DANSKA stjórnin ætlar að grípa til róttækra aðgerða í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum, meðal annars með því að stórauka eftirlit með innflytjendum og múslimum í Danmörku að því er sagði í Jyllands-Posten í gær.
Meira
FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar skýrðu í gær Atlantshafsbandalaginu, NATO, frá því hvaða aðstoð aðildarþjóðirnar gætu þurft að inna af hendi vegna hugsanlegra hernaðaraðgerða gegn hryðjuverkamönnunum er réðust á landið 11. september.
Meira
STARFSMENN flugfélagsins Swissair efndu í gær til mótmæla í aðalstöðvum fyrirtækisins í Zürich en öllu flugi félagsins var skyndilega aflýst á þriðjudag vegna fjárhagserfiðleika. Þúsundir farþega urðu strandaglópar.
Meira
RÚSSAR vilja náið samstarf við bæði Evrópusambandið, ESB, og Atlantshafsbandalagið, NATO, um baráttu gegn hermdarverkum og vilja að öryggismál Evrópu verði endurskoðuð með tilliti til samstarfs gegn nýjum ógnunum.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrradag tillögu um 10 milljóna króna neyðaraðstoð við flóttamenn frá Afganistan.
Meira
TILLÖGUR um svo kölluð 30 km hverfi og aðgerðir samhliða þeim voru kynntar á opnum borgarafundi í Kópavogi í vikunni. En heildaráætlun fyrir allan bæinn hefur ekki verið kynnt áður í Kópavogi.
Meira
Breytingar á sköttum einstaklinga *Eignarskattar einstaklinga lækka úr 1,2% í 0,6% miðað við árslok 2002. *Sérstakur eignarskattur einstaklinga (Þjóðarbókhlöðuskattur) fellur niður miðað við árslok 2002.
Meira
"VIÐ teljum að frekar ætti að beina skattalækkun fyrirtækja að því að ná tökum á verðbólgunni og tryggja stöðugleika," sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, en tók fram að hann hefði ekki kynnt sér tillögurnar til hlítar.
Meira
ARNFIRÐINGAFÉLAGIÐ, félag brottfluttra Arnfirðinga, heldur haustfagnað í Breiðfirðingabúð laugardaginn 6. október kl. 21. "Söngfuglar að vestan og einhverjir burtflognir láta í sér heyra. Jazztríó Péturs Valgarðs Péturssonar leikur fyrir dansi.
Meira
ÁGREININGUR er milli Íslands og Noregs um ráðningu forstöðumanns Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Norðmaður hefur gegnt þessu starfi og hefur norska utanríkisráðuneytið lagt áherslu á að annar Norðmaður taki við starfi hans. Íslendingar hafa ekki lýst beinni andstöðu við ráðningu hans en hafa verið óánægðir með vinnubrögð Norðmanna í málinu og að þeir skuli telja sig eiga stöðuna.
Meira
ÁLVERÐ hefur hægt og sígandi farið lækkandi á heimsmarkaði undanfarna mánuði og þegar litið er til meðalverðs á áli fystu níu mánuði þessa árs er það 1.493 dollarar, sem er 74 Bandaríkjadölum lægra en það var að meðaltali í fyrra.
Meira
ÞORSTEINN Ingólfsson sendiherra flutti á þriðjudag ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en hann er fastafulltrúi Íslands hjá þeim. Í ræðunni lýsti hann meðal annars yfir stuðningi Íslands við viðbrögð Bandaríkjanna vegna hryðjuverkanna 11.
Meira
SÝSLUMAÐURINN á Patreksfirði og bæjarstjórn Vesturbyggðar boða til almenns borgarafundar í kvöld. Tilefni fundarins eru drykkjulæti og skemmdarverk sem framin voru í bæjarfélaginu um liðna helgi.
Meira
UNNIÐ er að því að undirbúa tveggja og hálfs kílómetra langan vegarkafla undir bundið slitlag á Útnesvegi 574. Vegarkaflinn nær að sunnanverðum mörkum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Meira
Á VEGUM SÍBS er nú verið að vinna að mjög stóru átaki á Reykjalundi, sem er bygging 2.700 m² þjálfunarhúss og sundlaugar með mjög fullkominni aðstöðu.
Meira
* ERLENDUR S. Þorsteinsson útskrifaðist 20. maí sl. með doktorsgráðu í aðgerðagreiningu frá Carnegie Mellon University (CMU) í Pittsburgh, Pennsylvaníu, Bandaríkjunum.
Meira
ÝMSIR bandarískir embættismenn efast um fréttir um, að Osama bin Laden hafi hringt í móður sína og gefið í skyn, að mikil hryðjuverk væru á döfinni. Kom það fram hjá bandarísku fréttasjónvarpsstöðinni CNN .
Meira
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu í gær viðamiklar breytingar í skattamálum fyrirtækja og einstaklinga, sem hafa að markmiði að efla atvinnulífið og treysta hag heimilanna. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs muni minnka um 3,5 milljarða vegna skattalækkananna.
Meira
BYGGÐASTOFNUN og Akureyrarbær eignuðust húsnæði Ako-Plastos við Þórsstíg 4 á Akureyri á uppboði í gær og var eignin slegin á 85 milljónir króna. Húsnæðið er samtals tæpir 3.800 fermetrar að stærð, gamla húsnæði Rafveitu Akureyrar og rúmlega 2.
Meira
AÐ MINNSTA kosti sex fórust þegar langferðabíl frá Greyhound-rútufyrirtækinu bandaríska hvolfdi utan vegar í Tennessee-ríki í gær, en að sögn sjónarvotta átti atburðurinn sér stað eftir að einn 40 farþega rútunnar skar bílstjóra hennar á háls.
