Greinar miðvikudaginn 23. maí 2001

Forsíða

23. maí 2001 | Forsíða | 153 orð

Bann við þrávirkum efnum samþykkt

EMBÆTTISMENN frá 127 ríkjum samþykktu í gær alþjóðlegan samning um að banna eða draga úr losun tólf þrávirkra lífrænna efna sem eru talin hafa valdið dauðsföllum og sjúkdómum í mönnum og dýrum út um allan heim. Meira
23. maí 2001 | Forsíða | 100 orð | 1 mynd

Flóðin í Síberíu í rénun

RÚSSNESKA hernum tókst í gær að sprengja stóra ísjaka sem stíflað hafa ána Lenu í Síberíu og þannig valdið gríðarlegum flóðum. En þó að vatnavextirnir virtust vera í rénun sögðu embættismenn að hættan væri ekki liðin hjá. Meira
23. maí 2001 | Forsíða | 388 orð | 1 mynd

Krefst þess að Arafat samþykki vopnahlé

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að stjórn sín gæti ekki komið friðartillögum Mitchell-nefndarinnar svokölluðu í framkvæmd fyrr en Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, féllist á vopnahlé. Meira
23. maí 2001 | Forsíða | 135 orð

Vill auka norrænt samstarf innan ESB

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill að Svíar, Finnar og Danir auki samstarf sitt innan Evrópusambandsins. Meira

Fréttir

23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 278 orð

116 umsóknir frá nektardönsurum afgreiddar

FRÁ áramótum hafa verið afgreiddar 116 umsóknir um atvinnuleyfi fyrir erlenda nektardansara og 35 leyfi hafa verið framlengd. Um það bil 110 umsóknir bíða nú afgreiðslu. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

60 kr. af hverjum lítra til hins opinbera

RÉTT tæp 58% eða 59,35 kr. af verði hvers bensínlítra eru gjöld og skattar til ríkisins og það sem upp á vantar er innkaupsverð og flutningsjöfnunargjald, flutningskostnaður, dreifingarkostnaður og álagning olíufélaganna. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð

Akrafjall í fjallasyrpu Útivistar

ÁRLEG fjallasyrpa Útivistar hófst 29. apríl með göngu á Mosfellssveitarfjöllin, en önnur ferð af tíu verður á uppstigningardag, fimmtudaginn 24. maí, og er brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Meira
23. maí 2001 | Suðurnes | 78 orð

Aldraðir vilja leigja

TUTTUGU og sjö eldri borgarar í Gerðahreppi hafa áhuga á að leigja íbúðir, verði þær byggðar. Kom þetta fram á fundi hreppsnefndar í fyrrakvöld. Gerð var könnun meðal sjötíu eldri borgara í sveitarfélaginu. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Aldrei fyrr hefur sést annað eins af eggjum

SEGJA má að hreppstjórinn í Grímsey, hann Bjarni Magnússon, sé með eggjatínslu í genunum. Hann hefur tengst bjargeggjatöku frá 13 ára aldri, þegar hann byrjaði að teyma hest sem notaður var við sigið. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 711 orð | 2 myndir

Andlegt ofbeldi er algengasta ástæða heimsóknar

Í tölulegu yfirliti sem unnið er úr komuskýrslum Kvennaathvarfsins kemur fram, að algengasta orsök þess að konur leita þangað er sú, að þær hafa verið beittar andlegu ofbeldi. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 205 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: Í frétt Morgunblaðsins 20. maí sl. er birtur útreikningur á kostnaði á hvern nemanda í Hafnarfirði og komist að þeirri niðurstöðu, að í Víðistaðaskóla sé þessi kostnaður hæstur. Meira
23. maí 2001 | Landsbyggðin | 91 orð | 1 mynd

Aukin samkeppni í verslun

VERSLUNIN Bland í poka ehf. á Hvammstanga hefur opnað matvörudeild í verslun sinni. Kaupfélagið á staðnum hefur annast matvörusölu eitt á staðnum í um áratug, en lítil matvöruverslun er á Laugarbakka. Meira
23. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 384 orð

Áhugi er á stofnun hlutafélags um Menntasmiðjuna

REYNIR-ráðgjafastofa á Akureyri hefur sent erindi til bæjarráðs þar sem lýst er áhuga á að stofna hlutafélag um Menntasmiðjuna á Akureyri sem sjálfstætt fyrirtæki. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 370 orð

Barist gegn skaðabótum fyrir þrælahald

BRETLAND er fremst í flokki Evrópuríkja sem berjast gegn kröfu Afríkuríkja um að þrælasala verði lýst glæpur gegn mannkyninu og fyrrverandi nýlenduveldi skuli greiða umtalsverðar skaðabætur. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð

Bingó í Breiðholtsskóla

BINGÓ verður haldið í hátíðarsal Breiðholtsskóla miðvikudaginn 23. maí kl. 19:00. Byrjað verður stundvíslega því yngri kynslóðin þarf að komast tímanlega í rúmið. Meira
23. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 330 orð | 1 mynd

Bókin Að hreyfa sig og hjúfra komin út

AÐ HREYFA sig og hjúfra heitir bók eftir Þóru Þóroddsdóttur sjúkraþjálfara sem nýlega er komin út. Bókin er þýdd úr færeysku af höfundi, sem búið hefur í Færeyjum síðustu ár. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 186 orð

Bókmenning og daglegt líf við Breiðafjörð

HIN árlega landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga verður haldin í Stykkishólmi dagana 25.-27. maí nk. í samvinnu við heimamenn. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Bókmenning og daglegt líf við Breiðafjörð". Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 347 orð | 1 mynd

Drasl í tonnatali

ÞVOTTAVÉL, sprautunálar og sófasett var meðal þess sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur fundu í Öskjuhlíðinni á mánudag þegar á þriðja hundrað manns tóku þar til hendinni og hreinsuðu til á svæðinu. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Einkunnir á Vestfjörðum hækka umtalsvert

NEMENDUR í 10. bekk eru þessa dagana að fá í hendurnar einkunnir úr samræmdum prófum. Meira
23. maí 2001 | Suðurnes | 81 orð

Eitt tilboð í skólann

AÐEINS eitt tilboð barst í stækkun grunnskóla Sandgerðis er tilboð voru opnuð í gær. Sandgerðisbær bauð út framkvæmdir við stækkun grunnskólans. Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 192 orð | 1 mynd

Ekki áform um að nýta hitann

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur engin áform um að nýta jarðhitaréttindi sem hún keypti í jörðinni Hliði árið 1957 en Bessastaðahreppur hyggst friðlýsa jörðina. Forstjóri Orkuveitunnar segir friðlýsingu og jarðhitavinnslu vel geta farið saman. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 165 orð

Elding komin til Færeyja

SEGLSKÚTAN Elding kom til Færeyja á mánudag eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Vestmannaeyjum og hélt áfram áleiðis til Írlands. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Elsta rafknúna þvottavél landsins gerð upp

MIELE Extra þvottavél frá árunum 1914-20, sem er talin elsta rafknúna þvottavél hér á landi, verður gerð upp á næstunni og síðan höfð til sýnis hjá Eirvík ehf. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 157 orð

Farangursvagn rakst utan í Boeing-vél

RÖSKUN varð á millilandaflugi Flugleiða í gær þegar farangursvagni var ekið utan í Boeing 757-vél félagsins sem stóð á flughlaðinu við Leifsstöð og brottför til Glasgow var í undirbúningi. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 284 orð

