Greinar laugardaginn 23. júní 2001

Forsíða

23. júní 2001 | Forsíða | 163 orð | 1 mynd

Banamönnum Bulgers sleppt

BRESK náðunarnefnd ákvað í gær, að tveimur 18 ára gömlum unglingum, sem myrtu James Bulger, tveggja ára dreng, þegar þeir voru aðeins 10 ára, skyldi sleppt lausum. Meira
23. júní 2001 | Forsíða | 53 orð | 1 mynd

Lottóæði

Þetta skilti blasir við þeim, sem aka þjóðveg 101 í San Jose í Kaliforníu, og á því segir, að væntanlegur vinningur í lottóinu sé kominn í 125 millj. dollara, um 13 milljarða ísl. kr. Meira
23. júní 2001 | Forsíða | 43 orð | 1 mynd

"Æskan gegn stríði"

Mörg hundruð rússneskra æskumanna gengu í gær um götur Jekaterínborgar með kyndil í hendi og undir blaktandi fánum og borðum. Meira
23. júní 2001 | Forsíða | 147 orð

Rússum hótað refsiaðgerðum

BANDARÍKIN og önnur helstu iðnríki heims hafa gefið Rússlandi, Filippseyjum og Kyrrahafseyríkinu Nauru frest til 30. september nk. til að koma böndum á peningaþvætti eða sæta nýjum, hertum refsiaðgerðum ella. Meira
23. júní 2001 | Forsíða | 246 orð

Stækkun ESB mun ráðast af afstöðu Íra

ROMANO Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, sagði í Cork á Írlandi í gær, að samþykktu Írar ekki Nice-sáttmálann, yrði ekkert af stækkun sambandsins. Meira
23. júní 2001 | Forsíða | 292 orð

Varað við algerri borgarastyrjöld í landinu

STJÓRNARHERINN í Makedóníu réðst í gær á þorp, sem verið hefur í höndum albanskra skæruliða, og rauf með því vopnahlé, sem standa átti í 11 daga. Meira

Fréttir

23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 96 orð

150 ára afmæli Kirkjubæjarkirkju

KIRKJUBÆJARKIRKJA í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu verður 150 ára á þessu ári. Ákveðið hefur verið að halda upp á afmælið með hátíðarguðþjónustu sunnudaginn 5. ágúst nk. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð

17 hafa fengið tilkynningu um sölubann

SAUTJÁN sölustaðir tóbaks í Reykjavík hafa fengið tilkynningu um fyrirhugaða þriggja mánaða sölustöðvun vegna ítrekaðra brota á tóbaksvarnarlögum. Sölubannið mun taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 171 orð

200 þúsund í bætur vegna særandi málsmeðferðar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða Eilífi Friði Edgarssyni 200 þúsund krónur í skaðabætur vegna særandi málsmeðferðar yfirvalda á máli, sem varðaði meint skartgripasmygl Eilífs í nóvember 1997. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

52% andvíg myndun Norðlingaöldulóns

ALLS eru 52% landsmanna andvíg áformum um myndum Norðlingaöldulóns, 35% eru fylgjandi en 13% hvorki fylgjandi né andvíg, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landvirkjun dagana 29. maí til 12. júní sl. Meira
23. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 143 orð | 3 myndir

Afgerandi forysta SH eftir fyrsta hlutann

UM 300 ungmenni á aldrinum 11 til 17 ára taka nú þátt í Aldursflokkamóti Íslands í sund sem fram fer í Sundlaug Akureyrar. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 199 orð

Alþjóðlegt yfirbragð á kennaranámskeiði

ÍSLENSKU menntasamtökin og Hrafnagilsskóli standa fyrir kennaranámskeiði í ágúst í samvinnu við "The Council for Global Education." Námskeiðið verður haldið dagana 7. til 10. ágúst næstkomandi. Meira
23. júní 2001 | Suðurnes | 271 orð | 1 mynd

Annar áfangi nýbyggingar tilbúinn

FRAMKVÆMDUM er nú lokið við austurhluta nýbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og þurfa farþegar því ekki að ganga þar um hálfkarað húsnæði. Meira
23. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Bann við rekstri næturklúbba í miðbænum

MEIRIHLUTI umhverfisráðs Akureyrar hefur samþykkt að við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar verði lagt bann við rekstri næturklúbba í miðbænum. Þetta er gert í framhaldi af tilmælum frá jafnréttisnefnd. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Barist á götum Belfast

TUTTUGU norður-írskir lögreglumenn særðust aðfaranótt föstudags þegar stórir hópar mótmælenda og kaþólikka börðust á götum Belfast. Átökin hafa nú staðið í þrjá daga og býst lögreglan ekki við því að þeim linni á næstunni. Meira
23. júní 2001 | Landsbyggðin | 198 orð

Boðið til morgunverðar á Selfossi

25 Fyrirtæki á Selfossi bjóða íbúum Árborgar og öðrum til morgunverðar í tjaldi á planinu við Hótel Selfoss á Jónsmessunni, laugardagsmorguninn 23. júní á milli kl. 09:00 og11:00. Um er að ræða lið í verkefninu "Sumar á Selfossi". Meira
23. júní 2001 | Landsbyggðin | 250 orð | 1 mynd

Borað eftir vatni

Í LANDI Eiðhúsa fannst 100 gráðu heitt vatn, 7 sekúndulítrar af sjálfrennandi vatni. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 146 orð

Bragi Árnason tilnefndur til tækniverðlauna

BRAGI Árnason, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegra tækniverðlauna, sem verða afhent í Vísindasafninu í London. Verðlaunin verða veitt á ráðstefnunni "The world technology summit" í London 2. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 240 orð

Brjóta af sér til að komast í skjól hjá lögreglu

LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði lengi að heppilegri vistun fyrir konu og karlmann sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna ýmissa afbrota. Konan vegna tilraunar til manndráps, líflátshótana, íkveikju o.fl. en karlmaðurinn fyrir líkamsárásir og rán, m.a. í Mál og menningu við Laugaveg. Fjallað var um brotaferil þeirra í Morgunblaðinu í fyrradag. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 19 orð | 1 mynd

Daði Hendricusson á Monroe

DAÐI Hendricusson hárgreiðslumaður er nú kominn til starfa á hárgreiðslustofunni Monroe. Daði hefur verið að vinna í Amsterdam að... Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð

DAS 2000 í sumarfrí

SJÓNVARPSÞÁTTURINN DAS 2000 á vegum Happdrættis DAS sem sýndur er vikulega í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu á fimmtudögum fór í sumarfrí frá og með 14. júní. DAS2000 mun aftur verða á dagskrá í vetrardagskrá Ríkissjónvarpsins í október nk. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Einkunnamet í hagfræðiskor

GÚSTAV Sigurðsson útskrifast með B.S.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands í dag með hæstu aðaleinkunn sem gefin hefur verið í hagfræðiskor til þessa, 9,17. Gústav segir að áhuginn á hagfræði hafi vaknað í stjórnmálafræðiáfanga í MH. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 482 orð

Ekki kominn á bindandi samningur

MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð, dagsetta 21. júní 2001, sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður tók saman að beiðni fjögurra af fimm stjórnarmanna í Lyfjaverslun Íslands hf., starfsárið 2000-2001. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Erró á ferð með vinum

TÆPLEGA fjörutíu nánir vinir myndlistarmannsins Errós eru komnir hingað til lands til að verða viðstaddir opnun Errósafns í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu í kvöld. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Esjudagur fjölskyldunnar

ÁRLEGUR Esjudagur fjölskyldunnar var haldinn laugardaginn 9. júní í boði SPRON. "Samstarfsaðilar SPRON voru Ferðafélags Íslands, Flugbjörgunarsveitin og Nanoq. Þátttaka var mjög góð, en um 800 manns mættu á staðinn. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fast þeir sóttu sjóinn

FAST þeir sóttu sjóinn er yfirskrift raðgangna á vegum Ferðafélags Íslands vorið 2001. Á sunnudaginn verður síðasta ferðin í þessum flokki og gengið úr Leiru á Suðurnesjum og suður í Garð. Meira
23. júní 2001 | Suðurnes | 328 orð | 1 mynd

Fjölskylda opnar mótel í Vogum

FRAMKVÆMDIR við byggingu mótels í Vogum eru nú langt komnar og er stefnt að opnun innan tveggja vikna. Það er matreiðslumaðurinn Guðmundur Franz Jónasson sem stendur að byggingu mótelsins, ásamt eiginkonu sinni Ingileifu Ingólfsdóttur. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 1021 orð | 1 mynd

