FUNDUR utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hófst í Búdapest í Ungverjalandi í gær og voru meðal annars rædd áform Bandaríkjamanna um að koma upp nýju kerfi eldflaugavarna.
Meira
MATVÆLAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna (WFP) sagði í gær að íslamska hreyfingin Taliban í Afganistan hefði neitað að heimila stofnuninni að ráða konur til að annast könnun sem nauðsynleg er til að halda áfram dreifingu á brauði til nær 300.
Meira
FLÓTTAFÓLK úr röðum albanska minnihlutans í Makedóníu er hér á leið frá þorpinu Matejce til Kosovo í gær. Lögregla stöðvaði hópinn til að kanna hvort vopnaðir menn væru í honum.
Meira
GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að áætlanir Ísraelsstjórnar um nýbyggingar á landnámssvæðum gyðinga á Vesturbakkanum séu "ögrun" og helsti þröskuldurinn á vegi friðarviðræðna.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Atla Guðjón Helgason í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana í nóvember sl. Þá var Atli dæmdur til að greiða sambýliskonu og foreldrum Einars Arnar miskabætur samtals á fimmtu milljón króna.
Meira
BIÐLISTAR eftir félagslegu leiguhúsnæði hafa lengst og nú bíða um eða yfir 2.000 fjölskyldur eftir úrlausn innan félagslega leiguíbúðakerfisins. Þetta kom fram í máli Magnúsar Norðdahl, lögfræðings hjá Alþýðusambandinu, á ársfundi ASÍ í gær.
Meira
AKUREYRARBÆR greiddi tæpar 45 milljónir króna í húsaleigubætur á síðasta ári til 361 einstaklings eða fjölskyldna. Þetta er tæplega tvöfalt hærri upphæð en árið 1999 en þá fengu 267 aðilar húsaleigubætur.
Meira
AFGREIÐSLUTÍMI bensínstöðva Skeljungs um hvítasunnuna verður sem hér segir: Á hvítasunnudag verðar allar stöðvar lokaðar. Á annan í hvítasunnu: Stöðvarnar á Bústaðavegi, við Hagasmára, Suðurfelli og Vesturlandsvegi verða opnar allan sólahringinn.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 966 orð
| 1 mynd
ALLT þinghald fór úr skorðum á síðari degi ársfundar Alþýðusambandsins í gær vegna togstreitu og ágreinings um kjör í miðstjórn. Fundi sem átti að hefjast kl.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 356 orð
| 1 mynd
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ástand mála á Balkanskaga hafi verið efst á dagskrá fundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna, sem hófst í Búdapest í Ungverjalandi í gær.
Meira
EVRÓPUÞINGIÐ varaði í gær við því að ástæða væri til að dulkóða allan tölvupóst sem innihéldi trúnaðarupplýsingar, þar sem bandaríska njósnakerfið Echelon færi yfir milljónir tölvupóstsendinga óbreyttra borgara á degi hverjum.
Meira
FYRIR stuttu hélt Rauðakrossdeild Rangárvallasýslu námskeið fyrir verðandi barnfóstrur á Hellu og fyrirhugað er annað á Hvolsvelli innan skamms. Námskeiðið skiptist í tvennt.
Meira
SÍÐUSTU nemendur Mýraskóla í Holti á Mýrum fengu prófskírteini sín afhent þegar skólahaldi var slitið þar í síðasta sinn þann 19. maí síðastliðinn. Sjö nemendur voru í skólanum og verður þeim ekið daglega á Höfn næsta vetur þar sem þau munu sækja skóla.
Meira
VERÐ hlutabréfa í deCODE Genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, fór yfir 8 dollara á Nasdaq í gær og hefur ekki verið hærra um tveggja mánaða skeið. Lokagengi bréfanna var 8,08 dollarar og nam hækkunin rúmum 8% frá deginum áður.
Meira
Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í 10 mánaða fangelsi, þar af eru 7 mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára vegna kynferðisbrots gegn ungri stúlku.
Meira
30. maí 2001
| Höfuðborgarsvæðið
| 694 orð
| 1 mynd
INGIBJÖRGU Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra líst vel á hugmyndir um flutning Menntaskólans við Sund í Laugardalinn og segir að það samrýmdist að mörgu leyti vel þeirri starfsemi sem þegar er í dalnum.
Meira
ELDUR kviknaði í þaki húss við Sævarland í Fossvogi síðdegis í gær. Unnið var að viðgerðum á þakinu þegar eldurinn kviknaði og hófu smiðir þegar að slökkva eldinn með vatnsslöngum og dufttækjum. Slökkviliðið lauk slökkvistarfi á um hálftíma.
Meira
EKKI náðust samningar í gær í viðræðum þroskaþjálfa við Reykjavíkurborg, en fundað var seinnipartinn í gær og fundinum haldið áfram eftir hlé í gærkvöldi.
Meira
30. maí 2001
| Erlendar fréttir
| 814 orð
| 2 myndir
Eru Blair og Brown stjórnmálalífinu í Bretlandi það sama og Lennon og McCartney voru bresku tónlistarlífi á sínum tíma? Þessari spurningu, segir Sigrún Davíðsdóttir, skaut upp á þreytulegum blaðamannafundi í gær, þegar rúm vika er til kosninga.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 1564 orð
| 3 myndir
Ýmis tæki eru fyrir hendi þegar meta skal nýtingu lands, svo sem löggjöf og alþjóðlegir samningar. Fjallað var um efnið á norrænni ráðstefnu náttúruverndarfólks um síðustu helgi. Jóhannes Tómasson fylgdist með erindum og umræðum í Mývatnssveit.
