UM milljón breskra barna tók í gær þátt í tilraun sem fólst í því að nemendur þúsunda skóla út um allt Bretland hoppuðu upp í loftið samtímis til að kanna hvort það myndi valda hræringum sem greindust á jarðskjálftamælum.
Meira
SAMNINGAMENN á alþjóðlegu ráðstefnunni í Suður-Afríku um kynþáttafordóma reyndu til þrautar í gærkvöldi að koma í veg fyrir að hún færi algerlega út um þúfur vegna deilna um átökin í Miðausturlöndum og kröfu Afríkuríkja um að vestræn ríki bæðust...
Meira
AFVOPNUN albanskra skæruliða í Makedóníu hófst að nýju í gær þegar þeir afhentu hermönnum Atlantshafsbandalagsins um 160 vopn á knattspyrnuvelli í þorpinu Radusa. Stefnt er að því að hermennirnir taki við 3.300 vopnum af skæruliðunum fyrir 26.
Meira
ALLS hefur verið slátrað um 700.000 eldislöxum í Maine í Bandaríkjunum það sem af er árinu til að reyna að stöðva útbreiðslu hættulegs og bráðsmitandi veirusjúkdóms, ISA. Hann veldur innvortis blæðingum og loks dauða en er ekki hættulegur mönnum.
Meira
AÐ minnsta kosti 30 karlmenn hafa dáið í Þýskalandi eftir að hafa tekið inn getuleysislyfið Viagra frá því að notkun þess var heimiluð í ríkjum Evrópusambandsins í september 1998, að sögn þýska heilbrigðisráðuneytisins í gær.
Meira
NÚ í haust hefur Dansskóli Jóns Péturs og Köru sitt 13. starfsár. Í vetur verður sem fyrr boðið upp á námskeið í barnadönsum, samkvæmisdönsum, gömlu dönsunum, Tjútti, Mambói og Salsa fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna.
Meira
ALLS hófu 38 nemendur sl. mánudag nám í viðskiptalögfræði við nýja lögfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst. Nemendurnir voru valdir úr stórum hópi umsækjenda en 2,3 umsóknir voru um hvert laust pláss í deildinni.
Meira
Í TILEFNI af 10 ára afmæli Fornalundar er þessa dagana haldin fimm daga fræðslu- og kynningarhátíð í söludeild BM-Vallár í Fornalundi við Breiðhöfða 3 undir nafninu "5 dagar í paradís".Hátíðin hófst miðvikudaginn 5. september og stendur til 9.
Meira
Þegar kallið kemur eftir hjálp leitarhunda streyma fram einstaklingar með hunda, tilbúnir til að leggja fram krafta sína. En hvað liggur að baki því að geta boðið fram aðstoð leitarhunds? Guðrún G. Bergmann, fréttaritari Morgunblaðsins á Hellnum, fylgdist með námskeiði hjá Björgunarhundasveit Íslands á Snæfellsnesi.
Meira
Björgun ehf. hefur gert út sanddæluskipið Sóley síðan 1988 en á því er sjö manna áhöfn. Halldór Jón Garðarsson og Sigurður Jökull Ólafsson eyddu dagparti um borð í Sóleyju og kynntu sér lífið um borð.
Meira
HARALDUR Örn Ólafsson, Ingþór Bjarnason, Steinar Þór Sveinsson og Garðar Forberg, komust á tind Kilimanjaros, sem er hæsta fjall Afríku, í gærmorgun.
Meira
ENGAR upplýsingar um sölu á fiskmörkuðum og verð á þeim eru í Morgunblaðinu í dag. Skýringin er bilun í tölvukerfi Íslandsmarkaðar, en þaðan berast blaðinu að öllu jöfnu umræddar...
Meira
KLINGJANDI bjölluhljómur færðist upp heimreiðina á Indriðastöðum í Skorradal í síðustu viku og á meðan gestkomandi beið furðu lostinn eftir því hvað kæmi fyrir hlöðuhornið stukku strákarnir á bænum á fætur, köfuðu í vasana og tóku upp aura.
Meira
BJÖRK Guðmundsdóttir komst í annað sæti óháða breska vinsældalistans með breiðskífu sína, Vespertine, í fyrstu viku sinni á listanum. Óháði listinn er sérlisti lítilla plötufyrirtækja. Lag Bjarkar Hidden Place er í 18.
Meira
ALÞÝÐUSAMBÖND Vestfjarða og Austurlands standa sameiginlega að útgáfu bæklings á pólsku, sérstaks vegvísis á vinnumarkaði á Íslandi fyrir pólskt verkafólk.
Meira
KENNT verður í vetur hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar í Bjarkarhúsinu við Haukahraun (gamla Haukahúsið). Kennsla hefst mánudaginn 10. sept. Kennsluönnin er 14. vikur Keppnishópur K og F verða með fastar æfingar þrisvar sinnum í viku.
Meira
Viðskipta- og hagfræðideild fagnar 60 ára afmæli sínu næstkomandi laugardag. Tómas Orri Ragnarsson hitti Ágúst Einarsson deildarforseta í tilefni tímamótanna.
Meira
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur ekki borist formlegt erindi frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja um opinbera rannsókn á verðmyndun á gasolíu til fiskiskipa á Íslandi, að sögn Ásgeirs Einarssonar, lögfræðings stofnunarinnar.
Meira
UM þessar mundir eru Eldhestar í Hveragerði 15 ára. Eldhestar hafa frá byrjun boðið upp á hestaferðir um landið og hefur starfsemin aukist ár frá ári. "Næsta vor opna Eldhestar nýtt sveitahótel.
Meira
Happasæll hefur verið happaskip í höndum Guðmundar Rúnars Hallgrímssonar og fjölskyldu hans. Nú hefur hann farið í sinn síðasta róður fyrir útgerðina enda hefur nýr Happasæll verið keyptur til landsins og tekur við hlutverki hans. Helgi Bjarnason ræddi við útgerðarmanninn og skipstjórann.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, grípur í gítar og tónlistarneminn Andrew Cragg, 15 ára, spilar á saxófón í gær, þegar Blair heimsótti menntunarmiðstöðina í Dyke House-skólanum í Hartlepool á Norður-Englandi.
Meira
FÉ streymdi af fjalli í Skaftárréttir í Skaftárhreppi í gær en þar verður réttað í dag eins og víðar á landinu. Smölun í afréttum og heimalöndum hefur staðið sem hæst undanfarna daga og í dag og á morgun fara fjárréttir fram á átta stöðum á...
