MÁL tveggja stúlkubarna í Virginíuríki í Bandaríkjunum komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum, eftir að í ljós kom að þeim hafði verið víxlað á fæðingardeildinni og fengnar í hendur röngum foreldrum.
Meira
ÍSRAELSKAR hersveitir fóru aftur inn á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á Gaza-svæðinu í skamma hríð í gær og lögðu lögreglustöð í rúst, deginum eftir að herinn hafði lagt undir sig og hörfað frá öðrum hluta Gaza.
Meira
BANDARÍSKI seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um hálft prósentustig, niður í 4,5%, í því skyni að hleypa krafti í efnahagslífið. Verðbréfamarkaðir tóku þegar við sér, bæði vestanhafs og í Evrópu.
Meira
HERINN í Mið-Afríkuríkinu Búrúndí kvað í gær niður valdaránstilraun ungra liðsforingja sem eru mótfallnir viðleitni forseta landsins, Pierre Buyoya, til að semja frið við skæruliða Hútú-ættbálksins.
Meira
MJÖG mikil sjósókn var á miðunum við landið í gær en samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldunnar voru alls 558 bátar á sjó um miðjan dag í gær. Nánast eingöngu var um að ræða smábáta enda sjómenn á bátum yfir 12 tonnum í verkfalli.
Meira
TVEIR skólastjórar í Kópavogi, þau Stella Guðmundsdóttir, skólastjóri Hjallaskóla, og Sveinn Jóhannsson, skólastjóri Digranesskóla, láta af störfum í vor eftir áratuga farsælt starf.
Meira
AFFÖLL á húsbréfum voru í gær 7,5% og hafa minnkað hægt en örugglega frá áramótum. Um síðustu áramót voru afföllin 11,5%, í lok febrúar voru þau um 9% og er búist við að þau haldi áfram að lækka á árinu.
Meira
ÁTAK, félag fólks með þroskahömlun, efndi í gær til móttöku þar sem handbókin "Að þekkja sjálfan sig" var afhent í húsnæði Þroskahjálpar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík.
Meira
TIL stendur að hefja byggingu á nýjum veitingaskála í Þrastarlundi á þessu ári. Ungmennafélag Íslands á húsið og 40 hektara land. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri gaf Ungmennafélaginu landið árið 1911.
Meira
FÓLK er byrjað að kvarta undan staraflónni þótt enn sé fuglinn ekki orpinn að því er menn best vita. Þó er ljóst að hann er farinn að viða að sér efni til hreiðurgerðar. Starinn er tiltölulega nýr landnemi á Íslandi.
Meira
FJÓRIR menn voru í gær dæmdir til dauða og líflátnir í Kína vegna sprengjutilræða er kostuðu 108 manns lífið í borginni Shijiazhuang, norðarlega í landinu, hinn 16. mars. Aðalhvatamaðurinn, Ji Ruchao, var 41 árs.
Meira
SPARISJÓÐUR Kópavogs, SPK, brást snöggt við og gaf þeim Ásdísi Rósu og Mími ný hlaupahjól, eftir að upplýst varð að hlaupahjólum þeirra var stolið þegar þau systkinin voru viðstödd opnunarhátíð SPK í Smáranum nýlega. Í Velvakanda miðvikudaginn 11.
Meira
VALLAKIRKJA í Svarfaðardal: Fermingarguðþjónusta verður í dag kl. 13. Fermd verða Helena Sif Halldórsdóttir og Sólveig Björg Halldórsdóttir, Brimnesbraut 1 á Dalvík, og Sigurjón Örn Vilhjálmsson frá Másstöðum í Svarfaðardal.
Meira
FÉLAGSHEIMILIÐ Hlégarður í Mosfellsbæ er 50 ára í ár og verður haldið upp á þessi tímamót í dag með viðhöfn í og við bygginguna. Formaður menningarmálanefndar bæjarins segir húsið hafa verið kjölfestuna í félagslífi sveitarfélagsins síðustu hálfa öld.
Meira
MICHÉLE Gendreau-Massaloux, aðalframkvæmdastjóri Heimssamtaka frönskumælandi háskóla, flytur fyrirlestur föstudaginn 20. apríl í boði rektors Háskóla Íslands, sem nefnist "Háskólar og heimsmenning".
Meira
SKRÚÐGÖNGUR verða frá nokkrum stöðum í Reykjavík í dag í tilefni sumardagsins fyrsta. Er það Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem skipuleggur daginn og skátafélög sjá víða um hátíðahöld dagsins. Í Grafarvogi hefst skrúðganga kl. 13.
Meira
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður í félagsheimilinu Gjábakka og Gullsmára í dag, sumardaginn fyrsta, 19. apríl, og hefst dagskráin í báðum félagsheimilunum klukkan 14.
Meira
ÖLLU fé á bænum Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi á Suðurlandi, um 370 kindum, hefur verið fargað eftir að riða greindist í þremur kindum á bænum skömmu fyrir páska.
Meira
EMBÆTTI yfirdýralæknis er stöðugt með aðgerðir sínar í endurskoðun sem eiga að varna því að gin- og klaufaveiki berist til landsins frá Evrópu. Meðal nýrra aðgerða er að spjöld hafa verið útbúin til að setja í sætisbök flugvéla í Evrópuflugi.
Meira
DÓMSTÓLL í Madríd vísaði í gær á bug kröfu rússneskra yfirvalda um að Spánverjar framseldu fjölmiðlakónginn Vladímír Gúsínskí en hann er sakaður um fjármálasvik í Rússlandi.
Meira
FUNDUR um málefni vertíðarbáta verður haldinn í Grindavík í kvöld, fimmtudag. Fundurinn verður haldinn á vegum útgerðarmanna og skipstjórnarmanna. Allir þingmenn kjördæmisins hafa verið boðaðir á fundinn.
Meira
ÞRIÐJI fundurinn í fundaröð Samfylkingarinnar um lýðræðismál, "Lýðræði - hugsjón og veruleiki", verður haldinn í Norræna húsinu 21. apríl kl. 11-14 og nefnist hann "Fjórða valdið".
Meira
OPINN fundur um menningarmál verður haldinn í Pakkhúsinu á Höfn laugardaginn 21. apríl kl. 14-17. Á fundinum mun Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður kynna helstu niðurstöður stefnumótunarinnar í menningar- og safnamálum sem samþykkt var í bæjarstjórn 1.
Meira
ÞRIÐJI og síðasti fræðslufundurinn á þessari önn á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 21. apríl kl. 13.30. Einar Hjaltason sérfræðingur greinir frá helstu slysahættum aldraðra og afleiðingar slysa.
Meira
NÝLEGA færði Soroptimistaklúbbur Grafarvogs barnadeild Landspítalans í Fossvogi lungnarannsóknartæki að gjöf. Tækið er notað til mælinga á lungnastarfsemi barna.