Fékk 1,6 milljónir í bætur vegna læknamistaka

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Heilbrigðisstofnunina á Selfossi og ríkissjóð til að greiða manni 1,6 milljónir króna vegna læknamistaka. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 215 orð

Firestone hætt-ir sölu til Ford

BRIDGESTONE/Firestone-hjólbarðaframleiðandinn tilkynnti í gær að hætt yrði sölu á hjólbörðum til bílaframleiðandans Ford. Búist hafði verið við að Ford myndi skipta út allt að þrettán milljón Firestone-hjólbörðum á Ford Explorer-jeppum. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 803 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 22.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 22.05.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fjáröflunarátak til kristniboðsstarfs

FJÁRÖFLUNARNEFND á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga stendur um þessar mundir fyrir fjáröflunarátaki til styrktar starfi sambandsins. Verður meðal annars leitað símleiðis eftir framlögum frá einstaklingum. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 244 orð

Fjórir piltar dæmdir fyrir fjölda afbrota

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra pilta í 2-5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg afbrot. Afrbrotin frömdu þeir í brotahrinu sem stóð frá lokum desember 2000 fram í janúar 2001. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð

Forsætisráðherra Eistlands í heimsókn

MART Laar, forsætisráðherra Eistlands, var væntanlegur ásamt eiginkonu sinni, frú Katrin Laar, og fylgdarliði í opinbera heimsókn í gærkvöldi. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 163 orð

Framkvæmdum við Þjórsárbrú frestað

FRAMKVÆMDUM við brúna yfir Þjórsá og vegaframkvæmdum vegna orku- og iðjuvera á Austurlandi verður frestað. Ekki hefur hins vegar verið tekin endanleg ákvörðun um frestun vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Frumkvöðla-Auðar útskrifast

ÞRIÐJA námskeiði Frumkvöðla-Auðar er nýlega lokið og útskrifuðust 25 konur fimmtudaginn 10. maí sl. Námskeiðið stóð yfir í 4 mánuði og tók á öllum helstu þáttum sem tengjast stofnun og rekstri fyrirtækis. Meira
23. maí 2001 | Miðopna | 707 orð | 2 myndir

Fyrsta "hafgangan" tókst með ágætum

ÞÁTTASKIL urðu í aðlögun háhyrningsins Keiko að náttúrulegum heimkynnum sínum í hafinu umhverfis Ísland í gær, þegar markviss aðlögun hans að hafinu umhverfis Heimaey hófst. Stefnt er að því að "hafgangan" sem svo er nefnd (e. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

Gagnrýndu fjármála-spillingu í Rússlandi

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, segir það "ögrun" af hálfu þýskra blaða að birta frásagnir af fundi Gerhards Schröders Þýskalandskanslara og George W. Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 113 orð | 1 mynd

Gamla skátaheimilið víkur

SKÁTAHEIMILIÐ við Hrauntungu verður rifið fljótlega gangi ekki á næstu dögum að selja það til brottflutnings. Bæjarráð Hafnarfjarðar veitti bæjarverkfræðingi heimild til niðurrifsins á síðasta bæjarráðsfundi. Að sögn Kristins Ó. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Gengið með strönd Skerjafjarðar

Í KVÖLD, miðvikudagskvöldið 23. maí, stendur Hafnagönguhópurinn fyrir gönguferð með strönd Skerjafjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20:00 og með almenningsvögnum suður að Nesti í Fossvogi. Þaðan verður farið kl. Meira
23. maí 2001 | Landsbyggðin | 133 orð | 2 myndir

Gifting að hermannasið í Víkurkirkju

NÚ UM helgina voru gefin saman í hjónaband í Víkurkirkju Stephanie Ann Dillon og John Kimball Edwards frá Atlanta í Bandaríkjunum. Það var séra Haraldur M. Meira
23. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 70 orð | 1 mynd

Haldið í Síldarsmuguna

NÓTASKIPIÐ Súlan EA hélt áleiðis í Síldarsmuguna um hádegisbil í gær. Skipið hefur viðkomu í Neskaupstað, þar sem síldarnótin verður tekin um borð. Meira
23. maí 2001 | Landsbyggðin | 135 orð | 1 mynd

Hátíðartónleikar

VIÐ ODDA- og Þykkvabæjarkirkjur starfa kirkjukórar undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar sem leikur á orgel í kirkjunum. Við báðar er auk þess kenndur stúlknakór sem Nína María Morávek á Hellu stjórnar. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 308 orð

Hindúar verði auðkenndir

HINDÚAR munu verða skyldaðir til að bera einkennismerki á fötum sínum í íslömsku Afganistan til aðgreiningar frá múslímum, að því er ráðherra í stjórn Talibana í Afganistan sagði í gær. Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 186 orð | 1 mynd

Hjólað í rigningunni

UM 40 manns tóku fram hjólfáka sína á sunnudag og hjóluðu frá Seltjarnarnesi til Hafnarfjarðar en hinir árlegu umhverfisdagar sveitarfélaganna voru haldnir hátíðlegir um helgina. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Hlekkjuðu sig við brautarteina

TVÆR ungar konur úr stjórnmálasamtökum þjóðernissinna í Úkraínu hlekkjuðu sig í gær við járnbrautarteina á aðalbrautarstöðinni í höfuðborginni Kíev til að krefjast lausnar tólf flokksfélaga sinna úr fangelsi. Meira
23. maí 2001 | Suðurnes | 32 orð | 1 mynd

Hreingerning á vegum

Starfsmenn Reykjanesumdæmis Vegagerðarinnar voru í gær í vorhreingerningum á Reykjanesbrautinni. Þeir þvoðu hringtorgið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sprautuðu vel á steinana sem raðað er á umferðareyjuna. Þeir sögðu að götusóparinn kæmi í... Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Hvert stefnir þú eftir stúdentspróf?

NÁMSRÁÐGJÖF Háskóla Íslands efnir næstu daga til kynningarfunda og áhugasviðskannana. Námsráðgjöfin býður margs konar þjónustu meðan á nýskráningu stúdenta stendur. Allt til 6. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 252 orð

ÍE einangrar einn af orsakavöldum heilablóðfalls

ÍSLENSK erfðagreining hefur einangrað erfðavísi sem er einn af orsakavöldum heilablóðfalls og kortlagt annan erfðavísi sem tengist fullorðinssykursýki, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð

Í fangelsi fyrir barnaklám

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á sjötugsaldri í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu á heimili sínu fjögur tímarit, 72 myndbandsspólur og 111 ljósmyndir á tölvutæku formi sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn... Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 322 orð

Íhuga málsókn á hendur olíufélögunum

Samtök flutningafyrirtækja íhuga nú málsókn á hendur olíufélögunum í Danmörku eftir að nokkur þeirra viðurkenndu að hafa haft samráð um verð. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Í stórum hópum á Norðurlandi

TALIÐ er að um 50.000 helsingjar hafi viðdvöl hér á landi á leið sinni til og frá varpstöðvunum á austurströnd Grænlands. Helst ber þá niður í Húnavatnssýslum og í Skagafirði og hefur mátt sjá þá þar í stórum hópum frá seinnihluta apríl og fram eftir... Meira
23. maí 2001 | Miðopna | 710 orð | 3 myndir

Keypti Geysi í Haukadal á 3.000 krónur

C RAIGAVON lávarður, meðlimur lávarðadeildar breska þingsins, er nú staddur hér á landi í boði Alþingis. Þetta er fyrsta heimsókn lávarðarins til Íslands en undir lok 19. Meira
23. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Kirkjustarf

GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni kl. 14 á morgun, uppstigningardag. Karlakór Akureyrar syngur. Séra Birgir Snæbjörnsson predikar og þjónar fyrir altari. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Kínverjar mótmæla heimsókn Chens

