Greinar laugardaginn 26. maí 2001

Forsíða

26. maí 2001 | Forsíða | 111 orð | 1 mynd

Harmleikur í Jerúsalem

UNGUR bókstafstrúargyðingur í Jerúsalem fylgist með björgunaraðgerðum við samkomuhús þar sem tugir manna fórust á fimmtudagskvöld. Meira
26. maí 2001 | Forsíða | 192 orð

Liðhlaupi veldur skelfingu

ÁTJÁN ára rússneskur liðhlaupi olli mikilli skelfingu í Suðaustur-Finnlandi í fyrrinótt og tóku tugir lögreglumanna þátt í eltingarleik við hann í um hálfan sólarhring. Skaut pilturinn, sem var vel vopnaður, á lögreglu en fannst síðar látinn. Meira
26. maí 2001 | Forsíða | 305 orð | 1 mynd

Lofa að snúa aftur til búða sinna

EDUARD Shevardnadze, forseti Georgíu, skýrði frá því í gærkvöldi að um þúsund hermenn, sem lagt höfðu undir sig herlögreglustöð skammt frá höfuðborginni Tbilisi, myndu snúa aftur til herbúða sinna. Meira
26. maí 2001 | Forsíða | 361 orð

Makedóníuher tekur stöðvar skæruliðahópa

HER Makedóníu lagði í gær undir sig þrjú þorp í norðurhluta landsins, Vaksince, Rudnicka Colonija og Lojane, sem nokkur hundruð albanskir uppreisnarmenn höfðu gert að bækistöðvum sínum. Meira
26. maí 2001 | Forsíða | 114 orð

Rússar mótmæla stöðvun togara

RÚSSNESKI sjávarútvegsráðherrann, Jevgení Nazdratenko, varaði norskan starfsbróður sinn við því í gær, að Rússar myndu ekki þola að togarar þeirra væru stöðvaðir við veiðar í Norður-Íshafi. Meira

Fréttir

26. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 280 orð | 2 myndir

1.000-1.500 manns í garðinum

Á BILINU 1.000-1.500 gestir heimsóttu Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á uppstigningardag. Að sögn Lárusar Kjartanssonar dýrahirðis hafa flestar tegundir í garðinum eignast afkvæmi síðustu vikurnar. Meira
26. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 184 orð

300 fleiri börn í grunnskólunum

ÚTLIT er fyrir að börnum í grunnskólum Reykjavíkur fjölgi um 300 næsta haust. Þetta er annað árið í röð sem mikil fjölgun grunnskólanema er í Reykjavík. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 294 orð

40 manns fá vinnu við vinnsluna

HLUTAFÉLAGIÐ Bakkavík hf. var stofnað í Bolungarvík í gær og er félaginu ætlað að kaupa eignir þrotabús rækjuverksmiðju Nasco á Bolungarvík og hefja rekstur rækjuvinnslu á staðnum. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 421 orð | 2 myndir

Afhenti HÍ rúmar 13 millj. til styrktar vísindarannsóknum

BENT Scheving Thorsteinsson afhenti í gær Háskóla Íslands þrettán milljónir og fjögur hundruð þúsund krónur til styrktar vísindarannsóknum við skólann. Meira
26. maí 2001 | Erlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Aftöku McVeighs verði ekki frestað

JOHN Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að engar frekari tafir yrðu á því að dauðadóminum yfir Timothy McVeigh yrði fullnægt, að því er The New York Times greindi frá. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð

Allt starf unnið í sjálfboðavinnu

MÆÐRASTYRKSNEFND í Hafnarfirði hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: "Vegna þeirrar umræðu, sem orðið hefur um mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í fjölmiðlum síðustu daga, vill mæðrastyrksnefnd í Hafnarfirði koma því á framfæri, að allt starf... Meira
26. maí 2001 | Landsbyggðin | 517 orð | 2 myndir

Almenn andstaða við Norðlingaöldulón

ALMENNUR fundur íbúa í Gnúpverjahreppi, sem haldinn var í Árnesi í fyrrakvöld, lýsti yfir eindreginni andstöðu við Norðlingaölduveitu og aðrar virkjunarframkvæmdir í Þjórsárverum og efri hluta Þjórsár. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Á annað hundrað þúsund plöntur í hálfa öld

STJÓRN Yrkju, sjóðs æskunnar til ræktunar landsins, kynnti sér í gær skógrækt sem hefur farið fram í Katlagili í Mosfellsdal á vegum nemenda og kennara Laugarnesskóla undanfarin 50 ár. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Á kassabíl í vorblíðunni

SUMARIÐ laðar fram ýmsa leiki sem vetrarríkið leyfir sjaldnast. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð

Árangurslaus fundur hjá þroskaþjálfum

SAMNINGAFUNDUR milli þroskaþjálfa og Reykjavíkurborgar í Karphúsinu í gær var árangurslaus, að sögn Sólveigar Steinsson, formanns Þroskaþjálfafélags Íslands, og hefur nýr fundur verið boðaður á morgun, sunnudag. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 183 orð

BBC kaupir heimildarmynd um þorskastríðið

BRESKA ríkissjónvarpið BBC hefur keypt nýja 70 mínútna íslenska heimildarmynd um þorskastríðið. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 96 orð

Beiðni um opinbera rannsókn samþykkt

SÓLVEIG Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, hefur sett Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmann sem sérstakan saksóknara til að rannsaka opinberlega tildrög þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð

Bella símamær tengist ekki Markhúsinu

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá fyrirtækinu "Bellu símamær" vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Markhússins. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Bílasýning á Austfjörðum

FJÖLNOTA sjö manna bílar og kraftmiklir 4X4 eru ásamt margverðlaunaðum jeppum og jepplingum meðal þess sem getur að líta á bílasýningu B&L sem gengist verður fyrir á Austfjörðum um helgina. Meira
26. maí 2001 | Erlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Blair bregst til varnar í Evrópumálum

EVRÓPUMÁL komust í brennidepil í kosningabaráttunni í Bretlandi í gær, þegar Tony Blair forsætisráðherra lagði í fyrsta sinn á kosningafundi til atlögu til stuðnings Evrópusamvinnunni. Meira
26. maí 2001 | Suðurnes | 187 orð | 1 mynd

Boðið upp á Þrumufleyg

TEKIÐ var á móti gestum á árshátíð félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar í Grindavík með drykknum Þrumufleyg. Hátíðin er fyrir nemendur í 8. til 10. bekk grunnskóla og var mikið um dýrðir að þessu sinni. Meira
26. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 403 orð | 1 mynd

Bæklingur til stuðnings foreldrum

Í MIÐBÆ Reykjavíkur hefur í nokkur ár verið starfrækt athvarf sem m.a. hefur það hlutverk að vinna gegn ólöglegri útivist barna yngri en 16 ára. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Bætur fyrir ólögmæta handtöku

ÍSLENSKA ríkið hefur í Hæstarétti verið dæmt til að borga tvítugum manni 125 þúsund króna miskabætur með dráttarvöxtum frá í janúar í fyrra vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Meira
26. maí 2001 | Suðurnes | 285 orð | 1 mynd

Duglegir að sækja sýningar

"ÞAÐ fer mjög vel saman að vera sjálf myndlistarmaður og reka gallerí. Það er ekki alltaf standandi ös í versluninni," segir Hildur Harðardóttir sem rekur Gallerí Hringlist á Hafnargötu 29 í Keflavík. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 27 orð

Efna til léttrar göngu

SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efna til léttrar göngu laugardaginn 26. maí. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Gangan tekur 3-4 tíma og eru allir... Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Einar sýnir í Samlaginu

EINAR Helgason sýnir vatnslitamyndir í Samlaginu - listhúsi en sýning hans verður opin til 10. júní næstkomandi. Einar er fæddur á Eskifirði árið 1932 og hefur lokið námi frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð

Ferð í hella og um Ólafsskarðsveg

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til tveggja dagsferða á sunnudaginn 27. maí 2001. Annars vegar verður gengin gömul þjóðleið, Ólafsskarðsvegur. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fíkniefni innvortis

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli handtók í byrjun vikunnar tvo unga menn sem komu til landsins frá Kaupmannahöfn. Báðir höfðu þeir fíkniefni innvortis sem komu í ljós við röntgenmyndatöku. Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 119 orð | 1 mynd

Fjórir flugvellir á leiðinni

SKÓLAFERÐALAG eldri deildar Grunnskólans í Grímsey verður farið til Vestmannaeyja að þessu sinni. Krakkarnir urðu himinsælir þegar skólastjórinn þeirra, Dónald Jóhannesson, tilkynnti áfangastaðinn. Meira
26. maí 2001 | Miðopna | 194 orð

Fjórtán aðilar unnu að rannsóknum

FJÓRTÁN aðilar komu við sögu við margvíslegar rannsóknir og kannanir vegna fyrirhugaðs álvers og er þeirra getið í matsskýrslunni. Rannsóknirnar beindust að þáttum í lofti, láði og legi. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Fjölskylduhátíð tileinkuð íslenska hestinum

KYNNINGU á stórsýningunni Islandica 2001 var hleypt af stað með táknrænum hætti í dag þegar ráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson og Sturla Böðvarsson riðu um Þvottalaugaveg í Laugardal í björtu og fallegu veðri í fylgd heiðursvarðar... Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 475 orð

Fleiri nemendur féllu en búist hafði verið við

ÞORVARÐUR Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, telur að verkfall framhaldsskólakennara í vetur hafi komið niður á einkunnum nemenda skólans. Níu nemendur sem þreyttu próf til stúdentsprófs í vor náðu ekki prófi. Útskrifað er úr skólanum í dag. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 25 orð

Flóamarkaður fyrir Kristskirkju

HIN sívinsæla bílskúrsala (flóamarkaður) verður haldin á Hávallagötu 16 Reykjavík sunnudaginn 27. maí frá kl. 11:30. Allur ágóði af bílskúrssölunni rennur til Viðhaldssjóðs orgels Kristskirkju,... Meira
26. maí 2001 | Suðurnes | 128 orð