Meira
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar gaf á fundi sínum í gær heimild til að hefja samningaviðræður við Íslensku menntasamtökin um kennsluþátt grunnskólans í Áslandi. Samningaviðræðurnar verða hafnar á grundvelli tilboðs frá Íslensku menntasamtökunum frá 6.
Meira
ÞAÐ þótti tímabært að slá golfvöllinn í Vestmannaeyjum í gær, síðasta vetrardag, fyrir fyrsta sumardagsmót, sem haldið verður í dag, sumardaginn fyrsta.
Meira
NAUTIÐ Guttormur, sem býr í Húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík, hefur nú slegið þyngdarmet sitt enn og aftur. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Húsdýragarðsins hefur Guttormur verið upp á sitt besta með vorinu og er nú orðinn 942 kg.
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Esju sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir verður fararstjóri og stefnir á Kerhólakamb. Brottför er kl. 10:30 frá BSÍ og komið verður við í Mörkinni 6. Þátttökugjald er 1.200 kr.
Meira
HÆSTI tindur landsins, Hvannadalshnúkur í Öræfajökli, skartaði sínu fegursta á páskadag og gengu tíu manns í þremur hópum á fjallið í sólskini og góðu færi.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á framkvæmdir við fyrirhuguð mislæg slaufugatnamót Vesturlandsvegar og Víkurvegar og Reynisvatnsvegar að Reynisvatni.
Meira
Það var mikið líf við Grindavíkurhöfn eftir hádegi í gær. Annars vegar komu smábátarnir hver af öðrum með vænan þorsk að landi og hins vegar voru iðnaðarmenn að dytta að skipunum sem liggja bundin við bryggju vegna sjómannaverkfallsins. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari tóku púlsinn á hæstánægðum körlunum í hringiðunni.
Meira
ÍSLENSK fyrirtæki, sem starfa við byggingu og ráðgjöf í tengslum við raforkuver og flutning á raforku, hyggjast hasla sér völl í Austur-Evrópu á næstu misserum.
Meira
VIÐBRÖGÐ fjölmiðla, stjórnmálaskýrenda og fulltrúa stjórnarandstöðuflokka í gær við sjónvarpsviðtali við Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sem sent var út í beinni útsendingu í fyrrakvöld, voru meira eða minna öll á eina leið: að frammistaða...
Meira
KAFFISALA Skógarmanna verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í dag, sumardaginn fyrsta. Kaffisalan er til styrktar sumarbúðunum í Vatnaskógi sem Skógarmenn hafa stafrækt í tæplega 80 ár.
Meira
KENNARAR í Kennaraháskóla Íslands, KHÍ, hafa boðað tímabundið verkfall dagana 7. til 21. maí næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Umræddir dagar eru prófatími í skólanum.
Meira
ALRÍKISYFIRVÖLD í Bandaríkjunum halda áfram að rannsaka mál öldungadeildarþingmannsins Roberts G. Torricellis sem grunaður er um að hafa þegið ólöglegar gjafir og fjárstuðning. Torricelli er demókrati og fulltrúi New Jersey á þingi.
Meira
KONUR eru í meirihluta í störfum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi en af 4.834 starfsmönnum eru rúmlega 3.800 konur eða 79,4% og tæplega 1.000 karlar sem er um 20%.
Meira
Enn ríkir spenna í króatíska hlutanum í Mostar í kjölfar lokunar eins króatísku bankanna. Útlendingar hafa fallið í ónáð og ekki hefur dregið úr þjóðernishyggjunni sem helst í hendur við sterka trúarvitund Króata. Urður Gunnarsdóttir skrifar frá Mostar.
Meira
KÝRIN Ópera frá Bjólu í Djúpárhreppi hefur verið kjörin ungfrú Gateway 2001 í fegurðarsamkeppni svartskjöldóttra kúa sem Aco í Skaftahlíð og Landssamband kúabænda standa fyrir. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem krýndi hana í gær.
Meira
Rangfærsla í krossgátu Í annarri línu krossgátunnar sem var í Dagskrárblaðinu 11. apríl sl. voru ranglega tölusettar þrjár lóðréttar línur. Þær voru merktar 7, 8 og 6, en áttu að vera 6, 7 og 8. Einnig var skilafresturinn rangur, hann er 20....
Meira
FLUGMENNIRNIR Sigurður Arnar Runólfsson, Viktor Viktorsson og Hergill Sigurðsson eru lentir í Addis Abeba í Eþíópu eftir langt flug á eins hreyfils flugvél frá Reykjavík. Flugið hófst í Reykjavík 25. febrúar.
Meira
"LÍFIÐ hefur verið mér gott og þessi hundrað ár hafa nú bara verið fljót að líða," segir Jónína Heiðar sem í gær hélt upp á aldarafmæli sitt í stórum hópi vina og ættingja sem flestir komu frá Bandaríkjunum til að heiðra afmælisbarnið og...
Meira
NÝLEGA var haldinn í Svartsengi Landsfundur Zontasambands Íslands. Sambandið mynda sex Zontaklúbbar: Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Reykjavíkur, Zontaklúbbur Selfoss, Zontaklúbburinn Þórunn hyrna, Akureyri, Embla, Reykjavík, og Fjörgyn, Ísafirði.
Meira
SÚ breyting verður á innflutningstollum á græna papriku næstkomandi mánudag að verðtollur lækkar úr 30% í 15% en að auki leggst 199 kr. magntollur á hvert innflutt kg. sem ekki var lagður á græna papriku áður.
Meira
Kynntar hafa verið tillögur framkvæmdastjórnar ESB um leiðir til að efla hlutverk ESB í að stuðla að stöðugleika í heiminum. Auðunn Arnórsson kynnti sér þær.
Meira
MEÐALÁLAGNING á grænmeti í Hagkaup í marsmánuði var mjög mismunandi eftir tegundum og sveiflaðist frá því að vera innan við 2% á rauða papriku í það að vera tæp 70% á tómata.
Meira
19. apríl 2001
| Akureyri og nágrenni
| 219 orð
| 1 mynd
FORELDRAFÉLAG Breiðholtsskóla mun standa fyrir námskeiði í framkomu og tjáningu nk. laugardag, 21. apríl. Námskeiðið er haldið á vegum Junior Chamber-hreyfingarinnar.
Meira
HALDIÐ verður námskeið í kræklingarækt dagana 21.-22. apríl á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Námskeiðið hefst klukkan 13 á laugardeginum og lýkur 18 á sunnudeginum.
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að kærunefnd fjöleignahúsamála hafi verið óheimilt að vísa frá máli eins íbúðareiganda sem stóð í ágreiningi við sitt húsfélag.
