Greinar þriðjudaginn 14. ágúst 2001

Forsíða

14. ágúst 2001 | Forsíða | 107 orð | 1 mynd

Koizumi heimsækir umdeilt hof

JUNICHIRO Koizumi, forsætisráðherra Japans, heimsótti í gær Yasukuni-hofið, eitt helsta minnismerki Japana um fallna hermenn, en í augum margra nágranna þeirra er það táknrænt fyrir japanska hernaðarstefnu. Meira
14. ágúst 2001 | Forsíða | 247 orð | 1 mynd

Peres ræðir við Palestínumenn

ALLT athafnalíf á palestínsku heimastjórnarsvæðunum lamaðist í gær í allsherjarverkfalli en til þess var efnt til að mótmæla töku Austurlandahússins, höfuðstöðva PLO, Frelsisfylkingar Palestínu, í Austur-Jerúsalem. Meira
14. ágúst 2001 | Forsíða | 284 orð

Vekur von um sættir og nýja tíma í landinu

LEIÐTOGAR stjórnmálaflokkanna í Makedóníu, slavneskra og albanskra, skrifuðu í gær undir friðarsamninga og er vonast til, að með undirrituninni verði bundinn endi á meira en sex mánaða skæruhernað í landinu. Meira
14. ágúst 2001 | Forsíða | 177 orð

Verða dæmdir fyrir "kristniboð"

STJÓRN Talebana í Afganistan sagði í gær að ekki kæmi til greina að gefa átta erlendum hjálparstarfsmönnum upp sakir en þeir eru sakaðir um að hafa boðað kristna trú. Þeim yrði þvert á móti refsað í samræmi við múslímsk lög. Meira

Fréttir

14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 418 orð

Afgreiðsla ráðuneytis ekki í samræmi við lög

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla félagsmálaráðuneytisins á máli manns, er sótti um stöðu leiðbeinanda við grunnskóla vorið 1999, hafi ekki verið í samræmi við lög, en hann hafði borið afgreiðslu yfirvalda í... Meira
14. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 96 orð | 1 mynd

Athygli vakin á gildi menningarminja

SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, afhjúpaði á laugardag útsýnisskífu á Reykjaneshyrnu í Árneshreppi á Ströndum. Með því var markað upphaf verkefnis sem felur í sér að vekja athygli á menningar- og búsetuminjum í Árneshreppi. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Áform um stærstu jarðgangagerð hér á landi

LANDSVIRKJUN hefur auglýst eftir verktökum til að taka þátt í forvali fyrir útboð á gerð aðrennslisganga vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

ÁSGRÍMUR HARTMANNSSON

ÁSGRÍMUR Hartmannsson, fyrrv. bæjarstjóri í Ólafsfirði, lést aðfaranótt mánudags, níræður að aldri. Hann fæddist í Kolkuósi í Skagafirði 13. júlí 1911 og ólst þar upp. Meira
14. ágúst 2001 | Miðopna | 709 orð | 1 mynd

Bann við notkun orðasambandsins léttar sígarettur

Nigel Gray segir að innan árs banni ESB notkun á orðasambandinu léttar sígarettur á umbúðum vegna þess að þær séu jafnskaðlegar og hefðbundnar sígarettur. Hrönn Indriðadóttir ræddi við Gray. Meira
14. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 119 orð

Berlingske í kröggum

STJÓRN danska dagblaðsins Berlingske Tidende kynnti í gær umfangsmikla áætlun um sparnað í rekstri fyrirtækisins. Stöður 118 af samtals 725 fastráðinna starfsmanna verða lagðar niður, sem þýðir að um 6. hver starfsmaður missir vinnuna. Meira
14. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Bílvelta á Árskógsströnd

ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar var fluttur á slysadeild FSA eftir að hann hafði velt bíl sínum á veginum niður að Árskógssandi á Árskógsströnd aðfaranótt sunnudags. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Björk með tónleika á Íslandi

BJÖRK Guðmundsdóttir söngkona mun halda tónleika hérlendis skömmu fyrir jól ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikastaðurinn sjálfur verður opinberaður er nær dregur. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð

Brenndist á fæti í leirhver

TÍU ára gamall drengur brenndist á fæti þegar hann steig ofan í leirhver í Gufudal inn af Hveragerði um miðjan dag í gær. Hann var þar á göngu með móður sinni. Meira
14. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 246 orð

Bryggjuhverfi rísi á norðurbakkanum

MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir í grein sinni, sem birt var á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar í gær, að fyrst stjórn Listaháskóla Íslands hafni boði bæjarins um að leggja norðurbakka Hafnarfjarðarhafnar undir Listaháskóla Íslands, sé... Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 78 orð

Eðlilegt að Flugmálastjórn lesi yfir skýrsluna

HEIMIR Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, vill árétta að eðlilegt og fullkomlega löglegt sé að Flugmálastjórn lesi yfir skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 579 orð

Erindi kristinnar kirkju að boða fyrirgefningu

Í PREDIKUN sinni í guðþjónustu í Hóladómkirkju lagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, út af guðspjalli dagsins, úr Lúkasarguðspjalli, um rangláta ráðsmanninn. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Fagnar 100 ára afmæli

RAGNHEIÐUR Magnúsdóttir á hundrað ára afmæli í dag. Ragnheiður er fædd á Vatnshorni í Steingrímsfirði og ólst hún upp með foreldrum, þremur systrum og tveimur bræðrum. Meira
14. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Fjölmennasta matarveisla sem boðið hefur verið til

FISKIDAGURINN mikli var haldinn á Dalvík á laugardag og mættu um 6.000 manns á svæðið. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, sagðist í skýjunum með þátttökuna. Meira
14. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 89 orð | 1 mynd

Fjölsótt handverkssýning

MJÖG góð aðsókn var að handverkshátíðinni Handverk 2001 sem lauk að Hrafnagili sl. sunnudag. Meira
14. ágúst 2001 | Suðurnes | 121 orð | 1 mynd

Fjölsóttur fjölskyldudagur

FJÖLSKYLDUDAGURINN sem haldinn var í Vogum síðastliðinn laugardag var fjölsóttur og tókst vel, að sögn Lenu Rós Matthíasdóttur tómstundafulltrúa. Fjölskyldudagurinn er árlegur viðburður í Vogunum og fer þátttakendum fjölgandi ár frá ári. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 40 orð

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

MAÐUR var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi við Stóra-Holt um sexleytið á sunnudag. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er orsökin fyrir árekstrinum talin vera framúrakstur. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Forsætisráðherra lagði hornstein að Auðunarstofu

GESTIR á árlegri Hólahátíð höfðu á orði að nú í fyrsta sinn væri ekki sól og blíðviðri á hátíðinni en létt úðarigning var og hlýtt þegar fjölmargir gestir sóttu heim til Hóla til þess að taka þátt í hátíðinni og vera viðstaddir þegar Davíð Oddsson... Meira
14. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Fótalaus á Everest

ED Hammer, 45 ára gamall bandarískur flugmaður, lagar annan gervifótinn sem hann hyggst láta bera sig upp á tind Everest-fjalls, hæsta fjalls í heimi, í Katmandú í Nepal í gær. Hammer ætlar sér að verða fyrsti fótalausi maðurinn til að komast á tindinn. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 676 orð | 1 mynd

Fræðsla um íslenskt samfélag

Bjarney Friðriksdóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands. Mastersprófi í alþjóðamálum lauk hún frá Columbia-háskólanum í New York. Hún starfaði að mannréttindamálum meðan hún var í námi og hefur verið framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sl. fjögur ár. Nú er hún nýlega tekin við starfi sem framkvæmdastjóri Alþjóðahúss á Íslandi. Meira
14. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 206 orð | 2 myndir

Færeyskt handverk til sýnis og sölu

FÆREYSKT handverk af ýmsu tagi er þessa dagana til sýnis og sölu í Vestnorræna menningarhúsinu í Hafnarfirði, en þar hafa færeysku hjónin Egil og Rigmor Toftegaard aðsetur í tvær vikur nú í ágúst. Meira
14. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 299 orð | 2 myndir

Gangaslys í Austurríki

ÍTALSKUR bílstjóri og 22 pólskir ferðamenn slösuðust í rútuslysi í jarðgöngum í Austurríki í gær, þar af fjórir alvarlega. Slysið varð með þeim hætti að rútan rakst á vegg við gangamunna nálægt borginni Klagenfurt í Kärnten-héraði. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð

Gönguferðir í Viðey

ÞRÍR þriðjudagar eru eftir í mánuðinum, að þessum meðtöldum, og fer því hver að verða síðastur að taka þátt í kvöldgöngu í Viðey. Til einnar slíkrar verður boðið í kvöld og hefst ferðin, eins og vanalega, með siglingu yfir sundið kl. 19:30. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hafa óskað eftir viðræðum

