Greinar sunnudaginn 8. júlí 2001

Forsíða

8. júlí 2001 | Forsíða | 223 orð | 1 mynd

Ellefu létust í harmleiknum í Strasbourg

ELLEFU manns létust af völdum skyndilegs fárviðris í Strasbourg í Frakklandi á föstudagskvöld, þegar stórt tré brotnaði og lenti á hópi fólks sem var á útitónleikum. Meira
8. júlí 2001 | Forsíða | 319 orð

Gönguleið Óraníureglunnar lokað

ÁRLEG göngutíð mótmælenda í Óraníureglunni á Norður-Írlandi hefst í dag og í gær voru hermenn og lögregla að reisa vegatálma og koma fyrir gaddavír þar sem ganga Óraníureglunnar á að fara um. Hefur leiðinni frá Drumcree-kirkju til Garvaghy-vegar í Portadown, vestur af Belfast, verið lokað. Flestir íbúar við Garvaghy eru kaþólskir. Meira
8. júlí 2001 | Forsíða | 115 orð

Sex stungnir á Spáni

AÐ minnsta kosti sex slösuðust, þar af einn lífshættulega, þegar naut stungu þá í fyrsta nautahlaupi ársins á götum Pamplona á Spáni í gærmorgun, að því er hjúkrunarfólk greindi frá. Meira
8. júlí 2001 | Forsíða | 156 orð | 1 mynd

Útilokar ekki annað hjónaband

KARL Bretaprins hefur gefið í skyn að hann muni ef til vill ganga aftur í hjónaband, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Meira

Fréttir

8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 1355 orð | 2 myndir

585 kandídatar brautskráðir

LAUGARDAGINN 23. júní voru eftirtaldir 585 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands. Fór athöfnin fram í Laugardalshöll. Auk þess luku 53 nemendur eins árs viðbótarnámi frá raunvísindadeild og félagsvísindadeild. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 1394 orð

Áskorun til stjórnar Lyfjaverslunar Íslands hf.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá Sturlu Geirssyni, forstjóra Lyfjaverslunar Íslands hf., til stjórnar og varastjórnar Lyfjaverslunar Íslands hf. en í henni sitja: Grímur Sæmundsen, Óskar Magnússon, Lárus Blöndal, Ólafur G. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 774 orð | 7 myndir

Boxer bar af

Á sumarsýningu Hundaræktarfélags Íslands voru nýverið sýndir um 200 hundar af öllum stærðum og gerðum. Brynja Tomer fylgdist með og ræddi við dómarana tvo sem voru mjög ánægðir með sýninguna. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Búið að leigja um 85% verslunarrýmis

FRAMKVÆMDIR við verslunarmiðstöðina í Smáralind eru á áætlun að sögn Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar, en til stendur að verslunarmiðstöðin verði opnuð 10. október næstkomandi. Meira
8. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 179 orð

*CARLOS Menem, fyrrverandi forseti Argentínu, var...

*CARLOS Menem, fyrrverandi forseti Argentínu, var formlega ákærður á miðvikudaginn fyrir að hafa verið höfuðpaurinn í "ólöglegum félagsskap" sem seldi með ólöglegum hætti vopn til Ekvador og Króatíu á síðasta áratug. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 296 orð

Dreifing kjúklinga stöðvuð

DREIFING kjúklinga frá alifuglabúi Reykjagarðs á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu var stöðvuð af landbúnaðarráðuneytinu á föstudag. Mun salmonella hafa fundist í nokkrum sýnum frá búinu við slátrun í alifuglasláturhúsi fyrirtækisins á Hellu 25. og 27. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 484 orð

Ekki óbrúanlegt bil milli aðila

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir viðræður við fulltrúa Norðuráls um orkuverð á byrjunarstigi. "Við höfum átt við þá viðræður og eigum von á því að þær haldi áfram um miðjan mánuðinn," segir hann. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Eldraun með landsmótseld

TVÖ fjögurra manna lið hjólreiðagarpa lögðu af stað í gær í keppni um hringveginn til að flytja landsmótseldinn frá Reykjavík til Egilsstaða þar sem landsmót ungmennafélaganna verður sett í næstu viku. Meira
8. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 1637 orð | 1 mynd

Endurskoðun í herbúðum Bandaríkjaforseta

Að loknu tæpu hálfu ári í embætti virðist George W. Bush ekki hafa tekist að sannfæra Bandaríkjamenn um ágæti stefnu sinnar. Öllum skoðanakönnunum ber saman um að æ færri séu ánægðir með frammistöðu forsetans og að sögn Margrétar Björgúlfsdóttur kenna flestir því um að Bush þykir taka málstað stórfyrirtækja og hinna ríku á kostnað almennra borgara. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 298 orð

Fallið verði frá kaupsamningi og málaferlum

FORSTJÓRI Lyfjaverslunar Íslands hf., Sturla Geirsson, skorar á meirihluta stjórnar félagsins að leitað verði leiða til að falla frá þeim samningi sem gerður hefur verið við Jóhann Óla Guðmundsson, um kaup á Frumafli ehf. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Félagar á fiðrildaveiðum

FLÆKINGSFIÐRILDI eru árvissir sumargestir á Íslandi en fjöldi þeirra og tegundir fara eftir veðráttu. Skordýrafræðingar álíta að innlendar fiðrildategundir séu tæplega 60 en hins vegar hafa alls 120 tegundir fiðrilda sést á Íslandi. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Flugukast í Elliðaárdal

Í DAG kl. 14 efna Orkuveita Reykjavíkur og Stangveiðifélagið til flugukastkeppni við Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Keppt verður í lengdarköstum með einnar handar flugustöng. Sá sem lengst kastar fær vegleg verðlaun, veiðileyfi í Elliðaánum. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Flugvél Landhelgisgæslunnar í nýjum klæðum

FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar er nýkomin til baka frá Skotlandi þar sem hún var skoðuð og máluð. Engir innlendir aðilar gerðu tilboð í verkið og var því hagstæðast að fljúga henni til Skotlands. Eins og sjá má er flugvélin komin í nýja liti. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 476 orð

Fórnarkostnaður gæti orðið meiri og ábati minni

HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands hefur skilað Skipulagsstofnun umbeðnu sérfræðiáliti á umfjöllun um efnahagslega og samfélagslega þætti matsskýrslu vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. Stofnunin kemst m.a. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 251 orð

Gjald fyrir tóbaksleyfi 12.500 krónur

DRÖG að gjaldskrá fyrir leyfi og eftirlit með tóbakssölu voru samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur á fimmtudag. Tveir nefndarmenn sátu hjá. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 666 orð | 2 myndir

Gríðarlegar kröfur gerðar til mannvirkisins

"VIÐ Vatnsfellsvirkjun er í fyrsta sinn í virkjunarsögu landsins unnið að gerð stíflu með steyptri klæðningu vatnsmegin í stað hefðbundinnar kjarnastíflu," segir Björn A. Harðarsonar staðarverkfræðingur. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð

Grunnskólinn að Skógum lagður niður

HREPPSNEFND A-Eyjafjallahrepps ákvað á fundi sínum nýverið að leggja niður Grunnskólann að Skógum. Stefnt er að því að 16 nemendur í 1. til 10. bekk skólans verði sendir í aðra skóla í nálægum sveitarfélögum. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð

Harmonikutónleikar

SKOSKI harmonikuleikarinn Gary Blair heldur tónleika í Norræna húsinu mánudaginn 9. júlí kl. 20.30. Síðan verður hann með tónleika í Búðardal 10. júlí, á Sauðárkróki 11. júlí, á Akureyri 12. júlí, á Breiðumýri 13. júlí, á Egilsstöðum 14. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Hlunnindi nýtt í Skrúði

BALDUR Rafnsson, bóndi á Vattarnesi, hefur umsjón með eynni Skrúði og nytjar hefðbundin hlunnindi í eynni. Umhverfi Skrúðs er ævintýralegt, ekki síst þegar hafþokan læðist inn og leggst yfir sjóinn. Upp úr þokunni stendur Halaklettur, yst á Reyðarfjalli. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 618 orð

Lagabreytingafrumvarp hugsanlega lagt fram á næsta þingi

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir hugsanlegt að lagt verði fram frumvarp til laga um breytingar á kynferðisafbrotahluta hegningarlaga á næsta þingi. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

Leiðsögn í Þjóðmenningarhúsi

LEIÐSÖGN verður veitt í Þjóðmenningarhúsinu í dag, á safnadegi, um sýningu í tilefni af 150 ára minningu þjóðfundarins. Verður leiðsögn kl. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Mikið um innbrot í bíla að undanförnu

TILKYNNT var um innbrot í þrjá bíla í Breiðholti í Reykjavík um klukkan sjö í gærmorgun og var geislaspilurum stolið úr þeim en þjófarnir brutu hliðarrúður á öllum bílunum. Meira
8. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Milosevic formlega ákærður SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi...

Milosevic formlega ákærður SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, stóð einsamall frammi fyrir saksóknurum og dómurum í stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag sl. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð

*NÁTTÚRUVERND ríkisins telur að mat á...

*NÁTTÚRUVERND ríkisins telur að mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði sýni að álverið muni valda mjög mikilli mengun og að ekki verði um sjálfbæra nýtingu á vatnsorku að ræða. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 1751 orð

Opið bréf til hluthafa í Lyfjaverslun Íslands hf.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf sem Lárus Blöndal, stjórnarmaður í Lyfjaverslun Íslands hf., hefur sent hluthöfum: "Ágætu hluthafar í Lyfjaverslun Íslands hf. Ég hef nú starfað sem stjórnarmaður í Lyfjaverslun Íslands hf. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Reykskemmdir á innbúi

ELDUR kom upp í litlu timburhúsi við Austurgötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Miklar skemmdir urðu á innbúi hússins einkum vegna hita og reyks. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um brunann á þriðja tímanum um nóttina. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 788 orð | 1 mynd

Ræktað í sátt við landið

Áslaug Helgadóttir fæddist 17. júlí 1953 og er uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1973 og fór síðan til Kanada og lauk BS-gráðu í landbúnaðarvísindum árið 1976. Hún fór í doktorsnám til Bretlands og lauk doktorsprófi frá Readingháskóla árið 1981. Áslaug hóf störf við Jarðræktarrannsóknir hjá RALA árið 1981 og hefur unnið þar síðan. Áslaug er gift Nikulási Hall deildarforseta tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og eiga þau fjögur börn. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð

Sektum vegna umferðarlagabrota fjölgar

SAMKVÆMT bráðabirgðatölum úr sektarkerfi lögreglunnar nemur fjölgun útsendra sektarboða vegna umferðarlagabrota 15 prósentum milli ára. Alls var sent út 19.091 sektarboð fyrstu 6 mánuði ársins 2001 en til samanburðar voru send út 16. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 96 orð | 2 myndir

Síminn styrkir Örn Arnarson

SÍMINN hefur ákveðið að styrkja Örn Arnarson, sundkappann knáa og var styrkurinn afhentur í dag. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Tívolí við höfnina

KOMA tívolísins til Reykjavíkur er orðin árviss viðburður og fagna ungir jafnt sem aldnir tækifærinu til að fara svo sem eina eða tvær salíbunuferðir í hringekjunni. Tívolíið var opnað á föstudagskvöld og verður á Miðbakkanum næstu vikurnar. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 179 orð

Tvö tímarit í upplagseftirlitinu

UPPLAGSEFTIRLIT Verslunarráðs Íslands hefur framkvæmt samningsbundið eftirlit með upplagi tímarita og kynningarrita varðandi útgáfu frá janúar til apríl 2001. Eftirlitið annast Reynir Vignir, löggiltur endurskoðandi, trúnaðarmaður eftirlitsins. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 206 orð

Þriðji óformlegi fundurinn í þroskaþjálfadeilunni

ÞRIÐJI óformlegi sáttafundur samninganefnda Þroskaþjálfafélags Íslands og ríkisins hófst klukkan 14 í gær. Í fyrradag var fundað frá kl. 11 til 16:30 og situr aðeins hluti úr hvorri samninganefnd fundina. Meira
8. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 233 orð

Þroskaþjálfar í óformlegum viðræðum FULLTRÚAR úr...