Meira
FÉLAGSFUNDUR verður haldinn fimmtudaginn 31. maí 2001 kl. 20:30. Fundarstaður er í húsi Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162, 3. hæð. Farið er inn í portið og inn um dyrnar í horninu til hægri. Húsið verður opnað klukkan 19:30.
Meira
SIGRÍÐUR Sigurjónsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Joan Maling, prófessor við Brandeis-háskóla, flytja fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn 31. maí kl. 16:15 í stofu 422 í Árnagarði.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 62 orð
| 1 mynd
FLAK tvíbytnunnar sem fannst við Vestmannaeyjar á sunnudag hefur hér verið dregið til hafnar. Skipskrokkar hennar voru hvor um sig um 40 metrar á lengd en hún er stærsta tvíbytna sem smíðuð hefur verið.
Meira
FLUTNINGABÍL með of háan farm var ekið inn í Hvalfjarðargöng í síðustu viku. Farmurinn rakst í viðvörunarskilti við gangnamunnann og í 700 kílóa þungan stálbita sem settur var upp í síðasta mánuði.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarverkfræðings að úthlutunarskilmálum vegna lóða fyrir leiguíbúðir í Grafarholti. Lóðirnar sem um ræðir eru nr. 6-18 og 20-34 við Þorláksgeisla og nr. 1-9 við Þórðarsveig.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 532 orð
| 2 myndir
SEINNI dagur opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Suðurfjarða í Suður-Múlasýslum hófst á dagskrá í Grunnskóla Breiðdalsvíkur þar sem formaður nemendaráðs, Selja Jantong, ávarpaði samkomuna.
Meira
NEMENDUR 10. bekkjar fóru fyrir skömmu í ferð til Svíþjóðar. Tilgangur ferðarinnar er að heimsækja jafnaldra í Olofström en nemendurnir hafa verið í samskiptum um tveggja ára skeið.
Meira
30. maí 2001
| Akureyri og nágrenni
| 176 orð
| 1 mynd
FRAMSÓKNARFLOKKURINN fengi 31,4% atkvæða ef kosið yrði til bæjarstjórnar Akureyrar nú, samkvæmt skoðanakönnun um fylgi flokka sem Gallup framkvæmdi fyrir bæjarstjórann á Akureyri í mars og apríl sl.
Meira
30. maí 2001
| Höfuðborgarsvæðið
| 385 orð
| 1 mynd
MISLÆG gatnamót Víkurvegar og hringvegar eða þjóðvegar 1 verða boðin út um næstu helgi en áætlað er að framkvæmdum verði lokið sumarið 2002. Auk gatnamótanna með tilheyrandi að- og afreinum er hringtorg tengt Víkurveginum inni í framkvæmdinni.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 257 orð
| 1 mynd
GÍSLI Magnússon, píanóleikari og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Garðabæ, lést í fyrradag, 72 ára að aldri. Gísli fæddist á Eskifirði 5. febrúar 1929, sonur Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju og Magnúsar Gíslasonar, sýslumanns í Heydölum í...
Meira
30. maí 2001
| Erlendar fréttir
| 385 orð
| 1 mynd
HERMENN í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu hafa verið sakaðir um margvíslegt misferli, spillingu og kynferðisleg afbrot, en flest málanna eru þögguð niður og hinir brotlegu sendir heim. Kom þetta fram í Washington Post í gær.
Meira
NÚ stendur yfir heilsumánuður á Djúpavogi. Það er Hallgrímur Magnússon, læknir á staðnum, sem stendur fyrir þessu átaki og sér hann alfarið um skipulagninguna. Hallgrímur boðaði bæjarbúa á almennan borgarafund í lok apríl og mættu um 80 manns á fundinn.
Meira
ÖSSUR Skarphéðinsson, Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson og Svanfríður I. Jónasdóttir heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vopnafirði og Héraði miðvikudaginn 30. maí. Kl. 20.30 er opinn fundur á Hótel Tanga. Fimmtudaginn 31.
Meira
HÓPUR sem kallast samráðshópur og myndaðist upp úr atvinnuátaksverkefni sem verið hefur í gangi í Mýrdalnum í vor kom með fjölda hugmynda og ein af þeim var sú að hafa almennan hreinsunardag í Vík og nágrenni.
Meira
MARKAÐS- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar (MOA) hefur lagt til að Reykjanesbær taki upp vinabæjarsamskipti við varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli. Áhugi er á slíku samstarfi hjá yfirmönnum varnarliðsins.
Meira
HÆKKUN á verði eldsneytis nú um mánaðamótin liggur í loftinu vegna þróunar á heimsmarkaðsverði olíu í maímánuði og vegna hækkunar á gengi Bandaríkjadals síðustu vikurnar, að sögn talsmanna olíufélaganna.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 201 orð
| 1 mynd
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra veitti um síðustu helgi umhverfisstyrk ISAL. Þetta var í fjórða sinn sem styrkurinn var veittur en honum er ætlað að stuðla að rannsóknum á náttúru Íslands.
