SEX Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska hermenn á Vesturbakkanum í gær þegar minnst var árásar Ísraela á arabíska mótmælendur árið 1976. Í gær var einnig vikulegur "dagur reiðinnar" meðal Palestínumanna.
Meira
Olía var farin að menga strendur dönsku eyjanna Bogø og Farø í gær en í fyrrinótt fóru um 1.900 tonn af olíu í sjóinn er flutningaskip sigldi á olíuskip.
Meira
HEIMILDARMENN í Belgrad fullyrtu í gær að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, hefði verið handtekinn á heimili sínu og færður í hús dómsyfirvalda í borginni.
Meira
ÞÝZKA sambandsríkisstjórnin hefur beðið yfirvöld í þýzku sambandslöndunum sextán að vera viðbúin því að láta bólusetja búfé á svæðum í kringum hvern þann stað sem gin- og klaufaveiki kann að stinga sér niður.
Meira
ALLIR 18 sem um borð voru fórust þegar Gulfstream III einkaþota fórst í lendingu á flugvellinum í Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Snjókoma og þoka var á þegar slysið varð.
Meira
31. mars 2001
| Innlendar fréttir
| 123 orð
| 1 mynd
OPIN danskeppni var haldin sl. laugardag, 24. mars, í Singapore í flokki atvinnumanna. Atvinnumennirnir Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve tóku þátt í þeirri keppni og unnu til bronsverðlauna með því að lenda í 3.
Meira
AÐALFUNDUR Félags um Þjóðlagasetur séra Bjarna Þorsteinsson ar verður haldinn í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju í dag, laugardaginn 31. mars, kl. 17.
Meira
STJÓRN Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. hefur ákveðið að setja hið þekkta aflaskip Guðrúnu Þorkelsdóttur SU á sölulista. Skipið selst án aflamarks, að öðru leyti en því að réttindi til veiða á norsk-íslenska síldarstofninum fylgja með.
Meira
31. mars 2001
| Höfuðborgarsvæðið
| 344 orð
| 1 mynd
HEILSUGÆSLAN í Reykjavík hefur uppi áform um opnun þriggja nýrra heilsugæslustöðva á næstunni. Nýmæli er að húsnæði verður leigt til 25 ára í öllum tilvikum en ekki lagt út í byggingarframkvæmdir.
Meira
ÍSLENSKIR lýtalæknar fara eftir alþjóðlegum stöðlum sem heimila notkun sílikons í brjóstafyllingar og er innflutningur á efninu samkvæmt þessum stöðlum.
Meira
31. mars 2001
| Innlendar fréttir
| 499 orð
| 1 mynd
TVEIR unglingspiltar voru hætt komnir þegar þeir lentu í snjóflóði rétt utan við skíðasvæði Seyðfirðinga á milli klukkan fimm og hálfsex á fimmtudag.
Meira
BANDARÍSKI flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í vikunni að hætt hefði verið við þróun á 520 sæta ofurjúmbóþotu og í staðinn myndi fyrirtækið hefja smíði smærri og nútímalegri þotu sem mun fljúga rétt undir hljóðhraða.
Meira
Klúbburinn Geysir fylgir hugmyndafræði Fountain House þar sem meginmarkmiðið er að hjálpa geðfötluðu fólki að fóta sig á almennum vinnumarkaði eftir að hafa dvalið á stofnunum vegna veikinda sinna.
Meira
VINNA er að hefjast við samþættingu í félagsstarfi aldraðra og unglinga í Mosfellsbæ. Markmiðið er að gefa ungum og öldruðum kost á fjölbreyttu tómstundastarfi þannig að það hæfi bæði konum og körlum.
Meira
31. mars 2001
| Akureyri og nágrenni
| 49 orð
| 1 mynd
FIMM ættliðir í beinan karllegg hittust á dögunum á Seli, hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á myndinni eru f.v. sá elsti Leó Sigurðsson, fæddur 1911, Sigurður Leósson, fæddur 1934, Sigurður L.
Meira
31. mars 2001
| Innlendar fréttir
| 1275 orð
| 5 myndir
Enn ber mikið í milli í kjaraviðræðum sjómanna og útvegsmanna og fátt kemur nú í veg fyrir að verkall sjómanna á fiskiskipum hefjist á sunnudagskvöld. Þó virðist hafa þokast í samkomulagsátt í verðmyndunarmálum, helsta ásteytingsmáli í kjaraviðræðum undanfarinna ára. Helgi Mar Árnason hleraði samninganefndir bæði sjómanna og útvegsmanna.
Meira
KATHLEEN Treanor sagði að sér hefði orðið illt þegar hún las útdrátt úr væntanlegri bók um Timothy McVeigh og sprengjutilræðið í Oklahómaborg 1995, þegar 168 manns fórust, þ. á m. fjögurra ára dóttir og tengdaforeldrar Treanors.
Meira
31. mars 2001
| Höfuðborgarsvæðið
| 488 orð
| 2 myndir
VEGAGERÐIN, í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, hefur látið forhanna Reykjanesbraut í Hafnarfirði, frá Sólvangi vestur fyrir Hvammabraut. Alls munu framkvæmdirnar kosta um 1.460 milljónir króna og er hlutur Hafnarfjarðarbæjar um 220 milljónir króna.
Meira
KRISTJÁN Már Kristjánsson sálfræðingur fjallar um kvíða og einelti á fræðslufundi sem Foreldra- og kennarafélög grunnskóla Akureyrar efna til. Fundurinn verður haldinn í nýjum samkomusal Lundarskóla og hefst kl. 20 næstkomandi þriðjudagskvöld, 3. apríl.
Meira
ÖGMUNDUR Jónasson, formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segist efast um að rannsókn fyrirtækisins Íslenskir söfnunarkassar gefi raunsanna mynd af fjölda spilafíkla á Íslandi.
Meira
RAGNAR Arnalds, sem ákveðið hefur að ganga til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, VG, en hann studdi Samfylkinguna í síðustu kosningum, segist aðspurður ekki hafa gegnt eða gegna neinum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna.
Meira
31. mars 2001
| Akureyri og nágrenni
| 257 orð
| 1 mynd
GÖNGUDEILD sem starfar í tengslum við geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur verið opnuð í húsnæði þar sem barnadeild FSA var áður, á þriðju hæð í elstu byggingu sjúkrahússins.
