BANDARÍKJAHER hélt uppi hörðum loftárásum á skotmörk í Afganistan í gær, eftir hlé á árásum vegna heilags dags múslima á föstudag. Ótti við sýklahernað fer nú vaxandi í Bandaríkjunum, eftir að fjórða tilfelli miltisbrandssýkingar greindist í New York.
Meira
SIGURGLEÐIN varð norður-kóreskum knattspyrnumönnum að falli í heimsmeistarakeppninni árið 1966, en þeim var varpað í fangabúðir eftir heimkomuna vegna "ósæmandi fagnaðarláta", að því er fram kemur í nýrri bók.
Meira
BRESKUR ráðherra sagði í gær að bandamenn hefðu ekki í hyggju að gera allsherjar innrás í Afganistan. Landhernaður væri hins vegar líklegur en þá yrði treyst á takmarkaðar aðgerðir.
Meira
VARNARMÁLARÁÐHERRA Úkraínu viðurkenndi í gær að úkraínski herinn ætti sök á því að Tu-154-flugvél á leið frá Tel Aviv til Novosibirsk hrapaði í Svartahaf 4. október sl.
Meira
*118 manns fórust við árekstur tveggja flugvéla á Linate-flugvelli í Mílanó á mánudag. Farþegaþota frá SAS-flugfélaginu rakst á litla þýska einkavél af gerðinni Cessna í þann mund er hún var að taka á loft.
Meira
SAUÐFJÁRSLÁTRUN í ágúst var talsvert minni í ágústmánuði en í sama mánuði í fyrra. Í ágúst sl. féllu til 155 tonn af kindakjöti sem er 22% minna en í sama mánuði í fyrra. Tæplega helmingur sláturfjár féll til hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Meira
UPPSELT hefur verið á nær allar sýningar í svokölluðum lúxussölum Sam-bíóanna við Álfabakka og Smárabíós í verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. Forráðamenn Smárabíós hafa einnig ákveðið að hækka aldursmörk á kvöldsýningum kl. 20 og 22 upp í 18 ár.
Meira
ÓTTI meðal almennings í Bandaríkjunum hefur aukist mjög í kjölfarið á því að fjórða tilfellið af miltisbrandi hefur greinst og yfirvöld hafa varað við því að eiga megi von á frekari hryðjuverkum.
Meira
ATVINNUREKENDUR vilja fækka starfsfólki um 230 manns, samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandinu septembermánuði, og fram kemur að fram á mitt næsta ár mun draga enn frekar úr eftirspurn eftir vinnuafli eða um rúmlega 3%.
Meira
REIKNA má með að áhrif af þeirri breytingu á ferskvatnsrennsli til sjávar í Héraðsflóa, sem fyrirhuguð virkjun veldur, verði lítil á strauma úti fyrir Austfjörðum, segir m.a.
Meira
SAMTÖK hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens ráða trúlega yfir frumstæðum efnavopnum en búa ekki yfir þeirri tækni, sem nauðsynleg er til að beita þeim.
Meira
Árásir á Afganistan BANDARÍKJAMENN og Bretar hófu aðfaranótt sunnudags árásir á hernaðarskotmörk og stöðvar hryðjuverkamanna í Afganistan, með það að markmiði að uppræta hryðjuverkasamtök sádí-arabans Osama bin Ladens, sem grunaður er um að bera ábyrgð á...
Meira
Guðjón Bergmann er fæddur 24. desember 1972 í Reykjavík. Hann nam jógafræðin hjá Shanti Joga Institute og Jóga stúdíó ehf. Guðjón hefur einnig numið jóga þerapíu hjá Joseph Le Page.
Meira
Fermingarmessa í Keflavíkurkirkju Rangar upplýsingar bárust frá Keflavíkurkirkju vegna sunnudagsmessu og birtust hér í blaðinu í gær: Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Undirleikari í sunnudagaskóla: Helgi Már Hannesson.
Meira
FUNDIR kirkjuþings verða settir næstkomandi mánudag en meðal mála sem þar verða rædd er tillaga um stofnun Lindasóknar og Lindaprestakalls í Kópavogi, sameiningu Barðastrandarprófastsdæmis og Ísafjarðarprófastsdæmis og kynnt verður lagafrumvarp dóms- og...
Meira
RÖGNVALDUR J. Sæmundsson M.Sc. heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, 3ju hæð, þriðjudaginn 16. október kl. 12.05. Fyrirlesturinn fjallar um rannsóknir á uppvexti tæknifyrirtækja sem hann hefur stundað við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg.
Meira
"HÉR munum við tengja nútíð og framtíð við fortíð" sagði Elín Sigurðardóttir formaður stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi þegar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við safnið síðastliðinn...
Meira
*FYRSTU fjórhliða viðræður fulltrúa Íra, Breta, Færeyinga og Íslendinga fóru fram í Reykjavík á fimmtudag. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði viðræðurnar tímamót og að annar fundur hefði verið ákveðinn á næstunni.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að 23 ára karlmaður skuli sæta 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið vörum úr verslun í Reykjavík og þar með rofið skilorð dóms frá júní 1999.
