BRESK kona mun síðar í október gangast undir aðgerð á hné í Þýskalandi og verður það í fyrsta sinn, sem bresk heilbrigðisyfirvöld greiða fyrir slíka aðgerð utan landsteinanna.
Meira
ALLIR farþegar rússneskrar farþegaþotu af gerðinni Tupolev 154 fórust þegar sprenging varð í miðju flugi með þeim afleiðingum að flugvélin hrapaði í Svartahafið.
Meira
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að hann hygðist heyja harðvítugt stríð gegn palestínskum vígamönnum, sem eru sagðir hafa skotið þrjá ísraelska borgara til bana á rútubílastöð í Norður-Ísrael.
Meira
STJÓRNVÖLD í Pakistan lýstu því yfir í gær að þau teldu liggja fyrir fullnægjandi sannanir um aðild Sádí-Arabans Osamas bin Ladens að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september síðastliðinn.
Meira
AÐALFUNDUR Félags íslenskra sérkennara verður haldinn laugardaginn 6. október kl. 10 í stofu 301 í Kennaraháskóla Íslands. Ráðstefna um ráðgjafarhlutverk sérkennara hefst eftir aðalfund klukkan 13-16 á sama stað. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða tveir.
Meira
ALLS bárust 170 umsóknir um styrk úr Kristnihátíðarsjóði en umsóknarfrestur rann út 1. október síðastliðinn. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi 28.
Meira
ALÞJÓÐADAGUR kennara er föstudagurinn 5. október. Alþjóðasamband kennara (Education International) hefur í samráði við UNESCO valið deginum yfirskriftina: "Hæfir kennarar - góður skóli".
Meira
ALÞJÓÐLEGIR fugladagar verða næstu helgi, hinn 6. og 7. október 2001. Viðburðurinn er skipulagður af Alþjóðafuglaverndarsamtökunum og taka um 30 lönd víðsvegar í Evrópu þátt í honum.
Meira
STARFSSTÖÐ Norðurmjólkur á Húsavík verður lokað á næsta ári og öll vinnsla flutt yfir í samlagið á Akureyri en samlögin tvö voru sameinuð undir nafni Norðurmjólkur í lok síðasta árs.
Meira
HALLGRÍMSKIRKJA verður böðuð bleiku ljósi alla helgina, en um allan heim eru 200 kennileiti 40 landa upplýst í byrjun október. Þessi mánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini og alþjóðatákn þessa átaks er bleik slaufa.
Meira
NÝKRÝNDIR Íslandsmeistarar meistaraflokks ÍA og Búnaðarbankinn bjóða til boltadags klukkan 16-18 föstudaginn 5. október á planinu við Búnaðarbankann á Akranesi. Tilefnið er nýunninn titill liðsins.
Meira
TVÖ íslensk þróunarverkefni fengu styrk úr Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun ESB fyrir árið 2001 og fengu þau samtals rúmar 57 milljónir króna. Háskólinn í Reykjavík hefur verkstjórn með öðru verkefninu, sem kallast SPIDERWEB.
Meira
FJÖLGUN heimilislækna í Kópavogi hefur að sögn Harðar Björnssonar, formanns læknaráðs heilsugæslustöðva Kópavogs, ekki haldist í hendur við þá fólksfjölgun sem orðið hefur í bæjarfélaginu síðustu árin.
Meira
HLUTA af ágóða vegna sölu K-lykilsins, landssöfnunar Kiwanis-hreyfingarinnar, verður varið til áfangaheimilis geðfatlaðra í Álfabyggð 4 á Akureyri en brýn þörf er á endurbótum á húsnæðinu.
Meira
Á Sænautaseli í Jökuldalsheiði er hafin bygging eldhúss við fjárhús sem endurbyggt var skammt frá gamla bænum sem þar er. Sveitarstjórn Norður-Héraðs ákvað að breyta fjárhúsinu í veitingasal og byggja við það eldhús sem heilbrigðiseftirlit geti samþykkt.
Meira
DAGVINNULAUN opinberra starfsmanna ríkis og Reykjavíkurborgar hækkuðu að meðaltali um tæp 10,5% á fyrri hluta þessa árs samkvæmt niðurstöðum Kjararannsóknanefndar opinberra starfsmanna (KOS).
Meira
FJÓRIR menn á aldrinum 18-22 ára hafa verið dæmdir til refsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir bensínstuld og eignaspjöll. Hlutu þeir allt að 8 mánaða fangelsi.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær ungan mann til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi hæli fyrir meiriháttar líkamsárás með því að hafa lagt til móður sinnar með skærum í heimahúsi í Hafnarfirði í sumar.
Meira
LAUSRÁÐNIR starfsmenn flugeldhúss Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli fá ekki áframhaldandi ráðningu hjá fyrirtækinu eftir að Flugleiðir tóku ákvörðun um að hætta að bera fram heitan mat í vélum félagsins á leið til Evrópu.
Meira
SKIPTAR skoðanir voru um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2002, sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Fyrsta umferð umræðna um frumvarpið fór þá fram og tóku fjölmargir þingmenn úr öllum flokkum þátt í umræðunum.
Meira
HÁTT á annað hundrað manns mætti í gær á borgarafund á Patreksfirði sem boðað var til í kjölfar skemmdarverka og drykkjuláta sem hópur ungra manna stóð fyrir í bænum um liðna helgi.