Meira
31. mars 2001
| Erlendar fréttir
| 1057 orð
| 1 mynd
AÐ skapa evruna var byltingarkennd nýjung í Evrópusambandi, hvers eðli er frekar að þróast hægt og rólega, og Efnahags- og myntbandalagið vakti umræðu um alla álfuna og út yfir hana.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hittir Jacques Chirac, forseta Frakklands, í París mánudaginn 9. apríl næstkomandi á leið sinni til höfuðstöðva Evrópusambandsins, ESB, í Brussel. Ekki er um opinbera heimsókn að ræða.
Meira
JÓHANN Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, verður á meðal þátttakenda í hreysti-móti, sem haldið verður í Íþróttamiðstöðinni í Varmá í Mosfellsbæ í dag.
Meira
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR tekur á næstu vikum í notkun nýtt tölvukerfi, sem mun leysa af hólmi eldra tölvukerfi sjóðsins, og mun Íbúðalánasjóður þá ekki lengur sækja tölvuþjónustu til Reiknistofu bankanna.
Meira
VALDIMAR Jónsson bóndi í Ytra-Felli í Eyjafjarðarsveit breytti sl. sumar og haust stórri heyhlöðu í svokallað kalt fjós með legubásum. Valdimar mun vera sá fyrsti hér á landi sem byggir þessa fjósgerð.
Meira
VERÐ á papriku hefur lækkað mikið síðustu tvo dagana og í gær mátti víða fá græna papriku á innan við 300 kr. Innkaupsverðið á paprikunni er hins vegar um 600 kr. þannig að verslunin er að gefa mikið með vörunni. Bónus lækkaði verðið niður í 289 kr.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Gott væri að börnin kæmu með mynd af sér til að setja á vinatré. Guðsþjónusta kl. 14. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur. Kaffitónleikar kórs Akureyrarkirkju kl.
Meira
Kvikmyndir og pólitík Rangt var farið með opnunartíma Nýlistasafnsins í tengslum við kvikmyndahátíðina Kvikar myndir sem stendur yfir til 8. apríl. Safnið er opið frá kl. 12-17 alla daga nema mánudaga. Er beðist velvirðingar á þessu.
Meira
SKAGAMENN og nærsveitamenn eru duglegir að nýta sér hinn sérstaka Langasand til hressandi gönguferða. Þar hafa mörg sporin verið stigin og þrátt fyrir kulda og trekk í vikunni voru Skagamenn þar á ferðinni á sandinum...
Meira
Selfossi- Nemendur 10. bekkjar Sandvíkurskóla tóku sig til og skelltu sér í maraþonnám í síðustu viku með það að markmiði að slá tvær flugur í einu höggi, að afla fjár til skólaferðalags og að læra meira enda styttist í samræmd próf hjá þeim.
Meira
Egilsstöðum- Fræðslunet Austurlands og Austfirska menntasmiðjan hafa staðið að mánaðarlöngu námskeiði fyrir atvinnuleitendur í Fjarðabyggð. Þátttakendur eru ellefu talsins, tíu konur og einn karl.
Meira
BRESKA verslanakeðjan Marks & Spencer tilkynnti í fyrradag að rekstri allra verslana hennar á meginlandi Evrópu yrði hætt fyrir lok ársins. 3.350 starfsmönnum í sjö löndum verður sagt upp störfum.
Meira
HÆSTIRÉTTUR ómerkti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem kona höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna mistaka sem hún telur að hafi átt sér stað við meðferð í kjölfar brjóstaminnkunaraðgerðar árið 1991.
Meira
LIÐ Menntaskólans í Reykjavík, MR, vann nauman sigur í æsispennandi viðureign gegn Borgarholtsskóla í úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinni útsendingu Sjónvarpsins í gærkvöldi.
Meira
31. mars 2001
| Innlendar fréttir
| 687 orð
| 1 mynd
Halldóra Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1987. Hún tók BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands 1993 og BA-próf í dönsku tók hún frá Kaupmannahafnarháskóla 1999. Hún hefur starfað m.a. hjá Þjóðarbókhlöðunni og er nú kynningarfulltrúi hjá Háskóla Íslands. Halldóra er gift Úlfari Trausta Þorvaldssyni sölumanni og ráðgjafa.
Meira
31. mars 2001
| Innlendar fréttir
| 611 orð
| 1 mynd
Eldheit pólitísk deilumál settu svip sinn á störf löggjafarsamkundunnar við Austurvöll í liðinni viku, enda þótt margt hafi þar fréttnæmt átt sér stað utan veggja sjálfs þinghússins.
Meira
31. mars 2001
| Akureyri og nágrenni
| 293 orð
| 1 mynd
NÝR leikskóli, Iðavöllur, verður formlega opnaður í dag, laugardag, en börnin fluttu inn í leikskólann sinn nú fyrr í vikunni. Húsið er nýtt og reisulegt en það var byggt á grunni gamla Iðavallar sem orðinn var úr sér genginn og lúinn.
Meira
JENS Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur lofað, að undir hans stjórn verði öllum nýjum ríkisstofnunum komið fyrir úti á landi, að sögn Dagsavisen . Þar að auki verða nokkrar stofnanir fluttar frá Ósló.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Bergþóru Guðmundsdóttur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Hallgrími Elíssyni að bana í íbúð að Leifsgötu 10 í júlí í fyrra.
Meira
ÖKUMAÐUR var handtekinn í Mjóddinni í Breiðholti síðdegis í gær grunaður um ölvun við akstur. Að sögn lögreglu hafði ökumaðurinn fyrst bakkað á stólpa við Fannarfell en ekið á brott og skilið afturstuðarann eftir, sem losnaði af bílnum við ákeyrsluna.
Meira
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer sunnudaginn 1. apríl kl. 10.30 í óvissuferð þar sem ekkert er gefið uppi um gönguleið nema að þar er að sjá fallegan foss. Þetta er um 3 klst. auðveld ganga og er verð 1.400 kr. fyrir félaga og 1.600 kr. fyrir aðra.
Meira
Fagradal- Á bænum Þórisholti í Mýrdal var verið að taka í notkun nýja færibandalínu til að hreinsa og pakka rófum þegar fréttaritari brá sér þangað í heimsókn.
