Greinar sunnudaginn 10. júní 2001

Forsíða

10. júní 2001 | Forsíða | 275 orð | 1 mynd

Alger ósigur harðlínuaflanna

MOHAMMAD Khatami, forseti Írans, vann yfirburðasigur í kosningunum í landinu á föstudag og jafnvel enn stærri en fyrir fjórum árum. Meira
10. júní 2001 | Forsíða | 47 orð | 1 mynd

Til hamingju með daginn, sjómenn

Sjómenn um land allt halda sjómannadaginn hátíðlegan í dag. Skipin eru almennt í höfn í tilefni af því. Meira
10. júní 2001 | Forsíða | 351 orð | 1 mynd

Utanríkisráðherraskiptin þykja koma á óvart

TONY Blair gnæfði í gær yfir pólitískt landslag Bretlands, tveimur dögum eftir hinn mikla kosningasigur Verkamannaflokksins, ný ríkisstjórn undir hans forystu tekin við völdum, brezki Íhaldsflokkurinn leiðtogalaus og aðild Bretlands að Efnahags- og... Meira

Fréttir

10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Afhenti Alþingi minjagrip

Á ÞESSU ári eru liðin 50 ár frá því að Jón Magnússon lögmaður kom heim frá New York eftir dvöl hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem hann tók þátt í "United Nations International Interne Programme". Jón starfaði hjá SÞ, m.a. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 162 orð

ÁÆTLAÐ er að 144 leikskólakennara vanti...

ÁÆTLAÐ er að 144 leikskólakennara vanti í ágúst nk. til starfa við Leikskóla Reykjavíkur. Þar af þarf að ráða í 30 stöður deildarstjóra. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 717 orð | 1 mynd

Bakflæði - ristilkrabbamein

Sjöfn Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 4. júlí 1951. Hún tók stúdentspróf 1972 frá máladeild Verslunarskóla Íslands og læknapróf frá háskólanum í Árhúsum 1980, hún lauk fimm ára sérnámi í almennum lyflækningum og meltingarsjúkdómum frá Den Haag í Hollandi og var eitt og hálft ár í Kaupmannahöfn í sérnámi og störfum í meltingarsjúkdómum. Hún starfar á Sjúkrahúsinu á Akranesi, á Læknasetrinu hf. og á Speglun ehf. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 386 orð

Borgin eykur hlutafé sitt í Línu.Neti um 220 milljónir

SAMÞYKKT var á borgarstjórnarfundi aðfaranótt föstudags að auka hlutafé til Línu.Nets um 220 milljónir króna eða um 44,2 milljónir að nafnvirði. Hlutafé fyrirtækisins verður alls aukið um 70 milljónir að nafnvirði á genginu 5. Lína. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 196 orð | 3 myndir

Brimill í heimsreisu

EYJAMENN fengu heldur betur skemmtilega og óvenjulega heimsókn á hvítasunnudag en þá flatmagaði þessi mannelski selur á flotbryggju við Skansinn í Vestmannaeyjum og lét sér fátt um finnast þótt mannfólkið flykktist að til að berja hann augum. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð

Börn og unglingar í vanda

VEGNA umræðu í fjölmiðlum undanfarið vill Rauði kross Íslands taka fram eftirfarandi: "Á þessu ári hafa 12 heimilislaus börn fengið athvarf í Rauðakrosshúsinu við Tjarnargötu, neyðarathvarfi Rauða krossins fyrir börn og unglinga í vanda. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd

Dagbók Háskóla Íslands

11. - 17. júní Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Fimmtudaginn 14. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 437 orð

Ekki sótt um fjárheimild til verkefnisins

LÍKLEGA verður ekkert af sameiginlegu eftirliti lögreglunnar á Suðurlandi á hálendinu í sumar. Sumarið 1999 veitti Ríkislögreglustjóri styrk til að samræma og bæta eftirlit á svæðinu sem mæltist að sögn lögreglunnar afar vel fyrir. Meira
10. júní 2001 | Erlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

Fjórar konur bætast í ráðherraliðið

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði hrókeringar á ráðherraskipan í ríkisstjórn sinni að fyrsta verkinu á nýju kjörtímabili. Robin Cook víkur úr stól utanríkisráðherra og fjórar konur koma nýjar inn í brezku stjórnina. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Flakað af kappi

ÞEIR höfðu hröð handtök, keppendurnir í Opna Íslandsmótinu í handflökun, sem fram fór í Faxaskála við Reykjavíkurhöfn í gær. Þeir sem öttu kappi þegar Morgunblaðið leit þar inn fóru fimum höndum um fiskinn og kunnu greinilega að beita flugbeittum... Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 709 orð | 2 myndir

Fyrirtækjum ekki bannað að skoða tölvupóst starfsmanna

ENGIN lög eða reglur banna fyrirtækjum að skoða tölvupóst og fylgjast með tölvupósti starfsmanna sinna til og frá fyrirtækinu. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 319 orð

Fæða sýndi að ekki er um eskimóa að ræða

ÍSLENSKIR og danskir sérfræðingar hafa með rannsóknum gert út um deilu sem staðið hefur milli Grænlendinga og Hollendinga um hvort múmía, sem sýnd hefur verið sem eskimói á Westfries-safninu í Hoorn í Hollandi, sé það í raun eða ekki. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Gamli tíminn endurvakinn

ANDI liðinna tíma sveif yfir vötnum í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær, þegar atriði fyrir kvikmyndina Mávahlátur sem á að gerast í 17. júní hátíðarhöldunum árið 1952 var tekið upp. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Heppnir Akurnesingar

DREGINN var út 8. maí sl. fyrsti Alfa Romeo-bíllinn af þremursem eru á vinningaskrá Happdrættis SÍBS í sumar. Þennan fyrsta bíl hreppti Hannesína Ásgeirsdóttir á Akranesi. Meira
10. júní 2001 | Erlendar fréttir | 160 orð

ÍRAR höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu á...

