Greinar miðvikudaginn 5. september 2001

Forsíða

5. september 2001 | Forsíða | 144 orð

Fjárreiður flokka í brennidepli

VAXANDI umræða er um það í Noregi, að skylda beri einstök flokksfélög til að gera grein fyrir fjárreiðum sínum, en samkvæmt gildandi lögum er sú krafa eingöngu gerð til flokkanna sjálfra eða landssamtakanna. Meira
5. september 2001 | Forsíða | 55 orð | 1 mynd

Gripið á lofti

TVEIR ungir menn, Sean Gandini (til vinstri) og Kati Yla-Hokkala sýna snilld sína við að halda mörgum keflum á lofti samtímis. Meira
5. september 2001 | Forsíða | 94 orð

HP og Compaq í eina sæng

HEWLETT-PACKARD tölvufyrirtækið bandaríska hyggst kaupa keppinautinn Compaq Computers fyrir um 25 milljarða dala, jafnvirði hátt í 2.490 milljarða íslenskra króna. Meira
5. september 2001 | Forsíða | 160 orð | 1 mynd

Mótmæli í Durban

RIGOBERTA Menchu Tum (fyrir miðju), sem er frá Gvatemala og friðarverðlaunahafi Nóbels, mótmælir því að sendinefndir Bandaríkjanna og Ísraels skyldu ganga af fundi Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma. Meira
5. september 2001 | Forsíða | 371 orð

Solana segir nokkurn árangur hafa náðst

VONIR glæddust um framhald friðarferlisins í Mið-Austurlöndum í gær, þrátt fyrir að Palestínumaður hafi framið sjálfsmorðsárás í Jerúsalem í gærmorgun. Meira
5. september 2001 | Forsíða | 205 orð

Til móts við hnattvæðingaróvini

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, fór í ræðu í gær skilningsríkum orðum um áhyggjur þær sem mótmælendur hnattvæðingar hafa lýst, svo sem að hún sé ólýðræðisleg í eðli sínu og leiði af sér arðrán fátæks fólks í þróunarlöndum. Meira

Fréttir

5. september 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð

Aflífa þurfti þrjú hross

AFLÍFA þurfti þrjú hross eftir að tveim bifreiðum var ekið á hross úr sama stóði með um fimm mínútna millibili á mánudagskvöld. Umferðaróhöppin áttu sér stað á Biskupstungnabraut vestan við bæinn Laugarbakka. Í fyrra tilvikinu var ekið á eitt hross um... Meira
5. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Alvarleg atlaga að byggð í Hálshreppi

VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur mótmælir harðlega þeirri ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins að hætta skógarplöntuframleiðslu hjá Skógrækt ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal. Hefur ráðuneytið gefið út að allri sölu skógarplantna skulu hætt eigi síðar en 1. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 197 orð

Alþjóðleg verðlaun kennd við Abel

NORSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja á stofn sjóð, sem verður kenndur við stærðfræðinginn Niels Henrik Abel. Stofnframlagið verður 200 milljónir norskra króna, rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá aðstandendum mannsins sem handtekinn var í íbúð við Tómasarhaga í fyrrakvöld eftir að umsátursástand hafði ríkt við götuna: "Hið rétta er, að hann gekk ekki berserksgang fyrir utan húsið. Meira
5. september 2001 | Landsbyggðin | 553 orð

Áhugi á að þróa háskólamenntun við Hólaskóla

SKÚLI Skúlason, skólameistari Hólaskóla, segir að uppbygging Hólaskóla geti haft verulega þýðingu fyrir Norðurland vestra. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 270 orð

Bankinn horfi frekar fram fyrir sig en aftur

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að skýr samdráttareinkenni séu að koma fram í hagkerfinu sem Seðlabankinn hljóti að taka tillit til við ákvarðanir um vexti. Þýðingarmikið sé að bankinn horfi frekar fram fyrir sig en aftur við ákvörðun á vöxtum. Meira
5. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 127 orð | 1 mynd

Berjadesert í kvöldmatinn

"VIÐ erum að ná okkur í berjadesert í kvöldmatinn," sögðu þær Unnur og Ebba sem ásamt vinkonu sinni, Önnu voru í berjamó í Árskógsmóum á Árskógsströnd í blíðskaparveðri á dögunum. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 130 orð

Chevènement gefur kost á sér

JEAN-PIERRE Chevènement, borgarstjóri í Belfort og fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands, gaf í gær kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara í Frakklandi á næsta ári. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Dansað til minningar um Uriel

URIEL West Trancentdance kennari varð bráðkvaddur í Vancouver í Kanada 4. ágúst síðastliðinn. Urile dvaldi hér á landi á árunum 1995 og 1996 og kenndi fjölda manns Trancentdance og jóga. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 74 orð

Deilt um sýkingarhættu

KANADÍSKUR vísindamaður sem fullyrðir að loftið í farþegarými flugvéla geti verið heilsuspillandi hefur verið sakaður um "hræðsluáróður", að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC . Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 188 orð

Einkarekin geimstöð árið 2004

MIRCORP, fyrirtæki sem er að mestu í eigu Rússa, hyggst koma á loft fyrstu einkareknu geimstöðinni árið 2004. Stuðst verður við rússneska tækni og er gert ráð fyrir að þrír menn geti verið um borð í stöðinni í allt að þrjár vikur í senn. Meira
5. september 2001 | Miðopna | 195 orð | 1 mynd

Ekki viss um að markaðurinn staðfesti verðið

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki viss um að markaðurinn verði tilbúinn að taka þessu verði fyrir bréf Landssíma Íslands. "Ég teldi frábært ef tækist að ná þessu verði fyrir fyrirtækið. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 325 orð

Enn þörf á viðbúnaði vegna Rússlands

GREGORY S. Martin, hershöfðingi og yfirmaður flugherja Bandaríkjanna í Evrópu, segir að enn sé full þörf á því að viðhalda hernaðarlegum viðbúnaði á háu stigi í álfunni. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 834 orð | 1 mynd

Fagmennska - einkavæðing

Jón Torfi Jónasson fæddist 9. júní 1947. Hann lauk stúdentsprófi 1967 frá Menntaskólanum í Reykjavík og prófi í eðlisfræði frá háskólanum í Edinborg 1972. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 303 orð | 2 myndir

