SINDRI frá Höfn, sem leikur í 2. deild, tók á móti Keflvíkingum í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í blíðskaparveðri á Hornafirði í gærkvöldi. Gestirnir, sem leika í Símadeildinni, máttu hafa sig alla við að innbyrða 3:0 sigur. Þrátt fyrir sigurinn voru yfirburðir Keflvíkinga ekki eins miklir og margir bjuggust við, en heimaliðið var vel skipulagt í vörn og tók litla áhættu í leik sínum, en það dugði skammt að leikslokum.
Meira