Greinar fimmtudaginn 26. apríl 2001

Forsíða

26. apríl 2001 | Forsíða | 240 orð

Bush heitir að koma Taívan til varnar

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti vonar að Taívanar lýsi ekki einhliða yfir sjálfstæði frá Kína og segir að Bandaríkin vilji eindregið að Kína sé eitt og óskipt land. Á hinn bóginn muni Bandaríkjamenn verja Taívana ef gerð verði árás á eyjuna. Meira
26. apríl 2001 | Forsíða | 120 orð

Deilt um niðurskurð

HEITAR umræður urðu um endurskoðun á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins á fundi sjávarútvegsráðherra aðildarríkjanna í Lúxemborg í gær. Meira
26. apríl 2001 | Forsíða | 215 orð | 1 mynd

Er ungfrú Frakkland herra?

ORÐRÓMUR um að ungfrú Frakkland sé í raun karlmaður hefur valdið miklum vangaveltum í Frakklandi og stefnir nú keppninni um ungfrú Alheim í uppnám, en þar verður Elodie Gossuin fulltrúi síns lands í næsta mánuði. Meira
26. apríl 2001 | Forsíða | 130 orð | 1 mynd

Fimmtán ár frá Tsjernobyl-slysinu

Fimmtán ár eru í dag liðin í frá slysinu í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu 1986 er sprenging varð í einum kjarnakljúfanna. Var geislunin frá henni 500 sinnum meiri en frá kjarnorkusprengjunni, sem varpað var á Hiroshima 1945. Talið er, að allt að... Meira
26. apríl 2001 | Forsíða | 220 orð

Traust vísindi en ekki tíska

GEORGE W. Meira
26. apríl 2001 | Forsíða | 84 orð

Vilja 350 mílna lögsögu

FULLTRÚAR Grænlendinga á danska þjóðþinginu hafa lýst þeirri skoðun sinni, að Grænlendingar eigi að færa efnahagslögsöguna út í 350 mílur til að komast yfir hugsanlegar auðlindir á norðurpólnum. Meira

Fréttir

26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 150 orð

12 keppendur úr S-Þingeyjarsýslu

Húsavík- Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Safnahúsi Þingeyinga nú nýlega, þetta var síðasta upplestrarhátíðin af 26 sem haldnar voru víðsvegar um land í marsmánuði. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

33 Íslendingar eldri en hundrað ára

ELSTU núlifandi Íslendingar verða 106 ára í haust. Elsti núlifandi Íslendingurinn er Helgi Símonarson, bóndi á Þverá, en hann fæddist 13. september árið 1895. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 459 orð

50 milljónir króna sparast með fjölgun aðgerða

MEÐALBIÐTÍMI sjúklinga eftir að komast í mjaðmarliðskipti hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi er 327 dagar og 99 sjúklingar eru á biðlista. Í fyrra voru framkvæmdar 104 aðgerðir af þessu tagi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 110 orð

Að lesa í skóginn og tálga í tré

NÆSTU tvær helgar standa Garðyrkjuskólinn og Skógrækt ríkisins fyrir námskeiðnu "Að lesa í skóginn og tálga í tré". Fyrra námskeiðið verður haldið í Vestmannaeyjum, 27.-29. apríl og það síðara á Laugarvatni 4.- 6. maí. Námskeiðin hefjast kl. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 225 orð

Algjör óvissa ef til verkfalls kemur

STÚDENTARÁÐ samþykkti einróma eftirfarandi ályktun á fundi sínum í vikunni: "Aðeins er um vika þangað til að boðað verkfall Félags háskólakennara hefst og starfsemi stærstu menntastofnunar landsins lamast um ófyrirséðan tíma. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 1039 orð | 2 myndir

Allt kapp lagt á að koma málinu í gegn fyrir þinglok

SAMKOMULAG náðist í gær milli stjórnarflokkanna um hvernig staðið verður að sölu Landssímans. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 230 orð

Athugasemd

EFTIRFARANDI athugasemd barst Morgunblaðinu í gær frá Guðmundi Einarssyni, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík: Í blaðinu í dag er frétt undir nafninu "uppbygging heilsugæslunnar gengur of hægt" og er hún frásögn af opnum fundi... Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 222 orð

Auglýsa hefði átt framkvæmdir betur

SKIPSTJÓRINN á trillunni Kló RE-33, sem strandaði á grynningum við Grundarfjarðarhöfn í gær, segir að auglýsa hefði átt betur þær framkvæmdir sem unnið væri að við höfnina, en verið er að lengja norðurgarð hennar og hefur möl því verið dælt upp við... Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 91 orð | 1 mynd

Áhugi fyrir bíltækjaísetningum

Selfossi- Vel sótt námskeið fyrir almenning í bíltækjaísetningum var haldið á Selfossi fyrir skömmu. Námskeiðið var mjög vel sótt og sýndi fólk verkefninu mikinn áhuga en alls mættu 30 manns. Meira
26. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 88 orð

Ártúnsskóli stækkaður

FYRIRHUGAÐ er að stækka Ártúnsskóla vegna einsetins skóla og því hefur Borgarskipulag Reykjavíkur auglýst til kynningar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ártúnsholts og safnasvæðis Árbæjarsafns. Meira
26. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 376 orð | 1 mynd

Áætlaður kostnaður um 73 milljónir

ÁKVEÐIÐ hefur verið að ganga til samninga við Bergbrot ehf. vegna endurnýjunar á umhverfi við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti en ekki var hægt að taka tilboðum frá tveimur lægstbjóðendum í framkvæmdirnar. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 556 orð | 5 myndir

Bannað að spóla!

Bílheimar stóðu fyrir Izuzu Trooper- jeppaferð í Setrið í aprílbyrjun. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Árni Sæberg slógust í för með leiðangursmönnum og festu sig nokkrum sinnum. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Biblían í tölvupósti

HIÐ íslenska Biblíufélag hefur opnað nýja heimasíðu. Á henni er fólki boðið að fá biblíutexta hvers dags senda til sín í tölvupósti. Meira
26. apríl 2001 | Miðopna | 2618 orð | 3 myndir

Drekinn rumskar

Kínverski drekinn er að vakna og það mun hafa veruleg áhrif, ekki einungis í Asíu, segir Erlingur Erlingsson í grein sinni, þar sem hann fjallar um þróun í Kína síðastliðna öld. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 365 orð

Ekki hægt að bíða með breytingar á refsimörkum

FRUMVARP dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum var til umræðu undir liðnum um stjórn þingsins í upphafi þingfundar í gær. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Eyðing spilliefna mikilvægur þáttur sorpeyðingar

SORPA fagnar 10 ára starfsafmæli sínu í dag, fimmtudag. Af því tilefni verður móttaka fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsfólk Sorpu í Álfsnesi og ennfremur verður almenningur leystur út með góðgæti eftir heimsóknir á Sorpustöðvar fyrstu helgina í maí. Meira
26. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 244 orð

Fjórtán útlendir keppendur

ALÞJÓÐLEGT mót í snjókrossi á vélsleðum verður haldið í miðbæ Ólafsfjarðar á laugardag, 28. apríl. Þetta er annað árið í röð sem slíkt mót fer þar fram en í fyrra komu tveir keppendur frá Noregi og fjórir frá Rússlandi. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar við Kirkjuveg 5

FRAMKVÆMDIR við byggingu húss með 25 félagslegum leiguíbúðum fyrir aldraða að Kirkjuvegi 5 í Reykjanesbæ eru hafnar. Samningar við verktaka og eftirlitsaðila voru undirritaðir í gær og fyrsta skóflustungan tekin. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar við Þinganesgarð

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Þinganesgarð austan við Ósinn við Höfn í Hornafirði, en garðinum er ætlað að verja innsiglinguna fyrir sandflutningum frá austri að Ósnum þar sem sandur hefur tilhneigingu til að safnast fyrir í innsiglingunni. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Frjálsræði á fjármagnsmarkaði vegur þungt

ÍSLAND er í 15. sæti af 123 löndum í skýrslu um frjálsræði í efnahagsmálum í heiminum, sem unnin er af Fraser stofnuninni í Kanada í samvinnu við stofnanir frá 47 öðrum löndum, þar á meðal Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 315 orð

Frumvarp lagt fram á Alþingi í dag

SAMKOMULAG náðist í gær milli stjórnarflokkanna um hvernig staðið verður að sölu Landssímans. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 264 orð

Frækilegt björgunarflug til suðurskautsins

BJÖRGUNARLIÐ frá Bandaríkjunum og Kanada tókst á þriðjudag á hendur áhættusamt flug til suðurskautsins til að bjarga veikum lækni frá Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni. Er þetta í fyrsta sinn sem flugvél tekst að lenda á pólnum um hávetur. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Fundur í Alþingi í dag, fimmtudaginn...

