KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði við upphaf alnæmisráðstefnu allsherjarþings SÞ í gær að nauðsynlegt væri að verja 7 til 10 milljörðum dollara (um 700 til 1.
Meira
HLEYPT var af byssum fyrir utan þinghúsið í Skopje í gærkvöldi þegar um 6.000 Makedóníumenn söfnuðust þar saman til að mótmæla vopnahléssamkomulagi stjórnarinnar við albanska uppreisnarmenn og krefjast afsagnar Borís Trajkovskís forseta.
Meira
VLADIMIRO Montesinos, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Perú, var fluttur með flugvél til heimalandsins frá Venesúela í gær eftir að hafa verið á flótta í átta mánuði. Hann var færður í dýflissu undir dómhúsi í Lima þar sem hann var yfirheyrður.
Meira
ALHVÍTUR æðarungi fannst í síðustu viku við Mjósund ofan Æðarfossa og er það sjaldgæf sjón í vörpum. Að sögn Ævars Petersen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, eru albínóar ekki algengir meðal fugla en alltaf er eitthvað um þá.
Meira
"ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur fyrir allnokkru ráðið starfsmann í fullt starf til að sinna verðlagseftirliti og er hann þessa dagana að vinna úr upplýsingum úr verðkönnun sem hefur nýlega verið framkvæmd," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,...
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guðsteini Einarssyni, kaupfélagsstjóra KB Borgarnesi, fyrir hönd AB-Mjöls ehf.: "Kjötmjöl frá Borgarnesi hefur verið notað sem áburður um árabil.
Meira
NOKKUR bráðnun hefur átt sér stað í Grímsvötnum frá lokum gossins þar í desember 1998, og jarðhiti er enn að aukast að sögn Bryndísar Brandsdóttur jarðeðlisfræðings.
Meira
VEL hefur veiðst af úthafskarfa á Reykjaneshryggnum síðustu daga. Skipin hafa verið að fá 40-60 tonn á sólarhring, eða eins og frystigeta þeirra leyfir.
Meira
VEGNA fréttar á föstudag um dóm Hæstaréttar yfir Ásgeiri Inga Ásgeirssyni, sem hlaut 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur við Engihjalla hinn 27.
Meira
AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal bjóða upp á daglega dagskrá í vinnustofum sínum að Kaupvangsstræti 24, allt fram til 19. júlí næstkomandi. Þessi dagskrá nefnist "Á slaginu sex" og eins og nafnið ber með sér hefst hún kl.
Meira
Gosaska sem stígur hátt í andrúmsloftinu getur orðið skeinuhætt þotum. Vara þarf flugumferð við hugsanlegum áhrifum eldgosa og hefur verið hannað kerfi á Íslandi sem líkir eftir áhrifum Kötlugoss á flugumferð. Jóhannes Tómasson kynnti sér málið með samtali við höfund þess, Matthías Sveinbjörnsson.
Meira
OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu síðdegis í gær verð á bensíni um 3 krónur lítrann í kjölfar verðlækkunar á heimsmarkaði. Eftir breytinguna kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 104,90 krónur og af 98 oktana bensíni 109,6 krónur. Verð á dísilolíu er óbreytt.
Meira
VONIR Jacques Chiracs Frakklandsforseta um endurkjör gætu brostið vegna tillögu þingmanns um að forsetinn verði ákærður fyrir spillingu. Forsendur ákærunnar eru tengsl forsetans við spillingarmál frá þeim tíma er hann gegndi embætti borgarstjóra í París.
Meira
HAFIN var bólusetning fyrir rúmu ári við meningakókkabakteríum af C-stofni sem valda heilahimnubólgu bæði í Bretlandi og á Írlandi en um helmingur heilahimnubólgutilfella hér á landi í fyrra tilheyrði þeim hópi.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 128 orð
| 1 mynd
NÚ STENDUR yfir lokaáfanginn í vegaframkvæmdum um Gemlufallsheiði milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ. Þegar vinnu lýkur síðsumars verða allir byggðakjarnarnir fjórir í Ísafjarðarbæ tengdir með vegi með bundnu slitlagi.
Meira
SÖFNUNIN Börn hjálpa börnum sem fram fór á flestum stöðum á landinu í mars sl. tókst með ágætum. Yfir 5,6 milljónir króna söfnuðust að þessu sinni en mest hafði áður safnast í fyrra í hliðstæðri söfnun tæpar 3,7 milljónir. Þá segir m.a.
Meira
ÍSLENDINGADAGURINN og samtökin United Icelandic Appeal í Kanada bjóða íslenskum unglingum á aldrinum 18-23 ára að dveljast um nokkurra vikna skeið hjá vestur-íslenskum fjölskyldum í Kanada í sumar.
Meira
STOFNAÐ hefur verið fagfélag blómaskreyta. Félagið var stofnað í október 1999. Að stofnun félagsins stóðu kennari á blómaskreytingabraut Garðyrkjuskóla ríkisins og nemendur sem lokið höfðu prófi frá skólanum, en þeir eru flestir í félaginu.
Meira
RÍKISSTJÓRN Íslands hefur samþykkt viljayfirlýsingu um framlag Íslands í sérstakan alheimssjóð (Global AIDS and Health Fund) sem nota á í baráttunni gegn alnæmi í heiminum.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 103 orð
| 1 mynd
Í FLUGI Flugleiða til Boston á laugardaginn gerðist sú nýlunda að áhöfnin var skipuð kvenkyns flugmönnum en karlkyns flugþjónum. Hjá Flugleiðum starfa um 240 flugmenn og flugstjórar og eru átta þeirra konur.
Meira
BÆJARRÁÐI hafa borist erindi frá nokkrum áhyggjufullum foreldrum barna sem þurfa að hefja nám í Myllubakkaskóla í stað Heiðarskóla, samkvæmt nýsamþykktum breytingum á skólahverfum í bænum. Í erindum foreldranna kemur m.a.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, eru nú í opinberri heimsókn í Færeyjum. Dvelja þau þar til morguns. Heimsóknin er í boði fjármálaráðherra Færeyja, Karsten Hansen.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 106 orð
| 1 mynd
FJÓRIR voru fluttir á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur við Geitháls á Suðurlandsvegi seinni hluta dags í gær. Einn hinna slösuðu fótbrotnaði en meiðsl annarra voru minniháttar.
