ÞÓTT umsvifin í bandarísku efnahagslífi hafi verið farin að minnka á síðasta ári voru laun forstjóra stærstu fyrirtækjanna hækkuð verulega og þeim umbunað sérstaklega fyrir að segja upp fólki. Kemur þetta fram í nýrri könnun.
Meira
ÍSRAELSKIR skriðdrekar sátu enn í palestínska bænum Beit Jala á Vesturbakkanum í gærkvöldi en þeir voru sendir þangað í gærmorgun til að stöðva árásir sem Palestínumenn gerðu þaðan á ísraelska landnemabyggð.
Meira
HUBERT Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, gagnrýndi í gær harðlega stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum. Sakaði hann ríkisstjórnina í Washington um óskoraða eiginhagsmunastefnu í utanríkismálum sem spillti fyrir alþjóðlegu samstarfi.
Meira
TÍMORÍSKIR unglingar á kosningafundi í Dilí, höfuðborg Austur-Tímor. Xanana Gusmao, væntanlegur forseti landins, tók myndina, en hann hefur oft sagt að hann hefði fremur kosið að verða ljósmyndari eða bóndi en forseti.
Meira
STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkti á mánudag að leggja til við borgarráð að gengið yrði til samninga við Fiskverslun Hafliða Baldurssonar ehf. um kaup á ýsuflökum fyrir Leikskóla Reykjavíkur og Félagsþjónustuna næstu 12 mánuðina.
Meira
FJÁRÞÖRF Tryggingastofnunar ríkisins er talin verða um þremur milljörðum króna hærri á árinu en fjárlög ráðgera. Aðalástæðan er breytingar á tekjutryggingu öryrkja í kjölfar dóms Hæstaréttar og breyting á lögum sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn.
Meira
Í NIÐURSTÖÐUM samanburðar milli átta sveitarfélaga á rekstri leikskóla árið 2000, sem Rekstrarráðgjöf Norðurlands gerði, kemur fram að rekstrarkostnaður leikskóla á Akureyri er í langflestum tilvikum í meðaltali eða undir rekstrarkostnaði sambærilegra...
Meira
ÚT er komið Almanak fyrir Ísland 2002, sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 166. árgangur ritsins. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Ritið er 96 bls. að...
Meira
FLUGMÁLASTJÓRN og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins munu framvegis hafa aukinn aðgang að björgunarbátum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar við björgunaraðgerðir. Verið er að ganga frá samningi þess efnis.
Meira
KREDITKORTAVELTA jókst samanlagt um rúm 11% umfram verðlag frá janúar til júní á þessu ári miðað við sama tímabil ári áður, samkvæmt Hagvísum Þjóðhagsstofnunar.
Meira
ELIZABETH Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti á mánudag yfir stuðningi Bandaríkjastjórnar við stjórnvöld í Azerbajdzhan í landamæra- eða lögsögudeilu þeirra við Íransstjórn.
Meira
29. ágúst 2001
| Akureyri og nágrenni
| 169 orð
| 1 mynd
BERJADAGAR voru haldnir í Ólafsfirði á dögunum. Berjadagar er tveggja daga tónlistarhátíð sem tónlistarmaðurinn og Ólafsfirðingurinn Örn Magnússon hefur annast frá upphafi.
Meira
BÍLL fór út af veginum og valt í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði sluppu ökumaður og farþegi með lítil meiðsli.
Meira
BREIÐABLIK varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna með því að leggja FH-inga 1:0. Stúlkunum tókst því að verja titil sinn frá því í fyrra en alls hefur liðið orðið fjórtán sinnum Íslandsmeistari.
Meira
Í GÆRMORGUN kom í ljós að brotist hafði verið inn í tíu bíla í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. Flest innbrotin voru framin í austurborginni. Stolið var útvörpum, geislaspilurum og ýmsu lauslegu.
Meira
Í SUMAR stóðu Bindindisfélag ökumanna og Sjóvá-Almennar fyrir viðamikilli dagskrá í Ökuleikni. Var um að ræða sambland af umferðarfræðslu og keppni. Keppt var á reiðhjólum og Go-kart bílum ásamt ökuleikni á bílum.