Þroskaþjálfar í óformlegum viðræðum FULLTRÚAR úr samninganefnd Þroskaþjálfafélags Íslands og samninganefnd ríkisins hafa átt í óformlegum viðræðum síðustu daga varðandi kjaradeilu þroskaþjálfa sem starfa hjá ríkinu, eftir að viðræður deilenda sigldu í... Meira

Ritstjórnargreinar

8. júlí 2001 | Leiðarar | 284 orð

8.

8. júlí 1945: "Lögreglan er altof tómlát og aðgerðalítil á götum borgarinnar. Hún lætur viðgangast, að bílar hafi stöður á gangstígum, svo að vegfarendur neyðast til að fara út á akbrautir, til þess að komast áfram. Meira
8. júlí 2001 | Leiðarar | 2398 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

LOKSINS, loksins, heyrðist víða þegar Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Serbíu, var loks framseldur til Stríðsglæpadómstólsins í Haag. "Þetta er farsi," sagði Milosevic sjálfur. Meira
8. júlí 2001 | Leiðarar | 504 orð

SKATTSVIK

Í Morgunblaðinu í gær kom fram, að kærum vegna skattsvikamála hefur fjölgað síðasta áratuginn. Á árabilinu 1987 til 1991 voru kærur samtals 10 og ákærur 6 en árið 2000 voru kærurnar 24 og ákærurnar 15. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Jón H. Meira

Menning

8. júlí 2001 | Menningarlíf | 197 orð | 1 mynd

16 manna sönghópur frá Svíþjóð

FIMMTÁNDA starfsár Sumartónleika í Akureyrarkirkju hefst í dag, sunnudag og verða tónleikarnir haldnir fimm sunnudaga í röð í júlí- og ágústmánuði og byrja kl. 17. Flytjendur verða um 30 talsins frá Svíþjóð, Danmörku og Austurríki auk Íslendinga. Meira
8. júlí 2001 | Myndlist | 651 orð | 1 mynd

Að ná taki á tímanum

Opið frá kl. 11-17. Til 19. ágúst. Meira
8. júlí 2001 | Myndlist | 256 orð | 1 mynd

Allt fram streymir...

Til 12. júlí. Opið á verslunartíma. Meira
8. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 288 orð | 2 myndir

Eirðarlaus hugsuður

ÞAÐ er rísandi stjarna sem prýðir stjörnuhimininn okkar að þessu sinni, en hann Billy Crudup verður 33 ára í dag. Hann lék einmitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Al most Famous sem sýnd var fyrir stuttu hér á landi. Meira
8. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 1083 orð | 5 myndir

Fjórir dagar í himnaríki

Það er leiðinlegt að missa af Hróarskelduhátíðinni. Það gerði Birgir Örn Steinarsson ekki þetta árið og ætlar að deila gleði sinni með hinum ólánsömu, enda óvenju gjafmildur piltur. Meira
8. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 158 orð | 1 mynd

Framhjáhald og morð

LEIKKONAN Kate Winslet vill að næsta verkefni sitt fjalli um kynlíf og framhjáhald. Titanic stjarnan hefur nefnilega í huga að gera klassíska skáldsögu Emile Zola, Therese Raquin, að nútímasögu um kynferðislegt leynimakk og morð. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 56 orð

Gamlar klukkur í Húsinu

Í BORÐSTOFU Hússins á Eyrarbakka stendur yfir sýningin Tikk tikk Takk takk - frá Bakkaúrum til Borgundarhólmsklukku. Á sýningunni gefur að líta gamlar klukkur og gömul úr í eigu safnanna á Eyrarbakka, s.s. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 349 orð | 1 mynd

Gershwin og Myndir á sýningu á orgel

ENSKI orgelleikarinn Iain Farrington leikur á Sumartónleikum við orgelið í Hallgrímskirkju kl. 20:00 í kvöld, sunnudagskvöld. Iain Farrington er eftirsóttur organisti og píanóleikari og vinnur með mörgum þekktum kórum, stjórnendum og söngvurum. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 154 orð

Hildur Jónsdóttir sýnir í GUK

OPNUÐ verður sýning í GUK á verkum eftir listakonuna Hildi Jónsdóttur í dag, sunnudag, - kl. 14 á Íslandi í garðinum við Ártún 3 á Selfossi og kl. 16 í Danmörku og Þýskalandi. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 125 orð

* KIRKJURITIÐ er komið út.

* KIRKJURITIÐ er komið út. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir tekur fyrir hefðbundna sýn kristinnar siðfræði á kynlíf og kynferði og gagnrýnir hana útfrá sjónarhóli kristinna femínista. Meira
8. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 487 orð | 3 myndir

Kínverskur raunveruleiki

Í KÍNA hafa um 300 þúsund manns atvinnu við kvikmyndagerð. Þar eru um 50 þúsund sýningarsalir og þar eru reglur um að 2/3 þeirra kvikmynda sem sýndar eru í þeim skuli vera kínverskar. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 1156 orð | 1 mynd

Listsköpun í fjölmenningarlegu samfélagi

ÞAÐ leikur enginn vafi á því að Íslendingar standa á miklum tímamótum sem þjóð. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 176 orð | 2 myndir

Nýir myndlistargagnrýnendur

* ÞÓRODDUR Bjarnason er nýr myndlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Þóroddur er fæddur árið 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1996 og CCA í Japan árið 1998. Meira
8. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Ný plata frá Aphex Twin

