SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, áttu með sér fund í gærkvöld á heimili Guys Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, í Brussel en leiðtogar Evrópusambandsins leggja nú mikið kapp á að koma af stað...
Meira
KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær, að yfirlýsingar Osama bin Ladens um að lýðræði og mannréttindi væru bara vestrænar hugmyndir væru móðgun við þriðja heiminn, sem hann þættist þó berjast fyrir.
Meira
DANIEL Ortega, fyrrverandi skæruliðaleiðtogi í Níkaragva, viðurkenndi í gær, að hann hefði borið lægri hlut fyrir kaupsýslumanninum Enrique Bolanos í forsetakosningunum á sunnudag.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að sigur í baráttunni við hryðjuverkaöflin væri brýnasta viðfangsefnið í efnahagsmálum heimsins. Á því yltu störf milljóna manna, lífskjör, verslun og viðskipti.
Meira
LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði 18 ára ökumann í Njarðvík aðfaranótt laugardags. Pilturinn ók bíl sínum á 89 km hraða þar sem hámarkshraði er 50. Í ljós kom að hann var áberandi ölvaður og hafði þar að auki verið sviptur ökuréttindum.
Meira
UM 40 tilkynningar um barnaklám á Netinu hafa borist samtökunum Barnaheill frá því tekinn var í notkun tilkynningahnappur á nýjum vef samtakanna 30. október.
Meira
AÐALFUNDUR Hollvinafélags læknadeildar Háskóla Íslands verður haldinn í fundarherbergi Norræna hússins miðvikudaginn 7. nóvember kl. 12. Venjuleg aðalfundarstörf og umræður um starfið...
Meira
"TILGANGURINN með þessu uppátæki var að leggja áherslu á að góð aðstaða væri fyrir hreyfihamlaða á Selfossi, auk þess að safna peningum fyrir félagasamtök fatlaðra á Suðurlandi," sagði Eiríkur Harðarson sem á nýliðnu hausti hjólaði frá Selfossi...
Meira
ALÞJÓÐLEGUR skipulagsdagur verður fimmtudaginn 8. nóvember. Af því tilefni standa Þróunar- og fjölskyldusvið Reykjavíkurborgar og Borgarfræðasetur fyrir morgunverðarfundi um skipulagsmál á Grand Hótel, kl. 8.
Meira
Íslenskur vinnumarkaður er í nokkurri lægð um þessar mundir og fréttir hafa borist af uppsögnum hjá mörgum fyrirtækjum. En hvaða fólki er verið að segja upp og hver eru viðbrögð þess? Steingerður Ólafsdóttir leitaði svara.
Meira
TILLAGA um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2024 var rædd á fundi borgarstjórnar á fimmtudag og sagði Árni Þór Sigurðsson að tillagan yrði afgreidd til auglýsingar á næsta fundi samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 12.
Meira
Á ÞÉR að líða vel í vinnunni? er yfirskrift afmælisráðstefnu sem Starfsmannafélag Akureyrarbæjar, STAK, efnir til 7. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin á Fiðlaranum við Skipagötu og stendur frá kl. 13 til 17.
Meira
ÞAÐ var tignarlegt um að litast við Gullfoss í gær þar sem Vetur konungur vinnur hörðum höndum að því að ná yfirhöndinni yfir þessum gullna öldungi. Enn sem komið er hefur hann einungis náð að beisla það vatn sem er umhverfis fossinn.
Meira
ÚT er komið 6. tbl. af "Barnagátum". Nú, eins og áður, er efni blaðsins krossgátur og annað efni fyrir byrjendur. Gáturnar eru vandaðar og sniðnar fyrir byrjendur - og fylgir lausn hverri gátu í blaðinu, segir í fréttatilkynningu.
Meira
UM KLUKKAN þrjú aðfaranótt sunnudags tilkynnti maður til lögreglu að hann hefði komið að fjögurra ára barni á hlaupum utandyra í vesturbæ Reykjavíkur.
Meira
ÞAÐ var mikið að gera á dekkjaverkstæðum borgarinnar í gær eftir að myndarlegt snjólag hafði sest á götur og torg og því ansi hált að aka um á sumardekkjunum einum.
Meira
NÝSJÁLENSKI heimspekingurinn Rosalind Hursthouse heldur fyrirlestur um Dygðafræði og umhverfismál á vegum Hugvísindastofnunar og heimspekideildar háskólans í Lögbergi, stofu 101, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 16.15.
Meira
KJARADEILA tónlistarskólakennara (FT og FÍH) og launanefndar sveitarfélaga er í hörðum hnút en í gær slitnaði upp úr sáttafundi hjá ríkissáttasemjara og hefur ekki verið boðað til annars fundar.
Meira
EKKI þurfti að aka dælubíl Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins nema um 200 metra til að hægt væri að slökkva eld í gömlum jeppa sem ekið var inn að stöðinni í Skógarhlíð í gærdag.
Meira
ENDURNÝTING hjálpartækja, verðkannanir og útboð við kaup hjálpartækja hafa reynst árangursríkar aðferðir til að skila sparnaði við öflun aðfanga hjá Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins (HTM).
Meira
LEIKSKÓLINN Suðurvellir í Vogum var endurvígður síðasta laugardag eftir stækkun. Tveimur deildum var bætt við og eru deildirnar nú orðnar þrjár; Háibjalli, Lágibjalli og Lyngbjalli, en allt eru þetta örnefni úr sveitinni.
Meira
GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sló á sunnudag á væntingar Evrópusinna um að stjórnvöld settu aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins á oddinn á allra næstu misserum.
Meira
STARFSHEITINU röntgentæknir hefur verið breytt í geislafræðingur með nýrri reglugerð. Í framhaldi af því var nafni félagsins, sem hét áður Röntgentæknafélag Íslands, breytt í Félag geislafræðinga.
Meira
FORELDRARÁÐ Hafnarfjarðar, Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar og grunnskólarnir í Hafnarfirði standa fyrir sameiginlegum upplýsingafundi og námskeiðum fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Meira
NÝR Lækjarskóli verður tekinn í notkun í Hafnarfirði á næsta ári. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna á laugardag. Skólinn verður reistur í einkaframkvæmd og mun eignarhaldsfélagið Nýtak ehf. eiga og reka byggingarnar.
Meira
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, átti í gærmorgun fund með Michael Martin, forseta neðri deildar breska þingsins, á skrifstofu þingforsetans í breska þinghúsinu. Halldór sagði þá hafa átt bæði gagnlegar og góðar viðræður þar sem ýmis mál bar á góma.
Meira
GEORG Bernharð Michelsen bakari lést á Landakotsspítala 3. nóvember sl. 85 ára að aldri. Georg fæddist á Sauðárkróki 20. maí 1916 og voru foreldrar hans Guðrún Pálsdóttir frá Draflastöðum í Sölvadal og Jörgen Frank Michelsen úrsmiður frá Danmörku.
