Greinar laugardaginn 10. mars 2001

Forsíða

10. mars 2001 | Forsíða | 83 orð | 1 mynd

Blóðug mótmæli í Úkraínu

ANDSTÆÐINGAR Úkraínuforseta, Leoníds Kuchmas, lentu í átökum við lögregluna í gær. Þá leystist minningarathöfn um úkraínska þjóðskáldið Taras Shevenko upp í blóðugustu mótmæli herferðarinnar gegn forsetanum. Nokkrir særðust í átökum fylkinganna. Meira
10. mars 2001 | Forsíða | 208 orð

Fullveldisstefna heldur velli

SAMSTEYPUSTJÓRNINNI í Færeyjum tókst aðfaranótt föstudags með naumindum að komast hjá klofningi eftir margra daga viðræður og var ákveðið að haldið skyldi áfram að vinna að fullveldi. Meira
10. mars 2001 | Forsíða | 332 orð | 1 mynd

Mannskæðar árásir albanskra skæruliða

ALBANSKIR skæruliðar hertu enn árásir sínar við landamæri Serbíu og Makedóníu í gær. Srdjan Kerim, utanríkisráðherra Makedóníu, sat fund með yfirstjórn, Atlantshafsbandalagsins, NATO, í gærdag sem lýsti yfir stuðningi við Makedóníumenn. Meira
10. mars 2001 | Forsíða | 120 orð

Milljónatjón í eldisstöð

MILLJÓNATJÓN varð í fiskeldisstöð skammt utan við Flekkefjord í Noregi aðfaranótt fimmtudags, segir í norska vefritinu Fiskaren . Svo virðist sem siglt hafi verið á fiskeldiskvíar stöðvarinnar. Meira
10. mars 2001 | Forsíða | 258 orð

Sharon vill hitta Arafat að máli

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur lýst því yfir að hann vilji hitta Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að máli til að reyna að stöðva átökin á sjálfstjórnarsvæðunum, sem hafa nú staðið í fimm mánuði. Meira

Fréttir

10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

103 fyrirlesarar tala á tveimur dögum

YFIR sjöhundruð manns voru við setningu ráðstefnunnar UT2001 í Borgarholtsskóla í gær en hún fjallar um upplýsingatækni í skólastarfi. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 206 orð

5,5 milljónir í bætur vegna vinnuslyss

HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt Íslenska járnblendifélagið til að greiða manni rúmlega 5,5 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss sem varð þegar hann var í starfi hjá fyrirtækinu fyrir tæplega tíu árum. Meira
10. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 562 orð | 1 mynd

Allir eigendur tilbúnir að selja

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna við eigendur verslunarmiðstöðvarinnar Sunnuhlíðar um framtíð húsnæðisins en jafnramt er tekið fram í bókun bæjarráðs að ekki séu uppi áform um að breyta ákvörðun um að byggja við Amtsbókasafnið. Meira
10. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 168 orð | 1 mynd

Allt sem þér viljið!

LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir glænýjan sakamálafarsa, sem ber heitið Allt sem þér viljið!, næstkomandi laugardag, 10. mars. Meira
10. mars 2001 | Miðopna | 722 orð

Alvarleg áhrif af löngu verkfalli

ÞAÐ er mat Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, að hugsanlegt verkfall sjómanna leiði ekki af sér mikil efnahagsáhrif, vari það í skamman tíma, vegna mikillar afkastagetu fiskiskipaflotans. Öðru máli gegni verði verkfall langvinnt. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 242 orð

Alþjóðlegur gagnagrunnur um íslenska hestinn

BÆNDASAMTÖKIN hafa tekið að sér að halda miðlægan gagnagrunn fyrir alla ræktendur íslenska hestsins hvarvetna í heiminum. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ástralskur stórmeistari í skák heldur fyrirlestur

ÁSTRALSKI stórmeistarinn Ian Rogers flytur mánudaginn 12. mars kl. 20 fyrirlestur í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 313 orð

Átak gert í tölvuvæðingu bændabýla

STEFNT er að átaki í tölvukennslu og tæknivæðingu bændabýla á landinu, samkvæmt tillögum nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði í október sl. sem hafði það hlutverk að auka samkeppnishæfni sveitanna. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð

BÍL styður baráttu arkitekta

BANDALAG íslenskra listamanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Stjórn BÍL lýsir stuðningi sínum við baráttu arkitekta fyrir að fá viðurkenndan siðferðislegan og lögverndaðan höfundarrétt að verkum sínum og að hann verði virtur í samræmi við... Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 769 orð | 1 mynd

Brigitte Bardot og flækingshundarnir í Búkarest

LÍKLEGA hefði það aðeins verið á færi okkar fræga leikskálds, Eugene Ionescos, að setja saman þessa sögu enda var hann snillingur í að draga upp myndir af heimi fáránleikans. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Doktor í dýralækningum

BJÖRN Steinbjörnsson varði doktorsritgerð 9. júní síðastliðinn í dýralækningum við dýralæknaháskólann í Hannover í Þýskalandi. Leiðbeinandi var Hans Merkt, prófessor emiritus við Institut für Reproduktion við Dýralæknaháskólann í Hannover. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ekki ástæða til að endursenda ársreikninga

RÍKISSKATTSTJÓRI telur vart koma til álita að embættið skili ársreikningum einkahlutafélaga sem því hafa verið sendir. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Eldur kviknaði í vélarrúmi

ELDUR kom upp í vélarrúmi vélbátsins Sigurbjargar ST-55 þar sem hann var á netaveiðum skammt norðvestur af Dritvík á Snæfellsnesi síðdegis í gær. Fjórum bátsverjum tókst að slökkva eldinn en báturinn missti vélarafl og var dreginn til hafnar á Rifi. Meira
10. mars 2001 | Landsbyggðin | 126 orð

Elísabet Benediktsdóttir ráðin framkvæmdastjóri

Egilsstöðum- Elísabet Benediktsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands. Hún tekur við af Gunnari Vignissyni, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 1993. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fjörur gengnar

UMFANGSMIKIL leit fer fram vegna flugslyssins sem varð þriðjudaginn 6. mars nálægt Vestmannaeyjum. Gengnar verða fjörur frá Dyrhólaey í austri að Reykjanesvita í vestri. Leitað verður á bílum, fjórhjólum, bátum, með gangandi mönnum og leitarhundum. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 536 orð

Formaður kúabænda var felldur í stjórnarkjöri

ARI Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hlaut einróma kjör þingfulltrúa á Búnaðarþingi í gær sem formaður til næstu þriggja ára. Þau tíðindi gerðust við stjórnarkjörið að tveir stjórnarmenn, sem gáfu kost á sér áfram, náðu ekki kjöri í aðalstjórn. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 1577 orð | 4 myndir

Fór allt langt fram úr björtustu vonum

Vestur-Íslendingar í Manitoba kvöddu nýverið hjónin Svavar Gestsson aðal- ræðismann og Guðrúnu Ágústsdóttur eftir tveggja ára dvöl þeirra í Kanada. Jón E. Gústavsson fylgdist með og ræddi meðal annars við Geir H. Haarde fjár- málaráðherra sem var viðstaddur. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fundur um flugvallarmál í Perlunni

SAMTÖK um betri byggð efna til kynningarfundar í Perlunni sunnudaginn 11. mars kl. 15. Hinn 17. mars nk. verður kosið um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 471 orð | 2 myndir

Gimli tók við af Vatnajökli

Sigurjón Sighvatsson er framleiðandi kafbátamyndar sem nú er verið að taka upp í Kanada og skartar Harrison Ford í aðalhlutverki og Ingvari Sigurðssyni í aukahlutverki. Jón E. Gústafsson hitti Sigurjón að máli á tökustað. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 78 orð

Greip til kjötaxar í slagsmálum

UNGUR maður undir áhrifum fíkniefna var handtekinn í Tryggvagötu rétt eftir miðnætti í fyrrinótt þar sem hann var að sveifla kjötöxi. Hann var í hópi manna sem lentu í slagsmálum, greip til vopna og ógnaði nærstöddum. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Gæti komið demókrötum í meirihluta

BANDARÍSKIR stjórnmálaskýrendur hafa undanfarið velt vöngum yfir heilsu og lífslíkum öldungadeildarþingmannsins Stroms Thurmonds, sem er 98 ára gamall og er orðinn nokkuð hrumur. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð

Húsnæði valið í næstu viku

AÐ SÖGN Theódórs Agnars Björnssonar, forstjóra Byggðastofnunar, verður ákveðið í næstu viku hvaða húsnæði verður valið undir starfsemi stofnunarinnar á Sauðárkróki. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 254 orð

Hörð viðbrögð við tillögu

NÝR kirkjumálaráðherra Danmerkur strauk mörgum íhaldssömum stjórnmálamönnum ranghæris er hann lagði til í gær að öll trúarbrögð nytu sömu stöðu í Danmörku. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Í fremstu röð í lúðueldi

FISKELDI Eyjafjarðar hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun Rannsóknarráðs Íslands og Útflutningsráðs árið 2001 og tók Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, við verðlaununum. Meira
10. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 317 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Sunnudagaskólinn verður á Hlíð kl. 11 sama dag. Æðruleysismessa kl. 20.30, sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Krossbandið og Inga Eydal sjá um almennan söng. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Kletturinn hluti af Hvítasunnukirkjunni

Á AÐALFUNDI Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi sem haldinn var í Vestmannaeyjum laugardaginn 3. mars sl. var trúfélagið Kletturinn í Hafnarfirði formlega tekið inn í Hvítasunnukirkjuna á Íslandi. Sunnudaginn 11. mars kl. 16. Meira
10. mars 2001 | Landsbyggðin | 127 orð | 1 mynd

Kylfingur íþróttamaður Sandgerðis

Sandgerði- Bjarni S. Sigurðsson, kylfingur hjá Golfklúbbi Sandgerðis, var kjörinn Íþróttamaður Sandgerðis árið 2000 á hátíðlegri samkomu sem fór fram í golfskála Golfklúbbs Sandgerðis 5. mars sl. Meira
10. mars 2001 | Landsbyggðin | 154 orð