Fundur í Alþingi í dag, fimmtudaginn 26. apríl 2001, hefst kl. 10:30. Á dagskrá fundarins eru eftirtalin mál: 1.Samvinnufélög (rekstrarumgj.). 2.Samvinnufélög (innlánsdeildir). 3.Tekjuskattur og eignarskattur. 4.Rafrænar undirskriftir. 5. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fyrirlestur um japanska byggingarhefð

ARKITEKTINN Michael Anderson, sem er sérfræðingur í japönskum arkitektúr, heldur fyrirlestur á vegum umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar Háskóla Íslands föstudaginn 27. apríl kl. 16 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 2-6, í stofu 158. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

Fyrirlestur um mentor-verkefnið

AMOS Carmeli frá Weizmann-vísindastofnuninni í Ísrael heldur kynningarfyrirlestur fimmtudaginn 26. apríl um alþjóðlegt mentor-verkefni. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 120 orð | 1 mynd

Fær Tetra-fjarskiptastöð að gjöf

Laugarvatni- Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni varð 20 ára á páskadag. Af því tilefni hélt sveitin opið hús á annan í páskum þar sem aðstaða, tól og tæki sveitarinnar voru til sýnis. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Gáfu lungnarannsóknatæki

NÝLEGA færði Soroptimistaklúbbur Grafarvogs barnadeild Landspítalans í Fossvogi lungnarannsóknartæki að gjöf. Tæki þetta er notað til mælingar á lungnastarfsemi barna. Myndin er tekin við afhendingu tækisins. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Gjöf til Rauða krossins

SIGURÐUR Á. Einarsson gefur 100 þúsund krónur til hjálparstarfs Rauða krossins innanlands. Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands tók við fénu og þakkaði Sigurði fyrir hið rausnarlega framlag. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 140 orð

Góðar hugmyndir koma fram hjá nemendum

Selfossi -Nemendur í rekstrarhagfræði 103 í Fjölbrautaskóla Suðurlands taka þátt í keppninni Nýsköpun 2001. Um er að ræða samkeppni um gerð viðskiptaáætlana. Meira
26. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 281 orð | 1 mynd

Grunnrannsóknir efldar

SAMNINGUR um samstarf milli Háskólans á Akureyri og Landsvirkjunar hefur verið undirritaður, en hann er til fimm ára. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 335 orð

Hagsmunafélag hins almenna framhaldsskólanema

KOSIÐ verður í stjórn Félags framhaldsskólanema (FF) á morgun, 27. apríl. Kjörgengi hafa nemendur innan nemendafélaga aðildarfélaga FF. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Hallar undan fæti fyrir Berlusconi

SKOÐANAKANNANIR benda til þess að mið- og vinstriflokkarnir á Ítalíu hafi saxað verulega á forskot mið- og hægriflokkanna undir forystu Silvios Berlusconis á síðustu dögum. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 389 orð | 1 mynd

Hálendið tekur ekki við stórauknum fjölda að óbreyttu

Egilsstöðum- Í undirbúningi er gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á vegum ríkisstjórnarinnar. Markmið áætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, þ.e. bæði vatnsafl og háhita. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Hálffiðruð risaeðla

STARFSMENN náttúrusögusafnsins í New York sýndu í gær 130 milljóna ára gamlan steingerving af risaeðlu, sem frá toppi til táar hefur verið þakin eins konar dún og frumstæðum fjöðrum. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 235 orð

Heildsöluverðið 450-550 kr. kílóið

NÓG er til af íslenskum tómötum og grænni papriku hjá Sölufélagi garðyrkjumanna samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Heildsöluverð á tómötunum frá þeim nú er á bilinu 450-500 kr. kílóið og heildsöluverð á íslenskri, grænni papriku er á bilinu 500-550 kr. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Hætt við að sleppa grábjörnum lausum

GALE Norton, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að falla frá umdeildum áformum Clinton-stjórnarinnar um að sleppa 25 grábjörnum lausum í fjalllendi á mörkum Idaho og Montana. Meira
26. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 496 orð | 1 mynd

Höfnin hefur tekið miklum breytingum

MIKLAR breytingar hafa átt sér stað við Kópavogshöfn undanfarin misseri. Bæði er um að ræða breytingar vegna framkvæmda við höfnina sjálfa og hafnargarðinn auk þess sem margar byggingar hafa verið reistar á svæðinu. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

ÍSAL fær umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins

Íslenska álfélagið hefur fengið umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins vegna ársins 2000 og veitti Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, fyrirtækinu viðurkenninguna í gær. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð

Kafli um sjómenn á fiskiskipum felldur brott

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi til laga um áhafnir íslenskra skipa á Alþingi. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 565 orð | 1 mynd

Kína beinir hundruðum eldflauga að Taívan

ÁKVÖRÐUN Georges W. Bush Bandaríkjaforseta að selja Taívan tundurspilla, kafbáta og annan búnað olli hörðum orðaskiptum milli Kínverja og Bandaríkjamanna í gær. Nokkur blæmunur var þó á ummælum kínverskra embættismanna. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

KosovoAlbönum sleppt

FLESTIR hinna 143 Kosovo- Albana, sem fyrr í vikunni voru sýknaðir af Hæstarétti Serbíu af fangelsisdómum sem þeir höfðu hlotið fyrir meint hryðjuverk, voru látnir lausir í suður-serbnesku borginni Nis í gær. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 78 orð

LEIÐRÉTT

Nafn styrkþega vantaði Í frétt frá styrkveitingu úr Fjólíssjóði Rithöfundasambands Íslands í blaðinu í gær, vantaði nafn Sigurðar A. Magnússonar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
26. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 29 orð | 1 mynd

Lesið undir próf

Selma og Lilja, nemar við Verkmenntaskólann á Akureyri, eru að búa sig undir íslenskupróf en það er kannski ekki svo auðvelt að gera það innandyra þegar veðrið er svona... Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 113 orð

Lestur passíusálmanna

Búðardal -Á föstudaginn langa var lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hjarðarholtskirkju. Voru allir sálmarnir lesnir og var byrjað klukkan hálftvö og stóð lesturinn til rúmlega fimm. Meira
26. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 136 orð | 1 mynd

Listmálun lífgaði upp á skólastarfið

MYNDLISTARSÝNINGU nemenda í bekk 62 í Húsaskóla lauk á þriðjudag í Foldasafni sem er útibú Borgarbókasafnsins við Fjörgyn en sýningin hefur staðið frá 20. mars. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð

Ljóðalestur á Gjábakka og í Gullsmára

Í TILEFNI þess að nýliðin vika var helguð bókinni var ákveðið að hafa frjálsan ljóðalestur í Gjábakka, Fannborg 8 og Gullsmára 13, sem eru félagsheimili opin öllum en þósérstaklega ætluð fyrir félagsstarf aldraðra í Kópavogi. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 131 orð

Ljóstæknifélagið ræðir garðyrkjulýsingu

Ljóstæknifélag Íslands heldur aðalfund þriðjudaginn 24. apríl kl. 20 í húsakynnum Samorku að Suðurlandsbraut 48. Meira
26. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 122 orð | 1 mynd

Lokað vegna framkvæmda

OFANLEITI var lokað um stund vegna steypuframkvæmda við Háskólann í Reykjavík nú í vikunni. Að sögn Þorgríms Guðmundssonar hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjvík eru gefnar út svokallaðar framkvæmdaheimildir þegar um slíkar framkvæmdir er að ræða. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð

Lögregla verst allra fregna

LÖGREGLAN í Reykjavík verst allra fregna af rannsókn á sjálfsvígi manns sem grunaður var um fíkniefnabrot og af rannsókn á meintu afbroti hans. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

Margir sektaðir á nagladekkjum

ÓHEIMILT hefur verið að hafa nagladekk undir ökutækjum frá 15. apríl sl. og er lögreglan farin að hafa eftirlit með þessu. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 98 orð

Menningarmiðstöð Hornafjarðar tekur til starfa

Á opnum fundi um menningarmál sem menningarmálanefnd Hornafjarðar hélt í Pakkhúsinu á Höfn sl. laugardag var tilkynnt að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hefði tekið til starfa. Meira
26. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 354 orð

Miðaldasafn verði reist á Akureyri

"HÉRAÐ, sem er helgað skólamálum, rannsóknum og vísindum; hérað sem ætlar sér stóran hlut í upplýsingasamfélaginu; hérað sem á sér athyglisverða fortíð, á að einsetja sér að koma upp miðaldasafni og kynna miðaldamenningu þjóðarinnar," segir... Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Milljón marka birtist á bankareikningi

NÝ HLIÐ er komin upp á leynireikningahneyksli Kristilegra demókrata í Þýzkalandi (CDU), eftir að svo virðist sem milljón mörk, andvirði um 43 milljóna króna, hafi fundizt á bankareikningi eins fyrrverandi gjaldkera flokksins. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

NÁMSKEIÐ í gæðastýringu í sauðfjárrækt eru þessa dagana haldin víðs vegar um land. Öllum sauðfjárbændum er boðið á námskeiðin en þau eru forsenda fyrir þátttöku í gæðastýringunni. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 88 orð

