Greinar föstudaginn 17. ágúst 2001

Forsíða

17. ágúst 2001 | Forsíða | 148 orð | 1 mynd

Bryti Díönu ákærður fyrir þjófnað

PAUL Burrell, fyrrverandi bryti Díönu prinsessu, var í gær ákærður fyrir þjófnað á 342 hlutum úr dánarbúi prinsessunnar og úr eigu Karls prins og Vilhjálms sonar þeirra. Meira
17. ágúst 2001 | Forsíða | 72 orð | 1 mynd

Kappreiðar í Siena

SÍÐARI hluti hinna árlegu Palio-kappreiða fór fram í ítölsku borginni Siena í gær. Keppendurnir þeysa berbakt þrjá hringi í kringum aðaltorg borgarinnar en þúsundir manna fylgjast jafnan með hlaupinu. Meira
17. ágúst 2001 | Forsíða | 124 orð

Nýta fullorðnar frumur

ÁSTRALSKIR vísindamenn greindu frá því í gær að þeir hefðu uppgötvað aðferð til að meðhöndla heila-, tauga- og mænuskaða með því að nýta fullorðnar taugastofnfrumur. Meira
17. ágúst 2001 | Forsíða | 348 orð

Seðlabankinn segir bjartara fram undan

ÞÝZKI seðlabankinn, Bundesbank, tilkynnti í gær að hagvöxtur hefði enginn orðið á öðrum ársfjórðungi í Þýzkalandi en stóð þó fast á því að landið - stærsta hagkerfi Evrópu - væri ekki að steypast inn í efnahagskreppu. Meira
17. ágúst 2001 | Forsíða | 206 orð

Sjúkratryggir sveitarfélagið

EINN umdeildasti bæjarstjóri Danmerkur, Peter Brixtofte, hyggst sjúkratryggja alla íbúa sveitarfélags síns, Farum, og gera þeim á þann hátt kleift að sleppa við biðlista í opinbera kerfinu. Meira

Fréttir

17. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Aðalsteinn Svanur opnar sýningu

LAUGARDAGINN 18. ágúst kl. 14 verður opnuð á Café Karólínu á Akureyri myndlistarsýning Aðalsteins Svans Sigfússonar. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina -16ºC, verða bleksprautuprentaðar ljósmyndir frá Mývatnsöræfum, teknar 24. mars sl. Meira
17. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 204 orð

Aftur til kaþólsku kirkjunnar

ZAMBÍSKUR erkibiskup sem olli hneyksli í Vatíkaninu með því að ganga í hjónaband ætlar að skilja við konu sína og snúa aftur til kaþólsku kirkjunnar, að því er Vatíkanið hefur greint frá. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Áfram unnið að undirbúningi kæru

FUNDUR var haldinn í stjórn Landsvirkjunar í gær. Að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var á fundinum farið yfir stöðu mála í framhaldi af úrskurði Skipulagsstofnunar en ákvörðun ekki tekin um að kæra úrskurðinn. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á að koma fólki skipulega úr miðborginni

MENNINGARNÓTT Reykjavíkur og Reykjavíkurmaraþonið fara fram næstkomandi laugardag og mun Lögreglan í Reykjavík hafa mikinn viðbúnað í tengslum við þessa atburði, ekki síst í ljósi þess sem gerðist fyrir ári síðan þegar talið er að um hundrað þúsund manns... Meira
17. ágúst 2001 | Miðopna | 141 orð | 1 mynd

Beiðnir til þóknananefndar koma frá ráðuneytum

BEIÐNIR til þóknananefndar vegna greiðslu fyrir nefndarstörf á vegum ríkisins koma tilnefndarinnar frá viðkomandi ráðuneytum sem skipað hafa nefndina. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Bílvelta í Ísafjarðardjúpi

BÍLVELTA var tilkynnt til lögreglunnar á Ísafirði stundarfjórðung fyrir þrjú í gær. Bílaleigubíll, jeppi af gerðinni Suzuki Vitara, sem í voru tvenn ísraelsk hjón, valt tvær veltur í Mjóafirði á móts við Hrútey, rétt innan við bæinn Látur. Meira
17. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 353 orð | 1 mynd

Blómlegt sönglíf í Borgarfirði

VEL heppnað söngnámskeið sem endaði á uppskerutónleikum var nýlega haldið í Borgarnesi Námskeiðshaldari var Dagrún Hjartardóttir, söngkennari við tónlistarskóla Borgarfjarðar, og fékk hún óperusöngkonuna Mariu Teresu Uribe til þess að kenna og Clive... Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Blæs gömlu heyi í rofabörð til uppgræðslu

LANDGRÆÐSLUFÉLAG Biskupstungna festi nýverið kaup á rúllutætara en hann mun vera sá eini sinnar tegundar hér á landi. Rúllutætarinn er notaður til að rífa niður gamlar heyrúllur sem hafa farið forgörðum og blása þeim í rofabörð. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Blönduósbær mun ekki áfrýja dómi héraðsdóms

BLÖNDUÓSBÆR mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra um að ráðning aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Blönduósi hafi verið ólögmæt. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 2454 orð | 1 mynd

Bréfaskipti vegna byggingarnefndar Þjóðleikhússins

Morgunblaðinu hefur borist afrit af bréfum sem fóru á milli menntamálaráðherra og Framkvæmdasýslu ríkisins um starfsemi byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Einnig hefur ráðherra sent Ríkisendurskoðun bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við skýrslu stofnunarinnar um opinberar fjárreiður Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns. Meira
17. ágúst 2001 | Miðopna | 798 orð | 3 myndir

Brothætt samkomulag sem gæti brostið fljótt

Langþráð friðarsamkomulag var undirritað í Makedóníu á mánudag. Auðunn Arnórsson lítur hér á hvaða vonir eru bundnar við það og líkurnar á að það haldi. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Býður sig fram til formennsku í SUS

INGVI Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), hefur ákveðið að bjóða sig fram í formannskjöri sem fer fram á þingi SUS 14.-16. september á Seltjarnarnesi. Meira
17. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 162 orð

Club Clinton enn um sinn án áfengisveitingaleyfis

ÚRSKURÐARNEFND um áfengismál hefur hafnað kröfu Keikó ehf. um að synjun borgarráðs á leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Club Clinton, Aðalstræti 4b, taki ekki gildi fyrr en úrskurðarnefndin hefur fjallað um synjunina. Meira
17. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 185 orð | 1 mynd

Dýraspítalinn í nýtt húsnæði

STEFNT er að því að Dýraspítalinn Víðidal ehf. muni flytja í nýtt 500 fermetra húsnæði í næsta mánuði sem verður við gatnamót Breiðholtsbrautar og Vatnsveituvegar. Kostnaður við nýja húsið er áætlaður um 70 milljónir króna. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

Elliðaárnar eru enn á niðurleið

AFTUR hefur syrt í álinn í Elliðaánum. Eftir að veiðin síðasta sumar hafði verið örlítið skárri heldur en 1999, stefnir nú í sama óefni og fyrr. Meira
17. ágúst 2001 | Miðopna | 129 orð | 1 mynd

