TUGIR þúsunda gyðinga gengu um götur Jerúsalem í gærkvöldi og kröfðust þess að Ísraelsstjórn vísaði Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, brott frá palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Lögreglan áætlaði að 80.000 manns hefðu tekið þátt í kröfugöngunni.
Meira
BANDARÍSKAR herþotur gerðu í gær árásir á varnarstöðvar talibana norðan við Kabúl og Bandaríkjastjórn kvaðst vera tilbúin að greiða fyrir því að bandalag afganskra andstæðinga talibana, Norðurbandalagið, hæfi stórsókn í átt að höfuðborginni og fleiri...
Meira
HÓPUR rannsóknarmanna bjó sig í gær undir að fara um borð í flak rússneska kjarnorkukafbátsins Kúrsk, til að hefja rannsókn á orsökum þess að hann sökk í Barentshafi í ágúst í fyrra.
Meira
GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaflokks Írska lýðveldishersins (IRA), tilkynnti í gær að flokkurinn hefði óskað eftir því formlega að IRA hæfi afvopnun til að bjarga friðarsamningnum frá 1998.
Meira
TALIÐ er að yfir 350 manns hafi drukknað er skip með um 400 manns innanborðs sökk í grennd við eyjuna Jövu í Indónesíu sl. föstudag. Farþegarnir voru fólk sem talið er að hafi viljað komast til Ástralíu.
Meira
VILJAYFIRLÝSING um að húsnæðissamvinnufélagið Búseti byggi 15-20 leiguíbúðir í Bessastaðahreppi á næstu 2-4 árum var undirrituð á föstudag. Yfirlýsingin er gerð með hliðsjón af sérstöku átaki til fjölgunar leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
FIMMTÁN manns var gefið sýklalyf gegn hugsanlegu miltisbrandssmiti eftir að hvítt duft, sem talið var að gæti innihaldið miltisbrandsgró, féll úr umbúðum utan af breska tímaritinu The Economist þegar það var opnað á skrifstofum Borgarendurskoðunar við...
Meira
ÖLL kennsla á vegum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lagðist niður í gær vegna verkfalls tónlistarkennara. Um 600 nemendur stunda nám við skólann. Um 40 kennarar eru við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Meira
MAGNÚS Þorkell Bernharðsson heldur opinn fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands undir heitinu "Af hverju hata þeir okkur?" miðvikudaginn 24. október kl. 16.15 í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands.
Meira
HEIMASTJÓRN Palestínumanna hefur lýst vopnaðan arm samtakanna Frelsisfylking Palestínu (PLFP) útlægan, en samtökin hafa sagst ábyrg fyrir morðinu á ísraelskum ráðherra, Rehavam Zeevi, í síðustu viku.
Meira
Kenneth Peterson vonast eftir að hægt verði að gangsetja 3. áfanga álversins 2004-2005. Hann segir hins vegar í samtali við Egil Ólafsson að margir óvissuþættir geti haft áhrif á verkefnið.
Meira
NÝ Bónusverslun var opnuð í Kringlunni s.l. laugardag. Hún er til húsa á þeim stað sem verslun Habitat var áður. Verslunin er með hefðbundnu Bónussniði þar sem boðið verður upp á alla helstu vöruflokka í matvöru og fjölda vöruliða í sérvöru.
Meira
ÞEIR sem eiga leið um Sæbrautina þessa dagana hafa kannski tekið eftir gríðarstórum kassa sem verið er að steypa upp við ströndina á móts við Sætún. Um er að ræða brunn, sem á að taka á móti yfirfallsvatni úr lagnakerfi borgarinnar, og veita því út í...
Meira
SAMKVÆMT lögum um meðferð skotvopna, sem samþykkt voru árið 1998, er nú orðið auðveldara um vik að eignast stærri skotvopn en áður, en hins vegar virðist sem reglur frá árinu 1997 hafi dregið úr smygli á skotvopnum.
Meira
SAMNINGANEFNDIR tónlistarkennara og sveitarfélaga sátu á samningafundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara um helgina og frá klukkan tíu í gærmorgun og fram til kvölds án þess að nokkur teljandi árangur næðist.
Meira
HAFRANNSÓKNASTOFNUN hélt kynningarfund um starfsemi sína á Eskifirði á föstudagskvöld. Harla fámennt var á fundinum, sem varð fyrir vikið vettvangur fremur náinna, en átakalítilla, umræðna um lífríki hafsins og ástand fiskistofna.
Meira
Evrópusambandsaðild verður ekki á dagskrá norskra stjórnmála á næstunni eftir að minnihlutastjórn borgaraflokkanna tók við völdum, þar sem stjórnarflokkarnir fylgja ólíkri stefnu varðandi aðild að ESB.
Meira
MEÐ hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september urðu mikil tímamót í alþjóðamálum. Gömul bandalög stokkuðust upp og gamlir fjandmenn féllust í faðma í stríði sem hugsanlega mun skipta fylkingunum með jafn afgerandi hætti og kalda stríðið á sínum tíma.
Meira
BJARNI Pálmarsson, formaður leigubílstjórafélagsins Átaks, segir að stór hópur leigubílstjóra sé mjög óánægður með lög um leiguakstur og nýtt lagafrumvarp um breytingar á þeim.
Meira
Í KÖNNUN sem PricewaterhouseCoopers gerði á viðhorfum Íslendinga til framboðs samtaka eldri borgara í bæjar- og sveitastjórnarkosningum, kom í ljós að 61,8% þeirra sem tóku afstöðu segjast frekar eða mjög jákvæð gagnvart möguleikanum.
Meira
TÖLUVERÐAR umræður urðu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orðalag ályktunar vegna hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum og loftárásanna á Afganistan.
Meira
Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri í Mosfellsbæ, fæddist 15. janúar 1952 í Reykjavík. Hún lauk námi í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1979 og hefur starfað sem félagsmálastjóri í Mosfellsbæ síðastliðin 14 ár en starfaði áður aðallega innan geðheilbrigðiskerfisins. Eiginmaður Unnar er Guðjón Magnússon, fræðslufulltrúi Landgræðslunnar, og þau eiga einn son, Magnús.
Meira
GRÍMUKLÆDDUR og vopnaður maður rændi á milli 80-90.000 krónum úr verslun 10-11 á Seljavegi á laugardagskvöld. Sigurður Arnar Einarsson var á vakt í versluninni þegar ránið var framið.