ÍRAR höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag að Írland staðfesti Nice-sáttmálann, sem ætlað er að búa ESB undir stækkun til austurs. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Kveiktu í einum bíl og veltu öðrum

LÖGREGLAN hafði afskipti af fjórum sautján ára drengjum í Kollafirði aðfaranótt laugardags þar sem þeir höfðu kveikt í númeralausum bíl eins þeirra. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Lokaði Club Clinton

LÖGREGLAN í Reykjavík átti annasama nótt aðfaranótt laugardagsins og þurfti m.a. að grípa inn í átök, elta uppi árásarmenn og handtaka. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Mannbjörg er Fjarki ÍS sökk

TVEIR skipverjar á smábátnum Fjarka ÍS 444 björguðust í gúmbát er Fjarki sökk í fyrrinótt við Kópinn sunnan Arnarfjarðar. Skipverjar á Fríðu ÍS björguðu mönnunum úr gúmbátnum og héldu með þá til Flateyrar. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 644 orð

Nítján hljóta hvatningu forsetans

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti nítján ungmennum "Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga", í opinberri heimsókn sinni á Suðurfirði í Suður-Múlasýslu. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 118 orð

Reykjavegsganga Útivistar

GENGINN verður 4. áfangi af 10 í raðgöngu Útivistar um Reykjaveginn sunnudaginn 10. júní kl. 10.30, gönguleið frá Reykjanestá til Þingvalla. Brottför er frá BSÍ (stansað v. kirkjug. Hafnarfirði) og ekið austur fyrir Grindavík. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð

Réttindalaus ökumaður velti bíl

TVEIR piltar, 15 og 16 ára, slösuðust í bílveltu í Dýrafirði upp úr klukkan sjö á laugardagsmorgun og voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Annar er með höfuðáverka en hinn reyndist minna slasaður. Meira
10. júní 2001 | Erlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Segir samráð við hagsmunaaðila lykilatriði

RÁÐSTEFNU, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hélt um endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu sambandsins og fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaaðila í greininni sátu, lauk í Brussel á fimmtudag. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 157 orð

Stofna samtök um velferð byggðanna

HALDINN verður stofnfundur landssamtakanna "Velferð byggðannar" eða "Landsbyggðin lifi" þriðjudaginn 12. júní nk. á Fiðlaranum á þakinu, Skipagötu 14, Akureyri. Fundurinn hefst kl. 14:00 og mun væntanlega ljúka kl. 17:30. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 145 orð

Söfnun skjala útgerðar- og sjómanna

Í TILEFNI Hátíðar hafsins, 9.-10. júní nk., mun Borgarskjalasafn Reykjavíkur gera átak í söfnun skjala frá sjómönnum, útgerðarmönnum og öðrum sem tengjast hafinu á einhvern hátt. Meira
10. júní 2001 | Erlendar fréttir | 243 orð

Sögulegur sigur Blairs VERKAMANNAFLOKKURINN brezki vann...

Sögulegur sigur Blairs VERKAMANNAFLOKKURINN brezki vann stórsigur í þingkosningum á fimmtudaginn. Úrslitin eru söguleg því nú er í fyrsta skipti útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn sitji í stjórn tvö heil kjörtímabil í röð. Meira
10. júní 2001 | Erlendar fréttir | 1643 orð | 2 myndir

Tómarúmið vatn á myllu uppreisnarmanna

Búist er við að dragi aftur til tíðinda í Katmandú höfuðborg Nepals á morgun, skrifar Helga Kristín Einarsdóttir. Þá skilar nefnd, sem skipuð var til þess að rannsaka skotárás á fjórtán meðlimi konungsfjölskyldunnar fyrir níu dögum niðurstöðu. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð

Tveir slasaðir eftir átök í Lækjargötu

TIL átaka kom í Lækjargötu í Reykjavík er tveir menn réðust á aðra tvo og rotuðu annan og nefbrutu hinn upp úr klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Hinir slösuðu voru báðir fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 196 orð

Uppsagnir félagsmanna VR

MIKIÐ hefur borið á uppsögnum félagsmanna í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur (VR) undanfarna mánuði og segir Magnús L. Sveinsson, formaður félagsins, uppsagnirnar skipta tugum. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Yfirráðasvæðið varið

KRÍAN er kjarkaður fugl þar sem hún leggur til atlögu með eldrauðan gogginn og hamslaust hugrekkið að vopni við hvern þann sem vogar sér að nálgast varpið. Það eru ekki nema hraustustu menn sem hætta sér inn fyrir víglínuna, og er þó spurt að leikslokum. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 219 orð

Þorskkvóti næsta árs verður 190 þúsund...

Þorskkvóti næsta árs verður 190 þúsund tonn STÆRÐ þorskstofnsins hefur verið ofmetin um 289 þúsund tonn og verður kvóti næsta fiskveiðiárs 190 þúsund tonn, 30.000 tonnum minni en á þessu ári. Hefur hann þá dregist saman um 60.000 tonn á tveimur árum. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 146 orð

Þroskaþjálfar felldu samning launanefndar

ÞROSKAÞJÁLFAR felldu í atkvæðagreiðslu samning sem Þroskaþjálfafélag Íslands og launanefnd sveitarfélaga skrifuðu undir fyrir rúmri viku. 71,4% sögðu nei, en 28,6% samþykktu samningana. 39 voru á kjörskrá og var kjörsókn 71,8%. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ölvuð kona beit lögreglumann

ÖLVUÐ kona var staðin að verki við að brjótast inn í tvo bíla og stela í austurbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Lögreglan kom á staðinn og varð konan mjög æst er hún var handtekin og beit lögreglumann til blóðs í upphandlegg í gegnum úlpu. Meira
10. júní 2001 | Innlendar fréttir | 356 orð

Örorkubætur húsmóður miðaðar við fullt starf

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands til að greiða konu rúmlega 3,6 milljónir króna í skaðabætur. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júní 2001 | Leiðarar | 484 orð

