BJÖRGUNARMÖNNUM tókst í gær að ná tökum á eldinum sem geisaði í Gotthard-vegagöngunum í Sviss í kjölfar áreksturs í þeim á miðvikudagsmorgun. Ellefu lík höfðu fundist í gær, og óttast var að mun fleiri hefðu farist.
Meira
ÍSRAELSSTJÓRN ákvað á fundi um miðnætti í gær að hefja hægfara brottflutning herliðs síns frá bæjum á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna á Vesturbakkanum, að því tilskildu að Palestínumenn virði vopnahléssamkomulag, að því er aðstoðarmaður Ariels...
Meira
MIÐVIKUDAGINN 17. október sl. voru haldnir stórtónleikar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Það var Stórsveit Reykjavíkur ásamt gestasöngvara sínum, Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem flutti fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum.
Meira
ATKVÆÐAGREIÐSLA stendur nú yfir í Félagi flugumferðarstjóra um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslunni lýkur þriðjudaginn 30. október og fer í kjölfarið fram talning atkvæða. Samningar flugumferðarstjóra eru lausir 16.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra ALVÍB og Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga: "Ábending um ávöxtun ALVÍB og Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga í tilefni af umfjöllun Morgunblaðsins um...
Meira
ÍSLENSKA sendiráðið í Japan var formlega opnað í Tókýó í gærkvöldi að viðstöddum Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra, Ingimundi Sigfússyni sendiherra og ýmsum japönskum áhrifamönnum.
Meira
SLYSIÐ í St. Gotthardsjarðgöngunum í Sviss er mikið áfall fyrir verslun og viðskipti milli Norður- og Suður-Evrópu enda eru þau ein fjölfarnasta flutningaleið í álfunni.
Meira
MEIRIHLUTI þeirra sem stunda ferðaþjónustu á Norðurlandi, þ.e. á svæðinu frá Skagafirði til og með Þingeyjarsýslum, hefur áhuga á því að sameinast um rekstur markaðsskrifstofu.
Meira
BANGSADAGUR verður á Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 27. október, en um er að ræða dag sem haldinn hefur verið á norrænum bókasöfnum síðustu fjögur ár.
Meira
Afkoma Arcadia var kynnt í gær en heildartap félagsins nam 10,5 milljörðum króna á síðasta fjárhagsári en tæplega átta milljarða króna hagnaður var af rekstri þess fyrir skatta og óreglulega liði. Baugur hefur lýst áhuga á að eignast öll hlutabréf í Arcadia en eignarhlutur hans nú er 20,1%.
Meira
BAUGUR tilkynnti í gær að félagið ætti í viðræðum við bresku verslunarkeðjuna Arcadia Group um kaup á öllum útistandandi bréfum í félaginu. Nú er eignarhlutur Baugs í Arcadia 20,1%.
Meira
SÁDI-arabíski hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden keypti miltisbrandsgró fyrir andvirði rúmrar milljónar króna af einkareknum rannsóknarstofum í Austur-Evrópu og Suðaustur-Asíu, að sögn félaga í íslömsku Jihad-samtökunum í Egyptalandi.
Meira
NÚ stendur yfir leit að heitu vatni á Gálmaströnd í landi Þorpa í Kirkjubólshreppi, en um miðhluta Strandasýslu hefur í nokkur ár verið kannað hvort ekki fyndist heitt vatn í jörðu.
Meira
FYRIR skömmu voru afhent verðlaun í samkeppni um besta skólavefinn og besta bekkjarvefinn á Skólatorgi.is, athöfnin fór fram í Íþróttahöllinni á Húsavík. Niðurstaða dómnefndar varð að í flokki skólavefja hlaut 1.
Meira
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem var flutningsmaður tillögu sem hafnað var í borgarráði á þriðjudag um að grjótnámi í Geldinganesi yrði hætt, segir það mikil umhverfisspjöll verði Geldinganesið lagt undir atvinnu- og...
Meira
BRAUTSKRÁNING fer fram frá Háskóla Íslands á morgun, fyrsta vetrardag, í Háskólabíói. Meðal þeirra sem brautskrást eru Halldór Ísak Gylfason með B.S.
Meira
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hefur í hyggju að stórauka framleiðslu sína á sýklalyfinu Ciprox, eða Ciprofloxacin þar sem spurn eftir því á Evrópumarkaði er talsvert umfram framboð.
Meira
MIKIL kyrrð ríkti í Þórsmörk í gær og notuðu starfsmenn Skógræktar ríkisins góða veðrið til að dytta að göngustígum á milli Húsadals og Langadals en þeir ráðgera að ljúka áfanganum í dag.
Meira
ÁSGERÐUR Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi var einróma endurkjörin formaður suðvesturkjördæmis á fyrsta aðalfundi kjördæmisins sem haldinn var 23. október.
Meira
FÉLAGSMENN í Starfsmannafélagi Suðurnesja geta keypt árskort í sundlaugum á starfssvæðinu og í einni líkamsræktarstöð á sérstöku verði og fá styrk hjá félaginu fyrir hluta gjaldsins.
Meira
AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum hefst í dag. Umhverfismálin verða í brennidepli. Aðalfundurinn er haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Hann hefst klukkan 13 í dag og lýkur síðdegis á morgun.
Meira
FORDÓMAR í garð múslíma á Íslandi hafa farið vaxandi eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september sl. Fordómarnir eru einna mest áberandi í garð múslíma með arabískt yfirbragð og er jafnvel hrópað á eftir þeim á götu.