Flóttamennirnir koma 9. júní

FLÓTTAMENNIRNIR frá Krajina-héraði í fyrrverandi Júgóslavíu koma til Reykjanesbæjar 9. júní. Sigríður Jóna Jóhannsdóttir, sem áður vann hjá vinnumiðluninni í Reykjanesbæ, hefur verið ráðin verkefnisstjóri vegna móttöku fólksins. Meira
26. maí 2001 | Erlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Formlegt boð um friðarviðræður

FORSÆTISRÁÐHERRA Indlands, Atal Bihari Vajpayee, sendi í gær formlegt boð til leiðtoga Pakistans, Pervez Musharraf, um að koma til viðræðna um hvernig binda mætti enda á átökin í Kasmír. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 140 orð

Forsetaheimsókn í S-Múlasýslu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer í opinbera heimsókn til Suðurfjarða í S-Múlasýslu, dagana 28.og 29. maí næstkomandi. Heimsóknin hefst í Fáskrúðsfirði þar sem forsetinn mun m.a. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Fór á slóðir Egils

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, er nú í sex daga opinberri heimsókn í Noregi og átti hann í gær fund með Kirsti Kolle Grøndahl, forseta Stórþingsins, á skrifstofu hennar. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 531 orð | 1 mynd

Gamlir fjandmenn minnast þorskastríðsins

Breskir sjómenn, kapteinar, sendiherrar og fleiri komu saman í íslenska sendiráðinu í London og minntust loka þorskastríðanna við Íslendinga og þar hitti Sigrún Davíðsdóttir þá fyrir. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 307 orð

Ganga sameinaðir til kosninga

BÆJARMÁLAFÉLAG Hveragerðis (L) og Sjálfstæðisfélagið Ingólfur (D) hafa gert samkomulag um samstarf út þetta kjörtímabil og verður nýr flokkur, Sjálfstæðisfélag Hveragerðis, stofnaður næsta þriðjudag. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Gerðubergskórinn í Eyjum

GERÐUBERGSKÓRINN er um þessa helgi á ferðalagi um Vestmannaeyjar. Ferðin hófst í gær og í dag fer kórinn í skoðunarferð um Eyjar í ferðamannabátnum Víkingi. Kórfélagar skoða m.a. stafkirkjuna og Landlyst. Í kvöld verður skemmtun í... Meira
26. maí 2001 | Miðopna | 373 orð

Gert ráð fyrir 140-210 skipakomum

FJARÐABYGGÐ hefur á sinni könnu að byggja nýja höfn við iðnaðarsvæðið í Hrauni í Reyðarfirði. Er ráðgert að álverið fái forgang á notkun hennar vegna afskipunar hráefna og útskipunar á afurðum. Höfnin á þó að nýtast öðrum aðilum á svæðinu. Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 337 orð | 3 myndir

Glíma við um 6.000 próf

ALLS stunduðu um 1.500 nemendur nám við Verkmenntaskólann á Akureyri á vorönn sem nú fer senn að ljúka, tæplega 900 í dagskóla og um 600 í kvöldskóla og fjarnámi. Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 80 orð | 4 myndir

Glæsileg vorsýning fimleikafólks

VETRARSTARFI Fimleikaráðs Akureyrar lauk að venju með glæsilegri vorsýningu fimleikafólks á aldrinum 4-17 ára í KA-heimilinu. Allir þeir sem æft hafa í vetur tóku þátt í sýningunni, þar af um 10 drengir og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með. Meira
26. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 20 orð | 1 mynd

Golf í hellirigningu

Golfiðkendur stunda íþrótt sína af ástríðu og láta ekki rigningu draga úr ákafanum eins og þessi iðkandi sem lék á Seltjarnar-... Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð

Grjót lenti á bifreið á Óshlíðarvegi

GRJÓT féll á fólksbifreið sem átti leið um Óshlíðarvegi milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar í fyrradag. Ekki urðu slys á fólki. Að sögn Ísafjarðarlögreglunnar skemmdist framrúða bifreiðarinnar lítillega og einnig vinstra frambretti. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 243 orð

Hafa áhyggjur af kjörum og vinnuálagi í hjúkrunarstörfum

STJÓRN og trúnaðarmenn Vesturlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Hjúkrunarfræðingar hafa ákveðið að leggja niður vinnu til að vekja athygli á málstað sínum og því hve lítill vilji ríkisins er til... Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hafa lagt fram tilboð

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR lögðu fram tilboð hjá samninganefnd ríkisins á stuttum samningafundi í gær en þeir hafa boðað tveggja daga vinnustöðvun í lok mánaðarins. Samninganefnd ríkisins tók sér tíma til dagsins í dag að svara tilboðinu. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 332 orð

Halli á rekstri SÁÁ nam 94 milljónum kr.

HALLI á rekstri SÁÁ nam á síðasta ári um 94 milljónum kr., að teknu tilliti til lífeyrisskuldbindinga og afskrifta, og er fyrirséð að þessu verði mætt með niðurskurði í starfseminni. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 220 orð

Heimasíða Fjölís opnuð

HEIMASÍÐA Fjölís: www.fjolis.is var formlega opnuð af Ragnari Aðalsteinssyni, hrl. og stjórnarformanni Fjölís á aðalfundi Fjölís í gær. Aðalfundurinn var haldinn sama dag. Fjölís var stofnað 22. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð | 2 myndir

Heimsótti Vestmannaeyjar og Þingvelli

MART Laar, forsætisráðherra Eistlands, sem er í opinberri heimsókn á Íslandi, ásamt eiginkonu sinni Katrinu, skoðaði sig um á Þingvöllum í gær undir leiðsögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og heimsótti einnig Vestmannaeyjar. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Hreyfill yfirtekur Bæjarleiðir

HREYFILL og Bæjarleiðir hafa sameinast í eitt fyrirtæki, Hreyfil svf., en markaðsnafn fyrirtækisins verður Hreyfill-Bæjarleiðir. Meira
26. maí 2001 | Suðurnes | 235 orð

Hver tók umboðið af nefndinni?

KRISTMUNDUR Ásmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, vill vita hvort unnið er að hreinsun Neðra-Nikkelsvæðis í samræmi við þær forsendur sem nefnd á vegum bæjarstjórnar gaf sér á sínum tíma. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

IMG hf. og Tandur hf. fyrirtæki ársins 2001

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur valið IMG hf. fyrirtæki ársins 2001, í hópi stærri fyrirtækja, sem hafa fimmtíu VR-félaga eða fleiri í vinnu, og Tandur hf. í hópi minni fyrirtækja sem hafa 5-49 VR-félaga á launaskrá. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kaffisala í Vindáshlíð

SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð hefst á morgun, sunnudaginn 27. maí kl.14.00 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Guðsþjónustuna annast sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, en að henni lokinni hefst kaffisala. Allir eru hjartanlega velkomnir. Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Fermingarmessur í dag, laugardag 26. maí, kl. 10.30 og 13.30. Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Slit landsmóts Gídeonfélaga. Forsöngvari verður Óskar Pétursson. Tekið við framlögum til starfsemi Gídeonfélaganna á Íslandi. Meira
26. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 431 orð

Kynjahlutfall stjórnenda hjá borginni nokkuð jafnt

KYNJAHLUTFALL í nefndum, ráðum og stjórnum stofnana á vegum Reykjavíkurborgar er nokkuð jafnt og ljóst er að vel hefur tekist til við skipan í þau út frá jafnréttissjónarmiði. Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 338 orð | 1 mynd

Legstaðaskrár í tölvugrunn á Netinu

SAMEIGINLEG legstaðaskrá Kirkjugarðasambands Íslands verður formlega opnuð á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður á Akureyri í byrjun júní. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Leiðrétt

Skeytaþjónusta Símans Í Mbl. 18. maí sl. var frétt um að skeytasendingum til og frá Íslandi hefði verið hætt 1. maí sl. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi

MAÐURINN sem lést þegar bíll hans fór út af malarvegi á Laxárdalsheiði aðfaranótt sl. föstudags, hét Bergur Hólmsteinsson, fæddur 9. janúar 1947, til heimilis á Hólavegi 32 á Sauðárkróki. Hann lætur eftir sig eina dóttur. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 317 orð

Losun fjölflúorkolefna minni en árið 1990

GEIR A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyðaráls hf., segir að mengun vegna byggingar og reksturs álvers við Hraun í Reyðarfirði verði vel innan viðmiðunarmarka fyrir nálæga byggð. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð

Lýst eftir vitnum

ÁREKSTUR varð með bifreiðinni ZR-300, sem er Nissan Sunny, græn að lit ,og bifreiðinni RA-428 sem er M-Benz sendibifreið, gul að lit, 21. maí sl um kl. 11. Bifreiðinni ZR-300 var ekið norður Sæbraut inn á gatnamót við Súðarvog. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 167 orð

Meirihluti vill taka upp viðræður um aðild að ESB

MEIRIHLUTI kosningabærra íbúa landsins vill að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið, samkvæmt nýrri könnun sem PricewaterhouseCoopers gerði á því hvort landsmenn eru fylgjandi eða andvígir því að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 760 orð | 1 mynd

Mikilvægt að upplýsa fjölmiðla fljótt og vel um áföll

AFAR mikilvægt er að fjölmiðlar hafi aðgang að réttum upplýsingum þegar áföll ríða yfir, svo koma megi í veg fyrir allar getgátur um tildrög og málavexti. Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 119 orð | 2 myndir

Myndir úr lituðum plastborðum

ÞESSA dagana stendur yfir sýning á verkum Sigurðar Sveinssonar, fyrrverandi aðalbókara Skipaútgerðar ríkisins, í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Sýningin stendur yfir til 1. júní nk. Meira
26. maí 2001 | Erlendar fréttir | 1150 orð | 1 mynd

Mörg forgangsmál Bush í hættu

Mörg þeirra áforma, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sett á oddinn, eru nú í hættu vegna þeirrar ákvörðunar þingmannsins James Jeffords að ganga úr Repúblikanaflokknum og raska þar með valdajafnvæginu í öldungadeild þingsins. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð

