Greinar föstudaginn 15. júní 2001

Forsíða

15. júní 2001 | Forsíða | 59 orð | 1 mynd

Berbar í uppreisnarhug

Tugir og jafnvel hundruð þúsunda Berba efndu til mikilla mótmæla í Algeirsborg í gær. Saka þeir stjórnvöld um kúgun og valdníðslu og krefjast þess, að réttur þeirra eigin tungu verði viðurkenndur. Meira
15. júní 2001 | Forsíða | 350 orð | 1 mynd

Boða aukna samvinnu þrátt fyrir ágreining

BANDARÍKIN og Evrópusambandið, ESB, hétu í gær að vinna saman gegn mengun og gróðurhúsaáhrifum en George W. Bush Bandaríkjaforseti ítrekaði, að stjórn sín ætlaði ekki að samþykkja Kyoto-bókunina. Meira
15. júní 2001 | Forsíða | 169 orð

Byssukúlur rjúfa vopnahléið

ÍSRAELSKAR og palestínskar byssukúlur rufu í gær vopnahlé, sem komið hafði verið á fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna og féllu bæði Palestínumenn og Ísraelar í átökunum. Leiðtogar deiluaðila reyndu eftir mætti að hafa hemil á óeirðunum. Meira
15. júní 2001 | Forsíða | 215 orð

NATO aðstoði við afvopnun

STJÓRN Makedóníu óskaði formlega eftir því í gær, að Atlantshafsbandalagið aðstoðaði við að afvopna albanska uppreisnarmenn féllust þeir á að leggja niður vopn. Meira
15. júní 2001 | Forsíða | 98 orð

Skattur á útlendinga í makaleit

SAPARMURAT Niyazov, forseti Túrkmenistans, leitar allra leiða til að bæta bágan efnahag landsins og hefur nú fundið nýja tekjulind - útlendinga sem vilja giftast túrkmenskum borgurum. Meira

Fréttir

15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 217 orð

12 ára fangelsi fyrir manndráp

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Bergþóru Guðmundsdóttur í 12 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Hallgrími Elíssyni að bana í íbúð á Leifsgötu 10 í Reykjavík hinn 23. júlí í fyrra. Til frádráttar kemur samfellt gæsluvarðhald hennar frá 24. júní í fyrra. Meira
15. júní 2001 | Suðurnes | 64 orð

15 milljónir í Duus-húsin

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur samþykkt að leggja 15 milljónir kr. í lagfæringar á húsinu við Duusgötu 10 til að þar verði hægt að koma upp bátasafni Gríms Karlssonar. Reykjanesbær hefur með aðstoð Alþingis eignast bátasafnið. Meira
15. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

47 enn ekki fengið vinnu

KÖNNUN á vegum Akureyrarbæjar á atvinnuhorfum skólafólks, 17 ára og eldra leiddi í ljós að enn eru 47 einstaklingar án vinnu í sumar. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Aflraunasteinar í Sjómannagarðinum á Hellissandi

SJÓMANNADAGURINN fór fram með hefðbundnu sniði undir Jökli. Hátíðarhöldin voru við höfnina á Rifi á laugardag, þar sem kappróður, koddaslagur og ýmsar uppákomur voru fram eftir degi. Meira
15. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Aldurstengd réttindaöflun til skoðunar

AÐALFUNDUR Lífeyrissjóðs Norðurlands sem haldinn var nýlega samþykkti ályktun um að kostir og gallar aldurstengdrar réttindaávinnslu yrðu kannaðir. Fram til þessa hafa áunnin réttindi verið jöfn hjá lífeyrissjóðum á Íslandi, þ.e. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 324 orð

Athuganir á hagkvæmni standa yfir

SAMEINING Rafveitu Sauðárkróks og og Vatns- og Hitaveitu Skagafjarðar í Orkuveitu Skagafjarðar verður hugsanlega að veruleika innan tíðar en athuganir á hagkvæmni sameiningar hafa staðið yfir. Meira
15. júní 2001 | Miðopna | 1337 orð | 1 mynd

Aukinn skilningur leiðir til markvissari meðferðar

Jóhann Axelsson prófessor, Ragnhildur Káradóttir lífefnafræðingur og Steinunn Einarsdóttir meinatæknir vinna að frumkvöðlavísindaverkefni, sk. Vestfjarðarannsókn, sem sýnir fram á tengsl birtu og melatónínframleiðslu og áhrif þeirra á sveiflur í líðan, skapi og atferli. Jóhanna K. Jóhannesdóttir kynnti sér kenningar vísindamannanna. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Á leið yfir Reykjavíkurtjörn

VEÐUR hefur verið bjart og fallegt í Reykjavík og á suðvesturhorni landsins undanfarna daga og hefur mannlífið í miðbænum verið líflegt eftir því. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 235 orð

Áætluð útgjöld aukast um 3 milljarða

FJÁRHAGSRAMMI í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002 hækkar um rúma 2,2 milljarða króna frá þriggja ára áætlun sem lögð var fram um síðustu áramót. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 143 orð

Borgfirðingahátíð haldin

HALDIN verður Borgfirðingahátíð dagana 15. - 17. júní nk. "Feðgarnir Örn Árnason og Árni Tryggvason, steinaspil Páls á Húsafelli og Stuðmenn eru meðal þess sem í boði verður á Borgfirðingahátíð 2001 um helgina," segir í fréttatilkynningu. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 1043 orð

Borgin taki upp nánara samstarf við íbúa

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jóhannesi Þórðarsyni, arkitekt FAÍ, fyrir hönd Glámu-Kíms arkitekta ehf. sem er athugun þeirra á nýrri skipulagstillögu fyrir Skuggahverfið í Reykjavík sem unnin var fyrir nokkra íbúa í hverfinu. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Brautskráning 2001 frá Háskólanum á Akureyri

ALLS brautskráðust 139 manns frá Háskólanum á Akureyri 9. júní síðastliðinn. Skiptingin á einstakar greinar var sem hér segir: BS-próf í hjúkrunarfræði 16 BS-próf í iðjuþjálfun 15 Meistarapróf í hjúkrun 1 B.Ed.-próf í kennarafræði 12 B.Ed. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 297 orð

Breytingar væntanlegar á ráðherragjaldskránni

ENDURGREIÐSLUR Tryggingastofnunar ríkisins til sjúklinga vegna tannviðgerða barna sautján ára og yngri nema oft aðeins tæpum 65% og í sumum tilfellum fara þær niður í 50% af tannlæknakostnaði en eiga samkvæmt lögum að vera 75%. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Clarke lætur í ljós áhuga

KENNETH Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, lét í gær í ljósi áhuga á leiðtogastöðunni í Íhaldsflokknum, en kvaðst ekki hafa tekið ákvörðun um framboð. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 196 orð

Dregið verður á sunnudag

ÁR hvert greinast um 1.040 Íslendingar með krabbamein, þar af rúmur helmingur á aldrinum frá tvítugu til sjötugs. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð

Drengur höfuðkúpubrotinn

EKIÐ var á dreng á mótum Hverfisgötu og Barónsstígs í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hjólaði drengurinn, sem er tíu ára, á milli tveggja kyrrstæðra bíla og í veg fyrir fólksbíl. Meira
15. júní 2001 | Suðurnes | 284 orð

Ekki forsendur fyrir aukinni þjónustu

FRAMKVÆMDASTJÓRI SBK hf. segir að ekki séu rekstrarlegar forsendur til að fjölga ferðum í Garð. Hann tekur fram að fyrirtækið aki þangað tvisvar á dag á virkum dögum og einu sinni um helgar. Meira
15. júní 2001 | Suðurnes | 312 orð

Fá 80 milljónir króna í viðbót

HEILBRIGÐISSTOFNUN Suðurnesja hefur samið við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um árangursstjórnun. Jafnframt hefur stofnunin fengið viðbótarfjármagn, liðlega 80 milljónir kr., til rekstrarins í ár og til að standa undir rekstrarhalla síðustu ára. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Félagarnir Þórður og Magnús heiðraðir

DAGSKRÁ Sjómannadagsins á Húsavík fór vel fram, veður var með ágætasta móti og hátíðarhöldin vel sótt. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Fjórir sjómenn heiðraðir

SJÓMENNIRNIR Geir Sigurjónsson, Gunnbjörn Jónsson, Ólafur Halldórsson og Baldur Jóhannsson voru heiðraðir í tilefni sjómannadagsins í Hafnarfirði. Meira
15. júní 2001 | Landsbyggðin | 374 orð | 1 mynd

Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið

FJÖLBRAUTASKÓLA Vesturlands var slitið 2. júní sl. og voru þann dag brautskráðir 57 nemendur við hátíðlega athöfn á sal skólans. Af þessum fjölda luku 35 stúdentsprófi, 17 útskrifuðust af iðnbrautum skólans og 2 luku öðru námi. Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 22 orð

Fjöllin eru blá Fjöllin eru grá...