Meira
SÉRA Þórir Jökull Þorsteinsson sóknarprestur á Selfossihefur verið skipaður prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn til fimm ára frá og með 1. október sl., en þrír umsækjendur voru um stöðuna.
Meira
ELDUR kom upp í bíl við norðurmunna Hvalfjarðarganganna um tvöleytið í gærdag. Vilhjálmi Birgissyni, starfsmanni í gjaldskýli við munnann, tókst að slökkva eldinn sem logaði undir bílnum.
Meira
BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi telja ekki að Niðursuðuverksmiðja ORA þurfi að flytja starfsemi sína frá núverandi stað, verði tillögur um bryggjuhverfi á Kársnesi að veruleika.
Meira
LJÓST er orðið, að lítið verður úr skattalækkununum, sem væntanlegir stjórnarflokkar í Noregi lofuðu fyrir kosningar. Segja þeir nú, að hugað verði að þeim síðar á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Aftenposten .
Meira
Í FYRSTA skiptið í 18 mánuði lýsa fleiri Svíar sig hlynnta því en andvíga að evran verði tekin upp þar í landi í stað krónunnar. Er þetta rakið til falls sænsku krónunnar að undanförnu.
Meira
LOKIÐ er uppsteypu á nýrri brú yfir Eyvindará við Egilsstaði. Steyptir voru 594 rúmmetrar í brúargólf, en í brúna hafa nú farið yfir þúsund rúmmetrar af steypu.
Meira
LOKAFUNDURINN í Evrópuúttekt Samfylkingarinnar verður haldinn í Norræna húsinu, laugardaginn 6. september kl. 11-14. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur ávarp. Valgerður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur fjallar um fullveldismál.
Meira
SÍÐASTLIÐIÐ sumar var mikil gróska í starfi upplýsingamiðstöðvanna á Suðurlandi. Opnaðar voru þrjár nýjar miðstöðvar með þjónustusamning við Upplýsingamiðstöð Suðurlands í Hveragerði, en þær eru í Árborg, á Hellu og Kirkjubæjarklaustri.
Meira
FYRIR lok þessa árs verður hægt að gera lungnamælingar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu, en hingað til hefur aðeins verið hægt að framkvæma slík próf á rúmum helmingi þeirra.
Meira
"ÞAÐ er niðurstaða Landsvirkjunar og ráðgjafa fyrirtækisins af arðsemisútreikningum að orkusamningarnir við Reyðarál og þar með arðsemi Kárahnjúkavirkjunar séu mjög hagstæðir.
Meira
LÖGREGLAN á Ísafirði hefur að undanförnu fengið ítrekaðar ábendingar um óeðlilega mikla sölu á kveikjaragasi í verslunum sem grunur er um að unglingar noti sem vímugjafa.
Meira
STARFSMENN og velunnarar Gamla bæjarins í Laufási hafa undanfarið eins og aðrir landsmenn verið að leggja síðustu hönd á haustverkin. Næsta laugardag, 6. október, kl.
Meira
EINN liðurinn í hátíðahöldum og viðburðum í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands er opið málþing um háskóla í fortíð, samtíð og framtíð með þátttöku rektora menningarborga Evrópu árið 2000.
Meira
BANDARÍSK stjórnvöld fóru í gær fram á að Atlantshafsbandalagið veiti þeim aðstoð við undirbúning mótsvars við árásum hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september sl. Vegna beiðninnar gekk í gildi 5.
Meira
BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA, þjálfaði árið 1999 sextíu pakistanska leyniþjónustumenn sérstaklega með það í huga að hafa hendur í hári Osama bin Ladens, mannsins sem talinn er hafa staðið á bak viðhryðjuverkin í Washington og New York, eða ráða hann af...
Meira
HÆTTUÁSTANDI var aflýst á Seyðisfirði klukkan sjö í gærmorgun. Hverfi í austurhluta bæjarins hafði þá verið lokað vegna hættu á aurskriðum í tæplega sólarhring. Ólafur H.
Meira
EKKI er keppt um það hver syndir hraðast heldur hver syndir tæknilega best á Skemmtisundmóti UMFN og Íslandsbanka sem fram fór í Sundmiðstöðinni í Keflavík um helgina.
Meira
BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar ákvað síðastliðið vor að ganga til samninga við skólastjóra grunnskóla bæjarins um rekstur skólanna á grundvelli samningsstjórnunar.
Meira
Össur en ekki SUS Í frétt í Morgunblaðinu á miðvikudag er m.a. haft eftir formanni SUS, Ingva Hrafni Óskarssyni, að ekki ætti að koma á óvart að "SUS taki undir gagnrýni á ríkisstjórnina", o.s.frv.
Meira
VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti hefur í för sinni til Brussel ítrekað að Rússar standi þétt við bak Bandaríkjamanna í þeirri baráttu, sem framundan er gegn hryðjuverkaógninni.
Meira
VIN - athvarf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða og Félagsþjónustan í Reykjavík boða til málþings um þjónustu við geðfatlaða í Norræna húsinu föstudaginn 5. október 2001 kl. 13-17. Allir áhugamenn um geðheilbrigði eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.
Meira
MEÐALFALLÞUNGI dilka í haust er breytilegur eftir landsvæðum en margt bendir til þess að hann verði lægri en í fyrra. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir að hvað vænleika varðar hafi verið um metár að ræða í fyrra.
Meira
NORÐUR-suðurflugbraut Reykjavíkurflugvallar verður tekin í notkun í dag eftir endurbætur á flugbrautinni sem staðið hafa yfir frá byrjun ársins. Flugbrautin hefur verið lokuð frá því í febrúar, að því undanskildu að 1.
