Greinar laugardaginn 30. júní 2001

Forsíða

30. júní 2001 | Forsíða | 463 orð | 2 myndir

130 milljarða króna styrk heitið til uppbyggingar

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins tilkynnti í gær að alþjóðlegir styrktaraðilar hefðu alls heitið ríflega 130 milljörðum króna til uppbyggingar í Júgóslavíu. Meira
30. júní 2001 | Forsíða | 149 orð

Aldraðir fleiri en ungir í Japan

JAPANIR, 65 ára og eldri, eru nú í fyrsta sinn orðnir fleiri en unga fólkið en þá er átt við þá, sem eru 14 ára eða yngri. Í Japan búa nú rétt tæplega 127 milljónir manna, þar af 22,3 milljónir 65 ára eða eldri eða 17,5% þjóðarinnar. Meira
30. júní 2001 | Forsíða | 137 orð

NATO samþykkir lið til Makedóníu

SENDIHERRAR Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu formlega í gær áætlanir um að senda 3.000 manna lið til Makedóníu til að aðstoða við afvopnun albanskra uppreisnarmanna ef viðvarandi pólitískt samkomulag og vopnahlé næst. Meira
30. júní 2001 | Forsíða | 180 orð

"Taktu þig til"

"TAKTU þig til, þú ert á förum," var sagt við Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, þegar fangaverðir birtust óvænt í klefa hans í fangelsinu í Belgrad sl. fimmtudag. Milosevic virtist brugðið og sagði: "Hvert er ég að fara? Meira

Fréttir

30. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 188 orð | 1 mynd

40 rútur notaðar í skoðunarferðir

ÞRJÚ skemmtiferðaskip komu til Akureyrar í gær með samtals um 3000 farþega og 1440 manns í áhöfn. Jafnmörg skip hafa áður komið til Akureyrar en farþegar og áhafnir hafa aldrei verið jafn fjölmenn og nú. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Afmælishátíð í Elliðaárdal

UM HELGINA er haldið upp á 80 ára afmæli raforkuframleiðslu í Elliðaárdal. Orkuveita Reykjavíkur fagnar þessum tímamótum með ýmsum hætti. Á laugardaginn verður farin Elliðaárdalsganga um Fræðslustíginn undir leiðsögn Kristins H. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 24 orð

Afmæliskaffi í Lónkoti

Í TILEFNI 10 ára afmælis Ferðaþjónustunnar Lónkoti í Skagafirði býður hún gestum í afmæliskaffi sunnudaginn 1. júlí nk. Kaffið stendur frá kl. 14. til... Meira
30. júní 2001 | Erlendar fréttir | 187 orð

Átök milli ættbálka í Nígeríu

TALIÐ er að 58 manns hafi látið lífið sl. þriðjudag þegar ungt fólk úr Tiva-ættbálknum réðist inn í þorpið Tudun Adabu í Nígeríu og gengu þar berserksgang. Árásarmennirnir réðust inn í þorpið búnir sveðjum og byssum og drápu börn jafnt sem fullorðna. Meira
30. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Benjamin Koppel Quartet í Deiglunni

BENJAMIN Koppel Quartet frá Danmörku mun spila í Deiglunni kl. 20:30 annað kvöld, sunnudagskvöldið 1. júlí, á Listasumri 2001 á Akureyri. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Bilun í vél Flugleiða

BILUN varð í Boeing 757 vél Flugleiða á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn um klukkan 22.10 að staðartíma í fyrrakvöld. Vélin stóð við brottfararhlið þegar hluti hægri hjólabúnaðar gaf sig. Meira
30. júní 2001 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Cheney í rannsókn

DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann hefði fundið fyrir skammæjum óreglubundnum hjartslætti og myndi fara í rannsókn til þess að láta skera úr um hvort hann þyrfti að gangast undir aðgerð og fá hjartagangráð. Meira
30. júní 2001 | Erlendar fréttir | 948 orð | 2 myndir

Clarke vinsæll en Portillo sigurstranglegur

Leiðtogaefnin tala öll um að breikka verði kjósendahópinn og að Evrópumál megi ekki lengur kljúfa flokkinn. Að sögn Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur er mikill áherslumunur á frambjóðendunum. Meira
30. júní 2001 | Erlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Dómsátt sögð hugsanleg

LÖGFRÆÐINGAR bandaríska dómsmálaráðuneytisins eru nú að íhuga hvort leita eigi sátta í málinu gegn Microsoft, áfrýja því til hæstaréttar eða halda áfram að krefjast þess ásamt ríkjunum 19, sem upphaflega höfðuðu málið gegn tölvurisanum, að fyrirtækinu... Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Efnahagsmál rædd á fundi ráðherra

GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, átti viðræður við Karl Eric Schiøtt Petersen, fjármálaráðherra Noregs, í Ósló í fyrradag. Þeir ræddu um ástand efnahagsmála og ríkisfjármála í löndunum báðum. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 1581 orð | 1 mynd

Einkarekstur meginreglan í hinum vestræna heimi

Í frumvarpi viðskiptaráðherra um heimild til sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi sl. vor, var m.a. fjallað um ástæður þess að ríkisvaldið vildi draga sig út úr rekstri banka og fjármálastofnana. Í ljósi ákvörðunar ríkisstjórnar um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka Íslands hf. er athyglisvert að rifja upp þinglega meðferð málsins. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 240 orð

Ekki sýnt fram á að ákvörðunin sé í samræmi við lög

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til sjávarútvegsráðuneytisins að það taki til endurskoðunar umsókn Jóns Kristjánssonar fiskifræðings, óski hann þess, um leyfi til fiskifræðilegra rannsókna og beiðni um heimild til að veiða þorsk utan... Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 258 orð

Enginn hluthafi á meira en 7% í fyrirtækinu

UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefur borist svarbréf frá stjórn Íslenskra aðalverktaka varðandi eignarhlut Jóns Ólafssonar í félaginu, að sögn Gunnars Gunnarssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Evrópumál ofarlega á baugi

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Finnlandi ásamt Ástríði Thorarensen eiginkonu sinni. Heimsóknin hófst í gær með óformlegum fundi Davíðs og Törju Halonen forseta Finnlands. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 198 orð

Ferðamenn fleiri en íbúar í eyjunni

MIKIÐ sjóstangaveiðimót átti að hefjast kl. 6 í morgun við Grímsey og stendur það fram eftir degi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt mót er haldið í eyjunni og hefur það átt sívaxandi vinsældum að fagna. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð

Ferð um Reykjaveginn

ÚTIVIST efnir sunnudaginn 1. júli til 5. ferðar um Reykjaveginn svonefnda, en hann verður genginn í 10 ferðum á þessu ári. Brottför er kl. 10.30 frá BSÍ og ekið að Djúpavatni en þaðan er gengið að Vatnsskarði. Þetta er 5-6 klst. ganga, og verður m.a. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð

Flugmálastjórn opnar nýja heimasíðu

FLUGMÁLASTJÓRN Íslands hefur opnað nýja heimasíðu, www.caa.is. Á heimasíðunni er að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar, einstök svið hennar og deildir. Meira
30. júní 2001 | Landsbyggðin | 67 orð

Flýja varginn

NÚ ER vargurinn, eins og mýflugan er kölluð, að kvikna og þá flýja rollur og önnur spendýr í það skjól sem þær finna. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 255 orð