Meira
FLUGHÁLT var víða á vestanverðu landinu í fyrrinótt og í gærmorgun og má rekja fjölda umferðaróhappa til hálkunnar. Lögreglan minnir þó á að orsakir þeirra séu ekki síður þær að ökumenn hafi ekki ekið í samræmi við aðstæður.
Meira
MÖTUNEYTI fyrir grunnskólabörn í Borgarnesi er orðið að veruleika. Hugmyndin varð til í vor og síðsumars var gengið til samninga við Pétur Geirsson, eiganda Hótels Borgarness. Mötuneytið tók til starfa 1.
Meira
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ, Landsnefnd Alþjóðaverslunarráðsins og Útflutningsráð Íslands standa fyrir námstefnu um samninga í alþjóðlegum viðskiptum hinn 17. október kl. 8.15-12 í Galleríi á Grand hóteli Reykjavík.
Meira
VON er nú í október á Brittu Kroggel, sem er starfsmaður hjá Klaus Wagner, sem er fyrrverandi heimsmeistari í blómaskreytingum og útgefandi að blómaskreytingarblaði í Þýskalandi, Profil Floral.
Meira
ÓSKAR Jósefsson, sviðsstjóri rekstrarráðgjafar ráðgjafafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers, hefur verið ráðinn tímabundið í starf forstjóra Landssíma Íslands í stað Þórarins V. Þórarinssonar. Óskar hefur stýrt mati og söluferli á Landssímanum.
Meira
SJÓSLYSANEFND telur að sennilegasta skýringin á því að sjór lak inn í lest Ingimundar gamla HU 65, sem sökk á Húnaflóa hinn 8. október í fyrra, sé sú að rusl hafi safnast fyrir við dælu með þeim afleiðingum að hún varð óvirk.
Meira
ARKITEKTAFÉLAG Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands halda ráðstefnu nk. fimmtudag 18. október kl. 9-16 á Grand Hótel Reykjavík. Á ráðstefnunni verður fjallað um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur aftur tekið fyrir kæru Félags hópferðaleyfishafa og sent annað erindi til Vegagerðarinnar og óskað eftir áliti hennar á nýjan leik.
Meira
ALLS 1.051 fleiri einstaklingar fluttust til landsins en frá því á fyrstu níu mánuðum ársins, að því er fram kemur í gögnum Hagstofu Íslands. Í þeim kemur fram að alls 3.860 einstaklingar hafa flutt til landsins frá janúar til september sl. en alls 2.
Meira
HVÍTAR hlíðar Esjunnar blöstu við þegar borgarbúar fóru á fætur í gærmorgun og minntu á að veturinn er skammt undan. Það er þó viðbúið að snjóinn taki upp innan tíðar enda eru umhleypingar fastur liður í vetrarkomunni.
Meira
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti 11 ára dreng, sem hafði hlotið höfuðáverka, á Rif á Snæfellsnesi í fyrrakvöld. Hann reyndist ekki vera alvarlega slasaður, en gisti á barnadeildinni.
Meira
RÚMLEGA 200 manns mættu á fund í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gærmorgun þar sem tekist var á um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum í tengslum við 33. landsfund flokksins sem fram fer í Laugardalshöll og lýkur síðar í dag.
Meira
HAFNAR eru tilraunaútsendingar á vegum nýrrar sjónvarpsstöðvar, Stöðvar 1. Sent er út á hefðbundnu dreifikerfi, þ.e. allir sem hafa hefðbundin loftnet munu geta numið merki stöðvarinnar.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness telur óheppilegt að hjón eða sambúðarfólk í lögreglunni starfi saman að frumrannsókn lögreglumáls og standi ein að kæru í opinberu máli, eins og gert var í máli sem kom fyrir dóminn og endaði með sýknu á miðvikudag.
Meira
RÁÐNIR hafa verið yfirlæknar lyflækninga krabbameina og geislameðferðardeildar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Sigurður Björnsson er yfirlæknir lyflækninga og Þórarinn E. Sveinsson yfirlæknir geislameðferðardeildar.
Meira
FERÐAMÁLARÁÐ hefur látið vinna bækling um Ísland sem var prentaður í Slóveníu og eru íslenskir prentarar margir hverjir ósáttir við að íslensk prentsmiðja hafi ekki verið fengið til verksins, þar sem eitt af hlutverkum Ferðamálaráðs er að stuðla að...
Meira
ÚTGÁFA nýrra ökuskírteina hefst hjá ríkislögreglustjóra á mánudag, en undirbúningur að framleiðslu nýju skírteinanna hefur staðið yfir frá því á síðasta ári.
Meira
SVEITARSTJÓRN Biskupstungna gekkst fyrir vegahátíð þriðjudaginn 9. október í tilefni þess að framkvæmdum er lokið við uppbyggingu vegar frá bænum Heiði að Múla sem er síðasti áfangi að lagningu bundins slitlags að Geysi.
