BÍLSPRENGJA sprakk í Jerúsalem í gær en án þess að verða nokkrum að fjörtjóni. Sprengingin grefur hins vegar enn frekar undan völtu vopnahléinu, sem nú hefur staðið í hálfan mánuð.
Meira
FÆREYSKA landstjórnin styður tillögu um að almenna lífeyriskerfinu verði breytt, að horfið verði frá gegnumstreymiskerfi og uppsöfnunarkerfi tekið upp í staðinn.
Meira
MEIRIHLUTI þingmanna á danska þinginu krefst þess, að öllum þingmönnum verði gert skylt að skýra opinberlega frá þeim atvinnu- og fjármálahagsmunum, sem þeir hafi utan þings. Kom þetta fram í Jyllands-Posten í gær.
Meira
AÐ MINNSTA kosti 31 maður lét lífið og 75 særðust þegar bílsprengja sprakk í gær fyrir utan þinghúsið í Srinagar í Kasmír. Hafa ein samtök íslamskra aðskilnaðarsinna gengist við hryðjuverkinu.
Meira
REKSTRARGJÖLD heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins hækka á næsta ári um 172,5 milljónir kr. umfram launa- og verðlagshækkanir. Skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar er ráðuneytinu hins vegar gert að draga úr útgjöldum með hagræðingu um 503 millj. kr.
Meira
FRÆÐSLUFUNDUR fyrir foreldra um árangursríkar aðferðir í lestrarkennslu á vegum Skóla Helgu Sigurjónsdóttur og Leik- og listaskólans Listakots verður haldinn miðvikudaginn 3. október kl. 20 í húsi skólans, Holtsgötu 7.
Meira
FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 2002 var lagt fram á Alþingi í gær með 18,6 milljarða kr. tekjuafgangi, eða sem nemur tæplega 2,5% af landsframleiðslu, samanborið við 21 milljarð á yfirstandandi ári.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Glámu/Kím: "Í Morgunblaðinu hinn 19. september sl. birtust svohljóðandi ummæli deildarstjóra umhverfisdeildar Akureyrarbæjar um athugasemdir Glámu/Kím arkitekta Laugavegi 164 ehf.
Meira
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. september um málefni Línu.Nets hf. vill Íslandsbanki koma eftirfarandi á framfæri: "Lánsskilmálar sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins eru í raun eldri drög að skilmálum vegna lánsfjármögnunar Línu.
Meira
FERÐASKRIFSTOFA Íslands hefur auglýst eftir rekstraraðila eða sjálfstæðum umboðsmanni fyrir skrifstofu sína í Keflavík. Ferðaskrifstofa Íslands rekur ferðaskrifstofu undir merkjum Úrvals-Útsýnar og Plúsferða í Keflavík.
Meira
LANDSSÖFNUN Kiwanishreyfingarinnar með sölu K-lykilsins hófst í gær og var forseta Íslands, sem er verndari söfnunarinnar, færður fyrsti K-lykillinn við athöfn á Bessastöðum á sunnudag.
Meira
ÞAÐ var handagangur í öskjunni við höfnina í Grímsey á dögunum, því eftir 1. september eru dagabátar teknir upp. Sigurður Ingi Bjarnason eigandi vélaverkstæðisins hér sagði að á tveimur dögum væri hann búinn að hífa 16 báta á land.
Meira
VERULEGUR vöxtur varð í Norðfjarðará í miklu rigningarveðri sem gekk yfir um helgina. Við það grófst undan þeim stöpli brúarinnar sem skemmdist í vatnavöxtunum í lok ágúst og búið var að gera við til bráðabirgða.
Meira
GUNNÞÓR GK 24, 243 tonna fiskiskip, varð vélarvana í Garðsjó, um þrjár sjómílur vestur af Sandgerði, eftir hádegi í gær. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kom til hjálpar skömmu síðar og tók Gunnþór í tog til hafnar í Njarðvík.
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun skattstjóra Reykjanesumdæmis um að hafna beiðni konu, sem boðuð var í skýrslutöku, um nánari upplýsingar um tilefni skýrslutökunnar, hafi ekki verið í samræmi við lög.
Meira
EFNAFRAMLEIÐSLU hefur verið hætt í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í kjölfar öflugrar sprengingar sem varð í verksmiðjunni laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Engan sakaði en fimm starfsmenn voru á svæðinu þegar sprengingin varð.
Meira
STOFNFUNDUR Félags íslenskra almannatengla var haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. september. Félagið er vettvangur fyrir skoðanaskipti og faglega umræðu meðal þeirra sem starfa á sviði almannatengsla á Íslandi.
Meira
VÖRUFLUTNINGABÍLL með tengivagni fór út af veginum skammt frá Hvammi undir Eyjafjöllum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var afar hvasst á þessum slóðum þegar óhappið varð.
Meira
VEGNA ákvörðunar ríkisstjórnar um lækkun útgjalda vegna breyttra aðstæðna, er gert ráð fyrir að framlög til hafnarmannvirkja verði 90,9 milljónum kr. lægri á næsta ári en hafnaáætlun gerir ráð fyrir.
Meira
SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands mun í vetur, sem undanfarna vetur, efna til fræðslufunda um ýmis mál er snerta veiðar. Fundirnir eru haldnir á Ráðhúskaffi í Ráðhúsinu við Tjörnina í Reykjavík.
Meira
"FJÖGURRA vikna fyrirlestraröð um búddisma undir yfirskriftinni "Umbreyttu lífi þínu" hefst þriðjudaginn 2. október. Kennari er búddamunkurinn Venerable Drubchen og kennir hann á ensku. Kennslan fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla...
Meira
ALÞINGI Íslendinga, 127. löggjafarþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, var endurkjörinn forseti Alþingis á fyrsta fundi þingsins. Í ávarpi sínu sagði Halldór m.a.