Meira
4x4 ferða- og útivistarsýning fjölskyldunnar verður haldin í Laugardalshöll helgina 5.-7. október. 4x4 samtökin hafa um árabil starfað sem hagsmunasamtök fyrir þá sem eiga leið um hálendið og vilja að sem flestir geti notið óspjallaðrar náttúru landsins.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Útgerðarfélag Akureyringa hf. af tæplega 12 milljóna króna skaðabótakröfu yfirvélstjóra á skipi í eigu ÚA vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1997. Með dómi sínum sneri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22.
Meira
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í gær Klúbbinn Geysi í húsnæði samtakanna á Ægisgötu 7 og ræddi þar við klúbbfélaga og kynnti sér starfsemina sem þar fer fram.
Meira
JEPPABIFREIÐ er mikið skemmd eða jafnvel ónýt eftir að ökumaður hennar missti stjórn á henni í hálku á Þjóðvegi 1 við Kröfluafleggjara í gærmorgun. Ökumaður hlaut skurð á enni og fékk aðhlynningu á Heilsugæslunni í Reykjahlíð.
Meira
STJÓRN Geðhjálpar hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Stjórn Geðhjálpar fagnar yfirlýsingu forsætisráðherra um geðheilbrigðismál í stefnuræðu sinni á Alþingi.
Meira
Í LAUGARDAGSGÖNGU þjóðgarðsins á Þingvöllum verður gengið á Arnarfell sem er rúmlega 200 metra hár móbergshryggur við norðaustanvert Þingvallavatn. Sagt verður frá búsetusögu eyðibýlisins við Arnarfell.
Meira
SÍÐASTA ganga ársins á vegum UMSB verður laugardaginn 6. október. Gengið verður með strönd Hafnarskógar. Lagt verður af stað við syðri brúarsporð Borgarfjarðarbrúar klukkan 14 og gengið með ströndinni. Leiðsögumaður verður Guðrún Helga Andrésdóttir.
Meira
Berglind Hallgrímsdóttir fæddist á Akureyri árið 1968. Hún stundaði nám við Lundúnaháskóla og Viðskiptaháskóla Lundúna. Að námi loknu starfaði hún fyrir atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar í fjögur ár og við Evrópumiðstöð Impru frá árinu 1999. Maki Berglindar er Björn Sigurjónsson.
Meira
VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar færði fiskiskipið Þorstein EA 810 frá Akureyri til hafnar á Ísafirði í fyrrinótt vegna gruns um fiskveiðibrot með því að hafa verið á síldveiðum með flotvörpu án leyfa.
Meira
GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 6. október kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. "Gert er ráð fyrir klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum.
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær, að 32 milljörðum ísl. kr. yrði strax varið til matvælakaupa og annarrar aðstoðar við afganskan almenning, ýmist innan landamæra Afganistans eða í nágrannaríkjunum.
Meira
ALÞJÓÐLEG sýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin í reiðhöllinni Ingólfshvoli í Ölfusi nú um helgina. Sýningin hefst kl. 11 laugardag og sunnudag og gert er ráð fyrir að henni ljúki um kl. 17.
Meira
ÍSLAND er ein af tíu þjóðum í heiminum þar sem umhverfismál eru í hvað bestu horfi, ef marka má umhverfisvísitölu sem á að sýna stöðu umhverfismála og sjálfbærrar þróunar í ríkjum heims, en vísitalan var reiknuð út í annað skipti í ár.
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði fann í gær bifreið, sem stolið hafði verið við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Henni hafði verið ekið út að Kaldárseli þar sem hún var yfirgefin og kveikt í henni.
Meira
HUGMYNDIR um flutning Keikós til Keflavíkur voru í gær kynntar í bæjarráði Reykjanesbæjar. Ekki hefur skýrst hvar háhyrningurinn verður geymdur í framtíðinni, að sögn bæjarstjóra.
Meira
Í leiðara Morgunblaðsins í gær um þrjá sjóði, sem hjónin Bent Scheving Thorsteinsson og Margaret Ritter Ross Wolfe hafa stofnað við Háskóla Íslands á tæpu ári, var rangt farið með nafn móður Bents.
Meira
Myndabrengl Myndabrengl urðu með aðsendri grein um umferðaröryggisviku í Hafnarfirði miðvikudaginn 3. október sl. Í stað myndar af Gunnari Svavarssyni vélaverkfræðingi birtist mynd af alnafna hans, Gunnari Svavarssyni umhverfisverkfræðingi.
Meira
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær frumvarp um lögfestingu þeirra skattabreytinga sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Í frumvarpinu er birt sundurliðað yfirlit yfir kostnað við einstakar skattabreytingar.
Meira
DEMÓKRATAR í öldungadeild Bandaríkjaþings og stjórn George W. Bush forseta hafa náð samkomulagi um lagafrumvarp sem eykur vald lögreglunnar til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi.
Meira
MESSÍANA Tómasdóttir hefur verið valin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2001. Þetta er í sjötta sinn sem valinn er bæjarlistamaður Seltjarnarness, en menningarnefnd Seltjarnarness stendur fyrir vali bæjarlistamannsins.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Verðbréfaþings Íslands hækkaði í gær um 6,11% og er það mesta hækkun hennar á einum degi frá upphafi. Lokagildi vísitölunnar eftir viðskipti gærdagsins var 1.076,05 stig. Heildarvísitala aðallista VÞÍ hækkaði um 5,17% og er það einnig met.