Meira
ÞÁVERANDI heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, fól tóbaksvarnanefnd að gera tillögur að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 182 orð
| 1 mynd
BORGARRÁÐ afgreiddi á fundi sínum í gær tillögu fjármáladeildar Reykjavíkurborgar um breytingu á fjárhagsáætlun 2001 vegna miðlægra kjarasamninga, þar sem gert er ráð fyrir að útgjaldaauki umfram tekjuauka nemi rúmum 429 milljónum króna, sem verði færður...
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 396 orð
| 1 mynd
SAMNINGUR á milli Háskóla Íslands og hugbúnaðarfyrirtækisins eMR um stofnun tímabundins starfs prófessors í upplýsingatækni á hjúkrunarsviði var undirritaður í gær. Markmið samningsins er að efla þróun upplýsingatækni innan hjúkrunarfræði við Háskólann.
Meira
FÉLAGSDÓMUR felldi þann dóm í gærkvöldi að tveggja sólarhringa verkfall hjúkrunarfræðinga væri lögmætt og hafnaði þar með kröfu fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um að verkfallið væri ólöglega boðað.
Meira
GENGIÐ verður upp með Norðurá fimmtudagskvöldið 31. maí nk. Lagt verður af stað frá Veiðihúsinu við Norðurá klukkan 20:30 og gengið upp með ánni að fossinum Glanna. Leiðsögumaður verður Birgir Hauksson og verður hið fallega umhverfi Norðurár skoðað.
Meira
KENNARAR og nemendur í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands munu kynna nám við deildina í dag, miðvikudaginn 30. maí, kl. 17 í stofu 101 í Odda, húsi deildarinnar við Sturlugötu.
Meira
KARINA Becker verður með kynningu á orkuheilun miðvikudaginn 30. maí 2001, frá kl. 19 til 22, á Nuddstofunni Umhyggju að Vesturgötu 32 í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 233 orð
| 2 myndir
Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka í Laxá í Kjós, sá fyrstu laxa sumarsins í ánni í gærmorgun, tvo um það bil 10 punda fiska sem tifuðu sporði í Kvíslafossi sunnanmegin.
Meira
Nemendur Melaskóla sungu Ranghermt var í frétt um hverfishátíð Vesturbæinga í blaðinu í gær að nemendur Vesturbæjarskóla hafi sungið á hátíðinni. Hið rétta er að nemendur Melaskóla sungu á hátíðinni. Beðist er velvirðingar á þessum...
Meira
OPINN fundur verður haldinn í dag, miðvikudag, kl. 17:00, á vegum málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins og Samtaka eldri sjálfstæðismanna, um málefni eldri borgara. Fundurinn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 110 orð
| 1 mynd
Í SÍÐUSTU viku fann Ása Grímsdóttir, kennari við Grunnskólann á Ísafirði, lítinn selskóp á fjöru í Súgandafirði. Urtan, móðir hans, var hvergi sjáanleg en kópurinn var orðinn kaldur og hrakinn. Ása tók því kópinn með sér heim.
Meira
Í KVÖLD stendur Hafnagönguhópurinn fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu, miðbakkamegin, kl. 20.00. Farið verður upp Aðalstræti og Túngötu á Landakotshæð og þaðan vestur í Ánanaust. Á leiðinni kynnir Birna Lárusdóttir fornleifauppgröft á lóð Aðalstrætis...
Meira
SVOKALLAÐIR mömmumorgnar eru haldnir í safnaðarheimili kirkjunnar í Grindavík. Mæðurnar safnast þar saman ásamt börnunum á þriðjudögum klukkan 11.
Meira
HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis hafði frumvarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til breytinga á lögum um tóbaksvarnir til meðferðar í nefndinni um fjögurra mánaða skeið og skilaði sameiginlegu áliti sínu um miðjan mánuðinn. Þar segir m.a.
Meira
Í DAG, miðvikudaginn 30. maí, verður haldin námskynning í félagsvísindadeild í stofu 201 á annarri hæð í Odda, sem er bygging deildarinnar sem stendur gegnt Norræna húsinu.
Meira
30. maí 2001
| Höfuðborgarsvæðið
| 285 orð
| 1 mynd
SIGURÐUR Haraldsson, forstöðumaður byggingardeildar Hafnarfjarðarbæjar, segir enn ekki útséð um hvort gamla Skátaheimilið við Hraunbrún verði rifið, eða hvort það verði selt til brottflutnings. Hann segir nokkra aðila hafa spurst fyrir um húsið, m.a.
Meira
JÖKULL Bergmann varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að renna sér á skíðum niður af hátindi Mont Blanc, hæsta fjalli Evrópu. Jökull hélt á fjallið á mánudaginn ásamt Jóni Þorgrímssyni og í gærmorgun stóðu þeir á tindinum í 4.807 metra hæð.
Meira
FJÖLMARGIR aðilar, félög og stofnanir fengu til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir meðan það var í meðförum heilbrigðis- og trygginganefndar.
Meira
30. maí 2001
| Höfuðborgarsvæðið
| 287 orð
| 1 mynd
BRÚÐUBÍLLINN er að fara af stað, eins og verið hefur árviss viðburður í tvo áratugi. Að þessu sinni, 21. sumarið, verður um að ræða tvær sýningar, og er önnur í júní og hin í júlí.
Meira
BOEING 747-400 breiðþota bandaríska flugfélagsins United Airlines, sem lenda varð á Keflavíkurflugvelli síðdegis á mánudag vegna sprengjuhótunar, hélt áfram ferð sinni síðla dags í gær áleiðis til Chicago í Bandaríkjunum.