Meira
UNGA fólkið virðist laðast að stórmörkuðum og verslunarklösum en þeir sem komnir eru yfir 35 ára aldur eru íhaldssamari og vilja ekkert með slíkt hafa. Þess vegna er m.a.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fósturdóttur sinni. Maðurinn þarf að afplána einn mánuð refsivistarinnar en fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára.
Meira
LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli leitar nú bifreiðar af Mazda-gerð sem stolið var frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli hinn 26. mars sl. Eigandinn hafði skilið bifreiðina eftir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til skíðagönguferðar á Holtavörðuheiði 1. apríl. Brottför frá BSÍ er kl. 9 f.h. á sunnudag og eftir viðkomu á skrifstofu FÍ í Mörkinni 6 verður ekið norður á Holtavörðuheiði og sprett þar vel úr skíðagöngusporum.
Meira
Hvammstanga- Á bænum Efri-Fitjum í Húnaþingi vestra bar ær tveim lömbum 26. mars. Er það fyrsti sauðburður sem vitað er um í héraðinu á þessu ári. Ærin var keypt í haust frá Bessastöðum við Hrútafjörð, en ekki var þá ljóst um burð hjá ánni svo snemma.
Meira
KEVIN Maxwell, sonur viðskiptajöfursins Roberts heitins Maxwells, bar mikla ábyrgð á hruni viðskiptaveldis föður síns fyrir níu árum, samkvæmt skýrslu sem eftirlitsmenn breska viðskiptaráðuneytisins birtu í gær.
Meira
BASKNESKA aðskilnaðarhreyfingin ETA gáfu í gær út viðvörun til evrópskra ferðamanna að þeim væri hollara að halda sig fjarri vinsælum ferðamannastöðum Spánar, þar sem hreyfingin liti á slíka staði sem vettvang fyrir "vopnaðar aðgerðir" sínar.
Meira
31. mars 2001
| Innlendar fréttir
| 171 orð
| 1 mynd
NÝTT dagblað hefur göngu sína mánudaginn 23. apríl næstkomandi, að því er segir í fréttatilkynningu. Blaðið á að heita Fréttablaðið og verður gefið út af samnefndu fé- lagi.
Meira
ÞÓRÐUR Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hvorki hann né fulltrúar stofnunarinnar hefðu tekið þátt í vinnu nefndar eða starfshóps um breytingar á verkaskiptingu á milli Þjóðhagsstofnunar og annarra stofnana...
Meira
31. mars 2001
| Höfuðborgarsvæðið
| 418 orð
| 1 mynd
STUÐNINGUR meðal Norðmanna við aðild að Evrópusambandinu (ESB) hefur tekið dýfu að undanförnu, samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunarinnar um þetta efni.
Meira
SVARS frá samgönguráðuneytinu vegna bréfs Flugmálastjórnar um rekstur Leiguflugs Ísleifs Ottesen og flugslysið í Skerjafirði er ekki að vænta fyrr en eftir helgina, að sögn Jakobs Fals Garðarssonar, aðstoðarmanns Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Meira
SVÍAR unnu að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og fram til ársins 1970, samkvæmt skýrslu sem samin var fyrir sænsku kjarnorkueftirlitsnefndina (FOA) og birt var í gær.
Meira
31. mars 2001
| Innlendar fréttir
| 826 orð
| 2 myndir
Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hefur ásamt fleiri þingmönnum flokksins sent inn beiðni til Alþingis um skýrslu um umfang og rekstrarkostnað heilbrigðisþjónustunnar að undanskildum lyfjakostnaði á árunum 1990-2001. Beiðni um skýrsluna er mjög ítarleg, enda segir Bryndís í samtali við Björn Inga Hrafnsson brýnt að fá vandaða heildarmynd af þeim málaflokki sem taki svo stóran hluta útgjalda ríkisins.
Meira
Guðni Ágústsson gaf 15. mars sl. út reglugerð sem m.a. felur í sér 30% verðtoll og 199-298 kr. magntoll á græna papriku. Framkvæmdastjórar Hagkaups og Bónuss furða sig á málflutningi ráðherrans og segja hann miða útreikning sinn við spænska papriku sem ekki sé til á markaðnum á Íslandi.
Meira
GUÐRÚN Ögmundsdóttir og átta aðrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að stofnað verði embætti talsmanns útlendinga á Íslandi sem sinni hagsmuna- og réttindagæslu þeirra.
Meira
31. mars 2001
| Innlendar fréttir
| 230 orð
| 1 mynd
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Tý í Reykjavík afhentu fyrir stuttu til Meðferðarheimilis einhverfra barna við Dimmuhvarf í Kópavogi sjónvarpstæki, myndbandstæki, upptökuvél og skáp undir þessi tæki, en þau verða notuð við þjálfun þeirra drengja sem eiga þar...
Meira
EITTHVAÐ upplífgandi virðist hafa verið í utandagskrárumræðunum á Alþingi ef marka má svipbrigði Einars Más Sigurðarsonar, þingmanns Samfylkingarinnar á Austurlandi.
Meira
TALSMAÐUR sænska umhverfisráðuneytisins greindi frá því í gær, að Svíþjóð skyti gjarnan skjólshúsi yfir villtan úlf, sem norsk stjórnvöld hafa gefið út leyfi til að fella en dýraverndarsinnar vilja að fái að lifa óáreittur á heimaslóðum sínum í skógi...
Meira
SAMNINGANEFND Landssambands íslenskra útvegsmanna óskaði á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær eftir viðræðum við einstök samtök sjómanna, þar sem sameiginlegar viðræður hefðu ekki borið árangur.
Meira
31. mars 2001
| Akureyri og nágrenni
| 72 orð
| 1 mynd
SÓKNARPRESTUR Grímseyinga, séra Magnús Gunnarsson, prestur á Dalvík, lagði á sig sjö tíma siglingu til og frá Dalvík til að fara yfir boðskap páskanna með skólabörnunum í Grunnskólanum í Grímsey.
Meira
VATNSLEKI varð í Húsi Málarans í fyrrinótt en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan fimm. Í húsinu, sem stendur á gatnamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis, er rekið kaffihús og varð lekinn á annarri hæð.