ÍSLAND OG ALÞJÓÐA HVALVEIÐIRÁÐIÐ

Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, skýrði frá því á blaðamannafundi í fyrradag, að Ísland hefði gengið í Alþjóða hvalveiðiráðið á ný en ríkisstjórnin samþykkti úrsögn úr ráðinu í árslok 1991. Meira
10. júní 2001 | Leiðarar | 2196 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Á næstu mánuðum fara fram viðræður íslenzkra og bandarískra stjórnvalda um endurskoðun samkomulags um framkvæmd varnarsamnings ríkjanna, eins og vikið var að í Reykjavíkurbréfi 6. maí. Meira

Menning

10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 1417 orð | 3 myndir

Á vötnum Perluhafnar

Stórmyndaframleiðandann Jerry Bruckheimer þarf vart að kynna fyrir kvikmyndaunnendum. Hann hefur nú sent frá sér enn eitt risavaxna kassastykkið - Pearl Harbor. Hálfdan Pedersen flaug til Hawaii og hitti framleiðandann ásamt leikstjóranum á vötnum Pearl Harbor. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 64 orð

Ballettnámskeið fyrir drengi

KLASSÍSKI listdansskólinn heldur námskeið fyrir drengi á aldrinum 4-6 ára í júní. Á námskeiðinu verður unnið með margt sem tengist ballett eins og takt, hreyfingu, spuna, samhæfingu og dans. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 22 orð

Bibbi og Tilraunaeldhúsið

Í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 koma fram á Pólyfóníuhátíð Nýlistasafnsins, Bibbi - Like father like son og Tilraunaeldhúsið, Sigtryggur Berg Sigmarsson og... Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Bringuhárin burt!

SKIPTA þurfti um mynd framan á nýjustu smáskífu Ronan Keatings fyrir hinn viðkvæma Bandaríkjamarkað þar sem bringuhár söngvarans þóttu vera full áberandi. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 101 orð | 2 myndir

Evrópsk tónskáld á Reykholtshátíð

REYKHOLTSHÁTÍÐ verður haldin í fimmta sinn dagana 27.-29. júlí, en hún var stofnuð árið 1997. Gestir hátíðarinnar hafa verið frá ýmsum löndum auk innlendra flytjenda. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 1816 orð | 3 myndir

Forvitinn listamaður

Á vegum Nýlistasafnsins stendur yfir dagskrá undir heitinu Pólýfónía en þessari dagskrá er ætlað að kanna mörkin og markleysið milli tónlistar og myndlistar. Bjarki Sveinbjörnsson skrifar um frumherjann á sviði íslenskrar raftónlistar, Magnús Blöndal Jóhannsson. Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 226 orð | 1 mynd

Kanntu á bassa?

ROKKGREIFARNIR í Metallica hafa ætíð borið hag hinna fjölmörgu aðdáenda sinna fyrir brjósti. En nú má segja að þeir fari hamförum í alúðinni. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Kristnihaldið á fjalirnar í haust

Í maí hófust æfingar í Borgarleikhúsinu á Kristnihaldi undir jökli eftir Halldór Laxness. Leikgerðin er eftir Svein Einarsson en leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson, sem leikstýrði barnaleikritinu Móglí sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í desember... Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

Laumuspil í Helsinki

Leikstjórn Ikka Järvi-laturi. Aðalhlutverk Bill Pullman, Irena Jacob. (95 mín.) Finnland 1999. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 12 orð

Leirmyndir á Skagaströnd

INGIBJÖRG Heiðarsdóttir (Íbba) heldur sýningu á leirmyndum í grunnskóla Skagastrandar í dag,... Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 173 orð | 1 mynd

Mikki fær hreinar nærbuxur

STARFSFÓLK í Disney World, sem leikur heimsþekktar söguhetjur eins og Mikka Mús, Guffa og Plútó, hefur krafist þess að fá að hreinsa nærfötin sín sjálft. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 942 orð | 1 mynd

Músíkalskir konfektmolar

Sif Tulinius og Steinunn Birna Ragnarsdóttir ríða á vaðið á fyrstu tónleikum sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við þær um samspil fiðlu og píanós, glæsiverk fiðlusnillinganna, tæknibrellur og áhættuatriði. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 81 orð

Nýjar bækur

UNDIR fjallshlíðum er þriðja ljóðabók Jóns Bjarman . Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Jón er persónulegur í ljóðum sínum og ljóðin heilsteypt hvort sem hann yrkir um fjöllin sín fyrir norðan eða sálir mannanna. Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 272 orð | 2 myndir

"Hipp-hopp-menningin veitir lífsfyllingu"

Á DÖGUNUM fór fram alþjóðlega hipp-hopp ráðstefnan fyrir friði, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Ýmsir leiðtogar og málsvarar hipp-hopp menningar voru þar samankomnir t.a.m. þeir Wise Intelligent, Chuck D, Kool Herc og Grandmaster Flash. Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 555 orð | 1 mynd

"Við erum svolítið góðir í að semja lög"

Næstkomandi þriðjudag kemur á markaðinn geisladiskur með lögum hinna sívinsælu Fóstbræðra. Af því tilefni hitti Birta Björnsdóttir þá Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr í reykherbergi Íslenska útvarpsfélagsins. Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 949 orð | 2 myndir

Sögumaður af guðs náð

Síðustu ár hafa æ fleiri látið sig litlu varða þá hólfaskiptingu sem tíðkast hefur í tónlist. Þannig hræra menn nú saman tónlistarstefnum frá ólíkum heimshornum, Ameríku, Afríku, Evrópu og Asíu, og til verður alþjóðleg taktsúpa, bragðmikil og sterk. Fransk-spænski tónlistarmaðurinn Manu Chao sendi nýverið frá sér skífu þar sem hann fer á kostum í menningarlegri fjölbragðaglímu. Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 295 orð | 1 mynd

Tíu styrkir úr Menningarsjóði Sjóvár-Almennra

MENNINGARSJÓÐUR Sjóvár-Almennra trygginga hf. hefur úthlutað tveimur milljónum króna til 10 aðila en rúmlega 180 aðilar sóttu um styrk úr sjóðnum í ár. Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 331 orð | 1 mynd