Meira
DÆMI eru um mjög mismunandi brunabótamat á sambærilegum íbúðum, og einnig eru dæmi um brunabótamat sem er langt undir markaðsverði á íbúðunum og einnig talsvert yfir markaðsverðinu, samkvæmt upplýsingum Guðrúnar Árnadóttur, formanns Félags fasteignasala.
Meira
JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hvatti á mánudag til þess að Evrópusambandsþjóðirnar sjái til þess að árið 2004 geti gengið í gildi stjórnarskrá fyrir sambandið.
Meira
ÉG FAGNA því að það er friðsamlegra andrúmsloft í samskiptum Læknafélagsins og Íslenskrar erfðagreiningar og tel mikilvægt að samkomulag hefur náðst," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um sameiginlega yfirlýsingu Læknafélags Íslands og...
Meira
JÖKULSÁRDALUR, Brúarjökull og hin vatnsmikla Kringilsá mynda nokkurs konar þríhyrning og svæðið þar á milli kallast Kringilsárrani. Kringilsárrani er ein af fáförnum náttúruperlum Íslands og var landið friðlýst árið 1975.
Meira
ÞINGMANNANEFND um norðurskautsmál kemur saman til fundar á Akureyri á fimmtudag þar sem rætt verður um velferð og sérstöðu íbúa norðurskautssvæðanna, bættar samgöngur og aukna tækni- og tölvuvæðingu norðurskauts.
Meira
YFIRSKRIFT hádegisverðarfundar, sem haldinn verður í leik- og listaskólanum Listakoti við Holtsgötu 7, fimmtudaginn 30. ágúst er "Gerum við of mikið fyrir börnin okkar?
Meira
HELGA Sigurjónsdóttir heldur árlegan fyrirlestur sinn um skólamál í Norræna húsinu í Reykjavík klukkan 17.30-19, fimmtudaginn 30. ágúst nk. Fyrirlesturinn heitir: Gölluð börn - eða hvað? Fjallar hann um svokallað stoðkerfi skólanna, kosti þess og galla.
Meira
29. ágúst 2001
| Akureyri og nágrenni
| 228 orð
| 1 mynd
KRINGILSÁRRANI er fremur stórt landsvæði umkringt Jökulsárdal, Brúarjökli og Kringilsá. Þetta landsvæði er auðugt af dýra- og gróðurlífi en ekki leggja margir leið sína þangað. Heiðagæsir eru meðal íbúa Kringilsárranans og eru þær hér í forgrunni.
Meira
ÓÁNÆGJA er meðal sveitarstjórna á Vestfjörðum með kauptilboð ríkisins í Orkubú Vestfjarða hf. Tilboðið hljóðar upp á 2,8 milljarða fyrir hlut sveitarfélaganna í Orkubúinu, 60 prósent af 4,6 milljörðum sem er metið heildarvirði fyrirtækisins.
Meira
SKAGAFJÖRÐUR skartaði sínu fegusta, heiður himinn, sólskin og logn þegar Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba-fylkis í Kanada, ásamt eiginkonu og öðru fríðu föruneyti, heimsótti Vesturfarasetrið í gær.
Meira
AÐSTÖÐUHÚS hefur verið tekið í notkun á Grenjaðarstað og er því ætlað að þjóna minjasafninu, en þar eru m.a. kaffistofa, snyrtingar, aðstaða fyrir starfsfólk, geymslur og loftræstibúnaður fyrir gamla bæinn.
Meira
SÍFELLT verður algengara að framhaldsskólanemar eigi fartölvu og hefur sala á fartölvum tekið mikinn kipp síðustu daga. Nokkrir framhaldsskólar hafa komið upp kerfi þannig að nemendur geta komist á Netið og á innra net skólans með fartölvu.
Meira
HARALDUR Örn Ólafsson náði tindi Elbrus, hæsta fjalls Evrópu, klukkan 16.30 að staðartíma á mánudag. Hann lagði á fjallið klukkan hálfsjö á mánudagsmorguninn úr efstu búðum. Þaðan eru 1.900 metrar upp á tindinn.