Námskeið um sveitastörf unglinga

NÁMSKEIÐ um störf í sveitum verður haldið í húsnæði Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Stangarhyl 1, þriðjudaginn 29. maí nk. kl. 15:30. Meira
26. maí 2001 | Erlendar fréttir | 207 orð

Norskar stúlkur fá pilluna ókeypis

MEIRIHLUTI norska þingsins styður verkefni sem mun miða að því að bjóða öllum norskum stúlkum getnaðarvarnarpilluna án endurgjalds, verði það að veruleika. Frá þessu segir í Aftenposten í gær. Meira
26. maí 2001 | Suðurnes | 408 orð | 1 mynd

Nota hrognkelsi og krækling til að rannsaka mengun

GRÁSLEPPUHROGN eru notuð til að meta áhrif mengunar á sjávarlífverur og gerðar eru tilraunir með að nota krækling til að mæla mengun í sjó. Þessar rannsóknir fara fram í Rannsóknarstöðinni sem rekin er í húsnæði Fræðasetursins í Sandgerði. Meira
26. maí 2001 | Landsbyggðin | 161 orð | 1 mynd

Nýjar félagslegar íbúðir brátt tilbúnar

UNNIÐ er að lokafrágangi við nýjar félagslegar íbúðir í tíu íbúða húsi sem Austur-Hérað hefur látið byggja. Þær eru þrjár, á neðstu hæð af þremur við Miðvang á Egilsstöðum og eru ætlaðar fyrir fatlað fólk sem nú er búsett á sambýlum í bænum. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Nýr skólastjóri Menntaskólans á Laugarvatni

KRISTINN Kristmundsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni, hefur fengið orlof frá starfi sínu næsta skólaár, 2001-2002. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 358 orð

Opnun Borgarfræðaseturs HÍ og Reykjavíkurborgar

BORGARFRÆÐASETUR hefur nú hafið starfsemi sína. Borgarfræðasetrið er stofnað af Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg. Stjórnarformaður setursins er Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans. Meira
26. maí 2001 | Landsbyggðin | 154 orð | 1 mynd

Óheppnir Suðureyingar

ÞEGAR ljósmyndari og fréttaritari Morgunblaðsins voru í skemmtisiglingu með PH Viking á dögunum ásamt 50 öðrum og urðu þess aðnjótandi að sigla inn í Klettshelli og Kafhelli í Hænu og innan um háhyrninga rétt vestur af Eyjum í góðu veðri kom kall í... Meira
26. maí 2001 | Miðopna | 592 orð | 1 mynd

"Álver getur lifað í góðri sátt við umhverfið"

"ÁLVERIÐ á að geta lifað í góðri sátt við umhverfi sitt á Austurlandi," sagði Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyðaráls hf. Meira
26. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 535 orð | 1 mynd

"Þetta er ekki barnaleikur"

AÐ eltast við hunangsflugur og geitunga er kannski ekki það sem flestir gera ótilneyddir, og oftast er þessu raunar öfugt farið, þ.e.a.s. að flugurnar eru á hælum mannfólksins. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 366 orð

Ráðstafanir gerðar á tveimur bæjum

GRUNUR kom nýlega upp um tvö tilvik gin- og klaufaveiki í nautgripum hér á landi, annað á kúabúi á Suðurlandi fyrir þremur vikum og hitt á Vesturlandi fyrir um tíu dögum. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 140 orð

Reyklausi dagurinn 31. maí

REYKLAUSI dagurinn á Íslandi verður hinn 31. maí en þá er einnig alþjóðlegur reyklaus dagur. Þema reyklausa dagsins í Evrópu er "Hreinsum loftið" og verður athyglinni beint að skaðsemi óbeinna reykinga. Meira
26. maí 2001 | Erlendar fréttir | 577 orð

Réttarstaða kvenna í kynlífsánauð verði bætt

Æ háværari raddir eru nú uppi um að konum sem lent hafa í kynlífsánauð, verði veitt dvalarleyfi í þeim löndum sem þær dvelja í þótt ólöglega sé. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 202 orð

Ríkið sýknað af bótakröfu í Hæstarétti

HÆSTIRÉTTUR hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað ríkið af greiðslu skaðabóta til slökkviliðsmanns sem slasaðist á fótboltaæfingu á Keflavíkurflugvelli. Héraðsdómur féllst á kröfur slökkviliðsmannsins í október sl. Meira
26. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 754 orð | 2 myndir

Rostungshauskúpur og surtarbrandur

Í ÁLAFOSSKVOSINNI hefur margur listamaðurinn verkaðstöðu sína og þeirra á meðal er Páll Kristjánsson handverksmaður sem þessa dagana er að innrétta þar vinnustofu sem hann ætlar að opna eftir viku. Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 90 orð | 1 mynd

Rúm 70 ár frá því lóðin var gefin

KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri hefur afhent Tryggva Gíslasyni skólameistara Menntaskólans á Akureyri gjafabréf fyrir lóð skólans. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 188 orð

Ræða náttúruvernd og byggðaþróun

UM 50 manns frá öllum Norðurlöndunum munu safnast saman til ráðstefnu á Hótel Reynihlíð við Mývatn laugardaginn 26. maí. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð

Samgönguráðuneytið bað ekki um rannsókn

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ vill taka fram vegna fréttar um rannsókn á flugslysinu í Skerjafirði að ráðuneytið óskaði ekki formlega eftir því að lögreglan léti erlenda sérfræðinga yfirfara alla þætti rannsóknarinnar. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð

Samið um útboð í verktöku fyrir Varnarliðið

UNDIRRITAÐ hefur verið samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um fyrirkomulag verktöku fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Meira
26. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 127 orð

Samningur verði gerður við Jarðboranir

Á FUNDI stjórnar Innkaupastofnunar 21. maí sl. var samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Íslenskra aðalverktaka hf. í gatnagerð og lagnir á Esjumelum yrði tekið. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 518 orð

Samúðarvinnustöðvun boðuð á Austfjörðum

STARFSGREINAFÉLAGIÐ Afl á Austurlandi hefur samþykkt samúðarvinnustöðvun í nokkrum austfirskum höfnum við löndun og vinnslu á afla úr færeyskum togurum sem tekur gildi í byrjun næsta mánaðar. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 780 orð | 1 mynd

Sálmar frá Afríku og Íslandi

Heiðrún Kjartansdóttir fæddist 4. júlí 1978 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1998 og er nú í sálfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við ræstingar á sjúkrahúsum á sumrin og var þrjú sumur í Vindáshlíð við störf í í sumarbúðum. Sem barn og unglingur bjó hún með foreldrum sínum í Kenýa þar sem þau voru við kristniboðsstörf. Nú starfar Heiðrún á hjúkrunarheimilinu Skjóli við umönnun. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sekt fyrir hreindýraveiðar

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt bónda á Jökuldal í 200 þúsund króna sekt fyrir að hafa skotið tvö hreindýr án þess að veiðieftirlitsmaður fylgdi honum, án þess að hafa veiðileyfi og án þess að hafa fengið útgefið veiðikort. Meira
26. maí 2001 | Miðopna | 123 orð

Sex vikna kynning

SKÝRSLAN um umhverfismat álversins liggur frammi til kynningar næstu sex vikurnar á skrifstofum Fjarðabyggðar í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði, á bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum og í Reykjavík í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Síðasta skákæfingin fyrir börn og unglinga

TAFLFÉLAG Reykjavíkur heldur síðustu skákæfingu vetrarins fyrir börn og unglinga 14 ára og yngri laugardaginn 26. maí. Eftir það verður gert sumarhlé sem stendur fram í september. Meira
26. maí 2001 | Suðurnes | 47 orð

Skólaslit Tónlistarskólans

SKÓLASLIT Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fara fram á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dag, laugardag, og hefst athöfnin klukkan 16. Lúðrasveit skólans, D-sveit, leikur í upphafi. Meira
26. maí 2001 | Suðurnes | 80 orð | 1 mynd

Skreytingar í gleri

BLÓMASMIÐJA Ómars verður í dag með blómasýningu þar sem lögð er áhersla á skreytingar á glervörum. Frá því Ómar Ellertsson opnaði Blómasmiðju sína í Hafnargötu 16 í Keflavík, en það var fyrir þremur mánuðum, hefur hann vakið sérstaka athygli á glervörum. Meira
26. maí 2001 | Suðurnes | 123 orð | 1 mynd

Skúr brann til grunna

TIMBURSKÚR við fiskverkunarhús í Sandgerði brann til grunna í fyrrakvöld. Slökkviliðsstjórinn telur aðkveikt hafi verið í skúrnum. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um eldinn upp úr klukkan hálftíu í fyrrakvöld. Meira
26. maí 2001 | Landsbyggðin | 411 orð | 1 mynd

Sóttvarnaraðgerðir fylgja komu Norrænu

FARÞEGAFERJAN Norræna kom á fimmtudaginn í fyrsta ferð sumarsins. Með ferjunni komu um 200 farþegar á 80 farartækjum, en út fóru 260 menn á 70 farartækjum. Töluverður erill er hjá mörgum áður en ferjan leggst að landi hér. Starfsmenn Austfars hf. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 276 orð

Stækkun Stjörnugríss sætir ekki mati á umhverfisáhrifum

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð umhverfisráðherra um að stækkun svínabúss Stjörnugríss að Melum í Borgarfjarðarsýslu skyldi sæta mati á umhverfisáhrifum. Meira
26. maí 2001 | Miðopna | 1042 orð | 2 myndir

Telja mengun innan viðmiðunarmarka

Meðal áhrifa álversbyggingar er að spenna verður mikil í atvinnulífi á Austurlandi og talið er að íbúum geti fjölgað um 2.000 til ársins 2013. Jóhannes Tómasson gluggaði í matið og sat fund Reyðaráls. Meira
26. maí 2001 | Miðopna | 109 orð