Veruleikaflótti

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þór Árnason, eða Ingó eins og hann er kallaður, gefur á morgun út plötuna Escapism . Meira
10. júní 2001 | Menningarlíf | 957 orð | 1 mynd

Veruleikinn í mynd

LÍTILL vaxtarsproti náði að gægjast í gegnum einsleita flóru kvikmyndaframboðs bíóanna þegar myndin Lalli Johns eftir Þorfinn Guðnason var sýnd í Háskólabíói á dögunum við aðsókn sem teljast verður einstök fyrir íslenska heimildarmynd. Meira
10. júní 2001 | Fólk í fréttum | 605 orð | 2 myndir

Öruggt og léttfætt

Skref fyrir skref, safnskífa gefin út til styrktar handknattleiksdeild KA. Meira

Umræðan

10. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag sunnudaginn 10. júní verður Jóhanna Ingvarsdóttir Norðfjörð, kjólameistari, Kleppsvegi 62, Reykjavík, níræð. Hún dvelur með fjölskyldu sinni og frændfólki á... Meira
10. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 840 orð

(Efes. 3, 14.)

Í dag er sunnudagur 11. júní, 161. dagur ársins 2001. Trínitatis, Þrenningarhátíð, Sjómannadagurinn. Orð dagsins: Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum. Meira
10. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 499 orð

Ísskápar ráðamanna

ÉG hef undanfarið lesið greinar í Velvakanda þar sem talað er um hversu galtómir ísskápar fátækra séu mitt í allri velferðinni. En hvað skyldi vera í ísskápum hinna háu herra sem hér stjórna? Ég get ímyndað mér að þar sé að finna sitthvað gómsætt. Meira
10. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 871 orð

Matbæjarmótið á Húsavík

TILEFNI þessara skrifa er ferð 5. flokks drengja og stúlkna í handbolta til Húsavíkur á Matbæjarmótið, sem haldið var dagana 27.-30. apríl sl. Þetta árlega handknattleiksmót Völsunga var nú haldið í 11. Meira
10. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 98 orð

Móðir mín

Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekki um þig, ó, móðir góð? - Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís, hjá góðri og göfugri móður? Meira
10. júní 2001 | Aðsent efni | 1343 orð | 1 mynd

Óperusöngvarar í útlegð

Allir íslenskir söngvarar eiga sér þá ósk heitasta að fá að koma heim og syngja fyrir þjóð sína, segir Árni Tómas Ragnarsson. Þjóð þeirra vill ekki halda þeim í listrænni útlegð. Meira
10. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 117 orð

Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja .

Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja . Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 8., 9. og 10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja . Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. Meira
10. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 722 orð

Vini Víkverja brá heldur í brún...

Vini Víkverja brá heldur í brún þegar ný símaskrá kom út á dögunum og í ljós kom að hann hafði verið strikaður út úr skránni, var ekki lengur skráður með síma á heimili sínu í einu úthverfa höfuðborgarinnar. Meira
10. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 47 orð | 1 mynd

Þessi myndarlegi hópur úr barnastarfi Hjálpræðishersins...

Þessi myndarlegi hópur úr barnastarfi Hjálpræðishersins á Akureyri efndi nýlega til hlutaveltu til styrktar ABC-hjálparstarfi fyrir barnaheimili litlu ljósanna á Indlandi og söfnuðust 10.533 krónur. Þau heita, f.v. Meira

Minningargreinar

10. júní 2001 | Minningargreinar | 312 orð | 1 mynd

ANNA G. MARKÚSDÓTTIR

Anna Guðmunda Markúsdóttir fæddist í Hákoti í Þykkvabæ 2. nóvember 1913. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þykkvabæjarkirkju 19. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2001 | Minningargreinar | 1350 orð | 1 mynd

BJÖRN FR. BJÖRNSSON

Björn Fr. Björnsson fæddist á Ólafsfirði 22. mars 1924. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigfríðar Björnsdóttur og Björns Friðbjörnssonar. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2001 | Minningargreinar | 887 orð | 1 mynd

GÍSLI GÍSLASON

Gísli Gíslason var fæddur á Siglunesi 9. maí 1910. Hann lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 17. maí síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Patreksfjarðarkirkju 24. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2001 | Minningargreinar | 746 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR HELGI GUÐMUNDSSON

Guðmundur Helgi Guðmundsson fæddist á Blómsturvöllum á Stokkseyri 10. júní 1941. Hann lést á Stokkseyri hinn 25. mars síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju 3. apríl. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2001 | Minningargreinar | 340 orð | 1 mynd

HERDÍS TORFADÓTTIR

Herdís Torfadóttir fæddist 10. júní 1921. Hún lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 16. desember síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Stykkishólmskirkju 27. desember. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2001 | Minningargreinar | 4923 orð | 1 mynd

HJÁLMAR INGI JÓNSSON

Hjálmar Ingi Jónsson fæddist á Mosvöllum í Önundarfirði 2. júlí 1934. Hann lést í Landspítala Fossvogi 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jarþrúður Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 24.8. 1913, d. 16.7. 1990, og Jón Salómon Jónsson, f. 24.2. 1913. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

10. júní 2001 | Bílar | 458 orð | 4 myndir

911 GT2 tekur menn með trompi

PORSCHE 911 GT2 er í hópi hraðskreiðustu bíla heims og sannarlega hraðskreiðasti 911-bíll nokkru sinni. Bíllinn er sagður vera 4,1 sekúndu í 100 km hraða. Meira
10. júní 2001 | Bílar | 147 orð | 1 mynd

BMW X3 á markað eftir 11/2 ár

BMW X3 smájeppinn er væntanlegur á markað innan 18 mánaða. Hann á að etja kappi við bíla eins og Land Rover Freelander og Ford Escape en þess má vænta að X3 komi með áður óþekkt gæði og glæsileika inn í þennan flokk bíla. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 87 orð | 1 mynd