Meira
TVEIR menn voru handteknir í fyrrinótt grunaðir um innbrotstilraun í tölvufyrirtæki í Reykjavík. Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um innbrotstilraunina um klukkan hálftvö. Öryggisverðir frá Öryggismiðstsöð Íslands hf.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 75 orð
| 2 myndir
FJÖLMENN slysaæfing var haldin á Hafravatnsvegi í gær á starfsdegi umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Sviðsett var rútuslys í næsta nágrenni við Skyggni og björgunarviðbrögð æfð.
Meira
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sat í gær og fyrradag fund sjávarútvegsráðherra ríkja við Norður-Atlantshaf og flutti hann þar erindi um könnunina um brottkast á afla sem fram fór hér fyrir nokkru.
Meira
SKRIFAÐ verður undir samstarfssamning við Europol í næsta mánuði í Svíþjóð. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Europol er löggæslustofnun aðildarríkja Evrópusambandsins.
Meira
Nýsett lög Alþingis um tóbaksvarnir hafa sætt harðri gagnrýni að undanförnu, enda þykja þau höggva nærri tjáningarfrelsi og eru sögð valda verulegum kostnaðarauka í verslun og þjónustu. Björn Ingi Hrafnsson gerir grein fyrir aðdraganda lagasetningarinnar og framkominni gagnrýni.
Meira
ÁTJÁN ára piltur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 50 þús. kr. sekt og sakarkostnað og var sviptur ökurétti í fjóra mánuði.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 46 orð
| 1 mynd
ÞAÐ bullar og kraumar í leirhverunum á jarðhitasvæðinu við Kleifarvatn þar sem þessi mynd er tekin ekki alls fyrir löngu. Umhverfið er skuggalegt og má sjá ýmiss konar verur á sveimi ef vel er að gáð.
Meira
TVEIR erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt skammt frá Húsafelli í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi varð bílveltan skammt frá bænum Kolslæk í Hálsasveit.
Meira
30. maí 2001
| Höfuðborgarsvæðið
| 66 orð
| 1 mynd
ÞESSAR tíu lífsglöðu hnátur eru allar á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ, en alveg við það að útskrifast, því allar eru á 6. aldursári og munu því hefja nám á grunnskólastigi í haust.
Meira
30. maí 2001
| Erlendar fréttir
| 284 orð
| 1 mynd
ÞING Úkraínu samþykkti í gær skipun umbótasinnans Anatolís Kinakhs í embætti forsætisráðherra og batt þar með enda á mánaðarlanga stjórnarkreppu í landinu.
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur nýlega, í tveimur aðskildum málum, komist að þeirri niðurstöðu að opinberar stofnanir fóru ekki að stjórnsýslulögum í samskiptum sínum við tvær konur sem kvörtuðu til umboðsmanns.
Meira
Í tilefni af komu sumarsins og í anda þess gamla góða siðar að gefa sumargjafir ákváðu Eyrarsparisjóður og Þórður Jónsson ehf. á Bíldudal í samstarfi við bókaútgáfuna Æskuna að gefa öllum nemendum í 1.-7. bekk í Bíldudalsskóla bókargjöf.
Meira
MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opið daglega kl. 11-17 frá og með 1. júní. Í safninu eru nýjar sýningar um sögu héraðsins. Barnahorn er fyrir yngstu safngestina og kaffisopi í sólstofu. Gamli bærinn í Laufási er opinn daglega frá kl. 10-18.
Meira
SÝNINGUM Henri Cartier- Bresson, Við Signubakka, og Áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar, Akureyri - bærinn okkar, í Listasafninu á Akureyri lýkur um næstu helgi, eða á sunnudag, 3. júní.
Meira
SÆVAR Þórisson var útnefndur stuðningsmaður körfuknattleiksliðs Skallagríms númer 1, á lokahófi sem félagið hélt velunnurum körfuboltans í bænum fyrir skemmstu. Hlaut hann þann titil öðru fremur fyrir góðan trommuleik á leikjum.
Meira
VEGAGERÐIN opnaði á mánudag tilboð í yfirlagnir og klæðningu vega á Reykanesi. Alls bárust fjögur tilboð í verkið. Lægsta tilboðið átti Klæðning ehf. í Kópavogi upp á tæpar 16 milljónir en hæsta tilboðið hljóðaði upp á rúmar 17,4 milljónir.
Meira
SÖNGFÉLAG Félags eldri borgara í Reykjavík syngur á tónleikum í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 17. Kórinn verður með fjölbreytta söngskrá á tónleikunum. Kór Félags eldri borgara á Akureyri mun einnig syngja nokkur lög.
Meira
SÁÁ gefa út geisladiskinn "Poppfrelsi" í byrjun júnímánaðar til styrktar starfi unglingagöngudeildar samtakanna. Á geisladiskinum eru 14 lög með jafnmörgum íslenskum flytjendum sem allir gefa vinnu sína og styðja þannig tónlist án vímuefna.
Meira
Jón Steinsson hagfræðingur talaði fyrir víðtækri notkun uppboða á efnahagslegum réttindum á borð við veiðiheimildir á ráðstefnu í Björgvin í Noregi. Urður Gunnarsdóttir hlýddi á.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 767 orð
| 1 mynd
Kristín Geirsdóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1951. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 og prófi í bókasafns- og félagsfræði frá HÍ 1977. Hún tók MA-próf frá háskólanum í Denver í bókasafns- og upplýsingafræði 1984.