Námsstyrkir Búnaðarbankans

ÁRLEGA veitir Búnaðarbankinn 12 styrki til námsmanna í Námsmannalínunni, hvern að upphæð 150.000 kr. Styrkirnir skiptast þannig: Útskriftarstyrkir til nema í Háskóla Íslands.Útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi og sérskólanema. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 189 orð

Nýr trúnaðarmaður fatlaðra á Vesturlandi

SVÆÐISRÁÐ málefna fatlaðra hefur ráðið Rögnvald Einarsson kennara sem nýjan trúnaðarmann fatlaðra á Vesturlandi og hefur hann nú þegar tekið til starfa. Samkvæmt ákvæði í lögum nr. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð

Nýr upplýsingavefur Skjávarps

NÝR landshlutabundinn frétta- og upplýsingavefur á Netinu hefur verið tekinn í notkun á vegum Skjávarps. Hver landshluti hefur sína vefsíðu þar sem hægt er að fylgjast með svæðisbundnum fréttum og upplýsingum. Vefurinn, sem er á slóðinni www.skjavarp. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Nýr vefur um friðarmál

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga hafa sett á laggirnar íslenska friðarvefsins, www.fridur.is. Vefurinn er byggður á erlendum fyrirmyndum og honum er ætlað að vera alhliða upplýsingaveita um baráttu íslenskra friðarsinna. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Opið hús í leikskólum í Hólahverfi

OPIÐ hús verður haldið laugardaginn 28. apríl í leikskólunum Suðurborg, Hraunborg og Hólaborg frá kl. 10-13.00. Þar verður afrakstur vetrarstarfsins sýndur. Foreldrar, vinir og vandamenn eru velkomnir til að kynna sér starfsemi leikskólanna. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

"Reynum heldur að bæta í"

"MEÐ því að halda okkar striki, standast staðla og reglur fyrir þessa þjónustu og reyna heldur að bæta í," segir Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 760 orð | 2 myndir

"Þykir vænt um þessa viðurkenningu fyrir hönd Íslands"

Davíð Oddsson forsætisráðherra tók í gær fyrir hönd Íslands við verðlaunum bandarísku umhverfissamtakanna Global Green USA. Kjartan Þorbjörnsson og Jóhannes Tómasson fylgdust með verðlaunaathöfninni, en verðlaunin eru veitt fyrir stefnu landsins í orkumálum og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í New York í gærkvöld. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 277 orð

Rafeindapappír skrefi nær framleiðslu

FRAMLEIÐSLA á svokölluðum rafeinda-pappír hefur færzt skrefi nær því að verða að veruleika með því að tilraunagerð af ofurþunnum, sveigjanlegum rafeindaskjá hefur litið dagsins ljós. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 409 orð

Ráðstefna um sjálfboðin störf meðal aldraðra

RÁÐSTEFNA um "Sjálfboðin störf meðal aldraðra, verðmæti fyrir íslenskt samfélag" verður haldin í Áskirkju föstudaginn 27. apríl kl. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Reykjarlykt fannst í stjórnklefa breiðþotu

BREIÐÞOTA frá bandaríska flugfélaginu Delta lenti á Keflavíkurflugvelli nokkru eftir hádegi í gær en flugmenn vélarinnar óskuðu eftir lendingarleyfi þar sem reykjarlykt hafði borist í stjórnklefa vélarinnar. Meira
26. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 208 orð

Rúmlega 400 milljóna munur á tilboðum

TILBOÐ í byggingu fjölnota íþróttahús sem reisa á í Smáranum á íþróttasvæði Breiðabliks voru opnuð á þriðjudag en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið 20. janúar árið 2002. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Sakaðir um samsæri gegn forseta S-Afríku

SUÐUR-afríski viðskiptajöfurinn Cyril Ramaphosa og tveir aðrir áhrifamiklir menn í Afríska þjóðarráðinu (ANC) sæta nú rannsókn vegna meints samsæris um að steypa Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, af stóli. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 1767 orð | 1 mynd

Samkeppnin er meiri en margur heldur

Forstjóri Baugs segir ímynd smásöluverslunar í landinu hafa beðið hnekki í umræðunni að undanförnu um álagningu á grænmeti og ávexti. Í viðtali við Björn Jóhann Björnsson hvetur hann heildsala, framleiðendur og landbúnaðarráðuneytið til þess að leggja fram öll gögn líkt og Baugur og Hagkaup hafa gert. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Samverustund með syrgjendum

SÁLARRANNSÓKNARFÉLAG Íslands efnir laugardaginn 28. apríl til Samverustundar með syrgjendum í húsnæði félagsins við Garðastræti 8 í Reykjavík. Meira
26. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 442 orð | 2 myndir

Segist enn vera forseti Filippseyja

RÍKISLÖGREGLA Filippseyja handtók í gær Joseph Estrada, fyrrverandi forseta landsins, sem hefur verið ákærður fyrir spillingu. Hann hélt þó fram sakleysi sínu og kvaðst enn líta á sig sem forseta landsins. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 455 orð

Segja von á farsælli lausn næstu daga

FORRÁÐAMENN Reykjanesbæjar vonast til að niðurstaða sé að komast í viðræður þeirra við utanríkisráðuneytið um skil varnarliðsins á svokölluðu Neðra-Nikkelsvæði. Forseti bæjarstjórnar, Skúli Þ. Skúlason, telur að næstu daga fáist farsæl lausn á málinu. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Skákumhverfið áhugavert á Íslandi

TÉKKNESKA skákkonan Lenka Ptacnikova heyr um þessar mundir einvígi við Pál Agnar Þórarinsson um sæti í landsliðsflokki og gæti þar af leiðandi orðið fyrsta konan sem keppir á Skákþingi Íslands. Þau tefla fjórar skákir og hefur Lenka unnið fyrstu tvær. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð

Skila sér hér í lægra vöruverði

FORSTJÓRI Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, segir að með fjárfestingum fyrirtækisins erlendis verði hægt að ná hagkvæmari innkaupum og það muni skila sér í lægra vöruverði hér í verslunum Baugs, sem rekur m.a. Bónus, Hagkaup og Nýkaup. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 481 orð

Skipulögð dagskrá góð forvörn gegn unglingadrykkju

SAMRÆMDUM prófum í 10. bekk lýkur í dag og af því tilefni hafa foreldrafélög og skólar í vaxandi mæli boðið unglingum í 10. bekk upp á skipulögð ferðalög til að fagna þessum tímamótum í lífi þeirra. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 194 orð

Slysagildra fyrir börn

ÓLAFUR Thordersen, fulltrúi Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, segir að mannvirkin á Nikkelsvæðinu séu orðin að slysagildru fyrir börn og mikilvægt að fjarlægja þau sem fyrst. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Slökktu eldinn með háþrýstidælu

STARFSMENN Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur náðu að slökkva eld sem kom upp í bátnum Goðatindi frá Djúpavogi í slippnum eftir hádegið í gær. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Stefna Íslands í orkumálum verðlaunuð

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tók í gær við verðlaunum bandarísku umhverfissamtakanna Global Green USA fyrir Íslands hönd. Verðlaunin eru veitt fyrir stefnu landsins í orkumálum og voru afhent við hátíðlega athöfn í New York af Míkhaíl S. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Stórsigur gegn Möltu

ÍSLAND vann góðan sigur á Möltu, 4:1, í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gær en leikurinn fór fram á Möltu. Meira
26. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 319 orð | 1 mynd

Stækkun grunnskólans kallaði á fleira fólk í sveitina

FÓLKSFJÖLGUN í Bessastaðahreppi hefur verið umtalsverð á undanförnum árum og er búist við enn meiri fjölgun í framtíðinni. Þannig voru íbúar hreppsins 1.355 talsins hinn fyrsta desember árið 1997 en gert er ráð fyrir að þeir verði um 1.850-1. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 72 orð

Sýknudómi ekki áfrýjað

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að áfrýja ekki sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur í kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn manni fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni. Hin meintu brot voru framin í fyrra en telpan var þá á sjöunda aldursári. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 132 orð

Sýslumót í skák

Hvolsvelli -Nýverið var sýslumót Rangárvallasýslu í skólaskák haldið í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Keppt var í tveimur flokkum 1.-7. bekk og 8.-10. bekk. Í 1.-7. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Tónleikar á Kringlukránni

Í KVÖLD, fimmtudagskvöld, leika og syngja Lillidy Blues Band á Kringlukránni. "Þeir eru komnir sérstaklega til landsins frá Ítalíu og halda tónleika á Kringlukránni. Leika þeir jazz og blues eins og hann gerist bestur á Ítalíu, frá kl. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Tveir sækja um stöðu rektors í MR

TVEIR umsækjendur eru um stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík. Núverandi rektor, Ragnheiður Torfadóttir, lætur af störfum að eigin ósk í lok skólaársins. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út síðastliðinn mánudag. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Um 550 milljónir kostar að girða meðfram þjóðvegi 1

LAUSAGANGA búfjár er almennt vandamál á Íslandi að sögn Steingríms Ingvarssonar, umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Selfossi. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Um táknmyndir og ímyndir í stjórnmálum