Meira
KEPPNIN Þrekmeistarinn verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 7. október og hefst kl. 13. Reiknað er með fjölda keppenda víðs vegar að af landinu en þegar hafa um 60 keppendur skráð sig til leiks.
Meira
"SAMTÖK atvinnulífsins hafa lagt ríka áherslu á að það þurfi að bæta starfsskilyrði fyrirtækja, ekki síst í ljósi vaxandi alþjóðavæðingar," segir Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, spurður um samþykkt ríkisstjórnarinnar í...
Meira
SKÝRING er fengin á því hvers vegna varaaflstöð Landspítala í Fossvogi fór ekki í gang í fyrradag þegar háspennustrengur að spítalanum var grafinn sundur og rafmagnslaust varð á spítalanum í um 20 mínútur.
Meira
SNEMMTÆK íhlutun - meðferð, þjálfun og stuðningur fyrir ung börn með þroskafrávik og fatlanir og fjölskyldur þeirra er yfirskrift námstefnu á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem fer fram á Grand Hóteli dagana 9.-10. október nk.
Meira
GOSBRUNNUR sem tákna á regnið verður settur upp á Ingólfstorgi í haust. Gosbrunnurinn er hluti af upphaflegri hönnun torgsins, en fyrir um tíu árum var haldin samkeppni um hönnun þess.
Meira
PÖKKUNAR- og fullvinnslustöð fyrir áburð verður reist í Þorlákshöfn og gera áætlanir ráð fyrir að hún rísi á lóð nærri höfninni. Það er fyrirtækið Ísafold ehf. á Selfossi sem stendur að þessari byggingu en fyrsti áfangi verksmiðjuhússins verður um tvö þúsund fermetrar. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Ísafoldar hf., sagði að hreppsnefnd Ölfuss hefði gefið jákvæð svör um lóð handa fyrirtækinu í nágrenni hafnarinnar. Ísafold var með 20-25% af áburðarmarkaðnum á þessu ári.
Meira
HENRY Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna (t.v.), skoðaði rústir World Trade Center í gær með Rudolph Giuliani, borgarstjóra New York, sem ræðir hér við blaðamenn. Talið er að 5.
Meira
Í TILEFNI af 90 ára afmæli Háskóla Íslands á þessu ári hefur Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn ákveðið að efna til sektarlausrar viku 1.-6. október nk. Þá daga verða sektir felldar niður af öllum bókum sem skilað er.
Meira
SEX dagar eru nú þar til verslunarmiðstöðin Smáralind verður opnuð og miðar framkvæmdum ennþá samkvæmt áætlun. Þar vinna nú daglega um 1.200 til 1.
Meira
RANNSÓKN lögreglunnar vegna ásakana um að starfsmaður Símans hafi lesið tölvupóst viðskiptavinar fyrirtækisins í óleyfi hefur verið felld niður þar sem engin gögn studdu ásakanir viðskiptavinarins.
Meira
STÓÐI af Víðidalstunguheiði í Húnaþingi vestra verður smalað til byggða föstudaginn 5. október. Laugardaginn 6. október verður stóðið rekið til réttar kl. 10 f.h. Happdrætti verður þar sem er folald í verðlaun.
Meira
TÆP vika er nú þar til verslunarmiðstöðin Smáralind verður opnuð í Kópavogi. Framkvæmdir ganga vel og eru samkvæmt áætlun svo allt ætti að verða klappað og klárt fyrir opnunardaginn 10. október.
Meira
TÍU nemendur af listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, þrír kennarar og fjórir listamenn frá Akureyri eru að leggja upp í ferð til Rovaniemi í Finnlandi þar sem þeir munu vinna með finnskum listamönnum.
Meira
BANDARÍSKIR embættismenn telja líklegt að talibanar standi á bak við ópíumsmygl frá Afganistan til Evrópu og Asíuríkja, en það hefur færst mjög í aukana að undanförnu.
Meira
KAUPÞING hefur, fyrir hönd Eisch Holding S.A., gert hluthöfum í Keflavíkurverktökum tilboð um kaup á hlut þeirra í félaginu á genginu 4,6 og rennur tilboðið út 1. nóvember.
Meira
TOURETTE-samtökin á Íslandi hafa opið hús fyrir foreldra barna með Tourette-heilkenni í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 í Hátúni 10b, 9. hæð. Þessi opnu hús eru mánaðarlega, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær sextán ára pilt og tvítugan mann vegna gruns um aðild þeirra að ráni í verslun 11-11 í Skipholti í fyrrakvöld.
Meira
EFTIR stórar og miklar framkvæmdir bæði innan og utan dyra á félagsheimilinu Múla, var ákveðið að halda nú áfram góðum verkum og byggja upp skólalóð og nýjan leikvöll.
Meira
ÚTFÖR Stefáns Jónssonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Ægir Sigurgeirsson jarðsöng.
Meira
UM síðustu helgi fóru fram seinni leitir á Fljótshlíðarafrétti við heldur bágborin veðurskilyrði; mikil úrkoma og tuttugu og tveggja til tuttugu og þriggja metra vindhraði á sekúndu. Bændur létu það þó ekki aftra sér og kembdu þau svæði sem stætt var á.
Meira
VELTIBÍLL Sjóvár-Almennra verður á bifreiðastæðunum við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði, í dag, fimmtudag, 4. október milli kl. 14 og 16.
Meira
UNNIÐ er að undirbúningi þess að færa verkefni Þjóðhagsstofnunar til annarra stofnana á vegum forsætisráðuneytisins. ,,Þessari vinnu mun væntanlega ljúka á næstu vikum," segir í greinargerð fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár.