Meira
30. maí 2001
| Erlendar fréttir
| 233 orð
| 1 mynd
ÍSLAMSKIR uppreisnarmenn á Filippseyjum, sem halda 20 manns í gíslingu, hótuðu í gær að myrða gísla sína ef herinn réðist á fylgsni þeirra. Hótunin varð til þess að stjórn landsins bannaði fjölmiðlum að flytja fréttir af aðgerðum hersins.
Meira
HAGNAÐUR varð af rekstri Fiskmiðlunar Norðurlands hf. á síðasta ári eða ríflega 8 milljónir króna samkvæmt rekstrarreikningi, en hagnaður nam um 5,6 milljónum árið 1999.
Meira
PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra fékk á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun samþykki fyrir nokkrum breytingum á reglum um húsbréf og húsbréfaviðskipti og tekur ný reglugerð væntanlega gildi á næstu dögum.
Meira
30. maí 2001
| Innlendar fréttir
| 60 orð
| 1 mynd
Nokkur vatnselgur varð niður Lindargötu á Siglufirði í gær þegar kaldavatnsleiðsla fór í sundur við Kirkjustíg. Verið er að vinna við jarðvegsskipti á Kirkjustíg, og fór leiðslan í sundur þegar var verið að grafa í götunni.
Meira
30. maí 2001
| Akureyri og nágrenni
| 165 orð
| 1 mynd
ÞÆR GETA verið ánægðar með gott verk, Hólmfríður Pétursdóttir í Víðihlíð og Oddný Magnúsdóttir á Húsavík, þar sem þær hafa hér lokið við að setja upp vef í hundrað ára gömlum vefstól Sigurðar Jóhannessonar, bónda á Geiteyjarströnd á fyrri hluta síðustu...
Meira
KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir líkamsárás, en refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og háð því að maðurinn sæti á skilorðstímanum umsjón Fangelsismálastofnunar.
Meira
30. maí 2001
| Erlendar fréttir
| 560 orð
| 1 mynd
FYRRVERANDI utanríkisráðherrar frá fjölda landa, flestra í Evrópu, luku í gær tveggja daga ráðstefnu í Prag, sem haldin var í tilefni af því að liðin eru tíu ár frá því Sovétríkin voru leyst upp.
Meira
VETRARSTARFI Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík lýkur með almennum félagsfundi fimmtudaginn 31. maí nk. í Borgartúni 6, Rúgbrauðsgerðinni. Fundurinn hefst kl. 20.
Meira
30. maí 2001
| Akureyri og nágrenni
| 63 orð
| 1 mynd
ÞAÐ var vor í lofti í Lystigarðinum á Akureyri í gær, þar sem starfsfólk var að vinna í garðinum af fullum krafti við að snyrta og fegra. Erlendir ferðamenn eru þegar farnir að sjást á ferð um garðinn sem enn á þó nokkuð í land með að ná fullum skrúða.
Meira
JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður fjallar um samkeppnismál og segir að einokunarrisarnir óttist Samkeppnissstofnun. Er það vel í litlu þjóðfélagi, þar sem fákeppni virðist svo ríkjandi.
Meira
Allt frá því að niðurstöður áfangaskýrslu dómsmálaráðuneytisins voru lagðar fram í apríl síðastliðnum hefur legið fyrir að vændi tengist starfsemi nektardansstaða hér á landi.
Meira
EINSÖNGSTÓNLEIKAR Þóru Sigurborgar Guðmannsdóttur sópransöngkonu verða í Tónleikasal Söngskólans Smára, Veghúsastíg 7, í dag, miðvikudag, kl. 20 og eru tónleikarnir liður í burtfararprófi Þóru frá Söngskólanum.
Meira
UNDANFARIÐ hefur verið boðið upp á þjóðlegar gleðistundir í Leikhúskjallaranum við orðstír. Á mánudaginn var röðin komin að filippseyskum Íslendingum að gefa innsýn í hvernig Filippseyingar gera sér glaðan dag.
Meira
30. maí 2001
| Fólk í fréttum
| 1206 orð
| 2 myndir
Nafn Ho Chi Minh hefur lengi verið sveipað dulúð. Ásgeir Sverrisson segir frá nýrri ævisögu foringja þjóðernissinna í Víetnam, sem á heima í hópi merkari leiðtoga 20. aldar.
Meira
HINN 25. ágúst næstkomandi mun norski krónprinsinn Hákon ganga að eiga heitkonu sína, Mette-Marit Tjessem Höiby. Til brúðkaupsins er boðið um 500 gestum víðs vegar að úr heiminum og eru háttsettir embættismenn og kóngafólk frá Evrópu þeirra á meðal.
Meira
30. maí 2001
| Fólk í fréttum
| 243 orð
| 2 myndir
ENDURKOMA Múmíunnar virðist vera að slá eins rækilega í gegn hér á landi og vestanhafs þar sem myndin er farin að slaga hátt í 200 milljón dollara markið. Samkvæmt dreifingaraðilum hér heima sáu um 4.
Meira
30. maí 2001
| Fólk í fréttum
| 327 orð
| 2 myndir
Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni Quest, starfar nú sem listrænn stjórnandi á hárgreiðslustofu Sebastian-tískuhússins í Rússlandi. Birta Björnsdóttir sló á þráðinn til hans til að forvitnast um hvernig starfið hefði komið til.