Meira
*Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld ríkisaðila til rannsókna og þróunarmála verði tæplega 9 milljarðar á næsta ári og hækki um einn milljarð frá fjárlögum yfirstandandi árs. *Veita á 440 millj. kr.
Meira
TILLAGA Borgarskipulags um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna göngubrúar yfir Miklubraut við Kringluna til móts við Framheimilið hefur verið samþykkt og verður málið tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag.
Meira
FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur undanfarin ár staðið fyrir fyrirlestrum og kynningu á mörgum atriðum, sem snerta heilsu fólks á efri árum. Skipulagðir hafa verið fyrirlestrar á næstunni í húsakynnum félagsins, Ásgarði í Glæsibæ.
Meira
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið að heimila skotveiðimönnum aðgang að nokkrum jörðum í eigu ríkisins á komandi rjúpnaveiðitímabili. Um er að ræða 11 jarðir í umsjá jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins og Skógræktar ríkisins sem allar eru eyðijarðir.
Meira
ÁKVEÐIÐ er í fjárlagafrumvarpinu að hækka innritunargjald sem heimilt er að innheimta af nemendum framhaldsskóla úr 6.000 kr. í 8.500 kr. fyrir hvern nemanda og að hámarksgjald fyrir efniskostnað hækki í 50 þús. fyrir hvern nemanda í stað 25 þús. kr.
Meira
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefur óskað eftir því að bæjarráð veiti Golfklúbbi Akureyrar, KA og Þór fjárstyrk, samtals að upphæð 3 milljónir króna, vegna rekstrar íþróttasvæða félaganna á þessu ári.
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til kvöldgöngu á fullu tungli, þriðjudaginn 2. október. Ferðinni er heitið í Raufarhólshelli, einn lengsta helli landsins. Í hellaferðum er rétt að hafa með sér ljós og hafa húfu eða jafnvel hjálm á höfði. Brottför er frá BSÍ kl.
Meira
Í GÆR var síðasti hefðbundni afgreiðsludagur Hagkaups í Smáratorgi í Kópavogi því verslunin er að flytja sig um set yfir í Smáralind þar sem opnuð verður 10.000 fermetra verslun 10. október næstkomandi. Af þessu tilefni hefst í dag kl.
Meira
JOHN Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði á sunnudag við því að líkur væru á að hryðjuverkamenn á vegum samtaka Osama bin Ladens hygðu á frekari ódæðisverk í Bandaríkjunum.
Meira
GERT er ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 18,6 milljarðar kr. eða 2½% af landsframleiðslu á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpi ársins 2002, sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær.
Meira
ÁHRIFAMIKLIR stjórnmálamenn í Danmörku ræða nú um að fella úr gildi umdeild lagaákvæði sem beint er gegn kynþáttahatri, að sögn Jyllandsposten . Er forsendan að ákvæðin dragi úr tjáningarfrelsinu og virki oft öfugt við það sem stefnt er að.
Meira
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði m.a. í ávarpi við setningu Alþingis, 127. löggjafarþings, í gær að Alþingi komi nú saman við aðstæður sem breytt hafi heimsmyndinni meira en nokkurn gat órað fyrir.
Meira
ÞRÁTT fyrir samdráttarmerki í efnahagslífinu er gert ráð fyrir að ríkissjóður skili myndarlegum afgangi á næsta ári og að áfram verði haldið á þeirri braut að greiða niður skuldir.
Meira
ÞINGKOSNINGAR voru haldnar í Bangladesh í gær, en þetta er í áttunda sinn sem íbúar landsins ganga að kjörborðinu síðan það hlaut sjálfstæði frá Pakistan árið 1971. Mikil öryggisgæsla var við kjörstaði, en 150 manns létust í aðdraganda kosninganna.
Meira
DEILISKIPULAG nýrrar leikskólalóðar ásamt verslunar- og þjónustulóð og litlum fjölbýlishúsum við Breiðumýri er nú í vinnslu. Að sögn sveitarstjóra Bessastaðahrepps er áætlað að bygging leikskólans geti hafist árið 2003.
Meira
ÚTLIT er fyrir að ný stjórn taki við völdum í Noregi eftir hálfan mánuð. Þrír flokkar, Hægriflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre, ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.
Meira
HAFINN er undirbúningur hjá Reykjanesbæ að veitingu menningarverðlaunanna Súlunnar. Veittar verða tvær viðurkenningar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.
Meira
HAFNARSTJÓRINN í Sandgerði segir að hik sé á smábátasjómönnum vegna þeirra breytinga sem urðu á kvótamálum þeirra í haust. Telur hann víst að samdráttur verði í útgerð smábáta frá Sandgerði í vetur af þeim ástæðum.
Meira
LOKAUNDIRBÚNINGUR var í gær hafinn fyrir aðgerðir til að lyfta flaki rússneska kjarnorkukafbátsins Kúrsk af botni Barentshafs. Slæmt veður hamlaði aðgerðum á föstudag en í gær sagði talsmaður rússneska Norðurflotans að vind hefði lægt.
Meira
LEIÐTOGI talibana í Afganistan, múllann Mohammed Omar, sagði í gær að Afganar þyrftu ekki að óttast árásir Bandaríkjamanna því þeir þyrðu ekki að gera innrás í Afganistan.
Meira
FANNÝ Jóhannsdóttir, einn starfsmanna Íslenskra ævintýraferða, var hætt komin þegar grjóthrunið hófst í Glymsgili á laugardag en slapp við meiriháttar meiðsl.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá fyrrverandi ábúendum Uppsala í Hvolhreppi vegna kaupa og sölu á jörðinni: "Í framhaldi af þeirri langvinnu umræðu sem átt hefur sér stað vegna kaupa okkar og síðar sölu á jörðinni Uppsölum í...