Meira
Í KVÖLD, miðvikudaginn 29. ágúst, stendur Hafnargönguhópurinn í Reykjavík fyrir gönguferð með Elliðavogi að vestanverðu út í Sundahöfn. Farið verður frá Hafnarhúsinu, miðbakkamegin, kl. 20 og með SVR inn í Elliðavog. Sjálf gönguferðin hefst kl. 20.
Meira
BANDARÍSKIR vísindamenn hafa nú fundið þá þætti í erfðamenginu sem stjórna langlífi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar voru í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Science í gær.
Meira
Rangt starfsheiti Rangt var farið með starfsheiti Stefáns Jóns Hafsteins, sem fylgdi grein hans í Morgunblaðinu á sunnudag. Stefán Jón er rekstrarstjóri tímarita- og nýmiðlunardeildar Eddu - miðlunar og útgáfu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Meira
LÖGREGLAN á Hvolsvelli telur víst að þeir aðilar sem stálu drifsköftum frá sveitabæjum í Fljótshlíð aðfaranótt sunnudags hyggist koma þeim í verð.
Meira
UM 20-25 færri lögreglumenn verða að störfum hjá lögreglunni í Reykjavík í haust en voru við störf í byrjun árs. Þá voru þeir 275 en verða nú 250-255. Fækkunin kemur niður á flestum deildum lögreglunnar en þó mest á almennri deild.
Meira
"EINHVER skelfilegasta skemmtiganga sumarsins verður farin fimmtudaginn 30. ágúst kl. 21.00," segir í fréttatilkynningu frá Árbæjarsafni. Haldið verður á slóðir drauga, álfa, skrímsla og afbrotamanna í Elliðaárdal.
Meira
RITSTULDUR af vef hefur færst í vöxt meðal nemenda á unglingastigi sem og menntaskólanema í Bandaríkjunum. Þeir sem blaðamaður ræddi við sögðu ritstuld almennt vera blessunarlega fátíðan hér á landi.
Meira
ATVINNULEYSI í Japan komst í 5% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meira frá árinu 1953 er fyrst var farið að skrá það. Óttast margir, að ástandið eigi eftir að versna enn.
Meira
MIKIL og góð sjóbleikjuveiði hefur verið í Dalaánum sem helst eru þekktar fyrir sjóbleikjuna, Miðá, Hörðudalsá og svo Hvolsá/Staðarhólsá. Sem dæmi má nefna að milli 800 og 900 bleikjur hafa veiðst í Miðá.
Meira
Meðlimir í sendinefnd Manitoba sjá ýmis menningar- og viðskiptatækifæri Íslands og Manitoba í millum. Jón Ásgeir Sigurvinsson ræddi við Eric Stefanson, Max Johnson og Bill Barlow meðal annars um beint flug til Winnipeg og vinabæjarsamband fiskveiðibæjanna Akureyrar og Gimli.
Meira
29. ágúst 2001
| Akureyri og nágrenni
| 310 orð
| 1 mynd
ENDURVINNSLAN í samstarfi við Sorpeyðingu Eyjafjarðar mun hefja móttöku á fernum og pappír að nýju nú um mánaðamótin, eða 1. september. Móttakan hefur legið niðri frá því eldsvoði varð í húsnæði Endurvinnslunnar við Réttarhvamm í mars á síðasta ári.
Meira
FJARNÁM í náms- og starfsráðgjöf hófst nýlega við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem náms- og starfsráðgjöf er kennd í fjarnámi.
Meira
INGVAR Viktorsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði og fyrrverandi bæjarstjóri, hefur tilkynnt að hann hyggist ekki sækjast eftir sæti á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor.
Meira
29. ágúst 2001
| Akureyri og nágrenni
| 157 orð
| 1 mynd
SAMNINGUR um samstarf milli Háskólans á Akureyri og Háskólans í Manitoba hefur verið endurnýjaður. Samstarf háskólanna hófst árið 1990, en Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, starfaði við Háskólann í Manitoba um þrjátíu ára skeið.
Meira
SAMHERJI hf. á Akureyri hefur yfir að ráða mestum aflaheimildum allra íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, 29.307 þorskígildistonna kvóta á næsta fiskveiðiári eða um 8,93% heildarkvótans.
Meira
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sat fund með samgönguráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Pori í Finnlandi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem samgönguráðherrum Eystrasaltsríkjanna er boðið að sitja þessa fundi sem eru haldnir árlega.