Leikskólinn Álfheimar með eigin skólanámskrá

Selfossi- Leikskólinn Álfheimar á Selfossi hefur sett fram námskrá fyrir starfsemi skólans og er með henni fylgt eftir nýrri aðalnámskrá leikskóla frá 1999 en bæjarráð sveitarfélagsins Árborgar samþykkti 1. Meira
10. mars 2001 | Landsbyggðin | 91 orð

Lokasprettur í undirskriftasöfnun

SÖFNUN undirskrifta til að leggja áherslu á vegabætur, lýsingu og breikkun á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Þrengsli hefur gengið mjög vel, segir í fréttatilkynningu. Fjölmargir hafa skráð nafn sitt á bensínstöðvunum og einnig á Netinu. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð

Lýsa óánægju með gjöld af geisladiskum

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 4. mars sl.: "Samband ungra framsóknarmanna lýsir yfir óánægju með reglugerð nr. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Lýst eftir bifreið

LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir grárri Hyundai-fólksbifreið, RJ 993, árg. 2000. Bifreiðinni var stolið 4. mars sl. milli kl. 3 og 9 af bifreiðastæði við Þinghólsbraut 32 í Kópavogi. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Lögreglumaður beið bana

BASKNESKUR lögreglumaður beið bana og annar særðist í fyrrinótt þegar sprengja sprakk í bíl í bænum Hernani, nálægt San Sebastian, í Baskalandi. Talið er að liðsmenn aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, hafi verið að verki. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 180 orð

Magnús Gunnarsson formaður bankaráðs

AÐALFUNDUR Búnaðarbanka Íslands hefst í dag klukkan 14 á Hótel Sögu þar sem tekin verður ákvörðun um hverjir muni skipa næsta bankaráð. Meira
10. mars 2001 | Miðopna | 1413 orð | 1 mynd

Markaðir í blóma en ógn verkfalls vofir yfir

Staðan á erlendum fiskmörkuðum er íslenskum fyrirtækjum hagfelld; hærra verð fæst fyrir afurðir og söluaukning í Bandaríkjunum er 20% í janúar og 70% í Þýskalandi fyrstu tvo mánuðina. Á sama tíma vofir yfir að hjólin hætti að snúast vegna boðaðs verkfalls sjómanna næsta miðvikudag. Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið og ræddi við formann samtaka sjómanna og forsvarsmenn í fiskvinnslu og útflutningi. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 1501 orð | 1 mynd

(Matt. 15)

Kanverska konan Meira
10. mars 2001 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Matur er mannsins megin

NÁMSKEIÐIÐ Matur er mannsins megin í umsjón dr. Sigþórs Pétursson, dósents við HA, hefst mánudaginn 19. mars kl. 16.15 í Þingvallastræti 23. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um samsetningu fæðunnar, fitu, kolhydröt og prótein. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 32 orð

Meðvirkni, samskipti og tilfinningar

NÁMSKEIÐ um meðvirkni, samskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 16. mars og laugardaginn 17. mars í kórkjallara Hallgrímskirkju. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Merck lækkar lyfjaverð um 40 prósent

MERCK, eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum heims, hefur ákveðið að lækka verð tveggja alnæmislyfja sinna um 40% í þróunarlöndunum. Meira
10. mars 2001 | Landsbyggðin | 103 orð | 1 mynd

Mikill snjór á Ströndum

Árneshreppi- 4. marz gekk veður í N- og NA-áttir með hvassviðri og síðan nokkuð hvössum vindi og mest með snjókomu og stendur enn þótt vindur sé aðeins hægari. Snjór hefur varla sést hér í sveit fyrr en nú, nema sem föl. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Milljónatjón vegna veggjakrots árlega

ORKUVEITA Reykjavíkur verður fyrir milljónakróna tjóni á hverju ári vegna veggjakrots á húseignir fyrirtækisins. Aðfaranótt fimmtudagsins voru veggjakrotarar á ferð við dælustöð Orkuveitunnar við Stekkjarbakka í Breiðholti. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 117 orð

Milljónir fyrir gömul hebresk skjöl

MIKILVÆG skjöl, rituð á hebresku um ævaforna siði gyðinga í Jemen við trúarathafnir og ýmsar hefðir, eru nú bitbein ýmissa sem vilja kaupa. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

Námskeið UMFÍ fyrir leiðtoga

UNGMENNAFÉLAG Íslands (UMFÍ) býður, í samvinnu við Nýsköpunarsjóð og Iðntæknistofnun, upp á nýtt námskeið fyrir leiðtoga og stjórnendur. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 127 orð

Námskeið um meðferð hegðunarerfiðleika

NÝTT námskeið á vegum Greiningarstöðvar um meðferð hegðunarerfiðleika hjá börnum og ungmennum með þroskafrávik og fatlanir verður haldið dagana 22. og 23. mars. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Norskur slagverksdúett í heimsókn

Eyja- og Miklaholtshreppi-Norskur slagverksdúett, Rubbett-Beat, ásamt Sigurði Floasasyni tónlistarmanni kom í heimsókn í skólana á sunnanverðu Snæfellsnesi, Lýsuhólsskóla og Laugagerðisskóla. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Nýir eigendur að Nálinni

NÝLEGA urðu eigendaskipti á hannyrðaversluninni Nálinni, Laugavegi 8, Reykjavík. Nýr eigandi er Kristbjörg G. Gunnarsdótttir og mun hún reka verslunina áfram með sama hætti og verið hefur. Myndin sýnir Kristbjörgu og Lydíu Grinko að... Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 347 orð | 2 myndir

Ný kjördæmaskipan sögð arfavitlaus

MISVÆGI atkvæða gat átt nokkurn rétt á sér á sinni tíð. Sá tími er hins vegar löngu liðinn og jafnræði næst ekki nema með því að gera landið að einu kjördæmi. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Nýr prestur á Bíldudal

AUÐUR Inga Einarsdóttir guðfræðingur hefur verið valin sóknarprestur í Bíldudalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Tekur hún við embættinu í þessum mánuði. Tveir aðrir umsækjendur voru um prestakallið, þeir sr. Hörður Þ. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Nýr viðlegukantur í Grundarfirði

UNNIÐ er um þessar mundir að gerð nýs viðlegukants í Grundarfjarðarhöfn. Er ráðgert að lengja hann um 100 metra og er sanddæluskipið Perla nú að störfum við... Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ný þota til Flugleiða á mánudag

NÝ Boeing þota Flugleiða af gerðinni 757-200 kemur til landsins næstkomandi mánudagsmorgun eftir beint flug frá Seattle í Bandaríkjunum. Er það níunda vélin af þessari gerð í flota félagsins og sú 10. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð

Opinn fundur um Nice-sáttmála ESB

DR. Meira
10. mars 2001 | Landsbyggðin | 597 orð

Óánægja með lokun tveggja pósthúsa í Skagafirði

Sauðárkróki- Fjöldi fólks á landsbyggðinni hefur misst atvinnuna undanfarnar vikur og mánuði þegar Íslandspóstur hefur lokað hverri afgreiðslunni af annarri. Meira
10. mars 2001 | Miðopna | 1067 orð | 2 myndir

"Ódýrt gistiheimili fyrir sveitamenn"

Bygging Bændahallarinnar og Hótels Sögu á sjötta og sjöunda áratugnum var kostnaðarsöm og sett var svokallað "Bændahallargjald" á sölu búvara. Gjaldið var aflagt og er hótelið, ásamt Hótel Íslandi, alfarið í eigu Bændasamtakanna. Björn Jóhann Björnsson stiklar hér á stóru í byggingarsögu Bændahallarinnar. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 750 orð

Ráðherra vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð umhverfisráðherra um að stækkun svínabús Stjörnugríss hf. að Melum í Borgarfjarðarsýslu skuli sæta mati á umhverfisáhrifum. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ráðist á pilt í Hafnarfirði

HÓPUR pilta veittist að 17 ára pilti við verslunina Samkaup í Miðvangi í Hafnarfirði um klukkan 21.30 í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom til átaka og lyktaði þeim með því að pilturinn hlaut skurð á gagnauga og enni. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 126 orð

Reykingabann í fangelsum

LAGT verður bann við tóbaki, eldspýtum og kveikjurum í öllum fangelsum í sambandsríkinu Maryland í Bandaríkjunum frá því í júní. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Ringulreið virðist einkenna efnahagsstefnuna

RINGULREIÐ einkenndi í gær yfirlýsingar ráðherra japönsku stjórnarinnar um hvernig taka ætti á efnahagsvanda landsins. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 200 orð

Rothögg fyrir innanlandsflug í landinu

ÞAÐ yrði rothögg fyrir innanlandsflug í landinu að flytja miðstöð þess til Keflavíkur og aðrir kostir á staðsetningu flugvallar í grennd við höfuðborgina virðast óraunhæfir eða gífurlega kostnaðarsamir, að því er fram kemur í ályktun bæjarstjórnar... Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Samið við ríkið um landshlutabundna skógrækt

BÚNAÐARÞING 2001 hefur samþykkt að fela stjórn Bændasamtakanna, í samvinnu við Landsamtök skógareigenda, að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa og gera samning við ríkisvaldið um föst fjárframlög til landshlutabundinna skógræktarverkefna næstu sjö... Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 206 orð

Segja forseta Alþingis hafa vegið að starfsheiðri vísindamanna

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi varðandi yfirlýsingar forseta Alþingis um Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn: "Í umræðum á Alþingi um frumvarp iðnaðarráðherra um að heimiluð verði sala á hlut ríkisins í Kísiliðjunni við... Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 689 orð | 1 mynd

Segjast vilja hjálpa barnlausum hjónum

TVEIR vísindamenn, Ítalinn Severino Antinori og Bandaríkjamaðurinn Panayiotis Zavos, hyggjast einrækta, öðru nafni klóna, menn þrátt fyrir viðvaranir margra vísindamanna á sviði læknavísinda og mótmæli trúarleiðtoga. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 664 orð