Meira
GALLERÍ Björg er félagsskapur tæplega 50 kvenna og karla sem vinna ýmsar nytjavörur í höndum og selja í aðstöðu sinni við Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ.
Meira
FLUGVÉL af gerðinni Stinson Reliant sem keypt var hingað til lands árið 1993 og er samskonar vél og fyrsta vél Loftleiða sem var árgerð 1936 og sökk við síldarleit á Miklavatni í Fljótum árið 1944, sést hér búin undir flutning til Akureyrar.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 271 orð
| 1 mynd
Í DAG, þriðjudaginn 26. júní, verður haldinn síðasti fyrirlesturinn í sumar á vegum Karuna, samfélags Mahayana-búddista á Íslandi, í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands.
Meira
JÓHANNES Páll II. páfi heimsótti í gær Babí Jar-gilið í Úkraínu en þar myrtu nasistar rúmlega 30.000 gyðinga á aðeins tveimur dögum árið 1941. Staðurinn hefur með tímanum orðið eitt af táknum helfarar gyðinga.
Meira
ÞANN 1. júlí næstkomandi mun Blóðbankinn taka upp breytt rekstrarform. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, segir að aðalbreytingin á rekstrarformi Blóðbankans sé falin í því að Blóðbankinn muni starfa samkvæmt gjaldskrá.
Meira
Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, segir að enginn af leiðtogum andstöðunnar við Nice-sáttmálann hafi andmælt stækkunaráformum Evrópusambandsins. Hins vegar hafi varnar- og öryggismál valdið andstöðu við stefnu sambandsins og því hafi kjósendur sagt nei.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 113 orð
| 1 mynd
SÍÐASTLIÐIN tvö ár hefur sannkallað golfæði staðið yfir í Eyjum. Golfskóli fyrir krakka hefur verið starfræktur þarna í ein ellefu ár. Skólinn fór að vísu rólega af stað en það hefur heldur betur ræst úr því og nýtur golfið aukinna vinsælda.
Meira
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að sjávarútvegsráðherra reyni að koma í veg fyrir að efnisleg umfjöllun um kæru ASÍ vegna laga á verkfall sjómanna, fari fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Meira
SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn Reykjavíkur telja að þær gjaldhækkanir sem taka gildi 1. júlí með nýju almenningssamgöngufyrirtæki, Strætó bs, séu mestu fargjaldahækkanir í sögu almenningssamgangna í Reykjavík síðan á tímum óðaverðbólgu.
Meira
INGUNNARSKÓLI verður nafn nýja skólans í Grafarholti sem hefur störf í haust en fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti tillögu þar um á fundi sínum í vikunni.
Meira
MENNIRNIR tveir sem slösuðust í sprengingunni í kerskála 3 í álverinu í Straumsvík á föstudagsmorgun liggja enn á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.
Meira
26. júní 2001
| Akureyri og nágrenni
| 117 orð
| 1 mynd
ARCTIC Open-golfmótinu lauk á Jaðarsvelli við Akureyri um helgina. Um er að ræða miðnæturgolfmót og er spilað fram á nótt. Veðrið lék við kylfingana að þessu sinni svo sem oft áður en mótið var haldið í 16. sinn.
Meira
HENNÝ Hinz, sem sæti á í stjórn foreldrafélags leikskólans Drafnarborgar í Reykjavík, segir ljóst að fyrirhugaðar hækkanir leikskólagjalda komi örugglega illa við marga.
Meira
NÓTASKIPIÐ ÖRN KE fyllti sig af loðnu í gær eftir einn og hálfan sólarhring á miðunum norðaustur af Langanesi en um 30 til 40 skip voru þar í gær.
Meira
Í KVÖLD, þriðjudag, verður farin kvöldganga í Viðey. Í þetta sinn verður farið um vesturenda eyjunnar sem hefur að geyma listaverk Richard Serra, merks höggmyndamanns frá Ameríku.
Meira
SKRIFAÐ var undir kjarasamning milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs í gærkvöldi. Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að samningurinn gildi til haustsins 2004.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 134 orð
| 1 mynd
ÞRETTÁN ára stúlka lést í bílslysi við afleggjarann af þjóðvegi 1 að Breiðdalsvík á sunnudagskvöld. Hin látna hét Elísabet Arnarsdóttir, til heimilis að Einholti 10 b, Akureyri. Hún var fædd 8.
Meira
SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, á yfir höfði sér framsal til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, en á laugardag gaf ríkisstjórn Júgóslavíu út tilskipun þess efnis.
Meira
FRAMKVÆMDIR við Norður-suður braut á Reykjavíkurflugvelli ganga samkvæmt áætlun, en gert er ráð fyrir að brautin verði tekin í notkun í heild sinni þann 1. október.
Meira
ÍBÚAR í þorpinu Bonga við rætur eldfjallsins Maya á Filippseyjum sjást á myndinni flykkjast upp á pallinn á bíl, sem flutti þá á öruggari stað. Mikill mökkur af gufu og ösku frá gjósandi fjallinu gnæfir yfir.
Meira
VLADIMIRO Montesinos, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar í Perú, var fluttur frá Venesúela í perúskri lögregluflugvél snemma í gærmorgun eftir að hafa verið framseldur og á yfir höfði sér ákærur í Perú fyrir að hafa stjórnað dauðasveitum og auðgast...
Meira
MÝVATNSMARAÞON fór fram á föstudagskvöld í fegursta veðri, alls luku 39 keppni þar af tvær konur. Á laugardaginn var síðan keppt í hálfmaraþoni, tíu km hlaupi og 3ja km hlaupi.
Meira
SUMARNÁMSKEIÐ karatedeildar Víkings sumarið 2001 er hafið í Víkinni. Þjálfari er Vicente Carrasco sem er frá Spáni en fluttist til Íslands 1986. Hann er 2.
Meira
ÍSLENSKA unglingalandsliðið í brids kom heim sl. laugardagskvöld eftir sigurför til Trelleborgar í Svíþjóð þar sem það hampaði Norðurlandameistaratitli í síðustu viku.
