Greinar föstudaginn 28. september 2001

Forsíða

28. september 2001 | Forsíða | 407 orð | 1 mynd

Arababandalagið og ESB fordæma orð Berlusconis

ARABABANDALAGIÐ lét í gær í ljósi reiði sína og krafðist þess að ítalska stjórnin bæðist afsökunar vegna þeirra orða sem Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lét falla um að kristin menning væri fremri íslamskri menningu. Meira
28. september 2001 | Forsíða | 292 orð | 2 myndir

Fimmtán myrtir á þingfundi í Sviss

ÓÐUR maður vopnaður hríðskotariffli, skammbyssu og sprengiefni réðst í gær inn á þingfund héraðsþingsins í kantónunni Zug í Mið-Sviss og gekk þar berserksgang með þeim afleiðingum að 15 manns lágu í valnum, að honum sjálfum meðtöldum. Fjórtán særðust. Meira
28. september 2001 | Forsíða | 143 orð

Varnir gegn lífefnahryðjuverkum

DANSKA stjórnin hefur í fyrsta sinn í sögunni gripið til ráðstafana í því skyni að verjast hugsanlegum lífefnahryðjuverkum. Verið er að festa kaup á nýju bóluefni, koma upp rannsóknastofum og endurskoða uppbyggingu almannavarnakerfisins. Meira

Fréttir

28. september 2001 | Innlendar fréttir | 392 orð

1,7 milljónum meira er til ráðstöfunar á ári

FJÖGURRA manna fjölskylda með tvö börn, eins og þriggja ára, þar sem annað foreldri er í námi, gæti haft 1,7 milljónum kr. Meira
28. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 121 orð | 1 mynd

500 skólabörn sýna samstöðu

ÞEIM sem áttu leið hjá Digranesskóla í gærmorgun hefur kannski flogið í hug að þar væri verið að setja ólympíuleikana með pomp og prakt. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd

Afhenti HÍ 11 milljónir

BENT Scheving Thorsteinsson skrifaði á blaðamannafundi á þriðjudag undir skipulagsskrá styrktarsjóðs Margaret og Bents Scheving Thorsteinssonar og afhenti Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, stofnfé sjóðsins, hlutafé að verðgildi um 11 milljónir... Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 91 orð

BA dregur saman seglin

STÆRSTA flugfélag Evrópu, British Airways (BA), skýrði í gær frá því að ákveðið hefði verið að draga mjög saman seglin í rekstrinum. Verður vikulegum ferðum fækkað um 190 en áður hafði verið skýrt frá því að um 7.000 störf yrðu lögð niður. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Bíll ók í veg fyrir mótorhjól

FÓLKSBIFREIÐ var ekið í veg fyrir mótorhjól á Bústaðavegi við Bústaðakirkju seint í gærkvöldi og var ökumaður hjólsins fluttur meðvitundarlaus á slysadeild. Meira
28. september 2001 | Landsbyggðin | 147 orð

Bundið slitlag á vegaxlir á Hellisheiði

UNNIÐ er að því á undanförnum vikum að lagfæra vegaxlir á Suðurlandsvegi í Kömbum og upp af þeim inn á Hellisheiði. Meira
28. september 2001 | Suðurnes | 244 orð

Bætt aðstaða fyrir loðnuskipin

SANDGERÐISHÖFN verður dýpkuð í vetur og sprengt fyrir stálþili vegna lagfæringa og lengingar á Norðurgarði. Er þetta gert til að bæta aðstöðu fyrir loðnu- og síldarskip. Hafnarráð Sandgerðis og Siglingastofnun bjóða út framkvæmdirnar í Sandgerðishöfn. Meira
28. september 2001 | Miðopna | 1380 orð | 2 myndir

Dásamlegur draumur fagur, dagur virðingar

Mun fleiri mættu á málþing um dag virðingar í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðjudag en aðstandendur þingsins höfðu gert ráð fyrir. Bæta þurfti við sætum en rúmlega hundrað manns á öllum aldri mættu til að heyra vangaveltur um virðingu, virðingu í þjóðfélaginu, hvort allir njóti sömu virðingar og hvar óvirðing landans fái útrás. Nína Björk Jónsdóttir var ein þeirra. Meira
28. september 2001 | Suðurnes | 97 orð

Eldri börn ganga fyrir

BÖRN verða tekin inn í leikskóla Reykjanesbæjar eftir aldri en ekki aldursröð umsókna, þegar nýjar reglur um úthlutun leikskólaplássa taka gildi. Bæjarráð hefur samþykkt tillögur skóla- og fræðsluráðs um breyttar reglur um úthlutun leikskólaplássa. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 87 orð

Eldur í Útlaganum

ELDUR kom upp í skemmtistaðnum Útlaganum á Flúðum í fyrrakvöld. Tilkynnt var um reyk frá húsinu um kvöldmatarleytið og var slökkvilið Hrunamanna kallað á vettvang, ásamt lögreglunni á Selfossi. Meira
28. september 2001 | Miðopna | 1684 orð | 1 mynd

Engin samstaða um tillögur nefndarinnar

Skiptar skoðanir komu fram á fundi Verslunarráðs um sjávarútvegsmál í gærmorgun þar sem fjallað var um tillögur endurskoðunarnefndar um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjávarútvegsráðherra lagði áherslu á að við breytingar á kerfinu mætti ekki fórna stöðugleikanum. Meira
28. september 2001 | Landsbyggðin | 58 orð | 1 mynd

Enn frá á fæti

HÓLMFRÍÐUR Indriðadóttir frá Ytra-Fjalli í Aðaldal, fædd 1906 og því 95 ára gömul, fyrrum húsfreyja á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, er þrátt fyrir háan aldur enn hlaupandi um túnin þegar þess er þörf eins og hér í lok heyskapar. Meira
28. september 2001 | Landsbyggðin | 107 orð

Eskifjarðarlína tekin í notkun

NÝ háspennulína RARIK frá Eyvindará til Eskifjarðar var tekin formlega í notkun 21. september. Línan, sem er tæplega 30 km að lengd, er byggð fyrir 132 kV spennu, en verður fyrst um sinn með 66 kV spennu. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 552 orð

Féð fór í "hitt og þetta" og skuldir

KONA á sjötugsaldri, sem ákærð er fyrir að hafa blekkt á sjötta tug milljóna króna út úr 10 rosknum og öldruðum mönnum á síðastliðnum áratug, neitaði sök þegar skýrsla var tekin af henni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Fjölbreytt safnaðarstarf kynnt á opnu húsi