Meira
GUÐRÚN Kristjánsdóttir prófessor, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn: Barnahjúkrun á tímamótum: Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra í krafti þekkingar. Fyrirlesturinn verður haldinn í dag föstudaginn 26. október kl.
Meira
85,8% nýbakaðra feðra tók feðraorlof á fyrstu níu mánuðum ársins, það er eftir að ný lög um fæðingar- og foreldraorlof tóku gildi um síðustu áramót.
Meira
ALÞJÓÐLEGU umhverfisverndarsamtökin World Wildlife Fund, WWF, lögðust í gær á sveif með íslenskum stjórnvöldum sem ásamt nokkrum öðrum ríkjum hafa mjög hvatt Heimsviðskiptastofnunina (WTO) til að taka ríkisstyrki í sjávarútvegi til skoðunar.
Meira
VIÐ húsleit sem lögreglan gerði í á þriðjudag hjá konu sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot og innbrotstilraunir í apótek í Reykjavík, fundust gullmunir sem stolið var þegar brotist var inn í gullsmíðaverkstæði í Foldahverfi í júlí fyrr á...
Meira
ER óvinur óvinar þíns nauðsynlega vinur þinn? Nei, þannig er því ekki farið þegar um er að ræða Norðurbandalagið, samtök andstæðinga talibana-stjórnarinnar, sem ræður innan við 10% lands í Afganistan.
Meira
LÖGREGLAN á Sauðárkróki lagði í gærmorgun hald á loftskammbyssu sem fannst í herbergi á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þetta var í þriðja skiptið á þessu hausti sem lagt er hald á vopn á lóð skólans.
Meira
FREYJA Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í hreysti hjá IFBB-sambandinu, hélt utan til Brasilíu í vikunni til að keppa á heimsmeistaramótinu í greininni en það hefst í dag.
Meira
KEPPNIN um Herra Suðurnes verður haldin í félagsheimilinu Festi í Grindavík í kvöld. Húsið verður opnað klukkan hálf níu. Tíu menn taka þátt í keppninni og hafa þeir verið að undirbúa sig að undanförnu.
Meira
MILT veður hefur einkennt haustið hingað til og einn bjartan föstudag fóru nemendur í grunnskólunum á Svalbarði og Þórshöfn saman í útreiðartúr. Það voru nemendur í 7. og 8.
Meira
ÚRSKURÐARNEFND almannatrygginga hefur tekið til umfjöllunar nýlegt álit umboðsmanns Alþingis þar sem því var beint til nefndarinnar að taka fyrir að nýju mál karlmanns sem hafnað var um bótakröfu vegna slyss sem hann varð fyrir á leið til vinnu.
Meira
DANINN Peter Heine Nielsen situr einn í efsta sæti minningarskákmótsins með fullt hús vinninga eftir þrjár umferðir. Mótið er haldið til minningar um Jóhann Þóri Jónsson en þátttakendur eru fjörutíu talsins, þar af tólf stórmeistarar.
Meira
FRAMLÖG til Vegagerðarinnar verða tæplega hálfum öðrum milljarði lægri á árinu 2002 en kveðið er á um í vegaáætlun, vegna sérstakra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til. Alls verður 5,8 milljörðum kr. varið til nýframkvæmda í vegamálum, skv.
Meira
UPPI HAFA verið áform meðal eigenda Norðuráls hf. á Grundartanga að stækka verksmiðjuna í um 300 þúsund tonn en framleiðslan er nú um 90 þúsund tonn. Þetta kom m.a.
Meira
MEÐALATVINNUTEKJUR á árinu 2000 svöruðu til 164 þúsund króna til jafnaðar á mánuði. Atvinnutekjur á mann hækkuðu um 9% frá 1999 til 2000 og kaupmáttur jókst um 3,8%.
Meira
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morgun, laugardaginn 27. október. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 sama dag. Guðsþjónusta í Grenilundi sunnudaginn 28. október kl. 16. Kyrrðarstund í Svalbarðskirkju kl. 21 á...
Meira
HÁTÍÐIN "Við vorum ung í Kópavogi 1950-1970" verður haldin í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 3. nóvember nk. Húsið verður opnað kl. 21 og leikur Gunnar Páll Ingólfsson fyrir gesti. Eftir það mun Lúdó og Stefán leika fyrir dansi til kl. 3.
Meira
Í BRUNAMÁLASTOFNUN er nú unnið að drögum að reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum og segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra að í reglugerðinni, sem verður sett fljótlega, verði tíundað hvaða kröfur skuli vera gerðar til brunavarna, t.d.
Meira
HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá héraðsdómi máli sem forsetar Alþýðusambands Íslands höfðuðu gegn íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfall sjómanna síðasta vor. Taldi Hæstiréttur m.a.
Meira
ÁRLEG landskeppni Smalahundafélags Íslands verður haldin á Eyrarlandi í Fljótsdal um næstu helgi, 27.-28. október, og er það í fyrsta sinn sem hún fer fram á Austurlandi. Keppt verður í þremur flokkum, unghunda-, byrjenda- og almennum flokki.
Meira
LAUFÁSVEGI hefur verið lokað við Skothúsveg og er það liður í öryggisráðstöfunum við bandaríska sendiráðið, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarverkfræðings.
Meira
FYRSTA ganga vetrarins á vegum Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd verður farin laugardaginn 27. október kl. 11. Farið verður frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Þetta er létt innanbæjarrölt við flestra hæfi.