Sektir hækkaðar um 100% og hert aðhald með yngstu ökumönnum

STARFSHÓPUR á vegum dóms- og kirkjumálaráðherra leggur til að ökuskírteinaaldurinn miðist eftir sem áður við 17 ár en eftir ökupróf fái neminn útgefið bráðabirgðaökuskírteini til tveggja ára og þurfi færri punkta en aðrir til þess að missa ökuréttinn. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð

Skíðagönguferð við Ármannsfell

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til skíðagönguferðar sunnudaginn 11. mars fyrir áhugasamt skíðafólk en ekki hefur viðrað vel til skíðaferða á suðvesturhorninu í vetur. Snjór er fyrir norðan Ármannsfell og ferðinni er heitið þangað á sunnudaginn. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skíðaleiðangri frestað

LEIÐANGRINUM Frá strönd til strandar, sem hefjast átti í dag, laugardag, hefur verið frestað vegna óhagstæðra lendingarskilyrða fyrir flugvél á Vestfjörðum. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 235 orð

Skjávarp fær sjö rásir og sækir um fleiri

SKJÁVARPI hf., sem er í eigu Gagnvirkrar miðlunar og Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá 1, hefur verið úthlutað sjö rásum fyrir hverfissjónvarp á höfuðborgarsvæðinu og er með umsókn hjá Póst- og fjarskiptastofnun um tvær rásir til viðbótar. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Sköpunargáfan nýtt við gerð snjólistaverka

BÖRN í fjórða, fimmta og sjötta bekk Giljaskóla á Akureyri hafa útbúið snjólistaverk á lóð við skólann. Þau fóru út í hlákuna með myndmenntakennara sínum, Margréti Steingrímsdóttur, og sköpunargáfan var allsráðandi þegar farið var að móta snjóinn. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Slasaðist þegar hýfing mistókst

MAÐUR slasaðist á fæti í vinnuslysi í Höfðahverfi í gærmorgun og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Tildrög slyssins voru þau að maðurinn var á kranabifreið með palli og var að hífa 7 tonna spennistöð af palli bifreiðarinnar. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð

Sótthreinsimottur settar upp á fleiri flugvöllum

SÓTTHREINSIMOTTUR til varnar gin- og klaufaveiki frá Bretlandseyjum hafa ekki aðeins verið settar upp í landganginum í Leifsstöð heldur einnig á Reykjavíkurflugvelli og varavöllum fyrir millilandaflug á Akureyri og Egilsstöðum. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 459 orð

Stjúpfaðir sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær karlmann af ákæru ríkissaksóknara um að hafa framið kynferðisbrot gegn ungri stjúpdóttur sinni með því að þukla á kynfærum hennar. Þetta átti að hafa gerst á síðasta ári. Meira
10. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 604 orð | 2 myndir

Stolt félagsins er 30 ára gamall Land-Rover

ÞAÐ eru ekki margir sem vita af því en til er á Íslandi félagsskapur sem nefnist Bændafélagið. Það var stofnað í sláturtíðinni árið 1999 af hópi knárra vesturbæjarsveina á aldrinum 14-15 ára. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Strandganga Útivistar að Básendum

SUNNUDAGSFERÐ Útivistar 11. mars er um gamla leið meðfram ströndinni frá Ósabotnum að Básendum og Hvalsneskirkju. Brottför er kl.10. Meira
10. mars 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 856 orð

Styrkir til einkaleikskóla nær fjórfaldast á fáum árum

KRISTÍN Blöndal, formaður leikskólaráðs Reykjavíkur, segir að reglur um þátttöku borgarinnar í kostnaði vegna daggæslu barna hjá ömmum sínum eða au-pair á einkaheimilum hafi verið settar af leikskólaráði og séu skýrar þótt sjálfsagt megi kynna þær betur,... Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 245 orð

Sýning opnuð og efnt til kynningarfunda

KYNNINGARVIKU vegna atkvæðagreiðslu um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og flugvallarins, sem fram fer 17. mars, var hleypt af stokkunum í Tjarnarsal Ráðhússins 8. mars. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Sæmd heiðursmerki Verkfræðingafélagsins

Á ÁRSHÁTÍÐ Verkfræðingafélags Íslands sem haldin var 3. febrúar s.l. voru Helga Soffía Hauksdóttir rafmagnsverkfræðingur og Árni Björn Jónasson byggingarverkfræðingur sæmd heiðursmerki félagsins. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 185 orð

Söngur og færeyskur dans í MA

KÓR Menntaskólans í Þórshöfn í Færeyjum dvelur hér á landi um þessar mundir og verður fram á næsta föstudag. Með þessari heimsókn er kórinn að endurgjalda heimsókn Kórs Menntaskólans á Akureyri til Færeyja fyrir tveimur árum. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 274 orð

Talibanar sagðir hafa eyðilagt líkneskin

Stjórnarandstæðingar í Afganistan sögðu í gær að talibanar hefðu eyðilagt tvær af þekktustu styttum heims, risastór Búddhalíkneski í héraðinu Bamiyan, þrátt fyrir hávær mótmæli á alþjóðavettvangi og tilraunir til að bjarga þeim. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 705 orð | 1 mynd

Tengslanet og þjónusta

Charlotte Sigurðardóttir fæddist 30. apríl 1965 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá ITM í Austurríki og BS-prófi í rekstrarhagfræði frá Johnson Wales-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1992. Hún hefur unnið bæði í Bandaríkjunum og Indónesíu, þar sem hún vann sem rekstrarráðgjafi. Nú er hún verkefnastjóri hjá Impru, Iðntæknistofnun. Charlotte er gift Ægi Ayara markaðsráðgjafa. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 194 orð

Tilnefningar óskast

Félag um verndun hálendis Austurlands, Fuglaverndarfélag Íslands, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Sól í Hvalfirði og Umhverfisverndarsamtök Íslands standa að því að heiðra... Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 152 orð

Tilraun hafin með stafrænt sjónvarp

TILRAUNIR standa nú yfir á vegum Landssímans með útsendingar á stafrænu sjónvarpi. Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri breiðbandssviðs Landssímans, sagði að u.þ.b. sex heimili tækju þátt í tilrauninni. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 189 orð

Tæpur helmingur telur sjálfur fram

TÆPUR helmingur Íslendinga telur sjálfur fram til skatts og fjórir af hverjum tíu þeirra hyggjast gera það á Netinu, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar PriceWaterhouseCoopers. Fram kom að 54% Íslendinga telja ekki sjálf fram til skatts. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ungt fólk ræðir flugvöllinn og Vatnsmýrina

OPINN fundur um framtíð Reykjavíkur með áherslu á Vatnsmýrina og flugvöllinn verður í dag, laugardaginn 10. mars. Fundurinn hefst kl. 15 og lýkur kl. 17. Á fundinum mun ungt fólk gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 379 orð

Útvegsmenn fallast á að ræða verðtengingu

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins hefur aðeins miðað í samkomulagsátt í kjaraviðræðum sjómannasamtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 215 orð

Vaxandi áhyggjur af starfsemi Félags íslenskra þjóðernissinna

Á FUNDI nefndar Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamisréttis kom fram að íslensk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af starfsemi Félags íslenskra þjóðernissinna. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 633 orð | 2 myndir

Veðrið hefur verið of gott

Boeing-verksmiðjurnar bandarísku hafa notað Keflavíkurflugvöll til lokaprófana á nýrri þotugerð. Jóhannes Tómasson hitti verkefnisstjórann, sem tjáði honum að veðrið hefði verið of gott og óvíst hvort tækist að ljúka prófunum hér. Meira
10. mars 2001 | Landsbyggðin | 81 orð | 1 mynd

Vetrarleikar á Hvanneyri

Reykholti- Krakkar í hestamannafélaginu Faxa tóku þátt í vetrarleikum á Hvanneyri um helgina. Í þeirra flokki var Anna Heiða Baldursdóttir frá Múlakoti í 1. sæti á hestinum Glitrúnu. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð

Viðræður hefjast að nýju á mánudag

BOÐAÐUR hefur verið formlegur samningafundur í kjaradeilu Póstmannafélags Íslands og Íslandspósts nk. mánudag, en póstmenn felldu fyrir nokkrum dögum samning sem aðilar gerðu með sér. Hann fól í sér 20-22% launahækkun á fjórum árum. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 620 orð | 1 mynd

Vikan eftir vonda skoðanakönnun

Það er víst rétt að upplýsa það í upphafi að liðin vika á Alþingi var með rólegasta móti. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 183 orð

Vilja breytta skattlagningu veiðileigutekna

SAMÞYKKT hefur verið ályktun á Búnaðarþingi þar sem skorað er á ríkisstjórnina og Alþingi að leiðrétta með lagabreytingu "það misrétti sem viðgengst" í skattlagningu tekna af veiðileigu, eins og það er orðað í ályktuninni. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Vorblíða leikur við göngufólk

SANNKÖLLUÐ vorblíða lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær og notuðu margir tækifærið til útiveru eins og þetta par sem naut sólargeislanna í Öskjuhlíðinni. Blíðan mun væntanlega áfram gleðja landsmenn. Meira
10. mars 2001 | Erlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Zapatista-lestin komin til Mexíkóborgar

Uppreisnarmenn í Chiapas krefjast þess að Mexíkó verði fjölþjóðaríki, segir í grein eftir Stefán Á. Guðmundsson, þar sem tekið verði tillit til hefða og menningar frumbyggja. Meira
10. mars 2001 | Landsbyggðin | 77 orð

Þröstur framkvæmdastjóri

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Þröst Óskarsson fjármálastjóra í embætti framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ í samræmi við tillögu stjórnar stofnunarinnar. Þröstur er skipaður frá 15. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 934 orð | 2 myndir

Öryrkjamálið mesti hvellurinn hingað til

Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, hefur verið forseti Alþingis síðan 1999. Meira
10. mars 2001 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Össur styrkir Íþróttasamband fatlaðra

ÖSSUR hf. skrifaði í fyrradag undir styrktarsamning við Íþróttasamband fatlaðra til fjögurra ára og fær sambandið 2,6 milljónir króna á næstu fjórum árum. Er styrkurinn ætlaður til undirbúnings ÍF vegna þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu 2004. Meira