Framtíðin ráðin á fundi eftir helgi

Óvissa ríkir um rekstur kjötmjölsverksmiðju Kjötmjöls ehf. á Suðurlandi vegna þess hve illa gengur að selja afurðirnar. Einnig hættu Suðurlandsskógar nýlega við tilraunir með notkun mjölsins í skógrækt að fengnum ráðleggingum sérfræðinga. Engu að síður er kjötmjöl selt sem áburður í verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð

Franska fyrir ferðamenn

ALLIANCE française í Reykjavík hóf byrjendakennslu í frönsku fyrir ferðamenn í maí í fyrra. Þessi námskeið voru haldin í maí, júní og júlí og hefur verið ákveðið að hafa framhald á í júlí næstkomandi. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 287 orð

Fundir hefjast fyrr og ræðutími takmarkaður

Á FUNDI borgarstjórnar í fyrrakvöld, sem var síðasti borgarstjórnarfundur fyrir sumarfrí, var endurkjörið í borgarráð og embætti forseta borgarstjórnar til eins árs. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Fækka skal sveitarfélögum í 40-50

BYGGÐANEFND Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnti á blaðamannafundi á fimmtudag tillögur um aðgerðir sem eiga að miða að því að draga úr fólksflutningum utan af landi til höfuðborgarsvæðisins. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Færeyskur kvennakór heimsækir Ísland

FÆREYSKUR kvennakirkjukór frá Vestmanna mun sækja Ísland heim dagana 29. júní til 6. júlí. Kórmeðlimir eru á aldrinum 7-57 ára og er ætlunin að syngja á færeyskum dögum sem verða haldnir í Ólafsvík dagana 29. júní til 1. júlí. Meira
23. júní 2001 | Suðurnes | 113 orð

Gengið á Þorbjörn á Jónsmessu

HIN árlega jónsmessuganga á fjallið Þorbjörn verður farin á laugardagskvöld og lýkur göngunni í Bláa lóninu þar sem opið verður á Jónsmessunótt. Meira
23. júní 2001 | Landsbyggðin | 116 orð | 2 myndir

Grillað við norðurheimskautsbaug

GRUNNSKÓLABÖRN á Raufarhöfn gerðu sér glaðan dag á nyrsta tanga Íslands, Hraunhafnartanga, á dögunum. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 281 orð

Gæsluvarðhaldið ekki talið of langt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu manns sem sat í gæsluvarðhaldi í 26 daga haustið 1998, þar af 16 daga í einangrunarvist. Ástæðan fyrir handtöku mannsins voru átök í Austurstræti aðfaranótt 27. september 1998. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Gönguferð að Tröllafossi

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á morgun, sunnudag, kl.13 í létta gönguferð að Stardal og Tröllafossi. Áætlaður göngutími er um þrjár klukkustundir. Brottför er frá BSÍ og farmiðar eru seldir í miðasölu BSÍ. Verð 1.400 kr. fyrir félaga og 1.600 kr. fyrir aðra. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Hafa gert samning um bandaríska útvarpsþætti

ÚTVARPSSTÖÐIN 101 Reykjavík sem sendir út á Faxaflóasvæðinu á fm 101,5 hefur gert samning við Premier Broadcasting um útsendingar á þáttunum "American Top Forty" með Casey Kasem, og "American Country Countdown". Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Hálfbróðir kveðst ekki hafa þegið fé

ROGER Clinton, hálfbróðir Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum um að hann hafi þegið fé fyrir að biðja bróður sinn að náða fanga áður en hann lét af forsetaembættinu. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 152 orð

Hefur lítið álit á njósnurum

VLADIMÍR Pútín, Rússlandsforseti og fyrrverandi ofursti í sovésku leyniþjónustunni, hefur gagnrýnt starfsemi njósnara í Rússlandi og Bandaríkjunum fyrir "lélega frammistöðu". Meira
23. júní 2001 | Landsbyggðin | 340 orð | 1 mynd

Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld

Á ÞESSU ári eru 10 ár síðan Byggðasafn Snæfellinga var formlega opnað í Norska húsinu í Stykkishólmi. Af því tilefni hefur verið opnuð sýningin "Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld" á miðhæð Norska hússins. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Hætta talin á upplausn

UPPLAUSN er yfirvofandi í Alsír og berjast ráðamenn við að hafa hemil á útbreiðslu uppreisnar gegn yfirvöldum. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 460 orð

Ítarlegra rannsókna og arðsemisútreikninga krafist

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í fyrradag tillögu þar sem segir að forsenda þess að ráðist verði í virkjunarframkvæmdir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar sé að fyrir liggi ítarlegar rannsóknir á umhverfisáhrifum framkvæmda. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Kemur hart niður á atvinnulífi

ÞEGAR Hafrannsóknastofnun kynnti niðurstöður sínar á dögunum um sjávarafla á næsta fiskiveiðiári kom í ljós að mikill niðurskurður verður á aflaheimildum í hörpudiski. Lagt er til að aflaheimildir verði skertar úr 8.000 tonnum í 6.500 tonn á næsta ári. Meira
23. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30 annaðkvöld, sunnudagskvöldið 24. júní. Séra Guðmundur Guðmundsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á hádegi næsta fimmtudag. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Kjörin í stjórn alþjóðasamtaka

ÁSTA Möller, alþingismaður og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var kjörin 2. varaformaður stjórnar Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (International Council of Nursing, ICN) á fulltrúaþingi þeirra, sem haldið var í Kaupmannahöfn 9. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 342 orð

Koma verður í veg fyrir víxlhækkanir

SEÐLABANKI Íslands segir að hækkun launa, ofþensla, óhóflegur viðskiptahalli og ytri áföll séu helstu skýringar á gengislækkun krónunnar á undanförnu ári. Breytingin sem gerð hafi verið á umgjörð peningastefnunnar skýri ekki þá gengislækkun og vaxandi verðbólgu sem átt hafi sér stað. Meira
23. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Kvöldganga á Jónsmessu í Kjarna

JÓNSMESSUGANGA verður í Kjarnaskógi annað kvöld, laugardagskvöldið 23. júní, og verður farið af stað frá þjónustuhúsinu í Kjarnaskógi kl. 22 stundvíslega. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 354 orð | 2 myndir

Lagðir inn á gjörgæsludeild með alvarlega brunaáverka

TVEIR starfsmenn verktakafyrirtækisins Kerfóðrunar ehf. voru lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut eftir að hafa brennst í alvarlegu vinnuslysi sem varð við sprengingu í kerskála 3 í álverinu í Straumsvík í gærmorgun. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 22 orð

Leiðrétt

Lokadagur listsýningar Í frétti í blaðinu í gær um sýningu Torfa Jónssonar í Listasalnum Man, var lokadagur sýningarinnar ekki réttur. Henni lýkur 11.... Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Loðnu landað á Seyðisfirði

LOÐNUSKIPIN eru farin að landa sumarloðnunni og meðal annars landaði norska skipið Talbor 650 tonnum af loðnu á Seyðisfirði í gær en það er heildarkvóti skipsins í íslenskri lögsögu. Fór loðnan til vinnslu í SR-mjöli hf. Þá landaði Grindvíkingur GK 1. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 247 orð

Lubbers gagnrýnir Dani

RUUD Lubbers, yfirmanni flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, tókst að ýfa fjaðrirnar á Dönum í kurteisisheimsókn sinni til Kaupmannahafnar. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

MAGNÚS ÞORSTEINSSON

MAGNÚS Þorsteinsson, barnalæknir, lést í gærmorgun sjötíu og fimm ára að aldri. Magnús var fæddur 10. mars 1926 í Reykjavík, sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar, verslunarfulltrúa í Reykjavík, og konu hans Katrínar Jóhannsdóttur, húsfreyju. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Málað í góðviðrinu

Á SUMRIN reyna margir að lífga upp á húsin sín með því að mála þau. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á tvo önnum kafna málara í veðurblíðunni í Árbænum í gær enda um að gera að nýta hana til... Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð

Mikil umferð norður í land

MIKIL umferð var norður í land í allan gærdag og hófst hún um hádegisbil að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Að sögn hennar gekk umferðin mjög vel og hraðinn var í ágætu lagi þó svo að nokkrir hafi verið teknir fyrir of hraðan akstur. Meira
23. júní 2001 | Suðurnes | 635 orð | 2 myndir

Mikilvægast að læra íslensku og fá vinnu

Í byrjun mánaðarins komu til landsins fimm fjölskyldur flóttamanna sem ætla að búa í Reykjanesbæ í a.m.k. eitt ár. Halldór Jón Garðarsson hitti Potkrajac-fjölskylduna og ræddi m.a. við hana um síðustu árin í Júgóslavíu. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Múlaradío opnar þjónustumiðstöð