Flestar fjárréttir næstu tvær helgar

FYRSTU fjárréttir haustsins fóru fram í Hlíðarrétt í Mývatnssveit um helgina en flestar réttir verða annars næstu tvær helgar og þær síðustu sunnudaginn 23. september. Að sögn Ólafs R. Meira
5. september 2001 | Miðopna | 41 orð | 1 mynd

Fráleitt

SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir mat á Landssímanum upp á 40,6 milljarða króna koma sér mjög á óvart. "Að ætla sér að selja Landssímann núna er heimska. Meira
5. september 2001 | Suðurnes | 351 orð | 2 myndir

Fyrstu Búmannaíbúðirnar afhentar

FYRSTU íbúðirnar sem byggingasamvinnufélagið Búmenn byggir á Suðurnesjum voru afhentar íbúum um helgina. Fjórar íbúðir í raðhúsi voru afhentar í Garði á laugardag og átta í fjölbýlishúsi í Sandgerði á sunnudag. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 52 orð

Gengið að Skerjafirði

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 5. september, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20. Farið verður upp Grófina, með austanverðri Tjörninni, um Hljómskálagarðinn og Njarðargötuna, suður í Sundskálavík í... Meira
5. september 2001 | Miðopna | 144 orð | 1 mynd

Gert í rangri röð

FROSTI Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa, er í forsvari fyrir óformlegan hóp fjárfesta sem hafði áður lýst yfir áhuga á að kaupa 10-15% í Landssíma Íslands ef verð og útboðslýsing yrði viðunandi. Í hópnum eru auk Opinna kerfa m.a. Meira
5. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 321 orð

Í ósamræmi við svæðisskipulag

NÝTT deiliskipulag Vatnsendahvarfs er í meginatriðum í ósamræmi við nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem kynnt var í júlí síðastliðnum. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Íslenski hesturinn kynntur í Skotlandi

ÍSLENSKI hesturinn var í aðalhlutverki á miklu hestamóti sem haldið var við jaðar skozku hálandanna, nánar tiltekið Blair Atholl, fyrir skömmu. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

JÓHANN TÓMAS BJARNASON

JÓHANN Tómas Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar aðfaranótt þriðjudagsins 4. september, 72ja ára að aldri. Jóhann var fæddur 15. febrúar 1929 á Þingeyri. Meira
5. september 2001 | Landsbyggðin | 85 orð | 1 mynd

Jöklasýning verðlaunuð

SAMBAND sveitarfélaga á austurlandi veitti nýverið aðstandendum Jöklasýningarinnar á Höfn menningarverðlaun SSA fyrir árið 2001. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 210 orð

Kemst Bastesen í oddaaðstöðu?

KYSTPARTIET, flokkur norður-norska þingmannsins og hvalfangarans Steinars Bastesens, á örugg að minnsta kosti tvö þingsæti í Stórþingskosningunum sem fram fara næstkomandi mánudag, ef marka má niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Meira
5. september 2001 | Miðopna | 1115 orð | 1 mynd

Kjölfestufjárfestir fær 25% og meirihluta í stjórn

Lágmarksútboðsgengi á hlutabréfum Landssíma Íslands verður 5,75 og er verðmæti Símans því a.m.k. 40,6 milljarðar króna. Kjölfestufjárfesti verður boðið að kaupa fjórðung hlutafjár eftir að almenna útboðinu lýkur og fær hann fjögur stjórnarsæti af sjö. Markaðurinn virðist telja verðmatið of hátt. Soffía Haraldsdóttir og Steingerður Ólafsdóttir sóttu blaðamannafund samgönguráðherra. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð

Klak þorsks heppnaðist vel

SEIÐAVÍSITALA þorsks í ár er með því hæsta sem mælst hefur frá því seiðarannsóknir hófust en árlegum seiðarannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar er nú nýlokið. Meira
5. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 457 orð | 1 mynd

Klefar fyrir 60 fanga

NÝTT fangelsi á Hólmsheiði við Nesjavallaveg mun rúma um 60 fanga með möguleikum á stækkun síðar meir samkvæmt tillögum að deiliskipulagi fyrir fangelsislóðina. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

LEIÐRÉTT

Fyrsta frumsýning Mishermt var í greinarkynningu í blaðinu í gær að fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á þessu hausti yrði Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Rétt er að Vilji Emmu eftir David Hare verður frumsýnt 15. september en Virginia Woolf 20. sept. Meira
5. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Leitað að fyrirtæki sem sinnir jafnrétti á vinnustað

JAFNRÉTTISNEFND Akureyrar hefur árlega veitt styrki til ýmissa jafnréttis-verkefna sem hafa verið unnin í bæjarfélaginu m.a. verkefni á vegum íþróttafélaga, æskulýðsmiðstöðva og einkafyrirtækja. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð

Leit hafin að herra Íslandi

HAFIN er leit að þátttakendum í Herra Ísland 2001, en lokakeppnin verður haldin á Broadway 22. nóvember nk. og mun SkjárEinn senda beint út frá keppninni. Undankeppnir verða; Herra Vesturland 20. október, Herra Suðurnes 27. október og Herra Suðurland 2. Meira
5. september 2001 | Suðurnes | 104 orð

Leonidasrósin hlutskörpust

GESTIR Blómasmiðju Ómars völdu Leonidas-rósina sem Suðurnesjarósina á Ljósanótt. Blómasmiðja Ómars var með rósasýningu og leik um Ljósanóttarhelgina. Gafst gestum kostur á að velja uppáhaldsrós sína. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Lýst eftir stolinni bifreið

AÐFARANÓTT fimmtudagsins 24. ágúst sl. var bifreiðinni PK-616 stolið frá Hvammabraut 14 í Hafnarfirði. Bifreiðin er pallbifreið af gerðinni Mazda 2600 CAB, rauð að lit með áföstu pallhúsi. Á hana vantar efri hlutann af afturhleranum. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 244 orð

Lögreglan varar við þjófagengjum

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um 19 þjófnaði eða tilraun til þjófnaðar frá því á mánudagsmorgun fram til kl. 15 í gær. Í flestum tilfellum var brotist inn í bifreiðir. Meira
5. september 2001 | Landsbyggðin | 70 orð | 1 mynd

Maðurinn í kapphlaupi við skúminn

FÝLATÍMI er í hámarki um þessar mundir og margir Mýrdælingar, bæði heimamenn og burt fluttir, ná sér í fýl í soðið á þessum tíma árs. Meira
5. september 2001 | Miðopna | 471 orð