RAFTÓNLISTARGOÐIÐ Aphex Twin, sem heitir réttu nafni Richard D. James, er loks tilbúið með nýja breiðskífu, en fimm ár eru síðan sú síðasta, Richard D. James , kom út. Meira
8. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 332 orð | 1 mynd

Nýtt úr gömlu

Í DAG á milli kl. 17:00 og 18:00 verður hljóðverkið "Com-Mix" eftir listamanninn Bibba (rétt nafn: Birgir Örn Thoroddsen) flutt undir myndverkum Errós í A-sal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 300 orð | 1 mynd

"Atli og Einar Ben. þora að vera þeir sjálfir"

TÓNLEIKAR verða í Neskaupstað í kvöld kl. 20.30, þar sem tónlistarmennirnir Sólrún Bragadóttir, sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, Sigurður I. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 763 orð | 2 myndir

"Vettvangur þeirra sem vilja rækta þjóðlega menningu"

ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ verður haldin í annað sinn á Siglufirði dagana 10. - 15. júlí. Hátíðin verður með svipuðu sniði og í fyrrasumar, er hún var haldin í fyrsta sinn. Meira
8. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 733 orð | 2 myndir

Skothelt afrískt fönk

Fela Kuti er helst minnst fyrir tónlistarstefnuna sem hann bjó til og kallaði afrobeat. Árni Matthíasson segir frá bandarísku sveitinni Antibalas sem fetar í fótspor Felas. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 1330 orð | 1 mynd

Stal hafnfirska landslaginu

Bókmenntahátíð Berlínar 2001 var haldin um síðustu helgi á Bebeltorgi. Davíð Kristinsson segir frá hátíðinni en þrír íslenskir rithöfundar komu við sögu. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 181 orð | 1 mynd

Vefur um Jónas Hallgrímsson á Netinu

WISCONSIN-HÁSKÓLI í Madison, Wisconsin, í Miðvestur-Bandaríkjunum, heldur úti á Netinu öflugum vef um Jónas Hallgrímsson. Það er prófessor Dick Ringler sem hefur umsjón með vefnum og hefur hann sjálfur þýtt ýmsa texta Jónasar sem þar birtast. Meira
8. júlí 2001 | Menningarlíf | 88 orð | 2 myndir

Verk fyrir básúnu og píanó í Sigurjónssafni

Á TÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöld kl. 20.30 eru flytjendur þau Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari. Á efnisskrá eru Sónata í c-moll fyrir altbásúnu og píanó eftir G. Ph. Meira
8. júlí 2001 | Leiklist | 502 orð | 1 mynd

Þrjátíu ára einsemd

Höfundar: Kristín G. Magnús, Magnús S. Halldórsson, Martin Regal, Molly Kennedy og Terry Gunnell. Hönnuðir skyggnumyndasýningar: John Pulver og Magnús S. Halldórsson. Leikstjóri og leikmyndahönnuður: Kristín G. Magnús. Meira

Umræðan

8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 37 orð | 1 mynd

50ÁRA afmæli .

50ÁRA afmæli . Á morgun mánudaginn 9. júlí, verður fimmtugur Gústaf H. Ingvarsson frá Stykkishólmi, Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Af því tilefni býður hann upp á kaffi í Félagsheimili Karlakórsins Þrasta að Flatahrauni 21, Hafnarfirði eftir kl. Meira
8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

50ÁRA afmæli.

50ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 9. júlí, verður fimmtugur Guðlaugur A. Stefánsson, Írabakka 34. Eiginkona hans er Elín Hauksdóttir. Guðlaugur er að heiman á... Meira
8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 1034 orð

520.000 tonn

Ágæti kollega. ÉG sá viðtal við þig í Mbl. fyrir skemmstu, þar sem þú varst staddur á fundi Reyðaráls um matsskýrslu um fyrirhugað álver í Reyðarfirði. Orð þau sem þú lætur falla í viðtalinu, komu mér á óvart og ollu mér nokkrum vonbrigðum. Meira
8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 450 orð

ELLEFU ára dóttir vinar Víkverja var...

ELLEFU ára dóttir vinar Víkverja var ein heima á dögunum þegar dyrabjöllunni var hringt og þegar hún fór til dyra stóð þar útsendari Íslandspósts með pakka til móður hennar. Meira
8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 42 orð

Hvar er Arnbjörg?

GETUR einhver hjálpað mér að hafa uppá Arnbjörgu Jónsdóttur, en hún vann í frystihúsi Ísbjarnarins árin 1973 til 1974? Hún bjó í einbýlishúsi við Vesturberg í Reykjavík, átti strák og stelpu líklega 10-12 ára. Meira
8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 66 orð

ÍSLAND

Þú nafnkunna landið, sem lífið oss veittir, landið, sem aldregi skemmdir þín börn, hvert þinnar fjærstöðu hingað til neyttir, hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn. Meira
8. júlí 2001 | Aðsent efni | 2239 orð | 1 mynd

Kynþáttafordómar, fjölmiðlar og tjáningarfrelsi

Ég vil hvetja íslenska stjórnmálamenn, segir Guðrún Pétursdóttir, til að taka aftstöðu til innflytjendamála. Meira
8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 889 orð

(Orðskv. 11, 25.)

Í dag er sunnudagur 8. júlí, 189. dagur ársins 2001. Seljumannamessa. Orð dagsins: Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka, mun og sjálfur drykk hljóta. Meira
8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 633 orð

Sápuópera

ÉG hef undanfarið fylgst með greinum í Velvakanda um hundahald. Mikill hiti hefur verið í þessum skrifum eins og ávallt þegar slík mál ber á góma. Oft finnst mér þeir sem eru á móti dýrum ansi grimmir og óréttlátir við eigendur dýra. Meira
8. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

TVÖFALT SYSTKINABRÚÐKAUP.

