Greinar þriðjudaginn 19. júní 2001

Forsíða

19. júní 2001 | Forsíða | 300 orð

Átak gegn verslun með vændiskonur

ALLS sjö manns sitja nú í gæsluvarðhaldi í Árósum í Danmörku eftir umfangsmiklar og samræmdar aðgerðir lögregluyfirvalda gegn smygli og verslun með erlendar vændiskonur, að sögn blaðsins Berlingske Tidende . Meira
19. júní 2001 | Forsíða | 228 orð

Frakkland fer fram úr

GLÆPATÍÐNI er orðin meiri í Frakklandi en Bandaríkjunum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem byggð er á opinberum tölum frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og franska innanríkisráðuneytinu. Meira
19. júní 2001 | Forsíða | 279 orð

Heitir því að leiða Ísraela ekki út í stríð

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki leiða landið út í allsherjarstyrjöld við Palestínumenn, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá hægri öfgasinnum og byltingarsinnuðum landnemum. Meira
19. júní 2001 | Forsíða | 98 orð | 1 mynd

Óeirðir í Banja Luka

Lögregla í Banja Luka í Bosníu-Herzegóvínu notaði táragas og vatnsbyssur í gær til þess að hafa hemil á rúmlega eitt þúsund serbneskum þjóðernissinnum sem reyndu að koma í veg fyrir að hafin væri endurbygging mosku, sem eyðilögð var í borginni í... Meira
19. júní 2001 | Forsíða | 117 orð

Umbætur á 800 dögum

BÚLGARSKA þjóðin tók vel á móti fyrrverandi konungi sínum, er hann sneri heim úr útlegð í vor og nú benda niðurstöður þingkosninganna, sem fram fóru í landinu á sunnudag til þess að flokkur hans, Þjóðernishreyfing Simeons II, hafi sigrað með miklum... Meira

Fréttir

19. júní 2001 | Landsbyggðin | 74 orð | 1 mynd

100 ára þátttakandi í kvennahlaupinu

KVENNAHLAUPIÐ var hlaupið í Stykkishólmi á laugardag í blíðskaparveðri eins og víðar á landinu þennan dag. Þátttaka í hlaupinu er mjög. Alls voru 165 konur skráðar og þar af hlupu 30 þeirra út í Flatey á Breiðafirði. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

Annríki um helgina

TALSVERT annríki var hjá lögreglunni um helgina. Mikill mannfjöldi sótti tónleika sem haldnir voru í Laugardalshöll og fóru mjög vel fram. Meira
19. júní 2001 | Erlendar fréttir | 646 orð

Argentína aftur á byrjunarreit

ARGENTÍNA er komin á fornar slóðir. Umbótunum á síðasta áratug var ætlað að koma landinu út úr viðvarandi kreppu en í apríl 1991 tengdi fjármálráðherra Argentínu, Domingo Cavallo, pesóinn við dollarann á genginu einn á móti einum. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 1352 orð | 2 myndir

Ávöxtur Reykjavíkur-ráðstefnunnar

Konur og lýðræði var yfirskrift fjölmennrar kvennaráðstefnu í Vilníus þar sem ræddur var árangur samnefndrar ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í október 1999. Á fjórða tug íslenskra kvenna var í Vilníus og Urður Gunnarsdóttir var meðal þeirra. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Bandarískir strandgæsluliðar þjálfa varðskipsmenn

ÞRÍR MENN frá Bandarísku strandgæslunni þjálfuðu áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar í síðustu viku. Þjálfunin fólst einkum í uppgöngu í skip, eiturlyfjaleit og hvernig tryggja má betur öryggi varðskipsmanna við slíkar aðstæður. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 749 orð

Berjast af alefli gegn lokun fyrirtækisins

HÖRÐ viðbrögð hafa komið fram af hálfu íbúa Dalabyggðar vegna ákvörðunar Goða hf. um að hætta í hagræðingarskyni, slátrun á vegum fyrirtækisins í Afurðastöðinni í Búðardal að lokinni sláturtíð á hausti komanda. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Bertie Ahern til Íslands

FORSÆTISRÁÐHERRA Írlands, Bertie Ahern, kemur til Íslands á sunnudagskvöldið, þann 24. júní nk. Hann kemur hingað til lands í boði Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og mun dvelja hér fram á mánudaginn, þann 25. júní. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 226 orð

Betri tónn í viðræðum við launanefnd sveitarfélaga

SÓLVEIG Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, segir að hún sé nokkuð bjartsýn vegna samningaviðræðna þroskaþjálfa við launanefnd sveitarfélaga en hins vegar gefi ekkert tilefni til bjartsýni eftir viðræður við Reykjavíkurborg. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Box fyrir börn í Hljómskálagarðinum

LEIKTÆKIÐ risabox var eitt þeirra sjö uppblásnu leiktækja fyrir börn í Hljómskálagarðinum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Meira
19. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 452 orð | 1 mynd

Byggður í miðju hernámi

ÞESSA dagana er verið að rífa gamla hitaveitustokkinn, sem flutti heita vatnið til Reykvíkinga áratugum saman. Stokkurinn á sér merka sögu, ekki síst í hugum Mosfellinga, en hann liggur í gegnum bæinn. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

Byggingarkrani féll á annan

BYGGINGARKRANI féll fram fyrir sig á annan byggingarkrana í aðrennslisskurði fyrir Vatnsfellsvirkjun við suðurenda Þórisvatns þegar verið var að rétta hann af í gærkvöldi. Meira
19. júní 2001 | Erlendar fréttir | 580 orð | 3 myndir

Dumas sakar tvo ráðherra um yfirhylmingu

ROLAND Dumas, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild að spillingarmáli franska olíufélagsins Elf, hefur sakað tvo ráðherra í stjórn sósíalista um að hafa hylmt yfir meintar mútugreiðslur olíufélagsins. Meira
19. júní 2001 | Erlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Duncan Smith í leiðtogaslaginn við Portillo

VÍST þykir að Iain Duncan Smith, talsmaður Íhaldsflokksins í varnarmálum, muni keppa við Michael Portillo og hugsanlega fleiri um leiðtogaembættið í flokknum. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 222 orð

Einkaleyfisgjald dreifist

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra telur að ríkisvaldið eigi að koma til móts við óskir Háskóla Íslands í byggingarmálum með því að dreifa einkaleyfisgjaldi sem Háskólinn greiðir vegna Happdrættis Háskólans, á aðra aðila sem einnig reka happdrætti. Meira
19. júní 2001 | Landsbyggðin | 69 orð

Eitt hundrað konur hlupu á Laugarvatni

RÍFLEGA eitt hundrað þátttakendur voru í kvennahlaupi ÍSÍ 16. júní á Laugarvatni. Hlaupið var frá Íþróttamiðstöðinni þrjár mislangar leiðir, 3 km, 5 km og 7 km í kringum þéttbýlið á Laugarvatni og inn í dalinn. Meira
19. júní 2001 | Erlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Evrópskum fjölmiðlum mótmælt

Í BANDARÍKJUNUM gætir nokkurrar óánægju vegna þeirrar óblíðu meðferðar er George W. Bush fékk víða hjá stjórnmálamönnum og fjölmiðlum í fyrstu för sinni til Evrópu eftir að hann tók við forsetaembætti. Meira
19. júní 2001 | Erlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Fallið frá kærum

FALLIÐ var frá 15 af alls 61 kæru sem lögð hafði verið fram gegn suður-afríska hernaðarsérfræðingnum Wouter Basson í gær. Var ástæðan ófullnægjandi sönnunargögn, að sögn dómarans, Willie Hartzenbergs. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð

Ferðamenn í byl á Fimmvörðuhálsi

FJÓRIR erlendir ferðamenn, allt karlmenn, lentu í gærkvöldi í kafaldsbyl á Fimmvörðuhálsi. Þeir voru kaldir, hraktir og skelkaðir, en voru komnir í skála undir miðnætti og ekki var talið að hætta væri á ferðum. Meira
19. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 145 orð | 1 mynd

Fiðruð fjölskylda í Elliðaárdalnum

ÞETTA myndarlega álftapar var á sundi með sex unga sína rétt ofan við stífluna í Elliðaánum á dögunum. Faðirinn lét ófriðlega og hvæsti þegar mannfólkið nálgaðist enda ungviðið viðkvæmt á þessum tíma árs. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 756 orð | 1 mynd

Fimmtíu ár frá fyrstu útkomu

Arna Schram fæddist í Reykjavík 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988 og prófi sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu sl. fimm ár, var í leyfi í vetur til að stunda nám í hagnýtri hagfræði við HÍ. Hún er ritstjóri 19. júní blaðsins í ár. Arna er gift Katli Berg Magnússyni heimspekingi og eiga þau eina dóttur, Birnu, sem er sex ára. Meira
19. júní 2001 | Miðopna | 195 orð | 2 myndir

Fjölmenni þrátt fyrir rigningarveður

FJÖLMENNT var við hátíðarhöldin 17. júní í Reykjavík, þrátt fyrir rigningarskúrir af og til. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 256 orð

Forsendur fyrir sterkara gengi

Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að þeirra mat sé það, að horfurnar framundan séu ekki jafndökkar og Þjóðhagsstofnun vilji vera láta. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 197 orð

Forseta Íslands boðið til Rússlands

FORSETA Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, bárust fjölmörg heillaóskaskeyti í tilefni af þjóðhátíðardeginum frá þjóðhöfðingjum og forystumönnum alþjóðastofnana. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Framlag Íslendinga 15 milljónir