CHEN Shui-Bian, forseti Taívans, átti í gær fund með Rudolph Giuliani, borgarstjóra í New York og hefur hitt á þriðja tug bandarískra þingmanna að máli í stuttri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Kínverjar hafa mótmælt heimsókninni með formlegum hætti. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

KÍ vill semja um Áslandsskóla

EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur ritað Íslensku menntasamtökunum bréf þar sem Kennarasambandið óskar formlega eftir að taka upp viðræður við samtökin um gerð kjarasamnings fyrir kennara og skólastjóra Áslandsskóla í ljósi þess að... Meira
23. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 287 orð

Kjarasamningur við ríkið felldur

FÉLAGSMENN í Starfsmannafélagi Akureyrar, STAK, sem starfa hjá ríkinu, felldu nýgerðan kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs með 10 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu í vikunni. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð

Kynning á námi í hjúkrunarfræði

KENNARAR og nemendur hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands miðvikudaginn 24. maí kl. 15:00-18:00. Námskynningin er haldin í Eirbergi við Eiríksgötu 34 í anddyri hússins og víðar. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð

Kynning á námi í tannlæknisfræði

KENNARAR og nemendur tannlæknadeildar Háskóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám við tannlæknadeild Háskóla Íslands miðvikudaginn 24. maí kl. 15:00-18:00. Námskynningin er haldin í Læknagarði við Vatnsmýrarveg á hæðinni sem gengið er inn á. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 30 orð

Kynning og ráðgjöf um gluggatjöld

EPAL hf., Skeifunni 6, býður áhugasömum á kynningu um gluggatjöld miðvikudaginn 23. maí kl. 20. Ásdís Jóelsdóttir textílkennari og híbýlahönnuður kynnir mismunandi gerðir gluggatjaldaefna og gefur ráð. Aðgangur er... Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Landgræðsla í Öræfum

NEMENDUR í Grunnskólanum í Hofgarði í Öræfum hafa undanfarinn áratug endað hvert skólaár með því að græða upp land í sveitinni og er þetta vor þar engin undantekning. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Leiðist tilbeiðslan

FORSETI Túrkmenistans, Saparmurad Niyazov, kvaðst í gær vera orðinn leiður á því að njóta svo mikillar tilbeiðslu sem raun er á. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

LEIÐRÉTT

Fleiri nýir í bankaráði Seðlabankans Í frétt um nýtt bankaráð Seðlabankans í blaðinu í gær var ranghermt að aðeins Hannes Hólmsteinn Gissurarson væri nýr aðalmaður í ráðinu. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 118 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á Reykjanesbraut til suðurs, móts við Bíóhöllina, föstudaginn 18. maí kl.17:52. Þarna varð árekstur á milli Daihatsu Charade fólksbifreiðar og Volvo 240 fólksbifreiðar, báðar hvítar að lit. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Montinn á annarri löppinni

FARFUGLARNIR eru farnir að tínast til landsins hver á fætur öðrum. Þessi hrossagaukur virðist vera að gefa hinum fuglunum langt nef þar sem hann stendur á annarri löpp á girðingarstaur í Vestmannaeyjum. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Námskeið í aðferðafræði

SAMFÉLAGIÐ fyrir mannlega þróunstendur fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í aðferðafræði fyrir tilveru án ofbeldis miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 20.00 til 23.00 í Félagsmiðstöðinni Þróttheimum við Holtaveg. Skráning þátttöku fyrir kl. 16. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð

Nýr formaður Blindrafélagsins

AÐALFUNDUR Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, var haldinn 5. maí sl. Samkvæmt lögum félagsins er formaður þess kosinn til tveggja ára og Halldór Sævar Guðbergsson, sem verið hefur formaður sl. Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 110 orð

Nýta ekki forkaupsréttinn

EIGENDUM félagslegra íbúða í Garðabæ gefst nú kostur á að selja íbúðir sínar á frjálsum markaði því bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að nýta ekki forkaupsrétt á félagslegum eignaríbúðum í bænum. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 146 orð

Nægt fé til að hefja smíði Norrænu

FÆREYSKA útgerðarfélaginu Smyril Line hefur tekist að safna nægilegu fé til að greiða fyrstu afborgun af nýrri ferju sem smíðuð verður í Þýskalandi. Í upphafi árs leit út fyrir að hætt yrði við smíðina þar sem útgerðin virtist vera komin í þrot. Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 71 orð

Næstlægsta tilboði tekið

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að taka tilboði Íbyggðar í fjórða áfanga Hólabrekkuskóla og breytingar á þriðja áfanga. Tilboðið hljóðaði upp á tæplega 127,5 milljónir. Alls bárust níu tilboð í framkvæmdina. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Opið hús í Landakotsskóla

OPIÐ hús verður í Landakotsskóla fimmtudaginn 24. maí, uppstigningardag, frá 11.30-14.30. Á hausti komanda verða liðin 105 ár síðan St. Jósefssystur hófu kennslu barna í Landakoti. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 295 orð

Óvíst hver heldur hátíðarræðu fyrir hönd sjómanna

ÁKVÖRÐUN aðalfundar sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, um að sjávarútvegsráðherra og fulltrúa útgerðarmanna verði ekki boðið að halda ræðu á sjómannadaginn, stendur óbreytt, en sjómannaráð fundaði í gær og var ákvörðunin meðal þess sem rætt... Meira
23. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Píanótónleikar í Laugaborg

TÓNLEIKAR verða haldnir í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit á morgun, fimmtudaginn 24. maí, kl. 17. Þar leikur Helgi Heiðar Stefánsson á píanó. Helgi Heiðar er nemandi í 8. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 346 orð

"Einn maður stöðvar ekki svona stórt mál"

KRISTINN H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins og þingmaður Vestfirðinga, segir ekki rétt að hann hafi verið eini andstæðingur þess, að frumvarp sjávarútvegsráðherra um aukningu veiðiheimilda samhliða kvótasetningu á meðafla smábáta 1. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 615 orð | 2 myndir

"Góður dagur fyrir Íslendinga"

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í Ottawa í gær að það hefði verið löngu tímabært að Ísland opnaði sendiráð í Kanada. Jón E. Gústafsson var viðstaddur opnunina og komst m.a. að því að Ísland er 121. landið sem opnar sendiráð í Kanada en þetta er 18. sendiráðið sem opnað er á vegum íslensku utanríkisþjónustunnar. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 180 orð

"Guðs mildi að ekki fór verr"

ÞRJÁR unglingsstúlkur og tveggja ára stúlka voru hætt komnar á Skólabraut í Mosfellsbæ á mánudag þegar unglingspiltur ók glæfralega. Að sögn stúlknanna ók hann í átt til þeirra en sveigði svo skyndilega frá hópnum. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Reykjanesganga á uppstigningardag

Á UPPSTIGNINGARDAG efnir Ferðafélag Íslands til 6-7 klst. göngu á Reykjanes, um fáfarna en fallega leið. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 276 orð

Reynt að svíkja út fé með fölsuðum húsbréfum

FÖLSUÐUM húsbréfum var framvísað í a.m.k. þremur verðbréfafyrirtækjum í Reykjavík í gær og tilraunir gerðar til að svíkja út margar milljónir. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem reynt er svíkja út fé með fölsuðum húsbréfum hér á landi. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 152 orð