MÚLARADÍÓ hefur opnað þjónustumiðstöð í Fellsmúla 28 í Reykjavík. Aðaláherslur fyrirtækisins eru viðhald og ísetning á sérbúnaði í bifreiðir svo og alhliða fjarskiptaþjónusta. Múlaradíó er t.d. einn aðalþjónustuaðili Tölvubíla hf. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 319 orð

Nemendur kaupi sér fartölvur

MÆLST er til þess að nýnemar Menntaskólans í Kópavogi verði búnir að festa kaup á fartölvu þegar þeir setjast á skólabekk í haust en bréf frá skólanum þar sem farið er fram á þetta var nýlega sent öllum nýnemum. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Norskar skólahljómsveitir í heimsókn

KOMNAR eru til landsins tvær skólahljómsveitar frá Noregi, Nypdal skolemusikkorps og Spongdal skolekorps. Þær ætla að dvelja á Íslandi í eina viku og tilgangur ferðarinnar er að kynnast landi og þjóð og halda tónleika. Meira
23. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 338 orð | 1 mynd

Notkun vímuefna mesta vandamálið

REYKJAVÍKURBORG hefur birt niðurstöður viðamikillar viðhorfs- og þjónustukönnunar og er þetta í þriðja skipti sem borgin lætur gera slíka könnun. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð

Nýrri lögbannsbeiðni synjað

ÞRÍR hluthafar í Lyfjaverslun Íslands hf., sem í síðustu viku lögðu fram beiðni til Sýslumannsins í Reykjavík um lögbann á fyrirhuguð kaup félagsins á Frumafli ehf., lögðu í gær fram nýja lögbannsbeiðni. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

Ný stjórn "Öldungaráðsins"

STJÓRN Öldungaráðsins var nýlega kjörin á aðalfundi ráðsins. Fimm ár eru liðin frá því að Öldungaráðið var stofnað af 13 fyrrverandi starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands og Sjómælinga Íslands, nú eru félagsmenn 20. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð

Opinber heimsókn forsætisráðherra Írlands

FORSÆTISRÁÐHERRA Írlands, Bertie Ahern, kemur ásamt fylgdarliði í opinbera heimsókn til landsins 24. júní næstkomandi. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð

Otto Gregussen til Íslands

OTTO Gregussen, sjávarútvegsráðherra Noregs, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í dag til mánudags en situr síðan fund norrænu ráðherranefndarinnar, sem hefst á þriðjudag og lýkur á fimmtudag. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Ólína skipuð skólameistari

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra skipaði í gær dr. Ólínu Þorvarðardóttur í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára frá 1. ágúst nk. Tekur hún við starfinu af Birni Teitssyni. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 319 orð

Óttast að peninga skorti

ÞÝSK stofnun, sem úthluta á milljörðum dollara í skaðabætur til fyrrverandi þrælkunar- og nauðungarvinnufólks nasista, greindi frá því í gær að hætta væri á að hún hefði ekki úr nægu fé að spila. Meira
23. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 1176 orð | 1 mynd

"Bara venjuleg manneskja"

VERSLUNIN á Skólavörðustíg 19 lætur ekki mikið yfir sér. Það er ekki nóg með að búðin sé lítil að flatarmáli heldur hefur hún ekkert heiti enda segir eigandi hennar að hann sé "ekkert svoleiðis móðins að hafa nafn á búðinni. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 283 orð

Rannsóknaþjónusta HÍ hlýtur styrk

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur tilkynnt um úthlutun styrkja í síðari umferð styrkveitinga til verkefna á Evrópsku tungumálaári 2001. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Rannsóknir á heilsu og þroska fyrirbura

INGIBJÖRG Georgsdóttir barnalæknir hlaut fyrir skömmu 400.000 króna styrk úr verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar barnalæknis, til að halda áfram rannsóknum sínum um heilsu og þroska fyrirbura. Meira
23. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 767 orð | 1 mynd

Rauðhetta passar sig á bílunum

ÞAU sátu agndofa og hlustuðu á Rauðhettu í nútímaútgáfu, 5 og 6 ára gömul börn í Umferðarskóla barnanna í Hvaleyrarskóla á dögunum. Umferðarskóli barnanna er sumsé byrjaður þetta árið, en hann hefur verið vorboði víða um land frá 1967. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð

Sakaður um að hafa stefnt fé sjóðsins í hættu

EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Ólafsfjarðar fyrir stórfelld umboðssvik, bókhaldsbrot og brot á lögum um ársreikninga í starfi. Meira
23. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 436 orð | 1 mynd

Sameiningarviðræðum hafnað

EKKERT verður úr sameiningarviðræðum Bessastaðahrepps og Garðabæjar eftir að meirihluti íbúa í Bessastaðahreppi lýsti sig andvígan slíkum viðræðum. Vikuna 6. - 13. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 843 orð | 1 mynd

Samtenging og vægi listar

Sigríður Eyþórsdóttir fæddist í Selvogi 1940. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 575 orð

Segja ósamræmi í uppkvaðningu dauðadóma

YFIRMAÐUR Evrópuráðsins gagnrýnir beitingu dauðarefsinga í Bandaríkjunum og segir þær gagnslausar í baráttunni við glæpi og siðferðilega rangar. Hefðu þær leitt til þess að saklaust fólk væri tekið af lífi. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 284 orð

Síminn fagnar úrskurðum samkeppnisráðs

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Símanum: "Samkeppnisráð hefur í fjórum úrskurðum sínum úrskurðað Símanum í vil. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 290 orð

Sjálfbær nýting og verndun auðlinda efst á baugi

RÁÐSTEFNU um sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda Norður-Atlantshafsins lauk í Færeyjum í gær, en hana sátu Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Meira
23. júní 2001 | Miðopna | 1807 orð | 1 mynd

Skattahækkanir í sovétkerfi

Andstaða Eistlendinga við aðild að Evrópusambandinu hefur farið vaxandi síðustu mánuði og er nú um og yfir helmingur þjóðarinnar andvígur henni. Urður Gunnarsdóttir ræddi við einn andstæðinganna og manninn sem reynir að fara bil beggja, samningamann Eista hjá ESB. Meira
23. júní 2001 | Landsbyggðin | 132 orð | 1 mynd

Skilti afhjúpað um Bjössaróló

SKILTI til minningar um Björn H. Guðmundsson trésmíðameistara, var afhjúpað á Bjössaróló nýlega. Bjössaróló er leikvöllur í Borgarnesi og mörgum landsmönnum kunnur fyrir sérstakt útlit og hönnun. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 153 orð

Sóttvarnaraðgerðir miðist eingöngu við Bretland

YFIRDÝRALÆKNIR telur að óhætt sé orðið að veita meðmæli til að heimila innflutning á gæludýrum frá öðrum Evrópulöndum en Bretlandi vegna minnkandi hættu á að gin- og klaufaveiki berist til landsins. Meira
23. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Stofna félag um netleiki

FÉLAGSSKAPURINN 3Dsport verður formlega stofnaður í dag, laugardag, en um er að ræða félag áhugamanna um netleiki. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Stærsta skemmtiferðaskip Bretlands í Reykjavíkurhöfn

AURORA, nýtt glæsiskip P&O- skipafélagsins, kemur hingað fimmtudaginn 28. júní í fyrsta sinn og leggst að ytri bakkanum í Reykjavíkurhöfn. Aurora er 76 þúsund brúttólestir að stærð og tekur samtals 1.874 farþega. Meira
23. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 153 orð

Sýningar opnaðar

LISTASUMAR 2001 verður formlega sett í dag, laugardag og hefst athöfnin kl. 16 í Ketilhúsinu. Opnaðar verða nokkrar sýningar af þessu tilefni. Í Ketilhúsinu verður opnuð sýning á verkum Kristbergs O. Péturssonar frá Hafnarfirði. Meira
23. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Söngvaka í Minjasafnskirkju

SÖNGVAKA verður í Minjasafnskirkjunni á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 25. júní og hefst hún kl. 21. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 301 orð

Talið áfall fyrir Clarke

MICHAEL Ancram hefur sagt af sér sem formaður breska Íhaldsflokksins til að geta gefið kost á sér í leiðtogakjöri flokksins síðar í sumar. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 305 orð

Tekið 1.100 milljóna króna tilboði Skýrr

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að gengið skuli til viðræðna við Skýrr hf. um kaup á nýju fjárhags- og starfsmannakerfi fyrir ríkið á grundvelli útboðs Ríkiskaupa í janúar síðastliðnum. Tilboðið hljóðaði uppá 1.100 milljónir króna. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 192 orð