Meira
VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð í Bessastaðahreppi samþykkti á aðalfundi sínum 27. september ályktun um undirbúning sveitarstjórnarkosninganna á komandi vori, þar sem m.a.
Meira
VÍÐTÆK Íslandskynning í tengslum við EXPO East matvælasýninguna í Washington og opnun sýningar Listasafns Íslands í Corcoran-safninu þessa helgi þykir hafa farið vel af stað.
Meira
ÞRÍR farþegar með vél Flugleiða til Minneapolis voru handteknir við komuna þangað um miðnætti í gærkvöld að íslenskum tíma. Þau höfðu verið með drykkjulæti um borð í flugvélinni og óskaði flugstjóri vélarinnar eftir aðstoð yfirvalda í Minneapolis.
Meira
Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru merkilegur þverskurður af þjóðfélagi okkar. Það sannast enn einu sinni á þeim landsfundi, sem nú stendur yfir og þá ekki sízt í umræðum um sjávarútvegsmál.
Meira
Það er einkar ánægjulegt að skipulagsnefnd Reykjavíkur hafi komizt að þeirri niðurstöðu að skipuleggja skuli Vatnsmýrarsvæðið sem eina heild og efna til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um rammaskipulag fyrir svæðið.
Meira
Enn einu sinni hafa verið lagðar fram tillögur á Alþingi um afnám einokunar ríkisins á sölu áfengis. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu í þessari viku fram frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak.
Meira
ÍTALSKIR fornleifafræðingar vinna um þessar mundir að því að rannsaka einstaka galeiðu sem þeir vonast til að upplýsi þau leyndarmál feneyskra skipagerðarmanna sem veittu feneyska ríkinu La Serenissima sterka stöðu meðal ríkja Miðjarðarhafs öldum saman.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Vigfúsi Ingvarssyni, tæknimanni RÚV: "Vegna skrifa tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins um Mozart-tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands vil ég benda gangrýnanda Morgunblaðsins, Ríkarði Ö.
Meira
Mikið er að gerast í tónlist vestanhafs þar sem menn bræða saman nýbylgjurokk, pönk og sveitatónlist. Árni Matthíasson segir frá útgáfunni Lost Highway og Lucindu Williams.
Meira
BJÖRNINN BUMBUMIKLI, Bangsímon, fagnar á sunnudaginn 75 ára afmælisdegi sínum. Aldurinn hefur þó ekki sett mark sitt á bangsann góðlega sem á rætur að rekja til Hartfield rétt fyrir utan London, en skapari Bangsímons, A.A.
Meira
KASA-hópurinn, eða Kammerhópur Salarins, verður með tónleika í Tíbrárröð Salarins í dag kl. 16.30. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Mozart. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari er einn af stofnfélögum Kasa.
Meira
Leikstjóri og handritshöfundur: Woody Allen. Aðalhlutverk: Tracy Ullman, Woody Allen, Michael Rapaport, Elaine May, Tony Darrow og Hugh Grant. 94 mín. Sweetland Films 2000.
Meira
Leikkonan og söngkonan Stephanie Che frá Hong Kong er stödd hér á landi við tökur á kvikmyndinni Maður eins og ég. Skarphéðinn Guðmundsson drakk með henni morgunkaffi fyrir erfiðan tökudag.
Meira
KVARTETT Kára Árnasonar trommuleikara heldur tónleika á Café Ozio í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30. Með Kára spila Sigurður Flosason á saxófón, Ómar Guðjónsson á rafgítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.
Meira
NÚ stendur yfir í Bókasafni Kópavogs sýning á vatnslitamyndum eftir Jóhönnu Stefánsdóttur myndlistarmann. Jóhanna stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum árin 1986-1990 og útskrifaðist úr textíldeild. Sýningin stendur út...
Meira
Norræna húsið Sunnudagur Kl. 11-17: Sögutjald þar sem börn yngri en sjö ára fá að segja "frænku" sögur. Frænkan aðstoðar börnin við að skrá sögur sínar. Sögutjaldið verður sett upp í anddyri Norræna hússins. Kl.
Meira
* Hugleiðingar um frumspeki er eftir René Descartes í þýðingu Þorsteins Gylfasonar , sem einnig ritar inngang og skýringar. Þetta rit franska heimspekingsins Descartes (1596-1650), er eitt höfuðverk vestrænnar heimspeki.
Meira
* FACE to face hefur að geyma landslagsljósmyndir Magnúsar Ó. Magnússonar. Myndirnar eru teknar að sumri til árin 1999 og 2000 á ferðum hans vítt og breitt um landið. Texti með myndunum er á fimm tungumálum; íslensku, norsku, ensku, þýsku og frönsku.
Meira
BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, afhenti á föstudag Leikfélagi Reykjavíkur nýjan sal til afnota fyrir leiklistarstarfsemi.