Meira
Kristín Kristmundsdóttir félagsráðgjafi er fædd í Reykjavík 1954. Hún útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Árósum 1979 og hóf störf á geðdeild Landspítalans 1980. Frá 1987 hefur hún starfað á Barna- og unglingageðdeild Háskólasjúkrahúss Landspítala við Dalbraut og einnig hjá Fræðsluþjónustunni Eirð. Eiginmaður Kristínar er Eyjólfur Einar Bragason arkitekt. Þau eiga tvö börn, Pétur Örn og Elísabetu Björtu.
Meira
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 23. október sl. kl. 19,30 varð árekstur á Bústaðavegi til móts við Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi. Þar rakst rauð Honda fólksbifreið á aðra bifreið sem ekið var til austurs.
Meira
Í SKÝRSLU um stefnumótunina voru sett fram markmið um að efla t.d. vöruþróunar- og markaðsstarf fyrirtækja og hvetja fyrirtæki í matvælaiðnaði til að vera leiðandi í tækni.
Meira
ÁSMUNDUR Tryggvasson hjá Greiningu Íslandsbanka segir að fréttirnar af hugsanlegu yfirtökutilboði Baugs í Arcadia séu að sjálfsögðu stórtíðindi. Arcadia sé félag sem metið er á yfir 500 milljónir punda, velti um 1.900 milljónum punda og starfræki yfir 2.
Meira
HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá héraðsdómi máli sem forsetar Alþýðusambands Íslands höfðuðu gegn íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfall sjómanna síðasta vor. Taldi Hæstiréttur m.a.
Meira
MÁLSTOFA hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands verður haldinn mánudaginn 29. október kl. 15.30 í Sölvhóli. Yfirskrift fundarins er: Hvað eru margir þorskar í sjónum? Frummælandi er Guðmundur Guðmundsson. Fundurinn er öllum...
Meira
SLYSIÐ í St. Gotthards-göngunum er aðeins eitt af mörgum, sem orðið hafa í jarðgöngum í Ölpunum á síðustu árum. Í þeim hefur farist að minnsta kosti nokkuð á þriðja hundrað manns.
Meira
BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun í dag kl. 17 afhenda Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM), uppgert hús við Hafnarstræti 16. Húsið er að stofni til frá 1824 og er ætlunin að þar verði miðstöð myndlistar á Íslandi.
Meira
TALSMAÐUR bandaríska varnarmálaráðuneytisins viðurkenndi á miðvikudag að talibanar í Afganistan veittu meiri mótstöðu en almennt hefði verið talið fyrirfram að þeir myndu gera.
Meira
SKIPULAGSNEFND Seltjarnarness ákvað á fundi sínum á þriðjudag að mæla með tillögu Íslenskra aðalverktaka hf. að skipulagi á Hrólfsskálamel við bæjarstjórn.
Meira
SIGURÐUR Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, segir að nýleg skýrsla Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins um tilraun með hemlunarvegalengdir mismunandi vetrardekkja staðfesti það sem hann og fleiri hafi sagt þess efnis að mjög ör þróun hafi...
Meira
Í dag kl. 9.15 hefst í Norræna húsinu í Reykjavík námsstefna um "norsku húsin á Íslandi". Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun setja námsstefnuna sem stendur í dag og á morgun, laugardag.
Meira
NÆR 10.000 Bandaríkjamenn hafa tekið inn sýklalyf að beiðni yfirvalda til að fyrirbyggja miltisbrandssýkingu, að sögn bandarískra embættismanna í gær. Ekki er vitað hversu margir hafa tekið inn lyf við miltisbrandi án samráðs við yfirvöld.
Meira
KARLMAÐUR á fertugsaldri, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók á ofsahraða um íbúðargötur á Seyðisfirði síðdegis í gær eftir að hann virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar.
Meira
"GÖNGIN fylltust skyndilega af kolsvörtum reyk og ég heyrði strax skelfingaróp í fólki," sagði flutningabílstjórinn Marco Frischknecht, en honum tókst að forða sér út eftir slysið í St. Gotthards-jarðgöngunum í fyrradag.
Meira
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum að fela Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra að ganga frá samningum vegna ráðgjafar og undirbúnings að byggingu menningarhúss.
Meira
FÉLAGAR í Samlaginu, listhúsi, opna sýningu á nýjum verkum m.a. leirlist, textíl og málverkum, í Háskólabókasafninu á Akureyri, fyrsta vetrardag 27. október kl. 15.00- 17.00. Sýningin stendur til 30. nóvember og er opin alla virka daga frá 08.00-18.
Meira
TVEIR ungir menn á Dalvík hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða sekt í ríkissjóð vegna nytjastulds og umferðarlagabrots.
Meira
Hljómsveitirnar Quarashi og Botnleðja léku í gærkvöldi með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir troðfullum sal Háskólabíós. Samruni sígildra og nýgildra tóna féll vel í kramið hjá áheyrendum og ætlaði fagnaðarlátum í lok tónleikanna seint að...
Meira
RANNSÓKN sýklafræðideildar Landspítala - háskólasjúkrahúss leiddi í ljós að enginn miltisbrandur var í dufti sem fannst í bréfi sem barst inn á heimili Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um miðjan dag á þriðjudag.
Meira
Í GREINARGERÐ Kanon arkitekta með tillögunni, sem þeir unnu fyrir ÍAV og skipulagsnefnd hefur samþykkt að mæla með við bæjarstjórn, segir að meginhugmyndin sé að byggingarnar skapi aðlaðandi íbúðabyggð með þægilegum útirýmum sem tengjast innbyrðis.
