Greinar laugardaginn 15. september 2001

Forsíða

15. september 2001 | Forsíða | 163 orð

Aukin sala á skammbyssum

HRYÐJUVERKIN í New York og Washington hafa aukið áhyggjur manna um öryggi sitt og hefur sala á skammbyssum og skotfærum aukist, samkvæmt upplýsingum byssusala og samtaka skotvopnaeigenda. Meira
15. september 2001 | Forsíða | 504 orð | 2 myndir

"Við erum öll sameinuð í sorginni"

"ÖLL þjóðin stendur með hinum hugrökku íbúum þessarar borgar og við erum sameinuð í sorginni," sagði George W. Bush er hann kom til New York í gær. Meira
15. september 2001 | Forsíða | 121 orð | 1 mynd

Skoraði á Sharon að vinna að friði

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að stíga ný skref í þá átt að binda enda á ofbeldið í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Meira

Fréttir

15. september 2001 | Erlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

4.000 milljarða kr. neyðarfjárveiting

BANDARÍKJAÞING hefur samþykkt tvöfalt hærri neyðarfjárveitingu en þá 20 milljarða dollara sem George W. Bush forseti hafði farið fram á til að aðstoða þjóðina við að bregðast við hryðjuverkunum í New York og Washington sl. þriðjudag. Leiðtogar beggja flokka í báðum deildum þingsins sýndu enn frekari eindrægni með því að leggja fram annað frumvarp sem heimilar beitingu hervalds gegn hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 284 orð

5.000 athugasemdir til Fasteignamatsins

VILHJÁLMUR Egilsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að allt sé eðlilegt varðandi endurskoðað fasteigna- og brunabótamat sem tekur gildi í dag, 15. Meira
15. september 2001 | Erlendar fréttir | 758 orð

Afdrifarík áhrif á friðarhorfur

HARMLEIKURINN sem dundi yfir Bandaríkin í vikunni mun hafa afdrifarík áhrif á friðarferlið í Mið-Austurlöndum, til hins betra eða verra. Meira
15. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 23 orð

Aglow-fundur

AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í félagsmiðstöðinni Víðilundi kl. 20 á mánudagskvöld, 17. september. Sigríður Schram formaður Aglow á Ísafirði flytur ræðu... Meira
15. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 384 orð | 1 mynd

Allir grunnskólar brátt einsetnir

FYRSTA skóflustungan að viðbyggingu við Hlíðaskóla var tekin í gær en framkvæmdum á að ljúka fyrir byrjun næsta skólaárs að ári. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Allir merkja sig með fánum

GUÐRÚN Arnardóttir, frjálsíþróttakona sem býr í Athens í Georgíuríki, segir atburðina í New York og Washington hafa haft áhrif alls staðar. "Það er ótrúlegt hvað þetta hefur mikil áhrif á alla, t.d. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Atvinnulífið enn í uppnámi

BJÖRGVIN Sævarsson vinnur í St. Paul í Minnesota. Hann upplifði óttann, sem greip um sig þegar árásirnar voru gerðar, mjög áþreifanlega. "Þennan morgun sem þetta gerðist er ég að þvælast hérna inni í miðbæ St. Paul, sem er höfuðborg Minnesota. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Aukið framlag til óperunnar

UNDIRRITAÐUR var í gær nýr samningur milli ríkisins og stjórnar Íslensku óperunnar sem kveður á um tvöföldun framlaga úr ríkissjóði til starfsemi óperunnar á næstu tveimur árum. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Á gjörgæsludeild með mikla áverka

TÓLF ára gömul stúlka slasaðist alvarlega er ekið var á hana á gangbraut á Háaleitisbraut á móts við Austurver snemma í gærmorgun. Hún hlaut mikla höfuðáverka og var flutt á Landspítalann í Fossvogi. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 1126 orð

Áhrifin eru veruleg til skamms tíma

Atburðirnir í Bandaríkjunum hafa haft umtalsverð áhrif á umsvif í ferðaþjónustu hér á landi. Afbókanir hafa verið á flugi og hjá hótelum. Nokkuð hefur verið um að fundum hafi verið frestað og a.m.k. tveir hópar sem pöntuðu svokallaðar hvatningarferðir hafa hætt við ferðirnar. Meira
15. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Bjóða fram í eigin nafni

FÉLAGAR í Akureyrardeild Vinstri-hreyfingarinnar Græns framboðs samþykktu á félagsfundi í fyrrakvöld að bjóða fram sinn eigin lista við sveitarstjórnarkosningar á komandi vori. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Borgaskóli vígður við hátíðlega athöfn

BORGASKÓLI við Vættaborgir var vígður formlega í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði gesti og húsið var kynnt og sýnt. Skólinn er einsetinn og byggður fyrir 350 til 400 nemendur. Meira
15. september 2001 | Miðopna | 1274 orð | 1 mynd

CIA beitir leynilegum aðgerðum

Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur síðustu þrjú árin stuðst við forsetatilskipun, sem heimilar leynilegar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum. Í samtölum, sem þeir Bob Woodward og Vernon Loeb áttu við háttsetta bandaríska embættismenn og herforingja, kom fram að tekist hefur að koma í veg fyrir hryðjuverk hópa, er tengjast sádi-arabíska hermdarverkamanninum Osama Bin Laden. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 143 orð

Dæmdir í tveggja mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot

TVEIR menn, 19 og 21 árs, voru í gær dæmdir í tveggja mánaða fangelsi hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þjófnað, skjalafals og fjársvik. Fullnustu refsingar þess yngri var frestað um tvö ár. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 222 orð

Eiginmanns íslenskrar konu er saknað

TENGDASONAR Kristjáns Tómasar Ragnarssonar, yfirlæknis á Mount Sinai-sjúkrahúsinu í New York, er saknað eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center á Manhattan á þriðjudag. Meira
15. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Einar sýnir á Karólínu

EINAR Gíslason opnar á morgun, laugardaginn 15. september, sýningu á grafíkmyndum á Café Karólínu. Á sýningunni eru grafíkmyndir sem allar eru unnar á þessu ári. Myndefnið er sótt í öræfi landsins þar sem nátturuöflin ein ráða ferðinni. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 358 orð

Eindreginn stuðningur við samþykkt NATO

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði í gær fyrir ríkisstjórnina yfirlýsingu Atlantshafsbandlagsins um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Meira
15. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 175 orð | 1 mynd

Farþegum fækkar um 9% á milli ára

FARÞEGUM á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík fækkaði um tæp 9% yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst frá því á sama tímabili í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum frá umdæmisskrifstofu Norðurlandsumdæmis Flugmálastjórnar. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Ferðafélagið með tvær gönguferðir

FERÐAFÉLAG Íslands stendur á sunnudag fyrir tveimur gönguferðum. Annarsvegar verður gengið um Síldarmannagötur og hins vegar er haustlitaferð í Skorradal. Síldarmannagötur eru forn leið upp í Skorradal en brekkurnar heita Síldarmannabrekkur. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fjölbreytt nám hjá Tölvufræðslunni

TÖLVUFRÆÐSLAN á Akureyri er nú að hefja sitt 14. starfsár og er námsframboð fjölbreytt að vanda. Skólinn leggur áherslu á hagnýtt nám í ýmsum tölvu-, viðskipta- og tungumálagreinum og skipta nemendur þúsundum frá upphafi. Meira
15. september 2001 | Miðopna | 743 orð | 1 mynd

Fjöllin veita kærkomið skjól

SÍÐAST sást til Osama Bin Ladens, sem Bandaríkjamenn hafa sett efstan á lista yfir þá sem grunaðir eru um að hafa staðið að baki árásunum á þriðjudag, í febrúar í ár þegar sonur hans gekk í það heilaga í Kandahar í suðurhluta Afganistan. Meira
15. september 2001 | Erlendar fréttir | 238 orð

Flugfélög óska verndar gegn lögsóknum

AF ótta við fjölda lögsókna sem gætu leitt til gjaldþrots hafa flugfélögin, sem ráku þoturnar fjórar sem rænt var til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum sl. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 170 orð