Meira
HANNES Karlsson, deildarstjóri Nettóverslana, segir að Nettó hafi nokkrum sinnum haft samband við Flúðasveppi og það sé því rangt hjá framkvæmdastjóra Flúðasveppa, Ragnari Kristni Kristjánssyni, sem fram komi í Morgunblaðinu í gær að Nettó hafi ekki haft...
Meira
HEPPINN Norðmaður vann tæpar 102 milljónir króna í Víkingalottói í gær. Hann var einn með sex tölur réttar en enginn var með fimm tölur réttar auk bónustölu. Þrír Íslendingar voru með fimm tölur réttar og fengu 131 þúsund krónur í sinn hlut.
Meira
HOXA sem sérhæfir sig í innflutningi íslenskra fiskafurða til Svíþjóðar hefur ákveðið að kæra norska fyrirtækið Pronova, dótturfyrirtæki Norsk Hydro, sem framleiðir bræðslulýsi, fyrir staðhæfingar í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist á Netinu...
Meira
BORGARAFUNDUR verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs hinn 9. maí næstkomandi til að kynna nýtt aðalskipulag bæjarins. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í gær. Að sögn Birgis H.
Meira
VERSLUNIN Splæs var opnuð fyrir stuttu á efri hæð Flutningaþjónustunnar á Hellu við Dynskála 22. Eigendur hennar eru hjónin Agnes Ólöf Thorarensen og Þórhallur Svavarsson og Jóhanna Pálsdóttir og Viðar Ástvaldsson öll búsett á Hellu.
Meira
ÓÁNÆGJA er meðal margra sjúklinga og aðstandenda þeirra með ákvæði nýrrar reglugerðar sem tók gildi 1. apríl sl. um gerð lyfseðla og ávísun lyfja.
Meira
JÓN Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Washington, er nú staddur í Eistlandi, þangað sem honum var boðið sem heiðursræðumanni á hátíðarsamkomu skipulagðri af upplýsingaskrifstofu Norræna ráðherraráðsins þar í landi.
Meira
KAYAK-KLÚBBURINN hefur óskað eftir því að flytja aðstöðu sína að Geldinganesi í Grafarvogi en klúbburinn hefur haft aðstöðu í Nauthólsvík. Hugmyndir þessa efnis eru nú til umfjöllunar hjá borgarskipulagi.
Meira
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp í samvinnu við fleiri aðila standa þann 23. apríl að ráðstefnu um réttaröryggi og réttindagæslu fatlaðra. Ráðstefnan er helguð minningu Ástu B. Þorsteinsdóttur, alþingismanns og fyrrverandi formanns Þroskahjálpar.
Meira
19. apríl 2001
| Akureyri og nágrenni
| 113 orð
| 1 mynd
Góða veðrið lék við Akureyringa í gær og sól skein í heiði. Eins og jafnan á sólríkum dögum þyrstir marga í ís og þá verður hinn landsfrægi Brynjuís oft fyrir valinu.
Meira
BORGARYFIRVÖLD stefna að því að banna nektardansstaði í öllum helstu miðhverfum borgarinnar en ekki bara í miðborginni, starfsemin verður þó áfram leyfð í iðnaðarhverfum.
Meira
Draumurinn er að komast í danska sjóherinn en áður en það rætist verður Hjalti Thomas Ólason að ljúka fimm mánaða siglingu á þriggja mastra seglskipi um Norðursjó og norðanvert Atlantshaf.
Meira
STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hyggst leggja fram róttækar tillögur um breytingar um rekstrarformi félagsins, fyrir aðalfund í lok þessa mánaðar. Þær miða að því að færa allan rekstur félagsins yfir í hlutafélög.
Meira
Unglingastarf Hjálpræðishersins á Akureyri heldur sumargleði í dag, sumardaginn fyrsta. Sumargleðin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði, m.a. leikþáttur, söngur, spurningakeppni, glens og grín.
Meira
ÚTIVIST efnir í dag, sumardaginn fyrsta, til gönguferðar á Keili. Þrátt fyrir að Keilir sé aðeins 378 m y.s. er þaðan frábært útsýni yfir Reykjanesskagann. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30 og stansað við kirkjugarðinn í Hafnarfirði.
Meira
NÝ reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Einn liður hennar, sem snýr að afhendingu lyfja í síma, hefur valdið annríki í mörgum heilsugæslustöðvum þar sem sjúklingar hringja og kvarta.
Meira
SJÖ 12 ára gamlar stelpur úr Reykjavík verða með sérstæðar sýningar í Sundhöll Reykjavíkur í dag, sumardaginn fyrsta,sem nefnist sunddans. Sýningarnar verða þrjár talsins og varir hver sýning í um hálftíma. Fyrsta sýningin hefst kl.
Meira
TAL hefur gengið frá samningi við Deutsche Telekom um GPRS-reikiþjónustu. Samningurinn þýðir að viðskiptavinir Tals á ferð erlendis geta innan tíðar verið í þráðlausu og sítengdu netsambandi með Tal GPRS/GSM-símtækjum sínum.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur fundið 9.000 e-töflur og 200 grömm af kókaíni til viðbótar þeim rúmlega 7.000 e-töflum og 8 kílóum af hassi sem voru í vörusendingu sem lagt var hald á fimmtudaginn 5. apríl sl. Samtals var því lagt hald á um 17.
Meira
ÍSLAND stendur sig einna verst af EFTA-löndunum, sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu, í því að lögfesta þær tilskipanir sem samþykktar hafa verið innan EES.
Meira
Helga Finnsdóttir fæddist í Reykjavík 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970 og prófi í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Hún hefur rekið dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur í Skipasundi frá árinu 1981. Sérgrein hennar eru sjúkdómar hunda og katta. Hún er gift Sigurði Erni Hanssyni dýralækni og eiga þau eina dóttur, Ragnheiði Ástu.
Meira
FYRSTU viðræðum nefnda á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kína um njósnavélina sem nauðlenti á Hainan eftir árekstur við kínverska herþotu lauk í Peking í gær.
Meira
ÞORSTEINN Jóhannesson, fyrrverandi prófastur í Norður-Ísafjarðarprófastsdæmi, er látinn, 103 ára að aldri. Þorsteinn fæddist 24. mars 1898 í Ytri-Tungu á Tjörnesi.
Meira
SÁ sérstæði atburður varð í gærkvöld, að þrír refsifangar á Litla-Hrauni voru í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi til landsins þótt þeir væru innan fangelsisveggja.
Meira
ÍSLENZKU keppendurnir í Blackpool stóðu í stórræðum á þriðjudaginn. Í keppni barna 11 ára og yngri kepptu 9 íslenzk pör. Keppt var í fjórum sígildum samkvæmisdönsum og voru skráð pör um 70 talsins.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Halló!-Frjáls fjarskipti hafa ákveðið að fara inn á innanlandsmarkað með innanlandssímtöl sem er viðbót við þjónustu fyrirtækisins, segir m.a. í frétt frá fyrirtækinu.