Fjöllin Fjöllin eru blá Fjöllin eru grá Fjöllin eru falleg falleg falleg Védís Torfadóttir 7... Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Flækingar á Stokkseyri

FLÓASTELKUR (Tringa glaerola) sást út um gluggann hjá fuglaskoðaranum Hlyni Óskarssyni á Stokkseyri nú í vikunni. Þar dvaldi hann við litla lífríka tjörn ásamt fjölda annarra vaðfugla. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 205 orð

Forsenda kjarasamninga að verðbólgan lækki

RANNVEIG Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir hækkun verðbólgu mikið áhyggjuefni, en vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaðanna maí og júní. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 67 orð

Franskur biskup fyrir rétt

FRANSKA biskupinum Pierre Bican var stefnt fyrir rétt í borginni Caen í norðvestur Frakklandi í gær. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 339 orð

Geymdi fimm milljónir króna af fíkniefnagróða

KARLMAÐUR var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um að hafa tekið við og geymt yfir fimm milljónir króna fyrir einn höfuðpaura í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 245 orð

Gosbrunnur á Ingólfstorgi

TÖLUVERÐAR framkvæmdir hafa staðið yfir á gatnakerfinu í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu. Að sögn Haralds B. Alfreðssonar, yfirverkfræðings hjá Gatnamálastjóra, er verið að endurnýja yfirborð Austurstrætis frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Grasfrjó skæðasti ofnæmisvaldurinn

KÖLD og vætusöm tíð á landinu upp úr miðjum maí tók að mestu fyrir alla frjódreifingu samkvæmt frjómælingu Náttúrufræðistofnunar Íslands í Reykjavík og á Akureyri í maí, en frjókorn dreifast jafnan best í þurrviðri. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 103 orð

Greitt fyrir framsali Milosevic

RÍKISSTJÓRN Júgóslavíu samþykkti í gær lagafrumvarp, sem getur leitt til þess, að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti, verði framseldur og leiddur fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Meira
15. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 201 orð | 1 mynd

Gæðin mikilvægari en magnið

"GRASIÐ er vel sprottið og þétt, þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Viðar Þorsteinsson bóndi á Brakanda í Hörgárdal, en hann hóf slátt á þriðjudag, fyrstur manna í Eyjafirði. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð

Gönguferð í Viðey

BOÐIÐ verður upp á gönguferð í Viðey laugardaginn 16. júní og hefst hún kl. 11:15. Gengið verður að austurenda eyjarinnar, að þorpinu sem þar var á sínum tíma og saga þess kynnt. Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 108 orð

Hafið bláa, lifir innan um fiskana...

Hafið Hafið bláa, lifir innan um fiskana gráa. Það er langt í frá að það sé hægt að segja fiskana fáa. Hafið virðist vera meinlaust og fallegt við fyrstu sýn, en það er eingöngu tálsýn. Það er sísvangt og það er eins og hafið lifi á lífum manna. Meira
15. júní 2001 | Suðurnes | 80 orð

Hafna kaupum á Sæfiskasafni

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur hafnað boði Jóns G. Gunnlaugssonar um að kaupa fasteignir og rekstur Sæfiskasafnsins í Höfnum. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Háskólinn í Reykjavík útskrifar 178 manns

HÁSKÓLINN í Reykjavík útskrifaði fyrir skömmu 178 nemendur og hér á eftir eru nöfn þeirra sem útskrifuðust: Kerfisfræðingar Aðalsteinn Auðunsson Agnar Már Heiðarsson Alda Karen Svavarsdóttir Andri Geir Níelsson Arnar Freyr Björnsson Arnar Þórarinsson... Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 307 orð | 1 mynd

Heilsuræktarstöð rísi við laugina

JÓHANNES Benediktsson, formaður sunddeildar KR, segir vel koma til greina að leitað verði eftir stuðningi fjársterkra aðila við að skipuleggja heilsuræktarstöð við Sundlaug vesturbæjar í tengslum við nýja laug sem sunddeildin og laugargestir hafa óskað... Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 242 orð

Hætt við að sigla kajökunum hringinn í kringum landið

ÞAU Helen Thompson og Julian Penny sem hugðust róa sjókajökum sínum í kringum landið hafa ákveðið að róa ekki frá Höfn í Hornafirði til Víkur í Mýrdal. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Írum boðin fóstureyðingaþjónusta

HOLLENSKT skip, þar sem læknar hyggjast bjóða írskum konum að gangast undir fóstureyðingu, var væntanlegt til hafnar í Dublin snemma í dag. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 242 orð

Íslendingar handteknir á Spáni með 200 kíló af hassi

TVEIR Íslendingar eru nú í haldi lögreglu á Spáni en þeir voru handteknir á sunnudaginn var eftir að 200 kíló af hassi fundust í bifreið þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa mennirnir verið búsettir um nokkra hríð á Spáni. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 151 orð

Ísraelar æfir út í BBC

STJÓRNVÖLD í Ísrael lýstu í gær reiði sinni vegna nýrrar heimildamyndar BBC þar sem rannsakað er hvort draga eigi Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, fyrir dóm vegna fjöldamorða sem framin voru í Líbanon fyrir tveimur áratugum. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Jarðfræðiferð í Hnappadal

FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir jarðfræðiferð í Hnappa- og Hítardal um helgina. Ekið verður frá Reykjavík um Hvalfjarðargöng, um Mýrar og þaðan upp í Hítardal, laugardaginn 16. júní. Gengið að Foxufelli og að Rauðhálsum í Þórarinsdal. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Jarðskjálfti við Kleifarvatn

JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 3,3 á Richterkvarða varð við suðvesturhorn Kleifarvatns, nálægt Krísuvík, klukkan að verða átta í gærkvöldi. Fáeinir minni skjálftar hafa siglt í kjölfarið. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Kassarall, kappróður og messa

EINSTÖK veðurblíða lék um Ólsara um sjómannadagshelgina í ár og tóku margir þátt í skemmti- og hátíðardagskránni. Hátíðin hófst á laugardaginn við bryggjuna, þar sem áhafnir báta kepptu í kassaralli, trukkadrætti og kappróðri við mikinn fögnuð... Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

LEIÐRÉTT

Rangt nafn Í umfjöllun og gagnrýni um tónleika Sifjar Tulinius og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur á sunnudag og í gær misprentaðist nafn eins tónskáldsins. Hann hét ekki Ysafe, heldur Ysaÿe. Meira
15. júní 2001 | Landsbyggðin | 63 orð | 2 myndir

Leikskólabörn taka forskot á Landsmót

BÖRNIN á Tjarnarlandi fóru um daginn í skrúðgöngu frá leikskólanum sínum og að íþróttaleikvangi Egilsstaða. Þar fóru fram Tjarnarlandsleikarnir sem voru eins konar upphitun fyrir Landsmót UMFÍ á Egilsstöðum í sumar. Meira
15. júní 2001 | Suðurnes | 93 orð | 1 mynd

Létu hendur standa fram úr ermum

FULLTRÚAR úr bæjarstjórn Sandgerðis og bæjarstjóri létu hendur standa fram úr ermum, í bókstaflegri merkingu, þegar þeir unnu við að einangra loftið í nýjum sal sem verið er að útbúa í Fræðasetrinu. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Margir hálendisvegir opnir

HÁLENDISVEGIR hafa margir verið opnaðir en nú er orðið fært yfir Kjalveg, Þorskafjarðarheiði, Dómadalsleið, Sigöldu, Fjallabaksleið nyrðri, Tröllatunguheiði, Steinadalsheiði, Arnarvatnsheiði og þar að auki voru Kaldidalur og Uxahryggir opnaðir fyrir... Meira
15. júní 2001 | Landsbyggðin | 342 orð | 2 myndir

Mikill áhugi fyrir Norðurlandsskógum

ÞAÐ var gróðursett af kappi á Hjaltastöðum í Ljósavatnshreppi um helgina, en ábúendur þar eru þátttakendur í Norðurlandsskógum og ætla að setja niður allt að 6.000 plöntur í sumar. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 659 orð

Mikilvægt fyrir Íslendinga að efla norrænt samstarf

NÝJAR áherslur í norrænu samstarfi og breytt uppbygging Norðurlandaráðs var meðal þess sem rætt var á fundi samstarfsráðherra Norðurlandanna í Nådendal í Finnlandi á miðvikudag. Meira
15. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 67 orð | 1 mynd

Náttúrugripasafnið fær töskukrabba

HILMAR Kristjánsson, sjómaður, gaf á dögunum Náttúrugripasafninu í Ólafsfirði svokallaðan töskukrabba. Það er dýrategund sem finnst neðansjávar! Hilmar hefur átt þetta eintak í tæp tuttugu ár en ákvað nú að gefa það safninu vegna plássleysis heimafyrir. Meira
15. júní 2001 | Landsbyggðin | 238 orð