Meira
Ágúst Pétursson: Á bernskuslóð, Þórður sjóari, Gleym-mér-ei, Æskuminning, Ég mætti þér, Bærinn minn, Óskastund, Landsýn, Ó, komdu nú í kvöld, Pólstjarnan, Harpan ómar, Hittumst heil, Harmonikumars, Fram og til baka, Þorrablót.
Meira
MIKILL áhugi er á fjölskyldusýningum á Töfraflautunni í Íslensku óperunni, þar sem Papagenó (Ólafur Kjartan Sigurðarson) kynnir yngri áhorfendunum verkið áður en sýning hefst.
Meira
SJÖTTU alþjóðlegu myndlistarkaupstefnunni í Berlín, Art Forum Berlin, lauk í vikunni, og var íslenska galleríið i8 meðal þeirra 172 gallería sem tóku þátt í kaupstefnunni.
Meira
RANNSÓKNARKVÖLD Félags íslenskra fræða verður haldið í Sögufélagshúsinu í Fischersundi á miðvikudagskvöld kl. 20.30. Davíð Ólafsson sagnfræðingur flytur erindi sem nefnist "Vesturferðir í persónulegum heimildum".
Meira
VERA Sörensen listamaður verður með sýnikennslu í olíumálun í Gallerí Reykjavík á morgun, mánudag, kl. 15-18. En nú stendur yfir sýning Veru í galleríinu og lýkur henni laugardaginn 27. október. Gallerí Reykjavík er opið mánudaga - föstudaga frá kl.
Meira
Á ÆVINTÝRASÝNINGU "Kattar úti í mýri ..." í Norræna húsinu er meðal annars Söguherbergi, þar sem sagðar verða sögur annað slagið meðan á sýningunni stendur.
Meira
VEGNA 15 ára afmælis Söngfugla, kórs félagsstarfs aldraðra í Reykjavík, verður kórinn með söngskemmtun í Ráðhúsi Reykjavíkur, í dag, sunnudag, kl. 15.30. Kórfélagar eru í kringum 50 og koma víða við í lagavali sínu.
Meira
LEIÐSÖGN á táknmáli auk hefðbundinnar leiðsagnar verður í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum í dag kl. 15. Farið verður um sýningu Kristjáns Guðmundssonar sem opnuð var fyrir tæpum...
Meira
EITTHVERT lánleysi virðist vera yfir þeim leikritum sem hlutskörpust urðu í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins á síðasta ári í tilefni af 50 ára afmæli leikhússins.
Meira
Leikstjóri og handritshöfundur: Baz Luhrman. Tónskáld: Craig Armstrong. Tónlistarstjórnun: Marius DeVries. Kvikmyndatökustjóri: Donald M. McAlpine. Kóreógrafía: John O'Connell. Búningar: Catherine Martin, Angus Strathie. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ewan McGregor, Jim Broadbent, John Leguizamo, Richard Roxburgh. Sýningartími 110 mín. Bandarísk. 20th Century Fox. 2001.
Meira
Áður hefur verið minnzt á nafnorðið ártíð í þessum pistlum og merkingu þess. Trúlega virðist sá pistill því miður hafa farið framhjá þeim blaðamanni Mbl., sem skrifaði í blaðið 30. sept. sl.
Meira
Í MARKAÐSÞJÓÐFÉLAGI verður hagkvæm nýting auðlinda yfirleitt ofan á og eru nytjar sjávar við Ísland þar engin undantekning. Það er svo samningsmáttur aðila sem stjórnar því hvernig arðinum af nýtingu þessara auðlinda er skipt.
Meira
AÐ FULLYRÐA að loftárásirnar á Afganistan séu óhjákvæmilegar nær engri átt. Það fer ekki hjá því að þær muni valda þjáningum og dauða fjölda almennra borgara í Afganistan.
Meira
Þegar vel er gert UNDIRRITUÐ rekur lítið fyrirtæki austan heiðar og fjárfesti í tölvubúnaði snemmsumars hjá Gagnabanka Íslands/Netheimum og voru það fyrstu kynni mín af því fyrirtæki.
Meira
Þær tölur sem hér hafa verið tilfærðar um skuldir opinberra aðila sanna ekki sekt sveitarfélaganna og ábyrgð þeirra á ofþenslu, segir Sigurður Snævarr í svari við ummælum seðlabankastjóra í fréttum.
Meira
Atli Helgason fæddist í Kaupmannahöfn 7. júlí 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 1. október.