Ritstjórnargreinar

10. mars 2001 | Leiðarar | 796 orð

Frumkvöðulsstarf Vilhjálms Stefánssonar

Í dag er opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningin "Heimskautslöndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar" en hún hefur þegar verið sýnd á Listasafni Akureyrar. Meira
10. mars 2001 | Staksteinar | 530 orð | 2 myndir

Stafrænn skattur

FRELSI is. sem er heimasíða ungra íhaldsmanna fjallaði nýverið um nýjan skatt, sem menntamálaráðherra lagði á vörur til tölvuritunar og renna á til handhafa höfundarréttar. Meira

Menning

10. mars 2001 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

TÓNLEIKAR verða í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar - Hásölum á sunnudag kl. 17 og eru þeir í tónleikaröð í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Á tónleikunum leikur Blásarakvintett Hafnarfjarðar sem skipaður er hljóðfæraleikurum og kennurum úr... Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 1075 orð | 1 mynd

Af syngjandi kátum kettlingi

Óperan La Bohème gengur fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni í Gamla bíói. Listamenn þar hafa nokkrir verið kynntir í blaðinu en Þórunn Þórsdóttir lumar á spjalli við Ólaf Kjartan Sigurðarson barítonsöngvara. Hann er sá örláti en yfirlætislausi Schaunard í óperunni. Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 83 orð

Bach í Breiðholtskirkju

JÖRG E. Sondermann heldur tólftu tónleikana með orgelverkum Bachs í Breiðholtskirkju í dag kl. 17. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 181 orð | 1 mynd

Breskur bófahasar

Leikstjórn og handrit Guy Ritchie. Aðalhlutverk Jason Statham, Brad Pitt. 107 mín., Bretland 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
10. mars 2001 | Leiklist | 472 orð

Byggt á samstarfi og sameiginlegu átaki

Höfundur : Thorbjörn Egner. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Félagsheimilinu Skrúð. Föstudaginn 2. mars 2001. Meira
10. mars 2001 | Skólar/Menntun | 177 orð | 3 myndir

Erasmus stúdentaskipti: Háskólastúdentar sem hafa lokið...

Erasmus stúdentaskipti: Háskólastúdentar sem hafa lokið a.m.k. 30 einingum geta sótt um að taka hluta af sínu námi við evrópska háskóla. Umsóknarfrestur rennur út 15. mars nk. Nánari upplýsingar fást í síma 525 4311 og bey@hi.is. Meira
10. mars 2001 | Tónlist | 643 orð

Etta, Guðni og helgisveiflan

Etta Cameron ásamt Kór Bústaðakirkju undir stjórn Helga Bragasonar, ásamt Pálma Sigurhjartarsyni, píanó, Þórði Árnasyni, gítar, Birgi Bragasyni, bassa, og Björgvin Ploder, trommur. Auk þess eldri Bjöllukór Bústaðakirkju, Strengjasveit nemenda og kennara Tónlistarskólans í Hafnarfirði, Tríó Carls Möllers, Jónas Þórir, Gunnar Gunnarsson, Haukur Guðlaugsson organisti, Ellen Kristjánsdóttir söngkona auk annarra einsöngvara og einleika. Fimmtudagur 8. mars. Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 41 orð | 1 mynd

Flytja verk Hafliða Hallgrímssonar

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar gengst í dag, laugardag, fyrir tónleikum á Engjateigi 1 sem helgaðir eru verkum Hafliða Hallgrímssonar. Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 289 orð | 1 mynd

Fræg stykki í flautuheiminum

FYRSTU burtfararprófstónleikar þessa árs úr Tónlistarskólanum í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag kl. 14. Það er Gunnar Leó Leosson flautuleikari sem þá þreytir burtfararpróf sitt og með honum á píanó leikur Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 305 orð | 1 mynd

Fyrir vinina í norðri

HIN FORNFRÆGA danslagahljómsveit Nýdönsk frá Reykjavík og næsta nágrenni fer norður yfir heiði í dag í þeim erindagjörðum að halda Akureyringum og nærsveitamönnum dansleik í Sjallanum gamla og góða. Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Jón Gunnarsson sýnir í Sjóminjasafni Íslands

JÓN Gunnarsson listmálari opnar sýningu á verkum sínum í Sjóminjasafni Íslands á Vesturgötu 8 í Hafnarfirði kl. 13 í dag þar sem viðfangsefnið er fiskveiðar og sjómennska. Sýningin verður opin á sama tíma og safnið næstu helgar frá kl. 13-17. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 1312 orð | 2 myndir

Kaupið er lágt þótt mikið sé að gera

Margir borgarbúar hafa heimsótt þá Kára og Leif á Njálsgötunni og látið þá skera hár sitt og snyrta. Nú, eftir 51 árs samstarf, hafa þeir ákveðið að leggja skærin á hilluna. Af því tilefni settist Egill Egilsson í stólinn hjá þeim og fékk þá til að láta hugann reika. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 131 orð | 4 myndir

Lífsstíll við upphaf 21. aldar

DAGANA 8. til 11. mars standa yfir sérstakir tískudagar í Kringlunni. Af því tilefni var haldin sérlega vegleg tískusýning í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöldið. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 431 orð | 1 mynd

Mel C leggur kryddið á hilluna

ÞAÐ er deginum ljósara að undanfarið hefur ekki gengið sem skyldi hjá Spice Girls. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 181 orð | 1 mynd

"Ég mun spila á píanó"

Á MORGUN ætlar ungur hljómlistarmaður að halda tónleika á veitingastaðnum Sirkus við Klapparstíg. Nafn hans er Benedikt Hermann Hermannsson og þetta ætlar hann að gera einn og óstuddur. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 576 orð | 1 mynd

"Stórt vandamál hve mikið magn krakkar drekka"

Í KÖNNUN á vegum Rannsóknar og greiningar sem gerð var á meðal 8. bekkjarnemenda grunnskóla landsins, þar sem nemendur eru 13 til 14 ára, kom fram að um 15,4% þeirra brögðuðu fyrst áfengi 11 ára eða yngri. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 486 orð | 1 mynd

"Tónlist er ekki kjötvara"

Tvöhundruðustu tónleikar Maus. Miðvikudagur 7. mars 2001 í hátíðarsal Menntaskólans við Sund miðvikudaginn 7. mars 2001. Ásamt þeim komu fram sveitirnar múm, Ampop og Messías. Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 157 orð

Rit

ÚT er komið 8. hefti í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan, en hún fjallar um vestfirskt mannlíf fyrr og nú á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi. Meira
10. mars 2001 | Kvikmyndir | 441 orð

Ruðningur milli kynþátta

Leikstjóri: Boaz Yakin. Handrit: Gregory Allen Howard. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Will Patton, Wood Harris, Ryan Hurst, Ethan Suplee og Hayden Panettiere. Buena Vista 2000. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 445 orð | 2 myndir

Síðrokk úr skúrnum

Anguma, geisladiskur hljómsveitarinnar Sofandi. Sveitina skipa þeir Bjarni Þórisson, sem spilar á gítar, Kristján Freyr Einarsson, sem leikur á trommur, og Markús Bjarnason syngur og leikur á bassa. Meira
10. mars 2001 | Skólar/Menntun | 1464 orð | 6 myndir

Skilningur barna á stærðfræðihugtökum

Líf í tölum X/Hvernig á að kenna börnum stærðfræði? Með orðum, með tækjum? Anna Kristjánsdóttir segir frá aðferðum í kennslu og veltir fyrir sér nýrri nálgun. Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 701 orð

Smákrimmar skipta um gír

Leikstjóri Sævar Guðmundsson. Handritshöfundur Kjartan Björgvinsson. Þulur Sigursteinn Másson. Tónskáld Máni Svavarsson. Kvikmyndataka Guðmundur Bjartmarsson, Sævar Guðmundsson, Einar Magnús Magnússon. Framleiðandi Björn Br. Björnsson. Meira
10. mars 2001 | Skólar/Menntun | 40 orð

Stærðfræðikeppni

Í dag kl. 14:00 fer fram afhending verðlauna og viðurkenninga í Stærðfræðikeppni Flensborgarskólans fyrir grunnskólanema. Afhendingin fer fram í kaffisamsæti í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þar sem 10 efstu nemendum í 8., 9. og 10. Meira
10. mars 2001 | Fólk í fréttum | 186 orð | 1 mynd

Svalir og óheftir

ÞORGRÍMUR Jónsson bassaleikari er hljómsveitarstjóri Tríngúl kvintettsins, sem auk hans skipa: Erik Qvick trymbill, Birkir Freyr Matthíasson trompetþeytari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari. Annað kvöld kl. 21. Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 18 orð

Sýningum lýkur

Gallerí Stöðlakot Sýningu Hrannar Eggertsdóttur á olíumálverkum lýkur á morgun, sunnudag. Opið í dag og á morgun frá kl.... Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 175 orð | 1 mynd

Um það að vera fiskur

"NÁTTÚRAN sér um sína, varðveitir og eyðir og ég skoða það sem hún skilur eftir. Fiskar úr sjó fá að þorna í vindinum og veðraðir hausar liggja við trönur hér í Hafnarfirði. Ég tók nokkra til að setja á sýningu um það hvernig sé að vera fiskur. Meira
10. mars 2001 | Menningarlíf | 784 orð | 1 mynd

Vel á sjötta hundrað umsókna barst

ÚTHLUTUNARNEFNDIR listamannalauna hafa lokið störfum. Alls bárust 557 umsóknir um starfslaun listamanna 2001, en árið 2000 bárust 553 umsóknir. Skipting umsókna milli sjóða 2001 var eftirfarandi: Launasjóður rithöfunda 143 umsóknir. Meira
10. mars 2001 | Leiklist | 652 orð | 1 mynd

Örvæntingarfullar sálir í helvíti

Höfundur: Lars Norén. Þýðing: Hlín Agnarsdóttir. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Dramatúrg: Bjarni Jónsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Sigurður Bjóla. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Erlingur Gíslason, Guðrún S. Gísladóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson og Valdimar Örn Flygenring. Föstudagur 9. mars. Meira

Umræðan

10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 835 orð

(1. Pét. 5, 6. 7.)