Engin ástæða til að véfengja heimildir verkkaupa

PÁLL Sigurjónsson, forstjóri Ístaks, segir að ef verkkaupi biðji fyrirtækið um að gera ákveðna hluti hafi það enga ástæðu til að véfengja að viðkomandi hafi heimild til þess. Meira
17. ágúst 2001 | Suðurnes | 150 orð

Engin hjólabretti við Holtaskóla

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur fallið frá áformum um að setja hjólabrettapall við Holtaskóla vegna mótmæla skólastjórans. Pallinum verður fundinn annar staður, líklega í nágrenninu að sögn Ellert Eiríkssonar bæjarstjóra. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 176 orð

Ferð á slóðum virkjana

FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir ferð á virkjanasvæðin á Suðurlandi nk. laugardag, 18. ágúst. "Fyrsti viðkomustaður er á Hrauneyum, en þar er gert smástans til að fólk geti rétt aðeins úr sér. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð

Flugleiðir reknar með 1.593 milljóna tapi

TAP Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins nam 1.593 milljónum króna samanborið við 1.196 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. Er um 397 milljóna króna verri afkomu nú að ræða. Meira
17. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Fossett kominn til Suður-Ameríku

ÆVINTÝRAMAÐURINN og auðkýfingurinn Steve Fosset komst yfir Andes-fjöll í gærmorgun og hefur þar með lagt að baki hæsta tind sem hann þarf að fara yfir í leiðangri sínum. Meira
17. ágúst 2001 | Miðopna | 323 orð

FSR fellst ekki á niðurstöður Ríkisendurskoðunar

FRAMKVÆMDASÝSLA ríkisins sendi í gær frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna greinargerðar Ríkisendurskoðunar um fjárreiður byggingarnefndar Þjóðleikhússins: "Í framhaldi af útgáfu Ríkisendurskoðunar á ofangreindri skýrslu vill Framkvæmdasýsla... Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 162 orð

Fær ekki að afplána dóminn hérlendis

YFIRVÖLD fangelsismála í Virginíuríki í Bandaríkjunum hafa hafnað framsalsbeiðni dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd íslensks karlmanns sem situr í fangelsi í Virginíu og bað um að fá að afplána 20 ára fangelsisdóm sinn hérlendis. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 724 orð | 1 mynd

Garnapokar og nýblöðrur

Sigurður Jón Ólafsson fæddist 12. febrúar 1947 í Reykjavík. Hann lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands 1995 í bókasafnsfræði og hefur starfað hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur frá 1981 við bókavörslu og upplýsingaþjónustu. Hann hefur verið formaður Stómasamtaka Íslands frá 1997 og jafnframt formaður Norrænu stómasamtakanna. Sigurður er kvæntur Ástu Lilju Kristjánsdóttur, bréfbera, og eiga þau eitt barn, Sigurður á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Meira
17. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 201 orð

Gjöld Tónlistarskólans hækka

BÆJARRÁÐ Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að heimila sjö prósenta hækkun á skólagjöldum Tónlistarskóla Garðabæjar. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 225 orð

Grunnskólabörn frumsýna nýja kvikmynd

UNGLINGAR í 9. og 10. bekk Laugarlækjarskóla hafa undir stjórn Guðmundar Haraldssonar, leikara og leikstjóra, lokið gerð kvikmyndarinnar "Ef við deyjum í kvöld. Meira
17. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Gönguferðir Ferðafélagsins

LAUGARDAGINN 18. ágúst verða tvær gönguferðir í boði hjá Ferðafélagi Akureyrar. Annars vegar er fjölskylduferð þar sem gengið verður úr Víkurskarði norður á Kræðufjall. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Gönguferð um Viðey

FARIÐ verður í göngu um Viðey á morgun, laugardag. Ferðin hefst á siglingu frá Klettsvör í Sundahöfn kl. Meira
17. ágúst 2001 | Suðurnes | 504 orð | 3 myndir

Hugmynd um safnhús milli vitanna

HUGMYNDIR eru uppi um að byggja safnhús fyrir sérhæft sjóminjasafn í fjörunni á milli vitanna á Garðskagatá. Í húsinu myndi jafnframt vera aðstaða til að þjóna ferðafólki. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hyggjast reisa hjúkrunarheimili við Nesstofu

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur samþykkt að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða á lóð sem ætluð var undir læknaminjasafn norðan Nesstofu en byggingarnefnd Nesstofusafns hefur afsalað sér lóðinni. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Hyundai Terracan frumsýndur

B&L frumsýnir næstu helgi Terracan, nýjan jeppa frá Hyundai MC. Við hönnun þessa fyrsta stóra jeppa sem Hyundai MC setur á markað, voru ófærur íslenska hálendisins m.a. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Íslensku stóðhestarnir efstir í fáliðuðum hópi

Það var fátt en gott sem boðið var upp á í dómum stóðhesta á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem stendur nú sem hæst í Austurríki, segir Valdimar Kristinsson sem þar er staddur. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Kátt í keilu

UNGA fólkið sem unnið hefur á heimili aldraðra á Hrafnistu í sumar var kvatt með virktum í gærkvöld og því þökkuð góð störf. Brugðið var á leik í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð áður en alvara námsins tekur við með... Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Keikó fær lengri frest til aðlögunar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja til næstu mánaðamóta, eða meðan háhyrningar eru við Vestmannaeyjar, þann frest sem háhyrningurinn Keikó fær til að laga sig að lífinu í villtri náttúru. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Landnámsmenn á ferðalagi

FYRSTI landnámsmaður Íslands, Ingólfur Arnarson, hefur endurtekið ferðalag sitt frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur og í för með honum að þessu sinni var Hrollaugur Rögnvaldsson, sá er fyrstur nam land í Austur-Skaftafellssýslu. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Leiðrétt

Röng tilboð Á neytendasíðu í gær áttu sér stað þau leiðinlegu mistök að helgartilboð Nóatúnsverslana frá síðustu viku voru endurbirt. Tekið skal fram að þau gilda ekki þessa viku. Nú stendur þar yfir útsala á lambakjöti, eins og kom fram í blaðinu í gær. Meira
17. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 270 orð

Leyniskytta fellir lögreglumann í Makedóníu

LEYNISKYTTA felldi í gær makedónískan lögreglumann í bænum Tetovo í Makedóníu og varpaði það skugga á áætlanir Atlantshafsbandalagsins (NATO) um að senda framvarðasveit undir forystu Breta til að safna vopnum frá albönskum uppreisnarmönnum í landinu. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Ljósmyndir í Víkurskála

ANDLIT manns og lands, sýning með ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins, hefur verið sett upp í Víkurskála í Vík í Mýrdal. Sýningin verður þar fram undir mánaðamót. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð

Lokaumferðin í Enduro

LOKAUMFERÐ Íslandsmótsins í Enduro-vélhjólaakstri fer fram á Hellu 18. ágúst nk. Í fréttatilkynningu frá keppnishöldurum, Vélhjólaíþróttaklúbbnum, segir að keppendur hafi aldrei verið fleiri og spennan aldrei meiri. Meira
17. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Menningarnótt í miðbænum

MIÐBÆJARSAMTÖKIN standa fyrir menningarnótt á Akureyri nk. laugardagskvöld og fram á nótt. Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin tvö ár. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Náttúrufræðingar samþykktu

