Greinar þriðjudaginn 4. september 2001

Forsíða

4. september 2001 | Forsíða | 422 orð

Bandaríkjamenn ganga af fundi í Durban

COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í gær fulltrúum landsins á alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Suður-Afríku um kynþáttamisrétti skipun um að ganga af fundi til að mótmæla árásum arabaþjóða á stefnu Ísraela. Meira
4. september 2001 | Forsíða | 186 orð

Bulgari kostar bók

ÞEGAR ítalski skartgripasalinn Bulgari fór þess á leit við bresku skáldkonuna Fay Weldon að hún skrifaði skáldsögu um fyrirtækið neitaði hún þegar í stað. Meira
4. september 2001 | Forsíða | 187 orð

Flóttamenn á leið til Papúa Nýju-Gíneu

FLÓTTAMENNIRNIR, sem höfðust við í heila viku um borð í norska gámaflutningaskipinu Tampa fyrir ströndum Jólaeyju, voru í gær ferjaðir yfir á ástralskt herskip sem flytur þá til Papúa Nýju-Gíneu. Meira
4. september 2001 | Forsíða | 83 orð | 1 mynd

Fyrsti skóladagurinn

KAÞÓLSKIR foreldrar fylgja skelkuðum börnum sínum í skólann framhjá röð norður-írskra lögreglumanna á Ardoyne-götu í Belfast í gær. Meira
4. september 2001 | Forsíða | 105 orð | 1 mynd

Vopnin kvödd

BRESKUR hermaður í liði Atlantshafsbandalagsins í Makedóníu sést á myndinni skoða Kalashnikov AK47-riffil úr vopnasafni því sem albanskir skæruliðar í landinu hafa látið af hendi. Meira

Fréttir

4. september 2001 | Innlendar fréttir | 409 orð

400 nemendur í fjarnámi við Háskóla Íslands

PÁLL Skúlason háskólarektor opnaði formlega á föstudaginn kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Kennslumiðstöðinni er m.a. ætlað að halda utan um allt fjarnám háskólans, en nú stunda um 400 nemendur fjarnám við skólann. Meira
4. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 144 orð | 1 mynd

46 rjómatertur

NEMENDUR og kennarar í Snælandsskóla hófu skólaárið með óhefðbundnum hætti en í síðustu viku var útivistarvika í skólanum. Krakkarnir spreyttu sig á fjölmörgum leikjum auk þess sem farnar voru ferðir í Nauthólsvík, Gróttu og farið í fjallgöngur. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 382 orð | 2 myndir

Afar rólegt á Iðu

ÞRÁTT fyrir að almennt séð hafi verið frekar líflegt í laxveiðiám á Hvítár-Ölfusársvæðinu í sumar þá hefur veiði á Iðu verið afar slök það sem af er, að sögn Birgis Sumarliðasonar sem þar er öllum hnútum kunnur. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð

Andlegur skóli rekinn í vetur

ANDLEGI skólinn, sem standa mun fyrir ýmsum námskeiðum, meðal annars í Raja-jógahugleiðslu, al-einingaröndun, sálarhugleiðslu og uppstigningarprógrammi, hefur göngu sína seinni hluta septembermánaðar. Meira
4. september 2001 | Erlendar fréttir | 588 orð | 1 mynd

Arabaþjóðir saka Ísraela um kynþáttamismunun

HART var tekist á um drög að lokayfirlýsingu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma og nýlendustefnu í Durban í Suður-Afríku í gær. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 826 orð | 1 mynd

Átta kunnáttustig í námskeiðum

Julie Ingham fæddist 5. september 1959 í Rosendale í Norð-vestur-Englandi. Hún lauk framhaldsskólaprófi og hóf svo nám í Leeds-háskóla og lagði þar stund á ensku, málvísindi og bókmenntir. Eftir réttindapróf í kennslufræði IFL (kennsla í ensku fyrir útlendinga) kom hún til Íslands og hóf að kenna þar. Fyrst kenndi hún í Málaskólanum Mími og einnig í sendiráðum og víðar. Hún stofnaði Enskuskólann fyrir fimmtán árum og hefur rekið hann síðan. Julie á þrjú börn. Meira
4. september 2001 | Erlendar fréttir | 164 orð

Biblían bjargaði lífi drengsins

BIBLÍA bjargaði lífi 16 ára gamals drengs er móðir hans skaut á hann með haglabyssu en áður hafði hún ráðið sex ára syni sínum bana. Reyndi hún einnig að bana þriðja syni sínum, 19 ára gömlum. Meira
4. september 2001 | Landsbyggðin | 75 orð | 1 mynd

Blómum prýdd forartunna

GÖMLUM landbúnaðartækjum, sem hætt er að nota við bústörfin, er flestum ekið burt úr sveitunum sem brotajárni eða þau grotna niður þar sem þeim var lagt. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Brottfluttum fækkar áfram á Austurlandi

Á UNDANFÖRNUM árum hafa þeir landshlutar sem eru næst höfuðborgarsvæðinu í vaxandi mæli þróast í líkingu við það sem þar hefur gerst. Þannig hefur fækkun vegna búferlaflutninga innanlands orðið óveruleg eða jafnvel landshlutunum í hag. Meira
4. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 519 orð | 1 mynd

Byggt áfram í stíl Guðjóns Samúelssonar

EMBÆTTI húsameistara gerði á sínum tíma tillögur að stækkunum og viðbyggingum við Arnarhvol og gamla Hæstaréttarhúsið sem taka mið af byggingastíl Guðjóns Samúelssonar. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 341 orð

Byggt verður á lögfræðilegum forsendum

SAMÞYKKT var á stjórnarfundi Landsvirkjunar í gær að fela forstjóra fyrirtækisins að leggja fram kæru til umhverfisráðherra vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Meira
4. september 2001 | Erlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Colosseum byggt fyrir herfang frá Jerúsalem?

BYGGING hringleikahússins Colosseum í Róm gæti hafa verið fjármögnuð að hluta til með herfangi frá Jerúsalem, að því er bandarískur fræðimaður heldur fram. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Danaprins til Íslands

JÓAKIM Danaprins og Alexandra, eiginkona hans, koma til Íslands síðar í mánuðinum. Þau verða hér í einkaerindum en forsetaembættið skipuleggur dagskrána að nokkru leyti. Meira
4. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 52 orð

Deiliskipulag Barónsreits samþykkt

BORGARRÁÐ hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svokallaðan Barónsreit, sem afmarkast af Vitastíg, Skúlagötu, Barónsstíg og Hverfisgötu. Eins og Morgunblaðið greindi nýverið frá verður blönduð byggð með íbúðar- og atvinnuhúsnæði á reitnum. Meira
4. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Djúpið á útgáfutónleikum í Deiglunni

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Tríós Sigurður Flosasonar á geisladiskinum Djúpið verða haldnir í Deiglunni þriðjudagskvöldið 4. september kl. 21:00 og nefnast "Djúpið í Deiglunni". Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Doktor í stjórnmálafræðum

Jóhanna Kristín Birnir (f. 4. apríl 1969) lauk doktorsprófi í stjórnmálafræðum frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) 4. júní s.l. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Dæling úr El Grillo undirbúin á Seyðisfirði

HAFIN er vinna við undirbúning að hreinsun olíunnar úr El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Norska fyrirtækið RUE annast verkið. Köfunarskip fyrirtækisins, Risöy, liggur við festar við flak El Grillo umgirt flotgirðingu. Meira
4. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 100 orð | 1 mynd

Ekki svefnfriður í vestanátt

HÚSMÓÐIRIN á Miðgörðum í Grímsey, Jórunn Magnúsdóttir, var að kíkja eftir kartöflunum sínum þegar ferðamaður vatt sér að henni og spurði hvort hún gæfi hvönninni sem stæði þarna í garðinum hormóna, svo risavaxin væri hún. Meira
4. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 73 orð

Fartölvur fyrir nemendur

NEMENDUR í grunnskólum Garðabæjar fá nú 30 nýjar fartölvur til að nota við nám í skólunum. Fulltrúar Garðabæjar og Nýherja skrifuðu nýlega undir samning þessa efnis. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fjórir sækja um Siglufjörð