Fordæma hryðjuverkin í Bandaríkjunum

STJÓRN Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: "Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna sem oftlega hafa fordæmt dráp á óbreyttum borgurum, sem fallið hafa af völdum Bandaríkjahers, m.a. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Fólk vill hefnd

STEFÁN Þór Stefánsson í Austin í Texas segist vissulega finna mun á stemmningunni í fólki. "Fólk er náttúrulega harmi slegið. Stærðin á öllum þessum ósköpum er svo hrikaleg að það er svo erfitt að gera sér grein fyrir því. Meira
15. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Frítt á leikinn fyrir eldri borgara

ÞÓR leikur gegn Víkingi í lokaumferð 1. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag kl. 14 og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli. Þórsarar, sem þegar hafa tryggt sér sæti í efstu deild að ári, ætla að bjóða eldri borgurum bæjarins frítt á leikinn. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Fundur um öryggismál

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra átti í fyrradag fund með fulltrúum Almannavarna, Landhelgisgæslu og lögreglu þar sem fjallað var um viðbúnað við hryðjuverkum á Íslandi. Á fundinum var m.a. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 854 orð | 1 mynd

Fyrir kennara og foreldra

Ragna Freyja Karlsdóttir fæddist á Siglufirði 1940. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1960 og fór síðan í sérkennslunám og var í hópi fyrstu níu sérkennara sem útskrifuðust frá Kennaraháskólanum 1969. Meira
15. september 2001 | Erlendar fréttir | 105 orð | 5 myndir

Fyrstu myndir úr World Trade Center

MYNDIR er sýna fólk yfirgefa World Trade Center sl. þriðjudagsmorgun og slökkviliðsmenn koma inn í turnana hafa verið birtar á Netinu. Fólkið virðist sýna rósemi og ganga niður stigana í röð, og sumir eru að tala í farsíma. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 127 orð

Gengið um Brennisteinsfjöll og Herdísarvík

SUNNUDAGSFERÐIR Útivistar 16. september eru annars vegar 9. ferð í fjallasyrpu Útivistar og er gengið í Brennisteinsfjöll og á Kistufell sem er mikill og sérstæður gígur þar. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 504 orð

Greiða atkvæði um verkfallsboðun

FUNDAHERFERÐ Félags tónlistarskólakennara (FT) og Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) um landið er langt komin. Einungis á eftir að efna til funda á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Sigrúnar Grendal Jóhannesdóttur, formanns FT. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 149 orð

Hauskúpa fannst við bæjarrústir

HAUSKÚPA og fleiri mannabein fundust við bæinn Eiríksstaði á Jökuldal þegar unnið var að því að grafa vegskurð þar í gær. Meira
15. september 2001 | Landsbyggðin | 64 orð

Haustskreytingar í Garðyrkjuskólanum

TVÖ haustskreytinganámskeið verða í Garðyrkjuskólanum. í haust. Annars vegar sunnudaginn 23. september og hins vegar sunnudaginn 14. október í húsakynnum skólans frá kl. 10 til 16 báða dagana. Leiðbeinandi verður Uffe Balslev blómaskreytingameistari. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hátíð hjá Ægisbúum

LAUGARDAGINN 15. september verður opnunarhátíð vetrarstarfsins hjá Skátafélaginu Ægisbúum. Skátaland verður á staðnum með hoppukastala. Einnig verður boðið upp á dagskrá úti sem inni og léttar veitingar. Þá munu foringjar félagsins kynna starfið. Meira
15. september 2001 | Landsbyggðin | 179 orð | 1 mynd

Hrútafjarðará í útboð

HRÚTAFJARÐARÁ er á leið í útboð, í fyrsta skipti í "marga áratugi" að sögn Eyjólfs Gunnarssonar á Barkarstöðum í Hrútafirði, en hann er formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár. Meira
15. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Inntökupróf á mánudag

KÓR Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarf sitt. Í vetur er ýmislegt á döfinni, t.d. jólatónleikar í desember, þátttaka í Kirkjuviku, vortónleikar og fleira. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

JÓHANN FRIÐFINNSSON

JÓHANN Friðfinnsson í Vestmannaeyjum lést í Landspítala í Fossvogi í fyrrakvöld á 73. aldursári. Jóhann var fæddur í Vestmannaeyjum 3. nóvember 1928. Foreldrar hans voru Ásta Sigurðardóttir og Friðfinnur Finnsson kafari og kaupmaður. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Kennarar fá afhentar fartölvur

FYRIR skömmu afhenti Ólafur M. Birgisson sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, kennurum og skólastjóra grunnskólans, HP Omnibook fartölvur. Tölvurnar eiga að létta störf kennara við skólann og auðvelda undirbúning fyrir kennslu. Meira
15. september 2001 | Suðurnes | 385 orð | 1 mynd

Kennslustofunum komið fyrir við Heiðarskóla

TVÆR kennslustofur úr timbri voru í fyrrinótt fluttar frá Selfossi og settar upp við Heiðarskóla í Keflavík. Börnin í sjötta bekk sem hafa verið á hálfgerðum vergangi frá því skóli hófst í haust fá því fljótlega varanlegan samastað. Meira
15. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Mömmumorgunn kl. 10-12 á miðvikudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund á fimmtudag kl. 12. Bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimi á eftir. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 508 orð

Kröfluvirkjun verður stækkuð um 40 MW

LANDSVIRKJUN áformar stækkun jarðgufuvirkjunar sinnar við Kröflu í Skútustaðahreppi og hefur matsskýrsla verið send til Skipulagsstofnunar, en eftir stækkunina getur virkjunin skilað 100 megavatta afli í stað 60 MW. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

LEIÐRÉTT

Föðurnafn misritaðist Í frétt á bls. 17 í blaðinu í gær um fyrstu úthlutun úr Blikastaðasjóðnum hefur misritast föðurnafn Helgu Magnúsdóttur, Helga var sögð Jónsdóttir en hún er Magnúsdóttir. Gengið í dag Í frétt á bls. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 171 orð

Leitað að erfðaþáttum sem stuðla að næturvætu

SÍÐASTLIÐIN tvö ár hefur staðið yfir á Íslandi rannsókn á næturvætu eða undirmigu. Markmið hennar er að finna erfðaþætti eða gen sem stuðla að næturvætu. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 435 orð

Leitað verður í handfarangri flugfarþega

BÚIÐ er að herða alla öryggisgæslu í flugi til Bandaríkjanna. Nýjar öryggisreglur kveða m.a. á um að leitað verði í ákveðnu hlutfalli í öllum farangri sem fer um borð í vélarnar. Öllu flugi Flugleiða til Bandaríkjanna var aflýst í gær. Meira
15. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 251 orð

Lengri frestur til að útkljá lögsögu

ÁGREININGUR er enn uppi milli Reykjavíkur, Seltjarnarness og Kópavogs um stjórnsýslumörk sveitarfélaganna á svæðinu norðan og vestan Bláfjalla og hefur félagsmálaráðuneytið nýverið veitt sveitarfélögunum frest til áramóta til að freista þess að ná... Meira
15. september 2001 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Lestarslys á Ítalíu

TVÆR flutningalestir og ein farþegalest rákust saman á lestarstöð í Brennerskarði í Ölpunum í gær með þeim afleiðingum, að tveir menn týndu lífi og fjórir slösuðust. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Lést af slysförum

BANASLYS varð við sumarbústað í vestanverðu Reynisfjalli í Mýrdal laugardaginn 8. september. Karlmaður sem vann að viðgerð á sumarbústaðnum féll úr stiga og hlaut innvortis meiðsli. Hann var fluttur í sjúkrahús á Selfossi en lést skömmu fyrir komu... Meira
15. september 2001 | Suðurnes | 489 orð

Ljúka malbikun og gangstéttum á fjórum árum

HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur samþykkt að láta ljúka malbikun gatna á næstu tveimur árum og að á næstu fjórum árum verði gert átak í lagningu gangstétta og lagningu og malbikun gangstíga. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 88 orð