Meira
POLITIK. is er vefsíða, sem í undirfyrirsögn er kallað vefrit ungra jafnaðarmanna. Það fjallaði nýlega um ákúrur Samkeppnisstofnunar á fyrirtækin, sem selja grænmeti og ávexti, og hvernig þau gjörbrutu samkeppnislög eins og ekkert væri.
Meira
Morgunblaðið birti sl. fimmtudag upplýsingar um smásöluálagningu á grænmeti og ávexti. Samkvæmt þeim gögnum, sem blaðið hefur aflað sér, er álagningin iðulega 60-80% og dæmi eru um álagningu sem er meiri en 100%.
Meira
ÞAÐ ER skemmtileg staðreynd að meðlimir rafdúettsins Anonymous, sem lenti í þriðja sæti Músíktilrauna þetta árið, eru afkvæmi Utangarðsmanna. Hljómsveitin leikur poppaða raftónlist, ekki ósvipaða þeirri sem Orbital, Orb eða Aphex Twin leika, þ.e.a.s.
Meira
SÝNINGIN Alþýðulist í Þorlákshöfn verður opnuð í dag, fimmtudag, kl. 15. Sýningin er liður í hátíðahöldum í bænum, en þess er minnst að 50 ár eru frá því að núverandi búseta hófst í Þorlákshöfn.
Meira
FRUMSÝNINGAR THIRTEEN DAYS Bíóhöllin, Kringlubíó ENEMY AT THE GATES Laugarásbíó, Bíóborgin. SÖGUR Á TJALDI; ÍSLENSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Filmundur/Háskólabíó. LALLI JOHNS Íslensk. 2001. Leikstjóri og handrit: Þorfinnur Guðnason.
Meira
BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveitin Sóldögg leikur föstudagskvöld. 16 ára aldurstakmark. CAFÉ 22: Brasilíska taktráðið í samvinnu við Nulleinn.is og Breakbeat.is standa fyrir búgalú-partýi föstudagskvöld. Dj.
Meira
DAGSKRÁ helguð Gyrði Elíassyni hefst á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar á Laugavegi, í dag, fimmtudag, kl. 20 en Gyrðir er höfundur mánaðarins hjá Eddu - miðlun og útgáfu. Kristján B.
Meira
DANSKA barnakvikmyndin Veröld Busters verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Leikstjóri er Bille August. Myndin fjallar um hugmyndaríkan strák sem heitir fullu nafni Buster Oregon Mortensen.
Meira
Leikstjórn Mary McCuckian. Handrit John Lynch og Mary McCuckian. Aðalhlutverk John Lynch, Ian Bannen. (102 mín.) Bretland 2000. Skífan. Öllum leyfð.
Meira
HIN árlega sönghátið Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu "Söngur um sumarmál" verður haldin nú á laugardag í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst kl. 21.
Meira
Ljóðahátíð Viku bókarinnar var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu síðastliðinn þriðjudag. Heiða Jóhannsdóttir brá sér á staðinn og hlýddi á fjölbreytta ljóðadagskrá opnunarinnar.
Meira
NEMENDUR Grunnskólans í Brúarási réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á árshátíð sinni þegar þeir settu upp tvo söngleiki ásamt kennurum sínum sem leikstýrðu og sáu um undirleik.
Meira
ÞRENNIR tónleikar Léttsveitar Reykjavíkur verða haldnir í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur; í dag, fimmtudag, kl. 20, á laugardag kl. 17 og þriðjudagskvöldið 24. apríl kl. 20. Þetta eru sumartónleikar Léttsveitarinnar og verða sungin lög úr suðri.
Meira
TÓNLEIKAR tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða í Neskirkju á laugardag kl. 17. Þar verða frumflutt tvö verk eftir Þóru Marteinsdóttir og Stefán Arason og eru þetta lokaverkefni þeirra frá tónfræðadeild.
Meira
VEFRITIÐ Kistan og Nýlistasafnið standa fyrir tveimur hljómorðakvöldum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 kynna Megas og útgáfufyrirtækið Ómi nýjan hljómorðadisk Megasar, Haugbrot - Glefsur úr neó-reykvískum...
Meira
Í BYRJUN árs gerðu menntamálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík með sér samkomulag um stofnun sjóðs sem ber heitið Menningarborgarsjóður og hafa þau falið Listahátíð í Reykjavík umsýslu hans.
Meira
Leikstjóri George Tillman, Jr. Handritshöfundur Scott Marshall Smith. Tónskáld Mark Isham. Kvikmyndatökustjóri Anthony B. Richmond. Aðalleikendur Robert de Niro, Cuba Gooding, Jr., Charlize Theron, Aunjanue Ellis, Hal Holbrook, Michael Rappaport, Powers Boothe, David Keith. Sýningartími 125 mín. Bandarísk. 20th Century Fox. Árgerð 2000.
Meira
NEMENDUR Menntaskólans í Kópavogi héldu á dögunum árshátíð sína og fjölmenntu í hátíðarkvöldverð á Hótel Sögu og á dansleik á Gauki á Stöng. Að sögn Önnu Regínu Björnsdóttur, sem er í skemmtinefnd MK, var árshátíðin hin besta skemmtan.
Meira
Höfundur: Torbjörn Egner. Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Leikstjóri: Sigurður Hallmarsson. Samkomuhúsinu á Húsavík laugardaginn 14. apríl 2001.
Meira
NÝLEGA lauk fyrsta starfsári forskóla fyrir leiklistarnám sem dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur og Inga Bjarnason leikstjóri komu á laggirnar síðastliðið haust.
Meira
UM ÁRAMÓTIN lét Haukur J. Gunnarsson af starfi leikhússtjóra héraðsleikhússins í Tromsø í Noregi eftir fjögurra ára starf en áður hafði hann stýrt samíska þjóðleikhúsinu í Tromsø í sex ár.
Meira
RÁÐSTEFNA um japanska menningu verður haldin í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, á laugardag kl. 13. Ráðstefnan er á vegum Íslensk-japanska félagsins og Japönsku menningarmiðstöðvarinnar.
Meira
SAMKÓR Vopnafjarðar heldur tónleika í Miðgarði í Skagafirði á morgun, föstudag, kl. 20.30. Sungin verða lög úr ýmsum áttum, t.d. úr óperum, negrasálmar, erlend þjóðlög og íslensk o.fl. Karlakór syngur tvö lög.