Fyrri áfangi langt kominn

FRAMKVÆMDUM við Barnaspítala Hringsins miðar vel að sögn Ólafs Friðrikssonar, hjá ÓG Bygg sem sér um byggingu hússins, frágang að utanverðu og lóð. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Fyrstu laxarnir úr Soginu og E-Rangá

ÞAÐ er farið að lifna yfir Soginu og fyrstu laxarnir komnir á land. Óstaðfestar fregnir um 1-2 laxa úr ánni fyrir um viku reyndust ekki haldgóðar, en nú í lok vikunnar voru fyrstu skráðu laxarnir komnir á land. Þeir veiddust allir á laxasvæði Ásgarðs. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 128 orð

Gengi deCODE hækkar um 42,3%

GENGI deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 42,3% eftir mikil viðskipti með bréf í fyrirtækinu á bandaríska Nasdaq-verðbréfamarkaðinum í gær. Bréfin hækkuðu um 3,66 dali á hlut og var lokagengi bréfanna 12,31 dalur á hlut. Meira
30. júní 2001 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hafna öllum ásökunum

KÍNVERSKUR læknir, Wang Guoqi, sem sótt hefur um pólitískt hæli í Bandaríkjunum, sagði mannréttindaráði alþjóðasamskiptanefndar fulltrúadeildar þingsins frá því sl. miðvikudag að líffærum fanga sem teknir eru af lífi í Kína sé stolið. Meira
30. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 463 orð | 1 mynd

Hagstæðasta tilboði tekið

ÞINGIÐN, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum hefur fordæmt þá ákvörðun Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri að kaupa orlofshús frá Lettlandi til að setja upp í orlofshúsabyggðinni að Illugastöðum í Fnjóskadal. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Heimsókn frá Malasíu

NÝLEGA voru hér staddir fulltrúar frá Ferðamálaráði Malasíu og malasíska flugfélaginu. Tilgangur komunnar var að kynna landið íslenskum ferðaskrifstofum. Haldinn var m.a. Meira
30. júní 2001 | Miðopna | 2739 orð | 1 mynd

Hluthafa hyglað eða skynsamleg fjárfesting

Útlit er fyrir að hart verði tekist á á hluthafafundi Lyfjaverslunar Íslands 10. júlí. Grétar Júníus Guðmundsson kynnti sér málið, en meirihluti stjórnar félagsins hefur m.a. verið sakaður um að hygla einum hluthafa með kaupum á fyrirtækinu Frumafli en segir þau hluta af framtíðarsýn og sókn á ný svið og sakar andstæðinga kaupanna um að ætla að svíkja gert samkomulag. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Hyggst leita réttar síns

PÁLL Skúlason, háskólarektor, hefur ákveðið að leggja niður starf Gunnars Þórs Jónssonar læknis sem prófessors í slysalækningum við læknadeild Háskóla Íslands frá og með 1. júlí. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Hættir sem forstjóri Kaupáss

ÞORSTEINN Pálsson, forstjóri Kaupáss hf., hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 37 orð

Innbrot í Skeifunni

BROTIST var inn í fyrirtæki í Skeifunni og þaðan stolið tölvum og tölvubúnaði fyrir töluverðar upphæðir og var rúða brotin við verknaðinn. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tilkynnt um innbrotið til lögreglunnar í gærmorgun. Málið er í... Meira
30. júní 2001 | Suðurnes | 111 orð | 1 mynd

Jófríður listamaður júlímánaðar

NÝ mynd mánaðarins verður sett upp í Kjarna við Hafnargötu 57 á mánudag en listamaður júlímánaðar er Jófríður Jóna Jónsdóttir. Hér um að ræða kynningarverkefni markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar á myndlistarmönnum bæjarins. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kaupþing kaupir finnskt verðbréfafyrirtæki

KAUPÞING hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu við Sofi Financial Services Group í Finnlandi. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Komugjald til sérfræðilæknis hækkar

HINN 1. júlí næstkomandi hækkar gjald fyrir röntgenþjónustu og þjónustu sérfræðinga. Breytingar verða m.a. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 176 orð

Lausna leitað fyrir haustið

AÐALFUNDUR Landssamtaka sauðfjárbænda sendi frá sér svohljóðandi ályktun um málefni Goða hf. í gær: "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn á Selfossi dagana 28. - 29. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 126 orð

Lán fari ekki yfir brunabótamat

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur lagt til að eftir að nýtt brunabótamat tekur gildi 15. september nk. verði lánveitingar Íbúðalánasjóðs miðaðar við kaupverð fasteigna, en að lánið verði aldrei hærra en brunabótamati nemur. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

LEIÐRÉTT

Röng mynd Þau mistök urðu í blaðinu í gær að röng mynd birtist með frétt um starfsemi Sambands borgfirskra kvenna. Um leið og rétta myndin er birt er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
30. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja ásamt stúlknakór frá Lauterbach í Þýskalandi. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16. Sr. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Mikil umferð var víða um land

UMFERÐARSTRAUMUR var mikill víða um land í gær og margir sem hugsa sér til hreyfings enda víðast hvar spáð mildu veðri. Fyrsta helgin í júlí er allajafna önnur mesta ferðahelgi sumarsins, næst á eftir verslunarmannahelginni. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Minntust frækinna sigra

FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN og knattspyrnumenn minntust í gærkvöldi frækinna landskeppnissigra á Norðmönnum og Dönum í frjálsíþróttum í Ósló og á Svíum í knattspyrnuleik á Melavellinum föstudaginn 29. júní 1951, eða fyrir 50 árum. Meira
30. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 316 orð

Mögulegt að Skógtjarnarbærinn sé á svæðinu

ÞJÓÐMINJASAFN Íslands sendi á dögunum hreppsnefnd Bessastaðahrepps bréf, þar sem bent var á að fornminjar gætu leynst á svæði við Miðskóga, en samkvæmt nýju deiliskipulagi hreppsins er uppbygging svæðisins fyrirhuguð. Meira
30. júní 2001 | Landsbyggðin | 364 orð | 2 myndir

Náttúrustofa Vesturlands opnuð

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra átti erindi á Snæfellsnes sl. fimmtudag. Hún opnaði þjóðgarð á Snæfellsnesi og þar á eftir var haldið til Stykkishólms og þar opnaði hún Náttúrustofu Vesturlands. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 593 orð

Neyðarlína gegn barnaklámi á Netinu

NEYÐARLÍNA gegn barnaklámi á Netinu er í bígerð hjá samtökunum Barnaheill og verður fyrsta skrefið að setja upp vef á netinu með upplýsingum um barnaklám og afleiðingar þess. Barnaheill hafa nýlega fengið styrk frá Evrópusambandinu sem alls mun nema 100. Meira
30. júní 2001 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Nýjar nauðgunarásakanir í Japan

JAPANSKRI konu var nauðgað á bílastæði á Okinawa-eyju í Japan í gær og nokkrir bandarískir hermenn voru yfirheyrðir eftir að sjónarvottur skýrði frá því að bandarískir hermenn kynnu að hafa ráðist á konuna. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Ofurhugi stekkur úr 75 metra háum krana

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Strætó bs. verður haldin í Mjóddinni sunnudaginn 1. júlí frá kl. 14 - 16. Kynnir verður Helga Braga Jónsdóttir leikkona. Rottweiler og hljómsveit André Bachmann spila ásamt gestasöngvaranum Ragga Bjarna. Meira
30. júní 2001 | Landsbyggðin | 191 orð | 1 mynd