FJÓRAR umsóknir hafa borist Biskupsstofu um embætti sóknarprests á Siglufirði en umsóknarfrestur rann út 1. september síðastliðinn. Staðan verður veitt frá 1. október. Umsækjendur eru: Sr. Meira
4. september 2001 | Suðurnes | 1021 orð | 2 myndir

Framleiða verðmætt efni úr blóðþörungi

Í verksmiðju í Höfnun eru ræktaðir smáþörungar og tilraunir gerðar til að fá þá til að framleiða astaxanthin sem er verðmætt efni og eftirsótt, meðal annars sem fæðubótarefni í fiskifóður og lyf. Jón Ásgeir Sigurvinsson kynnti sér starfsemina með samtölum við framkvæmdastjóra og rannsóknarstjóra. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 1630 orð | 1 mynd

Framleiðsla gæti aukist um 770 þúsund tonn næstu árin

Umræður um virkjanir og álver hafa verið í hámæli undanfarin misseri. Bæði ÍSAL og Norðurál hafa lýst yfir áhuga á verulegri stækkun og fallist hefur verið á byggingu verksmiðju í Reyðarfirði, sem yrði stærsta álver landsins. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér stöðu mála og hvaða virkjunarkosti er um að ræða til að mæta gríðarlegri orkuþörf álveranna. Meira
4. september 2001 | Erlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Frumherji sem líkaði frægðin vel

DR. CHRISTIAAN Neethling Barnard, sem fyrstur varð til þess að græða hjarta í mann, hefur verið minnst víða um heim sem frumherja, sem þorði að fara ótroðnar slóðir. Hann lést á sunnudag, 78 ára að aldri, er hann var í sumarfríi á Kýpur. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð

Fyrirlestur um orku og umhverfi

DR. PHILIP S.M. Chin, prófessor við Tækniháskólann í Queensland í Ástralíu og heiðurskonsúll Íslands í Singapúr, mun halda fyrirlestur á vegum verkfræðideildar Háskóla Íslands og Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 6. september kl. 16. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð

Fækkar á atvinnuleysisskrá

Á SÍÐUSTU tveimur mánuðum hefur fækkað á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu um 200 manns. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, sagði að þessi fækkun væri þvert á það sem búist hefði verið við. Nú eru um 1. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 222 orð

Gert að afhenda endurrit símhlerunarúrskurða

HÆSTIRÉTTUR féllst í gær á kröfu manns um að lögreglan í Reykjavík afhenti honum endurrit fjögurra úrskurða um símhleranir á tímabilinu frá 1995 til maí á þessu ári. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð

Grunaður um nauðgun í sumarbústað

KONA á þrítugsaldri var flutt á neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi á sunnudag vegna gruns um að henni hefði verið nauðgað í sumarbústað í Biskupstungum í Árnessýslu aðfaranótt sunnudags. Meira
4. september 2001 | Erlendar fréttir | 315 orð | 2 myndir

Hákarl varð dreng að bana

HÁKARL varð 10 ára dreng, David Peltier, að bana í fyrradag í Virginíu í Bandaríkjunum. Var drengurinn að leika sér í mittisdjúpu vatni við ströndina er hákarlinn, meira en tveggja metra langur, réðst á hann. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð

Heildarsöluverðmæti aldrei verið meira

ALLS seldust 112 bifreiðir, tengivagnar og fellihýsi á laugardag þegar nauðungarsala á bifreiðum fór fram á vegum Sýslumannsins í Reykjavík. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 241 orð

Hópferð á risaflugdag í Englandi

UM næstu helgi efna íslenskir flugáhugamenn til hópferðar til London í þeim tilgangi að sækja heim eina skrautlegustu flugsýningu sem haldin er í Evrópu árið 2001. Sýningin stendur 8. og 9. Meira
4. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Hreyfing á byggingu íþróttahúss

UNDIRBÚNINGUR að byggingu íþróttahúss við Síðuskóla var til umræðu í stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar í vikunni. Hér var um fyrstu skref að ræða í því máli og ekki liggur enn fyrir hversu stórt hús verður byggt né hvenær framkvæmdir hefjast. Meira
4. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 178 orð

Hverfissamtök mótmæla fyrirhuguðu athafnasvæði

HVERFISSAMTÖK Vatnsenda, "Sveit í borg", mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu athafnasvæðis í Vatnsendahvarfi og hafa afhent skipulagsyfirvöldum í Kópavogi athugasemdir sínar við tillögur að svæðinu. Meira
4. september 2001 | Erlendar fréttir | 186 orð

Hörð orð um NATO og Eystrasaltslöndin

VLADIMÍR Pútín, forseti Rússlands, sagði í opinberri heimsókn til Finnlands í gær að skyldi Eystrasaltslöndunum þremur - sem í nokkra áratugi voru hluti Sovétríkjanna - verða boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu yrðu þar með gerð alvarleg mistök sem... Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 155 orð

Innkaup á tölvum brjóta ekki í bága við reglur

KÆRUNEFND útboðsmála hefur hafnað kröfum Nýherja hf. um að stöðvað verði útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar á tölvubúnaði fyrir grunnskóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 167 orð

Í sex daga gæsluvarðhald vegna stórfelldra innbrota

TVEIR menn, sem játað hafa hjá lögreglu stórfelld innbrot í Reykjavík að undanförnu, voru á laugardag úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í þágu ransóknarhagsmuna. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Jarðskjálfti í vestanverðum Mýrdalsjökli

JARÐSKJÁLFTA varð vart í vestanverðum Mýrdalsjökli í svonefndri Goðabungu síðdegis á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum jarðskjálftadeildar Veðurstofunnar var skjálftinn 2,6 stig á Richterkvarða að stærð. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð

Komnir í 3.940 m hæð á Kilimanjaro

HARALDUR Örn Ólafsson og þrír aðrir Íslendingar hófu um helgina göngu á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Í gær voru leiðangursmenn komnir í 3.940 metra hæð og heilsast öllum vel. Þeir hækkuðu sig um 1.000 metra og gengu í 5 klukkustundir. Meira
4. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Kynna forrit og gagnasöfn

AMTSBÓKASAFNIÐ og Bókasafn Háskólans á Akureyri bjóða upp á dagskrá í dag, 4. september. Á Amtsbókasafnu verða kynnt forrit á vefnum sem þýða vefsíður kl. 17 til 19 í dag og á morgun. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Kynna sér íslensk málefni

RÁÐSTEFNA utanríkisráðuneytisins fyrir kjörræðismenn Íslands stendur nú yfir. Hún er sú fimmta af þessu tagi en áður voru sambærilegar ráðstefnur haldnar árin 1971, 1977, 1986 og 1995. Meira
4. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 306 orð | 1 mynd

Kynning á námskeiðum, ráðstefna og safnadagur

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður setti viku símenntunar í Eyjafirði í gær, en hún er nú haldin í annað sinn og er dagskráin fjölbreytt. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð | 2 myndir

LEIÐRÉTT

Tvö gröf féllu niður Í grein Más Wolfgangs Mixa, "Í fjötrum árangurslausrar vaxtastefnu?" sem birtist í laugardagsblaði Morgunblaðsins, á bls. 38, féllu niður tvö gröf sem áttu að fylgja greininni. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 138 orð

LEIÐRÉTT

Náttúruvernd ríkisins, ekki Náttúruverndarráð Trausti Baldursson hjá Náttúruvernd ríkisins vill koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri vegna greinar um bresku sjálfboðaliðasamtökin BTCV, British Trust for Conservation Volunteers. Meira
4. september 2001 | Landsbyggðin | 281 orð | 1 mynd

Lundapysjudraumur margra rætist

LÍTIL auglýsing frá R.B. íbúðagistingu í Vestmannaeyjum birtist í dagblaði síðsumars og hófst á þessum orðum: Láttu drauminn rætast, komið til Eyja og bjargið lundapysjunum. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Málfræðifyrirlestur í Árnagarði