Meira
TVEIR nýir yfirlæknar hafa verið ráðnir hjá Landsspítala - háskólasjúkrahúsi, Eiríkur Jónsson sem yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar og Halldór Jónsson yngri sem yfirlæknir bæklunarskurðlækningadeildar.
Meira
ÞAÐ var hátíðisdagur hjá félögum í Golfklúbbnum Flúðir þegar 18 holu golfvöllur var tekin formlega tekin í notkun síðastliðinn laugardag. Það er stækkun úr níu holu vellinum sem fyrir var.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 163 orð
| 1 mynd
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur skipað Hörð Ó. Helgason í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til fimm ára og tók hann við embættinu 15. júní sl.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 123 orð
| 1 mynd
HVERFISBARINN er nýr veitingastaður á Hverfisgötu 20, á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, í eigu Guðjóns Haukssonar kvikmyndaframleiðanda, Gísla Arnar Garðarssonar og Björns Hlyns Haraldssonar, en þeir tveir síðarnefndu eru nýútskrifaðir leikarar frá...
Meira
FORSVARSMENN Orkuveitu Reykjavíkur og Akranesveitu hafa undirritað viljayfirlýsingu sem felur í sér sameiningu Orkuveitunnar og Akranesveitu, Andakílsárvirkjunar og hluts Akranesveitu í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar.
Meira
GÍSLI Már Gíslason, prófessor og formaður Þjórsárveranefndar, telur að Landsvirkjun þyrfti að líta á virkjunarmálin í víðara samhengi og benda á fleiri valkosti en einn í tengslum við raforku til stækkunar álversins á Grundartanga.
Meira
26. júní 2001
| Akureyri og nágrenni
| 158 orð
| 1 mynd
VALGERÐUR Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vonast til að á ríkisstjórnarfundi í dag verði afgreiddar tillögur hennar um hvernig staðið verður að sölu Landsbanka Íslands hf.
Meira
ÍSLENSK erfðagreining, ÍE, og Krabbameinsfélag Íslands hafa gert með sér samning um aðgang ÍE og dótturfyrirtækja að upplýsingum í Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands vegna rannsókna á erfðaþáttum krabbameins.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 371 orð
| 1 mynd
SONIA Gandhi, formaður Kongressflokksins á Indlandi, kom í stutta einkaheimsókn til Íslands á laugardag í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og stóð hún fram á sunnudag en þá hélt Gandhi áleiðis til Bandaríkjanna.
Meira
ÍSLENSK erfðagreining, ÍE, og Krabbameinsfélag Íslands hafa gert með sér samning um aðgang ÍE og dótturfyrirtækja að upplýsingum í Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands vegna rannsókna á erfðaþáttum krabbameins.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 334 orð
| 1 mynd
MÖRG slys urðu á þjóðvegum landsins um helgina, þar af eitt banaslys við Breiðdalsvík. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF sinnti alls fjórum útköllum á sunnudag og flutti í þeim sex slasaða eða veika og kom þeim undir læknishendur.
Meira
SÍMINN hefur aukið flutningsgetu netsins í 70 mb/s úr 45 mb/s og jafnframt hefur Síminn tryggt sér að með mjög skömmum fyrirvara er hægt að stækka þessi sambönd í allt að 155 mb/s.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 284 orð
| 1 mynd
HELGIN var að mestu tíðindalítil hjá höfuðborgarlögreglunni. Skemmtanalíf miðborgarinnar fór að mestu vel fram þessa helgi. Nokkur ofbeldismál komu til kasta lögreglu auk mála vegna gruns um ölvunar- og hraðakstur.
Meira
FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurlands brautskráði á dögunum 92 nemendur, þar af 58 stúdenta, en athöfnin fór fram í skólanum. Alls brautskráðust 15 nemendur af tveimur brautum og einn af þremur brautum.
Meira
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæðið og hefur því verið vísað til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 11.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 115 orð
| 1 mynd
BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands var á laugardaginn, eins og frá hefur verið sagt, en alls útskrifuðust 585 kandídatar auk 63 sem luku viðbótar- og diplómanámi.
Meira
FUNDUR Stéttarfélags sálfræðinga með félagsmönnum sem starfa hjá ríki og Reykjavíkurborg, hafnaði í gær tilboði ríkisins sem hljóðaði upp á 6,9% hækkun við undirskrift og 3% á ári út samningstímann.
Meira
AÐ minnsta kosti 72 fórust og þúsundir slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem skók Suður-Ameríkuríkið Perú á laugardag. Jarðskjálftinn, sem mældist 7,9 stig á Richter-kvarða, olli miklu eignatjóni og eru um 10.000 manns heimilislaus.
Meira
26. júní 2001
| Innlendar fréttir
| 690 orð
| 1 mynd
Þóra Gylfadóttir fæddist í Reykjavík 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1976 og BA-prófi í bóksasafns- og upplýsingarfræði og dönsku frá Háskóla Íslands 1982. Hún hefur starfað við sitt fag síðan og lengst af hjá Hagstofu Íslands. Frá sl. áramótum hefur hún starfað hjá Landsbókasafni-Háskólabókasafni. Þóra er gift Hallgrími Snorrasyni hagstofustjóra og samtals eiga þau sex börn og eitt barnabarn.
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður málskotsnefndar LÍN hafi ekki verið í samræmi við lög í máli finnskrar konu, sem synjað var um námslán úr sjóðnum.
Meira
VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar var haldinn á sunnudag. Landeigendur og stangveiðifélög buðu almenningi ókeypis veiði þann dag vítt og breitt um landið.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri sem átti sér stað á bifreiðastæði við IKEA, Holtagörðum, gegnt verslun ÁTVR, laugardaginn 23. júní sl. um kl. 15:30 til 15:50.
Meira
FORMLEG opnun nýs þjónustuhúss við ylströndina í Nauthólsvík var á föstudag. Húsið hefur fengið ávísun á Bláflaggið svonefnda, alþjóðlega vottun fyrir baðstrendur sem meðal annars tekur til öryggis og hreinlætis.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra færði í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag ýtarleg rök fyrir þeirri bjartsýnu afstöðu, sem hann hefur haft í efnahagsmálum að undanförnu þrátt fyrir ýmis hættumerki í þjóðarbúskapnum.