Á OPNUM fundi í ReykjavíkurAkademíunni að Hringbraut 121 næstkomandi föstudagskvöld, hinn 27. apríl kl. 20. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 248 orð | 1 mynd

Ungur kylfingur íþróttamaður Bolungarvíkur

BIRGIR Olgeirsson, sextán ára kylfingur, félagi í Golfklúbbi Bolungarvíkur, hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins 2000 í hófi sem Íþróttaráð Bolungarvíkur efndi til af þessu tilefni auk þess sem íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir góða... Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs funda í dag

Thorbjørn Jagland, utanríkisráðherra Noregs, kemur til Íslands í dag, til viðræðna við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 130 orð | 2 myndir

Útskrift úr grunnnámi stuðningsfulltrúa

Akranesi- Símenntunarstöðin á Vesturlandi útskrifaði á dögunum 31 nemanda í grunnnámi fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa sem vinna með fötluðum. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 182 orð

Vann ferðapunkta í Óskarsleik

Í TILEFNI Óskarsverðlaunahátíðarinnar þann 25. mars s.l. stóðu Val.is, Stöð 2 og Skífan fyrir netleik á Val.is, tilboðsverslun Vildarklúbbs Flugleiða. Frá 13. til 25. Meira
26. apríl 2001 | Landsbyggðin | 90 orð | 2 myndir

Verkmenntaskóli Austurlands fimmtán ára

Neskaupstað -Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað er fimmtán ára á þessu ári og notuðu nemendur og kennarar skólans sumardaginn fyrsta til að gera sér dagamun í tilefni afmælisins, syngja og snæða kökur. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð

Viðurkenndu innbrot í bíla við Reykjavíkurflugvöll

ÞRÍR menn um tvítugt hafa viðurkennt stórfelld innbrot í á annan tug bifreiða á bifreiðastæði Flugfélags Íslands við Reykjavíkurflugvöll í síðustu viku. Meira
26. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 574 orð | 1 mynd

Vilja láta banna lausagöngu hunda þar á varptíma

HUNDAR ógna fuglalífi á skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð í Mosfellsbæ á vorin og sumrin og vill Skógræktarfélag Mosfellsbæjar að svæðið verði merkt sérstaklega á þann veg að lausaganga hunda sé bönnuð. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 715 orð | 1 mynd

Þjóðgarður og nágrenni

Árni Bragason fæddist 15. júlí 1953 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973 og BS-prófi í líffræði 1976 frá Háskóla Íslands og Phd.gráðu í jurtaerfðafræði frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1986. Meira
26. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Þrastaróðal á póstkassa

Skógarþrastarhjón nokkur á Höfn í Hornafirði völdu sér óvenjulegt hreiðurstæði á dögunum, eða ofan á póstkassa við aðaldyr einbýlishúss við Austurbraut. Meira

Ritstjórnargreinar

26. apríl 2001 | Leiðarar | 803 orð

GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM

Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stöðu umhverfismála á Íslandi, sem kynnt var í fyrradag, er hvatt til þess að Íslendingar beiti í vaxandi mæli hagrænum stjórntækjum í umhverfismálum. Meira
26. apríl 2001 | Staksteinar | 304 orð | 2 myndir

Þungamiðja í landsstjórninni

Góðar stjórnmálastefnur þurfa öfluga forystumenn til að þær fái notið sín. Þetta segir Björn Bjarnason nýlega á vefsíðu sinni. Meira

Menning

26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Algjör steypa

Leikstjóri Adrian Pasdan. Handrit Justin Monjon. Aðalhlutverk Chris Penn, Jeffrey Wright. (105 mín.) Bandaríkin 1999. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 576 orð | 1 mynd

ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur með Caprí-tríó sunnudagskvöld...

ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur með Caprí-tríó sunnudagskvöld kl. 20:00 til 23:30. Hátíð harmonikunnar laugardagskvöld. Tónleikar kl: 20:15. Frá kl. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 1909 orð | 1 mynd

Bók um falsanir

Fyrir nokkru varð Braga Ásgeirssyni litið inn í bókasafn Norræna hússins, rakst þá óforvarandis strax á norska bók um listaverkafalsara. Og með hliðsjón af allri umræðu síðustu ára um málverkafalsanir hér á landi þótti honum efni hennar eiga meira en lítið erindi til landsmanna. Meira
26. apríl 2001 | Tónlist | 668 orð | 1 mynd

Dýrðin og draumurinn

Kórlög eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson (frumfl.), Hildigunni Rúnarsdóttur og Báru Grímsdóttur. Bennett: The Glory and the Dream f. kór og orgel. Kammerkórinn Hljómeyki og Lenka Mátéová, orgel. Stjórnandi: Bernharður Wilkinsson. Þriðjudaginn 24. apríl kl. 20. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 367 orð | 1 mynd

Fallbyssukúlan fer á flug

Í KVÖLD kl. 21 hefjast tónleikar í djassklúbbnum Múlanum á efri hæð í Húsi málarans. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 612 orð | 1 mynd

Fjörugir Fílapenslar

UM HELGINA verður opnuð í Gula húsinu sýningin Fílapensillinn en á henni sýnir hópur ungmálara verk sín. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 45 orð

Forsala hafin á harmonikutónleika

FORSALA aðgöngumiða á fjölþjóðlega harmonikutónleika sem haldnir verða í Langholtskirkju 5. maí er hafin í Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar á Gullteig 6. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 236 orð | 1 mynd

Geislaplata til styrktar Krabbameinsfélaginu

REQUIEM og Post Mortem nefnist geislaplata sem gefin er út á 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Íslands. Tónlistin er eftir Szymon Kuran fiðluleikara og tónskáld. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Gospelsystur í Langholtskirkju

GOSPELSYSTUR Reykjavíkur, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, halda vortónleika í Langholtskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 og á laugardag, kl. 14 og 17. Einsöngvari með systrunum að þessu sinni er Páll Rósinkranz. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 163 orð

Gunnþór Guðmundsson sýnir í Gerðubergi

Í FÉLAGSSTARFI Gerðubergs opnar Gunnþór Guðmundsson myndlistarsýningu á morgun, föstudag, kl. 16. Gunnþór er fæddur í Galtarnesi 1916 og er yngstur 13 systkina. Hann hefur unnið við ýmis störf um ævina en lengst af var hann bóndi í Dæli í Víðidal. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Handritasafn til varðveislu í Landsbókasafni

HANDRITASAFN Sigursveins D. Kristinssonar tónskálds var afhent Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni til varðveislu við athöfn í bókhlöðunni sl. þriðjudag en þann dag hefði tónskáldið orðið 90 ára. Handritaskráin skiptist í nokkra kafla. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 231 orð | 1 mynd

Handtekinn í húsasundi

ROBERT Downey Jr. var handtekinn enn eina ferðina á þriðjudag vegna gruns um að vera undir áhrifum ólöglegra örvandi efna. Útlitið er því síður en svo bjart fyrir hinn 36 ára gamla leikara í Ally McBeal sem þegar hefur afplánað eins árs fangelsisvist. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 519 orð | 4 myndir

Í fótspor bróa

AARON Carter er aðeins 13 ára gamall og var að gefa út sína fyrstu plötu núna mjög nýlega. Hann syngur mjög vel enda á hann ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því Nick í Backstreet Boys er bróðir hans. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 521 orð

Í leit að fegurð

Leikstjóri, klippari, handritshöfundur Valdimar Leifsson. Viðtöl og efnisöflun Ólafur Ormsson. Viðtal á Kaffi Reykjavík Vernharður Linnet. Myndataka Valdimar Leifsson o.fl. Hljóðupptaka og hljóðsetning Jón Skuggi o.fl. Samsetning Pegasus. Sýningartími 40 mín. Íslensk heimildarmynd. Mánudagur 16. apríl. RUV 2001. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 189 orð | 4 myndir

Mamma er svo sæt og fín

HEILIR 410 listamenn á aldrinum 4 -9 ára opnuðu myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls sl. laugardag og ber hún heitið Mömmumyndir, en þar teiknuðu þau öll mynd af mömmu sinni í sparifötunum. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Með kvenfólkið í vasanum

Leikstjórn Jennipher Goodman. Handrit Green Goodman, Duncan North. 87 mín., Bandaríkin 2000. Skífan. Öllum leyfð. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 481 orð | 1 mynd

Mikill áhugi meðal Íslendinga

UM síðustu helgi var haldin ráðstefna um japanska menningu undir yfirskriftinni Hlutinn og heildin í Húsi verslunarinnar. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Nakinn Eminem

ÓLÁTABELGURINN Eminem hefur samþykkt að láta taka myndir af sér á Adams-klæðunum fyrir bresku útgáfu tímaritsins Cosmopolitan . Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Ólmir í fulla reisn

MEÐ FULLRI reisn eða The Full Monty , bíómyndin um atvinnulausu verkamennina sem sjá sig tilneydda til að brauðfæða fjölskyldur sínar með því að fækka fötum í erótískum dansi, er eftirlætismynd Breta ef marka má nýja netkönnun sem gerð var af Netútgáfu... Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 388 orð | 2 myndir