Í dag er laugardagur 10. mars, 69. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið allri áhyggju yðar á hann því að hann ber umhyggju fyrir yður. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 10. mars, er áttræð Kristjana Stefánsdóttir, Meðalholti 10, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Bústaðakirkju frá kl. 15 til 17 á... Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 11. mars, verður Ósk Ólafsdóttir frá Bolungarvík, Sólheimum 23, áttatíu og fimm ára. Hún verður að heiman á... Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 528 orð | 1 mynd

Að vera eða vera ekki í Vatnsmýrinni

Æ fleiri kjósendur, segir Kjartan Magnússon, eru að átta sig á því að kosningin um Reykjavíkurflugvöll er ekkert annað en skrípaleikur. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 608 orð | 1 mynd

Burt með ykkur?

Flugvöllurinn er mikilvægasta umferðarmiðstöð Íslendinga, segir Einar K. Guðfinnsson, vegna ferðalaga innanlands. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 328 orð | 1 mynd

Byggðahrollvekja í svarthvítu

UNDARLEGAR eru þær hugmyndir sem kvikmyndagerðarmaður einn hér í bæ hefur um landsbyggðina. Hann talar um það fram og aftur í sjónvarpi að eina byggðastefnan með viti sé að hjálpa fólkinu til þess að flytja til Reykjavíkur þar sem allir vilji búa. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 363 orð | 1 mynd

Er fasteign eðlilegur skattstofn?

Ég ætla að leyfa mér að vona, segir Ingólfur Aðalsteinsson, að þeir bregðist við þeim skilningi með afnámi fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 237 orð

Er lögreglan upp á punt?

UNDANFARIÐ hef ég verið að velta vöngum yfir því hvort lögreglan í Reykjavík sé hreinlega bara uppá punt því ekki virðist hún nú aðhafast margt. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 525 orð | 1 mynd

Félagslegt umhverfi

Draumur minn um verndað félagslegt umhverfi handa alþýðunni í staðinn fyrir braskið og einyrkjabúskapinn, segir Jón Kjartansson, er kominn á hreyfingu. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Flugmálayfirvöld ganga of skammt

Atkvæðagreiðslan nú er tímabær, segir Árni Þór Sigurðsson, og meirihlutinn í borgarstjórn stendur heill og óskiptur að þeirri tímamótaákvörðun að fela borgarbúum sjálfum að vísa veginn í þessu efni. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 321 orð

Flugvallarmál

MIKIÐ hefur verið rætt og skrifað um flugvallarmál höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Ein er samt sú skoðun manna sem erfitt er að sætta sig við, en það er að færa flaugvöllinn 3-4 km yfir á Álftanes. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 989 orð | 2 myndir

Fordómar ÍTR

Sum málefni má alls ekki ræða, segja Daníel Isebarn og Stefán Ingi Valdimarsson, og örugglega ekki ef til stendur að fram komi fleiri en ein hlið á málinu. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 596 orð

FRÆNDKONA Víkverja kom að máli við...

FRÆNDKONA Víkverja kom að máli við hann hér á dögunum og var mikið niðri fyrir. Hún hafði átt erindi niður í miðbæ á mánudagsmorgni og ofbauð sóðaskapurinn sem hvarvetna blasti við. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd

Hálmstráin visin

Ég kenni í brjósti um ritstjórnina, segir Kjartan Guðjónsson. Hún situr uppi með suðið. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 278 orð | 1 mynd

Heildarhagsmunir Garðabæjar

Menn munu sjá að Bryggjuhverfið mun gleðja augað, segir Þorvaldur E. Sigurðsson. Það verður bæjarprýði. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 127 orð

HRÍSLAN OG LÆKURINN

Gott átt þú, hrísla', á grænum bala glöðum að hlýða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala, unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans, vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 884 orð | 1 mynd

Hvað með fleiri glugga?

Ég vil hvetja til, segir Bergljót Kjartansdóttir, að núverandi umgjörð skólans verði endurmetin sem kostur fyrir áframhaldandi starfsemi skólans. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Hvenær telst barn haldið langvarandi sjúkdómi?

Þrisvar sinnum höfum við þingmenn Samfylkingarinnar, segir Margrét Frímannsdóttir, lagt fram frumvarp sem felur í sér tillögur til úrbóta. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 613 orð | 1 mynd

Hver á að borga þegar börn veikjast?

Stjórnvöld verða að greiða götu þessa fólks, segir Anna María Þorkelsdóttir, og því geta augu okkar ekki eingöngu beinst að atvinnurekendum og verkalýðsfélögum. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 874 orð | 1 mynd

Já, á dauða mínum átti ég von en ekki þessu

Ég vona að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað, segir Einar Ingi Hjálmtýsson, landsmönnum til hagsældar. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 719 orð

Kvennakirkjan í Grafarvogskirkju

Kvennakirkjan heldur guðsþjónustu í Grafarvogskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 20.30. Guðfræðinemarnir Elína Hrund Kristjánsdóttir og Eygló Bjarnadóttir prédika. Gospelsystur Reykjavíkur syngja nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 518 orð

Mánaðamótamartröðin

ÞAÐ er 1. mars í dag. Hjá sumum er útborgunardagur tilhlökkunarefni, en konan sem hafði samband við mig í morgun, var ekki hress yfir því, að orörkubæturnar væru búnar, eftir að hún var búin að fara í bankann og borga heimilisreikningana. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 897 orð | 1 mynd

Menningin á Eyrum - hugleiðing um tónminjasafn

Því verður ekki neitað, segir Bjarki Sveinbjörnsson, að vagga íslenskrar tónlistar í nútímalegum skilningi er í þorpunum á Eyrum, Stokkseyri og Eyrarbakka. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

,,Náttúrufræðingur" á villigötum

Öllum, sem til þekkja og vilja vita, er ljóst, segir Ingvi Hrafn Jónsson, að NASF og formaður samtakanna njóta virðingar í öllum löndum þar sem barist er gegn útrýmingu villtra laxastofna. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 392 orð

Óyndislegasti staður landsins?

Á STÖÐ 2 miðvikudaginn 21. febrúar kl. 8.15 var viðtal við Hrafn Gunnlaugsson, titlaður kvikmyndaframleiðandi, um spólu sem hann gerði um nýjan flugvöll á skerjunum úti á nesi við Reykjavíkurflugvöll. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 1247 orð | 1 mynd

Ritskoðun á sjálfum sér

Margir lögfræðingar láta við það sitja að lýsa atvikum og álitaefnum, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, en sleppa því að segja skoðun. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 561 orð | 1 mynd

Samskonar nám?

Námið er mismunandi, segir Héðinn Svafarsson, eftir því hvar það er stundað. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 625 orð | 1 mynd

Til hvers eru kaup á slökkvibílum sveitarfélaga boðin út?

Þeir sem yfirfóru tilboðin á sínum tíma, segir Ingimar Baldvinsson, hafa ekki borið þau saman með sömu grundvallarkröfur í huga. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 911 orð | 1 mynd

Tónlistarmenntun og starf, til hvers?

Núverandi staða gerir fátt annað, segir Úlfar Ingi Haraldsson, en að grafa undan íslensku tónlistarlífi og starfi tónlistar- skólanna. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 970 orð | 1 mynd

Um afstöðu kvenna til útbreiðslu áfengis

Drykkjumunstrið, hvort sem það heitir hófdrykkja eða eitthvað annað, segir Árni Gunnlaugsson, ræður ekki úrslitum um afleiðingar áfengisdrykkju. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 932 orð | 1 mynd

Um frelsið og sannleikann

Það er fyrir löngu kominn tími til að hitni undir þeim Davíð og Halldóri, segir Jón Sigurðsson, fyrir að taka hagsmuni hinna fáu, stóru í útgerð fram yfir almannahagsmuni, þvert ofan í skoðanir 75% þjóðarinnar. Meira
10. mars 2001 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Vatnsmýrin - stefnumörkun til framtíðar

Með því að kjósa flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, segir Anna Geirsdóttir, höfum við framtíðina að leiðarljósi. Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 249 orð

Þakkir til Islandia internet

FYRIR hönd systra minna í Karmelklaustrinu í Hafnarfiðri vil ég undirrituð leyfa mér að koma á framfæri innilegu þakklæti til Islandia internet sem nú fyrir nokkrum vikum var svo vinsamlegt að bjóða okkur endurgjaldslaust samband við Netið og gaf okkur... Meira
10. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 245 orð

Þorrablót í Arizona

VIÐ Íslendingar hér í AZ erum að fagna þorra næstkomandi laugardag, 10. mars. Meira

Minningargreinar

10. mars 2001 | Minningargreinar | 2249 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON

Guðmundur Guðmundsson fæddist á Stóruborg í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 22. september 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, f. 28. júlí 1892, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2001 | Minningargreinar | 1966 orð | 1 mynd

ÓLAFUR HELGI ÞÓRÐARSON

Ólafur Helgi Þórðarson fæddist 10. júní 1906. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi sunnudaginn 4. mars. Foreldrar hans voru Þórður Magnússon, f. 15. maí 1875, d. 31. maí 1948, og Kristín Baldvinsdóttir, f. 5. apríl 1876, d. 19. apríl... Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2001 | Minningargreinar | 3644 orð | 1 mynd

ÓLÖF SNORRADÓTTIR

Ólöf Snorradóttir fæddist hinn 15. október 1943 á Akureyri. Hún lést hinn 4. mars sl. Foreldrar hennar eru Sigrún Bárðardóttir, f. 28. október 1920, og Snorri Sigfússon, f. 8. nóvember 1920. Systkini sammæðra eru: Ásgerður Snorradóttir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2001 | Minningargreinar | 3488 orð | 1 mynd

Sigmar Benediktsson

Sigmar fæddist á Breiðabóli á Svalbarðsströnd 25.10. 1903. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð hinn 3. mars sl. Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson, f. 21.6. 1864, d. 18.12. 1945, b. á Breiðabóli, og kona hans, Sessilía Jónatansdóttir, f. 10.8. 1867, d.... Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2001 | Minningargreinar | 672 orð | 1 mynd

SIGRÚN BÁRÐARDÓTTIR

Sigrún Bárðardóttir fæddist að Höfða í Mývatnssveit 8. nóvember 1916. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bárður Sigurðsson, f. 28. maí 1872, d. 1937, og Sigurbjörg Sigfúsdóttir, f. 19. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2001 | Minningargreinar | 4508 orð | 1 mynd

SIGURÐUR KRISTMUNDSSON

Sigurður Kristmundsson fæddist 17. júní 1928 í Hlíð í Hrunamannahreppi. Hann lést á heimili sínu, Kotlaugum, Hrunamannahreppi, 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmundur Guðbrandsson, lengst bóndi á Kaldbak í Hrunamannahreppi, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2001 | Minningargreinar | 713 orð | 1 mynd

SKÚLI PÁLSSON

Skúli Pálsson fæddist í Reykjavík 23. desember 1932. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Páll Jónsson, f. 15. ágúst 1909, d. 25. júlí 1982, og Margrét Árnadóttir, f. 14. júní 1910, d. 19. feb. 1966. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 381 orð | 1 mynd

416 milljóna króna tap af Síldarvinnslunni hf.