RÍKISSTJÓRN Íslands samþykkti í gær viljayfirlýsingu um 15 milljóna króna framlag í sérstakan Alheimssjóð vegna alþjóðlegrar baráttu gegn alnæmi. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fylgst með fuglalífi úr fjarlægð

NÁTTÚRUGRIPASAFN Vestmannaeyja tók á dögunum í notkun fjarmyndavél sem sendir myndir inn í safnið. Vélin, sem er sameign safnsins og Háskólaseturins, er staðsett á litla Klettsnefi í Klettsvík og er henni stýrt frá Náttúrugripasafninu. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 32 orð

Fyrirlestur um skjálftavirkni

SÍÐUSTU fimm árin hefur jarðskjálftavirkni undir norðvestan-verðum Vatnajökli verið óvenju fjölbreytt. Meira
19. júní 2001 | Erlendar fréttir | 382 orð

Fyrsti fundur Bush og Pútíns vel heppnaður

FYRSTI fundur George W. Bush Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, sem fram fór í Slóveníu á laugardag, þótti vera vel heppnaður. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 361 orð

Gert ráð fyrir 9,1% verðbólgu á þessu ári

ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,5% á þessu ári en ekki 2%, eins og áður var talið. Stofnunin telur horfur á að viðskiptahalli verði 73 milljarðar á árinu, sem er svipað og áður var gert ráð fyrir. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Gestakort Reykjavíkur

NÝTT gestakort Reykjavíkur "Reykjavík Tourist Card" kemur út 19. júní. Kortið er ætlað öllum þeim sem vilja kynnast borginni betur, bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Gjöf sem bætir þrek og þol

FÉLAGSSTARFI aldraðra að Lindargötu 59 barst nýlega rafmagnsgöngubraut sem Lionsklúbburinn Freyr færði starfseminni að gjöf. Meira
19. júní 2001 | Landsbyggðin | 89 orð | 1 mynd

Góð mæting í kvennahlaup

KVENNAHLAUPIÐ var haldið hér í Búðardal eins og víða um land og reyndar erlendis líka. Mætingin var ágæt en 38 konur skráðu sig og voru þær á öllum aldri. Meira
19. júní 2001 | Suðurnes | 202 orð | 1 mynd

Gunnar Eyjólfsson útnefndur bæjarlistamaður

GUNNAR Eyjólfsson leikari var útnefndur listamaður Reykjanesbæjar á 17. júní-hátíðarhöldunum til næstu fjögurra ára. Bæjarlistamaður er valinn á fjögurra ára fresti og var þetta í annað sinn sem hann er útnefndur. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Göngustígur í vatni

STARFSMENN unnu við það á bökkum Laugarvatns á dögunum að leggja göngustíg í vatninu. Ísak Guðmann Jónsson gekk upp frá "Vatnsstígnum" í Laugarvatni með hjólbörur í eftirdragi þegar ljósmyndari átti leið hjá. Meira
19. júní 2001 | Erlendar fréttir | 587 orð | 1 mynd

Haldið fast í sjálfstæði

ANDREJ Logar, sendiherra Slóveníu á Íslandi, var hér í heimsókn um helgina en hann var hér til að samfagna Íslendingum á þjóðhátíðardegi þeirra. Slóvenía er ríki í Mið-Evrópu sem áður var hluti sambandsríkisins Júgóslavíu. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 251 orð

Hallinn kemur á óvart

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það komi á óvart í endurskoðari spá Þjóðhagsstofnunar, hversu miklum viðskiptahalla sé spáð áfram á þessu ári og þvínæsta. Meira
19. júní 2001 | Suðurnes | 263 orð | 3 myndir

Hátíðin færð inn í Reykjaneshöll

HÁTÍÐARHÖLD voru víðast hvar með hefðbundnu sniði á Suðurnesjum 17. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 33 orð

Hundur beit barn

BARN var bitið í andlitið af hundi á þjóðhátíðarskemmtun á Víðistaðatúni í Hafnarfirði um klukkan hálffjögur á sunnudag. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var barnið flutt á slysadeild og hundurinn tekinn í vörslu... Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Í annarlegu ástandi með hass í bílnum

LÖGREGLAN á Blönduósi lagði hald á um 20 grömm af hassi sem fannst undir framsæti í bifreið tveggja manna aðfaranótt laugardags. Mennirnir voru á leið til Akureyrar þegar lögreglan stöðvaði bíl þeirra í venjubundnu eftirliti. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Kristján Davíðsson borgarlistamaður 2001

KRISTJÁN Davíðsson myndlistarmaður hefur verið útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2001, en Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, tilkynnti um útnefninguna í Höfða á þjóðhátíðardaginn. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Kvikmyndasýning á vegum Geðhjálpar

FYRIRHUGUÐ er sýning á kvikmyndinni SOME VOICES eða "Ray heyrir raddir" á vegum Geðhjálpar í Háskólabíó fimmtudaginn 21. júní nk. kl. 20:00. "Í fáum orðum sagt er um að ræða spennandi mynd með dramatísku ívafi. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð

Kvöldgöngur í Viðey

SÚ hefð hefur skapast í Viðey að hafa gönguferðir með leiðsögn öll þriðjudagskvöld. Þær hefjast klukkan 19:30 með siglingu yfir sundið en sjálfar göngurnar eru 1½ til 2 klukkustunda langar. Fyrsta ferð sumarsins verður farin þriðjudagskvöldið 19. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 611 orð | 1 mynd

Lagt til að afgreiðslutími veitingastaða verði styttur

LÖGREGLAN í Reykjavík og miðborgarstjórn hafa lagt til við borgarráð að afgreiðslutími skemmtistaða í miðborginni verði styttur. Afgreiðslutíminn hefur verið frjáls á afmörkuðu svæði í miðborginni en ákvæði um það var sett í tilraunaskyni. Meira
19. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 396 orð | 1 mynd

Landsbyggðin læri að hjálpa sér sjálf

Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri gerði stöðu landsbyggðar m.a. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Leiðrétt

Í UMFJÖLLUN um garðhúsabæi í Skammadal á laugardag voru Ingvar Bjarnason og Anna Kalmansdóttir úr Garðabæ sögð hjón. Þau eru það ekki og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Þá skal áréttað að Anna er ein eigandi Hlíðar. Meira
19. júní 2001 | Suðurnes | 61 orð

Leita grenja í landi Grindavíkur

GRINDAVÍKURBÆR hefur samið við Helga Gamalíelsson um grenjavinnslu í landi Grindavíkur. Síðustu árin hefur ekki verið unnið skipulega að refaveiðum í landi Grindavíkur. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Lést af völdum áverka

JÓN Börkur Jónsson lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi laugardagsins 16. júní sl. Hann slasaðist alvarlega þegar einshreyfils flugvél, TF-GTI, hrapaði í Skerjafjörðinn 7. ágúst sl. Jón Börkur var 18 ára, fæddur 24. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 223 orð

Lögðu hald á sjö kíló á einni viku

FÍKNIEFNADEILD tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á um 11 kíló af hassi það sem af er árinu. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á rúmlega 12 kíló allt árið í fyrra. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 1081 orð | 1 mynd

Minni hagvöxtur og dregur úr viðskiptahalla

ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, kynnti endurskoðaða þjóðhagsspá á fundi með fréttamönnum í gær, ásamt fleira starfsfólki stofnunarinnar. Þjóðhagsspáin, sem var síðast birt í mars sl. Meira
19. júní 2001 | Suðurnes | 153 orð | 1 mynd

Nýr völlur og stúka vígð

NÝR knattspyrnuvöllur og stúka voru tekin í notkun 17. júní í Grindavík, þegar heimamenn tóku á móti F.C. Vilash frá Azerbaijan og sigruðu í fyrsta sinn í Evrópuleik, 1-0. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Ólafur Ó. Johnson

ÓLAFUR Ó. Johnson, stjórnarformaður Ó. Johnson og Kaaber hf., lést í gærmorgun á sjötugasta og fyrsta aldursári. Ólafur var fæddur 19. apríl 1931 í Reykjavík sonur hjónanna Ólafs Johnson forstjóra og konu hans, Guðrúnar Árnadóttur Johnson. Meira
19. júní 2001 | Miðopna | 754 orð | 1 mynd

"Án skólans væri íslenska þjóðin svipur hjá sjón"

Háskóli Íslands var fyrst settur í Alþingishúsinu við Austurvöll 17. júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. 90 ára afmælis skólans var minnst á þjóðhátíðardaginn með hátíðarsamkomu í Alþingishúsinu. Nína Björk Jónsdóttir sat samkomuna. Meira
19. júní 2001 | Landsbyggðin | 439 orð | 1 mynd

"Nýtum þau tækifæri sem gefast"

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var viðstaddur þjóðhátíðarhöld 17. júní á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, og flutti forsætisráðherra ræðu á samkomunni. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

"Sýnir að spáin frá í mars var varfærin"

ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að endurskoðuð þjóðhagsspá nú, eftir að ljóst er hverjar aflaheimildir verða á næsta fiskveiðiári, sýni að spá stofnunarinnar frá í janúar um þróun og horfur í þjóðarbúskapnum hafi verið varfærin. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 634 orð | 1 mynd

"Þær halda að þær sleppi"