Meira
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Íslands hefur verið kölluð saman til aukafundar næstkomandi mánudag til þess að ræða skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar, en næsti reglulegi fundur miðstjórnarinnar er á miðvikudaginn kemur.
Meira
NORSKUM orrustuþotum, tilbúnum til átaka, hefur verið komið fyrir á flugvellinum í Sola í því skyni að verjast hugsanlegum árásum hryðjuverkamanna á olíuborpalla í Norðursjó.
Meira
BOÐI heitir nýtt skilaboða-, öryggis- og samskiptakerfi sem auðveldað getur yfirstjórnum björgunaraðgerða útkall hópa sinna og nota má einnig til að koma boðum til einstaklinga sem hópa.
Meira
OPINN dagur verður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja næstkomandi laugardag. Gefst gestum tækifæri til að fylgjast með kennslu og kynna sér starfsemi skólans, húsnæði, búnað og aðstöðu. Opni dagurinn hefst klukkan 10 og lýkur kl. 14.
Meira
EKKI liggur fyrir hvort nýtt félag heimamanna, sem tekið hefur við rekstri kjúklingasláturhússins á Hellu, mun slátra fyrir Reykjagarð. Í úrskurði samkeppnisráðs segir að Reykjagarður skuli semja við fyrirtækið um slátrun á 20% framleiðslunnar á Hellu.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist gera ráð fyrir að á fundi í ráðherraráði EES-landanna í næstu viku muni EFTA-löndin þrjú, Noregur, Ísland og Liechtenstein, óska eftir formlegum viðræðum við Evrópusambandið um breytingar á samningnum um...
Meira
PABBAKLÚBBURINN er með opið hús í Gufunesbæ á morgun laugardag kl. 10. Pabbaklúbburinn hefur verið starfræktur síðan 3. mars 2001 á laugardögum kl. 10 og hafa margir feður notfært sér það að koma með börnin og kynnst öðrum.
Meira
OKKUR þykir miður að upp hafi komið þessi misskilningur," segir Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri líftryggingasviðs VÍS, sem sér um rekstur Líftryggingafélags Íslands, Lífís, en sagt var frá konu í Morgunblaðinu í gær, sem taldi sig og...
Meira
TVEIR piltar, 16 og 17 ára, og tvítugur maður hafa viðurkennt rán í verslun 11-11 í Skipholti á þriðjudagskvöld, en lögreglan handtók þá daginn eftir. Ræningjarnir hótuðu starfsfólki og höfðu á brott með sér tæplega 100 þúsund krónur í peningum.
Meira
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag framlagða samninga bæjarins við Nýsi hf. og Ístak hf. um byggingu og rekstur nýrra bygginga fyrir Lækjarskóla á Sólvangssvæðinu.
Meira
MEÐAL slagorða í auglýsingaherferð Flugleiða á Englandi á stuttum vetrarferðum til Íslands má finna setningar á borð við: Kiss me Quick og Fancy a Dirty Weekend ?.
Meira
AFSKIPTI stjórnvalda af skipun í æðstu embætti æðri menntastofnana í Danmörku er mikil ógæfa að mati Kjeld Møllgård, rektors Kaupmannahafnarháskóla.
Meira
GOLFKLÚBBURINN Flúðir heldur skemmtigolfmót á Selsvelli næstkomandi sunnudag. Er mótið ætlað karlmönnum 70 ára og eldri og konum 60 ára og eldri. Þátttakendur mega taka með sér maka þótt hann hafi ekki náð þessum aldri. Mótið hefst kl.
Meira
MJÖG hefur dregið úr skjálftavirkni í Öxarfirði, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Fyrir tveimur vikum fóru skjálftar allt upp í 4 á Richter, en segir hann að síðustu daga hafi þeir stærstu verið um 2 á Richter.
Meira
SKRIÐA féll við bæinn Hrafnabjörg í Hlíð aðfaranótt miðvikudags. Skriðan var um fimmtíu metra breið og tvöhundruð metra löng og jarvegsþykktin var allt að fjórir metrar í upptökum skriðunnar.
Meira
HEILDARVEIÐIN í Soginu vertíðina 2001 er fremur slök að mati Ólafs K. Ólafssonar formanns árnefndar Sogsins fyrir hönd SVFR. Veiði lauk nýlega í Soginu og veiddust alls 293 laxar og 666 bleikjur.
Meira
UMHVERFISRÁÐHERRA Frakklands sagði í gær að vera kynni að hryðjuverkamenn hefðu verið að verki þegar efnaverksmiðja sprakk í loft upp í Toulouse í Frakklandi í liðinni viku.
Meira
Í þeim átökum, sem nú virðast óumflýjanleg í Afganistan, verður hefðbundnum herafla beitt en einnig leynilegum aðgerðum gegn talibana-stjórninni.
Meira
RANNSÓKN lögreglunnar á Hvolsvelli á banaslysinu í hótelsundlauginni í Skógum undir Eyjafjöllum 2. júlí sl., þegar Þjóðverjinn Frank Lillermeier lést, er lokið og hefur krufning leitt í ljós að Lillermeier drukknaði í lauginni.