Meira
F-LISTI framfarasinnaðra kjósenda sem hefur meirihluta fulltrúa í hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að bjóða fram við komandi sveitarstjórnarkosningar. F-listinn bauð í fyrsta skipti fram við síðustu kosningar í Garðinum og náði meirihluta.
Meira
PÁLL Sigurðsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, fagnar samkeppni í lögfræðikennslu og segir að hún sé holl. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær stefnir Háskólinn í Reykjavík að stofnun lagadeildar sem á að taka til starfa næsta haust.
Meira
FRAMKVÆMDIR eru hafnar í Bjargslandi samkvæmt nýju deiliskipulagi. Síðastliðinn vetur var samþykkt deiliskipulag fyrir þrjár nýjar götur á þessu svæði og heita göturnar Kvíaholt, Stöðulsholt og Stekkjarholt.
Meira
NIÐURSTÖÐUR fyrstu lýðræðislegu kosninganna á Austur-Tímor urðu þær að sjálfstæðishreyfingin Fretilin hlaut 57% atkvæða. Flokkurinn fær að sögn eftirlitsmanns Sameinuðu þjóðanna, Carlos Valenzuela, 55 af 88 þingsætum.
Meira
FYRSTI kynningarfundur í fundaröð um einkavæðingu Landssíma Íslands hf. verður haldinn á Akureyri í dag, laugardaginn 8. september kl. 11 í sal Fiðlarans á 4. hæð í Alþýðuhúsinu og er hann öllum opinn.
Meira
GESTAFYRIRLESARI Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á þessu ári er Hilel Legmann, verkfræðingur, en hann er markaðsstjóri Ormat Industries Ltd. í Ísrael.
Meira
FJÖLDI fyrirtækja og stofnana hér á landi hefur að undanförnu fengið sent bréf á íslensku þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið sendi dauðveikum dreng í Belgíu nafnspjald frá fyrirtækinu og sendi svo bréfið áfram til tíu annarra fyrirtækja.
Meira
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að tillögur um gjaldtöku af sjúklingum sambærilega þeirri sem viðhöfð sé í einkarekinni læknisþjónustu séu ekki uppi á borðum.
Meira
ARNEY KE kom með fyrstu síldina á vertíðinni til Hornafjarðar í gærmorgun. Aflinn, um 30 tonn, fór til vinnslu hjá Skinney-Þinganesi. Síldin fekkst í Berufjarðarál í fyrrakvöld en skipið hafði verið við síldarleit síðan um morguninn.
Meira
Á sunnudaginn 9. sept. kl. 10.30 verður farinn 8. áfangi í raðgöngu Útivistar um Reykjaveginn, en byrjað var á Reykjanestá þann 22. apríl í vor, og raðgöngunni lýkur með 10. áfanga á Þingvöllum þann 7. október í haust.
Meira
HAUSTHÁTÍÐ KFUM og KFUK verður haldin sunnudaginn 9. september. Þetta er nýlunda í starfi félaganna og markar upphaf vetrarstarfs þeirra sem er í þann mund að hefjast. Hausthátíð KFUM og KFUK verður haldin í aðalstöðvum þeirra, Holtavegi 28 og hefst kl.
Meira
HINN árlegi haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn í dag laugardaginn 8. september í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14. Það eru konur í Kristniboðsfélagi kvenna sem einkum standa fyrir markaðinum.
Meira
MIKILL viðbúnaður var við höfnina í Vestmannaeyjum í gærmorgun vegna japanska túnfiskveiðiskipsins Hokem Maru 8 sem var á leið til hafnar. Einn hásetinn hafði klifrað efst upp í mastur skipsins og síðan kastað sér í sjóinn.
Meira
BISKUP Íslands hefur kallað sr. Halldór Reynisson, prest í Neskirkju í Reykjavík, til starfa á Biskupsstofu. Hann mun gegna starfi verkefnisstjóra fræðslumála, auk þess að sinna upplýsingamálum. Sr. Halldór tekur til starfa 1. október nk.
Meira
HEILARINN Patricia Howard verður með helgarnámskeið í Nuddstofunni Umhyggju á Vesturgötu 32 í Reykjavík, helgina 15. og 16. september og einkatíma vikuna 10.-14. september. Patricia Howard er útskrifuð úr Barbara Brennan School of Healing í...
Meira
AÐ undanförnu hafa nokkrar umræður átt sér stað um brunabótamat, notkun þess og til hvers það tekur. Umræðan hefur einkum skapast vegna þess að við endurmat brunabótamats sem fasteignaeigendur fengu senda tilkynningu um í lok júnímánaðar sl.
Meira
FJÓRIR menn um tvítugt brutust inn í bifreið á mótum Klapparstígs og Sölvhólsgötu um hálf fjögur í fyrrinótt. Þegar lögregla kom að mönnunum lögðu þeir á flótta og fóru upp á þak gamla Landssmiðjuhússins, þar sem þeir lentu í sjálfheldu.
Meira
STJÓRNVÖLD í Zimbabwe hétu því í gær að veita "fullar og sanngjarnar" bætur til hvítra bænda samkvæmt nýrri umbótaáætlun, og verður það fólk, sem sest hefur að á bújörðum með ólöglegum hætti, flutt burt af jörðunum, að því er utanríkisráðherra...
Meira
TÓNLEIKARNIR Jazzvaka í minningu um Guðmund Ingólfsson sem eru í kvöld verða endurteknir á sunnudag kl. 17. Miðasala á þá er í Japis verslununum og eftir kl. 13 á Kaffi Reykjavík.
Meira
RÁÐHERRAR efnahagsmála og fjármála í Danmörku hóta nú að stjórnarsamstarfinu verði slitið og boðað til kosninga ef ekki náist viðunandi málamiðlun um fjárlög. Stjórn jafnaðarmannsins Pouls Nyrups Rasmussens forsætisráðherra er í minnihluta á þingi.
Meira
KAFBÁTALEITARÆFING Atlantshafsbandalagsins hófst miðvikudaginn 5. september sl. á hafinu suður af Íslandi. Mun hún standa yfir til 15. þessa mánaðar.
Meira
RUNÓLFUR Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, varar við að bæta frekari gjöldum á bíleigendur en segir það réttlátt að forsvarsmenn ökutækja greiði þann kostnað sem samfélagið og umhverfið hafi af bílum og umferð.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa annað kvöld, 9. september kl. 20:30. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Félagar úr kór Akureyrarkirkju. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Eftir messu verður kaffisopi í Safnaðarheimili.
Meira
SEX stór auglýsingaskilti hafa verið sett upp utan á Kringlunni. Markar uppsetning þeirra upphaf víðtækrar kynningarherferðar fyrir Kringluna í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og veltiskiltum um alla borg, sem ætlað er að styrkja markaðsstöðu Kringlunnar.