Nýr forstöðumaður Byggðasafnsins

HÉRAÐSNEFND Snæfellinga hefur ráðið Aldísi Sigurðardóttur forstöðumann Byggðasafns Snæfellinga með aðsetur í Stykkishólmi. Aldís tekur við af Sigrúnu Ástu Jónsdóttur sem hefur tekið við nýju starfi í Reykjanesbæ. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Nýr skólameistari Borgarholtsskóla

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur skipað Ólaf Sigurðsson aðstoðarskólameistara í embætti skólameistara Borgarholtsskóla til fimm ára frá 15. júní 2001 að telja. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 801 orð | 1 mynd

Ný sýning: Skáldað í tré

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 12. maí 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum og tók svo BFA-próf frá háskólanum í Iowa City og Post-Graduade Diploma frá Curtinháskólanum í Perth í Ástralíu. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 959 orð | 1 mynd

Ný tækifæri fyrir Rússa

"VIÐ höfum hagað okkur eins og svín síðastliðna hálfa öld, því ættum við ekki að halda uppteknum hætti næstu 50 árin? Meira
15. júní 2001 | Landsbyggðin | 93 orð | 1 mynd

Oddvitaskipti í Fljótsdal

Á SÍÐASTA fundi hreppsnefndar Fljótsdalshrepps sagði oddvitinn Jóhann F. Þórhallsson sagði starfinu lausu og hyggst hverfa aftur til fyrri starfa hjá Héraðsskógum. Við oddvitastarfinu tekur Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Víðivöllum fremri. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð

Óð reyk á hóteli í Toronto

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju þurfti að yfirgefa hótel sitt í Toronto í Kanada í skyndingu aðfaranótt sunnudags, þar sem brunavarnakerfi fór í gang. Að sögn Halldórs Haukssonar, eins kórfélaga, var um minniháttar bruna að ræða og sakaði engan. Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 390 orð | 1 mynd

"Sagt ég skrifi heimspekileg ljóð"

Friðrik Már Jónsson, 11 ára og Silja Ægisdóttir, 8 ára, voru meðal ungskáldanna á námskeiðinu í vikunni. Þau hafa bæði gaman af ljóðum og létu því ekki segja sér tvisvar að skrá sig þegar tækifærið bauðst til að vera með í ritsmiðjunni. Meira
15. júní 2001 | Miðopna | 1197 orð | 3 myndir

"Sjáum enga aðra vaxtarbrodda"

Átta þúsund manns búa á Austfjörðum og hefur íbúum þar fækkað um eitt þúsund síðasta áratug. Austfirðingar binda miklar vonir við að Noral-verkefnið verði til þess að fjölga íbúum, efla atvinnulíf og gera mannlífið fjölbreyttara. Nína Björk Jónsdóttir sat kynningarfundinn og ræddi við Austfirðinga um viðhorf þeirra í garð álvers og virkjunarframkvæmda. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ráðherra heimsækir fjarskiptastofnanir

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti í gær Íslandssíma til að kynna sér nánar stöðu þess, en hann mun á næstunni heimsækja fleiri fyrirtæki, sem starfa á fjarskiptamarkaði, í sama tilgangi, m.a. Landssímann, Tal og Línu.Net. Á fundinum var m.a. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 460 orð

Rekstraráætlun gerir ráð fyrir óbreyttum rekstri

MORGUNBLAÐINU hefur borist til birtingareftirfarandi yfirlýsing frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: "Í viðtali Morgunblaðsins við félagsmálaráðherra 13. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Reykjavíkurborg kostar stöðu lektors í félagsráðgjöf

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Páll Skúlason háskólarektor undirrituðu í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur samning um stofnun tímabundins starfs lektors í félagsráðgjöf á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 469 orð

Rændu söluturna til að borga fíkniefnaskuldir

TVEIR menn, sem játað hafa á sig fimm vopnuð rán í söluturnum í byrjun ársins, báru fyrir dómi í gær að þeir hefðu þurft á peningunum að halda til að greiða fíkniefnaskuldir og til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 212 orð

Safnar stuðningsaðilum fyrir ABC-hjálparstarf

ROBERT Solomon frá Kalkútta á Indlandi er nú staddur hér á landi í annað sinn á vegum ABC-hjálparstarfs. Meira
15. júní 2001 | Suðurnes | 116 orð

Samið á Heilbrigðisstofnun

SAMNINGANEFNDIR Starfsmannafélags Suðurnesja og ríkisins hafa skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn innan félagsins sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meira
15. júní 2001 | Landsbyggðin | 193 orð

Sárt að sitja undir slíkum tilbúningi

ANDRÉS Sigmundsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Nýja Eyjamannsins, er mjög ósáttur við ummæli sem höfð voru eftir Guðjóni Hjörleifssyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu á miðvikudag varðandi tilgang skrifa Andrésar. Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 201 orð | 1 mynd

Sérstakt tillit tekið til ungmennastarfs

HAFNARFJARÐARBÆR og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar skrifuðu í gær undir samstarfssamning vegna uppbyggingar, reksturs, viðhalds og afnota af íþróttamannvirkjum í bænum. Samningurinn tekur auk þess til eflingar íþróttastarfs yngri iðkenda íþróttafélaganna. Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 287 orð

Sést niður í lóðirnar frá göngustígnum

ATHUGASEMDIR hafa borist Borgarskipulagi frá nokkrum íbúum í Staðahverfi vegna göngustígs sem verið er að leggja meðfram Korpúlfsstaðavegi. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð

Skipaði yfirmenn í lögreglunni í Reykjavík

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón og Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögregluþjón við embætti lögreglustjórans í Reykjavík frá 1. júní sl. Skipunin gildir í fimm ár. Báðir voru þeir settir til sömu starfa... Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Skjálfti skekur Taívan

ÖFLUGUR jarðskjálfti skók Taívan í gær og slösuðust að minnsta kosti fjórir þegar lausamunir féllu á þá. Skjálftinn, sem mældist 6,2 stig á Richterskala, átti upptök sín í hafinu um 20 km frá ströndinni. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Skora á aðila að ganga til samninga

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá fundi leikskólastjóra hjá Leikskólum Reykjavíkur sem haldinn var í Gerðubergi 12. júní 2001. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 125 orð

Slysa- og bráðaþjónusta Landspítalans sameinuð

SLYSA- og bráðaþjónusta Landspítala - háskólasjúkrahúss verður sameinuð á einum stað samkvæmt samþykkt framkvæmdastjórnar spítalans sem gerð var á fundi 12. júní. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Sólveig Pétursdóttir til Litháen

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær til Litháen þar sem hún mun sækja ráðstefnu um konur og lýðræði. Er hún framhald af ráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót sem haldin var hér á landi í október árið 1999. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Sr. Bragi J. Ingibergsson valinn sóknarprestur

BRAGI Jóhann Ingibergsson sóknarprestur í Siglufirði hefur verið valinn til að taka við embætti sóknarprests í Víðistaðaprestakalli í Hafnarfirði. Ákvörðun var tekin síðastliðinn mánudag er valnefnd kom saman. Þrír sóttu um embættið auk Braga, þau sr. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 632 orð | 1 mynd

Stálinu stappað í umsóknarríkin

Búast má við því, að sögn Auðuns Arnórssonar, að leiðtogar ESB muni á Gautaborgarfundinum leggja sig fram um að gefa umsóknarríkjunum tólf skýr skilaboð um að hvergi verði slegið slöku við undirbúninginn að stækkun sambandsins. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 791 orð | 1 mynd

Stórar jarðvarmavirkjanir á Reykjanestá og Hellisheiði

Alcan-álfélagið skoðar nú möguleika á stækkun álversins í Straumsvík en til þess vantar raforku. Innan tíðar hefst tilraunaborun á Hellisheiði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja gæti framleitt 60-70 megavött í fyrirhugaðri jarðvarmavirkjun á Reykjanestá árið 2004. Guðjón Guðmundsson ræddi við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Stórtjón á vatnsleiðslu milli lands og Eyja

MIKIÐ tjón hefur orðið á nýrri vatnsleiðslu sem liggur milli lands og Vestmannaeyja. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 159 orð

Stríði lýst á hendur skæruliðunum

RÍKISSTJÓRN Filippseyja hefur nú lýst stríði á hendur skæruliðunum sem halda rúmlega 20 manns gíslum á filippeysku eynni Basilan. Stjórnin lýsti því yfir í gær að ekki yrði lengur reynt að semja við skæruliðana heldur verði nú lögð áhersla á að ná þeim. Meira
15. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Sumartónleikar í Laugaborg