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Símonarson sjómaður fæddist 20. nóvember 1911 í Keflavík. Hann lést 2. október síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar Guðjóns voru hjónin Símon Guðmundsson og Halldóra Einarsdóttir. Systkini Guðjóns eru Guðmundur, Sigrún, Björn, Eyjólfur, Ísleifur, Viggó, Gústaf, Móna, Margrét og Einar. Eiginkona Guðjóns var Soffía Sigurðardóttur og eru börn þeirra Baldur, Gróa og Sigurður. Útför Guðjóns fór fram frá Fossvogskirkju 11. október.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Gunnlaugsson fæddist á Reynihólum í Miðfirði 8. janúar 1911. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Eiríksson bóndi á Reynihólum, f. 2.12. 1879, d. 19.10. 1947, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Hreinn Þorsteinn Garðarsson fæddist í Reykjavík, 4. maí 1929. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 7. október síðastliðinn. Foreldrar Hreins voru Garðar Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður og alþingismaður, f. 29.10. 1898, d. 29.5.
MeiraKaupa minningabók
Ingimundur Guðmundsson fæddist á Tannanesi í Önundarfirði 8. desember 1917. Hann lést í Landspítalanum í Fossvogi 24. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 3. október.
MeiraKaupa minningabók
Lárus Jón Engilbertsson fæddist í Súðavík 23. maí 1924. Hann lést í Landspítalanum í Fossvogi 11. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 18. september.
MeiraKaupa minningabók
Selma Jóhannsdóttir fæddist 4. júlí 1973 í Reykjavík og sonur hennar, Gabríel Elí Brynjarsson, fæddist 3. október 1998 í Reykjavík. Þau létust af slysförum, hann 8. september og hún 10. september síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og fór útför þeirra fram frá Hallgrímskirkju 14. september.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Bogadóttir fæddist í Varmadal á Rangárvöllum 29. júní 1907. Hún lést á heimili sínu, Rauðarárstíg 24, Reykjavík, 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 18. september.
MeiraKaupa minningabók
Sigurbjörg P. Sigurhannesdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1931. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimili Grund 7. október síðastliðinn. Foreldrar Sigurbjargar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Ámundakoti í Fljótshlíð, f. 3.6. 1904, d. 16.7.
MeiraKaupa minningabók
ÞAÐ er kannski ekki efst á óskalista fólks á tímum hernaðaraðgerða í Miðausturlöndum að sitja í flugvél nálægt þeim slóðum. Þótt ástandið sé ótryggt nú er þó um að gera að halda áfram að láta sig dreyma um framandi lönd og spennandi staði.
Meira
Fornbílaformúlan er að verða árviss viðburður í Bretlandi eftir langt hlé. Hellen Linda Drake fylgdist með athyglisverðum kappakstri fornbíla og kynnti sér sögu jarlsins af Goodwood.
Meira
MIKILL afsláttur er gefinn af gistingu á þekktum hótelum í New York um þessar mundir, samkvæmt travel-news.org. Eitt dæmið er Waldorf Astoria, þar sem veruleg verðlækkun hefur verið gerð til þess að glæða viðskiptin, í kölfar hryðjuverkanna í New York.
Meira
SVO virðist sem akstur hafi sáralítil áhrif á heilastarfsemi manna. Vísindamenn hjá DaimlerChrysler hafa komist að raun um að hugur ökumanna er nánast í hvíld meðan ekið er en engu að síður geta þeir stjórnað bíl án vandræða.
Meira
Tíu þúsund lesendur ferðablaðsins Traveller eru sammála um að besta hótel veraldar sé að finna á eynni Langkawi í Malasíu, samkvæmt netavisen.no.
Meira
Húsagarðarnir og bakhúsin í austurhluta Berlínar hafa í mörgum tilvikum verið gerð upp í upprunalegum stíl. Laufey Guðnadóttir gekk gegnum port og garða og segir hér frá kaffihúsum, verslunum og skemmtilegum vettvangi ýmiss konar lista- og menningarstarfsemi.
Meira
UM 18 milljónir manna fara árlega um Kaupmannahafnarflugvöll, Kastrup, og í hverjum þeirra býr hugsanlegur kaupandi. "Sýndu mér í pokann og ég skal segja þér hvaðan þú ert," segir berlingske.dk.
Meira
FJÖLDI mikið breyttra jeppa var sýndur á jeppasýningu Ferðaklúbbsins 4x4 í Laugardalshöll í síðustu viku. Allir helstu jeppar landsins voru þar samankomnir en lítil aðsókn olli engu að síður skipuleggjendum sýningarinnar vonbrigðum.
Meira
Vél: 2.997 rsm, sex strokkar, 24 ventlar VVTi. Afl: 213 hestöfl við 5.800 sn./mín. Tog: 288 Nm við 3.800 sn./mín. Drifbúnaður: Afturdrifinn, 4ra þrepa sjálfskipting með handskiptingu í stýri. Fjöðrun: Gaffalfjöðrun að framan og aftan, sportfjöðrun.
Meira
LEXUS, lúxusbílaarmur Toyota, hefur komið sér fyrir á markaði hérlendis eins og kunnugt er. Söluhæsti bíllinn í breiðri línu lúxusbíla frá fyrirtækinu er IS200 stallbakurinn, en fyrstu átta mánuði ársins seldust 33 slíkir bílar en 39 allt árið í fyrra.