Meira
VASKIR sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ komu saman á mánudag til að leggja hitalögn undir fyrirhugaðan gervigrasvöll við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Meira
SKÓFLUSTUNGA að endurbyggingu Hótel Búða á Snæfellsnesi verður tekin um helgina en stefnt er að því að hótelið verði opnað næsta vor. Nýja hótelið verður um 1.000 fermetrar að stærð.
Meira
YFIRVÖLD í Noregi fóru aftur fram á það við áströlsk stjórnvöld í gær að þau leyfðu flóttamönnunum 438 sem eru strandaglópar á norsku flutningaskipi, Tampa, í Indlandshafi að stíga á land.
Meira
ÚTTEKT á öryggisþáttum miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði stendur nú sem hæst. Úttektin er á vegum Persónuverndar og er unnin af breska fyrirtækisins Admiral, sem sérhæfir sig í vottun á öryggi tölvukerfa.
Meira
Unnar Stefánsson fæddist í Neskaupstað 20. apríl 1934. Hann fluttist til Hveragerðis á öðru ári og ólst þar upp. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1954 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1959. Sama haust hóf hann störf hjá Bjargráðasjóði og nokkur síðar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem hann hefur starfað síðan. Unnar er kvæntur Maríu Ólafsdóttur, handrita- og prófarkalesara hjá DV. Þau eiga þrjú börn.
Meira
TORFI Ólafsson tónlistarmaður syngur og spilar á Scandinavian Fest sem haldin er 2. september í Waterloo Village í Stanhope í New Jersey í Bandaríkjunum.
Meira
GERT er ráð fyrir að væntanlegur samningur á milli Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) um vinnslu heilsufarsupplýsinga og flutning þeirra í gagnagrunn á heilbrigðissviði, verði tilbúinn til undirritunar innan fárra...
Meira
ARKITEKTASTOFAN Studio Grandi bar sigur úr býtum í arkitektasamkeppni sem haldin var vegna viðbyggingar við Laugalækjarskóla, en viðbyggingunni er jafnframt ætlað að verða félagsmiðstöð hverfisins.
Meira
STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna verður tíu ára 2. september nk. Félagið hefur, með dyggri aðstoð almennings, getað haldið úti öflugri starfsemi og veitt skjólstæðingum sínum mikilvæga aðstoð á erfiðum tímum, segir m.a.
Meira
HINN 26. ágúst sl. um kl. 02.14 var ekið á bifreiðina KM-536, sem er dökkgræn Suzuki-fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus í stæði við Snekkjuvog 19.
Meira
Ágreiningur er um hvort samkomulag Íslenskrar erfðagreiningar og Læknafélagsins um að hægt verði að eyða gögnum úr gagnagrunninum þýði að grunnurinn verði persónugreinanlegur. Í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að tæknilega sé ekkert því til fyrirstöðu að eyða gögnum án þess að brjóta dulkóðun og bera kennsl á einstaklinga.
Meira
FORMAÐUR foreldraráðs Smáraskóla gagnrýnir að ekki hafi verið gerð undirgöng undir Fífuhvammsveg til að tryggja öryggi barna á leið til skólans þrátt fyrir fyrirsjáanlega umferðaraukningu í tengslum við opnun Smáralindar í haust.
Meira
KETILL Sigurjónsson, lögfræðingur Landgræðslu ríkisins, var nýverið útnefndur til setu í laganefnd Alþjóðanáttúruverndarsambandsins, IUCN. Í fréttatilkynningu frá Landgræðslu ríkisins segir m.a.
Meira
Samskipti meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eru stirð, að mati Jóhanns Geirdals, oddvita Samfylkingarinnar. Í samtali við Helga Bjarnason kennir hann um vinnubrögðum meirihlutans.
Meira
EUROPOL hefur gefið út viðvörun vegna baneitraðra e-taflna sem hafa valdið dauðsföllum í Hollandi og í Belgíu. Á heimasíðu ríkislögreglustjóra segir að ekki sé vitað til þess að e-töflurnar hafi komist í umferð hér á landi.