NIÐURSTÖÐUR talningar atkvæða félagsmanna Félags íslenskra náttúrufræðinga, um kjarasamning félagsins og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, liggja fyrir. 560 voru á kjörskrá en atkvæði greiddu 382 eða 68,21%. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Níu sóttu um Fornleifavernd ríkisins

NÍU sóttu um embætti forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins. Um er að ræða nýtt starf sem stofnað var með lögum sem samþykkt voru fyrr á þessu ári. Verksvið Fornleifaverndar ríkisins heyrði áður undir embætti þjóðminjavarðar. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 419 orð

Nokkrir reikningar samræmast ekki úttektum

HEILDARFJÁRHÆÐ þeirra reikninga sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við vegna opinberra fjárreiðna Árna Johnsen, fyrrv. alþingismanns, nemur um 4,6 milljónum kr. Þar af nema reikningar vegna endurbóta á Þjóðleikhúsi 3,5 millj. kr. Meira
17. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Ný starfsstöð Hönnunar

NÝ starfsstöð Hönnunar hf. var opnuð á Akureyri í síðasta mánuði. Starfsstöðin býður fyrirtækjum upp á alhliða þekkingar- og verkfræðiþjónustu þar sem heildarlausnir eru í öndvegi. Meira
17. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 906 orð | 1 mynd

Nýting fósturvísa til stofnfrumurannsókna

Ástæða þess að Bretar virðast hafa tekið forystuna í rannsóknum á stofnfrumum og tímgunarklónun er ekki síst sú að þar í landi hefur umræða um þessi málefni staðið allar götur síðan heimsins fyrsta glasabarn kom þar í heiminn 1978. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Nær 1.500 Pólverjar búsettir hér

GÓÐ stemmning ríkti á vináttulandsleik Íslendinga og Pólverja í knattspyrnu á Laugardalsvelli í fyrradag. Um 4.300 manns voru á vellinum og vakti athygli hversu fjölmennir stuðningsmenn Pólverja voru. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð

Olíumálverk í Eden

NÚ stendur yfir málverkasýning Tínu Simonsen í Eden í Hveragerði. Tína er fædd árið 1958 í Kaupmannahöfn og hefur áhugi hennar á málaralist þróast hægt og rólega síðustu 20 árin. Meira
17. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 627 orð

Óhreinindi af götum látin botnfalla í settjörnum

Á NÆSTU dögum munu hefjast framkvæmdir við gerð settjarnar í Grafarholti þar sem markmiðið er að hreinsa óhreinindi úr ofanvatni sem rennur af götum og gönguleiðum. Borgarráð ákvað í vikunni að tilboði lægstbjóðanda, Háfells ehf. Meira
17. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 79 orð | 1 mynd

Ólafsfirðingar í góðum höndum

SVO skemmtilega vill til að konur eru í mörgum stjórnunarstöðum í Ólafsfirði. Presturinn er kona, skólastjórarnir við barnaskólann, gagnfræðaskólann og Leikhóla eru konur, nýráðinn sýslumaður er kona, og einnig afleysingalæknirinn í sumar. Meira
17. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 266 orð | 1 mynd

"Gunnar" nýtur mikilla vinsælda

NÝVERIÐ voru hafnar sýningar í Sögusetrinu á Hvolsvelli á söngleiknum "Gunnar" sem vísar til Gunnars á Hlíðarenda. Meira
17. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 357 orð | 1 mynd

"Það versta sem við höfum séð"

JÓNAS Jónsson, eftirlitsmaður hjá byggingadeild Reykjavíkurborgar, segir að veggjakrot á leikskólum hafi aukist talsvert á þessu ári. Meira
17. ágúst 2001 | Miðopna | 503 orð | 1 mynd

Ráðuneytið ósammála atriðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að menntamálaráðuneytið muni að sjálfsögðu skoða þá gagnrýni sem beint er að ráðuneytinu í skýrslu Ríkisendurskoðunar um opinberar fjárreiður Árna Johnsen. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Ræddu um þátttöku Íslands í friðargæslu

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra fundaði í gær með Hans Hækkerup, æðsta yfirmanni Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, um málefni héraðsins og þátttöku Íslands í friðargæslu á Balkanskaga. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Samfylkingin á ferð um Kárahnjúka

ÞINGFLOKKUR, framkvæmdastjórn og umhverfishópur Samfylkingarinnar verður á ferð um fyrirhugað virkjanasvæði norðan Vatnajökuls dagana 17. og 18. ágúst. Meira
17. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 54 orð

Skákmót í Blönduvirkjun

HELGARSKÁKMÓT verður haldið í Blönduvirkjun helgina 18. - 19. ágúst 2001. Mótshaldari er Landsvirkjun í samvinnu við Skáksamband Íslands. Mótið er fjórða mótið af fimm í helgarmótasyrpu SÍ. Tefldar eru 9 umferðir, atskák eftir Monrad/svissneska-kerfinu. Meira
17. ágúst 2001 | Miðopna | 242 orð

Skýrari reglur um opinberar framkvæmdir

UNNIÐ er að því að setja skýrari stjórnsýslureglur varðandi opinberar framkvæmdir til að festa betur niður skipulag þeirra í heild, ákvarðanatöku á einstökum stigum þeirra, ábyrgð og eftirlit með þeim. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 446 orð

Slátrun mun hefjast á eðlilegum tíma

FJÖGUR kaupfélög hafa bundist samtökum um að taka á leigu sex sláturhúsa Kjötumboðsins hf., sem áður hét Goði hf., og hafa samningar tekist þar um. Meira
17. ágúst 2001 | Suðurnes | 120 orð

Sóttu slasaðan sjómann

ÁHÖFNIN á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni í Grindavík sótti í fyrrinótt sjómann sem slasaðist um borð í línubát vestur af Reykjanesi. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 96 orð

Steinbítur áfram í kvóta

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti í gær reglugerðir um fiskveiðar á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt þeim verður kvóti settur á keilu, löngu og skötusel og sömuleiðis verður steinbítur áfram í kvóta. Meira
17. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 129 orð

Stokkseyrarkirkja lagfærð

NÚ STANDA yfir lagfæringar á kirkjunni á Stokkseyri þar sem skipt verður um járn, gluggar endurnýjaðir, skipt um útihurð og múr brotinn af grunni kirkjunnar til að láta grunninn líta út eins og upphaflega. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Styttist í að skólarnir hefjist

ÞÆR Anna Margrét og Lísa Björk, 11 ára, eru greinilega farnar að hlakka til að byrja í skólanum. Þær voru að skoða skólatöskur í verslun Máls og menningar á Laugaveginum enda eru bara nokkrir dagar þar til skólarnir hefjast. Meira
17. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Stærsta járnbrautarlíkan heims

TVEIR skapenda stærstu módeljárnbrautar í heimi huga hér að kirkjuturni í einu þorpi líkansins, sem búið er að smíða í Speicherstadt-hverfinu við gömlu höfnina í Hamborg. Líkanið, sem 500 módeljárnbrautarlestir aka um með samtals um 7. Meira
17. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 100 orð | 1 mynd

Sumarbústaðaeigendur fegra ásýnd landsins

ÁSÝND landsins hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum með tilkomu sumarbústaða og þeirri rækt sem lögð hefur verið í þau svæði þar sem sumarbyggð hefur aukist. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Sæsleði notaður við að koma efninu á land