Meira
EINKAHLUTAFÉLAGIÐ Bakstur hefur tekið rekstur Kexsmiðjunnar á Akureyri á leigu til þriggja mánaða af þrotabúi félagsins en það var úrskurðað gjaldþrota í vikunni.
Meira
ÞING Alþýðusambands Norðurlands, hið 27. í röðinni, verður haldið á Illugastöðum í Fnjóskadal í dag föstudag og á morgun, laugardag. Um hundrað fulltrúar frá stéttarfélögum á Norðurlandi eiga rétt til setu á þinginu.
Meira
STÚDENTADAGURINN fer fram í annað skiptið við Háskóla Íslands föstudaginn 5. október. Í ár markar Stúdentadagurinn hápunkt 90 ára afmælisviku Háskólans.
Meira
"VEGNA herts eftirlits með flugfarþegum í kjölfar hinna hörmulega atburða í Bandaríkjunum er sykursjúkum sem hyggja á ferðalög bent á að hafa með sér vottorð frá lækni sem staðfestir þörf viðkomandi fyrir þau lyf og hjálpartæki sem nauðsynleg...
Meira
BYGGÐASAFN Suðurnesja og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar hafa sótt um styrk úr Kristnihátíðarsjóði til að láta gera fornleifarannsóknir á gamla Kirkjuvogi í Höfnum í Reykjanesbæ.
Meira
UM 95% tónlistarkennara samþykktu boðun verkfalls, sem hefjist 22. október nk., í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Félags tónlistarskólakennara, en talning atkvæða fór fram í gær. Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 19. til 28. september sl.
Meira
NEMENDUR í Grunnskóla Bolungarvíkur fengu góða gesti til sín í skólann morgun einn í síðustu viku er tríó Björns Thoroddsen ásamt Agli Ólafssyni hélt þeim klukkutíma langa tónleika í samkomusal skólans.
Meira
ÞREMUR lóðum fyrir almennar leiguíbúðir í Grafarholti var úthlutað á fundi borgarráðs á þriðjudag. Að sögn Helga Hjörvars, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, er gert ráð fyrir byggingu að minnsta kosti 89 leiguíbúða á lóðunum. Mótás hf.
Meira
LEIÐTOGAR arabaríkjanna hafa fagnað þeirri yfirlýsingu George W. Bush Bandaríkjaforseta, að hann styðji stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Konungur Marokkós kallaði hana mikil tímamót, sem gætu rutt brautina fyrir friði í Miðausturlöndum.
Meira
GRÍÐARLEGUR munur er á verðhugmyndum seljenda og kaupenda svokallaðs Hraunsholtslands í Garðabæ en eigendur landsins vilja að sveitarfélagið taki til sín landið og gjaldi fyrir eins og um eignarnám væri að ræða.
Meira
ÞRJÚ norðlensk sjávarútvegsfyrirtæki, Útgerðarfélag Akureyringa og Samherji á Akureyri og Þormóður Rammi á Siglufirði myndu greiða á bilinu 200 til 500 milljónir króna í veiðigjald ef farið yrði eftir tillögum meirihluta nefndar um endurskoðun laga um...
Meira
LANDEIGENDUR Hraunsholtslandsins svokallaða í Garðabæ hafa farið fram á að bærinn taki landið til sín og greiði fyrir það eins og um eignarnám væri að ræða.
Meira
VETRARSTARFIÐ er hafið í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Meðal þess sem boðið er uppá er meðferð fyrir hjartasjúklinga, fólk sem á við offitu að stríða, krabbameinssjúklinga og fólk sem þarfnast verkjameðferðar.
Meira
SELTJARNARNESBÆR hyggst áskilja sér rétt til að stækka landfyllinguna sem gert er ráð fyrir utan við Eiðisgranda Reykjavíkurmegin og ná á inn á land Seltjarnarness.
Meira
Húsvíkingar horfa fram á að mjólkursamlaginu í bænum verði lokað á næsta ári og vinnslan flutt til Akureyrar, en mjólkurvinnsla hefur verið í bænum frá árinu 1947. Þeir sjá á eftir störfunum sem við það tapast, en Margrét Þóra Þórsdóttir og KristjánKristjánsson komust að því að Húsvíkingar eru þrátt fyrir allt bjartsýnir á framtíðina og atvinnuástand þar er gott.
Meira
Hugur, hönd og hreyfing eru einkunnarorð ævintýralands fyrir börn sem verður opnað í 450 fermetra húsnæði við Stjörnutorg í Kringlunni á morgun, laugardag.
Meira
ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður og prófessor, skrifar um afleiðingar hryðjuverkanna í New York og veltir fyrir sér hver áhrifin verða á flug.
Meira
Stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um viðamiklar breytingar í skattamálum. Þessar breytingar varða fyrst og fremst fyrirtæki, en snerta einnig einstaklinga að verulegu leyti.
Meira
PELICAN var í eina tíð vinsælasta hljómsveit landsins og hiklaust ein helsta sveit áttunda áratugarins. Í fararbroddi var rokkarinn eini og sanni Pétur Kristjáns.