HEIMAMENN í Dalabyggð hafa óskað eftir viðræðum við Kaupfélagið í Borgarnesi, sem er eitt þeirra kaupfélaga sem standa að tilboði í rekstur sláturhúsa Goða í haust og er reiknað með að viðræðurnar geti hafist á næstu dögum. Meira
14. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 66 orð

Heildargjöld íbúa aukist ekki

HREPPSRÁÐ Bessastaðahrepps hyggst fela sveitarstjóra að kanna nauðsynlegar breytingar á hlutfalli álagningar fasteignagjalda, þannig að endurskoðað fasteignamat fasteigna í Bessastaðahreppi leiði ekki til hækkunar heildargjalda íbúa Bessastaðahrepps... Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 524 orð

Heldur hefur hægt á verðbólgunni

VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í ágústbyrjun var 214,9 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofu Íslands í gær. Hækkunin er innan skekkjumarka spár Seðlabanka Íslands. Meira
14. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Hótar hungurverkfalli

MARIA Sung, nálastungulæknir frá Suður-Kóreu, kemur hér bleikramma mynd af sér brosandi með eiginmanninum, kaþólska erkibiskupnum Emmanuel Milingo frá Zambíu, fyrir meðal trúarlegra gagna, messuklæða og biblíu erkibiskupsins á hótelherbergi í Rómaborg í... Meira
14. ágúst 2001 | Suðurnes | 423 orð | 1 mynd

Hvert kerti er listaverk

HVERT kerti er sjálfstætt listaverk í kertagerðinni Jöklaljósi í Sandgerði. Kertin eru handgerð af eigandanum, Sólrúnu Símonardóttur. "Móðir mín var mikið fyrir kerti, var alltaf með logandi ljós heima. Meira
14. ágúst 2001 | Suðurnes | 645 orð | 1 mynd

Í kjölfar Egils Skallagrímssonar

"MÉR finnst skemmtilegt að tvinna saman sagnfræði og landafræði," segir Steinar Jørs, Norðmaður sem kom einn á skútu sinni frá Eyvindarvík í Noregi, þar sem Gulaþing var haldið, til Íslands. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð

Kirkjuferð með Erlu Stefánsdóttur

Í KVÖLD verða kirkjur í Hafnarfirði og nágrenni skoðaðar undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur. Ferðin hefst við Vesturgötu 8 í Hafnarfirði kl. 19. Haldið verður út að Görðum, kirkjan skoðuð og saga hennar rifjuð upp. Meira
14. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 67 orð

Lagning háspennustrengs

HÁSPENNUSTRENGUR verður lagður frá nýrri spennistöð við Hólmatún í vestari öxl Suðurnesvegar og þaðan í nyrðri kant Bakkavegar að spennistöð við Bjarnarstaði í Bessastaðahreppi, en hreppsráð hefur samþykkt framkvæmdirnar. Meira
14. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Leiðangur farinn að sprengjuflugvélinni

ÞYRLUR frá Landhelgisgæslunni og bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli fluttu íslenska og breska björgunarsveitarmenn á jökulinn í Eyjafirði þar sem breska sprengjuflugvélin fórst árið 1941. Með vélinni fórust fjórir menn. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Leiðrétting við Engeyjarbréf

1) Í Engeyjarbréfi mínu í Mbl. 12. ágúst sl. á bls. 37 er ranglega farið með föðurnafn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, hann sagður Friðriksson. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
14. ágúst 2001 | Miðopna | 1331 orð | 2 myndir

Lengri kennsludag og kennt árið um kring

Dr. Dwight Allen, prófessor, segir kennslufyrirkomulag, sem notað er bæði hér á landi og annars staðar í heiminum í dag, vera úrelt. Hann vill að róttækar breytingar verði gerðar á skipulagi menntunar, áður en það er um seinan. Meðal þess sem hann leggur til er lenging skólaársins og -dagsins og að nemendur ljúki háskólaprófi 16 ára. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi á Sæbraut

STÚLKAN sem lést í bílslysinu á Sæbraut aðfaranótt laugardags hét Sara Abdelaziz, til heimilis að Búagrund 6, Álftanesi. Hún var átján ára, fædd 6. janúar... Meira
14. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 236 orð | 2 myndir

Lífleg hátíðarhöld voru um allan bæ

50 ÁRA afmæli Þorlákshafnar var haldið hátíðlegt um helgina og var hátíðin sett með opnun sögusýningarinnar "Úr verstöð í bæ", í ráðhúsi Ölfuss. Meira
14. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 368 orð

Meirihluti Ísraela á móti vopnahlésviðræðum

SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem dagblaðið Yediot Aharonot birti í gær, eru 54% Ísraelsmanna andvíg viðræðum við Palestínumenn til að koma á vopnahléi, en 44% eru fylgjandi slíkum viðræðum. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 573 orð

Mikið um innbrot í bíla

SÍÐDEGIS á föstudag varð bílvelta á Vesturlandsvegi við Móa. Tveir í bifreiðinni kenndu eymsla og voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Mikill fjöldi innbrota og þjófnaða

HARTNÆR 20 tilkynningar um innbrot og þjófnaði bárust til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Langflest brotanna voru framin um helgina og aðfaranótt mánudags. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð

Minningarathöfn vegna fósturláta

ÁRLEG minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsi við Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. ágúst kl. 17:00. Meira
14. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Mótmæli á 40 ára afmæli Berlínarmúrsins

ÞESS var minnzt með ýmsu móti í Þýzkalandi í gær að þá voru rétt 40 ár liðin frá því austur-þýzk stjórnvöld létu hefja byggingu Berlínarmúrsins. Meira
14. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 428 orð | 1 mynd

Mun geta þjónað allt að 1.000 kylfingum

FRAMKVÆMDUM við Vífilsstaðavöll, 18 holu golfvöll Kópavogs og Garðabæjar, sem staðið hafa yfir frá árinu 1994, er að ljúka og gert er ráð fyrir að völlurinn verði tilbúinn næsta vor. Mun hann því geta þjónað allt að 1.000 félögum. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 93 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 16. ágúst kl. 19. Kennsludagar verða 16., 20. og 21. ágúst. Kennt verður frá kl. 19.-23. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 586 orð

Neysla fíkniefna verði aldrei þáttur í lífi ungmenna

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra vék að því í ræðu sinni á Hólahátíð að oft væri rætt um að efla þyrfti löggæslu enda lægi frumskylda ríkisvaldsins í að leitast sífellt við að efla öryggi borgaranna. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Nýjar aðferðir við þjálfun nýliða

HJÁLPARSVEIT skáta í Kópavogi hefur tekið upp nýjar aðferðir við þjálfun björgunarsveitafólks þar sem tekið er tillit til fyrri reynslu þátttakenda og lögð áhersla á þjálfun og ferðareynslu. Meira
14. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 163 orð

Nýjar höfuðstöðvar í byggingu

NÝJAR höfðustöðvar Orkuveitu Reykjavíkur eru í bygginu við Réttarháls í Reykjavík en á fundi Innkaupastofnunar í gær var lagt fram bréf frá Orkuveitunni vegna vals á þátttakendum í lokað útboð á glerveggjum og glerþaki fyrir höfuðstöðvarnar og var... Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Opið hús hjá Krabbameinsfélaginu

Í KVÖLD kl. 20 er opið hús hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Skógarhlíð 8. Fjallað verður um skipulag og upplýsingaöflun krabbameinssjúklinga í Madison Wisconsin í Bandaríkjunum. Meira
14. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 129 orð

Pöndum fjölgar

RISAPÖNDUM í Kína mun fjölga á næstu mánuðum svo um munar. Í uppeldisstöðvum í suðvesturhluta Kína eru þrettán pandabirnur eigi einsamlar og búist er við að þær skili afkvæmum í heiminn á næstu mánuðum. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 508 orð | 2 myndir

Sá stærsti í sumar?

