SVOKALLAÐUR raunveruleiki er víst efniviður allra listgreina. Hann er ekki aðeins hráefnið, sem unnið er úr, heldur skal afurðin oftar en ekki líkjast honum sem mest, spegla hann, nálgast hann og skýra með nýjum hætti, frá ákveðnum sjónarhóli. Það mun kallað listræn sköpun, en ekki hlutlaus skráning. Kvikmyndatökuvél skráir það sem hún sér hverju sinni en mannshugurinn skapar úr skráningunni með stafrófi myndmálsins, klippingu, lýsingu, tökuhreyfingum og svo framvegis.
Meira