Meira
Alþjóðleg ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar hófst í Reykjavík í gær. Ráðstefnan er haldin á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í boði íslenskra og norskra stjórnvalda. Alls taka um 450 manns þátt í ráðstefnunni, þar af um 380 erlendir frá 85 ríkjum. Helgi Mar Árnason var viðstaddur setningarathöfn ráðstefnunnar sem er ein umfangsmesta alþjóðaráðstefna sem haldin hefur verið hér á landi.
Meira
"ÉG tók fyrst eftir drunum og hélt að það væri að koma jarðskjálfti. Svo var hins vegar ekki og ég sá grjótinu rigna yfir okkur. Ég sat á steini og kastaðist undan grjótinu út í vatnið, fór á kaf og rak niður með ánni eina tíu metra.
Meira
Loka þurfti fimm deildum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vegna verkfalls og uppsagna sjúkraliða sem þar starfa en hið fyrsta af þremur þriggja daga verkföllum sjúkraliða víða um land hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags. Arna Schram kannaði stöðu mála.
Meira
JÓAKIM Danaprins og Alexandra prinsessa voru gestir Ólafs Ragnars og Dorrit Moussaieff á Norðurlandi í liðinni viku ásamt fylgdarliði. Þau snæddu hádegisverð í Hótel Reynihlíð en fóru síðan austur fyrir Námafjall og gengu um hverasvæðið þar.
Meira
SORG og reiði ríkti í Kólumbíu á sunnudag vegna morðsins á Consuelo Araujo, 62 ára gamalli konu sem var landsþekkt fyrir afskipti af menningarmálum og gegndi um hríð embætti ráðherra menningarmála. Skæruliðar marxistasamtakanna FARC rændu Araujo 26.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ áætlar að rekstrarútgjöld vaxi að jafnaði um rúm 2% árlega á næstu fjórum árum, skv. yfirliti yfir útgjaldahorfum til næstu fjögurra ár.
Meira
UNDANFARIÐ hefur verið unnið við að steypa upp fjórar brýr í Fljótsdal á vegum Malarvinnslunnar á Egilsstöðum. Eru þær yfir Jökulsá, sem er langstærsta brúin, Hengifossá, Bessastaðaá og Gilsá.
Meira
UMHVERFISMÁL, stjórnfesta í stjórnsýslu og stjórn fiskveiða verða helstu áherslumál þingflokks Samfylkingarinnar við upphaf 127. löggjafarþings sem hófst í gær.
Meira
Á DAGSKRÁNNI "Orð í öndvegi" í Hátíðarsal Háskóla Íslands í gær fékk Stofnun í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands formlega nýtt heiti og nefnist nú Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Meira
Stefan Keller fæddist árið 1954 og starfar sem læknir í München. Hann kom fyrst til Íslands árið 1996 og hefur komið hingað árlega síðan. Dóttir hans og sonur hafa bæði gert stúdentsprófsverkefni sem tengist Íslandi.
Meira
28 ÁRA gömul kona liggur illa slösuð á fæti á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hún lenti í miklu grjóthruni í Glymsgili á laugardag.
Meira
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN í Mjódd hefur sagt upp þeim sjúklingum sem ekki hafa lögheimili í Reykjavík en hafa haft þar heilsugæslulækni. Um er að ræða rúmlega 900 Kópavogsbúa og um 300 manns úr öðrum sveitarfélögum.
Meira
FLUGREKSTRARSKÍRTEINI flugfélaganna Jórvíkur, Mýflugs, Leiguflugs Ísleifs Ottesen og Flugfélags Vestmannaeyja féllu úr gildi aðfaranótt mánudags þegar ný reglugerð um flugrekstur á Íslandi tók gildi. Reglugerðin, sem byggist á reglum frá Flugöryggissamtökum Evrópu, felur í sér stórbreyttar vinnureglur sem m.a. miða að því að auka flugöryggi og gera eftirlit markvissara og skilvirkara. Þetta hefur í för með sér að flugfélög þurfa að gera breytingar á flugrekstrarhandbókum sem þau vinna eftir.
Meira
SAMBAND markaðsfélaga á Norðurlöndum hefur einróma valið Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, til þess að hljóta gullpening sambandsins fyrir mikilsvert framlag hans til markaðsmála á Norðurlöndum.
Meira
ÞRÁTT fyrir að veðrið setti dálítið strik í reikninginn tóku um fimmtíu manns þátt í göngu og ýmsum leikjum á tjaldsvæði Grindavíkur. Tilefnið var árviss fjölskyldu- og útivistardagur sem Foreldra- og kennarafélag Grunnskóla Grindavíkur sér um.
Meira
STANGVEIÐIFÉLAG Selfoss lýsir nú eftir stangveiðimönnum, með flugustangir, sem eru tilbúnir að koma á veiðisvæði félagsins í Ölfusá á Selfossi og veiða lax í klak, nú eftir að veiðitímabilinu lýkur.
Meira
ÚRHELLISRIGNING var víða á Austurlandi í gærkvöldi og miklir vatnavextir í ám og lækjum. Á Seyðisfirði féll aurskriða á veg og lokaði honum að mestu. Þá var brúnni yfir Norðfjarðará lokað vegna vatnavaxta.
Meira
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, sem lagt var fram á alþingi í gær, er gerð tillaga um 23 milljóna kr. tímabundna fjárveitingu til viðgerða á skemmdum í loftum Alþingishússins af völdum jarðskjálftanna í fyrrasumar.
Meira
ÍSLENDINGAR búsettir erlendis sem hyggjast flytja heim til föðurlandsins fljótlega ættu að hafa í huga, ef þeir eru nýbúnir að kaupa bifreið eða ætla að gera það áður en þeir flytja heim, að geta þess við seljendur bílanna til að forðast greiðslu tolla í...