Tíu ára vöktunaráætlun

EFTIR gangsetningu álversins verður komið á fót reglulegu eftirliti til að vakta áhrif losunar lofttegunda, frárennslis og úrgangs kann að hafa á umhverfið. Grunnrannsóknum á að ljúka áður en rekstur hefst til að samanburður geti farið fram. Meira
26. maí 2001 | Landsbyggðin | 37 orð | 1 mynd

Tjaldshreiður við Lárós

Bjarki Snær Guðlaugsson er einn margra Íslendinga sem njóta þess þessa dagana að skoða fugla og fuglavarp. Hér er pilturinn ungi, íbygginn á svip, að skoða tjaldshreiður við Lárós á norðanverðu Snæfellsnesi, en í því voru þrjú... Meira
26. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Tónleikar í Ketilhúsinu

KIRKJUKÓR Akureyrarkirkju heldur tónleika í Ketilhúsinu í Grófargili annað kvöld, sunnudagskvöldið 27. maí kl. 20.30. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Tónleikar í Vopnafirði

KARLAKÓR Akureyrar-Geysir heldur tónleika í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði laugardaginn 26. maí nk. kl. 20.30. Meira
26. maí 2001 | Erlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Tugir taldir enn grafnir í rústunum

BJÖRGUNARMENN í Ísrael voru í gær enn að leita að fólki í rústum veitingasalar sem hrundi í Jerúsalem á fimmtudagskvöldið með þeim afleiðingum að 30 manns að minnsta kosti létust. Er þetta mannskæðasta slys sem orðið hefur í sögu Ísraels. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Um 500 þingfulltrúar á landsþinginu

ANNAÐ landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var sett í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

ÚA dæmt til að greiða háseta skaðabætur

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Útgerðarfélag Akureyringa, ÚA, til að greiða einum háseta sínum 1,3 milljónir króna í skaðabætur, ásamt dráttarvöxtum, vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir um borð í togaranum Harðbaki EA í október árið 1991. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Útivistarganga um dali upp af Hveragerði

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á sunnudaginn 27. maí kl. 10.30 til gönguferðar um fallega og litríka dali upp af Hveragerði, Grænsdal og Reykjadal. Um er að ræða 4 klst. göngu og fararstjóri er Margrét Björnsdóttir. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 278 orð | 2 myndir

Veiðimenn frysti urriðamagana

Veiðimálastofnun stendur fyrir viðamiklum rannsóknum á hinum fræga, en næstum útdauða Þingvallaurriða. Verkefnið hófst haustið 1999 og stendur enn. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 563 orð

Verður bara að koma í ljós á fundinum

KOSIÐ verður í embætti varaforseta og sjö fulltrúa í miðstjórn Alþýðusambandsins á síðari degi ársfundar ASÍ, sem hefst á mánudag. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 1006 orð | 2 myndir

Vill öfluga forvarnarmiðstöð fyrir alla málaflokka

Í heilbrigðisstefnu stjórnvalda í Bretlandi er nú aukin áhersla lögð á eflingu geðræktar og forvarnir gegn sjálfsvígum. Héðinn Unnsteinsson, verkefnisstjóri hjá Geðrækt, er nýkominn frá Bretlandi þar sem hann kynnti sér stefnuna og framkvæmd hennar. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Virkjunin tekin í notkun í haust

FRAMKVÆMDUM við Vatnsfellsvirkjun miðar vel og er áætlað að rekstur virkjunarinnar hefjist í haust. Í gær lagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hornstein að virkjuninni við athöfn sem fram fór í stöðvarhúsi hennar. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 223 orð

Yfirlýsing vegna umræðna um Mæðrastyrksnefnd

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Ingibjörgu Snæbjörnsdóttur, fyrrverandi varaformanni og stjórnarkonu í Mæðrastyrksnefnd til margra ára, og Guðlaugu K. Runólfsdóttur, fyrrum starfsmanni Mæðrastyrksnefndar í 25 ár. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 37 orð

Zíon heldur hátíðarfund

FÉLAGIÐ Zíon, vinir Ísraels heldur hátíðarfund vegna 10 ára afmælis félagsins í samkomusal Færeyska sjómannaheimilisins, Brautarholti 29 í dag, laugardag, kl. 15-17. Fjölbreytt dagskrá í tónum og tali. Veitingar verða á boðstólum. Meira
26. maí 2001 | Innlendar fréttir | 604 orð | 2 myndir

Þyrluspaðarnir rákust í stélið yfir fjallgarðinum

TF-SIF, minni þyrla Landhelgisgæslunnar, skemmdist töluvert þegar hún nauðlenti á Snæfellsnesi um níuleytið í gærkvöldi, um átta kílómetrum vestan við Vegamót, á túni í eigu Stekkjarvalla. Fimm manns voru um borð og sakaði þá ekki. Meira

Ritstjórnargreinar

26. maí 2001 | Staksteinar | 572 orð | 2 myndir

Sambúðin á vinstri vængnum

Frá sjónarhóli sjálfstæðismanna er sama hvor kosturinn er valinn, það er að VG ákveði að vera með í R-listanum eða standa utan við hann. Þetta segir Björn Bjarnason á vefsíðu sinni. Meira
26. maí 2001 | Leiðarar | 855 orð

Þarfir neytenda, meðferð dýra

Umfangsmiklar slátranir á dýrum í mörgum Evrópulöndum vegna gin- og klaufaveiki á undanförnum vikum, hafa orðið til þess að vekja fólk til umhugsunar um siðfræðileg spursmál varðandi skepnuhald. Meira

Menning

26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Albarn vill Gallagher

DAMON Albarn hefur lýst yfir áhuga sínum á að fá Liam Gallagher til að syngja eitt lag á næstu plötu sýndarveruleikasveitarinnar Gorillaz. Albarn og Gallagher hafa lengi eldað grátt silfur saman og skipst á hæðnisglósum í viðtölum. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Allt er vænt sem vel er grænt!

STRÁKARNIR í Weezer rufu nýlega 5 ára þögn þegar hið frábæra lag þeirra "Hash pipe" byrjaði að óma ótt og títt á framsæknari útvarpsstöðvum landsins. Meira
26. maí 2001 | Menningarlíf | 381 orð | 1 mynd

Andlit sem ljóma

"ÞEIR sem telja skandinavískar ljósmyndir sýna fátt annað en firði, snjó og sjóinn eiga eftir að verða margs vísari eftir sýninguna "Faces and Figures: Contemporary Photography in Scandinavia"," eru upphafsorð gagnrýnanda bandaríska... Meira
26. maí 2001 | Skólar/Menntun | 768 orð | 2 myndir

Áhersla á meistaranám og húsnæði

Háskóli Íslands hefur eflst mikið á undanförnum árum sem rannsóknaháskóli. Skiptir þar mestu þróun meistaranáms við HÍ. Gunnar Hersveinn var á ársfundi Háskólans þar sem Páll Skúlason gerði grein fyrir ársskýrslunni og knýjandi þörf fyrir meira húsnæði. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 60 orð | 1 mynd

Beint í hjartastað!

ÞAÐ er ein ný íslensk plata á Tónlistanum þessa vikuna, lögin úr Landslagskeppninni umtöluðu, eða sönglagakeppni Bylgjunnar. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Bréf frá Bangsímoni á uppboði

Tvo sendibréf rituð af Bangsímoni verða til sölu á uppboði þann 14. júní næstkomandi. Áætlað er að um tvær og hálf milljón króna fáist fyrir þau. Eigandinn, dr. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 74 orð | 1 mynd

Enn á lífi!

MEÐLIMIR Depeche Mode hafa lent í ýmsu á þeim 20 árum sem sveitin hefur lifað. Þeir hafa einnig verið afar ófeimnir að lýsa reynslu sinni í smáatriðum í blaðaviðtölum sem snúast oftar en ekki minna um tónlist þeirra en sálarflækjur. Meira
26. maí 2001 | Menningarlíf | 466 orð | 1 mynd

Glæsilegur og kraftmikill píanóleikur

Flutt voru verk eftir Schostakovitsj, Dvorák, Rakhmaninov, Berlioz, Delibes og Ravel. Einleikari: Elizaveta Kopelman. Stjórnandi: Bob Bernhardt. Föstudagurinn 25. maí, 2001. Meira
26. maí 2001 | Skólar/Menntun | 34 orð

Háskólans

Dæmi úr Árbók 2000: Samningur um fjármögnun kennslu. Opinn Háskóli á menningarborgarári. Vísindavefurinn. Jafnréttisáætlun Háskólans samþykkt. Alþjóðlega samskipti aukin. Þráðlaus netvæðing kennslunnar hafin. Kennslumiðstöð sett á laggirnar. Meira
26. maí 2001 | Leiklist | 695 orð | 1 mynd

Hugmyndaheimar misskilningsins

Höfundur: Ray Cooney. Þýðing og staðfærsla: Árni Ibsen. Leikstjóri: Þór Tulinius. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Framleiðandi: Bjarni Haukur Þórsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Eggert Þorleifsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Helga Braga Jónsdóttir, Júlíus Brjánsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon. Fimmtudagur 26. maí. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 374 orð | 2 myndir

Kraftmikið og frjálslegt

LAUGARDAGURINN rann upp mep súld og rigningu á sunnanverðu landinu. Dan Simpson og Elizabeth Davis voru komin alla leið frá San Fransisco til að ganga í hjónaband að heiðnum sið á Þingvöllum. Meira
26. maí 2001 | Tónlist | 503 orð | 1 mynd

Loft, vatn, jörð og eldur hljóta að þjóna þér

Mótettukór Hallgrímskirkju flutti Vinamintra elitavi eftir Thomas Jennefelt og Uppstigningaróratoríu BWV11 eftir Jóhann Sebastian Bach. Kammersveit Hallgrímskirkju lék með í Uppstigningaróratoríunni. Konsertmeistari var Rut Ingólfsdóttir; einsöngvarar Hulda Björk Garðarsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Gísli Magnason og Benedikt Ingólfsson. Stjórnandi á tónleikunum var Hörður Áskelsson. Fimmtudag, 24. maí, uppstigningardag, kl. 17. Meira
26. maí 2001 | Menningarlíf | 241 orð | 1 mynd

Málverk í Eyjum

DAÐI Guðbjörnsson listmálari opnar sýningu á verkum sínum í dag kl. 16 í gamla vélasalnum á horni Græðisbrautar og Vesturvegar í Vestmannaeyjum. Sýningin er sú fjórða og jafnframt sú síðasta á Myndlistarvori Íslandsbanka. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 46 orð | 3 myndir

Með vífið í lúkunum frumsýnt

LEIKRITIÐ Með vífið í lúkunum var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 543 orð | 4 myndir

Mjúkir Mode

ÉG FLOKKAST líklega sem tryggur Depeche Mode-aðdáandi, enda var ég undir miklum áhrifum frá þeim þegar ég tók þátt í Músíktilraunum '86 með grifflurnar! Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Nemendur Klassíska listdansskólans sýna í Íslensku óperunni

KLASSÍSKI listdansskólinn heldur í dag barna- og unglingasýningu í Íslensku óperunni. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 57 orð | 1 mynd

Opinberun á toppnum!