Samstarf rætt við nágrannasveitarfélögin

SVEITARSTJÓRN Austur-Eyjafjallahrepps á Skógum undir Eyjafjöllum hefur ákveðið samhljóða að taka upp viðræður við sveitarstjórnir Hvolhrepps og Vestur-Eyjafjallahrepps um samstarf í skólamálum vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar nemenda í Grunnskólanum á... Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 129 orð | 1 mynd

Seldu Faðirvorið

NEMENDUR úr Foldaskóla tóku sig til og buðu smíðagripi til sölu í verslanamiðstöðinni Torginu á dögunum. Gripirnir eru afrakstur nýsköpunarnámskeiðs sem krakkarnir sóttu í vetur. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð

Skátakórinn með sumargleði

SKÁTAKÓRINN í Reykjavík býður til sumargleði miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 20:30. Kórinn flytur skemmtidagskrá undir stjórn Arnar Arnarssonar og fleiri góðir gestir munu láta ljós sitt skína. Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 307 orð | 1 mynd

Skíðalyftur, grillskýli og leiksvæði

SKIPULAGSNEFND hefur samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið í kringum Hvaleyrarvatn í upplandi Hafnarfjarðar skammt frá Kaldársselsvegi. Gert er ráð fyrir að þar muni rísa nýtt útivistarsvæði Hafnfirðinga. Meira
23. maí 2001 | Landsbyggðin | 239 orð | 1 mynd

Sleipnir borar virkjunarholu í Urriðavatn

HITAVEITA Egilsstaða og Fella, HEF, hefur undirritað verksamning við Jarðboranir. Bora á tveggja km djúpa virkjunarholu í Urriðavatn og vonast er til að ná 49 sek./l af allt að 78° C heitu vatni. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Starfið í skólunum hefst að nýju í dag

MEIRIHLUTI þess ófaglærða starfsfólks, sem starfar hjá Hafnarfjarðarbæ og er í Verkalýðsfélaginu Hlíf, samþykkti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu í gær og hefur verkfalli starfsfólksins verið aflýst. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 1383 orð | 2 myndir

Stofnun Evrópuhers gæti þvingað fram ákvörðun

Stjórnvöld á Íslandi reyna að þræða vandrataðan veg milli hagsmuna af samstarfi við Bandaríkin í öryggis- og varnarmálum og aukins samstarfs við Evrópusambandið. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð

Styðja kjarabaráttu þroskaþjálfa

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Félags íslenskra leikskólakennara 17. maí sl.: "Stjórn Félags íslenskra leikskólakennara lýsir yfir stuðningi við þroskaþjálfa í kjarabaráttu þeirra. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 472 orð

Sætum hefur verið fækkað um á fimmta þúsund

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa rift leiguflugsamningi við flugfélagið Atlanta og náð nýjum samningum fyrir sumarið við Flugleiðir. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Söfnuðu fyrir börn í Afríku

FRÉTTARITARI hitti á dögunum tvær dugnaðarstúlkur, sem sögðust vera að safna fé fyrir Rauða kross Íslands. Þær bökuðu sjálfar kökur, sem þær seldu, og söfnuðu 1.473 krónum. Féð á að renna í söfnun fyrir fátæk börn í Afríku. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 228 orð

Talið að 5.000 börn verði fyrir einelti árlega

LÍKLEGT þykir að um fimm þúsund nemendur verði fyrir einelti í íslenskum grunnskólum á hverju ári, að því er fram kemur í niðurstöðum starfshóps um einelti í grunnskólunum, sem kynntar voru í gær. Meira
23. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 652 orð | 2 myndir

Tívolí í Hljómskálagarð

JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar boðaði 15 kvenkyns framtíðarborgarfulltrúa á sinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkur á mánudag í tengslum við verkefnið "Dæturnar með í vinnuna". Meira
23. maí 2001 | Suðurnes | 804 orð | 3 myndir

Tveir trillukarlar orðnir kvótakóngar

ÞRJÚ helstu útgerðarfyrirtækin í Sandgerði hafa lagt niður starfsemi sína í Sandgerði á síðustu árum og selt kvóta sinn í burtu, hátt í 9.000 þorskígildistonn. Tveir trillusjómenn eru nú stærstu kvótaeigendurnir í plássinu. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 144 orð

Týndur pólfari

VONIR eru teknar að dofna um að japanski ævintýramaðurinn Hyoichi Kohno finnist á lífi en hann hefur verið týndur á norðurheimskautssvæðinu síðan á fimmtudag. Kanadíski flugherinn hætti í gær leit að Kohno. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 860 orð | 1 mynd

Uppskeruhátíð vetrarins

Birna Björnsdóttir fæddist 2. apríl 1960 í Keflavík. Samhliða skólagöngu í Keflavík stundaði hún nám í píanóleik við Tónlistarskóla Keflavíkur. Eftir nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk hún prófi frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1980 og starfaði m.a. Meira
23. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 229 orð | 1 mynd

Verðhrun á síðustu árum

Í norðannepjunni komu að landi tengdafeðgarnir Ólafur Guðmundur Jóhannesson og Kristinn Gunnarsson. Veiði dagsins var mestmegnis þari eftir norðanhretið. Meira
23. maí 2001 | Erlendar fréttir | 802 orð | 1 mynd

Verkamannaflokkurinn segir sjónvarpsstöðvar sviðsetja vandræði

Þrátt fyrir ofurskipulag kosningabaráttunnar fær Verkamannaflokkurinn ekki ráðið umfjöllun fjölmiðla, segir Sigrún Davíðsdóttir, og það virðist hann ekki geta sætt sig við. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð | 2 myndir

Viðskipti, sjávarútvegur og athafnalíf í einu blaði

VIÐSKIPTABLAÐ Morgunblaðsins og Úr verinu, sérblað Morgunblaðsins um sjávarútveg, hafa verið sameinuð í eitt blað, sem kemur út á morgun, fimmtudag, undir heitinu Viðskiptablað Morgunblaðsins. Af þeim sökum fylgir Úr verinu ekki Morgunblaðinu í dag. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 199 orð

Vilja forðast einangrun

Á SÍÐUSTU árum hafa íslensk stjórnvöld á markvissan hátt aukið mjög virka þátttöku í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að koma eftir mætti í veg fyrir að Íslendingar verði utanveltu í ákvörðunum um öryggismál í Evrópu. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð

Vorblót jafnaðarmanna í Iðnó

SAMFYLKINGIN býður til vorblóts miðvikudaginn 23. maí í Iðnó í Reykjavík. Boðið verður upp á skemmtidagskrá frá klukkan 22:15 og að henni lokinni mun gleðisveitin Geirfuglarnir leika fyrir dansi. Húsið er opnað kl. Meira
23. maí 2001 | Landsbyggðin | 119 orð | 1 mynd

Vorhátíð í leikskóla Aðaldæla

VEISLUHÖLD og gleði voru í leikskólanum Barnaborg í Aðaldal í vikunni þegar verið var að útskrifa skólahópinn, en svo nefnist sá hópur barna sem nú yfirgefur skólann og fer í 1. bekk Hafralækjarskóla að hausti. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 297 orð | 2 myndir

Vænir urriðar í Elliðavatni

ÁGÆTISVEIÐI hefur verið í Elliðavatni lengst af í vor og ýmsir verið að fá góð skot. Mest er það urriði sem hefur gefið sig, en bleikjan hefur verið að sækja í sig veðrið. Er það eins og vant er farið í upphafi vertíðar. Meira
23. maí 2001 | Innlendar fréttir | 78 orð

Þroskaþjálfar lögðu fram tilboð

ÞROSKAÞJÁLFAR settu fram tilboð í gær til lausnar kjaradeilunni við Reykjavíkurborg á samningafundi hjá ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður síðdegis í dag og er þá reiknað með svari frá samninganefnd borgarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