Meira
Eins og mál hafa þróazt eftir að Rannsóknarnefnd flugslysa gaf út skýrslu vegna flugslyssins í Skerjafirði síðastliðið sumar virðist hætta á trúnaðarbresti milli almennings og flugmálayfirvalda.
Meira
BJÖRGVIN G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, fjallar um vægi atkvæða og vill gera landið að einu kjördæmi, öðruvísi verði ekki jafnræði meðal kjósenda. Þessar skoðanir sínar viðrar hann á vefsíðu Samfylkingarinnar.
Meira
SÝNING á verkum Birgis Snæbjarnar Birgissonar og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar verður opnuð í dag kl. 16 á Myndlistarvori Íslandsbanka-FBA í Vestmannaeyjum. Birgir Snæbjörn og Sigtryggur Bjarni tilheyra félagsskap sem kennt hefur sig við Gullpensil.
Meira
ER Þorsteinn J. stjórnandi vinsælasta sjónvarpsþáttar á Íslandi? "Ég veit ekki hvort "Viltu vinna milljón" er vinsælastur en ég held að hann sé ágætlega vinsæll.
Meira
SÝNING blaðaljósmyndara stendur nú yfir í Ráðhúsinu á Dalvík í boði Sparisjóðs Dalvíkur. Sýningin hefur að geyma úrval 150 ljósmynda eftir 33 blaðaljósmyndara á Íslandi. Sýningin var fyrst sett upp í Listasafni Kópavogs Gerðarsafni 27. janúar til 11.
Meira
SPÆNSKI tenórsöngvarinn José Carreras mun halda hljómleika í Laugardalshöll 17. september nk. og mun Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir en kór íslensku óperunnar syngja bakraddir. Sigrún Hjálmstýsdóttir mun syngja nokkur lög með Carreras.
Meira
Jón Múli Árnason er áttræður í dag. Af því tilefni verða haldnir djasstónleikar í Salnum kl. 20.30. Vernharður Linnet fjallar hér um "helsta boðbera djassins á Íslandi".
Meira
Síðasta undanúrslitakvöld Músíktilrauna Tónabæjar, haldið fimmtudaginn 29. mars. Fram komu Rúfuz, Prozak, Berrassaðir, Lame Excuse, Input, Bimbó og Do what thou wilt shall be the whole of the Law.
Meira
HVÍTI Steinway-flygillinn og hvíta Mercedes Benz-limósínan sem voru í eigu bítilsins John Lennons í lifanda lífi seldust ekki á poppminjauppboði því sem Hard Rock-veitingakeðjan hélt í New York á þriðjudaginn.
Meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kór Íslensku óperunnar og einsöngvarar flytja Carmen, óperu í fjórum þáttum eftir Georges Bizet við óperutexta Henris Meilhacs og Ludovics Hallévys sem byggður er á sögu eftir Prosper Mérimée.
Meira
Í DAG hefjast Franskir bíódagar í Regnboganum við Hverfisgötu, sem dreifingarfyritækið Góðar stundir stendur að í samvinnu við Alliance Française og Regnbogann.
Meira
Hinir skagfirsku söngmenn í Heimi, Álftagerðisbræður og Geirmundur Valtýsson sjá til þess í mars á hverju ári að Broadway troðfyllist. Björn Jóhann Björnsson fylgdist með á skemmtikvöldi um síðustu helgi.
Meira
KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Laugarneskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Flutt verður tónverkið Dauðadansinn eftir Hugo Distler. Kvæðið er eftir J. Klöcking í þýðingu Hjartar Guðmundssonar.
Meira
NÚ stendur yfir kvikmyndahátíðin Kvikar myndir í MÍR-salnum og Norræna húsinu. Yfirskrift hátíðarinnar er Pólitík. Laugardagur Norræna húsið: Opið kl. 14-18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf: Áróðursmyndir kl. 15. Ýmsir titlar.
Meira
SÝNING á listaverkum, sem vísa í skírnina, Og sjá, himnarnir opnuðust þegar Jesú Kristur skírðist, verður opnuð í Grafarvogskirkju í dag, laugardag, kl. 17.
Meira
Leikstjóri, handritshöfundur og klipping Þorfinnur Guðnason. Tónlist Miðnes. Lög e. Kamarorghestana og Einar Vilberg. Kvikmyndatökustjórn Þorfinnur Guðnason, Sigvaldi Kárason, Guðbergur Davíðsson. Hljóðhönnun Þorbergur Á. Erlingsson. Hljóðklipping Valgeir Ísleifsson. Framkvæmdastjóri Bryndís J. Gunnarsdóttir. Sýningartími 90 mín. Íslensk heimildarmynd. Birta, Villingur, og Guðbergur Davíðsson. Árgerð 2001.
Meira
MÝVATNSSVEIT: Vetur, sumar, vor og haust, nefnist sýning Sólveigar Illugadóttur myndlistarkonu, sem hún opnar í Veislugalleríi í Listhúsinu í Laugardal í dag, laugardag, kl. 16. Á sýningunni eru 20 olíumálverk. Þetta er 15.
Meira
Höfundur: Francis Veber. Þýðandi: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Leikmynda- og búningahönnuður: Helga I. Stefánsdóttir. Hönnuður ljósa: Halldór Örn Óskarsson. Leikarar: Ari Matthíasson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Ingi Hilmarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Föstudagur 30. mars.
Meira
Í NORRÆNA húsinu verður opnuð í dag, laugardag, dagskrá til kynningar á menningu frá Norðurbotni í Svíþjóð. Þar kennir ýmissa grasa og verður kynning á hverjum degi til 6. apríl. Dagskráin hefst kl. 19.
Meira
Á mánudaginn kemur út einyrkjaskífa JFM, Made in Reykjavik. Arnar Eggert Thoroddsen settist niður með Jakobi Frímanni Magnússyni og ræddi við hann um plötuna og ýmislegt annað.
Meira
UPPHAF valdaferils nefnist á íslensku kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudag, kl. 15. Myndin er rússnesk frá áttunda áratugnum, byggð á fyrri hluta skáldsögu Alexeis Tolstoj um Pétur mikla sem komið hefur út í íslenskri...
Meira
BOYZONE eru búnir að vera í býsna langri pásu sem fyrst og fremst stafar af sólóferli tveggja liðsmanna, aðalsöngvarans Ronans Keating og varaskeifu hans Stephen Gateley.