Markaðurinn telur verðið of hátt

MIÐAÐ við svör greiningardeilda fjármálafyrirtækjanna telur markaðurinn verðmatið á Landssímanum upp á a.m.k. 40,6 milljarða, miðað við lágmarksgengið 5,75, of hátt. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Málþing um heimilið

Í TENGSLUM við sýninguna Heimilið og Islandica í Laugardalnum 6.-10. september verður haldið málþing um heimilið. Fer það fram á Grand Hótel frá klukkan 15-17 fimmtudaginn 6. september 2001. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 191 orð

Minnkar slysahættu verulega

ÞAÐ má telja það mikla mildi að engin slys urðu á fólki er tengivagn flutningabíls valt í brekkunni norðanmegin í Hvalfjarðargöngunum í fyrrakvöld. Bilun í gírkassa varð til þess að bíllinn rann aftur á bak og á tengivagninn svo hann valt. Meira
5. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Munir úr Fairey Battle sýndir

TUTTUGU manna leiðangur Björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri og Björgunarsveitar breska flughersins fór um miðjan ágúst sl. að flaki sprengiflugvélarinnar Fairey Battle sem fórst á hálendinu milli Öxnafjarðar og Eyjafjarðar 26. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 618 orð

Möguleikar á Þjórsársvæðinu án þess að skerða Þjórsárver

SAMKVÆMT upplýsingum frá Landsvirkjun hafa Íslendingar aukið raforkuframleiðslu sína um 50% á síðustu fimm árum og enn bíða stórir virkjunarkostir víða. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 6. september kl. 19. Kennsludagar verða 6., 10. og 12. september. Kennt verður frá kl. 19-23. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð

Námskeið um tal- og málörvun

FÖSTUDAGINN 14. september verður haldið námskeið um tal- og málörvun barna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur. Námskeiðið er ætlað fagfólki í leik- og grunnskólum, foreldrum og öðrum áhugasömum. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Ný heimasíða ÚA opnuð

NÝ HEIMASÍÐA Útgerðarfélags Akureyringa var opnuð formlega í tengslum við vígslu viðbyggingar Hólmadrangs ehf., dótturfyrirtækis ÚA á Hólmavík, um síðustu helgi. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Nýnemar þreyta þrautir

ÞAÐ ER þrautin þyngri að hefja nám í framhaldsskóla og þurfa nemendur sumra skóla að þola miklar raunir áður en tekist er á við námsbækurnar. Meira
5. september 2001 | Miðopna | 251 orð | 1 mynd

Óheppilegur tími til að hrófla við eignarhaldi

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð er alfarið á móti einkavæðingu Landssímans. "Það er ljóst að það er tilhneiging hjá ríkisstjórninni til að toga þessa tölu upp núna miðað við það sem markaðurinn átti von á. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 1097 orð | 1 mynd

Óttast er að verðbólga ógni kjarasamningum

Forystumenn ASÍ og SA gengu á fund oddvita ríkisstjórnarflokkanna í gær til að ræða stöðu og horfur í efnahagsmálum. Lýsa þeir áhyggjum af mikilli verðbólgu að undanförnu en eru sammála um að tímabært sé að vextir verði lækkaðir. Ómar Friðriksson ræddi við forsætisráðherra og forystumenn samtakanna. Meira
5. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Plastpokasalan að hefjast

ÁRLEG plastpokasala Lionsklúbbsins Aspar er nú að hefjast, en undanfarin ár hafa klúbbfélagar leitað til bæjarbúa vegna fjáröflunar til líknarmála. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

"Jerúsalem er miðpunktur heimsins"

Á VEGUM sjónvarpsstöðvarinnar Omega er staddur hér á landi dr. David Tel-Tsur (3.f.v.), sem er rabbíni gyðingasafnaðar í Ma'aleh Adumim, landnemabyggð gyðinga austur af Jerúsalem. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 177 orð

"Þegiðu nú mamma"

MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, væri nær að "halda sér saman" og hætta afskiptum af innri málefnum Íhaldsflokksins á meðan leiðtogakjörsbaráttan stendur yfir. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 31 orð

Rabbað um krabbamein

STUÐNINGSHÓPUR um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 5. september, kl. 17. Rætt verður um hauststarfið og boðið upp á... Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð

Rabbað um prinsessur í ævintýrum

FYRSTA rabb Rannsóknastofu í kvennafræðum verður haldið næstkomandi fimmtudag kl. 12-13, í Lögbergi, stofu 101. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor, verður með rabb sem ber yfirskriftina: "Það var einu sinni lítil stelpa". Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 518 orð

Rúmum fækkar um 12-14

ENDURSKIPULAGNING geðdeilda Landspítala - háskólasjúkrahúss stendur fyrir dyrum og mun það valda því að sjúkrarúmum mun fækka um 12-14. Meira
5. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 161 orð

Rætt um aðgengi fatlaðra að kirkjum

HÉRAÐSFUNDUR Þingeyjarprófastsdæmis var haldinn á laugardaginn í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit og hófst með guðsþjónustu og altarisgöngu í Reykjahlíðarkirkju þar sem saman voru komnir 11 hempuklæddir kennimenn og leikmenn, fulltrúar 20 sókna, auk... Meira
5. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 82 orð | 1 mynd

Sektað samtímis

ÞESSIR tveir starfsmenn bílastæðasjóðs voru önnum kafnir við vinnu sína við Sölvhólsgötu á dögunum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 322 orð

Skilaði 17 milljörðum í handbæru fé í fyrra

HALLI á ríkissjóði á síðasta ári var 4,3 milljarðar kr. samkvæmt niðurstöðu rekstrarreiknings, en við afgreiðslu fjárlaga var gert ráð fyrir 16,7 milljarða króna rekstrarafgangi. Meira
5. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 123 orð | 1 mynd

Skjaldarmerkið verði að skildi

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt tillögu að breytingu á skjaldarmerki bæjarins. Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingastjóri bæjarins, lagði fram tillöguna fyrir bæjarráð en í henni felst að skjaldarmerki bæjarins verði gert að skildi. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

S-Kóreustjórn farin frá

ÖLL ríkisstjórn Suður-Kóreu sagði af sér í gær en deginum áður samþykkti þingið að reka Lim Dong-Won, ráðherrann, sem farið hefur með samskiptin við Norður-Kóreu. Meira
5. september 2001 | Landsbyggðin | 411 orð