ÞAÐ þykir nánast jafnsjálfgefið að þær breiðskífur sem R.E.M. gefur út falli í góðan jarðveg eins og að íslenska sumarið verði rigningasamt. Í síðustu viku kom út tólfta hljóðversplata þeirra, Reveal , og fer hún beint í fyrsta sætið. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 256 orð | 1 mynd

Ólíkindatól

ÞAÐ er ótrúlegt hvað menn eru lengi að koma út plötum þessa dagana. Bítlarnir gáfu út meira en tug hljóðversskífna á sjö árum og Beach Boys enn fleiri. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 1642 orð | 3 myndir

"Bjargaðu stúlkunni og dreptu skrímslið"

Ævintýramyndin The Mummy Returns er fyrsti sumarsmellur bíóhúsanna í ár. Birgir Örn Steinarsson hringdi í Oded Fehr, einn aðalleikara myndarinnar, og spurði hvernig væri að vera í návígi múmíunnar. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 117 orð | 4 myndir

Ragnheiður Guðnadóttir fegurst íslenskra kvenna

RAGNHEIÐUR Guðfinna Guðnadóttir var á miðvikudaginn kjörin fegurðardrottning Íslands við athöfn á Broadway. Ragnheiður, sem er 21 árs og er frá Vestmannaeyjum, var einnig kjörin mbl.is-stúlkan af notendum mbl.is, Nanooq-stúlkan og Casall-stúlkan. Meira
26. maí 2001 | Menningarlíf | 1134 orð | 2 myndir

Reykholt er miðja alheimsins

ÞAÐ var gríðarleg stemmning á tónleikum Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar í Reykholti að kveldi uppstigningardags, en tónleikarnir voru þeir fyrstu í tónleikaferð þeirra félaga um landið. Meira
26. maí 2001 | Menningarlíf | 340 orð | 2 myndir

Samfélagslegar breytingar á Norðurlöndum

NORRÆNIR hlutir er yfirskrift samnorrænnar myndlistarsýningar sem verður opnuð í dag í Norræna húsinu. Meira
26. maí 2001 | Tónlist | 595 orð | 1 mynd

Skilningur á orðsins list

Kristinn Sigmundsson bassi og Jónas Ingimundarson píanóleikari fluttu ljóðasöngva eftir Schubert, sönglög eftir Árna Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns, ameríska negrasálma, ítalska söngva og þjár aríur úr óperum eftir Verdi. Meira
26. maí 2001 | Menningarlíf | 86 orð

Skriða á Skriðuklaustri

ELÍSABET Stefánsdóttir og Margrét Ómarsdóttir opna myndlistarsýningu í Gallerí Klaustri á Skriðuklaustri í dag, laugardag. Þær eru nemar á öðru ári í grafík við Listaháskóla Íslands og sýna verk unnin með blandaðri tækni. Meira
26. maí 2001 | Fólk í fréttum | 239 orð | 1 mynd

Stuðmenn stíga á stokk

VEGNA fjölda áskorana munu hinir síungu Stuðmenn endurtaka vortónleika sína á Broadway í kvöld en þetta verður í annað skipti sem Stuðmenn koma fram opinberlega í Reykjavík síðan á aldamótafagnaðinum sem haldinn var í Laugardalshöllinni áramótin... Meira
26. maí 2001 | Menningarlíf | 82 orð

Textílverk á Seltjarnarnesi

GERÐUR Guðmundsdóttir textíllistakona opnar einkasýningu á 24 verkum í Bókasafni Seltjarnarness í dag kl. 15. Sýninguna nefnir listakonan Á láði og legi en verkin eru öll unnin á þessu ári með blandaðri tækni, einkum silkiþrykki. Meira
26. maí 2001 | Menningarlíf | 213 orð | 1 mynd

Úr poppinu í óperusönginn

TENÓRSÖNGVARINN Hlöðver Sigurðsson heldur einsöngstónleika í Salnum í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 16. Undirleikari á píanó er Antonía Hevesi, kennari Hlöðvers. Meira

Umræðan

26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 34 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, 27. maí, verður fimmtugur Snorri Steinþórsson matreiðslumeistari í Ráðhúsi Reykjavíkur . Hann og eiginkona hans, Helga Jónsdóttir, og dóttir, taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti kl. 16-19 á... Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag 26. maí verður sjötugur Ingvar Aðalsteinn Jóhannsson, fv. framkvæmdastjóri, Árskógum 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Halla Einarsdóttir . Þau verða að heiman á... Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 41 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 28. maí, verður níræð Guðmunda Lilja Ólafsdóttir, nú til heimilis á dvalarheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar á Aflagranda 17, Reykjavík, sunnudaginn 27. maí milli kl. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 454 orð

Athugasemd frá utanríkisráðuneytinu

Í tilefni af grein Ingólfs Guðbrandssonar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 24. þ.m. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 1412 orð | 2 myndir

Brautir og byggðamál

Fróðlegt væri að athuga möguleika þess og hagkvæmni, segir Valdimar Kristinsson, að leggja járnbraut milli Reykjavíkur og Akureyrar um Þrengslin, Þorlákshöfn, Sprengisand og Garðsárdal. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 335 orð | 2 myndir

Dagur leiksins

Njótum þess að vera saman og leikum okkur, segir Rannveig Traustadóttir. Það er þess virði. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 1051 orð | 1 mynd

Er lausnin virkilega komin í ljós?

Beiðni um erótík kemur frá Línu.neti hf., segir Birgir Ragnar Baldursson, í opnu bréfi til Alfreðs Þorsteinssonar og Helga Hjörvar. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 333 orð

Flugleiðin KeflavíkVancouver

ÉG ER að skrifa ykkur varðandi niðurfellingu á flugleiðinni Keflavík-Vancouver. Ég er ferðaskrifstofueigandi í Vancouver á vesturströnd Kanada. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 199 orð | 1 mynd

Fyrirspurn ítrekuð - svar óskast

Ég vil hér með fara þess á leit að iðnaðarráðherra svari því opinberlega, segir Ögmundur Jónasson, hvort standi til að svíkja þau loforð sem gefin voru á Alþingi um þessi mál. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 26. maí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Gunnhildur Viktorsdóttir og Geir Þorvaldsson, Bláhömrum 2,... Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 929 orð | 2 myndir

Hafa skal það sem sannara reynist

Æskilegt væri, segja Davíð Egilsson og Sigurbjörg Gísladóttir, að velja fremur sólvarnarvörur sem innihéldu önnur virk efni. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 478 orð | 1 mynd

Heildarstefnumótun í málefnum barna og ungmenna

Gera á fimm ára framkvæmdaáætlun um forgangsröðun, segir Jóhanna Sigurðardóttir, og aðgerðir til að bæta hag og velferð barna og ungmenna. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Hugleiðingar vegna verkfalls þroskaþjálfa hjá Reykjavíkurborg

Forsenda þess að gott fólk veljist í erfið störf og haldist í þeim, segir Gerður Aagot Árnadóttir, er að launakjör séu viðunandi. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 458 orð | 1 mynd

Hvað er í ísskápnum?

UNDANFARIN ellefu ár hef ég unnið við að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur, sem hafa átt í ýmiskonar greiðsluerfiðleikum. Þar á meðal eru öryrkjar og aðstandendur þeirra. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 873 orð

(I.Þs. 5. 19.-23.)

Í dag er laugardagur 26. maí, 146. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Slökkvið ekki andann. Fyrirlítið ekki spádómsorð. Prófið allt, haldið því sem gott er. En forðist allt illt, í hvaða mynd sem er. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð

Kannast einhver við stúlkurnar?