Meira
SJÖTUGASTA sýning á verkinu Sjeikspír eins og hann leggur sig verður í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Leikfélag Íslands frumsýndi verkið fyrir rúmu ári í Iðnó en sýningin var flutt í Loftkastalann sl. sumar.
Meira
Camp Victoria, Kosovo. 27 mars 2001. Hermennirnir í Camp Victoria í Kosovo gera sér margt til dundurs er tími gefst. Mér fannst athyglisvert að fylgjast með þessum spila RISK sem er mjög skemmtilegt herkænskuspil.
Meira
FJÓRÐU og síðustu tónleikar Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar og listastofnunar Hafnarborgar á þessu starfsári, verða haldnir sunnudagskvöldið 1. apríl, kl. 20.
Meira
Á laugardaginn var stóð Eskimo fyrir tískusýningu þar sem fram komu nemendur á framkomu- og fyrirsætunámskeiði Eskimo. Um var að ræða útskriftarsýningu eldri og yngri hópa sem hafa verið á námskeiðinu síðustu 7 vikurnar.
Meira
Höfundur: Patrick Süskind. Íslensk þýðing: Hafliði Arngrímsson og Kjartan Óskarsson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikari: Ellert A. Ingimundarson. Leikmynd og búningar: Axel Hall-kell Jóhannesson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Lárus Björnsson. Litla svið Borgarleikhússins, 30. mars.
Meira
60 ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 2. apríl, verður sextug Erna María Ragnarsdóttir, búsett í Lapinlahti, Finnlandi . Hún tekur á móti gestum á morgun, sunnudaginn 1. apríl, kl. 14-18 á heimili frænku sinnar, Dagnýjar Davíðsdóttur, Grenibyggð 21 í...
Meira
80 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 1. apríl, verður áttræður Þórður Jón Pálsson, kennari, Aflagranda 40, Reykjavík . Þórður tekur á móti vinum og vandamönnum á afmælisdaginn kl. 15-18 í félagsaðstöðunni á Aflagranda...
Meira
Engin þörf er því fyrir hina umdeildu landfyllingu út í voginn, segir Sigríður Einarsdóttir, og vandséð að hún þjóni öðrum hagsmunum en gróðasjónarmiðum.
Meira
Hitt er svo annað mál, segir Eiríkur Eiríksson, að hann, og hvaða leikfélag sem er, getur sett verkið á svið með tragíska endinum ef svo er kosið.
Meira
Í dag er laugardagur 31. mars, 90. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort.
Meira
FYRIR síðustu jól kom út bókin Launhelgi lyganna. Höfundur bókarinnar gefur hana út undir dulnefninu Baugalín þar sem um er að ræða sanna atburði sem snerta núlifandi fólk.
Meira
ALLTAF kemur upp öðru hvoru umræðan um ofbeldi gegn lögreglunni og þurfa þeir oft að sæta því vegna vinnu sinnar. Það er auðvitað slæmt að þeir verði fyrir ofbeldi almennings en þetta er áhætta sem þeir þurfa óhjákvæmilega að taka.
Meira
Frjálst og opið þjóðfélag, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, elur miklu síður af sér ofbeldi og mannfyrirlitningu, en þjóðfélag ófrelsis og kúgunar.
Meira
Ég skora á forsætisráðherra og ríkisstjórn landsins, segir Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir, að fara inn á sambýli landsins og kynna sér það starf sem þar fer fram.
Meira
ÞEIR sem leið eiga vestast í Vesturbæ geta litið augum nýjustu tísku í umferðareyjum. Þetta er upphækkuð eyja með grjóthrúgu ofan á. Ekki er ólíklegt að þar ofan á eigi síðan að koma gróður líka.
Meira
Þjóðlagasetrinu á Siglufirði er ætlað vera lifandi sögustaður, segir Gunnsteinn Ólafsson, þar sem brugðið verður ljósi á tónlistarmenningu þjóðarinnar fyrr á öldum.
Meira
Minningargreinar
31. mars 2001
| Minningargreinar
| 2734 orð
| 1 mynd
Björn Ágúst Sigurðsson fæddist að Garði í Kelduhverfi 4. apríl 1955. Hann lést 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurður Jónsson, bóndi í Garði, og Jóhanna Ólafsdóttir húsfrú. Systkini Björns Ágústar eru Ólafur Brynjar, f. 1946, Jón, f.
MeiraKaupa minningabók
31. mars 2001
| Minningargreinar
| 1219 orð
| 1 mynd
Dórothea Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Búðarhóli í Siglufirði 6. maí 1904. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 24. mars síðastliðinn. Foreldrar Dórotheu voru Guðlaug Gísladóttir, f. 20. feb. 1880, d. 14. júní 1966, og Jón Jóhannesson, f. 2.
MeiraKaupa minningabók
31. mars 2001
| Minningargreinar
| 1658 orð
| 1 mynd
Emilía Líndal Jóhannesdóttir fæddist á Akranesi 7. mars 1931. Hún lést á heimili sínu hinn 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sigurðsson skipstjóri, f. 3. mars 1895, d. 2. maí 1981, og Guðmunda Sigurðardóttir, f. 22. júní 1899, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
31. mars 2001
| Minningargreinar
| 1033 orð
| 1 mynd
Guðný Svava Gísladóttir fæddist á Hlíðarenda í Vestmannaeyjum 11. janúar 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Einarsdóttir húsmóðir og Gísli Jónsson útvegsbóndi frá Arnarhóli.
MeiraKaupa minningabók
31. mars 2001
| Minningargreinar
| 2413 orð
| 1 mynd
Jódís Hanna Einarsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 16. apríl 1972. Hún lést á heimili sínu á Sæmundargötu 11 á Sauðárkróki hinn 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Einar Guðmundsson, f. 7.4. 1945, og Anna María Hafsteinsdóttir, f. 12.9. 1952.
MeiraKaupa minningabók
31. mars 2001
| Minningargreinar
| 1379 orð
| 1 mynd
Lilja Víglundsdóttir fæddist á Sléttu í Mjóafirði í S-Múlasýslu 28. desember 1903. Hún lést á heimili sínu á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Guðrún, húsmóðir og verkakona, f. 5. júlí 1863, d. í Neskaupstað 10.