SUMARTÓNLEIKAR verða haldnir í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun, laugardaginn 16. júní, kl. 15. Þar koma fram þær Gerður Bolladóttir sópransöngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Meira
15. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Sýning á ljósmyndum Gísla Ólafssonar

SÝNING á 66 Akureyrarljósmyndum Gísla Ólafssonar verður opnuð í Minjasafninu á Akureyri sunnudaginn 17. júní kl. 15. Gísli starfaði um árabil sem lögregluþjónn og síðan yfirlögregluþjónn á Akureyri. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Sökinni skellt á Dipendra krónprins

NIÐURSTAÐA nefndar, sem rannsakaði morðin á konungsfjölskyldu Nepals 1. júní síðastliðinn, er að Dipendra krónprins hafi borið ábyrgð á morðunum. Skýrslan, sem unnin var af forseta hæstaréttar Nepals og forseta þjóðþingsins, var birt fjölmiðlum í gær. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Thomsensbílnum ekið um götur Selfoss

BRÁTT verða 100 ár síðan fyrsta bílnum var ekið um á Íslandi. Í tilefni af því sýndi Sverrir Andrésson eftirsmíð sína af þessum fyrsta bíl sem oft hefur verið kallaður Thomsensbíllinn af gerðinni Cudell. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Tónlistarkennarar flytji ekki tónlist 17. júní

TÓNLISTARKENNARAR fluttu í gær hljóðlaust tónverk í húsnæði ríkissáttasemjara, auk þess sem þeir afhentu áskorun frá Félagi tónlistarskólakennara og Félagi íslenskra hljómlistarmanna, þar sem lýst er yfir "megnri óánægju með vinnubrögð og áhugaleysi... Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Tuttugu og tveir vélstjórar brautskráðir frá Vélskóla Íslands

VIÐ skólaslitaathöfn í Vélskóla Íslands 2. júní síðastliðinn voru brautskráðir 22 vélstjórar og vélfræðingar. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Sjómannaskólans að viðstöddum fjölmörgum gestum. Sex voru brautskráðir með 1. stig, tveir með 2. Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 954 orð | 1 mynd

Tæplega 60 skáld á aldrinum 7 - 11 ára munu gefa út ljóðabækur sínar í dag

HVORKI meira né minna en 58 íslenskar ljóðabækur koma út í dag. Bækurnar sem um ræðir eru allsérstæðar, ekki bara fyrir þær sakir að þær eru skrúfaðar saman, heldur er upplag hverrar útgáfu aðeins ein bók. Meira
15. júní 2001 | Erlendar fréttir | 169 orð

Umdeildum heræfingum hætt

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að umdeildum sprengjuæfingum bandaríska sjóhersins á eyjunni Vieques í Puerto Rico verði hætt eftir tvö ár. Meira
15. júní 2001 | Suðurnes | 78 orð

Veitt leyfi fyrir 25 íbúðum

BÆJARSTJÓRN Grindavíkur úthlutaði lóðum eða byggingaleyfum fyrir um 25 íbúðum á fundi sínum í vikunni. Telur bæjarstjórinn að það sé með því mesta sem gert hafi verið á einum fundi. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 165 orð

Verkfall á sjálfseignarstofnunum skollið á

VERKFALL 44 þroskaþjálfa hjá sjálfseignarstofnunum hófst á miðnætti. Verkfallið hefur víðtæk áhrif á þjónustu við á annað hundrað íbúa og þjónustuþega á sambýlum og vinnustöðum fatlaðra. Hefur það m.a. Meira
15. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 15 orð

Við förum á hverju ári í...

Veiðiferðin Við förum á hverju ári í veiðiferð. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 719 orð

Viðskiptakjör við umsóknarlöndin versna að óbreyttu

VIÐ stækkun Evrópusambandsins munu fríverslunarsamningar sjávarafurða sem Ísland hefur við flest umsóknarlandanna falla úr gildi og aðild þeirra að ESB hafa í för með sér verri viðskiptakjör í viðskiptum við þessi lönd. Meira
15. júní 2001 | Landsbyggðin | 176 orð | 1 mynd

Villibráð af norðurslóðum

MARKAÐSRÁÐ kindakjöts og Matra sem er samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Iðntæknistofnunar um matvælarannsóknir skrifuðu undir samning um rannsókna og þróunarvinnu í tengslum við kindakjöt. Meira
15. júní 2001 | Suðurnes | 82 orð | 1 mynd

Vinnuskólinn snyrtir og fegrar

UNGLINGAR úr vinnuskóla Reykjanesbæjar taka víða til hendinni í bænum þessa dagana, ekki síst við að snyrta og fegra umhverfið. Þau fá til dæmis verkefni við að mála hús og slá gras. Vinnuskólinn er fyrir nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð

Þolakstur í Henglinum

ÖNNUR umferð í þolakstri á torfærumótorhjólum verður ekin laugardaginn 16. júní og hefst kl. 14:00. Keppnin verður fyrir neðan skíðasvæðið á Kolviðarhóli í Henglinum og er alls skráður í hana 81 keppandi. Meira
15. júní 2001 | Innlendar fréttir | 227 orð | 2 myndir

Ætlar aftur út þegar jarðarberin verða þroskuð

HINN tíræði Skógstrendingur, Guðmundur Daðason, er nú staddur í Danmörku sem er ekki í frásögur færandi nema sakir þess að hann hefur aldrei áður út fyrir landsteina komið. Meira

Ritstjórnargreinar

15. júní 2001 | Staksteinar | 370 orð | 2 myndir

Úrslitin í Bretlandi

WILLIAM Hague hefur nú sagt af sér sem formaður Íhaldsflokksins og hafin er barátta um eftirmann hans, segir Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, á vefsíðu sinni. Meira
15. júní 2001 | Leiðarar | 890 orð

VERÐBÓLGAN

Almenningur hefur áhyggjur af vaxandi verðbólgu. Það á ekki sízt við um unga fólkið, sem hefur verið að stofna heimili á undanförnum árum og tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skuldbindingar af þeim sökum. Meira

Menning

15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

13 ára rapphundur!

RAPPARINN Lil' Bow Wow var aðeins 6 ára þegar hann hóf að "láta rímið flæða". Það var svo rapparinn Snoop Dogg sem kom honum á framfæri eftir að hafa séð piltinn á tónleikum. Það var t.d. hann sem valdi viðurnefnið á drenginn. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 60 orð | 1 mynd

Aldrei vinsælli!

ENDURKOMA rokksveitarinnar Weezer hefur farið fram úr björtustu vonum. Nýjasta platan, sem ber nafn hljómsveitarinnar en kallast "græna platan", er nú orðin söluhæsta plata hljómsveitarinnar á heimsvísu frá upphafi. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Algjör hryllingur

** Leikstjórn Scott Derrickson. Aðalhlutverk Craig Sheffer, Nicholas Turturro. (95 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Annar skammtur!

ÞAÐ er víst ekki hægt að kvarta yfir ófrjósemi í verbúðum þeirra Radiohead-manna. Nú er fimmta hljóðversskífa sveitarinnar, Amnesiac , komin í verslanir - aðeins átta mánuðum eftir að þeir skiluðu af sér hinni frábæru Kid A . Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 384 orð | 1 mynd

Astbury og Duffy saman á ný

GLETTILEGA mörgum hlýnar um hjartaræturnar þegar þeir heyra minnst á bresku rokksveitina The Cult. Sveitin var nefnilega ein sú allra heitasta í rokkheiminum á seinni hluta 9. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 638 orð

Bíóin í borginni

Frumsýningar SOME VOICES Háskólabíó ONE NIGHT AT McCOOL'S Laugarásbíó, Stjörnubíó Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Britney og Justin á lífi

FJÖLMIÐLAR um allan heim eru nú í óðaönn að leiðrétta þann misskilning að Britney Spears og kærastinn hennar, Justin Timberlake, hafi látist í bílslysi. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Eigur Jimi Hendrix undir hamarinn

ÞAÐ GERIST æ algengara að persónulegir munir þekkts fólks séu boðnir upp og ágóðinn rennur annaðhvort í vasa aðstandenda eða til góðgerðarmála. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 810 orð | 2 myndir

HAMfarir á Gauknum

Tónleikar Ham á Gauki á Stöng, miðvikudaginn 13. júní, 2001. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 530 orð | 1 mynd

Hverjir fagna á þjóðhátíð?