"Eins og að sjá barnið sitt fæðast"

SÖNGSVEIT Hafnarfjarðar heldur sína fyrstu tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag og á morgun kl. 20. Um er að ræða nýstofnaðan fimmtíu manna kór sem fæst við óperu og vínartónlist. Stjórnandi er Elín Ósk Óskarsdóttir. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 1227 orð | 1 mynd

"Heimur tónlistarinnar er lítill"

Jóhannes Brahms verður stjarna kvöldsins á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þegar flutt verða þrjú verk meistarans. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við hljómsveitarstjórann Rolf Gupta og einleikarana Adele Anthony og Tsuyoshi Tsutsumi um dálæti þeirra á Brahms og fleira. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 124 orð

Rabb um vináttu Gunnars og Njáls

RANNSÓKNASTOFA í kvennafræðum stendur fyrir Rabbi í dag, fimmtudag, kl. 12-13 í stofu 101 Odda. Ármann Jakobsson, bókmenntafræðingur flytur erindi með yfirskriftinni Karlmannaritið Njála. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 47 orð

Reykjalundarkórinn á Hellissandi

REYKJALUNDARKÓRINN heldur tónleika í Safnaðarheimilinu á Hellissandi á laugardag kl. 17. Á efnisskrá eru m.a. íslensk þjóðlög, lög úr íslenskum leikritum og lög úr erlendum söngleikjum. Meira
26. apríl 2001 | Bókmenntir | 508 orð

Ritmennt fimm ára

Ritmennt 5. Háskólabókasafn. Ritstj.: Einar Sigurðsson. Reykjavík, 2000, 160 bls. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 65 orð

Söngfélag Skaftfellinga í söngför

SÖNGFÉLAG Skaftfellinga, sem er kór Skaftfellingafélagsins í Reykjavík, heldur í söngferð um Austur-Skaftafellssýslu helgina 27.-29. apríl. Ferðin hefst með tónleikum í Hofgarði annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 74 orð

Úr djúpunum í Ólafsvallakirkju

"ÚR djúpunum", tónlistardagskrá með ljóða- og lausamálstextum verður flutt í Ólafsvallakirkju annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Vandræði hins afbrýðisama

½ Leikstjórn og handrit: Noah Baumbach. Aðalhlutverk: Eric Stoltz, Annabella Sciorra. (97 mín) Háskólabíó. Öllum leyfð. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Vortónleikar Stefnis

KARLAKÓRINN Stefnir er nú að ljúka vetrarstarfi á hefðbundinn hátt með tónleikahaldi. Þeir halda tónleika í Bíóhöllinni á Akranesi ásamt Grundartangakórnum í dag kl. 20.30. Í hátíðarsal Varmárskóla á sunnudag kl. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 52 orð

Vörðukórinn syngur í Gerðubergi

VÖRÐUKÓRINN heldur vortónleika í Gerðubergi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Vörðukórinn er blandaður kór, skipaður söngfólki úr uppsveitum Árnessýslu, þ.e. Tungum, Hreppum og Skeiðum. Meira
26. apríl 2001 | Kvikmyndir | 458 orð

Þar munaði mjóu

Leikstjórn: Roger Donaldson. Handrit: David Self eftir bók Philip D. Zelikov og Ernest R. May. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Bruce Greenwood, Steven Culp, Dylan Baker og Len Cariou. 145 mín. Beacon Communications 2000. Meira
26. apríl 2001 | Menningarlíf | 259 orð

ÞRJÁR bækur eru nú komnar út...

ÞRJÁR bækur eru nú komnar út í kilju. Hvíta ljónynjan eftir Henning Mankell í þýðingu Vigfúsar Geirdal. Þar segir frá tveggja barna móður, sem er sannkristin kona í farsælu hjónabandi og duglegur fasteignasali, sem hefur gufað upp. Meira
26. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 1430 orð | 3 myndir

Ævintýrið hefst ...

ÞAÐ er ekki að ástæðulausu að 20. öldin hefur verið nefnd bíóöldin, og ekki ólíklegt að hún verði kennd við þessa yngstu listgrein mannsins í sögubókum framtíðar. Kvikmyndin kom fram á sjónarsviðið á síðasta tug þeirrar nítjándu, nánar tiltekið 5. Meira

Umræðan

26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 38 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli .

95 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 26. apríl, verður 95 ára Margrét Oddsdóttir frá Jörfa, nú búsett í Silfurtúni í Búðardal. Hún tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 28. apríl í Félagsheimilinu Árbliki í Miðdölum milli kl.... Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 710 orð | 1 mynd

Af flugþjónustu Flugfélags Íslands

MIKIÐ finnst mér Flugfélagi Íslands hafa hrakað. Þetta félag sem svo lengi hefur verið stolt okkar Íslendinga. Flugvélarnar komu og fóru, til og frá Ísafirði, á svo nákvæmum tíma, fyrir svona 6 til 8 árum, að hægt var að stilla klukkuna sína eftir þeim. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Ábyrgur spilarekstur

Hluti af forvarnarstefnu fyrirtækisins er, segir Magnús Snæbjörnsson, að vekja þá sem spila í kössum þess til vitundar um spilafíkn með útgáfu fræðsluefnis. Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. júní sl. í Háteigskirkju af Hinriki Þorsteinssyni Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir og Aron Hinriksson. Heimili þeirra er á Eyravegi 9,... Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 902 orð | 1 mynd

Dulspekilegt viðhorf til friðþægingarfórnar Jesú

Samkvæmt heimildum mínum, segir Hartmann Bragason, er samhljómur á milli endurgjalds- og endurburðarkenningar Biblíunnar og kennisetningar kirkjunnar að Guð hafi fórnað syni sínum fyrir syndir mannkyns. Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 229 orð

Einelti á Alþingi

ÞEIR sem fylgjast með íslenskri pólitík hafa ekki komist hjá því að sjá hvernig stórkanónur stjórnarandstöðunnar, Steingrímur, Ögmundur og Össur, hafa lagt kvenkyns ráðherrana í einelti og jafnvel öskrað á þær setningar eins og: "Hvenær ætlar... Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 267 orð

Eins dauði er annars brauð

Á HVERJU vori heyrast þær óskir frá fuglavinum að kattaeigendur haldi nú köttunum sínum inni á meðan varptími fuglanna stendur yfir. Í Morgunblaðinu þann 22. apríl s.l. las ég einmitt vinsamleg tilmæli frá tilvonandi þrastapöbbum. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 972 orð | 1 mynd

Erlendu börnin hennar Evu - hver verða örlög þeirra?

Mörg erlend börn hafa liðið fyrir það, segir Friðbjörg Ingimarsdóttir, að landinn er óvanur að taka á móti og mennta útlendinga. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Evrópusambandið og umhverfismál

ESB getur verið mikilvægt verkfæri, segir Ólöf G. Söebech, í baráttunni gegn alþjóðlegum umhverfisvandamálum. Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 423 orð

Frábær grein

GREININ Umhyggju er ekki hægt að kaupa eftir Hildi Einarsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 22. apríl sl., er alveg frábær. Mjög áhugavert að koma þessum málum í gang, því þörfin er mikil. Með hjartans kveðjum Tvær gamlar konur. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Geðhjálp er sjúklingafélag - ekki starfsmannafélag

Hvernig á félagið Geðhjálp að efla gagnrýna og málefnalega umræðu um geðheilbrigðisþjónustu, spyr Eydís K. Sveinbjarnardóttir, með launaðan sérfræðing í geðlækningum sem formann félagsins? Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 73 orð

HÁFJÖLLIN

Þú, bláfjalla geimur með heiðjökla hring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristalls dagga. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 896 orð | 1 mynd

Heimsóknaþjónusta kirkjunnar

Smáu verkin sem unnin eru af sóknarbörnunum geta orðið stór, segir Kristín Bögeskov, ef lánast að bera ljósið heim til þess sem lifir í skugga eigin aðstæðna. Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 255 orð | 1 mynd

Hugleiðing um flugvöll

"SKRIFAÐU flugvöll" sagði pólitíkusinn við þjón sinn þegar atkvæðin hans gerðu þá kröfu. - Burt með okkar flugvöll sögðu valdamenn í höfuðborginni og fleiri. Og Morgunblaðið birti um hundrað greinar með og móti flugvellinum í Vatnsmýri. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 566 orð | 1 mynd

Ísland og Evrópusambandið

Aðild að sambandinu fæli í sér framsal á undirstöðum efnahagslífs þjóðarinnar til embættismanna suður í Evrópu, segir Stefán Jóhann Stefánsson, víðs fjarri áhrifasviði almennings á Íslandi. Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 162 orð

"Fáfræði" ungs fólks

ÉG vil hneykslast á því hvað ungt fólk nú á dögum virðist vita lítið um hvað er á íslensku myntinni. Þetta sást best þegar Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna var haldin, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Rannsóknatengt nám á heilbrigðissviði

Það er nauðsynlegt, segir Þór Steinarsson, að finna leiðir til að geta aukið fjölda útskrifaðara meinatækna. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Samvera með syrgjendum