Meira
OPINBER heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Japans hófst í gærmorgun en þá átti hann m.a. fund með Makiko Tanaka, utanríkisráðherra Japans.
Meira
FRÆÐSLUKVÖLD um íslam og menningarheim araba verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 25. október kl. 20, á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar, Rauða krossins, Fjölmenningarsetursins á Vestfjörðum og Róta.
Meira
KONUR úr Bríeti, félagi ungra feminista, heimsækja Akureyri á morgun, miðvikudaginn 24. október, í tilefni af 26 ára afmælisdegi Kvennafrídagsins. Þær munu heimsækja framhaldsskólana og háskólann á Akureyri Um kvöldið kl. 20:00 verður fundur í Deiglunni.
Meira
BANDARÍSK sérsveit réðst í fyrsta sinn beint gegn talibönum sl. laugardag en þá var ráðist inn á heimili Mohammeds Omars, leiðtoga talibana, við Kandahar og á flugvöll skammt frá.
Meira
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tók fyrstu skóflustunguna að fjölnota íþróttahúsi á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni.
Meira
BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu umhverfisráðs þess efnis að breyta göngugötunni í vistgötu og opna hana fyrir bílaumferð alla virka daga frá kl. 8-22. Í vistgötu eiga gangandi vegfarendur réttinn gagnvart bílaumferð.
Meira
HALDIÐ verður heilsunámskeið í Hlíðardalsskóla, Ölfusi, dagana 25.-28. október. "Í boði verða fyrirlestrar um nýjustu vísindalegar rannsóknir frá virtum háskólum um hvernig megi fyrirbyggja hina helstu menningarsjúkdóma okkar tíma.
Meira
Víða er komið við í ályktunum landsfundar VG, sem lauk á sunnudag. Í frásögn Ómars Friðrikssonar kemur fram að í ályktun um stóriðjumál er ríkisstjórnin sökuð um offors og í sjávarútvegsmálum er lagt til að núverandi kvótakerfi verði fyrnt með byggðatengingu og vistvænni nýtingu fiskimiðanna.
Meira
RÚM 39% landsmanna telja að þeir muni draga úr ferðalögum utanlands í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september síðastliðinn. Þetta er niðurstaða könnunar sem PricewaterhouseCoopers framkvæmdi í lok september.
Meira
ÍSHESTAR ferðaþjónustufyrirtæki hlutu að þessu sinni umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs en þau afhenti samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, á ferðamálaráðstefnunni sem haldin var á Hvolsvelli dagana 18. og 19. október.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt þá tillögu heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sjö ráðuneytisstjóra sem á að koma með tillögur að aðgerðum gegn sýkla- og eiturefnahernaði hér á landi.
Meira
KYNNING á starfsemi Íslenska Alpaklúbbsins verður á miðvikudaginn 24. október kl. 20:30 í risinu að Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Íslands. Alpaklúbburinn er félag áhugamanna um fjallamennsku og hefur starfað frá 1977. Hann er opinn öllum 18 ára og eldri.
Meira
KYNNINGARFUNDUR verður haldinn hjá ITC-deildinni Melkorku miðvikudaginn 24. október í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 20 - 22. Kynnt verða ITC samtökin á Íslandi og hvaða starf fer fram innan Melkorku sem er ein af deildum innan ITC.
Meira
LÖGREGLUMENN sem voru við eftirlitsstörf á Hafnargötu í Keflavík síðastliðið föstudagskvöld tóku eftir því að áhöldum til fíkniefnaneyslu var kastað út um glugga bíls sem þar var á ferð.
Meira
NEMENDUR úr sjötta bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ og Sandgerði hafa lokið þriggja vikna frönskunámskeiði. Segjast þau hafa lært margt en langar að læra meira.
Meira
LAUNAVÍSITALA Hagstofu Íslands hækkaði um 1,69% milli 2. og 3. ársfjórðungs í ár. Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 1,05% á tímabilinu samkvæmt mælingum Hagstofunnar en laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækkuðu um 2,75% á sama tímabili.
Meira
Hagaskóli 1973-1977 Röng dagsetning var gefin upp varðandi mætingu í sal Múrarafélagsins í frétt í sunnudagsblaðinu. Rétt dagsetning er 27. október. Heimasíða http://hagaskoli.ismennt.
Meira
Ungir, afganskir flóttamenn í búðum við Peshawar Pakistan leita í hrúgu af laukafgöngum í von um að finna eitthvað ætilegt. Alls eru um 3,7 milljónir afganskra flóttamanan í Pakistan og Íran og tugþúsundir annars staðar í heiminum.
Meira
HÁSKÓLARÁÐ Háskóla Íslands boðar til málþings um fjármögnun háskóla, föstudaginn 26. október 2001, kl. 13-16 í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Meira
SÍÐDEGIS á sunnudag var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um mann með skotvopn fyrir utan Perluna. Maðurinn fór inn í Perluna og þar yfirbugaði lögreglan hann en áður hafði Perlan verið rýmd að hluta og sérsveit lögreglunnar kölluð út.
Meira
ÁSTÆÐA þess að ekki hefur verið samið við tónlistarkennara á svipaðan hátt og aðra kennara er sú að launanefnd sveitarfélaga segir að ekki sé um sambærileg störf að ræða. Því sé ekki hægt að gera samskonar samninga og gerðir hafi verið við aðra kennara.
Meira
MEÐALKOSTNAÐUR við að skipta um hjólbarða á fólksbíl hefur hækkað um 21% frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt könnun Samkeppnisstofnunar. Stofnunin kannaði hinn 15.
Meira
*Hefja þarf umfangsmikið kennslu- og fræðslustarf og efla kunnáttu og skilning heilbrigðisstétta á afleiðingum sýkla- og eiturefnavopna. Einnig þarf að fræða lögreglu, hjálparsveitir og sjúkraflutningamenn.
Meira
NÍU mál voru afgreidd á Kirkjuþingi í gær. M.a.var samþykkt tillaga að reglugerð um ábyrgðardeild Jöfnunarsjóðs sókna og samþykkt tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum sóknarnefnda.
Meira
LÖGREGLAN fór með níu ungmenni í athvarf útideildar Reykjanesbæjar síðastliðið föstudagskvöld en þá höfðu þessir aðilar samvinnu um sérstakt átak í útivistarmálum barna og unglinga í Reykjanesbæ.
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafa náð "nokkrum árangri" í viðræðum sínum um nýjan samningaramma um kjarnorkuvopn en í honum er gert ráð fyrir takmörkuðum eldflaugavörnum. Kom það fram á fréttamannafundi í Shanghai í Kína í gær en þar hafa þeir setið fund APEC, Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja.