Ona Gustiene aðstoðar litháískar stúlkur, sem teknar hafa verið fyrir vændi og sendar aftur til heimalandsins. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 422 orð | 2 myndir

Róleg byrjun - Blanda góð

RÓLEGHEIT einkenndu opnun Grímsár, Vatnsdalsár og Miðfjarðarár og í Laxá í Leirársveit og Haukadalsá er lítið að gerast. Óhætt er að segja að laxveiðivertíðin byrji ekki vel, en ekki er öll nótt úti því góðar smálaxagöngur gætu breytt öllu. Meira
19. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 443 orð

Rukkun komin í innheimtu lögfræðings

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt fram kvörtun til borgaryfirvalda vegna framferðis starfsmanna Bílastæðasjóðs gagnvart lagningu merktra lögreglubifreiða í gjaldskyld bifreiðastæði í borginni. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 283 orð

Samkeppni gæti skaðað veðurþjónustu

VEÐURSTOFA Íslands og Radiomiðun ehf. hafa ekki enn svarað fyrirspurnum Samkeppnisstofnunar frá því í byrjun mánaðarins sem sendar voru í framhaldi af umkvörtun Halos ehf. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Sendiherrar á Vesturlandi

Í GÆR voru sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi og sendiherrar ríkja, sem hafa ekki aðsetur hér á landi, í heimsókn á Vesturlandi. Var það hluti af sérstakri dagskrá, sem haldin var fyrir þá dagana 16.-18. Meira
19. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 65 orð | 2 myndir

Slapp ómeiddur er dráttarvél valt

STARFSMAÐUR Akureyrarbæjar slapp algjörlega ómeiddur, hlaut ekki einu sinni skrámur, þegar dráttarvél, sem hann ók, valt í talsverðum halla við Glerá, skammt ofan stíflunnar í grennd við Glerárskóla, í gærmorgun. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð

Sonia Gandhi í einkaheimsókn til forseta Íslands

SONIA Gandhi, leiðtogi Kongressflokksins á Indlandi og stjórnarandstöðunnar, er væntanleg hingað til lands á laugardag, þann 23. júní nk. Þetta verður í fyrsta sinn, sem hún kemur til landsins, eftir að hún var kosin leiðtogi Kongressflokksins. Meira
19. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 722 orð | 2 myndir

Spilað allt árið um kring

GARÐABÆR réð á dögunum tvo afbragðsnemendur í píanóleik sem fá greidd laun fyrir að æfa sig á píanó í Tónlistarskóla bæjarins í sumar. Nemendurnir eru Arngrímur Eiríksson og Þórunn Árnadóttir. Arngrímur er 18 ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Meira
19. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 105 orð | 1 mynd

Stoltar mæðgur

Hið árlega kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 12. skipti á laugardaginn, bæði víða um land og á nokkrum stöðum erlendis. Alls hlupu um 20.000 konur að þessu sinni. Veður var mjög gott um mest allt land og tókst atburðurinn í alla staði mjög vel. Meira
19. júní 2001 | Erlendar fréttir | 703 orð | 2 myndir

Stórsigur flokks fyrrverandi konungs

FLOKKUR fyrrum Búlgaríukonungs, Simeon II, vann glæsilegan sigur í þingkosningum í Búlgaríu á sunnudag. Niðurstöður fyrstu atkvæðatalningar bentu eindregið tilþess að flokkur konungs, Þjóðernishreyfing Simeons II, myndi sigra með 43 prósentum atkvæða. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 291 orð

Stuggað við skipum á línunni

LANDHELGISGÆSLAN hefur alls ekki merkt gróf landhelgisbrot erlendra togskipa á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg, en rekið nokkur skip út úr landhelginni fyrir minniháttar brot. Gæslan segir hins vegar að hart verði tekið á grófum brotum. Meira
19. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 449 orð | 1 mynd

Stúlkur aldrei verið fleiri í hópi stúdenta

ALLS voru brautskráðir 127 nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Meira
19. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 234 orð

Sýningin vaxið með hverju ári

HIN árlega handverkshátíð á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit verður haldin dagana 9. til 12. ágúst næstkomandi. Handverk 2001 er sölusýning handverksfólks og hefur hún fest sig í sessi sem árviss viðburður í sveitarfélaginu. Vín ehf. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð

Sækja silfurbrúðkaup sænsku konungshjónanna

SÆNSKU konungshjónin Karl Gústaf XVI og Silvía drottning hafa boðið forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff að vera gestir sínir við hátíðarhöld í tilefni af silfurbrúðkaupi konungshjónanna. Hátíðarhöldin hófust í gærmorgun, 18. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Sæmd heiðursmerki fálkaorðunnar

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi fimmtán Íslendinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Meira
19. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 495 orð | 1 mynd

Sögin heyrir sögunni til

HÚSIÐ við Höfðatún 2, sem löngum hefur gengið undir nafninu Sögin, heyrir nú sögunni til en búið er að rífa það að mestu. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Borgartúni og svæðinu þar um kring á undanförnum mánuðum. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 143 orð

Tillaga um andstöðu við Kárahnjúkavirkjun

ÓLAFUR F. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Útskrift nýstúdenta í Eyjum

SKÓLASLIT Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fóru fram laugardaginn 2. júní sl. Að þessu sinni voru brautskráðir 12 stúdentar frá FV, auk þess sem tveir nemendur voru brautskráðir frá vélstjórabraut, einn sjúkraliði og þrír í vélsmíði. Meira
19. júní 2001 | Miðopna | 1362 orð | 1 mynd

Varasamt að gera of mikið úr tímabundnu andstreymi

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ávarpaði landsmenn af Austurvelli á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Ávarpið fer hér á eftir: "Góðir Íslendingar, gleðilega þjóðhátíð. Þessi dagur, 17. júní, kallar ár hvert íslenska þjóð til hátíðar. Meira
19. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 246 orð | 3 myndir

Vel heppnaður þjóðhátíðardagur

Þjóðhátíðardagurinn fór mjög vel fram á Akureyri að þessu sinni. Dagskrá var fjölbreytt að vanda en það var Skátafélagið Klakkur sem hafði veg og vanda af skipulagningu hennar að þessu sinni. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 1048 orð | 1 mynd

Vændiskonur eru fórnarlömb

Verslun með konur og vændi var rædd á kvennaráðstefnunni í Vilníus en þar var m.a. rætt um nauðsyn aukins lögreglusamstarfs, aðstoð við vændiskonurnar og deilt um ágæti þess að banna vændi. Meira
19. júní 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Vænt naut frá Vöglum

Í sláturhúsi Sölufélags A-Húnvetninga ( SAH) á Blönduósi var í liðinni viku slátrað feikna vænu nauti frá Gísla Birni Gíslasyni bónda á Vöglum í Skagafirði. Meira

Ritstjórnargreinar

19. júní 2001 | Staksteinar | 308 orð | 2 myndir

Afnemum sjómannaafslátt

FRELSARINN, sem staðsettur er á Netinu á síðunni Frelsi.is, fjallar um sjómannaafslátt í sköttum og segir í fyrirsögn: Afnemum sjómannaafslátt. Oft hafa umræður orðið í þjóðfélaginu um þessi mál og má með rökum segja að þessi afsláttur komi út sem ríkisstyrkur við útgerðina. Meira
19. júní 2001 | Leiðarar | 440 orð

SAMRÁÐ OG SAMKEPPNI

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sendi fyrir helgina frá sér úrskurð, sem að vissu leyti er áfall fyrir Samkeppnisráð. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar er niðurstaða samkeppnisráðs frá því í vetur staðfest í grundvallaratriðum en viðurlög milduð mjög. Meira
19. júní 2001 | Leiðarar | 320 orð

ÞJÓÐARÁST ÁN ÖFGA

Í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli 17. júní vék Davíð Oddsson að þjóðarást og þjóðarstolti Íslendinga og sagði: "Ungir og gamlir njóta tilverunnar í nálægð fánans, hins unga Íslands merkis. Og svona á þetta einmitt að vera. Meira

Menning

19. júní 2001 | Tónlist | 599 orð

Að syngja fyrir þjóðir

Flutt voru íslensk og erlend kórlög í trúarlegum og veraldlegum anda. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Píanóleikari: Guðríður St. Sigurðardóttir. Miðvikudagurinn 13. júní. 2001. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 397 orð | 4 myndir

Allt fram streymdi

ÞEIR eru vísast fáir sem urðu ekki varir við heimsókn þýsku þungarokksveitarinnar Rammstein hingað til lands um síðustu helgi. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 204 orð | 2 myndir

Á taugum yfir tengdó

ROBERT De Niro er með afbrigðum duglegur og afkastamikill leikari. Á glæstum ferli, sem spannar hálfan fjórða áratug, hefur hann leikið í yfir sjötíu kvikmyndum og síðustu árin hefur hann nær undantekningarlaust komið fram í þremur, jafnvel fjórum á ári. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 95 orð

Bach í Breiðholtskirkju

FIMMTÁNDU tónleikar Jörgs E. Sondermanns þar sem hann flytur orgelverk Johanns Sebastians Bach verða í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20:30. Aðgangseyrir, kr. 900, rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 123 orð

Dómnefnd lýkur störfum

BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í fimmta sinn í haust. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 1. maí sl. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 485 orð | 1 mynd

Gaman að syngja amerísk sönglög

Á SUMARTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld koma fram þær Gerður Bolladóttir sópransöngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Grillað í liðinu

VESTUR-Íslendingarnir í hljómsveitinni Kanada (bara grín!) munu trylla stefnumótagesti Undirtóna í kvöld með ruglingslegu, en þó haglega smíðuðu bilunarrokki sínu í kvöld. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 793 orð | 1 mynd

Heillaðist af jarðsögu Íslands

Location (part one) er heiti á sýningu fimm listamanna frá Englandi sem standa mun yfir í listamiðstöðinni í Straumi fram á föstudaginn 21. júní. Þorvarður Hjálmarsson skoðaði sýninguna. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 75 orð

Hér á eftir fara helstu myndir...