Daginn áður en þjóðin fagnar sjálfstæði sínu verður glímt við spurningar um sjálfsmynd hennar og vitund. Gunnar Hersveinn segir frá þjóðhátíðarmálþingi sem haldið verður á morgun, laugardag, og fjölþjóðlegri myndlist í JL-húsinu í Reykjavík. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Íslensk menningardagskrá hafin í Akershus-kastala

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra ræðir við norska starfssystur sína, Ellen Horn, við opnun íslenskrar menningardagskrár í Akershus-kastala í Ósló í fyrradag. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 270 orð | 1 mynd

Leyndur uppruni

SÍÐASTA vetur skaust hljómsveitin Spooks fram á sjónarsviðið með laginu "Things I've Seen". Tónum sveitarinnar er lýst sem rafrænni blöndu af djassi, hipp-hoppi og rappi. Fyrsta platan þeirra kom út í fyrra, en hún heitir því undarlega nafni S. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 25 orð

Lög Jóns Múla í Japis

ÓSKAR Guðjónsson saxófónleikari og Eyþór Gunnarsson píanóleikari leika saman nokkur af ástsælustu lögum Jóns Múla Árnasonar í Japis á Laugavegi 13 á morgun, laugardag, kl.... Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 237 orð | 1 mynd

Margmiðlun í þágu sagnaarfsins

SAGNAHEFÐ íslensku þjóðarinnar er viðfangsefni sýningar sem opnuð verður í Landsbókasafni Íslands í dag. Þar verður ljósi varpað á sagnahefð þjóðarinnar, stjórnskipun hennar, lifnaðarhætti og menningu. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 224 orð

Málþing og myndlist

*Þjóðhátíðarmálþing ReykjavíkurAkademíunnar fer fram laugardaginn 16. júní í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar í JL-húsinu að Hringbraut 121 og er öllum opið. Þingið hefst kl. 10.00, hlé verður gert kl. 12:00-12:30 og þingi verður slitið kl. 13:30. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 696 orð | 2 myndir

Minnast Göggu Lund á heimaslóðum hennar

HAMRAHLÍÐARKÓRINN heldur í dag í fimm daga tónleikaferðalag til Danmerkur. Kórinn syngur í fyrstu á Lálandi þann 16. júní, en heldur síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann heldur ferna tónleika, í St. Pálskirkjunni 17. júní, í Tívolí og í Glyptotekinu... Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 377 orð | 1 mynd

Nótt eina hjá McCool

Stjörnubíó, Laugarásbíó og Borgarbíó, Akureyri, frumsýnir bandarísku gamanmyndina One Night at McCool's með Liv Tyler, Matt Dillon og Michael Douglas, sem jafnframt framleiðir myndina. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 46 orð

Pólýfónía í Nýló

Í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg stendur yfir dagskrá um þessar mundir sem ber heitið Pólýfónía. Þar verður lögð áhersla á að kanna mörkin og markaleysið á milli tónlistar og myndlistar. Í kvöld, föstudagskvöld, kl. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 465 orð | 1 mynd

"Ekki trommuplata"

Gunnlaugur Briem hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra trommuleikara og leikið inn á fleiri tugi platna. Í haust hyggst hann hins vegar gefa út einyrkjaskífu, sína fyrstu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Gunnlaug. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 721 orð | 1 mynd

"Rammstein rokkar!"

Jæja, þá er komið að því. Rammstein spila í Laugardalshöll í kvöld og á morgun. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við gítarleikara sveitarinnar og stofnanda, Richard Kruspe, um lífsins gagn og nauðsynjar. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 61 orð | 1 mynd

Reggae-engill?

TÓNLISTARMAÐURINN Shaggy hefur líklegast aldrei átt jafn mikilli velgengni að fagna eins og núna með þessari fjórðu breiðskífu sinni, Hot Shot . Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Réð leigumorðingja til að bana sjálfri sér

HIN ÍÐILFAGRA Angelina Jolie, sem birtist á hvíta tjaldinu síðar í sumar sem hörkukvenndið Lara Croft, sagði í viðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði hún þráð svo að deyja að hún hefði ráðið leigumorðingja til að ráða sig af dögum. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Rokkað eftir Rammstein

SÖNGKONAN Heiða heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld. Ætlunin er að halda áfram nettu rokkstuði eftir að Rammstein-tónleikunum í Laugardalshöllinni lýkur en tónleikar Heiðu hefjast upp úr miðnætti. Meira
15. júní 2001 | Tónlist | 418 orð

Rómantík og kraftur úr iðrum kakófóníunnar

Rafverk eftir Hilmar Bjarnason. Miðvikudagskvöld kl. 20.00 Rafverk eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Birgi Örn Thoroddsen. Miðvikudagskvöld kl. 21.30 Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 140 orð | 3 myndir

Spriklað með íþróttastjörnum

Á DÖGUNUM stóð Landsbanki Íslands fyrir svokölluðum Sportklúbbsdegi í Laugardalshöll, sem var fyrir alla 9-13 ára krakka, sem hafa gaman af því að spretta úr spori, sprikla og hreyfa kroppinn. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 26 orð

Sýning framlengd

Gallerí Fold, Rauðarárstíg Afmælissýning Braga Ásgeirssonar hefur verið framlengd til miðvikudagsins 20. júní. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardag kl. 10-17, en lokað er á... Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 44 orð

Sýningum lýkur

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús Á sunnudag lýkur tveimur sýningum í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Meira
15. júní 2001 | Fólk í fréttum | 233 orð | 1 mynd

Sællegt sveitarokk

OFT vill svo verða að hljómplötur berast seint eða aldrei til lands elds og ísa. Á síðasta ári kom út platan Heartbreaker , eignuð Ryan nokkrum Adams, fyrrum leiðtoga bandarísku sveitarokkaranna í Whiskeytown, en hingað barst hún fyrir tiltölulega... Meira
15. júní 2001 | Kvikmyndir | 571 orð | 1 mynd

Sögulaus "sumarsmellur"

Leikstjórn: Michael Bay. Handrit: Randall Wallace. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Josh Hartnett, Kate Beckinsale, Cuba Gooding Jr., Alec Baldwin og Jon Voight. 170 mín. Touchstone 2001. Meira
15. júní 2001 | Tónlist | 633 orð

Til hamingju Keith!

eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperutexti eftir Lorenzo da Ponte. Flytjendur: Xu Wen, Lindita Óttarsson, Þorbjörn Björnsson, Herbjörn Þórðarson, María Gaskell, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Þorsteinn Helgi Árbjörnsson, Helga Magnúsdóttir, Pétur Örn Þórarinsson og Vígþór Sjafnar Zophaníasson ásamt hljómsveit og kór Óperustúdíós Austurlands. Bjartar nætur í júní. Mánudagur 11. júní. Meira
15. júní 2001 | Menningarlíf | 89 orð

Þrjár stöllur í Safnhúsinu

ÞRJÁR myndlistarkonur opna sýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki á morgun, laugardag, kl. 16. Meira

Umræðan

15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Nk. þriðjudag, 19. júní, verður fimmtugur Konráð Ásgrímsson. Af því tilefni ætla Konráð og Elín Siggeirsdóttir, húsfreyja hans, að gleðjast með vinum sínum, opna hús sitt og garð að Huldubraut 16, Kópavogi, laugardaginn 16. júní milli kl. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun laugardaginn 16. júní verður sjötug Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. Hún og eiginmaður hennar, Ólafur Thorlacius , taka á móti gestum í tilefni dagsins í sumarbústað fjölskyldunnar við Deildará í Mýrdal frá kl.... Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 16. júní, verður níræður Sigurður Gíslason, Suðurgötu 15-17, Keflavík. Eiginkona hans er Sigurlaug Anna Hallmannsdóttir. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 372 orð

Besta vopnið hans

ÉG heyrði í útvarpinu og sá í Morgunblaðinu frétt um að áfengissala hefði aldrei verið meiri hér á landi en á liðnu ári, eða yfir 16 milljónir lítra og aukningin frá árinu 1999 hefði verið 7,2%. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 334 orð

Bílastæðin við fjölbýlishúsið Engihjalla 1 í Kópavogi

ÉG sem íbúi og skattborgari í Kópavogi er búinn að vera að berjast fyrir því að vinnuvélar og vörubifreiðar leggi ekki við húsið sem ég bý í að Engihjalla 1 í Kópavogi. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 580 orð

Botnlaust rúm

ÞEGAR barnið mitt fermdist á annan í hvítasunnu gáfu eldri systkinin því rúm og margt fleira sem var keypt í Rúmfatalagernum í Smáranum í Kópavogi. Sá, sem keypti vörurnar, valdi dýnu í rúmið hjá sölumanni og greiddi allar vörurnar við kassann. Meira
15. júní 2001 | Aðsent efni | 333 orð | 1 mynd

Enskur háskóli á Akureyri?

Hvarflar ekki að þeim, er að þessu standa, spyr Jón Ragnar Stefánsson, að staldra við og gaumgæfa hvert þeir stefni? Meira
15. júní 2001 | Aðsent efni | 959 orð | 1 mynd

Er til gnægð ónýttrar raforku?