WOLFGANG Viereck flytur fyrirlestur miðvikudaginn 5. september kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn er í boði Íslenska málfræðifélagsins og nefnist "The Computerisation of English Dialectal Data". Meira
4. september 2001 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Minni Hellna

LAUGARDAGINN 1. september opnaði Hildur Margrétardóttir myndlistarsýningu í Fjöruhúsinu á Hellnum sem hún kallar Minni Hellna. Myndirnar eru allar frá Hellnum, en Hildur á ættir að rekja þangað. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Nýr aðstoðarrektor á Bifröst

MAGNÚS Árni Magnússon lektor hefur tekið við stöðu aðstoðarrektors Viðskiptaháskólans á Bifröst af Bjarna Jónssyni. Magnús er fæddur 1968. Meira
4. september 2001 | Landsbyggðin | 164 orð | 1 mynd

Nýr hökull vígður í Hlíðarendakirkju

MIKIÐ fjölmenni var við messu í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð sl. sunnudag. Voru þar samankomnir margir af afkomendum hjónanna í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, auk eldri borgara úr Árbæjarsókn. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 194 orð

Nýr Rótarýklúbbur í Grafarvogi

MIÐVIKUDAGINN 5. september kl. 18:15 verður fyrsti fundur nýstofnaðs Rótarýklúbbs í Grafarvoginum. Fundarstaður klúbbsins hefur verið valinn og verða fundir í Grafarvogskirkju í hverri viku, á miðvikudögum kl. 18:15. Meira
4. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 52 orð

Ofanleiti verði lokað

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ofanleitis sem felur í sér að götunni verði lokað þannig að aðkoma að bílastæðum Verslunarskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur verði einungis frá Listabraut. Meira
4. september 2001 | Miðopna | 2139 orð | 2 myndir

"Þurfum að samræma réttlæti og sættir"

Miklar vonir eru bundnar við Xanana Gusmao, frelsishetju Austur-Tímor, sem loks hefur fallist á að bjóða sig fram til forseta þessa bláfátæka ríkis. Margrét Heinreksdóttir var í hópi blaðamanna sem ræddu við Gusmao í Dili, höfuðstað Austur-Tímor. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 163 orð

Rannsóknarstofnun LSH tekur til starfa

RANNSÓKNARSTOFNUN Landspítala - háskólasjúkrahúss tók formlega til starfa nú 1. september. Fimm rannsóknarstofur falla undir skipulag hennar. Þær eru blóðmeinafræðideild, meinefnafræðideild, ónæmisfræðideild, sýklafræðideild og veirufræðideild. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Rúmlega 48% voru á faraldsfæti

RÖSKLEGA 48% landsmanna voru á faraldsfæti um verslunarmannahelgina samkvæmt könnun Þjóðarpúls Gallup. Tæplega 52% nutu helgarinnar heima við. Hæst hlutfall yngri aldurshópanna var í þeim hlutanum sem ferðaðist um helgina. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 360 orð

Samstarf Háskóla Íslands og Listaháskóla

HÁSKÓLI Íslands auglýsti um helgina laust til umsóknar starf prófessors í arkitektúr við skólann. Auglýst er að verkefni prófessors í arkitektúr verði meðal annars fólgin í undirbúningi og umsjón með kennslu og rannsóknum í arkitektúr. Meira
4. september 2001 | Erlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Schröder hlífir Scharping

RUDOLF Scharping, varnarmálaráðherra Þýzkalands, virtist í gær geta verið nokkuð viss um að halda ráðherraembætti sínu, eftir að Gerhard Schröder kanzlari varði hann gegn afsagnarkröfum af hálfu stjórnarandstöðunnar. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Síðasti snjóskafl Esjunnar

BRÆÐURNIR Bjarni og Brynjólfur Eyvindssynir brugðu sér í gönguferð á Esjuna sl. laugardag, 1. september, og gengu þá fram á snjóskafl í austanverðu fjallinu, sem hefur náð að tóra af sumarið. Að sögn Bjarna er skaflinn um 250 til 300 fermetrar að stærð. Meira
4. september 2001 | Landsbyggðin | 235 orð | 1 mynd

Skemmtiferðaskipið Evrópa við Húsavík

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Evrópa kom inn á Skjálfandaflóa fyrir skömmu og létti akkerum skammt fyrir utan höfnina á Húsavík. Skipið sem skráð er í Nassau á Bahamaeyjum er það stórt að það kemst ekki að bryggju í Húsavíkurhöfn. Meira
4. september 2001 | Suðurnes | 232 orð | 1 mynd

Skjaldborg gefur vísi að bókasafni í Lyngseli

BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg hefur gefið Lyngseli í Sandgerði vísi að bókasafni. Svæðisskrifstofa Reykjaness rekur skammtímavistun fyrir fötluð börn í Lyngseli. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 39 orð

Skúta strandaði

LÍTIL skúta strandaði við Engey á ellefta tímanum í gærkvöldi. Einn maður var um borð og gerði hann Tilkynningaskyldunni viðvart um strandið. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 1532 orð | 1 mynd

Slys á börnum algengari hér en á Norðurlöndum

Talið er að 30 til 35 þúsund börn á Íslandi verði fyrir slysum á hverju ári. Kynntar voru nýjar rannsóknarniðurstöður á ráðstefnu um slysavarnir barna og unglinga, þar sem fram kemur að barnaslys eru mun algengari hér á landi en á Norðurlöndunum. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

STUÐNINGUR við ríkisstjórnina mælist nú 61% skv. nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var í ágúst, og hefur aukist úr 55% frá síðustu könnun sem gerð var í júlí. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið og mælist nú 43% en var 41% í síðustu könnun. Meira
4. september 2001 | Suðurnes | 156 orð

Sumarhúsabyggð á Þóroddsstöðum

BÆJARRÁÐ Sandgerðis hefur samþykkt að láta gera deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Þóroddsstaða. Meginhluti lands jarðarinnar Þóroddsstaða er í eigu Sandgerðisbæjar. Býlið sjálft og land umhverfis er þó í einkaeigu. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Sýknað í tveimur málum en sakfellt í 28

LYKTIR 28 sakamála sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra höfðaði fyrir dómi á árinu 2000 urðu þær að sakfellt var í öllum málunum, en tvö mál þar fyrir utan enduðu með sýknudómi, samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Sýnikennsla í málunartækni

Á MORGUN miðvikudaginn 5. sept. kl. 16.30-18.30 verður Vera Sörensen, myndlistarmaður og kennari, með sýnikennslu í BOB ROSS-málunartækni í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7. Vera er fyrsti fullgildi kennari í málunartækni BOB ROSS á Íslandi. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Tengivagn valt í Hvalfjarðargöngunum

TENGIVAGN flutningabifreiðar valt norðanmegin í Hvalfjarðargöngunum í gærkvöldi og þurfti að loka göngunum í nokkrar klukkustundir. Ekki urðu slys á fólki og voru ekki aðrir bílar nálægir. Meira
4. september 2001 | Suðurnes | 278 orð | 1 mynd

Tókst aftur að koma fólki á óvart

LJÓSANÓTT, menningarnóttin í Reykjanesbæ, tókst vel. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Umsátursástand í vesturbænum

KARLMAÐUR í íbúð við Tómasarhaga í Reykjavík var handtekinn upp úr kl. 20 í gærkvöldi eftir umsátursástand við götuna. Maðurinn hafði gengið berserksgang fyrir utan húsið og þegar lögreglan var kvödd á vettvang á sjötta tímanum lokaði hann sig þar inni. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 787 orð

Útlendingar draga úr fólksfækkun á landsbyggðinni

Enn fækkar landanum á landsbyggðinni en fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborgara dregur víða úr fólksfækkuninni. Útlit er fyrir að í ár verði fjölgun á landsbyggðinni vegna millilandaflutninga meiri en nokkru sinni. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Veiddi 27 punda hæng

EYÞÓR Sigmundsson póstkortaútgefandi veiddi 27 punda hæng í Símastreng í Laxá í Aðaldal í gærmorgun og er það stærsti laxinn sem frést hefur af úr íslenskri á það sem af er vertíð. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 227 orð