TVÖFALT SYSTKINABRÚÐKAUP. Hinn 23. júní sl. voru gefin saman af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Guðrún Sif Hannesdóttir og Kristinn Valdi Valdimarsson. Heimili þeirra er að Álfholti 48, Hafnarfirði; og Benedikta Hannesdóttir og Oddur Valdimarsson. Meira

Minningargreinar

8. júlí 2001 | Minningargreinar | 2571 orð | 1 mynd

BJARGMUNDUR INGÓLFSSON

Bjargmundur Ingólfsson rafeindavirki fæddist á Akureyri 23. ágúst 1944. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingólfur Bjargmundsson raffræðingur, f. 1. janúar 1916, og Yrsa Benediktsdóttir húsfreyja, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2001 | Minningargreinar | 1141 orð | 1 mynd

GÍSLI MAGNÚSSON

Gísli Magnússon fæddist á Eskifirði 5. febrúar 1929. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 28. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 7. júní. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2001 | Minningargreinar | 883 orð | 1 mynd

Hallgerður Jónsdóttir

Hallgerður Jónsdóttir frá Miðskeri lést á Hjúkrunarheimili Skjólgarðs 17. júní 2001. Hallgerður fæddist 27. maí 1920 á Hoffelli í Nesjum. Útför Hallgerðar fór fram frá Bjarnaneskirkju föstudaginn 22. júní kl. 14. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2001 | Minningargreinar | 2820 orð | 1 mynd

HANNA SIGURÐARDÓTTIR

Hanna Sigurðardóttir fæddist á Akureyri hinn 30. janúar 1947. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 29. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigurhönnu Kristinsdóttur, f. 1. janúar 1926, d. 13. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

8. júlí 2001 | Bílar | 126 orð | 1 mynd

Breyta Econoline fyrir sérsveit lögreglunnar í Ósló

ARCTIC Trucks í Noregi hefur gert samning um breytingar á bílum fyrir Ford-umboðið í Noregi og við Land Rover er í burðarliðnum. Núna er verið að breyta Ford Econoline fyrir sérsveit lögreglunnar á Óslóarsvæðinu. Meira
8. júlí 2001 | Bílar | 23 orð

Citroën Berlingo

Vél: 1,6 l, 110 hestöfl. Hámarkshraði: 107 km/ klst. Hröðun: 11,2 sekúndur. Eyðsla: 7,4 l í blönduðum akstri. Farangursrými: 624 l. Lengd: 4,10 m. Verð: 1.599.000 kr. Umboð: Brimborg... Meira
8. júlí 2001 | Bílar | 130 orð | 1 mynd

Forester-útgáfa af Mitsubishi

MITSUBISHI Airtrek er nýkominn á markað í Japan. Þetta er hvorki jeppi né fjölnotabíll en kannski einhvers konar blendingur þessara tveggja gerða, og ekki ósvipaður og Subaru Forester. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 70 orð | 1 mynd

Gist í klaustri

FERÐALANGAR sem hyggjast heimsækja Bretland geta nú gist í uppgerðum gömlum klaustrum. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 181 orð | 1 mynd

Hvar er skemmtilegast að lenda í flugtöf?

FARÞEGAR sem þurfa að eyða löngum stundum á bandarískum flugvöllum vegna tafa, geta fundið sér ýmislegt að gera á meðan beðið er, t.d. Meira
8. júlí 2001 | Bílar | 87 orð | 1 mynd

Ímynd stórra jeppaeigenda

SALA á stórum jeppum hefur verið mikil í Bandaríkjunum á síðustu árum. Fyrstu fimm mánuði ársins jókst salan í Bandaríkjunum t.a.m. um 9,5%. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 188 orð | 1 mynd

Íslendingar alltaf að borða stóra ísa

"VIÐ fórum hringinn í kringum um landið með rútu á tveim vikum og höfum síðan slappað af í Reykjavík í nokkra daga," sögðu frönsku ferðamennirnir Cedrik og Barbara sem lágu og sleiktu sólina á tjaldstæðinu í Laugardal þegar blaðamann bar að... Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 743 orð | 3 myndir

Keyptu lítið hús rétt fyrir utan þorpið

"VIÐ HJÓNIN erum búin að vera ástfangin af þessu landsvæði í að verða tuttugu ár, en því kynntumst við í einu af okkar sumarleyfum," segir Ármann Örn Ármannsson um héraðið Provence í Frakklandi. Meira
8. júlí 2001 | Bílar | 27 orð

Lexus LS 430

Vél: 8 strokkar, 4,3 l, 280 hestöfl, 417 Nm. Hröðun: 6,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Eigin þyngd: Um 1,9 tonn. Lengd: 5 metrar. Verð: 8.250.000 kr. Umboð: Lexus á... Meira
8. júlí 2001 | Bílar | 410 orð | 2 myndir

Lexus LS430 - hljóðeinangrað orkuver

LEXUS á Íslandi hefur fengið fyrsta bílinn af LS430-gerð en hann kom breyttur á markað í fyrra. Meira
8. júlí 2001 | Bílar | 109 orð

Lítill Volvo

VOLVO fyrirtækið sænska er nú talið íhuga að hefja framleiðslu á bíl í sama stærðarflokki og VW Golf. Ef af verður fengi bíllinn heitið S20 eða S30. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 65 orð

Lúxushótel á dvalarstað Hitlers

LÚXUSHÓTEL verður byggt á afþreyingarstað Adolfs Hitlers suður af München í Þýskalandi. Í Arnarhreiðrinu í Berchtesgaden naut einræðisherrann útsýnis yfir Alpafjöllin fyrir miðja síðustu öld um leið og hann gerði áætlanir um að leggja undir sig Evrópu. Meira
8. júlí 2001 | Bílar | 478 orð | 3 myndir