Meira
Þessi litli fugl söng undurblítt fyrir forsætisráðherra í góða veðrinu. Ekki vitum við hvaða laglínur hann fór með en hugsanlega hefur það verið "Vorið er komið", svo mikil blíða hefur verið...
Meira
GIFT (Greenland Iceland Finland Together) nefndist norrænt samstarfsverkefni Myndlistarskólans á Akureyri, Arts Academy Turku Polytechnic í Finnlandi og Listaskólans í Nuuk í Grænlandi.
Meira
HAGNAÐUR Arcadia fyrir skatta og óreglulega liði á fjárhagsári félagsins, sem lauk í lok ágúst, var 53,3 milljónir punda, sem samsvarar tæpum 8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar varð 8,5 milljóna punda tap af sömu liðum fjárhagsárið 2000.
Meira
UMMÆLIN sem Hlynur Freyr Vigfússon, varaformaður Félags Íslenskra þjóðernissinna, var ákærður fyrir birtust undir millifyrirsögninni "Afríkunegri og Íslendingur" Þar sagði m.a.
Meira
KÓR Félags eldri borgara á Akureyri syngur í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 27. október, kl. 17. Kórinn söng í Vestmannaeyjum í vor og nú í haust á Dalvík og Ólafsfirði og hlaut hvarvetna góðar undirtektir.
Meira
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að af hálfu stjórnvalda sé jákvæður vilji fyrir því að Gljúfrasteinn komist í eigu ríkisins í því skyni að húsið sé varðveitt til minningar um Halldór Laxnes.
Meira
VERKFALL Sjúkraliðafélags Íslands á sjálfseignarstofnununum Grund og Ási hófst á miðnætti í nótt og stendur næstu þrjá daga. Þegar því lýkur tekur við þriggja daga verkfall sjúkraliða hjá ríkinu og stendur það frá mánudegi til miðvikudags í næstu viku.
Meira
SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar leggur til að Meistarahúsum ehf. verði úthlutað svæði í Innri-Njarðvík og fyrirtækinu heimilað deiliskipuleggja svæðið sem íbúðarbyggð og annast gatnagerð, gegn því að gatnagerðargjöld verði ekki innheimt.
Meira
VETTVANGSRANNSÓKN á upptökum eldisins í húsi Litbolta við Lund í Kópavogi er á lokastigi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi. Nokkuð er í að niðurstöður liggi fyrir.
Meira
HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR í Bandaríkjunum geta skapað ýmis tækifæri í ferðamennsku hingað til lands ef rétt er að málum staðið, að sögn Hauks Birgissonar, forstöðumanns landkynningarskrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt.
Meira
ÝSUKVÓTI smábáta á Suðurnesjum þrefaldast í sumum tilvikum vegna þess viðbótarkvóta sem fyrirhugað er að láta þeim í té í kjölfar kvótasetningar krókabáta í haust. Aðrir fá minna en allir fá einhverja viðbót.
Meira
Ferðaþjónusta og fleiri græðlingar í atvinnulífinu verða áfram vaxtarsprotar í íslenzku atvinnulífi sem ber að hlúa að og hvetja til dáða. Þetta segir í Viðskiptablaðinu.
Meira
Góðar stundir og Regnboginn frumsýnir Ítölsku fyrir byrjendur - Italiensk for begyndere. Með Anders W. Berthelsen, Annette Stövelbæk, Ann Eleonoru Jörgensen, Lars Kålund.
Meira
Mosquito, The Story of Mans Deadliest Foe eftir Andrew Spielman og Michael D'Antonio. Faber og Faber gefur út 2001. 247 síður innb. með registri. Kostaði um 1.200 kr. í Foyles í Lundúnum.
Meira
FERILL leikstjórans/handritshöfundarins/leikarans/framleiðandans Garry Marshalls hefur löngum verið brokkgengur. Sveiflast á milli feikivinsælla, ágætra afþreyingarmynda, niður í hreinræktaða lágkúru.
Meira
UNGLIST hefur verið haldin á hverju ári síðan 1992 en hátíðinni er ætlað að gefa mynd af því hvað ungt fólk er að stússa í listaheiminum, og þá í sem fjölbreyttustu samhengi.
Meira
TVEIR norrænir karlakórar, Mariehamns Kvartetten (MK) frá Álandseyjum og Nio Sångare (NS) frá Gotlandi í Svíþjóð, ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum, sameina krafta sína á tónleikum í Langholtskirkju í dag kl. 17.30.
Meira
EDDUVERÐLAUNIN, verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, verða afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn 11. nóvember næstkomandi á veitingahúsinu Broadway. Dagskráin hefst kl. 20.00 og verður sýnt beint frá verðlaununum í Sjónvarpinu.
Meira
ÚTSKRIFTARÁRGANGUR leiklistardeildar Listaháskóla Íslands frumsýnir í nemendaleikhúsinu við Sölvhólsgötu Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weil í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.
Meira
O.J. SIMPSON var sýknaður í gær af ákæru um líkamsárás en hann var sakaður um að hafa ráðist á ökumann bíls á götu á Miami á Flórída, rifið af honum gleraugun og klórað hann í framan.
Meira
MYNDLISTARSÝNING Sigrúnar Sigurðardóttur stendur nú yfir í Skotinu, Hæðargarði 31. Þetta er fyrsta sýning Sigrúnar en hún fékk fyrst tilsögn í málun árið 1997 hjá Selmu Jónsdótttur og eftir það hjá Þorsteini Eggertssyni.