Kannast einhver við stúlkurnar? Undirrituð fann helling af myndum með þessum ungu stúlkum. Virðist sem hér sé um fegurðardrottningar fyrr á árum að ræða. Ef einhver þekkir stúlkurnar vinsaml. hafið samband við Dagnýju Björk í s.... Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Karlfyrirlitning

Svo virðist, segir Bjarki Már Magnússon, sem auglýsendur séu farnir að gera út á þögn okkar karlmanna. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 310 orð | 1 mynd

Mæðrastyrksnefnd og vandlætarar

Það hefði því verið meiri bragur á hjá forseta borgarstjórnar, segir Halldór Árnason, hefði hann fært nefndinni andvirði Portúgalsferðarinnar frá Reykjavíkurborg í þakklætisskyni fyrir óeigingjörn og vel unnin störf. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 763 orð | 3 myndir

Oddviti Bessastaðahrepps fer með rangt mál

Sameining hefur enga augljósa kosti, segja Bragi Sigurvinsson, Guðrún Þ. Hannesardóttir og Sigtryggur Jónsson, og því erum við á móti henni. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 326 orð | 1 mynd

Opið bréf aldraðs stúdents til ungs doktors

Langar mig að biðja þig, virðulegi doktor, segir Jón Múli Árnason, um nánari upplýsingar af fræðum þínum um "grundvallarstefnu þjóðarinnar í utanríkis- og varnarmálum í mestöllu kalda stríðinu". Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 813 orð | 1 mynd

Reiðhjólafólk og Reykjanesbraut

Ef banna á hjólreiðar eftir Reykjanesbrautinni, telur Alda Jónsdóttir að leggja verði hjólavegi meðfram brautinni. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 274 orð | 2 myndir

Samantekt um laun hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar vilja ekki vera eftirbátar annarra sambærilegra stétta, segir Helga Birna Ingimundardóttir, hvað kjör varðar. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 391 orð | 1 mynd

Sjómannadeilan

SEM fyrrverandi sjómaður verð ég nú að blása rykið af pennastönginni og tjá mig aðeins. Er ekki kominn tími á að þessi ríkisstjórn taki pokann sinn og fari aftur heim til mömmu og láti hana breiða yfir sig? Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 770 orð | 1 mynd

Svartur sunnudagur

SUNNUDAGURINN 20. maí heilsaði með rigningu og þungbúnu veðri og það kom á daginn að veðrið hæfði vel atburðum dagsins. Árið 1955 fengu foreldrar mínir úthlutað byggingalóð við Réttarholtsveg. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 60 orð

TÍMINN OG VATNIÐ

Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 524 orð | 1 mynd

Viltu vera memm?

Höfnum því, segir Kristján Sveinbjörnsson, að stofnuð verði formleg viðræðunefnd um sameiningu við Garðabæ. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 510 orð | 1 mynd

Vinnusamir hjúkrunarfræðingar

Ein af kröfum hjúkrunarfræðinga í yfirstandandi samningaviðræðum, segir Herdís Sveinsdóttir, er að vinnuframlag þeirra sé metið til launa. Meira
26. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 470 orð

VÍKVERJI varð fölur og fár af...

VÍKVERJI varð fölur og fár af reiði þegar fréttir bárust þess efnis að matvörukaupmenn hefðu stundað það um nokkurt skeið að svindla á viðskiptavinum sínum með því að stimpla hærra verð í kassann en gefið er upp í hillum verslana. Meira
26. maí 2001 | Aðsent efni | 709 orð | 3 myndir

Vítahringur biðraða!

Stofnuð hefur verið ný deild við embætti tollstjórans í Reykjavík, segja Gunnar Ármannsson, Jónína A. Sanders og Ómar Sigurðsson, afgreiðsludeild, þar sem búið er að sameina starfsemi sem áður var unnin í tveimur deildum. Meira

Minningargreinar

26. maí 2001 | Minningargreinar | 173 orð | 1 mynd

ANNA G. MARKÚSDÓTTIR

Anna Guðmunda Markúsdóttir fæddist í Hákoti í Þykkvabæ 2. nóvember 1913. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þykkvabæjarkirkju 19. maí. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 1544 orð | 1 mynd

ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR

Ásta Guðmundsdóttir fæddist 19. september 1919 á Svartagili í Norðurárdal í Borgarfirði. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki hinn 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna María Jónsdóttir, f. 28.5. 1875, d. 24.7. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd

HJALTI S. SVAVARSSON

Hjalti S. Svavarsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1979. Hann lést 10. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 17. maí. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 1499 orð | 1 mynd

JÓNA D. KRISTINSDÓTTIR

Jóna Davíðey Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 12. október 1924. Hún lést á Landspítalanum - Grensásdeild, hinn 15. maí síðastliðinn óg fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 25. maí. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 2029 orð | 1 mynd

JÓN GÍSLASON

Jón Gíslason fæddist í Björk, Sandvíkurhreppi, 31. júlí 1909. Hann lést á langlegudeildinni Ljósheimum, Selfossi, 11. maí síðastliðinn. Jón var sonur hjónanna Sigríðar Vigfúsdóttur húsfreyju í Björk, f. 12. september 1868, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 3167 orð | 1 mynd

RÚNAR HELGI SIGDÓRSSON

Rúnar Helgi Sigdórsson fæddist í Reykjavík 11. júlí 1942. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 25. maí. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 2300 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR

Sigríður Jóhannsdóttir fæddist á Hamarsheiði 5. október 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Erlendsdóttir frá Hamarsheiði og Jóhann Kolbeinsson frá Stóru- Mástungu. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 291 orð | 1 mynd

SIGURÐUR ÁRNI KRISTINSSON

Sigurður Árni Kristinsson frá Höfða fæddist 10. maí 1926 á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi 11. maí síðastliðins og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 18. maí. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 503 orð | 1 mynd

SIGURÐUR GUNNAR BJARNASON

Sigurður Gunnar Bjarnason fæddist í Reykjavík 4. október 1925. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 2. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 11. maí. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 848 orð | 1 mynd

SIGURLAUG ANTONSDÓTTIR

Sigurlaug Antonsdóttir fæddist á Þúfum í Óslandshlíð 6. maí 1916. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anton Gunnlaugsson, f. 1.9. 1891 á Minna-Holti í Fljótum, d. 15.5. Meira  Kaupa minningabók
26. maí 2001 | Minningargreinar | 303 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN FRIÐRIKSSON

Þorsteinn Friðriksson fæddist í Keflavík 24. nóvember 1928. Hann lést á heimili sínu 17. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 25. maí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 156 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar MAÍ 2001 Mánaðargreiðslur...

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar MAÍ 2001 Mánaðargreiðslur Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 16.582 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 31.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 32. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Bilið breikkar í netheimum

Bilið milli stærri og minni netfyrirtækja í Evrópu hefur breikkað, að því er fram kemur í greiningu PricewaterhouseCoopers á netmarkaðnum í álfunni. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Ericsson hefur áhuga á Lucent

YFIRMAÐUR viðskiptaþróunar hjá Ericsson segir að bandaríska fyrirtækið Lucent sé meira virði í hlutum en í heild. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 707 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 25.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 25.05.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Keila 30 30 30 9 270 Skarkoli 120 120 120 14 1,680 Und. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Fleiri höfðu áhuga á Braathens

KOMIÐ hefur í ljós að norski forstjórinn Trygve Hegnar átti í viðræðum við forsvarsmenn Braathens flugfélagsins um kaup á félaginu í janúar á þessu ári en fékk ekki samþykki Braathens fyrir kaupunum, að því er fram kemur í Verdens Gang . Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 508 orð

Flugleiðir með 1.608 milljóna tap

TAP Flugleiða nam 1.608 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við 1.143 milljóna tap á sama tímabili í fyrra. Tap félagsins af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 2.297 milljónum króna en tapið var á sama tímabili í fyrra 1. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.095,81 0,19 FTSE 100 5.889,80 -0,40 DAX í Frankfurt 6.223,70 -0,80 CAC 40 í París 5. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Nýtt tryggingafélag í burðarliðnum

UMSÓKN nýs vátryggingafélags, Íslandstryggingar, um starfsleyfi er til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 687 orð | 1 mynd

Röng tímasetning á vaxtalækkun

Í nýútkomnu áliti stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er meðal annars sagt, að vaxtalækkun Seðlabankans í lok mars hafi verið röng og stuðlað að gengislækkun krónunnar. Seðlabankinn er ekki sammála þessari skoðun sjóðsins. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 591 orð | 1 mynd

Samnefnari tölvu og fjarskiptakerfa

IP-net er alþjóðlegur samskiptastaðall sem fyrirtæki hafa snúið sér að í auknum mæli, en IP er talið tryggja þeim hraðvirka og afkastamikla gagnaflutningsleið. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 202 orð

Telia vill kaupa TDC

SÆNSKA símafyrirtækið Telia hefur átt í samningaviðræðum við danska símafyrirtækið TDC (áður TeleDanmark) um kaup þess fyrrnefnda á TDC. Fullyrt er í frétt Reuters að verðið sem sett hafi verið upp sé um 930 milljarðar ísl. kr. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Umframeftirspurn eftir bréfum Íslandssíma

Í GÆR lauk sölu í fyrsta áfanga hlutafjárútboðs Íslandssíma, sem var til hluthafa, og seldist allt hlutafé sem í boði var til þeirra. Hluthöfum bauðst að kaupa 55,7 milljónir króna að nafnverði á genginu 8,3 eða fyrir 462,3 milljónir króna að kaupvirði. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 268 orð

Upplýsingar ekki gefnar um lán

EKKI er upplýst hverjir eru helstu lántakendur eða lánveitendur á svonefndum millibankamarkaði með krónur eða gjaldeyri. Meira
26. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 25.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 25.5. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Daglegt líf

26. maí 2001 | Neytendur | 215 orð | 1 mynd

Innköllun á pistasíuhnetum

HOLLUSTUVERND ríkisins í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fyrirskipað innköllun úr verslunum á pistasíuhnetum sem heita Pistachios frá Trope Snacks A/S. Meira
26. maí 2001 | Neytendur | 80 orð | 2 myndir

Uppþvottavélar

Hvernig er best að halda lífi í flatsóp sem er fjölær planta, gul að lit og jarðlæg ? "Sendinn jarðvegur hentar best, sem ekki er of blautur og er á sæmilega sólríkum stað," segir Ísleifur Sumarliðason skógtæknifræðngur. Meira
26. maí 2001 | Neytendur | 108 orð

Verðhækkanir vegna gengisbreytinga

GENGISSIG íslensku krónunnar hefur áhrif á vöruverð hér á landi sem hefur farið hækkandi m.a. á mat- og drykkjarvörum. Heildverslunin Innnes ehf. hefur hækkað innfluttar vörur, aðallega frá Bandaríkjunum, um 5-6,5% að meðaltali. Meira

Fastir þættir

26. maí 2001 | Fastir þættir | 95 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð fimmtudaginn 17. maí 2001. 20 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Guðm. G. Guðmundss. - Sigurður Karls. 252 Fróði B. Pálsson - Þórarinn Árnason 250 Hilmar Ólafss. - Oliver... Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 303 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞAÐ er engin tilviljun að Bob Hamman er stigahæsti spilari heims. Hér er hann í sæti suðurs, sagnhafi í fjórum hjörtum: Suður gefur; NS á hættu. Meira
26. maí 2001 | Í dag | 248 orð | 1 mynd

Ferming í Glerárkirkju 27.