Meira
STARFSHÓPUR borgarstjóra og lögreglustjórans í Reykjavík sem fjallað hefur um veitingamál leggur fram ýmsar tillögur til að bæta veitingahúsamenningu og eftirlit og draga úr ölvun á almannafæri.
Meira
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hyggst á næstunni kalla saman fulltrúa ýmissa aðila sem hafa forvarnastarf á sinni könnu til að meta hvort samræma megi betur slík verkefni.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta svohljóðandi yfirlýsingu: "Eftirfarandi yfirlýsing er frá þremur börnum Ólafs Sigurvinssonar, Hátúni 10b, Rvk.
Meira
Guðbjörg fæddist 11. ágúst 1954. Hún lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands árið 1978 og útskrifaðist síðan sem geðhjúkrunarfræðingur frá Statens Helsehögskole for helsepersonel í Noregi árið 1991. Síðan vann hún í nokkur ár á geðdeild Landspítalans, en allt frá 1994 hefur hún verið forstöðumaður í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir geðfatlaða. Guðbjörg er gift Einari Ólafssyni bókaverði og rithöfundi og þau eiga börnin Védísi og Svein.
Meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að baráttan gegn hryðjuverkum væri barátta fyrir framtíð okkar. Hann ítrekaði að þessi barátta væri hafin yfir flokkadrætti og að hryðjuverk væru glæpur gegn mannkyninu og aldrei réttlætanleg. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðum um hryðjuverkin og áhrif þeirra í bráð og lengd.
Meira
AÐGERÐUM á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi hefur verið fækkað um hundrað á þeim þremur dögum sem verkfall sjúkraliða hefur staðið yfir, að sögn Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra spítalans.
Meira
ALÞJÓÐASAMBAND Rauða kross félaga sendi í gær beiðni til aðildarfélaga sinna um að þörf væri á þriggja milljarða króna framlagi vegna aðstoðar í Afganistan.
Meira
OPNAÐ hefur verið nýtt kaffihús í Reykjavík, Ömmukaffi, sem er til húsa í Austurstræti 20. Húsnæðið er í eigu KFUM og K og þar er einnig aðsetur miðborgarstarfs félaganna og miðborgarprests, prests nýbúa og fangaprests svo nokkuð sé nefnt.
Meira
Hjónin Bent Scheving Thorsteinsson og Margaret Ritter Ross Wolfe hafa á tæpu ári stofnað við Háskóla Íslands þrjá sjóði, með samanlagt stofnfé upp á rúmar 30 milljónir króna.
Meira
Á NÆSTU mánuðum mun Filmundur sýna litaþríleik pólska leikstjórans Krzysztofs Kieslowski og ríður á vaðið með fyrstu myndinni, Bláum eða Trois couleurs: Bleu , í kvöld.
Meira
Verða Booker-verðlaunin "Iceland"-verðlaunin fyrst Iceland-keðjan hefur keypt Booker-fyrirtækið? Varla, segir Sigrún Davíðsdóttir, en eins og alltaf eru verðlaunin umdeild.
Meira
SHARON Stone undirgengst nú rannsóknir eftir að blætt hafði inn á heila hennar. Hún var flutt með hraði á spítala um helgina þegar hún kvartaði undan sárum verkjum í höfði. Við rannsókn kom í ljós að væg heilablæðing hefði átt sér stað.
Meira
* ATLANTIC BAR, Austurstræti: Sunshine Brothers spila á Absolut Groove-kvöldi fimmtudagskvöld. * ÁLAFOSS FÖT BEZT: Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson ásamt gítarsnillingnum Sylvian Luc laugardagskvöld kl. 22. 1.000 króna aðgangseyrir.
Meira
Leikstjóri: Sam Weisman. Handrit: Matthew Chapman eftir sögu Donald E. Westlake. Aðalhlutverk: Martin Lawrence, Danny DeVito, John Leguizamo, Glenne Headly, Carmen Ejogo. Bandarísk. 2001. 95 mín.
Meira
Leikstjórn Jay Lowi. Aðalhlutverk Rachael Leigh Cook, Shawn Halosy og Jonathan Rhys-Meyers. (90 mín.) Bandaríkin 2001. Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
Meira
RÁÐHILDUR Ingadóttir verður með innsetningu í gluggagalleríinu Window space í Kaupmannahöfn frá og með deginum í dag til 25. nóvember næstkomandi. Galleríið er í Peder Skrams götu 16b, rétt hjá Nýhöfn.
Meira
VETRARSTARF Leikfélags Seltjarnarness hefst með opnu leiklistarnámskeiði í Valhúsaskóla á mánudag. Kennt verður tvisvar í viku í þrjár vikur, á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 19.30-21.30. Þátttaka er ókeypis og er námskeiðið opið öllum 14 ára og eldri.
Meira
Leikstjórn og handrit: John Cameron Mitchell eftir eigin samnefndum söngleik og Stephens Trask. Aðalhlutverk: John Cameron Mitchell, Michael Pitt og Miriam Shor. 95 mín. New Line Cinema 2000.
Meira
NÚ stendur yfir í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, sýning á myndverkum eftir hvít-rússnesku hjónin Ljúdmilu Krasnévskaju og Arlen Kashkúrevits, en þau eru bæði kunnir myndlistarmenn í Hvít-Rússlandi um langt skeið, en hann er kunnastur fyrir...
Meira
MINNING Johns Lennons var heiðruð á þriðjudaginn á stjörnum prýddum tónleikum í Radio City Music Hall í New York. Hryðjuverkin ömurlegu í New York og Washington breyttu áherslum gjörsamlega á tónleikunum sem höfðu verið nokkuð lengi í undirbúningi.
Meira
* SPÓLA systir er barnabók eftir Vestur - íslenska rithöfundinn Gillian Kristínu Johnson . Böðvar Guðmundsson íslenskaði söguna sem er öll í bundnu máli. Höfundur hefur einnig myndskreytt bókina.