Meira
TOLLI opnar ekki bara eina, heldur tvær myndlistarsýningar, í spánnýjum húsakynnum Smáralindar í dag. Annars vegar ræðir um yfirlitssýningu í verslunarrými og hins vegar sýningu á nýjum verkum í Vetrargarðinum.
Meira
UM síðustu helgi lauk hinni umfangsmiklu Airwaves-tónlistarhátíð, þar sem fjölmargar íslenskar sveitir og nokkrar erlendar léku á hinum ýmsu stöðum út um borg og bý.
Meira
Tónleikar Botnleðju, Quarashi og Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir yfirskriftinni B+Q+S. Flutt voru verkin Mission Impossible eftir Lalo Schifrin, New Era Dances eftir Aaron Jay Kernis auk ýmissa verka eftir Botnleðju og Quarashi. Hljómsveitaútsetningar fyrir Botnleðju voru í höndum Einars Jónssonar en útsetningar fyrir Quarashi sá Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um. Hljómsveitarstjóri var Hermann Bäumer. Fimmtudaginn 25. október kl. 19.30
Meira
BRÉF og bögglar frá aðdáendum kvikmyndaleikara og tónlistarmanna hljóta nú varfærna meðhöndlun vegna miltisbrandstilfellanna sem upp hafa komið að undanförnu. Slíkur póstur er undir venjulegum kringumstæðum sendur til umboðsfyrirtækja stjarnanna.
Meira
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýningu Helga Gíslasonar, Speglanir, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, lýkur á sunnudag. Opið er á sýninguna laugardag og sunnudag milli klukkan 14-17.
Meira
TÍBRÁR-tónleikum Guðjóns Óskarssonar bassasöngvara og Jónasar Ingimundarsonar með sönglögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem vera áttu í Salnum nk. sunnudagskvöld, er frestað um óákveðinn...
Meira
FRÁ bókaútgáfunni Ormstungu eru væntanlegar þrjár bækur. Skáldsaga Samuels Beckett Molloy í þýðingu Trausta Steinssonar. Bókin skiptist í tvo hluta.
Meira
Það á að vera sérstakt ánægjuefni að við höfum náð þeim árangri, segir Sigursteinn Másson, að fólk á Íslandi þorir frekar að leita sér hjálpar þrátt fyrir fordómana en víðast annars staðar.
Meira
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 20. október keyrði ég vestur í Skagafjörð til að hlýða á tónleika. Þar sem ég bý á Akureyri þurfi ég að fara yfir Öxnadalsheiðina. Ég er svosem vanur því en í þetta skiptið var svarta þoka, því sóttist ferðin ekki mjög greiðlega.
Meira
HINN 18. október var birt grein eftir Björgvin G. Sigurðsson í Morgunblaðinu um tillögu Samfylkingarinnar að koma á fót milliliðalausu lýðræði á Íslandi, með hjálp Netsins.
Meira
Strætóferðir í Smáralind ER Smáralind eingöngu ætluð fólki í Kópavogi eða Breiðholti? Ég ætlaði að fara með strætó inn í Smáralind úr vesturbæ Reykjavíkur og komst þá að því að ég þarf að fara á skiptistöðina í Mjódd í Breiðholti.
Meira
Eiríkur Tómasson Jónsson fæddist 26. febrúar 1909 í Miðengi á Akranesi. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða hinn 18. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Ásmundssonar trésmíðameistara, f. í Vatnsholti í Grímsnesi 18.5. 1871 d. 27.12.
MeiraKaupa minningabók
Elín Brynjólfsdóttir Vestergaard fæddist í Reykjavík 5. september 1928. Hún lést í Kornerup í Danmörku 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Bjarnason, alþingismaður og ráðherra, f. 26.5. 1898, d. 17.4.
MeiraKaupa minningabók
Erlingur Bjarni Magnússon fæddist á Miðjanesi í Reykhólasveit 7. október 1931 og ólst upp lengst af í Bæ í Króksfirði. Hann lést 20. október síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Guðni Steingrímsson fæddist á Austurgötu 5 í Hafnarfirði 7. janúar 1931. Hann lést á St. Jósefsspítala 16. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Steingríms Jónssonar og Guðrúnar Einarsdóttur.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Lovísa Sigurðardóttir fæddist 27. júní 1944. Hún lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Jóna Kristófersdóttir húsmóðir, f. 28.
MeiraKaupa minningabók
Ingveldur Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 22. september 1942. Hún lést 18. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Árnadóttir og Guðmundur Guðnason. Systkini Ingveldar eru Lúðvík, María (látin), Guðríður og Ása.
MeiraKaupa minningabók
Jóhannes Gunnar Jóhannesson skipstjóri og útgerðarmaður, Framnesvegi 15 í Keflavík, fæddist á Gauksstöðum í Garði 7. ágúst 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. október síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Kristjánsdóttir fæddist á Bergsstöðum í Aðaldal 21. júní árið 1910. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Davíðsson, f. 4.8. 1884, d. 15.3. 1961, og Hólmfríður Jakobsdóttir, f. 3.1.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Sigurðardóttir fæddist í Ólafsfirði 9. maí 1922. Hún lést á sjúkradeild dvalarheimilisins Hornbrekku í Ólafsfirði 21. október síðastliðinn. Kristín var dóttir Sigurðar Jónssonar verslunarmanns, f. 16. nóvember 1891, d. 23.
MeiraKaupa minningabók
Lilja Guðjónsdóttir fæddist í Gullbringu á Búðum í Fáskrúðsfirði 11. apríl 1921. Hún lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 17. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafía B. Jónsdóttir, f. 2.12. 1892, d. 25.6. 1964, og Guðjón Bjarnason, f. 15.3.