23. maí 2001 | Leiðarar | 882 orð

GEÐSJÚKDÓMAR OG GEÐHEILBRIGÐI

G eðsjúkdómar eru sá sjúkdómsflokkur, sem vex hvað örast í nútímasamfélagi, og er talið að þeir verði fyrir árið 2020 komnir fram úr hjartasjúkdómum sem sá þáttur, sem veldur mestri örorku. Meira
23. maí 2001 | Staksteinar | 306 orð | 2 myndir

Varðberg 40 ára

Varðberg hefur með útgáfustarfsemi, funda- og ráðstefnuhaldi í samstarfi við Samtök um vestræna samvinnu tekizt að halda á lofti opinni og upplýsandi umræðu um utanríkismál. Þetta segir formaður Varðbergs m.a. í Viðhorfi - tímariti um alþjóðamál. Meira

Menning

23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Akrobatik og DJ Sense á Gauknum

Annað "hip hop"- kvöld Gauks á Stöng var haldið síðastliðinn fimmtudag. Atburðurinn var sem fyrr í samvinnu við Budweiser, Battery og "hip hop" þáttinn Kronik á Rás 2. Fram komu Akrobatik og DJ Sense ásamt upphitunarhljómsveitum. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Bjarni Jónsson sýnir í Eden

NÚ stendur yfir árleg sýning Bjarna Jónssonar listmálara í Eden í Hveragerði og sýnir hann eins og áður þjóðlegar heimildamyndir og fleiri viðfangsefni. Margar myndanna eru frummyndir að stærri verkum og sumar smáar í sniðum. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 77 orð | 2 myndir

Burtfararpróf í söng

8. STIGS- og burtfararprófstónleikar söngkvennanna Jóhönnu Héðinsdóttur og Kristínar Maríu Hreinsdóttur frá Tónlistarskólanum í Garðabæ verða í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11 í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Chris Cornell tekur við af Zack De la Rocha

CHRIS Cornell, fyrrum söngspíra hljómsveitarinnar Soundgarden, hefur nú tekið sæti Zack De la Rocha sem söngvari Rage Against The Machine. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 350 orð | 1 mynd

Draumar í Tjarnarbíói

Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson. Dansarar: Júlía Gold, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson. Tónlist: A Silver Mt. Zion og fleiri. Búningar: GK í Reykjavík. Lýsing: Kári Gíslason. Sunnudagur 20. maí 2001 Næsta sýning 23. maí. Meira
23. maí 2001 | Kvikmyndir | 285 orð

Endurkoma uppvakninga

Leikstjóri og handritshöfundur Stephen Sommers. Tónskáld Alan Silvestri. Kvikmyndatökustjóri Adrian Biddle. Aðalleikendur Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah, Arnold Vosloo, Oded Fehr. Sýningartími 125 mín. Bandarísk. Universal. 2001. Meira
23. maí 2001 | Tónlist | 353 orð | 1 mynd

Fágaður og látlaus flutningur

Kvennakór Reykjavíkur, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, flutti ensk, finnsk og rússnesk lög og söngva eftir Atla Heimi Sveinsson. Einleikari á flautu: Kolbeinn Bjarnason. Undirleikari á píanó: Svana Víkingsdóttir. Sunnudaginn 20 maí. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 155 orð

Fiskar á þurru landi í Bristol

Í GÆRKVÖLDI var frumsýnt í Old Vic-leikhúsinu í Bristol leikrit Árna Ibsen Fiskar á þurru landi. Leikstjórinn er Oddur Bjarni Þorkelsson sem stundað hefur nám í leikstjórn við Bristol Old Vic Theatre School. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Fæddur er drengur

Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, eignaðist sitt fjórða barn á mánudaginn þegar kona hans, Ali, fæddi dreng. Að sögn talsmanns hljómsveitarinnar fæddist strákurinn á sjúkrahúsi í Dublin og heilsast mæðginunum vel. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Hver á landi fegurst er?

Í kvöld fer fram á Broadway fegurðarsamkeppni Íslands þar sem krýnt verður fegursta fljóð landsins. Alls taka 24 stúlkur þátt í keppninni og munu þær koma fram í kvöldkjólum, baðfötum frá Nanoq og fatnaði frá Collections Casall. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 73 orð | 3 myndir

Íslenski fáninn í aðalhlutverki

Ljósmyndarinn Ari Magg opnaði sína fyrstu einkasýningu síðastliðinn fimmtudag á Atlantic við Austurstræti 10. Ljósmyndir Ara vöktu mikla athygli á samsýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands sem haldin var í Gerðubergi í febrúar síðastliðnum. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 188 orð | 1 mynd

Lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík

TUTTUGASTA og áttunda starfsári Söngskólans í Reykjavík lýkur með lokatónleikum skólans í Íslensku óperunni á morgun, fimmtudag, kl. 16. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 82 orð

Málþing um kirkjuarkitektúr

MÁLÞING um kirkjuarkitektúr verður haldið á vegum Kirkjulistahátíðar í Suðursal Hallgrímskirkju og verður sett á föstudag kl. 17 og lýkur á laugardag. Til þingsins er boðað til að ræða gerð, tilgang og skipan kirkna og þá sérstaklega altarisrýmis. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 177 orð | 1 mynd

Málþing um tíðaranda í aldarbyrjun

LESBÓK Morgunblaðsins og ReykjavíkurAkademían efna til málþings um tíðaranda í aldarbyrjun í dag, miðvikudaginn 23. maí, kl. 17-19 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 128 orð | 2 myndir

Ofurhugi leggur af stað í langferð

Á dögunum var haldið kveðjuhóf fyrir Sigurstein Baldursson hjólreiðamann en hann er lagður af stað í háfjallaleiðangur frá nyrstu strönd Alaska að syðsta odda Argentínu. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 1059 orð | 1 mynd

"Að finna fyrir lífinu"

Norsk-íslenski ævintýramaðurinn Arne Århus var mikið í fréttunum á dögunum. Arnar Eggert Thoroddsen náði í skottið á honum rétt áður en hann fór af landi brott og ræddi við hann um lífið og tilveruna. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

"Góð uppfinning"

Moby og Sigur Rós eru meðal þeirra tónlistarmanna sem hafa lýst yfir stuðningi sínum við Napster-tónlistarforritið. Moby hótaði í viðtali á dögunum að klæðast Napster-bol einum fata til að mótmæla því að tónlist hans er ekki lengur aðgengileg á Napster. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 1445 orð | 1 mynd

"Þetta er það sem gefur lífinu gildi"

Kristinn Sigmundsson ferðast milli stórborga og syngur í öllum helstu óperuhúsum heims. En eins og farfuglarnir skilar hann sér ætíð aftur, því hann býr á Íslandi, þótt söngurinn beri hann víða. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Kristin um söngferð hans og Jónasar Ingimundarsonar um landið og um störf hans í erlendum óperuhúsum. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 409 orð | 1 mynd

Ritað um rokk

Psychotic Reactions and Carburetor Dung eftir Lester Bangs í ritstjórn Greil Marcus. 386 síðna kilja. Vintage gefur út 1988. Kostar 1995 kr. í Eymundsson. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 1653 orð | 1 mynd

Sérkennilegur snillingur

Thelonious Sphere Monk var einkennilegur í háttum, einrænn og félagslega heftur og sást aldrei öðruvísi en með skrýtið höfuðfat, sólgleraugu og hökutopp. Ingveldur Róbertsdóttir rýndi í bók um ævi þessa sérkennilega listamanns. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 57 orð | 1 mynd