Meira
GUÐNI Ágússtson landbúnaðarráðherra mun á sunnudaginn klukkan 14 láta reyna á færni sína í skeifusmíð að fornum smið. Aðstoðarmaður hans Sveinbjörn Eyjólfsson etur kappi við ráðherrann.
Meira
HELDUR færri gestir heimsóttu tjaldsvæðin í innanverðum Eyjafirði og í Vaglaskógi í sumar en í fyrra. Þó voru gistinæturnar í sumar fleiri á Hömrum á Akureyri og á Hrafnagili en sl. sumar.
Meira
Með þjónustusamning - ekki einkarekinn Ranghermt var í blaðinu í gær að leikskólinn Tjarnarás í Hafnarfirði væri einkarekinn. Hið rétta er að skólinn er rekinn samkvæmt þjónustusamningi við Hafnarfjarðarbæ. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á...
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi, sem varð á gangbraut við gatnamót Hringbrautar og Lækjargötu, mánudaginn 3. september sl. kl. 16.50. Þarna varð stúlka á reiðhjóli fyrir bifreið.
Meira
ÚTGJÖLD um það bil helmings framhaldsskóla landsins og fjölmargra sjúkrastofnana voru umfram fjárheimildir fjárlaga á seinasta ári samkvæmt ríkisreikningi ársins 2000.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN hefur borist tillaga Samherja hf. að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis allt að 6 þúsund tonna af laxi á ári í Reyðarfirði.
Meira
MÁNUDAGINN 10. september kl. 14 verður haldið opið málþing í Hátíðasal Háskóla Íslands um áhrif háskóla á samfélög. Málþingið fer fram á ensku. Fluttir verða fyrirlestrar og að þeim loknum verða almennar umræður.
Meira
EITUREFNI og þungmálmar eru út um allt í sjónum við bandarísku herstöðina í Thule í Grænlandi. Óttast er, að í uppsiglingu sé mikið umhverfisslys á þessum slóðum, sem koma muni í veg fyrir veiðar.
Meira
Bandarískur hermaður kastar sér gegnum logandi hringi og brýtur með höfðinu viðarplanka. Afrekið vann hann í gær á minningarhátíð í Tongduchon, um 80 km frá Seúl í Suður-Kóreu, en þá var minnst harðra bardaga í Kóreustríðinu fyrir réttum 50 árum.
Meira
LEIÐTOGAR arabaþjóða heita jafnan Palestínumönnum aðstoð í baráttunni gegn Ísraelum þegar þeir koma saman á fundum en minna hefur orðið úr efndum.
Meira
BYGGINGARFÉLAG námsmanna hyggst byggja 14 nýjar námsmannaíbúðir við Naustabryggju við Gullinbrú. Íbúðirnar eru fyrst og fremst hugsaðar til að mæta þörf nemenda við Tækniskóla Íslands fyrir húsnæði en skólinn er við Höfðabakka.
Meira
DAGANA 7. - 9. september er haldið Norðurlandamót grunnskólasveita í skák 2001. Skáksveit Hagaskóla vann sér þátttökurétt í mótinu með sigri á Íslandsmóti grunnskólasveita sl.vor.
Meira
ANDRES Pastrana, forseti Kólumbíu, fullyrti á fimmtudag að herferðin gegn eiturlyfjum hefði mistekist að mestu leyti. Pastrana tók þannig undir með þeim fjölmörgu sem telja að nýrra aðferða sé þörf á alheimsvísu til að eiga við eiturlyfjavandann.
Meira
INGÞÓR Ásgeirsson formaður Miðbæjarsamtakanna sagði að kaupmenn í göngugötunni á Akureyri væru allt annað en hressir með að framkvæmdum við endurbætur á götunni hefði verið frestað.
Meira
BÆNHÚS í anda 12. aldar verður vígt á bænum Efri-Brú í Grímsnesi klukkan 13 í dag. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogi, mun helga húsið, en á Efri-Brú, þar sem rekin er ferðaþjónusta, fer fram þing 37 norrænna kvenpresta um þessa helgi.
Meira
DAGANA 10. til 21. september nk. verður haldin kynning víða á landsbyggðinni um möguleika Íslendinga í evrópsku samstarfi en það hefur reynst fjölda landsmanna vel frá því að samningar um Evrópska efnahagssvæðið gengu í gildi árið 1994.
Meira
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir þegar hann er spurður um gagnrýni sem komið hefur fram á ríkisreikning vegna ársins 2000 að aðalatriðið hvað varðar útkomuna sé að reksturinn sjálfur án nokkurra sölutekna skili rúmlega 17 milljörðum króna í afgang.
Meira
KVIKMYNDASKÓLI Íslands og SkjárEinn hafa gert með sér samstarfssamning. Hann felur í sér víðtækt samstarf í starfsmanna- og markaðsmálum, endurmenntun, þróun og gerð íslenskra sjónvarpsþátta.
Meira
SELVOGSGATA verður gengin á morgun 9. september á vegum Ferðafélags Íslands. Leiðin er 15- 17 km. löng og gangan tekur 5-7 klukkustundir. Leiðin er forn og fyrrum fjölfarin þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Herdísarvíkur.
Meira
"SKÁKÆFINGAR fyrir börn og unglinga hjá Taflfélagi Reykjavíkur, svokallaðar laugardagsæfingar, hefjast að nýju eftir sumarleyfi laugardaginn 8. september kl.14:00. Æfingarnar eru opnar öllum 14 ára og yngri.
Meira
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ undirbýr nú stofnun Íslensku friðargæslunnar og hyggst auglýsa eftir umsóknum frá einstaklingum sem eru tilbúnir að fara til friðargæslustarfa.
Meira
PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra er undrandi á málflutningi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í sambandi við félagslegar íbúðir í Reykjavík. Hún segir m.a.
Meira
GUÐRÚN J. Karlsdóttir verður með málverkasýningu um helgina, í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík. Sýningin er opin í dag, laugardag, á milli klukkan 14 og 18 og á sama tíma á morgun, sunnudag.
Meira
Framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur gert tillögu um gjaldtöku af sjúklingum sem einn þátt í lausn á hallarekstri í ár, en heilbrigðisráðherra segir að tillögur í þessum efnum séu ekki uppi á borðum, enda þarf lagabreytingu til.
Meira
LÆKKUN brunabótamats mun jafnframt lækka iðgjöld til tryggingafélaga vegna brunatrygginga og er nú til skoðunar hjá félögunum hvernig brugðist verður við.
Meira
BOÐAÐ hefur verið til aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dagana 26. til 27. október næstkomandi, í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, svo sem skýrslu stjórnar og reikninga, verður fjallað um...