Meira
FIMMTÁNDU tónleikarnir í röðinni Bach í Breiðholtskirkju verða í kvöld, þriðjudagskvöldið, kl. 20:30. Það er Jörg E. Sondermann, organisti í Hveragerði og kennari við Tónskóla þjóðkirkjunnar, sem leikur á orgel kirkjunnar.
Meira
YFIR eitt þúsund manns voru viðstaddir opnun á yfirlitssýningu Errósafnsins í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sl. laugardagskvöld og hafa aldrei verið jafn margir við einstaka opnun Listasafnsins frá opnun þess.
Meira
BOYZ ´N THE HOOD (1991) **** Ein besta mynd síðasta áratugar. Framúrskarandi lýsing á válegu ástandi í hverfum blökkumanna í stórborgum Bandaríkjanna á ofanverðri 20. öld. Aðalpersónurnar eru skynsamur unglingspiltur (Cuba Gooding Jr.
Meira
ÞRJÁR nýjar kvikmyndir koma inn á myndbandalistann þessa vikuna. Wonder Boys fer strax í annað sætið, en hún hlaut fínustu dóma gagnrýnenda og leikmanna hvarvetna.
Meira
ÞAÐ er ekki oft sem bandarískar kvikmyndir eru heimsfrumsýndar á Íslandi eins og gerðist sl. föstudag þegar kvikmyndin Dr. Dolittle 2 var sýnd víða um landið á sama tíma og fyrstu bandarísku áhorfendurnir börðu myndina augum vestan hafs.
Meira
FORMAÐUR Félags íslenskra leikara, Edda Þórarinsdóttir, hefur afhent Ólöfu Ingólfsdóttur, dansara og danshöfundi, fyrsta EuroFia-dansarapassann á Íslandi.
Meira
Anna Guðný Guðmundsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason fluttu verk eftir Jón Nordal, Pál P.Pálsson, Atla Heimi Sveinsson, Áskel Másson og Leif Þórarinsson. Sunnudagurinn 24. júní, 2001.
Meira
BANDARÍSKI blústónlistarmaðurinn Taj Mahal leikur á Broadway 27. júlí nk. Hann kemur hingað á ferð sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna og og með honum leikur stórsveitin The Hola Bluesband frá Hawaii.
Meira
Á HVERJU þriðjudagskvöldi geta tónlistaráhugamenn átt stefnumót við íslenska jaðar- og grasrótartónlist á Gauki á Stöng. Íslenskt tónlistarlíf hefur líklegast aldrei verið fjölbreyttara, ótal stefnur í gangi og allar smita þær út frá sér og vaxa.
Meira
LEIKARINN ástsæli Kelsey Grammer, sem leikur útvarpssálfræðinginn frá Seattle, Frasier Crane, úr samnefndri sjónvarpsþáttaröð, er nú orðinn hæstlaunaði sjónvarpsleikari sögunnar.
Meira
Vilborg Dagbjartsdóttir er snúin heim eftir 10 daga dvöl á alþjóðlegri ljóðahátíð í borginni Medellín í Kólombíu. Hún segist ekki hafa viljað vera án þeirrar reynslu.
Meira
ÍRSKI gamanleikurinn Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones hefur verið sýndur á fjölum Þjóðleikhússins á leikárinu, sem nú er senn að ljúka, við miklar vinsældir. Á föstudaginn var áfanga náð sem ætíð þykir merkur í leikhúsheiminum, er 70.
Meira
NÝR gagnabanki á sviði vinnumiðlunar, EURES CV-Search var opnaður 8. júní sl. Hér geta atvinnuleitendur á eftirtöldum sviðum skráð ferilsskrá (CV): Upplýsinga- og samskiptatækni, hótel, veitingahús og ferðaþjónusta, flugsamgöngur, heilbrigðisþjónusta.
Meira
Pola X **½ Fyrsta kvikmynd franska leikstjórans Leos Carax síðan hann gerði Elskendurna á Pont-Neuf brúnni . Flott, frönsk og framúrstefnuleg en dálítið hæg.
Meira
Gully Hanna hefur verið búsett í Danmörku í 25 ár og er diskurinn nýji, Endnu engang..., hennar fimmti. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við listamanninn.
Meira
ÞÓTT Darwin hafi á sínum tíma sannað að við mannfólkið séum komin af öpum, getur reynst erfiðara en margan grunar að setja sig í fótspor þessara forfeðra okkar.
Meira
Foreldrar/ Hvert er hlutverk foreldra í skólum? Nýlega gaf Fræðslumiðstöð Reykjavíkur út foreldrahandbók en þar er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir foreldra skólabarna. T.d. um hvert þeir eigi að snúa sér með mál sín, og um hlutverk þeirra.
Meira
ÚTHLUTAÐ var úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur Erró, við opnun á yfirlitssýningu Errósafnsins í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sl. laugardag.
Meira
Til umhugsunar fyrir foreldra: Hrósið börnunum ykkar og ætlið þeim tíma. Leikið við barnið ykkar. Veitið tilfinningum barna ykkar athygli. Hvetjið barnið til sjálfstæðis. Leysið vandamálið með barninu ykkar.
Meira
70 ÁRA afmæli . Á morgun, miðvikudaginn 27. júní, verður sjötugur Guðmundur Ó. Eggertsson, húsgagnasmíðameistari, Heiðargerði 76, Reykjavík. Af því tilefni taka Guðmundur og eiginkona hans, Vilhelmína Adolfsdóttir, á móti vinum og ættingjum milli kl.
Meira
ALLT frá dögum Haraldar lúfu til okkar daga hafa Norsarar nýtt auðlindir Íslands að hætti nýlenduþjóða. Hákon gamli gerði Íslendinga skattskylda sér 1262 og utanríkisverzlun Íslendinga var í höndum Norsara.
Meira
Í VELVAKANDA sl. þriðjudag kvartar Stella undan því að hún komi ávallt að dyrum Dómkirkjunnar læstum. Reynt er að hafa kirkjuna (aðaldyr) opna frá kl. 10 til kl. 17 mánudaga til föstudaga.