Meira
RENAULT afhjúpaði sitt fyrsta hugmyndamótorhjól á alþjóðlegu vélhjólasýningunni í París. Hjólið, sem kallast Ublo, er afrakstur samstarfs hönnunardeildar Renault og tækni- og sportdeildar fyrirtækisins.
Meira
Þeir sem hafa áhuga á bókum og kvikmyndum með sannsögulegu ívafi um síðari heimsstyrjöldina þar sem leit að dulmálslyklum er veigamikill þáttur í atburðarásinni ættu ekki að láta dulmálssafn Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í Fort Meade í Maryland...
Meira
EIN af þeim tækninýjungum sem eiga eftir að setja mark sitt á bílaframleiðslu á næstu árum er sex þrepa sjálfskipting ZF Friedrichshafen, sem kynnt var í nýjum BMW 7 í Frankfurt á dögunum.
Meira
ÞRÁTT fyrir miklar álögur á innflutta bíla, virðist bílverð hérlendis í mörgum tilfellum vera samkeppnisfært við bílverð í Evrópu. Ef borið er saman verð á Toyota Yaris 1.0 þrennra dyra, sem kostar hérlendis 1.128.000 kr.
Meira
Bhútan í Himalaja-fjöllum liggur milli Tíbet, Kína og Indlands og hefur verið kallað land friðsama þrumudrekans, lifandi aldingarður og síðasta jarðneska paradísin. Ferðaþjónusta Bhútan lýtur ströngum lögmálum og einungis 7.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Vélaland hefur flutt starfsemi sína í Dverghöfða, við hlið Bílabúðar Benna, úr Skeifunni og jafnframt hafa MD Vélar verið sameinaðar fyrirtækinu.
Meira
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á lúxusferð til Taílands 20. janúar til 4. febrúar. Flogið er frá Keflavík 20. janúar gegnum Kaupmannahöfn og komið til Bangkok í Taílandi um kaffileytið næsta dag. Hinn 24.
Meira
50 ÁRA afmæli. Á morgun mánudaginn 15. október verður fimmtugur Pálmar Þorgeirsson, eigandi flutningafyrirtækisins Flúðaleiðar ehf., Vesturbrún 15, Flúðum, Hraunamannahreppi .
Meira
Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 8. okt. sl. lauk fjögurra kvölda tvímenningi. Spilað var á ellefu borðum. Í efstu sætum urðu eftirtaldir: NS Eyjólfur Jónsson, Páll Sigurjónsson, Sigþór Haraldsson 1.026 Ólafur Oddsson - Meyvant Meyvantss. 1.
Meira
Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á tíu borðum að Gullsmára 13 fimmtudaginn 11. október sl. Miðlungur 168. Efst vóru: NS Karl Gunnarson - Kristinn Guðmundss. 217 Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. 185 Sigurberg Sigurðss. - Björn...
Meira
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lifandi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6.
Meira
Í dag er sunnudagur 14. október, 287. dagur ársins 2001. Kalixtusmessa. Orð dagsins: Ávítur fá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja.
Meira
MIÐVIKUDAGINN 17. október nk. mun hefja göngu sína sorgarúrvinnsluhópur sem starfar undir handleiðslu presta Garðaprestakalls. Mun hópurinn starfa á miðvikudagskvöldum frá kl. 20:00 til 21:30 og er gert ráð fyrir átta skiptum.
Meira
(14. öld) Eigi má ek á ægi ógrátandi líta, sízt er málvinir mínir fyr marbakka sukku; leiðr er mér sjóvar sorti ok súgandi bára, heldr gjörði mér harðan harm, í unna...
Meira
KUNNINGI Víkverja var staddur í Kaupmannahöfn þegar haldið var upp á þrítugsafmæli Kristjaníu á dögunum, og gat því ekki annað en lagt leið sína þangað á þessum merku tímamótum.
Meira
Sjónvarpsstöðvar og tölvuleikir eru á meðal þess sem keppir um hylli barna nú á tímum og á jafnframt greiðastan aðgang að ómótuðum huga þeirra. Sigurður Ægisson fjallar hér um nauðsyn þess að halda á lofti kristnum gildum til að vega upp á móti óæskilegum áhrifum sem að börnum landsins steðja.
Meira
Stefán Karl Stefánsson er einn af okkar ungu upprennandi leikurum. Um síðustu helgi var frumsýnt leikritið Vatn lífsins þar sem hann fer með aðalhlutverkið. Hann er því um þessar mundir í þrem aðalhlutverkum í Þjóðleikhúsinu og er að æfa fyrir það fjórða. Hildur Einarsdóttir ræddi við hann um starfið og um einelti en Stefán Karl hefur unnið að því að kynna voveiflegar afleiðingar þess. Sjálfur var hann lagður í einelti sem barn og unglingur.
Meira
VÍNIÐ A Mano frá Púglíu á Suður-Ítalíu hefur áður verið til umræðu hér enda eitthvert mest heillandi vín sem rekið hefur á fjörur manns lengi, ekki síst þegar verðið er haft í huga.