REYNT var að smygli hassi til landsins með harla ævintýralegum hætti í gærmorgun. Það bar svo til að farþegi með bílferjunni Norrænu kastaði böggli í sjóinn er Norræna sigldi inn til Seyðisfjarðar á tíunda tímanum í gærmorgun. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn

ÞESSAR sex ára stúlkur á Blönduósi efndu á dögunum til hlutaveltu og söfnuðu alls 561 krónu. Þennan ágóða hlutaveltunnar ákváðu þær stöllur að færa Rauða krossinum að gjöf og það var Ingvi Þór Guðjónsson, einn fulltrúa Rauða krossins í A- Hún. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 136 orð

Söguganga í Árbæjarsafni

LAUGARDAGINN 18. ágúst mun Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður leiða sögugöngu þar sem sagt verður frá landnámi í Reykjavík, Innréttingunum og vexti kaupstaðarins á 18. og 19. öld. Gengið verður um Aðalstræti, Vesturgötu og Grjótaþorp. Meira
17. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Tunglið myndaðist í kjölfar áreksturs

TUNGLIÐ varð til úr berg- og jarðskorpubrotum í kjölfar áreksturs jarðarinnar og loftsteins, sem hafði svipaðan massa og Mars, að því er fram kemur í niðurstöðum vísindamanna sem draga í efa ríkjandi kenningar um að um mun stærri loftstein hafi verið að... Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Tveir drengir brenndust illa

TVEIR fjórtán ára drengir brenndust illa eftir að eldur kom upp í vinnuskúr í Hraunbæ rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 155 orð

Töðugjöld í Rangárvallasýslu um helgina

UM HELGINA fer fram fjölskylduskemmtunin Töðugjöld í Rangárvallasýslu. Þetta er í áttunda skiptið sem efnt er til sérstakra hátíðarhalda í sýslunni. Meira
17. ágúst 2001 | Suðurnes | 169 orð

Undirbúa útboð hreinsunar

UNNIÐ er að undirbúningi hreinsunar mannvirkja af Neðra-Nikkelsvæði í Reykjanesbæ á vegum varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Á vegum Varnarliðsins er þegar byrjað á að fjarlægja leiðslur sem eru neðanjarðar. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Utanríkisráðherra Belgíu í heimsókn

LOUIS MICHEL, utanríkisráðherra Belgíu, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag, föstudag, í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 372 orð

Útlit fyrir að uppskera garðávaxta verði lítil

EIRÍKUR Hreiðarsson, garðyrkjubóndi á Grísará í Eyjafirði, segir að allt grænmeti sé mjög stutt á veg komið á Norðurlandi, líklega sé það um hálfum mánuði seinna á ferðinni en í meðalári. Meira
17. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 424 orð | 1 mynd

Verkefnastaðan góð og bjartsýni ríkjandi

SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur fengið sitt fyrra nafn aftur, eftir að hafa heitið Stáltak um tíma. Stáltak hf. hefur stofnað þrjú dótturfélög um rekstur fyrirtækisins, þ.e. Slippstöðina ehf. á Akureyri, Stálsmiðjuna ehf. í Reykjavík og Kælismiðjuna ehf. Meira
17. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 207 orð

Vetraríþróttabraut í undirbúningi

HJÁ Verkmenntaskólanum á Akureyri er í undirbúningi nám sem hugsað verður sérstaklega fyrir afreksfólk á skíðum. Ef af verður mun brautin verða sniðin að sambærilegu námi í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð þar sem slíkt hefur tíðkast um árabil. Meira
17. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 311 orð

Þriðji hver karl deyr af reykingum

REYKINGAR verða þriðja hverjum karlmanni í Kína að aldurtila á komandi árum ef ekki verður fljótlega gripið til viðeigandi ráðstafana. Meira
17. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð

Öll tilboð undir kostnaðaráætlun

ÁTTA tilboð bárust í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á tæplega sex kílómetra vegarspotta á Kjósarskarðsvegi, frá Hvalfjarðarvegi að Reynivöllum, en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni nýverið. Meira

Ritstjórnargreinar

17. ágúst 2001 | Staksteinar | 5 orð

Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112...

Neyðarnúmer fyrir allt landið -... Meira
17. ágúst 2001 | Leiðarar | 947 orð

VERÐTRYGGINGARLOTTÓIÐ

Það sýnir líklega betur en margt annað hvað kerfi verðtryggingar hér á landi er fáránlegt og öfugsnúið, að verðtryggðar skuldir landsmanna hækkuðu um 900 milljónir króna þegar lottómiðar hækkuðu í verði um 50% fyrr í sumar. Meira
17. ágúst 2001 | Staksteinar | 368 orð | 2 myndir

Verður þetta ekki umflúið?

BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um verslunarmannahelgi og útihátíðir sem gjarnan eru mjög áberandi á þessari mestu ferðahelgi ársins. Meira

Menning

17. ágúst 2001 | Menningarlíf | 492 orð | 1 mynd

Berin blána og tónar hljóma á Ólafsfirði

Senn líður að því að berin taki að blána á lynginu víða um land. Af því tilefni verða Berjadagar haldnir á Ólafsfirði um helgina. Um er að ræða tónlistarhátíð í stjórn Arnar Magnússonar píanóleikara, en hún er nú haldin í þriðja sinn. Meira
17. ágúst 2001 | Menningarlíf | 524 orð

Bíóin í borginni

FRUMSÝNINGAR CATS & DOGS Háskólabíó, Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja Bíó Akureyri, Nýja Bíó Keflavík. KISS OF THE DRAGON Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Chris Nahon. Handrit: Luc Besson. Aðalleikendur: Jet Li, Bridget Fonda. Meira
17. ágúst 2001 | Kvikmyndir | 255 orð

Blaður og barsmíðar 2

Leikstjóri: Brett Ratner. Handritshöfundur: Jeff Nathanson. Tónskáld Lalo Schifrin. Kvikmyndatökustjóri: Matthew F. Leonetti. Aðalleikendur: Jackie Chan, Chris Tucker, John Lone, Zhang Ziyi, Alan King, Harris Yulin, Roselyn Sanchez. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. New Line Cinema. 2001. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 359 orð | 1 mynd

Dansandi illmenni

LEIKARINN sem ber augnaráð dauðans af náttúrunnar hendi, Christopher Walken, er víst í skýjunum þessa dagana. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 276 orð | 1 mynd

Draumur að vera með Django

NÚ stendur alþjóðleg djasshátíð yfir á Akureyri, kennd við gítarplokkarann goðumlíka, Django Reinhardt, sem þykir vera fremsti djassgítarleikari allra tíma. Á hátíðinni leikur m.a. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

Einræktað stuð

Önnur sjálfstæða breiðskífa fyrrverandi söngvara Mano Negra. Heimstónlistarkokteill með reggí-undirsveiflu. Meira
17. ágúst 2001 | Menningarlíf | 181 orð | 1 mynd

Eins og hundar og kettir...

Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó, Háskólabíó, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frumsýna Cats & Dogs. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 720 orð | 2 myndir

Hvað er í boði?