VETRARSTARF Akureyrarkirkju hefst formlega á sunnudag, 30. september. Fjölskylduguðsþjónusta verður með prestum kirkjunnar kl. 11 sem og nýráðnum djákna sóknarinnar, Ingunni Björk Jónsdóttur. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar

"FLOKKSSTJÓRN Samfylkingarinnar kemur saman til fundar laugardaginn 29. september kl. Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Flugvélum breytt til að halda aftur af illvirkjum

GEORGE W. Bush hvatti í gær stjórnvöld í hinum 50 ríkjum Bandaríkjanna til að kalla út sveitir þjóðvarðliða til að halda uppi öryggisgæslu á flugvöllum landsins. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Framkvæmdir samkvæmt áætlun

FRAMKVÆMDIR við nýja byggingu Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni í Reykjavík eru samkvæmt áætlun að sögn Páls Magnússonar upplýsingastjóra fyrirtækisins. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 96 orð | 1 mynd

Framkvæmdum að ljúka

UPPBYGGINGU brekkunnar neðan við Sigurhæðir, hús skáldsins sr. Matthíasar Jocumssonar, er að mestu lokið en undanfarin þrjú ár hafa staðið þar yfir umfangsmiklar framkvæmdir, sem kostað hafa um 15 milljónir króna. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

FRIÐRIK EINARSSON

DR. FRIÐRIK Einarsson fyrrv. yfirlæknir á Borgarspítalanum er látinn, 92 ára að aldri. Friðrik var fæddur á Hafranesi við Reyðarfjörð 9. maí 1909. Foreldrar hans voru Einar Friðriksson bóndi þar og kona hans, Guðrún Hálfdánardóttir. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Fyrirlestrar um hreyfingu

SNORRI Ólafsson sérfræðingur í meltingar- og líffærafræði mun halda fyrirlestur í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36, föstudaginn 29. september kl. 15 - 19. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 96 orð

Fyrirspurnir til íslenskra lögregluyfirvalda

ÍSLENSK lögregluyfirvöld hafa fengið fyrirspurnir og lista yfir fólk sem grunsemdir eru um að tengist hryðjuverkunum í Bandaríkjunum. Jón H. Meira
28. september 2001 | Landsbyggðin | 78 orð | 1 mynd

Haustkyrra á Viðarvatni

Í SEPTEMBERSÓLINNI á sunnudaginn var gaman fyrir ungan dreng að trítla í fjöruborði Viðarvatns og gára aðeins þann fagra spegil í óendanlegri síðdegiskyrrð. Þessi sunnudagur var einhver hinn fegursti sem um getur í uppsveitum Þingeyjarsýslu. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 161 orð

Haustnámskeið Sálfræðistöðvarinnar

Á NÆSTUNNI hefjast haustnámskeið Sálfræðistöðvarinnar. Um er að ræða námskeið í vinnusálfræði og sjálfsstyrkingu. Námskeiðin í vinnusálfræði eru einkum ætluð þeim sem í starfi sínu þurfa að takast á við ýmiskonar samstarfsmál og vanda á vinnustað. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 565 orð | 1 mynd

Hátt í 100 gestir urðu að yfirgefa hótelið

ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gærkvöldi þegar eldur kom upp í djúpsteikingarpotti í eldhúsi veitingahússins Carpe diem á 1. hæð Hótels Lindar við Rauðarárstíg. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:49. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis

HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnessprófastsdæmis 2001 verður haldinn í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 29. september kl. 9. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 176 orð

Hjartadagur í 100 löndum

ALÞJÓÐLEGUR hjartadagur verður haldinn í yfir 100 löndum um allan heim, sunnudaginn 30.september. Þrátt fyrir að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma fari lækkandi þá eru þeir enn aðaldánarorsök á Vesturlöndum. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Hjálmar á skautum og skíðum

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar hefur óskað eftir því við rekstrarstjórn Skautahallarinnar að settar verði reglur um almenna notkun öryggishjálma í Skautahöllinni. Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 268 orð

Hreyfing uppreisnarmanna leyst upp

LEIÐTOGI stærstu vopnuðu uppreisnarhreyfingar Makedóníu-Albana lýsti því yfir í gær að hreyfingin, sem hefur kallað sig Þjóðfrelsisherinn, hafi verið leyst upp. Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 381 orð

Hægrimenn í stríð við Powell

Á SAMA tíma og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vinnur hörðum höndum að því að mynda alþjóðlegt bandalag gegn hryðjuverkaógninni og Osama bin Laden hafa ýmsir bandarískir íhaldsmenn lýst yfir stríði á hendur honum. Meira
28. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 468 orð | 1 mynd

Hættuleg efni í brennidepli

HÆTTULEG efni og áhætta í daglegu lífi var meðal þess sem rætt var á ráðstefnu um almannavarnir sem haldin var í Ráðhúsinu í gær. Ráðstefnan var liður í áhættumati sem verið er að gera fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Íburður í bíósal hjá Sambíóunum

SAMBÍÓIN munu í byrjun næsta mánaðar opna nýjan lúxusbíósal þar sem áhorfendur geta látið fara vel um sig í sérhönnuðum rafdrifnum leðurstólum með fótskemli. Meira
28. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 410 orð

Íbúar segja ekkert tillit tekið til athugasemda

BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Vatnsendahvarf sem gerir ráð fyrir uppbyggingu athafnasvæðis. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 561 orð

Íslenskir gleðileikir og frumflutningur erlendra leikrita

FJÖGUR leikrit verða á vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar á komandi vetri, tvö íslensk og tvö erlend. Þá verður boðið upp á gestasýningu fyrir börn, Leikhúskórinn sýnir gamanóperu og Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir söngleik í Samkomuhúsinu. Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Karl ríkisarfi fokreiður

BRESKA konungsfjölskyldan á nú í vanda vegna þess að teknar voru sjónvarpsmyndir af Vilhjálmi prins í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi þar sem prinsinn hefur nýhafið nám. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 266 orð

Kjaranefnd endurskoði matsreglur

SETTUR umboðsmaður Alþingis, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, hefur skilað af sér fjórum álitum í málum jafnmargra prófessora við lagadeild Háskóla Íslands. Vék Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sæti í umfjöllun um þessi mál. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kveikt í rusli í kjallara fjölbýlishúss

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í gær. Tilkynnt var um mikinn reyk úr kjallara hússins og í ljós kom að kveikt hafði verið í rusli í geymslugangi. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 775 orð | 1 mynd