Dómkirkja sviðsmynd fyrir Harry Potter

GERT er ráð fyrir að elleftu aldar dómkirkjan í Gloucester í Bretlandi njóti enn meiri athygli en venjulega þegar kvikmyndin um Harry Potter verður frumsýnd síðar á þessu ári því dómkirkjan er notuð sem sviðsmynd í þessari fyrstu mynd um söguhetjuna... Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 782 orð | 3 myndir

Eyja á mótum þriggja heimsálfa

Það er vinstri umferð á Kýpur og hvert sem litið er grisjar í ljósan kalksteinsjarðveg innan um gróðurinn. Hilmar P. Þormóðsson brá sér þangað nýlega. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 75 orð | 1 mynd

Flugþreyta "minnkar heilann"

ÞEIR sem ferðast mikið með flugvélum og finna oft til flugþreytu gætu orðið fyrir varanlegum heilaskemmdum samkvæmt rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature Neuroscience. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 364 orð | 1 mynd

Fór í brúðkaup til Kenýa

Karl Sæberg öryggisstjóri hjá Íslenskri Erfðagreiningu fór í eftirminnilega ferð til Kenýa. Meira
10. júní 2001 | Bílar | 591 orð | 1 mynd

Handskiptingin að hverfa vestanhafs

ÞÓTT sjálfskipting sé enn talin til aukabúnaðar hjá flestum bandarískum bílaframleiðendum er aðeins lítið brot af bílaflotanum þar með handskiptum gírkössum. Meira
10. júní 2001 | Bílar | 82 orð | 1 mynd

Honda brýtur blað í árekstravörnum

HONDA Civic er fyrsti bíllinn í árekstrarprófi Euro NCAP sem fær þrjár stjörnur fyrir varnir fyrir gangandi vegfarendur. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 311 orð | 2 myndir

Hótel Framtíð fær gæðaverðlaun

HÓTEL Framtíð á Djúpavogi, hlaut nýverið gæðaverðlaun Ferðaskrifstofu Íslands, en erlendir ferðamenn völdu það einn af þeim gististöðum sem skaraði fram úr hvað þjónustu varðar. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 121 orð | 1 mynd

Hótel sinna þörfum kvenna

SÍFELLT fleiri hótel klæðskerasauma þjónustu sína að þörfum kvenna í viðskiptalífinu, þar sem þeim hefur fjölgað mikið undanfarið, að því er segir í breska TTG, Travel trade, gazette, Öryggi á ferðalögum er konum í viðskiptaerindum afar mikilvægt skv. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 198 orð | 1 mynd

Ísland Hálendishandbókin í jeppann Hálendishandbókin.

Ísland Hálendishandbókin í jeppann Hálendishandbókin. Ökuleiðir, gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands, er komin út á vegum bókaútgáfunnar Skerplu. Meira
10. júní 2001 | Bílar | 541 orð | 4 myndir

Léttur og aflmikill MR2

HVAÐA bíll er í senn; lítill, léttur, opinn, nettur, laglegur, aflmikill, tveggja manna og afturhjóladrifinn? Þessi lýsing á við um Toyota MR2, "roadsterinn" sem kom á markað hérlendis fyrir u.þ.b. einu ári. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 153 orð | 1 mynd

Meistarinn vinnur ferð til Frakklands

ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í glerkúluspili stendur yfir um helgina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en missagt var í ferðablaðinu fyrir tveimur vikum að keppni færi þá fram og er beðist velvirðingar á því. Meira
10. júní 2001 | Bílar | 196 orð | 2 myndir

Nýr og gerbreyttur A3

AUDI setur á markað gerbreyttan A3 á næsta ári sem dregur dám af útliti hins nýja A4. Línurnar eru sem sagt mýkri og meira flæðandi en áður eins og í kúpubökum og um leið skapast meira nýtanlegt innanrými en í fyrri gerð. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 113 orð | 1 mynd

Ódýrast að bóka á Netinu

NETFLUG Icelandair er ný leið fyrir viðskiptavini Flugleiða þar sem þeir geta keypt flugmiða á hagstæðara verði ef þeir bóka sjálfir á Netinu í stað þess að kaupa flugmiða í gegnum síma eða með því að fara á söluskrifstofu. Meira
10. júní 2001 | Bílar | 110 orð

Peugeot vill smíða jeppa

PEUGEOT leitar nú eftir samstarfsaðila til að þróa nýjan jeppa. Frederic Saint-Geours, einn af framkvæmdastjórum Peugeot, segir að jeppi sé í samræmi við þá ímynd sem fyrirtækið hefur skapað sér. Meira
10. júní 2001 | Bílar | 466 orð | 4 myndir

Sala á nýjum Mini hefst í árslok

42 ÁR eru síðan Bretinn Alexis Issigonis teiknaði Mini, einhvern sögufrægasta smábíl heims. Í þessum mánuði hefst sala á nýjum Mini í Bretlandi og síðar á árinu út um allan heim hjá völdum BMW-umboðum. Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 152 orð | 1 mynd

Sögueyjan Kýpur

Kýpur er þriðja stærsta eyjan á Miðjarðarhafi, 9.251 ferkílómetri að stærð. Stærri eru Sikiley og Sardinía. Ströndin er klettótt og sandflákar á milli. Meira
10. júní 2001 | Bílar | 28 orð

Toyota MR2

Vél: 1.794 rsm, 140 hestöfl, 170 Nm tog. Lengd: 3.885 mm. Breidd: 1.695 mm. Eigin þyngd: 975 kg. Hröðun: 7,9 sek. úr 0-100 km/klst. Hámarkshraði: 210 km/klst. Eyðsla: 7,4 l í blönduðum akstri. Verð: 2.598.000... Meira
10. júní 2001 | Ferðalög | 358 orð | 1 mynd

Töfrandi tónar sumarsins

VÍÐA í Noregi og annars staðar í Evrópu eru haldnar tónlistarhátíðir af ýmsum stærðum og gerðum og ættu poppunnendur, harðir rokkarar og djassgeggjarar allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meira