Meira
HINN glæsilegi árangur, sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við áfengisbölvaldinn á undanförnum áratugum, hefir vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Fjöldi þeirra landsmanna, sem farið hefir í meðferð og snúið til betri vegar, eykst stöðugt.
Meira
Listin eykur lystina eða er það öfugt? Það er a.m.k. staðreynd að það þarf að höfða til hins sjónræna og gera augað svangt til þess að kveikja á bragðlaukunum.
Meira
Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur nú staðsett erfðavísa sem tengjast tveimur flóknum og erfiðum sjúkdómum, kvíðaröskun og offitu. Guðni Einarsson ræddi við Þorgeir Elís Þorgeirsson lífefnafræðing og Högna Óskarsson geðlækni sem stýrðu leitinni að kvíðageninu.
Meira
"Ég verð taugaóstyrkari með hverri mynd. Það endar væntanlega með því að ég þoli ekki að vera á eigin frumsýningum." Sá sem þetta segir í samtali við Árna Þórarinsson er Ágúst Guðmundsson, sá íslenskra kvikmyndaleikstjóra, sem reið á vaðið á "íslenska kvikmyndavorinu" fyrir rúmum 20 árum. Nú tekur á taugar Ágústs því ný mynd hans, Mávahlátur, eftir samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, verður frumsýnd næsta laugardag.
Meira
Tahltan-indíánar frá Bresku-Kólumbíu í Vestur-Kanada eru gestrisnir sögumenn sem teljast ýmist til hrafna eða úlfa. Sigursteinn Baldursson, sem nú hjólar frá norðurströnd Alaska til suðurstrandar Argentínu, tók á dögunum þátt í hátíðarhöldum ættbálksins.
Meira
Við Íslendingar erum miklir verkmenn og mikið fyrir að drífa í hlutunum, en kannski ekki eins umhugað um endanlegan árangur. Um þessar mundir er mikið byggt á Íslandi og þá auðvitað sérstaklega á svæðinu sem gjarnan er kennt við höfuðborgina.
Meira
Hljómsveitin Nýdönsk hefur gefið út nýjan disk, Pólfarir. Diskurinn var tekinn upp á þremur vikum á eyjunni Möltu og hljómsveitarmenn segja hann léttari og poppaðri en síðustu plötur þeirra.
Meira
Með þeim breytingum sem eiga sér stað í kvikmyndahúsunum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir fjölgar bíósölum úr 26 í 31 og sætaframboð eykst um 17%. Björn Jóhann Björnsson komst að því að enn frekari breytinga má vænta á þessum markaði á næstunni og samkeppnin mun aukast.
Meira
Öld er nú liðin frá stofnun Taflfélags Ísafjarðar og telst það til elstu taflfélaga landsins. Þeir Einar S. Einarsson, Guðfinnur R. Kjartansson og Matthías Kristinsson reifa hér sögu félagsins sem stofnað var af Þorvaldi Jónssyni lækni.
Meira
VIKA er nú liðin frá því að árásir hófust á Afganistan og lýsti George W. Bush Bandaríkjaforseti yfir því á fimmtudag að markmið Bandaríkjamanna væri að koma talibönum frá völdum um leið og hann sagði að verið væri að leggja helstu vígi þeirra í rúst.
Meira
Hér kemur skemmtilegur leikur sem bara þarf blað og blýant til að leika. Tveir og tveir spila saman. Teiknið ferhyrning á blað og skiptið honum í níu ferninga.
Meira
Á hverju árin eru veitt sérstök Barnabókaverðlaun. Fyrir stuttu hlaut bókin Sjáumst aftur... eftir rithöfundinn Gunnhildi Hrólfsdóttur þessi verðlaun. Sagan er um Kötlu sem er 12 ára og flytur til Vestmannaeyja.
Meira
ÍSLENDINGAR kalla sig bókaþjóð og eru mjög stoltir af þeim bókum sem Íslendingar hafa skrifað seinustu átta hundruð ár eða svo. Líka erum við montin af því að lesa fleiri bækur en nokkur önnur þjóð í heiminum.
Meira
MAÐUR skoðar ekki bara bækur á barnabókahátíðinni Köttur úti í mýri, nei og nei. Heldur lendir maður í ýmsum ævintýrum, hittir fyrir fyrirbæri úr sögum sem maður þekkir og kynnist nýjum furðufuglum. Eins og t.d. Tyggjókónginum Blöðru og frú hans.
Meira
Nafn: Halldór Bjarki Arnarson. Fæddur: 19. ágúst 1992. Skóli: Melaskóli. Halldór Bjarki fór með pabba sínum á opnun sýningarinnar Köttur úti í mýri og fannst mjög gaman.