Lagamál - tæki valds og réttlætis

Hjördís Hákonardóttir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1971. Hún stundaði framhaldsnám í réttarheimspeki á Englandi og í Bandaríkjunum. Starfsferil sinn hefur hún átt innan dómskerfisins. Hún varð dómarafulltrúi árið 1974 og var skipuð sýslumaður 1980 í Strandasýslu. Árið 1983 var hún skipuð borgardómari í Reykjavík og varð héraðsdómari 1992. Hjördís á tvö börn. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Leiðrétt

Jón Þór sigldi skipinu heim Ranghermt var í frásögn Morgunblaðsins um komu fiskiskipsins Guðrúnar Gísladóttur til landsins hver hefði siglt því heim frá Kína. Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Lestarslys í Þýskalandi

UM áttatíu manns slösuðust í árekstri tveggja farþegalesta í Þýskalandi í gær. Níu slösuðust alvarlega, þeirra á meðal nokkur skólabörn, en enginn var í lífshættu. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 228 orð

Lína.Net hf. biður lánardrottna að sýna biðlund

FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Lína.Net hf. hefur farið fram á það við helztu lánardrottna sína að þeir sýni biðlund vegna ógreiddra reikninga fyrirtækisins. Eru lánardrottnarnir beðnir að bíða um það bil mánaðar tíma. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Ljóðaganga um Vaðlaskóg

ÁRLEG Ljóðaganga Gilfélagsins og Skógræktarfélags Eyfirðinga verður farin í Vaðlaskógi á morgun, laugardaginn 29. september. Farið verður með rútu frá Deiglunni kl. 13:30 og kostar farið 500 kr. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 130 orð | 1 mynd

Ljósleiðari lagður yfir hálendið

INGILEIFUR Jónsson verktaki á Svínavatni í Grímsnesi og menn hans vinna nú að því að leggja 40 mm plaströr frá Vatnsfelli í Rangárvallasýslu þvert yfir hálendið, að Þormóðsstöum í Sölvadal í Eyjafjarðarsveit og þaðan áfram til Akureyrar. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Málþing um málfar í opinberum skjölum

ÍSLENSK málstöð efnir til "Málþings um málfar í opinberum skjölum" í fundarsal Þjóðarbókhlöðu, laugardaginn 29. september kl. 13.10. Meira
28. september 2001 | Landsbyggðin | 129 orð | 1 mynd

Mikið fjör á réttarballi í Skúlagarði

Í KELDUHVERFINU var eindæma haustblíða um síðustu helgi en hitinn komst þá í 18 stig yfir daginn. Það viðraði því vel í réttirnar en flugnasveimur var ágengur við menn og dýr. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 87 orð

Mótmæla meðferð á mati

Náttúruverndarsamtök Austurlands, Naust, hafa sent frá sér eftirfarandi samþykkt: "Stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands (Naust) telur ámælisvert að umhverfisráðuneytið skuli hafa ákveðið að setja af stað sérstaka málsmeðferð um kæruferli vegna... Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 185 orð

Norðurlandaráð fordæmir árásir hryðjuverkamanna

ÞINGMENN Norðurlandaráðs, sem samankomnir eru í Åbo í Finnlandi, fordæma í yfirlýsingu sinni árásir hryðjuverkamanna á Bandaríkin, sem hér fer á eftir. "Við fordæmum harðlega viðurstyggilegar árásir hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september 2001. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 179 orð

Norðurlönd, hvað nú?

"HVERT skal stefna í norrænu samstarfi í upphafi 21. aldarinnar? Þetta er meðal þess sem rætt verður á fundi norrænu samstarfsráðherranna sem haldinn verður í Helsinki dagana 27.-28. september nk. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 436 orð

Nærfellt helmingur meginmáls ekki eftir kandídat

SAMKVÆMT nákvæmri yfirferð kennslustjóra lagadeildar Háskóla Íslands á öllum gögnum, þar með töldum frumeintökum ritgerða þeirra Vilhjálms H. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Olíuverð hefur lækkað mikið á heimsmarkaði

ALLS óvíst er hvort mikil lækkun olíuverðs á heimsmörkuðum undanfarna daga verður til þess að verðið hér á landi breytist um mánaðamótin. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Opið hús á Handverkstæðinu Ásgarði

HANDVERKSTÆÐIÐ Ásgarður í Lækjarbotnum verður með opið hús á milli kl. 14 og 17 laugardaginn 29. september. Til sýnis verða leikfangalínur verkstæðisins þar sem hver hlutur segir sína sögu. Meira
28. september 2001 | Suðurnes | 140 orð

Óheppilegt að byggja við Gömlu búð

HÚSAFRIÐUNARNEFND telur heppilegast að sleppa því að byggja við Gömlu búð, eins og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja nauðsynlegt svo þar sé hægt að koma upp aðstöðu fyrir ungt fólk. Gamla búð er elsta hús Keflavíkur. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Piltur fluttur suður með sjúkraflugi

SAUTJÁN ára piltur á Ísafirði var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur upp úr hádegi í gær eftir að hafa hlotið fyrsta og annars stigs bruna á höndum, fótum og í andliti við gassprengingu sem varð í sólhýsi á heimili hans við Seljalandsveg fyrr um... Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

"Allt stefnir í verkfall"

KRISTÍN Á. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 1010 orð | 2 myndir

"Ísland er mun grænna en ég hafði ímyndað mér"

Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa leggja áherslu á að Nikolai prins, sonur þeirra, fái eins venjulegt uppeldi og mögulegt er. Í viðtali við Morgunblaðið segja þau frá ferð sinni um Ísland, kóngalífinu og mikilvægi þess að halda tengslum Íslands og Danmerkur. Meira
28. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 413 orð | 1 mynd

"Kraftur, metnaður og framsýni"

"ATVINNULÍF hefur eflst mikið í bænum á undanförnum árum og okkur fannst kominn tími til að kynna bæjarbúum þá grósku sem hér er í atvinnulífinu," segir Brynjar Haraldsson, formaður atvinnuþróunarnefndar í Garðabæ en í hádeginu á morgun verður... Meira
28. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 304 orð

"Misskilningur hjá bæjarstjóranum"

EINAR Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Garðabæ, segir rangt að skipulag geri ráð fyrir því að uppbygging Arnarneslandsins hefjist fyrst árið 2005. Hann segir hið rétta að samkvæmt skipulaginu eigi uppbyggingu að vera lokið á þeim tíma. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 656 orð

"Við biðjum ekki um lítið"