Meira
SKATTTEKJUR ríkissjóðs af erlendum fjárfestingar-, fjármögnunar- og eignarhaldsfélögum geta orðið verulegar ef mikið verður um að þau stofni útibú hér á landi vegna skattalegs hagræðis sem því er samfara, að sögn Garðars Valdimarssonar,...
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvo innbrotsþjófa í fyrrinótt, annan á hlaupum en hinn faldi sig inni á salerni. Mennirnir höfðu brotist inn í hús við Grandagarð. Á mönnunum fundust verkfæri til innbrota og vasaljós.
Meira
Bandarísk lögregluyfirvöld eru gagnrýnd fyrir að handtaka fyrst og fremst Bandaríkjamenn af miðausturlenskum uppruna, oft á veigalitlum forsendum, og beita fyrir sig þeim rökum að það sem virðist lítilvægt geti veitt upplýsingar um heildarmyndina af hryðjuverkunum 11. september.
Meira
NOKKUR óvissa virðist ríkja um það hvort frumvarp um breytingar á tekju- og eignasköttum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi í því skyni að gera samlags- og hlutafélögum jafn hátt undir höfði, taki bæði til innlendra og erlendra aðila.
Meira
AÐ morgni sunnudags urðu tveir jarðskjálftar vestan við Vífilfell. Sá fyrri varð klukkan 9.28 og mældist 2,2 stig á Richter. Sá seinni varð kl. 10.43 og var öflugri eða 2,7 stig.
Meira
JÓNMUNDUR Guðmarsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Hann hlaut samtals 865 atkvæði í efsta sæti, eða rúmlega 55% atkvæða. Alls tóku 1.
Meira
DANSPARIÐ Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve hafnaði í 4. sæti í heimsmeistarakeppni atvinnumanna í tíu dönsum í Hong Kong á laugardag og sunnudag. Alls kepptu fjörutíu pör. Í fyrsta og öðru sæti urðu pör frá Kanada og Bandaríkjunum.
Meira
KRANSINN heitir ný blóma- og gjafavöruverslun á Akureyri. Verslunin er í eigu Auðar og Agnesar Skúladætra og er til húsa í nýuppgerðu húsnæði við Strandgötu 11.
Meira
OPINN kynningarfundur um háskólanám með vinnu í tölvunarfræði verður í Háskólanum í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 17.15. Fundurinn er öllum opinn.
Meira
LOFTUR Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að orð Sturlu Böðvarssonar í Morgunblaðinu á laugardag um að lagasetning á boðuð verkföll flugumferðarstjóra væri ekki útilokuð komi sér ekki á óvart.
Meira
Á FÖSTUDAGSKVÖLD og aðfaranótt laugardags féll fyrsti snjórinn á þessu hausti í Reykjavík. Eins og svo oft áður virðist sem snjórinn hafi komið mönnum á óvart og urðu mörg óhöpp og árekstrar vegna þess.
Meira
VETUR konungur minnti á sig í vikunni og dreifði snjó í hlíðar fjallanna við Neskaupstað. Þá blésu hógværir vetrarvindar um Norðfjörðinn og hvissandi öldurnar dönsuðu eilífðardans sinn í fjöruborðinu.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að því þegar ekið var á bifreiðina OT-160 við Dalsel 1. Bifreiðin er rauð og af gerðinni Hyundai. Ekið var á bílinn einhvern tímann á tímabilinu frá kl. 22.00 þann 22. okt. sl. til kl. 13.00 þann 23.
Meira
INGVAR Helgason hf. og Massey Ferguson kynna þessa dagana nýja línu í millistærðarflokki dráttarvéla, Massey Ferguson 4300, sem er arftaki MF 4200-línunnar. Hafa ýmsar endurbætur verið gerðar frá fyrri vél.
Meira
ÖLDUR brotna við höfnina í Havana á Kúbu á sunnudag þegar fellibylurinn Michelle gekk yfir eyna með þeim afleiðingum að rafmagn fór þar af að mestu og 750 þúsund manns urðu að flýja heimili sín.
Meira
MILTISBRANDSGRÓ fundust í pósthúsi innandyra í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, Pentagon, og var nokkur fjöldi starfsmanna settur á sýklalyf í kjölfarið. Fannst miltisbrandurinn í tveimur pósthólfum, að því er segir í frétt BBC .
Meira
SKÓGRÆKTARFÉLAG Garðabæjar heldur myndasýningu frá Alaskaferð sem farin var 7.-20. sept. sl. í dag, þriðjudaginn 6. nóv. nk., í Stjörnuheimilinu við Ásgarð í Garðabæ kl. 20. Erla Bil Bjarnardóttir segir frá ferðinni og sýnir litskyggnur.
Meira
NÝBYGGING Háskólans í Reykjavík var formlega opnuð í gær en nýja byggingin tvöfaldar stærð húsnæðis skólans úr 4.000 fermetrum í 8.000 fermetra. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, opnaði nýbygginguna en viðstaddir voru m.a.
Meira
LARS Heltoft, prófessor í dönsku máli við Roskilde Universitetscenter, heldur fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 201 í Árnagarði, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 17.15.
Meira
KAFFISTOFAN Lóuhreiðrið í Kjörgarði, Laugavegi 59, hefur skipt um eigendur. Sigurveig Gunnarsdóttir, Lóa, hefur afhent nýjum eigendum, þeim Guðrúnu Sigtryggsdóttur og Klöru Sigurbjörnsdóttur, lyklavöldin eftir 16 ára starf.
Meira
EIGENDASKIPTI hafa orðið á snyrtistofunni Guerlain, Óðinsgötu 1. "Guerlain er eina alþjóðlega snyrtistofan á Íslandi og eru allar meðferðir unnar eftir ákveðnum gæðastöðlum. Nýi eigandinn er Anna F. Gunnarsdóttir (Anna og útlitið).
Meira
NÓVEMBER byrjaði ljúflega hér í Hveragerði. Tónlistarmennirnir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson komu og sungu og spiluðu fyrir rúmlega eittþúsund manns. Eða eins og þeir orðuðu það, "fyrir Hvergerðinga frá vöggu til grafar".
Meira
EINBÝLISHÚS við Skjólvang í Hafnarfirði er talsvert skemmt af völdum reyks eftir að eldur kviknaði í potti í gær. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var húsmóðirin að undirbúa matseld og hafði sett feiti í pott.
Meira
AÐSÓKN í verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi hefur verið þriðjungi meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Um helgina höfðu um 647 þúsund manns komið í Smáralind frá því að opnað var 10. október sl.