Hér á eftir fara helstu myndir er Thalberg framleiddi. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 912 orð | 2 myndir

IRVING G. THALBERG

Óskarsverðlaunaafhendingin er hápunktur kvikmyndaársins og fer ekki framhjá neinum sem eitthvað fylgist með. Mönnum og myndum er umbunað og allt liggur ljóst fyrir. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 317 orð | 1 mynd

Keldulandið fer út á land

FYRIR síðustu jól gaf saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson út plötuna Söngdansarar Jóns Múla Árnasonar . Á áttræðisafmæli Jóns gaf hann svo út ásamt Eyþóri Gunnarssyni, píanóleikara og fóstursyni Jóns Múla, plötuna Keldulandið . Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 225 orð | 2 myndir

Lara Croft slær í gegn

ENN OG aftur gerist það að gagnrýnendur rakka niður nýjustu sumarstórmyndina án þess að það komi í veg fyrir að hún slái í gegn. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Listnemar sýna í Búnaðarbankanum við Hlemm

UM langt árabil hefur verið samstarf milli nemenda Listaháskóla Íslands (áður Myndlista- og handíðaskóla Íslands) og Búnaðarbankans við Hlemm. Nemar í Listaháskólanum hafa sýnt verk sín í útstillingarglugga bankans sem snýr að Rauðarárstíg. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 137 orð

Norrænir menningarstyrkir til Íslands

NORRÆNI menningarsjóðurinn samþykkti á fundi sínum í Umeå í Svíþjóð á dögunum úthlutun 11,6 milljóna danskra króna, eða jafnvirði 136,9 milljóna íslenskra króna til norrænna menningarverkefna. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 616 orð | 2 myndir

"Frábær landkynning"

KVIKMYNDARINNAR Tomb Raider er beðið með eftirvæntingu um allan heim. Hún var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir aðstandendurna 13. júní sl. og var frumsýnd þar á landsvísu á föstudag. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 65 orð | 5 myndir

"Það er kominn 17. júní"

ÞAÐ VAR að vanda margt um manninn í bænum á þjóðhátíðardaginn. Ungir sem aldnir létu smávægilega úrkomu ekki aftra sér og flykktust í í miðbæinn til að sýna sig og sjá aðra. Meira
19. júní 2001 | Skólar/Menntun | 1271 orð | 1 mynd

Samband manns og náttúru

Umhverfismennt/ Börn í Selásskóla læra að taka tillit og bera umhyggju fyrir náttúrunni. Skólinn er móðurskóli fyrir umhverfismennt og útikennslu og hljóta allir 440 nemendur skólans markvissa kennslu í fræðunum. Jóhanna K. Jóhannesdóttir talaði við Sigrúnu Helgadóttur sem nýlega hlaut viðurkenningu fyrir störf sín og fræðslu um umhverfis- og náttúruverndarmál. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Sigur Rós verðlaunuð

LISTA- og menningarverðlaun Mosfellsbæjar árið 2001 ganga til hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Var þetta tilkynnt við athöfn á þjóðhátíðardaginn. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 225 orð

Skáldsagnaþing á landsbyggðinni

HUGVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands hefur skipulagt fyrirlestradagskrár bókmenntafræðinga Háskólans í samvinnu við heimamenn á sex stöðum á landsbyggðinni í sumar. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Suðurlandsmyndir í Eden

JÓN Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í Eden í gær, mánudag, og sýnir þar ríflega 50 myndir sem hann hefur málað á þessu og síðasta ári og er myndefnið að mestu frá Suðurlandi. Þetta er 18. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 124 orð

Sýning í Kvennasögusafni

Í DAG kl. 15 verður hleypt af stokkunum röð myndlistarsýninga í húsnæði Kvennasögusafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu. Um er að ræða samstarfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 567 orð | 1 mynd

Sýnir að kórinn er kominn í gullflokkinn

KARLAKÓRINN Fóstbræður hreppti gullverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni og -hátíð í Prag í Tékklandi á laugardag. Bar sigurorð af fjórtán öðrum kórum sem þátt tóku í keppninni. Kórstjóri Fóstbræðra er Árni Harðarson. Meira
19. júní 2001 | Kvikmyndir | 304 orð

Tálkvendið Liv Tyler

Leikstjórn. Harald Zwart. Handrit: Stan Seidel. Framleiðandi: Michael Douglas o.fl. Aðalhlutverk Liv Tyler, Michael Douglas, Matt Dillon, John Goodman og Paul Reiser. 90 mín. Meira
19. júní 2001 | Menningarlíf | 50 orð

Tónleikar á Seyðisfirði

TÓNLEIKARÖÐIN Bláa kirkjan á Seyðisfirði fer nú af stað fjórða sumarið í röð. Fyrstu tónleikarnir verða á morgun, miðvikudag, kl. 20. Meira
19. júní 2001 | Fólk í fréttum | 457 orð | 2 myndir

Upptök Trójustríðsins

Age of Bronze: A Thousand Ship eftir Eric Shanower. Bókin er sú fyrsta af sjö sem fjalla um Trójustríðið. Blaðaserían fékk 2 tilnefningar til Eisner-verðlaunanna í ár; í flokki bestu framhaldssería og höfundurinn í sínum flokki. Bókin er útgefin af Image Comics árið 2001. Fæst í myndasöguverslun Nexus. Meira

Umræðan

19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 32 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 19. júní, verður fimmtugur Leifur Steinn Elísson, Silungakvísl 17, Reykjavík. Af því tilefni hafa hann og eiginkona hans, Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, boðið vinum til fagnaðar nokkru... Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 43 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 19. júní, verður sextugur Baldur Þór Baldvinsson, húsasmíðameistari og formaður Meistarafélags húsasmiða. Af því tilefni taka Baldur Þór og eiginkona hans, Hugrún Hlín Ingólfsdóttir, á móti gestum nk. föstudag 22. Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 19. júní verður sextugur Gunnar Tryggvason frá Arnarbæli, Fellsströnd, Dalasýslu . Í tilefni dagsins tekur hann á móti gestum milli kl. 17-20 í Krókabyggð 16,... Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 53 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðudaginn 19. júní, er áttræður Eiríkur Elí Stefánsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, til heimilis að Hjúkrunarheimilinu Eir, 2. h. suður, herb. U, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík. Hann tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 30. Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 19. júní, er 85 ára Svanhvít Unnur Ólafsdóttir húsfreyja, Miðleiti 7. Hún er í... Meira
19. júní 2001 | Aðsent efni | 496 orð | 1 mynd

Fjarnám í íslensku við HÍ

Það sem einna helst stuðlar að upphafningu mannsandans, segir Jón Axel Harðarson, er ástundun fagurra lista og vísinda. Meira
19. júní 2001 | Aðsent efni | 668 orð | 1 mynd

Framlengjum frelsi smábáta

Það er ekki of seint að framlengja það frelsi sem þeir hafa núna, segir Karl V. Matthíasson, um eitt fiskveiðiár eða að minnsta kosti þangað til endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar hefur verið gerð. Meira
19. júní 2001 | Aðsent efni | 863 orð | 2 myndir

Göngubrýr, stofnbrautir og umferðaröryggi

Eftir því sem fjögurra og sex akreina hraðbrautum fjölgar þarf að grípa til nýrra lausna, segir Kjartan Magnússon, og þar gegna göngubrýr mikilvægu hlutverki. Meira
19. júní 2001 | Aðsent efni | 796 orð | 1 mynd

Hafró og rallið

Erfitt verður að stunda áreiðanleg vísindastörf, segir Kristján Pálsson, án eðlilegra samskipta og trúnaðar milli fiskifræðinga og fiskimanna. Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 490 orð | 1 mynd

Hugleiðing um vinnustaðinn minn

VINNUSTAÐURINN minn er mjög stór, trúlega stærsti vinnustaður landsins með sameiningu stóru sjúkrahúsanna tveggja. Samkvæmt nýrri könnun er mikill meirihluti þessa starfsfólks konur. Ég er ein úr þeirra hópi. Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 527 orð

Hver sér um rekstur gufubaðsins á Laugarvatni?

UNDIRRITUÐ fór í bústað í Brekkuskóg um mánaðamótin maí-júní sem er ekki í frásögur færandi. Auðvitað brá fólkið sér í gufuna á Laugarvatni, en þvílík vonbrigði. Meira
19. júní 2001 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Lestu betur, Guðjón

Hefði ekki verið nær fyrir stjórnarmanninn í Byggðastofnun, segir Einar Már Sigurðarson, að viðurkenna að okkur hafi miðað afturábak. Meira
19. júní 2001 | Aðsent efni | 913 orð | 2 myndir

Nokkur orð um aðferðir

Guðmundur reiknar með fullu tekjustreymi frá fyrsta degi, segir Þorsteinn Siglaugsson, sem gerir verkefnið um 44 milljörðum hagstæðara en efni eru til. Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 486 orð

Víkverji er einn af þeim fjölmörgu...