Feiknalega vænn lax veiddist í Hnausastreng í Vatnsdalsá síðastliðið laugardagskvöld. Laxinum var sleppt, en mældist 104 sentimetrar sem meðaltalsskali segir vera 11,2 kg fiskur, eða rétt tæplega 22,5 pund. Meira
14. ágúst 2001 | Miðopna | 735 orð

Sem yður þóknast

EINN af núlifandi afreksmönnum Íslendinga er níræður í dag. Í meira en hálfa öld hefur hann markað dýpri spor í menningarlífi okkar en flestir aðrir. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Sérfræðingar leita að sprengjum í flakinu

DANSKIR sprengjusérfræðingar hófu í gær störf sín við flak olíuskipsins El Grillo sem liggur 400 metra frá landi fyrir utan Seyðisfjörð. Þeir munu eyða rúmlega viku í að kafa niður að flakinu og leita að sprengjum sem kynnu enn að leynast þar. Meira
14. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Sín er hver sérvizkan

Hin sérkennilega lestarferð Kim Jong Il um Rússland er enn eitt dæmið um sérvizku lífhræddra einræðisherra. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð

Smádýralíf í Elliðaárdal

Í KVÖLD efnir Orkuveita Reykjavíkur á ný til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar skordýrafræðings og Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Gangan hefst kl. 19:30 við gömlu Rafstöðina. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð

Sótt hefur verið um nýtt leyfi

LÍNA. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Stela fatnaði og vilja klæða sig

VIÐ Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur búa félagarnir kostulegu Dúskur og Brúskur en þeir eru ársgamlir fresskettir sem haldnir eru sérkennilegri ónáttúru. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 923 orð

Stóð til að loka fyrir tenglana í fyrra

Á HEIMASÍÐU eins tímarits Fróða, Bleiks og blás, var um nokkurt skeið vísað með tengli yfir á vefsíðu sem inniheldur soralegt efni, meðal annars barnaklám. Í samtali við Morgunblaðið segist Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða hf. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð

Styður bann við einræktun manna

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra segist myndu beita sér fyrir því að Ísland styddi tillögu um allsherjarbann við einræktun manna, ef slík tillaga yrði borin upp í allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Meira
14. ágúst 2001 | Suðurnes | 80 orð | 1 mynd

Tímatökur vegna körtumóts

TÍMATÖKUR eru hafnar vegna Esso-gókartmóts Reisbíla í Reykjanesbæ. Þeir sem ná bestu tímunum keppa sín á milli á mótinu. Gestir gókartbrautarinnar í Njarðvík eiga kost á því fram á mánudag í næstu viku að láta taka tíma vegna fyrirhugaðs móts. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Tveir sælir í sveitinni

Sannkallaður sælusvipur var á þessum tveimur vinum, Axel Sölvasyni og hundinum hans, Krúsa, er þeir röltu um túnið í blíðviðri á Kvískerjum í Öræfum á dögunum. Það er margt hægt að skoða á Kvískerjum. Náttúran er einstök og dýralífið... Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Tvær leiðir um Tröllaskaga

EINS og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudaginn hefur Skipulagsstofnun hafið mat á umhverfisáhrifum vegna jarðganga og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga. Um er að ræða tvær leiðir annars vegar Héðinsfjarðarleið og hins vegar Fljótaleið. Meira
14. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Tvö innbrot um helgina

LÖGREGLAN á Ólafsfirði vinnur að rannsókn innbrots í Hótel Ólafsfjörð, en um helgina var brotist þar inn og einnig í verslunina Valberg. Það var aðfaranótt laugardags sem brotist var inn í Valberg en aðfaranótt sunnudags á Hótel Ólafsfjarðar. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 244 orð | 2 myndir

Ungur maður lést í slysinu

UNGUR maður lét lífið þegar fólksbifreið hans lenti framan á rútu á Suðurlandsvegi rétt fyrir neðan Lögbergsbrekku laust fyrir klukkan sex á sunnudagskvöld. Maðurinn var einn í bílnum og talið að hann hafi látist samstundis. Meira
14. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Útboð vegna göngugötu endurtekið

FRAMKVÆMDARÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að hafna báðum tilboðunum sem bárust í endurbætur á Hafnarstræti/göngugötu en bæði tilboðin voru vel yfir kostnaðaráætlun. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Vaskir drengir í Dölum

Í Búðardal hefur verið haldið svokallað bryggjuport síðustu tvær helgar. Þeir Aron Snær, Ernir Freyr, Haraldur Ingi og Vésteinn Örn hafa notað undanfarna mánuði til þess að safna varningi til þess að selja á tombólu á bryggjuportinu. Meira
14. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 119 orð | 1 mynd

Veiddi 9 punda bleikju í Eyjafjarðará

JÓN Gunnar Benjamínsson frá Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit veiddi 9 punda silung í Eyjafjarðará á dögunum. Fiskurinn var nýgenginn og veiddist á flugu á 5. og fremsta svæði árinnar. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð

Veltu bíl í Borgarfirði

TVEIR ítalskir ferðamenn voru fluttir til skoðunar á heilsugæslustöðina í Borgarnesi eftir að bifreið þeirra valt á Borgarfjarðarbraut við Kljáfoss síðla dags í gær. Bifreiðin sem valt var bílaleigubíll og í honum fjórir ítalskir ferðamenn. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 190 orð

Von á fjölmennri sendinefnd frá Manitoba

FORSÆTISRÁÐHERRA fylkisins Manitoba í Kanada, Gary Doer, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í lok mánaðarins í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Yfirlögregluþjónn í umferðareftirlit

KUNNUGUM brá nokkuð í brún er þeir sáu til ferða Eiríks Hreins Helgasonar, yfirlögregluþjóns við Lögregluskóla ríkisins, í umferðareftirliti á mótorhjóli á Vesturlandsvegi nýverið. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Þrjár konur komust út

SUMARBÚSTAÐUR brann til kaldra kola í landi Stóra-Dals undir Eyjafjöllum á laugardagskvöld. Þrjár konur, ein þeirra komin sjö mánuði á leið, voru inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og komust þær allar út ómeiddar. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð

Þyrlan sækir fótbrotinn mann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti í gær Þjóðverja sem fótbrotnaði á svonefndum Kattahryggjum fyrir neðan Morinsheiði á Fimmvörðuhálsi. Þyrlan kom með manninn á slysadeild Landspítalans í Fossvogi um klukkan níu í gærkvöldi. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 747 orð

Þörf á að fjölga heimilislæknum

LÚÐVÍK Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík, segir erfitt að nefna nákvæma tölu yfir hversu margir eru án heimilislæknis í Reykjavík. Meira
14. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Öryggisráðstafanir vegna aukaverkana

BLÓÐFITULÆKKANDI lyf sem innihalda virka efnið cerivastatín hafa verið tekin af markaði í Evrópu og í Bandaríkjunum en í þann flokk fellur lyfið Lipobay sem notað var hér á landi. Meira

Ritstjórnargreinar

14. ágúst 2001 | Staksteinar | 363 orð | 2 myndir

Hugum strax að möguleikum á Austurlandi

ÁGÚST Einarsson prófessor og fyrrverandi alþingismaður fyrir Samfylkinguna fjallar um afleiðingar úrskurðar Skipulagsstofnunar og vill að strax verði hugað að öðrum möguleikum fjárfestingar á Austurlandi. Meira
14. ágúst 2001 | Leiðarar | 736 orð

LÖGIN UM MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM

Töluverðar umræður hafa orðið í framhaldi af þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að leggjast gegn fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa hennar. Meira

Menning

14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 90 orð

20. aldar tónlist á Seyðisfirði

NÆSTU tónleikar í tónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði verða í annaðkvöld, miðvikudag, kl. 20:30, en þá mun Peter Tompkins, óbóleikari og Guðríður St. Meira
14. ágúst 2001 | Kvikmyndir | 287 orð

Á forboðinni eyju

Leikstjóri: Joe Johnston. Handritshöfundar: Peter Buchman, Alexander Payne og Jim Thomas. Tónskáld: Don Davis. Kvikmyndatökustjóri: Shelly Johnson. Aðalleikendur: Sam Neill, William H. Macy, Téa Leoni, Allessandro Nivola, Trevor Morgan, Michael Jeter, John Diehl og Bruce A. Young. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Universal 2001. Meira
14. ágúst 2001 | Skólar/Menntun | 213 orð | 1 mynd

Áhugasamur leiðsögumaður

*Sérhvert keppnislið á Ólympíuleikunum í eðlisfræði fær innfæddan leiðsögumann til að aðstoða keppendurna alla daga leikanna. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Batahorfur góðar

HLJÓMBORÐSLEIKARI hinnar geðþekku bresku nýbylgjusveitar The Charlatans, Tony Rogers, hefur verið greindur með krabbamein í eistum. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Dr. Spock og leynigesturinn

STEFNUMÓT Undirtóna verður haldið í kvöld á Gauki á Stöng, líkt og fyrri þriðjudagskvöld. Það er að þessu sinni í höndum hljómsveitanna Spontanious Human Combustion, Future Fix og Dr. Spock að skemmta gestum með tónlist sinni. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 59 orð | 5 myndir

Fjölbreytninni fagnað

ÞAÐ ER óhætt að segja að miðbær Reykjavíkur hafi iðað af lífi síðastliðinn laugardag þegar Hinsegin dagarnir voru haldnir hátíðlegir í þriðja sinn. Gæsileg skrúðganga fór niður Laugaveginn þar sem við tók fjölbreytt skemmtidagskrá á Ingólfstorgi. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 148 orð

Fyrirlestur um Njálu

PRÓFESSOR Andrew Wawn, háskólanum í Leeds á Bretlandi, formaður Víkingafélagsins breska, flytur opinberan fyrirlestur í boði Stofnunar Sigurðar Nordals, á morgun, miðvikudag, kl. 17, í Norræna húsinu. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 251 orð | 1 mynd