Snæfellingar syngja í Seltjarnarneskirkju

Snæfellingakórinn í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni verða bæði innlend og erlend lög, m.a. munu tvær ungar stúlkur úr kórnum syngja dúetta. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 322 orð | 4 myndir

Sótthreinsað leiðindarokk

Á MARKAÐINN er komið enn eitt bandið sem ætlar að reyna að feta í fótspor Korn. Hér á ég við hljómsveitina Linkin Park sem gaf út sinn fyrsta geisladisk, Hyprid Theory undir merkjum Warner Brothers nú fyrir skemmstu. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Sölnuð lauf

Leikstjóri: Joan Ghen. Handrit: Allison Burnett. Aðalhlutverk: Richard Gere og Winona Ryder. Bandaríkin, 2000. Háskólabíó. 102 mín. Öllum leyfð. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 97 orð

Söngtónleikar á Hvammstanga

SÍÐUSTU tónleikar Tónlistarfélags V-Hún. að sinni verða í Félagsheimilinu Hvammstanga í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þar kemur fram Ólafur K. Sigurðarson barítonsöngvari og syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Meira
23. maí 2001 | Tónlist | 895 orð | 1 mynd

Tímabært

Páll Ísólfsson: Þrjú píanóstykki op. 5. Glettur. Svipmyndir. Tilbrigði um sönglag eftir Ísólf Pálsson. Píanóleikur: Nína Margrét Grímsdóttir. Heildartími: 69'50. Útgefandi: BIS CD-1139. Verð: kr. 1.799. Dreifing: Japis. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Tónleikar í Hásölum

TÓNLEIKAR Kammerkórs Hafnarfjarðar í Hásölum í Hafnarfirði verða annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Tvær listakonur leggja kórnum lið að þessu sinni, þær Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 41 orð

Tónleikar Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar

Fimmtudag 24. maí kl. 20.30 Reykholti í Borgarfirði Föstudag 25. maí kl. 21.00 Laugalandi í Holtum Sunnudag 27. maí kl. 17.00 Fjölbrautaskóla Akraness Mánudag 28. maí kl. 20.30 Félagsheimilinu Flúðum Þriðjudag 29. maí kl. 20. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 260 orð | 1 mynd

Unnið að útgáfu íslensks bókmennta- og hugtakavísis

UNNIÐ er að gerð viðamikils bókmenntavísis á íslensku á vegum Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands. Um er að ræða uppflettirit um íslenska rithöfunda og erlenda, auk þess sem fyrirhugað er að gefa út íslenskt hugtakasafn í bókmenntafræði. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 95 orð

Vori fagnað í Neskirkju

DRENGJAKÓR Laugarneskirkju heldur vortónleika í kvöld kl. 20.30 í Neskirkju. Flutt verða bæði kirkjuleg og veraldleg verk og eftir hlé mun deild eldri félaga slást í hópinn. Meðal höfunda má nefna Þorkel Sigurbjörnsson, Bjarna Þorsteinsson, Inga T. Meira
23. maí 2001 | Fólk í fréttum | 172 orð | 2 myndir

Þriðja stærsta frumsýningarhelgin á Íslandi

Kvikmyndin The Mummy Returns stökk beint í efsta sæti bíólistans á sinni fyrstu sýningarviku. Alls mættu 12. Meira
23. maí 2001 | Menningarlíf | 151 orð | 1 mynd

Þrjátíu styrkir veittir í ár

30 EINSTAKLINGAR, tvenndir eða hópar, hlutu styrki Menningarmálanefndar Hafnarfjarðar að þessu sinni. Voru þeir afhentir við viðhöfn í Hafnarborg. Meira

Umræðan

23. maí 2001 | Aðsent efni | 862 orð

Afríkumenn eiga aldrei að vera óánægðir...

"AFRÍKUMENN eiga aldrei að vera óánægðir með neitt. Þetta er uppfinning hvítra manna sem um stundar sakir hafa lagt undir sig land þeirra" (Africans are not supposed to ever feel bad about anything. Meira
23. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 107 orð

BOÐUN MARÍU

Var leikið á sítar? Nei, vindurinn var það, sem rótt í viðinum söng og næturró minni sleit. Ég gat ekki sofið. Sál mín var dimm og heit. Sál mín var dimm og heit eins og austurlenzk nótt. Meira
23. maí 2001 | Aðsent efni | 496 orð | 1 mynd

Brigð

Umbúðalaust segir samgönguráðherra að núverandi eigendur fyrirtækjanna, segir Sverrir Hermannsson, gangi ekki fyrir við sölu þessara eigna hans, heldur væntanlegir kaupendur. Meira
23. maí 2001 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Byggðaþróun og einkavæðing

Það er því mikilvægt að átta sig á að til þess að snúa byggðaþróuninni á réttan veg, segir Þuríður Bachman, þarf fyrst og fremst að efla þá starfsemi sem skiptir máli þegar fólk velur sér búsetu. Meira
23. maí 2001 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Eru Kári og stjórnvöld stikkfrí frá ábyrgð?

Kári lætur sem sér komi ekki við sá skaði, segir Valdimar Jóhannesson, sem einstaklingur verður fyrir ef viðkvæmar upplýsingar um einkahagi hans komast í rangar hendur. Meira
23. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 1042 orð

Fangelsi örbirgðar

MEÐ hverjum deginum sem líður lækkar gengi krónunnar sem aftur þýðir hærra vöruverð. Það eru flestir hópar vinnandi fólks, svo sem kennarar og nú sjómenn, búnir að fara í verkfall til að ná fram mannsæmandi lífskjörum. Meira
23. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 888 orð

(Fil. 4, 19.)

Í dag er miðvikudagur 23. maí, 143. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En Guð minn mun af auðlegð dýrðar sinnar í Kristi Jesú uppfylla sérhverja þörf yðar. Meira
23. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 397 orð | 1 mynd

Kannast einhver við mennina á myndinni?

Skrásetjari sögu Olíuverzlunar Íslands hf. óskar aðstoðar lesenda við að þekkja mennina á myndinni. Myndin er tekin í Laugarnesi í kringum 1950 og sýnir starfsmenn BP á Íslandi. Meira
23. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 439 orð

Kjarasamningar þroskaþjálfa

NÚ þegar allt er vaðandi í verðbólgu, verðhækkunum og bullandi samráði olíurisanna er ríkið enn með allt niðrum sig í kjarasamningum við ríkisstarfsmenn. Hér vil ég sérstaklega ræða um þann hóp sem stendur mér nærri en það eru þroskaþjálfar. Meira
23. maí 2001 | Aðsent efni | 1007 orð | 1 mynd

Lánasjóður íslenskra námsmanna 40 ára

Óskandi er, segir Friðrik G. Olgeirsson, að LÍN megi vaxa og dafna á nýbyrjaðri öld. Meira
23. maí 2001 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Mikilvægi fiskmarkaða

Talið var nauðsynlegt að gerð yrði vönduð úttekt á helstu álitamálum, segir Svanfríður Jónasdóttir, sem fram hafa komið í umfjöllun um áhrif fiskmarkaða. Meira
23. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 479 orð

NOKKUÐ hefur verið rætt um notkun...