Telja launakerfið ekki nógu vel útfært

ÓÁNÆGJU hefur gætt meðal leiðsögumanna um nýjan kjarasamning sem gerður var milli Félags íslenskra leiðsögumanna og Samtaka atvinnulífsins. Samningurinn tók gildi þann 14. júní en hann var naumlega samþykktur með 58 atkvæðum gegn 52. Meira
23. júní 2001 | Suðurnes | 44 orð

Tilboð samþykkt í gangstéttar

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka tilboði Verktakasambandsins ehf. í vinnu við gangstéttar í bænum á þessu ári. Tilboð Verktakasambandsins nam tæpum 2,3 milljónum króna en alls bárust fimm tilboð í verkið. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 591 orð

Umsagnarbeiðni um matsáætlun yrði formlegt erindi

FORMAÐUR Þjórsárveranefndar og fulltrúi Náttúruverndar ríkisins gera ekki athugasemdir við niðurstöður álitsgerðar Páls Hreinssonar lagaprófessors um fyrirmæli laga um náttúruvernd. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 232 orð

Unnið verði að jafnara kynjahlutfalli

PRESTASTEFNA samþykkti í fyrradag ályktun þar sem tilmælum er beint til presta, héraðsfunda, sóknarnefnda og annarra leikmanna innan kirkjunnar að vinna markvisst að jafnara kynjahlutfalli á kirkjuþingi. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 337 orð

Útbreiddur misskilningur að mat á umhverfisáhrifum jafngildi leyfisveitingu

VEGNA umræðu um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu vill Trausti Baldursson, sviðsstjóri hjá Náttúruvernd ríkisins, að eftirfarandi komi fram: "Náttúruvernd ríkisins er hlynnt því að allar framkvæmdir eins og lýst er í lögum um mat á... Meira
23. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 196 orð | 1 mynd

Valgerður Hrólfsdóttir

VALGERÐUR Hrólfsdóttir bæjarfulltrúi lést á Akureyri á fimmtudag, 21. júní. Valgerður fæddist í Reykjavík 15. janúar árið 1945, dóttir hjónanna Margrétar Hjaltadóttur og Hrólfs Jónssonar trésmiðs. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Vann snyrtivörur

CLINIQUE-snyrtivörur og Lyf og heilsa í Mjódd drógu nýlega út nafn heppins vinningshafa í tilefni kynningar á nýrri hárlínu frá Clinique í Lyf. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Varað við eyðslusemi kvenna

SADDAM Hussein, forseti Íraks, varaði nýlega íraskar konur við "léttúðarfullu" búðarápi á sama tíma og alþjóðlegar refsiaðgerðir beindust gegn landinu. Sagði hann, að með slíku framferði væru þær byrði á eiginmönnum sínum. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Verkefnis-stjórn um heilsufar kvenna skipuð

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að skipa verkefnisstjórn til að meta og hrinda í framkvæmd tillögum nefndar um heilsufar kvenna. Meira
23. júní 2001 | Miðopna | 1511 orð | 1 mynd

Vextir óbreyttir þrátt fyrir aukna verðbólgu

Vextir Seðlabankans verða óbreyttir áfram enda þótt aukin verðbólga mæli með vaxtahækkun og bankinn telur ekki tímabært að gripið sé til eftirspurnarhvetjandi aðgerða í efnahagslífinu. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 205 orð

Viðamikil dagskrá í Árbæjarsafni

Í DAG, laugardag, verða tónleikar í Árbæjarsafni. Að þessu sinni er það skólahljómsveit frá Þrándheimi í Noregi sem spilar fyrir gesti. Ef veður leyfir mun hljómsveitin spila úti. Hefjast tónleikarnir kl. 14. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 685 orð | 3 myndir

Viðhaldið hefur verið í lágmarki

Menntaskólinn í Reykjavík starfar nú í sjö húsum, það elsta var tekið í notkun 1846 en það nýjasta 1999. Viðhald og endurbygging elstu húsanna varð Ragnheiði Torfadóttur rektor að umtalsefni við skólaslit 7. júní sl. Meira
23. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 278 orð | 1 mynd

Vilja nýjan hverfisskóla sem fyrst

FORELDRARÁÐ Korpuskóla hefur beint þeim tilmælum til borgaryfirvalda að gengið nýr hverfisskóli verði hannaður sem allra fyrst samhliða endurbótum á eldra húsnæði skólans á Korpúlfsstöðum. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Vinningshafi í fermingarleik

SKIFAN.IS hélt í apríl sl, fermingarleik þar sem fermingabörnum ársins 2001 gafst færi á að skrá sig á skifan.is og velja sér tónlist, tölvuleiki og kvikmyndir að andvirði kr. 50.000. Þátttaka var góð og skráðu sig ríflega 1.900 fermingabörn. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Vitni vantar

HINN 21. júní sl. milli kl. 12.45 og 14.30 var ekið í vinstri hlið bifreiðarinnar ZZ-847, sem er græn Renault-bifreið, svo að mikið tjón hlaust af. Tjónvaldur fór hins vegar af vettvangi án þess að tilkynna það lögreglu eða hlutaðeiganda. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Víða ókeypis veiðileyfi á sunnudag

VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar verður á morgun, sunnudag, k. en þá er boðið upp á ókeypis veiðileyfi í vötnum víða um land. Landssamband stangaveiðifélaga stendur að veiðideginum ásamt veiðiréttarhöfum og landeigendum. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Vísindalegar hornsílaveiðar

ÞAU Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir og Stefán Már Stefánsson veiða hér hornsíli í norðurenda Þingvallavatns, í landi þjóðgarðsins. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 185 orð

Þrautakeppni bílstjóra í flutningageiranum

FJÖGUR lið úr flutningageiranum keppa í góðaksturs- og þrautakeppni á fjölskylduhátíð Landflutninga í Skútuvogi 8 í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 13-17. Gestum gefst færi á að reyna veltibíl og skoða trukka Landflutninga-Samskipa að innan. Meira
23. júní 2001 | Erlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Þrennt dæmt í 21 árs fangelsi

DÓMUR gekk í einu mest umtalaða dómsmáli í norskri sögu í gær. Hjónin Per og Veronica Orderud voru ásamt systur Veronicu, Kirkemo Haukeland, dæmd í 21 árs fangelsi fyrir að hafa myrt foreldra og systur Pers 22. maí árið 1999. Meira
23. júní 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Æfðu töku skips á Faxaflóa

VARNARÆFINGU Atlantshafsbandalagsins, Norðurvíkingur 2001, lýkur á morgun og í gær var meðal annars æfð árás á hús á Reykjanesi og í fyrradag tóku starfsmenn Landhelgisgæslunnar þátt í æfingu á Faxaflóa. Meira

Ritstjórnargreinar

23. júní 2001 | Leiðarar | 756 orð

Opnun Errósafnsins

Formleg opnun Errósafnsins í Hafnarhúsinu í kvöld markar ákveðin þáttaskil í menningarsögu landsins, ekki síður en í þróun Listasafns Reykjavíkur, sem nú hefur fundið veglegri listaverkagjöf Erró frá árinu 1989 varanlegan samastað. Meira
23. júní 2001 | Staksteinar | 351 orð | 2 myndir

Verðbólga - kaupmáttur

Það er ekki hægt að halda uppi lífskjörum með handafli eða kjarasamningum. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira

Menning

23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 397 orð | 1 mynd

Ágætis tilbreyting að gera ekkert

EGILL Helgason, fjölmiðlamaður, situr fyrir svörum að þessu sinni. Hann er trúlega flestum kunnugur fyrir að stjórna þættinum vinsæla Silfur Egils á Skjá Einum. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 421 orð | 1 mynd

Áhrifamikill brautryðjandi

BLÚSARINN John Lee Hooker lést í svefni á heimili sínu í San Francisco á fimmtudaginn, 83 ára að aldri. Hooker var einn áhrifamesti blústónlistarmaður 20. aldarinnar og í fámennum hópi frumkvöðla sem breiddi út Missisippi Delta blúsinn til fjöldans. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 247 orð | 2 myndir

Bylgjulestin leggur af stað

Í DAG leggur Bylgjulestin upp í árlega ferð sína um landið. Bylgjulestin verður á ferðinni á hverjum laugardegi í sumar og er fyrsti viðkomustaður Selfoss. Dagskráin í dag hefst við Fjölbrautaskóla Suðurlands að loknum hádegisfréttum Bylgjunnar. Meira
23. júní 2001 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Fiðlunámskeið í Skálholti