Meira
Frumsýningar AMERICAN PIE 2 Sambíóin, Háskólabíó SMALL TIME CROOKS Sambíóin THE SCORE Laugarásbíó, Kringlubíó, Borgarbíó Akureyri JAY AND SILENT BOB STRIKE BACK Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Shrek Bandarísk. 2001.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ hefur undanfarna mánuði staðið fyrir svokölluðu blaðberakapphlaupi, þar sem blaðberar safna stigum. Þeir sem safna flestum stigum og standa sig best í starfi lenda svo í lukkupotti, sem dregið er úr mánaðarlega.
Meira
BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur kemur fram á þrennum tónleikum á Norðurlandi um helgina. Gestur hans verður Philip Jenkins, píanóleikari. Þeir félagar leika fyrst á Húsavík á laugardag kl. 16 og á Dalvík kl. 15 á sunnudag og í Laugaborg í Eyjafirði kl.
Meira
Söngleikurinn Gunnar eftir Jón Laxdal við ljóðaflokk Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds. Einsöngvarar: Jón Smári Lárusson, Sigurður Sigmundsson og Gísli Stefánsson. Kór: félagar úr Karlakór Rangæinga. Stjórnandi og píanóundirleikari: Halldór Óskarsson. Sögumaður: Arthúr Björgvin Bollason. Leikstjóri: Svala Arnardóttir. Lýsing og hljóð: Andri Ólafsson.
Meira
Sambíóin og Háskólabíó frumsýna American Pie 2, með Jason Biggs, Shannon Elizabeth, Alyson Hannigan, Chris Klein. GÓÐ baka er aldrei of oft bökuð, segja þeir í Hollywood.
Meira
LEIKKONAN og leikstjórinn Jodie Foster er orðin móðir í annað sinn. Lítill drenghnokki kom í heiminn á laugardaginn, mánuði áður en læknisfræðin hafði gert ráð fyrir.
Meira
ERU SÆGREIFAR gersneyddir menningaráhuga? spyr Erna Indriðadóttir fréttamaður í fyrirlestri sínum: "Einkarekin menning - möguleikar eða draumórar?" sem fluttur verður í Iðnó á morgun kl. 11.30.
Meira
SÍÐUSTU sýningarnar á vor- og sumarískunni 2002 fóru fram í gærkvöldi í Mílanó en yfirbragð sýninganna var heldur hógværara en venjulega vegna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin í síðasta mánuði.
Meira
HUGLEIKUR Dagsson listamaður og kvikmyndagagnrýnandi sýnir næstu daga í galleríi Nema Hvað, Skólavörðustíg 22c. Sýningin verður opnuð í kvöld kl. 20 á afmælisdegi Hugleiks og stendur til 11. okt. Safnið er opið á milli kl. 14 og 18.
Meira
ÞAÐ VERÐUR sannkölluð harðkjarnaveisla í föstudagsbræðingi Hins hússins í kvöld. Þá munu hvorki fleiri né færri en fjórar íslenskar sveitir troða upp á Kakóbarnum góða, sem gróflega má draga í þann dilk rokksins sem kenndur er við harðkjarna.
Meira
Leikstjórn Reginald Hudlin. Aðalhlutverk Tim Meadows, Billy Dee Williams, Lee Evans. (84 mín.) Bandaríkin 2000. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 12 ára.
Meira
Í kvöld verður svonefndum Clapton-kvöldum hleypt af stokkunum á Kringlukránnni og verða þau haldin fram eftir vetri. Eric Clapton þarf líklega að kynna fyrir fáum en hann er jafnan talinn með fremstu blúsgítarleikurum sögunnar.
Meira
PJOTR Tsjaíkovskíj er tónskáld kvöldsins á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói kl. 19.30. Verkin sem leikin verða eru Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit í D-dúr op. 35 og Sinfónía nr. 4 í f-moll op. 36.
Meira
Sambíóin frumsýna bandarísku gamanmyndina Small Time Crooks með Woody Allen og Tracey Ullman. WOODY Allen lætur ekki deigan síga, nýjasta myndin hans, Small Time Crooks, fylgir eftir Sweet and Lowdown, sem sýnd var hérlendis á síðasta ári.
Meira
Að skella sér á dansiball er um margt deyjandi iðja hér á landi. Anna Vilhjálmsdóttir er ein af þeim sem hefur gert sitt besta til að afstýra þeirri þróun og sagði hún Arnari Eggerti Thoroddsen allt af létta.
Meira
HLJÓMSVEITIN Hringir, eða Hr. Ingi R. eins og hún er stundum kölluð, hefur hringsólað í kringum skemmtivæna Íslendinga lengur en margan grunar eða í heil 12 ár.
Meira
Laugarásbíó, Kringlubíó og Borgarbíó frumsýna The Score, með Robert De Niro, Edward Norton og Marlon Brando. BANDARÍSKA spennumyndin The Score skartar Robert De Niro, Edward Norton og Marlon Brando, auk Angelu Bassett.
Meira
Í kvöld verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins nýtt íslenskt leikrit, Vatn lífsins eftir Benóný Ægisson. Hávar Sigurjónsson átti samtal við höfundinn.
Meira
Af óskalista LÍÚ 30. sept. 2000 Úr tillögu meirihl. ,,sáttanefndar" Byggja eigi stjórn fiskveiða á aflamarkskerfi áfram. Aflamarkskerfið verði meginstoð fiskveiðistjórnunar. Allri óvissu um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnar verði eytt.