Meira
ALLS staðar er hægt að finna sér leiksvæði ef hugmyndaauðgin er látin ráða, samanber þennan unga mann sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins á Ingólfstorgi.
Meira
HÚSIÐ við Pósthússtræti 3 var fyrsta eiginlega barnaskólahúsið en þar tók Barnaskólinn til starfa árið 1893 þegar húsið var tekið í notkun. Þetta kemur fram í bók Páls Líndals: Reykjavík - Sögustaður við Sund.
Meira
GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að fjögurra milljarða króna halli á ríkissjóði á síðasta ári samkvæmt ríkisreikningi á þeim þenslutímum sem ríkt hafi sé léleg útkoma.
Meira
VEIÐI hefur verið góð í Vopnafjarðaránum í sumar og í gær var Hofsá t.d. komin í um 850 laxa, að sögn Óðins Helga Jónssonar sem var að ljúka veiðum í ánni á hádegi í gær.
Meira
NORSKI Verkamannaflokkurinn mælist í nýjustu skoðanakönnununum fyrir þingkosningarnar á mánudaginn með 21-25% fylgi, en gangi þessar spár eftir yrði það í fyrsta sinn frá því árið 1924 sem kjörfylgi flokksins færi niður fyrir 30%.
Meira
HAFIN er fundaherferð um landið á vegum Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hjómlistarmanna til að kynna félagsmönnum stöðuna í viðræðum við samninganefnd launanefndar sveitarfélaga og þá ákvörðun samninganefnda FT og FÍH að efna til...
Meira
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tók við heiðursviðurkenningu frá Zonta International í upphafi umdæmisþings 13. umdæmis hreyfingarinnar sem sett var á Hótel KEA á Akureyri í gær.
Meira
INGIMUNDUR Sigurpálsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, hefur lagt fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að efnt verði til samkeppni um endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjar Garðabæjar.
Meira
VINNU við fjárlagagerð næsta árs miðar vel og er samkvæmt áætlun, að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
Meira
SAFNAST verður saman í Þingvallakirkju klukkan 13.00 á sunnudag og gengið þaðan um Þingvöllinn að Öxarárfossi í Stekkjargjá. Gangan endar á fallegum útsýnisstað við Langastíg. Gangan tekur um tvo tíma.
Meira
Heiðar Ástvaldsson fæddist á Siglufirði 4. október 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og hóf lögfræðinám við Háskóla Íslands. Hann hafði tekið próf í almennri lögfræði en tók sér frí frá námi til að kenna dans og hefur ílengst í því starfi fram á þennan dag. Heiðar er kvæntur Hönnu Frímannsdóttur og eiga þau soninn Ástvald Frímann Heiðarsson.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu notaði heldur óhefðbundna leið til að vekja athygli á landsleik á móti Ítölum sem fram fer í Laugardalnum klukkan 11 í dag, en á heilsíðuauglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í gær var mynd af stelpunum í liðinu í...
Meira
Fréttir af velgengni nýjustu breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur, "Vespertine", hafa birst í Morgunblaðinu alla þessa viku. Þar kemur fram að platan sé í efstu sætum vinsældalista víða í Evrópu og í 19. sæti á bandaríska Billboard-listanum.
Meira
Vespertine, geisladiskur Bjarkar Guðmundsdóttur. Efni eftir Björk. Meðhöfundar Thomas Knak, Guy Sigsworth, Martin Console og Harmony Korine. Stjórn upptöku var að mestu í höndum Bjarkar en Thomas Knak og Marius De Vries aðstoðuðu í nokkrum lögum. 55,43 mín. Polydor/Björk Overseas/One Little Indian gefur út.
Meira
AUGLÝSINGAHERFERÐ hins uppátækjasama Absolut fyrirtækis, en framleiðslu þess er tappað á ógrynni vodkaflaskna, hefur nú teygt sig inn í poppheima.
Meira
Polyphony Digital lauk nýlega hönnun Gran Turismo 3 fyrir PlayStation 2. Gran Turismo er bílaleikur sem ætlað er að vera eins raunverulegur og mögulegt er.
Meira
BRESKI galleríeigandinn Anthony D'Offay tilkynnti í vikunni að hann hygðist setjast í helgan stein í árslok og loka galleríi sínu, að því er greint var frá á netsíðu Art Forum .
Meira
Freyja Gunnlaugsdóttir, Hrafnhildur Atladóttir og Stefan Paul fluttu verk eftir Stravinskí, Brahms, Stockhausen og Bartók. Miðvikudagurinn 5. september, 2001.
Meira
HIN 45 ára gamla leggjalanga leikkona Geena Davis hefur gengið í það heilaga - í fjórða sinn. Síðastur til að draga hring á fingur hennar er læknirinn þrítugi Reza Jarrahy, sem hún hefur átt í ástarsambandi við í 2 ár.
Meira
STEINÞÓR Marinó Gunnarsson listmálari sýnir nú málverk sín á Heilsugæslustöðinni Efstaleiti 3. Myndaröðina kallar hann Gróandi land og eru flest verkin unnin á árunum 1990-97. Þarna er um að ræða 21 málverk, flest unnin með olíu á striga.
Meira
ÞAÐ er mikið húllumhæ í Laugardalshöllinni þessa dagana þar sem stendur yfir sýningin Heimilið og Islandica 2001. Á sýningunni kynna fyrirtæki vörur sínar og er samnefnari þeirra að þær tengjast á einn eða annan hátt heimili eða hestum.
Meira
ÍSLENSKUDEILD hefur verið við Manitoba-háskóla í Kanada í hálfa öld og í tilefni tímamótanna verður sérstök hátíðardagskrá í háskólanum dagana 20. til 22. september.
Meira
SJÖ af tíu kjörræðismönnum Íslands í Kanada sóttu fimmtu ráðstefnu utanríkisráðuneytisins fyrir kjörræðismenn Íslands í vikunni. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir hittust og notuðu sendiherrahjón Íslands í Kanada, Hjálmar W.
Meira
NÝÞUNGAROKKSVEITIN vinsæla Papa Roach hefur upplýst fjölmiðla um næstu plötu sína, sem mun koma í kjölfarið á Infest , frumburðinum sem hefur heldur enn ekki slegið í gegn á undanförnum misserum.
Meira
SÝNINGAR á Píkusögum hefjast að nýju í Borgarleikhúsinu eftir sumarfrí og verður fyrsta sýningin í dag, laugardag. Leikritið er eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler, og er byggt á viðtölum höfundar við konur um leyndustu parta kvenlíkamans.