Orlofsíbúð í boði í bænum

HJÓNIN Sigrún Kjartansdóttir og Haukur Tryggvason hafa hafið rekstur orlofshúss á Húsavík sem þau nefna Orlofshúsið Þórðarstaði. Orlofsíbúð er nýr valkostur fyrir ferðamenn og aðra sem þurfa á gistingu í bænum að halda, en fyrir eru hótel og... Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Orlofsvika fyrir krabbameinssjúklinga

INNRITUN er hafin í síðari orlofsviku Bergmáls, líknar- og vinafélags, að Sólheimum í Grímsnesi dagana 23. til 30. ágúst. Vika þessi er ætluð krabbameinssjúkum. Dvölin verður hlutaðeigandi fólki að kostnaðarlausu. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 210 orð

Óska eftir samstarfi

STJÓRN Samtaka um betri byggð hefur sent frá sér erindi þar sem óskað er eftir samstarfi við Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Arkitektafélag Íslands um aðgerðir sem eflt geti þá virku umræðu sem verið hafi í samfélaginu um skipulagsmál undanfarin... Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 585 orð | 2 myndir

"Ég þakka ykkur öllum ánægjulega samfylgd"

LÁGMYND af Matthíasi Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, eftir Erling Jónsson myndhöggvara var afhjúpuð við athöfn á ritstjórnarhæð Morgunblaðshússins í Kringlunni í gær. Stjórn Árvakurs hf. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 399 orð

Rannsókn og skýrsla RNF standast fyllilega kröfur

Alþjóðaflugmálastofnun, ICAO, hefur skilað niðurstöðum sínum vegna úttektar á rannsókninni á flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000, er TF-GTI fórst. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Ráðinn framkvæmdastjóri Strætó bs.

ÁSGEIR Eiríksson, fjármálastjóri hjá Reykjalundi í Mosfellsbæ, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Strætó bs., sem er nýtt sameinað fyrirtæki um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Regnboginn frumsýndi Ránið

LEIKFÉLAG Regnbogans frumfrumsýndi leikritið ,,Ránið" í Hlíðarskóla í gær en leikritið er samið af leikhópnum. Regnboginn er atvinnutengt tómstundaúrræði fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 13 - 16 ára. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð

Rokktónleikar og barnadagskrá

UNGT fólk í Rauða krossinum stendur fyrir rokktónleikum á Ingólfstorgi laugardaginn 30. júní kl. 14-18. Einnig verður boðið upp á dagskrá fyrir börn sunnudaginn 1. júlí kl. 13-17 í Hljómskálagarðinum í samvinnu við Skátasamband Reykjavíkur. Meira
30. júní 2001 | Erlendar fréttir | 579 orð | 1 mynd

Sagður eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér

LÍKLEGT er talið að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, verði ákærður fyrir þátt sinn í stríðunum í Króatíu og Bosníu- Hersegóvínu árin 1991-1995 auk þeirra atriða sem hann hefur þegar verið ákærður fyrir. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 808 orð | 1 mynd

Samfélagsþjónusta og íhugun

Dada Acarya Satyatmakananda Avadhut fæddist í Vihir-héraði á N-Indlandi 1. janúar 1941. Hann lauk prófi í stærðfræði frá Pagalbur-háskóla á Indlandi og kenndi stærðfræði í menntaskóla áður en hann hóf störf sín fyrir Ananda Marga-hreyfinguna. Dada Satyatmakananda hefur síðan 1963 tileinkað líf sitt sjálfboðastarfi á vegum Ananda Marga um allan heim. Hann hefur unnið í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, og Ástralíu, meðal annars við fræðslustörf, landbúnað og hugleiðslu. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Samkoma í Skrúði í Dýrafirði

LAUGARDAGINN 7. júlí verður efnt til samkomu í Skrúði í Dýrafirði. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til kl. 18. Meðal efnis er tónlist á vegum Guðna Franzsonar, minningar Þrastar Sigtryggsonar um Skrúð og kynntur verður bæklingur um Skrúð. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 275 orð

Skattkerfið verði endurskoðað í heild

Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir nauðsynlegt að farið verði í heildarendurskoðun á skattkerfinu í kjölfar endurskoðaðs fasteigna- og brunabótamats sem tekur gildi í haust og felur í sér 14% hækkun á... Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 724 orð | 1 mynd

Skyldubrunatrygging séríslenskt fyrirbrigði

Skyldubrunatrygging fasteigna er séríslenskt fyrirbæri, þótt hún tíðkist einnig í nokkrum fylkjum í Þýskalandi og einhverjum kantónum í Sviss. Á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu, þar sem brunatíðni er mun hærri en hér á landi, er fólki í sjálfvald sett hvort það kaupi sér brunatryggingu eður ei. Meira
30. júní 2001 | Suðurnes | 97 orð | 1 mynd

Sparisjóðurinn styrkir námsmenn

ÁRLEGUM námsstyrkjum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað. Eftirtaldir námsmenn fengu styrk að upphæð kr. 125. Meira
30. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 445 orð | 2 myndir

Spiluðu "Á Sprengisandi" Kaldalóns fyrir Austurríkismenn

"ÞAÐ var merkileg upplifun að spila fyrir framan jafn sögufræga staði og Schönbrunnhöll," segir Benedikt Thorarensen, 15 ára trommuleikari í Skólahljómsveit Kópavogs, en hljómsveitin er nýkomin úr ellefu daga ferð um Austurríki og Ítalíu. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Starfstengt nám við Ferðamálaskólann

VIÐ skólaslit Ferðamálaskólans í Kópavogi var í fyrsta sinn útskrifað af nýrri námsbraut; starfstengt ferðamálanám. Námið skiptist í hótel- og gestamóttökubraut og ferðafræðibraut. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Stærsta gufuafls-virkjun landsins

NÝR hverfill Orkuveitu Reykjavíkur í Nesjavallavirkjun var gangsettur í gær af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Stökk út úr brennandi gámi

FIMMTÁN ára piltur slapp naumlega þegar eldur kviknaði í gámi á Akranesi upp úr klukkan tíu í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Akranesi var gámurinn notaður sem bensíngeymsla vinnuskólans og stóð hann við áhaldahúsið við Ægisbraut. Meira
30. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 179 orð | 2 myndir

Súlur endursteyptar á Háteigskirkju

VIÐGERÐ á Háteigskirkju stendur nú yfir en verið er að endursteypa burðarsúlurnar undir turnunum. Að sögn Flosa Ólafssonar hjá verkfræðistofunni Línuhönnun, sem hefur með höndum umsjón á verkinu, var orðið tímabært að taka súlurnar í gegn. Meira
30. júní 2001 | Suðurnes | 53 orð

Sýning í Glóðinni

JÚLÍUS Samúelsson opnar myndlistarsýningu í Glóðinni, Hafnargötu 62, sunnudaginn 1. júlí milli klukkan tvö og sex, en sýningin stendur til 28. júlí. Þetta er þriðja einkasýning Júlíusar sem hefur jafnframt tekið þátt í tveimur samsýningum. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sýning opnuð á Gimli

Á MORGUN, sunnudaginn 1. júlí, sem er þjóðhátíðardagur Kanada, verður sýningin Heimskautslöndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar, opnuð í Safni íslenskrar menningararfleifðar í Nýja Íslandi, The New Iceland Heritage Museum, á Gimli í Manitoba. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð

Tapas-barinn opinn í hádeginu

VEITINGAHÚSIÐ Tapas-barinn hefur nú opið í hádeginu, en áður var hann eingöngu opinn á kvöldin. Af því tilefni hefur verið settur saman sérstakur hádegismatseðill. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 483 orð | 2 myndir

Uppörvandi að fá forseta Íslands í heimsókn

Heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur vakið mikla athygli í Færeyjum og hvarvetna hefur honum verið vel fagnað. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Þorkell Þorkelsson fylgjast með heimsókninni til Færeyja. Meira
30. júní 2001 | Suðurnes | 301 orð | 2 myndir

Vel heppnað vinabæjamót

VEL heppnuðu vinabæjamóti í Reykjanesbæ lauk í fyrrkvöld þar sem þátt tóku vinabæir sveitarfélagsins á Norðurlöndunum; Kristiansand í Noregi, Hjörring í Danmörku, Kerava í Finnlandi og Trollhattan í Svíþjóð. Meira
30. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 163 orð

Þorvaldsdalsskokk í sjöunda sinn

ÓBYGGÐAHLAUP eftir endilöngum Þorvaldsdal, Þorvaldsdalsskokkið, fer fram laugardaginn 7. júlí næstkomandi. Þetta er í sjöunda sinn sem efnt er til þessa hlaups og hafa þátttakendur verið á bilinu frá 20 til 50. Skokkið hefst við Fornhaga í Hörgárdal kl. Meira
30. júní 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð

Þyrla sótti tvo slasaða menn eftir bílveltu

JEPPABIFREIÐ valt við bæinn Efstadal austan Laugarvatns á tíunda tímanum í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum og voru bæði farþegi og ökumaður fluttir á Landspítala í Fossvoi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júní 2001 | Staksteinar | 353 orð | 2 myndir

Indlandsaðstoð

Á Indlandi vinna kristnir söfnuðir og félagshreyfingar í tengslum við þá mikið starf. Þetta segir í fréttabréfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira
30. júní 2001 | Leiðarar | 443 orð

MILOSEVIC TIL HAAG

Það er flestu leyti fagnaðarefni að Slobodan Milosevic, fyrrum forseti Júgóslavíu, skuli hafa verið framseldur til Stríðsglæpadómstólsins í Haag. Milosevic ber öðrum fremur ábyrgð á átökunum á Balkanskaga síðastliðinn áratug. Meira
30. júní 2001 | Leiðarar | 407 orð

Undir jökli

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var opnaður við hátíðlega athöfn á Malarrifi í fyrradag, þegar Árni Bragason, forstöðumaður Náttúruverndar ríkisins, tók formlega við vörslu hans frá umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur. Meira

Menning

30. júní 2001 | Tónlist | 539 orð

Á mjúku nótunum

Signý Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir fluttu söngverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Chausson, Karl O. Runólfsson og Poulenc. Þriðjudagurinn 26. júní, 2001. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 738 orð | 2 myndir

Einn kjúklingur á viku

Annað kvöld sýnir Sjónvarpið heimildarmyndina Þyrstan dreymir vatn. Birta Björnsdótttir hitti umsjónarmann þáttarins, Sigríði Guðlaugsdóttur, sem heimsótti fátækrahverfi Höfðaborgar. Meira
30. júní 2001 | Menningarlíf | 418 orð | 2 myndir

Eric Olafson hlaut frumkvöðlaverðlaun ársins í Utah

VESTUR-ÍSLENDINGURINN Eric Olafson, forstjóri Tomax-fyrirtækisins í Utah í Bandaríkjunum, hlaut nýverið frumkvöðlaverðlaun ársins í Utah í flokki hugbúnaðar, en verðlaunin eru gefin af alþjóðlega bókhalds- og ráðgjafafyrirtækinu Ernst & Young. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Glitrandi gallar

** Leikstjóri: Adam Collins. Handrit: Randall Jahnson og Russell DeGrazier. Aðalhlutverk: Simon Baker, Anna Friel, Nick Stahl og Jared Leto. Bandaríkin, 2000. Skífan (92 mín.). Öllum leyfð. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Hámarkshrynhiti!

ÖNNUR breiðskífa íslensku hrynhitasveitarinnar Jagúar, Get The Funk Out , stekkur sjóðheit og fersk, beint í áttunda sæti Tónlistans. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 681 orð | 1 mynd

Hátíð í skugga harmleiks

Stemningin á Hróarskelduhátíðinni er afslöppuð en slysið sem kostaði níu menn lífið á síðasta ári er þó ekki gleymt. Urður Gunnarsdóttir var á opnunardegi hátíðarinnar. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Heitur hamall!

TÓNLEIKAR Rammstein í Laugardalshöll hafa heldur en ekki dregið rokkvænan dilk á eftir sér því þriðja hljóðversskífa þýsku ofurrokkarana, Mutter , hlammar sér af fullum þunga aftur í toppsætið! Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 299 orð | 1 mynd

Hinir raunverulegu

Í ÞESSUM lesnu orðum er Blúshátíð norðursins á fullu stími á Ólafsfirði. Fjölmargir listamenn, erlendir jafnt sem innlendir, koma að hátíðinni og á meðal þátttakenda er hin fjölkunnuga sveit Realones frá Noregi, nánar tiltekið Bergen. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Í fjötrum föðurlands

*** Leikstjórn Joseph Sargent. Aðalhlutverk Andy Garcia, Charles Dutton. (120 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Öllum leyfð. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 416 orð | 1 mynd

Í heimahöfn harðkjarnans

BANDARÍSKA harðkjarnafyrirtækið Victory hefur lengi verið í fremstu röð í útgáfu á þannig tónlist, eða allt síðan það var stofnsett árið 1989 í Chicago. Meira
30. júní 2001 | Menningarlíf | 601 orð | 1 mynd

Íslensk-kanadísk kvikmyndahátíð í fyrsta sinn

FYRSTA kvikmyndahátíð Gimli, The 1st Gimli Film Festival, verður haldin í tengslum við Íslendingadaginn á Gimli í Kanada 3. til 6. ágúst nk. og verður Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður, sérstakur gestur hátíðarinnar. Meira
30. júní 2001 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Kaldalónstónleikar í Árbæjarsafni

ÁRNI Sighvatsson baríton og Jón Sigurðsson, píanó, flytja lög Sigvalda S. Kaldalóns í Árbæjarsafni í dag kl. 14. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Lara Croft klippt og skorin

BRESKA kvikmyndaeftirlitið hefur fyrirskipað að klippt verði atriði úr ævintýamyndinni Lara Croft: Tomb Raider áður en hún verður tekin til almennra sýninga. Segir eftirlitið að ella sé ekki hægt að leyfa áhorfendum 12 ára og eldri að sjá myndina. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 318 orð | 1 mynd

Lennon á 8 af 10 bestu Bítlalögunum

Í NÝRRI könnun sem tónlistartímaritið Uncut gerði meðal tónlistarmanna, á því hver væru 50 bestu lög Bítlanna er John Lennon höfundur 8 af þeim 10 lögum sem fengu flest atkvæði. Meira
30. júní 2001 | Menningarlíf | 413 orð | 1 mynd

"Hægt að skapa bæði eldgos og jarðskjálfta í orgelinu"

SUMARKVÖLD við orgelið, orgeltónleikaröð Hallgrímskirkju, er að hefja göngu sína í níunda sinn. Eyþór Ingi Jónsson, sem nú stundar nám við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, ríður á vaðið og leikur á fyrstu tónleikunum annað kvöld kl. 20. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Reggíkóngurinn lifir!