Meira
OPINBER heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og eiginkonu hans, Sigurjónu Sigurðardóttur, til Japans hófst í gær. Átti utanríkisráðherra þá m.a.
Meira
TVEIR innbrotsþjófar reyndu að komast undan lögreglu með ofsaakstri um Reykjavík í fyrrinótt og mildi þykir að engin slys hafi orðið, en bifreið mannanna mældist á allt að 130 km hraða á klukkustund.
Meira
OPINN fundur verður um sjávarútvegsmál í Sandgerði á morgun, miðvikudag. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Gullbringusýslu stendur fyrir fundinum sem verður í veitingahúsinu Vitanum og hefst klukkan 20. Árni M.
Meira
BETUR fór en á horfðist er rjúpnaskytta varð fyrir haglaskoti félaga síns þar sem þeir voru á rjúpnaveiðum í Gjástykki á Þeistareykjasvæðinu sl. föstudag. Maðurinn, Sigurður Hálfdánarson, fékk högl í andlit og líkama, m.a.
Meira
STAÐFEST var í gær að tveir starfsmenn póstþjónustunnar í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefðu greinst með miltisbrandssmit í lungum. Þá var verið að rannsaka lát tveggja manna sem störfuðu í sömu byggingu og hinir sýktu.
Meira
ELLILÍFEYRISÞEGAR voru rúmlega 25 þúsund talsins á árinu 2000 og hefur fjölgað um rúmlega 2.000 frá árinu 1996. Þetta kemur fram í Staðtölum almannatrygginga árið 2000 sem gefnar voru út í tengslum við ársfund Tryggingastofnunar á dögunum.
Meira
HAFNAR eru viðræður milli forstjóra bandarískra kvikmyndavera í Hollywood og fulltrúa bandarískra stjórnvalda um það hvaða hlutverki afþreyingariðnaðurinn geti gegnt í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum.
Meira
RAGNA Freyja Karlsdóttir mun ræða um nýja bók sína, Ofvirknibókina, á fyrsta félagsfundi Foreldrafélags misþroska barna nú í haust. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun, miðvikudag, og hefst klukkan 20.
Meira
SAMSTARFSNEFND um sameiningu hefur sent frá sér bækling með tillögum sínum um sameiningu Biskupstungnahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps.
Meira
ÞAÐ fór vel á með stúdentum, börnum og foreldrum þeirra í Laugarneskirkju sl. sunnudag þegar sk. Mentor-verkefni var hrundið af stað hér á landi.
Meira
UM helgina voru 10 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur en 28 um of hraðan akstur. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á staur á Laugavegi. Síðan mun ökumaður hafa bakkað hratt frá og ekið niður Laugaveginn.
Meira
SIGURLÍNA Guðjónsdóttir og Kristján Þ. Ársælsson sigruðu í Íslandsmóti Galaxy-sambandsins í hreysti. Er þetta þriðja Íslandsmótið í greininni og var það að þessu sinni haldið í íþróttahúsinu í Keflavík síðastliðinn laugardag.
Meira
PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði á ársfundi eftirlitsins í síðustu viku að í rekstri lífeyrissjóðanna megi stundum sjá þess merki að nokkuð skorti á nauðsynlegt aðhald sem flest fyrirtæki njóti frá eigendum sínum.
Meira
SKRIFSTOFUR Borgarendurskoðunar við Tjarnargötu 12 voru innsiglaðar í gær en þær verða lokaðar þar til niðurstöður rannsókna á hvítu dufti, sem rann úr umbúðum utan um The Economist, liggja fyrir.
Meira
ÞRÍR þingmenn úr stjórnmálaflokkum stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, þar sem gert er ráð fyrir að smábátasjómenn verði ekki kvótasettir í öðru en þorskaflahámarkskerfi.
Meira
AFGANSKUR læknir staðfestir, að 10 ára gamall sonur Mohammads Omars, leiðtoga talibana, hafi látið lífið í loftárásunum á Kandahar, helstu stjórnsýslumiðstöð talibanastjórnarinnar.
Meira
GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, gaf í gær í skyn að hann vildi að jafnaðarmenn (SPD) í Berlín mynduðu meirihluta með öðrum en arftökum kommúnista, PDS.
Meira
AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnar í kvöld, þriðjudagskvöldið 23. október, kl. 20.30 sýningu á Karólínu restaurant. Sýningin ber yfirskriftina "Stemmning fyrir veitingahús". Myndirnar eru allar unnar á gler með tækni áþekkri grafík.
Meira
Á FULLTRÚAÞINGI Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) um síðastliðna helgi var samþykkt ályktun þess efnis að NLFÍ harmi tilraunir bændasamtakanna til að "grafa undan þróun lífrænnar ræktunar á Íslandi með áherslu sinni á svonefnda...
Meira
SÉRSTÖK messa var í Dómkirkjunni að morgni síðasta sunnudags þegar fimm prestar minntust þess að 25 ár voru liðin frá því að þeir vígðust saman frá sömu kirkju. Hinn 3. október árið 1976 vígði þáverandi biskup Íslands, dr.
Meira
HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar og Rauði kross Íslands stóðu fyrir útifundi við Hallgrímskirkju á sunnudag til að minnast íbúa Afganistans sem nú þjást vegna stríðsátaka og uppskerubrests.
Meira
ÞÁTTTAKA í þjóðahátíð á Reyðarfirði síðastliðinn laugardag fór langt fram úr björtustu vonum og er talið að á annað þúsund manns hafi verið á svæðinu. Einkunnarorð hátíðarinnar voru Fjölmenning á Austurlandi.
Meira
ÍSLENDINGARNIR tveir sem voru handteknir á Spáni í sumar með tæplega 200 kíló af hassi hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi hvor, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Mennirnir voru handteknir 10. júní sl.
Meira
ÞRÍR keppendur urðu efstir og jafnir í opnum flokki á Haustmóti Skákfélags Akureyrar sem er nýlokið. Þeir Jón Viðar Björgvinsson, Stefán Bergsson og Halldór Brynjar Halldórsson hlutu allir 7,5 vinninga af 9 mögulegum.
Meira
TILBOÐ voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær í rekstur tveggja ferja í Eyjafirði, Hríseyjarferju og Grímseyjarferju. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í reksturinn síðastliðið sumar.