Meira
Stjórn: Fátt hefur breyst frá Gran Turismo 2 en þó örfá atriði. Helstu breytingarnar eru í nýjum stýripinna tölvunnar eða Dual Shock 2 stýripinnanum.
Meira
Í DAG verður reynt á flest skynfæri gesta á Jazzhátíð Reykjavíkur, því nú verður hlustað, borðað, dansað og jafnvel sungið. Fyrst á dagskrá dagsins er hljómsveitin Jump Monk sem heldur "Jazz Brunch" á Kaffi Reykjavík sem hefst kl.
Meira
Gerðarsafn Sýningunni Ars Baltica þar sem sjá má tæplega 50 listaverk í eigu ríkislistasafnanna í Eistlandi, Lettlandi og Litháen lýkur á sunnudag. Opnunartími safnsins um helgina er kl. 11-15.
Meira
STJÓRN Íslensku óperunnar samþykkti á fundi sínum í gær að fela óperustjóra að kanna hug ríkis og borgar til þess að Íslenska óperan komi að byggingu hins nýja tónlistarhúss sem fyrirhugað er að byggja á svæði Faxaskála við Reykjavíkurhöfn.
Meira
Rafpoppkvartettinn múm hefur vakið verskuldaða athygli hérlendis sem erlendis undanfarið eitt og hálft ár. Arnar Eggert Thoroddsen tók þá Örvar og Gunna á beinið og rakti úr þeim garnirnar.
Meira
Á FIMMTUDAGINN var frumsýnd einstök skemmtisýning í Skautahöllinni í Laugardal. Sýningin nefnist Hestagaldur og leiða þar saman hesta sína fremstu knapar og listamenn landsins. Á sýningunni eru íslenskar þjóðsögur vaktar til lífsins, þ.á m.
Meira
Niðurstöður gefa til kynna að almenningur sé mun jákvæðari til aðildar að ESB, segir Jón Steindór Valdimarsson, en endurspeglast í skoðunum og athöfnum stjórnmálaflokkanna.
Meira
Bridsdeild Sjálfsbjargar Vetrarstarfið hefst mánudaginn 10. sept. nk. með eins kvölds tvímenningi. Mánudaginn 17. sept. hefst svo fjögra kvölda tvímenningur. Spilað verður í Félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu Hátúni 12.
Meira
Bridsfélag Hafnarfjarðar Bridsfélag Hafnarfjarðar hefur vetrarstarf sitt mánudaginn 10. september með eins kvölds tvímenningi. Byrjað verður að spila kl. 19:30 í Álfafelli, félagssal Íþróttahússins við Strandgötu.
Meira
Gullsmárabrids Bridsdeild eldri borgara í Gullsmára hóf nýja starfsönn, eftir sumarhlé, með tvímenningi mánudaginn 3. september sl. Spilað er í Félagsheimilinu í Gullsmára 13. Spilað var á ellefu borðum og beztum árangri náðu: N/S Helga Helgad.
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Akureyrarkirkju af sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur Guðríður Jónasdóttir og Þorsteinn Hlynur Jónsson. Heimili þeirra er á Brekkusíðu 3,...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Akureyrarkirkju af sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur María Sif Sævarsdóttir og Einar Áskelsson. Á myndinni eru börn þeirra, Elín Ása og Viktor Ari. Heimili þeirra er á Vestursíðu 22,...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. ágúst sl. í Möðruvallakirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Erna Rún Friðfinnsdóttir og Kristinn Hólm Ásmundsson. Heimili þeirra er í Heiðarlundi 2k,...
Meira
Vinnubrögð R-listans í þeim efnum, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, eru fjandsamleg ungu fólki sem vill byggja eða kaupa íbúðarhúsnæði í Reykjavík.
Meira
ÞAÐ vekur óneitanlega undrun mína öll þessi umræða þrýstihópa um að lækka beri vexti tafarlaust - og að skella eigi allri skuld á Seðlabankann og kenna honum alfarið um að nokkur fyrirtæki séu að fara í gjaldþrot.
Meira
Óbundnir! Frjálsir menn! segir Jóhann Tómasson. Sömu mennirnir og hafa sumir stolizt til að selja gögn sjúkrahúsanna til Íslenzkrar erfðagreiningar.
Meira
Í dag er laugardagur 8. september, 251. dagur ársins 2001. Maríumessa hin s. Orð dagsins: Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.
Meira
Per-Åke óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á frímerkjum. Per-Åke Boström, Degerängsväg 39, S-67142 Arvika, Sverige. Bernt óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á frímerkjum.
Meira
SJALDAN hafa íslenskir knattspyrnuunnendur, og jafnvel hinir líka, beðið með eins mikilli eftirvæntingu eftir einum leik og leik íslenska karlalandsliðsins á móti Norður-Írum í Belfast.
Meira
ÉG á dóttur sem hefur æft listhlaup á skautum í rúm 3 ár í skautahöll Reykjavíkur. Ég er búin að fá miklu meira en nóg af því hvernig rekstri hallarinnar er háttað, og hvernig það er látið bitna á íþróttafólkinu sem þar æfir.
Meira
ÞESSAR vikurnar hef ég reynt að ná í æfingabók fyrir 6.-7. bekk í stærðfræði til að nota í sumarfríinu en finn hana ekki, þótt ég hafi leitað víða.
Meira
Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til Ísalands fannþöktu fjallana heim að fossum og dimmbláum heiðum. Ég sé, hvar í skýjum þú brunar á braut. Ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut.
Meira
Anna Sigurborg Finnsdóttir fæddist á Sandbrekku (Melagötu 15) í Neskaupstað 21. febrúar 1918. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 4. september.
MeiraKaupa minningabók
Ásgeir Ragnar Torfason fæddist á Halldórsstöðum í í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu 14. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju í Reykjavík 4. september.
MeiraKaupa minningabók
Bryndís Jónsdóttir fæddist á Flateyri hinn 14. febrúar 1932. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði hinn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar hétu Guðrún Arnbjarnardóttir, kennari, frá Fellskoti í Biskupstungum, f. 20. okt. 1892, d. 20. nóv.
MeiraKaupa minningabók
Í dag, 8. september, eru 100 ár liðin frá fæðingu Guðmundar Karls Péturssonar yfirlæknis á Akureyri. Hann lést 11. maí 1970. Guðmundur Karl var fæddur á Hallgilsstöðum í Hörgárdal 1901, sonur hjónanna Sigríðar Manassesdóttur, f. 2. okt. 1878, d. 15.