Meira
Eftir Jón Hjartarson. Leikstjóri Jón Hjartarson. Tónlist: Pétur Grétarsson. Hljómsveit: Klakabandið. Framkvæmdastjóri: Eygló Egilsdóttir. Sunnudaginn 27. maí kl. 20.30
Meira
Tríó Carls Möllers, ljóðskáld og lesarar: Carl Möller píanó, Birgir Bragason bassa og Guðmundur Steingrímsson trommur. Raddir: Ari Gísli Bragason, Jóhann Hjálmarsson, Matthías Johannessen, Nína Björk Árnadóttir og Una Margrét Jónsdóttir. Upptökur frá árunum 1977 og 2000. Smekkleysa 2000.
Meira
Á alþjóðlegri myndlistarsýningu sem opnuð var í Mílanó fyrir skemmstu er reynt að gefa yfirsýn yfir stöðu myndlistar við aldarlok. Níu íslenskir myndlistarmenn eru með verk á sýningunni, en alls taka um 120 listamenn þátt.
Meira
The Essential Groucho, úrval efnis eftir Groucho Marx og flutt af honum. Stefan Kanfer tók saman. 254 síðna kilja. Penguin gaf út 2000. Keypt á um 1.700 kr. í Stokkhólmi.
Meira
PEARL HARBOR, stórmynd Disney, náði ekki að slá nýtt frumsýningarmet um helgina, eins og einhverjir höfðu spáð að myndi gerast. Lost World heldur því enn titlinum eftirsótta: "Stærsta opnun allra tíma".
Meira
SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Hópurinn hefur í vetur verið að undirbúa ferð til Sörvágs, vinabæjar Akraness í Færeyjum í júlímánuði.
Meira
ÆFINGAR eru hafnar á rokksöngleiknum Hedwig eftir John Cameron Mitchell og Stephen Trask. Frumsýnt verður 29. júní í Loftkastalanum. Söngleikurinn Hedwig var frumsýndur í New York fyrir þremur árum.
Meira
Í GÆRKVÖLDI fóru fram árlegir tónleikar stórtenórsins Luciano Pavarottis til styrktar afgönskum flóttamönnum. Tónleikarnir voru haldnir í Modena á Ítalíu og söng Pavarotti dúett með einum af frægustu söngvurum samtímans.
Meira
Á AÐALFUNDI Leikfélags Reykjavíkur, sem haldinn var föstudaginn 18. maí sl., var Jóhann G. Jóhannsson kjörinn formaður og Sigurður Karlsson varaformaður. Aðrir í stjórn sitja áfram frá fyrra ári, Tómas Zoëga ritari og Ögmundur Jóhannesson meðstjórnandi.
Meira
Hversu auðveldlega ferðast bókmenntir yfir menningarleg landamæri? Eru þýðingar jafnmikilvægar höfundum og lesendum? Á málþingi í Prag hlýddi Sigurbjörg Þrastardóttir á frásagnir tveggja höfunda sem leita út í heim af ólíkum sökum.
Meira
ÁSTRÖLSKU fjölskyldusamtökin eru meðal þeirra hagsmunahópa sem berjast nú fyrir því að hinn eilíflega umdeildi Eminem fái ekki að halda tónleika þar í landi. Samtökin segja Eminem hatursfullan og skora á stjórnvöld að neita honum um landvistarleyfi.
Meira
30. maí 2001
| Fólk í fréttum
| 572 orð
| 4 myndir
Franska tvíeykið Air hefur snúið aftur með nýjan gæðagrip í farteskinu. Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel, sem skipa Air, tóku sér góðan tíma til að semja og taka upp 10.000 Hz Legend , plötu sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.
Meira
60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 30. maí, er sextugur Hilmar Svanur Friðsteinsson. Hann og eiginkona hans, Margrét Kristjánsdóttir, og börn þeirra verða með heitt á könnunni í sal SVR, Kirkjusandi, föstudaginn 1. júní kl. 16.30.
Meira
30. maí 2001
| Bréf til blaðsins
| 49 orð
| 1 mynd
80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 30. maí, er áttræður Kristján B. Þorvaldsson, stórkaumaður, Efstaleiti 14, Reykjavík. Kristján stofnsetti fyrirtækið Kr. Þorvaldsson og co árið 1954 og vann þar til 76 ára aldurs.
Meira
Það er ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda, segir Hrönn Önundardóttir, að draga að semja við svo stóran og mikilvægan hóp sem hjúkrunarfræðingar eru.
Meira
GULLBRÚÐKAUP . Í dag miðvikudaginn 30. maí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli heiðurshjónin Þorkell Kjartansson og Inga Snæbjörnsdóttir, fyrrum bændur, Austurey, Laugardal, nú til heimilis að Birkigrund 10, Selfossi . Þau verða að...
Meira
Fyrirhugað er að ganga til verkfalls 30. og 31. maí en þá hafa samningar verið lausir í sjö mánuði, segja Guðrún Yrsa Ómarsdóttir og Jóna Ósk Ásgeirsdóttir. Vonandi opnar það augu viðsemjenda okkar.
Meira
VIÐ lestur Morgunblaðsins í dag, uppstigningardag 24. maí 2001, sérstaklega eftir lestur viðtals við Þorstein Vilhelmsson og greinar eftir Kristin H.