Það getur verið erfitt að velja og hafna, sérstaklega ef valkostirnir eru margir. Birgir Örn Steinarsson fór yfir dagskrá menningarnætur og er staðráðinn í því að gera valið enn erfiðara. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 508 orð | 1 mynd

Innblástur hvaðanæva

ÞAÐ eru góðir danskir gestir komnir til landsins, danska djasstríóið KAK sem skipað er feðgunum Anders og Benjamin Koppel, en þeir leika á Hammond-orgel og saxófón, ásamt slagverksleikaranum Jakob Andersen. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Íslenskar klappstýrur

ÞEGAR hugsað er um klappstýrur eru bandarískir framhaldssskólar og unglingamyndir eflaust það fyrsta sem kemur upp í hugann. Klappstýrur fyrirfinnast þó vissulega víðar og við Íslendingar getum meira að segja státað af slíkum hópi. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

Kammerrokk í geim-dúr

Önnur plata bresku rokksveitarinnar frá Devon sem sló í gegn með laginu "Muscle Museum" og fékk á sig þrautseigt Radiohead-slyðruorð. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Leikfélagið Sýnir

LEIKFÉLAGIÐ Sýnir er áhugaleikhópur sem samanstendur af meðlimum leikfélaga um land allt. Þær Huld Óskarsdóttir og Hrund Ólafsdóttir upplýstu blaðamann um félagið og sýninguna sem það stendur fyrir á morgun í Öskjuhlíðinni. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 188 orð | 1 mynd

Mestu illmenni kvikmyndanna

MANNÆTAN Hannibal Lecter var kosin mesta illmenni kvikmyndasögunnar af rúmlega 17 þúsund kjósendum á Only-Movies-heimasíðunni. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Óhugnaður í mýrinni

Leikstjóri: Sebastian Niemann. Aðalhlutverk: Amanda Plummer, Sean Pertwee, Nick Brimble. (93 mín.) Bandaríkin, 2000. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. Meira
17. ágúst 2001 | Tónlist | 1626 orð | 1 mynd

Rífandi stemmning á Klaustri

Föstudag kl. 21.00. Verk eftir Egil Ólafsson, Puccini, Rossini, Gershwin, Barber og Scott Joplin. Flytjendur, Egill Ólafsson, Edda Erlendsdóttir, Michael Guttman, Auður Hafsteinsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Hávarður Tryggvason og Olivier Manoury. Meira
17. ágúst 2001 | Menningarlíf | 57 orð | 1 mynd

Steinunn sýnir verk sín á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt verður sýning Steinunnar Þórarinsdóttur myndlistarkonu opin annað kvöld frá kl. 18-23. Sýningin sem ber yfirskriftina Óður til frelsisins verður opnuð í dag kl. 17 í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Meira
17. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Stelið þessari spólu

*** Leikstjórn og handrit: Robert Greenwald. Aðalhlutverk Vincent D'Onofrio, Janeane Garofalo, Jeane Tripplehorn. (103 mín.) Bandaríkin 2000. Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára. Meira
17. ágúst 2001 | Tónlist | 619 orð

Söngferð til suðrænna stranda

Verk eftir Dowland, Seiber, Morel, Ovalle, Barroso, Villa-Lobos, Sor, Tarrega, Rodrigo og Garcia Lorca. Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Heike Matthiesen, gítar. Þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20.30. Meira
17. ágúst 2001 | Menningarlíf | 206 orð | 1 mynd

Ungur organisti í Hallgrímskirkju

ÞÝSKI organistinn Stefan Engels heldur tvenna tónleika í röðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju um helgina. Fyrri tónleikarnir eru í hádeginu í dag, laugardag, kl. 12-12.30, en hinir seinni kl. 20 annað kvöld, sunnudagskvöld. Meira

Umræðan

17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 17. ágúst, er fimmtugur Egill Ólafsson, Bjarmalandi 9, Sandgerði, útibússtjóri Samvinnuferða-Landsýnar í Keflavík. Eiginkona hans er Jóna G.... Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

50ÁRA afmæli .

50ÁRA afmæli . Sunnudaginn 19. ágúst verður fimmtug Svala Árnadóttir, til heimilis á Ljósalandi 9, Reykjavík . Af því tilefni munu Svala og eiginmaður hennar, Björn Pálsson, taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu laugardaginn 18. ágúst eftir kl. Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Sjötugur er í dag, föstudaginn 17. ágúst, Stefán Jónsson, bóndi í Grænumýri, Blönduhlíð, Skagafirði. Eiginkona hans er Inga Ingólfsdóttir . Þau eru að... Meira
17. ágúst 2001 | Aðsent efni | 819 orð | 1 mynd

Að kaupa hugmynd

Ég tel óverjandi að fjárfesta í fyrirtæki, segir Páll Halldórsson, áður en það hefur sýnt sig í rekstri og markaðurinn hefur metið það. Meira
17. ágúst 2001 | Aðsent efni | 1948 orð | 1 mynd

Ábyrgð stjórnmálamanna

Rannsókn á máli Árna Johnsen ætti ekki að takmarkast við meint lögbrot hans eins, segir Tómas Gunnarsson, heldur einnig störf þeirra sem hafa lagt honum brotavettvanginn í hendur. Meira
17. ágúst 2001 | Aðsent efni | 645 orð | 1 mynd

Baðlónið við bæjardyrnar

Gæta þarf að öryggi manna og góðri umgengni, segir Kolbrún Haraldsdóttir, við náttúrulaugar. Meira
17. ágúst 2001 | Aðsent efni | 977 orð | 1 mynd

Hnattþorpið

Er heimsbyggðin allt í einu orðin eitt þorp? spyr Ingvar Gíslason í bréfi til Jónasar Pálssonar, fyrrv. rektors KHÍ, og spyr enn hvernig það megi vera. Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 711 orð

Hreinsunarátak í Evrópu

TIL þess að þjóðir Evrópu geti hafið nýtt upphaf með tuttugustu og fyrstu öldinni, eins og svo margir álfunnar menn tala fjálglega um, hlýtur að vera nauðsynlegt að gera upp mál tuttugustu aldarinnar með afgerandi hætti. Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 348 orð | 1 mynd

Laugarnes á ljúfum nótum

Safnaðarstarf HÓPURINN Laugarnes á ljúfum nótum frumsýnir stuttmynd. Í kvöld, föstudaginn 17. ágúst, verður uppskorinn árangur af einstöku samstarfi unglinga og fullorðinna í Laugarneshverfi. Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 573 orð

Léleg þjónusta

MIG langar að tala um lélega þjónustu í fyrirtækjum. Ég og maðurinn minn höfum lengi vel verið að reyna að panta varahluti í bíl sem við eigum en aldrei koma réttir hlutir. Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 901 orð

(Mark. 4, 24.)