MeiraKaupa minningabók
Jensína Sigurjónsdóttir fæddist á Sámsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu 18. júlí 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir, f. 20.9. 1876, d. 14.2. 1953, og Sigurjón Jóhannesson, f. 13.4. 1879, d.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Sigríður J. Kjerúlf fæddist í Brekkugerði í Fljótsdal 14. sept. 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Egilsstöðum 31. ágúst síðastliðinn. Jóhanna var eitt af tólf börnum Jörgens Kjerúlf frá Húsum og Elísabetar Jónsdóttir frá Brekkugerði.
MeiraKaupa minningabók
HAGNAÐUR SP-fjármögnunar hf., sem er hlutafélag í eigu Sparisjóðanna, nam 96 milljónum króna eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 63 milljónum króna eftir skatta. Heildarútlán hafa vaxið frá áramótum úr 8.
Meira
GENGI hlutabréfa deCODE genetics lækkaði um 8,91% í gær frá fyrra degi og var lokagengið á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum 6,44 bandaríkjadalir á hlut.
Meira
EISCH Holding er orðinn langstærsti hluthafinn í Keflavíkurverktökum með 20,1% hlut en félagið er í eigu Bjarna Pálssonar. Vegna rafrænnar skráningar Keflavíkurverktaka liggur nýr hluthafalisti ekki fyrir.
Meira
VÍSINDAMENN við Háskólann í Stokkhólmi hafa fundið eiturefnið PBDE í fiski, m.a. utan fyrir Íslandi, að því er fram kemur í norska vefritinu Tekblad.no .
Meira
Ítalsk-íslenskt verslunarráð var stofnað í Mílanó síðastliðinn fimmtudag. Eyrún Magnúsdóttir sat stofnfundinn og fann fyrir mikilli ánægju meðal fundargesta með þetta skref í átt að auknum viðskiptum milli landanna tveggja.
Meira
NÝ 280 fermetra viðbygging Hólmadrangs ehf., dótturfélags Útgerðarfélags Akureyringa hf., á Hólmavík hefur verið tekin í notkun. Í viðbyggingunni, sem kostar um 40 milljónir króna, eru skrifstofur fyrirtækisins og starfsmannaaðstaða.
Meira
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir reynsluna af öðrum verslunarráðum sem hafa verið stofnuð milli landa býsna góða. "Mér finnst þetta fara mjög vel af stað hér í Mílanó.
Meira
HAGNAÐUR Sparisjóðs Mýrasýslu nam 43,8 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 38 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Er því um 15,3% aukningu hagnaðar á milli tímabila.
Meira
GLITNIR hf. skilaði 151 milljónar króna hagnaði á fyrri hluta ársins en hagnaður fyrir skatta nam 223 milljónum króna. Hagnaður sama tímabils á síðasta ári nam 170 milljónum króna.
Meira
HÉÐINN hf. var rekinn með þriggja milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 11 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins námu 668 milljónum króna en voru 324 milljónir króna árið á undan.
Meira
ÞINGMAÐUR skoska þjóðernisflokksins, Angus Robertson, segir íslensk stjórnvöld geta aðstoðað fjölda skoskra sjómanna sem urðu atvinnulausir eftir þorskastríðin við Íslendinga.
Meira
DANIELE Molgara er varafjármálaráðherra Ítalíu. "Þótt Ítalía og Ísland séu misjöfn að stærð, er stofnun verslunarráðs mikilvægt skref, ekki síst fyrir Ítalíu því þetta opnar landið til Norður-Evrópu, sérstaklega fyrir ferðamennsku.
Meira
ANDREA Mochi Onory di Saluzzo, sendiherra Ítalíu á Íslandi, starfar í Ósló. "Ég hlakkaði mikið til þessa stofnfundar. Ég held að verslunarráð sé kjörinn vettvangur fyrir Ítali og Íslendinga til að stunda viðskipti.
Meira
KAUPÞING hf. spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða sem samsvarar um 7,4% verðbólgu á ársgrundvelli. Gangi spáin eftir hefur vísitalan hækkað um 8,4% síðustu 12 mánuði en á sama tíma í fyrra hækkaði vísitalan um 0,2%, að sögn Kaupþings.
Meira
MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept.
Meira
TÖLUVERT hefur verið fjallað um málefni "Íslandssjómannanna" í skoskum fjölmiðlum að undanförnu. Mikil reiði hefur gripið um sig meðal skoskra sjómanna, sem segja að enn hafi aðeins 21 af meira en 400 sjómönnum fengið þær bætur sem þeim ber.
Meira
SIGRÍÐUR Snævarr er sendiherra Íslands í Frakklandi, auk Ítalíu og fleiri ríkja. "Ég held að þetta hafi mikið að segja. Þetta er gleðidagur í mínu lífi og ég er óskaplega bjartsýn á framtíðina í viðskiptum milli landanna.
Meira
"NEYTENDUR sem velja lífrænar vörur fá hreinni vöru og margir telja hana líka bragðbetri," segir dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu.
Meira
"FYRIR fimmtán árum þegar við vorum að byrja með lífrænar vörur vissi nánast enginn hvað við vorum að tala um og fannst þetta hálfskrítið, við höfum þó þraukað og síðustu fjögur árin hefur eftirspurn aukist mjög," segir Rúnar Sigurkarlsson...
Meira
TIL að hindrunarsögn skili hlutverki sínu verður hún að koma andstæðingunum í þá stöðu að þeir hafi a.m.k. um tvo kosti að velja og helst fleiri. "Látum þá giska!" er stundum sagt, en það gildir um ágiskanir að þær eru stundum rangar.
Meira
FYRIR utan fáeina sjaldgæfa krabbameinssjúkdóma sem vitað er að eru ættgengir, þá er ekki meiri hætta á að systkini krabbameinssjúkra barna fái krabbamein heldur en aðrir. Þetta kemur fram hjá Dr.
Meira
MARTIN Hocking, sem er prófessor við Háskólann í Viktoríu, segir að farþegar í flugvélum eigi á hættu að sýkjast og það jafnvel af hættulegum sjúkdómum eins og berklum. Þetta kemur fram á heilsufréttavef BBC.
Meira
Markaðurinn átti upphaflega að draga að ferðamenn. Hann snerist seinna upp í andhverfu sína og var orðinn skotspónn umhverfisverndarsinna og þyrnir í augum stjórnvalda.
Meira
AUGLÝSINGAHERFERÐIR til að hvetja ungmenni til að kaupa farsíma um leið og þau kaupa skóladótið hafa verið gagnrýndar í Bretlandi undanfarnar vikur.
Meira
NÆSTKOMANDI sunnudag 9. september hefst haust og vetrarstarf Grafarvogskirkju. Barnastarfið hefst í Grafarvogskirkju með sameiginlegri barna- og fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 9. sept. kl.11:00.