SJÓNVARPSSTÖÐIN Skjár einn birti opnuauglýsingu í Morgunblaðinu í gær, þar sem áhorfendur stöðvarinnar eru hvattir til að láta fé af hendi rakna í söfnun til þess að "tryggja bjarta framtíð Skjás eins". Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 229 orð

Reyndi að stinga lögregluna af

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um gæsluvarðhald til 30. september yfir manni sem tekinn var með fíkniefni í bíl skammt frá Blönduósi um síðustu helgi. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Rætt um árangur í jafnréttismálum

ÞRJÁR ríkisskipaðar nefndir komu saman til fundar á Jafnréttisstofu í vikunni en þar var fjallað um jafnrétti kynjanna. Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 193 orð

Skorið verði á tengsl við bin Laden

BANDARÍKJASTJÓRN skoraði í gær á skæruliða í Tsjetsjníu að slíta öll tengsl við hryðjuverkamenn, sérstaklega Osama bin Laden. Talsmenn skæruliða neita, að þeir hafi samband við hann en vilja þó ekki útiloka, að svo hafi verið áður. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 610 orð

Spilling hér með því minnsta sem gerist í Evrópu

SPILLING á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í Evrópu að því er fram kemur í skýrslu úttektarnefndar GRECO, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu, sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Meira
28. september 2001 | Suðurnes | 422 orð | 2 myndir

Starfsemin eykst á hverju ári

VELTA Kaffitárs ehf. hefur aukist verulega á hverju ári þau ellefu ár sem fyrirtækið hefur starfað og svo verður einnig í ár. Kemur þetta fram í samtali við Aðalheiði Héðinsdóttur framkvæmdastjóra. Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Stuðningur í Pakistan

Tvær íslamskar konur á útisamkomu í Peshawar í Pakistan í gær. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 550 orð

Styður einhuga sérálit síns fulltrúa

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, VG, ítrekaði á blaðamannafundi á miðvikudag einhuga stuðning sinn við það sérálit sem Árni Steinar Jóhannsson, fulltrúi flokksins í endurskoðunarnefnd sjávarútvegsins, skilaði af sér. Meira
28. september 2001 | Erlendar fréttir | 604 orð | 1 mynd

Sviku út leyfi til að flytja eiturefni

YFIRVÖLD í Bandaríkjunum ákærðu tíu araba í fyrradag fyrir að hafa svikið út leyfi til að aka tankbílum með hættuleg efni. Áður hafði bandaríska alríkislögreglan, FBI, varað við því að hryðjuverkamenn kynnu næst að reyna að gera efna- eða sýklavopnaárásir í Bandaríkjunum. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð

Tekinn með 40-60 þúsund e-töflur

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli stöðvaði síðdegis í gær 36 ára gamlan Austurríkismann, sem var á leið með Flugleiðavél frá Amsterdam í Hollandi til New York í Bandaríkjunum, með að talið er á bilinu 40 til 60 þúsund e-töflur. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

TTT-deild fyrir krakka

KFUM og K á Akureyri er að byrja með TTT-deild fyrir krakka á aldrinum 10 til 12 ára, drengi og stúlkur. Fyrsti fundur vetrarins verður næstkomandi mánudag, 1. október og hefst hann kl. 17 í félagsheimilinu í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, 2. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 377 orð

Um 300 starfsmönnum verður sagt upp

STJÓRN Flugleiða kom saman til langs fundar í gær, þar sem ákvarðanir um niðurskurð, uppsagnir og aðhaldsaðgerðir voru teknar. Jafnframt var ákveðin allt að 10% hækkun flugfargjalda frá og með 1. október. Meira
28. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 240 orð | 1 mynd

Umhverfi og umhverfisvitund í brennidepli

UNGMENNI frá Humboldt-menntaskólanum í Ulm í Suður-Þýskalandi eru væntanleg til Akureyrar í kvöld, föstudagskvöld, en þau taka þátt í samskiptaverkefni ásamt félögum í skólafélaginu Hugin í Menntaskólanum á Akureyri. Meira
28. september 2001 | Suðurnes | 103 orð

Vetrarstarf ættfræðigrúskara að hefjast

ÆTTFRÆÐIGRÚSKARAR á Suðurnesjum eru að fara að hefja vetrarstarf sitt, en þeir hittast einu sinni í mánuði yfir vetrartímann í Bókasafni Reykjanesbæjar. Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn 1. október nk. kl. 20. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Þjóðhátíð Kínverja

"KÍNAKLÚBBUR Unnar og veitingahúsið Shanghæ halda sameiginlega upp á þjóðhátíðardag Kínverja, sem er 1. október. Skemmtun og hátíðamáltíð verður á Shanghæ, Laugavegi 28, mánudagskvöld, 1. október, kl. 19. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Þyrlan sótti slasaðan mann í Langadal

ALVARLEGT umferðarslys varð við Æsustaði í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu um klukkan 23.30 í gærkvöldi. Fólksbíl, sem kom að norðan, var ekið á hross með þeim afleiðingum að bifreiðin stórskemmdist. Fernt var í bílnum og slasaðist karlmaður alvarlega. Meira
28. september 2001 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ökumenn áminntir í hringtorgum

LÖGREGLAN í Kópavogi áminnti 200 ökumenn á miðvikudag fyrir að gefa ekki stefnuljós í hringtorgum og afhenti þeim upplýsinga- og leiðbeiningamiða um notkun stefnuljósa í hringtorgum. Meira

Ritstjórnargreinar

28. september 2001 | Staksteinar | 415 orð | 2 myndir

Cand. fraud.

JÓN ÞÓR Sturluson skrifar á vefsíðu Kremlar um ritstuldinn, sem upp komst í lagadeild Háskóla Íslands á dögunum. Fyrirsögnin hér að ofan er fyrirsögn pistilsins. Meira
28. september 2001 | Leiðarar | 941 orð

SKATTAR OG TEKJUR RÍKISSJÓÐS

Undanfarna mánuði hafa ráðamenn landsins ítrekað greint frá því í viðtölum að á döfinni sé að lækka skattálögur í landinu. Meira

Menning

28. september 2001 | Menningarlíf | 767 orð

Bíóin í borginni

Frumsýningar What's The Worst Thing That Could Happen? Laugarásbíó, Stjörnubíó, Borgarbíó Akureyri The In Crowd Sambíóin Isn't She Great Háskólabíó. AI Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Spielberg. Handrit: Spielberg o.fl. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 35 orð

Bókarkynning í Gerðubergi

ÓLAFUR Kristinn Þórðarson les upp úr nýrri ljóðabók sinni, Leitað í sandinn, í félagsstarfi Gerðubergs í dag, föstudag, kl.16. Einnig flytur Gerðubergskórinn nokkur lög undir stjórn Kára Friðrikssonar, þar á meðal lög við ljóð eftir Ólaf... Meira
28. september 2001 | Fólk í fréttum | 256 orð | 12 myndir

Ég elska New York!