Meira
RÓMANSKI rómantíkerinn Ricky Martin hefur samþykkt að taka að sér hlutverk Zorros í nýrri söngleikjaútgáfu af sögunni um þessa grímuklæddu hetju mexíkóskrar alþýðu sem stendur til að setja upp á West End í Lundúnum.
Meira
Á vortónleikum Skagfirsku söngsveitarinnar í dag og á laugardag verða fjögur verk frumflutt af þessum þrítuga kór og einsöngvurum. Þórunn Þórsdóttir heyrði í höfundinum og stjórnanda kórsins.
Meira
LANDSMENN höfðu greinilega margt annað að gera en að skella sér í bíó yfir páskahátíðina - kannski vegna þess að þeir eru svo vanir því að allt sé kirfilega lokað og læst á allra helgustu dögunum. En sú tíð er nú liðin og bíóin voru galopin alla páskana.
Meira
STOFNFUNDUR Samtaka um leikminjasafn verður haldinn í Iðnó næstkomandi laugardag kl. 15. Að stofnun samtakanna standa um 20 félög, samtök og stofnanir á sviði leiklistar. Dagskrá stofnfundarins verður þannig að Sveinn Einarsson, leikstjóri og dr.
Meira
Hafnarborg Myndlistarsýningu Steinunnar Helgadóttur í Sverrissal Hafnarborgar lýkur á mánudag. Sýningin hefur yfirskriftina Í gegnum glerið og er ljósmyndir af stelpum og myndbandi þar sem stelpa les texta um heimsmet kvenna.
Meira
Í TILEFNI af Viku bókarinnar stendur Filmundur fyrir kvikmyndahátíðinni Sögur á tjaldi í samvinnu við Kvikmyndasjóð Íslands. Hátíðin verður haldin í Háskólabíói og hefst í dag og stendur til mánudagsins 30. apríl.
Meira
ÞAR SEM það er ávallt verið að útbúa eitthvað gómsætt í Tilraunaeldhúsinu ætti það ekki að koma neinum á óvart að þar megi stöku sinnum sjá glitta í skottið á feitum köttum. Svo verður a.m.k.
Meira
HIN ÓKRÝNDU prins og prinsessa Hollywood, Freddie Prinze jr. og Sarah Michelle Gellar, hafa opinberað trúlofun sína. Þau færðu vinum sínum og vandamönnum gleðifréttirnar í 24 ára afmælisveislu Gellar, en hann er árinu eldri.
Meira
NÚ stendur yfir Vika bókarinnar og er dagskráin eftirfarandi: Fimmtudagur Barnahátíð Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Kl. 10. Barnahátíð. Guðrún Helgadóttir les upp úr bók sinni Handagúndavél kl. 11.
Meira
FJÖLMARGIR tónlistarmenn sameinast um íslenska þjóðlagið í Grafarvogskirkju í kvöld. Þar hefjast klukkan hálfníu tónleikar til styrktar Þjóðlagasetri séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.
Meira
Í TILEFNI af Viku bókarinnar mun Félag starfsfólks bókaverslana veita í fyrsta sinn viðurkenningu sem ber nafnið "Lóð á vogarskál íslenskra bókmennta.
Meira
Í dag er fimmtudagur 19. apríl, 109. dagur ársins 2000. Sumardagurinn fyrsti. Orð dagsins: Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.
Meira
NÝVERIÐ fann fyrirtækið Norðurljós upp á því að útvarpa djasstónlist á rás, sem fyrir skemmstu var einungis fyrir unglinga, FM 97,7. Einnig er BBC aðgengileg á 90,9 - þetta er verulega gott framtak.
Meira
Það er von lágværs meirihluta Garðbæinga, segir Kristján Þorsteinsson, að hugmyndin um bryggjuhverfi verði metin með heildarhagsmuni Garðabæjar í huga.
Meira
Með færri en hærri styrkjum, segir Vilhjálmur Hjálmarsson, má gera sjálfstæðum leikhúsum og sviðslistahópum kleift að hugsa vel um sína listamenn.
Meira
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 19. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Magnea Aðalgeirsdóttir og Haukur Þórðarson, Vatnsnesvegi 34, Keflavík. Magnea og Haukur dvelja þessa dagana í...
Meira
Sérsvið geislafræðinga er yfirgripsmikil þekking á jónandi geislun, segir Jónína Guðjónsdóttir, og notkun hennar í þágu sjúkdómsgreiningar og sjúkdómsmeðferðar.
Meira
Þróunin hefur orðið sú, segir Unnur Gunnarsdóttir, að ekki eru lengur skörp skil milli innri markaðs löggjafarinnar, sem heyrir undir EES-samninginn, og annarra viðfangsefna ESB sem veikir mjög stöðu EFTA/EES- ríkjanna til að þróa samninginn.
Meira
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefir sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Meira
Þar sem vegið er að mér persónulega sem fagmanni og samþykktum ábyrgðaraðila EPOCH-verkefnisins sé ég mér ekki annað fært, segir Guðrún K. Þórsdóttir, en að skrifa opið bréf til félagsmanna FAAS vegna þessa máls.
Meira
Fjöldi íbúa á þessu svæði hefur lagt í ærinn kostnað við uppbyggingu og viðhald fasteigna sinna, segir Brynja Helga Kristjánsdóttir, og hefur ekki í hyggju að flytja sig í önnur hverfi.
Meira
Að ætla sér að skerða veiðiheimildir þessa flota á þeim grunni að hann hafi ekki nýtt sér úthlutaðan kvóta telur Pétur Hafsteinn Pálsson vera öfugmæli og nánast móðgun við hlutaðeigandi.
Meira
ÁHRIF hernáms Ísraelshers á tilveru Palestínumanna sem búa á Vesturbakkanum og Gasa-svæðinu verða æ geigvænlegri. Flóttamannabúðirnar hafa löngum verið líkastar fangabúðum en nú hefur öllum herteknu svæðunum verið breytt í allsherjar fangabúðir.
Meira
Núverandi grunnframfærsla LÍN er 66.500 kr. Guðmundur Ómar Hafsteinsson og Sæunn Stefánsdóttir segja að hún dugi skammt miðað við raunverulegan framfærslukostnað námsmanna.
Meira
Miðað við umræðuna og ummæli fólks, segir Jóhannes Gunnarsson, er ljóst að mikill meirihluti neytenda er afar óánægður með stöðu mála og tekur heilshugar undir gagnrýni Neytendasamtakanna.
Meira
Ætla mætti að íslenska þjóðin hefði efni á því nú við upphaf nýrrar aldar, segja Kristín Huld Sigurðardóttir og Margrét Hermanns Auðardóttir, að setja lög til verndar eigin fornleifum.
Meira
Mikilvægt er að við verndum það sem við eigum og látum græðgina ekki ná tökum á okkur, segir Guðrún G. Bergmann, með því að stefna á að fá sem flesta ferðamenn hingað.