Fyrr eða síðar neyðumst við til að horfast í augu við þá staðreynd, segir Jónína Leósdóttir, að dauðinn verður ekki umflúinn, hversu hratt sem við hlaupum. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Sjálfboðið starf í þágu aldraðra

Sjálfboðið starf í þágu þeirra sem eru þurfandi fyrir hjálp af einhverju tagi er, að mati Pálínu Jónsdóttur, mjög gefandi og ánægjulegt. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 732 orð | 1 mynd

Skólamál

Mér finnst lítið gert úr þessari stóru fagstétt, segir Halla Gunnarsdóttir, með því að ræða ekki við neinn kennara í umfjöllun um menntamál í blaðinu. Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 220 orð

Staðreyndir um Ísrael vegna átaka um landið

ÍSRAELSRÍKI var stofnsett árið 1312 fyrir Krist en það var tvö þúsund árum áður en Múhameðstrúin kom til sögunnar. Árið 1967 fóru arabar í flóttamannabúðum í Ísrael að nefna sig Palestínsku þjóðina, tveimur áratugum eftir stofnun Ísraelsríkis. Meira
26. apríl 2001 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Umræðugrundvöllur orðinn til um lögleg happdrætti

Til þess að geta rekið söfnunarkassa með ábyrgum hætti, segir Sigrún Árnadóttir, er mikilvægt að hafa sem besta vitneskju um reksturinn. Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 619 orð

VÍKVERJI minntist á það fyrir nokkrum...

VÍKVERJI minntist á það fyrir nokkrum vikum að hann hefði verið að endurnýja kynnin við tónlistina á plötunni "Eniga meniga". Platan kom út fyrir nokkrum árum, en á henni syngur Olga Guðrún Árnadóttir lög og texta eftir Ólaf Hauk Símonarson. Meira
26. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 857 orð

(V. Mós. 2.-3.)

Í dag er fimmtudagur 26. apríl, 116. dagur ársins 2001. Orð dagsins: "Ég ætla að rita á töflurnar þau orð, sem stóðu á hinum fyrri töflunum, er þú braust í sundur, og skalt þú síðan leggja þær í örkina." Meira

Minningargreinar

26. apríl 2001 | Minningargreinar | 803 orð | 1 mynd

ÁSLAUG THEÓDÓRSDÓTTIR

Áslaug Theódórsdóttir fæddist í Reykjavík 16. október 1913. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 15. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 22. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 282 orð | 1 mynd

ÁSTA DAGMAR JÓNASDÓTTIR

Ásta Dagmar Jónasdóttir fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 7. september 1924. Hún lést á heimili sínu, Boðahlein 8 í Garðabæ, 17. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 27. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 205 orð | 1 mynd

BIRGIR JÓHANNSSON

Birgir Jóhannsson kaupmaður fæddist í Reykjavík 6. apríl 1925. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 30. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 1073 orð | 1 mynd

GRÉTA GUÐMUNDSDÓTTIR

Gréta Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 31. maí, 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Axel Jónsson og Agnes Erlendsdóttir. Gréta var næstelst sex systkina. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd

HAFRÚN FREYJA SIGURÐARDÓTTIR

Hafrún Freyja Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1985. Hún lést í bílslysi á Jótlandi hinn 31. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í Grenå í Danmörku 7. apríl. Minningarathöfn um Hafrúnu var í Fella- og Hólakirkju á sama tíma. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 350 orð | 1 mynd

HALLDÓR FINNSSON

Halldór Finnsson fæddist í Stykkishólmi 2. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 7. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grundarfjarðarkirkju 14. apríl. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 1392 orð | 1 mynd

HEIÐAR THEODÓR ÓLASON

Heiðar Theodór Ólason fæddist á Skagaströnd, A-Húnavatnssýslu, 23. nóvember 1954. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 20. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 28. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 1649 orð | 1 mynd

Hjalti Páll Þorsteinsson

Hjalti Páll Þorsteinsson fæddist að Tröð í Álftafirði 8. júní 1912. Hann lést í Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Guðmunda Þórarinsdóttir, f. 5. ágúst 1875, d. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 838 orð | 1 mynd

JÓHANN GUÐMUNDSSON

Jóhann Guðmundsson fæddist að Brekkum í Mýrdal 21. janúar 1917. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Stígsdóttir og Guðmundur Eyjólfsson. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 378 orð | 1 mynd

KRISTJÁN THORBERG TÓMASSON

Kristján Thorberg Tómasson fæddist á Seyðisfirði 10. apríl 1916. Hann lést í Víðihlíð í Grindavík 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Sigurþórsdóttir, fædd 2. febrúar 1892, dáin 16. júlí 1962, og Tómas Skúlason, fæddur 12. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 175 orð | 1 mynd

LILJA VÍGLUNDSDÓTTIR

Lilja Víglundsdóttir fæddist á Sléttu í Mjóafirði í S-Múlasýslu 28. desember 1903. Hún lést á heimili sínu á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 31. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 783 orð | 1 mynd

ÓLÖF GUÐRÚN BJARNADÓTTIR

Ólöf Guðrún Bjarnadóttir fæddist á Akranesi 1. september 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 23. apríl. Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2001 | Minningargreinar | 3329 orð | 1 mynd

RÓSA MARÍA BERGSTEINSDÓTTIR

Rósa María Bergsteinsdóttir fæddist í Neskaupstað 15. maí 1980. Hún lést 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigríður Stefanía Einarsdóttir, f. 17.6. 1963, og Bergsteinn Ingi Jósefsson, f. 29.11. 1961. Fósturfaðir hennar er Wayne John Lambert,... Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

26. apríl 2001 | Neytendur | 263 orð | 1 mynd

Blautklútarnir fást hér á landi

NÝLEGA var greint frá því á neytendasíðu Morgunblaðsins að ungbarnaforeldrar í Danmörku hefðu verið varaðir við að ofnæmisvaldandi efni gæti verið í blautklútum sem ætlaðir eru ungbörnum. Meira
26. apríl 2001 | Neytendur | 429 orð | 2 myndir

FJARÐARKAUP Gildir til 28.

FJARÐARKAUP Gildir til 28. apríl nú kr. áður kr. mælie. Bratwurst pylsur 499 798 499 kg Kartöflusalat, 350 g 99 145 282 kg Úrb. hamborgarhryggur Ali 990 1.698 990 kg Baconhleifur 479 698 479 kg HAGKAUP Gildir til 2. maí nú kr. áður kr. mælie. Meira
26. apríl 2001 | Neytendur | 566 orð | 1 mynd

Sólarvarnarvörur teknar úr sölu hérlendis

Í gær var, að sögn Níels B. Jónssonar, sérfræðings hjá Hollustuvernd ríkisins, farið fram á við heildsala og þá sem framleiða vissar tegundir sólarvarnarkrema að þeir tækju úr sölu tímabundið vörur með efnum sem talin eru geta verið skaðleg. Meira
26. apríl 2001 | Neytendur | 928 orð

Verðhækkanir nema frá 1,5 til 12%

ÝMIS heildsölufyrirtæki hafa verið að tilkynna um verðhækkanir á framleiðsluvörum og innfluttum vörum undanfarið. Allar vörur í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað um sem nemur 8% hjá Eðalvörum. Meira

Fastir þættir

26. apríl 2001 | Fastir þættir | 157 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Norðurlandsmót í tvímenningi Eins og fram kemur í mótaskrá BSÍ verður Norðurlandsmót í tvímenningi haldið á Dalvík þriðjudaginn 1. maí næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:30 og eru mótslok áætluð um kl. 17:30-18:00. Meira
26. apríl 2001 | Fastir þættir | 294 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Nú grípum við niður í fyrstu umferð Nations Cup í Hollandi, þar sem Hollendingar burstuðu Ólympíumeistara Ítala 23-7. Þar fór Hollendingurinn Jansma á kostum: Vestur gefur; allir á hættu. Meira
26. apríl 2001 | Fastir þættir | 357 orð | 1 mynd

Guðmundur Kjartansson efstur á voratskákmóti

23.-30.4. 2001 Meira
26. apríl 2001 | Viðhorf | 817 orð

Musteri erlendrar leikritunar

"Ekki er fjarri lagi að halda að erlendir handhafar höfundarréttar beri meira úr býtum af leiklist hérlendis en íslenskir leikritahöfundar." Meira
26. apríl 2001 | Í dag | 417 orð | 1 mynd

Safnaðarstarf Áskirkja.

Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Söngstund kl. 14 í neðri safnaðarsal. Kristján Sigtryggsson organisti leiðbeinir og stýrir hópnum. Allir hjartanlega velkomnir til að syngja eða hlusta. Boðið upp á kaffi á eftir. Meira
26. apríl 2001 | Fastir þættir | 106 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp í Skákþingi Íslands, áskorendaflokki, er lauk fyrir stuttu. Ingvar Jóhannesson (2010) hafði hvítt gegn Sævari Bjarnasyni (2325). Síðustu leikir voru 44.g2-g4! Db4-d2. Meira

Íþróttir

26. apríl 2001 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

ATLI Viðar Björnsson tryggði FH sæti...