Meira
KOSIÐ var í fastanefndir Alþingis og alþjóðanefndir á setningardegi Alþingis í gær, en einnig hlutað um sæti þingmanna. Ljóst er að í fastanefndum verða kosnir þrír nýir formenn.
Meira
VEITINGASTAÐURINN TGI Friday's í Smáralind hyggst bjóða um eitt þúsund manns ókeypis máltíð áður en staðurinn verður opnaður formlega 10. október nk.
Meira
FYRRVERANDI konungur Afganistans og leiðtogar afganskra andstæðinga talibana samþykktu á fundi í Róm í gær að gera ráðstafanir til að skipa nýjan þjóðhöfðingja og bráðabirgðastjórn sem ætti að taka við völdunum í Afganistan af talibönum.
Meira
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram í gær, ber breyttu ástandi í efnahagsmálum þjóðarinnar vitni.
Meira
SANDRA Bullock er ekki allra, svo mikið er víst. Þessi fríðleiksleikkona sem sló í gegn sem málglaður klaufabárður í Speed hefur nokkurn veginn gert þá persónuna að sérfagi sínu, sumum til ama en öðrum til ómældrar ánægju.
Meira
BÓKAKAFFI verður í Gunnarshúsi í kvöld kl. 20. Þá tilkynnir Börn og bækur - Íslandsdeild IBBY hverjir verði tilnefndir til H.C. Andersen-verðlaunanna og á heiðurslista IBBY-samtakanna árið 2002.
Meira
EKKI alls fyrir löngu sæmdi Bandaríska kvikmyndastofnunin (AFI) leikarann Cary Grant nafnbótinni næststærsta goðsögn kvikmyndaheimsins á eftir Humphrey Bogart.
Meira
EINA GLÆTAN um annars myrka bíóhelgi vestanhafs reyndist gott gengi Michael Douglas og nýjustu myndar hans Don't Say A Word, sem er mannránstryllir.
Meira
HIÐ ÍSLENSKA bókmenntafélag, Borgarleikhúsið, Hugvísindastofnun og Siðferðistofnun Háskólans gangast fyrir uppákomu á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Tilhefnið er útgáfa lærdómsritsins Yfirlýsinga; um evrópsku framúrstefnuna.
Meira
ÁRIÐ 1999 var fyrsta All Tomorrows Parties-tónlistarhátíðin haldin. Um er að ræða veglega jaðarrokkshátíð sem haldin er í S-Englandi ár hvert og drífur nýbylgjukrakka að veislunni hvaðanæva úr heiminum.
Meira
ÍSLENSKA síðrokkssenan er á góðri siglingu um þessar mundir. Fjöldi sveita er um hituna og í kvöld á Stefnumóti ætla þrjár þeirra að hittast; þær Lúna, Kaktus og Manhattan.
Meira
Leikstjórn og handrit: Steven Spielberg eftir smásögu Brian Aldiss. Aðalhlutverk: Haley Joel Osment, Jude Law, Frances O'Connor og William Hurt. 145 mín. Dreamworks 2001.
Meira
Listasafn HÍ/ Á 90 ára afmæli Háskóla Íslands eru margir viðburðir. Listasafn Háskólans tekur þátt í afmælinu. Auður Ólafsdóttir forstöðumaður þess var spurð um safnið og þátttöku þess í afmælinu í vikunni.
Meira
*Þátttaka Listasafnsins í afmælisviku Háskóla Íslands er þrenns konar. Í dag, þriðjudaginn 2. október, verður opnuð sýning í Odda á abstraktverkum úr eigu safnsins eftir eldri og yngri listamenn.
Meira
KVIKMYNDALEIKKONAN og poppstjarnan Jennifer Lopez gekk í það heilaga um helgina en sá heppni er dansahöfundurinn Chris Judd. Að lokinni látlausri athöfn mættu 170 gestir til mikillar brúðkaupsveislu sem haldin var skammt utan við Los Angeles í...
Meira
LEIKFÉLAG Reykjavíkur fagnaði fyrstu frumsýningu leikársins á föstudag þegar ný uppfærsla á skáldsögu Halldórs Laxness hóf göngu sína á stóra sviði Borgarleikhússins.
Meira
HELGA Kristmundsdóttir sýnir um þessar myndir olíumálverk undir yfirskriftinni "Heimkoma" í Galleríi Fold. Hún hefur búið og starfað í Danmörku um árabil, og er sýningin sú fyrsta sem hún heldur hér á landi.
Meira
BÆJARSTJÓRINN í Vestmannaeyjum, Guðjón Hjörleifsson, tók þátt í skemmtilegu golfmóti á dögunum. Er það svo sem ekki frásögur færandi því hann er annálaður og ötull golfáhugamaður.
Meira
THE PHILADELPHIA STORY (1940) **** Sögufræg, sígild óskarsverðlaunamynd um fráskilinn broddborgara (Katherine Hepburn), sem leitar að nýjum bónda á meðal almúgans. Stjörnurnar Hepburn, James Stewart og Cary Grant, skína skært, eru hver annarri betri.
Meira
ÞAÐ er líf í gömu Zeppelin-refunum og nú er sá ævintýragjarnasti af þeim sem eftir lifa, John Paul Jones, bassaleikari, tilbúinn með sólóplötu númer 2.
Meira
ALLIR eiga sér þann draum að geta gengið til daglegra verka án verkja eða vera með áhyggjur af heilsu sinni. Því miður eru margir sem hafa verið teknir úr daglegu starfi vegna þess að líkaminn segir stopp.
Meira
ÞAÐ er viðurkennd staðreynd að 2/3 hlutar þess fjár, sem lífeyrissjóðir greiða lífeyrisþegum, eru fjármagnstekjur. Yfirvöld neita þessum staðreyndum með því að skattleggja þessar tekjur eins og atvinnutekjur, en ekki að hluta til sem fjármagnstekjur.