Meira
Spurning: Ég er 18 ára gömul stelpa og viss um að ég er með gyllinæð (útvortis). Þetta veldur mér ekki neinum líkamlegum óþægindum en hinsvegar miklu hugarangri. Ég vil síður leita læknis fyrr en ég hef reynt eitthvað annað áður.
Meira
MARAÞONHLAUP getur sannarlega reynt á þolrifin. Nýleg athugun sem gerð var í Hong Kong bendir til þess að þeir sem hlaupa maraþon ættu að íhuga vel áður hvort þeir eru nógu vel undirbúnir.
Meira
GAGNSÆJAR spengur fyrir tennurnar eru komnar á markað. Þeim sem finnst vandræðalegt að vera með venjulegar spengur er þetta eflaust fagnaðarefni. Þessar nýju spengur sem kallast Invisalign eru úr gagnsæju plasti og passa nákvæmlega fyrir tennurnar.
Meira
Staðan kom upp á HM ungmenna sem lauk nýverið í Aþenu. Levon Aronjan (2562) hafði hvítt gegn Gabor Papp (2291). 25. Hxf7! Rökrétt fórn í yfirburðatafli. 25...Kxf7 26. Dh7! Svarti kóngurinn sleppur ekki úr hremmingum sínum eftir þetta. 26...
Meira
Margt er að sjá á hestasýningunni Islandica 2001 sem nú stendur yfir í tengslum við sýninguna Heimilið 2001 í Laugardalnum. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði sýninguna og heillaðist af hestatangó á "Hestagaldri" í Skautahöllinni.
Meira
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti í gærkvöldi hvaða ellefu leikmenn hefja leikinn gegn Ítalíu á Laugardalsvelli kl. 11 í dag. Leikurinn er liður í undankeppni HM og er önnur viðureign Íslands í keppninni.
Meira
HOLLENSKA liðið RKC Waalwijk og spænska liðið Real Betis eru ekki búin að ganga frá öllum atriðum hvað varðar söluna á landsliðsmanninum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Meira
Björgvin Sigurbergsson, GK, lék illa á öðrum keppnisdegi á Vesterås-mótinu sem er hluti af atvinnumótaröð í Svíþjóð. Að loknum fyrsta keppnisdegi var Björgvin tveimur höggum undir pari, eða 70 höggum, en í gær lék hann á samtals 78 höggum.
Meira
FYRR í sumar varð Björn Þór Ólafsson, skíðakappi úr Ólafsfirði, sextugur og á dögunum efndi skíðadeild Leifturs til hófs af því tilefni. Skíðasamband Íslands sæmdi Björn Þór við það tækifæri heiðurskrossi SKÍ sem er æðsta viðurkenning sambandsins.
Meira
Lokaslagurinn í efstu deild karla í knattspyrnu hefst í dag og stendur næstu þrjár helgar. Baráttan er í algleymingi og stigin níu sem í pottinum eru fyrir hvert félag eru mikilvæg. Skúli Unnar Sveinsson rýndi í stöðuna og heyrði í Lúkas Kostic sem hefur fylgst vel með fótboltanum í sumar.
Meira
UM helgina verða staddir hér á landi þrír körfuknattleiksmenn sem létu mikið að sér kveða í bandarísku NBA-deildinni á árum áður. Þetta eru þeir George Gervin, San Antonio Spurs, Sam Jones, Boston Celtics og Rick Barry, Golden State Warriors.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því ítalska í dag, en leikurinn er annar leikur íslenska liðsins í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar, en í riðlinum eru auk Ítalíu, Spánverjar og Rússar, sem gerðu 1:1 jafntefli við Ísland í fyrsta leik riðilsins. Leikið verður á Laugardalsvellinum og er leiktíminn óvenjulegur en blásið verður til leiks kl. 11:00 árdegis og er rétt að geta þess að aðgangur að leiknum er ókeypis.
Meira
* HARALDUR Þorvarðarson handknattleiksmaður gekk í sumar til liðs við Stralsund í þýska handboltanum, en liðið leikur í norðurhluta 2. deildar. Stralsund vann í fyrrakvöld Mönkeberg , 29:21 í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar og skoraði Haraldur 5...
Meira
Lokaúrslit Evrópukeppni karlalandsliða í körfuknattleik fara nú fram í 32. sinn í Ankara í Tyrklandi, og titilhafarnir frá Ítalíu eru úr leik. Í undanúrslitum leika Þjóðverjar gegn heimamönnum, Tyrkjum.
Meira
RÓBERT Sighvatsson, landsliðsmaður í handknattleik, er laus undan samningi við þýska handknattleiksliðið Bayer Dormagen. Samningar náðust milli Róberts og Dormagen sl.
Meira
* SAM Allardyce framkvæmdastjóri Bolton var kjörinn framkvæmdastjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, en undir hans stjórn sigruðu nýliðarnir Leicester , Middlesbrough og Liverpool og eru í efsta sæti deildarinnar.
Meira
Bandaríski spretthlauparinn Michael Johnson keppti í síðasta sinn á stórmóti er hann var í sigursveit Bandaríkjanna í 4x400 m boðhlaupi á Friðarleikunum, sem nú standa yfir í Brisbane í Ástralíu.
Meira
Á MORGUN fara fram fimm leikir í 1. deild karla í knattspyrnu og stórleikur 17. umferðarinnar og þeirrar næstsíðustu er viðureign Akureyrarfélaganna, KA og Þórs. KA er efst í deildinni með 36 stig, en Þór er með stigi minna í öðru sætinu. Þróttur frá Reykjavík er í þriðja sætinu með 31 stig og sækir lið Stjörnunnar heim, en Garðbæingar eiga tölfræðilega möguleika á að ná Þór að stigum.
Meira
Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur, TBR, sigraði í gær spænsku meistarana frá Alicante í Evrópukeppni félagsliða, 7:0. Þetta var annar sigur TBR á mótinu en á fimmtudag lagði liðið belgískt félag.
Meira
Ég trúi því að tíminn sé klukka sem tifar við úlnlið minn Að tilgangur lífsins sé tilvera mín Auga mitt sjóngler eilífðarinnar og eyra mitt hlustir náttúrunnar. Ég lifi manninum til dýrðar og hvert skref mitt er framfaraspor mannkyns. Eins er með...
Meira
Miklos Perenyi, Bernard Haitink, Peter Eötvös og Pierre Boulez eru í brennidepli þegar HAFLIÐI HALLGRÍMSSON heldur áfram að fjalla um tónlistarviðburði á Edinborgarhátíðinni.