ATLI Viðar Björnsson tryggði FH sæti í undanúrslitum deildarbikarsins í knattspyrnu í gærkvöld. Hann skoraði bæði mörk Hafnarfjarðarliðsins sem vann Breiðablik , 2:0, á gervigrasinu á Ásvöllum . Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 213 orð

Áfall þegar Malta skoraði

"ARNAR Viðarsson sendi knöttinn upp að vítateigshorninu vinstra megin og þar sneri ég á einn varnarmann Möltu og skaut á markið. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 110 orð

Birgir Leifur í Algarve

BIRGIR Leifur Hafþórsson kylfingur frá Akranesi er á meðal keppenda á opna portúgalska mótinu í golfi sem hefst á Quinta do Lago golfvellinum í Algarve í dag. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 100 orð

Eyjólfur sá allt svart

EYJÓLFUR Sverrisson bað um skiptingu í upphafi seinni hálfleiks eftir að hafa lent í samstuði við einn leikmanna Möltu í vítateig íslenska liðsins. "Ég fékk högg á vinstra gagnaugað og eftir höggið sá ég allt í þoku með vinstra auganu. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 639 orð

Falleg mörk og þrjú dýrmæt stig

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu sýndi mikinn styrk á Ta'Qali-leikvanginum í gærkvöld þegar það lagði Möltu 4:1 í undankeppni HM í knattspyrnu. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 20 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrslit karla, fyrsti leikur: KA-hús:KA...

HANDKNATTLEIKUR Úrslit karla, fyrsti leikur: KA-hús:KA - Haukar 20.15 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla, 8-liða úrslit: Reykjaneshöll:ÍA - Keflavík 20 Deildabikarkeppni karla, neðri deild: Neskaups.:Fjarðab. - Hug. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 905 orð | 1 mynd

Haukarnir eru sigurstranglegri

ENVÍGI Íslandsmeistara Hauka og deildarmeistara KA um Íslandsmeistaratitlinn í handknattleik karla hefst á Akureyri í kvöld en þá mætast liðin í fyrsta úrslitaleik. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í úrslitaeinvíginu hampar titlinum en Haukar eru handhafar hans eftir sigur á Fram í úrslitum á síðustu leiktíð. Bæði lið lentu í hörðum rimmum í undanúrslitum, KA hafði betur á móti Aftureldingu í ævintýralegum leik á Akureyri og Haukar lögðu Valsmenn í háspennuleik í Hafnarfirði. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 635 orð

Helgi leikur að öllu jöfnu sem...

"ÞAÐ var búið að leggja það upp að ég myndi stinga mér á svæðið við nærstöngina ef þessi aðstaða kæmi upp. Ég sá að Hermann vann boltann á vængnum og hann var kominn á skrið og gat gefið fyrir. Ég vissi að Hermann kæmi með góða sendingu og er mjög sáttur við markið," sagði Helgi Sigurðsson, einn fjögurra markaskorara liðsins, þegar hann var beðinn um að lýsa markinu sem hann skoraði í lok fyrri hálfleiks. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 114 orð

Ívar hættur með Hauka

ÞJÁLFARASKIPTI verða hjá úrvalsdeildarliði Hauka í körfuknattleik fyrir næsta vetur. Ívar Ásgrímsson verður ekki áfram við stjórnvölinn en hann hefur þjálfað Hafnarfjarðarliðið undanfarin tvö ár. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 43 orð

KA með vinninginn

KA-menn höfðu betur í báðum leikjum KA og Hauka í deildarkeppninni í vetur. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 535 orð

KNATTSPYRNA Undankeppni HM 3.

KNATTSPYRNA Undankeppni HM 3. RIÐILL: Malta - Ísland 1: 4 Michael Mifsud 13. - Tryggvi Guðmundsson 42., Helgi Sigurðsson 45, Eiður Smári Guðjohnsen 81., Þórður Guðjónsson 90. - 3.000. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 382 orð

Mörkin voru hvert öðru glæsilegra

ATLI Eðvaldsson gerði töluverðar breytingar á leikskipulagi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Möltu og jafnframt léku tveir leikmenn ný hlutverk með liðinu. En var Atli ánægður með hvernig til tókst? Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson handknattleiksdómarar...

STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson handknattleiksdómarar hafa verið settir á fyrri leik Hollands og Portúgals í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Leikurinn fer fram í Hollandi um hvítasunnuhelgina. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 407 orð

Við vorum undirmannaðir á miðjunni fyrsta...

Við vorum undirmannaðir á miðjunni fyrsta hálftímann en það var lagt upp með að setja pressu á lið Möltu frá upphafi og það má segja að við höfum verið of ákafir. Meira
26. apríl 2001 | Íþróttir | 180 orð

Þórður í 3.-5. sæti

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði sitt 11. mark fyrir A-landslið Íslands gegn Möltu í gær og er þar með kominn í 3.-5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi. Meira

Úr verinu

26. apríl 2001 | Úr verinu | 626 orð

Áhyggjur vegna sjómannaverkfallsins

"ÞAÐ var vissulega sérkennilegt að ganga hér um sali og ræða við fulltrúa íslenskra fyrirtækja undir þessum kringumstæðum sem deila sjómanna og útvegsmanna hefur haft í för með sér," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra, en hann heimsótti... Meira
26. apríl 2001 | Úr verinu | 151 orð

Fundur um gæði á fiski

Opinn fundur um gæðamál í fiskvinnslu verður haldinn í Hollandi 3. maí næstkomandi að sögn Björns Auðunssonar hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Málin á dagskrá verða t.d. gæði á fiski, hvernig eru gæði mæld? - hvernig varðveitast gæði? Meira
26. apríl 2001 | Úr verinu | 134 orð | 1 mynd

Nýjar gerðir af vinnuflotgalla

Rafbjörg hefur hafið sölu á nýjum flotgöllum frá Sundridge, en Sundridge-flotgallar hafa verið mest seldu flotgallar í Evrópu undanfarin ár. Um er að ræða tvær gerðir. Meira
26. apríl 2001 | Úr verinu | 136 orð | 1 mynd

"Stundum tvíróið"

VEL hefur gefið til sjósóknar síðustu daga og smábátar róið stíft, enda sjómenn á skipum stærri en 12 tonn í verkfalli. Þokkalega hefur fiskast hjá netabátum í Sandgerði að undanförnu og þeir fengið 3 til 4 tonn á dag. Meira
26. apríl 2001 | Úr verinu | 122 orð

Vilja allan fisk á fiskmarkað

VÍSIR, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, lýsir yfir stuðningi við samninganefnd FFSÍ og leggur áherzlu á að allur fiskur skuli seldur á uppboðsmörkuðum eða verð á honum verði markaðstengt. Meira

Viðskiptablað

26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 226 orð

Atvinnumál í nýju ljósi

ATVINNU- og ferðamálanefnd Hornafjarðar stóð nýlega fyrir opnum fundi um upplýsingatækni í nútímasamfélagi á Hótel Höfn. Fundurinn var vel sóttur og á honum voru dregin fram margvísleg áhrif upplýsingatækninnar á samfélags- og atvinnuþróun. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 743 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 25.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 25.04.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 127 orð

Fundur um sænsk efnahagsmál

VERSLUNARRÁÐ Íslands og Sænsk-íslenska verslunarráðið heldur fund um sænsk efnahagsmál 2. maí næstkomandi. Fyrirlesari verður dr. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 351 orð | 1 mynd

Góð reynsla af starfi sjóðsins

VERKEFNI um lánatryggingarsjóð kvenna hefur nú verið framlengt um þrjú ár en sjóðurinn var stofnaður 1998, þá sem verkefni til þriggja ára. Stofnaðilar sjóðsins eru félagsmálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 574 orð

Greiðsluerfiðleikar Þegar hægist á í efnahagslífinu...