Mikið geymslurými í rúmgóðum Berlingo

CITROËN Berlingo kom fyrst á markað 1996 og þótti strax um margt nýstárlegur bíll. Einkum voru það rennihurðirnar tvær á hliðunum sem gerðu þennan litla sendibíl hagkvæman og þægilegan. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 432 orð | 2 myndir

Nýr 150 manna matsalur og aukið gistirými

Það var verið að mála, taka utan af húsgögnum og koma eldhúsi í stand í nýju 250 fermetra húsnæði þegar komið var við á ferðaþjónustubænum Smyrlabjörgum í Suðursveit. Fyrir dyrum stóð formleg opnun á 150 manna matsal, eldhúsi og koníaksstofu. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 336 orð | 1 mynd

Skoðaði fornar mannvistarleifar og logandi fjall

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður fór í eftirminnilega ferð til Azerbaídsjan. Meira
8. júlí 2001 | Bílar | 214 orð | 3 myndir

Suðurleiðir með vel búinn Benz

SUÐURLEIÐIR ehf. hafa keypt nýja Mercedes-Benz O350 Tourismo-rútu. Þetta er ákaflega vel búinn bíll og með flestum þeim búnaði sem pýðir fólksbíla af bestu gerð. Bíllinn tekur 44 farþega í sæti og er vel að þeim búið í þessum bíl. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 49 orð | 1 mynd

Tíunda hver taska týnist

EF fólk á leið til Frankfurt á næstunni þá eru 10% líkur á að ferðataskan komi ekki strax í leitirnar lendi það á flugvellinum í Frankfurt. Þessar upplýsingar eru samkvæmt frétt í Aftenposten fengnar hjá Samtökum evrópskra flugfélaga. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 259 orð | 1 mynd

Vítt og breitt

Ísland Kajaknámskeið í Skagafirði Ævintýraferðir í Varmahlíð munu bjóða upp á fjögurra daga kajaksiglinganámskeið í sumar. Í byrjun verður farið í grunntækni kajaksiglinga í sundlaug og mun námskeiðið enda með ferð niður Vestari-Jökulsá eða Héraðsvötn. Meira
8. júlí 2001 | Ferðalög | 581 orð | 1 mynd

Þjóðvegaránum hefur fjölgað í Suður-Evrópu

ÞAÐ færist í aukana að ferðamenn séu rændir víðsvegar í Evrópu þegar þeir stöðva bíla sína. Aðferðir þjóðvegaræningjanna svokölluðu eru mismunandi. Meira

Fastir þættir

8. júlí 2001 | Dagbók | 6 orð

Aksjón er ekki á dagskrá um...

Aksjón er ekki á dagskrá um... Meira
8. júlí 2001 | Fastir þættir | 321 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞÚ ert í vestur, í vörn gegn fjórum hjörtum og velur að koma út með lítinn spaða: Suður gefur; allir á hættu. Meira
8. júlí 2001 | Fastir þættir | 704 orð | 1 mynd

Listin að hugsa - listin að lifa

Listin að hugsa og listin að lifa eru lista mikilvægastar. Stefán Friðbjarnarson staldrar við nokkrar tilvitnanir um lífsins list. Meira
8. júlí 2001 | Dagbók | 90 orð

Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja.

Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlistaverkum og skrúða kirkjunnar opin kl. 13-18. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Hallgrímskirkja. Meira
8. júlí 2001 | Fastir þættir | 119 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á EM einstaklinga er lauk fyrir nokkru í Ohrid í Makedóníu. Hinn firnasterki ísraelski stórmeistari, Boris Avrukh (2600) hafði svart gegn Attila Czebe (2502). 39...Hg1+! og hvítur lagði niður vopnin þar sem eftir 40.Bxg1 Hxg1+ 41. Meira

Sunnudagsblað

8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 1564 orð | 1 mynd

Að eilífu sumar

Fyrir fjörutíu árum sendi bandarísk unglingahljómsveit frá sér lag þar sem sungið var um eilífð af æsku, sandi, sól og brimi. Árni Matthíasson segir frá Brian Wilson og félögum hans í Beach Boys sem eiga meðal annars heiðurinn af bestu poppplötu bandarískrar tónlistarsögu. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 292 orð | 2 myndir

Amma mín var dyggur aðdáandi

Ömmu minni, Þóru Mörtu Stefánsdóttur, kennara og rithöfundi, var mjög annt um Jón Sigurðsson frænda sinn og var dyggur aðdáandi hans. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 585 orð | 1 mynd

Bretland sker sig frá meginlandinu

Lagareglur um skyldu manna til að koma náunganum til hjálpar eru mismunandi frá einu landi til annars. Sérstaklega má, að sögn Páls Þórhallssonar, sjá skýran mun á engilsaxneskum rétti og evrópskum meginlandsrétti að þessu leyti eins og mörgu öðru. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 1600 orð | 2 myndir

Chile í sókn

Vínrækt í Chile er í mikilli sókn. Steingrímur Sigurgeirsson segir að í því felist jafnt hættur sem tækifæri. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 385 orð | 2 myndir

C úr sjöunda bekk grunnskóla Eskifjarðar

VINNINGSVERKEFNIÐ úr grunnskóla Eskifjarðar hefur þá sérstöðu að vera unnið af einum nemanda, Herdísi Huldu Guðmannsdóttur, sem með sigrinum kom öllum bekknum sínum til Færeyja. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 441 orð | 2 myndir

Dansandi geitur - fljúgandi kýr frá Akranesi

Á AKRANESI voru þrír drengir sem unnu fyrir hönd síns bekkjar, 7. HE í Brekkubæjarskóla. Það voru þeir Sigurður Kári Ásbjörnsson, Viðar Engilbertsson og Örnólfur Þorleifsson. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 321 orð | 2 myndir

Dálítið montinn yfir frændseminni

Ég hef alltaf haft miklar mætur á Jóni forseta og er að vonum dálítið montinn yfir því að geta rakið okkar ættir saman. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 431 orð