LILJA Hjaltadóttir fiðlukennari stendur fyrir fiðlunámskeiði fyrir börn á aldrinum 5-17 ára í Skálholti og hefst það 25. júní. Meira
23. júní 2001 | Menningarlíf | 321 orð | 1 mynd

Finna má ákveðnar hliðstæður

SARA Björnsdóttir tekur þátt í spænsk-amerísku listahátíðinni í Caracas í Venesúela, sem hefst í dag, laugardag. Meira
23. júní 2001 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Flytja verk eftir Haydn

SÖNGMÁLASTJÓRI þjóðkirkjunnar stendur fyrir kóra- og organistanámskeiði í tengslum við kirkjudaga í Reykjavík sem nú standa yfir en slík námskeið hafa á undanförnum árum verið haldin í Skálholti. Meira
23. júní 2001 | Tónlist | 752 orð

Heiðbláar hæðir

Ýmis inn- og erlend smáverk og sönglög. Sigurður S. Þorbergsson, básúna; Judith Þorbergsson, píanó. Fimmtudaginn 21. júní kl. 20:30. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 1084 orð | 3 myndir

Heimabrugg

Það eru ekkert endilega iðnustu tónlistarmennirnir sem eru mest áberandi. Birgir Örn Steinarsson hitti Jóhann Jóhannsson sem hefur alltaf nóg á sinni könnu, þrátt fyrir að sú kanna geti verið oft illsýnileg almenningi. Meira
23. júní 2001 | Menningarlíf | 178 orð | 1 mynd

Lýst eftir myndum

LISTAFÉLAGIÐ Eidskog í Noregi vinnur nú að söfnun heimilda um norska listmálarann Arthur Eriksen, sem bjó hér á landi á árunum 1967-73. Arthur Eriksen var fæddur 1903 og er verið að undibúa útgáfu afmælisrits um listmálarann sem verður gefið út árið... Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Michael verst gægjum

GEORGE Michael hefur nú fjárfest í trjám fyrir rúma eina milljón króna til að hindra útsýni nágrannanna yfir sundlaugina sína. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 455 orð | 3 myndir

Miðbæjarmúsík

101 Reykjavík, geisladiskur með tónlist úr samnefndri kvikmynd. Tónlistina sömdu og fluttu þeir Damon Albarn og Einar Örn Benediktsson. Þeim til aðstoðar voru Tom Girling og Jason Cox. Einnig samdi Gus Gus hópurinn og lék lagið Reykjavík2k. Ray Davies samdi lykillagið, Lola. Ýmsir tónlistarmenn koma að endurhljóðblöndunum, s.s. Emiliana Torrini, Hilmar Örn Hilmarsson, Curver og fleiri. EMI, 2001. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 172 orð | 1 mynd

Of mörg vandamál

* Leikstjórn og handrit Jean-Marc Barr og Pascal Arnold. Aðalhlutverk Rosanna Arquette, Jean-Marc Barr, Elodie Bouchez. 109 mín. Frakkland 2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 16 ára. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 516 orð | 4 myndir

Rennur vel niður

MÉR ER gjörsamlega ómögulegt að hlusta á tónlist hljómsveitarinnar Weezer án þess að brosa mínu breiðasta. Tónar þeirra eru hrein og bein ávísun á gleðskap. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 352 orð | 1 mynd

Siglt eftir barminum

Á DÖGUNUM kom út á vegum raftónlistarútgáfunnar Warp sjötta breiðskífa raftónlistardúettsins Autechre, Confield . Meira
23. júní 2001 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Skáldaþing á Ísafirði

MENNINGARMIÐSTÖÐIN Edinborg í samvinnu við hugvísindastofnun Háskóla Íslands efna til skáldsagnaþings í Edinborgarhúsinu á morgun, sunnudag, kl. 16. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 155 orð | 2 myndir

Sleppur við tukthúsvist

AARON Sorkin höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu Vesturálmunnar, sem fjalla um daglegt líf í Hvíta húsinu, hefur fallist á að fara í eiturlyfjameðferð. Meira
23. júní 2001 | Menningarlíf | 66 orð

Sýningu lýkur

Safnahúsið á Sauðárkróki Sýningunni 3 stöllur í Safnahúsinu á Sauðárkróki lýkur nú á sunnudag. Listamennirnir eru Anna S. Hróðmarsdóttir, Bryndís Siemsen og Dósla - Hjördís Bergsdóttir. Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Terrorvision ei meir

BRESKU ræflarokkararnir í Terrorvision hafa lagt upp laupana eftir 13 ára samstarf. Liðsmenn, sem alið hafa manninn í Bradford, hafa tilkynnt að tónleikaferð sú sem þeir eru á um þessar mundir verði þeirra síðasta og að henni lokinni muni leiðir... Meira
23. júní 2001 | Menningarlíf | 101 orð

Tuttugu orð í býflugnavaxi

STELLA Sigurgeirsdóttir opnar sýningu í Hafnarhúsinu hafnarmegin, í sýningarsal Íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17 í dag kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina "Portrett landslag - tuttugu orð". Meira
23. júní 2001 | Fólk í fréttum | 136 orð | 1 mynd

Úlfurinn í skóginum

** Leikstjórn Lionel Delplanque. Aðalhlutverk Clotilde Courau, Clement Sibony. (84 mín.) Frakkland 2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 16 ára. Meira
23. júní 2001 | Menningarlíf | 373 orð | 2 myndir

Þráðurinn langi

Opið alla daga frá kl. 14-18. Til 24. júní. Aðgangur ókeypis. Meira

Umræðan

23. júní 2001 | Aðsent efni | 718 orð | 1 mynd

Atkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun og álver við Reyðarfjörð

Íbúar á Norður-Héraði og í Fljótsdalshreppi eiga einir rétt á að segja álit sitt á virkjuninni, segir Hrafnkell A. Jónsson, því þar er hún staðsett. Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. júní sl. í Stærri-Árskógskirkju af sr. Huldu Hrönn þau Þórunn Andrésdóttir og Rúnar Þór Ingvarsson. Heimili þeirra er að Aðalbraut 6 á... Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Akureyrarkirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Ásta Laufey Egilsdóttir og Sigurður Hallmann Egilsson . Heimili þeirra er að Helgamagrastræti 53 á... Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 332 orð | 1 mynd

Ekki er öll fjórmenningavitleysan eins

FYLGJENDUR kvótakerfisins eiga undir högg að sækja um þessar mundir og virðist sem röksemdafærsla þeirra sé orðin örvæntingarfull. Augu sífellt fleiri landsmanna eru að opnast fyrir því að kvótakerfið er óskapnaður. Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 865 orð

(Fil. 4, 8.)

Í dag er laugardagur 23. júní, 175. dagur ársins 2001. Eldríðarmessa. Orð dagsins: Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 496 orð

NÁKOMINN ættingi Víkverja kvaðst hafa orðið...

NÁKOMINN ættingi Víkverja kvaðst hafa orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að lenda óvart inni í hópi ungmenna í miðbæ Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn og létu þau ófriðlega, að hans sögn. Meira
23. júní 2001 | Aðsent efni | 371 orð | 1 mynd

"Stóri bróðir" vill lesa tölvupóstinn þinn

Er þetta eitthvert gleggsta dæmið sem ég þekki, segir Þór Jónsson, um stóra bróður-viðhorfið sem býr að baki þeirri viðleitni að fylgjast með bréfaskiptum starfsmanna. Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 62 orð

STÖKUR

Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Dagsins runnu djásnin góð, dýr um hallir vinda. Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 542 orð

Sundhöll Reykjavíkur

ÉG hef stundað sund í Sundhöll Reykjavíkur frá því hún var opnuð í mars 1937. Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 1041 orð | 1 mynd

Til stuðnings kjarabaráttu þroskaþjálfa

ÁGÆTA Ingibjörg Sólrún. Þegar ég læt hugann reika til þess tíma áður en Ian Anthony fæddist kemst ég að því hversu stórkostlegum breytingum lífsviðhorf og hugsunarháttur geta tekið við að öðlast nýja reynslu. Meira
23. júní 2001 | Aðsent efni | 745 orð | 4 myndir

Um aðferðir - ennþá betri útkoma

Gera má ráð fyrir 11,39% arðsemi fjármagns í virkjuninni einni saman, segir Guðmundur Ólafsson, og trúlega góðum hagnaði í álverinu líka. Meira
23. júní 2001 | Aðsent efni | 594 orð | 1 mynd

Vaka hvetur til vandaðra vinnubragða

Námsmenn verða að geta treyst því, segir Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, að farið sé að lögum þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi þeirra og skyldur. Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 467 orð

Það þarf visst áræði og gagnrýna hugsun

VINSTRI grænir eru að eyðileggja fyrstu tilraunina frá stofnun lýðveldisins til að hægt sé að mynda raunhæfa meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn sem ekki tengdist beint eða óbeint fjórum flokkum sem ráðið hafa stjórnarmyndunum á Íslandi frá 1944. Meira
23. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar úr 3-BÓ í...