SÍLDARVINNSLAN hf. tapaði 416 milljónum króna á síðasta ári, en árið á undan hafði félagið hagnast um 136 milljónir króna. Mest sveifla í afkomunni er í fjármagnsliðum sem versna um rúmar 800 milljónir króna milli ára. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Aðalflutningar leita að nýjum samstarfsaðilum

FRAMKVÆMDASTJÓRI Aðalflutninga ehf. í Reykjavík segir að fyrirtækið ætli ekki að leggja niður vöruflutninga milli Ísafjarðar og Reykjavíkur þótt Vesturfrakt ehf. hafi ákveðið að taka upp samstarf við Flytjanda. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 355 orð

Breytt orkulög tækifæri fyrir olíufélögin

Í stefnu Olís hf. er gert ráð fyrir að félagið verði með sterka sérstöðu innan orkugeirans. Sú sérstaða getur m.a. orðið í nýtingu fleiri orkugjafa en hingað til, samkvæmt því sem fram kom í ræðu Gísla Baldurs Garðarssonar á aðalfundi félagsins í gær. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 544 orð | 1 mynd

Delta bætir afkomuna

HAGNAÐUR af rekstri Delta hf. nam 222 milljónum króna á síðasta ári, og er það viðsnúningur frá 60 milljóna króna taprekstri ársins 1999. Þessi afkoma er heldur betri en fjármálafyrirtæki höfðu spáð fyrir um, því meðalspá þeirra var 212 milljónir króna. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 1902 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 09.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 09.03.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Grálúða 100 100 100 6 600 Keila 30 30 30 18 540 Skarkoli 115 100 107 30 3.195 Steinbítur 94 78 92 435 39. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 429 orð | 1 mynd

Framtíðarsýn að félagið hasli sér völl erlendis

HLUTI af framtíðarsýn samstæðu Opinna kerfa hf. er að hasla félaginu völl erlendis, að sögn Frosta Bergssonar, stjórnarformanns. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 426 orð | 1 mynd

Hagnaður Sæplasts 3 milljónir króna

HAGNAÐUR Sæplasts hf., móðurfélags og dótturfélaga, var 3 milljónir króna á árinu 2000, en árið áður var 26 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Hrafnista semur við Tal

Hrafnista hefur gert samning við Tal um alhliða símaþjónustu á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Samningurinn nær til hátt á þriðja hundrað starfsmanna Hrafnistu og er gerður á vegum Hóptals, fyrirtækjaþjónustu Tals. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Ísafoldarprentsmiðja flytur í nýtt húsnæði

ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA flytur á næstu vikum í nýtt 2500 fermetra húsnæði að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Ný dagblaðaprentvél mun verða komin upp í nýja húsnæðinu í byrjun apríl og öll starfsemi Ísafoldarprentsmiðju verður flutt í Suðurhraunið fyrir 1. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 89 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.238,43 0,40 FTSE 100 5.917,30 -1,43 DAX í Frankfurt 6.204,42 -1,61 CAC 40 í París 5. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 345 orð

Metár hjá sænskum hergagnaframleiðendum

SÍDASTA ár var metár hjá sænskum hergagnaframleiðendum en þeir fluttu út vopn og hergögn fyrir um 45 milljarða sænskra króna, eða sem svarar um 400 milljörðum íslenskra króna. Svíar eru nú orðnir einir af stærstu vopnaframleiðendum í Evrópu. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 336 orð

Mikil veltuaukning milli ára hjá Teymi

HAGNAÐUR af rekstri Teymis í fyrra að teknu tilliti til skatta og fjármagnsliða en án áhrifa dóttur- og hlutdeildarfélaga, nam 36 milljónum króna sem er 10% aukning frá fyrra ári. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 407 orð | 1 mynd

Samþjöppun í verslun áhyggjuefni

Í RÆÐU Hauks Þórs Haukssonar, formanns á aðalfundi Samtaka verslunarinnar, kom fram að Samtök verslunar og þjónustu væru einu atvinnurekendasamtökin hérlendis sem styddu nýju samkeppnislögin. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 386 orð | 1 mynd

Stefna félagsins að bjóða heildarlausn

ÖSSUR hf. keypti félög á síðasta ári fyrir rúma 9,4 milljarða króna. Pétur Guðmundarson, stjórnarformaður Össurar hf. Meira
10. mars 2001 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 93.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 93. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Daglegt líf

10. mars 2001 | Neytendur | 202 orð

Fátítt að fólk meiði sig í tækjum

ÁGÚSTA Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir vinnureglur varðandi öryggi viðskiptavina hjá fyrirtækinu fyrst og fremst vera í tengslum við viðbrögð starfsmanna ef slys verða. Meira
10. mars 2001 | Neytendur | 365 orð

Fjölmargir neytendur sviknir í símasölu?

NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fjölmargir neytendur hafi talið sig illa svikna sem keyptu í símasölu geisladisk til styrktar félaginu Einstök börn, sem er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa, alvarlega... Meira
10. mars 2001 | Neytendur | 326 orð

Greiðslukort sem hægt er að tengja við GSM og SMS-skilaboðakerfi

KOMIÐ er á markað nýtt greiðslukort, heimskort, sem er alþjóðlegt MasterCard-kreditkort. Kortið er gefið út af bönkum og sparisjóðum með Europay að bakhjarli. Meira
10. mars 2001 | Neytendur | 136 orð

Kvartað vegna gjalds af greiðsluseðlum

NOKKRAR formlegar kvartanir hafa borist Samkeppnisstofnun frá viðskiptavinum Orkuveitu Reykjavíkur vegna gjalds sem tekið er af greiðsluseðlum stofnunarinnar. Gjaldið nemur 250 krónum með virðisaukaskatti, fyrir hvern seðil. Meira
10. mars 2001 | Neytendur | 330 orð

Skilyrði að allir starfsmenn fari í einkaþjálfunarskóla

STARFSMENN hjá Planet Pulse-keðjunni fara að sögn Jónínu Benediktsdóttur, íþróttakennara og forstjóra Planet Pulse, allir í vissa þjálfun áður en þeir hefja störf og þá hafa þeir próf í fyrstu hjálp. Meira
10. mars 2001 | Neytendur | 520 orð | 3 myndir

Slys á líkamsræktarstöðvum fátíð

Rúmlega 55% fólks á aldrinum 15 til 75 ára stunda reglulega íþróttir eða líkamsrækt. Hrönn Indriðadóttir komst að því að slys á líkamsræktarstöðvum eru sjaldgæf. Mun algengari eru fótbolta-, handbolta- og körfuboltaslys. Meira
10. mars 2001 | Neytendur | 472 orð

Stefnt er að læknisskoðun eftir fertugt á þessu ári

ÞEGAR Björn Leifsson, eigandi World Class, er inntur eftir því hvernig vinnureglur fyrirtækisins eru þegar kemur að öryggi viðskiptavina segir hann að þær snúist fyrst og fremst um öryggi viðskiptavina í hættulausu umhverfi. Meira

Fastir þættir

10. mars 2001 | Fastir þættir | 727 orð | 1 mynd

Að dreyma sig um mig

DRAUMURINN er fyrirbæri sem verður æ marktækara eftir því sem tækni fleygir fram og hin rafrænu boð nálgast hugsun og vitund. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 1622 orð | 2 myndir

Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?

Vísindavefurinn vill enn og aftur hvetja fólk til að nota gagnasafn hans sem uppflettirit. Mörgum spurningum sem hafa verið að berast í seinni tíð hefur þegar verið svarað á vefsetrinu að einhverju eða öllu leyti. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 346 orð | 1 mynd

Alveg skítblankir erum við, illa gengur með fólkshaldið

Naumast líður sá dagur, trúlega væri nær að segja að margsinnis á hverjum degi gerist það, að einhver skólanemandi, fræðimaður eða fjölmiðlagarpur grúfi sig yfir ritverk Páls Eggerts Ólasonar, "Íslenskar æviskrár", eða önnur heimildarrit. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 312 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞAÐ koma þær stundir við bridsborðið að maður óskar eftir slæmri legu. Ástæðan er þá oftast sú að of lítið er sagt - bútur þegar geim er gott, geim þegar hálfslemma er góð eða þá hálfslemma þegar alslemma lítur vel út. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 567 orð | 1 mynd

Er leiðtogahæfni erfð eða lærð?

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á vefsetri persona.is Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 445 orð | 1 mynd

Hlátur og hnerrar

CHARLIE Chaplin ætlaði sér áreiðanlega að koma áhorfendum sínum til að hlæja þegar hann bjó til meistaraverkið Nútíminn árið 1936, en hann hafði örugglega ekki hugmynd um að kvikmyndin gæti líka dregið úr ofnæmi. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 408 orð

Hormón lykillinn að sykursýki?

VÍSINDAMENN hafa uppgötvað hormón sem kann að útskýra tengslin milli sykursýki og offitu og vekur þetta vonir um að finna megi nýjar leiðir til að meðhöndla sjúkdóminn. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 883 orð

Hún Kidda af kátínu hló, því...