Meira
Nokkrar umræður hafa farið fram um skýrslu þá, sem unnin hefur verið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og borgarverkfræðing um hagkvæmni hraðlestar frá Reykjavík til Keflavíkur. Niðurstaða brezka ráðgjafarfyrirtækisins AEA Technology Rail og Ístaks hf.
Meira
SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður skrifar á vefsíðu sína um veiðigjald eða kostnaðargreiðslur. Svanfríður segir m.a., að svo virðist sem skattgreiðendur standi straum af hluta þess kostnaðar sem til fellur vegna þeirra sem fá að nýta hina sameiginlegu auðlind.
Meira
Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté fluttu verk eftir Mozart, Arvo Pärt, Hallgrím Helgason, Saint-Saëns, Josef Suk og Henri Wieniawskí. Sunnudaginn 21. október.
Meira
MÁVAHLÁTUR - ný kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson - var frumsýnd með viðhöfn í Háskólabíói á laugardaginn. Ágúst leikstýrði myndinni og skrifaði handrit hennar eftir skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur.
Meira
FROM HELL , hryllingur með Johnny Depp í hlutverki lögreglumanns á höttunum á eftir Kobba kviðristu, var mest sótta myndin um helgina vestanhafs. Myndin var frumsýnd á föstudaginn og gekk mynda best um annars rólega bíóhelgi.
Meira
Leikstjóri og handritshöfundur: Ágúst Guðmundsson. Byggt á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Kvikmyndatökustjóri: Peter Joachim Krause. Leikmynd: Tonie Jan Zetterström. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Hljóðhönnun: Nalle Hansen.
Meira
THE MEXICAN er vinsælasta myndin á myndbandaleigum landsins þessa dagana og skal engan undra því myndin skartar tveimur af allra stærstu stjörnum kvikmyndanna, Juliu Roberts og Brad Pitt.
Meira
NÁMSKEIÐ um ítalskt þjóðlíf hefst hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands nk. þriðjudag. Fjallað verður í máli og myndum um menningu á Ítalíu fyrr og nú og ljósi varpað á helstu verk í ítalskri bókmenntasögu.
Meira
* JÓGA fyrir byrjendur er eftir Guðjón Bergmann . Hann hefur með skrifum sínum, kennslu og sjónvarpsþáttum kynnt jóga fyrir fjölda fólks. Í bókinni er grunnhugsun jógafræðanna kynnt og helstu stöður í Hatha-jóga kenndar með myndskreytingum.
Meira
STEFNUMÓTIN rúlla áfram sem fyrr og ekkert nema gott um það segja. Í þetta sinnið mæta rokkhundarnir í Sofandi raftónlistargúrúinum Ingó og ætlar þessi félagsskapur að matreiða spennu hlaðna tóna ofan í gesti og gangandi.
Meira
DRAUMALEIKARINN nefnast umræðurnar sem fram fara á þriðju hæð Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Hver er list leikarans? Í hverju er starf hans fólgið? Hvernig (starfs)kraftur er draumaleikarinn? Er hann skapandi eða er hann strengjabrúða?
Meira
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30, syngur Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, sópran, við píanóundirleik Láru S. Rafnsdóttur. Á efnisskránni eru lög eftir Edvard Grieg og Jean Sibelius.
Meira
Höfundur: Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal, Aino Freyja Järvelä, Hildigunnur Þráinsdóttir, Hjördís Pálmadóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sigurður Hallmarsson, Skúli Gautason, Sunna Borg og Þorsteinn Bachmann. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson. Förðun og hár: Linda B. Óladóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. Samkomuhúsið á Akureyri, 20. október.
Meira
MARGAR frægustu stjörnur rokkheimsins stigu á svið í Madison Square Garden á laugardagskvöld. Þar fóru fram fjáröflunartónleikar til styrktar aðstandendum þeirra sem fórust í World Trade Center 11. september sl. og náðist að afla 1,3 milljarða króna.
Meira
Myndasaga vikunnar er smásagnasafnið Strange Stories for Strange Kids. Ritstjórar eru Art Spiegelman og Françoise Mouly. Gefið út af RAW Junior Books, 2001. Bókin fæst í Nexus IV á Hverfisgötu.
Meira
Ég get ekki setið aðgerðalaus, segir Jón Ólafsson, þegar ein af virtari fréttastofum landsins veitist að Norðurljósum með fréttaflutningi sem augljóslega hefur allt annað að leiðarljósi en sannleikann.
Meira
Á biðlista í 3 ár FYRIR ári kom grein í Morgunblaðinu sem Páll Pétursson félagsmálaráðherra skrifaði um að það ætti að eyða öllum biðlistum á sambýli fyrir árið 2003. En nú er komið í ljós að úr því verður ekki því það vantar svo mikið af húsnæði.
Meira
Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið hafa fengið um 4,5 milljarða í beina styrki, en Leikfélags Íslands hefur fengið um 35 milljónir, segir Pétur Blöndal í athugasemdum við Viðhorfspistil Hávars Sigurjónssonar.
Meira
Mig langar að hvetja foreldra og forráðamenn, segir Ágústa Johnson, að gefa sér góðan tíma til að ræða við dætur sínar oft og mikið um þessi mál.
Meira
Á TÍMUM örra tækninýjunga vill hið mannlega oft gleymast. Viðskipti manna á meðal fara gjarnan í gegnum tölvu og svo er einnig um samskiptin. Unglingarnir eru uppteknir við SMS-skilaboðin og hafa náð ótrúlegum hraða við að senda þau.
Meira
Það er kominn tími til að sveitarfélögin og launanefnd þeirra átti sig á því, segir Sigurgeir Sigmundsson, að þessi deila verður aðeins leyst með því að koma til móts við kröfur tónlistarkennara.
Meira
KÆRA Ingibjörg Sólrún. Ekki hafði mig grunað að ég ætti eftir að skrifa þér aðdáandabréf. Að vísu átt þú það margfaldlega skilið, svo oft sem ég hefi dáðst að þér við ýmis tækifæri.
Meira
MIÐVIKUDAGINN 17. október 2001, lauk öðru þriggja daga verkfalli hjá sjúkraliðum. Næsti samningafundur var ekki boðaður fyrr en 18. október 2001 kl. 13:00. Ekkert hefur þokast í samningsátt, og hefur ekki gert lengi.
Meira
Þegar menn velta fyrir sér framhaldinu á tíð alþjóðavæðingar hlýtur spurningin að vera sú, segir Gauti Kristmannsson, hvað verður um tunguna og menninguna.