Víkverji er einn af þeim fjölmörgu sem vötnin seiða til sín á fögrum sumarkvöldum, það er hans leið til þess að upplifa náttúruna og sækja sér orku eftir langan dag fyrir framan tölvuskjáinn. Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 61 orð

VÖGGUVÍSA

Illa dreymir drenginn minn: Drottinn, sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Meira
19. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 378 orð | 1 mynd

Þau eru súr, sagði refurinn

FÖSTUDAGINN 8. júní s.l. vildi ökumaður bifreiðarinnar MD-898 greiða fyrir vörur og veitingar með korti í verslun minni Dalsnesti. Meira

Minningargreinar

19. júní 2001 | Minningargreinar | 1937 orð | 1 mynd

Guðlaug Jónsdóttir

Guðlaug Jónsdóttir fæddist 30. mars 1957 í Reykjavík. Hún lést 7. júní síðastliðinn á krabbameinsdeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss v/Hringbraut. Foreldrar hennar voru Jón Þórðarson, f. 26. febrúar 1909, d. 4. mars 1988, og Laufey Stefánsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2001 | Minningargreinar | 1109 orð | 1 mynd

GUÐNÝ HJÁLMFRÍÐUR ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

Guðný Hjálmfríður Elín Kristjánsdóttir fæddist 27. september 1930. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi 9. júní síðastliðins. Guðný fæddist á Blönduósi, foreldrar Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, f. 12.8. 1899, d. 8.12. Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2001 | Minningargreinar | 1873 orð | 1 mynd

Gunnmar Örum Nielsen

Gunnmar Örum Nielsen fæddist á Seyðisfirði hinn 16. október 1916. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi hinn 2. júní sl. Foreldrar hans voru Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Nielsen, f. 29. júní 1889, d. 11. apríl 1969, og Niels Pétur Örum Nielsen, f. 8. Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2001 | Minningargreinar | 869 orð | 1 mynd

María Ragnarsdóttir

María Ragnarsdóttir fæddist í Hafnarfirði 9. júní 1942. Hún lést á heimili sínu 11. júní sl. Foreldar hennar eru Jóna Margrét Halldórsdóttir, fædd 11. október 1923 á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu og Ragnar Björnsson húsgagnabólstrari, fæddur 30. Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2001 | Minningargreinar | 2509 orð | 1 mynd

Matthildur Sigurðardóttir

Matthildur Sigurðardóttir fæddist á Grund á Langanesi 25. september 1914. Hún lést á öldrunarlækningadeild FSA á Kristnesi 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Sigvaldason, bóndi á Grund, f. 11. okt. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 136 orð | 1 mynd

Ásmundur Stefánsson til EFA

GENGIÐ hefur verið frá ráðningu Ásmundar Stefánssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Íslandsbanka, í stöðu framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Alþýðubankans frá 1. júlí nk. Meira
19. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 420 orð | 1 mynd

Farið með ferðamenn um álfabyggðir

SIGURBJÖRG Karlsdóttir ákvað á síðasta ári að láta gamlan draum rætast og setjast á skólabekk. Hún hafði þá starfað á leikskóla í tæpa tvo áratugi og langaði að skipta um starfsvettvang. Meira
19. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
19. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 723 orð

Landssíminn og Tal hafna fullyrðingu BTGSM um verð á símtölum

LANDSÍMI Íslands og Tal vísa því á bug að BTGSM bjóði lægsta verðið á farsímamarkaði, eins og fyrirtækið staðhæfir, meðal annars vegna þess að stór hluti símtala hjá BTGSM gjaldfærist utan kerfis þess. Meira
19. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 96 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt. % Úrvalsvísitala aðallista 1.081,1 2,53 FTSE 100 5.671,6 -0,9 DAX í Frankfurt 5.869,04 -0,78 CAC 40 í París 5. Meira
19. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 598 orð

Skortur á leiknum íslenskum þáttaröðum

LEIKFÉLAG Íslands hefur lokið tökum á þremur sjónvarpsmyndum fyrir Ríkissjónvarpið en með þeim verkefnum markar félagið nýja stefnu til frambúðar. Meira
19. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Verðbólga í evrulöndum sú hæsta í átta ár

VERÐBÓLGA á ársgrundvelli í evrulöndunum er nú 3,4% og hefur ekki verið hærri síðan 1993 að því er fram kemur á fréttavef BBC . Frá apríl til maí hækkaði verðbólgan úr 2,9% í 3,4%. Meira

Daglegt líf

19. júní 2001 | Neytendur | 28 orð

Hreinsun

EFNALAUGIN Björg í Mjódd hefur tekið í notkun ný efni og nýja tækni frá Þýskalandi við hreinsun á vaxbornum fatnaði, pelsum, leðri, rúskini og einnig við að vatnsverja... Meira
19. júní 2001 | Neytendur | 452 orð | 1 mynd

Mestur verðmunur á kvenfatnaði

LÍTILL munur reyndist á heildarverði vörukörfu með 83 vörutegundum í Reykjavík og Kaupmannahöfn þegar Neytendasamtökin gerðu könnun dagana 11.-15. júní sl. Meira
19. júní 2001 | Neytendur | 160 orð | 1 mynd

Uppskriftirnar koma frá bakaríi í Boston

Myllan hefur hafið bakstur á nýjum brauðtegundum sem ganga undir nafninu Carberry's. Brauðin eru seld forbökuð og frosin en síðan þarf að hita þau í ofni rétt áður en þau eru borin fram. Meira
19. júní 2001 | Neytendur | 55 orð | 1 mynd

Varagljái

SUMARLITIRNIR frá N°7 eru komir á markað. Í fréttatilkynningu frá B. Magnússyni hf. segir að varagljáinn sé seldur í þriggja eininga pakka og sé um nýjung að ræða í umbúðum. Hægt er að taka eitt glas eða hafa þrjú skrúfuð saman. Meira

Fastir þættir

19. júní 2001 | Fastir þættir | 98 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 7. júní 2001. 18 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 254 Björn E. Péturss. - Hilmar Ólafss. 238 Bragi Björnss. - Auðunn Guðmundss. Meira
19. júní 2001 | Fastir þættir | 299 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Mánudaginn 11. júní var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 18 para. Spiluð voru 27 spil og meðalskor var 216. Efstu pör í hvora átt voru: NS Kristinn Þóriss. - Páll Þórss. 246 Hermann Láruss. - Erlendur Jónss. 245 Guðm. Baldurss. - Hallgrímur. Meira
19. júní 2001 | Fastir þættir | 313 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Ísland vakti verulega athygli á EM í Brighton árið 1987 en þar náði sveitin 4.-5. sæti með Pólverjum í flokki 22 þjóða. Liðið var skipað Jóni Baldurssyni, Sigurði Sverrissyni, Guðlaugi R. Meira
19. júní 2001 | Fastir þættir | 622 orð

Erfið byrjun á Kanaríeyjum

Evrópumótið í brids er haldið á Kanaríeyjum dagana 17. til 30. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki. Heimasíða mótsins er www.eurobridge.org. Meira
19. júní 2001 | Fastir þættir | 109 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn...

Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 5. maí mættu 28 pör til leiks og var að venju spilaður Mitchell-tvímenningur. Lokastaða efstu para í N/S: Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 382 Bragi Salomonss. - Lárus Hermannss. 366 Albert Þorsteinss. Meira
19. júní 2001 | Fastir þættir | 858 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 18.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 18.06.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kíló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Blálanga 60 60 60 30 1.800 Keila 30 30 30 204 6.120 Langa 146 146 146 21 3. Meira
19. júní 2001 | Dagbók | 510 orð | 1 mynd

Kirkja, arkitektúr, glerlist, skrúði

Sýningin Samræmd heildarmynd, Kirkja, Arkitektúr, Glerlist, Skrúði verður opnuð í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, í dag þriðjudaginn 19. júní. Meira
19. júní 2001 | Viðhorf | 893 orð

Niður með Hróa

Er það skynsamlegt af þeim fátækari að vera reiðir út af ójöfnuði? Meira
19. júní 2001 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á EM- einstaklinga er lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedóníu. Vadim Malakhatko (2524) hafði svart gegn Stefáni Kristjánssyni (2371). 30. ...e3! Hvítur á sér ekki viðreisnar von eftir þetta. Framhaldið varð: 31. fxe3 fxe3 32. Rxe3 Dd4 33. Meira

Íþróttir

19. júní 2001 | Íþróttir | 175 orð

Aðspurðurum hvað markmenn hugsuðu þegar aðstæður...

ÓLAFUR Þór Gunnarsson var hetja Skagamanna, en hann varði vítaspyrnu Kristófers Sigurgeirssonar á 87. mínútu og kom þar með í veg fyrir að Breiðablik tækist að jafna metin í stöðunni 2:1. "Þetta er eitt versta veður sem ég hef leikið knattspyrnuleik í. Við höfum hlakkað til þess í vetur að leika á grasi í þokkalegu sumarveðri, en þetta veður slær öllu við," sagði Ólafur. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Cappello stýrði Rómverjum til sigurs

ÁTJÁN ára bið stuðningmanna Róma eftir meistaratitli á Ítalíu lauk á sunnudag þar sem liðið lagði Parma með þremur mörkum gegn einu og var þetta þriðji meistaratitill liðsins í 74 ára sögu þess. Fabio Cappello, þjálfari liðsins, landaði þar með sínum sjötta stóra titli en hann hafði áður sigraði ítölsku deildarkeppnina í fjögur skipti sem þjálfari AC Milan og Real Madrid varð spænskur meistari undir hans stjórn. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

* DEJAN Djokic, júgóslavneski knattspyrnumaðurinn sem...