Í dag er föstudagur 17. ágúst, 229. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: "Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt." Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 102 orð

Mig langar

Þegar morgunsins ljósgeislar ljóma, þegar leiftrar á árroðans bál, heyri ég raddir í eyrum mér óma, koma innst mér frá hjarta og sál: - Hér er kalt, hér er erfitt að anda, hér er allt það, sem hrærist, með bönd! Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 302 orð

"Kristján vinur vina sinna"

KRISTJÁN Kristjánsson, Löngubrekku 5, Kópavogi, sendir undirrituðum pistilinn í Morgunblaðinu 14.08.01 sl. vegna innstæðulauss tékka að hst. kr. 75.000 sem hann afhenti útfylltan 3ja manni. Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 282 orð | 2 myndir

Reyðarfjörður: Barkurinn og Bakkagerðiseyrin

EINN söguríkasti staðurinn í Reyðarfjarðarkauptúni er Bakkagerðiseyrin. Þar hóf Ottó Wathne stórfellda uppbyggingu árið 1883 með því að sökkva barkskipi fram undan eyrinni og byggja þar ofan á fyrstu bryggju verðandi þorps. Meira
17. ágúst 2001 | Aðsent efni | 262 orð | 1 mynd

Samstarfsverkefni en ekki styrkur

Það er ranghermi, segir Ingólfur Sverrisson, að með því að fallast á tillögu Samtaka iðnaðarins um umrætt verkefni hafi ríkisstjórnin ákveðið að styrkja þau eða skipaiðnaðinn í landinu. Meira
17. ágúst 2001 | Aðsent efni | 307 orð | 1 mynd

Siðferðilegir yfirburðir?

Hvers vegna, spyr Þorgeir Þorgeirson var ekki farið að góðum siðum borgaralegs lýðræðissamfélags? Meira
17. ágúst 2001 | Aðsent efni | 939 orð | 1 mynd

Vanhæf Persónuvernd og umboðsmaður Alþingis?

Ég hef stefnt fyrir dómstól ráðherrum, landlækni og aðstoðarlandlækni, örorkunefnd og röntgenlækni, segir Guðmundur Ingi Kristinsson. Næst stefni ég tölvunefndarmönnunum. Meira
17. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 539 orð

VÍKVERJA hefur borizt bréf frá lesanda,...

VÍKVERJA hefur borizt bréf frá lesanda, sem óskar liðsinnis hans við að upplýsa hvort reglugerðagleði embættismanna hafi farið úr böndunum. Þar segir m.a.: "Þegar dætur mínar voru ungar las ég oft fyrir þær. Meira

Minningargreinar

17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 3784 orð | 1 mynd

ARI MAGNÚS KRISTJÁNSSON

Ari Magnús Kristjánsson fæddist á Hjöllum í Skötufirði 15. janúar 1922. Hann lést á Landspítala, Fossvogi, 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1050 orð | 1 mynd

EMIL ÓLAFSSON

Emil Ólafsson fæddist í Leyningi, Eyjarfjarðarsveit, 4. mars 1926. Hann lést 11. ágúst. Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson í Leyningi, Eyjafirði, f. 15. ágúst 1882, d. 25. nóvember 1936, og Lára Pálína Jónsdóttir, húsfreyja á Dæli í Skagafirði, f.... Meira  Kaupa minningabók
17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 310 orð | 1 mynd

HELGA EINARSDÓTTIR

Helga Einarsdóttir fæddist í Selhaga í Stafholtstungum 27. desember 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 22. júlí. Meira  Kaupa minningabók
17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 3368 orð | 1 mynd

KRISTINE ÞORSTEINSSON

Kristine Þorsteinsson fæddist í Alversund í Noregi 26. júlí 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Kristine voru Håkon Glatved-Prahl, f. 1875, d. 1958, og Martha Glatved-Prahl, f. 1891, d. 1973, fædd Nordhagen. Meira  Kaupa minningabók
17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1666 orð | 1 mynd

ODDRÚN SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR

Oddrún Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist á Giljum í Vesturdal í Skagafirði hinn 10. febrúar 1936. Hún lét á Vífilsstaðaspítala 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson bóndi, f. 10. júní 1891, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 2933 orð | 1 mynd

SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 27. mars 1918. Hún lést á Landspítalanum 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Hagalínsson bóndi í Tröð í Önundarfirði, f. 23. febrúar 1888, d. 26. okt. 1973, og Sigríður Jónsdóttir, f. 11.... Meira  Kaupa minningabók
17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 752 orð | 1 mynd

VIGFÚS EBENESERSSON

Vigfús Ebenesersson fæddist í Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði 2. desember 1920. Hann lést á Landspítalanum 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Vigfúsdóttir, f. 4.10. 1882, d. 1966, og Ebeneser Jónsson, f. 12.6. 1881, d. Meira  Kaupa minningabók
17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 3163 orð | 1 mynd

ÞÓRA GUÐLAUG BRAGADÓTTIR

Þóra Guðlaug Bragadóttir kaupmaður fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1953. Hún lést í Reykjavík 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hulda Þórarinsdóttir, f. 24. apríl 1931, og Bragi Jónasson, fæddur 8. september 1928, dáinn 11. september 1983. Meira  Kaupa minningabók
17. ágúst 2001 | Minningargreinar | 811 orð | 1 mynd

ÞÓRDÍS ÞORBJARNARDÓTTIR

Þórdís Þorbjarnardóttir fæddist í Áskoti, Melasveit í Borgarfirði 10. ágúst 1920. Hún lést á Landspítala, Fossvogi, 5. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 796 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 80 80...

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 80 80 80 14 1,120 Blálanga 105 50 105 3,331 349,424 Gellur 600 600 600 5 3,000 Gullkarfi 111 10 75 31,350 2,351,456 Hlýri 208 169 181 1,174 212,364 Háfur 10 10 10 601 6,010 Keila 80 5 60 2,312 137,881 Langa 158 50 143... Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Bandaríkjadalur veikist

BANDARÍKJADALUR hefur veikst síðustu daga og vikur gagnvart helstu gjaldmiðlum. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Fundur með lánardrottnum Goða

FUNDUR var haldinn með lánardrottnum Goða hf. í gær í tilefni af greiðslustöðvun félagsins þar sem gerð var grein fyrir stöðu mála hjá félaginu og tillögum um fjárhagslega endurskipulagningu þess. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Gott útlit hjá Pharmaco

EINS og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur Pharmaco hf. skilað milliuppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Þar kemur fram að fyrirtækið skilaði 765 milljóna króna hagnaði á tímabilinu og 1. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 3 orð

Hæsta verð Lægsta verð Meðalverð...

Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 313 orð

Íslandsbanki tekur á sig ógreidd hlutafjárloforð

ÍSLANDSBANKI mun ganga frá uppgjöri sölutryggingar útboðs á hlutafé Íslandssíma hf., að sögn Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka. Hann segir að stjórnendur Íslandssíma þurfi ekki að óttast að ekki verði gert upp gagnvart fyrirtækinu. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 94 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.031,6 -0,25 FTSE 100 5.389,80 -1,31 DAX í Frankfurt 5.361,92 -1,71 CAC 40 í París 4. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 41 orð

Mál Búnaðarbanka

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands kom saman í gær. Var þar fjallað um mál Búnaðarbankans og viðskipta hans með bréf í Útgerðarfélagi Akureyringa. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Samið um lánsheimild fyrir Bill's Dollar Stores

BONUS Stores Inc., dótturfélag Baugs í Bandaríkjunum, hefur gert þriggja ára samning við smásölufjármögnunarfyrirtækið IBJ Whitehall, um 25 milljóna dollara, eða ríflega 2,4 milljarða króna. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. ágúst síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Stjórnarmenn VÞÍ ekki vanhæfir

FJÓRIR af fimm stjórnarmönnum Verðbréfaþings Íslands, sem samþykktu á fundi í maí síðastliðnum að skrá hlutabréf Íslandssíma hf. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 552 orð | 1 mynd