Meira
NÚ stendur yfir sýning Árna Ingólfssonar í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti. Á sýningunni eru 15 ný verk, sem hvert fyrir sig segja sögu, stutta eða langa, fyndna eða sorglega, vekjar spurningar hjá áhorfandanum. Sýningin stendur til 18....
Meira
MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkurborgar telur brýnt að ráðuneyti mennta- og menningarmála kanni á þessu stigi ítarlega með hverjum hætti óperustarfsemi verði þáttur í starfsemi hins nýja tónlistar- og ráðstefnuhúss.
Meira
ÞVÍ höfðu margir spekingarnir spáð í ljósi góðs gengis fyrstu 24 útgáfnanna að ráðist yrði í gerð hinnar 25. í Pottþétt-safnplöturöðinni. Til að gera langa sögu stutta þá voru menn sannspáir því Pottþétt 25 er komin út.
Meira
GUITAR Islancio leikur í Salnum í Kópavogi kl. 20.00 í kvöld. Tríóið er skipað Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni gítarleikurum og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Á tónleikunum leikur tríóið úrval gítartónlistar tuttugustu aldarinnar.
Meira
RUINART Trophee-vínþjónakeppnin fór fram mánudaginn 1. október á Hótel Loftleiðum. Fóru leikar þannig að Stefán Guðjónsson bar sigur úr býtum, Sævar Már Sveinsson varð í öðru sæti en Gunnar Jóhannesson í því þriðja.
Meira
MIKIÐ VAR að belja bar, getur velski ljóðasöngvarinn David Gray hafa sagt við sjálfan sig þegar hann sá plötur sínar loksins fara að hreyfast í plötubúðum hér á landi eftir að hafa svo gott sem rykfallið síðan þær rak á fjörur.
Meira
COURTNEY Love, ekkja Kurts Cobain, vill eignast óskiptan rétt á allri tónlist Nirvana. Til þess að ná fram því markmiði hefur hún höfðað mál á hendur eftirlifandi liðsmönnum sveitarinnar, þeim Dave Grohl og Krist Novoselic.
Meira
BÆKUR að vestan er samheiti yfir bækur sem gefnar verða út hjá Vestfirska forlaginu á Hrafnseyri í haust og er lögð áhersla á að blanda saman blíðu og stríðu, gamni og alvöru. Eftirtaldar bækur eru væntanlegar: Frá Bjargtöngum að Djúpi, 4.
Meira
Þó að upplag og meðfæddir hæfileikar kennara skipti miklu máli er það samt svo, segir Helgi E. Helgason, að enginn fæðist fullskapaður í listgreininni að kenna.
Meira
Þegar litið er til lögreglulaga frá 1996, segir Jóhanna Sigurðardóttir, sést að varalögreglustjórinn gengur ansi langt til að verja gjörðir dómsmálaráðherrans.
Meira
Jafnvel Norðmenn, sem hafa náð langmestum árangri allra olíuútflutningsþjóða, segir Þorvaldur Gylfason, sýna nú ýmis merki þess, að þeir séu farnir að þreytast á skynsamlegri auðlindastjórn.
Meira
Guðrún Emilía Daníelsdóttir fæddist 4. maí 1911. Hún lést 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra J. Jónsdóttir og Daníel Eyjólfsson. Guðrún giftist í október 1930 Oddi Búasyni frá Ballará í Dölum, d. 1989. Sonur þeirra er Daníel Þórir, kvæntur Ólöfu Ísleiksdóttur og er dóttir þeirra Guðrún Emilía, gift Jóni Kristnis Jakobssyni og eru börn þeirra Ólöf Kristín og Daníel Andri. Útför Guðrúnar Emilíu fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
MeiraKaupa minningabók
Sveinbjörg Karólína Kolbeinsdóttir fæddist í Ólafsvík 13. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kolbeinn Torfi Jónsson, f. 18.4. 1876, d. 19.9. 1938, og Elín Þjóðbjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 7.8.
MeiraKaupa minningabók
Leifur Agnarsson var fæddur í Reykjavík 12. apríl 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans 27. september síðastliðinn. Móðir hans er Unnur Símonar, f. í Reykjavík 5.7. 1926. Faðir hans var Agnar Kristjánsson, forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur, f.
MeiraKaupa minningabók
Ólafía Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 4. október 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 20. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Arnbjörg Guðmundsdóttir, húsmóðir frá Ívarshúsum í Garði, f. 10.2. 1878, d. 3.2.
MeiraKaupa minningabók
Ólöf Björg Júlíusdóttir fæddist á Ísafirði 22. desember 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 16. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Guðrún Gísladóttir, f. 9.10. 1873 á Rauðumýri á Langadalsströnd, og Júlíus Illugi Þórðarson, f. 1.7.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Kristinn Sigurðsson fæddist í Gildrunesi í Skutulsfirði 3. ágúst 1913. Hann lést á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Helga Jensdóttir frá Gildrunesi, f. 14. okt. 1885, d.
MeiraKaupa minningabók
NÝLEGA var greint frá samkomulagi Landssímans og Norðurljósa um dreifingu og endursölu á sjónvarpsrásum með læstri dagskrá gegnum breiðband Símans.
Meira
ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. október nú kr. áður kr. mælie. Mónu krembrauð, 40 g 69 80 1.730 kg Mónu kókosbar, 50 g 45 55 900 kg Góu risahraun, 75 g 59 70 790 kg Appollo konfekt, 110 g 99 120 900 kg Pringles snakk, 200 g 229 270 1.