Fastir þættir

10. júní 2001 | Fastir þættir | 46 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð fimmtudaginn 31. maí. 19 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 247 Fróði B. Pálsson - Þórarinn Árnason 238 Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnss. Meira
10. júní 2001 | Fastir þættir | 204 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Góð þátttaka í Sumarbrids Mánudaginn 4. júní var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 23 para. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para og meðalskor var 216. Meira
10. júní 2001 | Fastir þættir | 278 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"VAR ég að klúðra þessum fjórum spöðum?" Matthías Þorvaldsson horfði íhugull á spilagjöfina og varð starsýnt á þetta spil: Austur gefur; NS á hættu. Meira
10. júní 2001 | Fastir þættir | 636 orð | 1 mynd

Patrekur og Trostan

Patreksfjörður og Trostansfjörður heita trúlega eftir keltneskum dýrlingum. Stefán Friðbjarnarson staldrar við nokkur kennileiti um íslenzka kristni á landnámsöld. Meira
10. júní 2001 | Fastir þættir | 119 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp í B-flokki Borowski-minningarmótsins er lauk nýlega í Essen í Þýskalandi. Þjóðverjar eiga um þessar mundir marga stórefnilega skákmenn sem flestir eiga ættir sínar að rekja frá Ráðstjórnarríkjunum sálugu. Einn þeirra, Arkadij Naiditsch (2. Meira
10. júní 2001 | Fastir þættir | 97 orð

Suðurnesjamenn áfram í bikarnum Sveit Guðrúnar...

Suðurnesjamenn áfram í bikarnum Sveit Guðrúnar Óskarsdóttur fór á Suðurnesin sl. þriðjudagskvöld og spilaði gegn sveit Sparisjóðsins í Keflavík. Sveit Guðrúnar sem skipuð er fjórum konum, lét finna fyrir sér og spilaði vel. Meira

Sunnudagsblað

10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 943 orð | 1 mynd

Að heiman í 45 ár

Oskar Sigvaldason, forstjóri kanadíska ráðgjafarfyrirtækisins Acres, er Vestur-Íslendingur og var hér á ferð fyrir stuttu til að kynni sig og fyrirtæki sitt. Kristín Gunnarsdóttir ræddi við hann um ætt og uppruna og ferðir hans víða um lönd. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 368 orð

Á Gdynia góða bar

Ljóð um ævintýri ungs skipverja í erlendri hafnarborg "Hið góða, sem ég vil gjöra, gjöri ég ei. Hið vonda, sem ég vil eigi gjöra, gjöri ég" (Páll postuli) Engin hætta er að vér hrösum, allir hafa vín í glösum. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 712 orð | 2 myndir

Á Vegamótum

Veitingastaðurinn Vegamót við Vegamótastíg er einn af þessum stöðum sem láta lítið yfir sér, berast ekki mikið á en maður sækir í aftur og aftur. Það er erfitt að skilgreina Vegamót. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 2569 orð | 5 myndir

Búinn með 21 líf af 9

Enn finnast á Íslandi einstaklingar sem gustar af og hafa marga fjöruna sopið. Karl einn sem Guðmundur Guðjónsson og Árni Sæberg hittu nýverið í Hornvík á Ströndum, við rætur Hornbjargs, reyndist vera með óborganlegan feril svaðilfara að baki. Hann er sagður hafa fæðst með 9 líf eins og kettirnir, en hann sé búinn að nota 21. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 56 orð | 3 myndir

Búinn með 21 líf af 9

Enn finnast á Íslandi einstaklingar sem gustar af og hafa marga fjöruna sopið. Karl einn sem Guðmundur Guðjónsson og Árni Sæberg hittu nýverið í Hornvík á Hornströndum, við rætur Hornbjargs, reyndist vera með óborganlegan feril svaðilfara að baki. Hann er sagður hafa fæðst með 9 líf eins og kettirnir, en hann sé búinn að nota 21. 10 Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 1909 orð | 6 myndir

Heimsókn skonnorta franska flotans til Íslands vorið 2000

Nú um Sjómannadaginn er liðið ár síðan tvær skonnortur franska flotans, "La Belle Poule" og "L'Etoile" komu í heimsókn hingað til Íslands. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 565 orð | 1 mynd

Hvað er framtíðin löng?

Hvað sjálfan mig varðar er þetta einfalt, skrifar Sveinbjörn I. Baldvinsson. Framtíðin er ekki okkar eign frekar en Jörðin. Skilum báðum heilum til komandi kynslóða. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 2712 orð | 4 myndir

Í blíðu og stríðu á þríburunum

Við vorum ekki hinar lofsungnu hetjur hafsins, minnist Sæbjörn Valdimarsson. Vellulegir dægurlagatextarnir um heljarmenni í linnulausri baráttu við dauðann í veðurofsa úthafanna, voru ekki fluttir oss til dýrðar. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 1211 orð | 3 myndir

Lúpínustríð

Gaman er að stjórna framvindu gróðurlendis til fegrunar umhverfisins, segir Sturla Friðriksson, en ástæðulaust að láta aðkomutegundir gerast svo aðsópsmiklar að þær verði allsráðandi í vistkerfi landsins. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 3634 orð | 4 myndir

Markaðurinnharður húsbóndi

Fyrir einu ári sameinuðust Íslandsbanki hf. og FBA hf. og úr varð stærsti banki landsins, Íslandsbanki-FBA hf. Samrunaferlinu og stefnumótunarstarfi því tengdu telst nú að fullu lokið. Haraldur Johannessen ræddi við forstjóra bankans, þá Bjarna Ármannsson og Val Valsson, um samrunann, lækkandi verð hlutabréfanna, hækkað kostnaðarhlutfall, starfsemina erlendis og eignaraðild að bankanum. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 2492 orð | 3 myndir

Minningar úr Menntaskólanum í Reykjavík

Eftirfarandi þáttur Guðrúnar Pétursdóttur, stúdents úr MR 1970, er einn af fjölmörgum þáttum í óútkominni bók, Minningar úr Menntaskólanum í Reykjavík. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 376 orð | 1 mynd