Meira
Múslimar og Bandaríkjamenn ÞAÐ er ekki nema von að múslimar álíti Bandaríkjamenn og hinn vestræna heim geggjaðan - þeir sem biðjast fyrir 5 sinnum á dag.
Meira
Þessi rannsókn styður þá skoðun okkar, segja Heiður Þorsteinsdóttir, Margrét Sveinsdóttir og Sigríður Hulda Sveinsdóttir, að full ástæða er til að huga að stöðu listmenntunar almennt í dag.
Meira
Ég get ekki að því gert að það læðist að mér sú hugmynd, segir Hilmar Harðarson, að ábyrgð lækna sé ekkert sérstaklega mikil samanborið við ábyrgð margra annarra.
Meira
MIG langar að spyrja um ráðningarform Flugleiða og Atlanta og hvernig þau koma út varðandi skattgreiðslur starfsmanna. Mér hefur skilist að Atlanta sé í meira mæli með fólk á annars konar kjörum en Flugleiðir, t.d. með áhafnaleigur o.fl.
Meira
Vinnan í klúbbnum er fjölbreytt, segja Björg Kristjánsdóttir og Inga Hanna Guðmundsdóttir. Félagar vinna skrifstofustörf, eldhússtörf eða í móttöku.
Meira
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 2.308 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Arnór Valdimarsson, Snædís Gerður Hlynsdóttir og Elva Kristín...
Meira
Gunnar Jökull fæddist í Reykjavík 13. maí 1949. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hákon Pétursson verkstjóri, f. 12. ágúst 1914, d. 1999, og Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1921.
MeiraKaupa minningabók
Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist á Hugljótsstöðum í Skagafirði 12. apríl 1913, hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. september síðastliðinn. Foreldrar Hólmfríðar voru Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 15.5. 1871, d. 14.12.
MeiraKaupa minningabók
Jóakim Pálsson fæddist í Hnífsdal 20. nóvember 1913. Foreldrar hans voru Guðrún Sólborg Jensdóttir, f. í Meira-Garði í Dýrafirði 1887, dó úr spænsku veikinni 1918 og Páll Guðmundsson, íshússtjóri í Hnífsdal, f. 1870, d. 1919.
MeiraKaupa minningabók
Marianne Elisabeth Vestdal fæddist í Dresden í Þýskalandi 22. ágúst 1909. Hún lést 24. september síðastliðinn. Marianne giftist Jóni Erlendssyni Vestdal frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi árið 1932 og flutti með honum til Íslands árið 1934. Jón lést 1979.
MeiraKaupa minningabók
Strengur hf. og Veita.net hafa gert með sér samkomulag þess efnis að bjóða InfoStore verslunarhugbúnað Strengs hf. til verslunar- og veitingahúsaaðila í Smáralind. Veita.
Meira
TÖLVU- og hugbúnaðarfyrirtækið Capio AB í Uppsölum, sem er í íslenskri eigu, markaðssetur þessa dagana Capio Information System en kerfinu er ætlað að einfalda skipulagningu og markvissa dreifingu á rafrænum upplýsingum fyrirtækja og stofnana um vörur...
Meira
EISCH Holding SA, með Bjarna Pálsson í forsvari, hefur á tæpum mánuði eignast 50,3% hlutafjár í Keflavíkurverktökum. Síðast í gær var tilkynnt um kaup Eisch Holding á tæpra 10% hlut að nafnverði um 33,9 milljónir.
Meira
Aðgerðarannsóknafélagið heldur fund þriðjudaginn 2. október 2001 þar sem verða kynntar þær aðferðir og líkön sem Seðlabankinn og Þjóðhagsstofnun styðjast við þegar þau vinna þessar spár.
Meira
SAMRÁÐSFUNDUR botnfiskkaupenda og -seljenda í heiminum, Groundfish Forum, verður haldinn hér á landi um miðjan næsta mánuð. Fundurinn er nú haldinn í 10. sinn og í fyrsta sinn á Íslandi.
Meira
ÍBÚAR Grenivíkur borga mest auðlindagjald komi til slíkrar gjaldtöku á sjávarútveginn, samkvæmt útreikningum Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Meira
KAUPTHING Bank Luxembourg mælir nú sérstaklega með fjárfestingu í dönskum bönkum, staðbundnum á Vestur-Jótlandi. Nýútkomin greiningin ber yfirskrift sem útlagst gæti "Hin földu verðmæti - vanmetnir bankar á Vestur-Jótlandi".
Meira
OF snemmt er að segja til um frekari samdrátt hjá flugfélaginu Atlanta en orðið er í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september síðastliðinn, að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra félagsins.
Meira
Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 17,0 milljarða króna og inn fyrir 17,4 milljarða króna fob. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 0,4 milljarða króna, en í ágúst í fyrra voru þau óhagstæð um 1,8 milljarða á föstu gengi.
Meira
FORSTJÓRI Orkuveitu Reykjavíkur vísar á bug að nokkurt ólögmætt athæfi hafi falist í samingum við fjármálafyrirtæki um fjármögnun Línu.Nets eins og Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, staðhæfði í frétt blaðsins sl. sunnudag.
Meira
Ríkiskaup fyrir hönd Vegagerðarinnar buðu nýverið út uppbyggingu á símkerfi sem innleiða á í umdæmum og hjá rekstrarstjórum um land allt. Sjö aðilar lögðu fram tilboð í verkið en samið var við Grunn ehf.
Meira
"EFTIRFARANDI er athugasemd frá Hans Petersen vegna greinar í Morgunblaðinu hinn 7. september síðastliðinn. Greinin heitir "Í einnota veröld" og birtist í aukablaðinu Daglegt líf.
Meira
LYFJA í Smáralind kynnir inniskó frá Giesswein. Skórnir eru úr 100% ull sem má þvo í vél, tvöföldum sóla sem tryggja eiga einangrun, og er sá neðri úr tvöföldu gúmmíi.