Meira
Ef evrusinnar hefðu fengið að ráða, segir Stefán Jóhann Stefánsson, hefðu tekjur útflutningsfyrirtækja verið 12-13% minni og atvinnu fjölda fólks hefði verið stefnt í voða.
Meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, hefur svarað bréfi áhugamannsins/föðurins sem greint var frá í Víkverja á sunnudag, og hefur beðið Víkverja fyrir að birta svarbréf sitt.
Meira
Í dag er þriðjudagur 26. júní, 177. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá, sem hann vill.
Meira
Hnígur hlýskjöldur, heimsljósið bjarta, seint á vesturvegu, hinztum lýstur himingeisla yfir frjóvga fold. Döggvuð rís fyrir dásemd þinni rós af blómgum beð. Ljúf eru þau litaskipti hógvært heims um kvöld. Sit ég einn í ægisheimi og yfir löndin lít.
Meira
Ásmundur Kristjánsson kennari fæddist í Holti í Þistilfirði 23. júlí 1920. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Þórarinsson, bóndi í Laxárdal, og Holti, f. 14.5. 1877, d. 4.3.
MeiraKaupa minningabók
26. júní 2001
| Minningargreinar
| 3414 orð
| 1 mynd
Elín Finnbogadóttir var fædd í Reykjavík 12. janúar 1937. Hún lést á gjörgæzludeild Landspítalans að kvöldi 17. júní 2001. Foreldrar Elínar voru Finnbogi Rútur Valdemarsson, f. 24. september 1906 að Fremri-Arnardal við Skutulsfjörð, d. 19.
MeiraKaupa minningabók
26. júní 2001
| Minningargreinar
| 1643 orð
| 1 mynd
Hinrik Pétursson fæddist í Hafnarfirði þann 6. desember 1950, hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Pétur Auðunsson f. 16. mars 1924 og Petra Þóra Jónsdóttir f. 24. desember 1923, d. 21. nóvember 1996.
MeiraKaupa minningabók
26. júní 2001
| Minningargreinar
| 1333 orð
| 1 mynd
Jón Börkur Jónsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1983. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. júní sl. eftir rúmlega 10 mánaða baráttu við afleiðingar flugslyssins í Skerjafirði. Foreldrar hans eru Hólmfríður Jónsdóttir kennari, f....
MeiraKaupa minningabók
Í dag 26. júní verður frú Oddný Ólafsdóttir, Ofanleiti 23, 80 ára. Mamma var fædd á Látrum í Aðalvík, þriðja barn ömmu og afa, Sigríðar Þorbergsdóttur og Ólafs Hjálmarssonar.
MeiraKaupa minningabók
26. júní 2001
| Minningargreinar
| 2105 orð
| 1 mynd
Svanhildur Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 5. 11. 1930. Hún lést á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingunn Eiríksdóttir frá Eyrarbakka, f. 26. 11. 1908, d. 6. 1.
MeiraKaupa minningabók
26. júní 2001
| Minningargreinar
| 2439 orð
| 1 mynd
Þóra Finnbogadóttir fæddist í Skarfanesi í Landsveit í Rangárvallasýslu 28. apríl 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elísabet Þórðardóttir, f. 1.12. 1877 að Gröf í Hrunamannahreppi, d.
MeiraKaupa minningabók
ÖFLUGT menntakerfi og aðild Írlands að Evrópusambandinu eru tveir lykilþættir í velgengni Íra í efnahagsmálum síðastliðinn áratug. Þetta kom fram í máli Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, á fundi sem haldinn var á vegum Verslunarráðs í gær.
Meira
SYNJUN Sýslumannsins í Reykjavík á annarri beiðni þriggja hluthafa í Lyfjaverslun Íslands hf. um lögbann í tengslum við kaup félagsins á Frumafli ehf., var vísað til úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Synjun á fyrri lögbannsbeiðninni 20.
Meira
AÐALFUNDUR Íslenska járnblendifélagsins hf. var haldinn nýverið. Í tilkynningu frá félaginu í framhaldi af fundinum kemur fram að rekstrartekjur á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi numið 1.
Meira
HEILDARSTYRKING krónunnar í gær var 1,25% samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Landsbanka Íslands. Vísitalan var í 141,97 stigum í byrjun dags og fór lægst í 139,45. Vísitalan var 140,20 í lok viðskiptadags.
Meira
HAGNAÐUR eftir skatta af rekstri Ryanair, stærsta lágfargjaldaflugfélags í Evrópu, á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. mars, var um 9,3 milljarðar íslenskra króna og farþegum sem félagið flutti fjölgaði um 35% í 7,4 milljónir.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRI BTGSM telur að forsvarsmenn Tals og Landssíma Íslands hafi hlaupið á sig í umræðu um verðlagningu á GSM-þjónustu og ítrekar að BTGSM bjóði notendum sínum lægsta verðið á markaðnum.
Meira
TAP Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans, sem er í umsjá Búnaðarbanka Íslands hf., reikningsárið 2000 til 2001 var 305,6 milljónir króna. Í tilkynningu til Verðbréfaþingsins segir að lækkun hafi verið á óinnleystum gengishagnaði um 593,9 milljónir.
Meira
TILKYNNT hefur verið að Washington Mutual Inc., stærsta lánafyrirtækið í Bandaríkjunum, hafi keypt Dime Bankcorp Inc. fyrir um 5,2 milljarða dala í reiðufé og með eigin bréfum.
Meira
Eftirfarandi atriði ætti að hafa í huga þegar vatn er hitað í örbylgjuofni, að sögn Ara Ólafssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar: *Gætið varúðar ef hreint og óblandað vatn er hitað í litlu magni í örbylgjuofni.
Meira
Norska hagstofan bar saman matvöruverð á Norðurlöndunum og í Þýskalandi á árunum 1994-2000 og hefur komist að þeirri niðurstöðu að matvöruverð sé langhæst á Íslandi.
Meira
Þegar vatn er hitað snögglega, sérstaklega í örbylgjuofni, er viss hætta á svokallaðri höggsuðu. Þá myndast ekki gufubólur og vatnið hitnar yfir suðumark án þess að sjóða.