MeiraKaupa minningabók
31. mars 2001
| Minningargreinar
| 4228 orð
| 1 mynd
Sveinn Tómasson fæddist í Vestmannaeyjum 24. nóvember 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Sveinsson vélstjóri frá Selkoti undir Eyjafjöllum, f. 14 ágúst 1903, d. 20.
MeiraKaupa minningabók
31. mars 2001
| Minningargreinar
| 3730 orð
| 1 mynd
Tryggvi Gunnarsson fæddist í Miðey í Vestmannaeyjum 29. apríl 1916. Hann lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Marel Jónsson, skipasmíðameistari í Vestmannaeyjum, f. 6. jan.
MeiraKaupa minningabók
Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 13,2 milljarða króna og inn fyrir 14,5 milljarða króna fob. Vöruskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 1,3 milljarða en í febrúar í fyrra voru þau hagstæð um 0,7 milljarða á föstu gengi.
Meira
EFTIR tveggja ára þóf og kosningaloforð um að himinninn yfir Englandi væri "ekki til sölu" hefur breska stjórnin nú ákveðið að Airline Group, fyrirtæki í eigu sjö breskra flugfélaga fái að kaupa breska flugumferðareftirlitið, National Air...
Meira
KRINGLAN hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir bestu útfærslu á stækkun og endurgerð verslunarmiðstöðvar í Evrópu á árinu 2000. Að sögn Ragnars Atla Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Þyrpingar hf.
Meira
HAGNAÐUR Kaupfélags Eyfirðinga á síðasta ári nam 736 milljónum króna og er þetta 92% aukning frá fyrra ári. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að töluverðar breytingar hafi orðið á rekstri þess á árinu.
Meira
MIKLAR breytingar urðu á starfsemi Pharmaco hf. á árinu 2000 með samruna þess við búlgarska lyfjaframleiðslufyrirtækið Balkanpharma og sagði fráfarandi stjórnarformaður, Kristinn R.
Meira
RÍKISKAUP og Ríkisbókhald hafa sem verkkaupi sagt upp samkomulagi við ráðgjafarfyrirtækin KPMG endurskoðun, PricewaterhouseCoopers og Framnes við úrvinnslu tilboða í útboði Ríkiskaupa á nýjum fjárhags- og mannauðskerfum fyrir ríkissjóð og stofnanir hans.
Meira
SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hf. voru reknar með 306 milljóna króna tapi á síðastliðnu ári og sagði í tilkynningu félagsins til VÞÍ í gær að sú niðurstaða væri algjörlega óviðunandi.
Meira
BIRGIR Þór Runólfsson, dósent við hagfræðiskor Háskóla Íslands, segir að samkeppnislögin séu óframkvæmanleg og þær grunnaðferðir sem Samkeppnisstofnun notar til að mæla markaðsráðandi stöðu ekki eiga sér neinar fræðilegar forsendur.
Meira
Tveir stórmarkaðir með skrifstofuvörur undir merkjum Office 1 Superstore verða opnaðir í dag, laugardag. Tæknival keypti einkaumboð af bandaríska fyrirtækinu Office 1 Superstores International seint á síðasta ári.
Meira
TAP SR-mjöls hf. á síðasta ári nam 799 milljónum króna samanborið við 267 milljóna króna tap árið 1999. Þá er uppleyst skattaleg skuldbinding félagsins frá fyrri árum, en sú færsla nemur 128 milljónum króna á þessu ári.
Meira
UM helgina mun Nýkaup hefja samstarf við Blómabúð Kringlunnar en samstarfið er fólgið í því að Blómabúð Kringlunnar, sem er í eigu Inga Þórs Ásmundssonar, mun alfarið sjá um blómasölu í Nýkaupi, bæði framleiðslu á tilbúnum vöndum sem og framstillingar.
Meira
Undanfarna viku hafa birst yfir 30 svör á Vísindavefnum. Mörg hafa verið á sviði jarðfræði, um Vatnsdalshóla, hveri, jarðolíu, íslenskar bergtegundir, jaði, ölkelduvatn, aldur Vestmannaeyja og hvilftina á Urðarhálsi. Að auki má m.a.
Meira
Gangverk fitusöfnunar er furðulega líkt í rottum og mönnum. Þetta vekur vonir um að unnt verði, með blóðprófi, að segja til um hvaða börn eiga á hættu að verða of feit.
Meira
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þar sem Bridssambandið setti á æfingu fyrir kvennalandsliðið á mánudaginn 26. mars 2001 ákváðum við að fresta upphafi á 5 kvölda Barometer-tvímenningi sem átti að hefjast 26. mars. til 2. apríl 2001.
Meira
Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 29. mars hófst þriggja kvölda Butler tvímenningur í boði 11-11 verslananna. Sautján pör mættu til leiks þannig að það er opið fyrir eitt par að skella sér með í tvímenninginn.
Meira
"REGLA Goldwaters" er mörgum kunnug, en Harry Goldwater var um langt árabil einn þekktasti keppnisstjóri í Bandaríkjunum. Hann var oft kallaður að spilaborðinu vegna útspils frá rangri hendi.
Meira
Á MORGUN, sunnudag, er fimmti sunnudagur í föstu og að venju haldinn heilagur boðunardagur Maríu. Messað verður í Dómkirkjunni bæði klukkan 11 og 14. Í messunni fyrir hádegi verður altarisganga. Kl.
Meira
Spurning: Hvað er iðraólgubólga? Hvernig lýsir hún sér, af hverju stafar hún og er hægt að lækna hana? Svar: Þessi sjúkdómur var áður nefndur ristilerting eða þarmaerting en nú er farið að kalla hann iðraólgu (IBS eða irritable bowel syndrome).
Meira
BARNLAUSUM breskum konum hefur verið boðið að taka þátt í rannsókn sem ætlað er að athuga hvort tengsl geti verið á milli meðferðar við ófrjósemi og stöðu himintungla.
Meira
Látum nú vera þótt konur þurfi að bíta á jaxlinn og slást við úrelt sjónarmið innan háskólanna á meðan þær stunda nám sitt. Það er ekkert nýtt. Og það er líka til mikils að vinna, því um leið og þær útskrifast geta þær auðvitað keppt á jafnréttisgrundvelli við karlana um forstjórastörfin og pólitíska framann.