Meira
DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekki væri vitað hvenær herferðinni gegn hryðjuverkastarfsemi lyki og að hún einskorðaðist ekki við Afganistan. Hann bætti þó við að hann teldi ekki að hún myndi standa í mörg ár.
Meira
FJÖRUGAR umræður urðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða að því er varðar krókaaflamarksbáta á föstudag, svo fjörugar raunar að ekki dugði til þótt allur dagurinn og fram á kvöld væri undirlagður.
Meira
Mikil vakning hefur orðið á alþjóðlegum tónlistarvettvangi í garð miðaldatónlistar og hefur íslenskur tónlistararfur mikið fram að færa á því sviði, segja þeir Sverrir Guðjónsson og Arngeir Heiðar Hauksson, sem tóku nýverið þátt í alþjóðlegu tónlistarhátíðinni í Utrecht. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við tónlistarmennina.
Meira
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI hafa að undanförnu verið dugleg að minna launamenn á réttindi þeirra til að taka viðbótarlífeyrissparnað sem frá áramótum hækkar þegar viðbótarframlag vinnuveitanda fer úr 1% í 2% og heildarframlag mánaðarlega getur orðið 6,4%, leggi...
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði sex ökumenn aðfaranótt laugardagsins grunaða um ölvun við akstur. Að öðru leyti var lítið um tíðindi úr næturlífi borgarinnar og hið sama má segja um nágrannasveitarfélögin.
Meira
PÁLL Biering, sérfræðingur við Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði, mun halda opinn fyrirlestur sem ber heitið "Skýringarlíkön unglingaofbeldis" í hátíðarsal Háskóla Íslands, fimmtudaginn 8. nóvember, kl. 14.
Meira
SLÁTRUN lauk hjá Fjallalambi 24. október sl. og hafði þá staðið í 33 daga. Alls var slátrað 25.405 lömbun og 1.741 á, samtals voru það 440 tonn. Það er aukning um 2.300 kindur frá fyrra ári. Meðalþyngd dilka var 15,60 kg en var 15,67 í fyrra.
Meira
ALLTAF er jafn gaman hjá krökkunum þegar fyrsti snjórinn kemur. Allir rjúka til og ná í sleðann, þotuna, skíðin, brettið, þoturassinn eða hvað það nú heitir og skunda í "bröttu brekku".
Meira
"STENDUR jöfnuður í vegi fyrir vexti?" er yfirskrift fyrirlestrar Þorvaldar Gylfasonar prófessors sem haldinn verður í viðskipta- og hagfræðideild miðvikudaginn 7. nóvember kl. 16.15, í stofu 101 í Lögbergi, og er hann ætlaður almenningi.
Meira
TILLAGA um að sameina sjö sveitarfélög í Þingeyjarsýslu var felld í kosningum í fimm þeirra en samþykkt í tveimur. Kosið var á laugardag. Sama dag fóru fram kosningar um sameiningu fjögurra annarra sveitarfélaga í sýslunni og var hún samþykkt.
Meira
SUMARBÚSTAÐUR í Biskupstungunum brann til grunna í fyrrinótt. Íbúar á Syðri-Reykjum urðu varir við eldinn og létu lögreglu vita um þrjúleytið. Bústaðurinn var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.
Meira
VEGNA brunans föstudaginn 26. október sl. í Klukkurima 3, Reykjavík hefur verið opnaður reikningur í Landsbankanum í Smáralind, 0132-05-060011, kt. 140467-2949. Fjölskyldan sem þar bjó missti allt í brunanum og liggur húsmóðirin á sjúkrahúsi.
Meira
Á FUNDI byggingarnefndar Reykjavíkur í síðustu viku var samþykkt að skoða hvort koma megi fyrir gæludýragrafreit í Gufunesi við gerð deiliskipulags af svæðinu.
Meira
MIKIÐ hefur verið um innbrot og þjófnaði á Suðurnesjum að undanförnu, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík. Stærsta málið er innbrot og skemmdarverk í Njarðvíkurskóla aðfaranótt síðastliðins miðvikudags.
Meira
EDUARD Shevardnadze, forseti Georgíu, aftók í gær að boða til kosninga í landinu á næstunni og ítrekaði, að hann ætlaði að sitja áfram í embætti þrátt fyrir mikil mótmæli og kröfur um, að hann segði af sér.
Meira
BEINAR erlendar fjárfestingar á Íslandi námu 27,4 milljörðum króna á sl. þremur árum (1998-2000). Á sl. ári einu nam innflæði erlendrar fjárfestingar 12,4 milljörðum kr.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að nítján ára stúlku sé skylt að bera vitni við aðalmeðferð kynferðisbrotamáls fyrir héraðsdómi. Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af stúlkunni en hún hafði þá ekki náð átján ára aldri.
Meira
VERKSTJÓRI hjá SJS-verktökum hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, en 20 daga fangelsi kemur í hennar stað hafi sektin ekki verið greidd innan fjögurra vikna.
Meira
VETRARSTARF Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og heilabilaðra á Norðurlandi, FAASAN, hefst með félagsfundi í kvöld, þriðjudagskvöldið 6. nóvember kl. 20.30 í salnum á Dvalarheimilinu Hlíð. Sr.
Meira
Gunnar Sigurðsson er fæddur á Akranesi 19. maí 1946. Hann hefur starfað hjá Olís síðan árið 1983 og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Vesturlandi. Hann er einnig formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og hefur auk þess um árabil verið einn af forystumönnum knattspyrnunnar á Akranesi. Gunnar á tvö börn, Örn og Ellu Maríu, og er í sambúð með Sigríði Guðmundsdóttur.
Meira
HEILDARÁLAGNING opinberra gjalda á félög og aðra lögaðila í Vestmannaeyjum á álagningarárinu 2001 nemur alls kr. 324.118.182 krónum. Þar af nemur álagt tryggingagjald 273.913.393 krónum en fjöldi lögaðila er 205. Vinnslustöðin hf.
Meira
RISAVAXNAR hendur, skornar út í tré, ljósmyndir og önnur listaverk nemenda Seljaskóla prýða nú ganga skólans. Ástæðan er sú að þemaviku lauk á föstudaginn og var slagorð vikunnar "virkur vinur".
Meira
TALIÐ er nú hugsanlegt að margir flugræningjanna nítján, sem gerðu árásirnar á World Trade Center í New York og höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins í Washington 11.
Meira
Nú hefur syrt að í veröldinni svo um munar. Hvar eru þeir, sem sjá, finna ljósið í þeim sorta? Stríðið, sem nú er skollið á, byrjaði með fordæmalausu myrkraverki og er farið að sýna aðrar nýjungar næsta skuggalegar.
Meira
GENGI íslensku krónunnar lækkaði um 0,75% í gær. Gengisvísitala krónunnar endaði í 147,10 stigum og hefur hún aldrei verið hærri en hún hefur hækkað um 21,7% frá áramótum. Vísitalan mælir verð erlends gjaldmiðils.