Valgeir Sigurðsson, skjalavörður í Kópavogi, vökull varðmaður íslenskrar tungu, sendir mér hið góða bréf sem fer hér á eftir: "Heill og sæll, Gísli, og beztu þakkir fyrir alla þættina. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 290 orð | 1 mynd

Hætt að bora hjá tannlækninum?

TANNLÆKNAR hafa þróað nýja og sársaukaminni aðferð til að gera við skemmdar tennur í ungum börnum. Vera kann því að boranir og fyllingar heyri brátt sögunni til. Meira
10. mars 2001 | Viðhorf | 696 orð

Líkneski og konur

Eldgömul búddhalíkneski eru án efa hinir merkilegustu gripir. Heiftarleg viðbrögð títtnefnds alþjóðasamfélags, þar sem menn náðu vart andanum af hneykslun yfir barbarismanum, eru samt hin áhugaverðustu. Einfaldlega vegna þess að talibanar hafa farið illa með aðra en skurðgoð. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 372 orð | 1 mynd

Prótínsprautur gætu hjálpað við megrun þrátt fyrir feitan mat

GÓÐUR árangur hefur náðst, í tilraunum á dýrum, með sprautu sem kann að gera fólki kleift að borða fituríkan mat en léttast engu að síður. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 263 orð | 1 mynd

Rannsókn á blóðþrýstingi og eldri mæðrum

BÖRN sem eldri mæður eignast hafa tilhneigingu til að hafa umtalsvert hærri blóðþrýsting en venjulegt er, og kann þetta að hafa áhrif á hjarta og æðar þessara barna alla ævi. Læknar við Harvard-háskóla, sem gerðu þessa uppgötvun, segja þetta óvænt. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 139 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á alþjóðlega skákmótinu í Cappelle la Grande sem lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði hollenski alþjóðlegi meistarinn Karel Van Der Weide (2468) gegn Felix Hinderman (2206). 25.Hxe3! dxe3 26.Dc4+ Bc6 27. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 230 orð

Tilraunir hafnar í Afríku

TILRAUNIR með bóluefni gegn alnæmi, sem sérstaklega er hannað fyrir íbúa Afríku, hófust í vikunni. Það var 31 árs gömul kona, Pamela Mandela, sem fékk fyrstu sprautuna. Meira
10. mars 2001 | Fastir þættir | 525 orð | 1 mynd

Tilraunir með bóluefni gegn krabba

FYRSTA mögulega bólefnið gegn veiru sem veldur leghálskrabbameini hefur staðist nauðsynlega öryggisprófun, sem er mikilvægt skref í baráttunni við sjúkdóm sem árlega verður 200 þúsund konum að bana í heiminum. Meira

Íþróttir

10. mars 2001 | Íþróttir | 143 orð

Búlgarar stóla á "útlendingana"

UPPISTAÐAN í landsliðshópi Búlgara í knattspyrnu, sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í Sofiu hinn 24. mars, eru leikmenn sem leika utan Búlgaríu. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 293 orð

DÓMARANEFND Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, fundar á...

DÓMARANEFND Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, fundar á hótel Loftleiðum um helgina. Að sögn Kjartans Steinbachs, formanns nefndarinnar, er þetta fyrsti fundur hennar eftir að hún var kjörin á ársþingi IHF skömmu fyrir áramót. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 134 orð

Eiður ákallaði búningavörðinn

"AARON, við elskum þig!" Þetta stóð á bol sem Eiður Smári Guðjohnsen var klæddur í undir keppnispeysu sinni þegar hann lék með félögum sínum í Chelsea gegn West Ham á miðvikudaginn. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Eigum enn möguleika á öðru sætinu

GUÐJÓN Þórðarson knattspyrnustjóri Stoke City segir að hann og leikmenn sínir verði að spyrja sjálfa sig hvað hafi farið úrskeiðis í leiknum á móti Swansea á miðvikudagskvöldið en í annað sinn á tveimur sólarhringum urðu lærisveinar Guðjóns að lúta í lægra haldi fyrir andstæðingum sínum. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 608 orð | 1 mynd

FH betra á öllum sviðum

AGAÐUR sóknarleikur og vel skipulagður varnarleikur FH-inga lagði grunninn að sex marka sigri liðsins á lánlausum Valsmönnum í leik liðanna í gærkvöld. Hafnarfjarðarliðið hafði fimm mörk í forskot eftir fyrri hálfleik, 9:14, og þegar upp var staðið hafði liðinu tekist að bæta einu marki við forskotið og lokatölur 19:25 á Hlíðarenda. Með sigrinum færðust FH-ingar upp um eitt sæti á töflunni og Valsmenn höfðu sætaskipti við ÍR og eru nú í 8. sætinu en FH er í 6. sæti. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 41 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Fram 17 13 4 459:377 26 Haukar 17 13 4 493:414 26 KA 18 12 6 468:438 24 Grótta KR 17 11 6 410:409 22 FH 18 10 8 433:398 20 Afturelding 17 10 7 463:430 20 ÍR 18 10 8 416:406 20 Valur 18 9 9 435:404 18 ÍBV 18 8 10 470:478 16... Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 130 orð

Hamackova vann í stangarstökki

TÉKKNESKA stúlkan Pavla Hamackova varð í gærkvöld heimsmeistari í stangarstökki innanhúss á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í Lissabon í gær. Hamackova tryggði sér gullið með því að stökkva 4,56 metra. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 646 orð

HANDKNATTLEIKUR HaukarÍR 23:25 Ásvellir, Íslandsmótið...

HANDKNATTLEIKUR Haukar- ÍR 23:25 Ásvellir, Íslandsmótið í handknattleik karla, 1. deild - Nissan-deildin, föstudagur 9. mars 2001. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:4, 4:6, 6:10, 8:12, 9:14 , 9:15, 12:15, 14:16, 16:18, 18:21, 20:21, 22:24, 23:24, 23:25 . Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 128 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Nissandeildin 1.

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Nissandeildin 1. deild kvenna, lokaumferð: Framhús:Fram - Stjarnan 16.30 Ásvellir:Haukar - Valur 16.30 KA-heimilið:KA/Þór - FH 16.30 Vestmannaey.:ÍBV - Grótta/KR 16.30 Víkin:Víkingur - ÍR 16.30 2. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 338 orð | 1 mynd

HICHAM El Guerrouj , fremsti millivegahlaupari...

HICHAM El Guerrouj , fremsti millivegahlaupari heims undanfarin ár, er ósáttur við að alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, hafi ákveðið að lækka þá upphæð sem veitt er fyrir fysta sætið á HM innanhúss um 850.000 krónur. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 163 orð

Kanchelskis vill spila með Rússum að nýju

ANDREI Kanchelskis leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City lét hafa eftir sér í rússneska dagblaðinu Sovietsky Sport í gær að hann vildi leika að nýju með rússneska landsliðinu, tveimur árum eftir að Oleg Romantsev, landsliðsþjálfari, ákvað... Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 82 orð

Magdeburg í annað sætið

MAGDEBURG, lið Alfreðs Gíslasonar og Ólafs Stefánssonar, komst í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld þegar liðið sigraði Guðmund Hrafnkelsson og félaga hans í Nordhorn, 29:25, á heimavelli sínum í Magdeburg. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 97 orð

Óvænt í þrístökkinu

ÓVÆNT úrslit urðu í þrístökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í Lissabon í Portúgal í gær. Fyrirfram var reiknað með sigri ólympíumeistarans, Jonathan Edwards frá Bretlandi, en Ítalinn Paolo Camossi kom, sá og sigraði. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 178 orð

"STANGIRNAR fóru einhverra hluta vegna til...

"STANGIRNAR fóru einhverra hluta vegna til Madrídar og ég er hæfilega bjartsýnn á að þær skili sér í tíma," sagði Jón Arnar Magnússon, Íslands- og Norðurlandameistari í sjöþraut, í gær. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson handknattleiksdómarar...

STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson handknattleiksdómarar hafa fengið boð um að dæma síðari leik Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu og Portland San Antonio frá Spáni í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu sem fram á að fara í Celje í Slóveníu 31. mars. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 191 orð

Þórey á góða möguleika

ÞÓREY Edda Elísdóttir, FH, á mikla möguleika á að vinna til verðlauna á bandaríska háskólameistaramótinu innanhúss sem fram fer í Fayetteville í Arkansas-ríki um helgina. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 623 orð

Þreyttir Haukar lágu fyrir ÍR

ÍR-ingar gerðu góða ferð til Hafnarfjarðar í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Íslands- og bikarmeistara Hauka, 25:23. Með sigrinum komust ÍR-ingar upp í sjöunda sæti deildarinnar og eru þeir í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina en Haukar voru að tapa sínum öðrum leik í röð og þar með hefur galopnast slagurinn um deildarmeistaratitilinn. Haukar og Fram eru efst og jöfn og þau mætast á Ásvöllum annaðkvöld og þar gætu línurnar skýrst hvað titilinn varðar. Meira
10. mars 2001 | Íþróttir | 574 orð | 1 mynd

Ætlar að njóta keppninnar og gera sitt besta

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Breiðabliki, hefur í dag keppni í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem hófst í Lissabon í gær. Jón Arnar er eini íslenski keppandinn á mótinu. Vala Flosadóttir hafði einnig unnið sér þátttökurétt en ákvað að sleppa keppni innanhúss og einbeita sér að utanhússkeppnistímabilinu. Meira

Úr verinu

10. mars 2001 | Úr verinu | 952 orð | 1 mynd

Fisksala eykst ekki vegna kjötfársins

KJÖTFÁRIÐ í Evrópu leiðir ekki endilega til vaxandi fiskneyslu þegar til lengri tíma er litið og er ekki af hinu góða fyrir fiskiðnaðinn. Þetta er mat Róbert Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. Meira

Lesbók

10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 30 orð

ADAGIO

þú ert dauð gamla og dauður bóndi þinn rakt lauf dregið í munni þínum sker tunguna hann gaf þér svo elskulegt augnaráð nú bera þig hávaxnir menn með göngulag... Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1375 orð | 1 mynd