Vilja tæknigarða og háskóla í Hafnarfjörð

BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði kanna nú möguleika á uppbyggingu tæknigarðs og Tækniháskóla á því landi sem nú er verið að skipuleggja á Vallar-, Selhrauns- og Hellnahraunssvæði. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 324 orð

Vill vera áfram hjá föður sínum á Íslandi

ÚRSKURÐUR Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp sl. föstudag um að faðir 9 ára gamals drengs skuli afhenda hann móðurinni sem býr í Frakklandi, var í gær kærður til Hæstaréttar. Meira
4. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 156 orð | 1 mynd

Víkurskóli kominn í viðunandi horf

UMHVERFI og kennslusvæði Víkurskóla er nú komið í viðunandi horf að mati Gunnars Kristinssonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, en eins og Morgunblaðið greindi frá um helgina setti Heilbrigðiseftirlitið ákveðin skilyrði fyrir... Meira
4. september 2001 | Erlendar fréttir | 241 orð

Vonir bundnar við framhald borana

EFTIR að hafa borað um fjóra kílómetra niður í færeyska landgrunnið - og kostað til þess sem svarar um tveimur milljörðum íslenzkra króna - er nú orðið ljóst að norska olíufélagið Statoil hefur í sumar ekki tekizt að finna olíu í vinnanlegu magni. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Vænn urriði í Apavatni

FÁTT er betra á borðum en glænýr fiskur úr sjó eða ám og vötnum landsins. Margir bregða fyrir sig stöngum og veiðihjólum við veiðarnar á meðan aðrir leggja net sem þeir vitja eftir hæfilegan tíma. Meira
4. september 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð

Þrefaldur og fimmfaldur fyrsti vinningur

FYRSTI vinningur verður þrefaldur í Víkingalottóinu á morgun, miðvikudag, og mun hann verða í kringum 180 milljónir króna. Í Laugardagslottóinu verður vinningurinn fimmfaldur og stefnir í að verða um eða yfir 20 milljónir. Meira

Ritstjórnargreinar

4. september 2001 | Staksteinar | 340 orð | 2 myndir

Atvinnutækifæri ófaglærðra

GUNNAR Tryggvason verkfræðingur skrifar pistil á vefsíðu Samfylkingarinnar, sem nefnd er politik is. Þar fjallar hann um atvinnuástandið. Meira
4. september 2001 | Leiðarar | 689 orð

ENGRA KOSTA VÖL

Í Morgunblaðinu sl. laugardag var frá því skýrt, að geðdeild Landspítalans í Fossvogi, sem áður var geðdeild Borgarspítalans, yrði flutt í geðdeildarhúsið við Hringbraut. Þessa ákvörðun skýrði Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, m.a. Meira

Menning

4. september 2001 | Fólk í fréttum | 513 orð | 2 myndir

Bandaríkin leysast upp

Give Me Liberty eftir Frank Miller. Teiknuð af Dave Gibbons. Bókin var upprunalega gefin út árið 1990, þá í fjórum hlutum. Þessi kilja var gefin út árið '92 af Dell Graphics. Fæst í myndasöguverslun Nexus, Hverfisgötu 103. Meira
4. september 2001 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Britney og Justin giftast

TURTILDÚFURNAR Britney Spears og Justin Timberlake hafa ákveðið að ganga í hnapphelduna. Justin bar upp bónorðið á heimili umboðsmanns þeirra í Flórída þar sem þau eru við upptökur á dúett sem þau ætla að syngja saman á nýjustu plötu Britney. Meira
4. september 2001 | Menningarlíf | 671 orð | 2 myndir

Fjölbreytni einkennir leikárið

Þjóðleikhúsið hefur nýtt leikár með frumsýningu á Hver er hræddur við Virginiu Woolf? hinn 15. september. Áætlaðar eru 12 frumsýningar en fjögur verk verða tekin upp frá fyrra leikári. Meira
4. september 2001 | Skólar/Menntun | 108 orð

Fyrirlestrar úr Þekkingarsmiðjunni

ÞEKKINGARSMIÐJA IMG tekur þátt í viku símenntunar. Vinnustöðum var boðið að fá til sín skemmtilega og fræðandi fyrirlesara úr hópi þjálfara, og var tilboðinu mjög vel tekið. Að minnsta kosti 20 fyrirlestrar á vegum Þekkingarsmiðjunnar verða haldnir hjá... Meira
4. september 2001 | Fólk í fréttum | 268 orð | 1 mynd

Haustvertíðin hafin

STEFNUMÓT Undirtóna halda áfram að bjóða upp á skjól fyrir ungar og upprennandi íslenskar dægurlagasveitir á Gauki á Stöng í haust. Vagg og velta er temað í þetta skiptið en það eru sveitirnar Singapore Sling og Fidel sem leika. Meira
4. september 2001 | Fólk í fréttum | 360 orð | 1 mynd

Kennir Geri um átröskun sína

VICTORIA Beckham, gamla "snobb-kryddið", sakar fyrrverandi vinkonu sína Geri Halliwell um að hafa raskað átvenjum sínum. Meira
4. september 2001 | Tónlist | 1048 orð | 1 mynd

Milli svefns og vöku

Z-ástarsaga (frumfl.) eftir Sigurð Sævarsson við samnefnda bók Vigdísar Grímsdóttur. Ingveldur Ýr Jónsdóttir (Anna), Jóhanna Guðríður Linnet (Z), Bryndís Jónsdóttir (Arnþrúður). Jónas Sen, Baldur Þ. Guðmundsson, Helga Laufey Finnbogadóttir, Vilhelmína Ólafsdóttir og Elín Halldórsdóttir, hljómborð. Leikstjóri: Helga Vala Helgadóttir. Hljómsveitarstjóri: Sigurður Sævarsson. Laugardagurinn 1. september kl. 20. Meira
4. september 2001 | Fólk í fréttum | 237 orð | 2 myndir

Mjúkir menn og mannætur

HANNIBAL tekst ekki að narta í Mel Gibson og kvennaráð hans þessa vikuna, sem á sér þá eðlilegu skýringu að mannætan matvanda birtist ekki á myndbandaleigum fyrr en seint í síðustu viku. Meira
4. september 2001 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Ný plata væntanleg

HLJÓMSVEITIN Oasis er við það að klára upptökur á sinni fimmtu breiðskífu. Meira
4. september 2001 | Menningarlíf | 467 orð | 1 mynd

"Óvænt hvatning"

VERKIÐ 10-11 fyrir píanó og strengjasveit eftir Stefán Arason hreppir Evrópsku tónskáldaverðlaunin í ár en þau eru veitt í tengslum við alþjóðlega hátíð æskuhljómsveita í Berlín. Stefán tekur við verðlaununum, 10. Meira
4. september 2001 | Skólar/Menntun | 649 orð | 1 mynd

September hefst á símenntun

Vika símenntunar/ Ástæðan fyrir áherslunni á tungamál í viku símenntunar er sögð vera lega landsins og sérstaða tungumálsins. Kunnátta í erlendum tungumálum sé því nauðsynleg hverjum Íslendingi, sem ætlar að eiga samskipti við fólk annarrar tungu. Meira
4. september 2001 | Skólar/Menntun | 462 orð | 1 mynd

Símenntunarmiðstöðvar

Símenntunarmiðstöðvar landsins eru miðpunktur hvers landshluta í viku símenntunar. Sjöunda september bætist níunda stöðin við og verður hún í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hér eru nefnd örfá dæmi úr viðamiklum dagskrám stöðvanna. Meira
4. september 2001 | Fólk í fréttum | 199 orð | 1 mynd

Sveitasæla

Sjöunda breiðskífa hljómsveitar Paddys McAloons sem nú nýtur aðstoðar gamla upptökustjóra Davids Bowies, Tonys Viscontis. Meira
4. september 2001 | Tónlist | 564 orð | 1 mynd

Þar sem listfengi fær dýpri merkingu ...

Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Faure, Duparc. Sibelíus, Korngold og Grieg. Sunnudagurinn 2. september 2001. Meira
4. september 2001 | Fólk í fréttum | 392 orð | 1 mynd

Þetta verður gjörningur

Í KVÖLD kl. 21 hefjast fyrstu tónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur á Kaffi Reykjavík. Meira

Umræðan

4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 37 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í gær, mánudaginn 3. september, varð fimmtug Unnur Guðjónsdóttir, Suðurgötu 24, Sandgerði. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Sverrir Jónsson, á móti ættingjum og vinum, laugardaginn 8. september kl. Meira
4. september 2001 | Aðsent efni | 831 orð | 1 mynd

Aðför að Nesstofu

Enn má koma í veg fyrir, segir Högni Óskarsson, þetta fyrirhugaða menningarsögulega skemmdarverk og umhverfisspjöll. Meira
4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 418 orð

Áfengisauglýsingar í mótsögn við siðareglur og lög

ÁFENGISAUGLÝSINGAR hafa undanfarið verið birtar í sjónvarpi þrátt fyrir að slíkar auglýsingar séu bannaðar. Þar hafa hagsmunaaðilar tekið sér frelsi til að auglýsa vöru sem bannað er að auglýsa af því að þeim finnst bannið ekki réttlátt. Meira
4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 507 orð | 1 mynd

Barnakórastarf í Seljakirkju

BARNAKÓRAR hafa starfað af fullum krafti í Seljakirkju í mörg ár. Börn allt frá fjögra ára aldri hafa sungið í kór af hjartans list. Nú verður enn bætt um betur og stofnaður drengjakór. Meira
4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 28. júlí sl. í Glerárkirkju af sr. Gunnlaugi Garðarssyni Anna Berglind Pálmadóttir og Helgi Rúnar Pálsson. Heimili þeirra er á... Meira
4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 337 orð

Fyrirspurn til stjórnar Bridgesambands Íslands

DAGANA 16. til 30. júní var haldið Evrópumót í bridge á eyjunni Tenerife. Að venju sendu Íslendingar lið til keppni í opnum flokki. Meira
4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 126 orð

HITT

Ég elska þig, logn, er við ylríka sól hið ilmandi blóm prýðir grænkandi hól, þegar speglandi sjórinn er spenntur og þaninn og spóinn í heiðinni talar við svaninn. Ég hata þig, stormur, því hvað er þitt vald? Meira
4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 852 orð

(II. Tím. 4, 7.)

Í dag er þriðjudagur 4. september, 247. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. Meira
4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 558 orð

Maður sem kann að spara

NÁGRANNI minn og kunningi er einn af þeim sem keypt hefur sér lítið sumarhús á Suður-Spáni. Á hverju hausti fara þau hjónin út til Spánar og eyða íslenska vetrinum í hlýjunni þarna suður frá. Meira
4. september 2001 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Morgunblaðið hvetur til lögbrota

Komur á sjúkrahúsið Vog, segir Ólafur Sveinsson, hafa haldist í hendur við aukna áfengisneyslu. Meira
4. september 2001 | Aðsent efni | 904 orð | 1 mynd

Nokkur orð um stofnanaofbeldi

Forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar hugnast betur að beita stofnanaofbeldi, segir Kristján Jósteinsson, en að fara að þeim leikreglum sem eiga að gilda í siðuðu réttarríki. Meira
4. september 2001 | Aðsent efni | 399 orð | 1 mynd

Samkomulag var gert við trillukarla

Enginn vafi lék á, segir Örn Pálsson, að samkomulag var gert og við samkomulag á að standa. Meira
4. september 2001 | Bréf til blaðsins | 450 orð

SIGUR íslenska landsliðsins í knattspyrnu í...

SIGUR íslenska landsliðsins í knattspyrnu í leiknum gegn Tékkum síðastliðinn laugardag gefur liðinu óvænta möguleika á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti. Meira
4. september 2001 | Aðsent efni | 1135 orð | 2 myndir

Snemmskimun í þungun er jákvæð viðbót

Nýja aðferðin hefur þann kost að allar konur geta nýtt sér hana, segir Reynir Tómas Geirsson, ekki bara þær sem eru orðnar 35 ára. Meira
4. september 2001 | Aðsent efni | 671 orð | 1 mynd

Tap eða gróði af ESB-aðild?

Öllu sæmilega skynbæru fólki, segir Hannes Jónsson, ætti að vera ljóst að með öllum þessum stóru ókostum væri ESB-aðild of dýru verði keypt. Meira
4. september 2001 | Aðsent efni | 503 orð | 2 myndir

Velkomin í Háskólann

Fyrir hönd Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segja Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Dagný Jónsdóttir, bjóðum við nýnema við Háskólann velkomna. Meira
4. september 2001 | Aðsent efni | 825 orð | 1 mynd

Vika símenntunar

Mikilvægt er, segir Stefanía K. Karlsdóttir, að leggja sérstaka áherslu á tungumála- og tölvukunnáttu. Meira

Minningargreinar

4. september 2001 | Minningargreinar | 530 orð | 1 mynd

ANNA SIGURBORG FINNSDÓTTIR

Anna Sigurborg Finnsdóttir fæddist á Sandbrekku (Melagötu 15) í Neskaupstað 21. febrúar 1918. Hún andaðist á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnur Sigfús Jónsson bátasmiður, f. 9. október 1888, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
4. september 2001 | Minningargreinar | 2900 orð | 1 mynd

ÁSGEIR RAGNAR TORFASON

Ásgeir Ragnar Torfason fæddist á Halldórsstöðum í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu 14. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Torfi Hjálmarsson bóndi, f. 19.11. 1892, d. 5.6. Meira  Kaupa minningabók
4. september 2001 | Minningargreinar | 1555 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR

Guðrún Árnadóttir fæddist á Húsavík 23. júní 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Jónatansson trésmiður og Matthildur Gunnarsdóttir. Þau eru bæði látin. Meira  Kaupa minningabók
4. september 2001 | Minningargreinar | 2330 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ESTER ELÍSDÓTTIR

Sigríður Ester Elísdóttir fæddist í Hafnarfirði 31. mars 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elís Ólafsson, f. 1.9. 1888, d. 16.4. 1957, og Helga Sigfúsdóttir, f. 24.9. 1892, d. 11.8. 1974. Meira  Kaupa minningabók
4. september 2001 | Minningargreinar | 1887 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR

Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 9. október 1947. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 27. ágúst. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 101 orð

10,4% í Keflavíkurverktökum seld

EISCH Holding SA hefur keypt hlutabréf í Keflavíkurverktökum hf. að nafnvirði kr. 32,5 milljónir. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 248 orð | 1 mynd

Aðhaldsaðgerðir hjá Strax

GRIPIÐ hefur verið til harðra aðhaldsaðgerða hjá fyrirtækinu Strax á undanförnum mánuðum, að sögn Ingva Tómassonar, forstjóra, stofnanda og stjórnarmanns félagsins. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 501 orð | 1 mynd

Áfram uppsagnir í tæknigeiranum

ALLMÖRG fyrirtæki í upplýsinga- og tæknigeiranum hafa verið að segja upp starfsfólki á undanförnum dögum og vikum. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Enn tap hjá Basisbank

TAP af rekstri dansk-íslenska netbankans Basisbank á fyrri helmingi ársins 2001 nam 24,6 milljónum danskra króna, tæplega 300 milljónum íslenskra króna. Tap síðasta árs var 58 milljónir danskra króna, sem jafngildir um 700 milljónum íslenskra króna. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Hagnaður fyrir afskriftir jókst verulega

TAP af rekstri SR-mjöls nam tæpum 306 milljónum króna á fyrri árshluta en tap af sama tímabili í fyrra nam 186 milljónum króna. Fjármagnsliðir voru neikvæðir 513 milljónir. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Jón Ólafsson kaupir í Íslandsbanka

Jón Ólafsson og co. sf. keypti sl. fimmtudag 8 milljónir að nafnverði hlutafjár í Íslandsbanka á verðinu kr. 3,78. Söluverð hlutarins er því rúmar 30 milljónir. Eignarhlutur Jóns Ólafssonar og co. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Kaupþing með 20,17% í Jarðborunum