Meira
30. maí 2001
| Bréf til blaðsins
| 532 orð
| 1 mynd
ÉG verð að taka undir með Helga Seljan í Morgunblaðinu 16. maí sl. að það sé býsna erfitt að eiga orðastað við þá sem allt vilja gefa frjálst í áfengismálum.
Meira
Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í...
Meira
Minningargreinar
30. maí 2001
| Minningargreinar
| 719 orð
| 1 mynd
Aðalsteinn Guðlaugur Tryggvason var fæddur á Fáskrúðsfirði hinn 28. ágúst 1923. Hann lézt á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórey Jónsdóttir og Sigurður Tryggvi Guðmundsson sjómaður.
MeiraKaupa minningabók
30. maí 2001
| Minningargreinar
| 1543 orð
| 1 mynd
Gísli Jónsson fæddist á Stokkseyri 7. febrúar 1917. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Jónsdóttir, f. 24. sept. 1891, d. 31. ágúst 1978, og Jón Kristjánsson, f. 7. maí 1885, d. 7. maí 1925. Hinn 11.
MeiraKaupa minningabók
30. maí 2001
| Minningargreinar
| 1894 orð
| 1 mynd
Hanna Valdís Gísladóttir fæddist í Reykjavík 30. október 1908. Hún lést 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Friðbjörg Friðleifsdóttir, f. 13. febrúar 1882, d. 3. mars 1946, og Gísli Jóhannesson, trésmiður í Reykjavík, f. 18. okt. 1867, d.
MeiraKaupa minningabók
30. maí 2001
| Minningargreinar
| 1174 orð
| 1 mynd
Helgi Ragnar Maríasson fæddist á Ísafirði 8. nóvember 1939. Hann lést í Ósló 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 29. maí.
MeiraKaupa minningabók
30. maí 2001
| Minningargreinar
| 2066 orð
| 1 mynd
Tómas Bjarni Sturlaugsson fæddist í Stykkishólmi 4. október 1933. Hann lést 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sturlaugur Jón Einarsson, skipstjóri í Stykkishólmi og síðar verkamaður í Reykjavík, f. 16. mars 1887, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
30. maí 2001
| Minningargreinar
| 2515 orð
| 1 mynd
Vignir Sveinsson fæddist 6. mars 1955 á Akranesi. Hann lést í bílslysi í Svíþjóð 14. maí síðastliðinn. Móðir hans er Ragnhildur Steinunn Halldórsdóttir, f. 26.6. 1935, búsett í Gautaborg. Sambýlismaður hennar er Sonny Anderson, f. 24.8. 1933.
MeiraKaupa minningabók
Viðskipti
30. maí 2001
| Viðskiptafréttir
| 455 orð
| 1 mynd
Á AÐALFUNDI Eddu - miðlunar og útgáfu hf., sem haldinn var nýlega, kom fram að umsvif fyrirtækisins hér á landi muni á næstunni aðallega aukast í tímaritaútgáfu og hljómplötu- og myndbandadeild þess.
Meira
LÍFLEG viðskipti voru á millibankamarkaði með gjaldeyri í gær og námu viðskiptin 18,2 milljörðum króna. Gengisvísitala krónunnar hækkaði, þ.e. krónan veiktist og endaði í 139,51 stigi, en við upphaf viðskipta dagsins var vísitalan 137,65 stig.
Meira
HÓPUR maóría frá Nýja-Sjálandi hafa skorið upp herör gegn danska leikfangaframleiðandanum Lego vegna nýrrar leikfangalínu sem maóríarnir segja skrumskælda útgáfu af menningu þeirra.
Meira
ÚT eru komnar nýjar reglur um lífræna framleiðslu og marka þær þau skil að færa íslenskar reglur til samræmis við alþjóðlega staðla á þessu sviði og birta jafnframt ákvæði um lífrænar aðferðir í ýmsum nýjum greinum.
Meira
Forstjóri SAS-flugfélagsins hefur lýst áhuga á samstarfi við flugfélög í Finnlandi, Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og staðfesti óbeint í samtali við Dagens Næringsliv að SAS muni kaupa pólska flugfélagið LOT ef Swissair selur sinn hlut í pólska...
Meira
30. maí 2001
| Viðskiptafréttir
| 156 orð
| 1 mynd
NÚ til dags eru veski landsmanna yfirfull af gullitum blöðum - kvittunum fyrir greidda vöru eða þjónustu með alls kyns plastkortum. Þessi gulu blöð les enginn sér til ánægju eða sáluhjálpar.
Meira
"Þeir líta ekki á ókunnugt fólk sem talar sama tungumál eins og eigin þjóð; í rauninni eru þeir tortryggnir í garð slíkra manna og óttast þá jafnmikið og alla aðra ókunnuga," segir í bókinni Eyðimörkin.
Meira
Kasakstan fagnar á árinu þeim merka áfanga að hafa verið sjálfstætt ríki í 10 ár. Í tilefni af því fer nú fram ofurmót þar sem bæði Kasparov og Kramnik eru á meðal þátttakenda.
Meira
Í sumar býður Háteigskirkja upp á sumardagskrá fyrir 6 til 10 ára börn sem hafa áhuga á sögum. Á námskeiðunum hlustum við á sögur, leikum sögur, búum til sögur, gerumst sögupersónur og förum í leiki sem tengjast sögunum.