Það er heillandi framtíðarsýn, segir Þorkell Helgason, að unnt verði að anna allri orkuþörf okkar með innlendum orkulindum. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 871 orð

(Fil. 4, 9.)

Í dag er föstudagur 15. júní, 166. dagur ársins 2001. Vítusmessa . Orð dagsins: Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 82 orð

GÍGJAN

Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðarglaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 478 orð

HANN er runninn upp í dag,...

HANN er runninn upp í dag, loksins er svo komið að við förum í vinnuna og vitum að launin renna ekki öll til samneyslunnar. Skattleysisdagurinn. Víkverji dagsins þykist vita að haldið verði upp á daginn með hefðbundnum hætti. Meira
15. júní 2001 | Aðsent efni | 1016 orð | 1 mynd

Hauki Þór Haukssyni svarað

Þegar loksins einhver hefur öðlast burði til að hafa eitthvað um verðlagningu þeirra að segja, segir Hreinn Loftsson, þá vilja þeir flýja undir pilsfald ríkisins undir því yfirskini að þeir séu að berjast fyrir frjálsri samkeppni. Meira
15. júní 2001 | Aðsent efni | 270 orð | 1 mynd

Hættum að vinna fyrir ríkið

Við eigum sjálf, segir Björgvin Guðmundsson, að halda eftir mestum hluta launa okkar. Meira
15. júní 2001 | Aðsent efni | 30 orð

Orkuþörf og umframorka Orkuþörf markaða (GWh/ár)...

Orkuþörf og umframorka Orkuþörf markaða (GWh/ár) Hlutfall af nýtanlegu rennsli Umframorka (meðalt. Meira
15. júní 2001 | Aðsent efni | 716 orð | 1 mynd

Samherji og byggðakvótinn

Samandregið nemur verðmæti byggðakvótans til Samherja hf. um 2.540 m.kr. segir Kristinn H. Gunnarsson, og eftirgjöf ríkisins vegna raðsmíðaskipsins, "félagsmálaaðstoðin" um 760 m.kr. eða alls um 3.300 m.kr. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 666 orð

Störf og starfsumhverfi heimaþjónustu

Grein Hrafnhildar Tómasdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 22. desember sl. Meira
15. júní 2001 | Aðsent efni | 652 orð | 1 mynd

Tónlistarhús, fyrir hvern?

Húsið átti ekki að vera monthús eða dýrt verkfræðiafrek, segir Kolbeinn Jón Ketilsson, heldur menningarhús með mikla notkunarmöguleika. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 482 orð

Útrýmingarhætta heillar starfsstéttar

Á ÁKVEÐNUM tímum í lífi hvers einstaklings, er gjarnan staldrað við og reynt að líta fram á veginn. Oftast er þetta tengt áföngum prófa út úr skóla. Áður fyrr, var áhugasviðið eitt látið ráða. Meira
15. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 1.967. Þær heita Halla Kristjánsdóttir og Ellen... Meira

Minningargreinar

15. júní 2001 | Minningargreinar | 1486 orð | 1 mynd

AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR

Auður Guðjónsdóttir fæddist að Skaftafelli í Vestmannaeyjum 7. apríl 1918. Hún lést á Öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði 30. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2001 | Minningargreinar | 360 orð | 1 mynd

Gísli Gíslason

Gísli Gíslason fæddist á Siglunesi 9. maí 1910. Hann lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 17. maí síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Patreksfjarðarkirkju 24. maí. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2001 | Minningargreinar | 210 orð | 1 mynd

Inga Tómasdóttir

Inga Tómasdóttir fæddist 9. október l946 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans 20. apríl síðastliðinn. Útför Ingu fór fram frá Fossvogskirkju 27. apríl sl. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2001 | Minningargreinar | 1049 orð | 1 mynd

Kristinn Gunnlaugsson

Kristinn Gunnlaugsson var fæddur á Akranesi 12. júlí 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. júní sl. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Gunnlaugsson og Sigurjóna K. Sigurðardóttir. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2001 | Minningargreinar | 517 orð | 1 mynd

Magnús Jóhannsson

Magnús Jóhannsson fæddist í Hafnarfirði 30. júní 1959. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 4. júní síðastliðinn. Útför Magnúsar fór fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 14. júní sl. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2001 | Minningargreinar | 713 orð | 1 mynd

Margrímur Gísli Haraldsson

Margrímur Gísli var fæddur í Reykjavík 5. september 1945, sonur hjónanna Guðrúnar Margrímsdóttur f. 9. ágúst 1912 í Kolsholti í Flóa, hún lést 2. júlí 1984, og Haralds Þorsteins Jóhannessonar lögregluþjóns, f. í Reykjavík 8. ágúst 1905, hann lést 10. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2001 | Minningargreinar | 154 orð | 1 mynd

Ólafur Loftsson

Ólafur Loftsson fæddist í Reykjavík 22. desember 1920. Hann lést á heimili sínu 3. júní síðastliðinn. Útför Ólafs fór fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. júní sl. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2001 | Minningargreinar | 169 orð | 1 mynd

Sigríður Þórunn Þorgeirsdóttir

Sigríður Þórunn Þorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1954. Hún lést á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 15. maí síðastliðinn. Útför Sigríðar Þórunnar fór fram frá Hallgrímskirkju 6. júní. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2001 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

STEFÁN SIGGEIR ÞORSTEINSSON

Stefán Siggeir Þorsteinsson fæddist að Oddsstöðum á Melrakkasléttu 14. janúar 1928. Hann lézt á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi, hvítasunnudaginn 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Óla Sveinsdóttir, f. 27.8. 1906, d. 9.6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Búnaðarbankinn harmar að dragast inn í deilur

BANKASTJÓRN Búnaðarbanka Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna málefna Lyfjaverslunar Íslands hf. Þar segir eftirfarandi: "Vísað er til yfirlýsingar stjórnarformanns Lyfjaverslunar Íslands hf. í Morgunblaðinu í gær. Meira
15. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Búnaðarbankinn kaupir Fóðurblönduna

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. hefur keypt Fóðurblönduna hf., stærsta fóðurvöruframleiðanda landsins en Eignarhaldsfélagið GB fóður eignaðist nær allt hlutafé í Fóðurblöndunni hf. í ágúst í fyrra. Skrifað var undir samninga vegna kaupa Búnaðarbankans í gær. Meira
15. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 837 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 14.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 14.6.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
15. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 388 orð

Kaup LÍ á A. Karlssyni og Frumafli

Í apríl sl. undirritaði stjórn Lyfjaverslunar Íslands hf., Jóhann Óli Guðmundsson, sem þá var stærsti hluthafi í félaginu og Aðalsteinn Karlsson, yfirlýsingu vegna kaupa Lyfjaverslunar á hlutabréfum í A. Karlssyni. Meira
15. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 97 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.044,87 -0,90 FTSE 100 5.752,50 -1,16 DAX í Frankfurt 6.031,27 -1,32 CAC 40 í París 5. Meira
15. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 458 orð

Reglur um hámarkseign í Íslenskum aðalverktökum hafa verið brotnar

FRAMKVÆMDASTJÓRI Jóns Ólafssonar og co sf., Hilmar S. Meira
15. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 660 orð | 1 mynd

Valdabarátta í Lyfjaverslun Íslands

KAUPVERÐ Lyfjaverslunar Íslands hf. á Frumafli ehf. var í meginatriðum ákveðið í janúar síðastliðnum, að sögn Gríms Sæmundsen, stjórnarformanns Lyfjaverslunar. Meira
15. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 258 orð

Verðmat Búnaðarbankans á Frumafli

MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum bréf það sem Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Búnaðarbankans, sendi Grími Sæmundsen, formanni stjórnar Lyfjaverslunar Íslands, þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn. Bréfið er eftirfarandi: "Hr. Meira

Fastir þættir

15. júní 2001 | Viðhorf | 831 orð

Aftaka í Ameríku

Þess vegna hlýtur sú sannfæring manns, sem frjálslynds og fordómalauss Evrópubúa, að það hafi verið rangt að taka McVeigh af lífi, á endanum að vera byggð á algildu siðalögmáli. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 353 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarsson

Þegar annar spil arinn í parinu liggur með öll spilin ber honum að axla þá ábyrgð að melda kröftuglega. Það er fráleitt að gefa sagnir undir geimi, sem strangt tekið eru kröfur, og ætlast til að makker haldi sögnum á lífi með engin spil. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 1826 orð | 1 mynd

Eru konur tregari í viðtöl en karlar?