Í VIKUNNI hefur staðið yfir mikil tískuveisla í ítölsku borginni Mílanó. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 91 orð

Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ

BIRGIR Snæbjörn Birgisson, myndlistarmaður og kennari við Listaháskóla Íslands, fjallar um verk sín í fyrirlestrasal Listaháskólans, Laugarnesi, á mánudag kl. 12.30. Meira
28. september 2001 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Gruggið kallar

Í KVÖLD verður hinum svokallaða Föstudagsbræðingi Hins hússins ýtt úr vör í Geysi-kakóbar. Meira
28. september 2001 | Fólk í fréttum | 94 orð | 3 myndir

Í gegnum tíðina

MANNAKORN hefur löngum verið með helstu dægurlagasveitum landsins og því rak margan í rogastans er fréttist að þeir félagar, Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson, hygðust halda tónleika í Salnum, Kópavogi, til að fagna 25 ára starfsafmæli sveitarinnar. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 54 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

Kristnihald undir Jökli. Höfundur: Halldór Laxness. Leikgerð: Sveinn Einarsson. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 400 orð | 1 mynd

Leikkona gerist rithöfundur

Háskólabíó frumsýnir bandarísku gamanmyndina Isn't She Great með Bette Midler og Nathan Lane. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 1040 orð | 2 myndir

Lífið er ekki æfing

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Hávar Sigurjónsson ræddi við leikstjórann Berg Þór Ingólfsson að lokinni æfingu í fyrradag. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Ljósmyndir mannfræðings í Þjóðarbókhlöðu

HORNIN íþyngja ekki kúnni heitir ljósmyndasýning Kristínar Loftsdóttur mannfræðings sem opnuð verður í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 16. Myndirnar eru frá ferðum hennar í Nígeríu en hún stundaði vettvangsrannsóknir meðal WoDaaBe fólksins. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Mýrin keppir um Glerlykilinn

SAGA Arnalds Indriðasonar, Mýrin, hefur verið valin sem framlag Íslands til keppninnar um Glerlykilinn 2002, en Glerlykillinn er verðlaunagripur sem veittur er af samtökum spennusagnahöfunda á Norðurlöndum, Skandinaviska Kriminalselskabet, fyrir bestu... Meira
28. september 2001 | Fólk í fréttum | 392 orð | 2 myndir

Oldham, Low og Trans Am spila

Hin kvikláta kanína úr Hljómalindinni, Kiddi, er nú búinn að rúlla upp hinni vænustu vetrardagskrá þar sem von er á fjölda erlendra aufúsugesta. Amerískir straumar Herlegheitin byrja fimmtudaginn 11. október á Gauki á Stöng. Meira
28. september 2001 | Fólk í fréttum | 266 orð | 1 mynd

Partíinu lokið

STAÐFEST hefur verið að breska strákasveitin Five sé hætt störfum en orðrómur þess efnis hefur verið lífseigur. Sveitin tilkynnti þessa ákvörðun samtímis á MTV og heimasíðu sinni Fiveworld (www.fiveworld.com) í gær. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 711 orð | 1 mynd

Saga fátæktar og úrræðaleysis

Handrit og stjórn upptöku: Ólafur Sveinsson. Kvikmyndataka: Björn Sigurðsson. Hljóð: Helgi Sverrisson. Klipping: Ólafur Jóhannesson. Hljóðhönnun: Þorbjörn Á. Erlingsson. Hljóðklipping: Valgeir G. Ísleifsson. Hljóðblöndun: Mix ehf. Framleiðandi: Ólafur Sveinsson. Meðframleiðandi: Guðmundur Lýðsson. Meira
28. september 2001 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Sá svali snýr aftur

HINN hippíski ofurtöffari Lenny Kravitz er tilbúinn með nýja skífu sem nefnd er í höfuðið á honum sjálfum, eða einfaldlega Lenny . Kravitz á nú fimm hljóðversskífur að baki en sú síðasta var einmitt nefnd hinu glettilega nafni 5 (1998). Meira
28. september 2001 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Stjörnufans í Madison-garði

GÖMLU vinirnir Paul McCartney og Ringo Starr undirbúa nú stjörnum prýdda tónleika ætlaða til að safna fé handa fórnarlömbum árásanna á Bandaríkin. Tónleikarnir munu fara fram í Madison Square Garden 20. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 362 orð | 1 mynd

Tekin í hópinn

Sambíóin frumsýna bandarísku spennumyndina The In Crowd með Susan Ward og Lori Heuring. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 262 orð

Veðmálið

Leikstjóri: Jerry Zucker. Handrit: Andrew Breckman. Kvikmyndataka: Thomas Ackerman. Aðalhlutverk: Rowan Atkinson, John Cleese, Whoopi Goldberg, Cuba Gooding, Seth Green, Jon Lovitz. Bandarísk. 2001. 95 mín. Meira
28. september 2001 | Menningarlíf | 402 orð | 1 mynd

Þjófurinn og millinn

Laugarásbíó, Stjörnubíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna bandarísku gamanmyndina What's the Worst That Could Happen? Meira

Umræðan

28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 38 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag föstudaginn 28. september er fimmtugur Einar Örn Einarsson, húsasmíðameistari, Klapparbergi 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Hulda S. Haraldsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í dag kl. Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Nk. sunnudag, 30. september, verður fimmtugur Örn Sveinbjarnarson, múrarameistari, Háulind 18, Kópavogi. Hann tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 29. september í sal Múrarameistarafélags Reykjavíkur, Skipholti 70, frá kl.... Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . 24. september síðastliðinn varð fimmtugur Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands. Eiginkona hans er Hallveig Hilmarsdóttir. Þau taka á móti gestum milli kl. 18 og 20 í kvöld í Samkomusal Fjölbrautaskólans í... Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Hinn 11. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband Regína Bjarnadóttir og Henry Alexander Henryson í Hvannarótarlundi, Sumarliðabæ, Ásahreppi af mági brúðarinnar, séra Kristjáni Björnssyni sóknarpresti í Vestmannaeyjum. Þau eru búsett í... Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 211 orð

Fyrirspurn Á sama tíma og RÚV...