Getur varðað við lög

Ekki er víst að allir átti sig á því að skeytingarleysi gagnvart óviðkomandi manni sem hætta steðjar að, t.d. vegna slyss, getur beinlínis varðað við lög. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 4404 orð | 1 mynd

Nútímamaður í eigin heimi

Þekkt er sagan af því hvernig miskunnsami Samverjinn kom dauðvona ferðamanni til hjálpar á fáförnum vegi í Gyðingalandi hinu forna. Anna G. Ólafsdóttir veltir því fyrir sér hvort miskunnsömum Samverjum hafi farið fækkandi í íslensku borgarsamfélagi á síðustu árum. Ef satt reynist, hverju sé um að kenna og hvað sé til ráða? Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 1366 orð | 2 myndir

Pilluspjöld sögunnar

Pillan hefur nú verið fáanleg í hinum vestræna heimi í rúm 40 ár. Svavar Knútur Kristinsson kynnti sér sögu þessa undralyfs, félagslegar afleiðingar og deilurnar um pilluna. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 2598 orð | 10 myndir

"Hvernig á nokkur þjóð að geta orðið efnuð eða rík í alveg ónýtu landi?"

Fræðimenn hafa undanfarið fjallað um byggðir Vestur-Íslendinga og minnst nafnkunnra landa vorra í Vesturheimi, segir Pétur Pétursson þulur, sem rifjar m.a.upp ávarp tveggja ungra Eyrbekkinga frá því árið 1869, þar sem þeir hvöttu unga Íslendinga til að setjast að í "Bandafylkjum" Norðurameríku. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 634 orð | 2 myndir

"Vér mótmælum allir"

Síðastliðinn fimmtudag var 150 ára afmælis þjóðfundarins í Reykjavík minnst, en þá tók Jón Sigurðsson endanlega forystu fyrir Íslendingum í baráttu þeirra fyrir auknum stjórnarfarslegum réttindum og hélt henni til æviloka. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 585 orð | 1 mynd

Samkeppni um Færeyjaferð

Síðastliðinn vetur var hleypt af stokkunum ritgerðar- og verkefnasamkeppni meðal 11 og 12 ára grunnskólanema á Íslandi og í Færeyjum þar sem í verðlaun voru ferðir til viðkomandi landa. Að þessu sinni tóku þátt, í hvoru landi fyrir sig, þrjú byggðarlög sem tengjast vinabæjaböndum. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 2828 orð | 8 myndir

Skrúður

Skrúður gægist út úr þokunni úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar. Þar hefur óteljandi fjöldi sjófugla sumardvöl og kemur upp ungum sínum áður en aftur er haldið til hafs. Baldur Rafnsson bóndi á Vattarnesi og Daníel Hálfdanarson, húskarl hans, nýta hlunnindi Skrúðsins. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson slógust í för með þeim út í ævintýraeyjuna Skrúð./10 Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 415 orð | 1 mynd

Stolt af upprunanum

Við systkinin höfum alla tíð verið mjög meðvituð um skyldleikann við Jón forseta, sem er langömmubróðir minn, og í reynd mjög stolt af okkar uppruna," segir Vagna Sólveig Vagnsdóttir, húsmóðir á Þingeyri. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 337 orð | 2 myndir

Stórar bleikjur í Fitjaflóði

Veiðimenn hafa verið að setja í rígvænar bleikjur í Fitjaflóði og ofar á svæðinu, á Seglbúðasvæðinu í Grenlæk hefur það sama verið uppi á teningunum en Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst, sem selur veiðileyfi í ýmis silungasvæði og fréttir því margt sem... Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 795 orð | 4 myndir

Var kallaður "bróðir"

Óhætt er að segja að frændgarðurinn sé stór þótt sjálfur hafi Jón forseti ekki eignast beina afkomendur," segir Guðrún Nordal, íslenskufræðingur og dóttir Jóhannesar Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, en Jón Sigurðsson er langafabróðir bræðranna... Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 981 orð | 1 mynd

Þetta með að lifa af

Nógu var það nú erfitt að læra á uppþvottavélina eða ryksuguna, þótt ekki sé ætlast til að menn á miðjum aldri tileinki sér alla þá nútímakunnáttu, sem yfir okkur hellist, segir Ellert B. Schram. Sannleikurinn er nefnilega sá, að eftir því sem við eldumst og vitkumst, því minna vit höfum við á að aðlaga okkur nýjum siðum. Meira
8. júlí 2001 | Sunnudagsblað | 364 orð | 3 myndir

Þjassi, hópur Lýsuhólsskóla úr Snæfellsbæ

SJÖUNDI bekkur Lýsuhólsskóla vann saman að einu verkefni enda eru þau bara fimm í bekknum. Þau skrifuðu ýtarlega ritgerð með upplýsingum um Færeyjar og var hún faglega frá gengin, gormabundin og ríkulega myndskreytt. Meira

Barnablað

8. júlí 2001 | Barnablað | 48 orð

Auglýsing

ÓSKAÐ er eftir efni frá krökkum sem vilja lýsa því sem þau eru að gera í sumar. Sama er hvort um teikningar, sögur, ljóð eða gátur er að ræða. Verið dugleg og sendið efnið til okkar. Við birtum það hér á þessum síðum lesendum til ánægju. Meira
8. júlí 2001 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Fiskur syndir milli steina

BENEDIKT Finnbogi Þórðarson, 9 ára, Frostafold 23, 107 Reykjavík, teiknaði þessa mynd af fiski, sem sést synda milli steina á... Meira
8. júlí 2001 | Barnablað | 129 orð | 2 myndir

Fylgst með sniglinum og Nafn fuglsins

LEÓ Ágústsson er 9 ára og á heima í Hraunbæ 42 í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Hann er mikill dýravinur og hefur mjög gaman af að teikna. Hann sendi okkur tvær myndir. Meira
8. júlí 2001 | Barnablað | 67 orð | 1 mynd

Illgresið burt!