Meira
SLÁTRUN á þorski sem hefur verið í áframeldi í sjókvíum út af Svalbarðseyri í sumar hófst hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. í lok október sl. Hér er um að ræða tilraunaverkefni ÚA og Háskólans á Akureyri sem staðið hefur yfir frá því í vor.
Meira
Það hefur umtalsverða þýðingu fyrir okkur Íslendinga að byggja upp tengsl við Rússland á sem flestum sviðum. Viðskipti ríkjanna eiga sér langa sögu og í viðskiptalegum samskiptum felast ýmis tækifæri fyrir bæði ríki.
Meira
BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um rætur menningar og þekkingar og hvernig mörgum samfélögum var útrýmt af misvitrum ráðstöfunum stjórnvalda.
Meira
ÞAÐ er hjartaknúsarinn Johnny Depp og Cruise-knúsarinn Penelope Cruz sem tryggja sér fyrsta sætið á myndabandalistanum, sína fyrstu viku á lista.
Meira
BÓKAÚTGÁFAN Bjartur hefur gengið frá útgáfusamningi við þýska forlagið Bastei-Lübbe um bók Jóns Kalmans Stefánssonar Birtan á fjöllunum sem er þriðja og síðasta bókin í þríleik hans sem segir frá sambýli sérkennilegra sveitunga í dal vestur á landi.
Meira
GÍFURLEGUR spenningur var meðal fjölda ungra aðdáenda galdrastráksins Harrys Potters sem fylgdust með þegar aðalleikararnir í kvikmyndinni Harry Potter og viskusteinninn komu til sérstakrar hátíðarforsýningar myndarinnar í Odeon-kvikmyndahúsinu við...
Meira
BANDARÍSKA dagblaðið The Washington Diplomat fjallaði á dögunum um sýninguna "Confronting Nature", í Corcoran-safninu í Washington, sem útleggja má sem Augliti til auglitis við náttúruna, og veitir eins konar yfirlit yfir íslenska myndlist á...
Meira
Höfundar: Anthony McCarten og Stephen Sinclair. Leikstjóri: Elvar Logi Hannesson. Dansar: Eva Friðþjófsdóttir. Leikendur: Ásgerður Bergsdóttir, Friðrik Stefánsson, Gunnsteinn Sigurðsson, Páll Gunnar Loftsson, Unnar Þór Reynissonm, Úlfur Þór Úlfarsson, Viðar Örn Sveinbjörnsson og Þröstur Ólafsson. Ísafirði 26. október 2001.
Meira
Besti drama-sjónvarps- þátturinn: The West Wing. Besti gamanþátturinn: Sex And The City. Besta stutta þáttaröðin: Anne Frank. Besta sjónvarpsmyndin: Wit. Besti skemmti- eða tónlistarþátturinn: Late Show með David Letterman.
Meira
Útgáfutónleikar Karlakórsins Heimis og Álftagerðisbræðra. Einsöngvarar: Einar Halldórsson, Óskar Pétursson, Sigfús Pétursson og Sigurður Skagfjörð. Söngstjóri: Stefán R. Gíslason. Píanóundirleikur: Thomas R. Higgerson. Kynningar og skemmtiatriði: Örn Árnason tenór og Jónas Þórir Jónasson píanó. Laugardaginn 3. nóvember kl. 16.
Meira
SÝNING Íslenska dansflokksins í Linz í Austurríki hefur hlotið mikið lof í þarlendum fjölmiðlum en flokkurinn sýndi þrjú styttri verk, Kraak eftir Jo Stromgren, Elsu eftir Láru Stefánsdóttur og Man is Always Alone eftir Ólöfu Ingólfsdóttur.
Meira
Sönglög og kórverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Anna Sigríður Helgadóttir mezzosópran; Símon H. Ívarsson gítar; Kammerkór Suðurlands. Orgelleikur og kórstjórn: Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudaginn 4. nóvember kl. 17.
Meira
VETRARDAGSKRÁ plötuverzlunarinnar Hljómalindar verður fram haldið í þessari viku en á þriðjudags- og miðvikudagskvöld mun bandaríski tónlistarmaðurinn Will Oldham koma fram undir merkjum Bonnie Prince Billy.
Meira
MÁLÞING um leikritið Fjandmaður fólksins eftir Henrik Ibsen verður haldið í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Það er Siðfræðistofnun sem stendur að málþinginu í samvinnu við Borgarleikhúsið. Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, Róbert H.
Meira
ÞAÐ MÁ ugglaust lengi deila um listræna hæfileika Victoriu Beckham. Það er hins vegar víst að hún er óhrædd við að prófa eitthvað nýtt og eftir að hafa gefið frá sér sólóplötu og ævisögu ætlar hún nú að stíga sín fyrstu spor á leiksviði.
Meira
ÁÐUR en Bítlarnir urðu heimsfrægir lék á bassa Stuart nokkur Sutcliffe, félagi Johns úr listaskóla og besti vinur. Sutcliffe dó ungur að árum úr heilablóðfalli og varð hverjum manni harmdauði, enda mikið efni í pilti.
Meira
Sjónvarpsþátturinn Vesturálman, The West Wing, var sigurvegari Emmy-verðlaunahátíðarinnar, sem fram fór í Los Angeles aðfaranótt mánudagsins. Þessi afurð NBC-sjónvarpsstöðvarinnar hlaut átta verðlaun að þessu sinni, m.a.
Meira
EITT eftirminnilegasta fúlmenni sjónvarpssögunnar er efalaust olíukóngurinn JR úr sápuóperunni Dallas sem framleidd var á tímabilinu 1978-1991. Má nærri því fullyrða að á ákveðnu tímabili níunda áratugarins hafi JR verið hataðasti maður heims.
Meira
Það hljóta að vera möguleikar á að framkvæma einhverjar þær breytingar sem leiðrétta galla núverandi kerfis, segir Sif Hauksdóttir Gröndal, án þess að beita fjölda nemenda órétti.
Meira
Ég fór á Kringlukrána um síðustu helgi þar sem var svonefnt Clapton-kvöld. Páll Rósinkrans söng þar ásamt Ellen Kristjánsdóttur og hljómsveit mörg góð lög Claptons.
Meira
Fyrr eða síðar mátti því búast við því, segir Halldór Jónsson, að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu fara að seilast í þessa sjóði til framdráttar eigin hugsjónum.
Meira
Eru Íslendingar, spyr Arnljótur Bjarki Bergsson, eins og unglingur á mótþróaskeiði sem fyrirlítur uppruna sinn og álítur sig af annarri tegund en brautryðjendurnir?