Meira
FULLTRÚAR svonefndra Volgu-Þjóðverja í Rússlandi komu saman á fundi í Moskvu á mánudag og kröfðust aukinna réttinda og eigin sjálfsstjórnarlýðveldis.
Meira
ÁTJÁN manna rannsóknarhópur frá Kaliforníuháskóla (UCLA) hefur fundið vísbendingar um að langhús frá því fyrir 1100 sé að finna í jörðu við Glaumbæ í Skagafirði.
Meira
STÚLKURNAR úr Vogaskóla voru áhugasamar um starfsemi Þjóðmenningarhússins, en um 120 börn úr efstu bekkjum Vogaskóla ætla nú í upphafi skólaárs að læra að fara á söfn.
Meira
ÞING Perú samþykkti í gær að aflétta þinghelgi Albertos Fujimoris, fyrrverandi forseta landsins. Gerir það saksóknurum kleift að leggja fram ákærur á hendur Fujimori fyrir morð og glæpi gegn mannúð.
Meira
FRAMHALDSSKÓLAR hafa enn ekki fengið fjárveitingu frá ríkinu til að uppfylla kjarasamninga sem gerðir voru við Félag framhaldsskólakennara í byrjun þessa árs.
Meira
GERT er ráð fyrir því að breið samstaða náist á þinginu í Berlín um að heimila að allt að 500 þýzkir hermenn taki þátt í verkefnum NATO-herliðsins í Makedóníu, en atkvæði verða greidd um tillögu ríkisstjórnar Gerhards Schröders kanzlara þar að lútandi í...
Meira
BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um vanda Vestfirðinga og sjávarplássa á landsbyggðinni. Álasa þeir sjávarútvegsráðherra fyrir að skilja ekki vandamál landsbyggðarinnar. Nú hafa hins vegar tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að þeir muni taka höndum saman við stjórnarandstöðuna á Alþingi í þessum málum.
Meira
Markmiðið er að efla sjálfstraust nemenda og auka jákvæð samskipti meðal allra í skólunum. Áhersla er lögð á að skapa nemendum friðsælar aðstæður með bekkjarfélögum og/eða kennaranum. Kennarar segja hér frá menntastefnu um lífsgildi.
Meira
ÞAÐ ER aðeins ein ný mynd á bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna. Það er kvikmyndin The Fast and the Furious, sem gerir sér lítið fyrir og stekkur beint í efsta sæti listans. Alls sáu rúmlega 6.300 manns myndina síðastliðna helgi.
Meira
Á SUNNUDAGINN var kylfum sveiflað til heiðurs Björgvini Sigurbergssyni kylfingi, en hann hyggst reyna fyrir sér í atvinnumennsku á komandi mánuðum.
Meira
STJÖRNURNAR gerast hvorki stærri né tilkomumeiri en hinn vörpulegi Charlton Heston, sem óðum nálgast áttræðisaldurinn, fæddur í Illinoisfylki 4. okt. 1924.
Meira
HIN ÞVENGMJÓA Geri Halliwell ætlar nú að deila með heiminum leyndarmálinu á bak við megrunina sína. Halliwell ætlar að gefa út myndband með jóga-æfingum. Hún hefur verið mikill aðdáandi svokallaðs ashtanga-jóga síðastliðin misseri.
Meira
White Sky, Black Ice eftir Stan Jones. Simon og Schuster gefur út 2001. 262 síðna kilja. Kostar um 1.700 kr. í Máli og menningu. The Earthquake Bird eftir Susanna Jones. Picador gefur út 2001. 212 síðna kilja. Kostar 2.395 í Máli og menningu.
Meira
HELGA Unnarsdóttir leirlistakona er listamaður mánaðarins í Linsunni, Aðalstræti. Í gluggum verslunarinnar eru verk Helgu til sýnis, m.a. skálar sem hlutu verðlaun fyrir bestu hönnun á nytjahlut á sýningunni Nytjalist úr náttúrunni.
Meira
EINHVERJIR halda því fram að allir geti kennt börnum, kunni þeir að lesa, skrifa og reikna. Áður fyrr voru lærðir menn gjarnan fengnir til að kenna, þó flestir hafi trúlega lært að stauta á rúmstokknum hjá öðrum á heimilinu og draga til stafs.