GARÐAR garðyrkjumaður er ekki glaður - það er komið illgresi í blómabeðið í garðinum hans. Eitthvað vefst fyrir karli hvernig hann á að bera sig að við að eyða því. Viljið þið ekki aðstoða hann, hann yrði afar glaður og síðast en ekki síst þakklátur. Meira
8. júlí 2001 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Mý við Mývatn

HÚN Helena XIANG, 6 ára, Sólheimum 49, 104 Reykjavík, veit sem er, að það eru ófáar mýflugur við Mývatn enda heitir myndin hennar Mý og aftur mý við... Meira
8. júlí 2001 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Pennavinir

HÆ, hæ! Ég heiti Jóhanna G.G. Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 11-13 ára, ég er 11 ára. Og ég óska aðallega eftir strákum. Áhugamál mín eru þessi: Barnapössun, bíó, sætir strákar, dracco og margt fleira. Kveðja. Jóhanna G. Meira
8. júlí 2001 | Barnablað | 79 orð | 1 mynd

Skuggamyndir handanna

Ljós fer eftir beinum línum og beygir yfirleitt ekki framhjá hindrunum. Þegar ljósgeislar falla á fastan hlut endurkastast hluti geislanna en suma drekkur hluturinn í sig og við það hitnar hann lítið eitt. Meira

Ýmis aukablöð

8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 79 orð | 1 mynd

Allen gerir Sporðdrekann

10. ágúst næstkomandi mun DreamWorks, fyrirtæki Steven Spielbergs og félaga, frumsýna nýjustu mynd Woody Allens sem heitir The Curse of the Jade Scorpion . Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 311 orð | 1 mynd

Álfamærin Amélie Poulain

PARÍSARBÚAR dá fantasíur, sérstaklega ef þær gerast í París. Þetta hefur löngum sannast með myndum frá fyrri hluta og um miðbik tuttugustu aldar og er Les Enfants du Paradis (Börn leikhússins) eftir Marcel Carné frægt dæmi en boðskapur myndarinnar er barátta góðs og ills. Jean-Pierre Jeunet, höfundur Delikatessen var að senda frá sér mynd sem Parísarbúar dá og dýrka og gagnrýnendur hefja til skýjanna: Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 620 orð | 1 mynd

Bélphegor snýr aftur

Þegar íslenska sjónvarpið hóf göngu sína á sjöunda áratugnum voru frönsku þættirnir um Bélphegor með þeim fyrstu sem glöddu íslenska sjónvarpsáhorfendur. Götur tæmdust þar sem allir sem vettlingi gátu valdið sátu límdir við sjónvarpið og fylgdust með eltingaleik frönsku lögreglunnar við egypska drauginn sem hafðist við í Louvre. Nýlega var frumsýnd í París kvikmynd sem byggist á þessum þáttum, skrifar Oddný Sen. Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 108 orð | 1 mynd

Brosnan áfram Bond

Sögusagnir um að Pierce Brosnan sé að hætta sem James Bond voru dregnar til baka af framleiðendum Bond-myndanna fyrir skemmstu, þeim Michael Wilson og Barbara Broccoli . Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 50 orð | 1 mynd

Chan og Tucker í Hong Kong

*Laugarásbíó, Regnboginn, Stjörnubíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna 10. ágúst bandarísku gaman- og framhaldsmyndina Rush Hour 2. Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 115 orð | 1 mynd

De Niro, Brando og Norton

"Eina ástæðan fyrir því að ég samþykkti að leika í myndinni er sú að mótleikarar mínir eru Marlon Brando og Robert De Niro ," segir leikarinn Edward Norton en þessir þrír leika saman í myndinni The Score. Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 59 orð | 1 mynd

Dýrið 13. júlí

*Laugarásbíó og fjögur önnur kvikmyndahús frumsýna bandarísku gamanmyndina Animal hinn 13. júlí. Með aðalhlutverkið fer Rob Schneider, sem einnig er einn af handritshöfundunum, en leikstjóri er Luke Greenfield. Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 594 orð | 1 mynd

Kínverjar gera fleiri drekamyndir

Krjúpandi tígur, dreki í leynum, hin feikivinsæla bíómynd Ang Lees, hefur komið af stað skriðu kínverskra mynda í sama anda. Arnaldur Indriðason skoðaði málið. Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 451 orð

Krókódíla-Páll

H ÁLFUR annar áratugur er liðinn síðan Paul Hogan , enn ein spennumyndahetjan, kvaddi sér hljóðs í nokkuð nýstárlegri mynd. Hún var áströlsk og nefndist Krókódíla Dundee ('86). Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 49 orð | 1 mynd

Paul Hogan hefur lifað tímana tvenna.

Paul Hogan hefur lifað tímana tvenna. Á árum áður mældi hann götur Sydneyborgar, með baskahúfu á höfði og litapensla að vopni. Málaði vegfarendur fyrir smápeninga. Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 52 orð | 1 mynd

Stallone í kappakstri

* 20. júlí frumsýna Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri kappakstursmyndina Driven með Sylvester Stallone. Leikstjóri er Finninn Renny Harlin en Burt Reynolds fer með eitt aðalhlutverkanna. Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 510 orð | 1 mynd

Sumarið er tími skemmtimyndanna

S UMARIÐ er tími skemmtimyndanna og við höfum fengið smjörþefinn af þeim núna að undanförnu. Slagurinn hófst líklega með Múmíunni 2 , ákaflega skemmtilegri Indiana Jones- mynd sem gaf fyrri múmíumyndinni ekkert eftir. Meira
8. júlí 2001 | Kvikmyndablað | 77 orð

Sögur Ellroys kvikmyndaðar

Verk bandaríska rithöfundarins James Ellroy , sem líklega er kunnastur fyrir spennusöguna L.A. Confidentia l , er kvikmynduð var af Curtis Hanson með góðum árangri, eru eftirsótt af kvikmyndagerðarmönnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.