Meira
Í dag er tvennt skemmtilegt á dagskránni í Norræna húsinu. Kl. 11.00 - 17.00 Í sérstöku sögutjaldi fá börn yngri en sjö ára að segja "frænku" sögur sem hún skráir niður. Lumar þú á góðri hugmynd? Láttu á það reyna! Kl. 14.
Meira
Þótt ótrúlegt megi virðast er mjög auðvelt að búa til sitt eigið keiluspil og setja upp litla keiluhöll í herberginu sínu. Það sem þið þurfið: * Nokkrar 2 lítra gosflöskur. * Límmiða, kreppappír, englahár, álpappír, skræptótt efni, o.sv.frv.
Meira
Á myndinni er Halldór með kornfleksköku en þær er mjög auðvelt að búa til og eru alveg nammigóðar. Setjið... * 75 grömm kókossmjör * 1-2 matskeiðar kakó * 3 desilítra flórsykur ... í skál og hrærið saman. Hellið saman við... * 5 desilítrum af kornfleks...
Meira
ERT þú kannski rithöfundur? Ertu búinn að skrifa margar sögur? Eða ertu kannski óuppgötvaður ritsnillingur sem aldrei hefur skrifað sögu en býrð yfir ótrúlegri frásagnargáfu?
Meira
FILMFOUR, kvikmyndaframleiðsludeild sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 í Bretlandi, hefur átt drjúgan þátt í þarlendri grósku í kvikmyndagerð undanfarin ár.
Meira
G ÆSAPARTÍ, ný íslensk bíómynd í fullri lengd, var tekin á aðeins sjö dögum, spunnin og leikin af ungum konum úr Borgarfirði. "Myndin er óður til íslenskra kvenna," segir Böðvar Bjarki Pétursson handritshöfundur og leikstjóri.
Meira
BANDARÍSKI gamanleikarinn Chris Kattan , sem þekktastur er sem fastur liður í sjónvarpsgríninu Saturday Night Live, er orðinn eftirsóttur í kvikmyndir.
Meira
hefur á ferli sínum oft tengst "Kónginum", Elvis Presley . Hann lék strákinn sem sparkaði í Elvis , í It Happened at the World Fair , frumraun sinni á tjaldinu, þá aðeins 10 vetra.
Meira
MEÐFRAMLEIÐENDUR íslensku bíómyndarinnar Mávahláturs , Archer Street í Bretlandi og Hope & Glory í Þýskalandi, eru að undirbúa gerð myndar um þýsku hryðjuverkakonurnar Ulrike Meinhof og Gudrun Ennslin .
Meira
Kvikmyndir byggðar á vinsælum skáldsögum hafa alla tíð þótt nokkuð örugg fjárfesting, jafnt hérlendis sem erlendis. "Bókin var betri" er algengari dómur um slík verk en öfugt. Stundum væri sanngjarnara að segja: "Myndin er öðruvísi," skrifar Árni Þórarinsson og segir frá álitamálum um Mandólín Corellis kafteins.
Meira
BRESKI leikarinn Clive Owen virðist vera að sækja í sig veðrið í kvikmyndaleik, en hann hefur verið áberandi í sjónvarpsþáttum undanfarin ár, lék m.a. rannsóknarlöggu með augnsjúkdóm í slíkri syrpu.
Meira
Ástralska leikkonan Nicole Kidman hefur verið með virtari leikkonum í Hollywood í seinni tíð. Kidman gat sér gott orð í áströlskum bíómyndum og sjónvarpsþáttum á unga aldri. Líkt og mörgum landa hennar reyndist henni auðvelt að laga sig að staðháttum í Hollywood enda þótt nokkur glæpagen séu í öllum Áströlum, skrifar Jónas Knútsson.
Meira
Rauða myllan, hið frumlega og litríka tónlistardrama Baz Luhrmanns, fjölgaði ekki litunum í hári þessa kraftmikla ástralska leikstjóra. Það gerði hann gráhærðan. Nú getum við séð og heyrt útkomuna, sem markar endurfæðingu dans- og söngvamyndarinnar.
Meira
ENN fjölgar þeim norrænu smellum, sem endurgerðir eru á enskri tungu. Rómantíska gamanmyndin Sá eini sanni eða Den eneste ene eftir danska leikstjórann Suzanne Bier náði miklum vinsældum í heimalandi hennar og víða á Norðurlöndum, m.a. hér á Íslandi.
Meira
"Mesta synd mannanna er að sitja á rassinum," sagði siðapostulinn. Er furða þótt ýmsir spái syndaflóði og heimsendi? Á meðan við bíðum milli vonar og ótta eftir þeim ósköpum er rétt að þakka fyrir það, hversu íslensk kvikmyndahús hafi gert þessa höfuðsynd miklu meira freistandi og aðlaðandi en áður var.
Meira
ÍTALSKI leikstjórinn Franco Zeffirelli var áberandi í kvikmyndaheiminum fyrr á árum, ekki síst með viðamikil tónlistardrömu, þótt hann sé trúlega þekktastur fyrir Shakespeare- myndir sínar frá 7.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.