Hedwig fær góða dóma

BANDARÍSKI gagnrýnandinn John Lynch hefur lagt sig eftir því að sjá allar uppfærslur á söngleiknum Hedwig í veröldinni og var m.a. viðstaddur frumsýningu Leikfélags Íslands í Loftkastalanum í júlíbyrjun. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 245 orð | 1 mynd

Heldur tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands

NÚ hefur Björk "okkar" Guðmundsdóttir opinberað á heimasíðu sinni fyrsta hlutann af væntanlegu tónleikaferðalagi um heiminn. Meira
14. ágúst 2001 | Skólar/Menntun | 207 orð

Íslendingar

*Kristján Rúnar Kristjánsson var annar af fararstjórum íslenska liðsins og er þetta í annað sinn sem hann gegnir því hlutverki. Sjálfur var hann keppandi fyrir Íslands hönd í Noregi 1996 en nú er hann í meistaranámi í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Meira
14. ágúst 2001 | Tónlist | 706 orð | 1 mynd

Jafnsatt og það var fyrir 700 árum

Norðuróperan flutti óperuna Gianni Schicchi eftir Puccini og sálumessu eftir Sigurð Sævarsson undir stjórn Garðars Cortes. Föstudagurinn 10. ágúst, 2001. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 103 orð | 2 myndir

Kristinn Sigmundsson syngur á Höfn

KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Hafnarkirkju á Höfn Hornafirði annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20:30. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 210 orð | 2 myndir

Kröftug kökuveisla

ÞAÐ kom framhaldsmynd í framhaldsmyndar stað þegar aðsóknartölur kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum voru lagðar saman eftir síðustu helgi. Nú er það American Pie 2 sem sest örugglega í fyrsta sætið á meðan Rush Hour 2 er gert að setjast í annað sætið. Meira
14. ágúst 2001 | Skólar/Menntun | 226 orð

Lichtenstein með á leikunum

*Íslendingar hafa löngum orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera minnsta þjóðin á alþjóðlegum ráðstefnum. Þetta hefur einnig átt við um Ólympíuleikana í eðlisfræði en nýlega hófu Lichtensteinar þátttöku og skákuðu Íslendingum sem minnstu þjóðinni. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Listhús á hjólum

NÝTT fjölnota listhús, E-541 Listhús, er komið á göturnar, en það er appelsínugult VW-Rúgbrauð árgerð 1978. Umsjónarmenn og hugmyndafræðingar E-541 Listhúss eru Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar Arnarson. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 225 orð | 1 mynd

Ljósálfar í Skuggahverfi

LJÓSMYNDAFÉLAGIÐ Ljósálfar opnar ljósmyndasýninguna Ljós og skuggar í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag, laugardag, kl. 14. Ljósálfarnir eru Einar Óli Einarsson, Friðrik Þorsteinsson, Lars Björk, Svavar G. Jónsson og Vilmundur Kristjánsson. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 439 orð | 2 myndir

Mannlegar skammbyssur

Domu er samin og teiknuð af Katsuhiro Otomo. Útgefin af Dark Horse Comics árið 2001. Fæst í myndasöguverslun Nexus. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 1243 orð | 3 myndir

MARILYN MONROE

EF einhver ein leikkona á skilið að hljóta útnefningu sem kyntákn kvikmyndanna, kemur aðeins ein til greina. Hún er að sjálfsögðu Marilyn Monroe, umtalaðasta goðsögn kvikmyndaheimsins fyrr og síðar. Meira
14. ágúst 2001 | Bókmenntir | 461 orð

Markaðsvænar vasabækur

Útgefandi: Vaka-Helgafell 1996, 2001. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 179 orð

Norskir dagar á Seyðisfirði

NÚ stendur yfir hátíðin "Norskir dagar" á Seyðisfirði og er nú haldin í 4. sinn. Aðaltilgangur hátíðarinnar er að minnast tengsla Seyðisfjarðarkaupstaðar við frændur vora Norðmenn. Hátíðin var sett í gær, mánudaginn 13. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT ER komin skáldsagan Waiting for the South Wind eftir Valgarð Egilsson. Bókin er rituð á ensku og er fyrst og fremst hugsuð fyrir erlendan markað. Sagan er veraldarsaga stráks, segir af honum sjálfum og þeirri menningu sem hann óx upp við, þ.e. Meira
14. ágúst 2001 | Skólar/Menntun | 765 orð | 1 mynd

Ólympíuleikarnir í eðlisfræði

Tyrkland 2001/ Ólympíuleikarnir í eðlisfræði hafa verið haldnir frá árinu 1967. Þeir hafa mikið gildi. Viðar Ágústsson fararstjóri segir hér sögur frá leikunum í Tyrklandi en þangað fóru fimm íslenskir keppendur. Meira
14. ágúst 2001 | Skólar/Menntun | 223 orð | 1 mynd

Ólympíuleikarnir í Indónesíu

*Indónesar mættu óvenjumargir til Eðlisfræðileikanna í Tyrklandi, tveir fararstjórar með fimm manna keppnislið auk fimm áheyrnarfulltrúa sem kynntu sér framkvæmd leikanna til að undirbúa 33. Ólympíuleikana sem fram munu fara í Bandung í Indónesíu að ári. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 256 orð

Saga Arturos Sandoval /For Love or...

Saga Arturos Sandoval /For Love or Country: The Arturo Sandoval Story *** Trúverðug og átakanleg sönn saga af kúbverska trompetleikaranum Arturo Sandoval og baráttu hans fyrir pólitísku hæli í Bandaríkjunum. Andy Garcia hefur aldrei leikið betur. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 213 orð

SOME LIKE IT HOT (1959) &sstar;&sstar;&sstar;&sstar;...

SOME LIKE IT HOT (1959) &sstar;{sstar}&sstar;{sstar} Eitt af meistaraverkum gamanmyndanna gerist á bannárunum vestra. Tveir atvinnulausir tónlistarmenn (Tony Curtis og Jack Lemmon) verða óvart vitni að morði og fá Mafíuna á hælana. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 214 orð | 1 mynd

Sópranrödd við gítarundirleik

Á SUMARTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20:30, koma fram þær Guðrún Ingimarsdóttir, sópransöngkona og Heike Matthiesen, gítarleikari. Meira
14. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 175 orð | 2 myndir

Traffic trónir á toppnum

STÓRMYNDIN Traffic vermir toppsæti myndbandalistans að þessu sinni, aðra vikuna í röð. Myndin hlaut fimm Óskarsverðlaun í ár, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn Stevens Soderbergh, besta handrit og besta leikara í aukahlutverki, Benicio Del Toro. Meira
14. ágúst 2001 | Kvikmyndir | 314 orð

Útþynntir brandarar og ógeð

Leikstjórn: Keenen Ivory Wayans. Handrit: Shawn og Marlon Wayans og margir til viðbótar. Aðalhlutverk: Marlon og Shawn Wayans, Anna Faris, Regina Hall, Tori Spelling, James DeBello, Kathleen Robertsson, Tim Curry og James Woods. 90 mín. Miramax 2001. Meira
14. ágúst 2001 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

* Writing on Ice: The Ethnographic...

* Writing on Ice: The Ethnographic Notebooks of Vilhjalmur Stefansson kom út fyrir skömmu í Bandaríkjunum. Meira

Umræðan

14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 65 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í gær, mánudaginn 13. ágúst, varð Pétur Bjarnason, til heimilis á Löngumýri 34, Akureyri , fimmtugur. Af því tilefni munu hann og kona hans, Herdís S. Meira
14. ágúst 2001 | Aðsent efni | 902 orð | 5 myndir

Auðunarstofa og uppruni húss Auðuns biskups á Hólum

Auðunarstofa II er hin veglegasta bygging. Bjarni Ólafsson segir að hún veki athygli fyrir hve traustbyggð hún er og frágangur vandaður. Meira
14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 493 orð

Ábending

ÉG undirritaður er hér með ábendingu til ríkisstjórnar Íslands. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. að ríkissjóður væri í mjög góðum málum. Gott mál. Meira
14. ágúst 2001 | Aðsent efni | 808 orð

Blöð og málrækt

Tilgáta: Krafan um hlutlæga blaðamennsku litar málnotkun blaðamanna og gerir hana blæbrigðalausari en hún gæti verið. Meira
14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 28. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Júlía Þorvaldsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson . Heimili þeirra er í Sóltúni 9,... Meira
14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 472 orð

Hafa lögfræðingar sál?

ÞESSI texti í lagi Bubba Morthens kom óneitanlega upp í hugann eftir viðskipti mín við Jón Egilsson hdl. Ég hélt að til væri eitthvert almennt siðferði sem lögfræðingar, ekki síst, þyrftu að fara eftir. Þannig var að ég skrifaði út 75. Meira
14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 853 orð

(II.Tím. 3, 17.)