Skuldir nema um hálfum milljarði króna

VESTURBYGGÐ skuldar um 500 milljónir króna vegna íbúða í félagslega íbúðakerfinu. Í dag hafði að kröfu Íbúðalánasjóðs verið auglýst uppboð á 21 íbúð í eigu Vesturbyggðar á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði en uppboðin hafa verið afturkölluð. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Slakað á í sundlaugunum

ÞAÐ hafa skipst á skin og skúrir undanfarna daga. Margir höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið og skellt sér í laugarnar til að slaka á. Líkt og þessi maður sem hefur komið sér þægilega fyrir í... Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Smitsjúkdómadeildir sameinast

SMITSJÚKDÓMADEILDIR Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa verið sameinaðar. Nýjan deildin verður í Fossvogi, eins og framkvæmdastjórn ákvað í vor. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 97 orð

Snarlið gerir mennina mjóa

MIÐALDRA karlmenn, sem fá sér eitthvað í svanginn oft á dag en ekki of mikið í einu, eru miklu grannvaxnari en þeir, sem bara fá sér tvær máltíðir á dag. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Sonur Koizumi slær í gegn

KOTARO Koizumi, elsti sonur Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, brosir breitt er fjölmiðlakonur flykkjast að honum á hóteli einu í Tókíó í gær. Meira
5. september 2001 | Suðurnes | 157 orð

Sorpeyðingarstöðin boðin út á EES

SORPEYÐINGARSTÖÐ Suðurnesja sf. hefur boðið út byggingu nýrrar móttöku- og sorpeyðingarstöðvar í Helguvík. Ríkiskaup annast útboðið sem er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 154 orð

Starfsemi Gjábakka kynnt

UM þessar mundir er að hefjast vetrarstarfsemi í Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Meira
5. september 2001 | Erlendar fréttir | 237 orð

Stofnfrumur látnar framleiða blóð

LÍFFRÆÐINGAR við Háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum sögðu frá því í gær að þeim hefði tekist að breyta stofnfrumum úr mannafósturvísum í frumur sem framleiða blóð, að því er The New York Times greindi frá. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Stúdentaráð opnar nýjan vef

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur opnað nýjan frétta- og upplýsingavef fyrir nemendur Háskólans á slóðinni www.student. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð

Styttra þing vegna kosninga

RÆTT var um undirbúning þingstarfa og þingmál sem einstakir ráðherrar hyggjast leggja fyrir Alþingi í haust á ríkisstjórnarfundi í gær. Alþingi kemur saman 1. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 800 orð | 2 myndir

Stærsta verkefni sinnar tegundar hérlendis

Þrjátíu manna flokkur norskra kafara og annarra sérhæfðra starfsmanna vinnur á sólarhringsvöktum við að undirbúa dælingu olíu úr flaki olíuskipsins El grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Jóhanna K. Jóhannsdóttir og Þorkell Þorkelsson fylgdust með starfinu. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Unnið að nýrri Norðfjarðarárbrú

FRAMKVÆMDIR við nýja brú yfir Norðfjarðará hófust fyrir nokkru, en auk þess er bráðabirgðaviðgerð á gömlu brúnni lokið og var gert ráð fyrir að hleypa á ótakmarkaðri umferð í dag, miðvikudag. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Úrskurður Skipulagsstofnunar verði virtur

Á FYRSTA fundi borgarstjórnar Reykjavíkur eftir sumarfrí, þann 6. september næstkomandi, mun verða tekin til umfjöllunar tillaga frá Ólafi F. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 260 orð

Verðmæti Landssímans talið 40,6 milljarðar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að selja 49% Landssíma Íslands í tveimur áföngum á þessu ári. Lágmarksgengi á hlutabréfum Símans verður 5,75 og er fyrirtækið því a.m.k. Meira
5. september 2001 | Suðurnes | 85 orð | 1 mynd

Verksmiðja BioProcess gangsett

FJÖLDI gesta var í Höfnum í gær þegar tilraunaverksmiðja BioProcess ehf. var sögð formlega gangsett. Í verksmiðjunni eru ræktaðir smáþörungar og er áformað að vinna náttúruefnið axtaxanthin úr blóðþörungi með tækni sem byggist á notkun rafljósa. Meira
5. september 2001 | Miðopna | 124 orð | 1 mynd

Viðurkenning og vandað mat

FRIÐRIK Pálsson, stjórnarformaður Landssíma Íslands, er ánægður með mat á virði Landssímans. "Mér finnst þetta ákveðin viðurkenning á því starfi sem hefur farið fram innan Landssímans. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 1055 orð | 1 mynd

Virkjunin mun skila Landsvirkjun 14% arðsemi

Landsvirkjun hefur skilað umhverfisráðherra stjórnsýslukæru þar sem þess er krafist að ráðherra fallist á framkvæmd við Kárahnjúkavirkjun og breyti þar með úrskurði Skipulagsstofnunar. Eiríkur P. Jörundsson las kæruna þar sem fram kemur að fyrirtækið telur virkjunina skila verulegum arði og rangt sé að framkvæmdin valdi umtalsverðum umhverfisáhrifum. Meira
5. september 2001 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Ýmsar nýjungar í vörum og þjónustu kynntar

ALLT ER að verða til reiðu fyrir sýninguna Heimilið og Islandica 2001 sem verður opnuð í Laugardalnum á morgun kl. 16 og lýkur á mánudagskvöld. Meira
5. september 2001 | Suðurnes | 54 orð

Öll tilboð undir áætlun

ÖLL tilboð sem Vegagerðin fékk í hönnun tvöföldunar Reykjanesbrautar voru langt undir kostnaðaráætlun. Meira

Ritstjórnargreinar

5. september 2001 | Staksteinar | 365 orð | 2 myndir

Björk er á við mikilvæga atvinnugrein

ÁGÚST Einarsson fjallar um Björk, söngkonuna sem gert hefur garðinn frægan um víða veröld, á vefsíðu sinni nú í vikunni. Meira
5. september 2001 | Leiðarar | 687 orð

SALA LANDSSÍMANS

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti í gær áform ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu Landssímans. Samkvæmt þeim er fyrirtækið metið á rúmlega 40 milljarða króna. Meira

Menning

5. september 2001 | Menningarlíf | 151 orð

Aldalangt tónverk

SÚ óvenjulega tónlistaruppákoma átti sér stað í bænum Halberstadt í Þýskalandi að flutningur hófst á aldalöngu tónverki á miðnætti í gær. Verkið, sem er samið fyrir orgel, er eftir hinn róttæka bandaríska tónlistarmann John Cage sem lést árið 1992. Meira
5. september 2001 | Fólk í fréttum | 235 orð | 2 myndir