Loðnubátarnir mega hefja haustvertíð í dag

LOÐNUVEIÐAR mega hefjast á ný í dag en veiðarnar hafa verið bannaðar frá því um miðjan ágústmánuð. Ekkert íslenskt skip er komið á loðnumiðin en gera má ráð fyrir að fyrstu skipin hefji loðnuleit á allra næstu dögum. Meira
15. september 2001 | Erlendar fréttir | 668 orð

Lögreglan reyndist hafa farið offari

FLUGVÖLLUM í New York var lokað í fyrrakvöld og alríkislögreglan FBI handtók tíu araba til að yfirheyra þá í tengslum við rannsóknina á árásum hermdarverkamanna á Bandaríkin á þriðjudag. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 637 orð | 2 myndir

Meiri líkur en minni á að gjald verði lagt á sjávarútveg

Lækkun skatta verður helsta umræðuefnið á 36. þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sem sett var í gærkvöldi á Seltjarnarnesi að viðstöddum fullum sal SUS-manna og ráðherrum Sjálfstæðisflokks, sem sátu fyrir svörum. Meira
15. september 2001 | Landsbyggðin | 259 orð | 1 mynd

Mikil aukning gesta í kynningarmiðstöð

MIKIL aukning var á heimsóknum í Upplýsinga- og kynningarmiðstöðina í Borgarnesi sl. sumar frá fyrra ári en það var fyrsta rekstrarár hennar. Alls nam aukningin 55% milli ára og voru Íslendingar í meirihluta gesta. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð

Námskeið um trjáumhirðu og vistfræði

"GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi stendur fyrir námskeiði fyrir fagfólk í græna geiranum, 19. og 20. september um trjáumhirðu og vistfræði. Námskeiðið fer fram á Garðyrkjuskólanum en einnig verður farið í skoðunarferð til Reykjavíkur. Meira
15. september 2001 | Suðurnes | 792 orð

Netþjónabú þyrfti átta megavött

Næg orka er fyrir hendi á samkeppnisfæru verði til að hægt verði að koma upp netþjónabúi í Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir að erlendir aðilar sem áhuga hafa á að koma upp slíkri starfsemi myndu fjármagna bygginguna. Spáð er miklum vext í þessari starfsemi. Meira
15. september 2001 | Erlendar fréttir | 298 orð

Nöfn flugræningjanna birt

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Bandaríkjunum birti í gær nöfn nítján manna sem talið er að hafi rænt farþegavélum og flogið þeim á World Trade Center í New York og höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins í Washington á þriðjudaginn var. Þeir voru allir með arabísk nöfn og margir þeirra bjuggu í Flórída. Aðrir eru sagðir hafa búið í New Jersey, Kaliforníu, Massachusetts og Arizona. Meira
15. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 284 orð | 1 mynd

Óska skýringa vegna landfyllingar

LÖGFRÆÐINGUR Niðursuðuverksmiðjunnar ORA ehf. hefur sent Kópavogsbæ bréf þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar til fyrirtækisins vegna fyrirhugaðrar landfyllingar við Kársnes í Kópavogi og breytingar á skipulagi í tengslum við það. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Ótrúleg samstaða

LÍSBET Jónsdóttir, sem hefur búið í Bandaríkjunum í 44 ár, segir atburðina á þriðjudag hafa haft mikil áhrif á bandarískt samfélag. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Óttast að kynþáttafordómar aukist

Árásir óþekktra hryðjuverkamanna í New York og Washington hafa haft djúpstæð áhrif á bandarísku þjóðina. Þeir Íslendingar vestra sem Morgunblaðið hafði samband við sögðu þjóðerniskennd og samstöðu meðal þjóðarinnar hafa stóraukist. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 154 orð

Óvissa um yfirtökuskyldu

Í GÆR var gefin út útboðs- og skráningarlýsing Landssíma Íslands hf. þar sem fram kemur að óvissa ríkir um hvort skylda muni myndast til yfirtökutilboðs af hálfu kjölfestufjárfestis. Almennt útboð og tilboðssala á samanlagt 24% í félaginu fer fram 19. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Óöryggið liggur í loftinu

"ÞETTA hefur ótrúlega djúp áhrif á mann," segir Rakel Heiðmarsdóttir, sem er í námi í Texas en hefur undanfarið ár verið við verknám í Berkeley í Kaliforníu. "Síðustu dagar hafa bara verið ótrúlega erfiðir að vera hérna úti finnst mér. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

BISKUP Íslands vígir cand theol. Elínborgu Gísladóttur sem sett hefur verið sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli, Eyjafjarðarprófastsdæmi, og cand theol. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Reiði og þjóðernisstolt

EINAR Örn Sigurdórsson býr ásamt fjölskyldu sinni í Boston. Hann segir að hann hafi fundið fyrir mikilli samkennd fólks á auglýsingastofunni þar sem hann vinnur. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 261 orð | 2 myndir

Samfélagið of fljótt að jafna sig

GUÐFINNA Rúnarsdóttir og Hildur Björgvinsdóttir eru skiptinemar í Bandaríkjunum á vegum AFS og hafa verið vestra í mánuð. Meira
15. september 2001 | Erlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Sharon aflýsir fundi

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, aflýsti í gær fyrirhuguðum fundi Shimons Peresar, utanríkisráðherra Ísraels, og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Síðustu fundir um einkavæðingu Símans

UM þessa helgi verða haldnir síðustu opnu kynningarfundirnir um einkavæðingu Símans. Samgönguráðuneytið, Síminn og einkavæðingarnefnd hafa staðið að þessum kynningarfundum um allt land. Laugardag 15. september kl. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Sjómenn á skólabekk

SKÓLASKIPIÐ Sæbjörg hefur legið við Torfunefsbryggju á Akureyri undanfarna daga en þar hafa norðlenskir sjómenn verið á námskeiði á vegum Slysavarnaskóla sjómanna. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Sjúkraliðar samþykktu að boða verkfall

SJÚKRALIÐAR, sem starfa hjá ríkinu og sjálfseignarstofnununum Grund og Ási í Hveragerði, samþykktu verkfallsboðun í almennri atkvæðagreiðslu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og hefst fyrsta verkfallið af þremur boðuðum þriggja daga verkföllum... Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

Skjálftahrina norðan Siglufjarðar

SKJÁLFTAHRINA hófst um 20 km norður af Siglufirði aðfaranótt föstudags. Samkvæmt upplýsingum frá jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands var hrinan áköfust milli kl. 7:15 og 8. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 30 orð

Skólar í Áslandi til sýnis

GRUNNSKÓLINN í Áslandi og leikskólinn Tjarnarás verða hafðir opnir almenningi til sýnis næstkomandi sunnudag, 16. september, milli kl. 15 og 17. Allir eru velkomnir. Báðir skólarnir hafa nú tekið til... Meira
15. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 450 orð | 1 mynd

Straumhvörf í undirbúningi skólastarfs

SKÝRSLA hóps sem hefur komið að undirbúningi starfs og byggingar nýs grunnskóla í Grafarholti, Ingunnarskóla, var lögð fram í fræðsluráði Reykjavíkur á mánudag. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Sýndu hluttekningu

ÞAÐ mátti heyra saumnál detta í gær þegar börnin á Grænuborg minntust fórnarlamba árásar hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum. Um alla Evrópu var fórnarlambanna minnst með þriggja mínútna... Meira
15. september 2001 | Erlendar fréttir | 466 orð

Útbreiddur ótti við frekari hryðjuverk

ÓTTI við frekari hryðjuverkaárásir er útbreiddur í Bandaríkjunum. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 183 orð

Vegabréfslausir hafa lent í vandræðum erlendis

DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem brýnt er fyrir fólki að hafa með sér vegabréf í ferðum í útlöndum þar sem mjög hafi verið hert á persónueftirliti á flugvöllum og við landamæraeftirlit í kjölfar hryðjuverkanna í... Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 276 orð