GOÐSÖGNIN Bob Marley virðist ætla að verða með langlífustu og vinsælustu dægurtónlistarmönnum. Aðeins Bítlarnir og Elvis Presley taka Marley fram hvað varðar þá guðlegu dýrkun sem umleikur hann; líf hans og tónlist. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Sígild minni

** Leikstjóri: Sergei Bodorov. Handrit: Jeanne Rosenberg. Aðalhlutverk: Chase Moore, Maria Geelbooi. Bandaríkin, 2000. Skífan (90 mín.) Öllum leyfð. Meira
30. júní 2001 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Skáldsagnaþing á Hólum

SKÁLDSAGNAÞING verður haldið á Hólum í Hjaltadal annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Stuðpönk!

ÆRINGJARNIR í Blink 182 eru mættir inn á Tónlistann með fjórðu breiðskífuna sína, Take Off Your Pants And Jacket! Fyrsta plata piltanna kom út árið 1994 og hafa þeir verið í óþreytandi gamangír allar götur síðan. Meira
30. júní 2001 | Menningarlíf | 27 orð

Sýningu framlengt

Bókasafn Seltjarnarness Sýningu Gerðar Guðmundsdóttur textíllistakonu, Á láði og legi, verður framlengt til 17. júlí. Verkin á sýningunni eru öll unnin á þessu ári með blandaðri tækni, einkum... Meira
30. júní 2001 | Menningarlíf | 52 orð | 1 mynd

Tunglberi lýsir við Norræna húsið

HARPA Björnsdóttir myndlistarmaður hefir komið fyrir flotverki í tjörninni við Norræna húsið og verður verkið vígt í dag, laugardag, kl. 15. Meira
30. júní 2001 | Myndlist | 303 orð | 1 mynd

Vatnsmettað landslag

Til 1. júlí. Opið á verslunartíma. Meira
30. júní 2001 | Fólk í fréttum | 227 orð | 1 mynd

Þarf hann að þvo munninn með sápu?

RAPPARINN Eminem hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi og skikkaður til að vinnu góðverk í þágu samfélagsins. Dómurinn var kveðinn upp vegna tveggja ákæra á hendur Eminem fyrir að hafa verið gripinn með ólögleg vopn í fórum sínum. Meira

Umræðan

30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 30. júní, verður níræður Sigurbjörn Einarsson, biskup. Eiginkona hans er Magnea Þorkelsdóttir. Meira
30. júní 2001 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Að virkja og veiða

Auðvitað verðum við að halda áfram að virkja, segir Magnús Thoroddsen, en fara verður að gát og þyrma náttúrugersemum landsins. Meira
30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 575 orð | 1 mynd

Frábært

MÉR finnst stundum afskaplega hlægilegt að hlusta á lýsingar á fótbolta- og handboltaleikjum í sjónvarpinu vegna þess hvað orðaforði þeirra sem lýsa leikjunum er fátæklegur og málfarið brenglað. Meira
30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 630 orð | 1 mynd

Gildi leiðbeinendamiðlunar

LEIÐBEINENDAMIÐLAR eru að verða eins algengir og "hefðbundnir" miðlar og spákonur. Meira
30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP .

GULLBRÚÐKAUP . Í dag, laugardaginn 30. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Mundheiður Gunnarsdóttir og Lýður Jónsson. Þau verja þessum merkisdegi á ferðalagi með fjölskyldu... Meira
30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 30. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður B. Kolbeins og Gísli H. Kolbeins, Ásholti 32, Reykjavík. Þau eru að heiman í... Meira
30. júní 2001 | Aðsent efni | 585 orð

Ísland komið í efsta þriðjung á EM

ÞRÁTT fyrir ágætis gengi Íslenska liðsins í síðari hluta Evrópumótsins hefur lítið dregið saman með liðinu og þeim liðum sem tróna á toppnum. Ef vel gengur í lokaumferðunum ætti liðið þó að enda í kringum 10. Meira
30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 795 orð

(Matt. 5, 48.)

Í dag er laugardagur 30. júní, 181. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn. Meira
30. júní 2001 | Aðsent efni | 901 orð | 1 mynd

Nám í heimabyggð til 18 ára aldurs

Það er hverju byggðarlagi blóðtaka, segir Jón Bjarnason, að þurfa að senda allt ungt fólk frá 16 ára aldri burt til menntunar. Meira
30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 123 orð

Pylsan er dauð, lengi lifi Pulsan

EKKI get ég verið sammála manninum sem skrifaði lesendabréf í blaðið um daginn þar sem hann hvatti til þess að standa vörð um orðið pylsa. Það gefur auga leið að orðið pulsa er mun nær hinu upprunalega danska orði, pølse. Meira
30. júní 2001 | Aðsent efni | 299 orð | 1 mynd

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Snorri vílar ekki fyrir sér, segir Eirikur Bergmann Einarsson, að réttlæta aðgerðir Ísraela. Meira
30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 22 orð

SMALADRENGURINN

Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn... Meira
30. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 459 orð

Víkverji hjólaði í Vesturbænum um daginn.

Víkverji hjólaði í Vesturbænum um daginn. Meðfram ströndinni frá hafnarsvæðinu og út á Seltjarnarnes er nú búið að setja upp samfelldan stíg og virkilega ástæða til að hvetja fólk til að nota sumarblíðuna til göngu eða hjólreiða þarna. Meira
30. júní 2001 | Aðsent efni | 884 orð | 1 mynd

Öflugar almenningssamgöngur - allra hagur

Fargjöld með almenningsvögnum hér á landi, segir Skúli Bjarnason, eru tiltölulega lág. Meira

Minningargreinar

30. júní 2001 | Minningargreinar | 672 orð | 1 mynd

ANNA BJÖRNSDÓTTIR

Anna Björnsdóttir fæddist á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 20. desember 1909. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Pétursdóttir og Björn Stefánsson. Systkini Önnu voru sex. Eitt dó ungt. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 1369 orð | 1 mynd

Baldvina Baldvinsdóttir

Baldvina Baldvinsdóttir fæddist 22. desember 1913 að Hvammi í Laxárdal, hún lést 15. júní síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði. Foreldrar hennar voru Baldvin Gíslason og Guðrún Þorleifsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 5932 orð | 1 mynd

GUÐJÓN ÞORSTEINSSON

Guðjón Þorsteinn Þorsteinsson fæddist á Ketilsstöðum í Mýrdal 14. maí 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau hjónin Margrét Grímsdóttir frá Skeiðflöt, f. 26.2. 1895, d. 20.5. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 1722 orð | 1 mynd

Guðni Eiríkur Gunnarsson

Guðni Eiríkur Gunnarsson fæddist að Moshvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 8. ágúst 1917. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júní síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 3698 orð | 1 mynd

Jón Börkur Jónsson

Jón Börkur Jónsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1983. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. júní sl. eftir rúmlega 10 mánaða baráttu við afleiðingar flugslyssins í Skerjafirði. Útför Jóns Barkar fór fram frá Fossvogskirkju 26. júní sl. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 389 orð | 1 mynd