Tap á fyrri hluta ársins 1.593 milljónir

TAP Flugleiða á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1.593 milljónum króna og eykst um tæpar 400 milljónir frá því á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins aukast um 17% frá fyrri hluta árs 2000 en rekstrargjöld án afskrifta aukast að sama skapi og námu 18. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 439 orð | 1 mynd

Tilkynning Íslandsbanka af tilefni yfirlýsingar VÞÍ

MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi tilkynning frá Íslandsbanka í tilefni yfirlýsingar VÞÍ frá 14. ágúst síðastliðnum vegna afkomuviðvörunar Íslandssíma hf. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Úrræði VÞÍ vegna brota á upplýsingaskyldu

NIÐURSTAÐA stjórnar Verðbréfaþings Íslands í fyrradag þess efnis að aðhafast ekkert frekar í máli Íslandssíma hf., sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, er samkvæmt 3. tölulið 34. greinar í reglum nr. Meira
17. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 95 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. '00 3.931 199,1 244,6 196,8 Okt. Meira

Fastir þættir

17. ágúst 2001 | Fastir þættir | 357 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

FAGURKERAR kunna að meta þetta spil. Suður er sagnhafi í fimm tíglum og fær út spaðatíu: Suður gefur; allir á hættu . Meira
17. ágúst 2001 | Fastir þættir | 181 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Á sínum yngri árum þótti Sigurður Daði Sigfússon (2.284) traustur skákmaður er sjaldan tefldi á tvær hættur. Núna hafa vígtennur hans heldur betur orðið beittar og ekki er óvenjulegt að hann leggi allt í sölurnar til að koma vinningi í höfn. Meira
17. ágúst 2001 | Viðhorf | 855 orð

Styrkir flokkanna

Sumir kynnu ólmir að vilja fræðast um hverjir hafa raðað stólum, límt á umslög eða hringt símtöl fyrir hvaða flokk. Hver veit hvenær menn fara að heimta að skrár um flokksmenn og vinnuframlag hvers og eins verði birtar? Meira

Íþróttir

17. ágúst 2001 | Íþróttir | 365 orð | 1 mynd

Átakalaust hjá Þór

ÞÓRSARAR unnu átakalítinn sigur á grönnum sínum, Dalvíkingum, á Akureyri í gærkvöld og sýndu þar með að þeir ætla hvergi að gefa eftir í baráttunni um úrvalsdeildarsæti. Lokatölur urðu 4:1 en staðan í leikhléi var 3:0 heimamönnum í vil. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 227 orð

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi,...

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, lék fyrsta hringinn í opna North West of Irland-mótinu á Írlandi á pari, eða 72 höggum. Hann er í 48. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 80 orð

David James frá um tíma

DAVID James, markvörður West Ham, meiddist illa á upphafsmínútunum í síðari hálfleik landsleiks Englendinga og Hollendinga á White Hart Lane í Lundúnum á miðvikudaginn. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

* FINIDI George , landsliðsmaður Nígeríu...

* FINIDI George , landsliðsmaður Nígeríu , hefur verið seldur til Ips wich frá Mallorka fyrir 450 milljónir króna. George , sem einnig hefur leikið með Ajax , er þrítugur og hefur leikið 50 landsleiki fyrir þjóð sína. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Hafnfirðingar heiðra Örn og Þóreyju

ÖRN Arnarson, sundmaður úr SH, og Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, voru heiðruð í hófi sem Hafnarfjarðarbær hélt þeim til heiðurs í gær, en bæði eru þau búsett þar. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 82 orð

Íris varð meistari

ÍRIS Staub varð Íslandsmeistari kvenna í tennis þriðja árið í röð í fyrrakvöld. Þá vann hún Sigurlaugu Sigurðardóttur, í tveimur settum, 7:6, 6:1, í úrslitaleik sem fram fór á tennisvelli Tennisfélags Kópavogs í Smáranum. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 516 orð | 1 mynd

* KATRÍN Jónsdóttir , knattspyrnukona í...

* KATRÍN Jónsdóttir , knattspyrnukona í Noregi , skoraði eitt mark er lið hennar Kolbotn vann Klepp , 2:0 í norsku úrvalsdeildinni á dögunum. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 86 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1.deild karla: Þór - Dalvík 4:1 Jóhann Þórhallsson 4., 65., Orri Hjaltalín 20., 28. - Jóhann Hreiðarsson 70., víti. 2. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 22 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Ólafsfjörður: Leiftur - Stjarnan 19 Víkingsvöllur: Víkingur - KA 19 ÍR-völlur: ÍR - Tindastóll 19 3. deild karla: Egilsst.völlur: Hug./Höttur - Fj.byggð 19 1. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 64 orð

Leiðrétting Í frétt af áhuga enska...

Leiðrétting Í frétt af áhuga enska liðsins Ipswich á Frammaranum Eggerti Stefánssyni í blaðinu í gær var ranglega sagt að hann hefði leikið með Þór á Akureyri í yngri flokkunum. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 192 orð

Margrét leysir Ásthildi af

LEIKJAHÆSTI leikmaður kvennalandsliðsins og eini atvinnumaður þess, Margrét Ólafsdóttir, tekur við landsliðsfyrirliðabandinu af Ásthildi Helgadóttur þar sem sú síðarnefnda er meidd og verður ekki með gegn Rússum á morgun. Margrét leikur þá sinn 44. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 309 orð

Meistararnir byrja hræðilega

ÞAÐ er orðið langt um liðið síðan besti kylfingur heims hefur verið fyrir neðan 100. sæti eftir fyrsta dag á stórmóti, en Tiger Woods er í 100.-117. sæti eftir fyrsta dag á PGA meistaramótinu, fjórða og síðasta risamóti ársins, sem hófst í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Bandaríkjamaðurinn Grant Waite er með forystu, lék hringinn á 64 höggum eða sex undir pari. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 197 orð

Sífellt fleiri handteknir á knattspyrnuvöllum

Í NÝRRI skýrslu sem Alþjóðasamtök gegn glæpum birtu á dögunum kemur fram að sífellt fleiri eru handteknir fyrir uppþot á knattspyrnuvöllum í Englandi og Wales. Varð t.d. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 183 orð | 1 mynd

Skúli og Sigríður meistarar

LANDSMÓTI eldri kylfinga í golfi lauk á Jaðarsvelli á Akureyri laugardaginn 28. júlí sl. Það voru um 200 kylfingar víðsvegar af landinu sem mættu til leiks og var þetta fjölmennasta landsmót sem haldið hefur verið. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 125 orð

Spilað á KRvellinum

LANDSLEIKUR Íslands og Rússlands í undankeppni HM á morgun verður háður á KR-vellinum en ekki þjóðarleikvanginum í Laugardal eins og oftast nær. Verður þetta í fyrsta skiptið sem leikinn er A-landsleikur kvenna á vellinum. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 425 orð | 1 mynd

Sveitakeppnin á fimm stöðum

SVEITAKEPPNI Golfsambands Íslands hefst í dag og verður leikið í fjórum deildum karla og tveimur kvenna en mótinu lýkur á sunnudag með hreinum úrslitaleikjum. Atvinnumenn mega nú í fyrsta sinn vera með og verða þeir nokkrir á ferðinni að þessu sinni. Meira
17. ágúst 2001 | Íþróttir | 253 orð