Meira
Lýðræðisríkin verða að taka höndum saman, segir Jóhann J. Ólafsson, velta einræðisherrum frá völdum og koma á lýðræðis- legu stjórnarfari í viðkomandi landi.
Meira
Skorið niður í þjónustu ÞÆR fréttir bárust nýlega að skera þyrfti meira niður af þjónustu SÁÁ við sjúklinga sína, að segja ætti upp geðlækni og sálfræðingum við sjúkrahúsið. Hvað verður næst?
Meira
FYRIR rúmu ári gaf Fiskifélagsútgáfan ehf. út bókina "Hið sanna ástand heimsins" eftir Danann Björn Lomborg. Bókin vakti talsverða athygli og reyndu svokallaðir umhverfissinnar að gera lítið úr bókinni og höfundi hennar.
Meira
Í TILEFNI af skrifum Egils Jóhannssonar sem svar við grein minni í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum vil ég koma eftirfarandi á framfæri þar sem Egill kýs að fara þá leið að misskilja greinarskrif mín.
Meira
Arndís Ólafsdóttir fæddist á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp 29. nóvember 1914. Hún lést 25. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Pálsson endurskoðandi, f. 29. jan. 1884 á Prestbakka í Hrútafirði, d. 12. des.
MeiraKaupa minningabók
Axel Kristjánsson fæddist í Grísatungu í Borgarfirði 1. desember 1907. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson, f. 7. okt. 1869, d. 10. sept. 1949, og Þuríður Helgadóttir, f. 26. okt.
MeiraKaupa minningabók
Ásdís Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1930 og ólst upp í Grunnavík. Hún andaðist 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Einarsson, f. 21. júní 1889 á Kleifum í Seyðisfirði í Súðavíkurhreppi, d.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Sigurðsson fæddist á Akureyri 12. febrúar 1981. Hann lést af slysförum ásamt unnustu sinni, Bryndísi Ósk Reynisdóttur, f. í Reykjavík 29. apríl 1983, mánudaginn 29. október síðastliðinn. Foreldrar Ólafs eru Ólöf Sæmundsdóttir sjúkraliði, f. 19.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Áslaug Benediktsdóttir fæddist í Skinnastaðakoti á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 3. janúar 1924. Hún lést á líknardeild Landspítala Landakoti 29. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrika Guðrún Þorláksdóttir, f. 11.
MeiraKaupa minningabók
Páll Rósinkrans Sæmundsson fæddist í Ytri Hjarðardal í Önundarfirði 1. febrúar árið 1932. Hann lést í Reykjavík 28. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sæmundur Þorbergur Jóhannesson, bóndi í Ytri Hjarðardal, f. 2.3. 1883, d. 6.7.
MeiraKaupa minningabók
Valdimar Guðmundsson fæddist á Kleifum á Selströnd við Steingrímsfjörð 16. ágúst 1910. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórðarson bóndi á Kleifum, f. 13. nóvember 1874, d. 25.
MeiraKaupa minningabók
FLUGFÉLAGIÐ Emirates í Dubai hefur pantað 58 nýjar flugvélar að andvirði fimmtán milljarða bandaríkjadala eða sem nemur 1.582 milljörðum íslenskra króna.
Meira
AFKOMA kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods var enn í samræmi við væntingar á þriðja fjórðungi ársins en hagnaður eftir skatta og fjármagnsliði á ársfjórðungnum nam 746 milljónum kanadadala eða tæpum 50 milljörðum íslenskra króna, miðað...
Meira
TAP Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. nam 117 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins en 23 milljóna króna hagnaður varð á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur tímabilsins námu 2,1 milljarði króna og rekstrargjöldin 1,4 milljörðum.
Meira
ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Euro Info skrifstofan standa í vetur að röð námskeiða fyrir stjórnendur fyrirtækja um hvernig ná má fram hagræðingu í rekstri með rafrænum viðskiptaháttum. Fyrsta námskeiðið verður haldið 8. nóvember kl....
Meira
SAGA Film hf. hefur stofnað auglýsingagerðarfyrirtækið Soft Pillows í Tékklandi ásamt þarlendum aðilum. Hlutur Saga Film í fyrirtækinu er 50%. Hér á landi hefur einnig verið stofnað eignarhaldsfélag með sama nafni, þ.e.
Meira
NET-ALBUM.net hóf nú í haust kynningu á fyrirtækjaútgáfu af forriti sínu Anokee Plus og hefur að undanförnu gengið frá samningum við fjölmörg innlend fyrirtæki og stofnanir um kaup og kennslu á forritinu.
Meira
RÁÐHERRA viðskipta og iðnaðar á Bretlandi hefur staðfest tillögu yfirmanns Samkeppnisstofnunar þar í landi um siðareglur sem gilda skulu í samskiptum stórmarkaða og birgja þeirra.
Meira
Á fjárfestingarþingi í Stokkhólmi sem Fjárfestingarstofan, Útflutningsráð, Kaupþing í Stokkhólmi og Sendiráð Íslands í Svíþjóð hélt sl. fimmtudag kynnti Ingi G.
Meira
UNDANFARIN fjögur ár hefur verið taprekstur á nær öllum verslunarrekstri í Leifsstöð og komi ekki til grundvallarbreytinga á rekstrarumhverfi verslana í stöðinni verður tveimur af fjórum verslunum Íslensks markaðar hf.
Meira
FREEMANS hefur gefið út aukalista með nýjum haust- og vetrarvörum, segir í tilkynningu. Í listanum er að finna tískuvörur fyrir 14-25 ára og ýmsan sparifatnað fyrir örlítið eldri, svo sem toppa, boli, kjóla og pils.
Meira
HEILSUVÖRUDEILD Pharmaco flytur inn krem gert eftir nýrri formúlu, Protient Lift frá RoC. Um er að ræða augngel og andlitskrem sem hvort tveggja á að lyfta húð, sem farin er að síga, á átta vikum.
Meira
AUSTURBAKKI hefur tekið við umboði á Tea Tree-húð- og snyrtivörum frá Australian Bodycare. Í tilkynningu segir að hér sé um að ræða breiðvirkar sótthreinsivörur sem skaði ekki heilbrigðar húðfrumur og smjúgi í gegnum húðlögin.
Meira
SÍFELLT fleiri konur í Danmörku stunda framhaldsnám og er svo komið að fleiri danskar konur eru í slíku námi en karlar, segir í nýjasta fréttabréfi Forbrugerinformationen.
Meira
ÍSLENSKUM osttegundum og mjólkurvörum var vel tekið á stórri vörusýningu sem haldin var í Herning í Danmörku í liðinni viku, samkvæmt fréttatilkynningu.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 6. nóvember, er fimmtugur Gunnar Svavarsson, forstjóri SH. Gunnar og eiginkona hans , Ólöf B. Þorleifsdóttir , taka á móti gestum að Versölum, Hallveigarstíg 1, föstudaginn 9. nóvember kl....
