 10:15. DR. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.