Þessir duglegu krakkar úr 3-BÓ í Hofsstaðaskóla, Garðabæ söfnuðu kr. 4.000 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þau heita Alexander, Arnar, Helgi og Valdís. Á myndina vantar Sverri, Kristínu, Hjördísi og... Meira

Minningargreinar

23. júní 2001 | Minningargreinar | 456 orð | 1 mynd

Erna Valdís Halldórsdóttir

Erna Valdís Halldórsdóttir, fæddist 31. maí 1936 á Akranesi og lést á heimili sínu 4. júní sl. Erna Valdís var jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 13. júní sl. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2001 | Minningargreinar | 3676 orð | 1 mynd

Guðrún Eiríksdóttir

Guðrún Eiríksdóttir ljósmóðir, fæddist að Miðbýli á Skeiðum 23. júni 1903. Hún lést á Ljósheimum á Selfossi 11. júní síðastliðinn á 98. aldursári. Foreldrar Guðrúnar voru Ingveldur Jónsdóttir, f. 28. júní 1875 í Útverkum á Skeiðum, d. 29. nóv. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2001 | Minningargreinar | 661 orð | 1 mynd

HARALDUR GUÐMUNDSSON

Haraldur Ingvar Guðmundsson fæddist á Knappstöðum í Holtshreppi í Skagafirði 28. apríl 1920. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, f. 1887, d. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2001 | Minningargreinar | 261 orð

Sigfús Sveinsson

Sigfús Sveinsson, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, fæddist 22. febrúar 1916 á Stóru-Mörk íVestur-Eyjafjallahreppi. Hann andaðist 11. júní sl. á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 23. júní, klukkan 14. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 166 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar JÚNÍ 2001 Mánaðargreiðslur...

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar JÚNÍ 2001 Mánaðargreiðslur Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 16.582 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 31.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 32. Meira
23. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 543 orð | 1 mynd

Kynningarátak tókst vel

ÓLAFSGEISLI, Kirkjustétt og Grænlandsleið eru meðal nýstárlegra gatnaheita í Grafarholtshverfi sem nú rís í hlíðinni milli Vesturlandsvegar og vatnsgeymanna í Grafarholti. Meira
23. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt. % Úrvalsvísitala aðallista 1.056,9 0,87 FTSE 100 5.665,7 0,43 DAX í Frankfurt 5.941,77 0,26 CAC 40 í París 5. Meira
23. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 272 orð

Markmiðið að draga úr sveiflum

Á FUNDI í gær urðu bankastjórn Seðlabanka Íslands og forsvarsmenn viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði sammála um að gera breytingu á innlendum gjaldeyrismarkaði sem taka mun gildi 1. júlí nk. Viðskiptavakarnir eru Íslandsbanki hf., Landsbanki Íslands hf. Meira
23. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Slök afkoma Síldarvinnslunnar

INNANHÚSSUPPGJÖR Síldarvinnslunnar fyrir fyrstu fimm mánuði ársins var kynnt á stjórnarfundi í fyrradag. Samkvæmt því nemur tap félagsins 385 milljónum króna að teknu tilliti til hlutdeildarfélagsins Barðsness hf. Meira
23. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 592 orð

Svar við samkeppni

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra opnaði Búnaðarbankann í Lúxemborg formlega í gær við hátíðlega athöfn. Meira
23. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Tap á fyrri hluta ársins

VERÐBRÉFAÞING Íslands hf. birti í gær afkomuviðvörun frá Húsasmiðjunni hf. Meira

Daglegt líf

23. júní 2001 | Neytendur | 347 orð | 1 mynd

Engir sjúkdómsvaldandi sýklar í lífrænt ræktuðu grænmeti

LÍFRÆNT ræktað grænmeti er að langmestu laust við sýkla sem valda sjúkdómum í mönnum, skv. nýlegri rannsókn breska heilbrigðiseftirlitsins. Tekin voru yfir 3. Meira
23. júní 2001 | Neytendur | 379 orð | 2 myndir

Tæplega helmingur barna í barnabílstólum

SAMKVÆMT niðurstöðum könnunar á notkun öryggisbúnaðar barna í bílum sem Árverkni, Slysavarnafélagið Landsbjörg og umferðarráð stóðu fyrir víða um land í apríl sl. eru 8% barna á leikskólaaldri laus í bifreiðum. Meira

Fastir þættir

23. júní 2001 | Fastir þættir | 1915 orð | 1 mynd

Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar?

Síðastliðna viku fjallaði Vísindavefurinn um eineggja tvíbura, viðskipti Kínverja og Bandaríkjamanna, sultu og marmelaði, ljóskæfu, orðið "hæ", fyrsta íslenska fjölmiðilinn, Þjóðverja, þríhljóða, rykmaura, Dalai Lama, lendinguna á tunglinu 1969, hæð og lengd hluta, kommóður, normalbrauð, sækýr, rastafaritrú, ævilengd refa, minnstu eyju heims og sigurnagla. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 782 orð | 1 mynd

Aukin sala og meiri auglýsingatekjur

SALA á dagblöðum jókst í mörgum ríkjum á síðasta ári og auglýsingatekjur þeirra jukust. Kemur þetta fram í könnun, sem kynnt var á ráðstefnu Alþjóðasambands blaðaútgefenda, WAN, í Hong Kong. Aðild að því eiga um 17.000 dagblöð og útgefendur víða um heim. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 298 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Vilamoura í Portúgal 1995. Þar hófst sigurganga Ítala á nýjan leik en þeir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. Ísland varð í 8. sæti af 31 þjóð og var liðið þannig skipað: Jón Baldursson, Sævar Þorbjörnsson, Guðm. P. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 1177 orð | 3 myndir

Fimmvörðuháls

Ferðafélag Íslands gengst fyrir gönguferð um Fimmvörðuháls nú á Jónsmessunni. Leifur Þorsteinsson segir frá þessari vinsælu gönguleið. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 705 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 22.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 22.06.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kíló) Heildar- verð (kr. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 132 orð

Gamlar konur eru skarpar

SVO virðist sem konur haldi sínu andlega atgevi betur og lengur en karlar að því er fram kemur í nýlegri rannsókn sem kynnt er á fréttavef Reuter . Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 975 orð | 1 mynd

Glæsilegur sigur á Norðurlandamóti

ÍSLENSKA ungmennalandsliðið í brids vann í vikunni Norðurlandamót spilara 25 ára og yngri sem haldið var í Trelleborg í Svíþjóð. Íslenska liðið endaði með 188 stig en Norðmenn urðu í 2. sæti með 172 stig og Danir í 3. sæti með 171 stig. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 929 orð

Kennararnir þeir kenna mart kannski er...

Kennararnir þeir kenna mart kannski er það líka ágætt. Sumir eru bara þó nokkuð smart en samt er hitt ekki fágætt. Þegar ég var menntaskólakennari, var þessari vísu smeygt inn á kennarastofuna. Meira
23. júní 2001 | Viðhorf | 845 orð

Kurteisi eða kærur

Mörgum ofbýður lögsóknargleði Bandaríkjamanna, segja þá grípa til lagabókstafsins við minnstu móðgun og heimta fáránlega háar fjárhæðir í bætur. Meira
23. júní 2001 | Í dag | 1345 orð | 1 mynd

( Lúk. 14.)