Meira
Þjóðunum í Evrópu hefur fjölgað mikið á síðasta áratug og það kemur auðvitað fram í fjölda þátttakenda á alþjóðamótum. Á Möltu 1999 var slegið met en þá tóku 37 þjóðir þátt í EM opna flokksins. Var brugðið á það ráð að fækka spilum í hverjum leik í 20.
Meira
Evrópumótið í brids er haldið á Kanaríeyjum dagana 16. til 30. júní. Ísland sendir lið til keppni í opnum flokki. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, www.eurobridge.org.
Meira
Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa í neðri safnaðarsal kl. 10-14. Bæna- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Léttur hádegisverður á vægu verði eftir stundina. Samvera foreldra ungra barna kl.
Meira
Staðan kom upp á helgarskákmótinu á Akureyri er fór fram um hvítasunnuhelgina. Hvítt hafði Björn Þorfinnsson (2265) gegn Lenku Ptácníkovu (2185). 21.Ba6+ Rb7 22.Rd5! og svartur lagði niður vopnin enda tapar hann drottningunni eða verður mát.
Meira
Þarna var apótekið sem ég hafði leitað að. Þarna óx lyfjagras, blóðarfi, selgresi - jurtir sem áður fyrr voru notaðar til þess að græða, lækna og deyfa.
Meira
Íslandsmót barna og unglinga sem haldið var á Sörlavöllum í Hafnarfirði um helgina reyndist vel heppnuð tilraun. Prýðilega var að mótshaldinu staðið hjá Sörlamönnum og skemmti Valdimar Kristinsson sér vel við góðar sýningar ungdómsins.
Meira
Íslandsmót barna og unglinga á Sörlavöllum Hafnarfirði Börn-fjórgangur 1. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá Ólafsvík, 6,43/6,54 2. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,10/6,50 3. Bjarnleifur S.
Meira
ADRIATIK Gjashta, fulltrúi albanska knattspyrnusambandsins, var viðstaddur þegar dregið var til fyrstu umferðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á föstudaginn.
Meira
Alls skráðu 57 lið sig til leiks sem kepptu fyrir 10 félög sem komu víðsvegar að. Þátttakendur á Vöruvalsmótinu í ár voru 630 og má fastlega gera ráð fyrir því að um 850 - 900 manns hafi komið að mótinu með foreldrum og þjálfurum sem voru fjölmargir.
Meira
* ÁSMUNDUR Arnarsson kom inn í byrjunarlið Fram gegn ÍA í staðinn fyrir Þorbjörn Atla Sveinsson, sem tók út leikbann, og þakkaði fyrir sig með mikilvægu marki. Þetta var 25. mark Ásmundar í efstu deild. * MARK Ásmundar var 140.
Meira
MÓTHERJAR Grindvíkinga í 2. umferð UEFA-Intertoto-keppninnar, Basel frá Sviss, eru öllum hnútum kunnugir þegar Evrópumót félagsliða eru annars vegar. Basel hefur samtals leikið 54 Evrópuleiki, þar af 14 í Intertoto-keppninni á síðustu árum.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþróttasambands Íslands samþykkti á fundi sínum í vikunni tillögur Afrekssjóðs ÍSÍ þess efnis að veita Frjálsíþróttasambandi Íslands B-styrk vegna Einars Karls Hjartarsonar hástökkvara, frá 1. júlí nk. til ársloka. Um er að ræða 60.
Meira
ÍSLENSKA frjálsíþróttalandsliðið hafnaði í sjötta sæti bæði í karla- og kvennaflokki í 2. deild Evrópukeppni landsliða sem fram fór á Kýpur um helgina. Íslenska karlasveitin hlaut 71 stig en Belgar urðu hlutskarpastir með 143 stig.
Meira
Grindavík eru þriðja íslenska félagið í röð sem kemst í 2. umferð UEFA-Intertotokeppninnar í knattspyrnu. Þeir fögnuðu sigri á Vilash á sunnudaginn í Baku, 2:1. Skagamenn slógu Teuta Durres frá Albaníu út í 1.
Meira
* GRINDVÍKINGAR léku gegn Vilash á leikvangi í Baku sem kenndur er við Tofig nokkurn Bakhramov . Hann er einn af dáðustu sonum í knattspyrnusögu Aserbaídsjan en fyrir óvenjulegt afrek.
Meira
EYJAMENN tóku á móti Keflavík í 6. umferð Íslandsmótsins í Eyjum á sunnudaginn. Keflvíkingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum síðustu ár gegn Eyjamönnum á Hásteinsvelli.
Meira
* KEFLVÍKINGAR hafa ekki skorað mark í síðustu fjórum deildarleikjum sínum í Vestmannaeyjum og hafa ávallt tapað. Síðasta mark þeirra var þegar þeir töpuðu 5:1 árið 1997, þegar ÍBV tryggði sér meistaratitilinn það árið.
Meira
ÞÝSKA handknattleiksfélagið Lemgo stefnir að því að leika heimaleik sinn gegn meisturum Magdeburg í 1. deildarkeppninni næsta vetur í risastórri tennishöll. Heimavöllur Lemgo, Lipperlandhalle, tekur aðeins 3.
Meira
"MAÐUR skýtur í höndina á manni af metra færi. Ég hélt við ættum betri dómara en þetta. Ef þeir dæmdu nú alltaf á þetta. Þetta er alveg ótrúlegt," var það eina sem Sigurður Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, vildi segja við Morgunblaðið eftir tapið fyrir FH á sunnudaginn og greinilegt að hann var allt annað en sáttur við Gylfa Orrason dómara leiksins.
Meira
MARC Goodfellow og Lewis Neal, leikmenn enska knattspyrnufélagsins Stoke City, komu til Vestmannaeyja í gær og leika með ÍBV í sumar. Eyjamenn fá þá fyrir lánið á Birki Kristinssyni markverði sem var hjá Stoke megnið af síðasta tímabili.
Meira
MAREL Baldvinsson og Pétur Marteinsson tryggðu Stabæk sætan sigur á meisturum Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Marel og Pétur skoruðu hjá Árna Gauti Arasyni, markverði Rosenborg, með þriggja mínútna millibili snemma í seinni hálfleik og komu Stabæk í 3:0, sem urðu lokatölur leiksins.