Í dag er þriðjudagur 14. ágúst, 226. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks. Meira
14. ágúst 2001 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Læknafélag Íslands virðir lög gegn verðsamráði

Verðsamráð eða gjaldskrá, segir Ásdís J. Rafnar, er ekki og hefur ekki verið til um vottorð á vegum félagsins síðan 1993. Meira
14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 104 orð

Miðsumar

Oft finnst oss vort land eins og helgrinda hjarn, en hart er það aðeins sem móðir við barn. Það agar oss strangt með sín ísköldu él, en á samt til blíðu, það meinar allt vel. Meira
14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 602 orð

NÚ er enski boltinn byrjaður að...

NÚ er enski boltinn byrjaður að rúlla til mikillar ánægju fyrir aðdáendur hans. Leikurinn um góðgerðarskjöldinn á sunnudag sýndi okkur áhugamönnum um þessa íþrótt að mikils er að vænta á komandi vetri. En Liverpool vann leikinn tvö eitt. Meira
14. ágúst 2001 | Aðsent efni | 561 orð | 1 mynd

Ósamið við sjúkraliða

Sjúkraliðar eru og verða ein af undirstöðustéttum heilbrigðisgeirans, segir Helga Dögg Sverrisdóttir, og fikra sig ávallt meira inn í félagsgeirann. Meira
14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 88 orð

Safnaðarstarf Hallgrímskirkja .

Safnaðarstarf Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja . Bæna- og kyrrðarstund kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar. Víðistaðakirkja . Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Vídalínskirkja. Meira
14. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 404 orð

Sorpflokkun er umhverfisvæn

FYRIR 3 árum eða svo stóðu bæjaryfirvöld hér í Garðabæ fyrir herferð til að fá fólk til að flokka sorp og draga úr sorpmagni eftir mætti svo hægt væri að komast af með að hirða sorpið hálfsmánaðarlega sem myndi spara bæjarfélaginu verulegar fjárhæðir. Meira
14. ágúst 2001 | Aðsent efni | 281 orð | 1 mynd

Staðlaus stafur

Ég hef aldrei haft hin minnstu afskipti eða áhrif á það, segir Ellert B. Schram, hvaða íþróttafólk er tekið í lyfjapróf. Meira
14. ágúst 2001 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Tilbúin "deila" Þjóðminjasafns

Ég undrast það að þjóðminjavörður upplýsi fjölmiðla um málefni sem hafa með hans embættisverk að gera, segir Margrét Hermanns Auðardóttir, í stað þess að halda trúnað gagnvart þeim sem hlut eiga að máli. Meira

Minningargreinar

14. ágúst 2001 | Minningargreinar | 457 orð | 1 mynd

ANÍTA ARNA AGNARSDÓTTIR

Aníta Arna Agnarsdóttir fæddist á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 4. ágúst síðastliðinn. Hún lést á Landspítalanum þriðjudaginn 7. ágúst. Foreldrar hennar eru Soffía Rut Jónsdóttir, f. 3.12. 1966, og Agnar Jónsson, f. 30.6. 1966. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1156 orð | 1 mynd

ÁRNI PÉTUR ÓLAFSSON

Árni Pétur Ólafsson fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1976. Hann fórst með Unu í Garði GK 100 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ragnheiður Ragnarsdóttir, f. 25.6. 1953, og Ólafur Árnason, f. 8.6. 1952. Þau skildu 1981. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2001 | Minningargreinar | 2168 orð | 1 mynd

ÁSA ÓLAFSDÓTTIR FINSEN

María Ása Ólafsdóttir Finsen fæddist á Akranesi 24. september 1902. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða 7. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Finsen héraðslæknir og Ingibjörg Ísleifsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1538 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG GUÐSTEINSDÓTTIR

Guðbjörg Guðsteinsdóttir, húsfreyja á Nesjavöllum í Grafningi, fæddist á Kringlu í Grímsnesi í Árnessýslu 20. maí 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Guðbjargar voru Guðrún Bjarnadóttir, f. 15. sept. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1788 orð | 1 mynd

HULDA BJÖRGVINSDÓTTIR

Hulda Björgvinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. mars 1922. Hún lést á St. Jósefsspítala 1. ágúst síðastliðinn. Hulda var dóttir hjónanna Sigurrósar Böðvarsdóttur, f. 9. desember 1889, d. 8. febrúar 1974, og Björgvins Hermannssonar, f. 10. júlí 1884, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2001 | Minningargreinar | 971 orð | 1 mynd

HÖSKULDUR EGILSSON

Höskuldur Egilsson fæddist á Vatnsleysu í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu 9. júlí 1909. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Egill Olgeirsson, bóndi á Kambsmýrum á Flateyjardal, f. 1.2. 1887, d. 14.5. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2001 | Minningargreinar | 3555 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN ARNALDS

Þorsteinn Arnalds fæddist á Blönduósi 24. desember 1915. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Matthildur Einarsdóttir Kvaran, f. 29.9. 1889, d. 1980, og Ari Arnalds sýslumaður, f. 7.6. 1872, d. 1957. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1823 orð | 1 mynd

ÞORVALDUR SKÚLI HRAFNKELSSON

Þorvaldur Skúli Hrafnkelsson fæddist í Reykjavík 6. janúar 1968. Hann lést 5. ágúst síðastliðinn þar sem hann var staddur í sumarbústað með foreldrum sínum. Foreldrar Þorvaldar Skúla eru Gréta Sigríður Haraldsdóttir, f. í Reykjavík 3. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 273 orð

555 m.kr. hagnaður af vátryggingarekstri

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hf. skilaði 316 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta þessa árs, en á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 109 milljónir króna. Eigin iðgjöld félagsins hækkuðu um 24% frá fyrra ári og voru rúmir 2,7 milljarðar nú. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 805 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Blálanga 95 95 95 28...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Blálanga 95 95 95 28 2,660 Skarkoli 195 195 195 37 7,215 Skarkoli/Þykkvalúra 170 170 170 63 10,710 Steinbítur 126 126 126 33 4,158 Samtals 154 161 24,743 FAXAMARKAÐUR Gullkarfi 10 10 10 8 80 Lúða 220 220 220 2 440 Steinbítur 125 100... Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 36 orð

Breytingar á stjórn VÞÍ

JAFET Ólafsson og Einar Sigurðsson sitja ekki stjórnarfund Verðbréfaþings Íslands í dag þar sem ákvörðunar er að vænta í máli Íslandssíma. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 231 orð | 1 mynd

British Airways íhugar flug innan Norðurlandanna

FORSVARSMENN flugfélagsins British Airways íhuga nú að veita SAS-flugfélaginu samkeppni í flugi innan Norðurlandanna. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Hagnaður Frjálsa eftir skatt 293 m.

HAGNAÐUR Frjálsa fjárfestingarbankans á fyrri helmingi ársins var 293 milljónir króna eftir skatta. Vaxtatekjur bankans námu 1.055 m.kr. og vaxtagjöld 902 m.kr., þar með talin reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga, 98 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu 153... Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 220 orð | 1 mynd

Hagnaður Marel 46 milljónir

HAGNAÐUR Marel-samstæðunnar á fyrstu sex mánuðum ársins var 46 milljónir króna. Heildarrekstrartekjur samstæðunnar jukust um 23% frá sama tímabili í fyrra og voru 3.505 milljónir króna. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 3 orð

Hæsta verð Lægsta verð Meðalverð...

Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 97 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.028,4 -1,05 FTSE 100 5.431,10 0,07 DAX í Frankfurt 5.453,77 0,37 CAC 40 í París 4. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. ágúst síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 355 orð

Sterk fjárhagsstaða og vaxandi markaðshlutdeild

REKSTRARTAP Sláturfélags Suðurlands svf. á fyrri árshelmingi 2001 var 79 m.kr., en á sama tíma árið áður var rekstrarhagnaður 18 milljónir. Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoman á fyrri hluta ársins 2001 hafi verið óviðunandi. Meira
14. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 99 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Apríl '00 3,878 196,4 239,4 191,1 Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. Meira

Daglegt líf

14. ágúst 2001 | Neytendur | 178 orð | 1 mynd

Kannanir ekki gerðar hér reglulega

Í KÖNNUN norska heilbrigðiseftirlitsins á hitastigi kæliborða í 140 matvöruverslunum í Ósló kom í ljós að í 94 tilvikum var það of hátt, segir í frétt á netútgáfu Aftenposten . Meira
14. ágúst 2001 | Neytendur | 162 orð | 1 mynd

Spurt og svarað um neytendamál

Reyktur lax og silungur Er óhætt að grafa eða reykja ferskan lax og silung eða á að frysta hann áður? Það fer eftir því hvort um er að ræða eldisfisk eða villtan fisk, að sögn Gísla Jónssonar dýralæknis hjá embætti yfirdýralæknis á Keldum. Meira
14. ágúst 2001 | Neytendur | 178 orð | 1 mynd