Meira
TVÖ af stærstu dagblöðum Danmerkur, Jyllands-Posten og Berlingske Tidende , birtu lofsamlegar umsagnir um skáldsöguna Norðurljós eftir Einar Kárason á útgáfudegi bókarinnar þar í landi fyrir skemmstu og sama dag kom einnig góður dómur í Kristeligt...
Meira
SVO virðist sem ný alda bókmennta sé að ríða yfir bókmenntaheiminn, nokkuð sem BBC kýs að kalla "skutlurit", eða öllu heldur enska nýyrðinu "chick-lit".
Meira
SUMARSÝNINGU Listasafns Íslands, Andspænis náttúrunni, lýkur 2. september. Hún er í öllum sölum Listasafnsins og fjallar um náttúruna sem viðfangsefni íslenskra listamanna á 20. öld.
Meira
MYNDLISTARSÝNING Hlífar Ásgrímsdóttur, Innihorn, í Slunkaríki verður framlengd til 16. september. Þessi sýning er sjálfstætt framhald af sýningum hennar Innivera í Galleríi Sævars Karls í vor og Inniviðar í Norska húsinu í Stykkishólmi í fyrrasumar.
Meira
NÚ stendur yfir sýning Lárusar H. List í Galleríi Smiðjunni í Þórshöfn í Færeyjum og er þetta fyrsta sýning hans á erlendri grund. Þetta er 14. einkasýning Lárusar en hann hefur haldið sýningar bæði á Akureyri og í Reykjavík.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 29. ágúst, verður sextug Þórunn Gestsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar. Þórunn tekur á móti gestum á milli kl. 16-19 laugardaginn 1. september nk.
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag miðvikudagurinn 29. ágúst er sjötugur Óskar Sigurfinnsson, Meðalheimi í Torfalækjarhreppi, A-Húnavatnssýslu. Eiginkona hans er Guðný Þórarinsdóttir. Þau eru að...
Meira
UM daginn velti ég því fyrir mér hvers vegna Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari veldi ekki Guðna Bergsson í landsliðið og spurði spurninga hér sem ég hef ekki fengið svör við.
Meira
ÉG var að lesa í Fréttablaðinu hinn 22. ágúst sl. að heimilislaus maður ætlaði að stefna Reykjavíkurborg vegna húsnæðisleysis. Þetta er löngu tímabært, vegna þess hversu illa fólki hefur gengið að fá húsnæði á vegum borgarinnar.
Meira
FYRIR nokkrum dögum las ég grein í blaðinu þar sem kona að nafni Steingerður Steinarsdóttir skrifaði harða grein um Grandavideo. Í þeirri grein kemur fram að hún sé ósátt við að borga fyrir leigu á myndbandstæki og spólu.
Meira
FYRIR stuttu átti Víkverji aðild að hljóðfæraflutningi, nánar tiltekið flutningi á flygli, og þurfti hann að kalla til sérhæfða menn á þessu sviði.
Meira
Ég treysti því að umhverfisráðherra felli þennan úrskurð úr gildi, segir Hrafnkell A. Jónsson, þannig að náttúruauðlindir á Austurlandi megi nýta til hagsbóta íbúum þessa lands.
Meira
Í dag er miðvikudagur 29. ágúst, 239. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði?
Meira
FYRIR ótrúlega fáum árum stóð lítill hópur Kópavogsbúa framanvið Íþróttahús Digraness og horfði yfir auðan dalinn og einhver sagði: þegar fyrsti kraninn kemur í Kópavogsdalinn þá byrjar ballið!
Meira
Lífið er hestur, ég held fast í tauminn það fer hrollur um báða, ég reyni að temj'ann. Hann er stolt mitt og von og vitund um drauminn. Ég verð samt að tukt'ann berj'ann og lemj'ann ef hann er þrjózkur og staður við strauminn.
Meira
Ásta Jónsdóttir fæddist á Berghóli á Arnarstapa 28. ágúst 1914. Hún lést 26. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 3. maí.