Meira
SAMÚÐIN var með Ralf Schumacher hjá Williams er bróðir hans Michael ók Ferrarifák sínum til sigurs í Evrópukappakstrinum í Nürburgring á sunnudag. Var hann rækilega minntur á hversu grimmur, kröfuharður og hættulegur heimur Formúlu-1 getur verið er dómnefnd keppninnar svipti hann tækifærinu til að keppa til sigurs á heimavelli með því að refsa honum fyrir að aka sem nemur hálfri bílbreidd yfir línu er skilur að keppnisbrautina og bílskúrareinina.
Meira
LEIKUR Basel og Grindavíkur í Intertoto-keppninni sem fram fer í Basel í Sviss á laugardaginn verður liður í miklum hátíðarhöldum vegna opnunar nýs leikvangs hjá svissneska félaginu. Hann heitir St. Jakob-Park og rúmar 31.
Meira
ÞAÐ er mikill léttir að vera búinn að ná í fyrstu stigin og þessi sigur kom á réttum tíma. Vonandi liggur leiðin áfram upp á við, það er stutt í næstu leiki og við þurfum að halda áfram á þessari braut," sagði Ásmundur Arnarsson, sóknarmaður Framara, sem tryggði þeim sín fyrstu stig með glæsilegu sigurmarki gegn ÍA á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld.
Meira
* PATRICK Vieira segist vilja fara frá Arsenal . Vieira , sem hefur verið í fimm ár hjá Arsenal, segist vera búinn að ræða þetta við forráðamenn liðsins og segir ákvörðun sína byggja á að hann vilji fá nýjar víddir og reyna sig annars staðar.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRI Vöruvalsmótsins, pæjumótsins í knattspyrnu í Vestmannaeyjum, í ár var Gísli Guðmundsson og sagði hann mikið verk að skipuleggja mót sem þetta.
Meira
*" VILL einhver segja mér hver vann," sagði Úlfar Jónsson þegar hann hafði lokið leik á sunnudaginn en enginn virtist vera með það alveg á tæru hver hefði sigrað, Úlfar, Björgvin eða Ólafur Már.
Meira
RÚSSNESKA stúlkan Svetlana Feofanova setti Evrópumet í stangarstökki á laugardaginn þegar hún vippaði sér yfir 4,60 metra í fyrstu tilraun á Evrópubikarmótinu sem fram fór í Bremen. Hún bætti þar með tólf daga gamalt met sitt um þrjá sentimetra.
Meira
* SERGIO Ommel sem er 23 ára Hollendingur kom til landsins í gær en hann mun æfa með KR á næstu dögum. Ommel er framherji og hefur leikið með U-21 árs landsliði Hollands en þar í landi lék hann meðal annars með Groningen og Telstar .
Meira
Sjóvá-Almennar Hvaleyrarvöllur, par 71, þriðja stigamót Golfsambandsins: Karlar: Úlfar Jónsson, GK 215 (73-65-74) Björgvin Sigurbergsson, GK 215 (71-72-72) Ólafur Már Sigurðsson, Keili 216 (73-72-71) Guðmundur R. Hallgrímss.
Meira
Steven Slade, enski knattspyrnumaðurinn sem Leiftur er með til reynslu, er á leið í leikbann eftir brottrekstur í fyrsta leik sínum með liðinu, gegn KA á föstudagskvöldið.
Meira
STJÓRN knattspyrnudeildar Vals ákvað á fundi um helgina í samráði við þjálfarann Ejub Purisevic að leysa rúmenska knattspyrnumanninn Constantin Stanici undan samningi við félagið.
Meira
FH-INGAR skutust í annað sætið í Símadeildinni á sunnudaginn er liðið heimsótti Breiðablik og sigraði 2:1. Fylkir er í efsta sæti með 11 stig eins og FH en Árbæingar hafa betra markahlutfall og því verða FH-ingar að sætta sig við annað sætið að svo komnu máli og þeir hljóta að gera það enda stálheppnir að fá öll þrjú stigin í Kópavogi.
Meira
GRINDVÍKINGAR gerðu góða ferð til Baku í Aserbaidsjan um helgina og sigruðu Vilash, 2:1, í síðari viðureign félaganna í 1. umferð UEFA-Intertotokeppninnar í knattspyrnu. Þeir unnu þar með báða leiki liðanna, samanlagt 3:1, og mæta Basel frá Sviss í 2. umferð. Grindavík er fyrsta íslenska félagið sem vinnur tvo leiki í þessari keppni á sama tímabili og byrjar því glæsilega en þetta er í fyrsta skipti sem Grindvíkingar taka þátt í alþjóðlegri keppni fyrir hönd Íslands.
Meira
ÚLFAR Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari á árum áður , tók þátt í sínu fyrsta stigamóti í fimm ár og gerði sér lítið fyrir og sigraði. Úlfar lék frábærlega annan hring keppninnar og setti þá vallarmet með því að leika á 65 höggum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sigraði með nokkrum yfirburðum í kvennaflokki.
Meira
REYKJAVÍKURLIÐIN Valur og KR hafa glímt við hvort annað allt frá árinu 1915 og leikur liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld fer sjálfsagt í sögubækurnar, enda var margt sem gladdi augað.
Meira
EJUB Purisevic, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir 4:2 sigur á Íslandsmeisturum KR á Valsvellinum í gærkvöldi. "Stundum gengur þetta en stundum ekki. Ég sagði það fyrir mótið að ég fer í alla leiki til að vinna þá," sagði Ejub.
Meira
VALSKONUR lyftu sér upp um eitt sæti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, upp í það fimmta, þegar þær sigruðu Þór/KA/KS, 5:0, á Hlíðarenda á laugardaginn.
Meira
ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke City hefur ákveðið að endurnýja ekki þjálfarasamninginn við Nigel Pearson en hann hefur verið hægri hönd Guðjóns Þórðarsonar frá því hann tók við stjórastöðunni hjá Stoke fyrir 20 mánuðum.
Meira
Mosfellsbær - HJÁ fasteignamiðluninni Berg er nú í sölu einbýlishús að Áslandi 5 í Mosfellsbæ. Þetta er steinhús, byggt 1960, sem er 211,7 ferm. Bílskúrinn stendur sér, en hann er byggður 1965 og er 45 ferm.