Er fullyrðingin um að erfiðara sé að fá konur til að tjá sig við fjölmiðil en karla enn ein goðsögnin? Arna Schram hélt af stað í þeirri trú að svo væri en eftir óformlega könnun meðal starfsfélaga sinna á nokkrum fréttastofum kom annað á daginn. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 437 orð

Hafliði og Valíant höfðu mikla yfirburði í tölti

Eftir fyrri hluta úrtökumótsins fyrir HM 2001 stendur Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Árgerði best að vígi sem sigurvegari í samanlögðum stigum; Vignir Jónasson á Klakki frá Búlandi í fimmgangi, Berglind Ragnarsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum í fjórgangi og Hafliði Halldórsson á Valíant frá Heggstöðum í tölti. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 54 orð

Kolfinnur sterkur í Borgarfirði

Kolfinnur frá Kjarnholtum er faðir fjögurra af átta hestum sem stóðu efstir í A-flokki gæðinga á úrtökumóti hestamannafélagsins Faxa í Borgarfirði fyrir Fjórðungsmótið á Kaldármelum. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 123 orð

Lokaskráning í tölt- og stóðhestakeppni í dag

Ákveðið hefur verið að lækka lágmarkspunkta fyrir töltkeppnina á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum úr 80 punktum í 78 punkta. Lokadagur skráningar fyrir töltkeppnina og stóðhestagæðingakeppnina er í dag, 15. júní, en skráningu er lokið í gæðingakeppnina. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 90 orð | 2 myndir

Reiðnámskeið, firmakeppni og "grillreiðar"

Í síðustu viku var haldið reiðnámskeið á sunnanverðu Snæfellsnesi sem endaði með firmakeppni og útreiðum. Áhugamenn um hestamennsku stóðu fyrir þriggja daga reiðnámskeiði fyrir alla sem vildu á Kaldármelum. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 279 orð | 1 mynd

Safnaðarstarf Hafnarfjarðarkirkja.

Safnaðarstarf Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12:30. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 88 orð

Síðasta kynbótasýningin í bili

Af viðburðum helgarinnar á sviði hestamennskunnar ber hæst seinni hluta úrtökumótsins fyrir HM 2001. Ýmislegt fleira verður í boði fyrir hestafólk. Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 118 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á helgarskákmótinu á Akureyri er lauk fyrir skömmu. Heimamaðurinn, Gylfi Þórhallsson (2150), tók forseta S.Í., Hrannar B. Arnarsson (1895), í kennslustund. Reyndar er Gylfi ekki óvanur því hlutverki enda kunnur fyrir kynngimagnaðar... Meira
15. júní 2001 | Fastir þættir | 1046 orð | 3 myndir

Slysalegt tap Hannesar

1.-15.6. 2001 SKÁK Meira

Íþróttir

15. júní 2001 | Íþróttir | 1031 orð | 1 mynd

Allir mæta jafnir að vígi til leiks

Á morgun hefst önnur keppni Íslandsmeistaramótsins í rallakstri sem að þessu sinni er haldin í nágrenni Hafnar í Hornafirði en þar hefur aldrei verið keppt í rallakstri fyrr. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 452 orð | 1 mynd

* BORIS Bjarni Akbachev, handknattleiksþjálfarinn margreyndi,...

* BORIS Bjarni Akbachev, handknattleiksþjálfarinn margreyndi, hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Haukum fyrir næsta tímabil. Hann mun meðal annars aðstoða við þjálfun meistaraflokks kvenna. *LYN , lið Jóhanns B. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

* CHELSEA keypti í gær Landsliðsmanninn...

* CHELSEA keypti í gær Landsliðsmanninn Frank Lampard frá West Ham United á 11 milljónir punda, eða rúman 1,6 milljarð króna. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

DIKEMBE Mutombo hjá Philadelphia náði ekki...

DIKEMBE Mutombo hjá Philadelphia náði ekki að stöðva Shaquille O'Neal, sem átti stórleik með Los Angeles Lakers, er meistararnir unnu í Philadelphia og hafa tekið örugga forustu um NBA-meistaratitilinn, 3:1. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

* EYJÓLFUR Jónsson sundkappi, annar af...

* EYJÓLFUR Jónsson sundkappi, annar af tveimur stofnendum Þróttar , heilsaði uppá leikmenn fyrir bikarleik Þróttar og KR í gærkvöldi. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 83 orð

Frank de Boer í eins árs bann

DÓMSTÓLL evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, úrskurðaði í gær Frank de Boer, fyrirliða hollenska landsliðsins og liðsmann Barcelona, í eins árs keppnisbann. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 233 orð

FYLKISMENN lentu í kröppum dansi í...

FYLKISMENN lentu í kröppum dansi í Vestmannaeyjum í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar og voru undir 2:1 er tæpar tvær mínútur lifðu leiks en náðu að jafna naumlega. Leikurinn fór því í framlengingu þar sem Ólafur Stígsson kom Fylkismönnum yfir. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 180 orð

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Íslands hefur boðið Dönum og...

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Íslands hefur boðið Dönum og Þjóðverjum til landsleikja hér á landi í janúar á næsta ári. Þeir leikir eiga að vera mikilvægir þættir í lokaundirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópukeppnina sem hefst í Svíþjóð 25. janúar. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 129 orð

Heimtar Kiel 35 milljónir?

UWE Schwenker, framkvæmdastjóri þýska handknattleiksfélagsins Kiel, færist enn í aukana í máli Nenads Perunicic og Magdeburg. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 135 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ Coca-Cola bikar karla,...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ Coca-Cola bikar karla, 3. umferð: Víðir - ÍR 2:1 Atli Rúnar Hólmbergsson 34., Ásgrímur Stefán Waltersson 112. - Arnar Þór Valsson 80. Fjarðabyggð - Breiðablik 0:5 - Kristján Brooks 24., 54., 66., Arnar Arnarson 44. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 35 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ Coca-Cola-bikar karla, þriðja...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ Coca-Cola-bikar karla, þriðja umferð: Ármannsv.:Víkingur R. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 121 orð

Leikmenn Barcelona fengu enn einn skellinn

LEIKMENN Barcelona hafa enn ekki haft erindi sem erfiði á keppnistímabilinu. Þeir voru slegnir út í riðlakeppninni í meistaradeild Evrópu. Á miðvikudagskvöld máttu þeir sætta sig við tap fyrir 4. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 121 orð

Magnús Agnar fer til Spánar

MAGNÚS Agnar Magnússon, handknattleiksmaður úr Gróttu/KR, skrifaði í gær undir eins árs samning við spænska félagið Barakaldo, sem er nýliði í 1. deildinni þar í landi. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 56 orð

Nína til Hauka

NÍNA K. Björnsdóttir, handknattleikskona, sem leikið hefur með Stjörnunni í Garðabæ, hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka en Hafnarfjarðarliðið varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 528 orð | 1 mynd

Nú gekk KR allt í haginn

LUKKUDÍSIRNAR gripu í taumana hjá KR-ingum í gærkvöldi þegar þeir áttu í vök að verjast gegn 1. deildarliði Þróttar í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í Laugardalnum. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 210 orð

Peningagreiðslur í fyrsta sinn

Íslensk lið hafa einfaldlega verið alltof lítið með í Evrópumótunum undanfarin ár og góður árangur Haukanna síðasta vetur dugði því miður ekki til að tryggja Íslandi keppnisrétt í forkeppni meistaradeildar Evrópu," sagði Einar Þorvarðarson,... Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 39 orð

Rush aftur til Þróttar

IAN Rush, fyrrverandi markakóngur Liverpool-liðsins, mun koma aftur til Þróttar í Reykjavík í sumar, eins í fyrra. Þróttarar sjá um knattspyrnuskóla Ian Rush í Laugardal og kemur kappinn til að vera með þeim sem sækja skólann 9. til 15.... Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 174 orð

Tekur Hagi við Rúmenum?