Meira
VÍNMENNING á Íslandi hefur ekki verið upp á marga fiska fram að þessu og forfeður Víkverja drukku til dæmis ekki annað en prestakaffi á hátíðlegum stundum og þá aðeins ef svo vildi til að húsfreyjan á heimilinu leit undan.
Meira
Axel Helgason fæddist í Reykjavík 23. september 1909. Hann lést á Landspítalanum 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Björg Jónsdóttir og Helgi Þórðarson. Hann átti átta systkini og er einn bróðir á lífi. Axel ólst upp í Hrunamannahreppi.
MeiraKaupa minningabók
Brynjólfur Þórðarson fæddist í Hafnarfirði 7. desember 1919. Hann lést á St. Jósefsspítala 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Brynjólfsson, f. 12.7. 1874, d. 31.1. 1943, og Guðfinna Jónsdóttir, f. 11.10. 1892, d. 3.6. 1950.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Björnsson fæddist í Urriðakoti í Garðahreppi 9. febrúar 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Jóhannesson, f. 28. mars 1895, d. 22. nóvember 1964, og kona hans Jónína Guðmundsdóttir, f. 2.
MeiraKaupa minningabók
Herdís fæddist á Tannstaðabakka í Hrútafirði hinn 23. september 1913. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 6. apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Hrefna Ólafsdóttir fæddist á Hamri í Hamarsfirði 12. febrúar 1928. Hún lést aðfaranótt 9. apríl síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Þóra Stefánsdóttir, f. 4. júlí 1895, d. 6. ágúst 1973, og Ólafur Þórlindsson, f. 15.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Þórðarson fæddist á Högnastöðum í Borgarfirði 19. apríl. Hann lést á Reyðarfirði 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Jónsson, f. 10. ágúst 1884, og Gunnvör Magnúsdóttir, f. 5. september 1892. Systkini Magnúsar eru Ragna, d., Jón, d.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Sveinsdóttir fæddist í Tröllanesi á Norðfirði 25. apríl 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bessastaðakirkju 18. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Páll Guðmundsson fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Auður Pálsdóttir, f. 23. apríl 1914, d. 10. mars 1966, og Guðmundur Pálsson, f. 11. nóvember 1910, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
Ragnar Einarsson fæddist í Reykjavík 17. mars 1943. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 17. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Rúnar Ágúst Arnbergsson fæddist 7. ágúst 1959. Hann lést 4. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Safnaðarheimili Sandgerðis 17. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Þórisson fæddist í Baldursheimi í Mývatnssveit hinn 5. maí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Sigurðardóttir frá Baldursheimi, f. 26.
MeiraKaupa minningabók
Szimonyi Gabor, fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfari Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR), fæddist í Ungverjalandi 10. október 1918. Hann lést í borginni Duncan í Bresku-Kolumbíu á Kyrrahafsströnd Kanada 25. mars síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Hvenær eru fullyrðingar varðandi innihaldsefni í matvörum leyfilegar? Og hvernig eru reglur ESB frábrugðnar bandarískum? Hrönn Marinósdóttir fékk Svövu Liv Edgarsdóttur hjá Hollustuvernd ríkisins til þess að upplýsa um gildandi reglur.
Meira
VEIÐIHORNIÐ í Hafnarstræti hefur hafið innflutning á hnýtingaönglum frá japanska framleiðandanum Daiichi. Í fréttatilkynningu segir að hér séu á ferðinni einhverjir sterkustu fluguhnýtingarönglar sem fáanlegir séu á...
Meira
HRAÐBÚÐIR Essó Gildir til 30. apríl nú kr. áður kr. mælie. Sóma samloka - heit 189 215 1.460 kg 7-Up 0,5 ltr í plasti 99 125 198 ltr Doritos Nacho Cheese/Cool Americ. 239 270 1.200 kg Freyju rís stórt, 50 g 79 100 1.580 kg Lindu súkkul./appels.
Meira
KAFFI frá Kaffitári er komið í nýjar appelsínugular umbúðir. Límmiðinn á pokunum segir til um tegundina ásamt því að vera pokaloka. Miðann er hægt að taka af og nota til að loka pokanum.
Meira
KOMIN er á markað ný bragðtegund af Leppin-orkudrykk, Leppin með sítrónubragði. Leppin er léttkolsýrður orkudrykkur í hálfs lítra umbúðum og fæst á öllum helstu sölustöðum á landinu.
Meira
Póstverslunin Margaretha ehf. hefur bætt við úrvalið af hannyrðavörum og út er kominn í fyrsta skipti Garn- og prjónalisti. Vörulistinn kemur frá Garntjänst sem er stærsta póstverslun Svíþjóðar sem selur garn.
Meira
Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Síðastliðið miðvikudagskvöld var lokakvöld í þriggja kvölda sveitakeppni, sem lauk með sigri sveitar Jóhanns Benediktssonar en hún fékk 102 stig.
Meira
Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 19. apríl (sumardagurinn fyrsti) verður spilað síðasta kvöldið í þriggja kvölda Butler tvímenningi í boði 11-11 verslananna. Staðan fyrir síðasta kvöldið er þessi: Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurjónss.
Meira
Bridsfélag Suðurnesja Hið árlega Kaskó-mót félagsins var haldið sl. laugardag og spiluðu 7 sveitir. Sveit Heiðars Sigurjónssonar, Þrastar Þorlákssonar, Kjartans Ólasonar og Óla Þórs Kjartanssonar hafði nokkra yfirburði í mótinu og sigraði með glæsibrag.
Meira
BRÆÐURNIR Anton og Sigurbjörn Haraldssynir voru heitir í slemmunum í úrslitum Íslandsmótsins. Við sáum fallega tígulslemmu með þeim í þætti gærdagsins og hér er önnur úr sama leik, en nú er trompið lauf: Vestur gefur; allir á hættu. Áttum breytt.
Meira
"Við ætlum að gera það sem áður hefur ekki tekist; sem sagt að fylla Reiðhöllina í Víðidal á föstudagskvöldið af mannskap," segja þeir félagar og sýningarstjórar á væntanlegum Hestadögum 2001 Hafliði Halldórsson og Vignir Jónasson þegar Valdimar Kristinsson mætti í höllina á annan í páskum þar sem þeir völdu hross til sýningarinnar.
Meira
FÁKSMENN héldu á föstudag og laugardag sitt árlega nýhestamót þar sem keppt er í fjór- og fimmgangi, en auk þess var keppt í tölti, slaktaumatölti og gæðingaskeiði þar sem mótið var um leið hluti af alþjóðlegri dómararáðstefnu og haldið í samvinnu við...