Meira
Hægt er að strengja teygju á milli nagla á t.d. korktöflu. Á bak við teygjuna er hægt að geyma ýmislegt sem til fellur, svo sem kort, blýanta, minnismiða...
Meira
FÉLAGSLEGA íbúðakerfið hérlendis hefur tvenns konar sérstöðu miðað við hin Norðurlöndin og reyndar flest önnur Evrópulönd: Í fyrsta lagi er meirihluti félagslegra íbúða hér eignaríbúðir og í öðru lagi hefur mjög stór hluti uppbyggingar kerfisins hér á...
Meira
Hillur þurfa ekki endilega að vera fínar, þessi er ekki fín heldur miklu frekar frumstæð, samt er eitthvað sætt við hana, ekki síst dúskana að ofan- og...
Meira
Á öllum betri heimilum og sumum þeirra lakari voru til saltkör af þessu tagi á árunum í kringum 1920. Nú er saltið ekki lengur geymt í svona emeleruðu kari en þau eru hins vegar stundum höfð "upp á punt" ef þau eru á annað borð til á...
Meira
Við Prestastíg í Grafarholti hyggjast Búmenn reisa 80 íbúðir. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessar byggingarframkvæmdir í viðtali við Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, formann Búmanna, en hún skipulagði byggingarsvæðið.
Meira
Kópavogur - HJÁ fasteignasölunni Hóll er nú í sölu einbýlishús að Grænatúni 14 í Kópavogi. Þetta er steinhús byggt 1956 og er á tveimur hæðum, alls 186,6 ferm, þar af er bílskúrinn 40 ferm. Að auki fylgir 30 ferm. sólstofa.
Meira
London - LEIGA fyrir skrifstofuhúsnæði í höfuðborgum helstu Evrópulandanna hefur snarhækkað á undanförnum árum. Mest hefur verðið hækkað í París eða um 43% í bestu hverfunum á milli áranna 1999 og 2000. Meðalleiga á fermetra er komin í um 5.700 ísl. kr.
Meira
Reykjavík - HJÁ fasteignasölunni Valhöll er nú í sölu stórt hús á Hrísateigi 41. Þetta er 285 ferm. hús, byggt 1967 og er bílskúr með því sem er steinsteyptur eins og húsið. "Þetta er glæsilegt hús með innbyggðum 22 ferm.
Meira
Danmörk - VERÐ á fasteignum hefur hækkað verulega í Danmörku síðasta hálfan annan áratuginn og hefur þetta leitt til hækkandi leiguverðs fyrir íbúðir. Þannig hefur leiga á íbúðum hækkað um 66% á þessu tímabili sem er nokkru meiri hækkun en á öðru...
Meira
Mosfellsbær - Fasteignasala Mosfellsbæjar ehf. er nú með í sölu einbýlishús, byggt 1982 úr timbri og múrsteini. Þetta er 242,5 ferm. eign, þar af er bílskúrinn 33,6 ferm.
Meira
Speglar eru þarfaþing þótt ekki líki öllum alltaf það sem þeir sjá í þeim. Mosaik er í tísku núna, hvernig væri að búa til mosaikramma utan um gamla...
Meira
TILKYNNINGARSEÐILL frá Fasteignamati ríkisins um endurmat brunabóta- og fasteignamats er að berast landsmönnum þessa dagana. Endurmat þetta á sér talsverðan aðdraganda.
Meira
Reykjavík - HJÁ fasteignasölunni Fold er nú í sölu þakíbúð (penthouse) að Pósthússtræti 13 í Reykjavík. Íbúðin er 135,8 ferm. Að auki er 35 ferm. verönd við íbúðina og þar er heitur pottur.
Meira
PORTÚGALSKI arkitektinn Alvaro Siza var beðinn um að hanna hús fyrir rithöfund í Matosinhos, Oporto snemma á 6. áratugnum. Síðan þá hefur húsið skipt tvisvar um eigendur en Siza hefur samt sem áður haldið áfram að vera ábyrgur fyrir endurbótum og að sjá um húsgögnin.
Meira
ÞEGAR tekur að rökkva má útbúa skemmtileg ljósker í garðinn. Svona ker eru búin til þannig að utan um krukkur er sett rósótt efni og inni í krukkunni er...
Meira
Reykjavík - HJÁ fasteignasölunni Foss er nú í sölu einbýlishús að Starengi 82. Þetta er steinhús, byggt 1995 og er það alls 187,4 ferm. að stærð og því fylgir bílskúr, sem er 37,4 ferm.
Meira
Við Suðurgötu eru mörg svipmikil hús, sem gefa götunni sérstakt yfirbragð. Eitt þeirra er Suðurgata 8. Freyja Jónsdóttir rifjar hér upp sögu hússins.
Meira
Stundum eru gömlu skáphurðirnar í eldhúsinu orðnar fjarri því að vera augnayndi, þá er hugmynd að taka þær einfaldlega af og útbúa fallegar hillur í...
Meira
Það hefur tekist vel að mynda hér mannlega stemmningu, sem léttir lund, í þessum nýja miðbæ sem annars er allstórbokkalegur, segir Einar Þorsteinn hönnuður, sem skrifar frá Berlín.
Meira
Venjulega reynir fólk að láta sem minnst bera á súð, þar sem húsnæði er með þeim hætti - hér er þessu öfugt farið, veggfóður sett á súðina til þess að hún njóti örugglega nægrar...
Meira
GÍSLI Marteinn Baldursson, sem er fólki að góðu kunnur úr Kastljósinu, og eiginkona hans, Vala Ágústa Káradóttir háskólanemi, fengu dágóðan aðlögunartíma áður en þau hófu búskap.
Meira
RITT Bjerregård, sjávarútvegs- og matvælaráðherra Danmerkur, segir að í endurskoðaðri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins verði áfram byggt á sögulegum rétti við úthlutun aflaheimilda úr sameiginlegum fiskistofnum.
Meira
KLOFNINGUR ehf. á Suðureyri í Ísafjarðarbæ áætlar að þurrka 3300 tonn af þorskhausum á þessu ári, á móti 2800 tonnum árið 2000. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1997, en það ár voru þurrkuð 1240 tonn af hausum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.