LADISLAU Boloni, landsliðsþjálfari Rúmena í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hann væri hættur störfum. Ástæðan er sú að hann hefur gert samning við portúgalska liðið Sporting Lissabon um að taka við þjálfun liðsins. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 321 orð

Valur slapp með skrekkinn

VALSMENN komust heldur betur í hann krappan þegar þeir mættu Haukum í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á Ásvöllum í gærkvöldi. Valur vann leikinn, 2:1, og skoraði varnarjaxlinn Jakob Jónharðsson sigurmarkið þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Haukar, sem leika í 2. deildinni, veittu Valsmönnum kröftuga mótspyrnu og á löngum köflum var enginn marktækur munur á liðunum þó að ein deild skilji félögin að. Meira
15. júní 2001 | Íþróttir | 426 orð

Yfirburðir hjá Lakers

LOS Angeles Lakers virðist nú vera komið á fullt flug eftir hiksta í fyrsta leiknum í lokaúrslitum NBA gegn Philadelphia 76ers. Tveir sigrar í röð á Sixers í Philadelphia nú í vikunni hafa tekið af allan vafa um yfirburði Lakers í úrslitakeppninni. Lakers vann fjórða leik liðanna örugglega á miðvikudagskvöld, 100:86, og eru nú með 3:1 forystu - þarf einn sigurleik til viðbótar til að fagna meistaratitlinum. Meira

Úr verinu

15. júní 2001 | Úr verinu | 142 orð | 1 mynd

Fjörugt á bryggjunni

HÁTÍÐAHÖLD vegna sjómannadagsins á Þórshöfn hófust strax á föstudagskvöld með sjómannadansleik í Þórsveri. Meira
15. júní 2001 | Úr verinu | 668 orð | 1 mynd

Kátt á Patreksfirði á sjómannadaginn

ALMENN þátttaka í blíðskaparveðri setti svip á rúmlega tveggja daga hátíðarhöld sjómanna á Patreksfirði helgina 9. og 10. júní með dagskrá, keppnum og leikjum frá föstudagskvöldi og fram á sunnudagsnótt. Meira
15. júní 2001 | Úr verinu | 425 orð

Sjórinn bæði hlýrri og saltari

NIÐURSTÖÐUR vorleiðangurs Hafrannsóknastofnunar í ár sýna í heild tiltölulega mikil áhrif selturíks hlýsjávar fyrir Suður- og Vesturlandi. Útbreiðsla hans var einnig með meira móti á norðurmiðum eða svipuð og árið 2000. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 777 orð | 1 mynd

116

Námsmenn í sumarafleysingum á vinnustöðum eru jafnárviss viðburður og lóan á vorin. Valgerður Þ. Jónsdóttir hitti tvo næstum því eins, og yfirmann þeirra. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 42 orð

Á hæsta tindi

HARALDUR Örn Ólafsson pólfari náði á tind Denali, hæsta fjalls Norður Ameríku, á sunnudag. Þar var þrjátíu stiga frost og mikill vindur. Loftið er mjög þunnt en Haraldur sagðist lítið hafa fundið fyrir því. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 55 orð

Ástsjúkur api

ÍBÚAR bæjar á Sri Lanka eru hneykslaðir á apa nokkrum sem eltir ungar stúlkur á röndum. Hann stekkur á þær og faðmar svo ákaft, að það þarf að lemja hann með lurki í hausinn til að hann sleppi takinu. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 255 orð | 2 myndir

Einföld hugsun

ÁSLAUG Tóka Gunnlaugsdóttir útskrifaðist nú í vor af hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði. Hún hafði þegar lokið námi í keramik við Listaháskóla Íslands og er með stúdentspróf úr myndlistardeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 212 orð

Framtíðarhótel

Lilja Karen Steinþórsdóttir, 14 ára: VIÐ sem lentum saman í hóp vorum með svo ólíkar hugmyndir, þannig að við steyptum þeim öllum saman í eina, og úr varð "Hótel Future", sameiginleg hugmynd þar sem allar fengu að koma sínu að. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 792 orð | 5 myndir

Gamlar buxur öðlast nýtt líf

Sumarið er komið og þá leysast tískustraumar gjarnan úr læðingi. Ragnheiður Harðardóttir fór á stúfana einn fagran sólskinsdag og kynnti sér nýju gallatískuna. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 31 orð

Heimsmet

BANDARÍSKA stúlkan Dragila bætti tvisvar heimsmet sitt í stangarstökki kvenna á frjálsíþróttamóti í Kaliforníu um helgina. "Ég held ég eigi talsvert meira inni," sagði Dragila ánægð eftir að hafa stokkið 4,81... Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 356 orð | 6 myndir

Holdi klætt hugarflug

Í nýju, skjannahvítu húsi við hliðina á skítugu slökkvistöðinni við Flatahraun er aðsetur Iðnskólans í Hafnarfirði. Þar var í byrjun sumars haldin sýning á verkum nemenda á hönnunarbraut. Haukur Már Helgason lét heillast af skartgripum, húsgögnum og skrautmunum um 80 nemenda og fékk þrjá útskriftarnema í stutt spjall. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 179 orð | 1 mynd

Hugmyndaflug

ELÍSABET Kjartansdóttir lauk einnig hönnunarbraut Iðnskólans í vor. Hún vill læra gullsmíði en segir vandkvæðum bundið að komast að í greininni. "Ég vil reyna að læra gullsmíði hér heima en það er erfitt að komast á samning. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 291 orð | 1 mynd

júní

EFTIR slétta viku eru sumarsólstöður, svo tekur sólin að síga. Í millitíðinni eigum við, 280 þúsund eyjaskeggjar, fyrsta þjóðhátíðardaginn á þessari öld. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 192 orð

Kaffihús sýndarveruleikans

Halla Ólafsdóttir, 15 ára: MINN hópur lenti í dálitlum vandræðum með að koma sér niður á viðskiptahugmynd, en svo reyndum við að finna samnefnara og komumst að því að allar höfðu mjög gaman af Friends-þáttunum í sjónvarpinu. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 180 orð | 1 mynd

Konur töluðu í fyrsta sinn

SJÓMANNA-DAGURINN var haldinn hátíðlegur um land allt á sunnudaginn. Fulltúar sjómanna vildu ekki að Árni Mathiesen sjávarútvegs-ráðherra talaði þennan dag. Voru þeir að mótmæla setningu laga á verkfall sjómanna. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 35 orð

Kvennahlaup

KVENNAHLAUPIÐ verður laugardaginn 16. júní. Aðalhlaupið verður í Garðabæ, en hlaupið er á um áttatíu stöðum um land allt. Takmarkið með hlaupinu er að vera þátttakandi á eigin forsendum. Í fyrra var elsta konan 99... Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 80 orð | 1 mynd

Madonna í tónleikaferð

MADONNA hóf fyrstu tónleikaferð sína eftir átta ára hlé í borginni Barcelona á Spáni. Popp-drottningin fyllti tónleika-höllina og sviðsframkoma hennar vakti áköf viðbrögð hjá áhorfendum. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 162 orð

Neðansjávarhótel

Vigdís Eva Guðmundsdóttir, 12 ára: OKKAR fyrirtæki var neðansjávarhótel, "Hótel Sealand" - það var inni í kúlu úr gleri og efsti hluti hennar stóð eins og hvolfþak upp úr sjónum, síðan voru herbergi, ráðstefnuaðstaða, svítur og alls konar... Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1119 orð | 5 myndir

Rúnir í skart

Góðar hugmyndir koma stundum óvænt og án fyrirvara. Jón Bjarni Baldursson fékk eina slíka í rútu í Egyptalandi og segir Sveini Guðjónssyni frá hug- myndinni að baki bandrúna í meni. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1170 orð | 1 mynd

stórt

Ef marka má viðskiptahugmyndirnar sem fram komu í leiðtogabúðum FramtíðarAUÐAR á Skógum undir Eyjafjöllum, verða nýjar kynslóðir athafnakvenna bæði frumlegar og stórhuga. Ragnheiður Harðardóttir átti spjallfund með fjórum stúlkum sem voru á Skógum. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 156 orð | 1 mynd

Sögulegur sigur

"ÞETTA er einstakur og sögulegur sigur," sagði Tony Blair í ávarpi til fréttamanna eftir kosningasigur Verkamanna-flokksins 7. júní. Hann er fyrsti forsætis-ráðherra flokksins sem tekst að tryggja öruggan meirihluta á þingi tvö kjötímabil í... Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1282 orð | 5 myndir

Sögur undir steinum

Gunnar Bollason veit ýmislegt um elstu leiðin í Hólavallakirkjugarði sem flestir kenna við Suðurgötu. Kristín Heiða Kristinsdóttir gekk með honum um garðinn og fræddist um þá sem þar sofa svefninum langa sem og þróun legsteina. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 109 orð

Teiknimyndir og talsetning

Linda Karen Gunnarsdóttir, 16 ára : MINN hópur stofnaði teiknimyndafyrirtækið "Freezing" - það tók okkur mjög langan tíma að koma okkur niður á nafn - við þurftum að prófa viðskiptahugmyndirnar okkar í Auðar-leiknum, og fyrirtækið kom nú ekki... Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 79 orð

Tekinn af lífi

FYRIR sex árum sprengdi ungur maður upp skrifstofu-byggingu í borginni Oklahóma í Bandaríkjunum. 168 manns létu lífið. Þetta er versta hryðjuverk sem unnið hefur verið í Bandaríkjunum. Ungi maðurinn, Timothy McVeigh , hlaut dauðadóm. Meira
15. júní 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 335 orð

Viðskipti eru leikur einn

FYRIRTÆKJALEIKURINN - Auðarleikurinn - er hlutverkaleikur sem er frumsaminn af verkefnastjórum FramtíðarAUÐAR. Eftir að stelpunum hefur verið skipt í hópa og hver hópur hefur mótað sína viðskiptahugmynd, hefst leikurinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.