Ferming í Glerárkirkju 27. maí kl. 13.30. Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Fermd verða: Elma Rún Grétarsdóttir, Einholti 14e. Díana Huld Sigurðardóttir, Vestursíðu 18, íb. 202. Hrefna Fönn G. Blöndal, Vestursíðu 2a. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 253 orð

Foreldrar illa á verði

FORELDRAR helmings þeirra barna sem þjást af offitu vita ekki af því að börnin eru of feit, samkvæmt nýlegri rannsókn, og næstum þrír af hverjum fjórum litu ekki svo á að þyngd barnanna væri vandamál. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 261 orð | 1 mynd

Heilinn enn að þroskast um miðjan aldur

ÞÓTT megnið af líkamanum sé löngu hætt að vaxa virðist sem heilinn haldi áfram að þroskast þar til um miðjan aldur, samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 250 orð | 1 mynd

Hófleg mjólkurneysla heilsubætandi

BRESKIR vísindamenn við háskólann í Bristol hafa nú nýverið sent frá sér rannsóknarniðurstöður sem allar styðja hollustu mjólkur. Á síðustu árum hefur mjólkurneysla verið tengd við hina ýmsu sjúkdóma en samkvæmt nýbirtum rannsóknum dr. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 701 orð | 1 mynd

Hvaða hæð náum við?

Á síðustu 150 árum hafa menn í iðnvæddum þjóðfélögum hækkað að meðaltali um 10 sentimetra en bætt næring í æsku er talin aðalástæðan. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 935 orð | 1 mynd

Hvernig get ég náð mér upp úr þunglyndi ?

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
26. maí 2001 | Í dag | 1019 orð | 1 mynd

(Jóh. 15.)

Þegar huggarinn kemur. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 1285 orð | 2 myndir

Kafsund og kvíði

Meðal nýrra svara á Vísindavefnum má nefna svör um pamfíl, kvíða, súrrealista, hlébarða, útbreiðslu trúarbragða, sjóðandi ís, hulduorku, minnsta manninn, fjarlægð eldingar, handtökuheimildir, möndulhalla, erfðaskrár, gláku, litaskynjun, vetni, Isaac Newton, Kwermin-fólkið, eitraðar skjaldbökur og sóknargjöld. Slóð vefsetursins er www.visindavefur.hi.is. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 1172 orð

Kasparov og Kramnik efstir í Astana

19.5.-1.6. 2001 Meira
26. maí 2001 | Viðhorf | 794 orð

Læsir lesa ekki

Trelease []segir að tilhneigingin til að varpa hinu ritaða orði fyrir róða sé af hinu illa. Og fólk, sem sé hætt að lesa, byggi ákvarðanir sínar í framtíðinni á því sem það vissi áður fyrr. Ef það lesi ekki mikið, viti það hreinlega ekki mikið. Meira
26. maí 2001 | Í dag | 619 orð | 1 mynd

Messa í Krýsuvíkurkirkju

MESSAÐ verður í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 27. maí kl. 14.00. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 230 orð

Ný krabbameinslyf standast ekki væntingar

MARGIR vísindamenn hafa bundið miklar vonir við nýja gerð krabbameinslyfja, sem virka með því að draga úr blóðstreymi til llkynja æxla. Nú er hins vegar komið á daginn að nýju lyfin standa ekki undir þessum miklu væntingum. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 321 orð

Ótímabær kynþroski talinn tengjast DDT

VÍSINDAMENN telja að hið umdeilda meindýraeitur DDT sé orsök ótímabærs kynþroska hjá stúlkum í þróunarlöndum, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, nýverið. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 181 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á minningarmóti Capablanca sem lauk nýlega í Havana á Kúbu. Hvítt hafði alþjóðlegi meistarinn og heimamaðurinn Aryam Abreu (2480) gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni (2570). Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 237 orð

Sumarbrids Mánudaginn 21.

Sumarbrids Mánudaginn 21. maí var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 22 para. Meðalskor var 216 og efstu pör í hvora átt voru: NS Sigurður Björgvinss. - Þorst. Joensen 284 Jón Viðar Jónmundss. - Torfi Ásgeirss. 267 Guðlaugur Sveinss. Meira
26. maí 2001 | Fastir þættir | 828 orð

Þyrsklingur um þorskagrund þykir nauðatregur.

AFSKAPLEGA er ég þakklátur þeim sem skrifa mér góð bréf. Ef þeirra nyti ekki við, er ég hræddur um að saga þessara pistla væri öll. Fyrstur á mælendaskrá í dag er Haukur Hannesson: "Kæri Gísli. Meira

Íþróttir

26. maí 2001 | Íþróttir | 389 orð

Ánægður með góða byrjun Valsmanna

"ÞAÐ sem blasir við eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins er að í sumar geta allir unnið alla. Þau lið sem spáð var toppsætunum þurfa að búa sig undir það að hver einasti leikur verður mjög erfiður," sagði Guðni Kjartansson, fræðslustjóri KSÍ og þjálfari unglingalandsliðsins, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um stöðu mála í efstu deild og leiki þriðju umferðarinnar. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 258 orð

Árni og Stefán í stórum hlutverkum

ÁRNI Gautur Arason, markvörður Rosenborg, og Stefán Gíslason, miðjumaður Strömsgodset, áttu stórgóða leiki með liðum sínum í 9. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í fyrradag. Jóhann B. Guðmundsson skoraði fyrir Lyn og Tryggvi Guðmundsson fyrir Stabæk en bæði liðin máttu þola ósigur. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 139 orð

BENGT Johansson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik,...

BENGT Johansson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, segir að miklu máli skipti fyrir Íslendinga að tapa ekki með meira en fimm marka mun fyrir Hvít-Rússum í Minsk í fyrri leik liðanna í undankeppni EM, til þess að eiga möguleika á að komast áfram í... Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 163 orð

BJARNI Guðjónsson frá Stoke City leikur...

BJARNI Guðjónsson frá Stoke City leikur á ný með 21-árs landsliðinu gegn Möltu í Evrópukeppninni á KR-vellinum 1. júní. Bjarni missti af báðum leikjum liðsins fyrr á þessu ári vegna meiðsla. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 79 orð

Djokic kominn til ÍBV

JÚGÓSLAVNESKI knattspyrnumaðurinn Dejan Djokic kom til landsins í gærkvöld og verður löglegur með Eyjamönnum þegar þeir mæta Fram á Íslandsmótinu á mánudagskvöldið. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 1296 orð | 1 mynd

Fjör og fjögur mörk á Valsvelli

ÞRÁTT fyrir nokkra taugaspennu og nepju á Valsvellinum gaf leikur Vals og Breiðabliks fögur fyrirheit um sumarið hjá knattspyrnukonum en fyrsta umferð Íslandsmótsins fór fram á fimmtudaginn. Oftast var góður hraði í leiknum og prýðileg knattspyrna ásamt góðum færum en liðin skiptu hlut þegar upp var staðið, 2:2. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 189 orð

Fyrsta landslið Guðmundar

GUÐMUNDUR Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatteik, tilkynnti sautján manna landsliðshóp sinn í gær, hópinn sem tekur þátt í landsleikjunum tveimur við Hvít-Rússa, leikjunum sem skera úr um, hvor þjóðin kemst á EM í Svíþjóð í janúar á næsta ári. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 216 orð

Guðjón fór ekki að ráðum lögfræðinga

GUÐJÓN Þórðarson skrifaði á fimmtudag undir nýjan árs samning sem knattspyrnustjóri Stoke City. Fyrri samningur hans við félagið, sem var til vorsins 2004, var þar með felldur úr gildi. Í yfirlýsingu stjórnar Stoke segir að þetta hafi verið niðurstaðan eftir tveggja daga fundahöld með Guðjóni. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 142 orð

Guðmundur vill fleiri landsleiki

"ÞAÐ er alveg ljóst í mínum huga að við þurfum að leika fleiri landsleiki en við höfum gert undanfarin ár ef við ætlum okkur að halda í við aðrar þjóðir," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í gær þegar hann... Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 166 orð

Heiðar Helguson frá Watford er á...

Heiðar Helguson frá Watford er á ný í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu en Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær 18 manna hóp fyrir leikina gegn Möltu og Búlgaríu sem fram fara hér á landi 2. og 6. júní. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

JAN Koller, tékkneski knattspyrnurisinn, gekk í...

JAN Koller, tékkneski knattspyrnurisinn, gekk í gær til liðs við þýska félagið Dortmund , sem greiðir belgísku meisturunum Anderlecht einn milljarð króna fyrir hann. Koller hætti á síðustu stundu við að ganga til liðs við Fulham . Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Jón Arnar í góðum félagsskap í Götzis

JÓN Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut úr Breiðabliki, tekur þátt í alþjóðlega tugþrautarmótinu í Götzis í Austurríki um helgina. Mótið er eitt hið sterkasta sem haldið er í tugþraut í heiminum ár hvert og markar yfirleitt upphaf keppnisársins hjá bestu tugþrautarmönnum heims og hefur oft náðst mjög góður árangur á mótinu, m.a. náði heimsmethafinn í tugþraut, Tékkinn Tomás Dvorák, annarri bestu þraut frá upphafi á mótinu í fyrra, 8.900 stigum. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 48 orð

Katrín skoraði sjö fyrir Kolbotn

KATRÍN Jónsdóttir skoraði 7 mörk í fyrradag þegar lið hennar, Kolbotn, burstaði Eik Tönsberg, 24:0, í annarri umferð norsku bikarkeppninnar í kvennaflokki í knattspyrnu. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 498 orð

KA vann sinn annan 4:0 sigur,...