Um 7% hækkun á lambakjöti

VERÐHÆKKANIR á lambakjöti af nýslátruðu eru fyrirsjáanlegar í haust og er áhrifa jafnvel þegar farið að gæta, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Meira
14. ágúst 2001 | Neytendur | 100 orð | 1 mynd

Verslun í Bæjarhrauni

NÝ verslun með vörur úr Freemans-pöntunarlistanum var í vikunni opnuð í Bæjarhrauni 14 í Hafnarfirði. Freemansverslun var í mörg ár starfrækt í sama húsi en henni var lokað fyrir þremur árum, að sögn Önnu Báru Teitsdóttur markaðsstjóra. Meira
14. ágúst 2001 | Neytendur | 774 orð

Vörur með nikkeli af markaði

Nikkel er helsti ofnæmisvaldurinn í mörgum Evrópulöndum, segir Haukur Rúnar Magnússon, en málmurinn getur valdið næmi sem varir ævilangt. Meira

Fastir þættir

14. ágúst 2001 | Fastir þættir | 867 orð | 3 myndir

Arnar Gunnarsson náði AM-áfanga á Norðurlandamótinu

4.-12.8. 2001 SKÁK Meira
14. ágúst 2001 | Fastir þættir | 52 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridssambandið kaupir nýtt húsnæði Bridssamband Íslands hefur fest kaup á nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Þriðja hæð Síðumúla 37 verður nýtt aðsetur BSÍ, en húsnæðið verður ekki afhent fyrr en um næstu áramót. Meira
14. ágúst 2001 | Fastir þættir | 275 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SUM spil hafa á sér yfirbragð einfaldleikans, en eru þó glettilega flókin þegar dýpra er kafað. Meira
14. ágúst 2001 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

Glíman við Gordon

"HANN lá en ég er þó ekki alveg sáttur við hann ennþá," sagði Sigurbjörn Bárðarson að lokinni æfingu með Gordon frá Stóru-Ásgeirsá í Stad Paura í gær. Meira
14. ágúst 2001 | Fastir þættir | 253 orð | 1 mynd

Heimsmethafinn teymdur á reiðhjóli

HÚN var býsna brött aðkoma Reynis Aðalsteinssonar að heimsmetinu í 250 metra skeiði sem hann og Sprengi-Hvellur frá Efstadal settu fyrr í sumar. Meira
14. ágúst 2001 | Fastir þættir | 101 orð

Pétur Guðjónsson með flest bronsstig Hvert...

Pétur Guðjónsson með flest bronsstig Hvert þriðjudagskvöld er spilað sumarbrids hjá Bridsfélagi Akureyrar í Hamri. 31. júli unnu Pétur Guðjónsson og Una Sveinsdóttir sannfærandi sigur. % Pétur Guðjónss. - Una Sveinsd. 62,5 Hjalti Bergmann - Arnar... Meira
14. ágúst 2001 | Fastir þættir | 190 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Sigurður Daði Sigfússon tók þátt í sumar í þrem lokuðum alþjóðlegum mótum í Ungverjalandi. Hann stóð sig með mikilli prýði og var í öllum þrem mótunum hársbreidd frá því að ná alþjóðlegum áfanga. Meira
14. ágúst 2001 | Fastir þættir | 1072 orð

Vonir glæðast í töltinu og sigurvissa í fimmgangi

ALLIR hestar íslenska landsliðsins voru í góðu formi á æfingu í gær sem er sú þriðja síðan hrossin komu á mótsstað í Stad Paura í Austurríki. Mótið hefst í dag og ríkir hér talsverð spenna og eftirvænting og ljóst að margir ætla sér stóra hluti. Meira

Íþróttir

14. ágúst 2001 | Íþróttir | 257 orð

Ásdís með yfirburði

MEISTARAMÓT Íslands í frjálsum íþróttum lauk um helgina. Keppt var í tveimur aldursflokkunum 12-14 ára og 15-22 ára. Þátttakendur, sem voru á fjórða hundrað, öttu kappi í greinum frjálsíþróttanna á Laugardalsvelli og Kópavogsvelli. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 95 orð

* EGILL Atlason lék sinn fyrsta...

* EGILL Atlason lék sinn fyrsta deildarleik í byrjunarliði KR gegn Eyjamönnum . * LEIKUR KR og ÍBV var 62. deildarleikur félaganna. Árangurinn er 30 sigrar KR , 14 jafntefli og 18 sigrar Eyjamanna. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 214 orð

Ég er engan veginn sáttur við...

BJÖRGVIN Sigurbergssyni GK og Kristínu Elsu Erlendsdóttur GK, tókst ekki að verja Íslandsmeistaratitla sína í karla- og kvennaflokki, en þau enduðu bæði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 89 orð

* FH-ingar hafa ekki náð að...

* FH-ingar hafa ekki náð að sigra í síðustu þremur heimaleikjum sínum. Í leikjunum á undan þessum töpuðu þeir fyrir ÍA og ÍBV , báðum 1:0. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 149 orð

Framkvæmd mótsins kærð

NOKKRIR kylfingar, sem tóku þátt á Íslandsmótinu í höggleik, hafa ákveðið að kæra framkvæmd mótsins með formlegum hætti. Að þeirra mati var reglugerð um framkvæmd Íslandsmótsins brotin í þremur atriðum. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 483 orð | 1 mynd

Fram skaut sér loksins úr fallsætinu

FRAM kom sér úr fallsætinu í fyrsta skiptið í allt sumar í gærkvöldi með 3:1 sigri á Grindavík á útivelli. Fram vann þar með Grindavík í fyrsta skiptið á Suðurnesjum en liðið hefur löngum átt í mestu vandræðum með þá gulklæddu og aðeins unnið þá einu sinni á heimavelli. Leikurinn í gær, sem byrjaði afar rólega, breyttist skyndilega í mikla skemmtun þar sem fjögur mörk litu dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 531 orð | 1 mynd

Frábært hjá Bandaríkjunum

BANDARÍSKA kvennasveitin í 4x100 m boðhlaupi sýndi það og sannaði í úrslitahlaupinu á HM í Edmonton að þegar hún nær saman og er einbeitt þá stenst enginn henni snúning. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 545 orð

Gott að fá enga athygli

HERBORG Arnarsdóttir var sannarlega á réttum stað á réttum tíma þegar hún fagnaði fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum á sunnudag á heimavelli í Grafarholti. Völlurinn er ekki aðeins afdrep Herborgar þegar hún mundar kylfurnar, heldur er Grafarholtið einnig vinnustaður hennar og það var ekki óeðlilegt að hinn nýkrýndi meistari vildi fyrst setjast niður við 1. teig til að ná áttum þegar Morgunblaðið spjallaði við hana rétt eftir að umspili hennar við Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili var lokið. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 384 orð

Góðgerðarskjöldurinn Liverpool - Man.

Góðgerðarskjöldurinn Liverpool - Man.Utd 2:1 Gary McAllister 2. víti, Michael Owen 16. - Ruud van Nistelrooy 51. - 70.227. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Herborg fagnaði eftir umspil

NÝ nöfn voru grafin á verðlaunagripina á Íslandsmeistaramótinu í höggleik í golfi 2001, sem lauk í Grafarholti á sunnudag - bæði í kvenna og karlaflokki. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 488 orð

Herborg og Örn Ævar meistarar í fyrsta sinn

ÍSLANDSMÓTINU í höggleik árið 2001 lauk í Grafarholti á sunnudag og verða ný nöfn grafin á verðlaunagripina í karla- og kvennaflokki. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 424 orð | 1 mynd

HM í Edmonton Konur 4x100 m...

HM í Edmonton Konur 4x100 m boðhlaup Bandaríkin 41,71 (Kelli White, Chryste Gaine, Inger Miller, Marion Jones) Þýskaland 42,32 (Melaine Paschke, Gaby Rockmier, Birgit Rockmier, Marin Wagner) Frakkland 42,39 (Sylviane Felix, Frederique Bangue, Muriel... Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

Íslandsmótið í höggleik Grafarholt par 71,...

Íslandsmótið í höggleik Grafarholt par 71, lokastaða: Karlar Örn Ævar Hjartarson, GS 288 (71-72-73-72) Haraldur Hilmar Heimisson, GR 291 (75-75-69-72) Björgvin Sigurbergsson, GK 292 (74-77-70-71) Tryggvi Pétursson, GR 293 (76-73-75-69) Ólafur Már... Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 799 orð | 3 myndir

Kaflaskipt viðureign í Kaplakrika

FH-ingar og Keflvíkingar deildu með sér stigunum í fjörugum og kaflaskiptum leik í Kaplakrika. Gestirnir komust í 2:0 í fyrri hálfleik, en heimamenn tóku völdin í seinni hálfleik og náðu að jafna metin. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 36 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: Grindavík:Grindavík...