Fyrirspurn Á sama tíma og RÚV er að berjast við fjárhagsvanda gefa þeir eftir til eftirlaunaþega 20% af afnotagjöldunum en Landssíminn sem mokar inn milljörðum til ríkisins gleymir afslættinum til eftirlaunaþega. Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 123 orð | 1 mynd

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 450 orð

Í SÍÐUSTU viku birtist í Velvakanda...

Í SÍÐUSTU viku birtist í Velvakanda bréf frá "Íslendingi", sem furðaði sig á því að í nýju vegabréfunum skyldu litir þjóðfánans í skjaldarmerkinu vera vitlausir, blár, rauður og grár í stað blás, rauðs og hvíts. Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 882 orð

(Jes. 56, 16.)

Í dag er föstudagur 28. september, 271. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn og gjörið það, sem rétt er, því að hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráðlega. Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 543 orð | 1 mynd

Mótmælum öll

MÓTMÆLUM hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum nýverið. Mótmælum ekki síður fyrirhuguðum hefndarárásum Bandaríkjastjórnar og bandamanna þeirra á hendur öðru fólki. Meira
28. september 2001 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Raunir Vinnslustöðvarinnar og ógnin af gjafakvótanum

Það er vegna þessarar hættu, segir Markús Möller, sem rétt er og sanngjarnt að segja að Alþingi Íslendinga hafi lagt grunninn að því að hafa fiskistofnana af þjóðinni. Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 215 orð | 1 mynd

Ræna og rupla rabarbara og rófum

NÚ er sá tími þegar haustuppskeran ætti að vera komin í hús hjá flestum bændum og garðyrkjuáhugamönnum. Meira
28. september 2001 | Aðsent efni | 1117 orð | 1 mynd

Sáttinni klúðrað

Mér finnst tillögur meirihluta endurskoðunarnefndar vera út og suður, segir Svanfríður I. Jónasdóttir, og fráleitur grundvöllur fyrir nútímalegan sjávarútveg. Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 45 orð

TIL BOÐBERA

Þú hlustar á vatnið sem leggur leið um leyninginn fram - og segist skilja deginum ljósar þá dul, þann seið sem dylst undir spegli svartra hylja. Þó heyri ég einlægt holan róm: hyggju vantar í boðun þína og orðin þvælast við þurran góm. Meira
28. september 2001 | Bréf til blaðsins | 601 orð

Úrbætur í fjármálum afreksíþróttaflokka

FJÁRHAGSVANDI langflestra íþróttafélaga er mikill. Illa gengur að ná endum saman í rekstrinum og skuldabagginn fer stækkandi. Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af björgunaraðgerðum einstakra félaga og bágri stöðu annarra. Meira
28. september 2001 | Aðsent efni | 482 orð | 1 mynd

Öryggi skólabarna ógnað á Skólavörðuholti

Ég skora á foreldra í Austurbæjarskóla að kynna sér þetta skipulag, segir Álfheiður Ingadóttir, og mótmæla strax þeirri breytingu sem til stendur að gera. Meira

Minningargreinar

28. september 2001 | Minningargreinar | 459 orð | 1 mynd

ÁSTDÍS ARADÓTTIR

Ástdís Aradóttir fæddist 28. september 1919 á Strönd í Vestur-Landeyjum. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Guðjónsdóttir og Guðfinnur Ari Snjólfsson. Systkini hennar eru: Jón Arason, f. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2001 | Minningargreinar | 1820 orð | 1 mynd

EYJÓLFUR RAFN HALLDÓRSSON

Eyjólfur Rafn Halldórsson fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir, f. á Seyðisfirði 30. maí 1919, for. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2001 | Minningargreinar | 3561 orð | 1 mynd

HÖRÐUR RAGNAR ÓLAFSSON

Hörður Ragnar Ólafsson fæddist á Akranesi 5. nóvember 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. september síðastliðinn. Foreldrar Harðar voru Ólafína Ólafsdóttir frá Deild á Akranesi, f. 10. okt. 1902, d. 12. okt. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2001 | Minningargreinar | 3252 orð | 1 mynd

SIGURÓLI GEIRSSON

Siguróli Geirsson fæddist í Keflavík 19. maí 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 20. september síðastliðinn. Foreldrar Siguróla voru Geir Þórarinsson, vélstjóri og organisti í Keflavík, f. 3.2. 1906, d. 17.12. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2001 | Minningargreinar | 790 orð | 1 mynd

STEFÁN ÞORBJÖRNSSON

Stefán Þorbjörnsson fæddist á Héraðshælinu á Blönduósi 26. maí 1991. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. september sl. Foreldrar Stefáns eru Helga Jónsdóttir, f. 31. ágúst 1954, og Þorbjörn Gíslason, f. 15. janúar 1955. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 506 orð | 1 mynd

Ábyrgar fiskveiðar ræddar

Alþjóðleg ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar verður haldin í Reykjavík 1.-4. október næstkomandi (Reykjavik Conference on Responsible Fisheries in the Marine Ecosystem). Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 283 orð

Eitt Tetra-kerfi á landsvísu

LANDSVIRKJUN og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu Tetralínu og Stiklu í eitt fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að eigendur Tetralínu eignist 51% í nýju fyrirtæki og eigendur Stiklu 49%. Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 338 orð

Enn vöxtur í hagkerfinu

ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur nú birt öðru sinni ársfjórðungslega þjóðhagsreikninga og eru helstu niðurstöður fyrir 2. ársfjórðung þær að landsframleiðslan er metin 3% meiri en á 2. fjórðungi ársins 2000. Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 91 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.029,90 0,18 FTSE 100 4.763,60 1,44 DAX í Frankfurt 4.184,50 2,18 CAC 40 í París 4. Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. september síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Stjórnarkjör verður á dagskrá

STJÓRN Keflavíkurverktaka hf. hefur boðað til hluthafafundar í félaginu föstudaginn 5. október næstkomandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 353 orð | 1 mynd

Stöðvar Norðurljósa á breiðband Símans

SÍMINN og Norðurljós hafa gert með sér samkomulag um dreifingu og endursölu á sjónvarpsrásum í gegnum breiðband Símans. Þá nær samkomulagið einnig til markaðssetningar á samstarfi fyrirtækjanna og samvinnu um nýtt sjónvarpsefni. Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 95 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. '00 3.931 199,1 244,6 196,8 Okt. '00 3.939 199,5 244,7 197,2 Nóv. Meira
28. september 2001 | Viðskiptafréttir | 296 orð | 1 mynd