AF þeim 11 mörkum, sem skoruð voru í 1. deild karla í gærkvöldi sáu tveir markahrókar um sjö. Hreinn Hringsson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk KA í 4:0 sigri á Tindastóli og Sumarliði Árnason skoraði fyrstu þrjú mörk Víkinga í 6:1 sigri á Dalvík. Fyrir vikið fóru sigurliðin í tvö efstu sæti deildarinnar - KA í efsta eftir tvo 4:0 sigra. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 537 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla KA - Tindastóll 4:0 Hreinn Hringsson 4 (3., 29., 42., 67.). Víkingur R. - Dalvík 6:1 Sumarliði Árnason 3 (20., 42., 67.), Ágúst Guðmundsson 68., Lárus Huldarson 86., Kári Árnason 87. - Þorleifur Árnason 56. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 128 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur: 1.

KNATTSPYRNA Laugardagur: 1. deild karla: ÍR-völlur:ÍR - Þór A. 14 Siglufjörður:KS - Stjarnan 16 Ólafsfjörður:Leiftur - Þróttur R. 18 2. deild karla: Akureyri:Nökkvi - Sindri 14 Skeiðisvöllur:KÍB - Leiknir R. 14 3. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 83 orð

Leikmenn Bolton fá góðan bónus

GUÐNI Bergsson og félagar hans í enska fyrstudeildarliðinu Bolton fá þrjár og hálfa milljón króna hver í bónusgreiðslu frá félaginu takist þeim að leggja Preston að velli í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni á þúsaldarvellinum í Cardiff á mánudag. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 60 orð

Philadelphia féll af toppnum

ÍSLENDINGALIÐIÐ Philadelphia Charge tapaði sínum fyrsta leik í bandarísku kvennadeildinni í knattspyrnu í fyrrinótt, 0:2, á heimavelli gegn Atlanta Beat. Meira
26. maí 2001 | Íþróttir | 247 orð

Vala mætir Dragilu og Gregorievu

VALA Flosadóttir keppir í stangarstökki á sunnudaginn á alþjóðlegu stigamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, í Eugene í Oregon. Þetta er fyrsta mótið sem Vala tekur þátt í síðan hún vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sydney sl. haust. Meira

Úr verinu

26. maí 2001 | Úr verinu | 160 orð | 1 mynd

Árni Friðriksson í "síldarsmuguna"

ÁRNI Friðriksson RE, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, hélt frá Reykjavík í gær áleiðis í "síldarsmuguna" í Austurdjúpi, þar sem rannsaka á síldargöngur, umhverfi og fæðu síldarinnar. Meira
26. maí 2001 | Úr verinu | 76 orð | 1 mynd

Grásleppuvertíð að ljúka á Skjálfanda

FLESTIR þeir smábátar sem gerðir voru út á grásleppu frá Húsavík í vor hafa nú hætt veiðum. Einhverjir grásleppukarlar eru þó enn með netin í sjó. Aðalsteinn Karlsson sem gerir út Kalla í Höfða ÞH 234 er einn þeirra sem búnir eru að taka upp netin. Meira
26. maí 2001 | Úr verinu | 230 orð

Segir norska sjávarútvegsstefnu sovéska

NORSK sjávarútvegsstefna fær harðan dóm hjá Rögnvaldi Hannessyni, prófessor í sjávarútvegshagfræði við Viðskiptaháskólann í Bergen, en í lesendabréfi í norska blaðinu Fiskaren segir hann stefnuna vera "sovéska". Meira
26. maí 2001 | Úr verinu | 367 orð | 1 mynd

Skaginn hf. setur upp nýtt vinnslukerfi

ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. og Skaginn hf. hafa undirritað samning um að Skaginn hanni, smíði og setji upp nýtt vinnslukerfi fyrir uppsjávarfisk fyrir Ísfélagið. Meira

Lesbók

26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð

ALDAMÓT (BROT)

Árdagsins stund gefur auðinn í mund. Á aldarmorgni skal risið af blund. - Húmtjöldin falla og hylja allt liðið, vér hringjum út öldina gömlu í kvöld. Í ævinnar leik sjást atvik og þættir í eilífri skipting. Allt byrjar og hættir. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð | 1 mynd

Bókmenntaþýðingar

Líflegar umræður á ýmsum tungumálum urðu á málþingi um bókmenntaþýðingar í Prag fyrir skömmu. Í brennidepli voru lítil málsvæði og staða þeirra gagnvart stórum tungumálum. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð | 1 mynd

Bragi Ásgeirsson

Sýning á nýjum málverkum Braga Ásgeirssonar verður opnuð í sýningarsal Sævars Karls Ólasonar kl. 14 í dag og önnur á mánudag í Listhúsinu Fold. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2034 orð | 2 myndir

KVIKSJÁ FORTÍÐAR

FORNLEIFAFRÆÐIN hefur þá sérstöðu meðal annarra hugvísindagreina að grunnvinna hennar fer venjulega fram á opnum vettvangi. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð

LONE RANGER Á VERULEIKAFLIPPI

HVER man ekki eftir að hafa einhvern tíma - jafnvel ótal sinnum - séð hin klassísku leikslok amerískra kábojmynda, þar sem einmana káboj, eins konar Lone Ranger, ríður til móts við sólsetrið? Þar fer hetjan burt úr sögunni og hefur sigrað söguna. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3506 orð | 1 mynd

LÝÐRÆÐIÐ LYKTAR AF TÁRAGASI ÞESSA DAGANA

Á borðanum stóð skrifað "Glæpalaust lýðræði!" Tvær konur á áhorfendapöllum neðri deildar kanadíska þingsins breiddu úr honum yfir höfðum þingmanna meðan á þingfundi stóð. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 388 orð | 1 mynd

Metverð fyrir verk Neumans

NÚTÍMALIST hefur selst vel hjá uppboðshúsum New York-borgar undanfarið og var á dögunum greitt metverð fyrir verk samtímalistamanna hjá uppboðshúsi Christie's. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

MINNING UM KÖTT

Man ég þig vel um vetrartíð í válegum næturskugga, er þú í kulda og kafaldshríð þér kastaðir inn um glugga. Ferlega varstu fannbarinn og frostið napurt í klónum, og kært þér var það, kisi minn, að komast inn úr snjónum. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2285 orð | 4 myndir

NAUÐSYNLEGT AÐ FLEIRI SÖGUR HEYRIST

Líflegar umræður á ýmsum tungumálum urðu á málþingi um bókmenntaþýðingar í Prag fyrir skömmu. Í brennidepli voru lítil málsvæði og staða þeirra gagnvart stórum tungumálum. SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR sat þingið og sá marga snertifleti við stöðu íslenskra bókmennta. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 499 orð

NEÐANMÁLS -

I Launamál og kjarabarátta eru eilífðarmál ekki síst í samfélagi, þar sem ekki tekst að halda stjórn nema tímabundið á verðlagshækkunum. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 414 orð | 2 myndir

Nick Hornby og hið góða

NÝ skáldsaga eftir breska rithöfundinn Nick Hornby kemur út í lok maímánaðar. Höfundurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og er eflaust þekktastur fyrir skáldsöguna High Fidelity , sem ágæt kvikmynd var gerð eftir. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Birgir Snæbjörn Birgisson. Til 17. júní. Gallerí Fold, Rauðarárs. : Lýður Sigurðs. Harry Bilson. Til 27. maí. Gallerí List, Skipholti 50: Ninný. Til 8. júní. Gallerí Smíðar og skart: Aggi. Til 2. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1910 orð | 1 mynd

"Ég skipti um hatt eftir þörfum"

Sópransöngkonan Nancy Argenta syngur með Mótettukór Hallgrímskirkju í óratoríunni Jósúa eftir Händel á sunnudag. Hún sagði BERGÞÓRU JÓNSDÓTTUR frá ást sinni á barokktónlist, en tók þó fram að hún væri engin hreinstefnumanneskja í söngnum og að hún skipti um hatt eftir þörfum. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 366 orð

SKRÖK OG RAUP Í BÓKUM

AF Lundúnamúrnum er það annars að segja að litlar heimildir eru um að hann hafi komið að verulegu gagni og þegar Rómverjar yfirgáfu Londiníum á fjórðu öld var það fremur vegna þess að yfirvöld í Róm höfðu ekki lengur efni á að greiða hermönnum sínum... Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 960 orð

SLETTUR

FRÆGT er þegar Halldóri Laxness ofbuðu dönskuslettur íslenskra blaðamanna. Þá spurði hann, hversvegna mennirnir skrifuðu ekki á dönsku fyrst hún væri þeim svona töm? Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2235 orð | 2 myndir

TÁKNMÁL OG ALDAMÓT

ALDAMÓTIN 1900/1901: Stórfelldur viðburður sem skipti sköpum, saga sem sólarupprás, fullkomin umbylting hugsunar og samfélags, ef marka má skáldskap og umræðu tímans. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð | 1 mynd

Tíðarandinn

í aldarbyrjun var til umræðu á málþingi sem Lesbók Morgunblaðsins og ReykjavíkurAkademían stóðu fyrir síðastliðinn miðvikudag í húsnæði akademíunnar. Fjórir fyrirlesarar fluttu erindi. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1621 orð | 1 mynd

TÍÐARANDINN SEM GETRAUN

1 Frá því að ég man eftir mér hefur OMIC-klukkuna utan á litla steinhúsinu við Klapparstíg 19 vantað korter í tólf. Ég er alinn upp í stóru gömlu steinhúsi sem stendur á horninu á Klapparstíg og Njálsgötu. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1291 orð | 1 mynd

TÍÐARANDINN SETTUR Á SVIÐ

GREINAFLOKKURINN um tíðaranda í aldarbyrjun á sér satt að segja allundarlegt upphaf og ekki sérlega göfugt. Meira
26. maí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 598 orð | 2 myndir

Tvær afmælissýningar Braga Ásgeirssonar

Sýning á nýjum málverkum Braga Ásgeirssonar verður opnuð í sýningarsal Sævars Karls Ólasonar kl. 14 í dag og önnur á mánudag í Listhúsinu Fold. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.