Meira
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins greinir fötlun barna og veitir ráðgjöf til foreldra og fagfólks um það, segir Ragnheiður Sigmarsdóttir, hvernig uppeldi og umönnun þeirra verði best háttað.
Meira
Það er löngu tímabært að við rífum okkur uppúr þessu rugli, segir Ástráður Haraldsson, áður en fyrirbærið eitrar enn frekar hugarfar okkar og samfélag.
Meira
SEM forseti BÍL, Bandalags íslenskra listamanna, fagna ég fulltingi og atbeina menntamálaráðuneytisins sem stendur að ráðstefnunni "Fjársjóður til framtíðar" í Borgarleikhúsinu á morgun, laugardaginn 6. október.
Meira
ÉG les í fréttum að rjúpan sé víðast í lágmarki, og fram hefur komið tillaga frá hugsandi mönnum, að stytta veiðitímann í einn mánuð í stað tveggja á þessu ári.
Meira
Hvar fæst íslenskt grænkál og OMO? KONA í Reykjavík hafði samband við Velvakanda og vildi hún afla sér upplýsinga um hvar hún gæti fengið íslenskt grænkál og handþvottaefnið OMO, sem henni líkar vel en hefur ekki séð í hillum verslana í langan tíma.
Meira
MENNINGAMINJADAGUR Evrópu var laugardaginn 22. sept. sl. Í tilefni af honum bauð Þjóðminjasafnið landsmönnum til fundar á 11 stöðum á landinu. Á öllum stöðunum eru friðlýstar fornminjar. Einn þessara staða var Húshólmi í Ögmundarhrauni.
Meira
Í Bandaríkjunum verður að byggja flugsamgöngur nánast upp frá grunni, segir Helgi Pétursson, og kosta gríðarlegu fjármagni til þess að endurheimta tiltrú ferðamanna á flugi sem ferðamáta.
Meira
FYRIR meira en hálfri öld hófu berklasjúklingar að byggja Reykjalund og frá upphafi hefur starfsemin þar verið á heimsmælikvarða og í stöðugri sókn. Nú til dags er mikið rætt um fjárfestingar og arðsemi þeirra.
Meira
Í Bréfum til blaðsins í Morgunblaðinu sl. miðvikudag skrifar Ásdís Arthúrsdóttir, heimspekinemi, pistil sem hún nefnir Hvað spinnur samfélagið? Ég er alveg hjartanlega sammála Ásdísi í þessum pistli.
Meira
Á nýjum svæðum er unnt að þétta byggð verulega, segir Richard Ólafur Briem, með því að minnka lóðir, þrengja göturými og skilgreina betur leik- og útivistarsvæði.
Meira
Öflug félagsleg starfsemi í þágu geðsjúkra felur ekki aðeins í sér bætta líðan, segir Garðar Sölvi Helgason, heldur einnig sparnað fyrir þjóðfélagið.
Meira
Anton Gunnarsson fæddist á Reykjum í Ólafsfirði 30. september 1927. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 28. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Friðrik Einarsson fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 9. maí 1909. Hann lést á Landspítala Landakoti 27. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún V. Hálfdánardóttir, f. 26. júlí 1880 á Hafranesi við Reyðarfjörð, d. 30. júlí 1963, og Einar S.
MeiraKaupa minningabók
Guðbjörg María Benediktsdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 24. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Steinunn Guðbrandsdóttir frá Vindási í Hvolhreppi, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Ingvar Bjarni Benjamínsson fæddist á Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd 4. janúar 1927. Hann lést á heimili sínu 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Ingibjörg Hallgrímsdóttir og Benjamín Halldórsson.
MeiraKaupa minningabók
Jónas Ellert Jónsson fæddist í Reykjavík 29. september 1957. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. september síðastliðinn. Foreldrar Jónasar eru Jón Guðmundsson, f. 26.6. 1931, og Guðríður Árnadóttir, f. 22.10. 1930.
MeiraKaupa minningabók
Karl Ottó Karlsson hljóðfæraleikari fæddist í Reykjavík 5. september 1920. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Kristjánsson og Dagbjört Bjarnadóttir.
MeiraKaupa minningabók
Mikkalína María Alexandersdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 18. marz 1914. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 29. september síðastliðinn. Foreldrar Línu voru Alexander Jóhannsson sjómaður á Suðureyri, f. á Eyri í Önundarfirði, 31.10.
MeiraKaupa minningabók
Sverrir Árnason fæddist á Svalbarðseyri við Eyjafjörð 22. júlí 1920. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Valdimarsson, f. 2. sept. 1896, d. 2. sept. 1980, og Ágústa Gunnlaugsdóttir, f. 1.
MeiraKaupa minningabók
Valgeir Guðmundur Sveinsson skósmiður fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1916. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 29. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrikka Viktoría Jensen frá Eskifirði, f. 1868, d.
MeiraKaupa minningabók
FJÁRMÁLARÁÐHERRA lagði í gær fram frumvarp sem felur meðal annars í sér tvenns konar breytingar á reglum um reikningsskil fyrirtækja og er gert ráð fyrir að breytingarnar muni gilda frá næstu áramótum.