Meira
SAMKVÆMT ritgerð í nýjasta hefti læknaritsins The Lancet hafa fundist vísbendingar um að reykingar setji í gang gen, eða arfbera, sem á þátt í að eyða kollageni, sem er byggingarprótín sem gerir húðina teygjanlega.
Meira
Fyrir síðustu umferð í Íslandsmóti skákfélaga voru Tafldeild Bolungarvíkur og Skákfélagið Grand Rokk jöfn og efst. Bolvíkingum dugði að ná jafnmörgum vinningum og Grandrokkarar til að komast upp í efstu deild.
Meira
FJÖLDI dauðsfalla af völdum krabbameins mun tvöfaldast á næstu 20 árum, að því er fyrrverandi yfirmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sagði í byrjun vikunnar.
Meira
ÓSKAÐ hefur verið eftir að birta eftirfarandi athugasemd vegna umfjöllunar um sumarexem í hrossum: Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn próteini (ofnæmisvaka) sem berst í hestana við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides.
Meira
ÍSRAELSKIR vísindamenn hafa fundið vísbendingar um það hvernig maður getur gleymt jafnvel því sem maður hafði verið alveg viss um að gleyma aldrei.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson tryggði sér í gær rétt til að leika síðari tvo dagana á áskorendamótinu á Villamartin á Spáni, lék á 72 höggum eða á pari vallarins en það gerði hann einnig fyrsta daginn.
Meira
BORIS Bjarni Akbashev, þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik sl. tvö keppnistímabil stýrir því ekki á næstu leiktíð. Leit að eftirmanni hans er hafin, að sögn Magnúsar Bragasonar, formanns meistaraflokksráð karla hjá ÍBV.
Meira
BRASILÍA er eina þjóðin sem ávallt hefur átt lið í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu frá því það fór fyrst fram í Uruguay árið 1930. Í huga unnenda íþróttarinnar er brasilísk knattspyrna hrein goðsögn, tákn um allt það besta og fallegasta sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Fjórum sinnum hefur Brasilía hampað HM-styttunni eftirsóttu, síðast 1994, og liðið hlaut silfurverðlaunin í síðustu keppni, í Frakklandi árið 1998.
Meira
KNATTSPYRNUFÉLÖGIN Þróttur í Neskaupstað og KVA frá Eskifirði og Reyðarfirði hafa verið sameinuð og leika undir nafninu Fjarðabyggð í 3. deild Íslandsmótsins í sumar. Jafnframt tekur Fjarðabyggð sæti Þróttar í deildabikarkeppni KSÍ og leikur tvo fyrstu leiki sína um helgina, gegn Haukum og Dalvík í Reykjaneshöll og á Leiknisvelli í Reykjavík.
Meira
FÆREYSKI landsliðsmaðurinn Uni Arge sem lék með ÍA á síðastliðnu keppnistímabili er ekki sáttur við þær breytingar sem forráðamenn Knattspyrnufélags ÍA vilja gera á samningi hans við félagið og ekki er öruggt að hann leiki með liðinu í sumar.
Meira
"VIÐ mætum ákveðnir til leiks og ætlum ekki að gefa okkar hlut eftir átakalaust, það er alveg ljóst," segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, en kl. 16 í dag mæta liðsmenn hans liði Metkovic Jambo í undanúrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Þarna er um að ræða síðari leik liðanna og fer hann fram í Metkovic í Króatíu, en Haukar töpuðu fyrri leiknum í Hafnarfirði sl. sunnudag, 22:20.
Meira
HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni kvenna, þriðji leikur í undanúrslitum: Vestmannaey.:ÍBV - Fram 14 Staðan er 1:1. Liðið sem fagnar sigri mætir Haukum í úrslitarimmu.
Meira
Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu kvenna hefur borist fyrirspurn frá bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu um hvort Philadelphia Charge megi hafa samband við Margréti R. Ólafsdóttur.
Meira
SVO kann að fara að íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik verði að hætta við þátttöku á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. Þetta á einnig við um landslið Möltu og Lúxemborgar.
Meira
SAMHERJAR úr enska landsliðinu verða erkifjendur á ný í dag þegar stórliðin Liverpool og Manchester United mætast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikur liðanna fer fram á Anfield, heimavelli Liverpool, og hefst kl. 11 að íslenskum tíma.
Meira
SIGURÐUR Karlsson , fyrrverandi Norðurlandameistari unglinga í tugþraut og knattspyrnumaður hjá Stjörnunni , hefur hafið æfingar með frjálsíþróttaliði F H og ætlar að einbeita sér að spjótkasti.
Meira
SOL Campbell, miðvörður Tot tenham, sem meiddist á ökkla í landsleik gegn Albaníu sl. miðvikudag, mun ekki leika með Tottenham gegn Arsenal í dag á Highbury og óvíst er hvort hann getur leikið bikarleik liðanna á Old Traf ford 8. apríl.
Meira
LEIFTUR á Ólafsfirði hefur samið við tvo enska knattspyrnumenn til viðbótar um að leika með liðinu í sumar. Michael Carter er 21 árs sóknarmaður, sem kom til landsins í gær og leikur með gegn ÍR í deildabikarnum í dag.
Meira
EDDA Lúvísa Blöndal, karatekona úr Þórshamri, varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í kata í sjötta sinn. Hún hefur hins vegar ekki bara lagt áherslu á kata því sjö sinnum hefur Edda Lúvísa orðið Íslandsmeistari í kumitee. Hún er þó langt frá því að vera hætt, segist enn hafa gaman af æfingum og að keppnisskapið segi enn til sín.
Meira
SOFFANÍAS Cecilsson hf. á Grundarfirði hefur bætt við þriðja skipinu í útgerð sína. Nýja skipið heitir Grundfirðingur SH en hét áður Hringur SH og var gert út frá Grundarfirði. Grundfirðingur SH er um 150 brúttólesta stálskip, smíðað í Garðabæ árið 1972.
Meira
NÝVERIÐ bættist nýr bátur við í flota Stöðfirðinga þegar Narfi SU kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Narfi SU er um það bil sex brúttórúmlestir að stærð og er af gerðinni Cleopatra Fisherman 28, smíðaður hjá Trefjum ehf. í Hafnarfirði.