* DEJAN Djokic, júgóslavneski knattspyrnumaðurinn sem hefur verið til reynslu hjá ÍBV að undanförnu, er á förum. Djokic var í leikmannahópnum gegn KR á dögunum en kom ekki inn á, og þá lék hann einn leik með KFS í 3. deild og skoraði þá reyndar mark. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 706 orð

Dregið í 16 liða úrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu

DREGIÐ var í 16 liða úrslitum bikarkeppni Knatttspyrnusambands Íslands í gær og þar fóru hlutirnir á þann veg að bikarmeistaranir frá Akranesi drógust gegn Víkingi en stærsti leikur umferðarinnar verður án efa viðureign KR og Fylkis í Frostaskjóli. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

* EINAR Þór Daníelsson skoraði langþráð...

* EINAR Þór Daníelsson skoraði langþráð mark fyrir KR-inga þegar hann kom þeim yfir gegn Keflavík í gærkvöldi. Þá voru liðnar 219 mínútur síðan KR-ingar skoruðu síðast í deildinni og svo lengi höfðu þeir ekki þurft að bíða eftir marki í sex ár. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 315 orð

Ég efast ekkert um að þetta...

FRAMARINN Þorbjörn Atli Sveinsson kom mikið við sögu á lokakafla fyrri hálfleiksins í leik Fylkis og Fram. Þorbjörn minnkaði muninn fyrir sína menn á 43. mínútu en mínútu síðar fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir brot á Sævari Þór Gíslasyni. Fylkismenn voru fljótir að færa sér það í nyt og skoruðu fjórða markið á 45. mínútunni og fóru því með þægilegt forskot í búningsklefann í hálfleik Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 1636 orð | 1 mynd

Feðgarnir Rúnar og Jón með yfirburði við Höfn

ÖNNUR umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram um helgina á Hornafirði í fyrsta sinn og sigruðu þeir Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson á Subaru Impreza með 51 sekúndu forskoti á þá Hjört P. Jónsson og Ísak Guðjónsson á Toyota Corolla sem náðu öðru sæti. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 189 orð

FH-stúlkur kræktu í sín fyrstu stig...

FH-stúlkur kræktu í sín fyrstu stig sl. laugardag er þær mættu liði Þórs/KA/KS á Akureyrarvelli. Þær höfðu sannarlega meðbyr í leiknum, léku undan norðan golu í fyrri hálfleik og sunnan kalda í seinni hálfleik. FH sigraði 2:0. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 285 orð

Framherjar Brann eru eftirsóttir þessa dagana...

TEITUR Þórðarson, þjálfari Brann, eygir nú möguleika á að liðið blandi sér í baráttuna um gullið í norsku úrvalsdeildinni eftir að Björgvinjarliðið lagði efsta lið deildarinnarViking á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. "Við erum nú sex stigum á eftir efstu liðunum, Viking og Rosenborg, og ég hef fulla trú á að við getum sigrað í deildinni. Til þess þarf flest að ganga okkur í hag en það eru ekki mörg lið sem geta unnið okkur í dag," segir Teitur í samtali við Nettavisen. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 579 orð | 3 myndir

Fyrsti Evrópusigur Grindavíkur í höfn

GRINDAVÍK vann sinn fyrsta leik í alþjóðlegri keppni er liðið vann Vilash frá Aserbaídsjan 1:0 í UEFA-Intertoto keppninni á þjóðhátíðardaginn. Hátíðarstemmning var í Grindavík þar sem Einar Njálsson bæjarstjóri vígði nýjan völl fyrir leikinn og Björgvin Gunnarsson hina nýju glæsilegu stúku þeirra Suðurnesjamanna. Aðstæður voru allar hinar bestu; sól, gola og hiti en völlurinn var heldur laus í sér enda splunkunýr. Markið lét eftir sér bíða fyrir þjóðhátíðargesti þótt færin hafi verið fjölmörg. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 35 orð

Golfmót körfuboltamanna Hið árlega golfmót körfuknattleiksmanna...

Golfmót körfuboltamanna Hið árlega golfmót körfuknattleiksmanna verður haldið á Hellu föstudaginn 22. júní og verður ræst út klukkan 14. Þátttökurétt hafa allir sem eitthvað tengjast, eða hafa tengst, körfuknattleik. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 80 orð

Goosen á leiðinni til Íslands

RETIEF Goosen kemur hingað til lands um mánaðamótin júlí og ágúst og tekur þátt í golfmóti ásamt Ronan Rafferty. Þeir koma hingað á vegum Canon og Nýherja á mót sem hóf göngu sína í fyrra. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Goosen fagnaði sigri

"ÞETTA er búin að vera löng vika hér í Tulsa - hún hefur verið jafn lengi að líða og heilt ár," sagði Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen, eftir að hann fagnaði sigri á Bandaríkjamanninum Mark Brooks í 18 holna bráðabana á opna bandaríska... Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Grindavík -- FC Vilash 1:0 Grindavíkurvöllur,...

Grindavík -- FC Vilash 1:0 Grindavíkurvöllur, Intertotokeppni Evrópu, fyrsta umferð - fyrri leikur, sunnudagur 17. júní 2001. Aðstæður: Sól, léttur vindur og um 10 stiga hiti. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 89 orð

Grindavík missir Henley

KVENNALIÐ Grindavíkur í knattspyrnu hefur orðið fyrir skakkaföllum því helsti markaskorari liðsins, Jennifer Henley, leikur ekki meira með því. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 61 orð

Halldór B. annar á Rimini

HALLDÓR B. Jóhannsson varð í öðru sæti í lokakeppni heimsbikarmótsins í þolfimi sem fór fram á Rimini á Ítalíu. Hann fékk 20,15 stig en sigurvegarinn, Gregory Alban frá Frakklandi, fékk 20,75 stig. Christian Moldovan frá Rúmeníu var þriðji með 19,80... Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

* HARALDUR Ingólfsson skoraði annað marka...

* HARALDUR Ingólfsson skoraði annað marka Raufoss sem tapaði fyrir Ham-Kam , 3:2, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Haraldur og Kristinn Hafliðason voru báðir í byrjunarliði Raufoss sem er í tíunda sæti með 11 stig. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 56 orð

Haraldur nýliði

HARALDUR Heimisson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er eini nýliðinn í landsliðshópi Staffans Johanssons landsliðsþjálfara, en liðið var tilkynnt í gær. Liðið tekur þátt í Evrópumóti karlalandsliða í Svíþjóð í næsta mánuði, 3.-7. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 45 orð

Haukur Ingi lék ekki

KEFLVÍKINGURINN Haukur Ingi Guðnason lék ekki gegn KR í gærkvöldi vegna meiðsla. Haukur Ingi sneri sig á ökkla á æfingu á laugardag, en hann vissi ekki nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin væru. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 142 orð

HILMAR Þórlindsson, handknattleiksmaður úr Gróttu/KR, skrifaði...

HILMAR Þórlindsson, handknattleiksmaður úr Gróttu/KR, skrifaði í gær undir eins árs samning við ítalska liðið Modena en félagið hafnaði í fimmta sæti ítölsku 1. deildar innar á síðustu leiktíð. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 119 orð

Iversen bannað að æfa

LÆKNAR Tottenham hafa bannað Steffen Iversen að æfa knattspyrnu í sumar þar sem hann hefur í þrígang fengið heilahristing í leik með liðinu í vetur. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 427 orð

Ítalía Brescia - Bari 3:1 Fiorentina...

Ítalía Brescia - Bari 3:1 Fiorentina - Napoli 1:2 Inter - Bologna 2:1 Juventus - Atalanta 2:1 Lecce - Lazio 2:1 Reggina - AC Milan 2:1 Roma - Parma 3:1 Udinese - Vicenza 2:3 Verona - Perugia 2:1 Lokastaðan: Roma 34 22 9 3 68 :31 75 Juventus 34 21 10 3 61... Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 177 orð

Jón Arnar fjórði í Þýskalandi

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður í Breiðabliki, hafnaði í fjórða sæti á þýska meistaramótinu í fjölþrautum sem fór fram í Ratingen um helgina. Jón Arnar, sem keppti sem boðsgestur, fékk 7. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 218 orð

Keflavík féll úr toppsæti efstu deildar...

Keflavík féll úr toppsæti efstu deildar og niður í það þriðja í gærkvöldi eftir 2:0 tap gegn KR. Gunnar Oddsson fyrirliði var ekki ánægður með sína menn eftir leikinn. "Við mættum þeim gríðarlega vel stemmdum og grimmum. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 50 orð

KNATTSPYRNA SÍMADEILD Efsta deild karla: Kaplakriki:FH...