MeiraKaupa minningabók
Unnur Fjóla Finnbogadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1917. Hún lést á Landakotsspítala 15. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. október.
MeiraKaupa minningabók
Vilborg Ingibjörg Aðalsteinsdóttir fæddist 24. júní árið 1954 í Reykjavík. Hún lést laugardaginn 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Bára I. Vigfúsdóttir húsmóðir, f. 25. maí 1921, og Aðalsteinn V.
MeiraKaupa minningabók
Þrúður Guðmundsdóttir fæddist á Snæfjöllum á Snæfjallaströnd 2. janúar árið 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarney Guðrún Bjarnadóttir og Guðmundur Jónsson búfræðingur.
MeiraKaupa minningabók
TAP Nýherja hf. nam 94 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en félagið skilaði 173 milljóna króna hagnaði á sama tímabili í fyrra. Í árshlutareikningi félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins kemur fram að rekstrartekjur voru 2.
Meira
Innan Lyfjaverslunar Íslands hf. hefur undanfarna mánuði verið deilt um kaup félagsins á Frumafli ehf. Það mál er komið til dómstóla. Þangað er einnig komin stefna vegna kaupa Lyfjaverslunar á A. Karlssyni hf. frá í fyrra. Þess er krafist að þau kaup verði ógilt að hluta til með sömu rökum og haldið var fram gegn kaupunum á Frumafli.
Meira
GENGI íslensku krónunnar lækkaði um 0,69% í gær. Gengisvísitalan var 145,40 stig í lok dags, en var 144,40 stig við opnun. Vísitalan er nú í næsthæsta lokunargildi sem verið hefur. Það var aðeins 20. júní í sumar sem það fór hærra, í 145,75 stig.
Meira
Þau tímamót urðu í gær að formlega var opnað sendiráð Íslands í Japan. Meðal gesta við opnunina var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga viðskipti við Japani. Guðjón Guðmundsson var viðstaddur opnunina í Tókýó og ræddi við fulltrúa fyrirtækjanna.
Meira
MAREL hf. hefur gert tvo stefnumarkandi samninga við fyrirtæki í kjötiðnaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Verðmæti samninganna er um 500 milljónir króna.
Meira
NORRÆNA ferðaskrifstofan ehf. hefur tekið upp samstarf við ferðaskrifstofuna Terra Nova hf. Mun Terra Nova taka yfir og annast alla þjónustu og starfsemi Norrænu ferðaskrifstofunnar sem er í eigu Smyril Line í Færeyjum og Austfars ehf.
Meira
HLUTHAFAFUNDUR hefur verið boðaður hjá Línu.Neti næstkomandi þriðjudag. Fyrir liggur að óskað verður eftir heimild frá stjórn félagsins til hækkunar á hlutafé um allt að 350 milljónir króna. Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Línu.
Meira
60 ÁRA afmæli. Í dag 26. október er sextugur Kjartan Leifur Sigurðsson, Starrahólum 8, Reykjavík. . Hann og eiginkona hans, Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir, taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 19 á...
Meira
80 ÁRA afmæli . Í dag föstudaginn 26. október er áttræður Vigfús Pétursson, Bárðarási 7, Hellissandi. Eiginkona hans er Guðrún Guðlaugsdóttir. Vigfús er að heiman í...
Meira
Heimsmeistaramótið hófst á mánudaginn í París. Í fyrsta hluta spila þátttökuþjóðirnar innbyrðis tuttugu spila leiki, en síðan taka við lengri útsláttarleikir.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. september sl. í Bessastaðakirkju af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur og sr. Bjarna Karlssyni Sigríður Hulda Jónsdóttir og Þorsteinn Helgi...
Meira
Í dag er föstudagur 26. október, 299. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.
Meira
Það er ólíklegt að fyrir bin Laden hafi vakað að gera hryðjuverkastarfsemi svo fullkomlega ófína að jafnvel sannfærðustu og harðsvíruðustu praktíserendur hennar snúi sér í ofboði að öðru.
Meira
Minningarmót Jóhanns Þóris. Önnur umferð 1 Ivan Sokolov - Helgi Ólafss. 1-0 2 Peter H. Nielsen - Þröstur Þórhallss. 1-0 3 Hannes H. Stefánss. - Leif Joh.sen 1-0 4 Tomi Nyback - Lars Schandorff ½-½ 5 Murray G. Chandler - Jón V. Gunnarss.
Meira
Á sunnudag hefjast Tónlistardagar Dómkirkjunnar í Reykjavík í 20. sinn. Í þessari árvissu veislu fyrir áhugafólk um kirkjulega tónlist er enn á ný boðið upp á frumflutning á nýju verki.
Meira
Blítt lætur veröldin, fölnar fögur fold. Langt er síðan yndið mitt var lagt í mold. Austan blikar laufið á þann linda. Allt er óhægara að leysa en binda. Svanurinn syngur víða, alla gleðina fær. Blómgaður lundurinn í skógi...
Meira
VÍKVERJI ferðaðist með innanlandsflugi á milli borga í Noregi á dögunum, nánar tiltekið frá Ósló til Bergen og aftur til baka, sem er svo sem ekki í frásögur færandi.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, tók þátt í 19 atvinnumannamótum á keppnistímabilinu og þar af voru þrjú á evrópsku mótaröðinni en hin voru á áskorendamótaröðinni (Challenge Tour).