Meira
LOKSINS er búið að finna upp flísjakka sem manni verður ekki of heitt í, segir í netútgáfu The Sunday Times . Lausnin felst í því að klæða flíkina með efni sem nefnist Outlast PCM og þróað var hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna.
Meira
FLUGMIÐAR til Bandaríkjanna frá Evrópu fást nú á útsöluverði, samkvæmt norska netmiðlinum netavisen.no . "Flugmiði frá Ósló til New York kostar nú rúmar 33.000 krónur, með flugvallaskatti," segir á Netinu.
Meira
MEÐAL kosta breiðbandsins er skýrari mynd, en Stöð 2 er á stöð 21 á breiðbandinu, Sýn á 01, Bíórásin á 00 og PoppTíví á 109 (H9), samkvæmt upplýsingum frá áskriftardeild Stöðvar 2.
Meira
50 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 5. október, er fimmtug Þorbjörg Magnúsdóttir, Vitabraut 1, Hólmavík. Eiginmaður hennar er Magnús Hans Magnússon rafvirkjameistari .
Meira
"Leikskáldafélag Íslands er lítill hópur bústinna vesalinga sem hafa aldrei náð tökum á þeirri kúnst að horast svo á hanabjálka að þeir njóti sannrar aumingjagæsku annarra."
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.
Meira
Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði í Glæsibæ fimmtudaginn 20. sept. sl. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Björn E. Péturss. - Magnús Oddsson 267 Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss.
Meira
Reykjavíkurmót í tvímenningi 6. október Reykjavíkurmótið í tvímenningi fer fram laugardaginn 6. október og verður spilað í Hreyfilshúsinu. Mótið hefst kl. 11 og spilaður verður Barómeter (allir við alla) eða Monrad-Barómeter og ræðst það eftir þátttöku.
Meira
VESTUR opnar í fyrstu hendi á fjórum hjörtum og setur um leið af stað sérkennilega atburðarás, bæði í sögnum og úrspili: Vestur gefur; allir á hættu.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Garðakirkju af sr. Þórhildi Ólafsdóttur Kristín Anna Þórarinsdóttir og Baldvin Valgarðsson. Heimili þeirra er á Hvammabraut 6,...
Meira
Í DAG, fimmtudag, heldur Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni, fyrirlestur á foreldramorgni í Háteigskirkju um slysavarnir í heimahúsum. Foreldramorgunninn hefst með spjalli og leik klukkan tíu en fyrirlesturinn hefst klukkan hálfellefu.
Meira
HM í brids flutt til Parísar Keppnin um Bermúdaskálina í brids, sem átti að hefjast 20. október á Bali í Indónesíu, hefur verið flutt til Parísar og hefst væntanlega 21. eða 22 þessa mánaðar.
Meira
Íslenska sveitin spilar á OKBRIDGE næsta sunnudag Töluverður áhugi er fyrir næsta leik Iceland Expres-sveitarinnar í OK-keppninni. Sveitin spilar þá við öfluga franska sveit, www.funbridge.com, og leikurinn fer fram sunnudaginn 7. október og hefst kl.
Meira
Í dag er fimmtudagur 4. september, 277. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það?
Meira
Reykjanesmót í tvímenningi Reykjanesmót í tvímenningi verður haldið í Hafnarfirði 6. okt. nk. Spilað verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst mótið kl. 10 f.h.
Meira
Ei mun hraun og eggjagrjót iljum sárum vægja. Legg ég upp á Leggjabrjót. Langt er nú til bæja. * Hávært tal er heimskra rök. Hæst í tómu bylur. Oft er viss í sinni sök sá, er ekkert skilur. * Herðir frost og byljablök. Ber mig vetur ráðum.
Meira
VINKONA Víkverja, sem er nýkomin heim frá útlöndum eftir langa útiveru, hafði orð á því við Víkverja að miklar breytingar væru að verða á miðborginni.
Meira
"DURANONA kemur vissulega til greina í landsliðið en allt veltur það á því hvort hann nái sér fyllilega af meiðslunum og hvenær hann getur leikið af fullum krafti," sagði Guðmundur Þ.
Meira
"SÍÐASTA keppnistímabil var mitt besta á ferlinum og því má segja að byrjunin á þessu sé rökrétt framhald af því," segir Patrekur Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik hjá þýska félaginu Essen. Patrekur hefur leikið mjög vel það sem af er leiktíðinni, er næst markahæstur í deildinni auk þess sem Essen er í hópi efstu liða með 8 stig að loknum 5 leikjum. Á dögunum útnefndi þýska handknattleikstímaritið Handball Magazin Patrek leikmann september mánaðar.
Meira
SVEN-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, gat brosað að minnsta kosti út í annað í gærmorgun þegar þrír landsliðsmanna hans gátu æft áhyggjulaust, en fram eftir vikunni var ekki ljóst hvort þeir gætu tekið þátt í leiknum mikilvæga...
Meira
LANDSLIÐSMAÐURINN Jóhannes Karl Guðjónsson lék sinn fyrsta leik með spænska liðinu Real Betis sem sótti Atletico Bilbao heim. Leiknum lauk með með markalausu jafntefli en Jóhannes Karl var ánægður með leikinn.
Meira
KR-INGAR hafa ekki gert upp hug sinn í þjálfaramálum fyrir karlalið félagsins í knattspyrnu en í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jónas Kristinsson að stjórn KR-Sport væri að þreifa fyrir sér í þessum efnum.
Meira
* MARKO Tanasic verður næsti þjálfari knattspyrnuliðs KS á Siglufirði . Marko lék með Keflavíkingum í efstu deild á árunum 1990 til 1999, en var einnig hjá Strömsgodset í Noregi .