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir.
Meira
Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtudaginn 25. október 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Magnús Oddsson - Jón Stefánsson 273 Aðalbj. Benedikts. - Leifur Jóhannes. 253 Halla Ólafsd.
Meira
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Ekki tókst að fá það góða þátttöku þ. 1. nóvember sl. að hægt væri að hefja Hraðsveitakeppni, því var spilaður Howell-tvímenningur með þátttöku 14 para. Meðalskor 156 stig. Röð efstu para: Jón Stefánss.
Meira
SPENNAN í úrslitaleikjum heimsmeistaramótsins í París var heint ótrúleg, bæði í keppni opna flokksins um Bermúdaskálina og kvennaflokksins um Feneyjabikarinn. Í kvennaflokki kepptu Frakkar og Þjóðverjar til úrslita.
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 26. maí sl. í Garðakirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Sigurveig Árnadóttir og Frímann Ari Ferdinantsson . Heimili þeirra er í Breiðuvík 37,...
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 7. júlí sl. í Vídalínskirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni Erla Björg Káradóttir og Kjartan Ólafsson. Heimili þeirra er í Lyngmóum 7,...
Meira
Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 24 pör í Mitchell tvímenninginn þriðjudaginn 30. október og urðu lokatölur efstu para þessar í N/S: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 245 Lárus Hermannss. - Sigurður Karlsson 237 Ólafur Ingimundars.
Meira
ÞESSA dagana er unnið að verulegum endurbótum innandyra í Hveragerðiskirkju og breytist svipur hennar nokkuð við þær. Segja má að hér sé að hluta til um byggingaráfanga að ræða, sem beðið hafa þessa tíma.
Meira
Íslandsmót í tvímenningi - úrslitin um helgina Úrslitin verða spiluð helgina 10.-11. nóvember í Faxafeni 12 í sal Taflfélags Reykjavíkur. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson og áhorfendur eru...
Meira
Íslandsmót kvenna í tvímenningi 17.-18. nóv. nk. Íslandsmót kvenna í tvímenningi verður spilað í Hreyfilssalnum helgina 17.-18. nóvember. Skráning er hafin í síma 587 9360 eða www.bridge.
Meira
Í dag er þriðjudagur 6. nóvember, 310. dagur ársins 2001. Leonardusmessa. Orð dagsins: Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing.
Meira
Harpan er mín hugarbót. Við skulum mæla með okkur mót. Munu þá hittast fundir. Jungfrúin gleður menn allar stundir. Garparnir gengu um grundirnar hratt. Ljós brennur yfir henni, liljunni glatt. Heyrði eg hörpunnar hljóð suður undir ey.
Meira
EINS og á við um öll lyf getur lyfið haft ótilætluð eða óæskileg áhrif, svokallaðar aukaverkanir, hjá sumum sjúklingum. Þær aukaverkanir sem komið hafa fram í rannsókn hjá sjúklingum á meðferð eru eftirfarandi: Algengar .
Meira
MICHAEL Johnson er mesti spretthlaupari sögunnar. Efalaust eru nokkrir sem ekki eru tilbúnir að taka undir þessa fullyrðingu og spyrja: Hvað með Carl Lewis, Jessie Owens, Bob Hayes eða Tommie Smith? Þeir voru allir magnaðir á sinni tíð en sumir þeirra höfðu bara ekki sömu tækifæri, voru upp á sitt besta á "röngum tíma". Hvað sem öðru líður þá eru þeir margir sem telja að Michael Johnson sé sá besti.
Meira
*100 m hlaup, 10,09 sek., 1994 *200 m hlaup, 19,32 sek., 1996 (heimsmet) *300 m hlaup, 30,85 sek., 2000 (besti tími sem náðst hefur í greininni en Alþjóða frjálsíþróttasambandið skráir ekki heimsmet í þessari grein lengur.) *400 m hlaup, 43,18 sek.
Meira
* BJÖRGVIN Sigurbergsson ( GK ) og Birgir Leifur Hafþórsson (GL) hefja keppni í dag á 2. stigi úrtökumóts fyrir mótaröð atvinnumanna í Evrópu. Þeir leika báðir á Perlada -vellinum á Spáni .
Meira
BLIKAR kafsigldu Þór frá Akureyri, sem sótti þá heim í Kópavoginn á sunnudaginn - Akureyringar fóru vel af stað en þegar þeir slökuðu örlítið á hrifsuðu Blikar til sín forystuna svo að gestirnir máttu gjöra svo vel að fylgjast með það sem eftir var leiks, sem lauk með 96:79-sigri Breiðabliks. Nýliðarnir í Kópavogi hafa nú gert ljóst að þeir eru ekki auðveld bráð, eins og Hvergerðingar, Keflvíkingar og nú Akureyringar hafa fengið að kynnast.
Meira
BRENTFORD jafnaði 69 ára gamalt félagsmet með því að vinna sjöunda deildarsigur sinn í röð en Brentford lagði Blackpool að velli, 2:0, og heldur þar með tveggja stiga forskoti í 2. deildinni.
Meira
BRYNJAR Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Stoke, sem sigraði Swindon á útivelli, 3:0, í ensku 2. deildinni. Þetta var annað mark Brynjars í jafnmörgum leikjum og Íslendingaliðið er komið á geysilega siglingu í deildinni.
Meira
ÁSTRALSKA frjálsíþróttakonan Cathy Freeman hóf æfingar að nýju á fimmtudag eftir eins árs hvíld. Freeman tók sér hvíld eftir að hún sigraði í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney á sl. ári og íhugaði jafnvel að hætta að keppa.
Meira
* 1929 : Chievo er stofnað í smábæ við Verona. * 1933 : Stærsti sigur liðsins, 13:1, gegn Liberi. * 1935 : Liðið dregur sig úr keppni af fjárhagsástæðum. * 1948 : Liðið tekur þátt í deildakeppninni á ný. * 1975 : Tekur þátt í 5. deild.
Meira
LEEDS United er með eins stigs forskot á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Bæði lið unnu leiki sína á sunndaginn á meðan aðalkeppinautarnir í Manchester United, Arsenal og Aston Villa töpuðu leikjum sínum.
Meira
200 m hlaup: Gull í Tókíó 1991 og í Gautaborg 1995. 400 m hlaup: Gull í Stuttgart 1993, Gautaborg, 1995, Aþenu 1997 og Sevilla 1999. 4x400 m boðhlaup: Stuttgart 1993, Gautaborg 1995, Sevilla 1999. Keppti ekki í boðhlaupi í Aþenu 1997 vegna meiðsla.
