"ÚRSLITIN eru gríðarleg vonbrigði, ekki síst eins og leikurinn þróaðist þar sem við stjórnuðum honum í áttatíu til áttatíu og fimm mínútur," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftir jafnteflið við Búlgara, 1:1, á Laugardalsvelli í gærkvöldi. "Við stýrðum leiknum, sköpuðum okkur að minnsta kosti átta marktækifæri en því miður tókst ekki að nýta nema eitt þeirra."
Meira