Meira
* NÚ er ljóst að danski knattspyrnumaðurinn Jesper Grønkjær hjá Chelsea leikur ekki knattspyrnu a.m.k. næstu fjóra mánuðina vegna meiðsla og svo gæti farið að hann yrði frá það sem eftir er leiktíðar.
Meira
RÚNAR Kristinsson er á ný kominn í íslenska landsliðshópinn en hann hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu þremur landsleikjum. Tíu vikur eru liðnar frá því Rúnar gekkst undir aðgerð á ökkla og var íslenska landsliðið án hans í leikjunum við Tékka og N-Íra í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fóru í síðasta mánuði og í vináttuleiknum við Pólverja sem háður var í ágúst.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu hóf í gær undirbúning sinn fyrir leikinn við Dani í undankeppni HM sem fram fer á Parken leikvanginum í Kaupmannahöfn á laugardaginn.
Meira
ÞAÐ verður sögulegur vináttulandsleikur í knattspyrnu sem fer fram á þjóðarleikvangi Frakka í París á laugardaginn - þegar heimsmeistarar Frakkar leika við Alsírmenn, en það er í fyrsta skipti sem þjóðirnar mætast á knattspyrnuvellinum.
Meira
VALUR, Haukar og Grótta/KR eru ósigruð eftir þrjá leiki á Íslandsmóti karla í handknattleik, en tveir leikir fóru fram í gærkvöld. Fram og Afturelding skildu jöfn í Framheimilinu, 17:17, en að Hlíðarenda sigraði Valur Selfoss með níu marka mun, 35:26. Valur, Haukar og Grótta/KR eru því enn ósigruð í deildinni eftir þrjár umferðir. Í kvöld taka Eyjamenn á móti Stjörnunni, en leik liðanna var frestað í gær og á morgun lýkur umferðinni með leik Víkings og ÍR.
Meira
ÞAÐ mun mæða mikið á Eyjólfi Sverrissyni og félögum hans í íslensku vörninni í leiknum við Dani á laugardaginn. Danir hafa jafnan átt í sínum röðum frábæra sóknarmenn og það verður engin breyting á því í dag. Danir hafa skorað flest mörk í riðlunum, 16 talsins, og það kemur því í hlut Eyjólfs að binda íslensku vörnina saman og halda aftur af dönsku sóknarmönnunum.
Meira
GUÐNI Kjartansson, þjálfari landsliðs Íslands skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, tilkynnti í gær landsliðshópinn sem tekur þátt í Evrópukeppni þessa aldursflokks en hún fer fram í Tékklandi 7.-14. október.
Meira
Haukar áttu ekki í miklum vandræðum með lið KA/Þórs í 1. deild kvenna í gær. Lokatölur urðu 32:19 en norðanstúlkur voru þó vel inni í leiknum lengst af í fyrri hálfleik. Þegar stíflan brast varð hins vegar ekki aftur snúið. Liðin eru að mörgu leyti ólík.
Meira
RÁÐSTEFNA Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, um ábyrgar fiskveiðar, stendur nú yfir hér á landi í boði ríkisstjórna Íslands og Noregs.
Meira
NÝTT stjórnskipulag Olíufélagsins ESSO hf. hefur verið samþykkt í stjórn félagsins og gert er ráð fyrir að það taki gildi frá og með næstu mánaðamótum.
Meira
BREYTINGAR verða nú á viðkomuhöfnum Eimskips í Bandaríkjunum. Þessar breytingar eru til hagræðingar í rekstri siglingakerfis Eimskips. Ekki er lengur komið við í New York heldur hafnarborginni Philadelphia sem er skammt fyrir sunnan New York.
Meira
TEKJUR af enska fótboltanum hækkuðu um 13% milli tímabila og námu 1.078 milljörðum sterlingspunda eða sem samsvarar um 160 milljörðum króna á síðasta tímabili, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu Deloitte & Touche í Bretlandi.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Fiskmarkaðs Íslands hf. var 32,7 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins 2001, en velta félagsins á tímabilinu var 284,2 milljónir króna. Faxamarkaðurinn hf. sameinaðist Fiskmarkaði Breiðafjarðar hf. 1.
Meira
Halldór Lúðvígsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Maritech International í kjölfar sameiningar MTS International, Maritech AS og Columbus IT. Hann er fæddur 1. október 1967.
Meira
STÆRSTI hluti íslenska togaraflotans er nú að veiðum á Halamiðum en samkvæmt samtölum við skipstjórnarmenn í gær hefur aflinn verið heldur tregur allra síðustu daga, skipin að fá eitt til tvo tonn í hali en eitt og eitt skip þó að hitta í meiri afla.
Meira
GENGIÐ hefur verið frá sameiningu MTS International sem var að 80% í eigu TölvuMynda hf. og Maritech AS í Noregi. Samhliða sameiningunni var gengið frá kaupum á sjávarútvegssviði og lausnum Columbus IT Partner í Noregi.
Meira
Japanska fjarskiptafyrirtækið NTT DoCoMo hóf rekstur á þriðju kynslóðar farsímakerfi í Tókýó í byrjun mánaðarins og um leið sölu á FOMA-þriðju kynslóðar símum.
Meira
ÍSLANDSDAGAR hefjast í Washington DC í Bandaríkjunum í dag og standa út októbermánuð. Áhersla er lögð á að kynna náttúru landsins, menningu og vistvæna íslenska framleiðslu. Íslandsdagar eru haldnir í tengslum við EXPO-sýninguna, sem fram fer dagana 12.
Meira
STJÓRNIR Vefjar-samskiptalausna og Framtakssjóðs Suðurlands hafa náð samkomulagi um kaup sjóðsins á ríflega þriðjungi hlutafjár í Vef samskiptalausnum ehf. Samhliða kaupum á hlut í fyrirtækinu tekur fulltrúi Framtakssjóðs sæti í stjórn Vefjar.