Veitir áframhaldandi umboð til viðræðna

FÉLAGSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík hefur samþykkt að veita samninganefnd félagsins umboð til áframhaldandi viðræðna við Framsóknarflokk og Samfylkingu um sameiginlegt framboð fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Meira
15. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 75 orð

Verða heiðursgestir á Grafarvogsdegi

HEIÐURSGESTIR á Grafarvogsdeginum, sem haldinn verður hátíðlegur í fjórða skiptið í dag, verða forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Heimsókn þeirra hefst með móttöku við Gullinbrú kl. 13. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 32 orð

Vetrarstarf Lífssýnar að hefjast

LÍFSSÝN, samtök til sjálfsþekkingar, eru að hefja starfsár sitt. Starf samtakanna felst aðallega í Lífssýnarskólanum sem hefst 3. október. Kynningarfundur Lífssýnarskólans verður haldinn mánudagskvöldið 17. september kl. 20:30 í Bolholti 4, 4.... Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 655 orð

Vonar að málskotsnefnd fari eftir tilmælum umboðsmanns

FORMAÐUR Stúdentaráðs Íslands, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, segist treysta því að málskotsnefnd LÍN muni taka tillit til álits umboðsmanns Alþingis þegar mál stúdents, sem fékk synjun frá nefndinni, verður tekið upp þar á nýjan leik. Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 379 orð

Yfirlýsing frá Jakobi Páli Jóhannssyni

MORGUNBLAÐINU barst í gærkvöld eftirfarandi yfirlýsing frá Jakobi Páli Jóhannssyni, föður Saharis Jakobssonar: "Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu um meinta refsiverða háttsemi undirritaðs er þess óskað að eftirfarandi athugasemdum verði... Meira
15. september 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð | 4 myndir

Þriggja mínútna þögn

FLESTAR Evrópuþjóðir, þar á meðal Íslendingar, tóku þátt í þriggja mínútna sorgarþögn í gær, þar sem fólk vottaði fórnarlömbum árásar hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum samúð sína. Þögnin hófst klukkan 10 og fengust fregnir af víðtækri þátttöku hér á... Meira

Ritstjórnargreinar

15. september 2001 | Staksteinar | 355 orð | 2 myndir

Ófyrirséðar afleiðingar

Heimurinn mun ekki verða samur eftir hörmungarnar. Fátt bendir til að breytingin verði til góðs. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira
15. september 2001 | Leiðarar | 689 orð

TIL HVERS ER UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS?

Umboðsmaður Alþingis hefur í þrígang á þessu ári sent frá sér álit þess efnis að vinnubrögð Lánasjóðs íslenzkra námsmanna hafi ekki verið í samræmi við lög. Meira

Menning

15. september 2001 | Fólk í fréttum | 411 orð | 2 myndir

Af angurværð

Mindscape, geisladiskur Sigurðar Ármanns Halldórssonar. Lög og textar eru eftir Sigurð en Jóhann Jóhannsson útsetti. Sigurður söng og lék á gítar, Sigtryggur Baldursson á slagverk og Jóhann Jóhannsson á píanó, klukkuspil og harmonium. Jóhann stýrði upptökum í félagi við Sigtrygg. Hljóðritað í Nýjasta tækni og vísindi. Smekkleysa gefur út. Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 254 orð | 1 mynd

Byggja skal enn hærri turna

LÍKT OG gervöll bandaríska þjóðin er skemmtanaheimurinn harmi sleginn út af árásinni á New York og Washington. Backstreet Boys syrgir t.a.m. náinn vin sinn sem var um borð í seinni flugvélinni sem flaug á syðri turn World Trade Center-bygginganna. Meira
15. september 2001 | Menningarlíf | 979 orð | 1 mynd

Friðhelgi heimilisins

Höfundur: Hávar Sigurjónsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Lýsing: Egill Ingibergsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Erling Jóhannesson, Gunnar Helgason, Margrét Ólafsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. Föstudagur 14. september. Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 487 orð | 2 myndir

Gellur og glæsimeyjar

Dragdrottning Íslands verður valin í kvöld á Spotlight í fimmta sinn. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Georg Erlingsson skipuleggjanda vegna þessa. Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 180 orð | 2 myndir

Gorillaz aðalnúmerið

ICELAND Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin með pompi og pragt í lok október, þ.e. dagana 17.-21. Meira
15. september 2001 | Menningarlíf | 41 orð

Málverkauppboð í Galleríi Fold

GALLERÍ Fold heldur listmunauppboð í Súlnasal Hótels Sögu annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Seld verða tæplega 100 verk, þar af fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag, laugardag kl. Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Plötuumslag sýnir turnana springa

PÓLITÍSKA rappsveitin The Coup mun ábyggilega þurfa að breyta plötuumslagi væntanlegrar plötu sinnar Party Music, sem áætlað er að komi út 6. nóvember. Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 812 orð | 2 myndir

"Ég er Simon og Stebbi Garfunkel"

Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson hafa komið tveir saman reglulega og flutt lög Simons og Garfunkels. Í kvöld halda þeir tvenna tónleika í Borgarleikhúsinu og verður allt heldur stærra í sniðum því undir leikur 10 manna hljómsveit. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Eyjólf um þessa ástríðu þeirra Stefáns. Meira
15. september 2001 | Menningarlíf | 365 orð | 1 mynd

"Gæfuskref fyrir framtíð íslenskrar menningar"

UNDIRRITAÐUR hefur verið nýr samningur milli ríkisins og stjórnar Íslensku óperunnar, sem markar mikil tímamót í rekstri Óperunnar, að sögn aðstandenda hennar. Meira
15. september 2001 | Menningarlíf | 650 orð | 1 mynd

"Maður verður að þekkja eiginleika söngraddarinnar"

José Carreras er stórt nafn. Það er æft af kappi fyrir tónleika í Laugardalshöll, en hann mætir á síðustu æfingu. Bergþóra Jónsdóttir komst að því að sé hljómsveitarstjórinn vænn, er Carreras enn vænni, og Diddú hlakkar til að vinna með þeim að því sem hún segir hápunktinn á sínum ferli. Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 239 orð | 1 mynd

Reiði út í Reiðina

AÐSTANDENDUR heimasíðu bandarísku rokksveitarinnar Rage Against The Machine hafa séð sig knúna til þess að skrúfa fyrir þann möguleika sem gestir síðunnar hafa haft til skoðanaskipta. Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Sean Penn á vinalegu nótunum

LEIKARINN Sean Penn verður einn þeirra gestaleikara sem heimsækja munu vinina í sjónvarpsþáttunum Friends, en nú fara fram upptökur á áttundu og jafnframt síðustu þáttaröðinni. Meira
15. september 2001 | Tónlist | 585 orð | 1 mynd

Sinfónískur djass

Barber: Adagio. Stravinskíj: Ebony konsert. Gershwin: Ameríkumaður í París. Bernstein: Prelúdía, fúga & riff. Ellington/Henderson: Harlem; That Doo-wah Thing. Sigurður Ingvi Snorrason, klarínett; Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar. Fimmtudaginn 13. september kl. 19:30. Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 432 orð | 1 mynd

Skip Spence

ÞEGAR kemur að dularfullum og djúpúðgum einförum, helst hálfvitlausum, þunglyndum eða þá geðveikum (dæmi og í engri sérstakri röð: Captain Beefheart, Nick Drake, Tiny Tim, Syd Barrett, Gunnar Jökull) halda "alvarlega" þenkjandi... Meira
15. september 2001 | Fólk í fréttum | 199 orð | 1 mynd

Skærin, takk

Önnur plata þessa stórstjörnuverkefnis Mikes Patton er sannarlega á villigötum. Meira
15. september 2001 | Myndlist | 324 orð | 1 mynd

Úfnir litir

Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-16. Til 19. sept. Meira
15. september 2001 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Vettvangsrannsóknir í galleri@hlemmur.is