Meira
SAMKOMA á vegum Líknarfélagsins Byrgisins verður á morgun, föstudag, kl. 20 í Hafnarfjarðarkirkju. Byrgið hefur nú komið sér vel fyrir í Klettaborg sinni á Miðnesheiði en er ekki lengur með aðstöðu á Lækjargötu í Hafnarfirði til samkomuhalds.
Meira
STAÐAN kom upp í áskorendaflokki, Skákþingi Íslands, er lauk nú um páskana. Svart hafði Sigurjón Haraldsson (1.845) gegn Ingvari Jóhannessyni (2.010). 21. -Hxg3+! 22. fxg3 Re3+ 23. Kf2 Hxh1 24. Kxe3 Hvítur gat fremur spriklað eftir 24. Hxh1 Rxc2 25.
Meira
ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur valið þá 18 leikmenn sem mæta Möltu í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu en leikurinn fer fram á Möltu á miðvikudaginn í næstu viku. Atli gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Búlgaríu í síðasta mánuði. Auðun Helgason, Pétur Hafliði Marteinsson og Ólafur Örn Bjarnason koma inn í hópinn í stað Lárusar Orra Sigurðssonar, Heiðars Helgusonar og Arnars Gunnlaugssonar.
Meira
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDIÐ, FRÍ, hefur ákveðið að senda 8 til 10 keppendur á Smáþjóðaleikana í sumar, en um tíma stefndi í að engir keppendur færu í sparnaðarskyni. Eftir viðræður við forsvarsmenn ÍSÍ var þetta ákveðið en upphaflega stóð til að þeir yrðu...
Meira
KNATTSPYRNULIÐ Fylkis og Aftureldingar í Mosfellsbæ gerðu í gær með sér venslasamning fyrir keppnistímabilið 2001. Fylkir leikur í efstu deild, en Afturelding í 2. deild.
Meira
GÍSLI Sigurðsson tekur að öllum líkindum við þjálfun 1. deildarliðs Tindastóls í knattspyrnu en Sigurður Halldórsson hætti með liðið skömmu fyrir páska eins og áður hefur komið fram.
Meira
HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, undanúrslit - annar leikur: Fimmtudagur: Varmá:UMFA - KA 17 Föstudagur: Hlíðarendi:Valur - Haukar 20 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Víðavangshlaup ÍR fer fram í 86.
Meira
HILMAR Þórlindsson, stórskyttan í liði Gróttu/KR, fer eftir helgina til viðræðna við þýskt 2. deildarlið, en menn frá félaginu settu sig í samband við hann á dögunum og buðu honum að koma út að skoða aðstæður hjá félaginu.
Meira
ÍA hefur dregið kvennalið sitt úr keppni á Íslandsmótinu á næstu leiktíð. Þetta staðfestir Kristinn Reimarsson, formaður rekstrarfélags meistaraflokks kvenna hjá ÍA.
Meira
JOHN O'Neil, 29 ára miðvallarleikmaður hjá Hibs, hefur verið kallaður í skoska landsliðshópinn sem leikur vináttuleik gegn Pólverjum í næstu viku. O'Neil, sem skoraði tvö mörk í bikarleik gegn Livingston um sl.
Meira
LEIKMENN Bayern München fengu heldur betur uppreist æru í gærkvöldi þegar þeir lögðu ensku meistarana Manchester United að velli í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu, 2:1.
Meira
MARGRÉT Ólafsdóttir skoraði fyrsta mark sitt fyrir bandaríska atvinnumannaliðið Philadelphia Charges í æfingaleik gegn áhugamannaliði frá New Jersey en lokatölur leiksins urðu 9:0.
Meira
KAUP og sölur knattspyrnumanna í Evrópu hafa fyrir löngu gengið út í öfgar og einnig laun knattspyrnumanna. Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen, miðherji Liverpool, er einn af eftirsóttustu knattspyrnumönnum heims.
Meira
ÓÐINN Björn Þorsteinsson , frjálsíþróttamaður úr FH , varpaði kúlu 18,01 metra og kastaði kringlu rúma 53 metra á menntaskólamóti í Texas um páskahelgina. Óðinn var aðeins tveimur sentímetrum frá sínu besta í kúluvarpi.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka eru greinilega ekki á þeim buxunum að láta bikarinn af hendi í vor ef marka má leik liðsins á móti Val á Ásvöllum í gær. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Valsmenn höfðu þó heldur frumkvæðið skiptu Haukarnir um gír í síðari hálfleik og hreinlega kafsigldu gesti sína. Lokatölur urðu 26:19 í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn og annað kvöld eigast þau við öðru sinni að Hlíðarenda.
Meira
FRANZ Beckenbauer, forseti Bayern München, skrifaði grein í þýska blaðið Bild á dögunum, þar sem hann telur að það sé tímabært að fá erlenda dómara til að bjarga þýskri knattspyrnu - fá dómara til að dæma leiki í 1. deildarkeppninni. Beckenbauer skrifaði þetta í kjölfar þess að þrír leikmenn fengu að sjá rauða spjaldið í leik Dortmund og Bayern og tólf leikmenn fengu að sjá gula spjaldið í leiknum, sem Hartmut Strampe dæmdi.
Meira
SIGURÐUR Ingimundarson mun að öllu óbreyttu skrifa undir nýjan þjálfarasamning við úrvalsdeildarlið Keflvíkinga á næstunni en samningur hans við félagið rann út um leið og þátttöku Keflvíkinga lauk í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar.
Meira
ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, stökk kvenna hæst á háskólamóti í Knoxville í Tennesee sl. laugardag. Þórey stökk 4,20 metra og fór 40 sentimetrum hærra en þeir keppendur sem höfnuðu í öðru til þriðja sæti.
Meira
Við fengum tíu daga frí fyrir þennan leik og virtumst ekki alveg átta okkur á því að fríið væri búið en komumst í gang eftir tuttugu mínútur, tókum völdin á vellinum og litum aldrei um öxl eftir það," sagði Bjarni Frostason markvörður Hauka eftir...
Meira
Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði og Póls rafeindavara vinna nú að þróun sjálfvirks búnaðar til mælinga á fiski og nota til þess tölvusjón af fullkomnustu gerð frá National Instruments.
Meira
SKIPSTJÓRAR og útgerðarmenn flestra línuskipa sem róa með beitningavélum vara við of mikilli sókn í keilu og löngu og leggja til að hvorki Norðmenn né Færeyingar fái að stunda veiðar á þessum tegundum hér við land, en um slíkar heimildir hefur verið...
Meira
DANSKA fyrirtækið Midt Factoring A/S (MF) er stærsta greiðsluþjónustufyrirtæki Danmerkur en velta þess nemur um sjötíu milljörðum íslenskra króna á ári.