Hin mikla kvöldmáltíð. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 285 orð | 1 mynd

Pabbi fyrirmynd

"Svo virðist sem drengir sem mynda góð tengsl við foreldra sína fái önnur skilaboð um hvað felst í tengslamyndun," segir Sharon Risch við Ann Arbor-háskólann í Michegan. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 238 orð

Pokémon bjargar

ÞAR til nýverið var álitið að börn undir 7-8 ára aldri gætu aðeins áttað sig á nýjum hlutum í umhverfi sínu út frá ytri einkennum þeirra eins og lit, lögun, stærð eða öðrum auðsjáanlegum eiginleikum. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á helgarmótinu á Akureyri er lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði Hrannar B. Arnarsson (1895) gegn Ágústi Braga Björnssyni (1470). 31.Hxd6! Dg1+ Ekki gekk upp að leika 31...Hxd6 þar sem eftir 32.Re7+ tapar svartur drottningunni. 32.Kc2 Hxd6 33. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 531 orð | 1 mynd

Umhyggja og afkoma fyrirtækja

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
23. júní 2001 | Fastir þættir | 481 orð

Uppdráttarsýki í auglýsingum

HAGVÖXTUR eykst, verðbólga og vextir eru lágir, almenningur er kaupglaður - og samt hafa auglýsingar hríðdregist saman það sem af er árinu. Skýringunni velta auglýsendur ákaft fyrir sér. Meira
23. júní 2001 | Dagbók | 891 orð | 1 mynd

Æðruleysismessa í Dómkirkjunni

ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.30 í tilefni Kirkjudaga. Hún er eins og alltaf tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleiðinni. Á dagskrá er að vanda reynslusaga úr baráttunni fyrir bata. Sr. Karl V. Meira

Íþróttir

23. júní 2001 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

* AKUREYRINGURINN Ingvar Karl Hermannsson var...

* AKUREYRINGURINN Ingvar Karl Hermannsson var í fyrsta sæti án forgjafar á Arctic Open -golfmótinu eftir fyrri umferðina sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri í fyrrinótt. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 669 orð | 1 mynd

Dalvíkingar loks komnir á blað

DALVÍKINGAR fengu sín fyrstu stig í 1.deild karla í gærkvöldi er þeir lögðu Þrótt á Valbjarnarvelli 1:0. Á sama tíma gerðu Leiftur og KA 1:1 jafntefli á Ólafsfirði í miklum baráttuleik þar sem ekkert var gefið eftir. KA mistókst því að komast á ný að hlið hins Akureyrarliðsins, Þór og Dalvíkingar skutust upp fyrir Siglfirðinga. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 387 orð

EVRÓPUMÓT FÉLAGSLIÐA Í gær var dregið...

EVRÓPUMÓT FÉLAGSLIÐA Í gær var dregið til fyrstu umferðanna í Evrópumótum félagsliða í knattspyrnu: Meistaradeild Evrópu Forkeppni, 1. umferð: Levski Sofia (Búl. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 496 orð

ÍA á kunnuglegum slóðum

BIKARMEISTARARNIR frá Akranesi leika annað árið í röð við lið frá Belgíu í 1. umferð UEFA-bikarkeppninnar en mótherjar Skagamanna að þessu sinni eru Club Brugge. ÍA féll úr forkeppninni í fyrra eftir tvær viðureignir við Gent, þar sem liðið tapaði 6:2 samanlagt, en árið þar áður tapaði ÍA fyrir Lokeren í Intertoto-keppninni. Fyrri leikur liðanna verður í Belgíu 9. ágúst en sá síðari á Laugardalsvellinum 24. ágúst. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 345 orð | 1 mynd

* JÓNAS Kristinsson , formaður Rekstrarfélags...

* JÓNAS Kristinsson , formaður Rekstrarfélags KR , var viðstaddur dráttinn í Evrópukeppninni í knattspyrnu í Genf í gær. Eftir dráttinn hitti Jónas forráðamenn Vllaznia og bar upp óskir KR-inga um að víxla leikjunum. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 72 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla Þróttur R. - Dalvík 0:1 - Heiðmar Felixson 74. Leiftur - KA 1:1 John MacDonald 4. - Kristján Sigurðsson 90. Staðan: Þór 651019:316 KA 642015:414 Stjarnan 63309:512 ÍR 615010:88 Þróttur R. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 55 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur: 1.

KNATTSPYRNA Laugardagur: 1. deild karla: Siglufjörður:KS - Víkingur R. 18 3. deild karla: Ólafsvík:HSH - Barðaströnd 14 Akranes:Bruni - HK 14 Laugardalur:Úlfarnir - Fjölnir 14 Selfoss:Árborg - GG 14 Djúpivogur:Neisti - Leiknir F. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 497 orð

KR á mesta möguleika

KR-INGAR eiga mesta möguleika af íslensku liðunum þremur á að komast í gegnum fyrstu umferð Evrópumóta félagsliða í knattspyrnu. Þegar dregið var í gær kom í ljós að KR mætir albönsku meisturunum Vllaznia í 1. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu en í forkeppni UEFA-bikarsins leikur ÍA við Club Brugge frá Belgíu og Fylkir mætir Pogon Szczecin frá Póllandi. Stuðningsmenn ÍA og Fylkis geta ekki gert sér miklar vonir um að lið þeirra komist í aðalkeppnina. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 253 orð

Meistarinn mættur

ÍSLANDSMEISTARI kvenna, Kristín Elsa Erlendsdóttir úr Keili, verður meðal keppenda á þriðja stigamóti Golfsambandsins sem fer fram um helgina á Hvaleyrarvelli. Þetta er fyrsta mót Kristínar Elsu hér á landi í sumar en hún er búsett í Danmörku. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 135 orð

Munaði höggi hjá Birgi Leifi

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, komst ekki áfram eftir tvo daga á móti í áskorendamótaröðinni en það fer fram á Kikuoka-vellinum í Lúxemborg. Birgir Leifur lék báða dagana á pari, eða 72 höggum. Þessi árangur hans dugði í 66.-76. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 346 orð

Mæta Pogon í annað skipti

ÞEGAR dregið var úr hattinum í forkeppni UEFA-bikarsins í Genf í gær kom í ljós að Fylkir úr Árbæ mætir Pogon Szczecin frá Póllandi. Pogon Szczecin lenti í öðru sæti í pólsku deildinni í vor, nokkrum stigum á eftir meisturunum, en liðið hefur aldrei sigrað í deild eða bikar. Fylkir er að spila í fyrsta skiptið í Evrópukeppni en Pogon Szczecin hefur spilað tvisvar sinnum, síðast 1987. Leikið verður heima og heiman 9. og 23. ágúst, fyrst í Póllandi. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

Ná Skagamenn efsta sætinu?

SJÖTTA umferð Símadeildar karla verður um helgina nema hvað leikur Grindvíkinga og Fylkis verður háður 19. júlí vegna þátttöku fyrrnefnda liðsins í Evrópukeppninni nú um helgina. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 88 orð

Ólafur skrifar undir hjá Arsenal

ÓLAFUR Ingi Skúlason, knattspyrnumaðurinn efnilegi úr Fylki, skrifar undir atvinnusamning við enska stórliðið Arsenal í næstu viku. Félögin komust að samkomulagi um kaup Arsenal á honum fyrir nokkru, eins og áður hefur komið fram. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 486 orð | 1 mynd

Til mikils að vinna fyrir KR-inga

ÍSLANDMEISTARAR KR-inga drógust á móti Vllaznia Shkodër frá Albaníu í fyrstu umferð forkeppni meistaradeildarinnar í knattspyrnu en drátturinn fór fram í Noga Hilton-hótelinu í Genf í Sviss gær. Meira
23. júní 2001 | Íþróttir | 109 orð

Upplausn hjá Pólverjunum

UPPLAUSN ríkir um þessar mundir hjá Pogon Szczecin, mótherjum Fylkis í UEFA-bikarnum í knattspyrnu, þrátt fyrir óvæntan árangur liðsins í pólsku deildakeppninni í vetur þar sem það endaði í öðru sæti. Meira

Úr verinu

23. júní 2001 | Úr verinu | 527 orð

Hvalatalning bæði úr lofti og á legi

UMFANGSMIKIL hvalatalning stendur nú yfir í Norðhöfum, í samvinnu Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga. Meira
23. júní 2001 | Úr verinu | 254 orð | 1 mynd

Lítið gengur á karfakvótann

LÍTIÐ hefur gengið á úthafskarfakvótann, en í gær voru um 39 þúsund tonn eftir af um 45 þúsund tonna kvóta, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Veiðunum er nú stjórnað með svæðaskiptingu en ekki er miðað við dýpi eins og gert var á síðasta ári. Meira
23. júní 2001 | Úr verinu | 207 orð

Loðnan brellin

ÞOKKALEG loðnuveiði var á miðunum um 40 sjómílur norðaustur af Langanesi í gærmorgun, en þó misjöfn á milli skipa. Víkingur AK lagði af stað í land með fullfermi um hádegi í gær og Grindvíkingur GK landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær. Meira
23. júní 2001 | Úr verinu | 214 orð

Vandamál við DNA-skráningu

ÚTFLUTNINGUR á hvalafurðum er enn ekki hafinn þrátt fyrir að hálft ár sé liðið frá því að norska stjórnin ákvað að leyfa hann. Meira

Lesbók

23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð

AÐ FARGA MINNINGU

Sá sem kemur aftur er aldrei sá sami og fór Sú sem heilsar er aldrei sú sama og kvaddi Ævintýri eru eldfim bæði lífs og liðin Sagnir um öskufall við endurfundi hefur margur... Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 413 orð

Aldur 1956 1961 1966 1971 1976...