Greiðsluerfiðleikar Þegar hægist á í efnahagslífinu er ein af afleiðingunum sú að fyrirtæki eiga erfiðara með að afla sér lausafjár. Þetta stafar af því að framleiðsla þeirra selst hægar og birgðir safnast upp í stað þess að peningar komi í kassann. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 488 orð

Hlutabréf almennt vænlegur fjárfestingarkostur

VEXTIR hafa meiri áhrif á gengi hlutabréfa á erlendum mörkuðum á næstu mánuðum en minnkandi hagvöxtur, að mati Viðskiptastofu Sparisjóðs Hafnarfjarðar, samkvæmt mánaðarlegri umfjöllun um erlenda verðbréfamarkaði á Netinu. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 108 orð

Hús Málarans kaupir veitingahúsakerfi

STRENGUR hf. og Hús Málarans Fortis hafa skrifað undir samning sín á milli sem tekur til kaupa og uppsetningar á Navision-veitingahúsakerfi Strengs auk neyðarþjónustu sem felst í neyðarvakt vegna kerfisins á meðan veitingahúsið er opið. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 941 orð | 2 myndir

Hýsing starfsmannamála færist í vöxt

Allflestir hafa heyrt um fyrirtæki sem fá önnur fyrirtæki til að taka að sér umsjón tölvumála, eða það sem er kallað hýsing tölvukerfa, skrifa Hafsteinn Bragason og Herdís Pála Pálsdóttir. Nú er stöðugt að færast í vöxt að fyrirtæki nýti sér sömu hugmyndafræðina á öðrum sviðum og verður hér fjallað um þá nálgun í tengslum við stjórnun starfsmannamála. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 2366 orð | 7 myndir

Ísland meira en náttúran

Aðalstöðvar Flugleiða í Bandaríkjunum eru í Columbia, rétt fyrir utan Baltimore og þar starfa um níutíu manns við að selja og markaðssetja ferðir til Íslands og áfangastaða annars staðar í Evrópu. Arnór Gísli Ólafsson heimsótti skrifstofuna í Columbia og kynnti sér starfsemina þar vestra. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 359 orð

Íþróttamenn til leiðbeiningar

ÞAÐ er enginn endir á hvatningu og uppbyggjandi leiðbeiningum, sem stjórnendur fyrirtækja álíta sig þurfa á að halda. Afreksmenn í íþróttum finna margir hverjir annan feril í fyrirlestra- og námskeiðshaldi á fyrirtækjavettvanginum. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 28 orð

Jákvæð afkoma Frjálsa fjárfestingarbankans

HAGNAÐUR Frjálsa fjárfestingarbankans samkvæmt árshlutaupp-gjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins nam 511 milljónum króna fyrir skatta. Reiknaðir skattar námu 156 milljónum króna og hagnaður eftir skatta 355 milljónum króna. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 401 orð

Jákvæð afkoma og styrking eigin fjár

HAGNAÐUR Frjálsa fjárfestingarbankans samkvæmt árshlutauppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins nam 511 milljónum króna fyrir skatta. Reiknaðir skattar námu 156 milljónum króna og hagnaður eftir skatta 355 milljónum króna. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 2395 orð | 1 mynd

Komið að lokaskrefinu

Stjórn KEA mun leggja tillögur fyrir aðalfund félagsins næstkomandi laugardag um framtíðarskipan samvinnufélagsins KEA og stofnun hlutafélagsins KEA. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni frá þessum fyrirhuguðu breytingum, en unnið hefur verið að undirbúningi þeirra í nær þrjú ár, svo og þeim breytingum sem orðið hafa á félaginu á þeim tíma. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 97 orð

Kr.

Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 94,18000 93,96000 94,40000 Sterlpund. 135,20000 134,87000 135,53000 Kan. dollari 61,03000 60,85000 61,21000 Dönsk kr. 11,28000 11,24700 11,31300 Norsk kr. 10,32100 10,29100 10,35100 Sænsk kr. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 86 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.136,53 1,17 FTSE 100 5.827,50 -0,22 DAX í Frankfurt 6.115,19 -0,15 CAC 40 í París 5. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 418 orð | 1 mynd

Með flugu í höfðinu

Eyþór Einar Sigurgeirsson er fæddur 14. maí 1968 á Patreksfirði. Hann lauk prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og fór þaðan í framhaldsnám til Englands og lauk prófi í rekstrarhagfræði, MBA, árið 1994 með áherslu á markaðsfræði. Eyþór hóf störf sem markaðsstjóri hjá Omega Farma árið 1995. Maki Eyþórs er Arna Ingibergsdóttir snyrtifræðingur, starfandi hjá Baðhúsinu. Eyþór og Arna eiga einn dreng, Einar Inga þriggja ára. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 56 orð

Námskeið í markaðssókn

ÍMARK í samvinnu við Íslandspóst stendur í dag fyrir námskeiði í Rúgbrauðsgerðinni í beinni markaðssókn. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru markaðsmennirnir Roger Millington og Brian Thomas frá IDM The Institute of Direct Marketing í Bretlandi. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 426 orð

Nordea fremst í netbankaþjónustu

NORRÆNA bankasamsteypan Nordea hefur vakið mikla athygli fyrir velgengni í netbankaþjónustu en 2,3 milljónir viðskiptavina bankans á Netinu framkvæma fleiri færslur mánaðarlega en viðskiptavinir nokkurs annars banka. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 49 orð

Nordea fremst í netbankaþjónustu

NORRÆNA bankasamsteypan Nordea hefur vakið mikla athygli fyrir velgengni í netbankaþjónustu en 2,3 milljónir viðskiptavina bankans á Netinu framkvæma fleiri færslur mánaðarlega en viðskiptavinir nokkurs annars banka. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 213 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri til Icedan

Ólafur Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Icedan. Hann tekur við af Þorsteini Benediktssyni, einum stofnanda fyrirtækisins, en hann lætur nú af störfum af heilsufarsástæðum. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 40 orð

Nýtt hönnunar- og auglýsingafyrirtæki

Bankastræti, hönnun og auglýsingar hefur tekið til starfa. Fyrirtækið tekur að sér hvers kyns verkefni á sviði hönnunar- og kynningarmála, allt frá ímynd fyrirtækja til heildarumsjónar auglýsingaherferða. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 133 orð

Prokaria tengist tvöfalt hjá Títan

LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prokaria hefur fyrst íslenskra fyrirtækja tengst með tvöfaldri tengingu (ljósleiðara og kopar) í símstöð Fjarskiptafélagsins Títans. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 1131 orð | 1 mynd

"Það opnast nýjar víddir við að starfa erlendis"

Samkeppnin á flutningamiðlunarmarkaðnum er hörð, en með því að vera á staðnum er alltaf von á því að koma auga á eitthvað nýtt eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við Stein Sveinsson, framkvæmdastjóra Jónar Transport í Englandi. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 115 orð | 1 mynd

Ráðinn hótelstjóri á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum

Bjarni Ásgeirsson hefur verið ráðinn hótelstjóri á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum og hefur hann þegar hafið störf. Hótelin eru rekin af Flugleiðahótelum hf. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 383 orð | 1 mynd

Samkeppnishæfni Íslands minnkar milli ára

ÍSLAND færðist úr 9. sæti í fyrra í 13. sæti í ár yfir samkeppnishæfni ríkja, samkvæmt könnun IMD (International Institute for Management Develoment). Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 49 orð

Samstarf Strengs og SH

STRENGUR hf. og SH þjónusta ehf hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára sem meðal annrs felur í sér innleiðingu á viðskipta- og upplýsingakerfinu Navision Financial. SH Þjónusta ehf., sem stofnað var 1. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 171 orð

Settu upp verslunarkerfi í Ísrael

STARFSMENN GoPro Landsteina luku nýverið við uppsetningu á verslunarkerfi hjá einni stærstu IKEA verslun í heiminum, en það er ný verslun IKEA í Ísrael sem er í um 23.000 fermetra húsnæði. Áætlað er að 35. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 1098 orð | 3 myndir

Skattar á fyrirtæki hafa áhrif á samkeppnishæfni

Ríki heims hafa verið að lækka tekjuskatt á fyrirtæki síðustu ár. Í byrjun síðasta áratugar voru þessir skattar lækkaðir hér á landi og nú er í athugun að lækka þá frekar, meðal annars til að bregðast við þróuninni í öðrum löndum. Haraldur Johannessen fjallar um skattlagningu fyrirtækja, sérstaklega tekjuskatt og eignaskatt, sem er afar fátíður erlendis. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 136 orð | 1 mynd

Snerpa og Vestmark sameinast

ÁKVEÐIÐ var í gær að sameina tölvuþjónustufyrirtækin Snerpu og Vestmark á Ísafirði og mun hið sameinaða félag starfa undir nafni Snerpu. Starfsmönnum beggja félaganna hefur verið boðið áframhaldandi starf hjá hinu sameinaða félagi. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 418 orð

Telur norskar heilsufarsupplýsingar verðmætari en deCODE

NORSKUR prófessor telur fyrirliggjandi heilsufarsupplýsingar um Norðmenn verðmætari en líftæknifyrirtækið deCODE sem skráð er á Nasdaq í Bandaríkjunum. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 71 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 25.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 25.4. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 468 orð

Ýktar tölur símafyrirtækja um farsímaeign

VAXANDI líkur eru á að bresk símafyrirtæki hafi ýkt tölur um útbreiðslu farsíma. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 150 orð | 1 mynd

ZooM kaupir vélbúnað frá Nýherja

ZOOM ehf. fékk fyrir skömmu afhentar frá Nýherja 23 Intellistation Professional Workstation vélar frá IBM. Meira
26. apríl 2001 | Viðskiptablað | 1124 orð | 1 mynd

Þátttakendur í mörgum helstu framkvæmdum hérlendis

Almenna verkfræðistofan hf. er 30 ára um þessar mundir en á rætur að rekja til ársins 1941. Grétar Júníus Guðmundsson hitti Pétur Stefánsson, framkvæmdastjóra, og Helga Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóra, að máli í tilefni þessara tímamóta, en stofan og fyrirrennari hennar hafa komið að mörgum helstu framkvæmdum hér á landi á síðastliðnum sex áratugum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.