Meira
KEPPNISFYRIRKOMULAGIÐ í deildabikarkeppni KSÍ í meistaraflokki karla á næsta ári verður með sama sniði og í ár, það er keppninni verður skipt upp í tvær deildir.
Meira
ALÞJÓÐAKNATTSPYRNUSAMBANDIÐ, FIFA, samþykkti nýjar félagaskiptareglur í knattspyrnunni sem tóku gildi hinn 1. september síðastliðinn. Rauði þráðurinn í þeim er að heimil eru ein félagaskipti milli landa á tólf mánaða fresti.
Meira
EFTIRTALDIR leikmenn hafa verið seldir frá Rosenborg: England Tottenham: Steffen Iversen, Öyvind Leonardsen. Blackburn: Stig Inge Björnebye. Liverpool: Vegard Heggem, Björn Tore Kvarme (seldur til Frakklands). Derby: Björn Otto Brakstad.
Meira
* GLENN Hoddle , knattspyrnustjóri Tottenham , segir að Sergei Rebrov verði að sýna þolinmæði, röðin komi að honum í byrjunarliði Tottenham . Re brov er mjög ánægður í herbúðum Tottenham en þykir Hoddle ekki vera hliðhollur sér.
Meira
GERRARD Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, verður að breyta lífsháttum sínum í kringum knattspyrnuna þegar hann snýr til starfa á nýjan leik eftir hafa verið skorinn upp vegna hjartakvilla.
Meira
KÖRFUKNATTLEIKUR Kjörísbikarkeppnin, 16-liða úrslit, seinni leikir: Skallagrímur - ÍR 75:74 *Eftir framlengingu. *ÍR komst áfram. Haukar - Stjarnan 74:63 *Haukar komast áfram.
Meira
LEIFUR Garðarsson, körfuknattleiksdómari úr Haukum í Hafnarfirði, mun dæma landsleik á milli Írlands í Dyflinni hinn 28. nóvember. Leikurinn er liður í C-riðli Evrópukeppni landsliða. Meðdómari Leifs verður Nicolas Maestre frá Frakklandi.
Meira
NÝLEG könnun norska dagblaðsins Aftenposten sýnir svart á hvítu að af 14 knattspyrnuliðum í úrvalsdeild eru aðeins 4 þeirra réttum megin við strikið en 10 félög eru rekin með tapi sem nemur rúmlega einum milljarði íslenskra króna og er þá miðað við keppnistímabilið sem lýkur um helgina.
Meira
ÞAÐ ríkir mikil spenna fyrir leik Brann og Rosenborg í norskur deildarkeppninni á sunnudag sem fram fer á heimavelli Brann í Bergen. Sigri gestirnir verður Rosenborg meistari, 10. árið í röð.
Meira
* RAGNAR Óskarsson var markahæstur í liði Dunkerque sem gerði jafntefli við Creteil, 21:21, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Ragnar , sem leikið hefur sérlega vel með Dunkerque , skoraði sex mörk.
Meira
DREGIÐ var í 8 liða úrslitum í SS-bikarkeppni Handknattleikssambands Íslands í gær. Í karlaflokki mætast bikarmeistaralið Hauka og HK úr Kópvogi en liðin léku til úrslita í keppninni sl. vor. Bikarmeistaralið ÍBV í kvennaflokki leikur gegn Val í Vestmannaeyjum en ÍBV sigraði Hauka í úrslitum á sl. keppnistímabili.
Meira
SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, hefur fengið inni í Clemson-háskólanum í S-Karólínu í Bandaríkjunum. Silja heldur utan eftir áramót, en hún mun einnig keppa með frjálsíþróttaliði skólans. Fyrir vikið fær hún felld niður námsgjöld.
Meira
FORRÁÐMENN skoska knattspyrnusambandsins, SFA, hafa ekki gefið upp alla von um að krækja í starfskrafta Alex Fergusons en hann mun hætta sem framkvæmdastjóri Manchester United þegar keppnistímabilinu lýkur.
Meira
FLESTIR knattspyrnuáhugamenn dæsa þegar talað er um norska knattspyrnu og nudda aftanverðan hálsinn minnugir þess að leikstíll norska landsliðsins sl. áratug einkenndist af háloftaspyrnum frekar en lipru samspili á iðjagrænum knattspyrnuvellinum. Rosenborg frá Þrándheimi hefur drottnað í norsku deildinni undanfarinn áratug en að sama skapi er leikaðferð liðsins eins langt frá leikaðferð norska landsliðsins og hugsast getur.
Meira
* TÉKKINN Tomas Repka, sem gekk til liðs við West Ham frá Fiorentina á Ítalíu fyrir mánuði, segir að knattspyrnan á Englandi sé í hærri gæðaflokki en á Ítalíu .
Meira
Í FEBRÚAR á þessu ári hittust Nils Arne Eggen og Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, í æfingaaðstöðu norsku félagsliðanna á La Manga á Spáni og spjölluðu við blaðamann frá Aftenposten .
Meira
RAKEL Dögg Þorvarðardóttir, 25 ára, kynntist íslam í gegnum fósturföður sinn þegar hún var 8 ára. Eftir talsverða umhugsun ákvað hún að gerast múslími 12 ára gömul. "Pabbi var mjög duglegur að tala við okkur um íslam.
Meira
HLJÓÐLAUST nýtir hann sér hverja smugu til að þjóta með leifturhraða um helstu umferðaræðarnar í örvæntingarfullri leit sinni að réttu aðstæðunum til að láta til skarar skríða. Ef vel tekst til eru ekki borin kennsl á hann fyrr en alltof seint.