KAUPÞING hefur aukið hlut sinn í Jarðborunum. Eignarhlutur Kaupþings er nú 20,17% eða 52.357.131 króna að nafnvirði en var áður 18,54% eða 48.127.131 króna að nafnvirði. Kaupþing keypti hlutafé í Jarðborunum fyrir 4.320 þúsund krónur þann 28. ágúst sl. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 403 orð

Lagaleg staða ekki ljós

RÍFLEGA 1,1 milljarður króna kom í hlut meðeigenda Baugs hf. í A-Holding, þegar Baugur keypti A-Holding að fullu í maí á þessu ári og eignaðist þar með rúm 20% hlutafjár í breska smásölufyrirtækinu Arcadia Group. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 99 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.040,57 -0,52 FTSE 100 5.312,1 -0,62 DAX í Frankfurt 5.094,1 -1,81 CAC 40 í París 4. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 181 orð | 1 mynd

Mikil kolmunnaveiði

KOLMUNNAAFLI okkar Íslendinga á þessu ári er orðinn um 223.000 tonn samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Alls hefur verið landað um 264.000 tonnum af kolmunna hér og er hlutur útlendinga því um 41.000 tonn. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Rúnar hættur hjá AcoTæknivali

RÚNAR Sigurðsson, stofnandi Tæknivals og fyrrverandi forstjóri, er hættur störfum hjá nýlega sameinuðu félagi AcoTæknivals. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Samherji með 65% eignarhlut í Íslandslaxi

SAMHERJI hf. hefur keypt 14,7% eignarhlut í Íslandslaxi hf. í Grindavík og nemur kaupverð eignarhlutarins um 51 milljón króna. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. september síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 263 orð

Skora á Alþingi að hafna auðlindagjaldi

NÍUNDA ársþing Samtaka sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra (SSNV) skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að standa fast gegn álagningu auðlindagjalds á sjávarútveg, hvort sem um er að ræða fyrningarleið eða sérstaka gjaldtöku. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Straumur eykur hlut sinn í Olís

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Straumur hefur keypt rúmlega 10 milljónir að nafnverði í Olíuverslun Íslands hf. Eignarhlutur Straums í Olís er nú 6,45% eða 43,2 milljónir að nafnverði. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Tap Plastprents hf. 88 milljónir

TAP Plastprents hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 2001 nam 88 milljónum króna en 6 milljóna tap var á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur jukust milli ára um 38% og námu 731 milljón króna. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 322 orð | 1 mynd

Umframafkastageta í fraktflutningum

Í GREIN í The Financial Times kemur fram að afkastageta í fraktflutningum fer nú vaxandi á sama tíma og eftirspurnin hefur heldur dvínað. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 1231 orð | 1 mynd

Vaxtastefnan

Það er einfaldlega rangt að gera því skóna að Seðlabankinn hafi einhvern áhuga á að viðhalda meira aðhaldi í peningamálum og framkalla meiri hjöðnun eftirspurnar en nauðsynlegt er, skrifar Már Guðmundsson, til að ná verðbólgumarkmiði bankans. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 95 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. '00 3.931 199,1 244,6 196,8 Okt. Meira
4. september 2001 | Viðskiptafréttir | 247 orð

Þróunarfélagið skilaði 1,4 milljarða króna tapi

ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. skilaði 1.409 milljóna króna tapi á fyrri helmingi ársins 2001, samkvæmt uppgjöri félagsins. Meira

Daglegt líf

4. september 2001 | Neytendur | 412 orð | 1 mynd

Ávextir og grænmeti hérlendis að mestu laus við varnarefni

ÚT ER komin skýrsla um varnarefni í grænmeti og ávöxtum árið 2000 sem Hollustuvernd ríkisins gefur út en stofnunin hefur annast reglubundið eftirlit með magni varnarefna í ávöxtum og grænmeti frá árinu 1991. Meira
4. september 2001 | Neytendur | 78 orð

Eru pylsur hollur matur?

Eru pylsur hollur matur? Það er ómögulegt að segja að einhver ein matvara sé óholl heldur verður að líta á máltíðina í heild, að sögn Laufeyjar Steingrímsdóttur, matvælafræðings hjá Manneldisráði. Meira
4. september 2001 | Neytendur | 201 orð

Hömlur settar á innflutning hingað

MIKIÐ magn af eiturefninu PAH hefur greinst í ákveðinni gerð ólífuolíu, Diana nefnist hún og hefur hún nú verið innkölluð í 13 Evrópulöndum, m.a. Bretlandi, Noregi og Danmörku. Meira
4. september 2001 | Neytendur | 55 orð | 1 mynd

Sólhattur

Á MARKAÐ eru komin sólhattshylki frá Futurebiotics sem innihalda einnig 500 mg af Ester-C-vítamíni og Propolis. Meira
4. september 2001 | Neytendur | 109 orð | 1 mynd

Þrælahald í kakóframleiðslu

STÆRSTU súkkulaðiframleiðendur í heimi, til dæmis Toms, Cadbury og Nestlé, kaupa kakó frá vestur-afrískum framleiðendum en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og ýmsum mannréttindasamtökum vinnur mikill fjöldi barna á... Meira

Fastir þættir

4. september 2001 | Fastir þættir | 892 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Blálanga 99 99 99 334...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Blálanga 99 99 99 334 33,063 Keila 69 69 69 29 2,001 Langa 136 136 136 289 39,309 Lúða 620 320 450 141 63,420 Skarkoli 125 125 125 17 2,125 Skarkoli/Þykkvalúra 150 150 150 263 39,447 Skötuselur 326 326 326 54 17,604 Und. Meira
4. september 2001 | Fastir þættir | 307 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson.

MIKILLAR íhaldssemi gætir í notkun á útspilsreglum í bridsheiminum. Nægir að nefna 11-regluna, að spila út fjórða hæsta frá langlit, sem margir líta á sem trúaratriði. Meira
4. september 2001 | Fastir þættir | 1066 orð | 3 myndir

Hörð barátta og óvænt úrslit í landsliðsflokki

31.8.-8.9. 2001 Meira
4. september 2001 | Viðhorf | 857 orð

Með kvölum af hvölum

Hér segir af því hvernig draumur um hvalveiðar dofnar í samskiptum við útlendinga sem álíta hvalveiðar kannski meira en alls ekki minna en morð. Meira
4. september 2001 | Fastir þættir | 202 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri er lauk nýverið í Aþenu í Grikklandi. Sigurvegarinn, Ungverjinn Peter Acs (2514), hafði hvítt gegn Kalin Karakehajov (2316). 21. Hxg7! De8 21... Meira

Íþróttir

4. september 2001 | Íþróttir | 1218 orð | 1 mynd

Afgerandi sigur

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson á Subaru Impreza sigruðu í alþjóðarallinu Rally Reykjavík sem lauk á laugardaginn og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í ellefta sinn. Sigurinn var afar öruggur þar sem það munaði rúmlega fjórum og hálfri mínútu á þeim og Sigurði Braga Guðmundssyni og Rögnvaldi Pálmasyni á MG Metro eftir að hafa lagt að baki 318 km á sérleiðum. Feðgarnir óku þessar sérleiðir á tímanum 2:55:45 sem gerir 109 km meðalhraða. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 189 orð

Aukaleikjum HM raðað niður

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur raðað niður leikjum sem fara fram um laus sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í S-Kóreu og Japan næsta sumar. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 1255 orð | 6 myndir

Bestu úrslit landsliðsins frá upphafi

Laugardagurinn 1. september árið 2001 er klárlega kominn í sögubækurnar sem einn af hápunktunum í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 295 orð

Blóðpollar á vellinum

Pavel Srnicek markvörður Tékka hafði í nógu að snúast á Laugardalsvellinum á laugardag og þrisvar sinnum mátti Srnicek hirða knöttinn úr netmöskvunum. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 330 orð

Búið spil hjá Hollendingum

LUIS Van Gaal, landsliðsþjálfari Hollendinga í knattspyrnu, segist ekki hafa nein áform um að hætta starfa sínu þrátt fyrir ósigurinn gegn Írum í Dublin. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 377 orð

Búlgarar skutust á toppinn

Danir fögnuðu mjög úrslitunum í leik Íslendinga og Tékka en gleðin breyttist í vonbrigði þegar niðurstaðan í leik Dana og N-Íra á Parken í Kaupmannahöfn varð 1:1 jafntefli. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Eiður Smári ekki til sölu

FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea staðfestu við Morgunblaðið í gær að Eiður Smári Guðjohnsen væri ekki til sölu. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 279 orð | 1 mynd

* ENGIN meiðsli hrjá íslensku landsliðsmennina...