Meira
Skorri Andrew Aikman fæddist í Reykjavík 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum 1991 og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands 1997. Að námi loknu hóf hann störf hjá Ásgeiri Sigurðssyni ehf. og fylgdi með við sameiningu fyrirtækisins við Nathan & Olsen hf. á síðasta ári. Skorri er kvæntur Kristjönu Ósk Samúelsdóttur, lyfsöluleyfishafa í apótekinu Spönginni. Þau eiga þrjú börn, Þórdísi Maríu, 7 ára, Harald Andrew, 4 ára, og Skorra Ásgeir, 7 mánaða.
Meira
FRAMLEIÐNI í norskum iðnaði var 23% minni en í sænskum iðnaði árið 1999, miðað við sameiginlegan upphafsreit árið 1993. Þetta kemur fram í skýrslu frá norsku Hagstofunni sem Aftenposten vitnar til.
Meira
GOPRO Landsteinar hlutu útflutningsverðlaun forseta Íslands og veitti Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, þeim viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í ræðu hr.
Meira
ÞAÐ eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan menn veltu því fyrir sér hvort eðli hagsveiflunnar væri ekki orðið breytt. Hvort þessar leiðindaniðursveiflur heyrðu ekki sögunni til eins og ýmsir sjúkdómar og plágur sem fundist hefur lækning við.
Meira
Hilmar S. Sigurðsson, viðskiptafræðingur, hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs Norðurljósa og tekið við stöðu framkvæmdastjóra hjá INNN hf.
Meira
Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 94,01000 93,79000 94,23000 Sterlpund. 134,05000 133,72000 134,38000 Kan. dollari 59,94000 59,76000 60,12000 Dönsk kr. 11,07400 11,04200 11,10600 Norsk kr. 10,27300 10,24300 10,30300 Sænsk kr.
Meira
22. MARS síðastliðinn undrritaði Landspítali - háskólasjúkrahús samning við A. Karlsson hf. um kaup á 10 nýjum svæfingavélum af gerðinni Datex-Ohmeda ADU.
Meira
GUÐRÚN Jóhanna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í starfsmannaþjónustu Baugs, sat ráðstefnuna og hún segir að litið sé til tilfinningagreindar við ráðningar hjá fyrirtækinu.
Meira
Framleiðni í norskum iðnaði var 23% minni en í sænskum iðnaði árið 1999 miðað við sameiginlegan upphafsreit árið 1993. Alls jókst framleiðni í norskum iðnaði um að meðaltali 0,6% á ári á tímabilinu 1993-1999, en samsvarandi aukning hjá Svíþjóð var 5,1%.
Meira
Kristján Gunnarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri ZooM og gegnir einnig starfi framkvæmdastjóra. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1980 og tók próf sem löggiltur endurskoðandi 1984.
Meira
NÝVERIÐ afhenti Ísmar hf. fyrstu sjónrænu sjálfvirku landmælingastöðina (robotic), sem seld er á Íslandi undir Trimble-nafninu, eftir að Trimble keypti Spectra Precision og sameinaði fyrirtækin.
Meira
SAMLÍF - Sameinaða líftryggingarfélagið hf. hefur samið við Nýherja hf. um uppsetningu á íslenskri útgáfu af SAP-launakerfinu. Um er að ræða staðlað íslenskt launakerfi sem byggist á hinu alþjóðlega SAP-launakerfi.
Meira
OPIN kerfi hf. urðu um síðustu mánaðamót fyrst íslenskra fyrirtækja til að greiða arð rafrænt. Arðurinn var greiddur í gegnum kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf.
Meira
FLUTNINGAFYRIRTÆKIÐ Ragnar og Ásgeir ehf. á Grundarfirði hefur ákveðið að innleiða Tetra-fjarskiptakerfi Stiklu í flutningabifreiðar sínar. Einnig mun fyrirtækið taka upp ferilvöktunarkerfi Stefju (Tracwell) sem nýtir Tetra til boðskipta.
Meira
Rólegir aðalfundir Aðalfundur bílaframleiðandans DaimlerChrysler var haldinn í síðustu viku. Meðal fundarmanna voru um 11.000 smáir hluthafar, sem voru mættir til að lýsa óánægju sinni með mikið tap og lækkandi gengi hlutabréfanna.
Meira
Það er líklegt að einstaklingur sem lokið hefur námi í viðskipta- og eða rekstrarfræðum á undanförnum áratugum hafa lagt að velli fleiri hundruð blaðsíðna tileinkaðar japönskum stjórnunaraðferðum, einkum á sviði tilhögunar við framleiðslu.
Meira
LJÓST er að verulegir fjármunir tapast vegna gjaldþrots Thermo Plus Europe í Reykjanesbæ. Starfsemi félagsins fólst í að framleiða kælitæki á til sölu á Evrópumarkaði.
Meira
Ljóst er að verulegir fjármunir tapast vegna gjaldþrots Thermo Plus Europe í Reykjanesbæ. Starfsemi félagsins fólst í að framleiða kælitæki til sölu á Evrópumarkaði.
Meira
Yfirtaka Allianz á Dresdner Bank í Þýskalandi er talin marka upphafið að byltingu í þýsku viðskiptalífi og gamlar blokkir hafa tekið að riðlast, skrifar Steingerður Ólafsdóttir. Þetta þykir hið jákvæðasta við sameiningu félaganna enda er ekki víst að samruni tryggingafélagsins og bankans hafi aðra hagræðingu í för með sér.
Meira
Tilfinningagreind er það nýjasta í stjórnunartískunni. Þessa greind er hægt að þjálfa og gengur út á að fólk verði fyrst að öðlast góða sjálfsmeðvitund og sjálfstraust til að ná að lokum félagslegri færni. Þetta kom vel fram á líflegri ráðstefnu Þekkingarsmiðju IMG, sem Stefán Stefánsson sat nýlega ásamt fólki víðsvegar úr atvinnulífinu á Hótel Loftleiðum.
Meira
Ístak hefur starfað á verktakamarkaði í rúm 30 ár og á því tímabili komið að mörgum stærstu framkvæmdum landsins. Tómas Orri Ragnarsson settist niður með þeim Páli Sigurjónssyni forstjóra og Lofti Árnasyni, yfirverkfræðingi Ístaks, og fræddist um stöðuna hjá Ístaki og á verktakamarkaðinum almennt.
Meira
BANDARÍSKI bankinn First Union, sem er stærsti einkahluthafi í Landsbanka Íslands, hefur samþykkt að kaupa bankasamstæðuna Wachovia í Bandaríkjunum fyrir um 13 milljarða dollara, eða sem samsvarar um 1.210 milljörðum íslenskra króna.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp viðræður milli Plastprents hf. og NPS-umbúðalausna hf. (áður Kassagerð Reykjavíkur og Umbúðamiðstöðin) um hagkvæmni þess að sameina félögin.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.