OLGA Bergmann opnar sýningu í galleri@hlemmur.is, Þverholti 5, í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin ber heitið "Prufur Doktors B." og er sjálfstætt framhald á safni verka sem heyra undir Rannsóknarstofu Doktors Bergmanns. Meira

Umræðan

15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 46 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, laugardaginn 15. september, Kristín Jónasdóttir, Maríubakka 28 í Reykjavík . Meira
15. september 2001 | Aðsent efni | 845 orð | 1 mynd

Alþjóðadagur fyrir verndun ósonlagsins á morgun

Halónar hafa 10 sinnum meiri ósoneyðingarmátt en klórflúorkolefni, segir Heiðrún Guðmundsdóttir, og 100 sinnum meiri ósoneyðingarmátt en vetnisklórflúorkolefni. Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. júní sl. í Gretnagreen í Skotlandi Nína Björg Sigurðardóttir og Flóvent Sigurðsson. Heimili þeirra er í... Meira
15. september 2001 | Aðsent efni | 528 orð | 1 mynd

Grafarvogsbúar stilla saman strengi sína

Markmiðið er, segir Gerla, að allir sem vinna með börnum og ungmennum í hverfinu fái þjálfun í árangursríkum leiðum í samskiptum. Meira
15. september 2001 | Aðsent efni | 1964 orð | 1 mynd

Heimsendaspá og gjaldtaka

Gleymum því ekki, segir Kristinn H. Gunnarsson, að kvótakerfinu var komið á til þess að vernda fiskistofnana og byggja þá upp. Meira
15. september 2001 | Aðsent efni | 600 orð | 1 mynd

Hættulegar kolmunnaveiðar?

Dæmið um kolmunnann síðustu þrjú ár, segir Kristinn Pétursson, er í samræmi við reynsluna af þorskveiðiráðgjöfinni. Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 316 orð

Ísland - bananalýðveldi í sparifötunum?

ENN á ný horfir hinn almenni borgari uppá sérhagsmunaöflin nýta sér sjálftökurétt sem þau telja sjálfsagðan sér til handa. Sjálftökuréttinn segja þeir vera löglegan á forsendu einhverra laga, sem hagsmunagæslumenn almennings (þingmenn) hafa samþykkt. Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 36 orð

LITLA KVÆÐIÐ UM GIMBIL

Lambið mitt litla lúrir úti í túni, gimbillinn minn góði, gullhornum búni. Kringum okkur greri gras, grænt og frítt að líta. - Ég tók með honum í tjóðurbandið til þess að slíta. Meira
15. september 2001 | Aðsent efni | 340 orð | 2 myndir

Lægri skatta!

Aðrar fylkingar, segja Pétur Árni Jónsson og Magnús Örn Guðmundsson, keppast við að koma með nýjar hugmyndir um hvernig hægt sé að eyða peningum annarra. Það er auðvitað miklu auðveldara. Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 836 orð

(Sálm. 37, 38.)

Í dag er laugardagur 15. september, 258. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En afbrotamönnum verður útrýmt öllum samt, framtíðarvon óguðlegra bregst. Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 62 orð

Skrifstofa BSÍ flytur aftur Fram að...

Skrifstofa BSÍ flytur aftur Fram að áramótum verður öll starfsemi Bridssambands Íslands til húsa á 3. hæð í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 13.00-17.00. Símanúmer eru óbreytt: s. 587 9360, fax 587 9361. Meira
15. september 2001 | Aðsent efni | 22 orð

Skv.

Skv. Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 405 orð

Tekjutengingin lifir

HINN fyrsta september ár hvert hefur Tryggingastofnun ríkisins endurskoðað tekjur einstaklinga sem fá lífeyri frá TR og lækkað lífeyrisgreiðslur í samræmi við hækkun tekna á skattframtali lífeyrisþegans eða maka hans. Hinn 30. ágúst sl. Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 422 orð | 1 mynd

Umferðarteppa í Garðabæ

ÞIÐ HÁU herrar sem stjórnið umferðarljósum! Er ekki kominn tími til að þið farið aðeins að líta á umferðarteppu sem myndast á hverjum morgni frá Hafnarfirði til Reykjavíkur? Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 487 orð

VÍKVERJI hefur fylgst grannt með þróun...

VÍKVERJI hefur fylgst grannt með þróun mála í kjölfar hinna ómanneskjulegu hryðjuverka sem unnin voru gegn saklausum borgurum í Bandaríkunum. Hann hefur vart getað slitið sig frá sjónvarpstækinu, heilu kvöldin og jafnvel nætur. Meira
15. september 2001 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir héldu tombólu til...

Þessir duglegu drengir héldu tombólu til styrktar Barnaspítala Hringsins og söfnuðu 7.000 kr. Þeir heita Bjarni Þór Pálmason og Ólafur Ingi... Meira

Minningargreinar

15. september 2001 | Minningargreinar | 2230 orð | 1 mynd

BRYNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR

Brynhildur Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst. 1911. Hún lést á heimili sínu að morgni 4. september síðastliðins. Foreldrar Brynhildar voru hjónin Stefán Guðmundsson trésmíðameistari, f. 30. maí 1883, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2001 | Minningargreinar | 1927 orð | 1 mynd

MAGNÚS BJARNI BLÖNDAL

Magnús Bjarni Blöndal fæddist á Skagaströnd 12. janúar 1959. Hann lést í Svíþjóð 7. september síðastliðinn. Foreldrar Magnúsar eru Sveinbjörn Helgi Blöndal, f. 11.10. 1932, og Birna Ingibjörg Jónsdóttir Blöndal, f. 6.8. 1932. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2001 | Minningargreinar | 1963 orð | 1 mynd

MARGRÉT KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR

Margrét Kristín Pétursdóttir fæddist á Akureyri, 29. desember 1914. Hún lést í dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum aðfaranótt 6. september sl. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2001 | Minningargreinar | 2214 orð | 1 mynd

SELMA JÓHANNSDÓTTIR OG GABRÍEL ELÍ BRYNJARSSON

Selma Jóhannsdóttir fæddist 4. júlí 1973 í Reykjavík og sonur hennar Gabríel Elí Brynjarsson fæddist 3. október 1998 í Reykjavík. Þau létust af slysförum, hann 8. september, og hún 10. september síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og fór útför þeirra fram frá Hallgrímskirkju 14. september. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2001 | Minningargreinar | 646 orð | 1 mynd

SVAVA BJÖRG KARLSDÓTTIR

Svava Björg Karlsdóttir fæddist á Húsavík 30. desember 1939. Hún lést 7. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Guðrún Jóhannesdóttir, f. 4. sept. 1896, d. 22. mars 1985, og Karl Kristjánsson alþingismaður, f. 10. maí 1895, d. 7. mars 1978. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2001 | Minningargreinar | 4719 orð | 1 mynd

SVERRIR HÓLMARSSON

Sverrir Hólmarsson fæddist á Sauðárkróki 6.3. 1942. Hann lést á heimili sínu í Freerslev, Danmörku 6. september síðastliðinn. Banamein hans var krabbamein. Foreldrar Sverris voru Hólmar Magnússon, f. 14.10. 1915, d. 9.7. 1995, og Oddný Þorvaldsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2001 | Minningargreinar | 3260 orð | 1 mynd

VALDIMAR ÞORBERGSSON

Valdimar Þorbergsson fæddist í Efri-Miðvík í Aðalvík 14. nóvember 1906. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 7. september síðastliðinn. Foreldrar Valdimars voru Þorbergur Jónsson, bóndi í Efri-Miðvík, f. 28.1. 1858, d. 9.4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 161 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar SEPTEMBER 2001 Mán.