Þrettán fara á NM

Þrettán íslensk ungmenni taka þátt í Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum, 20 ára og yngri, sem fram fer í Lillehammer í Noregi um helgina, átta stúlkur og fimm piltar. Þar af koma níu úr hópnum frá FH í Hafnarfirði. Meira

Úr verinu

17. ágúst 2001 | Úr verinu | 1276 orð | 1 mynd

Hlutur báta á krókaaflamarki aukinn

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að með breytingum á reglugerðum um fiskveiðar á komandi fiskveiðiári hafi hann teygt sig eins langt til móts við útgerðarmenn krókaaflamarksbáta og mögulegt hafi verið og vonandi náist sátt um málið. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 174 orð

Atvinnutæki í viðskiptalífinu

VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN við Bifröst hefur miðað kennslu við fartölvur á þráðlausu neti frá árinu 1999, þegar þráðlausar nettengingar buðust fyrst á markaði. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 94 orð | 1 mynd

Aukin átök

Á INNAN við einu ári hafa yfir 700 manns látið lífið í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Átökin hafa harðnað í kjölfar fjöldamorðs í Jerúsalem í lok síðustu viku. Þá féllu átján manns í sjálfsmorðsárás Palestínumanns á veitingastað í miðborginni. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 17 orð

Björk syngur heima

BJÖRK Guðmundsdóttir heldur tónleika hér á landi í desember. Á tónleikunum mun hún syngja við undirleik Sinfóníuhljómsveitar... Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 342 orð

Breytir ekki grundvallaratriðum

ÞÓRÓLFUR Geir Matthíasson, dósent við hagfræðiskor HÍ og varaformaður Félags háskólakennara, hefur notað Netið nokkuð við kennslu, dreifir kynningarefni og glærum og vísar á ítarefni á vefnum. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 56 orð | 1 mynd

Fjölmenni á Hinsegin dögum

ÞÚSUNDIR manna fylgdust með hátíðarhöldum Hinsegin daga í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn. Hátíðarhöldin hófust með afar skrautlegri skrúðgöngu frá Hlemmi að Ingólfstorgi. Þar var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 47 orð

Galdramanna minnst

MIKIL galdraveisla var haldin á Ströndum um síðustu helgi. Þar var fjallað á ýmsan hátt um galdra á Íslandi. Meðal annars var haldin minningarathöfn um tuttugu og einn mann sem brenndur var á báli hér á landi fyrir galdra á 17. öld. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 29 orð

Golfmeistarar

HERBORG Arnarsdóttir , Golfklúbbi Reykjavíkur, og Örn Ævar Hjartarson , Golfklúbbi Suðurnesja, báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu í höggleik um síðustu helgi. Bæði urðu þau þar með Íslandsmeistarar í fyrsta... Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 529 orð

Gæti orðið snúið fyrir fartölvulausa

MEÐALÁRGANGUR framhaldsskólanema er um 4000 manns. Þar af sækja hér um bil þrír fjórðu bóknám, eða 3000 manns. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 85 orð

Happdrætti hækka vísitölu

MÁR Guðmundsson , hagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að hægt hafi á hraða verðbólgunnar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% í júlí. Már segir að sú hækkun sé nokkurn veginn í samræmi við spá Seðlabankans. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 388 orð | 5 myndir

haustsins

Á HVERJU ári herja nýjar hetjur kvikmynda, bóka og teiknimynda á heimsbyggðina, ýmist fljúgandi á galdrakústum, í geimskipum eða sveiflandi sér milli trjáa. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1062 orð | 7 myndir

Heilsulind

ÞEGAR gengið er inn hrauntröðina að baðstað Bláa lónsins getur maður ekki varist þeirri hugsun að hér hafi samspil óbeislaðrar náttúru og hönnun mannvirkja tekist einstaklega vel. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 75 orð

Hlutafélag í eigu ríkisins

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra telur öll rök mæla með því að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag þótt það verði áfram í eigu ríkisins. Björn segist þess fullviss að þannig yrði útvarpsrekstur ríkisins eins hagkvæmur og kostur væri. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1821 orð | 6 myndir

í orlofi

SIGURÐUR Bjarni Thoroddsen fæddist á hárréttum tíma. Svo segja foreldrarnir að minnsta kosti og nefna ýmsar ástæður til sögunnar. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 184 orð

Kennarar ráði ferðinni

"HÉR höfum við menntað kennara í tölvunotkun í mörg ár. Við höfum verið afar lánsöm með fólk, einstaklingar hafa verið duglegir að tileinka sér þekkingu og hér hefur verið starfandi tölvunarfræðingur með kennsluréttindi frá 1990. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 383 orð

Kostir

Á Netinu má nálgast gögn og fræðsluefni hvaðanæva úr heiminum. Nemandinn verður því ekki bundinn af námsgögnum sem skólinn lætur honum í té, heldur tileinkar sér sjálfstæð vinnubrögð og sníður sér stakk eftir vexti, úr námsefni hvaðanæva að. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 53 orð

Með hús í togi

VINSÆLDIR fellihýsa og húsvagna hafa stóraukist hér á landi. Samtals eru nú skráð um 7.000 slík hýsi á landinu og síðustu tvö árin hefur þeim fjölgað um nærri 2.000. Þetta hefur leitt til þess að tjaldstæði eru mun meira notuð en áður. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 147 orð

Náttúruleg meðferð við psoriasis

GÖNGUDEILD fyrir psoriasis- og exemsjúklinga var opnuð við Bláa lónið árið 1994, en þar er boðið upp á náttúrulega meðferð við þessum húðsjúkdómum. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 100 orð

Netið eykur barnaklám

KYNFERÐISLEG misnotkun á börnum hefur aukist og orðið alvarlegri með tilkomu Netsins. Þetta kom fram á námskeiði sem sérfræðingar frá tölvuafbrotadeild norsku lögreglunnar héldu fyrir íslenska lögreglumenn. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 352 orð

Skólastarf með nýju sniði

"ÉG held að tæknin feli í sér mjög spennandi möguleika til að koma á skólastarfi með nýju sniði. Annars vegar er hún öflugt verkfæri og býður upp á ný viðfangsefni. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 298 orð | 1 mynd

Stjörnumerki gæludýra

ÁTTU hávaðasaman hund eða ofsakátan kött? Er hamsturinn þunglyndur eða páfagaukurinn feiminn? Eigendur gæludýra sem vita undir hvaða stjörnumerki dýrin eru fædd eru betur í stakk búnir til að fást við skapsveiflur þeirra og óvenjuleg uppátæki. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 238 orð

Upplýsingar ekki sama og þekking

"BREYTINGIN er raunveruleg og hún er mjög mikil," segir Sigurjón Mýrdal, félagsfræðingur og dósent við Kennaraháskólann, um títtnefnda upplýsingabyltingu. "Upplýsingabyltingin sjálf er raunveruleg. Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1771 orð | 2 myndir

Veföld

Veöld Meira
17. ágúst 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 831 orð | 1 mynd

Ögrandi flíkur

EKKI eru nema tvær vikur þar til skólar hefjast á ný, og margir foreldrar eru þegar búnir að uppgötva að ýmislegt annað en trén og runnarnir í garðinum hefur sprottið vel í sumar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.