* ENGIN meiðsli hrjá íslensku landsliðsmennina í knattspyrnu sem komu til Belfast um miðjan dag á sunnudag og búa sig undir leikinn við Norður-Íra annað kvöld. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 76 orð

Enginn í leikbann

ÞRÁTT fyrir að þrír íslenskir leikmenn fengju gula spjaldið gegn Tékkum verður enginn í banni gegn Norður-Írum annað kvöld. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 233 orð

ENGLAND 1.

ENGLAND 1. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 383 orð

Eyjólfur dreif liðið áfram

Andri Sigþórsson, sem gekk til liðs við Molde á dögunum skoraði annað mark sitt fyrir íslenska landsliðið í fjórum leikjum en hann var einnig á skotskónum í síðasta mánuði þegar Íslendingar og Pólverjar gerðu jafntefli, 1:1. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 100 orð

Eyjólfur er markahæstur

EYJÓLFUR Sverrisson er orðinn markahæsti leikmaður Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins frá upphafi en með mörkunum tveimur gegn Tékkum eru þau orðin fimm alls hjá honum. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 158 orð

Eyjólfur fundvísastur

EYJÓLFUR Sverrisson átti aðeins eina misheppnaða sendingu gegn Tékkum á laugardag. Eyjólfur átti alls 14 sendingar í leiknum og af þeim enduðu 13 á samherja. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Hafsteinn fyrstur

FYRSTA körtumót Reis-bíla fór fram á laugardag í Reykjanesbæ og varð Hafsteinn Sigurðsson sigurvegari. Hafsteinn tryggði sér stöðu á ráspól eftir tímatöku og eftir að keppni hófst var stöðu hans aldrei ógnað og kom hann fyrstur í mark. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 270 orð

Haukar og Víkingar unnu ÍSLANDS- og...

Haukar og Víkingar unnu ÍSLANDS- og bikarmeistarar Hauka í handknattleik hófu keppnistímabilið líkt og þeir enduðu það síðasta í vor. Haukar tryggðu sér um helgina sigur á opna Reykjavíkurmótinu með því að leggja granna sína úr FH í úrslitaleik, 33:23. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 126 orð

Helgi með brjósklos

HELGI Kolviðsson dró sig út úr íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Tékkum vegna meiðsla í baki og verður heldur ekki með gegn Norður-Írum í Belfast. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 92 orð

Ísland - Írland 78:84 Njarðvík, forkeppni...

Ísland - Írland 78:84 Njarðvík, forkeppni Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik laugardaginn 1. september 2001. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 191 orð

Kennir agaleysi um

JOSEF Chovanec þjálfari tékkneska liðsins var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti á blaðamannafund eftir leik og af svipbrigðum hans mátti ráða að honum var greinilega brugðið eftir 3:1 tap á Laugardalsvelli gegn Íslendingum. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Koller hrækti á Hermann Hreiðarsson

Atvikið á 38. mínútu þegar Jan Koller var rekinn af velli var einn af vendipunktunum í leik Íslands og Tékklands á laugardaginn. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 172 orð

Koller neitar sök

RISINN Jan Koller í liði Tékka og leikmaður með Dortmund í Þýskalandi kannast ekki við að hafa hrækt á Hermann Hreiðarsson en ítalski dómarinn Domenico Messina rak Koller útaf á 38. mínútu. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 46 orð

Ljónsbikarinn Tungudalsv.

Ljónsbikarinn Tungudalsv. Ísafirði: Án forgjafar Gunnsteinn Jónsson, GSE 157 Magnús G. Gíslason, GÍ 158 Birgir Olgeirsson, GBO 160 Með forgjöf Haukur Eiríksson, GÍ 138 Runólfur K. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 605 orð

Markaregn í lokaumferð

ÞAÐ var sannkallað markaregn sem knattspyrnukonur í efstu deild buðu upp á í síðustu umferð Íslandsmótsins á sunnudag. Fyrir umferðina var ljóst að Breiðablik yrði meistari og því fékk liðið afhentan Íslandsbikarinn þrátt fyrir að tapa lokaleiknum gegn Stjörnunni 4:0. KR gerði góða ferð til Grindavíkur og sigraði 12:0 á meðan Valur hafði betur gegn FH 9:0 og ÍBV sigraði Þór/KA/KS 8:1. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Ragnar Grímsson , forseti...

* ÓLAFUR Ragnar Grímsson , forseti Íslands , var heiðursgestur á leiknum. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 394 orð

Sá að aðstoðardómarinn fylgdist með

"ÉG held að það sé ekki spurning að þessi leikur fer í bókina sem eftirminnilegasti leikurinn sem ég hef spilað. Að vinna Tékka hlýtur að vera eins og að vinna titil í þessari deild sem maður er að spila. Ég held að við megum vera stoltir af frammistöðu okkar," sagði Arnar Þór Viðarsson við Morgunblaðið eftir leikinn. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 313 orð

Schumacher bætti met Prost

ÞRÁTT fyrir að Michael Schumacher hafi sigrað í belgíska kappakstrinum á sunnudag og tryggt sér sigur í 52. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 152 orð

Sigurður gerir breytingar

ÍSLENSKA 21-árs landsliðið mætir Norður-Írum í Evrópukeppninni í dag og er leikið í bænum Lurgan í nágrenni Belfast, á heimavelli úrvalsdeildarliðsins Glenavon. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 523 orð | 1 mynd

Sigur liðsheildarinnar

EYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sýndi og sannaði hversu frábær leiðtogi hann er á vellinum. Hann stjórnaði vörn íslenska liðsins eins og hershöfðingi og skoraði tvö frábær mörk - mörk sem slógu Tékka gjörsamlega út af laginu. Eyjólfur var að leika sinn 64. landsleik og spurning hvort þessi leikur toppar ekki langan og glæsilegan feril hans með landsliðinu. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 455 orð | 1 mynd

Sigur liðsheildarinnar

BLIKAKONUR voru allar sammála um að liðsheildin hefði verið mikilvægasti hlekkurinn í að vinna Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í ár. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 426 orð

Símadeild, efsta deild kvenna Breiðablik -...

Símadeild, efsta deild kvenna Breiðablik - Stjarnan 0:4 Elfa B. Erlingsdóttir 25., 31., Lilja Kjalarsdóttir 62., Freydís Bjarnadóttir 89. Grindavík - KR 0:12 - Olga Færseth 14., 60., 76., Hrefna Jóhannesdóttir 17., 18., 74., 89., Ásdís Þorgilsdóttir 21. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 1662 orð | 1 mynd

Stærsta stundin í knattspyrnusögu okkar

Ísland bar sigurorð af einu fremsta knattspyrnuliði Evrópu, því tékkneska, í eftirminnilegum leik á Laugardalsvelli á laugardaginn. Skammt er stórra högga á milli því annað kvöld leikur landsliðið gegn Norður-Írum í Belfast. Víðir Sigurðsson fylgdi liðinu þangað á sunnudaginn og ræddi við Atla Eðvaldsson, landsliðsþjálfara, um Tékkaleikinn, aðdraganda hans og útkomu, og verkefnið sem framundan er í norður-írsku höfuðborginni. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 618 orð

Undankeppni HM 1.