AÐ META LAND

"Vatnsmýrin getur alls ekki borið einhliða þyngd mikils byggingarmassa, hvorki sjónrænt né umferðarlega séð. Sá þéttleiki sem einkennir umlykjandi byggð vesturbæjarins, Þingholtanna og gamla miðbæjarins er að mínu mati eðlilegri skali." Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 42 orð

ATHUGASEMD

Í síðustu Lesbók kom það ekki fram að grein Orra Vésteinssonar um heimildagildi fornleifa var byggð á erindi fluttu hjá Sagnfræðingafélagi Íslands fyrir skömmu. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 857 orð | 2 myndir

Á SLÓÐ LANDKÖNNUÐARINS UM HEIMSKAUTSLÖNDIN

Opnuð verður sýning um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð í Listasafni Íslands - Hafnarhúsi í dag kl. 16. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR naut leiðsagnar Jónasar Gunnars Allanssonar mannfræðings um sýninguna. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 893 orð | 1 mynd

BÆTT VIÐ BRESKA VÍKINGAARFINN

Flestir þekkja til víkingaarfsins í Jórvík en Steve Harding hefur varpað nýju ljósi á víkingaarf Wirral, lítils skaga við Liverpool. Sumir hafa jafnvel viljað rekja ættir Bítlanna til víkinganna eins og SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR heyrði er hún ræddi við Harding. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 28 orð | 1 mynd

Cézanne og samtíminn

nefnist grein Kristins E. Hrafnssonar um áhrif Paul Cézanne á listamenn samtímans, bæði innlenda og erlenda, en verk eftir hann má nú sjá á sýningunni Náttúrusýnir í Listasafni... Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2355 orð | 3 myndir

CÉZANNE OG SAMTÍMINN

"Stílbrjótar tuttugustu aldarinnar skildu skilaboð Cézanne og eiga margir þeirra rætur að rekja til hans og hafa margundirstrikað það í eigin verkum og textum - þeir þoldu ekki einsleitnina og brutust með oddi og egg gegn ráðandi hugsunarhætti og rákust illa sem hjarðdýr." Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 32 orð | 1 mynd

Einföld afþreying

heitir fyrsta grein af fjórum eftir Björn Þór Vilhjálmsson um forboðnar ímyndir hvíta tjaldsins. Í greinunum verður fjallað um óttann við vond áhrif kvikmynda á almúgann þar sem "djarfar" myndir þóttu sérlega... Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3375 orð | 5 myndir

EINFÖLD AFÞREYING

Óttans í garð sístreymis ímynda og áhrifa þeirra á almúgann gætti á fleiri stöðum en hjá "vitundarvörðunum" sem stóðu vörð um menningarleg gildi á síðustu öld. Í rauninni var það hjá hinum ýmsu óveraldlegu vörðum siðgæðis, og veraldlegri valdhöfum, sem hugmyndin um að almúgann skorti mótstöðuafl gagnvart (ó)menningarframleiðslunni fékk sína kraftmestu birtingarmynd. Sérstaklega voru það "djarfar" myndir sem vöktu ugg í brjóstum þeirra. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 185 orð | 1 mynd

EINSÖNGSTÓNLEIKAR Í HAFNARBORG

GUÐBJÖRG R. Tryggvadóttir sópran og Iwona Jagla píanóleikari verða með tónleika í Hafnarborg, Menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni er íslensk, frönsk, rússnesk og ítölsk tónlist. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð | 1 mynd

Erótísk verk PicassoS

SÝNINGARGESTUR virðir hér fyrir sér verkið Nakin kona með krosslagða fætur eftir spænska listamanninn Pablo Picasso. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1878 orð | 1 mynd

Gólfið besti vinurinn

Níu dansarar Íslenska dansflokksins taka þátt í sýningum þriggja nýrra verka í Borgarleikhúsinu. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR spjallaði við Hildi Óttarsdóttur og Elías Knudsen að lokinni einni æfingunni. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1536 orð | 1 mynd

HAGRÆÐING Í TÍMA OG RÚMI

Sjón er sögu ríkari satt fyrir lognu víkur allt er engu líkara enginn er harðari en mjúkur Hver og einn getur kosið sér sín aldamót. Þannig hugsar maður þegar allar þessar skynsamlegu ræður um lok og ris nýrrar aldar eru fram bornar. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð | 1 mynd

Heimskautslöndin unaðslegu

heitir sýning sem opnuð verður í Listasafni Íslands - Hafnarhúsinu í dag. Þar er veitt innsýn í líf, störf og hugarheim Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 285 orð | 1 mynd

HINSTA ANDVARP SHOSTAKOVITSJ

VÍÓLA og píanó er yfirskrift tónleika í Salnum á sunnudagskvöld. Þar leika Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð | 1 mynd

ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Í FYRSTA SKIPTI TIL N-AMERÍKU

ÍSLENSKI dansflokkurinn heldur nú um helgina í sína stærstu sýningarferð til þessa og þá fyrstu til N-Ameríku og verður alls með sex sýningar í Kanada frá 13. til 20. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 28 orð | 1 mynd

Líf í borg: Einkavegir

er titillinn á grein Þrastar Helgasonar þar sem lesið er í hversdagslíf borgarbúa. Labb og búseta í borginni myndar texta þar sem höfundur finnur andóf gegn vondu skipulagi... Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2759 orð | 3 myndir

LÍF Í BORG: EINKAVEGIR

Umræða um skipulag Reykjavíkur hefur verið mikil að undanförnu og sýnist sitt hverjum. ÞRÖSTUR HELGASON rýnir í textann sem labb hans og aðrir einkavegir um borgina mynda og þykist finna þar andóf gegn vondu skipulagi Reykjavíkurborgar. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 378 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin 1. sept. til 15. maí, þri.-fös. kl. 14-16. Til 15. maí. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Kjartan Guðjónsson. Til 11. mars. Garður, Ártún 3, Selfossi: Kaj Nyborg, Drive-In. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1335 orð | 2 myndir

"HÖFUM DRUKKIÐ SAMAN KAFFI ÁÐUR"

Tvær einkasýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 16. Báðir eru listamennirnir Akureyringar og báðir fást þeir við landslagsmálverkið þó að þeir hafi valið sér ólíkar leiðir. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR brá sér norður og hitti þá Kristin G. Jóhannsson og Jónas Viðar. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 394 orð | 1 mynd

"Látum Vilhjálm sjálfan segja söguna"

ÞÓR ELÍS Pálsson vinnur um þessar mundir að heimildarmyndinni Frosið heimsveldi um Vilhjálm Stefánsson. Þar er fjallað um rannsóknarleiðangrana sem Vilhjámur fór um slóðir inúíta á norðurheimskautinu á árunum 1913 til 1918. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3962 orð | 5 myndir

"MYNDLISTIN ER EKKI LEIKUR MEÐ LITI OG FORM"

"List & tungumál", "List sem hugmynd sem hugmynd", bækur, brýr, svampur, gangstétt, gata. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð

REYNSLAN

Hver reynsla er nú þó allt hafi áður gerst á öðrum stað og fjarri í rúmi og tíma. Í heimi reynslunnar maðurinn bjargast og berst. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 680 orð | 1 mynd

SLÆR FLESTUM VIÐ Í NAUMHYGGJU

GIUSEPPE Ungaretti fæddist af ítalskri fjölskyldu í Kaíró 1888. Hálfþrítugur fluttist hann til Evrópu og lærði heimspeki í Sorbonne-háskóla, hann kynntist framúrstefnu-mönnum svo sem Picasso og skáldinu Appollinaire. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 423 orð | 1 mynd

TEKIST Á VIÐ ÓVISSU

KATRÍN Sigurðardóttir opnar myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls í dag. Katrín hefur lengst af ferli sínum unnið með rými og hallar sér að þessu sinni næst því sem kallað hefur verið innsetningar. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 913 orð | 1 mynd

TRÚARHITI

John Tavener: Fall and Resurrection - frumflutningur. Einsöngur: Patricia Rosario, Michael Chance, Martyn Hill, Stephen Richardsson, Adrian Peacock. Kór: BBC Singers. St. Paul's Cathedral Choir. Kórstjóri: John Scott. Hljómsveit: City of London Sinfonia. Stjórnandi: Richard Hickox. Útgáfa: Chandos CHAN 9.800. Heildartími: 62'00. Verð: kr. 1.799. Dreifing: Japis. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1077 orð

UM MEÐFERÐ ALMANNAFJÁR

Þótt ekki sé langt liðið á þetta ár, hafa heyrst ýmsar raddir um að ekki hafi verið haldið eins skynsamlega á fé almennings af hálfu ríkisvaldsins á síðastliðnu ári og æskilegt hefði verið. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 939 orð | 1 mynd

VAR DROTTNINGIN AF SABA AF EÞÍÓPÍSKUM UPPRUNA?

Fræðimenn í arabaheiminum deila nú ákaft um það hvort hin fræga drottning af Saba, sem alltaf hefur verið sögð jemensk, kunni að hafa verið af eþíópísku bergi brotin, skrifar JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR og fjallar í þessari grein um rök með og á móti. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 142 orð

VIÐ VATNSMÝRINA

Ástfanginn blær í grænum garði svæfir grösin, sem hljóðlát biðu sólarlagsins. En niðri í mýri litla lóan æfir lögin sín undir konsert morgundagsins. Og úti fyrir hvíla höf og grandar, og hljóðar öldur smáum bárum rugga. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 228 orð

VÖLUNDUR

(Við fyrsta lestur á Eddu Audens og Taylors) Ég hafði lesið söguna áður og hélt vera skrá yfir hrylling goðsagna. Nú les ég hana aftur og veit merkingu hennar. Meira
10. mars 2001 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

WALESBÚI TALAR VIÐ TÚRISTA

Ekkert stórfenglegt ber fyrir augu hér, engar eyðimerkur aðrar en sóun hugvits sem stafar af uppblæstri andans; engin gljúfur þar sem vængur flugeðlu varpar köldum skugga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.