MeiraKaupa minningabók
Björgvin Þór Jóhannsson fæddist í Reykjavík 22. janúar 1951. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Hilmar Þorgnýr Helgason auglýsingateiknari og kennari fæddist í Reykjavík 25. maí 1947. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Noregi 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 27. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Karl Sigurðsson fæddist á Akranesi 27. nóvember 1930. Hann lést á líknardeild Landspítalans 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 27. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Feðginin Sigurður Jónsson, f. 2. febrúar 1951, og Eva María Sigurðardóttir, f. 23. september 1976, létust af slysförum 19. ágúst síðastliðinn og fór útför þeirra fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 28. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Örn Sigurbergsson fæddist í Reykjavík 13. desember 1950. Hann lést af slysförum 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 27. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
OLÍUVERZLUN Íslands hf., Olís, var rekin með 197 milljóna króna tapi á fyrri helmingi ársins, en á sama tímabili í fyrra var hagnaður 119 milljónir króna.
Meira
SPARISJÓÐUR vélstjóra var rekinn með 120 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta þessa árs samanborið við 41 milljónar króna hagnað á sama tímabili í fyrra og er þetta 195% aukning.
Meira
REKSTUR Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, skilaði 464 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins og er það ríflega fjórföldun hagnaðar samanborið við sama tímabil í fyrra.
Meira
ÓLAFUR Ísleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands, mun taka sæti í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC um tveggja ára skeið frá næstu áramótum.
Meira
MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept.
Meira
ÁHRIF frá dóttur- og hlutdeildarfélögum Símans voru neikvæð um 174 milljónir króna á fyrri hluta ársins, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Þórarinn V.
Meira
TAP Íslenskra aðalverktaka hf., ÍAV, fyrstu sex mánuði ársins var 214,4 milljónir króna samanborið við 81,5 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur samstæðunnar námu samtals 4.
Meira
Frá landsliðs- nefnd kvenna Spilakvöld landsliðsnefndar kvenna. Næsta spilakvöld nefndarinnar verður miðvikudaginn 29. ágúst í Skeifunni 11 kl. 19.30. Dagskrá kvöldsins verður lík öðrum spilakvöldum nefndarinnar.
Meira
Bikarkeppni BSÍ 2001 Dregið hefir verið í fjórðu umferð í bikarkeppninni og spila eftirtaldar sveitir saman: Skeljungur - Ferðaskrifstofa Vesturlands Síldarævintýrið - Hermann Friðriksson Flugleiðir Frakt - Orkuveita Reykjavíkur ROCHE - Þrír Frakkar...
Meira
EINS og landslag, er kastþröng lítils virði ef hún heitir ekki neitt. Á fimmtudaginn kom upp fáséð þvingunarstaða í sumarbridsi í Húnabúð, sem enginn kunni að nefna: Norður gefur; allir á hættu.
Meira
Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kærleiksmáltíð kl. 12 í hádegi í Setrinu. Að henni lokinni er dægradvöl fyrir eldri borgara. Spiluð félagsvist og brids. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18.
Meira
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Bergen sem jafnframt var Norðurlandamót. Þröstur Þórhallsson (2456) hafði hvítt gegn Andraes Moen (2217). 21. Hxd7! Dxd7 22. Dxf6 Hfc8 23. Hg3+ Kf8 24. Dg7+ Ke8 25. Dg8+ Ke7 26.
Meira
BREIÐABLIK varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna í 14. sinn þegar liðið sigraði FH 1:0 í Hafnarfirði. Ein umferð er eftir í deildinni en KR, sem er í öðru sæti deildarinnar, varð að treysta á það að Blikar töpuðu stigum til þess að eiga möguleika á titlinum. KR sigraði ÍBV 3:2 í Frostaskjóli, Valur vann Þór/KA/KS fyrir norðan, 2:0, og Stjarnan vann stórsigur á Grindavík, 5:0.
Meira
Í kvöld mætir íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik liði Sviss í forkeppni Evrópumótsins en leikurinn hefst kl. 20 í íþróttahúsinu í Njarðvík. Liðin mættust 6. júní sl.
Meira
* FRANSKI landsliðsmaðurinn Steve Marlet er á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Fulham , en franska liðið Lyon hafði áður hafnað tilboði enska liðsins, sem hljóðaði upp á tæplega 1,3 milljarða króna.
Meira
FYLKIR mætir hollenska liðinu Roda í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu í Hollandi þriðjudaginn 11. september klukkan 18 á staðartíma og síðari leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum þriðjudaginn 25. september klukkan 16.