Meira
Þau skilyrði sem sett eru, segir Steinunn Kristjánsdóttir, útiloka sjálfstætt starfandi fræðimenn, fyrirtæki þeirra, svo og minni stofnanir frá því að eiga möguleika á að sækja um slíka styrki.
Meira
Emma Kristín Reyndal fæddist í Vestmannaeyjum, 25. janúar 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Eyjólfsson, útvegsbóndi á Kirkjubæ, f. 9.3. 1872, d. 14.7. 1935, og kona hans, Halla Guðmundsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Guðbrandur Vigfússon fæddist á Kálfárvöllum í Staðarsveit á Snæfellsnesi 27. desember 1906. Hann varð bráðkvaddur á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 14. október síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Unnur Fjóla Finnbogadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1917. Hún lést á Landakotsspítala 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnbogi Finnbogason, skipstjóri, f. 11.5. 1891, d. 3.4. 1979, og Sesselja Einarsdóttir, f. 11.3. 1891, d.
MeiraKaupa minningabók
ÍSLENSKI fjársjóðurinn var rekinn með 147,5 milljóna króna tapi fyrir skatta á tímabilinu maí til og með júlí. Að teknu tilliti til skattalegrar meðferðar nam tap tímabilsins 101,2 milljónum króna.
Meira
FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir opnum hádegisverðarfundi í dag, þriðjudag, þar sem fjallað verður um gengi krónunnar, skattamál og fleira í ljósi aukinnar óvissu á alþjóðavettvangi.
Meira
STÆRSTI gosdrykkjaframleiðandi heims, Coca-Cola Co., skilaði betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en spáð hafði verið. Ástæðan er aukinn vöxtur, bæði í Norður-Ameríku og öðrum hlutum heimsins.
Meira
IBM hefur kynnt öflugasta UNIX-netþjón sem um getur, en hann hefur verið fimm ár í þróun. Er í raun um að ræða nýjan flokk UNIX-netþjóna sem byggist á nýjum örgjörvum og tækni úr móðurtölvum.
Meira
ANNAÐ stærsta olíufyrirtæki Rússlands, Yukos, hefur keypt tvö dótturfyrirtæki norska stórfyrirtækisins Kværner. Yukos greiðir um 100 milljónir dollara eða sem nemur um 10 milljörðum íslenskra króna fyrir þennan hlut af starfsemi Kværner.
Meira
DAGVINNULAUN hækkuðu um 0,4% á milli ágúst og september síðastliðins samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Þá hefur Hagstofan reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan október og hækkaði vísitalan um 0,3%.
Meira
LYFJAVERSLUN Íslands hf. hefur keypt 13% hlut Farmasíu ehf. í Lyfjadreifingu ehf. og eftir kaupin á Lyfjaverslun Íslands hf. allt hlutafé í Lyfjadreifingu ehf. Lyfjadreifing ehf. dreifir lyfjum, heilbrigðisvörum og neytendavörum á innanlandsmarkaði.
Meira
LYFJAVERSLUN Íslands hf. seldi í gær allan eignarhlut sinn í Delta hf., en Lyfjaverslunin átti rúmar 34 milljónir hluta og rúmar 13 milljónir hluta í framvirkum samningum.
Meira
BRESKA sendiráðið stendur fyrir málþingi næstkomandi fimmtudag um mögulega útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands. Málþingið er haldið í samvinnu við bresku ríkisstofnunina InvestUK og hefst það kl. 8.30 í húsakynnum Nýherja að Borgartúni 37,...
Meira
FISKAFLI landsmanna í nýliðnum septembermánuði var 111.831 tonn, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Íslands. Aflinn í septembermánuði í fyrra nam 89.973 tonnum og er aukningin því 21.858 tonn.
Meira
STAÐA heimsmála getur haft áhrif á markaðsstöðu fyrir framleiðsluvörur Laugafisks í Nígeríu. Þetta kemur fram á heimasíðu Útgerðarfélags Akureyringa.
Meira
BANDARÍSKA matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest óbreytt lánshæfismat fyrir Ísland, samkvæmt frétt fyrirtækisins sem gefin var út í gær.
Meira
SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur sótt um leyfi til að ala allt að 200 tonnum af þorski í sjókvíum undan Strönd í Norðfirði. Tilgangur eldisins er að öðlast þekkingu á þorskeldi og búa í haginn fyrir framtíðina.
Meira
VELTA Delta hf. á þriðja ársfjórðungi fer 600 milljónum króna fram úr áætlunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Ástæðan er sú að sala á sýklalyfinu Ciprofloxacin og ofnæmislyfinu Loratadine fer fram úr áætlunum á árinu.
Meira
MEÐALKOSTNAÐUR við að skipta um hjólbarða á fólksbíl hefur hækkað um 21% frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt könnun Samkeppnisstofnunar. Stofnunin kannaði hinn 15.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 23. október, er fimmtug Hanna Sigríður Jósafatsdóttir hjúkrunarfræðingur, Logasölum 12, Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar, Hannes Fr. Guðmundsson, sem varð fimmtugur 16. júlí sl.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 23. október, er sextug Margrét S. Jóhannsdóttir, Hagamel, Grenivík . Eiginmaður hennar er Oddgeir Ísaksson . Þau taka á móti gestum á æskuheimili Margrétar, Miðgörðum, nk. laugardag, 27. október, frá kl....
Meira
80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 23. október, verður áttræð Sigríður Guðmundsdóttir frá Sæbóli í Aðalvík, Sunnubraut 1b, Kópavogi, áður Eskihlíð 22.
Meira
"Eftir að hafa jafnað mig á fyrsta áfallinu dundi það næsta yfir þegar ég mundi eftir því að ég ætti fimm systkini. Napur raunveruleikinn var næstum óbærilegur - foreldrar mínir höfðu gert ÞETTA sex sinnum."
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir.
Meira
Vilhjálmur Sigurðsson Íslandsmeistari í einmenningi Íslandsmóti í einmenningi var spilað um helgina. 80 spilarar tóku þátt í mótinu, sem var jafnt og spennandi allan tímann. Vilhjálmur Sigurðsson jr.
Meira
Íslandsmót í tvímenningi Undanúrslit Íslandsmótsins í tvímenningi verða spiluð 27.-28. okt. Laugardag verða spilaðar tvær lotur og ein á sunnudag. Spilamennska byrjar kl. 11.00 báða dagana.