Meira
HAUST- og vetrarlisti frá danska fyrirtækinu Green House er kominn út. Í fréttatilkynningu frá umboðsmanni Green House kemur fram að vörurnar úr listanum séu seldar í heimakynningum.
Meira
KOMIÐ er á markað svonefnt Krakka kalk frá Omeg Farma, ætlað börnum og unglingum. Hver tafla inniheldur 225 milligrömm af kalki og 2,5 míkrógrömm af D-vítamíni, sem eykur frásog kalksins í líkamanum.
Meira
ÞÓRSHAMAR ehf. hefur hafið innflutning á austurríska orkudrykknum Bláa svíninu. Drykkurinn inniheldur meðal annars guarana, ginseng og c-vítamín, að sögn innflytjanda.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag 2. október, er sextug Margrét Örnólfsdóttir, Lyngbrekku 13, Kópavogi . Hún og fjölskylda hennar taka á móti ættingjum og vinum nk. föstudag, 5. október, kl. 20 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg...
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir.
Meira
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Fimmtudaginn 27. september sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur, Mitchell. 22 pör mættu. Meðalskor 216 stig. Hæsta skor í N/S : Birkir Jónsson - Bogi Sigurbjörnsson 239 Guðlaugur Sveinss.
Meira
SVEIT Orkuveitu Reykjavíkur er bikarmeistari BSÍ árið 2001, en fjögurra liða úrslit fóru fram um helgina í Hreyfilshúsinu í Reykjavík. Orkuveitan vann fyrst sveit Þriggja frakka í undanúrslitum með 95 IMPum gegn 80 í 48 spila leik.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. júní sl. í Selfosskirkju af sr. Kristni Á. Friðfinnssyni Ingibjörg Anna Johnnysdóttir og Arnar Guðmundsson. Heimili þeirra er í Suðurengi 35,...
Meira
Í dag er þriðjudagur 2. október, 275. dagur ársins 2001. Leódegaríusmessa. Orð dagsins: Því að ég þreyti ekki deilur eilíflega og reiðist ekki ævinlega, ella mundi andi mannsins vanmegnast fyrir mér og sálirnar, sem ég hefi skapað. Meira
Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig. Herratign enga að heimsins sið held ég þar mega jafnast við.
Meira
ÞAÐ eru alltaf góðar samverustundir þegar eldri borgarar koma saman í Laugarneskirkju annan hvern fimmtudag. Fundarefnin virðast óþrjótandi því þar sem gleði og vinátta ríkir liggja ævintýrin í loftinu. Á fimmtudaginn kemur, hinn 4.10. kl.
Meira
Haustið gagnast hestamönnum vel til íhugunar ýmissa mála tengdum hestamennskunni og eitt af því er hófhirða og járningar. Í þessum dálki er ætlunin að fjalla um eitt og annað er varðar þennan þátt hestamennskunnar eftir því sem tilefni er til.
Meira
Með nýjum útreikningum á kynbótamati íslenskra hrossa skýrast línur nokkuð um hvaða stóðhestar muni berjast um efstu sætin í verðlaunaröð fyrir afkvæmi sín á landsmótinu á næsta ári. Valdimar Kristinsson skoðar hér röð efstu hestanna og veltir upp möguleikum í stöðunni.
Meira
Víkverji var á dögunum að fletta Skólavörðunni , málgagni Kennarasambands Íslands, og í leiðara blaðsins er athyglisverð og þörf umfjöllun vegna ákveðinna vandamála sem upp hafa komið í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september síðastliðinn.
Meira
FYLKIR er fimmta liðið í Bikarkeppni KSÍ sem hefur orðið bikarmeistari án þess að leika heimaleik. ÍBV varð bikarmeistari 1968 með því að leggja Keflvíkinga að velli í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum í Keflavík.
Meira
DÓMGÆSLAN á bikarúrslitaleik Fylkis og KA var óaðfinnanleg. Dómari leiksins, Gylfi Þór Orrason, og aðstoðardómararnir Ólafur Ragnarsson og Eyjólfur Finnsson stigu ekki feilspor.
Meira
Fylkir hefur aðeins leikið einn leik í bikarkeppni KSÍ á heimavelli sínum í Árbæ í þrjú ár. Það var þegar Fylkismenn lögðu KA að velli í 16-liða úrslitum 2000 með mörkum Kristins Tómassonar og Sævars Þórs Gíslasonar, 2:0.
Meira
"ÞAÐ hefur svo sannarlega verið þess virði að bíða eftir þeim stóra í öll þessi ár," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, leikmaður Fylkis, en hann brosti út að eyrum í leikslok.
Meira
ELÍSABET Gunnarsdóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu og tekur hún við af Heimi Hallgrímssyni sem þjálfað hefur Eyjakonur undanfarin ár.
Meira
SVEN Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, tilkynnti í gær landsliðshópinn sem mætir Grikkjum á Old Trafford á laugardaginn. Leikurinn er mikilvægur fyrir Englendinga því með sigri tryggir liðið stöðu sína á toppi 9. riðils HM og þar með sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Nái Englendingar hins vegar ekki að sigra verða þeir að bíða eftir úrslitum úr leik Þjóðverja og Finna til vita stöðu sína í riðlinum.
Meira
HAUKAR tóku á móti Eyjamönnum í annarri umferð 1. deildarkeppninnar í handknattleik á Ásvöllum á sunnudagskvöld. Íslands- og bikarmeistararnir áttu ekki í vandræðum með Eyjamenn og unnu sannfærandi sigur, 36:27.
Meira
FYLKISMENN ætla að setjast niður með Bjarna Jóhannssyni þjálfara á fundi í vikunni og freista þess að fá hann til að gera nýjan samning við félagið. Bjarni hefur stýrt Árbæjarliðinu undanfarin tvö ár en samningur hans við liðið rennur út í vikunni.