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar SEPTEMBER 2001 Mán.gr. Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 31.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 32.566 Heimilisuppbót, óskert 15. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 825 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Skarkoli 172 172 172 36...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Skarkoli 172 172 172 36 6,192 Steinbítur 150 150 150 152 22,800 Und. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 1509 orð | 1 mynd

Áætlaður hagnaður ársins 1.080 milljónir

Útboðslýsing Landssíma Íslands var lögð fram í gær. Guðrún Hálfdánardóttir og Haraldur Johannessen kynntu sér hana og áætlanir um rekstrarhorfur félagsins en útboð til almennings hefst á miðvikudag. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 670 orð | 2 myndir

Eykur afköst í fiskvinnslu um 50%

MAREL hf. og dótturfyrirtæki þess, Carnitech, hafa skrifað undir víðtækan þróunarsamning við Fiskerinærings Landforening sem eru samtök fyrirtækja í veiðum og vinnslu í Noregi. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 277 orð

Fóðurkostnaður hækkar í eldinu

FÓÐURKOSTNAÐUR fiskeldis mun hækka um 25% á næstu 6 mánuðum vegna hækkandi hráefnisverðs á bræðslufiski. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Íslenskur hugbúnaður í Danmörku

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur gert samning við Dansk Tipstjeneste, sem mun nota tölvukerfi Betware fyrir alla gagnvirka leiki fyrirtækisins, hvort sem það er á Netinu eða í öðrum nýjum miðlum, svo sem gagnvirku sjónvarpi og farsímum. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 101 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.029,27 -0,48 FTSE 100 4.755,7 -3,80 DAX í Frankfurt 4.115,98 -6,29 CAC 40 í París 3. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 2 myndir

Mikið framboð af atvinnuhúsnæði

RAGNAR Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, segir að enn sé ekki búið að leigja út húsnæði í húseign Þyrpingar þar sem áður var Tónabær. Framkvæmdir standi þar enn yfir. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 570 orð | 1 mynd

Samkeppni frekar við aðrar verslanamiðstöðvar

MARGT bendir til þess að aðrar verslanamiðstöðvar muni lenda í meiri samkeppni við Smáralind en miðborgin, að því er Einar Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar, hafði eftir könnun sem unnin var fyrir Þróunarfélagið, í framsögu... Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. september síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 95 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. '00 3.931 199,1 244,6 196,8 Okt. '00 3.939 199,5 244,7 197,2 Nóv. Meira
15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Þrjú félög, skráð í Lúxemborg, með 39% hlut

SAMKVÆMT óstaðfestum hluthafalista frá Keflavíkurverktökum eiga Eisch Holding SA, Source Holding og Kaupþing Bank Luxembourg nú tæplega 39% hlut í Keflavíkurverktökum. Öll eru þessi félög skráð í Lúxemborg. Meira

Daglegt líf

15. september 2001 | Neytendur | 238 orð

Engin úrræði vegna ágreinings um fjarsölu og húsgöngu

FRAMKVÆMDASTJÓRI Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að nýstofnuð Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa fjalli ekki um mál sem varða fjarsölu. Meira
15. september 2001 | Neytendur | 217 orð | 1 mynd

Hægt að leigja bílstóla og vagna

BAUGUR hefur opnað verslunina BabySam í Skeifunni 8 í Reykjavík. BabySam er dönsk barnavörukeðja sem sérhæfir sig í framboði á vörum fyrir börn frá fæðingu til þriggja ára aldurs, svo sem fatnaði, barnavögnum, húsgögnum og bleium og öllu þar á milli. Meira
15. september 2001 | Neytendur | 60 orð

Ný netverslun

TÖLVUVERSLUNIN Boðeind ehf., hefur nýlega opnað netverslun, en þar er að finna tölvur, hugbúnað og rekstrarvörur af ýmsum toga. Meira
15. september 2001 | Neytendur | 71 orð

Skiptifatamarkaði lýkur um helgina

SKIPTIFATAMARKAÐINUM á vegum verslunarinnar Fantasía Núið í Kringlunni lýkur nú um helgina og í lokahnykknum verður markaðurinn færður fram á gang. Meira
15. september 2001 | Neytendur | 36 orð

Tónlistarmarkaður í BT

TÓNLISTARMARKAÐUR, sem undanfarin ár hefur verið haldinn í Perlunni, er nú kominn í verslanir BT og er nýhafinn. Markaðurinn stendur yfir í þrjár vikur árlega og um 1.000 titlar verða boðnir á hagstæðu verði, segir í... Meira

Fastir þættir

15. september 2001 | Fastir þættir | 19 orð

Aðalfundi, sem vera átti mánudaginn 17.

Aðalfundi, sem vera átti mánudaginn 17. september er frestað til mánudagsins 1. október vegna andláts Fróða B. Pálssonar, gjaldkera félagsins.... Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 626 orð | 1 mynd

Áhrif þunglyndislyfja

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 73 orð

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna að...

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna að hefja vetrarstarfið Félögin hefja starfsemi sína þann 20. september næstkomandi með eins kvölds tvímenningi á þriðju hæð Hreyfilshússins við Grensásveg. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 80 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði í Glæsibæ fimmtudaginn 6. september. 23 pör. Meðalskor 216 stig. N/S Alda Hansen - Magrét Margeirsd. 270 Sæm. Björnss. - Olíver Kristóferss. 253 Fróði B. Pálss. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 186 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Silfurstig í lokamóti Sumarbrids í dag, laugardag Hið árlega lokamót Sumarbrids fer fram í dag, laugardaginn 15. september. Spilaðar verða sjö umferðir með átta spila leikjum. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 298 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SUÐUR spilar þrjú grönd eftir upplýsandi sagnir mótherjanna: Vestur gefur; enginn á hættu. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 260 orð | 1 mynd

Geta leysiefni valdið ófrjósemi?

NÝLEG kanadísk rannsókn gefur til kynna að karlmenn sem reglulega eru í nálægð við lífræn leysiefni séu tvisvar sinnum líklegri til að hafa í líkama sínum lítið magn sæðisfrumna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC . Meira
15. september 2001 | Í dag | 1496 orð

Grafarvogsdagurinn

Helgistund kl. 14:00 á Spönginni, lóð menningarmiðstöðvar og Kirkjusels sunnan við Borgarholtsskóla. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 299 orð | 1 mynd

Konum hættara við liðbandameiðslum

KONUM er mun hættara en körlum við liðbandameiðslum í íþróttum eins og fram kemur á fréttavef The New York Times . Mesta áhættan hjá konum tengist körfubolta- og fótboltaiðkun. Karlar verða aðallega fyrir meiðslum í liðböndum í ruðningi og fótbolta. Meira
15. september 2001 | Í dag | 1267 orð

(Lúk.17)

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 298 orð

Nýju lyfi ætlað að koma í veg fyrir sykursýki

BRESKA lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline Plc hefur þróað nýtt lyf, sem er ætlað að tefja eða koma í veg fyrir myndun sykursýki af gerð 2 hjá þeim, sem greinst hafa með sykursýki af gerð 1. Frá þessu var skýrt á fréttavef BBC í gær. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 383 orð | 1 mynd

Næturvinna hefur áhrif á hjartað

Rannsóknir gefa til kynna að fólk sem stundar næturvinnu eða vaktavinnu sé líklegra til að fá hjartasjúkdóma en dagvinnufólk, að því er segir á fréttavef BBC . Ástæðan er fyrst og fremst talin sú að óreglulegur vinnutími valdi langvarandi streitu. Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 221 orð | 1 mynd

Saurgerlamengun í ísmolum

Svo virðist sem furðu margir þjónar og barþjónar í sólarparadísum þrífi sig ekki sem skyldi eftir heimsóknir á klósettið, þ.e.a.s. laugi ekki hendur sínar með sápu eftir hægðir. Til vitnis um það er könnum sem breska neytendatímaritið Holiday Which? Meira
15. september 2001 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarfirði. Bragi Þorfinnsson (2371) hafði hvítt gegn Arnari E. Gunnarssyni (2263). Svartur tefldi byrjunina gáleysislega en nú eru blikur á lofti. Meira
15. september 2001 | Viðhorf | 800 orð

Spurningar barna

Fimm ára strákur spyr þegar hann sér fréttamynd af flugvél fljúga á turninn og springa, hvort þetta hafi verið í alvörunni? Meira
15. september 2001 | Í dag | 508 orð | 1 mynd

Vetrarstarf Árbæjarkirkju - beint í hjartastað

Vetrarstarf Árbæjarkirkju hefur eflst og vaxið fyrir börn og unglinga og í vetur mun engin breyting verða þar á. Ráðinn hefur verið sérstakur æskulýðsfulltrúi í Árbæjarkirkju og alls munu á þriðja tug starfsmanna og sjálfboðaliða koma að starfinu í... Meira

Íþróttir

15. september 2001 | Íþróttir | 46 orð

Capello til Man. Utd?