Meira
Svanni kunni sveifla beyglaus brandi meyja. Jálmar hjör að hjálmi, gnata geirar skata. Flekki rauða rekkum veitti drósin dreyra. Spillti sprundar undin, djörf hún gekk í dörruð. Hamrammur smó hennar bengrefill að beini.
Meira
Arkitektinn Ludwig Mies van der Rohe var einn helsti áhrifavaldurinn í þróun byggingarlistar á síðustu öld. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir frá ferli þessa merka frumherja módernismans en hönnun Mies er til umfjöllunar á tveimur samhliða sýningum í New York um þessar mundir. Í MoMA er fjallað um feril Mies í Berlín en Whitney-safnið tekur síðan við og varpar ljósi á störf Mies eftir að hann settist að í Bandaríkjunum.
Meira
er næstelsta hús á Húsavík og stendur fagurrautt með hvítum gluggum neðst í skrúðgarði bæjarins. Freysteinn Jóhannsson rekur sögu hússins en það hefur alla tíð verið í eigu sömu ættarinnar en í dag eru 110 ár síðan frumbyggjarnir fluttu...
Meira
FÉLAGAR í galleríinu Meistara Jakobi opna sýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ í dag kl. 16. Sýningin er einskonar framhald af sýningu hópsins sem haldin var í júní í Villa Badoglio í Asti á Ítalíu.
Meira
Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um hvort til séu staðreyndir, hvaða þjóð veiði mest af hvölum og hvernig hægt sé að nálgast óendanlega einhvern punkt en ná samt aldrei til hans. Þar er einnig sagt frá því hvort höfundur Hávamála hafi vitað hvað api er, en á einum stað í kvæðinu stendur að margur verði af aurum api.
Meira
Nýjan tón kveður við í nýjustu skáldsögu bandaríska rithöfundarins Don DeLillo, The Body Artist, sem kom út í sumar. Rithöfundurinn Don DeLillo er tvímælalaust í fremstu röð bandarískra skáldsagnahöfunda og hverju nýju verki þessa háðska póstmódernista fylgir mikill viðbúnaður bókmenntaunnenda.
Meira
LISTAVERKASALINN Michel Cohen naut ómælds trausts meðal annarra listaverkasala og safnara í Bandaríkjunum og víðar - allt þar til hann og fjölskylda hans hurfu með 60 milljónir dollara í reiðufé fyrr á þessu ári.
Meira
Þau áttu fagrar vonir um vaska drenginn sinn, en vor er stundum alltof fljótt að líða. Þá dauðans myrkur kemur svo hljótt í húsið inn, að harmi slær á alla menn og kvíða. En vissulega er dauðinn í vitund okkar hér sem vegur gagnsær milli tveggja geima.
Meira
MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin þri.-fös. kl. 14-16. Til 15.5. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Verk Svavars Guðnasonar. Til 9. september. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. október.
Meira
Risastór alþjóðleg húsakaupstefna í Málmey kom BRAGA ÁSGEIRSSYNI meira á óvart en nokkur listviðburður sem hann stefndi á við Eyrarsund að þessu sinni. Húsagerð er mikil list hvernig sem á málið er litið, einkum þegar búa skal manneskjunni lífrænt umhverfi í yfirþyrmandi og mengandi stórborgum nútímans.
Meira
CHRISTIANE Oelze sópransöngkona og Rudolf Jansen píanóleikari flytja ljóðasöngva eftir Schubert, Mendelssohn og Schumann á tónleikum í Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag kl. 17:00.
Meira
ÞAÐ ber ekki mikið á auglýsingunum sem finna má á dánar- og minningasíðum Morgunblaðsins . Smáar og látlausar gefa þær til kynna að fagfólk í nærgætni sé þar að verki.
Meira
NORÐURLJÓS heitir árleg tónlistarhátíð tónlistarhópsins Musica Antiqua sem nú er haldin í sjöunda sinn. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar að þessu sinni verða í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 17:00.
Meira
SAMHENT hefur fjórar kveður í hverri línu og eru allar stýfðar. Er hátturinn að því leyti eins og stafhent sem fjallað var um í síðasta þætti nema hvað allar línur samhendu ríma í lokin.
Meira
Brenni dagar líði glóð og nætur um dúnfylltar sængur líði ský falli regn rísi sól og setjist komi morgunn héluð birta líði vindur sveiflist tré komi sígarettur dagblöð og bollar af kaffi lesist bækur opnist augu og lokist klekist púpur rísi loftbólur og...
Meira
Rík þau urðu Ráðný og Véboði og hugðust gott eitt gjöra. Nú þau sitja og sárum snúa ýmsum eldi til. Á sig þau trúðu og þóttust ein vera allri þjóð yfir, en þó leist þeirra hagur annan veg almáttkum guði.
Meira
Neðst í skrúðgarðinum á Húsavík, sunnan Búðarár, stendur fagurrautt hús með hvítum gluggum. Þetta er annað elzta íbúðarhús á staðnum, það hefur alla tíð verið í eigu sömu ættar og í dag eru 110 ár síðan frumbyggjarnir fluttu inn. FREYSTEINN JÓHANNSSON leit inn í Árholt.
Meira
Að sumu leyti stendur nýja bókin mín utan leiðar, ekki í þeim skilningi að hún sé utangátta í lífinu sjálfu, heldur vegna þess að hún er um svo margt einfari á bókaveginum mínum. Kannski er það líka þess vegna sem ég á erfitt með að tala um hana.
Meira
SAGNFRÆÐINGUM og stjórnmálafræðingum tuttugustu og fyrstu aldar verður ekki verkefna vant, þegar þeir skyggnast til baka og rýna í atburði og þróun mála á Íslandi á tuttugustu öldinni, viðburðaríkustu öld í sögu íslenskrar þjóðar.
Meira
BANDARÍSKI rithöfundurinn John Barth sendir frá sér skáldsöguna Coming Soon!!! (Væntanleg!!!) í nóvembermánuði. Telst það að vonum til tíðinda þar sem John Barth er meðal þeirra rithöfunda sem lagt hafa mark á bókmenntaþróunina á síðari hluta 20.
Meira
verða opnaðar í Listasafni Íslands í dag. Naumhyggja - hið knappa form, er heiti sýningar í 1. og 2. sal, en þar verða sýnd verk í eigu safnsins eftir nokkra fulltrúa naumhyggjunnar í íslenskri myndlist.
Meira
NORSKU Anders Jahre-menningarverðlaunin voru að þessu sinni veitt tveimur einstaklingum fyrir framlag þeirra til menningarmála. Eru það Knut Ødegård og Knut Skram sem deila verðlaununum í ár.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.