Meira
KAUPÞING hefur aldrei látið í ljós áhuga á samruna eða sameiningu við Sparisjóðabanka Íslands, að sögn Sigurðar Einarssonar, forstjóra Kaupþings.
Meira
Ákveðið hefur verið að sameina fyrirtækin Ísfell og Netasöluna frá og með næstu mánaðamótum undir nafninu Ísfell-Netasalan ehf. Með sameiningunni verður Ísfell-Netasalan eitt fjölhæfasta og stærsta fyrirtæki landsins á sviði veiðarfæra og skyldra vara.
Meira
NÝ snyrtilína fyrir eldislax frá Skaganum hf. á Akranesi hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Skaginn kynnti snyrtilínuna í fyrsta sinn á sýningunni í Þrándheimi.
Meira
Í MORGUNBLAÐINU í dag er greint frá því að leiguverð á þorskaflamarki er nú komið í 150 krónur fyrir kílóið og hefur það aldrei verið hærra. Á sama tíma í fyrra var leiguverð á þorskkvóta um 100 krónur fyrir kílóið og fór hæst upp í 120 krónur.
Meira
PROKARIA hefur nú hafið formlega markaðssetningu á fyrstu vörum sínum. Fyrstu 10 ensímin, sem fyrirtækið býður nú til sölu, eru öll notuð við að brjóta niður sterkju og aðrar fjölsykrur.
Meira
NOTKUN rafrænna viðskipta er ekki komin eins langt á veg hér á landi og gert hafði veriðráð fyrir. Þetta kom fram á ráðstefnu sem ÍMARK, Útflutningsráð og Iðntæknistofnun stóðu fyrir í gær undir yfirskriftinni Vefurinn sem viðskiptamiðill.
Meira
RÆKJA er einn vinsælasti skelfiskur um allan heim. Það má gera fleira með rækju en rækjusalat eða setja hana ofan á brauð. Hér er uppskrift fyrir sex að alíslenzkum rækjupotti og er hún fengin af heimasíðu Rf.
Meira
ÞRÁTT fyrir verkföll og fleira á Íslandi hefur Icelandic UK styrkt mjög stöðu sína á breska sjófrystiflakamarkaðinum. Nemur aukning það sem af er þessu ári m.v. sama tíma í fyrra um 60% og er fyrirtækið nú með leiðandi fyrirtækjum á markaðinum.
Meira
Eftir nokkurra ára beinan undirbúning var Seðlabanki Evrópu , European Central Bank (ECB), stofnaður 1. júní 1998 og hálfu ári síðar var gengi gjaldmiðla evrusvæðisins fest innbyrðis og gagnvart evru.
Meira
SPARISJÓÐIRNIR voru ásamt með Nýsköpunarsjóði einn meginstyrktaraðili að Nýsköpunarkeppninni í ár. Sparisjóðirnir styrkja þátttöku Íslendinga í Evrópukeppninni í Brüssel um tvær milljónir króna.
Meira
SAMEY hóf nýlega sölu á nýrri gerð af iðntölvu frá Unitronics sem breytir GSM-símanum í stjórnstöð fyrir iðntölvu. Iðntölvan, M90-GSM, sendir upplýsingar og tekur við skipunum um stjórnun búnaðar með SMS-skilaboðum.
Meira
SEÐLABANKINN greip inn í á gjaldeyrismarkaði í gærmorgun og keypti krónur fyrir um 1,2 milljarða. Krónan styrktist við inngripin en sú styrking gekk fljótt til baka og nam veikingin innan dagsins 0,35% í rúmlega 12 milljarða viðskiptum.
Meira
Í gær komu svissnesk stjórnvöld Swissair til aðstoðar, skrifar Anna Bjarnadóttir, en flug félagsins hafði legið niðri í rúman sólarhring vegna greiðsluerfiðleika.
Meira
Gengið verður frá fjármögnun vegna kaupa Delta hf. á öllu hlutafé lyfjafyrirtækisins Pharmamed á Möltu á næstunni. Kaupin nema 10,5 milljónum Bandaríkjadala eða um milljarði íslenskra króna. Grétar Júníus Guðmundsson kynntist umsvifum Delta á Möltu og skoðaði lyfjaverksmiðjur Pharmamed.
Meira
AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn næstkomandi föstudag í Skíðaskálanum í Hveradölum. Helztu umræðuefni fundarins verða um krónuna, evruna, vexti og verðbólgu, og drauma og veruleika í íslenzku fjármála- og atvinnulífi.
Meira
Microsoft hefur ákveðið að fresta því um eina viku að setja Xbox-leikjavélina á markað í Bandaríkjunum. Vélin mun koma í verslanir 15. nóvember í staðinn fyrir 8. nóvember.
Meira
KAUPÞING hefur, fyrir hönd Eisch Holding S.A., gert hluthöfum í Keflavíkurverktökum tilboð um kaup á hlut þeirra í félaginu á genginu 4,6. Þetta samsvarar til hæsta verðs sem tilboðsgjafi hefur greitt fyrir hlutabréf í félaginu síðustu sex mánuði.
Meira
SJÁLFRÁN þorsks hefur lengi verið þekkt en það kom norskum vísindamönnum og eldisfólki á óvart hversu snemma á lífsleiðinni þorskurinn byrjar að éta undan sér.
Meira
FÆREYINGAR eru nú að byggja frystihús sem getur afkastað þúsund tonnum af uppsjávarfiski á sólarhring. Frystihúsið verður að mestu sjálfvirkt, en miðað við full afköst verður unnið allan sólarhringinn í þremur vöktum, 15 manns á hverri vakt.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.