Jónína Dýrleif Ólafsdóttir

Jónína fæddist í Ólafsfirði 4.8. 1934. Hún lést 15. maí sl. á Lovisenberg Hospital í Ósló. Minningarathöfn fór fram frá Fossvogskirkju 19. júní sl. Foreldrar hennar voru þau Jónína Kristín Þorsteinsdóttir frá Ósbrekku í Ólafsfirði f. 4.1. 1914, d. 13.11. 1989, og Ólafur Lillendal Ágústsson frá Saurbæ í Eyjafirði f. 16.4. 1905, d. 15.7. 1977. Systkini Jónínu eru 1) Þorgeir, f. 5.12.1935, 2) Gunnar f. 19.4.1939, d. 16.9.1941, 3) Guðrún f. 19.1.1943, 4) Ólöf f. 8.3.1945 og 5) Friðrik f. 14.9. 1948. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 2021 orð | 1 mynd

MAGNEA SIGRÚN MAGNÚS

Magnea Sigrún Magnús fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1912. Hún lést í Víðihlíð í Grindavík 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon frá Hrunakrók í Hrunamannahreppi, f. 21. janúar 1855, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 649 orð | 1 mynd

María Samúelsdóttir

María Samúelsdóttir fæddist 31. október 1906 á Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu og lést 15. júní 2001 í Sjúkrahúsinu á Hólmavík. Foreldrar hennar voru Samúel Guðmundsson, lengst bóndi í Miðdalsgröf, og Magndís Friðriksdóttir. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 1961 orð | 1 mynd

Sigríður Sigurðardóttir

Sigríður Sigurðardóttir var fædd á Nauteyri, N-Ísafjarðarsýslu, 1. mars 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. júní 2001. Foreldrar Sigríðar voru Sigurður Pálsson, f. 4. apríl 1897, d. 23. júní 1973, og Sigurveig Jónsdóttir, f. 23. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 1286 orð | 1 mynd

Sigurbjörn Einarsson

Séra Sigurbjörn Einarsson, biskup, dr. theol. er níræður í dag, 30. júní. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2001 | Minningargreinar | 3155 orð | 1 mynd

ÞORVARÐUR JÓHANN LÁRUSSON

Þorvarður Jóhann Lárusson fæddist í Krossnesi í Eyrarsveit 24. maí 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Guðmundsson, f. 1893, d. 1952, og Sigurlaug Skarphéðinsdóttir, f. 1904, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 166 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar JÚNÍ 2001 Mánaðargreiðslur...

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar JÚNÍ 2001 Mánaðargreiðslur Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 16.582 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 31.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 32. Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 473 orð | 1 mynd

Aukið frelsi til að semja um dráttarvexti

ALÞINGI samþykkti í vor ný lög um vexti og verðtryggingu sem taka gildi á morgun. Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Dómsátt um Baring

VIÐAMESTA og dýrasta dómsmáli í Bretlandi hefur verið afstýrt með dómsátt. Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Eimskip kaupir Hvítanesið af SÍF

SÍF og Eimskip hafa gengið frá samningi um að Eimskip kaupi flutningaskipið ms. Hvítanes sem hefur undanfarin ár verið í eigu SÍF hf. og flutt saltfisk frá Íslandi til Suður-Evrópu. Bókfærður hagnaður SÍF hf. af sölunni verður um 120 milljónir króna. Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Kaupþing hyggst kaupa finnskt verðbréfafyrirtæki

KAUPÞING hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu við Sofi Financial Services Group í Finnlandi. Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.081,69 1,26 FTSE 100 5.642,5 0,07 DAX í Frankfurt 6.041,63 1,17 CAC 40 í París 5. Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 178 orð | 1 mynd

Sala Arcadia jókst um 7,1%

BRESKA tískuverslanakeðjan Arcadia, sem er að 20% í eigu Baugs hf., hefur birt sölutölur fyrir fyrstu 17 vikur seinni helmings rekstrarárs síns sem nú er nýlokið. Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 35 orð

Samningaviðræðum slitið

SAMNINGAVIÐRÆÐUM um mögulegan samruna Norðlenska matborðsins ehf., sem er í meirihlutaeigu KEA, og Goða hf. hefur verið hætt. Þess í stað eiga sér viðræður milli félaganna um kaup Norðlenska matborðsins ehf. á einstökum rekstrareiningum og... Meira
30. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Vöruskiptajöfnuðurinn 9,4 milljörðum skárri en í fyrra

VÖRUSKIPTIN í maí voru óhagstæð um 3,5 milljarða króna en þá voru fluttar út vörur fyrir 14,3 milljarða króna og inn fyrir 17,9 milljarða króna fob. í maí í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 10,9 milljarða á föstu gengi. Meira

Daglegt líf

30. júní 2001 | Neytendur | 248 orð

Kjúklingar hækka um 2-12 prósent í verði

Verð á kjúklingi hefur hækkað að undanförnu hjá heildsölum og framleiðendum og segja talsmenn þeirra skýringuna vera hækkað verð á kjúklingafóðri. Hjá Ísfugli hækkar verð um 7% að sögn Helgu Hólm, framkvæmdastjóra Ísfugls. Meira
30. júní 2001 | Neytendur | 757 orð | 1 mynd

Spurt og svarað um neytendamál

Fríkort fylgir ekki sjálfkrafa debetkortum barna Ef börn 11-12 ára fá debetkort hjá Íslandsbanka fá þau sjálfkrafa Fríkort sent heim til sín? Að sögn Finns Bragasonar, sérfræðings hjá markaðsdeild Íslandsbanka, er ekki um það að ræða. Meira
30. júní 2001 | Neytendur | 374 orð | 1 mynd

Tíðni ákveðinna fæðingargalla lækkað um 19%

SÍÐAN yfirvöld í Bandaríkjunum ákváðu að vítamíninu fólasíni skyldi bætt í grunnfæðutegundir eins og kornvörur og kjöt hafa 19% færri börn fæðst með ákveðna fæðingargalla í mænu og heila. Áður en viðbæturnar hófust fæddust árlega 2.500-3. Meira

Fastir þættir

30. júní 2001 | Fastir þættir | 263 orð

Aukaverkanir af Zyban

Frá janúar til apríl 2001 fjölgaði tilkynningum um aukaverkanir lyfja til breska lyfjaeftirlitsins um þriðjung. Fjölgunina má rekja til lyfsins Zyban eins og fram kemur á fréttavef Reuter. Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 503 orð | 1 mynd

Áreynsla og blóðþrýstingur

Spurning: Hver er ástæðan fyrir því að blóðþrýstingur lækkar við áreynslu? Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 270 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"Æ, Æ - ég tók vitlaust spil." Suður vissi vel hvað hann var að gera, en gat ekki stillt sig um að gefa vörninni falskar vonir. Suður gefur; allir á hættu. Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 1752 orð | 1 mynd

Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Í liðinni viku fjallaði Vísindavefurinn um hvort hvítt og svart séu litir, hversu miklu þyngri rafhlaða er þegar hún er fullhlaðin heldur en þegar hún er tóm, hvert sé upphaf algebru, hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumum og hvers vegna hægt sé að létta átak með blökkum. Einnig var sagt frá því hvað sefítar eru, hvort maður sé léttari í flugvél eða við sjávarmál og hver frummerking nafnorðsins ‘synd' sé, svo fátt eitt sé nefnt. Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 706 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 29.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 29.06.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

Framleiða ofnæmisfría ketti

ERFÐABREYTTUR köttur sem gerir fólki með kattaofnæmi kleift að halda dýrið án þess að sýna ofnæmiseinkenni verður framleiddur í Bandaríkjunum innan tveggja ára, að því er gæludýraeinræktunarfyrirtæki tilkynnti í vikunni. Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 238 orð | 1 mynd

Grænmeti lengir lífið

TVÆR nýbirtar rannsóknir sýna svo óyggjandi er að neysla grænmetis, ávaxta og annarra fitulítilla matvæla hefur beinlínis verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Í fyrri rannsókninni tóku þátt 84 þúsund konur og um 42 þúsund karlmenn. Meira
30. júní 2001 | Í dag | 125 orð | 1 mynd

Hvíldardagurinn heiðraður við Ægisíðuna

Útihelgistund verður á vegum Neskirkju á Ægisíðunni nk. sunnudag kl. 11. Stundin byrjar á að viðstaddir syngja nokkur sumarlög en síðan hefst helgistund þar sem m.a. verða skírð tvö börn. Meira
30. júní 2001 | Í dag | 1041 orð

(Lúk. 15.)