Norsk kona heiðrar minningu horfins bróður

Á sjómannadag leggur Nora Reite Hatlevik, 69 ára gömul norsk kona, blóm á leiði óþekkta sjómannsins á Flateyri. Hún gerir það í minningu bróður síns, Peters Leons Reite, sem fórst við Ísland 1942, og annarra norskra sjómanna sem gista hina votu gröf. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 22 orð | 1 mynd

Nýtt merki Íslandsbanka

Íslandsbanki-FBA hf. mun á morgun taka upp nýtt merki og verður frá sama tíma aðeins nefndur Íslandsbanki þótt formlegt heiti hans verði... Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 366 orð

Óþekkti sjómaðurinn

Kvæði þetta er ort um óþekkta sjómanninn í Flateyrarkirkjugarði. Hvern sjómannadag er lagður sveigur á leiðið, ræða flutt og sálmur sunginn. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 1236 orð | 5 myndir

Óþekkti sjómaðurinn á Flateyri

Í Flateyrarkirkjugarði er leiði óþekkta sjómannsins. Á sjómannadegi er lagður þar blómsveigur til minningar um þá sem horfið hafa í hina votu gröf, fjarri ástvinum og ættjörð. Guðni Einarsson kynnti sér sögu óþekkta sjómannsins á Flateyri. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 839 orð | 1 mynd

Pavlova á mánudagsmorgni

MÖRGUM finnst erfitt að hefja störf á ný eftir notalegt helgarfrí. Nú þegar blússandi sumar er komið reynist það jafnvel enn erfiðara. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 1543 orð | 1 mynd

Peningaplokk á fölskum forsendum

Nýjasta nýtt í Bandaríkjunum eru drykkjarvörur með ýmiss konar efnum úr fæðubótarefnum og náttúrulyfjum. Anna G. Ólafsdóttir forvitnaðist um efnin og komst að því að slíkir drykkir væru ekki uppi í hillum í íslenskum matvöruverslunum. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 293 orð | 2 myndir

Stórir silungar veiðast víða

Nokkuð hefur borið á vel vænum silungum í afla stangaveiðimanna. Snemma í vor veiddust t.d. risaurriðar, 18 til 20 punda, í Þingvallavatni og Minnivallalæk og gríðarlegt tröll sleit hjá veiðimanni í Litluá. Laxá í Mývatnssveit opnaði 1. júní og hafa a.m. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 1562 orð | 1 mynd

Tuttugu ára stríð

Fyrstu alnæmistilfellin komu upp í Bandaríkjunum þriðjudaginn 5. júní 1981. Svavar Knútur Kristinsson kynnti sér sögu alnæmis, ástandið í dag og framtíðarhorfur. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 611 orð | 1 mynd

Undarlegir tímar

Það virðast undarlegir tímar vera að ganga yfir hið íslenska samfélag. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 2728 orð | 1 mynd

Vildu heyra Sölku á íslensku

Á miðvikudaginn var frumsýndi stærsti dreifingaraðili Þýskalands kvikmyndina "Be.angled" með Sólveigu Arnarsdóttur í aðalhlutverki. Davíð Kristinsson ræddi við Sólveigu um feril hennar í Þýskalandi. Meira
10. júní 2001 | Sunnudagsblað | 3878 orð | 2 myndir

Væntingar og vonbrigði

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar liggja nú undir harðri gagnrýni vegna nýútkominnar skýrslu þar sem lagt er til að dregið verði verulega saman í þorskaflaheimildum á næsta ári, m.a. vegna ofmats stofnunarinnar á stofnstærð þorsks á síðustu árum. Guðni Einarsson og Jóhanna Ingvarsdóttir litu yfir síðastliðin 10 ár, könnuðu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og viðbrögð stjórnvalda við ráðgjöf fiskifræðinganna. Meira

Barnablað

10. júní 2001 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Dragið strik og litið

EF þið dragið strik frá punkti númer 1 og endið á punkti númer 63 ætti myndin að skýrast. P.S. Ef þið eruð litaglöð er tilvalið fyrir ykkur að lita myndina á... Meira
10. júní 2001 | Barnablað | 144 orð | 1 mynd

Einfalt fótboltaspil

TIL þess að búa til þetta fótboltaspil þurfið þið lok af skókassa eða eitthvað í þeim dúr og litla kúlu (fótboltann), t.d. gerða úr álpappír ef engin kúla er til, og kassa úr eldspýtustokki. Meira
10. júní 2001 | Barnablað | 69 orð | 1 mynd

Getraunir Stellu Kristínar

STELLA Kristín Hallgrímsdóttir, Funafold 65, 112 Reykjavík, er flink að teikna, sem sjá má. Ekki nóg með það, heldur hefur hún laumað tveimur getraunum inn í myndina. Hin fyrri þrautin hljóðar svo: HVAÐ getur þú fundið mörg bein á myndinni? Meira
10. júní 2001 | Barnablað | 27 orð | 1 mynd

Guð hjálpi þér!

ÞEGAR einhver í návist okkar hnerrar - og gerir okkur ef til vill bilt við um leið - er almenn kurteisisvenja að segja við viðkomandi: guð hjálpi... Meira
10. júní 2001 | Barnablað | 76 orð | 1 mynd

Í sólskinsskapi

GUNNHILDUR Ýrr Gunnarsdóttir, Helluhrauni 16, 660 Mývatn, var 4 ára þegar hún gerði þessa fallegu mynd af sér úti í sólskininu. Meira
10. júní 2001 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Keli köttur

FRÁ Birni, 5 ára, eru einu upplýsingarnar sem við höfum um þessa vel lituðu... Meira
10. júní 2001 | Barnablað | 75 orð | 1 mynd

Norðurljós - suðurljós

ÞEIR sem búa á norðurhveli jarðar rétt við heimskautsbaug eiga að hafa séð fögur ljósfyrirbæri á heiðskírum vetrarkvöldum - þessi einkennilegu ljósbelti, sem færast snögglega og án nokkurs fyrirvara um himininn og kallast norðurljós. Meira
10. júní 2001 | Barnablað | 23 orð

Vissuð þið...