Aldur 1956 1961 1966 1971 1976 1981 1986 1991 1996 *) -60 -65 -70 -75 -80 -85 -90 - 95 -00 3 221 209 244 211 219 157 199 130 127 57 4 166 141 195 145 186 125 157 93 95 57 5 105 92 117 95 113 98 104 57 67 64 6 85 62 84 45 64 55 62 32 38 45 7 67 41 47 28... Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 421 orð

David Sylvester látinn

HINN virti breski listgagnrýnandi David Sylvester er látinn, 76 ára að aldri. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 41 orð | 1 mynd

Errósafnið

verður opnað í Hafnarhúsinu í kvöld með sýningu á ríflega tvö hundruð verkum úr gjöf listamannsins til Listasafns Reykjavíkur. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 988 orð | 4 myndir

ERRÓSAFNIÐ FÆR FASTAN SAMASTAÐ

Formleg opnun Errósafnsins í Hafnarhúsinu í kvöld er mikill áfangi í sögu Listasafns Reykjavíkur en rúmlega 12 ár eru liðin frá því að listamaðurinn gaf Reykjavíkurborg veglegt safn verka sinna. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR kynnti sér söguna á bak við safnið. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1512 orð | 3 myndir

ERU SAUÐÁR KENNDAR VIÐ SAUÐI?

ENGAN þarf að undra þótt sauða-örnefni séu fjöldamörg hér í þessu landi sauðkindarinnar. Í Bæjatali á Íslandi 1915, eru skráðir 15 bæir kenndir við sauð. Í bókinni Landið þitt Ísland eru tilfærð um 50 örnefni í nafnaskrá sem byrja á sauð. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

ÉG, ÓTTINN OG ÓVINURINN

Óttinn er einn ! Af mínum verstu óvinum. Ég er eins og lítil mús í návist kattar. Hrædd um að himinninn sé að hrynja ofan á mig. Ég tekst ekki á við óttann heldur hleyp ég á flótta. Mig dreymir um öryggi, hlýju og ástúð. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 464 orð

Í ÁBYRGÐ FYRIR AUNGU

HALLDÓR Laxness sagði um leikritun að hvert orð stæði þar "í ábyrgð fyrir veruleik þess sem gerist á sviðinu" og bætti við: "ef ekki, standa orðin í ábyrgð fyrir aungu og leikritið er útí bláinn. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð | 1 mynd

Íslenskir organistar

hafa með sér félag sem varð fimmtíu ára 17. júní. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Kjartan Sigurjónsson, formann félagsins, og fræddist um sögu þess og störf organistans í... Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 379 orð | 1 mynd

KYNJAMYNDIR AUGLÝSINGA

Ég hef haldið hér stíft við fjórar myndir þessara tveggja herferða. Verðugt verfefni í auglýsingagagnrýni er síðan að kanna hvort hægt sé að rekja birtingamyndir kynjanna í auglýsingunum til goiðsagna eða arfmynda hugans. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 121 orð | 1 mynd

Ljósverk Sigurðar Árna í Frakklandi

VERK eftir Sigurð Árna Sigurðsson er á sumarsýningunni "Autour de la lumiére" Kringum birtuna, sem nú stendur yfir í Cavalaire í Suður-Frakklandi. Þetta er í annað sinn sem borgin stendur fyrir sumarsýningu. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1220 orð | 1 mynd

MEGAS

"Vandinn er að skilja að sjálfslygar margra manna á löngu tímabili geti orðið að púkum sem mikinn listamann þarf til að fjötra á öðrum stað, við annað ástand, en í sálarlífi þessa fólks og afkomenda þess. Fáist ekki maður til verksins endar það með allsherjardeyfð eða, sem skárra er, allt fer til helvítis illvirkja, ofbeldis, allsherjarófriðar." Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 499 orð

NEÐANMÁLS -

I Rithöfundar hafa sett sig í ólíklegustu stellingar við ritun verka sinna í gegnum tíðina og ýmislegt hefur verið reynt til þess að vekja athygli á ritverkum og boðskap þeirra. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 343 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Til 31.8. Árnastofnun, Árnagarði : Handritasýning opin 11-16 mánudaga-laugardaga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3377 orð | 1 mynd

"BÍLINN STÍL, STÍL, STÍL"

"Þrátt fyrir allt tal um fjölbreytni virðist þrengra um vik í íslensku bókmenntalífi í lok tíunda áratugarins en við upphaf hans. Það er ekki lengur fínt að snúast gegn þróun samfélagsins og yfirvaldi þess. Þrátt fyrir allt er kannski ekki svo fráleit hugmynd að einmitt núna séu að skapast kjöraðstæður fyrir meiri fábreytni en áður hefur þekkst, skilvirkara útilokunarkerfi og ósvífnari innlimun. Í einu orði sagt: einsleitni." Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 589 orð | 1 mynd

"Gaman að hafa átt þátt í því að verkin urðu til"

ÍSLENSK kammertónlist á Jónsmessu er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Ými við Skógarhlíð á sunnudag kl. 16. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 363 orð | 1 mynd

"Kann að opna okkur ýmsar dyr"

EIRÍKUR Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, segir formlega opnun Errósafns í Hafnarhúsinu hafa mikla þýðingu fyrir listasafnið og listalífið á Íslandi almennt. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2802 orð | 3 myndir

RÁÐIÐ Í MERKINGU RÁÐVILLTS HEIMS

Erró er nú staddur hér á landi í tilefni af opnun Errósafnsins í Hafnarhúsinu í dag. Hann gaf sér tíma til að ræða við FRÍÐU BJÖRK INGVARSDÓTTUR, þrátt fyrir að hann telji það mesta vanda sinn sem málara að tala um verkin sín. Hvað sem því líður er Erró óumdeilanlega einn þeirra sem mótuðu hina róttæku popplist í Evrópu á umbrotaárum sjöunda áratugarins, þegar öll mörk voru afmáð í uppreisn gegn hefðinni. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1519 orð | 3 myndir

SAFNASAFNIÐ Á SVALBARÐSSTRÖND

Að frumkvæði hjónanna Níelsar Hafstein og Magnhildar Sigurðardóttur er til orðið listasafn á Svalbarðseyri, sem hýsir alþýðulist. Þar var byrjað smátt en á hverju ári hefur safnið eignast marga góða gripi, svo nú er húsnæðið sprungið. Safnið er við þjóðveginn, aðeins fáeina km frá Akureyri og sjálfsagður viðkomustaður á ferðum um Norðurland í sumar. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3079 orð

SÁ HLÆR BEST ...

TILEFNI þessarar greinar eru blaðaskrif sem varða tvo viðburði á sviði bókmennta að undanförnu. Annað er frásögn af fyrirlestri sem Helga Kress prófessor flutti við Háskóla Íslands. Birtist fréttafrásögnin í helgarblaði DV 10. febrúar sl., undirrituð... Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð

Svava Jakobsdóttir

segir Helgu Kress bókmenntafræðing misskilja nafnið Volga Fress á persónu í skáldsögu Jökuls Jakobssonar, bróður síns, Feilnótu í fimmtu sinfóníunni , og andmælir harðlega grein Þóreyjar Friðbjörnsdóttur um kvennabókmenntir í grein sem hún nefnir... Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð | 1 mynd

Táknmynd hippatímans

NÝLEGA kom út ævisaga rithöfundarins Terry Southern. Bókin nefnist A Grand Guy: The Art and Life of Terry Southern (Góður gaur: Líf og list Terry Southern) og höfundur hennar er Lee Hill. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð | 1 mynd

Tíundi áratugurinn

í íslenskum bókmenntum og menningu var viðburðaríkur, að mati Hermanns Stefánssonar. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 923 orð

UPPSKRIFT AÐ FÖLSKUM ÞORSKI

Veldu þorsk í veislurétt, verði gestum boðið. Fyrst af öllu fínt og nett fláðu af honum roðið, því að seinna þegar á þorskinn fram að bera hvergi má á honum sjá, heilt skal roðið vera. Meira
23. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1963 orð | 1 mynd

ÞEIR TAKA ÞÁTT Í GLEÐI OKKAR OG SORGUM

Félag íslenskra organista varð 50 ára 17. júní sl. Af því tilefni ræddi BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR við formann félagsins, Kjartan Sigurjónsson, sem fræddi hana um sögu félagsins og störf organistans í dag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.