Meira
* HILMAR Þórlindsson skoraði 10 mörk í fyrsta leik sínum með Modena í ítölsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Hilmar og félagar urðu að láta í minni pokann fyrir Bologna á útivelli, 24:21.
Meira
HJÁLMAR Þórarinsson úr Þrótti í Reykjavík skoraði öll þrjú mörk Íslands í góðum sigri á Norðmönnum, 3:1, í undankeppni Evrópumóts drengjalandsliða í Eistlandi á sunnudaginn.
Meira
SUNDMENNIRNIR Jakob Jóhann Sveinsson og Örn Arnarson komu til landsins í gær frá Bandaríkjunum en þar hugðust þeir leggja stund á æfingar og keppni í sundi og jafnframt vera við nám í Háskólanum í Suður-Kaliforníu, USC.
Meira
* JÓN Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu úr Fram, fagnaði syni sínum eftir bikarúrslitaleikinn - Pétri Birni, leikmanni Fylkis. Jón hefur einnig fagnað bikarmeistaratitli á Laugardalsvellinum.
Meira
WOLFSBURG, eitt botnliða þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, batt enda á sigurgöngu Kaiserslautern í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Meira
ÞEIR sem fylgdust með bikarúrslitaleik Fylkis og KA urðu vitni að því að knattspyrnan getur verið miskunnarlaus. Það kom í hlut besta manns vallarins vað vera niðurlútasti maðurinn í leikslok.
Meira
"ÞETTA var ekki alveg nógu gott því við ætluðum að fara heim með bikarinn - leikurinn hefði getað farið á hvorn veginn sem var en við vorum ekki eins lánsamir," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari og leikmaður KA, eftir leikinn. "Við skoruðum fyrst en bökkuðum síðan kannski of mikið og fengum á okkur ódýr mörk."
Meira
LÁNIÐ lék við Leeds United á sunnudaginn þegar liðið skoraði tvívegis á síðustu 20 mínútunum gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Ipswich - sigraði 2:1 á útivelli og náði með því þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni.
Meira
* LÁRUS Orri Sigurðsson lék allan leikinn með WBA sem vann Burnley , 1:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Lárus Orri var nálægt því að skora en markvörður Burnley varði naumlega þrumufleyg frá honum.
Meira
"ÉG lagði mitt af mörkum, en það tókst ekki - bikarinn fer ekki heim," sagði Akureyringurinn Magnús Jónatansson, þegar hann kvaddi stjórnarmenn Knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvellinum og hélt til Akureyrar.
Meira
LOKATÖLURNAR, 25:22, segja minnst um nokkuð óvæntan en afar verðskuldaðan sigur Gróttu/KR á Aftureldingu í Mosfellsbænum í fyrrakvöld. Það var minnsti munur á liðunum frá því seint í fyrri hálfleik því Grótta/KR var níu mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og var ekki í vandræðum eftir það með að innbyrða sinn annan sigur í tveimur fyrstu umferðunum þrátt fyrir mikinn hasar á lokakafla leiksins.
Meira
NÝLIÐAR Real Betis eru óvænt komnir í efsta sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Las Palmas, 1:0, á heimavelli sínum í Sevilla í fyrrakvöld. Þetta var fjórði sigur Betis í fyrstu fimm leikjunum en Juande Ramos, þjálfari liðsins, sagði að of snemmt væri að gera of miklar væntingar til liðsins.
Meira
SAMKVÆMT frétt frá dagblaðinu Jornal do Brasil munu forráðamenn knattspyrnusambands Brasilíu tilkynna á næstunni að númer knattspyrnugoðsins Pele verði ekki notað í framtíðinni í landsleikjum liðsins.
Meira
DALAMAÐURINN Gísli Kristjánsson náði því sem hann ætlaði sér þegar hann hélt til Noregs til að taka þátt í Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum. Gísli kom, sá og sigraði í Sarpsborg, þar sem hann varð Norðurlandameistari í +105 kg flokki.
Meira
SIGURÐUR Bjarnason var í aðalhlutverki hjá Wetzlar þegar liðið vann góðan útisigur á Eisenach, 34:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Sigurður fór á kostum fyrri hluta leiksins en hann skoraði 10 mörk, öll utan af velli.
Meira
MIKA Häkkinen ók til glæsilegs sigurs í bandaríska kappakstrinum í Indianapolis í fyrrakvöld; sýndi takta og sigurvilja eins og þegar hann hefur verið upp á sitt besta. Keppnin var spennandi frá upphafi til enda og með sigrinum tryggði McLaren sér annað sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða og sömuleiðis getur fátt komið í veg fyrir að David Coulthard missi annað sætið í keppni ökuþóra eftir að koma þriðji á mark.
Meira
"VIÐ lögðum upp með að koma af krafti í leikinn og sækja fast á þá," sagði Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkismanna. "Við gerðum það, sóttum og fengum færi en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins að mínu mati. Eftir það var erfitt og við þurftum að leggja enn meira í leikinn en náðum þá að jafna. Svo fengum við á okkur annað mark en við gáfumst aldrei upp," bætti Finnur við ánægður með baráttuna í sínu liði eftir að vera undir í hálfleik.
Meira
Við vissum að þetta yrði erfitt og ætluðum að halda okkur aftarlega en síðan taka spretti fram þegar við átti," sagði Hreinn Hringsson markahrókur, sem skoraði bæði mörk KA og síðan eitt í vítaspyrnukeppninni.
Meira
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hafi lent harkalega í spænska bænum Teurel á sunnudaginn en liðið mætti þá Spánverjum í 3. riðli undankeppni HM.
Meira
AFTUR supu Víkingar seyðið af því að byrja nú þegar þeir sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn á sunnudaginn. Garðbæingar náðu fljótlega sex marka forskoti (8.2) og hleyptu Víkingum ekki nær í 32:22 sigri.