Meira
Kristnitökukantata Helmuts Neumanns, verk tileinkað afmæli 1000 ára kristni á Íslandi, vakti athygli þegar hún var frumflutt í húsi Tónlistarfélags Vínar, Musikverein, nýverið. HARALDUR JÓHANNSSON segir frá Neumann og tengslum hans við Ísland en hann er kvæntur íslenskri konu, Marín Gísladóttur.
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 1592 orð
| 3 myndir
Menningarmiðstöðin Gerðuberg verður að sönnu vettvangur sjónlista á næstunni en skáldið Sjón hefur valið myndverk á sýninguna Drasl 2000 sem opnuð verður þar kl. 15 í dag. ORRI PÁLL ORMARSSON fékk fylgd Sjóns um sali og komst meðal annars að því að skáldið ætlaði upprunalega að verða myndlistarmaður.
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 2109 orð
| 3 myndir
Náttúran er yfir og allt um kring hjá fimm færeyskum listamönnum í Hafnarborg. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR hitti fjóra úr hópnum í Firðinum, en auk sýningar þeirra verða tvær aðrar opnaðar þar í dag.
Meira
Eftir því sem á líður og öldin sezt eins og sól til viðar að loknum góðum starfsdegi sem aðeins var rofinn af skjannabirtu hádagsins á gagnaugum þínum og tölvuskjá og rak þig út til téðra erinda að þarflausu þá er ekki að spyrja að endalokunum fyrirséðum...
Meira
"Fjallkonur og gyðjur eru ímyndir sem fólk í sjálfstæðisbaráttu býr til, sér til styrkingar. En þó að höfundi Íslandsklukkunnar sé umhugað um sjálfstæði landsins fjallar sagan einnig um sama efni og fyrri sögur skáldsins, um fátækt og stéttaandstæður og líf þjóðar sem lifir nánast við hungurmörk án þess að eiga sér von."
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 261 orð
| 1 mynd
Heim skal nú vitjað til Hadesar bústaða dökkra, hugur mun særast unz tómlætið gerist hans brynja, augað mun daprast við umlyking sífelldra rökkra, eyrað mun sljóvgast er skrímslin í loftinu drynja.
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 2346 orð
| 1 mynd
"Þegar ég var lítill var til tungumál sem hét útlenska. Við reyndum oft að tala þetta mál. Seinnaærðist manni auðvitað að þetta var ekki eitt mál, heldur var um margar og mismunandi þjóðtungur að ræða. En nú má hins vegar segja að útlenskan sé komin aftur og að þessu sinni bara ein. Íslendingar halda upp til hópa að útlönd tali ensku og aftur ensku og ekkert annað."
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 48 orð
| 1 mynd
Frumstæður kofi á Bolavöllum var lagður niður og sæluhús reist á Kolviðarhóli 1844. Betra hús reis þar 1877 og þá var sæluhúsvörður ráðinn. Eftir 1883 og fram til 1938 var úrvalsfólk á Hólnum, fyrst við frumstæð skilyrði og starfið fólst m.a. í því að bjarga aðframkomnum ferðamönnum ofan af Hellisheiði og úr Svínahrauni. Drykkjuskapur var algengur á ferðalögum, einkum á leið úr kaupstað. Fyrst var tímaskeið lestaferða, síðan hestvagnatímabilið og loks bílaöldin.
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 665 orð
| 3 myndir
Yfirþyrmandi stærðir ásamt ríkulegu og fallegu litasamspili eru nokkur af einkennum ljósmynda- verka þýska listamannsins Andreas Gurskys. Hulda Stefánsdóttir segir frá yfirlitssýningu á verkum hans sem stendur yfir í Nútímalista-safninu, MoMA, í New York.
Meira
er yfir og allt um kring hjá fimm færeyskum listamönnum í Hafnarborg. Þórunn Þórsdóttir hitti fjóra úr hópnum í Firðinum, en auk sýningar þeirra verða tvær aðrar opnaðar þar í...
Meira
TVEIR sextettar fyrir strengi verða fluttir í Salnum í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 17. Tónleikarnir eru í Tíbrár-röð Salarins. Sá fyrri, Souvenir de Florence, er eftir Tsjajkovskíj, en sá síðari er B-dúr sextett Brahms.
Meira
ÉG var á dögunum að kvarta yfir því hvað Íslendingar væru miklir rasistar. Ein viðmælenda minna sagði það af og frá. Hún væri enginn kynþáttahatari þótt henni væri hálfilla við það að of mikið af erlendu fólki flyttist til landsins.
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 1727 orð
| 1 mynd
Bandaríski listamaðurinn John Baldessari er kominn hingað til lands til að vera viðstaddur opnun sýningar sinnar í Hafnarhúsinu í dag, kl. 16. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR mælti sér mót við þennan þekkta listamann sem sett hefur svip á þróun samtímalistar undanfarna áratugi.
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 67 orð
| 1 mynd
Íslandssól lifir í vonleysi, segir Ármann Jakobsson í grein sinni Gyðja eða bólugrafin ekkja? Í fyrsta bindi sögunnar er hún ung og ástfangin af handritasafnaranum mikla, í öðru bindi segist hún vera hamingjukona drykkjumanns.
Meira
Tékkneski rithöfundurinn Karel Capek (lesist tsjapek) var fæddur árið 1890. Rithöfundaferil sinn hóf hann í samvinnu við bróður sinn, Josef, og sömdu þeir í fyrstu nokkur verk í félagi. Brátt tók Karel þó forystuna sem sjálfstæður og frumlegur höfundur.
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 31 orð
| 1 mynd
nefnist fjórða og síðasta grein Björns Þórs Vilhjálmssonar um forboðnar ímyndir hvíta tjaldsins. Hér er fjallað um Lolitu og fleiri myndir og hvernig kynlífsbylting sjöunda og áttunda áratugarins hafði áhrif á...
Meira
31. mars 2001
| Menningarblað/Lesbók
| 2549 orð
| 5 myndir
"Árið 1970 gekk John Wayne öskrandi reiður um kvikmyndaver Paramount vopnaður skammbyssu: "Hvar er Dennis Hopper, þessi djöfulsins kommi?" hrópaði hann. "Helvítis auminginn heimsótti háskólann sem dætur mínar ganga í og var með klámkjaft frammi fyrir saklausum stúlkunum. Ég ætla að ná þessum rauða andskota. Hvar felur helvítis komminn sig?"
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.