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: Grindavík:Grindavík - ÍBV 19 1. deild kvenna A: Valbjarnarv.:Þróttur R. - Haukar 19 Sandgerði:RKV - HK/Víkingur 19 3. deild karla: Kópavogur:HK - HSH 19 Tungubakkav.:Barðaströnd - Úlfarnir 19 Fjölnisv. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 80 orð

Kristinn dæmir á Englandi

KRISTINN Jakobsson, milliríkjadómari í knattspyrnu, mun dæma vináttulandsleik u-21 liða Englands og Hollands sem fram fer í Reading á Englandi í dag. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 433 orð

Kærkominn sigur

"ÞETTA var kærkominn sigur. Við þurftum á honum að halda til að elta þessi lið sem eru fyrir ofan okkur," sagði Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV, eftir að liðið sigraði KR 2:0 í Frostaskjóli á sunnudag. "KR-ingar voru náttúrulega að berjast fyrir lífi sínu, voru á heimavelli og eru með gott lið. Við lögðum upp með að þeir myndu örugglega stjórna leiknum en við vildum halda hreinu og freista þess að ná í þessi stig sem í boði voru." Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 137 orð

Litháinn Egidijus Petkevicius mun að öllum...

Litháinn Egidijus Petkevicius mun að öllum líkindum verja mark KA-manna á komandi leiktíð og fylla þar með skarð Harðar Flóka Ólafssonar sem ákveðið hefur að leika með danska úrvalsdeildarliðinu Virum. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 586 orð

Liverpool byrjar því leiktíðina með svipuðum...

LIVERPOOL hampaði góðgerðarskildinum í níunda sinn þegar liðið bar sigurorð af Manchester United, 2:1, í árlegum opnunarleik ensku knattspyrnunnar þar sem leiða saman hesta sína deildarmeistarar síðasta árs og bikarmeistarar. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 509 orð | 1 mynd

* MARION Jones vann sín fyrstu...

* MARION Jones vann sín fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramótinu þegar hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi á 22,39 sekúndum. Debbie Ferguson frá Bahamaeyjum varð önnur á 22,52. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

* MIKILL fjöldi áhorfenda fylgdist með...

* MIKILL fjöldi áhorfenda fylgdist með lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á sunnudag. Þó er talið að bein sjónvarpsútsending hafi dregið úr þeim fjölda, enda var yfirsýn áhorfenda mun betri í sjónvarpinu. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 394 orð

Nýju framlínumennirnir í liði Dortmund, Tékkinn...

BORUSSIA Dortmund og Kaiserslautern héldu sigurgöngu sinni áfram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Liðin hafa unnið alla þrjá leiki sína og sparkspekingar í Þýskalandi eru margir hverjir farnir að spá því að titillinn endi hjá Dortmund enda hefur liðið virkað mjög sannfærandi. Meistarar Bayern München hafa tapað fimm stigum í fyrstu þremur umferðunum og sömu sögu er að segja af Herthu Berlin, sem tókst að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 596 orð | 2 myndir

Sanngjarn sigur Blika í Árbæ

FLESTIR hafa sjálfsagt búist við að leikur Fylkis og Breiðabliks í gærkvöldi yrði leikur kattarins að músinni. Efsta lið deildarinnar tók þá á móti neðsta liðinu og því eðlilegt að álykta sem svo að sigur Fylkismanna yrði tiltölulega auðveldur. En annað kom á daginn, Kjartan Brooks gerði eina mark leiksins eftir aðeins eina mínútu og það dugði neðsta liðinu til að leggja það efsta. Þetta er í fyrsta sinn sem Breiðablik vinnur Fylki og því merkum áfanga náð. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Símadeild, efsta deild karla FH -...

Símadeild, efsta deild karla FH - Keflavík 2:2 KR - ÍBV 0:2 ÍA - Valur 2:0 Grindavík - Fram 1:3 Fylkir - Breiðablik 0:1 Staðan: ÍA 1382320:926 Fylkir 1374223:925 ÍBV 1372411:1123 FH 1364315:1222 Grindavík 1260619:2018 Valur 1352615:1917 Keflavík... Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 512 orð | 2 myndir

Skothríð KR-inga dugði ekki gegn ÍBV

KR tapaði sínum sjöunda leik í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar er liðið mætti ÍBV á heimavelli á sunnudag, 2:0. Þrátt fyrir að skjóta 27 sinnum að marki í leiknum hafnaði enginn bolti í neti andstæðinganna. KR-ingar eru því komnir í botnbaráttu deildarinnar af mikilli alvöru. ÍBV unir sér hins vegar vel í hinum hluta deildarinnar. Liðið situr þægilega í þriðja sætinu og er í góðri aðstöðu til að veita Fylki, ÍA og FH góða baráttu um bikarinn er á lokasprettinn sækir. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 127 orð

Tryggvi til æfinga hjá Lilleström

KR-ingurinn Tryggvi Bjarnason hélt í morgun til Noregs þar sem hann mun æfa með norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 642 orð

Valdi öruggu leiðina

NÝKRÝNDUR Íslandsmeistari karla í golfi, Örn Ævar Hjartarson frá Golfklúbbi Suðurnesja hefur verið þekktari fyrir það á undanförnum árum að slá hvíta golfboltann gríðarlega langt og fara frekar erfiðu leiðina að holunni. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 636 orð | 1 mynd

Valsmenn hafa verið iðnir við að...

AKURNESINGAR tylltu sér í gærkvöld í efsta sæti Símadeildar karla í knattspyrnu eftir að hafa lagt Valsmenn á heimavelli, með tveimur mörkum gegn engu. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 296 orð

Valsstúlkur á skrið

VALSSTÚLKUR eru komnar á skrið eftir slaka byrjun á Íslandsmótinu og í gærkvöldi unnu þær Stjörnuna 1:0 í Garðabænum. Engu að síður hafa Stjörnustúlkur einu stigi meira en vonir um toppbaráttu dvínuðu til muna. KR vann FH 5:0 í Vesturbænum. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 387 orð

Vandamálið hjá okkur liggur í fyrstu...

Vandamálið hjá okkur liggur í fyrstu mínútunum og það er ekki nógu gott af okkar hálfu að þurfa að fá svona skell til þess að byrja leikinn. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 1275 orð | 1 mynd

Var í hlutverki ljóta andarungans

Olga Jegerova vann uppgjörið við Gabrielu Szabó á hlaupabrautinni á HM í Edmonton á laugardaginn, uppgjöri sem margir höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu. Ólíkt því sem margir héldu þá var það Jegerova sem stóðst álagið, en hin reynda Szabó ekki. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

Viljum halda Atla

TEITUR Þórðarson, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Brann, vill gera nýjan samning við félagið til ársins 2004 en núgildandi samningur hans við Brann rennur út á næsta ári. Norskir fjölmiðar skýra frá þessu um helgina og segja einnig að Teitur sé efstur á óskalista Knattspyrnusambands Íslands um að taka við þjálfun landsliðsins þegar samningur Atla Eðvaldssonar rennur út í október næstkomandi. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 487 orð | 1 mynd

* WATFORD byrjaði ekki vel í...

* WATFORD byrjaði ekki vel í ensku 1. deildinni í knattspyrnu undir stjórn Gianluca Vialli en liðið tapaði fyrir Kevin Keegan og lærisveinum hans í Manchester City , 3:0, þar sem öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 181 orð

Þórey Edda flytur heim

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, ætlar að æfa hér á landi á næsta vetri eftir að hafa dvalið við nám og æfingar við háskólann í Athens í Georgíuríki í Bandaríkjunum sl. vetur. Jafnhliða ætlar hún að stund nám við Háskóla Íslands. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 322 orð

Þróttur R. á enn von

Þór tapaði á laugardag sínum þriðja leik í sumar á Stór-Reykjavíkursvæðinu, nú gegn Þrótti, 2:1. Þórsarar hafa því enn ekki náð að vinna leik á Stór-Reykjavíkursvæðinu í sumar, en Þróttarar sem voru afar sprækir í leiknum voru vel að sigrinum komnir. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 697 orð

Þýskaland Borussia Dortmund - Wolfsburg 4:0...

Þýskaland Borussia Dortmund - Wolfsburg 4:0 Energie Cottbus - Nürnberg 1:0 Kaiserslautern - FC Köln 2:1 Leverkusen - Bayern München 1:1 Freiburg - Hertha Berlín 1:3 1860 München - Hamburger 1:1 Stuttgart - Werder Bremen 0:0 Gladbach - Schalke 04 0:0 St. Meira
14. ágúst 2001 | Íþróttir | 193 orð

ÖFLUGUR hópur vallarstarfsmanna Golfklúbbs Reykjavíkur í...