NOKKUÐ hefur verið rætt um notkun nagladekkja á bílum að vetrarlagi, hugsanlega gagnsemi þeirra og hugsanlegan skaða og mengun sem af notkun þeirra getur hlotist. Meira
23. maí 2001 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Nú er aðeins ein vör fær til lendingar

LÍÚ forystan veit ekkert skelfilegra en frjálsar veiðar, segir Jón Sigurðsson, sem koma í veg fyrir, að stórútgerðirnar geti leigt út kvótann, sem þær þurfa ekki á að halda. Meira
23. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 210 orð

Opið bréf frá þroskaþjálfum í Skálatúni

FRÁ þroskaþjálfum á Skálatúni: Þar sem samningaviðræður þroskaþjálfa við ríkið hafa ekki borið árangur sjá þeir sig tilneydda til að boða til verkfalls 1. júní næstkomandi. Þroskaþjálfar eru sérmenntaðir til að sinna fötluðum. Meira
23. maí 2001 | Aðsent efni | 856 orð | 4 myndir

Rannsóknarráð Íslands eða "Vísinda- og tæknistefnuráð Íslands"?

Á finnska fyrirmyndin, spyr Vilhjálmur Lúðvíksson, um skipulag vísinda- og rannsóknamála við hér á landi? Meira
23. maí 2001 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Staða hvalveiðimálsins

Í framhaldi af því er svo tímabært að framfylgja afgerandi samþykkt Alþingis, segir Guðjón Guðmundsson, og hefja veiðar á hval úr þeim stofnum sem Hafró telur að þoli veiðar. Meira
23. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

Þessi krakkar, sem búa á Reyðarfirði,...

Þessi krakkar, sem búa á Reyðarfirði, héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 1.132 kr. Þau heita frá vinstri: Sigurjón Andrés Jónasson, Ásdís Harpa Björgvinsdóttir og Kristveig Lilja... Meira

Minningargreinar

23. maí 2001 | Minningargreinar | 705 orð | 1 mynd

ARNLJÓTUR SIGURÐSSON

Arnljótur Sigurðsson fæddist að Arnarvatni, Mývatnssveit 23. júní 1912. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, f. 25. ágúst 1898, d. 24. febrúar 1949 og Málmfríður Sigurðardóttir, f. 15. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2001 | Minningargreinar | 1432 orð | 1 mynd

GUÐLEIF MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR

Guðleif Margrét Þorsteinsdóttir fæddist í Löndum Í Stöðvarfirði í Suður-Múlasýslu 9. nóvember 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. maí 2001. Foreldrar hennar voru: Þorsteinn Kristjánsson, f. 28. september 1877, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2001 | Minningargreinar | 669 orð | 1 mynd

INGUNN HELGA NÍELSDÓTTIR

Ingunn Helga Níelsdóttir fæddist 17. desember 1923. Foreldrar hennar voru ættaðir úr Húnaþingi, Halldóra Guðrún Ívarsdóttir, f. 1887, d. 1967, og Níels Hafstein Sveinsson, f. 1876, d. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2001 | Minningargreinar | 701 orð | 1 mynd

ÍVAR BIRGISSON

Ívar Birgisson fæddist í Reykjavík 9. mars 1961. Hann lést 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 17. maí. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2001 | Minningargreinar | 2551 orð | 1 mynd

LEIFUR HANNESSON

Leifur Hannesson fæddist í Reykjavík 13. janúar 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Valgarður Guðmundsson læknir og Valgerður Björg Björnsdóttir húsmóðir. Systur hans eru; Valgerður húsmóðir, f.... Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2001 | Minningargreinar | 799 orð | 1 mynd

TRAUSTI GESTSSON

Trausti Gestsson fæddist á Fáskrúðsfirði 11. desember 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum 16. maí síðastliðinn. Foreldrar Trausta voru Gestur Guðmundsson og Kristín Elín Björg Jónsdóttir. Trausti kvæntist Pálínu Ottósdóttur, f. 29.10. 1930, d. Meira  Kaupa minningabók
23. maí 2001 | Minningargreinar | 761 orð | 1 mynd

ÞORVARÐUR MAGNÚSSON

Þorvarður Magnússon fæddsist að Bár í Hraungerðishreppi 3. febrúar 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. apríl síðastliðinn. og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 9. apríl. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 262 orð

Afkoma Marels versnar um 108 milljónir

MAREL hf. var rekið með 57 milljóna króna tapi á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 51 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 215 orð | 1 mynd

BA vill selja Go fyrir 100 milljónir punda

BÚIST er við að British Airways selji lággjaldaflugfélagið Go, sem flýgur reglulega til Íslands, fyrir u.þ.b. 100 milljónir punda eða um 14,4 milljarða íslenskra króna. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 279 orð

Betri mynd í stafrænni útsendingu

ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur fengið tilraunaleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun til að hefja stafrænar sjónvarpsútsendingar. Hreggviður Jónsson forstjóri Norðurljósa segir að stafrænar sjónvarpsútsendingar séu næsta skrefið í þróun sjónvarps. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 247 orð

Breskur heilbrigðisgagnagrunnur

BRESKA heilbrigðisráðuneytið, Medical Research Council, MRC, og Wellcome-sjóðurinn hafa lagt 60 milljónir punda í fyrirtæki, UK Medical Population Collection. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 92 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.093,95 -0,08 FTSE 100 5.976,60 0,50 DAX í Frankfurt 6.270,59 0,30 CAC 40 í París 5. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Markhúsinu lokað af sýslumanni

MARKAÐSSTOFAN Markhúsið var innsigluð í gær af sýslumanninum í Reykjavík. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 205 orð | 1 mynd

M&S skilar enn minni hagnaði

SÉRFRÆÐINGAR höfðu búist við enn minni hagnaði en raunin varð hjá bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer. Hagnaður síðasta rekstrarárs var 480 milljónir punda eða um 69 milljarðar íslenskra króna, miðað við 557 milljónir punda árið áður. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 272 orð

Norðurljós selja 34,5% í Tali

NORÐURLJÓS, móðurfélag Íslenska Útvarpsfélagsins, hafa ákveðið að selja 34,5% hlut sinn í fjarskiptafyrirtækinu Tali. Samningaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á hlutnum, segir Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 22.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 22.5. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
23. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 461 orð

Þorgeir Ibsen nýr forstjóri fyrirtækisins

DEGASOFT mun flytja alla starfsemi sína til Lundúna um næstu helgi. Meira

Fastir þættir

23. maí 2001 | Fastir þættir | 326 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Góð þátttaka í Sumarbrids Sumarbrids byrjaði fimmtudaginn 17. maí. 26 pör spiluðu Monrad-barómeter með 7 umferðum, fjórum spilum á milli para. Efstu pör voru: Jóhann Stefánss. - Birkir J. Jónss. +61 Rúnar Gunnarss. - Vilhjálmur Sigurðss. Meira
23. maí 2001 | Fastir þættir | 280 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

EFTIR að hafa hindrað á þremur laufum, kemur vestur út með hjartagosa gegn spaðaslemmu suðurs. Suður gefur; enginn á hættu. Meira
23. maí 2001 | Í dag | 1034 orð | 1 mynd

Dagur aldraðra í Áskirkju

VIÐ guðsþjónustu í Áskirkju kl. 14 á uppstigningardag, sem jafnframt er dagur aldraðra, syngur Margrét Eir Hjartardóttir einsöng. Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organista og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Meira
23. maí 2001 | Viðhorf | 798 orð

Er Stók bara djók?