ÍTALSKI knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello, þjálfari meistara-liðs Roma, hefur sagt að hann hafi áhuga að gerast knattspyrnustjóri Manchester United og taka við starfi Alex Ferguson sem hættir eftir þetta keppnistímabil. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 276 orð | 1 mynd

* EGGERT Stefánsson og Valur Fannar...

* EGGERT Stefánsson og Valur Fannar Gíslason , lykilmenn í varnarleik Fram , verða á ný með liði sínu þegar það mætir KR á morgun. Valur er laus úr leikbanni og Eggert hefur náð sér af meiðslum en hvorugur lék með gegn FH síðasta sunnudag. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 74 orð

Einnar mínútu þögn fyrir alla leiki

Í VIRÐINGARSKYNI við fórnarlömb hryðjuverkanna í Bandaríkjunum sl. þriðjudag hefur KSÍ ákveðið að það verði einnar mínútu þögn fyrir alla knattspyrnuleiki helgarinnar í meistaraflokki karla og kvenna. Um er að ræða fimm leiki í 1. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 257 orð

Evrópuleikur hjá Haukum

"VIÐ gerum okkur alveg grein fyrir því að við verðum að leika af alvöru til þess að vinna og komast áfram í næstu umferð," segir Viggó Sigurðsson, þjálfari handknattleiksliðs Hauka, sem mætir síðdegis í dag hollenska liðinu Van der Voort Quintus öðru sinni í 1. umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Haukar unnu fyrri leikinn sem fram fór ytra um síðustu helgi með þriggja marka mun, 29:26. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

FH-ingar kveðja Hörð

HÖRÐUR Magnússon, knattspyrnumaður úr FH, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og á morgun leikur hann síðasta heimaleik sinn fyrir félagið. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 332 orð

FIFA styður félögin, ekki Frakka

ALÞJÓÐAKNATTSPYRNUSAMBANDIÐ, FIFA, hefur tekið sér stöðu við hlið Arsenal, Chelsea og Manchester United og sagt það vera einkennilega ráðstöfum hjá Frökkum að fara með landslið sitt til Ástralíu og leika þar vináttulandsleik utan alþjóðlegs leikdags mitt... Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

Framundan er mikið sálfræðistríð

"ÉG hef trú á að viðureign Breiðabliks og Vals verði jöfn, en það kæmi mér ekkert á óvart að Valsstúlkur stæðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu bikarnum. Það hefur verið ákveðin stígandi í Valsliðinu að undanförnu," sagði Helena Ólafsdóttir, fyrirliði KR-liðsins, er við báðum hana að spá í spilin og leggja mat á bikarúrslitaleik Breiðabliks og Vals sem verður í dag á Laugardalsvellinum. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 462 orð | 1 mynd

ÍA fær 12-15 milljónir fyrir Jóhannes Karl

SALAN á Jóhannesi Karli Guðjónssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, frá RKC Waalwijk í Hollandi til Real Betis á Spáni á eftir að koma fyrri félögum hans til góða - Skagamönnum sýnu mest. Flest bendir til þess að þeir fái í sinn hlut á bilinu 12 til 15 milljónir króna. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 532 orð | 1 mynd

Í heildina hafa KA-menn staðið upp úr

"ÞEGAR ég lít til baka yfir sumarið þykir mér KA-liðið vera með besta liðið í deildinni og ég vona fyrir þess hönd að því takist að tryggja sér sæti í efstu deild, en það er víst að leikur þeirra við Þrótt verður hnífjafn og spennandi," sagði... Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 14 orð

KNATTSPYRNA England 1.

KNATTSPYRNA England 1. deild: Bradford - Gillingham 5:1 2. deild: Wrexham - Brighton 1:2 3. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 50 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur: Bikarkeppni KSÍ Coca Cola-bikar...

KNATTSPYRNA Laugardagur: Bikarkeppni KSÍ Coca Cola-bikar kvenna, úrslit: Laugardalsv.:Breiðablik - Valur 16 1. deild karla: Akureyri:Þór A. - Víkingur R. 14 Dalvík:Dalvík - Stjarnan 14 ÍR-völlur:ÍR - Leiftur 14 Valbjarnarv.:Þróttur R. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 968 orð | 2 myndir

Mikið í húfi hjá mörgum á morgun

SUNNUDAGURINN sextándi september kann að reynast örlagaríkasti dagur keppnistímabilsins 2001 en þá er leikin næstsíðasta umferðin í úrvalsdeild karla. Margt getur gerst - KR gæti fallið, ÍA gæti farið langt með að tryggja sér meistaratitilinn og stuðningsmenn ÍBV, FH, Keflavíkur, Vals og Fram bíða einnig í ofvæni eftir því hvernig leikir þeirra liða og annarra fara á morgun og hvernig stöðutafla úrvalsdeildarinnar lítur út laust fyrir klukkan fjögur. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 392 orð

Óánægja hjá Stoke með söluna á Thorne

MIKIL óánægja ríkir meðal stuðningsmanna enska knattspyrnufélagsins Stoke City í kjölfar þess að helsti markaskorarinn og vinsælasti leikmaður liðsins, Peter Thorne, var seldur til Cardiff fyrr í vikunni fyrir 240 milljónir króna. Reiðin beinist fyrst og fremst að stjórnarmönnum Stoke og hinum íslensku eigendum félagsins, ekki síst vegna þess að Thorne var seldur til félags í sömu deild. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 335 orð | 1 mynd

* RUPERT Lowe , forseti Sout...

* RUPERT Lowe , forseti Sout hampton , hefur beðið Chelsea afsökunnar á þeim orðrómi að félag hans hafi gert tilboð í Eið Smára Guðjohn sen . Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 10 orð

STAÐAN ÍA 16102424:1432 ÍBV 16102419:1232 FH...

STAÐAN ÍA 16102424:1432 ÍBV 16102419:1232 FH 1685321:1429 Fylkir 1674526:1825 Grindavík 1680825:2724 Keflavík 1655622:2420 Valur 1654717:2219 Fram 1652922:2317 KR 1644812:1916 Breiðablik... Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 9 orð

STAÐAN Þór 17122350:1938 KA 17113341:1936 Þróttur...

STAÐAN Þór 17122350:1938 KA 17113341:1936 Þróttur 17104330:1734 Stjarnan 1785437:2329 Leiftur 1772826:2723 Víkingur 1764732:2822 Dalvík 1771930:3822 ÍR 1738628:4017 Tindastóll 17431023:4215 KS... Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 182 orð

Tilbúnir með tvo bikara

MENN frá Knattspyrnusambandi Íslands verða tilbúnir með tvo bikara þegar lokaumferðin í 1. deild verður leikin í dag. Tvö lið eiga möguleika á að verða deildarmeistarar - Akureyrarliðin Þór og KA. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 130 orð

Waalwijk fékk trygginguna frá Betis

JÓHANNES Karl Guðjónsson er formlega orðinn leikmaður með Real Betis á Spáni. Spænska félagið stóð við sitt og lagði fram fullnægjandi bankatryggingar vegna sölunnar í fyrradag og þar með staðfesti RKC Waalwijk félagaskiptin. Meira
15. september 2001 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

* ÞORMÓÐUR Egilsson leikur á morgun...