ÖFLUGUR hópur vallarstarfsmanna Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti hafði í nógu að snúast við að undirbúa keppnisvöllinn fyrir Íslandsmótið í höggleik, og voru þeir byrjaðir að vinna á meðan flestir aðrir sváfu. Meira

Fasteignablað

14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 620 orð | 6 myndir

Atorka arkitektsins Zaha Hadid

Íranski arkitektinn Zaha Hadid býr í Englandi en hefur mikil samskipti erlendis. Andrúmsloftið í London gefur henni þó frelsi til þess að vinna úr hugmyndum sínum um húsagerð sem gerjast í kröftugum teikningum hennar. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Blómaskreyting

Blóm - alls staðar eru þau til ánægju. Hér fljóta gular rósir í gegnsærri... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 144 orð | 1 mynd

Digranesvegur 71

Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Lundur er nú í sölu einbýlishús á tveimur hæðum, 164 ferm. að stærð auk 49,3 ferm. vinnustofu - eða samtals 213,3 ferm. Byggingarefni er holsteinn og húsið var byggt 1963 en bílskúr 1977. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 262 orð

Efnisyfirlit Ás 34-35 Ásbyrgi 14 Berg...

Efnisyfirlit Ás 34-35 Ásbyrgi 14 Berg 7 Bifröst 39 Borgir 29 Brynjólfur Jónsson 20 Eign.is 17 Eignaborg 11 Eignamiðlun 30-31 Eignaval 40 Fasteign. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Flísar á ská

Það getur farið vel á svona flísalögn þótt hún sé fremur óvenjuleg. Takið eftir hinu grófa tréverki undir vaski og í kringum... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 998 orð | 10 myndir

Frá Húsfógetatorgi til Berlínarmúrs

Yfirleitt er ekki unnt að fjalla um skipulag í Berlín án þess að múrinn komi öðru hvoru við sögu, segir Einar Þorsteinn hönnuður. Múrinn er þó að mestu horfinn. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Frumlegar gardínur

Hér eru nokkuð frumlegar gardínur hengdar upp á trjágrein og allt saman bundið í króka í loftinu. Það má bjarga sér á ýmsan... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 364 orð | 1 mynd

Fullgerðar íbúðir nokkru færri í fyrra en 1999

FULLGERÐAR íbúðir hér á landi voru 1.258 á síðasta ári eða 123 færri en árið þar áður, en þá voru þær 1.381, eins og fram kemur á súluritinu hér til hliðar, sem byggt er á upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 1177 orð | 4 myndir

Gott útsýni einkennir nýjar íbúðir Járnbendingar við Kristnibraut

Byggðin í Grafarholti er sem óðast að mótast og taka á sig skarpari mynd. Magnús Sigurðsson kynnti sér fjölbýlishús, sem byggingafyrirtækið Járnbending ehf. er með í smíðum við Kristnibraut. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Góð nýting

Þegar plássið er af skornum skammti er mikilvægt að nýta plássið vel. Hér er eldhús í minni kantinum innréttað með þetta sjónarmið í... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 213 orð | 1 mynd

Grasarimi 1

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Gimli er nú í sölu parhúsið Grasarimi 1. Þetta er steinhús, byggt 1991 með innbyggðum 23 fermetra fullbúnum bílskúr, en alls er húsið 177 fermetrar að stærð. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Grátt og brúnt

Þessi gangur er í hófstilltum litum, grátt og brúnt setur meginsvipinn, takið eftir gólfinu, hve fallegar flísarnar eru og skemmtilega raðað saman litunum. Gólfkerin setja líka svip á ganginn - svo og... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Gróður í körfu

Körfur eru einstaklega fallegar undir alls konar gróður í görðum og við... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Handmálaður stóll

Þetta er handmálaður franskur "medaillion"-stóll. Afar fínlegur og léttur að... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 289 orð | 1 mynd

Hnotuberg 5

Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Ás er nú í sölu stórt íbúðarhús að Hnotubergi 5 í Hafnarfirði. Um er að ræða steinhús, byggt 1987, sem er alls 333,1 ferm., þar af er bílskúr sem er 63 ferm. að stærð. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 1506 orð | 3 myndir

Hverfisgata 18

Saga þessa reisulega húss er mjög samofin sögu Reykjavíkur á síðustu öld. Freyja Jónsdóttir rifjar hér upp sögu hússins. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Í barnaherbergið

Hér má sjá dótakassa sem er óvenjulegur fyrir það að hann er mjög veglega skreyttur blómum. Skemmtileg... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 760 orð | 1 mynd

Kæling nauðsyn eins og hitun

FYRR á tímum var kuldaboli í hvers manns gætt vetrarlangt, marga lagði sá boli að velli, einkum þá sem ekki voru heilir heilsu eða aldnir að árum. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 25 orð | 1 mynd

Kælir á hjólum

Nú þarf fólk ekki lengur að hlaupa fram til að sækja sér kalda drykki, hér má sjá nýjan kæli frá Bosch sem kallaður er "Cool... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Laufstóllinn

Þetta er sannkallaður laufstóll eða jafnvel laufbolli. Það er hægt að koma sér svona löguðu upp með því að láta hentuga plöntu gróa vel yfir vel hannað og hæfilega stórt... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 1545 orð | 3 myndir

Laugavegurinn stendur fyrir sínu

Við Laugaveg standa fjölmörg falleg hús og algengt er að verslanir og veitingastaðir noti sjarma gömlu húsanna til að skapa sér ímynd. Sjarminn varir þó ekki að eilífu og endurbóta er þörf, ekki síst í ljósi stóraukins framboðs verslunarhúsnæðis. Þeir aðilar sem Eyrún Magnúsdóttir ræddi málið við eru sammála um að Laugavegurinn haldi velli hvað sem á dynji nái hann að nýta sérstöðu sína. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 121 orð | 2 myndir

Leiguíbúðir Skorradalshrepps afhentar

Í LOK síðasta mánaðar fjölgaði íbúum Skorradalshrepps um tæp 20% þegar tvær fjölskyldur fluttu inn í leiguíbúðarhús, sem hreppurinn byggði og afhenti leigjendum með formlegum hætti, að viðstaddri allri hreppsnefndinni. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Leikfang með myndum

Hér má sjá litla barnatrélest sem skreytt er með myndum af... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Málað á mottu

Hægt er að kaupa strámottur sem síðan má skreyta að vild og samkvæmt... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Mislitar fúgur

Það þarf ekki endilega að velja einn lit í fúgurnar á milli flísanna í baðinu eða... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 197 orð | 1 mynd

Nýbýlavegur 36

Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Fjárfesting er í sölu eða leigu atvinnuhúsnæði á Nýbýlavegi 36. "Þetta húsnæði hentar vel undir verslun, þjónustu eða skrifstofur," sagði Rúnar Einarsson hjá Fjárfestingu. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 1945 orð

Seljendur * Sölusamningur - Áður en...

Seljendur * Sölusamningur - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölusamningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 43 orð | 1 mynd

Skemmtileg uppröðun

Það er eitthvað við þessa uppröðun sem minnir á ferðalög, sumarhús, gamla tíma, rómantík. Ef fólk á gamlar ferðatöskur, stráhatt, gamla klukku - þá ætti að vera hægt að koma sér upp svona sætum t.d. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 25 orð | 1 mynd

Steinhleðsla

Það er enn ekki of seint að huga að steinhleðslum áður en haustið gengur í garð. Steinhleðslur af ýmsu tagi verða æ vinsælli í íslenskum... Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

GREIÐSLUMATIÐ sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 212 orð | 1 mynd

Vesturás 44

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Holt er nú í sölu einbýlishús að Vesturási 44. Um er að ræða timburhús, byggt 1984 og er það 199,3 fermetrar að stærð. "Þetta er glæsilegt hús, frábærlega vel staðsett," sagði Einar Guðmundsson hjá Holti. Meira
14. ágúst 2001 | Fasteignablað | 335 orð

Viðbótarlán Íbúðalánasjóðs

VIÐBÓTARLÁN Íbúðalánasjóðs eru ætluð þeim sem búa við erfiðar aðstæður og þurfa sérstaka aðstoð við íbúðarkaup. Lánin koma til viðbótar húsbréfalánum og geta numið allt að 25% af markaðsverði íbúðar. Meira

Úr verinu

14. ágúst 2001 | Úr verinu | 131 orð

Banna aðild að umhverfissamtökum

DANSKA sjómannasambandið hefur meinað félagsmönnum sínum að skrá sig í umhverfissamtök. Vilji danskir sjómenn leggja umhverfisbaráttu lið eru þeir sjálfkrafa brottrækir úr samtökum sjómanna. Meira
14. ágúst 2001 | Úr verinu | 508 orð | 1 mynd

Halda á síldveiðar vestur af Bjarnarey

NOKKUR íslenzk skip eru nú á leið til veiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum á ný en þær veiðar hafa engar verið í nokkrar vikur. Fréttir hafa borizt af síldveiðum rússnesks skips vestur af Bjarnarey og eru skipin á leið þangað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.