Öll efnahagsleg rök mæla með skattalækkun

ÖLL efnahagsleg rök mæla með skattalækkunum á fyrirtæki og yrðu slíkar aðgerðir fyllilega í samræmi við trausta og aðhaldssama efnahagsstefnu. Meira

Daglegt líf

28. september 2001 | Neytendur | 73 orð | 1 mynd

Leiðrétt verðmerking

TAFLA með samanburði Samkeppnisstofnunar á verði fyrir hreinsun hjá 28 efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var á neytendasíðum Morgunblaðsins í gær, var því miður ekki með réttum merkingum á hæsta og lægsta verði. Meira

Fastir þættir

28. september 2001 | Viðhorf | 785 orð

Andúð á Ameríku

Bandaríkin, að mati þessara manna, eru samfélag án menningar og Bandaríkjamenn bara hávaðasamir og frekir hamborgararassar sem líta á heiminn sem einn allsherjar Disney-garð. Meira
28. september 2001 | Fastir þættir | 810 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Skarkoli 100 100 100 7...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Skarkoli 100 100 100 7 700 Steinbítur 154 154 154 219 33,726 Ýsa 129 100 127 72 9,143 Þorskur 158 151 155 2,472 383,590 Samtals 154 2,770 427,159 FAXAMARKAÐUR Gullkarfi 77 30 77 823 63,042 Hlýri 141 136 140 2,483 348,146 Langa 100... Meira
28. september 2001 | Fastir þættir | 405 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

BARRY Rigal var í austur og vakti á þremur tíglum. Suður kom inn á þremur spöðum og norður tók þá við stjórninni og keyrði í sex spaða. Meira
28. september 2001 | Fastir þættir | 139 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á atskákmóti sem lauk fyrir skömmu á Krít. Hristos Banikas (2531) hafði svart gegn Dimitry Svetushkin (2467). 27...d2! Kraftmesti leikurinn. Í framhaldinu verður hvítur varnarlaus. 28. Bxd2 Bxg3 29. Bb4+ Bd6 30. Bc3 Bc5 31. Dg2 Bxf2+ 32. Meira

Íþróttir

28. september 2001 | Íþróttir | 304 orð

BIKARPUNKTAR

* GYLFI Orrason , Fram , mun dæma leikinn en honum til aðstoðar verða þeir Ólafur Ragnarsson og Eyjólfur Finnsson . Varadómari verður Egill Már Markússon en Magnús Jónatansson verður eftirlitsmaður KSÍ . Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 71 orð

Birgir ekki með Keflavík

BIRGIR Örn Birgisson, landsliðsmaður í körfuknattleik, leikur ekki með Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í vetur, samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins í gær. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

* BIRGIR Leifur Hafþórsson lék á...

* BIRGIR Leifur Hafþórsson lék á pari, 71 höggi, á fyrsta keppnisdegi austurríska meistaramótsins í golfi sem hófst í Eichenheim í gær en mótið er liður í áskorendaröðinni í Evrópu . Hann er í 61.-83. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Einföld leikaðferð

ÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari KA-liðsins frá Akureyri, sem tryggði sér sæti í efstu deild á dögunum, verður í sviðsljósinu á morgun á Laugardalsvellinum, þar sem hann og lærisveinar mæta Fylki í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ, Coca Cola-bikarkeppninni. Þorvaldur segir að mikil gleði og tilhlökkun einkenndi leikmannahóp liðsins þessa dagana - eftir viðburðaríkt sumar. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Gísli stefnir á gull á NM í Noregi

GÍSLI Kristjánsson keppir fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Sarpsborg í Noreg um helgina. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 355 orð

Glæsimark Eiðs

EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði glæsilegt mark þegar Chelsea sigraði Levski Sofia, 2:0, í Búlgaríu í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 1. umferð UEFA-bikarsins en Eiður Smári skoraði tvívegis í fyrri leik liðanna í London sem Chelsea vann, 3:0. Hermann Hreiðarsson lagði upp annað marka Ipswich sem vann góðan útisigur á Torpedo Moskva, 2:1, og komst einnig áfram. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 10 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 187 orð

Haukar þurfa að fara til Póllands

EKKERT verður úr því að báðir leikir Hauka og pólska liðsins Kolporter Kielce í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik fari fram hér á landi eins og forráðamenn Hauka héldu sig vera búna að semja um. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 117 orð

Haukastúlkur eru bestar

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik kvenna eru meistarar meistaranna eftir sigur á bikarmeisturum ÍBV á Ásvöllum í gærkvöldi, 24:19. Eyjastúlkur byrjuðu þó betur og komust í 3:7 en þá snéru Haukastúlkur við blaðinu og voru yfir í hálfleik, 13:10. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 424 orð

Höfum ekki efni á vanmati

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt utan í morgun til Spánar, þar sem liðið mætir Spánverjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á sunnudaginn. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 371 orð

Jakob og Örn á heimleið

FLEST bendir til þess að sundmennirnir Jakob Jóhann Sveinsson og Örn Arnarson séu á heimleið frá Bandaríkjunum og koma þeir jafnvel heim eftir næstu helgi en þeir ætluðu sér að stunda nám og keppni við háskóla í Los Angeles í vetur. Íþróttasamtök bandarískra háskóla (NCAA) segja þá ekki hafa næga menntun til þess að fá leyfi til að keppa á mótum á vegum þess fyrir skóla sinn. Þar með eru brostnar forsendur fyrir skólastyrknum sem þeir fengu. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 78 orð

Jörundur Áki með karlalið Blika

JÖRUNDUR Áki Sveinsson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Breiðabliki og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Breiðablik féll úr úrvalsdeildinni á dögunum. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 301 orð

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Fyrsta umferð, seinni leikir:...