Undankeppni HM 1. riðill: Færeyjar - Luxemborg 1:0 Jens Kristian Hansen 85. víti - 1.470. Slóvenía - Rússland 2:1 Milan Osterc 62., Milenko Acimovic 90. víti - Egor Titov 72. - 9.000. Sviss - Júgóslavía 1:2 Hakan Yakin 24. - Savo Milosevic 39. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 261 orð | 1 mynd

Verðum að fylgja þessum leik eftir

Það var hreint frábært að ganga að velli og finna fyrir þessum mikla stuðningi. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 490 orð

Vinningur gekk Íslandi úr greipum

ÞRÁTT fyrir að eiga ekki möguleika til að komast af botni riðils síns og ekkert nema heiðurinn í húfi sýndi íslenska körfuknattleikslandsliðið því írska enga miskunn þegar liðin áttust við forkeppni Evrópumótsins í Njarðvík á laugardaginn. Lukkan gekk hinsvegar í lið með Írum síðustu mínúturnar þegar þeir náðu yfirhöndinni og sigruðu 78:84 í stórskemmtilegum leik. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 639 orð

VINNUFRIÐUR

KARLALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu náði einhverjum bestu úrslitum sínum frá upphafi á laugardaginn þegar það sigraði Tékka á sannfærandi hátt á Laugardalsvellinum. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 585 orð

Þjóðverjar voru niðurlægðir

Englendingar eiga vart orð til lýsa frábærum árangri sinna manna á knattspyrnuvellinum en Englendingar niðurlægðu Þjóðverja á ólympíuleikvanginum í München á laugardagskvöldið. Þetta var fyrsti sigur enska landsliðsins á því þýska í Þýskalandi frá 1965. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 96 orð

Þróttur komst upp

ÞRÓTTUR úr Reykjavík vann sér á laugardag rétt til að leika í efstu deild kvenna í knattspyrnu að ári, er liðið lagði Hauka 4:3 í úrslitaviðureign 1. deildar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Meira
4. september 2001 | Íþróttir | 455 orð | 1 mynd

Ættu að koma fótgangandi frá Íslandi

SIGUR Íslendinga á Tékkum var forsíðufrétt allra helstu dagblaða Tékklands á gær. Blaðamenn spara síst stóru orðin í umfjöllun sinni um tékkneska liðið og tala um mestu niðurlægingu í tékkneskri knattspyrnusögu og sum þeirra krefjast afsagnar þjálfarans. Meira

Fasteignablað

4. september 2001 | Fasteignablað | 209 orð | 1 mynd

Blikahjalli 6

Kópavogur - Fasteignasalan Smárinn hefur nú til sölu raðhús við Blikahjalla 6. Húsið er á tveimur hæðum og 235 ferm. að stærð, þar af er óskráð rými 40 ferm. og bílskúr 32 ferm. Ásett verð er 27,5 millj. kr. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 255 orð | 1 mynd

Byggt undir Miðjarðarhafið

Monaco liggur við Miðjarðarhafið, en er ekki nema tveir ferkílómetrar að flatarmáli. Þess vegna er hver fermetri þar afar verðmætur og til þess að auka húsrými hefur verið byggt upp í loftið, út í sjóinn og niður í jörðina. Samt vantar pláss. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 130 orð

Efnisyfirlit Agnar Gústafsson 19 Ás 12-13...

Efnisyfirlit Agnar Gústafsson 19 Ás 12-13 Ásbyrgi 33 Berg 7 Bifröst 35 Borgir 14-15 Eign.is 34 Eignaborg 13 Eignamiðlun 31 Eignaval 5 Fasteign. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 1287 orð | 6 myndir

Fasteign.is og Perla Investment á Spáni taka upp samstarf um sölu á fasteignum

Talsverður áhugi er nú hér á landi á fasteignum á Spáni. Magnús Sigurðsson ræddi við Guðmund Ágústsson lögfræðing og Ólaf B. Blöndal hjá fasteign.is og fjallar um starfsemi fasteignasölunnar Perla Investment á Spáni, sem íslenzk hjón eiga og reka. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Felligardína

Þetta er sérsaumuð og hönnuð felligardína frá Z-brautum & gluggatjöld efh í... Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 41 orð | 1 mynd

Fyrir tvo grunnskólanema

Hér má sjá herbergi þar sem búa tveir grunnskólanemar - strákur og stelpa. Um er að ræða sama rúmið fyrir bæði, það heitir Lo og það stækkar með barninu. Hægt er að hafa það sem himinsæng eða hátt rúm. Fæst í... Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 116 orð

Garðatorg 5 Garður 23 Gimli 16-17...

Garðatorg 5 Garður 23 Gimli 16-17 H-gæði 13 Híbýli 17 Holt 39 Hóll 40 Hraunhamar 18-19 Húsakaup 37 Húsið 9 Húsvangur 36 Höfði 27 Kjöreign 28 Lundur 22-23 Lyngvík 32 Miðborg 10 Skeifan 11 Smárinn 6 Stakfell 25 Valhöll... Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 127 orð | 1 mynd

Hamrahlíð 13

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Hóll er nú í einkasölu einbýlishús í Hamrahlíð 13 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1953 og er það kjallari og tvær hæðir. Alls er húsið að flatarmáli um 300 ferm. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 229 orð | 1 mynd

Haukalind 5

Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Borgir er nú í sölu raðhús að Haukalind 5 í Kópavogi. Um er að ræða steinhús, byggt 1997 og er það á tveimur hæðum, alls 193,8 ferm., þar af er innbyggður bílskúr 29 ferm. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 197 orð | 1 mynd

Háeyrarvellir 26

Eyrarbakki -Hjá fasteignasölunni Eignaval er nú til sölu gott íbúðarhús við Háeyrarvelli 26 á Eyrarbakka. Húsið er á tveimur hæðum, 262 ferm alls og með innbyggðum bílskúr. Það stendur á sjávarlóð. Ásett verð er 15,9 millj. kr. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Hátt rúm

Þetta er "tromsö", hátt rúm úr IKEA, það er úr lökkuðu stáli og er fínt í unglingaherbergi. Það er athvarf til leikja og tómstunda undir hinu háa rúmi. Þetta er eiginlega einskonar "mini" íbúð fyrir... Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 291 orð | 1 mynd

Hrísateigur 41

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Fold er nú í sölu einbýlishús að Hrísateigi 41 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1967 og á tveimur hæðum. Alls er húsið 285 ferm., þar af er innbyggður bílskúr 22 ferm. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Hægindastóll fyrir börn

Þessi stóll frá Ikea heitir Öland, þetta er hægindastóll fyrir börn og hentar jafnt í stofu sem í... Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 185 orð | 1 mynd

Naustabryggja 26

Reykjavík - Hjá Fasteignaþingi er nú í sölu þakíbúð (penthouse) að Naustabryggju 26. Íbúðin er í steinhúsi sem er þrjár hæðir og eru fjórar íbúðir í stigaganginum. Húsið var byggt árið 2000 og er íbúðin 170 fermetrar. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 335 orð | 1 mynd

Nýtt timburhús á steyptum grunni við Lækjargötu í Hafnarfirði

Hafnarfjörður - Hús í grennd við Lækinn í Hafnarfirði hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga, en Lækurinn setur mikinn svip á umhverfið, hvort heldur á sumrin eða á veturna. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 169 orð | 1 mynd

Nönnugata 12

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Gimli er nú í sölu einbýlishús að Nönnugötu 12 í Reykjavík. Þetta er hús úr steini og timbri, byggt 1926 og er það kjallari, hæð og ris. Húsið er 164,9 ferm. og með fylgir bílskúrsréttur. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 480 orð

Seljendur * Sölusamningur - Áður en...

Seljendur * Sölusamningur - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölusamningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Sófi frá 1860

Þessi fallegi sófi er í ný-rokokóstíl. Hann ermeð nýju silkiáklæði en sjálfur er sófinn frá 1860 og kemur til Antikmuna við Klapparstíg frá Danmörku. Svona húsgögn voru vinsæl þar í landi um miðja 19. öld og voru gjarnan úr... Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Sængurver og viðarrimlagardínur

Sængurver, lök og viðarrimlagardínur í Z-brautum & gluggatjöld í... Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Unglingaherbergi úr IKEA

Þarna eru tvö hornborð sett saman ásamt skúffueiningum. Þetta er úr línunni Bialitt. Fyrir ofan eru... Meira
4. september 2001 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.