Meira
Almáttugr guð, allra stétta yfirbjóðandi engla og þjóða, ei þurfandi stað né stundir, staði haldandi í kyrrleiks valdi, senn verandi úti og inni, uppi og niðri og þar í miðju, lof sé þér um aldr og ævi, eining sönn í þrennum greinum.
Meira
Í dag er þriðjudagur 23. október, 296. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En mikillega bið ég yður, bræður, fyrir sakir Drottins vors Jesú Krists og fyrir sakir kærleika andans, að þér stríðið með mér með því að biðja til Guðs fyrir mér.
Meira
Staðan kom upp í A-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur. Ingvar Þór Jóhannesson (2055) hafði hvítt gegn sigurvegara mótsins, Sigurbirni Björnssyni (2320). 32. Hxd5! De6 32...cxd5 gekk ekki upp vegna 33. Bxd5+ Kf8 34. Dh8#. 33. Hd2 Hb8 34. He2?!
Meira
Ráðstefnan Groundfish Forum var haldin hér á landi í síðustu viku. Það var í fyrsta sinn sem það var gert, en ráðstefnan hafði verið skipulögð í Madrid á sama tíma.
Meira
HAMMARBY fagnaði á sunnudaginn sænska meistaratitlinum í knattspyrnu í fyrsta sinn í 104 ára sögu félagsins. Hammarby vann Örgryte á heimavelli 3:2 að viðstöddum um 20 þúsund áhorfendum.
Meira
BARCELONA, andstæðingar Íslands- og bikarmeistara Hauka í EHF-keppninni í handknattleik, lék sinn langbesta leik á tímabilinu á sunnudaginn þegar liðið burstaði Galdar á heimavelli sínum, 39:20.
Meira
* 1984 - valinn þriðji í háskólavalinu af Chicago Bulls. * 1985 - valinn nýliði ársins í NBA-deildinni * Stigahæstur í NBA (10): 1986, 1987, 1988, 1989, 1991, 1992, 1993, 1996, 1997 og 1998. * NBA-meistari (6): 1991, 1992, 1993, 1996, 1997, 1998.
Meira
SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, var í sjöunda himni með sigur sinna manna á Manchester United á Old Trafford en þetta var fyrsti sigur nýliðanna í deildinni frá því í ágústmánuði.
Meira
Loks þegar ÍR-ingar komust norður til að spila við KA var engu líkara en þeir væru enn villtir í þokunni sem hafði hamlað för þeirra. Liðsmenn óðu um í villu og svíma og skoruðu ekki mark fyrr en 12,38 mínútur voru liðnar af leiknum.
Meira
LÆRLINGAR Þorbergs Aðalsteinssonar í Víkingi fengu góða kennslustund í Víkinni á sunnudagskvöld þegar þeir tóku á móti Aftureldingu. Víkingar áttu aldrei möguleika á sigri gegn Mosfellingum, þeir gerðu sitt besta en það var einfaldlega ekki nóg. Bjarki Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkinga, og félagar hans í Aftureldingu fögnuðu því öðrum sigri sínum í deildinni, 21:24, en Víkingar eru sem fyrr stigalausir á botni deildarinnar.
Meira
BRÆÐURNIR Rúnar og Baldur Jónssynir urðu að hætta keppni í Bulldog-rallinu í Wales um helgina, eftir að hafa lent í árekstri við annan rallíbíl á ferjuleið. Eftir hafa lent í vandræðum á fyrstu sérleið og náð einungis 31. besta tíma, voru þeir bræður í 12. sæti eftir fimmtu sérleið og áttu aðeins þrjár sérleiðir óeknar þegar óhappið átti sér stað.
Meira
"ÞAÐ gefur auga leið, að sterkasti leikurinn eftir langt og strangt keppnistímabil er að gefa leikmönnum frí áður en átökin á HM í Suður-Kóreu og Japan hefst.
Meira
"Á MEÐAN ég hef gaman af því að vera í báðum íþróttagreinunum og líkaminn er í lagi þá held ég mínu striki," segir Páll Viðar Gíslason, leikstjórnandi Þórs frá Akureyri, en Páll og Þórsararnir hafa komið á óvart með lipurlegri frammistöðu á...
Meira
JULIAN Róbert Duranona, landsliðsmaður í handknattleik, lék sinn fyrsta leik í hálft ár með TuS Lübbecke, áður Nettelstedt, um liðna helgi þegar liðið lagði Eintracht Hildesheim, 28:23, á heimavelli.
Meira
England Úrvalsdeild Leicester - Liverpool 1:4 Dennis Wise 58. - Robbie Fowler 5., 43., 90., Sami Hyypia 10. - 21.886. Everton - Aston Villa 3:2 Steve Watson 31., Tomasz Radzinski 59., Thomas Gravesen 62., - Mustapha Hadji 71., Peter Schmeichel 90. - 33.
Meira
Robbie Fowler var maður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina en framherjinn óstýriláti skoraði þrennu í 4:1 sigri Liverpool á Leicester á útivelli.
Meira
ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir ósigur sinna manna á móti Bolton að mistökin í síðara marki Bolton væru einkennandi fyrir liðið á leiktíðinni en ósigurinn var sá fyrsti hjá United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í...
Meira
FRANSKI landsliðsmaðurinn Lilian Thuram, sem gekk til liðs við Juventus frá Lazio sl. sumar, segir að leikmenn Juventus verði að fara að átta sig á að Zinedine Zidane sé farinn frá liðinu og byrjaður að leika með Real Madrid á Spáni.
Meira
SUNDKAPPINN Bjarki Birgisson, sem er í sunddeild Fjölnis í Grafarvogi, setti heimsmet í flokki hreyfihamlaðra á Sundmóti Ægis um helgina. Bjarki synti 100 metra bringusund á 1.37,47 en gamla metið átti hann sjálfur, 1.38,89.
Meira
* HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Ipswich sem gerði 1:1 jafntefli við Fulham á sunnudaginn. Ipswich lék manni undir í 45 mínútur en tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt.
Meira
* HILMAR Þórlindsson skoraði sex mörk fyrir Modena sem tapaði fyrir Fasano , 26:23 í ítölsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. * GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og félagar hans í Conversano sigrðu Ascoli á útivelli, 29:22.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur tvo vináttulandsleiki við Pólverja í Póllandi 28. og 29. desember. Leikirnir verða liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópukeppnina í Svíþjóð sem fram fer mánuði síðar.