Draumurinn hefur að mörgu leyti breyst í martröð; framundan er frekari hallarekstur, endurskipulagning, lífróður. Hvort hann verður undir íslenskri yfirstjórn á enn eftir að koma í ljós. Meira
23. maí 2001 | Fastir þættir | 994 orð | 1 mynd

Frímerkjablaðið komið út

Fyrir nokkru kom út nýtt tölublað af Frímerkjablaðinu. Hlýtur það ævinlega að verða söfnurum tilhlökkunarefni. Er sjálfsagt að fara nokkrum orðum um efni þess, enda þótt margir hafi örugglega kynnt sér það, þegar þessar línur birtast. Meira
23. maí 2001 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á minningarmóti Capablanca sem lauk í Havanna á Kúbu fyrir skömmu. Ungstirnið spænska, Francsico Pons Vallejo (2.559) hafði hvítt gegn hinum þekkta heimamanni og stórmeistara, Jesus Nogueiras (2.557). 32. Hxb6! Meira
23. maí 2001 | Fastir þættir | 368 orð

Stefnt að fjölskylduvænu móti

NÚ þegar Sörli í Hafnarfirði er kominn með nýtt og glæsilegt mótssvæði verður í fyrsta sinn haldið þar stórmót á landsvísu, því 22.-24. júní verður haldið þar Íslandsmót yngri flokka, það er barna og unglinga. Meira
23. maí 2001 | Fastir þættir | 180 orð | 1 mynd

Sæðingar hafnar í Gunnarsholti

Byrjað var að sæða hryssur á Sæðingastöðinni í Gunnarsholti um helgina en það er fyrst og fremst Orri frá Þúfu sem þar er í aðalhlutverki. Stefnt er að því að á milli 40 og 50 hryssur verði sæddar með sæði úr honum fyrir 1. júlí nk. Meira
23. maí 2001 | Fastir þættir | 130 orð

Æskulýðs- og umhverfisdagur

Það verður úr mörgu að moða fyrir hestamenn í vikunni og um næstu helgi. Meira

Íþróttir

23. maí 2001 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

ALEX Ferguson , knattspyrnustjóri Manchester United...

ALEX Ferguson , knattspyrnustjóri Manchester United , hefur fengið þau skilaboð að hann fái ekki að kaupa fleiri leikmenn en Hollendinginn Ruud van Nistelroy í sumar nema hann selji frá félaginu einhverja leikmenn. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Atli með nær óbreyttan hóp

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, mun kunngera val sitt á þeim leikmönnum sem munu mæta Möltu og Búlgaríu, í undankeppni HM á Laugardalsvellinum 2. og 6. júní, á föstudaginn. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 108 orð

Blikum spáð sigri

BREIÐABLIKI var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum sem hittust á kynningarfundi á Grand hótel í gær. Nýliðunum úr Grindvík er spáð falli. "Þetta kom mér nokkuð á óvart. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 990 orð | 1 mynd

Ekki sett nein tímamörk hvenær ég hætti

ÞEGAR Halldór Áskelsson, knattspyrnumaður hjá Þór, hljóp inn á völlinn í viðureign Þórs og Leifturs í 1. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu um síðustu helgi voru 20 ár liðin frá því hann steig sín fyrstu spor með meistaraflokki Þórs. Það var einmitt í leik á móti Leiftri sumarið 1981 sem Halldór hóf litríkan feril sinn og í dag er hann að spila með strákum sem sumar hverjir voru ekki fæddir þegar Halldór lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 158 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ 1.

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ 1. umferð: Neisti H. - Nökkvi 0:1 Leiknir F. - Huginn/Höttur 3:2 Eftir framlengingu. Þróttur 23 - Barðaströnd 4:1 GG - Úlfarnir 2:0 ÍA 23 - Víkingur R. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 61 orð

KR-ingar í Evrópukeppnina

KR verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppni meistaraliða kvenna sem haldin verður í fyrsta sinn í ár og hefst í haust. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

Leikmenn LA Lakers óstöðvandi

EKKERT virðist nú geta stöðvað meistara Los Angeles Lakers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að San Antonio tapaði öðrum heimaleik sínum í úrslitaseríu Vesturdeildar, 88:81. Leikmenn Spurs gáfu allt sem þeir gátu í leikinn en það dugði ekki til og er útlit fyrir að Lakers muni jafnvel fara taplausir í gegnum þriðju leikseríuna í röð en liðið hefur sigrað í 17 leikjum í röð. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 319 orð | 1 mynd

Mikil gleði í Magdeburg

"ÞAÐ hefur svo sannarlega verið glatt á hjalla hérna síðan á sunnudaginn og ég var fyrst núna að kveikja á farsímanum eftir gleðiríka daga," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýsku handknattleiksmeistaranna í Magdeburg, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans eftir hádegi í gær. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

Mistök að fara til Stoke

RÍKHARÐUR Daðason liggur ekki á skoðunum sínum í viðtali við norska staðarblaðið Rogalands Avis og þar játar íslenski landsliðsmaðurinn það fúslega að hann hafi gert mistök þegar hann hafi valið að fara til enska 2. deildar liðsins Stoke í stað þess að gera nýjan samning við Viking frá Stafangri. Ríkharður segir dvöl sín hjá enska liðinu sé líkust martröð. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 134 orð

NORSKIR fjölmiðlar halda því fram að...

NORSKIR fjölmiðlar halda því fram að úrvalsdeildarliðið Lyn sé tilbúið að greiða rúmlega 32 milljónir króna fyrir Ríkharð Daðason sem á enn tvö ár eftir af samningi sínum við enska 2. deildarliðið Stoke City. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 124 orð

Stoicho Mladenov, landsliðsþjálfari Búlgara, hefur þegar...

ÍSLENDINGAR taka á móti Möltubúum og Búlgörum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í byrjun júní. Leikið verður við Möltubúa laugardaginn 2. júní og Búlgara miðvikudaginn 5. júní. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 323 orð | 1 mynd

TIGER Woods , bandaríski kylfingurinn, var...

TIGER Woods , bandaríski kylfingurinn, var í gær valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og ástralska hlaupakonan Cathy Freeman í kvennaflokki. Woods var einnig valinn íþróttamaður ársins í fyrra. Franska landsliðið í knattspyrnu var útnefnt lið ársins. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 214 orð

Tómas Ingi til Eyjamanna

TÓMAS Ingi Tómasson hefur gengið frá samningi við ÍBV út þetta tímabil, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

ÚLFAR Jónsson , kylfingur úr Keili...

ÚLFAR Jónsson , kylfingur úr Keili , setti vallarmet af gulum teigum á Vormóti Hafnarfjarðar um helgina. Úlfar lék á 66 höggum eða fimm undir pari en eldra metið, 67 högg, átti Davíð Jónsson. Meira
23. maí 2001 | Íþróttir | 111 orð

Úrslitin ráðast á mistökum

BAYERN München og Valencia leika til úrslita í meistaradeildinni í kvöld og verður leikið í Mílanó. Hector Cuper, þjálfari Valenciu, segir að mótherjarnir komi fullir sjálfstrausts til leiks eftir ævintýralegan sigur í þýsku deildinni um helgina. Meira

Úr verinu

23. maí 2001 | Úr verinu | 487 orð

Erfitt að meta aflareynsluna

VEIÐIREYNSLA krókabáta í ýsu, steinbít og ufsa hefur í flestum tilfellum ekki fylgt með bátum sem gengið hafa kaupum og sölu á undanförnum árum, heldur orðið eftir hjá fyrrverandi eigendum bátanna. Meira
23. maí 2001 | Úr verinu | 148 orð | 1 mynd

"Jákvætt fyrir okkur og byggðarlagið"

BOLFISKVINNSLA hófst á ný hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. í gær en hún hefur legið niðri síðan eftir brunann 9. desember sl. Áður störfuðu milli 70 og 80 manns í vinnslunni en nú verða stöðugildin 25 til að byrja með. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.