...að þriðjungur jarðarbúa býr í borgum? ...að í stærstu borg heims, Tókýó, búa yfir 25 milljónir manna? ...að fyrstu borgirnar urðu til fyrir um 7.000... Meira
10. júní 2001 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Víðkunnar furðuverur

HÚN María Björk Gunnarsdóttir, 8 ára e.t.v. orðin 9, Fagrabæ 11, 110 Reykjavík, er höfundur þessarar litríku myndar af Pokémon-verunum... Meira

Ýmis aukablöð

10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 122 orð | 1 mynd

Ashley Judd fáum við að sjá...

Ashley Judd fáum við að sjá síðar á árinu í a.m.k.tveimur vænlegum myndum. Í Fridu Kahlo fer hún með eitt aðalhlutverkanna, ásamt Sölmu Hayek, Antonio Banderas, Edward Norton, Alfred Molina og Geoffrey Rush . Ekki óásjálegur hópur. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 51 orð

Bíóaðsókn að breytast

AÐSÓKNARHLUTFÖLLIN eru að snúast í heiminum. Alþjóðamarkaðurinn er í sífelldri sókn og er spáð í nýrri könnun Screen International þriðjungs aukningu á næstu tíu árum. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 511 orð

Dóttir dreifbýlissöngkonunnar

EIN sárafárra, minnisstæðra leikkvenna sem kveðið hafa sér hljóðs í Hollywood síðasta áratuginner hin liðlega þrítuga Ashley Judd . Ekki veitir iðnaðinum af. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 302 orð | 1 mynd

Flugriti þýskrar sögu

Að undanförnu hafa myndir um hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildina (RAF) verið tíðar í þýskum kvikmyndahúsum. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 60 orð

Heimsfrumsýning á Dagfinni

Framhaldsmyndin Dagfinnur dýralæknir 2 eða Dr. Doolittle 2 verður frumsýnd bráðlega í fimm kvikmyndahúsum, Regnboganum, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfabakka, Nýja bíói Keflavík og Borgarbíói Akureyri . Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 334 orð

Í sjón og raun

SVOKALLAÐUR raunveruleiki er víst efniviður allra listgreina. Hann er ekki aðeins hráefnið, sem unnið er úr, heldur skal afurðin oftar en ekki líkjast honum sem mest, spegla hann, nálgast hann og skýra með nýjum hætti, frá ákveðnum sjónarhóli. Það mun kallað listræn sköpun, en ekki hlutlaus skráning. Kvikmyndatökuvél skráir það sem hún sér hverju sinni en mannshugurinn skapar úr skráningunni með stafrófi myndmálsins, klippingu, lýsingu, tökuhreyfingum og svo framvegis. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 47 orð | 1 mynd

Lucas heiðraður

Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (BAFTA), hyggst sæma George Lucas Britannica- verðlaununum, sem kennd eru við Stanley Kubrick. Sjálfsagt vegur þungt á metunum að Lucas hefur gert flestar myndir sínar að talsverðu leyti í breskum kvikmyndaverum. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 51 orð

Mandólín Corellis

7. september frumsýna Sambíóin Álfabakka, Háskólabíó og Nýja bíó Akureyri nýjustu mynd Nicholas Cage , Captain Corelli's Mandolin eða Mandólín Corelli kapteins . Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 58 orð | 1 mynd

Michael og McCool

HINN 15. júní frumsýna Laugarásbíó og Stjörnubíó bandarísku gamanmyndina One Night at McCool's . Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 964 orð | 2 myndir

Myndir af minningum

Bandaríska spennumyndin Memento eftir Christopher Nolan hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegan frásagnarmáta en hún byrjar á endinum og rekur sig í átt að upphafinu. Arnaldur Indriðason skoðaði hvaða hugmyndir liggja að baki henni. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 69 orð | 1 mynd

Perluhöfn og úthaldið

Þó svo að Perluhöfn - Pearl Harbor , hafi ekki staðið fyllilega undir væntingum hvað aðsókn snertir, er ljóst að hún verður ein vinsælasta mynd ársins. Spurningin sem brennur er hvernig útreið hún fær hjá áhorfendum nákvæmlega núna um helgina. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 932 orð | 3 myndir

Riddarar af baki dottnir

Riddarasögur eru með hvimleiðari bókmenntum sem til eru. Söguhetjurnar eru einatt persónulausar. Klerklegur mærðarstíll virðist beinlínis hraustlegur í samanburði við þann prósa sem svip setur á slíkar sagnir. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 288 orð | 1 mynd

Út í flóa

Þar sem stór hluti bandarísku þjóðarinnar er að látið plata sig á bíó til að sjá Pearl Harbor, finn ég mig knúinn til að minna fólk á að í Hollywood starfa ekki bara sjálfhverfir leikstjórar með uppblásið egó og skerta sjálfsvitund. Hér vinnur líka hugsandi fólk sem gerir myndir fyrir hugsandi fólk. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 159 orð

Verða þær vinsælastar?

Vikulega fer fram umfangsmikil könnun á hvaða myndir eru líklegastar til afreka næstu misserin. Stór netmiðill stendur fyrir könnuninni, sem beint er að notendum hans í Bandaríkjunum. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 256 orð | 1 mynd

Von Trier framleiðir "gæðaklám"

ZENTROPA, kvikmyndafyrirtæki Lars von Triers , hyggst gera aðra tilraun til þess að framleiða það sem maðurinn að baki hugmyndinni kallar "gæðaklám". Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 52 orð | 1 mynd

X-menn snúa aftur

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Brian Singer , hefur náð samningum við Hugh Jackman og aðra leikara sem komu fram í smellinum X-Men (´00), að hann njóti krafta þeirra í framhaldsmynd. Meira
10. júní 2001 | Kvikmyndablað | 59 orð | 1 mynd

Þróun 6. júlí

Bandaríska gamanmyndin Evolution verður frumsýnd 6. júlí. Hún er með David Duchovny í aðalhlutverki og segir frá því þegar undarlegar verur koma til jarðar og valda talsverðum usla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.