KNATTSPYRNA SÍMADEILD Efsta deild karla: Kaplakriki:FH - Valur 20 Efsta deild kvenna: Grindavík:Grindavík - Breiðablik 20 Garðabær:Stjarnan - ÍBV 20 1. deild kvenna: Ásvellir:Haukar - RKV 20 2. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 277 orð

Léttir að skora á undan þeim

ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR, var glaður í bragði eftir sigurleikinn gegn Keflavík í gærkvöldi. Þrátt fyrir að aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafi verið erfiðar sökum mikils vinds, reyndu leikmenn að spila góða knattspyrnu. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 137 orð

Magnús Agnar hætti við

MAGNÚS Agnar Magnússon, handknattleiksmaður úr Gróttu/KR, gengur ekki til liðs við spænska félagið Barakaldo eins og til stóð, þrátt fyrir að hann hefði skrifað undir samning við félagið síðasta fimmtudag. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Meiðsli hjá KR

Meiðsli liðsmanna KR-inga er orðin þó nokkuð löng og þarf Pétur Pétursson þjálfari yfirleitt að bíða fram á síðustu stundu til að velja byrjunarliðið í hverjum leik. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Meistaramót Íslands í fjölþraut Keppt í...

Meistaramót Íslands í fjölþraut Keppt í Borgarnesi 15. og 16. júní. Tugþraut karla: Jónas H. Hallgrímsson, FH 6.350 Theódór Karlsson, UMSS 6.137 *Þeir luku keppni, en fimm keppendur hófu keppni. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 278 orð

Noregur Bodø/Glimt - Strömsgodset 2:2 Molde...

Noregur Bodø/Glimt - Strömsgodset 2:2 Molde - Stabæk 1:4 Bryne - Sogndal 2:3 Moss - Lyn 3:1 Viking - Brann 0:2 Tromsö - Odd Grenland 0:3 Rosenborg - Lilleström 2:2 Rosenborg 11 8 2 1 32 :12 26 Viking 11 8 2 1 24 :11 26 Brann 11 6 2 3 29 :17 20 Odd Grenl. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 323 orð

Nýttum ekki færin

ÓLAFUR Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur, lék afar vel gegn Vilash á sunnudag. Hann var ánægður með sigurinn en hefði viljað fleiri mörk. "Við spiluðum ágætis fótbolta en nýttum ekki færin en þetta var sigur og það telur en þetta verður erfiðara úti," sagði Ólafur fyrirliði. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 92 orð

NÝTT vallarmet leit dagsins ljós á...

NÝTT vallarmet leit dagsins ljós á Nesvelli um helgina þegar Styrmir Guðmundsson úr NK lék völlinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari hans. Björgvin Sigurbergsson úr Keili átti gamla metið, lék á 69 höggum í lok ágúst 1999. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 560 orð | 2 myndir

Okkar bíður mjög erfitt verkefni

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik dróst í C-riðill ásamt Spánverjum, Slóvenum og Svisslendingum þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Svíþjóð 25. janúar til 3. febrúar á næsta ári. Sextán þjóðir keppa um Evrópumeistaratitilinn í fjórum riðlum en breyting hefur verið gerð á keppninni og þjóðum fjölgað úr tólf í sextán. Ísland mætir Spáni fyrst 25. janúar, þá Slóveníu 26. janúar og Sviss 27. janúar. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 302 orð

Opna bandaríska Southern Hill-völlurinn í Tulsa,...

Opna bandaríska Southern Hill-völlurinn í Tulsa, par 70. Kylfingar bandarískir nema annað sé tekið fram : 276 Mark Brooks 72 64 70 70, Retief Goosen (S-Afríku) 66 70 69 71. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 498 orð | 2 myndir

Ódýr mörk en mjög verðskuldaður KR-sigur

KR-INGAR fengu aðstoð úr óvæntri átt við að vinna bug á marka- og stigaleysinu sem hefur hrjáð þá í fyrstu umferðum Íslandsmótsins í knattspyrnu. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 36 orð

Ragnar með 11 mörk

RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði 11 mörk fyrir Dunkerque í frönsku bikarkeppninni í handknattleik í fyrrakvöld. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Rivaldo malar gull fyrir Börsunga

LOKAUMFERÐ spænsku knattspyrnunnar var háð um nýliðna helgi. Real Madrid hafði fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og Deportivo La Coruna og Real Mallorca sátu sem fastast í öðru og þriðja sæti. Baráttan stóð hins vegar um fjórða sætið þar sem Valencia og Barcelona börðust grimmilega því verðlaunin voru sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. En fjögur efstu sætin gefa þátttökurétt í þeirri keppni. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 142 orð

Robson hefur áhuga á Eiði Smára

BOBBY Robson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, er með Eið Smára Guðjohnsen undir smásjánni samkvæmt fréttum úr enskum fjölmiðlum í gær. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 390 orð | 2 myndir

Rokið var í aðalhlutverki

FYLKISMENN eru komnir á toppinn í efstu deild ásamt Skagamönnum eftir 4:2 sigur á stigalausum Frömurum á Fylkisvelli í gærkvöldi. Leikurinn einkenndist mjög af miklum vindi, þar sem heimamenn voru miklu betri móti rokinu í fyrri hálfleik, en gestirnir sóttu í sig veðrið í þeim síðari, þótt einum færri væru. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 33 orð

Símadeild, efsta deild karla: Fylkir -...

Símadeild, efsta deild karla: Fylkir - Fram 4:2 ÍA - Breiðablik 3:1 KR - Keflavík 2:0 Staðan: ÍA 531110:510 Fylkir 53118:410 Keflavík 53027:79 ÍBV 42112:17 Valur 42114:47 Grindavík 42025:56 KR 52034:56 Breiðablik 52034:76 FH 41215:55 Fram 50055:110... Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 57 orð

Símadeild, efsta deild kvenna: Þór/KA/KS -...

Símadeild, efsta deild kvenna: Þór/KA/KS - FH 0:2 Inge Heiremans 64., 69. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 472 orð

Skagmenn komnir á toppinn

SKAGAMENN tylltu sér á topp Símadeildarinnar, ásamt Árbæjarliðinu Fylki, en Akurnesingar lögðu Breiðablik að velli 3:1 í skondnum leik á Skipaskaga í gærkvöldi, en leiksins verður helst minnst fyrir aftakaveður, sem skall á um miðjan fyrri hálfleik. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 96 orð

* SVERRIR Sverrisson var á skotskónum...

* SVERRIR Sverrisson var á skotskónum í leiknum við Framara í gær. Hann skoraði tvö mörk og hefur þar með skorað fjögur mörk í deildinni í sumar, en þess má geta að hann skoraði í báðum viðureignum Fram og Fylkis á síðustu leiktíð. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

* SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Patrick...

* SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Patrick Andersson er á leið frá Bayern München til spænska liðsins Barcelona. Börsungar eru reiðubúnir að greiða 700 milljónir fyrir varnarmanninn sem lék mjög vel með Evrópumeisturum í Bayern á nýliðnu tímabili. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

* TIL marks um veðurofsann á...

* TIL marks um veðurofsann á Akra nesi í gær fór hinn harðgerði Ólafur Þórðarson af velli um miðbik seinni hálfleiks og klæddi sig í þykka peysu undir keppnistreyjuna. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 93 orð

Tindastóll og Dalvík styrkjast

TINDASTÓLL og Dalvík hafa fengið liðsauka fyrir baráttuna í 1. deildinni í knattspyrnu. Tindastóll hefur á síðustu dögum fengið til sín þrjá erlenda leikmenn og Dalvík einn. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 163 orð

Við ætlum okkur áfram

MILAN Stefán Jankovic þjálfara Grindavíkur var létt eftir leikinn gegn Vilash. "Þetta var fyrsti Evrópuleikur Grindavíkur og ég er ánægður með úrslitin. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 168 orð

Víkingar fá liðsstyrk

VÍKINGAR hafa fengið góðan liðsstyrk í handknattleik fyrir næsta keppnistímabil. Þröstur Helgason handknattleiksmaður, sem lék með Stavanger Handball í Noregi sl. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 180 orð

Vona að mörkin verði fleiri

ANDY Roddie var einn af sprækustu leikmönnum KR-liðsins í gær í sigrinum gegn Keflavík. Andy lék sinn fyrsta deildarleik með liðinu og átti góða spretti upp og niður vinstri kantinn og fullkomnaði daginn með því að skora. Meira
19. júní 2001 | Íþróttir | 496 orð | 2 myndir

Þrípúttin reyndust dýrkeypt

ÁTJÁNDA og síðasta flötin á Southern Hills golfvellinum í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum var svið mikilla sviptinga og óvæntra hluta á sunnudaginn. Á lokahring Opna bandaríska mótsins í golfi áttu þrír kylfingar mestu möguleikana á sigri. En þeir þrípúttuðu allir á síðustu flötinni og því urðu tveir að leika uppspil í gærkvöldi. Meira

Fasteignablað

19. júní 2001 | Fasteignablað | 158 orð

Arabar kaupa heilt torg í Lundúnum

KONUNGSFJÖLSKYLDAN í Saudi-Arabíu er nú aftur farin að festa fé í byggingum í Lundúnum, en hækkandi verð á olíu hefur gert það að verkum að mjög hefur þyngst í pyngjum arabísku olíufurstanna. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 36 orð | 1 mynd

Blómstrandi sængurföt

Einu sinni þóttu hvít sængurföt fínust af öllu, helst með blúndum og ísaumuðum stöfum, nú eru mislit sængurföt ekki síður vinsæl, það er sumarlegt að nota rósótt sængurföt - þessi eru úr bómull og bera nafnið... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 261 orð | 1 mynd

Brattatunga 2

Kópavogur - Hjá Fasteignamark aðnum er nú til sölu einbýlishús að Bröttutungu 2 í Kópavogi. Þetta er steinsteypt hús, alls 243,7 ferm., þar af er innbyggður bílskúr 36 ferm. Þetta er tveggja hæða hús, reist 1992. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Búkolla á ferð

Útsaumur er að verða vinsæl hýbýlaprýði aftur. Hér má sjá skemmtilegan útsaum, við gætum ímyndað okkur að þetta sé Búkolla og strákurinn úr þjóðsögunum okkar - en að vísu er þarna líklega stúlka á ferð og ekki íslensk heldur... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 93 orð

Efnisyfirlit Agnar Gústafsson 21 Ás 34-35...