Meira
NEMENDUR á öðru ári í textíl- og fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands duttu heldur betur í lukkupottinn hér á dögunum er þeim gafst kostur á að taka þátt í undirbúningi "Tískuvikunnar í París", en þar mætast helstu tískustraumar samtímans...
Meira
GERRY Adams , leiðtogi stjórnmálaflokks Írska lýðveldis-hersins, óskaði eftir því við lýðveldisherinn á mánudag að hann afvopnaðist. Tilgangurinn er að bjarga friðarsamningum sem gerðir voru fyrir þremur árum.
Meira
Vinstri hreyfingin - grænt framboð hélt landsfund um síðustu helgi. Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn formaður. Hann fjallaði í ræðu sinni um stefnu stjórnarinnar.
Meira
QUSSAY Odeh er 21 árs Palestínumaður og hefur búið á Íslandi í tvö og hálft ár. "Ég kom hingað til að fara í framhaldsnám og legg stund á tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Með náminu er ég að vinna á Hróa hetti og Landspítalanum í Fossvogi.
Meira
Kvikmyndin Mávahlátur var frumsýnd með viðhöfn í Háskólabíói á laugardag. Hún gerist í íslensku sjávarþorpi um miðja síðustu öld. Myndin fjallar um Freyju sem kemur heim frá Bandaríkjunum eftir nokkurra ára dvöl þar.
Meira
"ÉG HEFÐI áreiðanlega klárað lögfræðina, sem ég var byrjaður á, ef ég hefði ekki verið kominn á bólakaf í dansinn," segir Heiðar Ástvaldsson danskennari. Hann rifjar upp að eitt sinn hafi Ólafur Jóhannesson prófessor tekið sig upp í tíma.
Meira
HVORT sem draugar eru til eða ekki er ekki hægt að kveða þá niður. Þeir hafa bæði áhrif á einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þórbergur Þórðarson skrifaði um Viðfjarðarundrin árið 1945. Slík undur gerast enn og skrifaði t.d.
Meira
BJÖRN B. Jónsson var kjörinn formaður Ungmennafélags Íslands í Stykkishólmi um helgina. Björn sagðist hlakka til að takast á við ábyrgðarmikið starf. Björn tekur við formennsku af Þóri Jónssyni .
Meira
KJELL Magne Bondevik , leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, hefur myndað stjórn borgaraflokka með Hægriflokknum og Venstre. Stjórnin er í minnihluta en nýtur stuðnings Framfaraflokksins. Alls eru ráðherrarnir átján.
Meira
"ÞEGAR ég var unglingsstelpa hafði ég mikinn áhuga á leiklist, líklega vegna þeirrar áráttu minnar frá blautu barnsbeini að vilja alltaf vera miðpunkturinn. Af einhverjum ástæðum fannst mér ég snemma vera eitthvað, hvaðan sem sú hugmynd kom.
Meira
YOUSEF Ingi Tamimi er 12 ára Breiðhyltingur alinn upp í íslamskri trú. Pabbi hans er frá Palestínu en mamma hans fædd og uppalin á Íslandi. Hún gerðist múslimi eftir að hún kynntist föður hans fyrir tæplega tveimur áratugum.
Meira
"Á TÍMABILI heillaði mig mikið að læra arkitektúr," segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona. "Mér finnst ekkert ósennilegt að ég hefði lagt það fyrir mig, ef röddin hefði þótt alveg ómöguleg.
Meira
* Afritið reglulega öll tölvugögn. * Uppfærið vírusvörnina reglulega. * Opnið aldrei viðhengi frá ókunnugum. * Opnið aldrei grunsamleg viðhengi. * Opnið ekki tölvupóst ef efnistilvísunin er grunsamleg. * Eyðið alltaf keðjubréfum og ruslpósti.
Meira
"ÉG VAR ákveðinn í að verða tónlistarmaður og ef ég myndi skipta um starfsvettvang núna gæti ég vel hugsað mér að leggja tónlistina fyrir mig," segir Guðjón Már Guðjónsson athafnamaður og stofnandi Oz og Íslandssíma með meiru.
Meira
Hulda Karlotta og Gíslína vinna undir leiðsögn kennarans, Lindu Bjargar, við hönnun á kjól eftir Martine Sitbon, sem sýndur var á tískuvikunni í París (efst til hægri).
Meira
"ÞEGAR ég var ungur hafði ég mikinn áhuga á að læra til kokks, eða verða það sem nú heitir á fínna máli matreiðslumaður," segir séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi.
Meira
"EF ÉG væri ekki leikkona væri ég líklega innanhússarkitekt," segir Þórunn Lárusdóttir. "Ég verð að fá útrás fyrir sköpunargleðina og finnst frábær tilhugsun að fá að skipuleggja heimili, jafnt eldhús sem stofur og aðrar vistarverur.
Meira
FJÖLMENNI var við opnun nýja veitingahússins og skemmtistaðarins Framtíðardraums á föstudagskvöld. Húsið, sem stendur við Lækjargötu, er hannað af Sigríði Beinteinsdóttur arkitekt, en Þórunn Lárusdóttir innanhússarkitekt hannaði innréttingar.
Meira
Bandarískar sérsveitir hófu landhernað í Afganistan á laugardag í baráttunni við hryðjuverkamenn. Árás sérsveitanna var gerð í skjóli nætur. Mikil átök urðu við borgina Kandahar, sem er höfuðvígi talibana.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.