Meira
Á UNDANFÖRNUM áratugum hafa fáir viljað vita af frammistöðu bandaríska körfuknattleiksliðsins sem kennir sig í dag við töfra í stað byssukúlna og er í höfuðstað Bandaríkjanna, Washington.
Meira
Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson, leikmenn norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, og félagar þeirra í liðinu eiga í vændum skemmtilega ferð í næsta mánuði eða í byrjun desember.
Meira
KEFLVÍKINGAR eru eina liðið í úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem á eftir að ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir næstu leiktíð en um helgina lét Gústaf Adolf Björnsson af störfum sem þjálfari liðsins eftir eins árs starf.
Meira
HOLLENSKA knattspyrnuliðið Roda og spænska félagið Las Palmas hafa enn ekki komist að samkomulagi um félagaskipti Þórðar Guðjónssonar en eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku hefur Þórður náð samkomulagi við hollenska liðið um þriggja ára...
Meira
CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með stigið sem hans menn fengu á Elland Road - en liðin gerðu markalaust jafntefli við Leeds og eru því sem fyrr einu taplausu liðin í deildinni. ,,Frá mínum bæjadyrum séð var þetta frábær leikur en líka svolítið harður. Lið Leeds er mjög gott og það spilaði þennan leik mjög vel og það fannst mér við líka gera," sagði Ranieri.
Meira
ÞÝSKU handknattleiksliðin Magdeburg og Essen hafa bæði mikinn hug á að fá Sigfús Sigurðsson, línumanninn snjalla úr Val, til liðs við sig og svo virðist vera að ákveðið kapphlaup sé hafið hjá liðunum um að klófesta þennan öfluga handknattleiksmann.
Meira
DAVID O'Leary, knattspyrnustjóri Leeds, gerði grín að sexmenningunum hjá Chelsea, sem lögðu ekki í það að fara til Ísrael á dögunum til að leika Evrópuleik - leikmennirnir eru Emmanuel Petit, Marcel Desailly, Graeme Le Saux, Eiður Smári Guðjohnsen,...
Meira
MAGDEBURG náði að hrista af sér slyðruorðið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sóttu Hameln heim og unnu öruggan sigur, 27:19, en í síðustu viku steinlá Magdeburg fyrir Magdeburg með 12 marka mun.
Meira
PETER Schmeichel, markvörður Aston Villa, gerði sér lítið fyrir og skoraði síðara mark sinna manna sem töpuðu fyrir Everton á Goodison Park, 3:2, en Daninn stóri og stæðilegi var mættur í vítateig Everton þegar Villa fékk hornspyrnu undir lok leiksins og...
Meira
GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, steig varla feilspor í vörn nýliðanna sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistara Manchester United á Old Trafford, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Meira
RAGNAR Óskarsson átti stórleik í liði Dunkerque í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Ragnar skoraði 11 mörk í 16 skotum þegar Dunkerque sigraði Nimes á útivelli, 25:21. Mikil spenna er á toppi frönsku deildarinnar.
Meira
ARNAR Grétarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hafði rétt fyrir sér þegar hann tjáði sig í belgíska blaðinu Het Laatste Nieuws á laugardaginn, fyrir leik lokeren og Moeskroen. "Ég vona að Rúnar komi nú aftur inn í liðið.
Meira
TÆP tvö ár eru síðan Guðjón Þórðarson settist í stól knattspyrnustjóra Stoke City í Englandi. Þá gerði hann fimm ára samning og var markmiðið að koma liðinu upp í fyrstu deildina þar í landi á þeim tíma og tryggja sæti þess þar.
Meira
"FÓLK getur sagt hvað sem það vill. Eitt er ljóst - að Barthez mun leika gegn Bolton. Það mun enginn hafa áhrif á það með háði eða öðrum leiðindum.
Meira
STJÖRNUSTÚLKUR skutust á topp efstu deildar kvenna á laugardaginn með öruggum 25:19 sigri á Þór/KA í Garðabænum því Haukastúlkur töpuðu í Eyjum, 18:14. Víkingur og FH unnu sína fyrstu leiki í vetur þegar Víkingur vann Fram, 22:18, í Víkinni og FH lagði Val, 27:24, í hörkuleik á Hlíðarenda.
Meira
SVERRIR Sverrisson, knattspyrnumaður, skrifaði um helgina undir nýjan tveggja ára samning við Árbæjarliðið. Sverrir gekk til liðs við Fylki frá ÍBV fyrir tveimur árum og auk þess að leika með liðinu hefur hann verið aðstoðarþjálfari liðsins.
Meira
ÞAÐ var allt á suðupunkti í íþróttahúsinu í Hveragerði þegar Hamar vann Njarðvík, 90:88 í miklum spennuleik. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Hamars á Njarðvík í sögu félagsins en mikil barátta allra heimamanna skilaði sigrinum. Hamar virðist ætla að njóta viðlíka sigurgöngu á heimavelli og síðasta vetur en nú þegar hefur liðið lagt á heimavelli tvö af sterkustu liðum deildarinnar.
Meira
BRESKA götublaðið Sunday Mirror greindi frá því um helgina að spænska stórliðið Barcelona væri á höttunum eftir Eiði Smára Guðjohnsen og væri tilbúið að greiða 10 milljónir punda fyrir leikmanninn eða um 1,4 milljarða króna.
Meira
MIKIL spenna er í norsku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina sem fram fer um næstu helgi. Rosenborg gat tryggt sér meistaratitilinn tíunda árið í röð með sigri á Stabæk á heimavelli, en Tryggvi Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 20.
Meira
ULI Höness, framkvæmdastjóri þýsku meistaranna í Bayern München, sagði í blaðaviðtali um síðustu mánaðamót að hans menn yrðu komnir á topp Bundesligunnar eftir þrjár vikur.
Meira
Mennirnir á myndinni eru hönnuðir stólsins Aeron, sem þykir sérlega vel heppnaður og var valinn best hannaða húsgagn síðasta áratugar af bandarískum arkitektasamtökum og tímaritinu Business Week. F.v. Bill Stumpf og Don Chadwick.
Meira
Það má raunar halda því fram að engin gróin borg í vestræna heiminum skapi eins mikið af íburðarmiklum arkitektúr á haus eins og Berlín nú, segir Einar Þorsteinn hönnuður. Þar með er ekki sagt að allt sé þetta glæsilegur arkitektúr en viðleitnin er óumdeilanleg.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Borgir er nú í sölu einbýlishús að Byggðarenda 16. Um er að ræða steinhús, byggt 1971 og er það 270,6 ferm., þar af er bílskúrinn 30,6 ferm.