Efnisyfirlit Agnar Gústafsson 21 Ás 34-35 Ásbyrgi 40 Berg 42 Bifröst 10 Borgir 18 Brynjólfur Jónsson 47 Eign.is 22 Eignaborg 17 Eignamiðlun 24-25 Eignaval 36. Fasteign. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Fallegur leðurstóll

Þessi fallegi leðurstóll er hugmyndasmíði Ib kofoed Larsen og er... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 90 orð

Fasteignasala Íslands 14 Fasteignasala Mosfellsbæjar 29...

Fasteignasala Íslands 14 Fasteignasala Mosfellsbæjar 29 Fasteignastofan 12 Fasteignaþing 37 Fjárfesting 41 Fold 23 Foss 9 og 38 Garðatorg 45 Garður 33 Gimli 30-31 Grund 46 Híbýli 17 Holt 39 Hóll 16-17 Hraunhamar... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 829 orð | 6 myndir

Gamla Tónabæjarhúsið við Skaftahlíð endurnýjað

Húsið Skaftahlíð 24 hefur gegnt margvíslegu hlutverki og á að baki litríka sögu. Nú á það að fá nýtt yfirbragð og nýtt hlutverk. Magnús Sigurðsson ræddi við Frey Frostason arkitekt, aðalhönnuð breytinganna á húsinu. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Gamla útvarpið og síminn

Þessi sjón kemur vafalaust við hjartarætur þeirra sem eru á miðjum aldri, útvarpið er frá Braun og síminn er... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 317 orð | 2 myndir

Garðyrkjustöðin Lundur við Vesturlandsveg til sölu

GÓÐ garðyrkjubýli innan borgarmarka Reykjavíkur vekja ávallt athygli þegar þau koma í sölu. Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú í sölu garðyrkjustöðin Lundur við Vesturlandsveg, stutt frá Keldum. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 110 orð | 1 mynd

Gullsmári 2

Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Frón er nú til sölu 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsinu Gullsmári 2. Íbúðin er með stórum suðursvölum og mjög góðu útsýni í suður, vestur og norður. Stigahúsið er allt nýtt og rúmgóð sérgeymsla á 1. hæð. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Hjartanlegur órói

Þessi órói er gerður úr mörgum hjörtum sem varin eru með garni og hengd upp, einkar hugnæm... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 88 orð

Húsakaup 19 Húsið 13 Húsvangur 7...

Húsakaup 19 Húsið 13 Húsvangur 7 Höfði 3 Kjöreign 4 Lundur 32-33 Lyngvík 44 Miðborg 11 Óðal - Framtíðin 35 Skeifan 8 Smárinn 6 Stakfell 2 Valhús 43 Valhöll 28-29 Þingholt... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Hvað á að gera við blýantana?

Hægt er að geyma blýanta í krukkum eins og hér er... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 211 orð | 1 mynd

Hverfisgata 13b í Hafnarfirði

Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Hraunhamar er nú í sölu einbýlishús að Hverfisgötu 13b í Hafnarfirði. Þetta er timburhús á tveimur hæðum, byggt 1932 og er það 152 fermetrar. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 536 orð

Innra byrði svala

VIÐHALD á innra byrði svala hefur talsvert vafist fyrir íbúðareigendum í fjölbýli og hefur myndast langur biðlisti eftir því að fá úr því skorið hvar mörkin séu á milli séreignar og sameignar í þeim efnum. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 610 orð | 1 mynd

Kanínuhús

ÞAÐ er einkenni á vissu aldursskeiði barna að þau eigi sér þá ósk heitasta að eiga lítið gæludýr. Nú eru til nokkrar verslanir sem selja gæludýr og getur verið um þó nokkrar tegundir að velja. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 975 orð | 4 myndir

Kirkjustræti 8A

Hótel Skjaldbreið var lengi eitt virðulegasta veitinga- og gistihús Reykjavíkur. Freyja Jónsdóttir rifjar hér upp sögu hússins. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 276 orð | 1 mynd

Melbær 43

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Ásbyrgi er nú í sölu raðhús við Melbæ 43. Þetta er steinhús, byggt 1981 og 258,8 ferm. að stærð. Bílskúrinn var byggður 1984 og er hann 22,8 ferm. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Mikið af hillum

Það er skemmtilegt að hafa mikið af hillum, t.d. í gestaherberginu, að ekki sé talað um allt það sem hægt er geyma þar af bókum, plötum, möppum og... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 938 orð | 6 myndir

Náttúruvæn kapella

Frumskilyrði fyrir leirbyggingu er auðvitað góður leir til að byggja úr, segir Einar Þorsteinn hönnuður, sem hér fjallar um nýja kapellu í Berlín. Við Búðardal er án efa hægt að finna góðan leir til að byggja slík hús. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 523 orð | 1 mynd

Nú er mál að linni

ÞAÐ er yfirgengilegt hvað gífurleg verðmæti fá að fuðra upp í eldi hérlendis ár eftir ár. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 197 orð | 1 mynd

Nökkvavogur 23

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Kjöreign er nú í sölu einbýlishús við Nökkvavog 23. Þetta er steinhús, byggt 1950 sem er 202,6 ferm. og því fylgir timburbílskúr sem byggður var 1955 og er hann 32 ferm. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Póstkort sem dyrarammi

Hér má sjá ramma úr póskortum sem raðað hefur verið í kringum hurðirnar, þetta eru öll póstkort sem fjölskylda ein hafði fengið um... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Rúllur í körfu

Oft vantar rúllur á salernið, hér má sjá ágæta lausn á því máli þar sem er stálkarfa þar sem margar rúllur eru geymdar... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 506 orð | 7 myndir

Rýmið í Truss Wall-húsinu í Japan

H JÓNIN Eisaku Ushida og Kathryn Findlay eru fræg fyrir að nota lífræn form í húsagerð sinni, reiknuð út frá stærðfræðilegum einingum. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 187 orð

Samdráttur í þýskum byggingariðnaði

SVO MIKIL niðursveifla hefur verið á byggingarmarkaðinum í Þýskalandi á undanförnum mánuðum og misserum að stjórnendur byggingafyrirtækja lýsa ástandinu sem hreinni kreppu. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Skemmtilegir kertastjakar

Þessir fallegu kertastjakar sem eru enskir eru sérhannaðir til að gegna því hlutverki að bera kerti eða blóm á... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Skemmtilegur snagi

Svipaðan snaga gæti maður kannski útbúið sjálfur í barnaherbergi með handlagni, en þessi er teiknaður af Charles... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Steinar á skerminum

Þessi lampi er franskur, hann er mjög sérkennilegur, litlar spírur sem raðað er saman utan um fótinn og lampinn er skreyttur með steinum sem festir eru með... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 153 orð

tafla 1 Fjöldi umsókna Samþykktar Synjað...

tafla 1 Fjöldi umsókna Samþykktar Synjað Dregnar til baka 1.1.-30.4. '00 3904 21 500 1.1.-30.4. '01 3452 20 388 Mismunur -452 -1 -112 tafla 2: heildarfjárhæð samþykktra lána 2001 2000 Aukning Janúar 2.161 1.964 10,0% Febrúar 2.158 2.193 -1,6% Mars 2. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Titania

Titania-lampinn er hannaður af Alberto Meda og er notaður sem eins konar standlampi t.d. hjá sófanum í... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Útsaumuð rúmföt

Hvað er notalegra en rúmföt saumuð út eftir teikningu barnanna á... Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 242 orð | 1 mynd

Vesturás 44

Reykjavík - Hjá fasteigna sölunni Holt er nú í sölu einbýlishús að Vesturási 44. Þetta er timburhús, byggt 1984 og er það 199,3 ferm. að stærð. "Þetta er glæsilegt einbýli á tveimur hæðum," segir Finnbogi Hilmarsson hjá Holti. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 367 orð | 1 mynd

Viðbótarlánum og leiguíbúðalánum fjölgar en húsbréfalánum fækkar

VIÐBÓTARLÁNUM fjölgaði um 28% og fjöldi leiguíbúðalána margfaldaðist á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Hins vegar er samdráttur í útgáfu almennra húsbréfalána þótt merkja megi aukningu í maí. Meira
19. júní 2001 | Fasteignablað | 7 orð | 1 mynd

Ættartréð

Hér má sjá "ættartréð" málað á franskan... Meira

Úr verinu

19. júní 2001 | Úr verinu | 242 orð

Breytingar hjá Verðlagsstofu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Verðlagsstofu skiptaverðs: "Þann fyrsta júní sl. tóku gildi breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Meira
19. júní 2001 | Úr verinu | 1181 orð

Skiptar skoðanir

SKIPTAR skoðanir eru hjá hagsmunaaðilum um tillögur nefndar, sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að gera samanburð á starfsumhverfi sjó- og landvinnslu, en greint var frá áliti hennar fyrir helgi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.