Meira
200 m hlaup: Atlanta 1996. 400 m hlaup: Atlanta 1996, Sydney 2000. 4x400 m boðhlaup: Barcelona 1992, Sydney 2000. Keppti ekki í greininni í Atlanta vegna meiðsla sem hann hlaut í sigurhlaupinu glæsilega í 200 m hlaupi nokkrum dögum...
Meira
KNATTSPYRNUFÉLAG Akraness hélt aðalfund sl. sunnudag þar sem rekstrarfélag meistaraflokks karla og rekstrarfélag kvenna- og unglinganefndar lögðu fram reikninga sína.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen hrósaði sigri í Íslendingaslag Chelsea og Ipswich í ensku úrvalsdeildinni á sunndag. Chelsea hafði betur, 2:1, og skoraði Ítalinn Sam Dalla Bona sigurmarkið með þrumuskoti þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.
Meira
* HILMAR Þórlindsson skoraði fjögur mörk fyrir Modena þegar liðið sigraði Angelo, 31:28, í ítölsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. * GUÐMUNDUR Hrafnkelsson átti góðan leik fyrir Conversano sem lagði Brixen að velli, 23:19.
Meira
Ég setti mér það markmið að vinna einn leik af þessum þremur og ég get því ekki annað en verið mjög sáttur við niðurstöðuna. Liðið lék betur en ég gerði mér vonir um og þá sérstaklega í sóknarleiknum.
Meira
ÖLDUNGAR, unglingar og Jóhanna Eyvindsdóttir voru í aðalhlutverkum í Garðaskóla á laugardaginn þegar kraftlyftingamenn héldu bikarmót sitt. Keppendur hafa aldrei verið fleiri og gladdi fjölmarga áhorfendur að sjá hve margir "hrikalegir" nýir keppendur voru mættir til leiks en einnig þegar ljúfmennin Kári Elísson og Víkingur Traustason létu til sín taka.
Meira
* JÓHANNES Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Real Betis sem tapaði fyrir Real Zaragoza á heimavelli, 1:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudag. Jóhannes lék allan tímann á miðjunni.
Meira
KEPPNI í 1. deild kvenna í blaki hefur verið frestað fram yfir áramót vegna skorts á liðum. Aðeins þrjú félög, Þróttur frá Neskaupstað, KA og Víkingur, tilkynntu þátttöku en athygli vekur að hvorki ÍS né Þróttur úr Reykjavík tefla fram liði í vetur.
Meira
ÁRANGUR knattspyrnuliðsins Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni hefur vakið mikla athygli en liðið er að leika í fyrsta sinn í sögu félagsins á meðal þeirra bestu á Ítalíu. Gengi Chievo hefur verið framar björtustu vonum og litla liðið sem kemur frá úthverfi Veróna hefur haldið "milljarðaliðunum " AC Milan, Inter, Juventus og Roma fyrir aftan sig á stigatöflunni fram að þessu. Milan, Inter og Juventus hafa unnið samtals 54 sinnum í þau 96 skipti sem keppt hefur verið um titilinn á Ítalíu.
Meira
GUÐNI Bergsson átti stóran þátt í jöfnunarmarki Bolton á móti Everton en Michael Ricketts jafnaði metin fyrir Bolton þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.
Meira
Íslendingaliðið Lokeren er á góðri siglingu í belgísku 1. deildinni um þessar mundir. Lokeren mætti Beerschoot á heimavelli um helgina og hafði betur, 3:2, og vann þar með fimmta sigur sinn í röð.
Meira
ÞAÐ er óhætt að segja að skipst hafi á skin og skúrir hjá íslenska landsliðinu í handknattleik í leikjunum þremur á móti Norðmönnum um helgina. Eftir sigur í kaflaskiptum leik í Kaplakrika á föstudagskvöldið töpuðu Íslendingar hinum tveimur leikjunum. Þeim fyrri á Akureyri, 30:28, og í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld, 27:23.
Meira
* ÓLAFUR Stefánsson gat ekki verið með í síðasta leik Íslendinga og Norðmanna . Ólafur þurfti að vera mættur til Þýskalands snemma á mánudagsmorgun til að þreyta próf. * NORÐMENN voru án tveggja sterkra leikmanna í lokaleiknum í Höllinni.
Meira
"ER þetta ekki vanalegt hjá framherjum? Stundum skora menn mikið og svo koma tímabil þar sem ekkert gengur," sagði Heiðar Helguson, leikmaður enska 1. deildarliðsins Watford, í samtali við Morgunblaðið á sunnudag þegar hann var spurður um ástæðu þess að hann skoraði mörk fyrir Watford þessa dagana. "Ég fæ tækifæri í byrjunarliðinu þar sem ég er að skora mörk, en það er mikil samkeppni þar sem við erum fimm um framherjastöðurnar tvær."
Meira
GARÐBÆINGAR fögnuðu um helgina þegar handboltastúlkurnar þeirra komu sér enn betur fyrir á toppi 1. deildar með öruggum 31:22 sigri á Fram á laugardaginn því eftir 17:15 sigur Víkinga á Eyjastúlkum í Víkinni, hafa Stjörnustúlkur þriggja stiga forskot á næsta lið, sem reyndar er ÍBV. Grótta/KR vann FH 21:19 í Kaplakrika og er í þriðja sæti en háttskrifað lið Hauka vermir fjórða sætið.
Meira
GERARD Houllier skýrði frá því um helgina að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefði verið einn fimm knattspyrnustjóra sem heimsóttu hann á sjúkrahúsið í Liverpool.
Meira
ULI Höness, forseti þýska meistaraliðsins Bayern München, gaf þá tilkynningu út um helgina að Stefan Effenberg, leikstjórnandi liðsins og fyrirliði, færi frá liðinu í lok tímabiksins.
Meira
Stigamót Fyrsta Grand Prix stigamótið á tímabilinu fór fram um helgina. Í opnum flokki karla sigraði Guðmundur E. Stephensen, Víking, Adam Harðarson, Víking, 4:1 (9:11, 13:11, 11:9, 11:8, 11:7).
Meira
GUÐLAUG Jónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Bröndby í sigri á FB, 6:3, í viðureign Íslendingaliðanna í dönsku knattspyrnunni um helgina. "Við vorum sterkari aðilinn allan tímann en þetta var ágætur leikur af beggja hálfu og lið FB barðist vel.
Meira
"EF Jean Tigana vill fá David Beckham þá geri ég eins og framkvæmdastjórinn vill og fæ Beckham til liðs við Fulham, " sagði eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Fulham, Mohamed Al Fayed, við News Of The World um helgina.
Meira
DALVÍKINGURINN Heiðar Helguson er heldur betur kominn á markaskóna. Heiðar skoraði tvö marka Watford sem sigraði Barnsley í ensku 1. deildinni og hefur skorað í þremur síðustu leikjum - samtals fjögur mörk.