Aparnir taka völdin

ÞAÐ MÁ með sanni segja að aparnir hafi tekið völdin í bíóhúsum landsins, í öllum skilningi, því Apaplánetan var frumsýnd í sjö af ellefu helstu kvikmyndahúsum landsins. Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 558 orð | 1 mynd

Dansað með tónlistinni

KLARÍNETTAN verður í sviðsljósinu á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan átta. Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 29 orð

Diskópakk úr augsýn

SÍÐUSTU sýningar á leikritinu Diskópakk eftir írska skáldið Enda Walsh, sem sýnt er í Vesturporti, nýju leikhúsi á Vesturgötu 18 verða í kvöld, miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld kl. 20 bæði... Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Erla Þórarinsdóttir í Kvennasögusafninu

MYNDLISTARKONAN Erla Þórarinsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Þjóðarbókhlöðunni í dag, miðvikudag, kl. 13. Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 161 orð

Fílharmónía flytur Messu heilagrar Sesselju

SÖNGSVEITIN Fílharmónía er að hefja vetrarstarfið eftir stutt sumarleyfi en kórinn fór í söngferðalag til Ungverjalands og Slóveníu í lok júní. Meira
5. september 2001 | Fólk í fréttum | 313 orð | 2 myndir

Frönsk fiðla og ferskt píanó

Í DAG kl. 17 setur borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jazzhátíð Reykjavíkur formlega í Ráðhúsinu. Við það tækifæri leika nokkrir tónlistarmenn sýnishorn af því sem koma skal næstu daga, en hátíðin stendur til sunnudagsins 9. september. Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 304 orð | 1 mynd

Guð, ef ég ætti örlítið brot af lífi

KÓLUMBÍSKA nóbelsskáldið Gabriel García Márquez hefur dregið sig í hlé frá opinberu lífi sökum veikinda. Márquez hefur skrifað vinum sínum bréf í tilefni þessara tímamóta og hefur því verið dreift á Netinu. Meira
5. september 2001 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Heche í það heilaga

LEIKKONAN Anne Heche, fyrrum unnusta grínistans Ellen DeGeneres, gekk að eiga kvikmyndatökumanninn Coleman Laffoon á laugardaginn. Þau kynntust er hann vann við gerð heimildarmyndar um DeGeneres og þær Heche voru enn saman. Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 36 orð

Kórastarf barna í Háteigskirkju

KÓRAR barna- og unglinga í Háteigskirkju eru að hefja vetrarstarf sitt og fer skráning í kórana fram í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun, fimmtudag, kl. 15-19. Við kirkjuna eru starfræktir þrír kórar; barnakórar yngri og eldri deilda og... Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 27 orð

Kór Flensborgarskóla í Hásölum

KÓR Flensborgarskólans heldur tónleika í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Flutt verður efnisskrá úr söngferð kórsins síðastliðið sumar. Aðgangur er kr. 700 en ókeypis fyrir... Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 467 orð | 1 mynd

Ljúflingur ljóðs og spuna

Tríó Agnars Más Magnússonar. Agnar Már píanó, Ben Street bassi og Bill Stewart trommur. Hljóðritað 3. febrúar 2001 í New York. Fresh sound new talent FSNT 106cd. Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 249 orð | 1 mynd

Málþing um uppmælingar eldri húsa

Á VEGUM húsafriðunarnefndar verður haldið málþing um uppmælingar gamalla bygginga og mannvirkja í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag. Þingið stendur frá kl. 13-19. Meira
5. september 2001 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Pulp um Pulp

NÚ eru liðin þrjú ár frá því að glæsi- og flauelsrokkararnir í Pulp, undir forystu hinnar sjarmerandi beinasleggju og Íslandsvinar Jarvis Cocker, gáfu út merkisgripinn This Is Hardcore . Meira
5. september 2001 | Fólk í fréttum | 188 orð | 1 mynd

"Stór" tónlist

Þriðja breiðskífa Tool. Fimm ár á leiðinni og aðdáendur framsækins þungarokks orðnir gráhærðir á biðinni. Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 21 orð

Sýning framlengd

Gallerí Reykjavík Sýning Árna Rúnars Sverrissonar hefur verið framlengd fram á laugardag. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardag kl.... Meira
5. september 2001 | Menningarlíf | 50 orð

Sýningum á Gunnari fer fækkandi

Sýningum á söngleiknum Gunnari, sem sýndur er í miðaldaskála Sögusetursins á Hvolsvelli, fer senn að ljúka. Meira
5. september 2001 | Kvikmyndir | 600 orð | 1 mynd

Tíminn og Apaplánetan

Leikstjóri: Tim Burton. Handrit: William Broyles, Lawrence Konner og Mark D. Rosenthal eftir bók Pierre Boulle. Kvikmyndataka: Philippe Rousselot. Tónlist: Danny Elfman. Framleiðandi: Richard D. Zanuck. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Tim Roth, Helena Bonham Carter, Michael Clarke Duncan, Krist Kristofferson, Estella Warren, Paul Giamatti, Cary-Hiroyuki Tagawa og David Warner. 20th Century Fox 2001. 120 mín. Meira
5. september 2001 | Fólk í fréttum | 283 orð | 1 mynd

Winslet skilur við karlinn

TITANIC-stjarnan Kate Winslet er skilin að skiptum við eiginmann sinn, leikstjórann Jim Threapleton, eftir tæplega þriggja ára hjónaband. Meira

Umræðan

5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 5. september, er sjötug Steinunn Anna Guðmundsdóttir, húsfreyja í Hvammi, Hvítársíðu. Steinunn verður að heiman á afmælisdaginn en verður með heitt á könnunni laugardaginn 8. september kl.... Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 42 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 5. september, verður sjötugur Jón Valur Tryggvason, vélvirkjameistari, Sléttahrauni 32, Hafnarfirði. Hann og eiginkona hans, Stella Rut Vilhjálmsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í dag frá kl. Meira
5. september 2001 | Aðsent efni | 904 orð | 1 mynd

Að loknum fundi hvalveiðiráðsins

Yfir 80% íslensku þjóðarinnar, segir Jón Gunnarsson, eru fylgjandi hvalveiðum. Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 417 orð