Meira
Kópavogur - Hjá Fasteign.is er nú í sölu tveggja íbúða hús á Digranesvegi 76 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1988, og er það 292,6 ferm. og þar af er bílskúrinn 32,9 ferm.
Meira
Skrifstofulínan Kiva frá Hermann Miller sem Penninn í Hallarmúla selur. Borðin standa á léttum fótum og eru dæmi um fjölnotaborð, hægt að raða þeim í fundarborð og þau hafa útdrægar...
Meira
Rúm og húsgögn frá AP-Industry í Kanada. Efniviður er gegnheill hlynur og hægt að fá höfðagafla eða heilt rúm og fleiri húsgögn í þessari línu í fjórum mismunandi litum. Fæst í Svefn og heilsu í...
Meira
Greiðslumat er forsenda umsóknar um húsnæðislán Íbúðalánasjóðs. Sótt er um greiðslumat hjá banka eða sparisjóði í upphafi kaupferils. Greiðslumatið er tvíþætt. Í fyrsta lagi felst greiðslumatið í því að reikna út mögulega greiðslugetu umsækjenda.
Meira
Nú þegar vetur fer í hönd er rétt að huga að hvernig best er að búa garðinn undir veturinn. Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur gaf Soffíu Haraldsdóttur nokkur ráð um hvað er heppilegt að gera í garðinum á þessum tíma.
Meira
Laserskorinn heilsukoddi úr þrýstijöfnunarefni. Styður vel við hnakka og lagar sig að höfuðlagi. Heitir Visco Medicott, áklæði er rykmaura- og bakteríufrítt Medicottáklæði. Fæst í Svefn og heilsu í...
Meira
Tilbúnar eldhúsgardínur (kappar) eru harla fágætar í Evrópu og eru því gjarnan sérframleiddar fyrir gardínufyrirtæki hér. Kappar eru norrænt fyrirbæri. Þessar eldhúsgardínur eru framleiddar hjá saumastofu Vogue. Þær eru úr polyester.
Meira
Garðabær - Hjá fasteignasölunni Holti er nú í sölu einbýlishúsið Krókamýri 24 í Garðabæ. Þetta er steinhús, byggt 1985 og er það á tveimur hæðum, alls 196,7 ferm., þar af er bílskúr 32,2 ferm.
Meira
Ágæta Morgunblað. Mig langar að benda á að farið er kynslóðavillt í upplýsingum um þá bræður Vilhjálm, Ólaf og Carl Finsen í annars fróðlegri grein í blaðinu sl. þriðjudag, 16. október. Sagt er að þeir hafi átt eina systur, Valgerði Finsen, konu sr.
Meira
Þessi málm-himinsæng er frá Largo í Bandaríkjunum. Er til í svörtu og ryðbrúnu. Hægt er að setja tjöld á grindina og er rúmið fáanlegt í Queen og King stærðum, fæst í Svefn og...
Meira
Það getur falizt mikið hagræði í því að láta sérhæfða aðila annast rekstur húseigna. Magnús Sigurðsson kynnti sér starfsemi Eignaumsjónar hf. og ræddi við framkvæmdastjórann, Hallgrím Óskarsson verkfræðing.
Meira
Það er von BSTR að breytingarnar geri staðalinn skýrari og auðveldari í notkun, segir dr. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri BSTR. Þannig verði stuðlað að auknu öryggi í viðskiptum með hús í byggingu.
Meira
Í SUMAR og haust hefur verið unnið að því að endurnýja þrýstipípur og byggja nýtt stöðvarhús fyrir rafstöð í Tunguá í Tálknafirði. Einnig er búið að festa kaup á nýrri vélasamstæðu frá Austurríki. Það er Tunguvirkjun ehf. sem stendur fyrir framkvæmdunum.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu neðri sérhæð í nýlegu tvíbýli við Seiðakvísl 25. "Þetta er mjög falleg og vel um gengin sérhæð á eftirsóttum stað," segir Friðrik Rúnar Sigurðsson hjá Miðborg.
Meira
Þessi skemmtilegi kertastjaki er frá Glass Studio í Grikklandi. Hann er úr málmi og gleri, fæst silfurlitaður og gylltur í Listgalleríi í Listhúsinu í...
Meira
Húsið var upphaflega byggt sem sóttvarnarspítali, en hefur síðan hýst ýmiss konar starfsemi. Freyja Jónsdóttir skrifar um þetta stílhreina hús, sem enn setur svip á umhverfi sitt.
Meira
FÁ hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa verið jafn eftirsótt og Arnarnes í Garðabæ en lítið um að hús þar komi í sölu, enda vekja þau ávallt athygli þegar þau koma á markað. Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú í einkasölu húsið Haukanes 5.
Meira
Álftanes - Hjá fasteignasölunni Ás er nú í sölu parhús að Suðurtúni 10 á Álftanesi. Þetta er steinhús, byggt árið 2000 og er húsið 194,6 ferm., þar af er bílskúr 26,3 ferm.
Meira
Þetta teppasett heitir Fanny og er úr polyester og bómull frá Canete á Spáni. Teppasettið samanstendur af vatteruðu teppi eða þunnu, skrautkoddum, tveimur koddaverum og pífu. Hægt að fá gardínur í sama lit. Fæst í Svefn og...
Meira
Tvífóturinn er vinsæll til gjafa og fæst í Listgalleríi í Listhúsi. Hann er úr handunnu gleri og áli sem er silfurhúðað. Tvífóturinn er einn af þeim munum sem koma í Listgalleríið frá Glass Studio í Grikklandi.
Meira
ÞAÐ er orðinn árlegur viðburður að íbúum og fyrirtækjum í Húnaþingi vestra séu veittar viðurkenningar fyrir snyrtimennsku. Tilnefndir eru til viðurkenningar einn bóndabær, einn húsagarður í þéttbýli og eitt fyrirtæki.
Meira
Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s.
Meira
LOKAÐ hefur verið fyrir alla umferð á Grundarbraut í Ólafsvík síðustu vikur vegna viðgerða á götunni. Ráðist var í framkvæmdirnar einkum til að skipta út gömlum aspers-lögnum en gatan var orðin léleg og malbikið sprungið.
Meira
Arkitektarnir Meihard von Gerkan og Joachim Zai teiknuðu þetta bóksasafn sem reist var í Clausthal-Zellerfeld. Það þykir framúrstefnulegt, nýta hita vel og á bókasal er bara einn gluggi á mjög þykkum...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.