Meira
HANDBOLTAKAPPINN Guðjón Valur Sigurðsson fékk draum sinn uppfylltan í sumar en þá gerði hann atvinnumannsamning við þýska úrvalsdeildarliðið TUSEM Essen. Guðjón sýndi snilldartilþrif með KA-mönnum á síðustu leiktíð. Hann var kjörinn handknattleiksmaður ársins og það kom því ekki á óvart að forráðamenn Essen föluðust eftir kröftum Guðjóns Vals og gerðu við hann þriggja ára samning.
Meira
* ÞÓRDÍS Brynjólfsdóttir, handknattleikskona úr Gróttu/KR , er með slitin krossbönd í hné en það kom í ljós í ómskoðun í gær. Hún meiddist í fyrsta leik Íslandsmótsins, gegn Val , en Þórdís kom til liðsins frá Sola í Noregi í sumar.
Meira
* ÞRÍR leikmenn Hamars voru meiddir í leiknum gegn Grindavík. Sigurður Einar Guðjónsson meiddist í síðasta leik Hamars og var ekki með en von er á honum í næsta leik. Þá var Skarphéðinn Ingason ekki með sem og Hjalti Jónsson.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Fold er nú í sölu einbýlishús að Álftalandi 5 í Fossvogi. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1984. Þetta er einingahús og þarfnast lítils viðhalds að sögn Ævars Dungals hjá Fold. Hús þetta er um 250 ferm.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er til sölu mjög fallegt, bjart og mikið endurnýjað einbýlishús á Barónsstíg 24. Húsið er með aukaíbúðum, bílskúr og einkabílastæði. Eignin er samkv. skráningu Fasteignamats 156,8 ferm.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Fjárfesting var að fá í sölu nokkrar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í lyftuhúsi að Bergstaðastræti 13. Um er að ræða endurbyggt eldra hús og nýbyggingu við hlið þess og ofan á. Íbúðirnar eru allt frá 54 ferm.
Meira
Þetta bútasaumsteppi er úr bómullarefni, saumað eftir sniði frá Ameríku. Það er vélsaumað og til eru ótal snið og efni í Virku til þess að gera svona teppi af ýmsu tagi. Bútasaumur er mjög vinsæll og þykir sérlega...
Meira
FERÐAÞJÓNUSTA hefur eflzt mjög í sveitum landsins undanfarin ár og góð ferðaþjónustubýli vekja því ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu jörðin Hjarðarból í Ölfusi, sem er nýbýli úr landi jarðarinnar Hvols.
Meira
Garðabær - Eignasalan-Húsakaup er nú með í sölu einbýlishús að Goðatúni 6a í Garðabæ. Þetta er steinhús, byggt 1987 og er það 285,8 ferm. að stærð en innbyggður bílskúr er 35,1 ferm. Ásett verð er 27 millj.kr." "Þetta er stórglæsilegt hús.
Meira
Þýski greinakurlarinn Wolfgarten er tæki til að kurla greinar og sumir nota það til að mylja lauf. Kurlið er gjarnan notað t.d. á gangstíga eða í trjábeð og í safnþrær til þess að búa til moltu. Fæst í Þór í...
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Húsið er með í sölu raðhús við Grænlandsleið 10 í Grafarholti. Þetta eru steinhús, 244 ferm. að stærð, þar af er einfaldur bílskúr 29 ferm.
Meira
Krans úr skreytiefnum sem fást í Völusteini, hér er blandað saman náttúrulegum efnum og gerviefnum. Svona krossa má útbúa úr mörgu sem til fellur og þeir þurfa ekki að duga lengi því það er gaman að búa til nýja og nýja...
Meira
Allir geta sent inn fyrirspurnir til blaðsins. Þær mega fjalla um ágreiningsefni húseigenda eða spurningar um hvernig best sé að leysa praktísk mál sem tengjast umsjón með íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Sendið fyrirspurn með tölvupósti á eignaumsjon@eignaumsjon.is eða á faxi, 5854801. Skilyrði er að geta nafns fyrirspyrjanda og heimilisfangs þó að það komi ekki fram í blaðinu. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.eignaumsjon.is.
Meira
Við gerð svona íkonamyndar er mynd tekin úr blaði eða prentuð út úr tölvu og rifin í stærð við plattann sem grunnaður hefur verið með dökkum lit.
Meira
"HÚS á Álftanesi seljast nú nokkuð vel og ólíkt betur en fyrir eins og þremur árum. Þetta gildir jafnt um nýtt sem gamalt íbúðarhúsnæði," segir Þórhallur Guðjónsson hjá fasteignasölunni Garðatorgi í Garðabæ.
Meira
Þrátt fyrir hlutfallslega mikla mannfjölgun að undanförnu á Bessastaðahreppur að halda friðsæld sinni og opnum svæðum. Magnús Sigurðsson kynnti sér uppbygginguna í sveitarfélaginu í viðtali við Gunnar Val Gíslason sveitarstjóra.
Meira
Sama mótíf notað í efni (bútasaumur og myndsaumur) og einnig á tré, málað. Glimmer er notað sem skreytingarefni á báðar myndirnar. Efni fæst í...
Meira
SEM betur fer er það ekki oft sem Íbúðalánasjóður þarf að ganga á fasteignir viðskiptavina með nauðungarsölu fasteignar miðað við þann mikla fjölda fólks sem fjármagnað hefur fasteignakaup sín með lánum Íbúðalánasjóðs.
Meira
Reykjavík - Hjá eign.is er til sölu við Óðinsgötu 1 íbúð á tveimur hæðum ásamt aukaíbúð og bílskúr, alls 204 ferm. Eigninni fylgja stæði fyrir 3 til 4 bíla. Ásett verð er 19,7 millj. kr.
Meira
Rafmagnsrúm frá Svefni og heilsu í Listhúsinu, Wallhuggers frá Leggett and Platt í Bandríkjunum. Þetta rúm inniheldur öll þægindi sem rafmagnsrúm bjóða upp á í dag - svo sem þráðlausa fjarstýringu, svæðanudd og aðfærslu að höfðagafli.
Meira
Við gerð svona skírnarmynda er ramminn málaður í einum lit, kertavaxi er strokið víðs vegar um ramman og síðan málað yfir í öðrum lit og aftur borið á kertavax.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Tröð er nú með í sölu tvær 530 fermetra fullinnréttaðar skrifstofuhæðir í Sóltúni 26 í Reykjavík sem er nánast nýtt, steinsteypt hús. Möguleiki er á að skipta hvorri hæð í tvo álíka stóra hluta, að sögn Guðlaugs Ö.
Meira
ÞAÐ er til siðs á hátíðlegum stundum að mæra allt sem landið gefur; náttúrufegurð, heilnæmt loft, miðnætursól og oft fylgir með fullyrðing um heimsins tærasta og besta drykkjarvatn.
Meira
Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.