Annað hljóð í strokknum

UNDRANDI varð ég þegar ég las Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 19. ágúst. Þar hefur yfirleitt verið skrifað af hlutlægni og yfirvegun og leitast við að kynna sér þau mál sem um er að fjalla. Þarna var annað hljóð í strokknum. Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 28. júlí sl. í Grundarkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Þóra Guðný Baldursdóttir og Gauti Hallsson. Heimili þeirra er í Snægili 17,... Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júlí sl. í Laufáskirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Lena Rut Birgisdóttir og Ásgrímur Örn Hallgrímsson. Heimili þeirra er í Skessugili 18,... Meira
5. september 2001 | Aðsent efni | 154 orð | 1 mynd

,,Bæjarstjórn verktakanna"

Greinilega hefur bæjarstjórn Garðabæjar tekið sér stöðu með verktökunum, segir Pétur Björnsson, gegn íbúunum. Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 267 orð

Davíð sagði... verði góðæri

OG allir fóru að "moka". Moka inn í landið bílum og alls konar varningi. Róta upp skrifstofuhöllum og verslunarhúsnæði, sem engin þörf er fyrir. Ungir og vel menntaðir bankastjórar komu með "nýja hugsun og nýjar leiðir". Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 525 orð

EKKI er langt síðan Víkverji var...

EKKI er langt síðan Víkverji var á ferð við Dyngjufjöll og Öskju og kom við í Drekagili. Þar er umhverfið stórbrotið eins og margir þekkja og nauðsynlegt hverjum sem áir við Drekagil að ganga inn eftir því. Meira
5. september 2001 | Aðsent efni | 327 orð | 1 mynd

Enn um vísitölureikninga Hagstofunnar

Ofmat á verðbólgu er eitt, segir Gunnar Gunnarsson, oftrygging á verðtryggðum fjárskuldbindingum er annað og mun alvarlegra mál. Meira
5. september 2001 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Er Seðlabankinn úr takt við önnur lönd?

Meginmarkmið peningastefnunnar hér og í ofangreindum löndum, segir Þórarinn G. Pétursson, er að tryggja verðstöðugleika, sem er framlag peningastefnunnar til hagsældar í landinu. Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 653 orð

Garðabær er góður bær

ÉG LAS í Velvakanda pistilinn "Er Garðabær jafngóður bær og haldið er". Ég hef nú búið í þessu "villta vestri" í 13 ár og ég get ekki þekkt litla rólega bæinn á þessum lýsingum í Velvakanda. Meira
5. september 2001 | Aðsent efni | 617 orð | 1 mynd

Kárahnjúkavirkjun og rammaáætlun

Rammaáætlunin var fyrst og fremst kynnt til sögunnar, segir Árni Finnsson, í þeim tilgangi að slá á vaxandi gagnrýni vegna áforma um Fljótsdalsvirkjun. Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 32 orð

MORGUNBÆNIN

Nóttin hefur níðzt á mér, nú eru augun þrútin, snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn. Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax. Það er betra en bænagjörð brennivín að morgni... Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 839 orð

(Orðskv. 11, 28.)

Í dag er miðvikudagur 5. september, 248. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sá sem treystir á auð sinn, hann fellur, en hinir réttlátu munu grænka eins og laufið. Meira
5. september 2001 | Bréf til blaðsins | 269 orð

Safnaðarstarf Dómkirkjan.

Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Bænastund kl. 11. Kærleiksmáltíð kl. 12 í hádegi í Setrinu. Að henni lokinni er dægradvöl fyrir eldri borgara. Spiluð félagsvist og brids. Kvöldbænir kl. 18. Meira
5. september 2001 | Aðsent efni | 335 orð | 1 mynd

Þeir studdu ekki frestunina þá

Þrátt fyrir afstöðu stjórnarandstöðunnar, segir Einar K. Guðfinnsson, tókst þá að afstýra kvótasetningunni. Meira

Minningargreinar

5. september 2001 | Minningargreinar | 2138 orð | 1 mynd

BJÖRN KARL GÍSLASON

Björn Karl Gíslason, fæddist á Grímsstöðum á Höfn í Hornafirði 8. febrúar 1925. Hann lést á heimili sínu á Ránarslóð 4 á Höfn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Páll Björnsson, síðar rafveitustjóri á Höfn, f. á Austurhól í Nesjum... Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 948 orð | 1 mynd

BREKI EIRÍKSSON

Breki Eiríksson fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1997. Hann lést í umferðarslysi í Partille í Svíþjóð 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 31. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 234 orð | 1 mynd

HALLDÓRA LÁRUSDÓTTIR

Halldóra Lárusdóttir fæddist í Georgshúsi á Akranesi 5. september 1938. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Krókatúni 15 á Akranesi 10. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 20. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 2341 orð | 1 mynd

LEIFUR BJÖRNSSON

Leifur Björnsson fæddist á Blönduósi 12. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilborg Ívarsdóttir, f. 30. sept. 1908, d. 2. feb. 1988, og Björn E. Jónsson bóndi og síðar verkstjóri, f. 9. nóv. 1899, d. 13. nóv. Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 1114 orð | 1 mynd

MAGDALENA ODDSDÓTTIR

Magdalena Margrét Oddsdóttir fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1909. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddur Guðmundsson skipstjóri í Reykjavík, f. 16.1. 1875, d. 13.8. Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 1588 orð | 1 mynd

SARA ABDELAZIZ

Sara Abdelaziz fæddist í Reykjavík 6. janúar 1983. Hún lést af slysförum 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 1188 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR METHÚSALEMSDÓTTIR

Sigríður Methúsalemsdóttir fæddist á Skeggjastöðum á Jökuldal 24. ágúst 1923. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Regína Guðmundsdóttir frá Hauksstöðum á Jökuldal, f. um 1885, d. Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 974 orð | 1 mynd

SIGURJÓNA SIGURÐARDÓTTIR

Sigurjóna Sigurðardóttir fæddist á Siglufirði 8. febrúar 1919. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson kaupmaður, f. 24.10. 1888, d. 11.3. 1977, og Anna Vilhjálmsdóttir húsmóðir, f. 18.8. Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 924 orð | 1 mynd

Soffía Schiöth Lárusdóttir

Soffía Schiöth Lárusdóttir fæddist á Firði í Múlasveit í Barðastrandasýslu 1. júlí 1912. Hún lést á vistheimilinu í Víðinesi 28. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
5. september 2001 | Minningargreinar | 513 orð | 1 mynd