Meira
NEFND sem fjallaði um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar telur að miklir möguleikar séu á því að auka verðmætasköpun í fiskvinnslunni og það sé hægt að gera á margan hátt.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 5. október, er fimmtug Iðunn Angela Andrésdóttir, kaupmaður, Fjölnisvegi 16, Reykjavík. Iðunn tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu frá kl. 19 í...
Meira
50 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 6. október, verður fimmtugur Grétar Árnason, Þrastargötu 11, Reykjavík. Eiginkona hans er Elísabet Jónsdóttir . Þau taka á móti ættingjum og vinum á morgun, laugardag, frá kl. 11 fh. til kl.
Meira
85 ÁRA og 50 ÁRA afmæli. Nk. fimmtudag, 11. október, verður 85 ára Sólveig Sigrún Oddsdóttir og 13. september sl. varð Jón Hjálmarsson fimmtugur. Í tilefni þessa vilja þau bjóða vinum og ættingjum að fagna þessum tímamótum með sér sunnudaginn 7.
Meira
NÝKRÝNDIR bikarmeistarar í sveit Orkuveitu Reykjavíkur mættu sveit Þriggja Frakka í undanúrslitum í jöfnum og spennandi leik, sem endaði með 15 IMPa sigri Orkuveitunnar, 95-80.
Meira
Gleddu þig, litla lambið mitt, lífið er svo bjart. Þú átt mikinn óska auð, af yndisvonum margt. Ekki hefirðu ennþá reynt ást né þunga sorg. Hugur þinn er himneskt land, hjartað lokuð borg. Gættu þín, litla lambið mitt, lánið er svo valt.
Meira
Í dag er föstudagur 5. október, 278. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.
Meira
Báðir hóparnir eru samkvæmt þessu sekir um leti, í öðru tilvikinu á letin að leiða til bágra kjara en í hinu færir hún letingjunum pólitísk völd. Í öðru tilvikinu er flokkað eftir kynþætti, í hinu eftir kynferði.
Meira
STAÐAN kom upp í netkeppni taflfélaga á Norðurlöndum. Þröstur Þórhallsson (2.456) hafði svart gegn Bjarke Kristensen (2.387). Svartur hefur augljósa stöðuyfirburði, en hvernig á hann að brjótast í gegn? 24. ...Rxg2! 25. Kxg2 Dg5+ 26. Kh1 Dh5 27.
Meira
VÍKVERJA rennur það til rifja þegar hann gengur um sum eldri hverfi borgarinnar, t.d. Melana, Hlíðarnar, Norðurmýrina og Teigana, hversu illa hefur verið farið með eitt helzta stíleinkenni margra húsa frá árunum 1935-1955, sem er steypti þakkanturinn.
Meira
ÞAÐ kostar sitt að halda úti liðum í efstu deildum í boltaíþróttum innanhúss. Félögin hafa löngum kvartað undan miklum kostnaði vegna dómara en í lauslegri samantekt kemur í ljós að allt að 80 fullorðna áhorfendur þar til að standa straum að dómarakostnaði vegna leikja í efstu deild.
Meira
TVEGGJA ára samningur Atla Eðvaldssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, við Knattspyrnusambands Íslands, rennur út eftir leikinn við Dani á Parken á morgun.
Meira
Grimmur varnarleikur og góð markvarsla Stjörnumanna slógu Eyjamenn hressilega út af laginu þegar liðin mættust í Eyjum í gærkvöldi. Sigur Garðbæinga var virkilega verðskuldaður, 25:27.
Meira
ÍSLENSKA ungmennalandsliðið mætir Dönum í lokaleik sínum í undankeppni Evrópumótsins klukkan 17 í dag og fer leikurinn fram í Óðinsvéum. Tékkar hafa þegar borið sigur úr býtum í riðlinum - eru með 24 stig, Búlgarar er öruggir með annað sætið en þeir hafa hlotið 19 stig.
Meira
ÞAÐ má með sanni segja að íslenskir knattspyrnumenn hafi upplifað gleði og sorg á þjóðaleikvangi Dana í Kaupmannahöfn - Parken, sem hét eitt sinn Idrætsparken. Nýi leikvangurinn er byggður upp á þeim gamla, allt var rifið á gamla vellinum nema ein stúkan - völlurinn var byggður upp og er mannvirkið afar glæsilegt.
Meira
"ÞAÐ er einkar jákvætt út frá sjónarmiði íslenska landsliðsins í handknattleik að flestir leikum við mjög vel með okkar liðum í þýska handknattleiknum um þessar mundir," sagði Patrekur Jóhannesson, fyrirliði Essen og landsliðsmaður, aðspurður hvort það myndi ekki hafa hvatt landsliðið hversu vel hann og fleiri Íslendingar léku í þýska handknattleiknum um þessar mundir, en í byrjun næsta árs verður landsliðið í eldlínunni í Evrópukeppninni í Svíþjóð.
Meira
* KRISTINN Björnsson , skíðamaður frá Ólafsfirði , tognaði á hné á æfingu í Pitztal í Austurríki í fyrradag með þeim afleiðingum að hann verður frá æfingum í 3-4 vikur.