Hinn týndi sauður. Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 781 orð

Mælti Bergþóra: Ég á í basli,...

JÓN Ísberg skrifar mér svo: "Heill og sæll, Gísli. Ég þakka þér fyrir útskýringar þínar og vonandi verða menn fróðari eftir. Það sem angrar mig núna og hefir oft áður gert, er þegar menn hafa "ollað" einhverju. Meira
30. júní 2001 | Viðhorf | 744 orð

Nú þykjast allir illa sviknir

Fólki þykir nú nógu langt gengið í jákvæðri mismunun. Sumir - og þessir sumir eru að öllum líkindum hvítir karlmenn - halda því fram að nú sé svo komið að fátt sé erfiðara bandarískum karlmanni en að fæðast hvítur. Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 90 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á meistaramóti Skákskóla Íslands er lauk fyrir skemmstu. Ólafur Ísberg Hannesson (1985) hafði hvítt gegn Aldísi Rún Lárusdóttur (1560). 11.Rxf6+ Bxf6 12.Bxb5! Kf8 Biskupinn var friðhelgur sökum hróksins á a8. 13.Bc4 e6 14.Bf4 Db6 15.Bxe6! Meira
30. júní 2001 | Fastir þættir | 130 orð | 1 mynd

Varinn búkur?

Margir hafa áhyggjur af hættunum sem fylgja geislum sólarinnar og grípa til þess ráðs að klæða hana af sér til að vernda eigið skinn. En fataefni veita alls ekki öll sömu vörn. Meira

Íþróttir

30. júní 2001 | Íþróttir | 183 orð

ÁSGEIR H.

ÁSGEIR H. Pálsson þjálfari efstu deildar liðs Vals í kvennaknattspyrnu sagði af sér í gær. "Árangurinn var ekki í takt við þær væntingar sem ég hafði og eflaust hópurinn líka," sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 448 orð | 2 myndir

Björgvin og Ragnhildur efst að stigum

ÞREMUR stigamótum Golfsambands Íslands er lokið og þrjú eru eftir, það næsta fer fram í Leirunni nú um helgina. Staðan er nokkuð jöfn og spennandi og allt getur gerst í þeim þremur mótum sem eftir eru. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 201 orð

Grindvíkingar styrkja varnarleikinn í Basel

GRINDAVÍK mætir Basel frá Sviss í fyrri leik annarrar umferðar Intertoto-keppni Evrópu í dag í Sviss kl. 13 að íslenskum tíma. Síðari leikurinn fer fram í Grindavík að viku liðinni. Grindavík vann Vilash frá Aserbaídsjan í fyrstu Evrópuleikjunum í sögu félagsins í fyrstu umferð. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 199 orð

Guðni Rúnar til Vals

GUÐNI Rúnar Helgason sem leikið hefur með Hönefoss í norsku 1. deildinni í knattspyrnu undanfarið eitt og hálft ár er kominn í raðir Valsmanna. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 144 orð

Gullmerki og mynd frá Ósló

FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Íslands, FRÍ, sæmdi alla íslensku landsliðsmennina sem voru í sigurliði Íslands í keppni við Norðmenn og Dani 1951, gullmerki í hófi í gærkvöldi. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 383 orð

ÍBV komst á toppinn í efstu...

ÍBV komst á toppinn í efstu deild kvenna með því að vinna Þór/KA/KS með sex mörkum gegn engu á Akureyri í gærkvöld. Sigurinn var átakalítill en norðanstúlkur bæta sig með hverjum leik og voru óheppnar að fá svona mörg mörk á sig að þessu sinni. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 143 orð

Ívar orðinn yfirkennari

ÍVAR Hauksson, kylfingur og golfkennari, var á dögunum ráðinn yfirkennari á Campoamor-golfvellinum á Spáni en hann hefur kennt við klúbbinn í eitt og hálft ár. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 132 orð

Jordan veðjar á táning

MICHAEL Jordan, framkvæmdastjóri og einn eigenda Washington Wizards, braut blað í sögu NBA-deildarinnar þegar hann tók þá ákvörðun að velja hinn nítján ára gamla framherja Kwame Brown fyrstan í háskólavalinu. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 852 orð

KA fór á toppinn

KA-menn léku ÍR-inga grátt á Akureyrarvelli í gær og skoruðu mörk í öllum regnbogans litum án þess að gestirnir fengju rönd við reist. Lokatölur urðu 6:0 og fyrsta tap ÍR svo sannarlega staðreynd. Við sigurinn skutust KA-menn upp fyrir Þórsara á toppi deildarinnar og sitja þeir þar með 17 stig að loknum 7 umferðum. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 150 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni kvenna: ÍA - Haukar...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni kvenna: ÍA - Haukar 1:2 FH - Grindavík 5:0 RKV - Þróttur R. 2:3 Símadeild, efsta deild kvenna: Þór/KA/KS - ÍBV 0:6 Pauline Hamill 21., 27., 81., Sigríður Á. Friðriksdóttir 35., Erna Dögg Sigurjónsdóttir 59., 62. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 40 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur: 2.

KNATTSPYRNA Laugardagur: 2. deild karla: KA-völlur:Nökkvi - Léttir 14 Höfn:Sindri - Selfoss 14 3. deild karla: Djúpivogur:Neisti - Huginn/Höttur 14 Sunnudagur: Símadeild, efsta deild karla: Hásteinsvöllur:ÍBV - Valur 20 Laugardalur:Fram - KR 20 3. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 506 orð | 4 myndir

Samstaðan sú sama og fyrir 50 árum

"ÉG var búinn að hugsa um það lengi að eitthvað yrði að gera af þessu tilefni en það var ekki fyrr ensíðastliðið haust sem ég byrjaði að gera eitthvað af alvöru," sagði Ingi Þorsteinsson í gær. Ingi var helsti hvatamaður að hófi sem haldið var í gærkvöldi á Hótel Sögu til þess að minnast þess að rétt 50 ár voru liðin frá fræknum sigrum íslenskra frjálsíþrótta- og knattspyrnumann á Dönum, Norðmönnum og Svíum hinn 29. júní 1951. Meira
30. júní 2001 | Íþróttir | 477 orð | 1 mynd

* STACY Dragila vann sigur í...