* ÞORMÓÐUR Egilsson leikur á morgun sinn 400. leik með meistaraflokki KR en hann er langleikjahæsti leikmaður félagsins. Hann á líka langflesta leiki að baki fyrir félagið í efstu deild en þar hefur hann spilað 220 leiki með KR og er orðinn 10. Meira

Lesbók

15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 499 orð | 7 myndir

BRAGHENT, VALHENT OG STUÐLAFALL

ALLA ofangreinda hætti mætti kalla þríhenda þar sem í þeim eru aðeins þrjár hendingar (braglínur). Fyrsta lína þessara rímnahátta er lengst, oftast sex kveður en þó stundum fimm (stuðlafall), en hinar línurnar eru aðeins fjórkvæðar. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 854 orð | 1 mynd

BÆKUR OG MANNLÍF Í MADRÍD

Í hita ágústmánaðar þar sem drykkir og matur virðast skipta mestu máli má sjá fólk lesa bækur og dagblöð og bókabúðir sanna að bókaútgáfa hefur ekki lagst niður. JÓHANN HJÁLMARSSON segir frá rölti í Madríd og hugleiðir verk spænskra rithöfunda. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 310 orð | 1 mynd

EN EKKI SVONA

ÞÓTT mér finnist oft erfitt að skrifa eru ritstörf það skemmtilegasta sem ég geri. Þar liggur mesta ástríðan. Í myndlistinni er ég meiri skipuleggjandi. Gleðin þar felst í að vinna með öðru fólki. Í skrifunum er maður hins vegar aleinn en fullur af... Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð

HAUSTIÐ 2001

Hægt og hljóðlega kemur það haustið með sinn djúpa tón húmsalur með gullin tjöld. Börn á leið í skólann bjartleit sumarbörn brosandi. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 515 orð

HORFANDINN AFRUGLAÐUR

Á FÖSTUDAGSKVÖLDI fyrir skömmu, þegar sjónvarpsdagskráin var með sínu hefðbundna versta móti eins og jafnan í lok vinnuviku, var ég að vafra á milli hér um bil 20 stöðva sem mér standa til boða. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2081 orð | 1 mynd

HUNANGSRÖDD MEÐ LJÓÐRÆNA FEGURÐ

Einn frægasti tenórsöngvari samtíðarinnar, José Carreras, syngur á Íslandi á mánudagskvöld. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR segir frá ferli söngvarans með hunangsröddina sem stóð á hápunkti ferils síns þegar hann veiktist og var vart hugað líf, en náði að rísa í annað sinn til enn meiri frægðar. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 881 orð | 2 myndir

HVERNIG ER VEÐRI SPÁÐ?

Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um hvað táknmál er og hvort til sé alþjóðlegt táknmál, hvað líkindarök og þagnarrök í sagnfræði eru, hvernig kræklingur er ræktaður og hvort okkur sé nauðsyn á að varðveita tungumálið. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3281 orð | 1 mynd

ÍSLENSK MENNING - SAMHENGI OG SAMRÆÐA

Stofnun Sigurðar Nordals varð fimmtán ára í gær en hún hefur það hlutverk að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð

Jarre með vindmyllukonsert

FRANSKA tónskáldið Jean Michel Jarre hefur valið vindmyllugarð í nágrenni Álaborgar í Danmörku sem næsta tónleikastað sinn, en tónskáldið hefur hug á að nota vindorku við flutninginn. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð | 1 mynd

José Carreras

heldur tónleika í Laugardalshöll á mánudag. Carreras er meðal frægustu tenórsöngvara heims og iðulega nefndur í sömu mund og Luciano Pavarotti og Placido Domingo. Hann hefur sungið í öllum stærstu óperuhúsum heims. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð | 1 mynd

Kristján Guðmundsson

opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir hitti hann að máli í tilefni þess og ræddi við hann um listina og hugmyndirnar á bak við hana en Kristján segir meðal annars: "Ég hef aldrei vitað hvað ríkjandi hugmyndafræði er. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð | 1 mynd

Kvikmyndir

gerðar eftir skáldsögum Jane Austen hafa verið afar vinsælar undanfarin ár. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1041 orð | 2 myndir

LANDSLAG ÚR HUGSKOTI

Gísli Sigurðsson opnar í dag sýningu á myndverkum í Gerðarsafni í Kópavogi. HÁVAR SIGURJÓNSSON hitti Gísla og skoðaði myndirnar með honum. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð | 1 mynd

Mozart og Schubert í Bústaðakirkju

FYRSTU tónleikar 45. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins verða í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Þar koma fram tónlistarmennirnir Sigrún Eðvaldsdóttir 1. fiðla, Zbigniew Dubik, 2. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 454 orð

NEÐANMÁLS -

I Margir fyllast andúð þegar minnst er á peninga eða markað í sömu mund og listir og menningu. Sennilega er ekki langt síðan fór að bera á þessu í menningarsögunni. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 324 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin þri.-fös. 14-16. Til 15.5. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Galleri@hlemmur.is: Olga Bergmann. Til 7. okt. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 987 orð

(Ó)MENNSKAN SIGRAR

AFTUR og aftur kemur flugvélin fljúgandi yfir húsþökin og síendurtekið hverfur hún inn í skýjakljúfinn, líkt og í martröð, sem engin leið er að vakna af. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 875 orð | 1 mynd

"GOTT HVAÐ BARNAKÓRASTARF INNAN KIRKJUNNAR HEFUR EFLST"

VETRARSTARF kóranna í Langholtskirkju er komið af stað. Í Langholtskirkju er haldið uppi markvissu kórstarfi fyrir fullorðna og börn allt frá fjögurra ára aldri. Kór Langholtskirkju er aðalkór kirkjunnar. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1127 orð | 2 myndir

"MIKLIR LISTAMENN ERU MIKLAR MANNESKJUR"

Leikritið Vilji Emmu eftir breska leikskáldið David Hare verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við leikstjórann Vigdísi Jakobsdóttur um hinar mörgu hliðar verksins. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2663 orð | 4 myndir

RÓMANTÍSK ÆVINTÝRI

"Ó, og svo má ekki gleyma þeim nauðsynlega hæfileika að sniðganga alla pólitík og hella sér heilshugar út í þá dásamlegu rómantík sem Jane Austen hefur upp á að bjóða, hvort sem er í skáldsögunum eða aðlögunum." Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 370 orð | 1 mynd

Síðustu ár Samuels Johnsons

NÝLEG skáldsaga eftir Beryl Bainbridge, According to Queeney (Að mati Queeny) hefur vakið töluverða athygli meðal breskra lesenda og er m.a. ein af bókunum sem komust á langlista Booker-verðlaunanefndarinnar þetta árið. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð | 1 mynd

Stofnun Sigurðar Nordals

varð fimmtán ára í gær en hún var stofnuð á aldarafmæli Sigurðar 14. september 1986. Þröstur Helgason ræddi við Úlfar Bragason, forstöðumann stofnunarinnar, um hlutverk og stefnu hennar. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 750 orð | 1 mynd

Vatnslitir á japanskan pappír

Í Listasafni Kópavogs hefur Hjörleifur Sigurðsson, einn af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar síðustu áratugi, sett upp sýningu á vatnslitamyndum máluðum undanfarin níu ár. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

VEGAMÓT

Hvorn skal veginn heldur halda, þann sem leiðir þangað sem að sléttan sílgræn faðminn breiðir, auðveld yfirferðar, ársæld með og gróða, eða upp til fjalla, upp til hamraslóða. Meira
15. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3653 orð | 4 myndir

YFIR Á RAUÐU LJÓSI

Það er stutt stórra högga á milli hjá Kristjáni Guðmundssyni myndlistarmanni á þessu ári; hann varð sextugur í byrjun júní, í dag kl. 16 verður opnuð stór yfirlitssýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum og að auki er að koma út vegleg bók um listferil hans og verk. Þótt Kristján sé hlédrægur maður og lítið fyrir að tjá sig á opinberum vettvangi, féllst hann á að spjalla við FRÍÐU BJÖRK INGVARSDÓTTUR um baksvið listanna þá rúma þrjá áratugi sem hann hefur verið að störfum hér heima og erlendis. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.