TRAUSTI SIGURJÓNSSON

Trausti Sigurjónsson fæddist 21. apríl 1963. Hann lést 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru: Sigurjón Ingvarsson, búsettur á Hrafnistu, og Anna Sigrún Runólfsdóttir, búsett í Hafnarfirði. Útför Trausta fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 734 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 120 30 117...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 120 30 117 2,658 311,341 Gellur 540 480 490 60 29,400 Gjölnir 10 10 10 51 510 Gullkarfi 100 50 81 32,236 2,627,121 Hlýri 171 140 151 3,272 495,704 Keila 77 50 66 689 45,699 Langa 168 30 162 4,895 792,658 Langa/Blálanga 118 118... Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Austurbakki með 50 milljóna króna tap

TAP Austurbakka hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 50,2 milljónum króna. Fjármagnskostnaður var 73 milljónir en var 5,9 milljónir á sama tíma í fyrra. Af þessari upphæð er 58,7 milljóna króna gengistap, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Heimild frá aðalfundi

STJÓRN Baugs hf. hafði heimild frá aðalfundi til að ganga frá kaupum á A-Holding, eignarhaldsfélagi 20% eignarhluta í Arcadia Group í vor. Baugur keypti hlut fjögurra aðila í A-Holding og greiddi með hlutabréfum í Baugi. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 1 mynd

Hólmatindur SU til Namibíu

HÓLMATINDUR SU, ísfisktogari Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., sigldi út Eskifjörð í síðasta sinn í gær. Skipið hefur verið selt til Namibíu, en fer í slipp á Akureyri áður en það siglir suður um höf. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Íslandsbanki vill lækka vexti

Í MARKAÐSYFIRLITI Íslandsbanka, mánaðarriti greiningardeildar bankans fyrir september er kallað eftir 1-2% vaxtalækkun af hálfu Seðlabankans nú þegar. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Kvótaþak eðlilegt

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, telur eðlilegt að sett verði þak á aflahlutdeild fiskiskipa í eigu sama aðila í keilu, löngu og skötusel. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.054,29 1,32 FTSE 100 5.379,60 1,27 DAX í Frankfurt 5.208,10 2,24 CAC 40 í París 4. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 582 orð | 1 mynd

Mikið af þorskseiðum eystra

MIKIÐ mældist af þorskseiðum í árlegum rannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar á fjölda og útbreiðslu fiskseiða sem lauk í gær. Útbreiðsla seiðinna var hinsvegar nokkuð óvenjuleg en mikið var af seiðum austan til við land en minna vestra. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. september síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Tap MP verðbréfa 12,5 milljónir

TAP varð á rekstri MP verðbréfa hf. á fyrri árshluta sem nam 12,5 milljónum króna eftir skatta sem námu einni milljón króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að aðstæður á fjármálamörkuðum hafi verið erfiðar á fyrri hluta ársins. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 715 orð | 1 mynd

Tölvurisi í fæðingu

TILKYNNT hefur verið um sameiningu risafyrirtækjanna Hewlett-packard og Compac. Tekjur Hewlett-Packard námu um 47 milljörðum dala á síðustu tólf mánuðum og tekjur Compaq námu 40 milljörðum dala. Meira
5. september 2001 | Viðskiptafréttir | 95 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. '00 3.931 199,1 244,6 196,8 Okt. Meira

Fastir þættir

5. september 2001 | Viðhorf | 882 orð

Betri texti, betra leikhús

Hlátur og grátur í leikhúsi eru ekki andstæður heldur samstæður. Andstæðan við hvort tveggja er að vekja reiði áhorfandans. Meira
5. september 2001 | Fastir þættir | 383 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

BRESKI bridshöfundurinn Martin Hoffman var með spil norðurs hér að neðan og var mikið niðri fyrir. Meira
5. september 2001 | Fastir þættir | 498 orð | 4 myndir

Enn bæta Ramminn og Logi Íslandsmetið

Sannkallaður meistarabragur var á Meistaramóti Andvara sem nú var haldið á Andvaravöllum um helgina í samvinnu við Netheima og 847. Mótið sem þykir orðið eitt hið allra skemmtilegasta sem boðið er upp á tókst með ágætum og varð Valdimar Kristinsson ásamt fjölda annarra mótsgesta vitni að nýju Íslandsmeti í 150 metra skeiði. Meira
5. september 2001 | Fastir þættir | 894 orð | 3 myndir

Fyrsti sigur konu í landsliðsflokki

31.8.-8.9. 2001 Meira
5. september 2001 | Fastir þættir | 193 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á heimsmeistaramóti ungmenna sem lauk nýverið í Aþenu. Hinn firnasterki armenski stórmeistari, Levon Aronjan (2562), hafði svart gegn Íslendingnum knáa, Stefáni Kristjánssyni (2380). 19... Re3! 20. Re4 Skásti kosturinn þar sem eftir 20. Meira
5. september 2001 | Fastir þættir | 401 orð

Úrslit A-flokkur Kjarkur frá Ásmúla, eig.

Úrslit A-flokkur Kjarkur frá Ásmúla, eig.: Nanna Jónsdóttir, kn.: Logi Laxdal, 8,47 Bylur frá Skáney, eig. og kn.: Sigurbjörn Bárðarson, 8,57 Skafl frá Norður-Hvammi, eig.: Sigurður V. Ragnarsson, 8,55 Dropi frá Dalbæ, eig.: Ragnhildur Sigurðardóttir,... Meira
5. september 2001 | Fastir þættir | 214 orð

Úrslitasæti fór á 130 þúsund

Í þriðja skiptið voru tvö sæti í úrslitum seld hæstbjóðanda á laugardagskvöldið á meistaramótinu. Eitt sæti í A-flokki og annað í B-flokki. A-flokkssætið fór að þessu sinni á metverði en fyrir það voru greiddar 131 þúsund krónur. Meira

Íþróttir

5. september 2001 | Íþróttir | 165 orð

Aðeins einn leikmaður að heiman

FIMMTÁN af þeim átján leikmönnum sem skipa norður-írska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum leika með enskum félagsliðum. Þar af koma sjö úr úrvalsdeildinni og sex úr 1. deildinni en einn spilar í 2. deild. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 74 orð

Ein breyting hjá N-Írum

"OKKUR vantar Lennon en við höfum McCartney," segja Norður-Írar fyrir leikinn gegn Íslendingum. Höfuðpaurar Bítlanna sálugu, John Lennon og Paul McCartney, eiga sem sé nafna í norður-írsku knattspyrnunni. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 70 orð

Eriksson neitar

SVEN Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, vísaði því á bug í gær að hann verði eftirmaður Alex Fergusons hjá Manchester United. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 178 orð