* STACY Dragila vann sigur í stangarstökki kvenna á gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Róm í gærkvöldi. Dragila stökk yfir 4,72 metra. Þórey Edda Elísdóttir varð í 6.-8. sæti en hún fór yfir 4,32 metra en Vala Flosadóttir varð í 14. Meira

Úr verinu

30. júní 2001 | Úr verinu | 860 orð | 3 myndir

"Skipið er rammíslenskt"

HUGINN VE, nýtt nóta- og togveiðiskip útgerðarfélagsins Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, kom til heimahafnar í Eyjum í fyrsta sinn í gær eftir nærri mánaðarsiglingu frá Talcahuano í Chile þar sem skipið var smíðað. Meira

Lesbók

30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3911 orð | 2 myndir

150 ÁR FRÁ ÞJÓÐFUNDI

Atburðarás sú sem leiddi til þjóðfundarins 1851 er alkunn og málalok hans ekki síður. Um þau eigum við skýran vitnisburð í fundargerðarbókinni, sem rituð var af ungum stúdent, sem hét Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Hér verður litið á einkaskrif nokkurra Íslendinga í kringum þjóðfundinn, sem varðveist hafa í sendibréfum. Kemur þar margt fram, sem menn höfðu þá ekki í hámæli. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 832 orð | 1 mynd

Berlínarför Guðmundar Andra

Guðmundur Andri Thorsson las úr bók sinni Íslandsförinni á menningarkvöldi í Berlín á dögunum. Davíð Kristinsson var meðal fjölmargra gesta kvöldsins. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3425 orð | 2 myndir

BÓKMENNTAGREINAR, NÝJABRUM

"Maður gæti látið alla varfærni lönd og leið og dregið stóra ályktun: Um þessar mundir erum við að upplifa sögulegt rof þar sem áður þekktar bókmenntagreinar taka að riðlast." Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 516 orð

DAGAR RISAEÐLNANNA

BRESKAR náttúru- og dýralífsmyndir hafa löngum verið vinsælt sjónvarpsefni enda jafnan metnaðarfull hágæðaframleiðsla. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 410 orð

Djörf túlkun á verkum Miltons

FRÆÐIMAÐURINN Stanley Fish hefur gefið út ritið How Milton Works (Hvernig Milton virkar) en þar fjallar hann um höfundarverk sautjándu aldar ljóðskáldsins enska, John Milton. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 781 orð

EN HULDUKONAN KALLAR ...

Ég vitja þín sem vor af fjarri strönd og vorið mitt er blóm í grannri hönd sem blik af sól, og birkiilmur fer með bláa þögn og fugl ið næsta sér, minn ilmur líkt og andi blóm við kinn og æska þín sé förunautur minn á strangri ferð um veröld vors sem er... Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð | 1 mynd

ERRÓ OG BANDARÍKIN

Ég tel að samtímalistin sé oft stórkostleg og hún sé oftar en ekki mjög djúp og merkingarrík. Margir eru gagnrýnni en ég, en ég tel að við lifum á stórmerkilegum tímum. Frumleiki listamanna kemur mér sífellt á óvart. [...] Listin er mjög alþjóðleg. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3297 orð | 4 myndir

EYJASIGLING Á SKAGAFIRÐI

"En brátt erum við komin í mikla nálægð Drangeyjar, sem hefur breyst úr bláum tening úti við sjóndeildarhring, í hrikalega eyju með þverhnípta klettaveggi niður í sjó. Það er ekki á dagskrá að taka land í Drangey, heldur sigla umhverfis hana og skoða í krók og kring. En það er nýtt sjónarhorn okkar farþeganna." Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 702 orð | 2 myndir

LEIKHÚS Á AÐ RÓTA UPP Í FÓLKI

Fröken Júlía eftir Strindberg hefur fengið nýtt og nútímalegt útlit í leikgerð Einleikhússins sem frumsýnd verður í Smiðjunni í kvöld. SUNNA ÓSK LOGADÓTTIR ræddi við leikstjórann Rúnar Guðbrandsson um aðferðafræði og íslenskt tilraunaleikhús. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1195 orð | 3 myndir

LESIÐ Í BLÓMIN

Grasaferðirnar sem Eggert Pétursson myndlistarmaður fór í sem barn voru í raun nokkurs konar tungumálanám, komst HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR að þegar hún hitti listamanninn að máli í Galleríi i8, þar sem hann sýnir nú um stundir. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 427 orð

Mannabreytingar hjá Bolshoi

NÝR stjórnandi hefur verið ráðinn til Bolshoi leikhússins í Moskvu, aðeins viku eftir að fyrrum stjórnandi þess Gennady Rozhdestvensky hætti þar störfum í kjölfar neikvæðrar gagnrýni á uppsetningu á Fjárhættuspilaranum eftir Prokoviev. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð | 1 mynd

Martin Amis

hefur um tuttugu ára skeið verið ein af skærustu stjörnum breska bókmenntaheimsins. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð

MatthíasJohannessen

birtir að ósk Lesbókar hátíðarljóð er flutt var á Austurvelli þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn. Ljóðið nefnist En huldukonan kallar ... Ávarp fjallkonunnar, 17. júní 2001. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð | 1 mynd

Meistari Jakob

er gallerí á Skólavörðustíg. Fyrr í mánuðinum var listamönnunum tíu sem reka galleríið boðið að vígja nýtt menningarsetur í Asti á Ítalíu með sýningu á verkum sínum. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 471 orð

NEÐANMÁLS -

I Umfjöllun um íslenska menningu á Netinu er sífellt að aukast. Vefsíður á borð við mbl.is, visir.is, ruv.is og strik. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 338 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Til 31.8. Árnastofnun, Árnagarði : Handritasýning opin 11-16 mánudaga-laugardaga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1244 orð | 4 myndir

"VIÐ KYNNTUMST ÞVÍ BESTA Í LISTUM, MAT OG DRYKK"

Listamönnunum tíu sem reka galleríið Meistara Jakob á Skólavörðustíg var fyrr í mánuðinum boðið að vígja nýtt menningarsetur í Asti á Ítalíu með sýningu á verkum sínum. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR hitti þau Þórð Hall, Guðnýju Hafsteinsdóttur, Aðalheiði Skarphéðinsdóttur og Þorbjörgu Þórðardóttur sem sögðu henni frá höfðinglegum móttökum á Ítalíu og mikilli velvild gestgjafanna í garð íslenskrar listar. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2969 orð | 3 myndir

REYNSLA RITHÖFUNDARINS

"Titill ævisögunnar, Experience, og orð Amis um að reynsla sé sameiginlegur gjaldmiðill samtímans eru greinilega margræðari en ætla mætti í fyrstu. Og kaldhæðnari. Þetta er kannski lýsing á hinu póstmóderníska ástandi, öll erum við orðin leikarar í miðluðum veruleika hnattvæðingarinnar. En á sama tíma má kannski segja að raunveruleg, áþreifanleg reynsla verði sífellt fjarlægari eftir sem henni er miðlað í gegnum fleiri rafmagnstæki." Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 943 orð

STJÓRNMÁLAFLOKKAR OG AÐILD AÐ ESB

UMRÆÐA um stöðu Íslands í Evrópu fer vaxandi og spurningin um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu virðist vera ofarlega í hugum margra. Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 20 orð

TUNGL EINSEMDAR

Er sólin sest, birtast stjörnur, og brestir sálar minnar. Tírir á tungli einsemdar, ljósflugur leiða hugann í látlausri leit að draumi um eilífan... Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

ÚTSÝN II

Hvað í dag? Meira
30. júní 2001 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð | 1 mynd

Þjóðfundurinn

var settur 5. júlí árið 1851 og því liðin 150 ár síðan næstkomandi fimmtudag en fundinum lauk í ágúst sama ár með sögufrægum mótmælum þjóðkjörinna fulltrúa undir forustu Jóns Sigurðssonar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.