Meira
EYJASTÚLKUR fengu að finna fyrir því í gærkvöldi er þær heimsóttu KR-inga, að það er ekki alltaf nóg að eiga fleiri færi. Þeim tókst aðeins að skora í tvígang en KR-ingar þrívegis og þar af Olga Færseth tvívegis og hefur hún nú gert 25 mörk í deildinni. KR er þar með nær öruggt með annað sætið og Eyjastúlkur það þriðja.
Meira
ÞÝSKA handknattleiksfélagið Essen vann um helgina þriðja æfingamótið í röð þegar það lagði úkraínsku meistarana Zaporozhje að velli í úrslitaleik í Ludwigshafen, 22:21.
Meira
HAUKAR tryggðu sér sæti í 1. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið þegar þeir unnu sigur á Skallagrími, 4:0, í 16. umferð 2. deildar. Glæsilegur árangur hjá Haukunum sem sigruðu í 3.
Meira
HK úr Kópavogi, KFS frá Vestmannaeyjum, Völsungur frá Húsavík og Ungmennafélag Njarðvíkur komust í gærkvöld í undanúrslit 3. deildar karla í knattspyrnu.
Meira
Haukur Ingi Guðnason leikur með Keflvíkingum út þetta tímabil að öllu óbreyttu. Norska knattspyrnufélagið Molde hefur gert tvö tilboð í hann undanfarna daga sem báðum var hafnað af hálfu Keflavíkur. Fyrst leigutilboði og síðan kauptilboði.
Meira
HÆTT hefur verið við leik á milli FH og úrvalsliðs efnilegra íslenskra leikmanna sem fyrirhugaður var á föstudaginn kemur en þar hugðust íslenskir og erlendir umboðsmenn skoða piltana. Knattspyrnusamband Íslands óskaði eftir því að leikurinn færi ekki fram og skipuleggjendur hans urðu við þeirri beiðni.
Meira
RÚSSNESKI handknattleiksmaðurinn Andrej Lazarev, sem lék með Breiðabliki á síðustu leiktíð, hefur skrifað undir samning við FH-inga og mun leika með Hafnarfjarðarliðinu á komandi tímabili.
Meira
SKÍÐAKAPPINN Hermann Maier lenti í umferðarslysi á föstudag í heimalandi sínu Austurríki, en bifreið var ekið í veg fyrir Maier, sem ók á vélhjóli.
Meira
PÉTUR Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, tilkynnti forráðamönnum norska félagsins Stabæk á fundi í gær að ekki kæmi til greina að hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við félagið.
Meira
SIGURÐUR Grétarsson, þjálfari 21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið þrjá nýja leikmenn í hóp sinn fyrir leiki gegn Tékkum og Norður-Írum í undankeppni Evrópumótsins. Leikið er gegn Tékkum í Grindavík á föstudag og gegn Norður-Írum í Lurgan á þriðjudaginn kemur.
Meira
Þorvaldur Guðmundsson skoraði tvö marka Aftureldingar í 7:0 sigri á KÍB sl. laugardag, en ekki Þorvaldur Árnason eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á...
Meira
Á NÝJUM heimsafrekalista í sundi sem birtur var á dögunum eru sex íslenskir sundmenn meðal bestu sundmanna heims. Örn Arnarson, SH, er sem fyrr áberandi á listanum og fremstur íslensku sundmannanna en hann kemur við sögu í sjö greinum í 50 metra laug.
Meira
FISKISTOFA hefur sent útgerðum íslenskra fiskiskipa veiðileyfi og tilkynningar um aflaheimildir á fiskveiðiárinu sem hefst hinn 1. september nk. Útgefin leyfi til veiða í atvinnuskyni í aflamarkskerfi eru 870 við upphaf fiskveiðiársins.
Meira
Fisktegund Leyfilegur heildarafli Daga- bátar Til jöfnunar skv. ákv. til brb. XXV í l. nr. 38/1990 Til ráðstöfunar Byggðastofnunar skv. ákv. til brb. XXVI í l. nr. 38/1990 Bætur til skel- og rækjubáta skv. 9. gr. l. nr.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.