Meira
BJARNI Geir Viðarsson, leikmaður ÍBV, meiddist illa á ökkla í upphafi síðari hálfleiksins í leik Fram og ÍBV á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Bjarni Geir lenti illa eftir viðskipti við leikmann og lá óvígur eftir í vellinum.
Meira
GRINDAVÍKURSTÚLKUM var spáð falli úr efstu deild kvenna en þær virðast ekki taka mikið mark á þeirri spá því eftir 1:0 sigur á FH í Hafnarfirði í gærkvöldi eru þær efstar í deildinni eftir tvo sigra. FH-stúlkur, sem fengu slæma útreið í síðasta leik, ætluðu sér greinilega sigur í þessum leik en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir góða baráttu.
Meira
ENN er hoggið skarð í handknattleikslið FH-kvenna því í gær skrifaði Hafdís Hinriksdóttir undir eins árs samning við norska liðið Træff, sem er í bænum Molde.
Meira
VERKEFNISSJÓÐUR Íþrótta- og ólympíusambands Íslands úthlutaði í sl. viku tíu styrkjum til ellefu starfandi íþróttaþjálfara. Alls bárust 37 umsóknir til sjóðsins, 24 þeirra voru frá karlmönnum en umsækjendurnir 37 komu frá 15 mismunandi íþróttagreinum.
Meira
MARIAN Hristov, búlgarski miðvallarleikmaðurinn sem leikur með Kaiserslautern í Þýskalandi, verður ekki með Búlgörum þegar þeir mæta Norður-Írum á laugardaginn.
Meira
EFTIR fyrsta keppnisdag á Smáþjóðaleikunum í San Marínó hafa Íslendingar fengið flesta verðlaunapeningana, tíu - allt sundmenn, sex gull, eitt silfur og þrjú brons. Kýpur kemur næst á blaði með fimm verðlaun í sundi - eitt gull, þrjú silfur og eitt...
Meira
ÍSLENDINGAR sigruðu lið Andorra 80:64 í fyrsta leik körfuknattleiksins á smáþjóðaleikunum í San Marínó í gær. Fæðingin var þó erfið því Andorramenn voru 33:28 yfir í leikhléi og höfðu haft frumkvæðið alveg frá byrjun.
Meira
"ÞAÐ er hundfúlt að vera bara komin með tvö stig eftir tvær umferðir. Í báðum leikjunum höfum við verið seinar í gang og höfum fengið á okkur mark á fyrstu 10 mínútunum.
Meira
JÓHANNES B. Jóhannesson og Jóhannes R. Jóhannesson unnu báðir auðvelda sigra á mótherjum sínum á Evrópumótinu í snóker í Ríga í gær. Jóhannes B. vann Vassily Belkin frá Rússlandi, 4:0, og Jóhannes R. sigraði Alexander Mezurov frá Rússlandi, einnig 4:0.
Meira
ÞUNGU fargi er létt af leikmönnum ÍBV eftir sigur þeirra á Frömurum, 1:0, á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur ÍBV á deildinni á þessari leiktíð og um leið opnuðu Eyjamenn markareikning sinn í sumar. Tómas Ingi Tómasson var þar að verki í sínum fyrsta leik eftir að hann gekk í raðir sinna gömlu félaga og með markinu skaut hann ÍBV upp í sjöunda sætið en Framarar sitja einir og yfirgefnir á botninum án stiga.
Meira
VERNHARÐ Þorleifsson júdómaður var fánaberi íslenska hópsins á upphafshátíðinni á Smáþjóðaleikunum í San Marínó, sem var á mánudagskvöldið. Hátíðin heppnaðist mjög vel. Lokahátíð Smáþjóðaleikanna verður á laugardaginn.
Meira
Villur slæddust inn í kort um þróun heimsmetsins í tugþraut sem birt var í gær. Í fyrsta lagi féll niður eftirnafn Francis Daley Thompson heimsmethafa 1984.
Meira
ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Hollendinga í æfingaleik sem fram fór í gær í Hollandi, 21:21. Að loknum fyrri hálfleik hafði íslenska liðið þriggja marka forskot, 11:8. Leikur liðsins olli Guðmundi Þ. Guðmundssyni landsliðsþjálfara nokkrum vonbrigðum og ekki var laust við að hann teldi að margir leikmenn íslenska liðsins hefðu gert sig seka um að vanmeta andstæðingana.
Meira
FYRSTI leikurinn í 3. umferð 1. deildar karla fór fram á Akureyri í gærkvöld þar sem nýliðarnir í deildinni, Þór og KS, áttust við. Siglfirðingar máttu þola sex marka tap, sem var heldur stórt miðað við gang leiksins í heild.
Meira
ÍSLENSKA sundfólkið fór vel af stað á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna í San Marínó og vann alls til tíu verðlaun í þeim fjórum sundgreinum sem keppt var í. Örn Arnarson og Lára Hrund Bjargardóttir settu ný mótsmet, Örn í 100 metra skriðsundi og Lára Hrund í 200 metra fjórsundi. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sigraði í tveimur greinum og Ómar Snævar Friðriksson náði gullverðlaunum í 200 metra fjórsundi.
Meira
"ÉG hef litið á þetta sem tæknilegar breytingar og stjórn veiðanna af hálfu eistneskra yfirvalda virðist vera mun traustari en áður, sem tryggir hagsmuni þeirra sem hlut eiga að máli," segir Jóel Kristjánsson, framkvæmdastjóri Skagstrendings...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.