Meira
* ÓLAFUR Stefánsson var markahæstur leikmanna Magdeburg , skoraði 11 mörk, þar af voru fimm úr vítakasti, þegar liðið lagði Har ald Þorvarðarson og samherja í Stralsunder HV í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í fyrrakvöld.
Meira
ÓLAFUR H. Kristjánsson þekkir nokkuð vel til danska landsliðsins í knattspyrnu en hann hefur verið viðloðandi dönsku knattspyrnuna undanfarin fjögur ár. Ólafur gekk í raðir danska úrvalsdeildarliðsins AGF í Árósum árið 1997 en fyrir þann tíma hafði hann leikið á Íslandi, fyrst með FH og síðan KR.
Meira
Það hefði verið alveg frábært að mæta í leikinn við Dana undir öðrum kringumstæðum en fyrst við töpuðum fyrir N-Írum er þetta bara spurning um að spila fyrir stoltið.
Meira
FYLKIR varð bikarmeistari í knattspyrnu á Laugardalsvelli um helgina. Fylkir lagði Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, í vítaspyrnukeppni. "Leiðin að þessum sigri var alveg ótrúlega erfið," sagði Bjarni Jóhannsson , þjálfari Fylkis.
Meira
5. október 2001
| Daglegt líf (blaðauki)
| 1192 orð
| 1 mynd
STUÐNINGSHÓPURINN bjargaði algjörlega geðheilsu minni. Þar fékk ég tækifæri til þess að tala um reynslu mína við fólk sem mér fannst skilja mig betur en flestir aðrir.
Meira
ÍSLANDS-MEISTARAMÓTIÐ í Boccia verður haldið á Ísafirði í dag og á morgun. Það er Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði sem sér um framkvæmd þess. Keppendur eru um hundrað og áttatíu að sögn Ólafs Magnússonar framkvæmdastjóra Íþróttasambands...
Meira
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson , bauð stjórn og félögum í Tipp topp í Hinu húsinu til Bessastaða á sunnudaginn. Um sjötíu manns þáðu boðið. Benedikt Garðarsson , formaður Tipp topp, sagði að forsetinn hefði sýnt þeim bústaðinn.
Meira
5. október 2001
| Daglegt líf (blaðauki)
| 1345 orð
| 1 mynd
FORELDRAR hafa gjarnan haft orð á því að fáir geri sér grein fyrir því hversu langan tíma taki að jafna sig á því að missa andvana fætt eða mjög lítið barn.
Meira
5. október 2001
| Daglegt líf (blaðauki)
| 1050 orð
| 1 mynd
GEIR H. HAARDE fjármálaráðherra lagði fram frumvarp til fjárlaga á fyrsta degi Alþingis. Frumvarpið byggist á að hagvöxtur aukist á næstu árum og verðbólga verði lítil. Gert er ráð fyrir miklum hagnaði af sölu ríkiseigna.
Meira
SIGURFÖR eins vinsælasta og útbreiddasta orðaleiks allra tíma hófst 21. desember árið 1913 í Bandaríkjunum. Þann dag kom krossgátan í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir í sunnudagsútgáfu The New York World við mikinn fögnuð lesenda.
Meira
5. október 2001
| Daglegt líf (blaðauki)
| 414 orð
| 4 myndir
GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti setti stjórn talibana í Afganistan útslitakosti á þriðjudag. Annaðhvort yrði stjórnin að framselja Osama bin Laden eða taka afleiðingunum. Tony Blair , forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng.
Meira
STJÓRN Flugleiða samþykkti mikinn niðurskurð á starfsemi sinni eftir voðaverkin í Bandaríkjunum. Ferðum fækkar, einkum til Bandaríkjanna. Fjölmörgu starfsfólki hefur verið sagt upp. Þá hækkuðu flugfargjöld í byrjun þessa mánaðar um...
Meira
5. október 2001
| Daglegt líf (blaðauki)
| 1167 orð
| 1 mynd
VAÐ ertu að segja! Er ég uppáhaldskennarinn þinn? Ekki vissi ég það," sagði Anna María Gunnarsdóttir íslenskukennari og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. "Ég hélt að hér ætti að ræða um áfangakerfið," sagði hún ennfremur og hló.
Meira
GEORGE W. BUSH hefur lýst yfir því að Palestínumenn eigi rétt á að stofna eigið ríki. Á móti verði þeir að virða tilverurétt Ísraelsríkis. Stjórn Ísraels og heimastjórn Palestínumanna sömdu nýlega um að vinna að vopnahléi.
Meira
ALÞINGI Íslendinga var sett 1. október. Þingsetning hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Síðan var gengið í þinghúsið. Halldór Blöndal var kjörinn forseti Alþingis. Ólafur Ragnar Grímsson , forseti Íslands, flutti ávarp við þingsetninguna.
Meira
5. október 2001
| Daglegt líf (blaðauki)
| 805 orð
| 17 myndir
Í HERBERGI einu við Ægisíðuna í Reykjavík situr Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og hannar nýjustu línuna fyrir La Perla tískuhúsið á Ítalíu.
Meira
5. október 2001
| Daglegt líf (blaðauki)
| 757 orð
| 2 myndir
MIKILL áhugi er hér á landi fyrir Formúlu 1-kappakstrinum. Á Netinu er starfræktur formúluvefurinn Formula.is sem svalar fróðleiks- og fréttafýsn áhugamanna.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.