Meira
Spánn - Ísland 6:1 Teurel, Spáni, undankeppni heimsmeistaramótsins, sunnudaginn 30. september 2001. Mörk Spánar: Laura Del Rio 4., 31., Auxi Jimenez 44., 59., Vanessa Gimber 86. (víti), Eva Ferreira 88. Mark Íslands: Margrét Ólafsdóttir 63.
Meira
LILLESTRÖM styrkti enn betur stöðu sína í einvíginu við Rosenborg um norska meistaratitilinn í knattspyrnu á sunnudag og nú aukast líkurnar á því að Þrándheimsliðið missi af honum í fyrsta skipti í tíu ár. Lilleström vann Molde á útivelli, 2:1, á meðan Rosenborg gerði aðeins jafntefli, 1:1, við Lyn á heimavelli.
Meira
ÍSLENDINGALIÐIN Brentford og Stoke halda sínu striki í toppbaráttu ensku 2. deildarinnar í knattspyrnu. Bæði unnu góða sigra á laugardaginn, Brentford lagði Colchester 4:1 og Stoke, sem er komið á mikla siglingu, vann Bournemouth 2:0. Liðin eru jöfn í 4.
Meira
Í STAÐARBLAÐINU Lagendalsposten í Noregi er haft eftir körfuknattleiksþjálfaranum Pétri Guðmundssyni að hann sé bjartsýnn á gengi Kongsberg og að Bandaríkjamaðurinn Warren Peebles breyti þar miklu.
Meira
"LEIÐIN að þessum sigri var alveg ótrúlega erfið, við lékum alla okkar leiki á útivelli og síðan eru leikslok úrslitaleiksins jafndramatísk og raun ber vitni," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, eftir að hafa fagnað um stund með...
Meira
"ÞETTA var algjör brotlending hjá okkur og úrslitin eru mér gífurleg vonbrigði. Ég veit ekki hvað gerðist annað en það að við áttum hræðilegan dag, en 6:1 tap gefur engan veginn rétta mynd af styrkleikamuninum á þessum liðum," sagði Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, við Morgunblaðið eftir skellinn gegn Spánverjum í Teurel á sunnudaginn.
Meira
"GAMLA seiglan gerði vart við sig," sagði Sverrir Sverrisson, leikmaður Fylkis, með bros á vör, um markið sem hann skoraði með skalla og jafnaði leikinn í 1:1, snemma í síðari hálfleik.
Meira
Sjaldgæft er að um 4.500 fm af húsnæði, 3 hektara lóð og byggingarréttur nú þegar samþykktur fyrir um 2.800 fm nýbyggingu komi á markað í einu. Magnús Sigurðsson kynnti sér fasteignir Orkuveitu Reykjavíkur við Eirhöfða.
Meira
Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Gimli er nú í sölu parhús í Brekkutúni 10 í Kópavogi. Þetta er timburhús á steyptum kjallara sem byggt var 1983 og er alls 234,8 ferm. Auk þess er sérstæður 32 fm bílskúr.
Meira
Matar- og kaffistell úr postulíni sem heitir Opal. Má þvo það í uppþvottavél, það er frá Tékklandi og er gull og platína í röndinni. Glösin eru í línunni Nína og eru einnig frá Tékklandi. Kristall með 24 karata gulli. Fæst í...
Meira
ÞRÓUN húsnæðismála á Íslandi á eftirstríðstímanum var lengst af með all sérstæðum hætti og ólík því sem gerist í löndunum í kringum okkur, bæði austan hafs og vestan.
Meira
Árnessýsla - Hjá Lögmönnum Suðurlandi er nú til sölu jörðin Hlíð í Grafningi. Um er að ræða ca 1200 ha jörð, en á henni stendur 195,7 m² steniklætt íbúðarhús á einni hæð, byggt 1977. Óskað er eftir tilboðum í jörðina.
Meira
MARGIR óttast að í kjölfar hryðjuverkanna í New York muni borgin missa sess sinn sem miðstöð fjármála í heiminum. Larry Silverstein, sem fyrir skemmstu tók World Trade Center byggingarnar á leigu er á annarri skoðun.
Meira
ÞAÐ vekur ávallt athygli á markaðnum, þegar þekkt húsnæði í hjarta Reykjavíkur kemur á markað. Hjá fasteignasölunni Hóli eru nú til sölu húseignir Stjörnubíós við Laugaveg.
Meira
Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Hraunhamri er í sölu einbýlishús sem byggt var 1973. Það er með tvöföldum bílskúr sem byggður var 1978. Húsið er 164,7 fm og bílskúrinn er 51,2 fm.
Meira
Þörfin fyrir víða reykháfa er jafnmikil í dag og hún var fyrir 207 árum, er fyrstu arinbækurnar litu dagsins ljós, segir Jón Eldon Logason byggingameistari og arinsmiður. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum.
Meira
Akureyri - Hjá Eignamiðluninni og Fasteignamarkaðnum er nú í sölu húseign við Skipagötu 2 á Akureyri, skammt frá Ráðhústorginu.. Húsið er steinsteypt, byggt 1933, og er á fjórum hæðum, en efsta hæðin er inndregin. Alls er eignin 398 ferm.
Meira
Á undanförnum misserum hefur oft borið á miklum misskilningi um hlutverk, eðli, starfsemi og staðsetningu Íbúðalánasjóðs. Því er ekki úr vegi að varpa nokkru ljósi á Íbúðalánasjóð í greinarkorni.
Meira
Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Húsinu er nú í einkasölu einbýlishús í Þingási 25. Þetta er steinhús, byggt 1986 og er á einni hæð, alls 219,2 fm, þar af er bílskúr 48 fm.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú í sölu parhús að Þverási 5 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1992 með bílskúr sem reistur var ári síðar og er flatarmál húss 146,9 ferm. og bílskúrs 24,5 ferm.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.