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Fyrsta umferð, seinni leikir: AC Milan - BATE Borisov 4:0 *AC Milan áfram, 6:0 samanlagt. Apollon Limassol - Ajax 0:3 *Ajax áfram, 5:0 samanlagt. Birkirkara - Dinamo Moskva 0:0 *Dinamo áfram, 1:0 samanlagt. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Meiri pressa á okkur

BJARNI Jóhannesson, þjálfari Fylkis, var sammála því að meira væri í húfi fyrir Árbæjarliðið í úrslitaleik bikarkeppninnar en lið KA þar sem markmið Fylkis á Íslandsmótinu hefðu ekki náðst - og ekki skemmdi fyrir að Fylkir væri í fyrsta sinn í sögunni í þessum sporum. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 160 orð

Nýr Bandaríkjamaður í Grindavík

RONI Bailey, bandarískur framherji, er kominn til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfuknattleik og spilaði sinn fyrsta leik gegn Keflavík í Reykjanesmótinu í gærkvöld. Bailey er 28 ára og hefur leikið í Finnlandi undanfarin fjögur ár. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 85 orð

Orri Freyr fær ekki tilboð

ORRI Freyr Hjaltalín, knattspyrnumaður hjá Þór á Akureyri, fær ekkert tilboð frá norska félaginu Tromsö, en hann var við æfingar á dögunum. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 195 orð

Var ósáttur við ákvörðun Rakelar

ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli að Rakel Ögmundsdóttir, leikmaður Philadelphia Charge í bandarísku atvinnukvennadeildinni, hefur ekki verið valin í íslenska landsliðshópinn, hvorki fyrir leikinn á móti Ítölum á dögunum né fyrir leikinn við Spánverja á... Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 155 orð

Þeir mæta Dönum

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur valið leikmannahóp sinn sem etur kappi við Dani í undankeppni HM 2002 á Parken í Kaupmannahöfn laugardaginn 6. október. Rúnar Kristinsson, Lokeren, og Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke, sem hafa verið meiddir, koma á ný inn í hópinn eftir leikina gegn Tékkum og N-Írum - taka sæti Jóhanns B. Guðmundssonar, Lyn, og Ólafs Arnar Bjarnasonar, Grindavík. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 44 orð

Þjálfararáðstefna Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands efnir til þjálfararáðstefnu...

Þjálfararáðstefna Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands efnir til þjálfararáðstefnu í tengslum við leik KA og Fylkis í íþróttamiðstöð ÍSÍ kl. 9 á morgun. Meira
28. september 2001 | Íþróttir | 355 orð | 1 mynd

* ÞORKELL Guðbrandsson leikur ekki með...

* ÞORKELL Guðbrandsson leikur ekki með Aftureldingu fyrr en eftir áramót, kemur fram á heimasíðu handknattleiksdeildar félagsins. Þar segir að sin í vinstri öxl Þorkels hafi rifnað á dögunum og fari hann í aðgerð vegna þess í næstu viku. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1265 orð | 1 mynd

á lævísum nótum

ALLT umhverfi okkar er útbíað í auglýsingum. Svo mjög að við erum orðin vön því að komast hjá þeim. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 2325 orð | 5 myndir

Áttu böllin fyrir austan

LÚDÓ-sextett og Stefán halda sig að mestu við "gömlu góðu" lögin frá því á gullaldarárum rokksins, frá því í lok sjötta áratugarins og fyrri hluta þess sjöunda. Og þeir spila enn í einkennisfötum, eins og tíðkaðist í þá daga. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 305 orð | 1 mynd

Áætlanir um hernað kynntar

TALSMAÐUR talibana-stjórnarinnar í Afganistan sagði um helgina að hún gæti ekki orðið við kröfum Bandaríkjastjórnar að framselja Osama bin Laden . Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 151 orð | 1 mynd

Grunsamlegur farþegi

EFTIR hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafa menn meiri gætur á grunsamlegum mönnum. Um daginn var flugvél frá Flugfélagi Íslands að fara frá Grænlandi. Þá var vakin athygli áhafnarinnar á grunsamlegum karlmanni meðal farþega. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 476 orð | 2 myndir

Heimsmynd á bolum

ALÞJÓÐLEGUR samruni. Þannig lýsir bandarískt tískutímarit mynstruðum og litríkum bolum úr smiðju bræðranna Custo og David Dalmau frá Barcelona, sem síðastliðin fimm ár hafa verið að gera það gott vestanhafs. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 2125 orð | 5 myndir

Með bítlalögin í blóðinu

HLJÓMAR frá Keflavík báru höfuð og herðar yfir aðra íslenska poppara á því tímabili dægurtónlistarsögunnar sem kennt er við bresku Bítlana, á sjöunda áratugnum. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 47 orð

Opið hús hjá Ösp

Íþróttafélagið Ösp kynnir starf sitt í íþróttahúsinu í Hátúni 14 á morgun, 29. september, klukkan tvö til fjögur síðdegis. Þjálfarar félagsins svara spurningum um íþróttir við allra hæfi og æfingar hjá félaginu. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 38 orð

Ríkisstjórnin hleypur undir bagga

TRYGGINGA-FÉLÖG um heim allan sögðu upp stríðs- og hryðjuverka-tryggingum í kjölfar voðaverkanna í Bandaríkjunum. Frá og með þriðjudeginum hefði allt flug stöðvast til landsins og frá því. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 407 orð | 5 myndir

rokksins

ÞAÐ er af sem áður var að rokk- og popptónlistarmenn séu sjálfkrafa dæmdir úr leik um leið og þeir komast á ákveðinn aldur. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 51 orð

Sala Landssímans

Fyrsta áfanga í einkavæðingu Landssímans er lokið. Selja átti 15% Símans til almennings en hann sýndi kaupum lítinn áhuga. Aðeins 5% seldust. Hins vegar sýndu sautján aðilar áhuga á því að gerast svokallaðir kjölfestu-fjárfestar. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 38 orð | 1 mynd

Sigur Skagamanna

SKAGAMENN urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu á sunnudaginn í mögnuðum leik í Eyjum. Gunnlaugur Jónsson , fyrirliði Skagamanna, sagði að þjálfari þeirra, Ólafur Þórðarson , ætti meira í þessum titli en nokkur annar. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 647 orð | 4 myndir

SJÁVARFANG í eigu Þórhildar Þorgeirsdóttur, gullsmiðs,...

SJÁVARFANG í eigu Þórhildar Þorgeirsdóttur, gullsmiðs, er óneitanlega fegurra en silfur hafsins og þorskurinn og ýsan. Hún lúrir líka á því eins og ormur á gulli því hana grunar að gersemar eins og perlur úr Breiðafirði, séu ekki á hverju strái. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 842 orð | 1 mynd

Skríkjur skærir tónar

LITLU krílin sitja spennt í fanginu á pabba, mömmu eða eldra systkini og bíða eftir því að tónlistartíminn hefjist. Eftirvæntingin liggur í loftinu því von bráðar fyllist stofan af skríkjum og skærum tónum. Meira
28. september 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 35 orð

Stjórnun fiskveiða

Nefnd sem falið var að endurskoða lög um stjórnun fiskveiða hefur skilað áliti. Meirihluti nefndarinnar vill að útgerðin greiði gjald fyrir afnot af fiskimiðunum. Ágreiningur var í nefndinni. Málið kemur til umfjöllunar á Alþingi í... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.