Eyjólfur með 10 mörk

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsfyrirliði Íslands, hefur með mörkunum tveimur gegn Tékklandi skorað 10 mörk fyrir A-landsliðið frá upphafi. Hann er þar með orðinn sjöundi markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi en Eyjólfur lék sinn 64. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 147 orð

Grétar Rafn of dýr fyrir Brann

GRÉTAR Rafn Steinsson er of dýr fyrir norska liðið Brann samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Bergensavisen í gær. Þar segir að Skagamenn hafi viljað fá um 22 milljónir íslenskra króna fyrir leikmanninn. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 127 orð

Gunnlaugur undir smásjánni

GUNNLAUGUR Jónsson, fyrirliði ÍA, skrifaði á sunnudag undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársloka 2003. Varnarmaðurinn sterki hefur vakið athygli erlendra liða í sumar og m.a. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 122 orð

Hinn norður-írski Owen

Sammy McIlroy, landsliðsþjálfari Norður-Íra, segir að David Healy, sóknarmaðurinn ungi frá Preston, sé maðurinn sem geti brætt íslenska ísvegginn og skorað mörkin sem skipti máli gegn Íslendingum á Windsor Park í kvöld. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 217 orð

Hrifinn af liðsheild og samvinnu Íslendinga

"ÍSLAND er sigurstranglegri aðilinn í þessum leik. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Íslendingar geta verið stoltir

Norður-Írar eiga von á afar erfiðum leik gegn Íslendingum á Windsor Park í kvöld og sigur Íslendinga á Tékkum vakti að sjálfsögðu mikla athygli þar í landi eins og annars staðar. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 524 orð | 1 mynd

* ÍSLENSKU landsliðsmennirnir fóru saman í...

* ÍSLENSKU landsliðsmennirnir fóru saman í bíó í Belfast í fyrrakvöld. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 103 orð

Knattspyrna Evrópukeppni landsliða 21 árs og...

Knattspyrna Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri, Mourneview Park í Lurgan, þriðjudaginn 4. september 2001. Norður-Írland - Ísland 1:3 Mark N-Írlands: McCann 11. Mörk Íslands: Simms (sjálfsmark) 62., Baldur Aðalsteinsson 78., Veigar Páll Gunnarsson 89. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 100 orð

Kristinn úr leik?

FYRIRLIÐI knattspyrnuliðs Vals, Kristinn Lárusson, verður ekki með í næsta heimaleik liðsins á laugardag, þegar Keflvíkingar mæta á Hlíðarenda. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 178 orð

Meistaraflokkur ÍR lagður niður

STJÓRN handknattleiksdeildar ÍR ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að leggja meistaraflokk kvenna niður og verður því Breiðholtsliðið ekki með lið í fyrstudeildarkeppninni á komandi leiktíð. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 127 orð

Mörg lið vilja skoða Eggert

EGGERT Stefánsson, miðvörður í Fram, gæti þurft að velja úr tilboðum síðar í haust þegar hann hefur haldið utan og sýnt forráðamönnum ýmissa liða hvers hann er megnugur í knattspyrnunni. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 163 orð

NM með breyttu sniði?

EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á Norðurlandamóti landsliða í knattspyrnu sem haldið var í fyrsta skipti árin 2000 til 2001 og fór að mestu fram á La Manga á Spáni árið 2000. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Norður-Írar eiga harma að hefna

NORÐUR-ÍRAR telja að jafntefli þeirra gegn Dönum í Kaupmannahöfn á laugardaginn séu bestu úrslit sem landslið þeirra hefur náð um árabil. En frammistaða þeirra hefur samt algerlega fallið í skuggann heima fyrir og ekki fengið þá athygli sem búast hefði mátt við. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Óbreytt liðsskipan

Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti byrjunarlið sitt gegn Norður-Írum í Belfast á æfingu í gærkvöldi. Það verður skipað sömu leikmönnum og hófu leikinn gegn Tékkum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 136 orð

Preston skoðar leikmenn

DAVID Moyse, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Preston, var á meðal áhorfenda á landsleik Íslands og Tékklands á laugardaginn. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 447 orð | 1 mynd

Sýnum að Tékkaleikurinn var engin tilviljun

HELGI Sigurðsson, sóknarmaður íslenska landsliðsins, sagði við Morgunblaðið í gær að íslensku landsliðsmennirnir væru staðráðnir í að sýna að sigurinn á Tékkum hefði ekki verið nein tilviljun. "Menn gætu freistast til að hugsa þannig að fyrst við unnum Tékka skipti ekki öllu máli hvernig færi gegn Norður-Írum. En við erum ekki þannig innstilltir, við erum spenntir, með aukið sjálfstraust eftir Tékkaleikinn og ætlum okkur ekkert annað en sigur hér í Belfast," segir Helgi. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 353 orð

Sæt hefnd hjá íslensku strákunum

ÍSLAND tryggði sér fjórða sæti í riðlakeppni Evrópumóts landsliða 21-árs og yngri með því að vinna góðan sigur á Norður-Írum, 3:1, í bænum Lurgan, skammt utan við Belfast, í gær. Íslenska liðið er komið með 11 stig eftir 9 leiki en Norður-Írar sitja eftir með 7 stig í fimmta sætinu. Þetta var sæt hefnd hjá íslensku strákunum eftir skell gegn þeim norður-írsku, 2:5, í fyrri leiknum sem fram fór í Kaplakrika síðasta haust. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 452 orð

Tími til að stíga feti framar

ATLI Eðvaldsson landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið í Belfast í gær að leikurinn við Norður-Íra í kvöld væri forvitnilegur fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að nú reyndi virkilega á hvort íslenska landsliðið væri tilbúið að stíga skrefi lengra en áður og fylgja eftir óvæntum sigri en það hefði til þessa reynst því afar erfitt. Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 460 orð | 1 mynd

* VIÐAR HALLDÓRSSON, fararstrjóri íslenska 21...

* VIÐAR HALLDÓRSSON, fararstrjóri íslenska 21 árs liðsins á son sem leikur með A-landsliði í Íslands í Belfast , Arnar Þór Viðarsson . Meira
5. september 2001 | Íþróttir | 122 orð

Vill gera upp sakir við Hermann

JIM Magilton, fyrirliði norður-írska landsliðsins, er staðráðinn í að ná fram hefndum gegn félaga sínum hjá Ipswich, Hermanni Hreiðarssyni, í leiknum í kvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.